herðubreið greinagerð nóv 2015

19
Menningar- og samkomuhúsið Herðubreið, Seyðisfirði Greinagerð – nóvember 2015

Upload: port-of-seydisfjordur

Post on 24-Jul-2016

237 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Hér er að finna greinagerð um fyrirhugaðar endurbætur á menningar- og samkomuhúsinu Herðubreið á Seyðisfirði.

TRANSCRIPT

Page 1: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

 

Menningar- og samkomuhúsið Herðubreið, Seyðisfirði Greinagerð – nóvember 2015

Page 2: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  2  

FORSAGAN Menningar- og samkomuhúsið Herðubreið á Seyðisfirði, eins og mörg félagsheimili á landinu, spilar stóra rullu í lífi bæjarbúa. Áhugahópur um uppbyggingu og endurbætur á húsinu hefur verið settur á laggirnar. Greinagerðinni er ætlað að skýra áform hópsins fyrir væntanlegum samstarfsaðilum og velunnurum. Fjárhagsstaðan er þröng í okkar góða sveitarfélagi svo við þurfum utanaðkomandi aðstoð við verkefnið. Viðhaldi á húsinu hefur verið ábótavant um árabil og starfsemi í lágmarki þar til fyrir um tveimur árum. Fyrir utan fasta viðburði, samkomur, leiksýningar, erfidrykkjur, dansleiki, brúðkaup, bíósýningar, tónleika ofl. sem átt hafa hér samastað er LungA skólinn, mötuneyti grunnskólans og bókasafnið með aðstöðu í húsinu nú í dag. Svo blómleg starfsemi kallar á endurbætur í okkar annars ágæta menningarhúsi - sem Herðubreið sannarlega er, en segja má með sanni að Herðubreið sé okkar Hof. Stýrihópur hefur verið settur saman sem hefur það verkefni að finna fjármagn og stýra endurbótavinnu við húsið með hjálp bæjarbúa, fyrirtækja og vonandi hinu opinbera. Okkar samfélag hér á Seyðisfirði er öflugt en smátt, þeir fjármunir sem við þurfum til endurbótanna eru smáaurar í stóra samhenginu en miklir þegar okkar knöppu sjóðir eru annarsvegar. Herðubreið hefur ávallt gegnt stóru hlutverki í menningarlífi bæjarbúa eins og áður sagði, en má þó muna fífil sinn fegurri. Við teljum að húsið geti gegnt enn stærra hlutverki ef það verður lagað að breyttum aðstæðum. Við teljum sömuleiðis að húsið geti þjónað öllum þeim ferðamönnum sem leggja leið sína til Seyðisfjarðar ár hvert. Ferðaþjónusta er að verða ein stærsta atvinnugreinin á Seyðisfirði, ef ekki orðin sú stærsta, svo nauðsynlegt er að bregðast við því. Hér, eins og annarsstaðar, er þörf á að styrkja innviðina. Við teljum að með uppbyggingu og endurbótum bæði á starfseminni í húsinu og aðstöðu séum við einmitt að gera það. Til Seyðisfjarðar koma um 150.000 ferðamenn