lausnahefti til kennara Þetta er málið – vinnubók 2 …...skólavefurinn | vanda málið |...

35
Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 1. GOÐAFRÆÐI Bifröst (úr Snorra-Eddu) Svaraðu spurningunum. 1. Að hvaða leyti er Bifröst ólík öðrum brúm? Hún liggur frá jörðu til himis og er meiri en aðrar brýr að list og kunnáttu. Þetta er sjálfur regnboginn. 2. Hvernig lítur Bifröst út? Hún er bogadregin með þremur litum. 3. Hvað merkir rauði liturinn í brúnni? Hann er brennandi eldur. 4. Hverjum er ekki fært að fara yfir Bifröst? Hrímþursum og bergrisum er það ekki fært. 5. Hvað gerist ef Múspellssynir ríða yfir brúna? Ef Múspellssynir ríða yfir brúna mun hún brotna. 6. Hver er að þínu áliti skýringin á fyrirbærinu regnbogi? Hver er skýring vísindanna? Samkvæmt vísindalegum rannsóknum myndast regnboginn þegar regndropar brjóta upp sólarljósið. Aflaðu þér upplýsinga um Heimdall, t.d. á Netinu, og greindu frá því hvernig hann tengist Bifröst. Sonur Óðins; stendur vörð í Himinbjörgum og ver brúna Bifröst fyrir bergrisum; hann þarf minni svefn en fugl, sér jafn vel að nóttu og degi; heyrir grasið gróa og ull á sauðum. Hann á hest sem heitir Gulltoppur og gjallarhorn sem er svo hvellt að það heyrist um alla heima þegar blásið er í það. Hann gekk yfir brúna. Hvers vegna er aðeins eitt n í brúna? Vísbending: Það skiptir máli í hvaða falli orðið stendur. Orðið brúna stendur í kvk.et.þf. með greini. Við segjum um hina stóru brú (eitt n). Þægilegt era ð leggja á minnið að ef hægt era ð segja mín/mína er eitt n í greininum en ef sagt er minn/minna eru tvö n í

Upload: others

Post on 09-Jul-2020

10 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2

1. GOÐAFRÆÐI

Bifröst (úr Snorra-Eddu)

Svaraðu spurningunum.

1. Að hvaða leyti er Bifröst ólík öðrum brúm? Hún liggur frá jörðu til himis og er meiri en aðrar brýr að list og kunnáttu. Þetta er sjálfur regnboginn.

2. Hvernig lítur Bifröst út? Hún er bogadregin með þremur litum.

3. Hvað merkir rauði liturinn í brúnni? Hann er brennandi eldur.

4. Hverjum er ekki fært að fara yfir Bifröst? Hrímþursum og bergrisum er það ekki fært.

5. Hvað gerist ef Múspellssynir ríða yfir brúna? Ef Múspellssynir ríða yfir brúna mun hún brotna.

6. Hver er að þínu áliti skýringin á fyrirbærinu regnbogi? Hver er skýring vísindanna? Samkvæmt vísindalegum rannsóknum myndast regnboginn þegar regndropar brjóta upp sólarljósið.

Aflaðu þér upplýsinga um Heimdall, t.d. á Netinu, og greindu frá því hvernig hann tengist Bifröst.

Sonur Óðins; stendur vörð í Himinbjörgum og ver brúna Bifröst fyrir bergrisum; hann þarf minni svefn en fugl, sér jafn vel að nóttu og degi; heyrir grasið gróa og ull á sauðum. Hann á hest sem heitir Gulltoppur og gjallarhorn sem er svo hvellt að það heyrist um alla heima þegar blásið er í það. Hann gekk yfir brúna. Hvers vegna er aðeins eitt n í brúna? Vísbending: Það skiptir máli í hvaða falli orðið stendur.

Orðið brúna stendur í kvk.et.þf. með greini. Við segjum um hina stóru brú (eitt n). Þægilegt era ð leggja á minnið að ef hægt era ð segja mín/mína er eitt n í greininum en ef sagt er minn/minna eru tvö n í

Page 2: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

greininum. Við getum sagt brúna mína, og þar sem eitt n er í orðinu mína á það sama við um brúna. Sýndu með dæmi að stundum geta verið tvö n í orðinu (brúnna). Vísbending: Hér þarf orðið að standa í eignarfalli fleirtölu (ef. ft.).

Hér gildir sama regla og í spurningunni fyrir ofan. Við segjum til brúnna minna, og þar sem tvö n eru í minna eru þau einnig tvö í brúnna. Sbr. lausa greininn: til hinna stóru brúa (greinilega tvö n).

2. TALA NAFNORÐA Skrifaðu orðin í fleirtölu. Notaðu orðabókina ef þú ert í vafa.

sól sólir fingur fingur starf störfbrú brýr sumar sumur brún brúnir skari skarar hérað héruð nótt nætur Flettu upp í orðabók orðinu augabrún og skrifaðu hjá þér þrjár hugsanlegar fleirtölumyndir.

augabrúnar, augabrúnir, augabrýr, augabrýn(n)

3. EINTALA OG FLEIRTALA Ljúktu við töfluna.

eintala fleirtala

fugl pera barn hár turn beitt tönn svart belti hlýtt sumar

fuglarperur börn háir turnar beittar tennur svört belti hlý sumur

Skrifaðu setningarnar í fleirtölu eins og dæmið sýnir.

Kötturinn sér mús. Unginn skríður úr egginu.

Kettirnir sjá mýs.Ungarnir skríða úr eggjunum.

Page 3: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

Þakið er rautt. Bóndinn heyjar. Maðurinn situr á stól. Ég á brúnan hest. Tjörnin er djúp. Smiðurinn sagar fjölina. Kálfurinn drekkur mjólk.

Þökin eru rauð.Bændurnir heyja. Mennirnir sitja á stólum. Við eigum brúna hesta. Tjarnirnar eru djúpar. Smiðirnir saga fjalirnar. Kálfarnir drekka mjólk.

4. EINTALA OG FLEIRTALA Greindu tölu orðanna.

orð tala orð tala orð tala

illgresi et. afkomandi et. fólk et. bending et. mergð et. hveiti et. feðgin ft. páskar ft. hópar ft. fréttir ft. sykur et. brýr ft. afl et. fé et. atburður et. lækir ft. eign et. aukaföll ft. sumar et. systkin ft. menntun et. dyr ft. vellir ft. heiði et. skæri ft. klippur ft. buxur ft. Greindu tölu orðanna fyrir framan svigana.

