garpur nóv 09 -2

8
GARPUR Nóvember 2009 Fréttabréf Íþróttafélagsins Gerplu Mömmuleikfimi Gerplu slær í gegn Í haust var farið af stað með tilraunaverkefni í Gerplu undir stjórn Maríönnu Finnbogadóttir. Verkefnið snýst um að nýta hina frábæru aðstöðu Gerplu til að kenna líkamsrækt fyrir nýbakaðar mæður. Mæðurnar koma með börnin upp í Gerplu og stunda þrekæfingar og teygjur á meðan börnin sofa eða leika sér á leikteppi. Létt og skemmtilegt andrúmsloft ríkir á meðal þátttakenda á nám- skeiðinu enda góður vettvangur fyrir nýbakaðar mæður til að gefa og þiggja góð ráð frá hvor annarri varðandi umönnun ungra barna. Skemmst er frá því að segja að verkefnið sló samstundis í gegn. Aðsókn hefur verið mjög mikil og færri komist að en vilja. Nýtt 7 vikna námskeið hefst 4. nóvember og stendur til 18. desember. Kennt er tvisvar í viku á miðvikudögum og föstudögum frá 13:00 til 14:00. Maríanna hefur umsjón með tímunum en auk hennar munu Linda Björk Logadóttir og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, sjúkraþjálfari koma að kennslu. Námskeiðið kostar 4.200 krónur og er tekið við skráningum á [email protected] Athugið að fjöldi á námskeiðið er takmarkaður.

Upload: rakel-tomasdottir

Post on 31-Mar-2016

232 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Fréttabréf gerplu

TRANSCRIPT

Page 1: Garpur nóv 09 -2

GA

RP

UR

Nóvember 2009Fréttabréf Íþróttafélagsins Gerplu

Mömmuleikfimi Gerplu slær í gegnÍ haust var farið af stað með tilraunaverkefni í Gerplu undir stjórn Maríönnu Finnbogadóttir. Verkefnið snýst um að nýta hina frábæru aðstöðu Gerplu til að kenna líkamsrækt fyrir nýbakaðar mæður. Mæðurnar koma með börnin upp í Gerplu og stunda þrekæfingar og teygjur á meðan börnin sofa eða leika sér á leikteppi. Létt og skemmtilegt andrúmsloft ríkir á meðal þátttakenda á nám-skeiðinu enda góður vettvangur fyrir nýbakaðar mæður til að gefa og þiggja góð ráð frá hvor annarri varðandi umönnun ungra barna. Skemmst er frá því að segja að verkefnið sló samstundis í gegn. Aðsókn hefur verið mjög mikil og færri komist að en vilja.Nýtt 7 vikna námskeið hefst 4. nóvember og stendur til 18. desember. Kennt er tvisvar í viku á miðvikudögum og föstudögum frá 13:00 til 14:00. Maríanna hefur umsjón með tímunum en auk hennar munu Linda Björk Logadóttir og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, sjúkraþjálfari koma að kennslu. Námskeiðið kostar 4.200 krónur og er tekið við skráningum á [email protected]ð að fjöldi á námskeiðið er takmarkaður.

Page 2: Garpur nóv 09 -2

Foreldraþrekið fer vel af staðÁ fimmtudagsmorgnum kl. 6:45 hittast morgunhanarnir í hópi foreldra Gerplu uppi í Versölum. Þeir eru mættir í morgunþrek foreldra sem býðst öllum foreldrum félagsins að kostnaðarlausu.Fimleikarþjálfararnir Erlendur Kristjánsson og Björn Björnsson skiptast á því að sjá um að stýra morgunþrekinu. Áherslur eru að þeirra sögn á að tímarnir hafi létt yfirbragð og séu aðgengilegir hverjum sem er. „Í morgunþrekinu á hver að geta unnið á eigin hraða og stefnt að eigin markmiðum. Þetta eru ekki þrælabúðir heldur viljum við í tímunum skapa jákvæða umgjörð sem hvetur fólk áfram og hjálpar því að ná lengra.“Foreldraþrek Gerplu hefur nú verið starfrækt í um mánuð og mæting verið góð. „Við verðum náttúrulega ekki sáttir fyrr en við erum búnir að fá hvern einasta foreldra í félaginu á æfingu til okkar.“ segja félagarnir í gamni að lokum.