árlega samkvæmt nýrri könnun Ferðamálastofu1, þar af er fjöldi sem kemur með Norrænu og skemmtiferðaskipum. Á “stórum” dögum höfum við opnað Herðubreið fyrir gesti og gangandi til þess að bæta við þjónustu í bænum varðandi upplýsingagjöf og almenningssalerni. Hér sjáum við tækifæri á því að efla starfsemina yfir sumartímann, bjóða út aðstöðu til að reka þar þjónustu við ferðamenn, s.s. kaffisölu, veitingar, upplýsingar, bíósýningar ofl. Mikilvægt er að bæta aðstöðuna svo hægt sé að afla tekna til reksturs hússins, en það hefur hingað til alfarið verið á höndum sveitarfélagsins. Eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Seyðisfjarðar er mikilfengleg náttúra og hin fjölmörgu hús frá því um aldamótin 1900 sem þar er að finna. Herðubreið fellur ekki í flokk þessara aldamótahúsa en er hús með mikla sögu og hefur því menningarsögulegt gildi. Herðubreið er hús sem ber að hlúa að enda staðsett í hjarta bæjarins. AÐEINS UM HERÐUBREIÐ Árið 1923 var hlutafélagið Herðubreið stofnað í því skyni einu að koma upp samkomuhúsi á Seyðisfirði. Árið 1930 keypti hlutafélagið gamalt hús til kvikmyndareksturs, Bíóhúsið svonefnda. Þar var kvikmyndahús (þar sem við nú köllum Meyjarskemmu - FAS) í um aldarfjórðung eða þar til Herðubreið tók til starfa. Eftir 1940 batnaði hagur félagsins til muna, er hljómmyndavélar komu til. Af þessum rekstri hafði félagið góðar tekjur og hóf byggingu félagsheimilisins 1946. Húsið er reist samkvæmt teikningu Einars Erlendssonar, húsameistara með breytingum Gísla Halldórssonar, arkitekts sem einnig teiknaði innréttingarnar. Pétur Blöndal sá um uppbyggingu hússins ásamt pípulögnum og Garðar Eymundsson annaðist tréverk innanhús og málaði ásamt Jóni Brynjólfssyni. Húsið kostaði 1.300.000.- og var vígt 16. desember 1956. Um kvöldið var stiginn dans fram á nótt. Yngri hluti hússins er teiknaður af Gísla Halldórssyni en hann hefur teiknað fjölmörg mannvirki, þar á meðal mörg félagsheimili og íþróttamannvirki, m.a. Íþróttaleikvanginn í Laugardal og Laugardalshöllina ásamt fleirum. Einnig mætti nefna Lögreglustöðina í Reykjavík, Hótel Loftleiðir, Tollstöðvarhúsið í Reykjavík, Hótel Esju og verkamannabústaði í Reykjavík sem Gísli teiknaði ásamt samstarfsmönnum sínum.                                                                                                                1  http://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/Frettamyndir/2015/mai/ferdatjon_i_tolun_15.pdf,  heimild  sótt  á  internetið  26.  okt  2015    

