stykkishólms-pósturinn 14. tbl. 7. apríl 2011

6
SÉRRIT - 14. tbl. 18. árg. 7. apríl 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis á öll heimili í Stykkishólmi og Helgafellssveit með Íslandspósti hf. og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útg. og prentun: Anok margmiðlun ehf, Pósthólf 15, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120 Ritstjóri, ábyrgðarm, fréttir: ..Sigurður R. Bjarnason Uppsetning og reikningshald:.Anna Melsteð Prentun: Ísafold/Think ehf Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Tannlæknir á ný í Stykkishólmi Háskóli Íslands er skóli allrar þjóðarinnar og verður aldarafmælinu fagnað víða um land. Þar verður HÁSKÓLALESTIN í fararbroddi en að henni standa Vísindavefurinn, Háskóli unga fólksins og Rannsóknasetur Háskóla íslands á landsbyggðinni. HÁSKÓLALESTIN mun heimsækja 9 áfangastaði á tímabilinu frá apríl og fram í ágúst, í nánu samstarfi við grunnskóla, sveitarfélög og marga fleiri og er fyrsti viðkomustaður Stykkishólmur. Í lestinni verða fræði og fjör úr Háskóla unga fólksins, vísindi og viðburðir af Vísindavefnum, tilraunasmiðjur, örfyrirlestrar og alls kyns óvæntar uppákomur – eitthvað fyrir alla, á öllum aldri. Háskólalestin nemur staðar í heimabyggð allra Rannsóknasetra Háskóla Íslands sem munu opna sín hús upp á gátt, ásamt ýmsum samstarfsaðilum. Að auki slást Rannsóknasetrin í för með Háskólalestinni um landið, með fjölbreyttan farangur úr náttúru og sögu landsins. Háskólalestin heimsækir Stykkishólm í lok apríl og á sama tíma verður haldin Vísindavaka. Fyrstu skólarnir sem taka þátt í Háskólalestinni eru byrjaðir að vinna með Vísindavefnum. Um miðjan mars sendu nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskólanum Stykkishólmi inn fjölda spurninga sem starfsfólk Vísindavefsins svaraði því sem næst samstundis. Björn Sigfinnsson kennari á Hornafirði og Elísabet Valdimarsdóttir kennari í Stykkishólmi sáu um allan undirbúning fyrir hönd sinna skóla. Spurningar nemendanna voru afar fjölbreyttar og báru augljósan vott um áhuga og skilning þeirra á vísindum. Margir vildu fræðast um málefni líðandi stundar, svo sem um hvernig flóðbylgjur verða til, um jarðskjálfta og orsakir þeirra, geislavirkni, kjarnorku og loftslagsbreytingar. Einnig voru nemendurnir að velta fyrir sér sígildum spurningum um stærð og lögun alheimsins, um svarthol, líf á öðrum hnöttum og hvort hægt væri að endurlífga risaeðlur og loðfíla? Þá spurðu þau líka um það hvort kettir gætu kafað, af hverju sumir væru heimskir en aðrir snjallir, af hverju mennirnir væru að mestu úr vatni, hvort við hefðum getað borðað risaeðlukjöt, og af hverju menn tala eins og teiknimyndapersónur ef þeir anda að sér helíni? Hægt er að skoða öll svör við spurningum nemendanna í flokkunum sem sveitarfélögin Höfn og Stykkishólmur eiga, ásamt grunnskólunum þar. Nemendur í Grunnskólanum Stykkishólmi hafa nú sett saman vefnámskeið sem bera nöfnin: Kettir, Sandur og Kynlíf. Nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar munu gera slíkt hið sama en næstu verkefni krakkanna verða svo að setja inn myndbönd eða hlaðvarp. (af visindavefurinn.hi.is) Stykkishólmur fyrsti viðkomustaður Frá því að Klæmint og Olla hættu að reka tannlæknastofu hér í Stykkishólmi s.l. haust hefur verið tannlæknalaust. Ari Bjarnason tannlæknir í Ólafsvík keypti af Klæmint en þar sem endurnýja þurfti ýmsan búnað, þá hefur opnun tannlæknastofu tafist hér í Stykkishólmi um nokkra mánuði. Tæki og tól eru hinsvegar komin og uppsett í tannlæknastofunni á spítalanum og fyrsti viðskiptavinurinn þegar verið skoðaður. Fyrst um sinn verður viðvera Ara um helgar hér í Stykkishólmi, en hans aðalstöð er í Ólafsvík og einu sinni í viku er hann í Grundarfirði. Ari hefur leitað í vetur að tannlækni til að starfa með sér á þessum starfsstöðvum, en að hans sögn er það erfiðara en að fá lækni til að flytja út á landsbyggðina. Þó mun tannlæknir koma til starfa með vorinu og þá verður vonandi hægt að auka þjónustuna við Grundfirðinga og Hólmara til muna. En að sögn starfsfólks Ara þá er mikið hringt úr Hólminum og spurt hvenær tannlæknastofan verði opnuð á ný! am Um þessar mundir kemur út bókin „Eldur Niðri“ sem lýsir ferli eldfjallafræðingsins Haraldar Sigurðssonar, sem nýlega var sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót við Háskóla Íslands. Bókin er einstök heimild um uppeldi, sköpun og þróun jarðvísindamanns, sem hefur unnið brautryðjendastörf á rannsóknum á eldfjöllum víðs vegar um heiminn. Hér fjallar Haraldur á hispurslausan hátt um spennandi og oft lífs- hættuleg rannsóknaverkefni, um ástir, sigra, áföll og margt annað sem hefur gerst á nær fimmtíu ára ferli. Í frásögn sinni kemur Haraldur til dyra eins og hann er klæddur, þegar hann greinir frá leiðöngrum sínum í Indónesíu, Ítalíu, Haítí, Vestur Indíum, Grikklandi, Afríku og víðar. Brenndandi áhugi hans á leyndardómum jarðar kviknar á æskustöðvunum á Snæfellsnesi og leiðir af sér ævilangt ferða- lag um flest stórvirkustu eld- fjöll heims, þar til hann lokar hringnum með stofnun Eldfjallasafns í Stykkishólmi. Eftir atburðaríkan feril við eldfjallarannsóknir um heim allan hefur Haraldur Sigurðsson frá mörgu að segja. (fréttatilkynning) Ný bók www.stykkisholmsposturinn.is

