iðnaðarblaðið 4. tbl 2012

16
www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. Caddy* kostar aðeins frá 2.950.000 kr. ( kr. 2.350.597 án vsk) *Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Til afgreiðslu strax Atvinnubílar Fæst einnig fjórhjóladrifinn Þ J ó N U S T U M I ð I L L I ð N A ð A R I N S September 2012 »4. tölublað »4. árgangur Við fáum fullkomnustu tæki sem völ er á til ostavinnslunnar á Akureyri, ostaframleiðslan verður mjög öflug ... »12 Efna til kjararáðstefnu Laun í málmiðnaði hafa ekki hækkað í takt við aukna eftir- spurn atvinnulífsins eftir málm- iðnaðarmönnum. »2 Verk að vinna Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði skoða vernd vöruheita með uppruna eða staðarvísun en engin vöruheiti eru vernduð hér á landi. »14 Mikilvægt atvinnusvæði Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir Grundartanga vera mikilvægt at- vinnusvæði fyrir næsta nágrenni og höfuðborgarsvæðið. »8 Þrjú stórfyrirtæki skoða Bakka Erlendu iðnfyrirtækin PCC, Thorsil ehf. og Saint Gobain eru áhugasöm um að reisa verksmiðjur á Bakka við Húsavík. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, segir verksmiðjurnar þrjár koma til með að geta skapað um 350 bein störf fyrir íbúa sveitarfélagsins. Myndin er tekin að lokn- um fundi með þáverandi iðnaðaðrráðherra Katrínu Júlíusdóttur. Bergur Elías er fyrir miðri mynd og til hægri er Gunnlaugur Stefánsson, forseti bæjarstjórnar. »4 MYND: AME

Upload: goggur

Post on 09-Mar-2016

253 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Þjónustumiðill iðnaðarins

TRANSCRIPT

Page 1: Iðnaðarblaðið 4. tbl 2012

www.volkswagen.is

Volkswagen Caddy

Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan-vélum frá framleiðanda.

Caddy* kostar aðeins frá

2.950.000 kr. (kr. 2.350.597 án vsk)

*Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur.

Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós.

Góður vinnufélagi

Til afgreiðslu strax

Atvinnubílar

Fæst einnigfjórhjóladrifinn

Þ j ó n u s t u m i ð i l l i ð n a ð a r i n s

s e p t e m b e r 2 0 1 2 » 4 . t ö l u b l a ð » 4 . á r g a n g u r

V i ð f á u m f u l l k o m n u s t u t æ k i s e m v ö l e r á t i l o s t av i n n s l u n n a r á A k u r e y r i , o s t a f r a m l e i ð s l a n v e r ð u r m j ö g ö f l u g . . . » 1 2

Efna til kjararáðstefnuLaun í málmiðnaði hafa ekki hækkað í takt við aukna eftir-spurn atvinnulífsins eftir málm-iðnaðarmönnum. »2

Verk að vinnaSamtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði skoða vernd vöruheita með uppruna eða staðarvísun en engin vöruheiti eru vernduð hér á landi. »14

mikilvægt atvinnusvæðiGísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir Grundartanga vera mikilvægt at-vinnusvæði fyrir næsta nágrenni og höfuðborgarsvæðið. »8

Þrjú stórfyrirtæki skoða Bakka Erlendu iðnfyrirtækin PCC, Thorsil ehf.

og Saint Gobain eru áhugasöm um að reisa verksmiðjur á Bakka við Húsavík. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, segir verksmiðjurnar þrjár koma til með að geta skapað um 350 bein störf fyrir íbúa sveitarfélagsins. Myndin er tekin að lokn-um fundi með þáverandi iðnaðaðrráðherra Katrínu Júlíusdóttur. Bergur Elías er fyrir miðri mynd og til hægri er Gunnlaugur

Stefánsson, forseti bæjarstjórnar. »4

mynd: amE

Page 2: Iðnaðarblaðið 4. tbl 2012

VM - félag vélstjóra- og málmtækni-manna mun hefja undirbúning að endurnýjun kjarasamninga fyrir árið 2014 með kjararáðstefnu þann 2. nóvember nk. Þar mun félags-mönnum gefast kostur á að taka þátt í umræðum um fyrirkomulag kjarasamninga undanfarinna ára og skipaðir verða vinnuhópar eftir starfsgreinum félagsins sem munu fara yfir stöðu kjaramála. Félagið ráðgerir síðan að halda aðra ráð-stefnu haustið 2013 þar sem niður-stöður vinnuhópanna verða kynnt-ar.

„Á kjararáðstefnunni nú í nóvem-ber munum við taka umræðu um samræmda launastefnu og hvort tími hennar sé liðinn og skoða hvort svigrúm sé til að gera eðlilegar breytingar innan starfsgreina okkar í takt við breytingar á vinnumark-aði. Inn í þá umræðu munum við fá erindi frá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands og einn-ig fá erlenda fyrirlesara til að flytja erindi um stöðuna og fyrirkomulag á þessum málum í þeirra heimalönd-um,“ segir Guðmundur Þ. Ragnars-son, formaður VM, í samtali við Iðn-aðarblaðið.

Guðmundur segir að á kjararáð-stefnunni verði einnig fjallað um þá einkennilegu stöðu að laun félags-manna VM hafa ekki hækkað í takt

við aukna eftirspurn atvinnulífsins. „Það er mikil vöntun á fagmenntuðu fólki í vél- og málmtækni á Íslandi í dag. Með áframhaldandi þróun mun-um við ekki geta mannað þessar greinar til að tryggja eðlilegt viðhald og endurnýjun þeirra atvinnutækja sem eru starfrækt í dag. Fyrir hrun fengu þessar greinar ekki mikla at-hygli, en nú verður að fá viðurkenn-ingu á mikilvægi þeirra. Sjávarút-vegur, orkuframleiðsla, orkufrekur iðnaður og ýmiskonar verksmiðju-rekstur byggir á vél- og málmtækni-

menntuðu fólki sem mikil vöntun er á í dag. Kjörin verður að bæta til að laða að fólk í þessar greinar og halda þeim sem fyrir eru. Markaðs-mennirnir innan fyrirtækjageirans og Samtaka atvinnulífsins ættu að skilja manna best hvernig mark-aðslögmálið virkar um framboð og eftirspurn og hvernig það framkall-ast á markaði. Einnig verður að taka vinnutímafyrirkomulagið til ræki-legrar endurskoðunar og vinda ofan af þeirri miklu yfirvinnu sem fylgt hefur störfum í þessum greinum.“

Samskipti manna á milli ganga best ef mark er takandi á orð-um manna. Ítrekað, aftur og aftur tala forsvarsmenn laun-þega og atvinnurekenda sama máli, þegar rifjuð eru upp loforð og fyrirheit ríkisstjórnarinnar. Og nánast jafn oft

reiðist forsætisráðherra og sakar þá sem gagnrýna, þá sem finna að, harkalega og segir þá fara með dylgjur og ósannindi. Þannig standa málin núna. Mörg stór orð hafa fallið. Ekki síst eftir að fjár-lagafrumvarp fyrir næsta ár var kynnt.