Page 3: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  3  

Mikill áhugi er á því að gera upp gamla húsið og að koma því í upprunalegt horf. Þak hússins lekur illa og bráðnauðsynlegt að fara í að endurbæta það. Bæjarsjóður hefur ekki fjármagn til endurbóta um sinn svo það verður að bíða betri tíma. Sótt verður um stuðning hjá Húsafriðunarnefnd ríkisins til þess að gera úttekt á gamla húsinu og áætlun um endurbætur. Á síldarárunum fóru stórar samkomur fram í húsinu, allt að 1000 manns sóttu dansleiki þegar mest var og það var bíó oft á dag, alla daga. Ljóst var þá að stækka þurfti samkomuhús staðarins og var hafist handa við það árið 1963 að byggja við Herðubreið fyrir ágóðann af síldarævintýrinu. Þegar síldin svo síðan hvarf stöðvuðust framkvæmdir í nýju viðbótinni við Herðubreið um tíma. Það var ekki fyrr en árið 1973 að hægt var að klára bygginguna og þá var settur upp í húsinu fjölnota salur, m.a. hafði grunnskólinn þar aðsetur. Hann var þar með kennslustofur með færanlegum veggjum sem voru teknir niður þegar stórar samkomur voru haldnar í húsinu. Praktískt en óhentugt fyrir margar sakir. Íbúum hafði fjölgað mikið og hagur bæjarins vænkast að sama skapi. Síðar var því rými breytt í íþróttasal, lokað var fyrir fallegu gluggana í stóra salnum með spónarplötum en notað eftir sem áður fyrir stærri samkomur og þá með færanlegu sviði. Aðstaðan hefur því ávalt verið aðlöguð þeirri starfsemi sem þar hefur farið fram hverju sinni. Árið 1999 var svo byggt íþróttahús samtengt þessum tveimur byggingum. Með því fyrirkomulagi töldu menn að hægt yrði að spara starfsmann. Sami starfsmaður átti að veita báðum húsunum forstöðu, það gekk þó ekki alveg sem skyldi og er reksturinn aðskilinn í dag. Það hefur verið ýmsum erfiðleikum bundið að halda úti starfsemi í félagsheimilinu. Kemur þar margt til, bæði að það hafa orðið til veitingastaðir sem bjóða upp á afþreyingu og veitingar fyrir bæjarbúa og gesti. Ný tækni varðandi bíósýningar olli því að bíósýningar lögðust af, en bíóið starfaði þó í nokkur ár sem eina bíóið á Austurlandi. Með tilkomu pöbba menningarinnar hafa sveitarböllin lagst af en það var stór tekjulind fyrir félagsheimilin og svo mætti lengi telja. Skaftfell miðstöð myndlistar er með ýmsar uppákomur en þó fyrst og fremst er varðar myndlist og ýmis félagsstarfsemi starfar nú í sínu eigin húsnæði s.s. eldri borgarar, slysavarnarfélagið, björgunarsveitin, Lions ofl. Við viljum semsagt bæta aðstöðu fyrir alla þá blómlegu menningarstarfsemi sem dafnar í bænum nú um þessar mundir og draga sem mest af henni aftur inn í húsið og gefa jafnframt nýjum hópum og einstaklingum tækifæri á góðri aðstöðu til menningar- og félagsstarfs. Á opnum íbúafundi sem haldinn var 10.október s.l., var kallað eftir hugmyndum og kom þar helst fram að allir óska þess að starfsemin verði efld, aðgengi að húsinu aukið og að viðhaldi og endurbótum verði hrint í framkvæmd hið fyrsta.2 Hér á eftir fer kynning á þeim hugmyndum sem eru í burðarliðnum. ENDURBÆTUR SEM SAMFÉLAGSVERKEFNI Arkitektinn Anna Rønnow lagði okkur lið með því að teikna upp hugmyndir að því hvernig mætti laga salinn og anddyri nýrri hluta byggingarinnar. Teikningarnar fylgja hér með og einnig ljósmyndir af salnum eins og hann er í dag. Hugmyndin er að þessar endurbætur verði unnar meira og minna í sjálfboðavinnu, af íbúunum sjálfum með aðstoð frá fagmönnum, utanaðkomandi sjálfboðaliðum og fyrirtækjum í bænum. Í stýrihópnum eru aðilar sem komið hafa að uppbyggingu af ýmsu tagi, stjórnað viðburðum og fólki í alskonar vinnu. Lasse Hogenhof er í hópnum en hann kemur frá Danmörku og hefur mikla reynslu af því að fá fólk í sjálfboðavinnu og að stýra slíkri vinnu. Þungamiðjan í sjálfboðavinnunni verða aðilar sem koma frá samtökum sem heita HelpX og aðilar sem Lasse hefur tengsl við. Í bland við keypta fagmannavinnu verður hægt að framkvæma eins og hér er lagt til. Gróflega áætlað munum við þurfa um 25 milljónir til þess að framkvæma það sem hér er lagt til. Við stefnum á að gera það sem við getum fyrir þá peninga sem við getum aflað í verkefnið hverju sinni. Við reiknum með að gera það í nokkrum áföngum. Þetta miðast algjörlega við það að samfélagið taki virkan þátt og að við fáum fjárhagslegan stuðning frá þeim aðilum sem við höfum listað hér upp til þess að geta keypt efni til framkvæmdanna.

