hjálmur nóv. 2011

24
Auk heildarkjarasamnings SA og aðildar- samtaka ASÍ var gerður kjarasamningur milli Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélags- ins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis við Samtök atvinnu- lífsins. Launahækkanir í samningnum eru eftirfarandi: Þann 1. júní 2011 hækkuðu laun um 4.25% , þann 1.febrúar 2012 munu laun hækka um 3,5% og þann 1. febrúar 2013 um 3,25% . Einnig kemur til ein- greiðsla að upphæð kr. 38.000 og miðast hún við fullt starf en minnkar hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi. Samningur við starfsmenn hjá Rio Tinto Alc- an var samþykktur með minnsta mögulega mun í seinni atkvæðagreiðslu. 175 sögðu já en 175 sögðu nei, einn skilaði auðu. Samkvæmt lögum 80 /1936 þarf fleiri mótakvæði á móti samningnum til að fella samning. Allir samningar og launatöflur eru í heild sinni á heimasíðu félagsins www.hlif.is Samningur Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins var samþykktur með 85,8% atkvæða. Á kjörskrá voru 15.614. Atkvæði greiddu 3.034, rúm 19,4%. Já sögðu 2.603 eða 85,8%. Nei sögðu 423 eða 13,9%. Samningurinn var því samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. 85.8% SöGðU JÁ Ár kjarasamninganna 2. TBL. // 96. ÁRGANGUR // NÓV 2011 20 22 8 Mjatlað af öllu Ekki alltaf þótt heppilegur Atvinnuöryggi minna 2 St. Jósefsspítala lokað um áramótin Hafnfirðingar eru flestir ósáttir við ákvörð- unina og telja að illa sé komið fyrir þessari merku stofnun sem á sér svo mikla sögu. Gengið hefur verið frá samningum á almennum markaði. Samningarnir voru undirritaðir þann 5. maí sl. og gilda til loka janúar 2014

Upload: kreativ

Post on 08-Mar-2016

247 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

Fréttablaðið Hjálmur nóv. 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Hjálmur nóv. 2011

Auk heildarkjarasamnings SA og aðildar-samtaka ASÍ var gerður kjarasamningur milli Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélags-ins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis við Samtök atvinnu-lífsins. Launahækkanir í samningnum eru eftirfarandi: Þann 1. júní 2011 hækkuðu laun um 4.25% , þann 1.febrúar 2012 munu laun hækka um 3,5% og þann 1. febrúar 2013 um 3,25% . Einnig kemur til ein-greiðsla að upphæð kr. 38.000 og miðast hún við fullt starf en minnkar hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.Samningur við starfsmenn hjá Rio Tinto Alc-an var samþykktur með minnsta mögulega mun í seinni atkvæðagreiðslu.

175 sögðu já en 175 sögðu nei, einn skilaði auðu. Samkvæmt lögum 80 /1936 þarf fleiri mótakvæði á móti samningnum til að fella samning.

Allir samningar og launatöflur eru í heild sinni á heimasíðu félagsins www.hlif.is

Samningur Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins var samþykktur með 85,8% atkvæða. Á kjörskrá voru 15.614. Atkvæði greiddu 3.034, rúm 19,4%. Já sögðu 2.603 eða 85,8%. Nei sögðu 423 eða 13,9%. Samningurinn var því samþykktur með miklum meirihluta atkvæða.

85.8% Sögðu JÁÁr kjarasamninganna

2. TBL. // 96. ÁRGANGUR // NÓV 2011

20228

Mjatlað af ölluEkki alltaf þótt heppilegur Atvinnuöryggi minna

2

St. Jósefsspítala lokað um áramótinHafnfirðingar eru flestir ósáttir við ákvörð-unina og telja að illa sé komið fyrir þessari merku stofnun sem á sér svo mikla sögu.

Gengið hefur verið frá samningum á almennum markaði. Samningarnir voru undirritaðir þann

5. maí sl. og gilda til loka janúar 2014

Page 2: Hjálmur nóv. 2011

// nóvember 2011

Verkalýðsfélagið Hlíf2

St. Jósefsspítali hefur verið oft í fréttum þetta árið og nú liggur fyrir að loka á spítal-anum um næstu áramót. Hafnfirðingar eru flestir afar ósáttir við þessa ákvörðun og telja að illa sé komið fyrir þessari merku stofnun sem á sér svo mikla og mikilvæga sögu. Árið 1924 hófst bygging spítalans og voru það St. Jósefssystur sem stóðu fyrir framkvæmdunum. Tilgangur systranna var að þjóna þeim sem bjuggu í Hafnarfirði

og nágrenni, allt til Suðurnesja. Þörfin var rík, nokkrum sinnum þurfti að byggja við húsið og m.a. bættist við fullkomin skurð-stofudeild. Saga spítalans er samofin sögu Hafnarfjarðar og því vakti það upp miklar tilfinn-ingar þegar Björn Zoëga, forstjóri Land-

spítalans, tilkynnti þann 11. október sl. að loka ætti stofnuninni um áramótin. Tilkynningin var þvert á fyrri ákvarðanir um að sameina starfsemi St. Jósefsspítala og Landspítala þar sem gert var ráð fyrir að legudeild almennra lyflækninga yrði áfram starfrækt í Hafnarfirði en að skurð-stofustarfsemi, handlækningadeild og

starfsemi meltingarlækninga flyttist í hús-næði Landspítala í Reykjavík. Í fréttaviðtali á mbl.is þann 11. október sl. sagði Björn að reynt yrði að finna húsinu nýtt hlutverk en ljóst væri að það hentaði illa nútíma sjúkra-húsrekstri. „Það mun verða verkefni Fast-eigna ríkisins að kveða upp úr með það. Til greina hefur komið að breyta húsnæðinu í öldrunarheimili en til þess þarf töluverðar framkvæmdir.“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mótmælti harð-lega ákvörðun um lokun St. Jósefsspítala og krafðist þess að hún yrði endurskoðuð. „Ákvörðunin gengur þvert á þá sátt sem lofað var og þau fyrirheit sem gefin voru, um að St. Jósefsspítali gegndi áfram mikil-vægu hlutverki í nærþjónustu við íbúa í Hafnarfirði.“ Bæjarstjórnin krafðist þess enn fremur að staðið yrði við loforð um samráð þegar teknar yrðu upp viðræður um fram-haldið á starfsemi St. Jósefsspítala.

Xie Yi, forstöðumaður mannauðs-og félagsþjónustu í Yunnan-héraði í Kína, og Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar.

OPNuNARTÍMI:

Mánudaga til föstudaga

frá kl. 08:30 til 16:00

Sími: 5100 800

Fax: 5100 809

Veffang: www.hlif.is

Netfang: [email protected]

Ábyrgðarmaður:

Kolbeinn Gunnarsson

Útgefandi: Verkalýðsfélagið Hlíf

Umbrot: Betri Stofan ehf.

Ritstjórn og efnisöflun:

Marín Hrafnsdóttir og

Steingrímur Ólafsson

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

SKRIFSTOFAVERKALÝðSFÉLAgS

HLÍFARReykjavíkurvegi 64

Þótt nú sé unnið að stækkun inni á vinnu-svæði Rio Tinto / Ísal og að ljóst sé að sú vinna hafi skapað vinnu fyrir nokkuð marga starfsmenn, þá þarf nauðsynlega að koma framkvæmdum af stað almennt í öllu landinu. Lítið virðist vera í farvatninu

hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum til að efla atvinnulífið. Stjórnvöld þurfa að koma verkefnum í þann farveg að aðilar atvinnu-lífsins geti farið að koma verkefnum af stað í samfélaginu. Mikið hefur verið um hækk-anir á matvöru og þjónustu eftir gerð kjara-samninga, þar hafa stjórnvöld og sveitar-félög verið í fararbroddi og þannig tekið niður þá kaupmáttaraukningu sem kjara-samningarnir áttu að skila til launþega.Nýleg Gallup-könnun félaganna innan Flóabandalagsins sýnir að vinnuálag hefur aukist töluvert hjá þeim starfsmönnum sem eru með vinnu, starfshlutfall hefur ver-ið minnkað og margir eru nú í hlutastarfi. Starfshlutfall á mörgum vinnustöðum hefur verið lækkað og ætlast er til að starfs-menn skili meira vinnuframlagi en áður.

Taka verður á þessum málum og vinna að því að koma atvinnuleitendum í störf þar sem augljós vöntun er á starfsfólki og minnka þannig álagið. Nánar er gert grein fyrir könnuninni hér í blaðinu.Nú þegar hátíð ljóss og friðar er að fara í hönd þarf að efla samverustundir fjöl-skyldna og ekki hvað síst á þessum tímum þegar margar fjölskyldur glíma við áhyggj-ur af fjárhag og atvinnumissi. Við verðum að treysta hvert öðru og byggja upp betra samfélag saman, sem ég efa ekki að við getum gert. Það getur tekið tíma en það gerist ekki nema við stöndum öll saman sem eitt.

Kolbeinn Gunnarsson formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar.

St. Jósefsspítala lokað um áramótin

Frá formanni Hlífar

Ekki er ljóst hvaða hlutverki þessi fallega bygging muni gegna í framtíðinni. Spítalann teiknaði Guðjón Samúelsson.

Page 3: Hjálmur nóv. 2011

nóvember 2011 //

3Verkalýðsfélagið Hlíf

Hópur á vegum mannauðs- og félags-þjónustu Yunnan-héraðs í Kína heimsótti Verkalýðsfélagið Hlíf í sumar. Hópurinn hafði áhuga á að kynnast starfsemi verka-lýðsfélaga hér á landi og þá aðallega hvernig lífeyrissjóðakerfið hefur verið byggt upp.Kolbeinn Gunnarsson sat fundinn með

Kínverjunum og fór yfir það hvernig starf Hlífar er unnið í þágu félagsmanna sem og uppbyggingu lífeyrissjóðakerfisins. Kínverjarnir létu vel af dvöl sinni hér á landi og fóru víða um landið enda þótt ekki hafi verið fyrirhugað að stoppa lengi í þetta skipti.

