stykkishólms-pósturinn 41. tölublað

6
SÉRRIT - 41. tbl. 18. árg. 24. nóvember 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Útsvar óbreytt Á 479. fundi bæjarráðs sem var haldinn, fimmtudaginn 17. nóvember 2011 s.l. var samþykkt tillaga bæjarstjóra um gjaldskrá útsvars og fasteignagjalda árið 2012. Í tillögunni er gert ráð fyrir að útsvar verði óbreytt frá fyrra ári þ.e. 14,48% Fasteignagjöld munu lækka í sumum tilfellum. Til samanburðar eru tölur fyrra árs innan sviga. Fasteignaskattur A-flokkur 0,41% (0,45%) Fasteignaskattur B-flokkur 1,32% (1,32%) Fasteignaskattur C-flokkur 1,65% (1,65%) Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis 1,44% (2,00%) Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis 2,50% (2,50%) Lóðarleiga ræktunarland 6,00% (6,00%) Holræsagjald íbúðarhúsnæði 0,22% (0,24%) Holræsagjald atvinnuhúsnæði 0,26% (0,26%) Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld pr. ílát/tunnu 39.800 kr. (35.850 kr.) (miðað við byggingavísitölu 558,2 nóvember 2011.) Afsláttur á fasteignaskatti til örorku- og ellilífeyrisþega er tekjutengdur og er hámarksafsláttur kr. 63.100.- (59.800.-) am Jólatré frá Drammen Eins og verið hefur venja til s.l. 47 hefur vinabær Stykkishólms, Drammen í Noregi, fært Stykkishólmsbæ jólatré að gjöf. Í ár var tréð fellt 10. nóvember s.l. og er sagt 12 metra hátt. Það eru hefðir sem hafa skapast við þá athöfn þegar tréð er fellt en þá er t.d. boðið upp á ekta ketilkaffi sem lagað er yfir opnum eldi í skóginum auk þess sem nýsteikt kringla fylgir með. Talsmaður Drammenbæjar, Tore Opdal Hansen, segir þetta hluta af jólatrés-diplómatínunni og segir að í ár sé tréð sem fari til Íslands ca. 12 metra hátt og er hann sérlega ánægður með það. Flutningur þess frá Drammen er langur og strangur og tekur einhverjar vikur, svo ekki er búið að dagsetja tendrun þess hér í Stykkishólmi.Virkilega flott er haft eftir starfsmönnum sveitarfélagsins Drammen. Mynd: Karen Leivseth/am Skógahöggsmaðurinn Dag Ove Ellingsen býður upp á ekta ketilkaffi eitthvað sem Tore Opdal Hansen metur mikils. Nemendur úr Grunnskólanum í Stykkishólmi og Hlíðaskóla í Reykjavík báru sigur úr býtum í hinum árlega Raunveruleik Landsbankans fyrir skólaárið 2011 – 2012. Tíundi bekkur Grunnskólans í Stykkishólmi náði bestum árangri í bekkjakeppninni en í keppni einstaklinga hafði Hrefna Ásgeirsdóttir í Hlíðaskóla sigur. Alls tóku um 1.000 nemendur úr meira en 50 grunnskólum um land allt þátt í Raunveruleiknum og var hann nú spilaður níunda árið í röð. Raunveruleikurinn hófst þann 17. október síðastliðinn og stóð yfir í 28 daga. Raunveruleikurinn er gagnvirkur hermileikur og hannaður sem fjármála- og neytendafræðsla fyrir efstu bekki grunnskóla. Í Raunveruleiknum fá nemendur að kynnast þeim ákvörðunum sem einstaklingar þurfa að taka í lífinu, þeir stunda nám, leita sér að vinnu, þurfa að ná endum saman af þeim launum sem bjóðast á almennum vinnumarkaði og bregðast við því sem á daga þeirra drífur. Í Raunveruleiknum eru mældar ýmsar hagstærðir í samfélaginu líkt og um alvöru væri að ræða, t.d. verðbólga, atvinnuleysi og sparnaður. Heilbrigðisgreinar vinsælar í ár Segja má að Raunveruleikurinn sé einskonar eftirlíking af samfélagi og þess vegna er áhugavert að fylgjast með því um hvort tölfræði hans endurspeglar raunverulegar aðstæður. Af 10 hlutskörpustu þátttakendum í ár voru 2 stelpur og 8 strákar, en þessi hlutföll hafa verið með ýmsu móti undanfarin ár. Á þessu ári sóttu margir þátttakendur í nám tengt heilbrigðiskerfinu, vinsælasta háskólanám bæði karla og kvenna voru læknanám og tannlækningar en þar á eftir kom viðskipta- og lögfræði. Á síðasta ári vakti sjávarútvegsnám mestan áhuga þátttakenda og þá ákváðu flestir að verja stórum hluta tekna sinna í sparnað. Meðallaun þátttakenda voru um 360.000 kr. sem er um 30.000 kr. hærra en á síðasta ári. Strákar voru tekjuhærri en stelpur við lok leiks nú í ár. Atvinnuleysi sveiflaðist nokkuð á meðan að keppnin stóð yfir en var um 5,5% við lok leiks eða um tveimur prósentustigum lægra en við lok leiks á síðasta ári. Atvinnuleysi á Íslandi á 3. ársfjórðungi var um 5,9%. Á meðan á leiknum stóð hækkaði verð vöru og þjónustu nokkuð og verðbólga var rúm 10%. Í Raunveruleiknum fæddust um 2932 börn á tímabilinu. Mynd: Eyþór Benediktsson/am Nemendur í Stykkishólmi sigursælir