Atvinnurekendur segja það vera aðför að atvinnulífinu. Þeir segja að ríkisstjórnin hafi svikið áður gefin loforð. Sama segja formæl-endur launþega. Skoðum það ögn betur. Vilhjálmur Birgisson, for-maður Verkalýðsfélags Akraness, er óspar á stóru orðin:„Ef ríkisstjórn Íslands hefði haft manndóm í sér til að standa við þau loforð sem hún gaf verkalýðshreyfingunni samhliða kjara-samningum bæði 17. febrúar 2008 sem og 11. maí 2011, loforð er lúta að hækkun atvinnuleysisbóta, þá væru grunnatvinnuleys-isbætur í dag ekki 167.176 kr. heldur 179.023 kr. og er hér um að ræða mismun sem nemur tæpum 12.000 kr. á mánuði fyrir hvern þann einstakling sem þiggur grunnatvinnuleysisbætur.“

Stjórn Samtaka iðnaðarins segir meðal annars vegnafrumvarpsins:„ Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí 2011 í tengslum við gerð kjarasamninga segir „miðað við spár um 5,5% atvinnuleysi gæti atvinnutryggingagjaldið lækkað um 0,3% til viðbótar í ársbyrj-un 2013.“ Ekki verður annað séð en að ríkisstjórnin sé að ganga á bak orða sinna.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur sagt að hann hafi ekki áður kynnst slíkum svik-um áður. Þrátt fyrir þetta mikla gagnrýni segir forsæt-isráðherra þetta allt vera dylgjur.

Ekki er minnsti vafi, burtséð frá líðan forsætisráð-herra, að gerðir, orð og athafnir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir hafa leitt til þess að ókyrrð er vegna samskipta ríkisstjórnarinnar og þeirra sem einatt eru kallaðir aðilar vinnumarkaðarins.

Sigurjón M. Egilsson

leiðari

Orð skulu standa

Útgefandi: Goggur ehf. Kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: Stórhöfða 25 110 Reykjavíksími: 445 9000 Heimasíða: goggur.is netpóstur: [email protected] ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson ábm. aðstoðarritstjóri: Haraldur Guðmundsson Höfundar efnis: Haraldur Guðmundsson, Hjörtur Gíslason, Sigurjón M. Egilsson og fleiri. auglýsingar: [email protected] Sími: 445 9000 Prentun: Landsprent. Dreifing: Farmur. dreifing: Iðnaðarblaðinu er dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins, verkfræðistofur, álverin og fleiri fyrirtækja. Iðnaðarblaðið kemur út ellefu sinnum á ári.

Þ j ó n u s t u m i ð i l l i ð n a ð a r i n s

2 September 2012

Launin endurspegla ekki aukna eftirspurn

Félag vélstjóra- og málmtæknimanna efnir til kjararáðstefnu:

Haraldur Guðmundsson skrifar:[email protected]

Fimm stærstu Framleiðendur hrástáls á Fyrstu sjö mánuðum 2012:

indland: 44,6 milljónir tonn

japan: 63,3 milljónir tonn

Kína: 417,9 milljónir tonnBandaríkin:

53,6 milljónir tonn

rússland: 41,6 milljónir tonn

Stálframleiðsla dregst saman Heimsframleiðsla á hrástáli nam 859 milljónum tonna á fyrstu sjö mánuðum ársins samkvæmt tölum sem Samtök alþjóðlegra stálframleiðenda (IISI) hafa birt á heimasíðu sinni. Þegar tölurnar eru bornar saman við sama tímabil í fyrra sést að framleiðslan dróst saman um 28 milljónir tonna á milli ára. Hafa ber þó í huga að árið 2011 var metár þegar kom að framleiðslu á hrás-táli. Tölurnar eru byggðar á upplýsingum frá þeim 62 löndum sem skila mánaðarlega inn gögnum um fram-leiðslu.

Líkt og síðustu ár voru það Kínverjar sem fram-leiddu mest af stáli á umræddu tímabili, eða samtals um 49% af heildarframleiðslunni. Þar á eftir komu Jap-anir með 7,4%, Bandaríkjamenn með 6,2%, Indverjar 5,2% og Rússar með 4,8%.

Þegar tölur um framleiðslumagn á milli heimsálfa eru skoðaðar sést að lönd Asíu framleiddu mest, eða samanlagt um 579 milljónir tonna. Þar á eftir komu lönd Evrópu með 125 milljónir tonna og Norður-Amer-íka með 73 milljónir.

»Vm ætlar að standa fyrir kjararáðstefnu í nóvember.

Page 3: Iðnaðarblaðið 4. tbl 2012

90x135cm 2 stk - prenta lama matt - límt á foam

50x75cm 6 stk - prenta lama matt - límt á foam

Page 4: Iðnaðarblaðið 4. tbl 2012

4 September 2012

Allt til rafsuðu

Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf

RafsuðutækiRafsuðuvírFylgihlutir

Smiðjuvegi 66 • 200 KópavogiSími 580 5800 • www.landvelar.is

Drifbúnaður

idnadarbladid.isFranska stórfyrirtækið Saint Goba-in bættist nýverið í hóp þeirra er-lendu iðnfyrirtækja sem eru áhuga-söm um að reisa verksmiðjur á Bakka við Húsavík. Fulltrúar fyrirtækis-

ins skoðuðu að-stæður á svæð-inu og ræddu við heimamenn í annað sinn í síðasta mánuði og kynntu hug-myndir um að reisa þar verk-smiðju sem herði málma. Lands-virkjun hefur nú

þegar gert samninga um raforkusölu við tvö önnur fyrirtæki, PCC og Thor-sil ehf., sem bæði hyggja á kísilmálm-framleiðslu. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, segir verk-smiðjurnar þrjár koma til með að geta skapað um 350 bein störf fyrir íbúa Norðurþings, en varar á sama tíma við of mikilli bjartsýni.

Yrði áttunda umhverfismatið„Viðræður við PCC eru komnar vel á veg og þar liggja nú fyrir lóða-leigu- og hafnasamningar. PCC hef-ur áhuga á að byggja kísilmálmverk-smiðju í tveimur áföngum sem ætti á endanum að framleiða um 66.000 tonn af afurðum. Fyrri áfanginn myndi hljóða upp á 33.000 tonna

framleiðslu á ári, með 52 megavatta orkuþörf, en fullbyggð myndi verk-smiðjan nota 104 megavött. For-svarsmenn Thorsil ehf. eru einnig áhugasamir um að reisa kísilmálm-verksmiðju á svæðinu og sam-kvæmt áætlunum þeirra mun sú verksmiðja framleiða 52.000 tonn af afurðum og nota um 80 megavött af orku. Á síðustu vikum og mán-uðum höfum við einnig verið í við-ræðum við franska fyrirtækið Saint Gobain sem vill reisa hér verksmiðju sem herði málma,“ segir Bergur Elí-as, aðspurður um stöðu mála.

Saint Gobain var stofnað árið 1665 og heildarvelta fyrirtækisins nam sjö þúsund milljörðum króna á síðasta ári. Fyrirtækið er með um-svif í yfir 60 löndum og með 190.000 starfsmenn.

Aðspurður um hvernig undirbún-ingi sé háttað varðandi hugsanlegar framkvæmdir á Bakka segir Bergur að unnið sé á þremur vígstöðvum. „Í fyrsta lagi þurfa fyrirhugaðar fram-kvæmdir að fara í hönnunar- og um-hverfismat. Í öðru lagi þarf að horfa til skipulagsmála og fara í athugun á því hvort svæðið gæti geymt forn-leifar. Að lokum er nauðsynlegt að fara í viðræður við hið opinbera um nauðsynlega innviði í sveitarfé-laginu, s.s. vegtengingar við svæðið. Satt að segja erum við orðin nokkuð slípuð í þessum málum. Það sést best á þeirri staðreynd að ef Saint Gobain ákveður að fara í umhverfismat þá verður það áttunda umhverfismatið

sem við hér í Norðurþingi höfum far-ið í frá árinu 2006,“ segir Bergur.