                                                                                                               2  Viðhengi  1:  Samantekt  á  hópavinnu  10.nóvember  

Page 4: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  4  

KOSTNAÐARÁÆTLUN

Heiti / efni Upphæð Ýmiskonar viður, m.a. fyrir bekki ofl. 800.000 Krossviður 12 mm 600.000 Krossviður 21 mm 800.000 Ýmis viður 500.000 Skrúfur (20.000 stk ) 150.000 Naglar (15.000 stk ) 50.000 Stálbitar 1.800.000 Stálbitar - festingar 200.000 Stáltengingar 300.000 Stál í handriði 300.000 Stál í tröppur 500.000 Einangrunarefni 200.000 Steypa 200.000 Rafagnir, efni og vinna 1.000.000 Pípulagnir, efni og vinna 1.000.000 8 rúður 1.600.000 Viðgerð á gluggapóstum 200.000 Málning og efni 600.000 Lakk 400.000 Kítti 50.000 Flutningskostnaður 600.000

Samtals: 11.850.000 Vinnustundir fagaðila Verkstjóri 2.750.000 Trésmiðir 3.000.000 Rafvirki 2.000.000 Pípulagningamaður 500.000 Húsasmiður (construction work) 1.000.000 Uppsetning stálbita 500.000 Leyfisgjöld 1.000.000 Arkitekt / vinnuteikningar 1.000.000 Gjafavinna 13.200.000 Ófyrirséður kostnaður 1.000.000

Samtals: 25.950.000 Samtals efni og vinna: 37.800.000

Page 5: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  5  

FJÁRMÖGNUNARÁÆTLUN Heiti Upphæð Fyrirtæki á Seyðisfirði og Austurlandi 4.000.000 Uppbyggingasjóður Austurlands 3.000.000 Fjárlög Alþingis 2016 og 2017 10.000.000 Seyðisfjarðarkaupstaður 3.000.000 Almenningur 2.500.000 Félagasamtök 500.000 Gistiþjónustuaðilar leggi andvirði 1 nætur gistingar 200.000 LungA skólinn 1.000.000 Ýmsir, söfnun, aðgangseyrir af samfélagsskemmtun ofl. 400.000 Gjafavinna 13.200.000

Samtals fjármögnun: 37.800.000 Forsendur kosntaðaráætlunarinnar eru að flutningskostnaður verði að mestu felldur niður og að góðir afslættir fáist. Ekki verður um útboð að ræða þar sem þetta er samfélagsverkefni og teljum við að það eitt og sér muni spara talsvert fjármagn. Fyrirhugað er að bjóða bæjarbúum, brottfluttum Seyðfirðingum og fyrirtækjum að leggja til fé og/eða vinnustundir, en með því er vonin að fá sem breiðasta samstöðu um uppbyggingu á húsinu, þannig að Seyðfirðingar eigi hlutdeild að því að endurvekja félagsheimilið “sitt”. Við munum útbúa “stuðningsbréf” þar sem óskað er eftir framlagi. Ef hver og einn vinnandi maður myndi t.d. gefa 5000 kr og við gefum okkur að 250 manns tækju þátt þá væri hægt að safna með því móti kr.1.250.000 meðal bæjarbúa og annað eins meðal brottfluttra. Áætlaðaðar vinnustundir. Reiknað er með að við þurfum vinnuhendur í 50 daga fyrir verkefnið við gerum ráð fyrir því að hver vinnudagur séu 10 klukkustundir. Við reiknum með að vera með launaða fagmenn á hverju sviði s.s. í raflögnum, pípulögnum, allri trésmíði og í uppsetningu stálbitanna. Eftirfarandi áætlun er gróf áætlun en gerir ráð fyrir gjafavinnu eða það sem í daglegu tali er kölluð sjálfboðavinna. Helpx 4 einstaklingar 2000 vinnustundir ( þarf að greiða fyrir þá flug, og uppihald, reynt verður að koma þeim inn á heimili ) Heimafólk 1000 vinnustundir ( reiknað er með að þetta sé gjafavinna) Verkstjóri 500 vinnustundir (gert er ráð fyrir að honum séu greidd laun, sjá áætlun) Fagmenn 1500 vinnustundir ( gert er ráð fyrir að þeim verði greidd laun, sjá áætlun) Samtals 5000 vinnustundir á kr 5500 að meðaltali gerir kr. 27.500.000 Framlag stýrihóps til verkefnisins eru áætlaðar um 400 klst að andvirði samtals kr. 2.200.000. Að frádregnum launum sem verða greidd er gert ráð fyrir að gjafavinna sé metin á kr. 13.200.000

Page 6: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  6  

VERK- OG TÍMAÁÆTLUN Við skiptum verkefninu í tvo áfanga.