En á einum stað ( et. ) var þó hreyfing ( et. ) á. Það var löng lest ( et. ) af áburðarhestum ( ft. ) — víst einir sex hestar ( ft. ) í lest saman. Og fremstur í röðinni ( et. ) var maður ( et. ), sem teymdi lestina —, óþroskaður unglingur ( et. ). Hann hékk til hálfs á hestinum, eins og hann ( et. ) væri dauðadrukkinn. En það var hann nú ekki. En hann steinsvaf ( sögn í et. ) fram á hnakkbríkina ( et. ). Og svefninn ( et. ) festi meir og meir. Loksins missti hann tauminn ( et. ). Hesturinn fór undir eins að bíta, og það gerðu hinir hestarnir ( ft. ) líka, sem voru í lestinni ( et. ). Reiðhesturinn lötraði áfram enn nokkur spor ( ft. ), en svo vatt hann sér til hliðar út úr götunni ( et. ) og fór líka að bíta. Hvað merkir orðið áburðarhestur?

Það merkir hestur sem ber bagga.

Page 4: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

Hundrað og þúsund: Sumir segja: hundruðir manna. Flettu upp orðinu hundrað og athugaðu hvort þetta telst vera eðlilegt mál.

Eðlilegra er að segja hundruð manna (eitt hundrað, mörg hundruð). Flettu síðan upp orðinu þúsund og kannaðu fleirtöluna.

Athugaðu tvenns konar kyn orðsins þúsund.

Orðið þúsund getur bæði verið kvenkyns- og hvorugkynsorð. Þess vegna er hægt að segja bæði mörg þúsund (hk.ft.) og margar þúsundir (kvk.ft.)

Hvert er eignarfallið og hver er fleirtalan? (Athugaðu m.ö.o. tvenns konar kenniföll orðsins þúsund. Nánar um kenniföll síðar!)

Kenniföll orðsins eru þúsund, -s, - (þúsund, þúsunds, þúsund) í hk. og þúsund, -ar, -ir (þúsund, þúsundar, þúsundir) í kvk.

Nokkur orð sem aðeins eru til í eintölu:

Kaffi, sykur, hveiti, mjólk, kopar, silfur, bræði, kæfa, lýsi, kæti, tólg, kerskni, ástúð, mæði. Gáta: Hver er fleirtalan af þúsundkall?

[Svar: þið sundkallar!]

5. FALLBEYGING Fallbeygðu orðin hér fyrir neðan.

eintala fleirtala

bók bók bók bókar

bækurbækur bókum bóka

Page 5: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

eintala fleirtala

hestur hest hesti hests

hestarhesta hestum hesta

Fallbeygðu orðin hér fyrir neðan.

eintala fleirtala

himinn himin himni himins

himnarhimna himnum himna

eintala fleirtala

auga auga auga auga

auguaugu augum augna

eintala fleirtala

kona konu konu konu

konurkonur konum kvenna

Í hvaða tölu og falli stendur fyrri liður samsetta orðsins kvennaskóli?

ft. ef.

7. ORÐALEIKUR Búðu til eins mörg orð og þú getur úr stöfum þessa orðs.

v e i t i n g a s t a ð u r

t.d. gas, staður, tað, viti, vaða, geit, stigi, sveit, rauð, veita, ei, tein, stein, gata, gista.

Page 6: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

8. AUKAFÖLL Skrifaðu fall orðanna fyrir framan svigana.

Þá kom Ásmundur ( nf. ) á fund Herrauðs ( ef. ) og sagði til sín. Herrauður ( nf. ) spurði hvort hann hefði drepið berserkina ( þf. ) og Ásmundur ( nf. ) játaði. Herrauður ( nf. ) var honum þakklátur fyrir það og hafði heyrt af fóstbræðralagi ( þgf. ) þeirra Áráns ( ef. ). Síðan var Ásmundur ( nf. ) hjá Herrauði ( þgf. ) og kom þeim vel saman. Ásmundur ( nf. ) vildi svo fara í hernað ( þf. ) og Herrauður ( nf. ) gaf honum skip ( þf. ) og þrjátíu menn ( þf. ). Finndu málshátt þar sem eignarfall af orðinu fé kemur fyrir.

Ekki eru allar ferðir til fjár. Margir eiga í vandræðum með orðið hönd og beygingu þess í eintölu. Hvenær telst sjálfsagt að nota nefnifallsmyndina hendi? (Vísbending: knattspyrna.)

Orðið hendi er notað þegar leikmaður í knattspyrnu brýtur af sér með því að koma við boltann með hendinni.

9. FALLBEYGING NAFNA OG ÖRNEFNA Fallbeygðu þessi nöfn og örnefni.

nefnifall þolfall þágufall eignarfall Steinunn Matthías Eiríkur Kolbrún Auðunn Baldur Haukur Grettir Þórsmörk Borðeyri Höfn Grímsey

Steinunni Matthías Eirík Kolbrúnu Auðun Baldur Hauk Gretti Þórsmörk Borðeyri Höfn Grímsey

SteinunniMatthíasi Eiríki Kolbrúnu Auðuni Baldri Hauki Gretti Þórsmörk Borðeyri Höfn Grímsey

Steinunnar Matthíasar Eiríks Kolbrúnar Auðuns/Auðunar Baldurs Hauks Grettis Þórsmerkur Borðeyrar Hafnar Grímseyjar

Page 7: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

Þjórsá Mosfell Geysir Gullfoss Hofsjökull

Þjórsá Mosfell Geysi Gullfoss Hofsjökul

ÞjórsáMosfelli Geysi Gullfossi Hofsjökli

Þjórsár Mosfells Geysis Gullfoss Hofsjökuls

Flettu upp nöfnunum Haraldur og Höskuldur (t.d. í bókinni Íslensk mannanöfn eða Réttritunarorðabókinni) og athugaðu hvort tvenns konar eignarfall kemur til greina.

Haraldar og Höskuldar, eða Haralds og Höskulds. Hvernig er eignarfallið af Gissur, Hákon, Sif og Steinvör?

Gissurar, Hákonar, Sifjar og Steinvarar.

10. KROSSGÁTA Lárétt 5. spergill 6. dagatal 7. andvaka 9. austar 11. askur 12. fróðir 13. amen 14. bor 15. óska Lóðrétt 1. stuna 2. auga 3. gróði 4. almennur 5. svara 8. atóm 9. afi 10. mótlæti 11. arinn 12. fótur 13. Alpar

Page 8: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

11. GOÐAFRÆÐI Í hvaða falli og tölu stendur orðið goðanna?

ef. ft.

Í hvaða falli og tölu stendur orðið himni?

þgf. et. Svaraðu spurningunum.