Á myndinni eru frá vinstri: Xuna Cheng, Xiong Mei, Xie Yi, Kolbeinn, Li Zhikang, Hao Weihong og Luo Chenghui

Heimsókn Kínverja til Hlífar í sumar

www.hopbilar.is

Page 4: Hjálmur nóv. 2011

// nóvember 2011

Verkalýðsfélagið Hlíf4

Á nýliðnu þingi Star fsgreinasam-bands Íslands 13.-14. október fór fram mikil umræða um skipulagsmál og nauðsyn þess að fara í gagngera endurskoðun á hlutverki, starfsemi

og lögum sambandsins. Samþykkti þingið tillögu um skipan starfshóps sem var falið að fara í ítarlega vinnu við að móta nýtt framtíðarskipulag Starfsgreinasambands-ins. Markmiðið er að einfalda stjórnkerfið, draga úr rekstrarkostnaði og færa starfsemi sambandsins að breyttu umhverfi aðildar-félaganna.

Framhaldsþing haldið í maíStarfshópurinn skal leggja fram tillögur að nýju stjórnkerfi, hlutverki, lögum og verkefnum SGS fyrir framhaldsþing sem haldið verður 10. maí 2012. Starfshópurinn mun funda stíft á næstu mánuðum og er vonast til að drög að tillögum liggi fyrir í lok febrúar. Áður en þær verða lagðar fyrir þing Starfsgreinasambandsins skulu til-lögurnar kynntar aðildarfélögum sam-bandsins og þeim gefinn kostur á að koma

sjónarmiðum sínum og ábendingum á framfæri.

Áfram unnið að því að styrkja grunneiningarnarHugmyndin er að Starfsgreinasambandið verði fyrst og fremst samstarfs- og sam-ráðsvettvangur aðildarfélaga, en hægt verði að fela sambandinu sérstök verkefni sem aðildarfélög vilja láta Starfsgreinasam-bandið sinna. Við endurskoðun á skipulagi sambandsins verður horft til þess að frá stofnun þess árið 2000 hefur aðildarfélög-um fækkað mikið, úr 43 í 19. Engu að síður verður ekki hjá því komist að halda áfram þeirri vinnu að fækka aðildarfélögum og gera félögin betur í stakk búin til að sinna daglegum verkefnum sínum sem og þjón-ustu við félagsmenn. Eitt af því sem þarf að gera er að skilgreina verkefni Starfs-greinasambandsins betur, enda hafa þarfir aðildarfélaganna breyst mikið á síðustu árum. Það þarf að vera skýrt ákveðið hvaða þjónustu Starfsgreinasambandið á að veita og hvað félögin eiga að sjá um sjálf.

Einfaldara stjórnkerfi skilar sér í auknu lýðræði Annar mikilvægur þáttur sem starfs-hópurinn mun fara yfir er uppbygging á

stjórnkerfi Starfsgreinasambandsins, en ýmsir hafa bent á að núverandi stjórnkerfi hafi ekki gefist nægjanlega vel. Það eru uppi hugmyndir um að draga úr áhrifum framkvæmdastjórnar og í staðinn munu sérstakir formannafundir fá aukið vægi í stjórnkerfinu, en þar geta öll aðildarfélög komið að ákvarðanatöku á vegum Starf-greinasambandsins. Þetta leiðir vonandi til aukins lýðræðis innan sambandsins en um leið þurfa félögin að standa betur á bak við ákvarðanir þess.

Hagræðing í rekstriStarfsgreinasambandið hefur á síðustu misserum setið undir talsverðri gagnrýni um að vera dýrt og skila litlu fyrir aðildar-félögin. Eitt af meginmarkmiðunum með endurskipulagningu á Starfsgreinasam-bandinu er að ná fram hagræðingu í rekstri og laga starfsemi og verkefni að þeim tekjum sem sambandinu eru markaðar. Á nýliðnu þingi Starfgreinasambandsins var ákveðið að lækka tekjur sambandsins um 35% og því er ljóst að draga verður úr umsvifum sambandsins. Starfshópnum hefur verið falið að vinna náið með nýjum framkvæmdastjóra að því að lækka útgjöld og aðlaga reksturinn þeim verkefnum sem sambandinu verður falið að sinna.

Skipulagsmál í brennidepli á þingi Starfsgreinasambandsins

Kristján Bragasonframkvæmdastjóri, skrifar:

Page 5: Hjálmur nóv. 2011

nóvember 2011 //

5Verkalýðsfélagið Hlíf

Ályktun um efnahags- og atvinnumálÞing Starfsgreinasambands Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu efnahags- og at-vinnumála. Yfir 12.000 manns eru án atvinnu, þúsundir hafa flust úr landi og margir hafa horfið af vinnumarkaði. Tæplega 2/3 þeirra sem eru í atvinnuleit hafa verið án vinnu í meira en 6 mánuði. Staðan er því grafalvarleg og við blasir stöðnun í hagkerfinu. Verðbólga er mikil, krónan verðlítil og hagvaxtarhorfur slæmar enda eru fjárfestingar sem leggja eiga grunn að framtíðarverðmætasköpun í sögulegu lágmarki.Þing Starfsgreinasambandsins telur það for-gangsmál að breyta þessari stöðu. Aðgerðir til að örva hagvöxt og skapa störf verða að beinast að því að auka arðbæra fjárfestingu. Á síðasta ári var heildarfjárfesting á Íslandi innan við 200 milljarðar króna og hefur fjár-festing aldrei verið minni, mæld sem hlutfall af landsframleiðslu. Við gerð kjarasamninga í vor settu stjórnvöld og aðilar vinnumark-aðarins sér það markmið að örva hagvöxt með því að tryggja fjárfestingar upp á 350 milljarða á ári.Þing Starfsgreinasambands Íslands kallar eftir frumkvæði og forystu stjórnvalda, atvinnulífs og fjármálakerfisins við endurreisn efnahags-lífsins. Þessir aðilar verða að sýna að þeim sé full alvara í því að fá hjól atvinnulífsins til að snúast hraðar. Það er krafa þingsins að þessir aðilar taki virkan þátt í því að stuðla að aukn-um fjárfestingum á vegum hins opinbera og einkaaðila. Í því samhengi er m.a. mikilvægt að ríkisstjórnin leggi fram nauðsynlegar efnahags- og fjárfestingaráætlanir, sem varði leiðina að þeim markmiðum sem viljayfir-lýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna gerir ráð fyrir.

Ályktun um leiðréttingu forsendubrestsÞing Starfsgreinasamband Íslands getur ekki og ætlar ekki undir nokkrum kringumstæð-um að sætta sig við það grímulausa óréttlæti sem íslensk heimili hafa mátt þola frá hruni. Stórum hluta forsendubrestsins hefur verið varpað miskunnarlaust yfir á heimili landsins á sama tíma og slegin hefur verið skjaldborg utan um kröfuhafa og erlenda vogunarsjóði.

Þingið krefst þess að bankar og fjármála-stofnarnir þessa lands leiðrétti skuldir heimil-anna með fullnægjandi hætti vegna for-sendubrestsins.Þing Starfsgreinasambandsins vill að það komi skýrt fram að heimili landsins eru ekki að biðja um neina ölmusu heldur einungis sann-gjarna leiðréttingu á þeim forsendubresti sem varð hér í kjölfar efnahagshrunsins.

Ályktun um atvinnuleysisbæturÞing Starfsgreinasambands Íslands harmar það skilningsleysi stjórnvalda á kjörum og högum atvinnulausra sem birtist í nýút-komnu fjárlagafrumvarpi. Samkvæmt frum-varpinu ætla stjórnvöld að svíkja fyrirheit um að hækka atvinnuleysisbætur í byrjun næsta árs í samræmi við hækkun launataxta þeirra tekjulægri. Þá ætla stjórnvöld að ráðast sér-staklega á kjör þeirra sem hafa verið án vinnu í þrjú ár samfellt með því að taka viðkomandi af bótum í þrjá mánuði. Þingið fordæmir þá hugmyndafræði að ætla að „svelta“ fólk af bótum. Verkalýðshreyfingin mun aldrei sætta sig við slíka aðför að þeim sem standa höllustum fæti í þjóðfélaginu.Þing Starfsgreinasambandsins krefst þess að stjórnvöld láti af þessum fyrirætlunum. Að þau standi við gefin loforð og hækki bætur í samræmi við hækkun launataxta þeirra tekjulægri og framlengi heimild Atvinnu-leysistryggingasjóðs til að greiða bætur í allt að fjögur ár.

Ályktun um málefni heimilannaÞing Starfsgreinasambands Íslands lýsir þungum áhyggjum yfir erfiðri stöðu heimila í landinu. Háir vextir, mikil verðbólga, fall krón-unnar, og atvinnuleysi hafa skilið fjölmargar fjölskyldur og einstaklinga eftir á barmi eignamissis og gjaldþrots, auk þeirra sem nú þegar hafa misst allt sitt. Fjármálastofn-anir verða að axla sína ábyrgð á skuldavanda heimilanna og nýta það svigrúm sem þeim var veitt til þess að leiðrétta þessar skuldir.Þing Starfsgreinasambandsins fagnar auknu framboði af óverðtryggðum húsnæðislán-um. Þingið bendir þó á að enn er langt í land að Íslendingum bjóðist sambærileg lánakjör

og eru í boði í nágrannalöndum okkar.Þingið krefst þess að stjórnvöld og Seðlabanki Íslands hagi efnahags- og peningastefnu sinni með þeim hætti að íslensk heimili losni við vaxtaokur og fái að búa við sambærileg kjör og almenningur í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við.Þá telur þing Starfsgreinasambandsins mikil-vægt að tekju- og eignatenging vaxtabóta og barnabóta verði endurskoðuð líkt og gef-in voru fyrirheit um í yfirlýsingu ríkisstjórnar-innar í tengslum við gerð kjarasamninga. Þingið telur einnig mikilvægt að ríkisvaldið og sveitarfélögin hækki húsaleigubætur og dragi úr tekjutenginu þeirra. Þetta er sér-staklega aðkallandi þar sem húsaleigubætur hafa ekkert hækkað frá því fyrir hrun. Þingið krefst þess að heimilum í landinu verði ekki mismunað eftir því hvort þau eru í eigin eða leigu húsnæði.

