stykkishólms-pósturinn 2. ágúst 2012

4
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 28. tbl. 19. árg. 2. ágúst 2012 Undanfarnar vikur hafa verið þétt setnar tónlistarviðburðum á kaffihúsum, hótelunum og ekki síst í kirkjunni hér í Hólminum. Ekki hægt að kvarta yfir fábreytni í þeim efnum. S.l. sunnudag kom bassabarítónsöngvarinn Andri Björn Róbertsson ásamt Ástríði Öldu Sigurðardóttur og heillaði gesti upp úr skónum með sérdeilis fögrum söng, þarna er rísandi stjarna á ferðinni! Vikuna þar á undan var hér á ferð frábær hópur ungra manna frá Salzburg í Austurríki sem flutti mjög fjölbreytta söngdagskrá án undirleiks af mikilli snilld og tveggja vikna „Orgelstykkja“ tímabili í Stykkishólms- kirkju lauk með tónleikum Hilmars Arnar Agnarssonar, Bjargar Þórhallsdóttur og Elísabetar Waage. Söngur, harpa og orgel - blanda sem kom skemmtilega á óvart og gestir nutu vel í kirkjunni. Gylfi Ægisson skemmti gestum á Hótel Stykkishólmi s.l. laugardag og hljómsveitin Ylja lék á Sjávarpakkhúsinu og Þóhildur Pálsdóttir ásamt félögum tóku lagið á veröndinni á Hótel Egilsen. am Tónlistarviðburðir Nýbyggingar í Lágholti Það þarf ekki alveg lóð undir allar nýbyggingar í Stykkishólmi því trén eru víða hærri en í Lágholtinu og því hægt hefja byggingarframkvæmdir ofar jörðu og sleppa þannig fram hjá lóðaút- hlutunum. Útsýnið er mjög gott og húsnúmer er 135 enda byggjendur úr þeim húsnúmerum í Lágholtinu. Reyndar skal það tekið fram aðalhönnuður og völundur verksins var Þröstur „altmuligmand“ sem smíðaði frá morgni til kvölds í marga daga að sögn aðstandenda.am Klipping trjágróðurs og runna við stíga og gangstéttar. Lóðarhafar eru vinsamlegast beðnir um að klippa trjágróður og runna sem vaxið hafa út fyrir lóðarmörk og hindra þar með almenna umferð og öryggi gangandi vegfarenda eftir stígum og gangstéttum bæjarins. Skipulags- og byggingarfulltrúi Stykkishólmsbæjar Útgerðarfélagið Sæfell hf hefur tekið í notkun nýjan bát sem ber heitið Bíldsey SH-65. Um áramótin keypti félagið bát frá Sandgerði og var hann fluttur í janúar landleiðina til Siglufjarðar í miklar breytingar. Verktakinn var Siglufjarðar-Seigur. Báturinn var m.a. lengdur þar um 2,5 metra. Hann er því um 15 metra langur sem er með því mesta innan krókakerfisins. Breytingarvinna tók 6 mánuði og var báturinn tilbúinn til veiða um miðjan júlí s.l. Bíldsey SH 65 hefur verið síðan á veiðum fyrir austan land og landað á Neskaupsstað eða Breiðdalsvík. Aflinn er fluttur landleiðina til vinnslu Þórsnes hér í Hólminum. Beitingarvél er um borð í bátnum og eru 6 menn eru í áhöfn en 4 um borð hverju sinni. Þannig næst betri nýting á bátinn en þetta starfsmannafyrirkomulag er jafnframt nýlunda innan krókakerfisins. Báturinn mun einkum veiða þorsk og þar sem lengra er að sækja hann en ýsuna þá er betra að hafa öruggara og stærra skip. Aðbúnaður áhafnar hefur tekið stakkaskiptum við breytingarnar auk er mun meira pláss fyrir afla í körum í lest, sem er mikið öryggisatriði. Báturinn hefur reynst vel á veiðum s.l.vikur. Báturinn sem er tæp 30 brúttótonn er nærri helmings stækkun frá þeim gamla. Til stendur er að selja gömlu Bíldsey sem hefur verið gerð út af Sæfell hf frá árinu 2005. am/Mynd: Gunnlaugur Árnason Nýr bátur Amelía, Kristófer, Jóel, Óliver, Salvör og Þröstur á byggingarstað