1. Hvar urðu dvergarnir til? Í holdi Ýmis.

2. Hvar búa dvergarnir? Þeir búa í jörðu og í steinum.

3. Hver er munurinn á ljósálfum og dökkálfum? Ljósálfar eru fegri en sól og búa á himni, en dökkálfar eru svartari en bik og búa í jörðu.

Til eru fjölmargar íslenskar álfasögur (huldufólkssögur) sem skráðar voru á 19. og 20. öld. Í lestrarbókinni er t.d. sagan Herðaskjólið þar sem huldufólk vitjar stúlku í draumi.

Rifjaðu upp fleiri álfasögur og hugleiddu hvort álfarnir þar eru vondir eða góðir.

Kannast þú við örnefni sem tengjast álfum?

12. FALLBEYGING Skráðu fall orðanna fyrir framan svigana.

Ef maður (nf.) horfir út í himingeiminn (þf.) og hugsar um stjörnurnar (þf.), tunglið (þf.) og sólina (þf.), grípur mann (þf.) sú tilfinning (nf.), hvað lífið (nf.) sé nú lítið og dauðinn (nf.) stór. Það er vafalaust líf (nf.) víðar í himingeimnum (þgf.) en á okkar hnetti (þgf.), en hvað um það. Þegar ég hugsa um þessar milljónir (þf.) milljóna (ef.) brennandi sólna (ef.), þar sem ekkert líf (nf.) getur þrifist, eða um þessa dauðu, dimmu hnetti (þf.), sem ganga sínar sömu eilífu brautir (þf.) í helmyrkri (þgf.) og kulda himindjúpanna (ef.), þá finnst mér lífið (nf.) svo óendanlega veikt og lítið.

Page 9: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

Nefndu dæmi um andstæður í textanum.

t.d. lífið og dauðinn, lítið og stórt, brennandi sólir og dimmir hnettir. Skrifaðu tvær málsgreinar um lífið þar sem andstæður birtast.

Í lífinu skiptast á gleði og sorgir. Þar ríkir stundum bjartsýni og stundum svartsýni. Fallbeygðu.

læknirinn lækninn lækninum læknisins

læknarnirlæknana læknunum læknanna

brúin brúna brúnni brúarinnar

brýrnarbrýrnar brúnum brúnna

brúðurin brúðina brúðinni brúðarinnar

brúðirnarbrúðirnar brúðunum brúðanna

Hvernig er eignarfall fleirtölu af vagn og vagga? Notaðu orðabók, t.d. Stafsetningarorðabókina. Þú getur líka athugað slóðina http://bin.arnastofnun.is.

vagn = vagna, vagga = vagga (í Stafsetningarorðabókinni stendur vaggna, en ekki skal mælt með því; á vef Árnastofnunar stendur vagga)

13. FRÉTTASKOT Svaraðu spurningunum.

1. Hvernig uppgötvaði konan að hún væri ekki á lífi? Hún var að leita eftir vottorði um að hún væri sjúkratryggð.

2. Hvernig ætli hún fái sannfært embættismanninn um að hún sé á lífi? Þessu verða nemendur að reyna að svara.

Page 10: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

Reyndu að ímynda þér hvernig er að vera hvergi til á skrá. Skrifaðu stutta lýsingu á því, þ.e. hvaða ávinning væri hægt að hafa af því og einnig ókostina.

(Mismunandi svör.) Semdu sérkennilega frétt þar sem fólk hefur lent í deilum við nágranna eða yfirvöld.

(Mismunandi svör.)

14. FALLBEYGING

eintala fleirtala

maðkur maðk maðki maðks

maðkarmaðka möðkum maðka

álfur álf álfi álfs

álfarálfa álfum álfa

saga sögu sögu sögu

sögursögur sögum sagna

goð goð goði goðs

goðgoð goðum goða

Finndu orð sem ríma við orðmyndir orðanna sem þú fallbeygðir.

T.d. goð – roð – soð, álfs – kálfs – sjálfs o.s.frv.

Page 11: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

15. KROSSGÁTA Lárétt 1. biskup 3. þriðjudagur 4. trunta 5. fletta 7. bjúga 9. blaðberi 11. birki 12. blak 13. frelsa 14. skær 15. vika 16. sundskýla 17. raus

Lóðrétt2. kvikmyndahús. 6. hlaupár 7. Litur himins. 8. mars 9. bikini 10. blaðsíður. 12. bjalla

16. VÍSNAÞÁTTUR 1. Niður týnist mannlegt mál, minnið hylur þoka. Í líkamanum liggur sál, líkt og svín í poka. 2. Liggur nú yfir landi litprúður snjóadúkur hreinn eins og heilagur andi hörundsbjartur og mjúkur.

3.Lygin flaug um lönd og sjó langt í burtu héðan. Sannleikurinn sína skó sat og batt á meðan.

Við hvað líkir Valdimar líkamanum í fyrstu vísunni?

Hann líkir honum við poka.

Við hvað líkir Valdimar snjónum í annarri vísu?

Við heilagan anda.

Page 12: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

Hvaða eiginleikum er lygin gædd í þriðju vísunni?

Hún getur flogið.

Strikaðu undir rímorðin í vísunum.

Athugaðu ljóðstafina (stuðlar í oddalínum; höfuðstafur í jöfnum braglínum). Ljóðstafir eru feitletraðir í þessum vísum.

Hver er munurinn á vísu og kvæði (ljóði)?

Vísa er yfirleitt aðeins fjórar línur. Þær geta staðið einar og sér (stökur) en einnig geta verið margar vísur í kvæði. Kvæði (ljóð) er semsagt yfirleitt meira en ein stutt vísa. Raðaðu vísunni saman úr orðunum í rammanum hér að neðan. Rímið er a, B, a, B. (Fyrsta og þriðja lína ríma saman [eitt atkvæði] og önnur og fjórða lína ríma saman [tvö atkvæði ríma].) Fyrsta orðið er gefið.

Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima.

17. STERK OG VEIK BEYGING NAFNORÐA Segðu hvort orðin hafa sterka eða veika beygingu.

sól sterk epli sterk gestur sterk heimur sterk sál sterk eyra veik yddari veik tölva veik tafla veik rakki veik dagatal sterk penni veik borð sterk kál sterk pláneta veik sunna veik bók sterk rit sterk rammi veik veggur sterk

18. RITUN Skrifaðu lýsingu á því sem þú sérð á myndinni. Reyndu af hafa hana eins nákvæma og þú getur. Neðst eru nokkur orð sem gætu hentað.

(Mismunandi svör.)