Ályktun um séreignarlífeyrissparnaðÞing Starfsgreinasambands Íslands mótmæl-ir þeirri fyrirætlan stjórnvalda að þrengja að skattfrelsi lífeyrisiðgjalda í séreignarlífeyris-sjóði. Í rúman áratug hefur launafólk getað lagt allt að 4% af launum sínum í séreignar-lífeyrissparnað án þess að greiða tekjuskatt af þeirri inngreiðslu. Nú er boðað að þetta hlut-fall eigi að lækka um helming.Nái þessar fyrirætlanir stjórnvalda fram að ganga hlýtur verkalýðshreyfingin að hvetja félagsmenn sína til að hætta að leggja í sér-eignarsparnað umfram 2% af eigin launum. Fyrir liggur að sá hluti sem er umfram 2% lendir að mestu í eignaupptöku stjórnvalda þar sem bæði inn- og útgreiðsla sparnaðar-ins verður skattlögð. Tvísköttunin leiðir til þess að milli 60 og 70% af höfuðstól sparn-aðarins greiðist í skatt. Þá er ótalið að vextir af sparnaðinum verða skattlagðir eins og launatekjur en ekki eins og fjármagnstekjur.Þing Starfsgreinasambandsins krefst þess að stjórnvöld láti af þessum vanhugsuðu fyrirætlunum. Afleiðingin mun verða minni sparnaður til framtíðar. Slíkt er sérstaklega óheppilegt nú þegar þjóðin þarf á sparnaði að halda til þess að auka fjárfestingar til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun.

Ályktanir frá fundi SGS

Page 6: Hjálmur nóv. 2011

// nóvember 2011

Verkalýðsfélagið Hlíf6

Ályktun formannafundar ASÍ um stöðu og réttindi atvinnuleitendaÍslenskt samfélag tekst í dag á við alvarlegar afleiðingar efnahagshrunsins. Ein versta birtingarmynd þess er fækkun starfa og atvinnuleysið sem því fylgir. Heilar atvinnugreinar og landsvæði glíma við mikinn samdrátt á öllum sviðum. Langtímaatvinnuleysi fer vaxandi og bitnar mest á ungu fólki og fólki með litla formlega menntun.Alþýðusamband Íslands hefur haft forystu um að bæta kjör og réttindi atvinnuleitenda, ásamt því að treysta stöðu þeirra á vinnu-markaði og í samfélaginu. Það hefur verið gert með lengingu bótatímabilsins, auknum sveigjanleika kerfisins og náms- og starfs-tengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur.

Úrræði fyrir langtímaatvinnuleitendur duga ekkiEftir það sem þó hefur áunnist er sú sýn sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar-innar einkar dapurleg. Úrræðin sem ríkis-stjórnin sjálf hefur fram að færa eru svikin loforð og sveltistefna. Atvinnuleysisbætur eiga ekki að hækka í samræmi við það sem um var samið í vor og í reynd lækka þær að raungildi. Nema á úr gildi bráðabirgða-

ákvæði um lengingu bótatímabils og setja atvinnuleitendum sem hafa verið án atvinnu í þrjú ár tímabundið afarkosti með því að taka af þeim bótaréttinn og vísa á takmarkaðan framfærslustuðning sveitar-félaganna, þótt ljóst sé að aðeins hluti þeirra eigi þar einhvern rétt. Um þessa sveltistefnu ríkisstjórnarinnar getur aldrei orðið sátt.Gegn svikum og uppgjöf stjórnvalda eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpinu áréttar ASÍ að takast verður á við vandann af fram-sýni. Læra þarf af reynslunni, þróa og nýta þau úrræði sem gagnast hafa best.

Atvinnuleysisbætur þurfa að hækkaAlþýðusamband Íslands krefst þess að stjónvöld standi við hækkun atvinnuleysis-bóta og lengingu bótatímabils sem lofað var í kjarasamningunum í maí sl. Jafnframt verði gerðar nauðsynlegar lagfæringar á lögunum til að tryggja nauðsynlegan sveigjanleika og heimildir vegna úrræða fyrir atvinnuleitendur.

Það þarf að efla þjónustu fyrir atvinnuleitendurAlþýðusamband Íslands krefst þess að stjórnvöld kviki ekki af þeirri braut sem mörkuð var sl. vor og áréttuð var í

kjarasamningunum um að efla þjónustu og úrræði fyrir atvinnuleitendur með samþætt-um aðgerðum á sviði menntunar, starfs-þjálfunar og virkni af öðru tagi. Það á sér-staklega við um þann hóp sem farið hefur verst út úr samdrættinum á vinnumarkaði, langtímaatvinnulausa, ungt fólk og launa-fólk með litla formlega menntun. Þetta á einnig við um þá sem þurfa á endur- og viðbótarmenntun að halda til annarra starfa

vegna breytinga í atvinnulífinu. Þá leggur ASÍ áherslu á mikilvægi virkrar og öflugrar vinnumiðlunar.

Vilja að stéttarfélögin sjái um aðgerðirnarÞað er krafa Alþýðusambandsins að nú þegar verði hrint af stað tilraunaverkefni sem miðar að því að stéttafélögin taki í ríkara mæli að sér framkvæmd atvinnu-leysistrygginga, vinnumiðlunar og virkra vinnumarkaðsaðgerða líkt og gert hefur verið með góðum árangri í menntun á vinnumarkaði og starfsendurhæfingu.Flutt voru mörg athyglisverð erindi og fund-urinn sendi frá sér margar ályktanir.

Hvað vilja menn gera?

Í lok október hittust 50 formenn allra aðildarfélaga

Alþýðusambandsins til skrafs og ráðagerða og var mest rætt um atvinnumálin og nauðsynlegar aðgerðir til

að koma í veg fyrir stöðnun. Flutt voru mörg athyglisverð

erindi og eftirfarandi ályktanir samþykktar:

ENJO á Íslandi ehf

Reykjavíkurvegi 64—sími 555 1515

www.enjo.is

Alþýðusamband Íslands hefur haft forystu um að bæta kjör og réttindi atvinnuleitenda, ásamt

því að treysta stöðu þeirra á vinnumarkaði og í samfélaginu

Page 7: Hjálmur nóv. 2011

nóvember 2011 //

7Verkalýðsfélagið Hlíf

Fundur formanna aðildarfélaga ASÍ telur það forgangsverkefni að auka fjárfestingar til að vinna bug á atvinnuleysi og leggja grunn að verðmætasköpun til framtíðar. Fundurinn krefst þess að ríkisstjórnin grípi þegar til bráðaaðgerða í atvinnumálum og sýni jafnframt fram á hvernig hún hyggst stuðla að auknum fjárfestingum með því að leggja fram nauðsynlegar efnahags- og fjárfestingaráætlanir í samræmi við gefin fyrirheit í síðustu kjarasamningum. Formannafundurinn telur að takist að ná þeim fjárfestingarmarkmiðum sem að-ilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld hafa í sameiningu sett sér getum við horft með aukinni bjartsýni til framtíðar.

Þarf að örva hagvöxtMeginviðfangsefni efnahagsstefnu stjórn-valda verða annars vegar að vera aðgerðir til að örva hagvöxt og skapa störf og hins vegar að treysta gengi krónunnar og auka stöðugleika hennar. Við gerð kjara-samninganna í vor settu stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins sér það markmið að draga úr atvinnuleysi og örva hagvöxt með því að auka árlega fjárfestingu úr 200 milljörðum króna í 350 milljarða á ári, en aukin hagvöxtur er jafnframt forsenda þess að krónan styrkist.

Tækifærin mörgStjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins ætla sér í sameiningu að vinna að því að auka fjárfestingar um 150 milljarða á ári. Þetta er risavaxið verkefni en okkur verður að takast það ef við ætlum að vinna bug á atvinnuleysi og byggja upp viðunandi lífskjör. Tækifærin liggja víða, því við búum yfir mannauði og miklum framtíðarmögu-leikum við atvinnuuppbyggingu sem getur grundvallast á sjálfbærri nýtingu auðlinda okkar. Við höfum möguleika á því að verða grænt hagkerfi sem byggir á grænum störfum með því að byggja upp öflugt atvinnulíf á sjálfbærum grunni sem tryggir okkur eftirsóknarverð lífskjör. Til þess að hægt verði að nýta þessi tæki-færi verðum við að leggja aukna áherslu á fullvinnslu landbúnaðar- og sjávarafurða okkar í stað útflutnings hráefna eins og nú er. Það kallar á miklar fjárfestingar fyrir-tækja í þekkingu, á vöruþróun og mark-aðssetningu, eðlilegum stuðningi af hálfu stjórnvalda en fyrst og fremst verða stjór-nvöld að tryggja okkur frekari aðgang að mörkuðum fyrir fullunnar afurðir þessara undirstöðu atvinnugreina okkar.

Menn verða að vinna samanLjóst er að erfiðleikar á alþjóðlegum fjár-

málamörkuðum sníða okkur þrengri stakk en ella og kalla á frekara frumkvæði stjórn-valda. Leiðin að fjárfestingarmarkmiðun-um var vörðuð með samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í vor og mikil-vægt er að fylgja henni. Það verða allir að leggjast á árarnar. Það gengur ekki að ein-staka ráðherrar leggist gegn mikilvægum bráðaaðgerðum í atvinnumálum vegna þess að þær falli ekki að pólitískum rétt-trúnaði viðkomandi. Það gengur heldur ekki að Samtök atvinnulífsins hlaupi frá samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumark-aðarins vegna óþolinmæði og pirrings út í

ríkisstjórnina. Það er of mikið í húfi til þess að menn geti leyft sér slíkt, því að óbreyttu blasir við kyrrstaða í hagkerfinu. Takist  okk-ur að sigrast á yfirstandandi efnahagserfið-leikum getum við á fáum árum byggt upp lífskjör í fremstu röð.