1. Vinna hefst um miðjan apríl 2016 og þarf að vera lokið fyrir 10. júní 2016. Í þessum áfanga verður opnað fyrir gluggana og sett nýtt gler í. Karmar lagaðir og setbekkir smíðaðir. Þá er svið, geymsla, borð, hillur ofl. smíðað. Gólf pússað og lakkað, klæðning tekin af veggjum og lagnir lagaðar. Í þessum áfanga er gert ráð fyrir að barinn/sjoppan og anddyrið verði einnig lagað og snyrt. Að lokum verður gerð alsherjar hreingerning á húsinu eftir allar þessar framkvæmdir.

2. Efri hæðin sett í og opnað yfir í bókasafnið og jafnvel inn í íþróttahús þannig að það verður innangengt á milli sala. Stigi og lokafrágangur. Vinna hefst um miðjan apríl 2017 og lýkur 10. júní 2017.

Framkvæmdir ráðast af fjármögnun og mannafla hverju sinni. Ráðin verður aðili til þess að stýra verkefninu og að hafa yfirumsjón með framkvæmdinni í samvinnu við stýrihóp. Í stýrihóp verkefnisins sitja eftirtaldir aðilar: Jónína Brá Árnadóttir, atvinnu, menningar- og íþróttafulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar Aðalheiður Borgþórsdóttir, framkvæmdastjór LungA hátíðar og markaðsstjóri Seyðisfjarðarhafnar Eva Jónudóttir, Þjónustufulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar Lasse Hogenhof, skólastjóri LungA skólans Áður en framkvæmdir hefjast mun stýrihópur og framkvæmdastjóri skipuleggja vinnutíma hvers og eins vel og vandlega. Það getur verið vandasamt verk og verður engu til sparað í að ná sem mestri hagræðingu í framkvæmdinni. Menningar- og samkomuhúsinu Herðubreið verður sýndur mikill sómi með þeirri aðgerð sem hér er líst og endurheimtir reisn sína sem helsti samkomustaður íbúa Seyðisfjarðar og gesta þeirra. Bæjarbúar hafa sameinast í mörgum verkefnum í gegnum tíðina svo þessi aðferð er vel kunn og gerleg. Má þar nefna Skaftfell- miðstöð myndlistar, Haga golfvöllinn, björgunarsveitarhúsið með tólum og tækjum, byggingu kirkjunnar í árdaga og kaup á orgeli fyrir hana svo og flygli seinna meir, Hafnargarðinn og svo mætti lengi telja. Með bjartsýni í farteskinu förum við í þessa vegferð og vonum að allir sem hér eru nefndir til sögunnar komi með.

Page 7: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  7  

Verk - og tímaáætlun fyrir fyrri áfanga í samfélagsverkefninu Herðubreið 2016 Framkvæmdatíminn er 15. apríl - 10. júní 2016

15. apríl Fundur með öllum aðilum sem koma að verkefninu, verkefnisstjóri úthlutar hverjum og einum tíma og verkefni. Á undan hafa farið fram margir fundir milli aðila, en verkstjóri og stýrihópur hafa skipulagt allt vinnuferlið. Efni er komið í hús og fjármögnun fyrir fyrsta áfanga liggur fyrir.

Vika 1 18. - 22 apr

Salurinn tæmdur, rifið frá gluggum og hreinsað. Klæðning rifin af veggjum þar sem það á við.

Vika 2 25. - 29. apr

Rúður settar í, karmar lagaðir og málaðir. Raflagnir skoðaðar, rifið niður þar sem það á við.