Prik mánaðarinsAð þessu sinni fær Árni Elvar Hafsteinsson, iðkandi í L100, prik mánaðarins frá ritstjórn Garps. Árni Elvar hefur verið iðkandi í Gerplu síðan í janúar en hann er ellefu ára og stundar nám við Fellaskóla í Breiðholti. Árni Elvar hefur strax getið sér gott orð fyrir að vera duglegur og alltaf í góðu skapi á æfingum.„Ég var ekkert rosalega spenntur fyrir þessu í upphafi en var mjög fljótur að skipta um skoðun þegar ég kynntist hópnum mínum,“ segir Árni Elvar í viðtali við Garp. „Við erum öll dugleg að hvetja hvert annað áfram og ég finn hvernig það styrkir mig á æfingum.“Árna Elvari finnst skemmtilegast að gera hjólbörur, því þær hjálpa honum að styrkjast í höndunum. Þegar hann er spurður að því hvaða markmið hann hafi núna í fimleikunum þarf hann að velta því aðeins fyrir sér. Eftir nokkra umhugsun er svarið ljóst: „Mig langar að geta handstöðu, ég get hana núna upp við rimlana en langar að æfa mig meira í henni.“ Ekki slæmt markmið það hjá þessum upprennandi fimleikamanni, því handstaða er grunnurinn að svo mörgu í fimleikum.

Foreldrar taka á því í þrekhring

Page 3: Garpur nóv 09 -2

Haustmót í hópfimleikumFyrsta mót vetrarins í hópfimleikum fer fram á Akranesi helgina 14.-15. nóvember. Á mótinu keppa hvorki meira né minna en 11 lið frá Gerplu sem sýnir hversu mikill áhugi og gróska er í hópfim-leikum hjá félaginu. Meðal liðanna eru P1, bronslið okkar frá nýafstöðnu Norðurlandamóti og PG meistarahópur í hópfimleikum karla. Mótið er mikilvægt fyrir stúlkurnar í P2 en það telur sem fyrsta úrtökumót fyrir Norðurlandamót Unglinga sem fer fram í Finnlandi á næsta ári.Mótið er annars merkilegt fyrir þær sakir að nú er í fyrsta sinn keppt eftir nýjum hópfimleikareglum. Reglurnar fela í sér nokkra breytingu frá fyrri reglum. Helstu breytingarnar eru þær að ekki er lengur þak á erfiðleikagildum. Það er því ljóst að það mun reyna á fimleikafólk, þjálfara og dómara á komandi haustmóti og spennandi að sjá útkomuna.Síðasta vetur var farið af stað með svokallaða Deildarbikarkeppni í hópfimleikum. Í henni felst að lið safna stigum í keppni á nokkrum helstu mótum vetrarins. Liðið á hverju móti sem lendir í fyrsta sæti fær 7 stig, öðru sæti 5 stig, þriðja sæti 4 stig og svo framvegis. Það lið stendur uppi sem sigurvegari Deildarbikars sem flestum stigum safnar yfir keppnistímabilið. Haustmót er fyrsta mótið í vetur sem telur til stiga í Deildarbikarnum. Þetta er því einn af stærri viðburðum vetrarins fyrir yngri flokkanna jafnt sem eldri og spennandi að fylgjast með árangri liðanna.Við óskum öllum keppendum góðs gengis og vonumst til að Gerplufólk fjölmenna í stúkuna á Akranesi. Það er mikilvægt fyrir krakkana að finna fyrir góðum stuðningi á fyrsta móti vetrarins.