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 13-Mar-2016

224 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

25. nóvember 2011 Bæjarblað Hólmara nær og fjær

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 41. tölublað

SÉRRIT - 41. tbl. 18. árg. 24. nóvember 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Útsvar óbreyttÁ 479. fundi bæjarráðs sem var haldinn, fimmtudaginn 17. nóvember 2011 s.l. var samþykkt tillaga bæjarstjóra um gjaldskrá útsvars og fasteignagjalda árið 2012. Í tillögunni er gert ráð fyrir að útsvar verði óbreytt frá fyrra ári þ.e. 14,48% Fasteignagjöld munu lækka í sumum tilfellum.Til samanburðar eru tölur fyrra árs innan sviga. Fasteignaskattur A-flokkur 0,41% (0,45%) Fasteignaskattur B-flokkur 1,32% (1,32%) Fasteignaskattur C-flokkur 1,65% (1,65%) Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis 1,44% (2,00%) Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis 2,50% (2,50%) Lóðarleiga ræktunarland 6,00% (6,00%) Holræsagjald íbúðarhúsnæði 0,22% (0,24%) Holræsagjald atvinnuhúsnæði 0,26% (0,26%) Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld pr. ílát/tunnu 39.800 kr. (35.850 kr.) (miðað við byggingavísitölu 558,2 nóvember 2011.) Afsláttur á fasteignaskatti til örorku- og ellilífeyrisþega er tekjutengdur og er hámarksafsláttur kr. 63.100.- (59.800.-) am

Jólatré frá Drammen Eins og verið hefur venja til s.l. 47 hefur vinabær Stykkishólms, Drammen í Noregi, fært Stykkishólmsbæ jólatré að gjöf. Í ár var tréð fellt 10. nóvember s.l. og er sagt 12 metra hátt. Það eru hefðir sem hafa skapast við þá athöfn þegar tréð er fellt en þá er t.d. boðið upp á ekta ketilkaffi sem lagað er yfir opnum eldi í skóginum auk þess sem nýsteikt kringla fylgir með. Talsmaður Drammenbæjar, Tore Opdal Hansen, segir þetta hluta af jólatrés-diplómatínunni og segir að í ár sé tréð sem fari til Íslands ca. 12 metra hátt og er hann sérlega ánægður með það. Flutningur þess frá Drammen er langur og strangur og tekur einhverjar vikur, svo ekki er búið að dagsetja tendrun þess hér í Stykkishólmi.Virkilega flott er haft eftir starfsmönnum sveitarfélagsins Drammen. Mynd: Karen Leivseth/am

Skógahöggsmaðurinn Dag Ove Ellingsen býður upp á ekta

ketilkaffi eitthvað sem Tore Opdal Hansen metur mikils.