“Tækifærin liggja víða, því við búum yfir mannauði og

miklum framtíðarmöguleikum við atvinnuuppbyggingu sem getur grundvallast á sjálfbærri

nýtingu auðlinda okkar “

Ályktun um atvinnu-málFormannafundur hjá aðildarfélögum ASÍ

Page 8: Hjálmur nóv. 2011

// nóvember 2011

Verkalýðsfélagið Hlíf8

Sigurður T. Sigurðsson var formaður Hlífar í 15 ár og það var aldrei lognmolla í kringum hann enda ávallt á vaktinni fyrir launafólk í Hafnarfirði.Sigurður var ekki gamall þegar hann fór að mæta á sína fyrstu fundi hjá Hlíf, fimmtán, sextán ára. Sigurður er Gaflari af guðs náð, fæddur að Vesturbraut 23 þann 5. júlí árið 1931, og frá barnsaldri hefur verkalýðsbar-áttan átt hug hans allan. „Áhuginn kviknaði vegna þess óréttlætis sem blasti við, ég man ekki eftir að hafa verið svangur sem barn en það var oft lítið til heima og það varð að velta hverri krónu fyrir sér.“ Hann segir ástandið á þessum árum hafa verið erfitt og mikið atvinnuleysi - þar til herinn kom og allt breyttist á Íslandi. Sigurður gegndi ýmsum störfum til sjós og lands áður en hann fór að vinna fyrir Hlíf, vann m.a. í álverinu og á Keflavíkurflugvelli en var rekinn þaðan vegna afskipta sinna af verkalýðsmálum. „Já, ég var rekinn úr vinnu á vellinum. Ég þótti hættulegur vegna tengsla minna við verkalýðshreyfinguna, slíkur var óttinn við samstöðumáttinn og

kommúnistagrýlan var auðvitað allsráð-andi á þessum árum.“Hann hóf störf í álverinu í ágúst 1972 og skömmu síðar kusu verkamenn í kerskál-um hann sem trúnaðarmann sinn. Hann var í stjórn Hlífar 1973–1976 og aftur 1978–1979 en sagði sig úr þeirri stjórn. Árið 1981 kom fram mótframboð gegn þáverandi stjórn Hallgríms Péturssonar. Stjórn Hlífar bauð þá Sigurði stöðu varaformanns á lista stjórnarinnar, sem hann þáði. Það er skemmst frá því að segja að framboð Hall-gríms og Sigurðar vann kosninguna með 2/3 atkvæða. Þessi úrslit urðu síðan til þess að Sigurði var boðin vinna hjá félaginu. Eftir nokkra umhugsun ákvað Sigurður að hefja störf hjá Hlíf og starfaði þar óslitið til 75 ára aldurs.

Ég er verkalýðssinniÞegar Sigurður er spurður út í ástandið í dag er ljóst að þótt hann sé hættur dag-legu vafstri í kringum verkalýðsmál er hug-urinn við kjaramál fólksins í landinu. En er hann flokkspólitískur? „Nei, en ég er verka-

lýðssinni og held fram hlut þess fólks sem er með lægstu launin. Þetta vita allir sem hafa þekkt mig í gegnum tíðina. Reyndar kaus ég Vinstri græna og gekk í flokkinn fyrir síðustu kosningar, en sagði mig úr honum þremur mánuðum síðar. Ég var ósáttur við svik þeirra, þegar þeir ákváðu að gefa eftir varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það að ganga til samn-

inga við sambandið er allt annað en þeir lofuðu fyrir kosningar.“ Hann segir ástandið í landinu sérkennilegt í ljósi þess að hér hafði fólk það aldrei betra en einmitt við upphafið að hruninu. „Það er slæmt að hugsa til þess að lítill hópur manna hafi fengið að valsa um með

„Sigurður er sex barna faðir og á fjöldann af barnabörnum

líka. Hann er ánægður með lífið enda með fullt baráttuþrek

ennþá og góða heilsu. “

Ég hef ekki alltaf þótt heppilegurBlaðamaður Hjálms tók þennan síkvika verkalýðsforingja tali en Sigurður fagnaði 80 ára afmæli sínu í sumar.

Page 9: Hjálmur nóv. 2011

nóvember 2011 //

9Verkalýðsfélagið Hlíf

peninga landsmanna, það var græðgi ein-staklinga sem olli þessu hruni. Það hefur líklega aldrei verið eins búsældarlegt á Ís-landi og stuttu áður en allt hrundi undan okkur og þá meina ég að aldrei hafi verið meiri ágóði af fiskinum í sjónum og lands-ins gæðum.“ Og hann segir kreppuna í dag ólíka þeirri sem hann fæddist í. „Nú eru töluvert margir sem eiga nóg af peningum en taxtar verkafólks eru alltof lágir og þeir þyrftu að hækka strax um 30%, a.m.k. hjá þeim lægst launuðu.“

Verðtryggingin kom okkur í kollSigurður er uggandi yfir framhaldinu og segist aldrei hafa þurft að glíma við neitt í líkingu við það sem er að gerast í landinu í dag. En samt er margt af því sem hann óttaðist og varaði við í fjölda blaðagreina núna að koma fram. „Ég barðist fyrir afteng-ingu verðtryggingarinnar í á annan áratug. Frá 1990 og fram undir hrunið skrifaði ég á annað hundrað greinar gegn verðtrygg-ingunni, flestar í Morgunblaðið og Frétta-blaðið. Einnig flutti ég tillögur um afnám verðtryggingarinnar á flestum þingum Alþýðusambandsins og Verkamanna-sambandsins en þær féllu allar í grýttan jarðveg. Forysta Alþýðusambandsins var á allt annarri skoðun en ég hvað verðtrygg-inguna snerti og fullyrti að engin hætta stafaði af henni. Sömu menn vilja ekkert tala við mig í dag þegar ég bendi þeim á að nú sé komið á daginn það sem ég hafi óttast og varað við, að þensla vegna verð-tryggingarinnar yrði svo mikil að efnahags-kerfið hryndi.”Sigurður er þeirrar skoðunar að ríkis-stjórnin verði að styrkja grundvöll lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Það næst ekki næg atvinna í landinu nema þetta verði gert. Fjárhagserfiðleikar og getuleysi þess-ara fyrirtækja eru fyrst og fremst ástæðan fyrir núverandi ástandi í atvinnumálum. Stjórnvöld verða að bregðast skjótt við með úrbótum því að langtímaatvinnuleysi

dregur máttinn úr fólkinu. Ég er uggandi yfir hlutunum ef stjórnvöld draga það að hlúa að fyrirtækjunum svo þau geti starfað eðlilega að nýju.“

Störfin fara frá Hafnarfirði til ReykjavíkurEn hvernig líst Sigurði á stöðuna í Hafnar-firði? „Ekki vel, ríkisstjórnin er að kalla allt til Reykjavíkur. Hér fækkar opinberum störfum en þeim fjölgar á sama tíma í Reykjavík. Það þarf auðvitað að hagræða en þessi gjörð t.d. með St. Jósefspítala er til skammar og sýnir hversu skammt ríkisstjórnin hugsar. Þetta er bara frekja og gauragangur. Mér finnast stjórnvöld í Hafnarfirði hafa sýnt vítavert sinnuleysi með að berjast ekki gegn þessari öfugþró-un en það er auðvitað vegna þess að hér stjórna kratar og þeir mega ekki slást við kratana í ríkisstjórninni.“

Barðist fyrir heilsufarsskoðunumÞegar Sigurður er spurður um það sem er minnisstæðast í baráttunni nefnir hann stórt mál eins og sameiningu Hlífar og Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar en það var þó annað mál sem var honum sérstaklega hjartfólgið. „Ég flutti margar tillögur um að gera þyrfti bót á heilsufars-skoðunum starfsmanna fyrirtækja en árum saman voru engin lög til um slíkt og at-vinnurekendur gátu hagað sér eins og þeir vildu í þeim efnum.“ Í á annan áratug þóttu tillögur Sigurðar um þetta óþarfar og ljóst að forysta Alþýðusambandsins vildi ekki skora á stjórnvöld um breytingar. Hvernig stóð á því? „Viðkvæðið var að það væru að koma lög um læknisskoðun starfsmanna fyrirtækja. Það var alltaf sagt við mig: „Sig-urður láttu ekki svona, það er verið að vinna í málinu.““ En Sigurður hélt áfram að minna á þetta, í rúman áratug, varð óvinsæll hjá sambandinu og náði ekki að komast þar til áhrifa. „Ég var soddan bjáni að sjá ekki að fermingaraldur á tillögum væri lítið mál á milli vina. Ég hef ekki alltaf þótt heppilegur, kjafturinn á mér virðist vera svo voðalegur.“ Stendur forystan sig í dag?Sigurður vill meina að nú vilji menn ekki rugga neinu og allt sé reynt til að hafa alla góða. „Þetta er línan, svo það komi nú ekki kröfur sem hugsanlega myndu þýða

að formenn og forystan þyrfti að standa upp úr skrifstofustólunum. Ég er verulega ósáttur við að ítrekað komi fram að afstaða ASÍ sé með aðild að Evrópusambandinu. Þetta er einungis afstaða nokkurra forystu-manna en meginhluti verkafólks vítt og breitt um landið er á þeirri skoðun að við eigum ekki að ganga í ESB. Ég spyr: Í hvaða verkalýðsfélagi hefur vilji félagsmanna verið kannaður með að ganga í Evrópu-sambandið? Ég veit ekki til þess að nokk-urt verkalýðsfélag hafi samþykkt það. Samt les ég hér um bil daglega að það sé stefna verkalýðshreyfingarinnar að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þeir hafa ekki leyfi til að haga sér svona og ég er vonsvikinn yfir þessu. Fjölmiðlar virðast ekki sjá í gegnum vitleysuna og telja að verkalýðshreyfingin sé meðmælt þessu.“

“Taxtar verkafólks eru alltof lágir og þeir þyrftu að hækka

um 30% hjá þeim lægst launuðu..“

„Á tíma Sigurðar í formannsstóli voru

húsnæðis- og heilbrigðismál í brennidepli enda Sigurður mikill áhugamaður um hið

síðarnefnda. Þá var Sigurður mikill baráttumaður fyrir sameiningu og samstarfi

verkalýðsfélaga og á formannstíma hans varð til

hið svonefnda Flóabandalag þegar tillaga hans um samstarf Hlífar, Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur var samþykkt. Samstarfið markaði þáttaskil í kjarabaráttu þessara

félaga.“

Bestu kveðjur til félagsmanna

Hlífar

Page 10: Hjálmur nóv. 2011

// nóvember 2011

Verkalýðsfélagið Hlíf10

Markmiðið með könnun sem þessari er sem fyrr að kanna kjör og viðhorf félags-manna til ýmissa þátta. Úrtakið var 3284 manns og svarhlutfallið var 56,6%. Könn-unin fór fram í september og október sl. og í ljós kom að á meðal fólks í 100% starfshlut-falli eru konur að jafnaði með tæplega 26% lægri heildarlaun en karlar. Meðalgreiðslur karla voru 347 þúsund krónur en meðal-heildargreiðslur kvenna tæplega 261 þús-und krónur. Að teknu tilliti til aldurs, starfs-stéttar og fjölda vinnustunda minnkaði kynbundinn launamunur á heildarlaunum í 15,8% (vikmörk +/- 4,8%). Í skýrslunni segir: „... því er með 95% vissu hægt að segja að á meðal fólks á sama aldri, í sömu starfsgrein, með jafnlangan starfsaldur og með sama fjölda vinnustunda séu konur með á bilinu 11-20,6% lægri heildarlaun en karlar.“

Álag eykstSvör við spurningum um álag á vinnustað sýna að það hefur greinilega aukist. 33,1% telja álag hafa aukist til muna. Á svipuðum tíma í fyrra töldu 26,5% að álag hefði aukist

til muna og því fer sá hópur stækkandi á milli ára. Þá er stór hópur fólks sem segir að álag hafi aukist eitthvað eða 62,3% en að-eins 5,4% segja álag hafa minnkað. Félags-menn Hlífar skera sig nokkuð úr en 76,2% telja að álag hafi aukist á síðastliðnum mánuðum.