Page 13: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

19. STOFN NAFNORÐA Finndu stofn orðanna.

eyra garður flaska bók sími

eyr-a garð flösk-u bók sím-a

gólfpenni tölva prestur hamar

gólfpenn-a tölv-u prest hamar

20. STOFN NAFNORÐA Finndu stofn þessara orða.

fiskur tunna blað stóll blóm kýr veröld króna

fisk tunn-u blað stól blóm kú veröld krón-u

bókskip Páll Björk Helena Friðrik skál uggi

bókskip Pál Björk Helen-u Friðrik skál ugg-a

Hver er stofn sérnafnsins Baldur?

Baldur

Hver er stofn nafnsins Haukur?

Hauk

Af því að ur-ið í Baldur er í stofni helst r-ið í öllum föllum. Eignarfall er Baldurs. Aftur á móti er ur-ið í Haukur einungis í nefnifallsmyndinni. Eignarfall er Hauks.

21. KENNIFÖLL Hvernig eru kenniföll orðanna vetur og fingur?

vetur, vetrar, vetur fingur, fingurs, fingur

Page 14: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

22. KENNIFÖLL Skráðu kenniföll orðanna eins og sýnt er á síðunni á undan.

pera pera, peru, perurbátur bátur, báts, bátarepli epli, eplis, epli bíll bíll, bíls, bílar stefna stefna, stefnu, stefnurljóð ljóð, ljóðs, ljóð

23. ORÐABÓKIN Skráðu kenniföllin á sama hátt og gert er í orðabókinni. útskýrðu svo þessi orð sem öll fjalla um ákveðna tegund veðurs.

stormur stormur, -s, -ar Khvass vindur, rok.

hvassviðri hvassviðri, -s, - Hstormur, mikill vindur.

rok rok, -s, - Hstormur, stórviðri.

stinningskaldi stinningskaldi, -a, -ar Ksex vindsting, vindur með 10,8-13,8 m/sek.

skafrenningur skafrenningur, -s, -ar Ksnjór sem fýkur með jörðu.

Page 15: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

24. ORÐ AF ORÐI Tengdu saman tvö og tvö orð úr kassanum hér fyrir neðan til að búa til ný orð. Þú gætir þurft að beygja orðin dálítið til að þau smelli saman.

Orð sem ég myndaði:

strætisvagn húsvörður mótorhjól yfirlitsferð gerviefni skinnskór broddgöltur símaskrá húsveggur

gervitunglleðursófi gönguferð veggjakrot símatakkar trjágrein efnisyfirlit efnisgrein bókavörður

25. ORÐTÖK Finndu í handbók tvö orðtök þar sem orðið ár (ft. árar) kemur fyrir.

...að leggja árar í bát.

..að koma ár sinni vel fyrir borð. Skýrðu orðtökin og sýndu dæmi um það hvernig þau eru notuð.

Að leggja árar í bát merkir að gefast upp. Dæmi: Þegar Hannes hafði reynt að leysa stærðfræðidæmið í hálftíma lagði hann árar í bát. Að koma ár sinni vel fyrir borð merkir að koma sér vel eða haganlega fyrir, sjá hag sínum vel borgið. Dæmi: Hann hefur komið ár sinni vel fyrir borð og m.a. eingast bæði sumarbústað og bát. Finndu tvö orðasambönd þar sem orðið garður kemur fyrir.

...að vera um garð genginn.

...að vera (þannig) úr garði gerður.

stræti, vörður, bók, hjól, varpa, spegill, ganga, takkar, talar, efni, tungl, sími, ferð, leður, grein, broddur, vagn, gæra, hús, mótor, göltur, skrá, krot, yfirlit, skip, skór, kjölur, skór, há, öld, börur, skinn, sjón, ganga, tré, sófi, gagn, gervi, veggur

Page 16: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

…að fara fyrir ofan garð og neðan. Finndu orðtak með orðinu þúfa í fleirtölu.

...að fara út um þúfur Manst þú eftir málshætti þar sem orðið þúfa kemur fyrir? Skýrðu málsháttinn.

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Það merkir að oft geta smávægilegir hlutir valdið stórum atburðum.

26. LÝSINGARORÐ Veldu þér lýsingarorð til að skrifa á línurnar.

Þessi bók er rosalega falleg. Þetta er lágvaxna stelpan sem býr í gula húsinu hérna á móti. Hundurinn hans Ragga er þægari en hundurinn minn. Hér kemur grannvaxinn maður með barðastóran hatt og gráleita tösku. Bláberin eru góð á bragðið. Stóra tréð í garðinum er fallegasta tré sem ég hef séð. Hafðu í huga að sama lýsingarorðið getur verið í öllum kynjum. Á það líka við um nafnorð?

Nei, tiltekið nafnorð er í sama kyni. Hann er skytta (kvk.) Hún er skytta (kvk.)

27. FALLBEYGING Fallbeygðu lýsingarorðin og nafnorðin saman í eintölu og fleirtölu.

eintala fleirtala

nýr trefill nýjan trefil nýjum trefli nýs trefils

nýir treflarnýja trefla nýjum treflum nýrra trefla

Page 17: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

eintala fleirtala

lítil hönd litla hönd lítilli hendi lítillar handar

litlar hendurlitlar hendur litlum höndum lítilla handa

eintala fleirtala

gamalt skip gamalt skip gömlu skipi gamals skips

gömul skipgömul skip gömlum skipum gamalla skipa

28. KYN LÝSINGARORÐA Beygðu lýsingarorðin eftir kynjum.

karlkyn (hann er)

kvenkyn (hún er)

hvorugkyn (það er)

grænn græn grænt fagur fögur fagurt mikill mikil mikið

breiður breið breitt fyndinn fyndin fyndið

lítill lítil lítið gamall gömul gamalt ungur ung ungt iðinn iðin iðið sætur sæt sætt

vondur vond vont bjartur björt bjart

Finndu nokkur lýsingarorð sem enda á -a og taka ekki beygingu.

farlama, hissa, ráðþrota, agndofa

Page 18: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

29. STIGBREYTING LÝSINGARORÐA Skrifaðu lýsingarorðin í réttri mynd í eyðurnar.

gamall

(frumstig) Jói er orðinn mjög gamall. (miðstig) Þór er fjórum árum eldri en Jói. (efstastig) Hallur er elstur þeirra þriggja.

góð

(frumstig) Kata er góð í fótbolta. (miðstig) Þessi kaka er betri en sú sem ég bakaði í gær. (efstastig) Ásu finnst peran best af öllum ávöxtunum.