Nemendur úr Grunnskólanum í Stykkishólmi og Hlíðaskóla í Reykjavík báru sigur úr býtum í hinum árlega Raunveruleik Landsbankans fyrir skólaárið 2011 – 2012. Tíundi bekkur Grunnskólans í Stykkishólmi náði bestum árangri í bekkjakeppninni en í keppni einstaklinga hafði Hrefna Ásgeirsdóttir í Hlíðaskóla sigur. Alls tóku um 1.000 nemendur úr meira en 50 grunnskólum um land allt þátt í Raunveruleiknum og var hann nú spilaður níunda árið í röð. Raunveruleikurinn hófst þann 17. október síðastliðinn og stóð yfir í 28 daga.Raunveruleikurinn er gagnvirkur hermileikur og hannaður sem fjármála- og neytendafræðsla fyrir efstu bekki grunnskóla. Í Raunveruleiknum fá nemendur að kynnast þeim ákvörðunum sem einstaklingar þurfa að taka í lífinu, þeir stunda nám, leita sér að vinnu, þurfa að ná endum saman af þeim launum sem bjóðast á almennum vinnumarkaði og bregðast við því sem á daga þeirra drífur. Í Raunveruleiknum eru mældar ýmsar hagstærðir í samfélaginu líkt og um alvöru væri að ræða, t.d. verðbólga, atvinnuleysi og sparnaður.Heilbrigðisgreinar vinsælar í árSegja má að Raunveruleikurinn sé einskonar eftirlíking af samfélagi og þess vegna er áhugavert að fylgjast með því um hvort tölfræði hans endurspeglar raunverulegar aðstæður. Af 10 hlutskörpustu þátttakendum í ár voru 2 stelpur og 8 strákar, en þessi hlutföll hafa verið með ýmsu móti undanfarin ár. Á þessu ári sóttu margir þátttakendur í nám tengt heilbrigðiskerfinu, vinsælasta háskólanám bæði karla og kvenna voru læknanám og tannlækningar en þar á eftir kom viðskipta- og lögfræði. Á síðasta ári vakti sjávarútvegsnám mestan áhuga þátttakenda og þá ákváðu flestir að verja stórum hluta tekna sinna í sparnað.Meðallaun þátttakenda voru um 360.000 kr. sem er um 30.000 kr. hærra en á síðasta ári. Strákar voru tekjuhærri en stelpur við lok leiks nú í ár. Atvinnuleysi sveiflaðist nokkuð á meðan að keppnin stóð yfir en var um 5,5% við lok leiks eða um tveimur prósentustigum lægra en við lok leiks á síðasta ári. Atvinnuleysi á Íslandi á 3. ársfjórðungi var um 5,9%. Á meðan á leiknum stóð hækkaði verð vöru og þjónustu nokkuð og verðbólga var rúm 10%. Í Raunveruleiknum fæddust um 2932 börn á tímabilinu.

Mynd: Eyþór Benediktsson/am

Nemendur í Stykkishólmi sigursælir

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 41. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 41. tbl. 18. árg. 24. nóvember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Hausttónleikar lúðrasveitanna

Lay-Low eða Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir er væntanleg á Hótel Stykkishólm 1. desember n.k. með tónleika. Nýlega gaf hún út plötuna Brostinn strengur, sem hefur aldeilis slegið í gegn og setið á vinsældarlistum víða. Platan hefur fengið glimrandi viðtökur gagnrýnenda: „Ein af albestu plötum ársins, ofurskemmtilegt gæðastöff.“ Dr. Gunni - Fréttatíminn „Framúrskarandi verk.“ Árni Matthíasson - Morgunblaðið. Það er alltof langt síðan að Lay Low spilaði hér um slóðir en þó hefur hún tekið upp heila plötu í Flatey fyrir nokkrum árum, auk þess sem hún tengdist kvikmyndinni Brúðgumanum sem einnig var tekin í Flatey og gott ef hún kom ekki líka fram í veislu aldarinnar þegar Vatnasafnið var vígt, í tjaldinu fræga. Á undanförnum árum hefur hún verið að spila mikið erlendis og náð frábærum árangri á þeim vettvangi. Nú er hún að ferðast um landið með hljómsveit sinni og það má segja að spilagleðin sé í hámarki. Frábærir tónleikar sem ekki má missa af!Miðasala á tónleikana fer fram á vefsíðu Lay-Low www.laylow.is og er miðaverð 2.500 kr. am

TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ20 - 30% afsláttur af dömufatnaði

í nokkra daga.Góð vara á enn betra verði.

Velkomin í Heimahornið.