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 29-Mar-2016

228 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Bæjarblað Stykkishólms frá 1994

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 14. tbl. 7. apríl 2011

SÉRRIT - 14. tbl. 18. árg. 7. apríl 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis á öll heimili í Stykkishólmi og Helgafellssveit með Íslandspósti hf. og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útg. og prentun: Anok margmiðlun ehf, Pósthólf 15, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120 Ritstjóri, ábyrgðarm, fréttir: ..Sigurður R. Bjarnason Uppsetning og reikningshald:.Anna Melsteð Prentun: Ísafold/Think ehf

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Tannlæknir á ný í Stykkishólmi

Háskóli Íslands er skóli allrar þjóðarinnar og verður aldarafmælinu fagnað víða um land. Þar verður HÁSKÓLALESTIN í fararbroddi en að henni standa Vísindavefurinn, Háskóli unga fólksins og Rannsóknasetur Háskóla íslands á landsbyggðinni.HÁSKÓLALESTIN mun heimsækja 9 áfangastaði á tímabilinu frá apríl og fram í ágúst, í nánu samstarfi við grunnskóla, sveitarfélög og marga fleiri og er fyrsti viðkomustaður Stykkishólmur. Í lestinni verða fræði og fjör úr Háskóla unga fólksins, vísindi og viðburðir af Vísindavefnum, tilraunasmiðjur, örfyrirlestrar og alls kyns óvæntar uppákomur – eitthvað fyrir alla, á öllum aldri. Háskólalestin nemur staðar í heimabyggð allra Rannsóknasetra Háskóla Íslands sem munu opna sín hús upp á gátt, ásamt ýmsum samstarfsaðilum. Að auki slást Rannsóknasetrin í för með Háskólalestinni um landið, með fjölbreyttan farangur úr náttúru og sögu landsins. Háskólalestin heimsækir Stykkishólm í lok apríl og á sama tíma verður haldin Vísindavaka. Fyrstu skólarnir sem taka þátt í Háskólalestinni eru byrjaðir að vinna með Vísindavefnum. Um miðjan mars sendu nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskólanum Stykkishólmi inn fjölda spurninga sem starfsfólk Vísindavefsins svaraði því sem næst samstundis. Björn Sigfinnsson kennari á Hornafirði og Elísabet Valdimarsdóttir kennari í Stykkishólmi sáu um allan undirbúning