Hóflega bjartsýn„Stefnt er að því að umhverfismat fyrir framkvæmdir PCC liggi fyrir í desember og þremur mánuðum síð-ar fyrir Thorsil ehf. Hins vegar vitum við aldrei við hverju má búast enda með frekar dapra reynslu í þessum málum hvað varðar tímasetningar og annað. En það er mín von að við sjáum brátt árangur eftir erfiða og kostnaðarsama baráttu.“

Ljóst er að mikið er í húfi fyrir íbúa Norðurþings enda hefur sam-félagið átt undir högg að sækja svo áratugum skiptir. Íbúum sveitar-félagsins hefur fækkað umtalsvert og krafan um fjölgun atvinnutæki-færa verið hávær. Framkvæmdir við byggingar PCC og Thorsil myndu samkvæmt áætlunum skapa sam-anlagt um 500 störf og Saint Gobain um 200 störf. Fyrirtækin þrjú gætu á endanum myndað iðnaðarsvæði á Bakka þar sem boðið væri upp á 350 bein störf og fjölmörg afleidd.

„Við leyfum okkur að vera hóf-lega bjartsýn. Blessunarlega hefur verið mikil samstaða í Þingeyjar-sýslum um að nýta þá orku sem hér er að finna til að efla samfélagið. Ef þessar áætlanir ganga eftir verður það gríðarlega jákvætt fyrir okkar samfélag og sú mikla vinna sem í þetta hefur farið loksins skilað sér. Ef ekki þá standa menn frammi fyrir nýjum áskorunum.“

Þrjú stórfyrirtæki skoða bakka á Húsavík

Erlend iðnfyrirtæki vilja skapa 350 bein störf í Norðurþingi:

Haraldur Guðmundsson skrifar:[email protected]

»Fyrirtækin PCC, thorsil ehf. og saint Gobain eru áhugasöm um að reisa verksmiðjur á Bakka við húsavík.

»Bergur elías ágústsson.

Page 5: Iðnaðarblaðið 4. tbl 2012

B

B

D E

D E

11

22

33

44

55

6

7

8

6

7

8

A

A

C

C

Árangur í verki

Mannvit er eitt öflugasta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni.

Um 400 sérfræðingar okkar vinna náið með iðnfyrirtækjum, sveitarfélögum, fjárfestum, verktökum, sjávarútvegs-, nýsköpunar- og orkufyrirtækjum.

Við vitum að árangur í verki er aldrei tilviljun heldur niðurstaða af framúrskarandi samstarfi, fagþekkingu og reynslu.

Grensásvegi 1 I 108 Reykjavík

s: 422 3000 I www.mannvit.is

Erlend iðnfyrirtæki vilja skapa 350 bein störf í Norðurþingi:

Page 6: Iðnaðarblaðið 4. tbl 2012

6 September 2012

Faxaflóahafnir eiga allt land á hafnar- og iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Landið tilheyrði áður jörðunum Klafastöðum og Katanesi á Hvalfjarðarströnd. Gísli Gísla-son hafnarstjóri Faxaflóahafna segir mörg smærri fyrirtæki í þjónustu og framleiðslu hafa verið að hasla sér völl þar á síðustu árum í nágrenni við stóriðjur Norðuráls og Elkem. „Þarna eru Lífland, Hamar, Héðinn, Stálsmiðjan, GT-Tækni, Meitill og Klafi auk ýmissa þjónustufyrirtækja sem sinna dag-legum verkefnum á svæðinu. Í þeim hópi eru Securitas og Landsnet ásamt fyrir-tækjum í tölvuþjónustu, verkfræðiþjón-ustu og fleiru. Þá eru fyrirtækin Kraftur og GMR að byggja upp fyrir framtíðarrekstur í endurvinnslu. Faxaflóahafnir eru auðvitað líka með talsverða starfsemi í tengslum við skipakomur ásamt þróun og uppbyggingu lands á Grundartanga. Eimskip og Samskip eru með reglubundnar ferðir auk leiguskipa sem koma frá Nesskipum og fleiri skipafé-lögum. Daglega eru um eitt þúsund manns að vinna á Grundartanga, flestir hjá stór-iðjufyrirtækjunum,“ segir Gísli og bætir við að í hverjum mánuði séu heimsóknir og fyr-irspurnir til Faxaflóahafna vegna landkosta þar fyrir framleiðslufyrirtæki, gagnaver eða ýmis konar þjónustu.

Gísli segir þrjú til fjögur verkefni til at-hugunar núna á Grundartanga en ekki sé neitt ákveðið með þau ennþá. Þá sé Lands-net með stórt verkefni til að styrkja raforku-kerfið niður á Grundartanga og Lífland sé enn að auka við sig þar. „Við erum með fjór-ar lóðir tilbúnar til afhendingar og getum á stuttum tíma bætt fimm til tíu bygging-arhæfum lóðum við. Kosturinn við skipu-lag og aðstæður á Grundartanga er að auð-velt er að gera lóðir byggingarhæfar í þeim

áföngum sem þarf á skömmum tíma.“Um framtíðaráform á Grund-

artanga segir Gísli að

ætlunin sé að laða að hóflega stór fyrirtæki í framleiðslu eða flutningum. „Við gerum m.a. ráð fyrir svæði undir slipp á Grundar-tanga. Auknar gæðakröfur og ný tækni gera það að verkum að þar yrði hægt að taka upp stærri skip en áður hefur verið hægt hér. Hingað til hefur verið miðað við togara og

skip í þeim stærðarflokki. Við leggjum mikla áherslu á um-

hverfið og að öll starf-semi á Grundar-

tanga sé í

sátt við það. Hún á líka að notast við um-hverfisvæna og græna orku.“

Frekari hafnarframkvæmdir eru á döf-inni á Grundartanga. „Við lengjum Tanga-bakka á næsta ári en hann er nú 400 metra langur. Hann fer í 520 metra á næstu tveim-ur árum. Þá eru viðlegukantar á Grundar-tanga komnir í alls 690 metra og auðvelt að lengja meira samkvæmt núverandi skipu-lagi.“ Gísli segir þessa viðbót tryggja rými fyrir skipakomur næstu árin. „Við erum líka að vinna að vatnsöflun á svæðinu en þar hefur verið vatnsskortur. Svo stendur

yfir lagfæring gatna og opinna svæða. Ég má heldur ekki gleyma að segja

frá endurheimt Kat-

anestjarnarinnar, sem er nánast þornuð upp og hefur að geyma merkilega sögu um Katanesdýrið. Það verkefni er líka liður í að vega á móti losun kolefnis. Við höfum einn-ig áhuga á því verkefni að endurnýta orku sem beisla má í útblæstri stóriðjufyrirtækj-anna, einkum Elkem. Þar eru tækifæri sem nota má t.d. í hitaveitu eða raforku,“ segir Gísli.

Grundartangi er í ljósi alls þessa fram-tíðar atvinnusvæði fyrir framleiðslu, þjón-ustu og hafnsækna starfsemi. Það er mik-ilvægt atvinnusvæði fyrir næsta nágrenni og reyndar höfuðborgarsvæðið allt. Þótt þjónusta við starfsfólk sé ekki mikil á svæð-inu er stutt í hana bæði á höfuðborgarsvæð-inu eða á Akranesi en þangað eru aðeins tíu

kílómetrar.

Gísli Gíslason hafnarstjóri segir Grundartanga vera mikilvægt atvinnusvæði:

Þar starfa þúsund mannsHaraldur Bjarnason skrifar:[email protected]

»Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir mörg smærri fyrirtæki í þjónustu og framleiðslu hafa verið að hasla sér völl þar á síðustu árum í nágrenni við stóriður norðuráls og elkem.

»Gísli Gíslason hafnarstjóri segir tangabakka verða lengdan á næsta ári og þar næsta og hann verði 520 metrar að lokum.