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 31-Mar-2016

234 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara frá 1994

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 2. ágúst 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 28. tbl. 19. árg. 2. ágúst 2012

Undanfarnar vikur hafa verið þétt setnar tónlistarviðburðum á kaffihúsum, hótelunum og ekki síst í kirkjunni hér í Hólminum. Ekki hægt að kvarta yfir fábreytni í þeim efnum. S.l. sunnudag kom bassabarítónsöngvarinn Andri Björn Róbertsson ásamt Ástríði Öldu Sigurðardóttur og heillaði gesti upp úr skónum með sérdeilis fögrum söng, þarna er rísandi stjarna á ferðinni! Vikuna þar á undan var hér á ferð frábær hópur ungra manna frá Salzburg í Austurríki sem flutti mjög fjölbreytta söngdagskrá án undirleiks af mikilli snilld og tveggja vikna „Orgelstykkja“ tímabili í Stykkishólms-

kirkju lauk með tónleikum Hilmars Arnar Agnarssonar, Bjargar Þórhallsdóttur og Elísabetar Waage. Söngur, harpa og orgel - blanda sem kom skemmtilega á óvart og gestir nutu vel í kirkjunni. Gylfi Ægisson skemmti gestum á Hótel Stykkishólmi s.l. laugardag og hljómsveitin Ylja lék á Sjávarpakkhúsinu og Þóhildur Pálsdóttir ásamt félögum tóku lagið á veröndinni á Hótel Egilsen. am

Tónlistarviðburðir

Nýbyggingar í LágholtiÞað þarf ekki alveg lóð undir allar nýbyggingar í Stykkishólmi því trén eru víða hærri en í Lágholtinu og því hægt að hefja byggingarframkvæmdir ofar jörðu og sleppa þannig fram hjá lóðaút-hlutunum. Útsýnið er mjög gott og húsnúmer er 135 enda byggjendur úr þeim húsnúmerum í Lágholtinu. Reyndar skal það tekið fram að aðalhönnuður og völundur verksins var Þröstur „altmuligmand“ sem smíðaði frá morgni til kvölds í marga daga að sögn aðstandenda.am

Klipping trjágróðurs og runna við stíga og

gangstéttar.

Lóðarhafar eru vinsamlegast beðnir um að klippa trjágróður og runna sem vaxið

hafa út fyrir lóðarmörk og hindra þar með almenna umferð og öryggi

gangandi vegfarenda eftir stígum og gangstéttum bæjarins.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Stykkishólmsbæjar

Ú t g e r ð a r f é l a g i ð Sæfell hf hefur tekið í notkun nýjan bát sem ber heitið Bíldsey SH-65. Um áramótin keypti félagið bát frá Sandgerði og var hann fluttur í janúar landleiðina til Siglufjarðar í miklar breytingar. Verktakinn var Siglufjarðar-Seigur. Báturinn var m.a. lengdur þar um 2,5 metra. Hann er því um 15 metra langur sem er með því mesta innan krókakerfisins. Breytingarvinna tók 6 mánuði og var báturinn tilbúinn til veiða um miðjan júlí s.l. Bíldsey SH 65 hefur verið síðan á veiðum fyrir austan land og landað á Neskaupsstað eða Breiðdalsvík. Aflinn er fluttur landleiðina til vinnslu Þórsnes hér í Hólminum. Beitingarvél er um borð í bátnum og eru 6 menn eru í áhöfn en 4 um borð hverju sinni. Þannig næst betri nýting á bátinn en þetta starfsmannafyrirkomulag er jafnframt nýlunda innan krókakerfisins. Báturinn mun einkum veiða þorsk og þar sem lengra er að sækja hann en ýsuna þá er betra að hafa öruggara og stærra skip. Aðbúnaður áhafnar hefur tekið stakkaskiptum við breytingarnar auk er mun meira pláss fyrir afla í körum í lest, sem er mikið öryggisatriði. Báturinn hefur reynst vel á veiðum s.l.vikur. Báturinn sem er tæp 30 brúttótonn er nærri helmings stækkun frá þeim gamla. Til stendur er að selja gömlu Bíldsey sem hefur verið gerð út af Sæfell hf frá árinu 2005.