fyrir hönd sinna skóla.Spurningar nemendanna voru afar fjölbreyttar og báru augljósan vott um áhuga og skilning þeirra á vísindum. Margir vildu fræðast um málefni líðandi stundar, svo sem um hvernig flóðbylgjur verða til, um jarðskjálfta og orsakir þeirra, geislavirkni, kjarnorku og loftslagsbreytingar.Einnig voru nemendurnir að velta fyrir sér sígildum spurningum um stærð og lögun alheimsins, um svarthol, líf á öðrum hnöttum og hvort hægt væri að endurlífga risaeðlur og loðfíla?Þá spurðu þau líka um það hvort kettir gætu kafað, af hverju sumir væru heimskir en aðrir snjallir, af hverju mennirnir væru að mestu úr vatni, hvort við hefðum getað borðað risaeðlukjöt, og af hverju menn tala eins og teiknimyndapersónur ef þeir anda að sér helíni?Hægt er að skoða öll svör við spurningum nemendanna í flokkunum sem sveitarfélögin Höfn og Stykkishólmur eiga, ásamt grunnskólunum þar.Nemendur í Grunnskólanum Stykkishólmi hafa nú sett saman vefnámskeið sem bera nöfnin: Kettir, Sandur og Kynlíf. Nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar munu gera slíkt hið sama en næstu verkefni krakkanna verða svo að setja inn myndbönd eða hlaðvarp.

(af visindavefurinn.hi.is)

Stykkishólmur fyrsti viðkomustaður

Frá því að Klæmint og Olla hættu að reka tannlæknastofu hér í Stykkishólmi s.l. haust hefur verið tannlæknalaust. Ari Bjarnason tannlæknir í Ólafsvík keypti af Klæmint en þar sem endurnýja þurfti ýmsan búnað, þá hefur opnun tannlæknastofu tafist hér í Stykkishólmi um nokkra mánuði. Tæki og tól eru hinsvegar komin og uppsett í tannlæknastofunni á spítalanum og fyrsti viðskiptavinurinn þegar verið skoðaður. Fyrst um sinn verður viðvera Ara um helgar hér í Stykkishólmi, en hans aðalstöð er í Ólafsvík og einu sinni í viku er hann í Grundarfirði. Ari hefur leitað í vetur að tannlækni til að starfa með sér á þessum starfsstöðvum, en að hans sögn er það erfiðara en að fá lækni til að flytja út á landsbyggðina. Þó mun tannlæknir koma til starfa með vorinu og þá verður vonandi hægt að auka þjónustuna við Grundfirðinga og Hólmara til muna. En að sögn starfsfólks Ara þá er mikið hringt úr Hólminum og spurt hvenær tannlæknastofan verði opnuð á ný! am

Um þessar mundir kemur út bókin „Eldur Niðri“ sem lýsir ferli eldfjallafræðingsins Haraldar Sigurðssonar, sem nýlega var sæmdur heiðurs-doktorsnafnbót við Háskóla Íslands. Bókin er einstök heimild um uppeldi, sköpun og þróun jarðvísindamanns, sem hefur unnið brautryðjendastörf á rannsóknum á eldfjöllum víðs vegar um heiminn. Hér fjallar Haraldur á hispurslausan hátt um spennandi og oft lífs-hættuleg rannsóknaverkefni, um ástir, sigra, áföll og margt annað sem hefur gerst á nær fimmtíu ára ferli. Í frásögn sinni kemur Haraldur til dyra eins og hann er klæddur, þegar hann greinir frá leiðöngrum sínum í Indónesíu, Ítalíu, Haítí, Vestur Indíum, Grikklandi, Afríku og víðar. Brenndandi áhugi hans á leyndardómum jarðar kviknar á æskustöðvunum á Snæfellsnesi og leiðir af sér ævilangt ferða-lag um flest stórvirkustu eld- fjöll heims, þar til hann lokar hringnum með stofnun Eldfjallasafns í Stykkishólmi. Eftir atburðaríkan feril við eldfjallarannsóknir um heim allan hefur Haraldur Sigurðsson frá mörgu að segja.