Page 7: Iðnaðarblaðið 4. tbl 2012

Persónuleg og traust þjónusta um allan heim.Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

www.samskip.isSaman náum við árangri

Gísli Gíslason hafnarstjóri segir Grundartanga vera mikilvægt atvinnusvæði:

Page 8: Iðnaðarblaðið 4. tbl 2012

Vélsmiðjan Hamar hefur hafið starf-semi í nýju og vel búnu verkstæðis-húsi á iðnaðarsvæðinu á Grundar-tanga. Bygging hússins hófst fyrir ári síðan en það er 1.300 fermetra

vélaverkstæði og innan þess er 400 fermetra þjónustubygg-ing. Hamar er með aðalstöðv-ar í Kópavogi en auk Grundar-tanga er starf-semi á Akur-eyri, Eskifirði og

Þórshöfn á Langanesi. Þá er Ham-ar með 1.300 fermetra verkstæði í Sandgerði, sem er tilbúið að taka við auknum verkefnum þegar álverið í Helguvík tekur til starfa. Aðbúnaður starfsmanna í nýja húsinu á Grund-artanga er mjög góður en þar er m.a. heitur pottur og gufubað.

Hamar hefur verið með starf-semi á Grundartanga síðan árið 2010 sem hýst var fyrst í 15 mis-stórum gámum. Kári Pálsson fram-kvæmdastjóri Hamars segir því nýja húsið vera algjöra byltingu frá því sem áður var. „Við vorum að vinna þarna úti í öllum veðrum, ef ver-ið var að fást við stóra hluti en við héldum samt markmiðinu okkar og

vorum með gufubað í gámabyggð-inni og skemmtum okkur ágæt-lega þar. Í nýja húsinu erum við að búa til verkstæði þar sem aðstaða

manna og öryggismál fara saman. Ég vil líka taka fram að starfsmenn Hamars komu að hönnun hússins og margir hlutir, sem hönnuðum

yfirsást, komu þá upp á yfirborðið. Nýja byggingin er með mjög full-komið loftræstikerfi. Þar eru öflug-ir kranar og annar hjálparbúnaður,

enda er húsið hannað af véltækni-mönnum fyrir véltæknimenn,“ seg-ir Kári.

Spennandi framtíð á GrundartangaVerkefni Hamars á Grundartanga eru fyrst og fremst tengd stóriðju og stærri verksmiðjum en einnig er þar unnið við skipaþjónustu. „Við erum með hörkutól í vinnu á flestum svið-um.“ Kári segir að starfsmenn verk-stæðisins á Grundartanga komi af Vesturlandi og höfuðborgarsvæð-inu en fyrirtækið sér um að aka þeim til og frá vinnu. Þeir fá líka mat á staðnum. „Í nýja verkstæðishúsinu er fyrsta flokks eldhús sem hefur enn ekki verið tekið í notkun en við erum að skoða rekstrarform þess til framtíðar. Þarna eru 25 starfsmenn í dag en oft er viðbótarmannskapur og stundum eru þarna 50-80 menn við störf.“ Kári segir uppbygginguna á Grundartanga hafa verið mikla á undanförnum árum og þar sé mik-il samkeppni. „Framtíðin er mjög spennandi á þessu svæði.“

Iðnnám ekki verið í tískuAð undanförnu hefur Hamar verið að auglýsa eftir starfsmönnum og Kári segir að fagmenn skorti í dag. „Við erum með fimm starfstöðvar á landinu og höfum stöðugt verið að auglýsa eftir starfsmönnum síðustu árin. Vandamálið sem við stöndum

8 September 2012

HrV virkur þátttakandi frá fyrsta degiUppbygging og saga HrV verkfræðistofu er samofin uppbyggingu álvers Norðuráls á Grundartanga:

HRV verkfræðistofa, sem er í sameiginlegri eigu verkfræðistofanna Mannvits og Verk-ís, var stofnuð árið 1996 en megintilgang-ur stofnunar fyrirtækisins var í upphafi að vinna að undirbúningi og framkvæmd við byggingu álversins við Grundartanga. HRV er sérhæft þekkingarfyrirtæki á sviði stóriðju og býr yfir mikilli reynslu í þjónustu við álver og hefur fyrirtækið komið að starfsemi allra álvera á Íslandi, ýmist sem hönnuðir, ráð-gjafar eða framkvæmdaaðilar stórra áfanga í byggingum og endurbótum álveranna. Iðn-aðarblaðið ræddi við Hafstein Þór Pétursson, viðskiptastjóra HRV hjá Norðuráli á Grundar-tanga, og fékk hann til að segja frá starfsemi HRV á svæðinu.

„Álver Norðuráls við Grundartanga var hann-að og byggt á mettíma en fyrsta skóflustunga álversins var tekin 29. mars 1997 og í júní 1998 var fyrsta kerið gangsett. Bygging álversins tók því aðeins 14 mánuði en slík-ur byggingahraði hafði ekki áður þekkst í þessum geira. Allt frá fyrsta degi

hefur HRV verið virkur þátttakandi í starf-semi álversins við Grundartanga og hefur komið að öllum áföngum álversins með einum eða öðrum hætti. Því má segja að uppvaxt-arár og þroski HRV séu samofin uppbyggingu atvinnustarfsemi á Grundartanga. Helstu verkefni HRV á byggingartíma álversins fól-ust í hönnun, ráðgjöf og umsjón vegna kaupa á búnaði sem og framkvæmdaeftirliti, en frá árinu 2007, eða í rúm 5 ár hefur HRV starf-rækt verkefnaskrifstofu í álverinu sjálfu og er þjónusta við álver Norðuráls mikilvægur þátt-ur í heildarstarfsemi okkar,“ segir Hafsteinn.

Að sögn Hafsteins eru að jafnaði fimm starfsmenn frá HRV á Grundartanga. „Þessi hópur stækkar og minnkar eftir umfangi verkefna hverju sinni. HRV hefur fyrst og fremst verið að aðstoða Norðurál við fjárfest-ingaverkefni, þ.e. við undirbúning, kostnað-argreiningu, gerð fjárfestingabeiðna og svo í framhaldi af því við umsjón, hönnun og fram-kvæmdareftirlit á verkefnunum. Einnig höf-um við aðstoðað Norðurál við úrlausn verk-

efna sem tengjast rekstri álversins frá degi til dags og höfum tekið þátt í sex byggingarverk-efnum, innkaupum og uppsetningu á ýmsum tækjum og búnaði, s.s. afsogsbúnaði, krana-hurð, loftgæðaeftirlitsbúnaði og innkaupum á sérhæfðum búnaði og farartækjum.“

HRV og Norðurál hafa einnig sameinast um að þróa lausnir sem gagnast álverinu og er nú fyrsti búnaðurinn í þeirri samvinnu að verða að veruleika en nú í haust mun HRV skila af

sér svokallaðri kerréttingarvél. „Þróunarverk-efni af þessu tagi eru mikilvæg fyrir HRV því ef vel tekst til þá er hér komin afurð sem hægt er að bjóða álverum bæði hér á landi sem og erlendis til kaupa.“ Það er mat Hafsteins að helsti styrkur fyrirtækisins liggi í því góða og sérhæfða starfsfólki sem það hefur aðgang að hjá móðurfélögunum, Mannviti og Verkís. „Með svo breiða sérþekkingu að baki er okkur kleift að leysa öll verkefni í þessum geira“

»núverandi hópur starfsmanna hrV í álveri norðuráls á Grundartanga.

KynninG

»hafstein Þór Pétursson.

»Kári Pálsson.

Framtíðin er spennandiVélsmiðjan Hamar hefur reist vel búna vélsmiðju á Grundartanga:

Haraldur Bjarnason skrifar:[email protected]

»Vélsmiðjuhús hamars á Grundartanga.