Finnst þér álag þitt í vinnunni hafa auk-ist, haldist óbreytt eða minnkað sl. mán-uði

5,4%

Haldist óbreytt32,4%

Aukist62,3%

50% óánægð með launinSpurt var um heildarlaun fyrir skatta í ágúst en heildarlaun eru allar greiðslur, bónus, yfirvinna, fatastyrkur og önnur hlunnindi. Í

ljós kom að meðallaun starfsmanna í Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélagi Kefla-víkur eru hærri en meðallaun starfsmanna Eflingar – stéttarfélags. Meðalheildarlaun Hlífarmanna voru 322 þúsund krónur. Eins eru dagvinnulaun starfsmanna í Hlíf hærri en hjá hinum stéttarfélögunum, eða 266 þúsund krónur, en meðaltal dagvinnu-launa hjá þessum þremur félögum er 255 þúsund krónur.

50% aðspurðra voru ósátt við laun sín en 24,4% sátt, 25,5% voru hvorki ósátt né sátt

Launamunur kynja, álag í vinnu og óánægja með launNý viðhorfs- og launakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Flóabandalagið og sem framkvæmd var í haust sýnir að margir hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni og að álag í vinnu hefur aukist mikið eða verulega hjá stórum hluta fólks. Þá er helmingur aðspurðra, eða 50%, óánægður með laun sín. Könnunin birtir sláandi og óútskýrðan mun á launum kynjanna, mun á bilinu 11-20,6%.

Page 11: Hjálmur nóv. 2011

nóvember 2011 //

11Verkalýðsfélagið Hlíf

við launin. Fleiri reyndust mjög ósáttir við laun sín hjá Hlíf en hinum, 28,3%. Þegar þeir sem voru í fullu starfi voru spurðir hversu margar vinnustundir þeir hefðu unnið á viku kemur fram að vinnuvika Hlífarfólks er aðeins styttri, eða 43,7 stundir, á meðan meðalvinnuvika aðspurðra í fullu starfi var 44,7 stundir.

Ert þú sátt(ur) eða ósátt(ur) við laun þín?

Sátt(ur)24,4%24,4%

Hvorki né25,6%

Ósátt(ur)50,0%

Áhyggjur af fjárhag miklarMargir hafa áhyggjur af fjárhagslegri stöðu sinni og flestir nefna að laun dugi ekki fyrir útgjöldum, eða 51,9%. 35,5% segjast hafa áhyggjur af fjárhagslegri stöðu vegna verðbólgu, vaxta og hækkandi verðlags. Einungis 25-26% hafa frekar litlar eða engar áhyggjur af fjárhagslegri stöðu sinni. Fæstir hafa þurft að leita aðstoðar vegna fjárhags-legrar stöðu á sl. 12 mánuðum, eða 27,8%, yfir 70% hafa engrar aðstoðar þurft að leita. Hlutfallið er hagstæðara hjá starfsmönnum í Hlíf en þar hafa 22,2% þurft að leita sér fjár-hagslegrar aðstoðar. Þá telja starfsmenn hjá Hlíf starfsöryggi sitt meira en starfsmenn hinna félaganna, 73,5% telja starfsöryggi sitt mikið hjá Hlíf en könnunin í heild sinni sýnir að 66,9% telja starfsöryggi sitt mikið.

Hversu mikið eða lítið telur þú starfsöryggi þitt vera í dag?

10,7%

66,9%

Hvorki né22,5%

Flestir hafa dregið úr útgjöldumFlestir nefna að þeir hafi dregið töluvert úr útgjöldum. 69,5% hafa dregið úr útgjöld-um vegna ferðalaga en einnig spara menn í fatakaupum, tómstundum, skemmtun-um og húsgagna- og tækjakaupum. 59% höfðu dregið úr útgjöldum til eldsneytis-kaupa og 53,5% til matarinnkaupa. 27,8% höfðu dregið úr útgjöldum vegna heil-brigðisþjónustu. 13,8% höfðu ekki dregið úr útgjöldum vegna þeirra þátta sem taldir voru upp í könnuninni.

Hvernig reyndist kjarasamningurinn?Svo virðist sem flestir séu hvorki sáttir né ósáttir við nýafstaðna kjarasamninga, eða 38,6%. Ívið fleiri eru ósáttir í Hlíf en í Eflingu og VSFK. Í ljós kemur að þátttaka við at-kvæðagreiðslu var slök, einungis 44,3%,

þar stóðu Hlífarmenn sig þó betur því að 58,6% þeirra kusu um samninginn.

Fáir hafa misst húsnæðiEinungis 1,8% hafa misst húsnæði í kjölfar efnahagshrunsins og 1,8% telja að það stefni í það. 96,4% svara þeirri spurningu neitandi sem er afar ánægjulegt.

Ánægja með stéttarfélagið eykstÞegar spurt var um þjónustu stéttarfélag-anna hafði ánægja fólks aukist frá fyrra ári. 55,8% segjast mjög eða frekar ánægð með

þá þjónustu sem þau fá hjá sínu félagi.

Könnunin sýnir marga fleiri þætti, t.d. að langflestir búa í eigin húsnæði og hjá Hlíf-arfólki er það hlutfall 64,1%. Þá er atvinnu-leysi meðal Hlífarstarfsmanna minna en á meðal starfsmanna hinna stéttarfélag-anna. Þegar spurt er um atvinnuleysi sem

nemur mánuði eða lengri tíma voru 11,3% Hlífarmanna atvinnulaus en meðaltal hjá Flóabandalaginu er 15,8%.Þá telja 40,2% að svört atvinnustarfsemi hafi aukist á sl. tveimur árum og 41,9% þekkja einhvern sem hefur keypt eða selt „svarta“ vinnu á sl. 12 mánuðum.

Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með þjónustu Vinnumálastofnunar?

Margir hafa áhyggjur af fjárhagslegri stöðu sinni og

flestir nefna að laun dugi ekki fyrir útgjöldum

48,1%

Hvorki né32,7%

19,2%

Page 12: Hjálmur nóv. 2011

// nóvember 2011

Verkalýðsfélagið Hlíf12

Allir félagsmenn sem tóku þátt í Gallup könnun Flóabandalagsins tóku jafnframt þátt í happdrætti Gallup. Veglegir vinningar voru í boði hjá stéttarfélögunum og hlaut Örn Agnarsson vinning að upphæð kr. 50.000. Björney Guðrún Pálmadóttir í Eflingu hlaut 1. vinning að upphæð 100.000 kr. Hlíf þakkar öllum þeim félags-mönnum sem tóku þátt í könnuninni.

Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar afhendir Erni Agnarssyni vinninginn.

Vinningshafi í Gallup könnun

Page 13: Hjálmur nóv. 2011

nóvember 2011 //

13Verkalýðsfélagið Hlíf

Nýr framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóðaÞórey S. Þórðardóttir hæstaréttarlögmaður hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða. Forveri hennar, Hrafn Magnússon, lætur af störfum síðar á árinu.Þórey er fædd í Reykjavík 17. september 1967. Hún lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og meistaraprófi frá University of Washington í Bandaríkjunum árið 1997. Hún

tók próf í verðbréfaviðskiptum árið 2007. Þórey öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1997 og varð hæstaréttarlögmaður árið 2008. Þórey starfaði um árabil sem forstöðumaður réttindamála hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis-ins (LSR) og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga (LH). Einnig var hún sjálfstætt starfandi lögmaður og rak lögmannsstofuna Lögsetrið sf.

Matvara hefur hækkað mikið í verði eftir hrun og mun-urinn milli þjónustuverslana og lágvöruverðsverslana hefur minnkað. Áhyggjuefni er að nauðsynjavörur hafa hækkað í verði og það hefur haft áhrif á alla, sérstak-lega tekjulægstu hópana í samfélaginu. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa þegar dregist mikið saman í kjölfar hrunsins og er þessi þróun ekki til þess að bæta kjör heimilanna.

Vörukarfa AlþýðusambandsinsVerðlagseftirlitið gerir reglulega verðmæl-ingar á vörukörfu ASÍ sem endurspeglar öll almenn innkaup meðalheimilis í öllum helstu matvöruverslunarkeðjum landsins í þeim tilgangi að skoða hvernig verð þróast yfir tíma í einstaka verslunum. Hér er verið að fjalla um verðbreytingar í prósentum.

Frá því í maí 2009 má sjá mikl-ar verðbreytingar á mark-aðnum. Eins og taflan sýnir

hefur verð hækkað mest í Bónus á þessum tíma eða um

17%, en einnig má sjá mikla hækkun í Ellefu-ellefu og Samkaupum-Strax eða 16% og hjá Krónunni um 10%. Hafa hinar matvöruverslanirnar ekki hækkað verðið hjá sér jafnmikið á þessu tímabili. Sam-kvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hækk-aði vísitala neysluverðs um 11,7% á sama tímabili. Þessar hækkanir hafa því verið töluvert hærri en almennar verðlagshækk-anir.

Hvað þýðir þetta fyrir neytendurna? Þetta þýðir að verðmunurinn á milli lágvöruverð-verslana og þjónustuverslana hefur dregist saman. Það má glögglega sjá á því að Bón-us hefur hækkað verðið um 17% á þessu tímabili en Nóatún og Samkaup-Úrval

aðeins um 3%. Þessi þróun bendir til þess að samkeppni milli verslana fari minnkandi sem er áhyggjuefni fyrir heimilin. Ráðstöf-unartekjur heimilanna minnkuðu mikið í hruninu og þessi þróun þýðir að enn mun þrengja að heimilunum í rekstrarkostnaði.Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar mat- og drykkjarvörur, t.d. brauðmeti, morgunkorn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, pakkavörur, kaffi, gos og safa, auk hreinlætis- og snyrtivara. Við samsetningu vörukörfunnar voru hafðar til hliðsjónar vogir Hagstofunnar sem notaðar eru til útreiknings á vísitölu neysluverðs. Einnig er rétt að athuga að skoðað er það verð sem er í gildi í verslunum á hverjum tíma og geta tilboð á einstaka vöruliðum haft áhrif á niðurstöðurnar.