(fréttatilkynning)

Ný bók

www.stykkisholmsposturinn.is

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 14. tbl. 7. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 18. árgangur 7. apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Ég vil í upphafi þakka ykkur góðan stuðning við allt okkar starf. Árangur okkar liða í vetur hefur í raun verið mun meiri en við þorðum að vona í upphafi.Báðir unglingaflokkar verða í úrslitum um næstu helgi og vonum við auðvitað að þar leynist verðandi Íslandsmeistarar. Stelpurnar hafa þegar unnið bæði bikar - og deildarmeistaratitlana.Meistaraflokkur kvenna er á góðri siglingu fram á við og vorum við mjög oft að stríða toppliðunum með góðri baráttu. Nú erum við að berjast við toppliðin en áður var baráttan um að falla ekki um deild. Við ætlum okkur áfram með kvennakörfuna á næsta tímabili og komast enn lengra.Strákarnir í meistaraflokki unnu þrjá af fimm titlum í vetur. Þeir urðu meistarar meistaranna, síðan Lengjumeistarar og þá deildarmeistarar. Í fjögurra liða úrslitum duttum við síðan út á móti sprækum Stjörnumönnum, sem við ætluðum aðsjálfssögðu að vinna, en svona er bara boltinn stundum.Eins og ritað er hér að ofan þá getum við Snæfellingar verið stolt af okkar vinnu og það erum við svo sannarlega. Metnaður okkar er auðvitað alltaf til staðar og einmitt þess vegna hefðum við öll viljað komast enn lengra og það er mjög eðlilegt.Þessa dagana er stjórn að ganga frá ráðningu á Inga Þór Steinþórssyni þjálfara til ársins 2014. Við erum að tala um báða meistaraflokkana, báða unglingaflokkana sem og yfirþjálfari yngri flokka. Þessi ráðning segir allt hvaða skoðun við höfum á þjálfara okkar, en hann er í hópi þeirra fremstu á Íslandi.Þjálfari er þegar farinn að skoða leikmannahópana fyrir næsta tímabil og ætlum við að ganga frá málum á allra næstu vikum. Á ársþingi KKÍ verður tekin endanleg ákvörðun um málefni erlendra leikmanna hjá konum og körlum sem og ýmis önnur mál er við munum kynna síðar.Ágæta stuðningsfólk, þegar maður velur sér áhugamál að þá vill maður vinna með skemmtilegu fólki, eignast fleiri vini og hafa gaman af og þannig viljum við hafa það í körfunni. Það er ekki sjálfgefið að í bæjarfélagi eins og Hólminum séu tvö úrvaldsdeildarlið sem

Ágætu stuðningsmenn Snæfells

SmáauglýsingarSkoda octavia til sölu, ljósblár, árg 2003, ekinn 141.000 km, dráttarkrókur, beinskiptur,dökkar rúður, álfelgur. Verð 950.000. Uppl. í síma 8618066 eða [email protected]

Hefur einhver rekist á part úr bílnum mínum á förnum vegi? Hlíf sem er undir helmingnum af framstuðaranum hefur tapast af bílnum!! Svartur plastfleki!Ef einhver hefur rekist á þannig ... má sá hinn sami slá á þráðinn í síma 861-9621 eða senda upplýsingar á netfangið: [email protected]

Óska eftir íbúð til leigu frá og með 1. júní. Vinsamlegast hafið samband í síma 8476763. Mattías Arnar Þorgrímsson.

bjóði okkur upp á stórviðburði allan veturinn. Þannig er það nú samt og gleymið ekki að það eru bara tvö lið í úrvaldadeildarkeppni á Vesturlandi öllu og þau eru bæði hér á Nesinu.Hafir þú áhuga á að starfa með okkur í körfuboltanum á næsta keppnistímabili endilega hafðu þá samband. Það er alltaf pláss fyrir áhugafólk með kraftmiklu fólki sem er í brúnni nú þegar, það eru ýmsar skipulagsbreytingar í stjórnun á teikniborðinu hjá okkur fyrir næsta tímabil.Stuðningsfólk Snæfells, bestu þakkir fyrir alla ykkar aðstoð, hún er ómetanleg og viljum við treysta á hana áfram, því eingöngu þannig sjáum við málin ganga upp. Styrktaraðilar, stórir sem smáir, hafið þökk fyrir ykkar hjálp, við hlökkum til að vinna með ykkur áfram.