SmáauglýsingarÓskum eftir að leigja hús/íbúð sem fyrst í Stykkishólmi.Áhugasamir hafi samband: Marcin s. 8411-907 eða Agnieszka 8411-904Til sölu Royal eikarborð úr Rúmfatalagernum og 6 eða 8 stólar með sessu. Eins árs gamalt. Lítur vel út. Ódýrt. 8465224 Krisztof eða 4381021 Katja.Til sölu Mercedes Benz C200 Kompressor árg. 2001 Upplýsingar í síma 8952278Ef einhvern vantar að losna við gamlan en nothæfan hitakút er ég til í að að kaupa hann. Gurra 8489490Til sölu MALM rúmgrind B:90 x L:200cm úr IKEA með eikarspón. Kostar ný 24.950 en er seld á kr. 10.000. Sími 8961909Til sölu VW passat árgerð 99, dökk grænn vel með farinn, uppl. í s: 8616172 kveðja Guðmundur Amlin

Lay-Low með tónleika í Stykkishólmi

www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu

Báðar lúðrasveitir Tónlistarskóla Stykkishólms komu fram á hausttónleikum á Hótel Stykkishólmi s.l. viku. Við þetta tækifæri voru nýir búningar vígðir og var hópurinn glæsilegur í hárauðum vestum utan yfirr hvíta boli og við dökkar buxur eða pils. Tónleikarnir voru mjög fjölbreyttir og ljóst að hart hefur verið unnið nú í haust. Á efri myndinni má sjá Lúðrasveit Stykkishólms á sviði en sú nýbreytni var tekin upp að trommadeildinn fékk að njóta sín, enda sporlétt mjög í dansinum. Á neðri myndinni má sjá meiripart Litlu Lúðró ásamt stjórnanda sínum Martin. am

Söngvaseiður 2011 fór fram þann 12. nóvember með pompi og pragt. Stigu þar á stokk með Tónlistarfélaginu Meðlæti, í tíu atriðum, tólf sönghetjur og tveir dansarar. Margir þátttakenda voru að þreyta sína frumraun á sviði sem söngvarar og allir skiluðu hlutverki sínu með mikilli prýði. Mátti greina undrun og aðdáun í svip og viðbrögðum margra áhorfenda þegar söngvarar hófu upp raust sína. Hæfileikafólk er á hverju strái í Stykkishólmi, svo mikið er víst. Brugðu sumir fyrir sig snilldartöktum í leikrænni tjáningu og óhætt að segja að salurinn hafi skemmt sér konunglega yfir öllum atriðum. Dómnefndin, sem skipuð var Njáli Þórðarsyni, Írisi B. Guðbjartsdóttur og Pétri (Jesú) Erni Guðmundssyni, komst að þeirri niðurstöðu að þriðja sætið ætti Magnús Bæringsson sem ásamt dönsurum sínum flutti með glæsibrag lagið „Ég sé um hestinn“ fyrir Hárstofuna. Annað sætið skipaði Hulda Hildibrandsdóttir fyrir Sæferðir sem gerði alla orðlausa af undrun þegar hún skellti sér í gervi Adele og söng „Rolling in the deep“ og hafði lítið fyrir því. Sigurvegararnir í ár komu frá Grunnskólanum og sigruðu með „Það sést ekki sætari mey“ sem Björk flutti svo snilldarlega um árið. Þær Anna Margrét Ólafsdóttir og Elín Ragna Þórðardóttir henni ekkert eftir og skiluðu því með fágun og glæsileika á meðan rómantísk stríðsárastemning sveif yfir salnum. Eftir Söngvaseið tók við rífandi stemning þar sem dansað var dátt undir fjörmikilli tónlist Meðlætis.

Elín Kristinsdóttir

Söngvaseiður

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 41. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 41. tbl. 18. árg. 24. nóvember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Sími 438 1587

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00 Aukaferð Lau. 26.11. 9:00 frá Stykkishólmi og 12:00 frá Brjánslæk

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Ljósakrossar í kirkjugarðinum

Sóknarnefnd verður í kirkjugarðinum eftirtalda daga til að taka við greiðslu og tengja ljósin:

Sunnudag 27/11 kl. 13:00 – 15:00Föstudag 2/12 kl. 13:00 – 15:00Laugardag 3/12 kl. 11:00 – 14:00Sunnudag 4/12 kl. 13:00 – 15:00Laugardag 10/12 kl. 11:00 – 14:00

Leiga er kr. 2000 Athugið að ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

Sóknarnefnd

Bingó-BingóStórglæsilegt bingó verður haldið i sal Fjölbrauta-skóla Snæfellinga fimmtudaginn 1. des kl.19:00

Vinningarnir eru ekki af verri endanum, t.d. Flugmiði með Icelandair, 2 miðar á Jólagesti Björgvins, út að borða á ýmsa veitingastaði, leikföng, sælgæti og margt fleira.Spjaldið á einungis 500 kr.

Lúðrasveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar

HÚS TIL SÖLU

Skólastígur 30183,4 fm. steinsteypt einbýlishús byggt 1967 með innbyggðum bílskúr. Húsið er á tveimur hæðum. Íbúðarhæðin (efri hæðin) 152 fm. Stofur, sólstofa,

eldhús, þvottahús, búr, baðherbergi, gestasnyrting og 5 svefnherbergi. Á neðri hæð er bílskúr og geymslur. Upphitað bílaplan, rafdrifin bílskúrshurð. Að utan er húsið klætt steniklæðningu. Lóð er gróin með miklum gróðri. Stórt bílastæði er framanvið bílskúr, malbikað og með hitalögn. Þak var endurbætt og lagt nýju þakefni fyrir rúmum tveimur árum. Mjög gott útsýni er frá húsinu.Óskað er eftir tilboðum í húsið.

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]

Heimasíða: fasteignsnae.is

Nuddstofan Lindin

Gjafabréf frá Lindinni er góð gjöf

Erum búnar að taka upp jólavarning, föndurvöru og fleira skemmtilegt.

Fullt af nýjum leikföngum, playmo, lego, dúkkur, spil

og bílar. Bækurnar streyma inn – nú ætlum við að

hafa smá bókakynningu.

Opið fimmtudagskvöldið kl 20 – 22 Kaffi á könnunni. Kl. 21 verður Dagbjört með

bókakynningu. Sagt verður frá nokkrum nýjum

skáldsögum og barnabókum.

Styðjið við bókabúðina ykkar, sem reynir að þjóna allt árið.

Verslunin Sjávarborg Komin í jólaskapið!

Stykkishólmskirkja

Guðsþjónusta verður í Gömlu kirkjunni í

Stykkishólmi sunnudaginn 27. desember

(1. Sd. aðventu) kl. 20.00

Krakkar – foreldrar!

Munið kirkjuskólann kl. 11.00 á sunnudag í

Stykkishólmskirkju. Ágústína 6991436 Fríða 8667702 Lára 8666417

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 41. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 41. tbl. 18. árg. 24. nóvember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

BátasjómennNú er tíminn til að gera bátinn klárann fyrir sumarið

• Tökumaðokkurallarvélaviðgerðir• Gírviðgerðir• Útvegumvarahluti• Nýsmíðiúrjárni• Rennismíði• Niðursetningávélumogöðrumbúnaðiíbáta• Erummeðbílkrana

Sigurðr8946023Rúnar6949323Birgir7719830

VélaverkstæðiðHillariNesvegi9340Stykkishólmur

Jólavörurnar streyma innAðventa hefst um helgina

allt efnið í kransana færðu hjá okkur

Seríurnar eru komnarJólagjafavara í miklu úrvali

Opið laugardaga fram til jóla frá kl. 13-16

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 41. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 41. tbl. 18. árg. 24. nóvember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

FráGrunnskólanum í Stykkishhólmi

Við Grunnskólann í Stykkishólmi er laus staða skólaritara.

Skólaritari starfar á skrifstofu skólans undir stjórn skólastjóra og tekur þannig þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer innan skólans. Í starfi skólaritara eru mikil samskipti við nemendur og starfsfólk auk foreldra og annarra aðila utan skóla.

Umsækjandi um starf skólaritara þarf að hafa gott vald á íslensku, bæði töluðu og rituðu máli. Einnig er gerð krafa um góða tölvukunnáttu.

Við leitum að starfsmanni sem getur unnið sjálfstætt og stundum undir álagi og átt góð samskipti við nemendur og annað starfsfólk.

Umsóknarfrestur er til 2. desember

Umsóknum má skila á skrifstofu skólans eða bæjarskrifstofu.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður.Gunnar Svanlaugsson, skólastjóri

Jóla – jóla – jólaJólasveinarnir frægu, ýmsar handverksvörur.

Bækur fyrir innlenda og erlenda vini og ættingja, hlýr fatnaður, vettlingar,

húfur og treflar.Komið og gerið góð kaup

Opið: 9:00 -16:00 alla virka daga22.12. 09:00 - 18:0023. 12. 08:00 -20:00

Lokað 24. 12. og 25.12.

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 41. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 41. tbl. 18. árg. 24. nóvember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]