Ljúktu við töfluna.

frumstig miðstig efsta stig

stór lítill sterkur dökkur bjartur stuttur hár

stærriminni sterkari dekkri bjartari styttri hærri

stærsturminnstur sterkastur dekkstur bjartastur stystur hæstur

30. EYÐUFYLLING Fyrir mörgum árum var keisari nokkur, sem hafði svo ákaflega miklar mætur á fallegum nýjum fötum, að hann eyddi öllum peningum sínum í það að geta verið sem allra skrautklæddastur. Hann kærði sig ekki um dáta sína, og ekki hirti hann um leikhússkemmtanir né skemmtiakstur út í skóga, nema aðeins til að sýna nýju, fallegu fötin sín. Hann átti sér kjól fyrir hverja dagsstund, og eins og sagt er um konung: „Hann er í ráðinu,“ eins var um keisarann alltaf sama viðkvæðið: „Hann er í fataskápnum.“

Page 19: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

32. TVEIR GÓÐIR Prestur var að útskýra fyrir barni dæmisöguna um hinn góða hirði og spyr: „Hvað gerði hinn góði hirðir við hjörð sína?“ „Hann rýir hana, meðan hún lifir,“ svaraði barnið, „drepur hana síðan og étur.“ Hvað er fyndið við þessa sögu?

Barnið hefur ekki skilið að hér var um dæmisögu að ræða og sauðirinir táknuðu í rauninni mannfólkið (Lúkasarguðspjall 15:1–7). Ásgrímur Jónsson varð einna fyrstur til að mála landslagsmyndir hér á landi. Bónda einum í Fljótshlíð var sagt frá því, að Ásgrímur væri kominn að Múlakoti og ætlaði að mála Eyjafjallajökul. Þá varð bónda að orði: „Hann má aldeilis hafa með sér málningu.“ Í hverju var misskilningur bóndans fólginn?

Bóndinn hélt að Ásgrímur ætlaði að mála jökulinn sjálfan, en hann ætlaði einungis að mála mynd af honum.

33. FRÉTTASKOT Svaraðu spurningunum.

1. Hvað eru margar aldir síðan Schiller dó? Það eru tvær aldir síðan hann dó (200 ár).

2. Hvert var reikningurinn sendur? Hann var sendur til grunnskóla í Weigsdorf-Köblitz sem ber nafn hans.

3. Fyrir hvað er Schiller m.a. þekktur? Hann samdi t.d. Óðinn til gleðinnar.

Sláðu inn orðið Meyjargrátur í leitarvél á Netinu. Hvers varðstu vísari?

Meyjargrátur er ljóð eftir Schiller sem þýtt var af Jónasi Hallgrímssyni.

Page 20: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

34. FALLBEYGING Fallbeygðu lýsingarorðin og nafnorðin saman í eintölu og fleirtölu.

eintala fleirtala

iðinn maður iðinn mann iðnum manni iðins manns

iðnir menniðna menn iðnum mönnum iðinna manna

eintala fleirtala

iðin kona iðna konu iðinni konu iðinnar konu

iðnar konuriðnar konur iðnum konum iðinna kvenna

eintala fleirtala

iðið barn iðið barn iðnu barni iðins barns

iðin börniðin börn iðnum börnum iðinna barna

35. LÝSINGARORÐ Skrifaðu að minnsta kosti þrjú lýsingarorð við hverja mynd. Athugaðu að þú átt einungis að skrifa lýsingarorð.

ógurlegur grimmur ógnvekjandi dapur sorgmæddur gamall sterkur sveittur skeggjaður

ung ánægð síðhærð undrandi heitt rjúkandi

Page 21: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

36. LÝSINGARORÐ Skrifaðu fimm jákvæð lýsingarorð um hest.

hlýðinn, gæfur, viljugur, tignarlegur, fljótur, vakur Skrifaðu fimm neikvæð lýsingarorð um hund.

grimmur, latur, skapvondur, óhlýðinn, ræfilslegur Skrifaðu fimm hlutlaus lýsingarorð um karl eða konu.

ljóshærð/ur, ung/ur, bláeygð/ur, fíngerð/ur, hávaxin/n

37. STAFSETNING

Um n og nn í lýsingarorðum

Fylltu í eyðurnar.

Ég á lítinn, skrýtinn skugga. Í liðinni viku fór lúin kona að hitta mikinn mann. Konan var rekin en maðurinn var tekinn. Hann var sagður latur og hyskinn. Þetta er svikin vara.

38. SAMSETT ORÐ Úr hvaða orðum eru þessi orð samsett?

Dæmi: hestakerra kúlupenni fjárbóndi jarðarberjasulta kústskaft kaffibolli enskukennari kvennaskóli klukknahljóð

hestur, kerrakúla, penni fé, bóndi jörð, ber, sulta kústur, skaft kaffi, bolli enska, kennari kona, skóli klukka, hljóð

Page 22: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

Ljúktu við samsettu orðin eins og dæmið sýnir.

glugga – vasa – barna – rit – bóka – síma – gler – skóla –

tjöldhnífur leikföng stjórn safn klefi gluggi taska

39. ORÐABÓKIN Hverjar eru höfuðskepnurnar? Af hverju ætli þær séu kallaðar skepnur?

Loft, eldur, vatn og jörð. Orðið skepna er skylt sögninni að skapa. Menn hafa litið svo á að allt væri þetta mikilvægur hluti sköpunarverksins. Tengdu saman orð og skýringar.

haugfé fjármunir grafnir í haug með mönnum

áróður umtal eða skrif til að fá menn til að taka afstöðu með eða móti einhverju eða einhverjum

hamhleypa mikill verkmaður, geysiduglegur og kappsamur maður

tóft 1. moldar- eða grjótveggir án þaks, einkum opið heystæði við fjárhúsenda 2. hrunin bygging, rústir

afturelding morgunsár, dagrenning

nykur dularfull hestskepna með öfuga hófa sem á að lifa í vötnum og hlaupa með menn í þau

Page 23: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

Úr hvaða orðum er morgunsár samsett?

morgunn og ár (skylt árla, þ.e. snemma/ árdegi); s-ið er eingarfalls-s orðsin morgunn. Þetta hljómar eins og sár, og því hafa menn leikið sér að þessu og sagt t.d.: Það blæðir úr morgunsárinu! Hvað merkir seinni hluti orðsins morgunsár?

ár merkir hér eitthvað sem er snemma, í byrjun, árla.