Laugardagur

Flokkur Keppni hefst

3.fl. Landsreglur 10:15

Meistarafl. og 1.fl. - Teamgym 14:25

2.fl. – Teamgym 18:00

Sunnudagur

4.fl. – Landsreglur 10:50

5.fl. – Landsreglur 16:00

Page 4: Garpur nóv 09 -2

Heimsókn frá OllerupÍ september fengum við heimsókn frá íþróttakennaraskólanum í Ollerup. Fimleikar eru undirstöðugrein í allri kennslu við skólann sem er einn sá stærsti á Norðurlöndum og útskrifar tugi þjálfara á hverju ári. Í ferðinni voru 47 nemendur auk þriggja kennara ásamt fjölskyldum sínum. Nemendurnir voru frá Dan-mörku, Svíþjóð og Noregi. Hópurinn dvaldi hér í vikutíma við æfingar auk þess að fara í skoðunarferðir. Á meðan dvölinni stóð gisti hópurinn í félagsaðstöðu Gerplu og er þetta stærsti hópur sem dvalið hefur yfir lengri tíma hjá okkur. Garpur ræddi við þau Helge Fisker, Jan Christian Brønd og Trine Sønderholm Larsen kennarar við skólann. Við spurðum þau nokkurra spurninga og saman sátu þau fyrir svörum.Er munur á íslenskum og dönskum fimleikum?Helsti munurinn liggur í þeirri miklu áherslu sem lögð er á áhaldafimleika á Íslandi. Í áhaldafimleikum læra nemendur góða grunntækni. Nemendur ykkar æfa líka meira en danskt fimleikafólk. Annar munur liggur í því hvernig þið skipuleggið fimleikafélögin ykkar, það er eitthvað sem við gætum lært af. Í Danmörku eru margir mjög góðir salir og við búum svo vel að hafa mikið af vel menntuðum þjálfurum. Stærðin gerir okkur kleift að bjóða upp á margar tegundir fimleika bæði hjá íþróttafélögum og í heimavistarskólum.Hvað teljið þið að Íslendingar og Danir gæti lært hver af öðrum hvað fimleika varðar?Við getum tekið skipulag ykkar til fyrirmyndar. Skipulagið hefur fært ykkur góðan félagsanda og stuðlað að góðum árangri bæði í áhalda- og hópfimleikum en slíkt er fátítt á Norðurlöndum.Við höfum aftur á móti meiri breidd í Danmörku og þið gætuð lært af okkur hvað varðar t.d. stökkfimleika (e. PowerTumbling) og danstengda fimleika (e. Rythmical Gymnastics). Annað sem við gætum miðlað til ykkar frá Danmörku er mikil þekking á móttöku á trampolíni og í stökkum.Hvað finnst ykkur um það hvernig Gerpla og önnur íslensk félög hafa á undanförnum árum tengt saman feril í áhaldafimleikum og framhaldslíf í hópfimleikum?Við teljum að slíkt sé góð hugmynd, við sjáum að tengingin er góð bæði fyrir stúlkur og drengi. Við höfum séð að stúlkurnar ykkar í hópfimleikum eru sterkari, hraðari og liðugri en keppendur frá öðrum félögum á Norðurlöndum.Nú hefur verið komið á formlegu samstarfi milli Gerplu og Ollerup, hvað teljið þið að slíkt samstarf hafi í för með sér?Samstarfið mun fyrst og fremst vera grundvöllur til þess að læra hver af öðrum. Fyrir okkur í Ollerup þá sameinar heimsókn til Gerplu tvennt. Æfingabúðir við frábærar aðstæður og náin kynni af landi og þjóð. Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa góð sambönd utan Danmerkur. Fyrir Gerplu hefur samstarfið í för með sér að þið fáið reglulega frá okkur vel menntaða þjálfara til starfa. Við erum mjög hrifin af samstarfinu