Gunnar Svanlaugsson, formaður mfl. kkd. Snæfells

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

www.saeferdir.is

Ferjan Baldur Áætlun frá 01.01.2011

Minnum á söfnunarreikning orgelsjóðsins

0309-18-930076 Kt. 630269-0839 Þökkum veittan stuðning, Orgelsjóður

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 14. tbl. 7. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 18. árgangur 7.apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Aðalfundur SDS 2011Aðalfundur félagsins verður haldinn í Leifsbúð í Búðardal laugardaginn 16.apríl kl.17:00

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:a. kosning fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu stjórnar.b. skýrsla stjórnar um starfssemi félagsins á liðnu

starfstímabili.c. endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.d. skýrsla orlofsnefndar.e. skýrsla starfsmenntunarsjóðsf. tillögur stjórnar um félagsgjöld, gjald úr orlofssjóði til

rekstara félagsins og aðrar þær tillögur sem stjórnin kann að leggja fram.

g. tillögur til lagabreytinga sem stjórnin eða aðrir hafa lagt fram.

h. kosning formanns á þriggja ára fresti.i. kosning meðstjórnenda og varamanna í stjórn til tveggja

ára.j. kosning orlofsnefndar til þriggja ára í senn.k. kosning í starfsendurmenntunarsjóð til þriggja ára í senn.j. kosning fulltrúa á þing BSRB þriðja hvert ár.k. önnur mál sem getið er sérstaklega í fundarboði, s.s.

kjaramál eða annað.l. önnur mál.

Veglegur kvöldverður verður borinn fram að fundi loknum. Skemmtiatriði

Við viljum skora á alla félagsmenn okkar að mæta og njóta góðra samveru í gleði og starfi.

Rútuferðir verða til og frá :Hellissandi, Ólafsvík, Grundarfirði og StykkishólmiBrottfaratími frá hverjum stað auglýstur síðar.

Mikilvægt er að þið tilkynnið þátttöku hjá trúnaðarmanni eðahafið samband við skrifstofu með a.m.k. viku fyrirvara.Sími:436-1077 Netfang: [email protected]

Með von um að sjá sem flesta!Stjórnin

Sumarið nálgast!

Lokað verður í Anok margmiðlun frá 16. - 25. apríl 2011

Næstu tölublöð Stykkishólms-Póstsins koma út sem hér segir:

• Fimmtudaginn 14. apríl• Fimmtudaginn 28. apríl

Gleðilega páska og gleðilegt sumar

Anok margmiðlun

Fríir prufutímar í ULTRATONE fram að páskum!

Allir velkomnir

EINKAÞJÁLFUNTímapantanir í síma: 841 2000Íþróttamiðstöðin Stykkishólmi

ULTRATONE Tímapantanir í síma: 438 1212

Aðalgata 24 - 340 Stykkishólmur

FORM & HEILSASteinunn Helgadóttir

IAK Einkaþjálfari ULTRATONE meðferðaraðili

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 14. tbl. 7. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 18. árgangur 7. apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúðarkveðjur við andlát okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu

Marie Magdalena DeriveauBorgarheiði 16

HveragerðiÁður til heimilis að Skólastíg 13 í Stykkishólmi.

Sérstakar þakkir færum við Lionsklúbbnum Hörpu.

Fyrir hönd aðstandendaMarc Deriveau

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 10. apríl kl. 14.00

---Krakkar – foreldrar!

Munið kirkjuskólann á sunnudag kl. 11.00.Þetta verður seinasta samvera vetrarins.

Stykkishólmsbær er grænjaxl, en svo kallast þátttakendur í Grænum apríl 2011. Markmið

átaksins er að fá ríkisstjórnina, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn og styður við sjálfbæra framtíð á Íslandi. Með sameinuðu átaki er ætlunin að gera umhverfisumræðuna skemmtilega, líflega og kúl? fyrir alla Íslendinga.Stykkishólmsbær hefur verið í fararbroddi sveitarfélaga í umhverfismálum. Við vorum fyrst sveitarfélaga að taka upp þriggja tunnu sorpflokkun. Bæði leikskóli og grunnskóli skarta grænfána og hér er einnig fyrsta höfnin sem hlaut bláfánann. Stykkishólmsbær ásamt sveitarfélögunum á Snæfellsnesi fengu Earth check vottun á árinu 2010. Bæjarfélagið ætlar að standa fyrir ýmsum uppákomum á næstu vikum í tengslum við Grænan apríl. Við ætlum að skerpa á flokkun heimilissorps í apríl og munu starfsmenn Íslenska gámafélagsins heimsækja skólana okkar og vera með kynningarfund á Ráðhúsloftinu 14. apríl kl. 20:00. Á fundinum verður farið yfir það sem áunnist hefur með Stykkishólmsleiðinni í þriggja tunnu kerfinu og hvetjum við bæjarbúa til að mæta á fundinn.Í apríl viljum við hvetja bæjarbúa og atvinnurekendur að taka til í sínu nánasta umhverfi og henda rusli sem safnast hefur á lóðum og opnum svæðum. Lögð verður sérstök áhersla á tiltekt á Reitarvegi og við Ögursafleggjara. Geymslusvæði fyrir gáma verður opnað við Snoppu. Umhverfisnefnd er að undirbúa viðburði sem nánar verða auglýstir þegar líða tekur á mánuðinn. Auk þess viljum við hvetja fólk til að fylgjast með inná heimasíðu Stykkishólmsbæjar og þar er einnig tengill inná www.graennapril.is