Matvara hækkar í verði í lágvöruverðs-

verslunum

Page 14: Hjálmur nóv. 2011

// nóvember 2011

Verkalýðsfélagið Hlíf14

ÖlFuSborGirHús númer 17 og 35Svefnaðstaða er fyrir 6 manns og eru sængur og koddar fyrir jafn marga. Gestum ber að koma með rúmföt, en bent skal á að hægt er að fá leigð rúmföt í þjónustumiðstöð.

MuNAðArNeS, borGArFirðiKolás 12Svefnaðstaða er fyrir 7 manns í þremur her-bergjum. Einnig er svefnloft yfir hálfu hús-inu, þar sem þó nokkrir geta sofið.Sængur og koddar eru fyrir 7. Gestum ber að koma með rúmföt.

Í húsinu er sjónvarp, dvd- tæki, steríóg-ræjur með geislaspilara, borðbúnaður fyrir 12, örbylgjuofn og eldavél. Lítill ísskápur er húsinu eins og er. Einnig er barnarúm og barnastóll í húsinu og bækur og spil til af-þreyjingar. Gasgrill.

Lykill afhendist á skrifstofu Vlf. Hlífar og skilist þangað að dvöl lokinni.

Leiguverð orlofshúsa/íbúðaVikuleiga er frá föstudegi til föstudags kr. 18.000Helgarleiga frá föstudegi til sunnudags kr. 12.000eldri borgarar og öryrkjar frá mánudegi til föstudags kr. 5.000

Ekki er hægt að sækja um rafrænt en umsóknareyðublöð er að finna undir flipanum orlofshús á www.hlif.is. Prenta þarf eyðublaðið út og koma því á Skrif-stofu félagsins að Reykjavíkurvegi 64. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Hlífar í síma 5100 800 og á www.hlif.is

Félagsmenn eru hvattir til þess að nýta sér orlofshúsin. Félagið hefur til leigu 7 sumarhús yfir vetrartímann og íbúð á Akureyri. Hægt er að leigja húsin yfir helgi eða í viku í senn.

Í húsunum er sjónvarp, dvd- tæki, ster-íógræjur með geislaspilara, borðbúnaður fyrir 8, örbylgjuofn og eldavél. Barnarúm og barnastóll er í húsunum og bækur og spil til afþreyingar. Gasgrill er við húsin og heitur pottur.Húsin hafa verið stækkuð með garðskála sem er góð viðbót.Stutt er í sund og verslanir í Hveragerði og á Selfossi.Afhending lykla er í þjónustumiðstöð ÖlfusborgaFöstudaga frá 15:00 - 20:30. Sími 483 4260.Yfirgefa þarf húsin á brottfaradegi eigi síðar en kl: 12:00

Orlofshús Hlífar

Page 15: Hjálmur nóv. 2011

nóvember 2011 //

15Verkalýðsfélagið Hlíf

VAðNeSKjarrbraut 8 og 10Svefnaðstaða er fyrir 7 manns og eru sængur og koddar fyrir jafn marga. Gest-um ber að koma með rúmföt.Í húsunum er sjónvarp, dvd- tæki , steríóg-ræjur með geislaspilara, borðbúnaður fyrir 12, örbylgjuofn og eldavél. Barnarúm og

barnastóll er í húsunum og bækur og spil til afþreyingar. Hlaðið kolagrill er við húsin og heitur pottur.Lykill afhendist á skrifstofu Vlf. Hlífar og skilist þangað að dvöl lokinni. Hús númer 8. er með aðgengi fyrir hjóla-stóla.

HúSAFellStórarjóðri 8Svefnaðstaða er fyrir 7 manns og eru sængur og koddar fyrir jafn marga. Gest-um ber að koma með rúmföt.Í húsinu er sjónvarp, dvd- tæki, steríóg-ræjur með geislaspilara, borðbúnaður fyrir 12, örbylgjuofn og eldavél. Barnarúm og barnastóll er í húsunum og bækur og spil til afþreyingar. Hlaðið kolagrill er við húsið og heitur pottur.Lykill afhendist á skrifstofu Vlf. Hlífar og skilist þangað að dvöl lokinni.

Húsafell býður upp á:Sundlaug með heitum pottum. 9 holu mínígolfvöll. Veiðileyfi. (Ath. greiða þarf sér fyrir afnot.) Verslun er á staðnum. Stutt er í Reykholt.

Kolás 12 ANýjasta orlofshúsið var fullgert fyrir sum-arið 2010. Svefnaðstaða er fyrir 7 manns í þremur herbergjum. Sængur og koddar eru fyrir 8. Gestum ber að koma með

rúmföt. Í húsinu er sjónvarp, geislaspilari og dvd- tæki, borðbúnaður fyrir 12, ör-bylgjuofn og eldavél. Einnig er barnarúm og barnastóll í húsinu og bækur og spil til afþreyingar. Gasgrill.Lykill afhendist á skrifstofu Hlífar og skilist þangað að dvöl lokinni.

AKureyriFurulundur 10N3. herb íbúð með svefnaðstöðu fyrir 4, ásamt sængum og koddum fyrir jafn marga. Gest-um ber að koma með rúmföt en bent er á að hægt er að fá rúmföt leigð hjá Securitas. Íbúðin nr. 8C er á annari hæð með þvottavél á baðherbergi. Íbúðirnar nr. 10R og 10N eru á jarðhæð með verönd og hægt er að ganga beint út í garð. Þvottavél er í sameign. Barna-rúm er í öllum íbúðunum, geymd í geymslu eða í íbúðunum auk þess eru ferðarúm í hverri íbúð. Í íbúðunum er sjónvarp, dvd- tæki steríógræjur með geislaspilara, eldavél og örbylgjuofn. Kolagrill er á svölum eða í geymslu. Umsjón með íbúðunum hefur Securitas-Akureyri ehf. Tryggvabraut 10. Sími 460 6261. Lykill afhendist þar og skilist þangað að lokinni dvöl.

MuNAðArNeS, borGArFirði

Page 16: Hjálmur nóv. 2011

// nóvember 2011

Verkalýðsfélagið Hlíf16

Á næstu árum mun Rio Tinto Alcan fjárfesta fyrir 57 milljarða króna í álverinu í Straumsvík.

Ráðist hefur verið í tvö stór verkefni. Straumhækkun mun auka afköst kerskálanna og skapa 360 ný störf þegar framkvæmdir standa sem hæst á þessu ári. Breytingar á steypuskála auka verðmæti framleiðslunnar og skapa um 150 ný störf á árinu.

Samanlagt kalla þessi verkefni á 620 ný ársverk á Íslandi.

Rio Tinto Alcan

Straumsvík

Pósthólf 244

222 Hafnarfjörður

Sími 560 7000

www.riotintoalcan.is

620 ný ársverk í Straumsvík

Frá undirritun samnings, Björk Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri Verkmenntaskólans á Akureyri, Ingibjörg Oddsdóttir, skólameis-tari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumaður Landsskrifstofu Menntaáætlunar ESB á Íslandi og Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls. Skólarnir fengu einnig sín verkefni styrkt.

Starfsafl, fræðslusjóður Flóabandalagsins (Efling, Hlíf, VSFK), undirritaði á dögunum samning um styrk frá ESB í Leonardo menntaáætluninni vegna útflutnings á verkefninu “Fræðslustjóri að láni”. Verk-efnið er til tveggja ára og snýst um að flytja út hugmyndafræði “Fræðslustjóra að láni” til Austurríkis og Spánar. Styrkurinn nemur um 194.000 evrum og þar af eru 53.500 evrur (ca 8,7 mkr) eyrnamerktar Starfsafli, sem er verkefnisstjóri.Verkefnið T-Planner (Training Planner) for SMEs eða Fræðslustjóri fyrir smáfyrirtæki miðar að því að flytja út hugmynd sem þróuð hefur verið á Íslandi m.a. af Starfs-mennt, Markviss aðferðafræðinni hjá Sí-menntunarmiðstöðvunum, auk Starfsafls og annarra starfsmenntasjóða. Hugmynd-in byggist á að lána út sjálfstæðan mann-auðssérfræðing (fræðslustjóra), sérhæfð-um í starfsmenntun og þjálfun (SMÞ, VET), til smáfyrirtækja (SME). Fræðslustjóri að láni smíðar fræðsluáætlun sem er sérsniðinn að viðkomandi fyrirtæki. Hún byggist á samtölum við stjórnendur fyrirtækisins og rýnihópa úr öllum starfs-stéttum þess. Verkefnastyrkurinn verður

notaður til að þjálfa ráðgjafa á þessu sviði í Vín í Austurríki og í Bilbao á Spáni. Smáfyrirtækjum er hættara við að fara á mis við skipulega þjálfun m.a. vegna smæðar þeirra sem leyfir ekki ráðningu sérstaks mannauðsstjóra og rekstri sem miðast við lágmarksmannafla. Reynslan hérlendis sýnir að sérsniðnar fræðslu-áætlanir eru líklegri til auka starfsánægju, auka hnitmiðaða starfsþjálfun, þjálfun sem starfsfólk veit að það skortir. Út á við skapar þjálfað starfsfólk meiri ánægju við-skiptavina og eykur þar með samkeppnis-hæfni fyrirtækisins.Samstarfsaðilar verkefnisins eru Starfsafl fræðslusjóður, Attentus mannauður og ráðgjöf ehf., BEST Training and Consult-ancy í Vín og FF Euskadi í Bilbao á Spáni. Starfsafl og Attentus mannauður og ráð-gjöf ehf. hafa yfir 4ra ára reynslu í þróun hugmyndafræðinnar á bakvið Fræðslu-stjóra að láni í yfir 40 fyrirtækjum með um 4000 starfsmenn í ýmsum atvinnu-greinum. Fleiri starfsmenntasjóðir eins og Landsmennt og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks hafa verið aðilar að verkefninu á Íslandi. BEST og FF

Euskadi eru þekkt símenntunarfyrirtæki á sínu starfssvæði og með mikla reynslu af alþjóðlegum verkefnum.Niðurstöður verkefnisins eru m.a. heima-síða, handbók fyrir ráðgjafa og þróun nám-skeiðs fyrir ráðgjafa auk tilraunaverkefna meðal smáfyrirtækja í Austurríki og á Spáni. Jafnframt erum við fullviss um að verkefnið Fræðslustjóri að láni verði þróað enn frekar með samvinnu af þessu tagi, til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf.Starfsafl þakkar fyrir glæsilegan styrk og alla þá aðstoð sem Landsskrifsstofa Menntaáætlunar ESB á Íslandi veitti í að-draganda umsóknar.