Page 5: Garpur nóv 09 -2

og viljum þróa það áfram.Eiga Íslendingar erindi í íþróttaskólann í Ollerup?Tvímælalaust, við höfum fengið til okkar marga Íslendinga m.a. frá Gerplu. Ef fólk vill öðlast góða menntun á sviði fimleikaþjálfunar og hitta fólk með sama áhugamál þá er Ollerup staðurinn. Við Ollerup gefst fólki líka tími til að æfa fimleika með skólanum og einnig að prófa alls konar nýjar íþróttir. Við viljum að fólk útskrifist frá okkar ekki einungis sem betri þjálfarar heldur einnig sem betri manneskjur.Hvað líkaði ykkur best við heimsóknina til Íslands?Okkur leið eins og heima í Gerplu og fengum frábærar móttökur. Við vorum einnig mjög ánægð með að nemendur okkar skyldu fá tækifæri til að taka þátt í þjálfun. Verkleg kennsla er mjög mikilvægur hluti af námi hvers þjálfara.Hvað kom ykkur mest á óvart?Hin ótrúlega náttúra Íslands og samband Íslendinga við heitt vatn. Þið eigið nóg af því og við nutum þess að heimsækja heitu pottana í sundlauginni að Versölum.Garpur þakkar vinum okkar frá Ollerup fyrir spjallið og við hlökkum til að fá þau í heimsókn aftur að ári.

Haustmót í áhaldafimleikumFyrsta FSÍ mót í áhaldafimleikum var haldið 31. október og tóku 17 iðkendur úr meistarahópum Gerplu þátt í mótinu. Keppt var í 1. og 2. þrepi íslenska fimleikastigans og frjálsum æfingum í bæði kvenna og karlaflokki.Okkar fólk stóð sig með príði og fóru margir heim með medalíur, en gefið var fyrir fyrstu þrjú sætin á öllum áhöldum.Við óskum keppendum okkar svo sannarlega til hamingju. Við erum mjög stollt af þessum frábæru iðkendum.

Page 6: Garpur nóv 09 -2

Góður árangur á erlendri grunduUm tvær síðastliðnar helgar hefur Gerpla sent á fimmta tug keppenda á 3 erlend mót. Við í Gerplu erum ákaflega stolt af þessum mikla fjölda glæsilegra iðkenda enda fáheyrt að fimleikafélag á Norðurlöndum eigi jafn marga keppendur á alþjóðlegum stórmótum. Um næstu helgi heldur ævintýrið áfram því þá sendir Gerpla fjölda keppenda á Norður Evrópumót í áhaldafimleikum í Wales en það mót hélt Gerpla einmitt síðasta haust.Heimsmeistaramót í áhaldafimleikumMótið var haldið í O2 höllinni í London og þar kepptu frá Gerplu þau Viktor Kristmannson, Róbert Kristmannson, Ólafur Garðar Gunnarsson og Thelma Rut Hermannsdóttir. Það mikil upplifun að sögn Thelmu Rutar að keppa meðal þeirra bestu við frábærar aðstæður. „Ég vildi klára gott mót og sjá hvar ég stæði miðað við bestu keppendur í heimi.“ Því miður settu meiðsli í upphitun á tvíslá strik í reikninginn hjá Thelmu Rut en hún þurfti að hætta keppni eftir tvö áhöld. „Ég var með nýtt stökk í gólfæfingunum hjá mér, tvöfalt twist, og yfirsnéri stökkið sem kostaði mig fall og það að ég fór útaf keppnisgólfinu. Fyrir utan þessu einu mistök gengu æfingarnar á gólfi og stökki vel.“Róbert Kristmannson lauk keppni efstur Íslendinga í karlakeppni með 78.325 stig sem skiluðu ho-num í sæti 50 í fjölþraut. Viktor bróðir Róberts lauk keppni í 61 sæti. Ólafur Garðar keppti á þremur áhöldum og náði sérstaklega góðri einkunn á svifrá 13.250.Norðurlandamót í HópfimleikumGerpla sendi tvö lið til keppni á Norður-landamóti í hópfimleikum 17. október síðastliðinn. Keppnin fór fram í Jyväskylä Finnlandi.Gerplustúlkurnar í P1 áttu titil að verja en mistök á dýnu og trampolíni reyndust dýrkeypt og niðurstaðan var þriðja sæti. Þetta eru nokkur vonbrigði fyrir sveit Gerplu sem hafði alla burði til að landa fyrsta sætinu. Þær fengu þó hæstu einkunn í dansi sem gefin var á mótinu 9.0. Stúlkurnar í P1 eru staðráðnar í láta vonbrigðin ekki slá sig út af laginu. Þær munu halda áfram að gera góða hluti og stefna nú ótrauðar á Evrópumeistaramót í Malmö á næsta ári.Gerpla sendi einnig karlalið til keppni, það fyrsta sem komið hefur frá Íslandi í fullorðinsflokki í hópfimleikum. Karlaliðið stóð sig með mikilli prýði og vakti athygli fyrir frábærar æfingar á trampolíni. Jacob Melin framkvæmdi m.a. flóknasta stökk mótsins, þrefalt heljarstökk með einni og hálfri skrúfu og „pinnaði það.“ Liðinu tókst að sigra annað tveggja norskra liða í keppninni og var mjög nærri því að sigra þau bæði. Árangurinn er mjög góður miðað við að um svo til nýtt lið er að ræða og ætla drengirnir sér stóra hluti í framtíðinni.