am/Mynd: Gunnlaugur Árnason

Nýr bátur

Amelía, Kristófer, Jóel, Óliver, Salvör og Þröstur á byggingarstað

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 2. ágúst 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 19. árgangur 2.ágúst 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Frá Daglega. Stykkishólmi 9:00 15:45 Brjánslæk 12:15 19:00

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

Ferjan Baldur Sumaráætlun frá 10. júní - 26. ágúst 2012

www.saeferdir.is

Karlinn sem kleif kerlingunaHaraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og forstöðumaður Eldfjallasafnsins í Stykkishólmi heldur úti mjög áhugaverðu bloggi sem hægt er að nálgast á vefsíðu safnsins: www.eldfjallasafn.is Haraldur ferðast mikið m.a. um Snæfellsnesið og segir frá á bloggi sínu frá ferðum sínum, en mjög marga áhugaverða staði er að finna á Snæfellsnesi og eru margir þeirra í felum. Fyrir skömmu gerir Haraldur að umfjöllunarefni Kerlinguna í Kerlingarskarði þar sem bílvegurinn norður fyrir Snæfellsnes um Kerlingarskarð lá áður fyrr. „Það var margt ógleymanlegt sem maður sá á þeirri leið, en ef til vill var það ætið mest spennandi að koma auga á Kerlinguna, sem trónaði efst í Kerlingarfjalli, austan skarðsins. Hún er einstakur móbergsdrangur, sem er tengdur vinsælli þjóðsögu. Þetta kventröll mun hafa verið við veiðar í Baulárvallavatni alla nóttina, enda er hún með stóra silungakippu á bakinu. Á leið sinni heim eftir veiðitúrinn mun hún hafa tafist nokkuð og dagaði þá uppi í orðsins fyllstu merkingu. Hún varð að steini strax og fyrstu sólargeislarnir náðu að skína á hana á háfjallinu. Kerlingin er um 21 meter á hæð. Margir hafa klifið upp að rótum kerlingarinnar, efst á Kerlingarfjalli, enda er það nokkuð greiðfær leið beint upp af Kerlingarskarði. En aðeins einn maður hefur klifið Kerlinguna sjálfa. Það var árið 1948, sem Ágúst Bjartmarz fór úr Stykkishólmi

með félögum sínum og upp í Kerlingarfjall. Þar tókst Ágústi að kasta reipi upp yfir hausinn á Kerlingunni og kleif síðan alla leið upp. Þetta hefur enginn leikið eftir síðan, enda sérstakt afrek. En Ágúst er enginn venjulegur fjallgöngumaður, heldur mikill íþróttamaður. Hann var til dæmis sex sinnum Íslandsmeistari í badminton, enda átti Stykkihólmur heiðurinn

af því að innleiða þessa íþrótt á Íslandi. Ágúst er enn vel ern, þótt hann sé orðinn 88 ára.“Meðfylgjandi mynd tók Haraldur Sigurðsson þegar Ágúst heimsótti Eldfjallasafnið í Stykkishólmi á dögunum. am

Vantar íbúð á leigu sem allra fyrst. Þarf að vera 3 herbergja íbúðhelst eða stærri en allir möguleikar eru samt skoðaðir.Hafið samband við Guðnýju Gísladóttir í síma 849-6930

Smáauglýsingar

Danskur kór heimsækir Stykkishólm

Holmlandskórinn er kór frá Vestur Jótlandi stjórnandi er Erla Þórólfsdóttir innfæddur Hólmari. Kórinn er nú í heimsókn hér í Stykkishólmi og heldur tónleika í Stykkishólmskirkju föstudaginn 3. ágúst kl. 20.30 Hólmslandskórinn, Erla Þórólfsdóttir