Stykkishólmsbær

Stykkishólmur er grænjaxl

Við viljum þakka leikmönnum, þjálfurum og öllum þeim sem koma að meistaraflokkum Snæfells fyrir frábæra skemmtun í ve-tur. Treystum því að liðin verði klár í slaginn næsta vetur og hlök-kum til að mæta á pallana og styðja þau áfram. Áfram Snæfell!

Guffý og Berglind Lilja

Takk fyrir veturinn

Á laugardaginn verður Sigurborg Kr. Hannesdóttir, með námskeið í 5Rytma dansi í Lionshúsinu. Námskeiðið er öllum opið, hvort sem fólk er að prófa 5Rytmana í fyrsta sinn, eða hefur dansað áður.5Rytma dans er þróaður af bandarískri konu, Gabrielle Roth og lauk Sigurborg kennaraþjálfun hjá henni haustið 2008 og varð þar með fyrsti 5Rytma kennarinn hér á landi.Og hvað eru svo þessir 5Rytmar? Þetta er dans, en þó ekki ákveðin dansspor. Stundum er dansað af miklum krafti og stun-dum af mýkt. Rytmarnir fimm kallast flæði, stakkató, kaos, lýrík og kyrrð. Þegar þeir eru dansaðir í þessari röð verður til alda – og þannig flæðir einmitt lífsorkan. Með því að nota öndun, einfal-dar leiðbeiningar og allskyns tónlist finnur þú frelsi í þínum dansi, þeim dansi sem aðeins þú getur dansað. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig fyrir hádegi á föstudag.

Námskeið í 5Rytma dansi

Bátur Heildarafli Veiðarfæri Uppist.afla Landanir

Arnar SH 157 28.104 Net Þorskur 2

Bjarni Einars SH 545 373 Lb.lína Þorskur 1

Fjóla SH 7 2.714 Plógur Ígulker 4

Glaður SH 46 838 Lb.lína Þorskur/steinb 2

Garpur SH 95 1.705 Gildra Beitukóngur 1

Hanna SH 28 3.556 Lb.lína Þorskur 2

Hólmarinn SH 114 1.935 Handf. Þorskur 3

Karl Þór SH 110 7.408 Lb.lína Þorskur 4

Kári SH 78 9.108 Lb.lína Þorskur/steinb 5

Landey SH 31 8.734 Lb.lína Þorskur/steinb 3

Litli Vin SH 6 3.109 Handf. Þorskur 4

Sif SH 212 1.251 Handf. Þorskur 3

Veiga SH 107 1.264 Handf. Þorskur 2

Samtals 70.099 kg. 36

AFLAHORNIÐ Stykkishólmshöfn 27.03.2011 - 02.04.2011

Næstkomandi helgi verða báðir unglingaflokkar Snæfells í úrslitum Íslandsmótsins í körfuboltanum sem munu fara fram í Laugardalshöllinni. Unglingaflokkur karla er með sameiginlegt lið með Skallagrími og þeir hefja leik í undanúrslitum á morgun föstudag þar sem þeir mæta Haukum kl.18. Takist þeim að sigra Haukana komast þeir í úrslitaleikinn sem verður háður á sunnudaginn kl.18. Unglingaflokkur kvenna sem hefur verið ósigrandi í allan vetur byrjar á laugardag með undanúrslitaleik gegn Njarðvík kl.19. Sigri þær þann leik komast þær í úrslitaleikinn sem verður háður á sunnudaginn kl.14. Það verður hægt að fylgjast með gangi mála á vefsíðu KKÍ að venju en líklega mun Fjölnir-tv einnig senda frá öllum leikjunum á netinu. srb

Unglingaflokkarnir í úrslitum

Þarftu að láta breyta eða bæta?Tek að mér allar almennar

fatabreytingar og lagfæringar .Helga Guðmundsdóttir, klæðskeri Sími: 857-1208

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 14. tbl. 7. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 18. árgangur 7.apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Narfeyrarstofa

narfeyrarstofa.isSími 438-1119

Föstudagur: Kjúklingatilboð! Heill kjúklingur og franskar - Sótt, kr. 1250

Laugardagur:

Spennandi fjögurra rétta seðill

Láttu okkur koma þér á óvart!