Page 9: Iðnaðarblaðið 4. tbl 2012

September 2012 9

frammi fyrir er að það hefur ein-faldlega ekki verið í tísku hjá ungu fólki að fara í iðnnám. Það eru nán-ast engar stýringar í menntakerfinu sem miðast við þarfir atvinnulífsins og nánast engir stálsmiðir hafa út-skrifast í Reykjavík síðustu áratug-ina. Skólarnir hafa ekki einu sinni tæki eða tól til að kenna þá námskrá sem þeim er ætlað að kenna eftir. Ég man ekki eftir öðru en að fyrir allar kosningar hafi sama tuggan hljóm-að frá frambjóðendum til Alþingis

um að byggja þurfi upp starfsnám. Þetta á við um alla stjórnmála-flokka. En um leið og frambjóðend-urnir eru komnir á þing þá þarf helst að skera þessa skóla enn meira nið-ur. Stundum held ég að fólk geri sér ekki grein fyrir því hve fjölbreytt og skemmtileg störf er hægt að vinna við með þessa menntun. Síðasti nemi sem útskifaðist úr stálsmíði í Reykjavík þurfti að fara til Ísafjarð-ar til að taka sveinspróf. Ekki er það vegna launana sem ungt fólk fer

ekki í þetta nám því launin í þessum geira eru mjög góð.“

Langstærsta þjónustunetiðKári segir styrkleika Hamars fel-ast í því að fyrirtækið sé með lang-stærsta þjónustunetið á Íslandi í véltækniiðnaði. „Viðskiptavinir okk-ar geta vænst þess að fá sambæri-lega þjónustu á öllum verkstæðum okkar. Sérhæfðir starfsmenn fara mikið milli verkstæða til að stjórna verkefnum í samstarfi við viðskipta-

vini okkar og þannig getum við tek-ist á við mun flóknari verkefni en annars hefði verið. Eins erum við að starfa eftir ströngum gæðakerf-um ISO 9001 á öllum verkstæð-unum okkar og nú þegar hafa tvö af verkstæðunum fengið fulla út-tekt. Við erum með eina tæknideild sem þjónar öllum verkstæðunum. Sama á við um renniverkstæði, þar sem við erum með hátæknimálm-vinnsluvélar, sem ekkert eitt verk-stæði gæti haldið úti.“

Þegar Kári er inntur eftir því hvort fyrirtækið hyggi á frekari landvinn-inga segir hann að fyrirtækið hafi á undanförnum árum unnið um víða veröld. „Það er vinsælt hjá starfs-mönnum okkar að fara utan í lengri eða styttri ferðir og við höfum með-al annars unnið í Angóla, Vestur-Sa-hara, Marokkó, á Kanaríeyjum, í Nor-egi, Danmörku og Póllandi,“ segir Kári Pálsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðj-unnar Hamars, en ríflega hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu í dag.

»„Í nýja verkstæðishúsinu er fyrsta flokks eldhús sem hefur enn ekki verið tekið í notkun en við erum að skoða rekstrarform þess til framtíðar. Þarna eru 25 starfsmenn í dag en oft er viðbótarmannskapur og stundum eru þarna 50-80 menn við störf.“

Page 10: Iðnaðarblaðið 4. tbl 2012

Skaginn og Kælismiðjan Frost voru stærstu aðilarnir í vinnslu- og frysti-búnaði nýrrar fullkominnar verk-smiðju í Færeyjum. „Verkið var unn-ið á fimm mánuðum og það er eins og við segjum sjálfir, heimsmet. Þegar mest var voru um sjötíu Íslendingar frá fyrirtækjunum að vinna við upp-setninguna,“ segir Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans.

„Verkinu var skilað á réttum tíma eins og lagt var upp með. Við erum með sjálft frystikerfið, sem er hann-að fyrir þúsund tonna afköst en í dag er það keyrt á 600 tonnum. Til að ná því upp í þúsund tonn þurfa þeir að bæta við fjórum frystipressum. Allt annað er gert fyrir þúsund tonn svo það er ekki mikið mál að auka af-köstin og ánægjulegt að þeir skuli þegar vera byrjaðir að huga að því,“ segir Gunnar Larsen, framkvæmda-stjóri Kælismiðjunnar Frosts.

„Verksmiðjan er komin í full af-köst, 600 tonn á sólarhring og keyr-ir á fullu. Þeir eru að frysta um 600 tonn af makríl á sólarhring, sem var markmiðið í þessum áfanga. Það er svo gert ráð fyrir að fjölga frystum. Þeir eru með 10 frysta frá okkur núna og fara upp í 16 og þá verða af-köstin þúsund tonn,“ segir Ingólfur Árnason.

Úr skipi á vinnslulínu„Verksmiðjan tekur við fiskinum

sem er dælt er beint úr skipinu inn á vinnslulínurnar. Þeir hafa verið að nýta þessa nýju veiðitækni þar sem móðurskip sýgur aflann upp úr trollinu jafnóðum og hann kem-

ur í það líkt og Síldarvinnslan er að gera. Hjá þeim toga tvö skip og eitt skip er á sugunni. Móðurskipin, sem koma með aflann í landi, eru Finnur Fríði og Þrándur í Götu. Þau eru að

koma með ansi mikið í land hverju sinni, upp í 1.700 í einu, sem er kannski óþægilega mikið fyrir nýja verksmiðju, en allt hefur þetta samt gengið mjög vel. Það tekur tvo og

hálfan til þrjá sólarhringa að vinna úr skipinu, sem liggur við bryggjuna þar til allt er komið í land. Hráefnið er ekki geymt í landi í tönkum enda gengur það ekki að meðhöndla fisk-inn of mikið. Fiskurinn fer beint inn í flokkun og megnið af þessu hefur verið unnið heilt, 300 til 500 gramma makríll og 400 til 600. Það sem er undir 300 grömmum er hausskorið. Það kemur alltaf ein-hver síld með líka og hún er flökuð. Sex vigtarrásir eru í húsinu, fjórar hafa verið notaðar í heilan makríl og ein í hausskorinn makríl og ein í síldina.“

Með risavaxið krapakerfi„Í þessu verkefni sem er aðeins öðru-vísi en í flestum verkefnum hérna heima, höfum við haft geymslupláss í vinnslurásinni til að kæla fiskinn, risavaxið krapakerfi. Þannig náum við að kæla fiskinn niður um svona eina gráðu frá því hann kemur inn og þar til hann fer í frystinguna. Annars væri fiskurinn kannski að hitna um eina til tvær gráður í ferl-inu fyrir frystingu. Þarna getur því verið munur upp á þrjár gráður og um það munar miklu í frystingunni. Þeir eru með sex pökkunarlínur og af þeim fer fiskurinn pakkaður yfir á plötufrystana og við erum mjög ánægðir að sjá hvað kælingin eykur frystihraðann og gæðin. Við erum að frysta á undir fjórum tímum, sem er alveg frábært í eins feitum fiski og makríllinn er,“ segir Ingólfur.