Reynslan hérlendis sýnir að sérsniðnar fræðsluáætlanir eru líklegri til auka starfs-ánægju, auka hnitmiðaða starfsþjálfun, þjálfun sem starfsfólk veit að það skortir. Út á við skapar þjálfað starfsfólk meiri ánægju viðskiptavina og eykur þar með samkeppnishæfni fyrirtækisins.

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls

Starfsafl fær góðan styrk frá Leonardo áætlun ESB

Page 17: Hjálmur nóv. 2011

nóvember 2011 //

17Verkalýðsfélagið Hlíf

Á næstu árum mun Rio Tinto Alcan fjárfesta fyrir 57 milljarða króna í álverinu í Straumsvík.

Ráðist hefur verið í tvö stór verkefni. Straumhækkun mun auka afköst kerskálanna og skapa 360 ný störf þegar framkvæmdir standa sem hæst á þessu ári. Breytingar á steypuskála auka verðmæti framleiðslunnar og skapa um 150 ný störf á árinu.

Samanlagt kalla þessi verkefni á 620 ný ársverk á Íslandi.

Rio Tinto Alcan

Straumsvík

Pósthólf 244

222 Hafnarfjörður

Sími 560 7000

www.riotintoalcan.is

620 ný ársverk í Straumsvík

Page 18: Hjálmur nóv. 2011

// nóvember 2011

Verkalýðsfélagið Hlíf18

Örn Agnarsson vinnur hjá öryggisgæsl-unni í Straumsvík og er þar í slökkviliðinu. Í sumarlok keppti hann á heimsmeistara-

móti slökkviliðs- og lögreglumanna sem fram fór í New York og vann gullið í bekk-pressu og réttstöðulyftu (Push and Pull).Árangur Arnar í mótinu er mikill og auk gullverðlauna í bekkpressu og rétt-stöðulyftu hlaut hann þriðju verðlaun í bekkpressu. „Ég stefndi að þessu og æfði

í heilt ár í Sporthúsinu með strákunum úr slökkviliðinu. Ég náði að lyfta 135 kg í bekkpressu en hef reyndar náð 145 kg.“ Gullið fékkst með því að ná að lyfta 170 kg í réttstöðu. „Heimsmetið er 206 kg í mínum aldursflokki og ég stefni að því að slá það met eftir tvö ár,“ segir Örn. Frá Íslandi fóru 30 slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu og 20 af Suðurnesj-unum en keppendur á þessu glæsilega móti voru um 12.000. „Þetta eru eiginlega eins og litlir Ólympíuleikar þar sem keppt er í fjölda greina.“ Örn hefur unnið í tæp 40 ár í álverinu og líkar vel. Hann er mikill íþróttamaður og auk lyftinga fer hann á skíði og kajak og stundar sund. Elja hans í íþróttum og ár-angurinn á mótinu er einstakur því að Örn er með stómíu og þarf því að vera með poka sem oft getur reynst erfitt í íþrótt eins og lyftingum. „Það er eins í þessu og öllu öðru, það þarf að haldast í hendur líkam-legur og andlegur styrkur og ég hef ekki

látið stómíuna stoppa mig.“ Hlíf óskar Erni til hamingju með frábæran árangur.

“Í keppninni sem haldin var í sumar er lögð áhersla á

mikilvægi þess að slökkviliðs- og lögreglumenn séu í góðu líkamlegu formi. „Það getur

enginn bjargað öðrum ef hann er ekki fær um að bjarga

sjálfum sér“

“Það vita kannski ekki allir en hjá Rio Tinto Alcan

er fullgilt slökkvilið sem starfar náið með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og

Neyðarlínunni “

Kom með gullið heim

Dómarar á mótinu

Örn að lyfta

Við innganginn á World Police & Fire Games leikunum

Page 19: Hjálmur nóv. 2011

nóvember 2011 //

19Verkalýðsfélagið Hlíf

Þekkir þú rétt þinn í sjúkrasjóði?gildir frá 1. febrúar 2011

Við atvinnumissi eiga félagsmenn Hlífar rétt á dagpeningum úr sjúkrasjóði, þegar þeir detta út af launaskrá. Hér á eftir er listi yfir aðra styrki sem í boði eru og sem félagsmenn eru hvattir til að nýta sér.

Skilyrði fyrir styrk er að viðkomandi hafi verið greiðandi í félagið síðastliðna 6 mánuði samfellt. 1% félagsgjald af umsömdum lágmarkslaunum á hverjum tíma jafngildir fullu starfi (100%). Greitt er hlutfallslega fyrir fólk í hlutastörfum og styrkir eru veittir

einu sinni á hverjum tólf mánuðum, nema annað sé tekið fram í bótaflokki. Sjúkrasjóður Verkalýðsfélagsins Hlífar

Krabbameinsskoðun – Grunnskoðun Greitt er eftir 3 mánaða veru í félaginu.Greitt er að fullu eða kr. 3.500,- hafi sú upp-hæð verið greidd til sjóðsins eða meira síðastliðna 3 mánuði.

Krabbameinsskoðun – Framh.skoðun Greitt er eftir 6 mánaða veru í félaginu.Greitt er allt að kr. 8.200,- hafi verið greitt kr. 9.900,- eða meira til sjóðsins síðastliðna 6 mánuði.

blöðruhálskirtilsskoðun Greitt er eftir 3 mánaða veru í félaginu.Greitt er allt að kr. 8.200,- hafi verið greitt kr. 9.900,- eða meira til sjóðsins síðastliðna 6 mánuði.

Hjartavernd – Áhættumat Greitt er eftir 6 mánaða veru í félaginu.Greitt er allt að kr. 8.200,- þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.

Heilsurækt / líkamsræktGreitt er eftir 6 mánaða veru í félaginu.Greiðslan er að hámarki kr. 14.000,- þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostn-aði. Fái sjóðfélagi styrk frá atvinnurekanda eða öðrum aðila, skal draga þá upphæð frá heildarkostnaði.

Heilbrigðis- og lífstílsráðgjöf hjá Vinnuvernd ehf.Greitt er eftir 6 mánaða veru í félaginu.Greitt er allt að 50% af kostnaði í allt að 5 skipti á hverjum 12 mánuðum.

Sjúkraþjálfun - endurhæfing Greitt er eftir 6 mánaða veru í félaginu.Vegna meðferðar hjá, löggildum sjúkra-þjálfara, sjúkra eða heilsunuddara, iðju-þjálfa, talþjálfa eða kírópraktor.Greitt er allt að kr. 1500,- fyrir hvert skipti þó að hámarki 75% af kostnaði og ekki fleiri en 25 skipti á hverjum 12 mánuðum.

Til kaupa á gleraugum- eða linsum Greitt er eftir 6 mánaða veru í félaginu.Greitt er að hámarki kr. 15.000,- þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.

laser augnaðgerð Greitt er eftir 6 mánaða veru í félaginu.Heimilt er að styrkja laser augnaðgerð einu sinni á hvoru auga.Greitt er að hámarki kr. 25.000,- þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði fyrir hvort auga, samtals kr. 50.000,- fyrir bæði augun.

HeyrnartækiGreitt er eftir 6 mánaða veru í félaginu.Heimilt er að styrkja sjóðfélaga til heyrna-tækjakaupa, einu sinni á hverjum 60 mán-uðum (5 ára fresti) og nemur styrkurinn allt að kr. 50.000,- þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.

Dvöl á heilsustofnuninni í Hveragerði Greitt er eftir 6 mánaða veru í félaginu.Greitt er allt að kr. 1500,- pr. dag í allt að 42 daga eða 6 vikur á hverju almanaksári þó að hámarki 50% af kostnaði.

Viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi – geðhjúkrunarfræðing og/eða félags og fjölskylduráðgjafa. Greitt er eftir 6 mán-aða veru í félaginu. Ekki er greitt vegna meðferðar hjá t.d. geðlækni þar sem miðað er við að meðferðaraðili falli ekki undir af-sláttarkjör Trryggingarstofnunar.Greitt er að hámarki kr. 3.000,- fyrir hverja heimsókn, þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði og að hámarki 15 heim-sóknir á hverjum 12 mánuðum.

SÁÁ og eða MFM (matarfíkni meðferð) Viðtalsmeðferð Greitt er eftir 6 mánaða veru í félaginu.Greitt er allt að kr. 500,- fyrir hvern tíma eða 50% af kostnaði, þó að hámarki 25 tíma á hverjum 12 mánuðum. Þessi styrkur greið-ist aldrei oftar en í þrjú skipti.

Tækni- og glasafrjóvgunGreitt er eftir 6 mánaða veru í félaginu.Greitt er að hámarki kr. 50.000,- þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði í mest tvö skipti fyrir hvern félagsmann.

lesblindu-greiningGreitt er eftir 6 mánaða veru í félaginu.Styrkur er veittur einu sinni vegna grein-ingar á lesblindu. Greitt er allt að 15.000,- þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.

GöngugreiningGreitt er eftir 6 mánaða veru í félaginu.Greitt er allt að kr. 3.800,- fyrir göngugrein-ingu. (ATH ekki er greitt fyrir innlegg)

Námskeið til að hætta að reykja Greitt er eftir 6 mánaða veru í félaginu.Greitt er allt að kr. 10.000,- og skal nám-skeiðið haldið af aðila sem Tóbaksvarnar-ráð hefur samþykkt.

Ættleiðing erlendis frá Greitt er eftir 6 mánaða veru í félaginu.Greitt er allt að kr. 100.000,- enda sé kostn-aður viðkomandi sjóðfélaga a.m.k. kr. 300.000.- Styrkur vegna ættleiðingar er-lendis frá er aðeins veittur einu sinni. Gögn sem þurfa að fylgja umsókn • Ljósrit af gögnum vegna ættleiðingar og uppl. um kostnað vegna hennar. • Ljósrit af síðasta launaseðli þar sem styrkur miðast við inn-komin iðgjöld til sjóðsins.

CPAP svefngrímur Greitt er eftir 6 mánaða veru í félaginu.Greitt er allt að 75% af kostnaði á hverju ári eða kr. 13.500,- og hlutfallslega fyrir hluta-vinnufólk.