Page 7: Garpur nóv 09 -2

Haust- og Garpamót 7.-8. nóvemberNæstkomandi helgi er mótahelgi í Gerplu. Þá heldur fé-lagið tvö mót, á laugardag verður Haustmót í þrepum og á sunnudag Garpamót. Af þessum sökum falla allar æfingar niður um helgina.Haustmótið er fyrir 5., 4. og 3. þrep hjá drengjum og 4. og 3. þrep hjá stúlkum. Mótið er mjög fjölmennt og stendur frá klukkan 8 til 18 á laugardaginn. Á sunnudag fer fram Garpamót sem er boðsmót á vegum Gerplu. Á mótinu munu yfir 100 iðkendur frá 5 félögum reyna með sér, þar af 56 keppendur frá Gerplu. Mótið klukkan 9:30 með keppni hjá stúlkum í 5. þrepi 9 ára og yngri. Eftir hádegi er röðin komin að stúlkum 10 ára og eldri í 5. þrepi og drengjum í 5. þrepi. Einnig munu stúlkur í 4. þrepi frá Gerplu spreyta sig á mótinu. Mótið hefst klukkan 13:30.Þetta eru fyrstu þrepamót vetrarins og verður mjög gaman að sjá hvar iðkendur okkar standa í upphafi starfsins.

Mälarcupen15 keppendur fór frá Gerplu til keppni á Mälarcupen í Svíþjóð um liðna helgi. Um er að ræða alþjóðlegt mót með yfir 100 keppendum frá 5 löndum.Í karlaflokki sendi Gerpla tvær sveitir til keppni og lentu þær í 6. og 7. sæti í liðakeppninni en alls tóku 12 lið þátt í mótinu. Í einstaklingskeppni lenti Pálmi Rafn Steindórsson í 3. sæti í junior-flokki. Eyþór Örn Baldursson og Gunnar Orri Guðmundsson komust í úrslit á hringjum, Garðar Egill Guðmundsson í úrslit á tvíslá og Valgarð Reinhardsson á Svifrá. Stúlknasveitir Gerplu lenti í 8. og 16. sæti af 22 liðum sem mætt voru til keppni. Birta Sól Guðbrandsdóttir var í úrslitum á tvíslá og á gólfi og Norma Dögg Róbertsdóttir á slá. Norma gerði sér lítið fyrir og hreppti þriðja sætið þrátt fyrir eitt fall. Við erum svo sannarlega stolt af okkar frábæru iðkendum og hlökkum til að fylgjast með þeim á komandi keppnistímabili.

Page 8: Garpur nóv 09 -2

Íþróttafélagið GerplaVersalir 3 201 Kópavogis.5103000www.gerpla.isÚtlitshönnun: Rakel Tómasdóttir

Vilt þú leggja Gerplu lið?Helgina 7. og 8. nóvember heldur Gerpla sín fyrstu mót á starfsárinu eins og fram kemur í Garpi. Fyrir mót þarf að breyta uppsetningu salarins og ganga frá honum aftur. Uppsetning salarins hefst föstudaginn 6. nóvember kl. 19 og hann er svo færður í sama horf aftur kl. 16:15 á sunnudaginn.Margar hendur vinna létt verk og öll aðstoð er vel þegin. Ef þú hefur áhuga á að aðstoða okkur við undirbúning mótsins biðjum við þig að senda Auði Ólafsdóttur mótstjóra tölvupóst á [email protected].