10 September 2012

markmiðið 600 tonn í þessum áfangaingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans er ánægður með gang mála í nýrri verksmiðju í Færeyjum:

Hjörtur Gíslason skrifar:[email protected]

Verðum að stórefla tæknimenntunHaukur óskarsson, framkvæmdastjóri hjá mannvit, kallar á breytingar í menntunarmálum:

Mannvit er stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni. Starf-semi fyrirtækisins er skipt í þrjú megin-svið; orku, iðnað og mannvirki. Haukur Óskarsson er framkvæmdastjóri iðnað-ar. „Margir af verk- og tæknifræðingum

Mannvits eru sprottn-ir úr iðnmenntun áður en þeir héldu áfram námi í háskóla. Sjálfur er ég vélvirki, vélstjóri og véltæknifræðingur og iðnmenntunin hefur reynst mér gott vegar-nesti. Þegar ég byrjaði á skipaverkfræðistofu var ómetanlegt að hafa starfað við skipavið-

gerðir og verið á sjó, m.a. varðandi hönnun á vélarrúmum og við eftirfylgni verka. Við hjá Mannviti eigum mjög gott samstarf við iðnaðarmenn sem vinna verkin og hug-myndirnar flæða í báðar áttir.“

Suðupottur hugmyndaMannvit tekur þátt í klasasamstarfi, bæði innan jarðvarma og sjávarútvegs. „Klasa-hugmyndin gengur út á að með því að leiða saman fólk með mismunandi þekkingar-grunn, myndist suðupottur hugmynda sem úr komi hagnýt verkefni. Það eru iðn-fyrirtæki í klasanum og þau sjá sér hag í því að vera þarna á sömu forsendum og við. Þetta gefur þeim aukið tengslanet og aukin tækifæri. Tökum t.d. framleiðend-ur á ýmsum búnaði fyrir sjávarútveg sem dæmi. Með því að þessir framleiðendur slái sér saman um tiltekið verkefni eykst virð-isaukinn úr því til muna. Verðmæti heild-arlausna er mun meira en í sölu á tækjum hverju fyrir sig.“

Útflutningur á þekkingu„Enn er biðstaða hér heima varðandi stór verkefni á sviði orku og orkufreks iðnaðar, t.d. álver í Helguvík, sem mun hafa gríðar-lega þýðingu fyrir þjóðfélagið þegar það fer af stað. Þess vegna höfum við leitað enn frekar út fyrir landsteinana í seinni tíð. Sú þekking sem við seljum þar er mest orkutengd, þekking tengd jarðvarma til Evrópu og Afríku og svo vatnsaflsverkefni í Noregi. Við höfum líka flutt út mjög sér-hæfða verkfræðiþekkingu varðandi amm-óníakgeyma, t.d. til Svíþjóðar og Ástralíu,

en nýjasta verkefnið þessu tengt er í Pól-landi. Svo er hlutdeildarfélag okkar, HRV, búið að stofna fyrirtækin HRV Engineer-ing í kringum áliðnaðinn í Noregi og einnig fyrirtækið HRV Oil and Gas sem ég starfa með. Við sjáum ekkert annað en spenn-andi tækifæri framundan á þessum vett-vangi.“

Menntakerfinu verður að breyta„Okkar stærsta áskorun á næstu árum er að fá hæft fólk til starfa. Það er skortur á tæknimenntuðu fólki, hvort sem er á

framhaldsskólastiginu: iðnaðarmenn eða á háskólastiginu: verk- og tæknifræðing-ar. Það er skammsýni að byggja ekki hrað-ar undir tæknimenntun miðað við það sem er í spilunum hér á Íslandi. Við verð-um að hækka hlutfall tæknimenntunar á háskólastigi. Til dæmis er mun hærra hlutfall finnskra háskólanema í verkfræði heldur en hér á landi. Í kreppunni juku Finnar við verk- og tæknifræðinám. Það höfum við ekki gert, þvert á móti höfum við skorið þetta nám niður. Þessu verður að breyta.“

»„Okkar stærsta áskorun á næstu árum er að fá hæft fólk til starfa,“ segir haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri hjá mannvit.

»Verksmiðjan í Færeyjum var sett upp á mettíma og náði strax tilætluðum afköstum.

»haukur Óskarsson.

Page 11: Iðnaðarblaðið 4. tbl 2012

September 2012 11

Page 12: Iðnaðarblaðið 4. tbl 2012

12 September 2012

Við viljum Vilko!Vilko - einfalt, fljótlegt og þægilegt í yfir 50 ár:

Landsmenn muna líklega margir eftir þessu slagorði sem íslensk börn hrópuðu hvert í kapp við annað hér á árum áður. Þá voru það einkum Vilko súpur og grautar sem kallað var eftir en Vilko hefur einnig þróað nýjar vöru-línur í takt við breyttan smekk þjóðarinnar. Súpur og grautar eru þó framleidd sem aldrei fyrr en einnig ýmiss konar bökunarvörur s.s. vöfflu-, pönnuköku- og marengsdeig, sem og ljúffeng súkkulaðidýfa og brauðraspur. Að auki framleiðir fyrirtækið um 80 tegund-ir af kryddi undir vörumerkinu PRIMA.

„Fyrirtækið okkar er komið vel á legg en það var í raun stofnað sem efnagerð árið 1949 en eiginleg starfsemi hófst ekki undir merkj-um Vilko fyrr en 20 árum síðar,“ segir Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko, sem hef-ur höfuðstöðvar sínar á Blönduósi. Árið 1969 hóf stofnandi Vilko, Jón Ingimars-son, að blanda sjálfur súpu-duft í pakka í samkeppni við erlendar pakkasúpur og framleiðslan fór fram í Auðbrekku í Kópavogi. Fyrirtækið skipti um eigendur árið 1971 þegar Hallgrím-ur Marinósson og Þórður Halldórs-son keyptu Vilko af Jóni. Starfsstöð þess var þá flutt úr Kópavogi til Reykja-víkur. Nýr eigandi, Árni Bergur Eiríksson, tók svo við fyrirtækinu 1975, átti það og rak í 10 ár. Fyrirtækinu óx þá fiskur um hrygg og stóð um tíma í út-flutningi á súpum og grautum til Færeyja og Danmerkur þar sem vörurnar voru seldar í verslunum Irma.

Enn urðu kaflaskipti hjá Vilko árið 1985 þegar Kaupfélag Húnvetninga keypti fyr-irtækið og flutti verksmiðjuna norður á Blönduós. Vilko var gert að einkahlutafélagi

um aldamótin og bættust þá fleiri í eigendahópinn, s.s. Auðhumla,

Byggðastofnun, Húnavatnshrepp-ur og O. Johnson & Kaaber, sem um

árabil hefur séð um sölu og dreifingu á Vilko-vörunum. Einnig eiga nokkrir

starfsmenn og einstaklingar lítinn hlut í fyrirtækinu.

„Árið 2008 festi Vilko kaup á PRIMA krydd-línunni frá fyrirtækinu Tindafelli í Kópa-vogi. Starfsemin var flutt norður og aukinn kraftur settur í framleiðsluna. Nú framleið-

um við 80 tegundir af PRIMA kryddi, bæði í neytendaumbúðum og stórnotendapakkn-ingum. Markmið okkar er að halda áfram að framleiða gæðavöru sem er fljótleg, þægileg og einföld til hagsbóta fyrir íslenska neyt-endur og bæta við þá flóru jafnt og þétt. Við erum líka alltaf að spá í einhverjar nýjungar, hvort sem er í bökunarvörum eða í kryddhill-una. Við getum einnig sérpakkað þurrvöru í duftformi fyrir viðskiptavini okkar og tök-um fagnandi öllum slíkum verkefnum,“ segir Kári að lokum.

KynninG

»Vilko hefur þróað nýjar vörulínur í takt við breyttan smekk þjóðarinnar.

Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur ákveðið að ganga að tilboði danska tækjaframleiðandans APV um smíði á nýrri ostaframleiðslulínu og öðrum nauðsynlegum tækjum fyrir mjólkurbúið á Akureyri. Áður hafði verið gengið frá kaupum á tækjum til forvinnslu mjólkur fyrir osta-framleiðsluna. Einar Sigurðsson forstjóri Mjólkursamsölunnar segir að endurnýjun ostaframleiðslunn-

ar fyrir norðan sé stærsta einstaka fjárfestingin í endurnýjunaráætl-un fyrirtækisins og sennilega ein af stærstu fjárfestingum MS til þessa.