VERKALÝðSFÉLAgIð HLÍFReykjavíkurvegi 64

Sími: 5 100 800www.hlif.is

Verkafólk spyr:Getur einhver verið á móti því að lágmarks

tekjutrygging í dagvinnu hækki úr 125 þúsund krónum á mánuði í 155 þúsund eins og

verkalýðsfélögin fara fram á ?

Veistu að framfærslukostnaðureinstaklings er ekki undir170 þúsund krónumá mánuði.

Verkalýðsfélagið Hlíf

Page 20: Hjálmur nóv. 2011

// nóvember 2011

Verkalýðsfélagið Hlíf20

Pétur Freyr Ragnarsson hefur verið trúnað-armaður Hlífar hjá Þjónustumiðstöð Hafn-arfjarðar í 6 ár. Hann er varamaður í stjórn Hlífar og tók þátt í vinnu í samninganefnd-um og nýafstöðnum kjarasamningum. Hjá Þjónustumiðstöðinni er Pétur titl-aður rekstrarstjóri en hann segir það ekki endilega lýsa starfi sínu. „Ég er nánast í öllu, símsvörun, bókhaldi og snjómokstri ef því er að skipta. Mér finnst fínt að hafa þetta fjölbreytt.“ Á vinnustað Péturs hafa orðið miklar breytingar en nýlega flutti skipulags- og byggingasvið Hafnarfjarðar frá Strandgötunni í Þjónustumiðstöðina í Hellnahverfi. Pétur segir húsið nú pakkfullt en er ánægður með breytinguna. „Okkur fjölgar verulega í húsinu og eins sjáum við nú fleiri konur.“ Pétur segir umhverfið hafa snarbreyst á síðustu árum og á þar við trúnaðarmanns-starfið og baráttu verkafólks við að halda réttindum sínum. „Kjarasamningarnir voru ágætir. Það hefur allt hækkað, en það var nauðsynlegt að koma til móts við fólk. Samt finnst manni margir rétt ná að borga reikningana, mánuðurinn sleppur - en það má ekkert koma upp á.“ Hann segir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar óttast um

atvinnuöryggi sitt og að margir spyrji hvort framhald verði á uppsögnum eða kjaraskerðingum. „Það hefur í raun aldrei þekkst áður að menn séu að hugsa um atvinnuöryggi, a.m.k. ekki síðan ég tók við sem trúnaðarmaður. Menn eru ein-faldlega hræddir við stöðuna sem upp er komin í Hafnarfirði.“Pétur segir algengt að menn leiti til sín vegna launaseðla og segir fólk oft óöruggt um hvort þar sé allt rétt. „Það hefur alveg komið fyrir að ég hafi þurft að ganga í það að menn fái leiðréttingu og því vil ég meina að trúnaðarmannsstarfið sé afar mikilvægt í svona árferði.“

Vinna oft vanþakklát störfAðspurður um starfsumhverfi segir Pétur gott að vinna í Þjónustumiðstöðinni en hann segir verkefnin of mörg miðað við mannskap. „Við önnum ekki verkefnum, það hefur orðið sjálfbær fækkun og ekki er ráðið inn í staðinn fyrir þá sem hætta vegna aldurs. Fyrir 30 árum voru yfir 40 manns í vinnu hjá Áhaldahúsinu og bær-inn helmingi minni, nú erum við 20. Oft finnst mér þetta góða starfsfólk vinna van-þakklát störf. Fólk gerir sér engan veginn

grein fyrir því hve mikil vinna það er t.d. að halda bænum hreinum.“Pétur vonast til að eiga eftir að starfa lengi fyrir Hlíf og finnst spennandi að kynnast öllu sem tengist verkalýðsbaráttunni.

Atvinnuöryggi minna en áður

Page 21: Hjálmur nóv. 2011

nóvember 2011 //

21Verkalýðsfélagið Hlíf

i

Við erum snillin

gar í s

kipula

gni

ngu all

s konar h

ópferða s.s. starfsmannaferða

, óviss

uferða

gæsa- og steggjafer

ða, út

skr

ifarfer

ða úr skólum og hvað eina þar sem ske

mmtun og

samheldni hópsins er m

álið!

Óvissa ehf. www.ovissuferdir.is Melabraut 18, 220 Hafnarfjörður Sími 599 6030

gerum góð namóral betr

Page 22: Hjálmur nóv. 2011

// nóvember 2011

Verkalýðsfélagið Hlíf22

Valgerður Sumarliðadóttir er trúnaðarmað-ur Hlífar á leikskólanum Víðivöllum. Henni finnst fróðlegt að kynnast kjarabaráttunni og öllu í kringum kjarasamningana en seg-ir starf sitt sem trúnaðarmanns fremur létt, enn sem komið er, og þakkar það góðum móral á vinnustaðnum.Valgerður er trúnaðarmaður 16 starfs-

manna. Í hverju felst starfið? „Það kemur svo fátt upp í þessum leikskóla enda góður vinnustaður. Það er helst að aðstoða við styrki og umsóknir en minna beint um kjaramál, kannski á það eftir að breytast.“ Valgerði fannst skemmtilegt að kynn-

ast vinnunni í kringum kjarasamningana og segir samningana sæmilega. „Laun leiðbeinenda á leikskóla eru það lág að samningarnir hefðu mátt vera betri. Ég er heppin að vera ekki eina fyrirvinnan því að ég held að einstæðir foreldrar komi verst út. Maður finnur að þær sem eru einstæðar eiga engan aukapening og eiga oft erfitt með að ná endum saman.“ Starfsmenn leikskólans stefna á að fara utan í vor og Valgerður segir að einstæðu mæðurnar þurfi að leggja mikið á sig til að komast með í ferðina. „Við höfum reynt að fara út saman þriðja hvert ár og það hefur verið afskaplega skemmtilegt.“Þegar rætt er um kjör starfsmanna leikskóla segir Valgerður mestu kjaraskerðinguna hafa verið þegar forgangsgjaldið var tekið af en starfsmenn leikskóla voru með sama leik-skólagjald og einstæðir foreldrar og náms-menn. „Svo misstum við bónusinn sem við vorum með vegna þess að við borðum með börnunum. Það var alveg 10.000 á mánuði.

Það er verið að mjatla af öllu.“ Valgerður er ánægð í vinnunni og segir margt jákvætt við starfið. „Ég hef t.d. unnið með báðum börnunum mínum, það er aukabónus að fá að hitta börnin sín. En auðvitað verður maður að vinna á öðrum deildum. Það er margt sem er uppbót fyrir launin, ég bý hérna rétt hjá og get labbað í vinnuna og einnig fáum við frían mat hér.“

„Ég er heppin að vera ekki eina fyrirvinnan því að ég held

að einstæðir foreldrar komi verst út.“

Mjatlað af öllu

Bestu kveðjur til félagsmanna

Hlífar

Page 23: Hjálmur nóv. 2011

nóvember 2011 //

23Verkalýðsfélagið Hlíf

Við eigum það flest sameiginlegt að spá ekki mikið í lífeyrismál okkar framan af ævinni. Lífeyrismálin eru þó stór hluti af fjármálum okkar alla starfsævina og því ættum við að gefa okkur tíma til að skoða þessi mál og kynna okkur réttindi okkar.

Flestum er ljóst mikilvægi þess að spara til efri áranna og margir láta sig dreyma um að eiga náðuga tíma á eftirlaunaárunum. Æ fleiri stefna líka að því að hætta fyrr að vinna til að sinna áhugamálum eða ferðast.

En til að slíkir draumar geti orðið að veru-leika þurfum við að búa í haginn fyrir okkur hvert og eitt og huga vel að lífeyrismálum og öðrum sparnaði á starfsævinni.

Mjög mikilvægt er að þekkja lífeyrisrétt-indi okkar og passa upp á þau. Kynntu þér hvaða réttindi þú átt í lífeyrissjóðum og hvaða réttindi þú kemur til að með eignast með áframhaldandi greiðslum. Séreignar-lífeyrissparnaður er tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Mótframlag launagreiðanda og hagstæðar skattaregl-ur gera þennan sparnað að hagstæðasta sparnaði sem völ er á og mun í framtíðinni draga verulega úr þeim breytingum sem verða við starfslok, þeim breytingum sem verða við það að fara af fullum tekjum á vinnumarkaði.

Mjög mikilvægt er að fylgjast vel með því að iðgjöld skili sér frá launagreiðendum og því er nauðsynlegt að fara vel yfir yfirlit

sem send eru tvisvar á ári. Ef yfirlit berst ekki frá sjóðnum getur það þýtt að ekki sé staðið í skilum við hann. Réttindi geta því glatast ef sjóðnum er ekki gert aðvart um ætluð vanskil og er rík ábyrgð lögð á sjóð-félagann þessu samfara. Starfsmenn sjóðs-ins fylgjast með iðgjaldaskilum en enginn gerir það betur en sjóðfélaginn sjálfur. Á heimasíðu sjóðsins www.gildi.is hafa sjóð-félagar aðgengi að upplýsingum sem þá varða, svo sem yfirlitum sem send hafa verið. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér þá möguleika sem vefurinn hefur upp á að bjóða en veflyklar hafa verið sendir til allra með síðustu sjóðfélagayfirlitum.Eftirlaunaárin eru núna oftar en ekki fjórðungur af fullorðinsárunum. Á þessum árum vilja flestir minnka við sig vinnu eða hætta alveg. Á þessum tímamótum er líf-eyrissparnaðurinn ein verðmætasta eignin sem við eigum. Vertu því vakandi og fylgstu með lífeyrissparnaðinum þínum – þetta eru þínir peningar!

Verður lífeyrissparnaðurinn þinn verðmætasta eignin þín við starfslok?

Mjög mikilvægt er að fylgjast vel með því að iðgjöld skili

sér frá launagreiðendum og því er nauðsynlegt að fara vel yfir yfirlit sem send eru

tvisvar á ári.

Grein:Barney Sigurðardóttir hjá Gildi lífeyrissjóði

Page 24: Hjálmur nóv. 2011

// nóvember 2011

Verkalýðsfélagið Hlíf24

Fyrsti vinningur er 10.000 krónur og annar vinningur helgardvöl í orlofshúsi Hlífar að eigin vali í vetur.Dregið verður úr réttum lausnum. Úrlausnum ber að skila á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64 fyrir 6. Janúar 2012.