40. LÝSINGARORÐ Strikaðu undir lýsingarorðin í textanum.

Ég gleymi aldrei ferð okkar um þéttan og dimman skóginn þessa nótt. Skóginn sem ég hafði leikið mér í alla daga frá því að ég mundi eftir mér. Þessa nótt var hann mér ókunnur, myrkur og hættulegur. Ég hélt fast í þvala hönd systur minnar og fann fyrir sama ráðleysi hjá henni. Ég hafði ekki augun af þessum gráa kufli sem hljóðlaust smaug í gegnum þykknið í myrkrinu eins og ekkert væri. Þegar við höfðum gengið drjúga stund þannig í þögn fór ég að heyra skrýtin hljóð sem áttu ekki heima í skóginum. Allt í einu gerði ég mér grein fyrir því að þetta voru hljóð í mönnum, æstar raddir, grimmar og óhugnanlegar. Grái kuflinn fyrir framan okkur virtist alveg ónæmur fyrir öllum þessum hljóðum. Óhikað þræddi hann sér leið lengra inn í þétt myrkrið enda þótt háreystin nálgaðist okkur óðfluga. Í 3. línu stendur orðið myrkur. Myndaðu tvær setningar þar sem orðið myrkur kemur fyrir í tveimur mismunandi orðflokkum.

Dalurinn var myrkur (dimmur), lo. Klukkan átta var komið myrkur, no.

Page 24: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

41. LÝSINGARORÐ Bættu viðeigandi nafnorði aftan við lýsingarorðið og tilgreindu síðan tölu þess eins og dæmið sýnir.

lýsingarorð nafnorð tala

fagurt barn eintalafyndna konan eintalagulur veggur eintalaþunnar flísar fleirtalahvít dúfa eintalavegleg verðlaun fleirtalagrösug brekka eintala

42. KROSSGÁTA lárétt 1. mús 4. kroppur 6. flagg 8. hringur 9. sand 10. skrift 13. ungar 15. kraftur 17. miðnætti 18. nef 21. uss 22. frímínútur

lóðrétt 2. Sveinn (Steinn) 3. langt 4. keyra 5. piltur 7. gustur 8. hestur 11. klaki 12. krana 14. geitur 15. Katrín 16. tennur 19. foss 20. út

43. SAGNORÐ Skrifaðu sagnir í eyðurnar.

Maðurinn spilar og syngur. Stúlkurnar lesa og tala. Stúlkan syngur og dansar. Krakkarnir synda og busla.

Page 25: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

44. SAGNORÐ Strikaðu undir sagnorðin í textunum hér fyrir neðan.

Frændi borðar reyndar mjög furðulegan morgunverð. Hann hrærir saman skyri og hafragraut og kallar það skyrhræring. Mér finnst skyrhræringurinn hreint og beint ógeðslegur en þetta þótti töffurunum í gamla daga ofsagott og helst vildu þeir borða súrt slátur með. Mætti ég þá biðja um eitthvað annað. Á suðurleiðinni sagði pabbi mér frá því að Hallgerður langbrók hefði flust suður til Reykjavíkur eftir að Gunnar féll fyrir hendi óvina sinna. Hún átti jörð þar sem nú er Laugarneshverfið, en hana hafði hún erft eftir Glúm, annan mann sinn. Þar bjó hún það sem hún átti eftir ólifað. Skrifaðu sagnorðin sem þú fannst og hafðu þau í nafnhætti.

Að borða, að hræra, að kalla, að finna(st), að þykja, að vilja, að borða, að mega, að biðja, segja, hafa, falla, eiga, vera, hafa, erfa, búa, eiga. Hvaða orðflokki tilheyra orðin í seinni hluta vísunnar?

Hani, krummi, hundur, svín, hestur, mús, tittlingur, galar, krunkar, geltir, hrín, gneggjar, tístir, syngur. Þau eru sagnorð.

Page 26: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

45. NÚTÍÐ OG ÞÁTÍÐ SAGNORÐA Skrifaðu sagnorðin í nútíð og þátíð. (Notaðu 1. p. et.)

46. NÚTÍÐ OG ÞÁTÍÐ SAGNORÐA Skrifaðu textann upp aftur og breyttu honum í nútíð.

Þegar Ásmundur hefur fengið þrjú sár kastar hann sverði sínu og hleypur á Egil. Berjast þeir nú þar til Egill fellur niður. Þá hafa þeir rifið hjálminn hvor af öðrum. Ásmundur segist þá ekki nenna að drepa Egir fyrst hann hafi ekkert sverð, en Egill segir að honum sé fyrir bestu að gera það. Þá sækir Ásmundur sverð sitt og hleypur að Agil, en Egill liggur grafkyrr. Þá segir Ásmundur: ,,Þú ert engum líkur, Egill, og vil ég nú gerast fóstbróðir þinn.“ Takast þeir svo í hendur og sverjast í fóstbræðralag að fornum sið. Hvers vegna er ein málsgreinanna innan gæsalappa?

Vegna þess að hún er bein ræða, þ.e. nákvæm tilvitnun í það sem einhver segir.

nafnháttur nútíð þátíð (að) (núna) (í gær)

læra fara

standa hugsa skríða smíða synda

fá vera kasta mega beygja

kafa sjá

festa geta

lærifer

stend hugsa skríð

smíða syndi

fæ er

kasta má

beygi kafa sé

festi get

lærði fór

stóð hugsaði skreið

smíðaði synti fékk var

kastaði mátti

beygði kafaði

sá festi gat

Page 27: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

47. SAGNORÐ Skrifaðu sagnorð í eyðurnar þannig að textinn verði læsilegur.

Einu sinni ákvað Sveitamúsi að bjóða besta vini sínum, Borgarmúsa, að koma í heimsókn til sín í sveitina. Borgarmúsi varð voða glaður að fá boðið. Hann klæddi sig í nýju, fínu jakkafötin sín og burstaði skóna sína svo vel að þeir glönsuðu. Síðan setti hann upp uppáhalds slaufuna sína sem var rauð með hvítum doppum og setti á sig fína pípuhattinn sinn. Hann skoðaði sig í speglinum. Hann var virkilega fín mús.

48. RÍM Finndu eins mörg orð og þú getur sem ríma við orðin hér að neðan.

ljós fjós, ós, rós, kona svona, vona bíll fíll, fýll, díll, skríllkyn hin, gin, vin, sin gata fata, rata, skata, mata

49. PERSÓNUR SAGNORÐA Beygðu sögnina að borða eftir persónum.

eintala fleirtala

ég þú hann hún það

borða borðar borðar borðar borðar

við þið þeir þær þau

borðumborðið borða borða borða

Beygðu sögnina að sjá eftir persónum.

eintala fleirtalaég þú hann hún það

sé sérð sér sér sér

við þið þeir þær þau

sjáumsjáið sjá sjá sjá

Page 28: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

50. STAFSETNING

Um n og nn Settu n eða nn í eyðurnar.