„Í heild kosta tækin, forvinnsla, ostatankar, pressubúnaður og gerj-unarfilmubúnaður í þessari end-urnýjun ostaframleiðslu um 660 milljónir króna. Við stefnum að nýja framleiðslulínan verði tekin í gagnið fyrir mitt næsta ár. Frá 2008 verða

heildarfjárfestingar MS í endurnýj-un mjólkurbúsins á Akureyri nokk-uð á annan milljarð króna.“

Einar segir að endurnýjun osta-framleiðslunnar marki kaflaskil. „Við fáum fullkomnustu tæki sem völ er á til ostavinnslunnar á Akur-eyri, ostaframleiðslan verður mjög öflug og getur þjónað innanlands-markaði og jafnframt tekist á við út-flutning.“

Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara (LABAK) og Hjartavernd hafa í septembermánuði staðið að sölu á Hjartabrauðinu í bakaríum sambandsins. Brauðið er alfarið bakað úr möluðu heilkorni og inniheld-ur mikið af trefjum en lítið salt og sykur. Sextíu krónur af hverju seldu brauði renna til Hjartaverndar og áætlað er að söfnunarfénu verði var-ið til kaupa á nýju ómtæki.

Í tilkynningu frá Landssambandi bakarameistara og Hjartavernd segir að átakinu sé einnig ætlað að stuðla að heilsusamlegri brauð-neyslu þjóðarinnar og vekja athygli á hollustu heilkornabrauða. Þar segir að það sé við hæfi að hefja sölu á brauðinu í septembermánuði, en alþjóðlegi hjartadagurinn er 29. september.

„Í heilkorni eru allir hlutar kornsins malaðir saman og þess vegna er það ríkt af mörgum mikilvægum næringar- og hollustuefnum. Í hýðis-lögum eru trefjar og vítamín, steinefni og snefilefni og í kíminu holl-ar olíur og vítamín. Brauðvörur úr heilkorni búa því yfir margvíslegum eiginleikum sem eru góðir fyrir heilsuna. Heilkornavörur eru mettandi og örva meltinguna,“ segir í tilkynningunni.

Heilkorna Hjartabrauð

milljarður í Samlagiðms byggir upp ostaframleiðslu á Akureyri:

Page 13: Iðnaðarblaðið 4. tbl 2012

Jónína Hrólfsdóttir framleiðslustjóri

40.000 öskjur utan um verðmætar afurðir

fyrir markaði erlendis.

UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA

Prentun frá A til ÖOddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar.

Page 14: Iðnaðarblaðið 4. tbl 2012

Hér er verk að vinnasamtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði skoða vernd vöruheita með uppruna eða staðarvísun:

„Þegar ég var lítill drengur var geng-ið í kringum jólatréð og sungið Gekk ég yfir sjó og land. Nú er verið að ganga yfir sjó og land, ganga yfir landbúnaðinn og sjávarútveginn og Íslendingar vita ekki lengur að þetta eru dýrmætustu auðlindir þeirra og matarkistur heimsins. Við eigum frá-bært land og bestu og heilnæmustu matvæli í heimi. Þess vegna hef ég áhyggjur af því, þegar þegar menn leika sér að því með útlendingum að breyta um nafnið á Íslandi. Hver leyf-ir sér það. Nafnið Ísland vísar á hrein-leika jöklanna. Við fáum 100.000 ferðamenn á hverju ári til viðbótar, áhuginn fyrir landinu er gríðarleg-ur, svo fer einhver opinber stofnun að velta því fyrir sér hvort ekki eigi að skíra landið upp á nýtt og spyrja ferðamenn út í það,“ segir Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Sam-taka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, í samtali við Iðnaðarblaðið.

Ýmislegt er á döfinni þessa dag-ana. Verið að leyfa innflutning á lambakjöti, verið að ræða vernd vöru-heita eins og skyr og fleira. Þess vegna leitaði Iðnaðarblaðið til Guðna, sem þekkir íslenskan landbúnað líklega betur en nokkur önnur manneskja. Hann er ekki sáttur við núverandi ráðherra landbúnaðarmála.

Einhver mesta auðlind sem við eigum„Ríkisstjórnin og landbúnaðarráð-herrann leyfa sér að flytja inn og bjóða út 345 tonn af nýsjálensku lambakjöti,“ segir Guðni. „Íslenska lambakjötið er kannski einhver mesta auðlind sem við eigum og ein-hver viðurkenndasta vara í heimin-um, sem við getum gert miklu meira úr. Ákvæði um innflutning á lamba-kjöti er vissulega í GATT-samning-um en sex ráðherrar á undan stóð-ust prófið og buðu aldrei út. Engin þjóð erlendis gerði athugasemdir við það. En ég vona bara að þjóðin standi með sínum bændum og sínu lambi, því það er einstakt. Auðvitað er víða til gott kjöt í veröldinni, en við eigum þetta ómengaða land og frábæra kjöt af lömbum sem hvorki hafa étið gras sem er mengað af eiturefnum né hef-ur verið sprautað í lyf. Enda eru eng-ir sjúkdómar að ráði til á Íslandi. Þeir skipta hundruðum í Evrópu og á Nýja Sjálandi, sem við erum núna að fá

lambakjöt frá, eru til sjúkdómar sem ekki finnast hjá okkur. Við getum því með kæruleysi eyðilagt þessa auð-lind. Franskir ostar úr ógerilsneiddri mjólk geta leitt til þess að berklar ber-ist til landsins á ný. Við sigruðumst á þeim á sínum tíma og ein af auðlind-um okkar er þetta frábæri heilbrigð-iskerfi og fólk innan þess sem getur tekist á við svo margt.“

Engin vöruheiti vernduð hérSvo það er að mörgu að huga ekki satt?

„Það sem mér er efst í huga hvað bændur landsins og vörurnar frá þeim eru vinsælar og viðurkenndar í landinu. Við höfum því hér í Sam-tökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði skoðað vernd vöruheita með upp-runa eða staðarvísun. Samtökin fengu Einar Karl Haraldsson til að gera um þetta skýrslu og Samtök

iðnaðarins stóðu að því með mér. Ein-ar hefur unnið frábæra skýrslu um verndun vöruheita og hvaða mögu-leika við eigum og hvernig þetta er í öðrum löndum. Þetta er auðvitað mjög viðurkennt innan Evrópusam-bandsins. Þar eru 1.000 vöruheiti með uppruna eða staðarvísun, en ekkert hér. Við erum á núlli. Og þó eigum við þetta land og þetta skyr, þetta vatn og hitt og þetta sem væri ástæða til að væri verndað.

Skyrið viðurkenntSkyrið okkar er löngu orðið mjög viðurkennt. Mjólkursamsalan hef-ur samið við norskt mjólkurbú, sem framleiðir skyr undir okkar formerkj-um og hingað koma auðvitað tekjur heim fyrir það. Norðmenn týndu skyrinu niður. Þess er getið í fornbók-menntum og Njálu að skyrið okkar komum við með frá Noregi og varð-veittum hér. Við seljum svo íslenskt skyr til Finnlands og Hleðslu og svo er skyrið auðvitað í Whole Foods búðunum í Bandaríkjunum. Skyrið er mjög vinsælt og eftirsótt og er því í sjálfu sér auðlind. Þetta getur orðið mun dýrmætari auðlind. Steingrímur J. Sigfússon sendi þau skilaboð inn á morgunfund hjá okkur að hann er að skipa nefnd um vernd vöruheita, fara yfir hvort beri að setja löggjöf um þetta hér og standa kannski að þessu eins og margar aðrar Evrópuþjóðir. Þá fær hin viðurkennda vara betra hillupláss og hærra verð. Þú getur ímyndað þér lambakjötið í Evrópu núna. Það er sennilega bara sett inn-an um annað kjöt og selst ekki undir okkar merki. Ég held að matarkistan íslenska eigi gríðarlega möguleika, ef við virðum hvað við eigum í þess-ari miklu auðlind, sem matarkistan Ísland er og setjum vinnu í gang í kringum það. Maturinn er náttúrlega það sem skiptir mannfólkið mestu máli í lífinu fyrir utan svefninn.“

Við getum þá bæði nýtt þessa auðlind, sem útflutningsvöru og góðan kost fyrir útendinga og koma

hingað og njóta í einstöku umhverfi, er það ekki?