TIL SÖLU

TJARNARÁS 4. VANDAÐ PARHÚS

Fallegt stílhreint svo til nýtt parhús á einni hæð í mjög vinsælli götu. Sér inngangur og innangengt í góðan bílskúr. Íbúðin skiptist í rúmgóða flísalagða forstofu, hol,eldhús með fallegri eikarinnréttingu, opnast í borðstofu og stofu. út af stofunni er stór sólpallur. Rúmgott bað flísalagt í hólf og gólf, góð innrétting, sturtuklefi og lagt fyrir þvottavél og þurrkara. tvö rúmgóð svefnherbergi , st. skápur í öðru. Parket og flísar á gólfum. Útaf stofu er skjólgóður girtur sólpallur. Húsið er vandað og mjög vel umgengið. Innaf bílskúrnum hefur verið innréttað rúmgott herbergi og snyrtiherbergi með sér inngang frá sólpalli. Þrátt fyrir að gatan sé mikið setin af heldri borgurum þá er leikskóli innan við 100 m. frá húsinu.

SKÓLASTÍGUR 30

Til sölu, 183,4 fm. steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum, klætt utan með Steni byggt 1967 með innbyggðum bílskúr. Þak var endurbætt og lagt nýju þakefni árið 2009. Tvöfalt og þrefalt gler. Arinn er í stofu. Efri hæð sem er 152 fm. skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, hol / borðstofu, stofu, fimm svefnherb., baðherbergi, eldhús, þvottahús og búr. Úr sólstofu er gengið út á svalir og þar niður á sólpall í garði. Stór skjólgóð lóð.

Sverrir Kristjánssonlögg. fasteignasaliÆgisgötu 11340 StykkishólmiSími: 896 [email protected]

Starfsfólk óskast í aukavinnu á Fimm fiskum í ágúst og september.

Upplýsingar í síma: 862-5968

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 2. ágúst 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 19. árgangur 2.ágúst 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

HÓTEL EGILSEN

Framkvæmdum er lokið í húsinu og nú getum við boðið upp á

léttar veitingar á neðstu hæðinni hjá okkur og á góðviðrisdögum

einnig úti á veröndinni.

Í hádeginu alla virka daga bjóðum við upp á súpu eða matarmikið salat.

Frá kl. 15 alla daga bjóðum við upp á heimabakað bakkelsi.

Allir hjartanlega velkomnir

Hótel Egilsen Aðalgata 2, Stykkishólmur

Sími: 554 7700

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 2. ágúst 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 19. árgangur 2.ágúst 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Fylgist með okkur á Facebook!

Opið alla daga frá kl. 11:00www.narfeyrarstofa.is & Facebook

Sími 438-1119 [email protected]

Hlý og rómantísk Fagleg og freistandi

HÚS TIL SÖLU

Borgarflöt 11134,4 fm. hlaðið einbýlishús byggt árið 1975 ásamt 33,6 fm. bílskúr. Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, þvottahús, geymslu, baðher-bergi og fimm svefnher-

bergi. Nýleg innrétting er í eldhúsi og nýlegur sturtuklefi á baðherbergi. Húsið var málað 2011 og þak yfirfarið. Góð lóð er við húsið sem er vel staðsett við enda á götu. Verð 29.000.000,-.

Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]

Heimasíða: fasteignsnae.is

Hólmarar, Helgfellingar og aðrir Íslendingar

Nú fer að koma að Dönskum dögum. Lionsmenn verða með sitt árlega

uppboð sem verður bara vinsælla og vinsælla.

Hefur þú verið að taka til hjá þér og þarft að losna við einhverja muni sem

myndu gleðja aðra? Við komum þeim í verð!

Vinsamlegast hafið samband við eftirtalda Lionsmenn sem fyrst:

• Sigurður A. Þórarinsson 860-3828• Magnús Friðrik Jónsson 864-1420• Hermund Pálsson 891-6949• Agnar Jónasson 893-7050

Sjáumst á Lionsuppboði á Dönskum dögum!Lionsmenn

Erum í sumarskapi!

Veitingahúsið Fimm fiskar

Tilboð í tilefni verslunarmannahelgar!

Líttu inn og gerðu góð kaup!

20% afsláttur af sundfatnaði

20-40% afsláttur af barnafatnaði

30-60% afsláttur af ýmsum dömufatnaði

20% afsláttur af öllum skóm

Verið velkomin í Heimahornið