Vika 3 2. - 6. maí

Setbekkir, borð og húsgögn smíðuð eftir því sem við á. Slegið upp fyrir sviði og geymslu.

Vika 4 9. - 13. maí

Svið og geymsla kláruð, raflagnir og lýsing sett upp, pípulagnir lagðar þar sem á við. Anddyri tekið í gegn.

Vika 5 16. - 20. maí

Málningavinna í sal og anddyri.

Vika 6 23. - 27. maí

Málningavinna og frágangur í sal og anddyri klárað. Vinna við svæði utanhúss hefst.

Vika 7 30. maí - 3. júní

Gólf pússað og lakkað.

Vika 8 6. - 10. júní

Stór hreingerning á öllu húsinu. Vinna utanhúss kláruð.

Page 8: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  8  

TEIKNINGAR AF FYRIRHUGUÐUM ENDURBÓTUM Á næstu blaðsíðum finnur þú teikningar af skipulaginu og þverskurð af hinu nýja skipulagi í fjölnota sal Herðubreiðar. Teikningarnar eru unnar af dönskum arkitekt að nafni Anna Ronnow. (Teikningarnar eru hugsaðar sem frumgögn, næsta skref er að gera vinnuteikningar út frá þessum frumgögnum)

Page 9: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  9  

TORGIÐ (aðal salurinn) Hér sjáum við fyrirhugaðar breytingar á fjölrýmninu sem við nefnum hér eftir “Torgið” Þetta rými verður hjarta byggingarinnar og þjónar sem fjölnota rými fyrir almenning. Í þessu rými verður áfram mötuneyti skólans og þarna fara fram samkomur hverskonar, s.s. erfidrykkjur, brúðkaup, afmæli ofl. sem og stórar samkomur eins og LungA hátíðin, bæjarhátíðir.ofl listinn er í raun ótæmandi!

Page 10: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  10  

Page 11: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  11  

Page 12: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  12  

ANDDYRI Hér má sjá svæðið sem í daglegu tali er kallað anddyrið og er inngangurinn í húsið. Hér er í dag almenningssalerni, sjoppa/bar og lítið afmarkað rými. Hentugt svæði til að nota fyrir kaffihús, upplýsingamiðlun, minni uppákomur og einnig í tengslum við stærri viðburði - þar sem þetta er jú inngangurinn í húsið og tengir saman hina mismunandi sali hússins.

Page 13: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  13  

ÞVERSKURÐUR Hér má sjá þverskurð af “Torginu” frá þremur hliðum.

Page 14: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  14  

SKIPULAG Hér má sjá skipulagið á jarðhæð og fyrstu hæð, einnig skipulagið utanhúss. En þar má sjá hvernig við sjáum fyrir okkur að útiaðstaðan verði skipulögð og lagfærð.

Page 15: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  15  

Page 16: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  16  

Mynd 1. Hér eru ljósmyndir frá “torginu” eða fjölrýminu eins og það lítur út í dag.

Page 17: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  17  

Mynd 2. Hér má sjá skilrúm sem notað er til að stúka salinn af til þess að m.a. fá geymslurými.

Page 18: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  18  

Hér má sjá vegginn með gluggunum sem ætlunin er að opna fyrir, þ.e. taka spónarplöturnar úr, setja í nýjar rúður og laga karma. Myndir 3 & 4.

                                                   

Page 19: Herðubreið greinagerð nóv 2015

 

  19  

                                               Greinagerð  þessi  er  unnin  af  Aðalheiði  Borgþórsdóttur,  Jónínu  Brá  Árnadóttur  og  Lasse  Hogenhof  í  nóvember  2015  Prófarkalestur:  Eva  Björk  Jónudóttir  Teikningar  :  Anna  Ronnow    Frekari  upplýsingar  um  verkefnið  veitir  Jónína  Brá  Árnadóttir,  netfang:  [email protected],  sími:  470  2308