Opnunartími:Opið í hádeginu alla virka daga

Fimmtudagskvöld opið 18-21.30 Föstudagskvöld opið 18-24

Laugardagskvöld opið 17-24 Sunnudagskvöld opið 17-21.30

Fersk bláskel v ikulega!

Pantanir í síma 893-5056

www.blaskel.is Íslensk bláskel ehf

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Aðalfundur Krabbameinsfélags Snæfellsness

verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl 2011, kl. 20í Sögumiðstöðinni, Grundarfirði.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Fræðsluerindi:Karlar og krabbameinRagnheiður Alfreðsdóttir forstöðumaður Ráðgjafamiðstöð K.Í.

Stjórnin

ÁTAK - líkamsrækt -

Bland í poka -Hressandi tímar í morgunsárið-Nýtt 6 vikna námskeið hefst þriðjudaginn 12.aprílFjölbreyttir tímar og skemmtilegir tímar sem flestir fara fram úti í góða veðrinu, ásamt því að hoppa inn og rífa í lóðin, fara í spinning o.fl.Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl.06:00Kennari: Róbert Árni gsm 865-5720

Sumarstarf – KvöldvinnaDuglegur og metnaðarfullur starfskraftur/ starfskraftar óskast til að sjá um þrif á sölum, eldhúsi o.fl. í Baldri eftir komu skipsins á kvöldin. Starfstímabil er frá 10. júní til 28. ágúst. Áhugasamir hafi samband á skrifstofu Sæferða eða á tölvupóst [email protected]

5Rytma dansNámskeið í Lionshúsinu

næsta laugardag 9. apríl kl. 11 – 13.Skráning fyrir kl. 12 á föstudag í síma 866 5527.

www.dansfyrirlifid.is

Vorfagnaður L – listans

Verður haldinn í Golfskálanum föstudaginn 8. apríl kl. 20:00

Aðgangseyrir kr: 1.000,-

Samtök félagshyggjufólksL -listinn

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 14. tbl. 7. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 14. tbl. 18. árgangur 7. apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Stykkishólmsbær Sumarstörf 2011

Sumarstarfsmenn óskast til starfa hjá Stykkishólmsbæ í eftirtalin störf:

• Starfsmenníáhaldahúsi• VerkstjóriVinnuskóla• FlokkstjórarviðVinnuskólann

Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk.

Vinnuskólinnbyrjar7.júníogermætingkl.8:00viðÁhaldahúsStykkishólmsbæjar,Nesvegi7.UmsóknareyðublöðumVinnuskólaverðurdreiftígrunnskólanumíapríl.

Krakkarfæddirárið1997vinnaí5vikurfrá7.júní–12.júlí.Krakkarfæddirárið1996vinnaí8vikurfrá7.júní–29.júlí.Krakkarfæddirárið1995ogfyrrvinnaí10vikurfrá7.júní–12.ágúst.

NánariupplýsingargefaGyðaSteinsdóttir,bæjarstjóriogHögniHögnason,bæjarverkstjóri.

Umsóknareyðublöðfyrirsumarstörfmánálgastábæjar¬skrifstofuaðHafnargötu3ogáwww.stykk-isholmur.isundirStjórnsýsla/Skjalasafn-Fundargerðir/Eyðublöð-Umsóknir.

Bæjarstjórinn í Stykkishólmi

Nú er komið að því!Tími sumardekkja kominn,

gæsin komin á Golfvöllinn

og sligaðir rekkar af sumardekkjum

á frábæru verði.

Breyttur opnunartími!

Framvegis er opið í hádeginu líka!

Kveðja,Alli og Atli

Dekk og Smur ehfNesvegur 5340 StykkishólmurS: 438-1385Gsm: 895-2324

Vorverkin!Sumarblómafræ, kryddjurtafræ, matjurtafræ, fræ fyrir sólstofurnar, sáðmold, sáðbakkar og garðáhöld eru komin í miklu úrvali...