Ég sá ljóshærðan og lágvaxinn mann á torginu. Þykkan reyk lagði um mikinn hluta bæjarins. Hún á svartan, síðan kjól en hann á lítinn samfesting. Kýrin er skrýtin. Jóna kann reglurnar um lítinn og stóran staf. Finndu eins mörg lýsingarorð og þú getur til að lýsa fjalli og skrifaðu þau hér fyrir neðan.

hátt, tignarlegt, fallegt, bratt, grösugt Settu orðin lítill ljúfur álfur í þolfall.

lítinn, ljúfan álf

51. NÚTÍÐ OG ÞÁTÍÐ SAGNORÐA Skrifaðu textann upp aftur en breyttu nútíð sagnorða í þátíð.

Þetta sama vor sendi Ingólfur tvo þræla að leita að öndvegissúlum sínum. Þeir komu við hjá Hjörleifi og fundu hann dauðan. Héldu þeir strax heim og sögðu Ingólfi tíðindin. Hann brá skjótt við og hélt vestur að Hjörleifshöfða. Sá hann þar fóstbróður sinn dauðan. Ingólfur sá að bátur Hjörleifs var horfinn og þóttist vita að þrælarnir hefðu haldið út í eyjar. Hélt hann þangað með nokkra menn, fann þrælana og drap suma, en aðrir hlupu fyrir björg í skelfingu. Ingólfur nefndi eyjarnar Vestmannaeyjar. Skrifaðu vísuna fyrir neðan upp í eðlilegri orðaröð.

Írar voru nefndir Vestmenn, vógu Leif og reru á haf. Eftir grimmar hefndir Ingólfs gaf hann eyjaklasa nafn.

Page 29: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

Skrifaðu orð í eyðurnar þannig að setningarnar passi.

Þrælar Ingólfs fundu Hjörleif látinn. Þrælarnir voru að leita að öndvegissúlum. Þrælarnir sögðu Ingólfi tíðindin, fréttirnar. Ingólfur drap suma þrælana. Hjörleifur bjó við Hjörleifshöfða. Ingólfur nefndi eyjarnar Vestmannaeyjar. Hjörleifur var fóstbróðir Ingólfs. Þrælarnir héldu, sigldu, reru út í eyjar. Sumir þrælanna hlupu fyrir björg.

52. ORÐFLOKKAR Skrifaðu í svigana no. fyrir nafnorð, so. fyrir sagnorð eða lo. fyrir lýsingarorð. Settu kassa utan um þau nafnorð sem eru með greini.

Nasreddín og sloppurinn

Nasreddín, marinn (lo) og haltrandi, hitti (so) nágranna sinn á markaðnum (no). „Hvað kom (so) fyrir þig, kæri (lo) vinur (no)?“ spurði nágranninn (no). Nasreddín svaraði (so): „Í gærkvöldi (no) reiddist (so) konan (no) mín og sparkaði (so) sloppnum (no) mínum niður stigann (no).“ „En hvernig gat (so) það valdið (so) þér skaða (no)?“ spurði (so) nágranninn (no) undrandi. „Jú, sjáðu (so) til,“ sagði (so) Nasreddín, „ég var (so) nefnilega í sloppnum (no) þegar hann steyptist (so) niður tröppurnar (no).“

Gamansaga frá Tyrklandi Taktu eftir að það er komma á eftir orðinu jú. (Alltaf komma á eftir upphrópun.)

Hvers vegna eru allar þessar gæsalappir í textanum?

Þær afmarka beina ræðu. Mundu: Spurningarmerki á eftir beinni spurningu.

Page 30: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

53. NAFNORÐ, LÝSINGARORÐ, SAGNORÐ Fylltu út í töfluna hér fyrir neðan.

nafnorð lýsingarorð sagnorð

ljósið aldur skemmtun harka styrkur mýkt dauði bleyta lengja/lengd kuldi brot æsingur

ljós eldri (gamall) skemmtilegur harður sterkur mjúkur dauður blaut langur kaldur brotinn æstur

lýsaað eldast skemmta herða styrkja að mýkja deyja bleyta lengja að kólna að brjóta æsa

54. STAFSETNING

Um n og nn

Settu n eða nn í eyðurnar.

Fótboltakappinn var orðinn bæði þreyttur og lúinn eftir langan og erfiðan leikinn. Hann ákvað að biðja þjálfarann, sem hét Kjartan, að leyfa sér að kasta mæðinni í svolítinn tíma. Kristinn bað Kristin nafna sinn að athuga hver niðurstaðan í málinu hefði orðið. Það var skoðun Þórarins að Þráinn hefði átt sinn besta leik á tímabilinu. Blaðamaðurinn skrifaði langan og ítarlegan pistil um leikinn en lesandinn velktist ekki í vafa um að hér var um sanngjarnan dóm að ræða. Ingunn sagði Þráni að Þórarinn væri úti að leita kúnna. Lóan er komin. Nytsemin er aðalviðfangsefni mannsins sem býr á hæðinni fyrir ofan mig. Himinninn er heiður. Hvenær eru nöfnin Kristinn, Þórarinn og Þráinn skrifuð með einu n-i?

Í öllum föllum nema nefnifalli.

Page 31: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

55. KROSSGÁTA 1. greni. 2. gómur. 4. Grikki. 5. grís. 6. gospel. 7. grjót. 8. gripdeild. 10. grannur. 11. graflax. 12. graf. 13. grandvar.

1. gróðursetja. 3. grín. 5. gróði. 6. górillla. 8. gráða. 9. gríma. 10. grafa. 12. grautur. 13. gólf.

56. STAFSETNING

Um n og nn

Settu n eða nn í eyðurnar.

Kúrekinn mundaði byssuna sína og skaut í áttina að kúnni sem horfði á hann eins og um vitfirrtan og fávísan mann væri að ræða. Ingunn er enginn byrjandi í greininni, þótt hún hafi ekki æft í allan vetur. Kolbeinn er hins vegar búinn að æfa lungann úr árinu þótt árangurinn láti á sér standa. Halldór Kiljan og Guðmundur Kamban skrifuðu báðir nokkuð sérstakan og eftirtektarverðan texta.

57. ORÐALEIKUR Krossaðu yfir það orð sem sker sig úr öðrum orðum í línunni með einhverjum hætti.

dreki engill stóll mynd selur

kona stúlka drengur bók flugvél

falleg svartur sterk mjög stórt

fara synda sæll borða klífa

fjall hóll gil gras gljúfur

Page 32: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

58. VÍSBENDINGAR Giskaðu á orðið út frá vísbendingunum. Skrifaðu fyrir neðan hverja vísbendingu hvað þú veist um orðið út frá þeim.