„Já, það getum við svo sannarlega. Hingað koma um 600.000 ferða-menn í ár og þeir spyrja ábyggilega áður en þeir koma, hvað þeir fái að borða og hvernig maturinn í þessu landi sé. Þeir fara heillaðir til baka. Íslenski fiskurinn gerði Íslendinga ríka á síðustu öld og bjó hér til þetta kraftmikla samfélag. Nú erum við búnir að selja frá okkur vörumerki eins og Iceland Seafood sem mér skilst að Kanadamenn séu búnir að eignast og fleiri stórveldi sem gerðu Íslendinga ríka og að þjóð á síðustu öld. Nú selur þriðja kynslóðin þetta burt frá landinu. Það er engin virðing að verða fyrir neinu þannig að hér er verk að vinna.“

Stjórnvöld eru kærulausHvernig er staðan þá nú og hvað er framundan?

„Við þurfum að vekja fólk til vit-undar um að kæruleysi í þessum málum gengur ekki. Stjórnvöld eru kærulaus. Embættismannakerfið því miður er mjög smitað af því að við eigum að gefa allt eftir. Franskir ost-ar úr ógerilsneiddri mjólk geta borið hingað berkla. Af hverju leyfum við þetta í landi hreinleikans? Ef þú færir til Nýja Sjálands þar sem landbúnað-urinn er auðlind þeirra. Þeir búa við fleiri sjúkdóma en við, en þeir búa við einstakan landbúnað á margan hátt. Þeir taka fastar á þeim sem smygla inn landbúnaðarvöru, hráu kjöti og einhverju slíku, en dópistum af því þetta er þeirra auðlind. Við þurfum að upplýsa miklu meira hérna í flug-vélum og til ferðamanna hvað Ísland er hreint. Við erum að fá hér í nátt-úruna hjá okkur innflutta sjúkdóma, plöntur sem ekki passa og bera með sér sjúkdóma og valda skaða. Það er auðvitað mikið verk að setja í gang hreinleikans baráttu og viðurkenna þessa auðlind, sem land og þjóð er á Íslandi. Ég er ekki viss um að þjóðin viti það að við erum fyrst og fremst

matavælaland. Við lifum fyrst og fremst á því að flytja út matvæli. Nú er reyndar álið komið til viðbótar og við fáum miklar gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum. Þetta er okkar stóra sýn fyrir utan hitt að við eigum auðvitað frábært fólk á mörg-um sviðum.

Það má svo í þessu samhengi taka dæmi um íslenska hestinn. Það var hörð barátta þegar ég var landbún-aðarráðherra að ná því fram að hann væri íslenskur, upprunalandið væri Ísland. Þjóðverjar börðust við okkur um það. Þeir töldu hann upprunn-inn hjá sér. Að vísu var það þannig að Gunnar vinur minn Bjarnason, sem var hugsjónamaður og gerði ís-lenska hestinn frægan, sagði Þjóð-verjum að þetta væri gamli ger-manski hesturinn að koma heim, þegar hann var að selja þeim hesta. Þegar Þjóðverjar sáu svo Höskuld á Hofstöðum í för Gunnars, frægasta hestamann sögunnar og landsfræg-an bruggara og snilling, héldu þeir að þetta væri gamli germannski bónd-inn. Svona verðum við að verja okkar reit. Það er auðvitað gaman að finna það að margar þjóðir eiga margt mjög gott og góð matvæli. Við eigum hér á mörgum sviðum mikla möguleika.

Besti dökki bjórinn í veröldinniBrugghúsið í Ölvisholti, sem er lítið brugghús í gömlu fjósi austur í Flóa, hefur hlotið stórbrotinn heiður fyr-ir Lava-bjórinn sinn. Lava er hraun ekki satt. Þessi bjór vekur mikla at-hygli sem besti dökki bjórinn í ver-öldinni. Það er mikil auglýsing og við-urkenning. Svo eigum við þetta land, þetta vatn og þetta loft, allan þenn-an hreinleika. Ég hygg að það geti verið mikill áhugi á þessum auðlind-um okkar, því það verður bara spurt um mat í framtíðinni. Auðlindirnar liggja í matvælum og hreinu vatni og hreinu loft. Ég held líka að við ættum að huga að nýrri áburðarverksmiðju sem gæti verið alþjóðleg. Þar höfum við stórbrotið tækifæri til að framleiða aftur áburð úr hreinu vatni og hreinu lofti eins og hér var gert áður og fá al-þjóðleg fyrirtæki með okkur í þetta. Þá er þetta mikill styrkur fyrir mat-vælahugsjón Íslendinga til framtíðar. Vel getur komið til áburðarskorts því mannkyninu fjölgar alltof ört.

Eigum að leita að sælkerunumÉg held að Íslendingar geti verið nokkuð stoltir af sínu matvælaborði þó við þurfum alltaf að flytja eitt-hvað inn. Það hefur þó breyst með blómlegri kornrækt á síðustu árum og þar eigum við mikla möguleika. Þó íslenski landbúnaðurinn sé ekki stór í sniðum, þykir Íslendingum vænt um hann, alveg eins í þéttbýli og sveit-inni. Þess vegna ofbýður mér þetta kæruleysi margra og hvað við höfum staðið vaktina illa, sérstaklega með tilliti til þess hve Norðmenn hafa náð langt á þessu sviði með afurðir úr landbúnaði og sjávarútvegi.

Við erum komin með íslenska skyrið inn í verslanir Whole Foods, íslenska osta, íslenska smjörið, sem meistarakokkarnir segja það besta í heimi, bleikjuna, laxinn og lambakjöt-ið og jafnvel súkkulaði vegna þess að í því er íslensk mjólk. Við mettum aldrei allan heiminn, en við eigum að leita að sælkerunum og leyfa þeim að njóta þessara afurða. Þá erum við að hafa meira út úr því og það aug-lýsir landið betur. Við eigum ekki að kynna matvöruna okkar sem verk-smiðjuvörur, heldur hágæða sérvöru af þeim ástæðum sem ég hef verið að rekja,“ segir Guðni Ágústsson.

Hjörtur Gíslason skrifar:[email protected] »hingað koma um 600.000

ferðamenn í ár og þeir spyrja ábyggilega áður en þeir koma, hvað þeir fái að borða og hvernig maturinn í þessu landi sé. Þeir fara heillaðir til baka.

14 September 2012

Ó Johnson & Kaaber ehfTunguhálsi 1, 110 Reykjavík

Sími 5354000www.ojk.is

Page 15: Iðnaðarblaðið 4. tbl 2012
Page 16: Iðnaðarblaðið 4. tbl 2012

Byggingariðnaður

Áliðnaður

Líftækni

Prentiðnaður

Matvælaiðnaður

Listiðnaður

Véltækni

Málmtækni

Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn!

Samtök iðnaðarins – www.si.is

Upplýsingatækni

2015 tækifæri