1. vísbending

Orðið fallbeygist.

Nafnorð, fornafn, lýsingarorð, greinir, töluorð 2. vísbending

Orðið stigbreytist ekki.

Nafnorð, fornafn, greinir, töluorð 3. vísbending

Orðið getur bætt við sig greini.

Nafnorð 4. vísbending

Orðið er samsett úr orðunum skúr, vinna og vegur. Hvert er orðið?

Vegavinnuskúr

59. UPPRIFJUN

Stigbreyting

Stigbreyttu eftirfarandi lýsingarorð (dæmi: góður – betri – bestur).

ungur yngri yngstur gamall eldri elstur vondur verri verstur stór stærri stærstur hár hærri hæstur fagur fegurri fegurstur skemmtilegur skemmtilegri skemmtilegastur illur verri verstur

Page 33: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

Beyging fallorða

Beygðu saman eftirfarandi orð í öllum föllum eintölu og fleirtölu.

góð bók stór flaska grá meri góða bók stóra flösku gráa meri góðri bók stórri flösku grárri meri góðrar bókar stórrar flösku grárrar merar góðar bækur stórar flöskur gráar merar góðar bækur stórar flöskur gráar merar góðum bókum stórum flöskum gráum merum góðra bóka stórra flaskna grárra mera Beygðu eftirfarandi orð í öllum föllum eintölu og fleirtölu (erfitt).

hvít ær skjöldótt kýr hvíta á skjöldótta kú hvítri á skjöldóttri kú hvítar ær skjöldóttrar kýr hvítar ær skjöldóttar kýr hvítar ær skjöldóttar kýr hvítum ám skjöldóttum kúm hvítra áa skjöldóttra kúa

Stafsetning

a) Greinirinn

Settu n eða nn í eyðurnar.

Ég hljóp yfir ána. Hann gekk milli trjánna. Hún fór upp brekkuna. Gamla hænan gætti unganna sinna. Hann keypti skóna á útsölunni. Hesturinn hljóp yfir brúna milli hjónanna. Hryssan hans pabba sló kennarann. Bifreiðinni var stolið. Bleikjan var veidd í ánni milli vatnanna. Kisan leitaði í skuggann. Hann át bananana.

Page 34: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

b) n og nn í karlkynsnafnorðum

Æfing með karlkynsorðum og greini. Settu n eða nn í eyðurnar. (Mundu að greinirinn fylgir sínum eigin reglum!)

Héðinn horfði á himininn. Morgunninn var fagur. Ég spurði Þráin um atvikið. Jötunninn hóf Kristin á loft. Kjartan horfði á arininn. Orðið aftann merkir kvöld og er fremur hátíðlegt. Þórarinn spurðist fyrir um Héðin. Natan og Þráinn hittu Þórarin á flugvellinum.

c) Kvenmannsnöfn sem enda á -unn

Settu n eða nn í eyðurnar.

Steinunn hitti Ingunni á Ljótunnarstöðum. Gefjun segist skulda Ingunni peninga. Dýrunn er hrifin af dýrum.

d) Kvenkynsnafnorð sem dregin eru af sögnum: eitt n

Settu n eða nn í eyðurnar.

Það er skoðun mín að prófið sé of þungt. Könnunin var gerð í maí. Skoðanakönnunin fór fram um helgina. Það var ekki ætlunin að móðga neinn. Vegna kannananna varð að fresta kennslu. Það er einhver skekkja í hugsuninni.

e) Einkunn, miskunn o.s.frv.

Blönduð æfing með kvenkynsorðum og greini. Settu n eða nn í eyðurnar.

Sýnið miskunn, herrar mínir, sagði Gefjun. Það er skoðun mín að Steinunn hafi sýnt bestan árangur. Einkunnir Ingunnar voru íhugunarverðar. Könnunin fór fram á hvítasunnunni. Vegna athugunarinnar var gefið frí á æfingunni. Miskunnsami Samverjinn vorkenndi slasaða manninum. Athugun leiddi í ljós að Sæunn braut lög. Stofnunin frestaði könnuninni til miðvikudags. Ljótunn þótti

Page 35: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 2 …...Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara greininum. Við getum sagt

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 2 | Lausnahefti til kennara

forkunnarfögur. Þegar sagt er að einhverjum sé vorkunn er átt við að hegðun hans sé afsakanleg. Ef ég virði eitthvað einhverjum til vorkunnar er átt við að ég meti eitthvað þannig að það sé viðkomandi til afsökunar og nokkurrar réttlætingar.

f) Lýsingarorð sem enda á -an og -in/-inn

Æfing með lýsingarorðum sem enda á -an og -in/-inn. Settu n eða nn í eyðurnar.

„Góðan og blessaðan daginn,“ sagði Sæunn. Ég á lítinn, skrítinn skugga. Hann gekk upp á háan hamarinn og sá þar fallegan, flatan stein. Börnin eru iðin við námið. Stína er stríðin. Siggi er kvíðinn. Mamma segir að sigin ýsa sé holl. „Siginn þorskur er hollari,“ segir pabbi. Læknirinn gekk niður langan ganginn og bauð öllum sem hann mætti góðan daginn. Drengurinn er feiminn. Sigga borðar hollan mat. Hún setti stóran og lítinn staf í eyðurnar. Blönduð æfing með n/nn í greini, nafnorðum og lýsingarorðum. Settu n eða nn í eyðurnar.

Þórarinn og Kjartan hittu Sæunni á skemmtuninni. Afi keypti nýjan bíl og siginn fisk. Læknisskoðunin leiddi í ljós að Héðinn þarf að taka lyf sem vinna gegn sýkingunni. Vegna breyttrar áætlunar flugfélagsins þarf áhöfn vélarinnar að gista í stórborginni. Einkunnir Þórunnar í ritun voru slakar. Himinninn var heiðskír um morguninn. Morgunninn var fagur. Gefjun sat við arininn og horfði í eldinn. Ég sá ungan mann standa við staurinn. Jötunninn í kvikmyndinni var með mjóan háls en digran búk. Skoðun Jóns er sú að könnunina beri að endurtaka. Fossinn gaf frá sér sterkan nið. Natan skallaði í slána og missti þá af sér báða skóna. Jórunn sveiflaði sér milli slánna, gekk síðan yfir brúna og keypti skóna. Hólminn á ánni er milli brúnna. Brúna hryssan er á beit í mýrinni.