stykkishólms-pósturinn 28. júní 2012

4
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 25. tbl. 19. árg. 28. júní 2012 Morgunlognið yfir Plássinu Á þessari mynd sem er tekin s.l. þriðjudagsmorgun var logn og blíða í Hólminum, að vanda myndu sumir segja! En í þessari birtu þá koma eyjarnar svo skemmtilega upp úr sjónum að þær virðast nær en þær eru. Það er líka gaman að horfa yfir Plássið en Hótel Egilsen tók til starfa í Egilshúsi s.l. helgi og verðu líflegt í kringum það af gestum í framtíðinni. Búið er að ganga frá lóð í krinum húsið og rammar það húsið vel inn. am Siglinga-æfingabúðir í Stykkishólmi Æfingabúðir Siglingasambands Íslands og Siglingadeildar Snæfells verða haldnar í Stykkishólmi dagana 2-8. júlí næstkomandi. Æfingabúðirnar eru fyrir alla sem æfa siglingar innan einhvers af siglingafélögum landsins og hafa ámóta æfingabúðir verið haldnar á landsbyggðinni árlega. Æfingabúðirnar eru í og með haldnar til að hvetja siglara til að taka þátt í keppni. Frá hverju félagi koma siglarar og þjálfarar með ásamt ábyrgðarmönnum fyrir hópinn. Er því óhætt að fullyrða að í og við Stykkishólm og næsta nágrenni verður iðandi líf á sjó og landi þessa viku. Fjölskyldum og vinum siglara er velkomið að koma og fylgjast með. Tom Wilson sem hefur verið með í æfingabúðunum undanfarin tvö ár kemur aftur en Tom vinnur með þjálfurunum í að bæta þekkingu og færni þeirra í þjálfun, þjálfararnir nýta þetta svo til að þjálfa siglarana. Því er óhætt að segja að allir fái frábæra æfingu út úr þessum æfingabúðum. Siglarar og þeirra fylgdarmenn munu gista í Grunnskólanum og sér Siglingadeild Snæfells um undirbúning við mótið hér í Stykkishólmi og aðstoðar við framkvæmd. Á meðan á æfingabúðum stendur verður hlé á siglinganámskeiðum Snæfells en stefnt er að næsta námskeiði, fáist næg þátttaka, mánudaginn 9. júlí. am Orgelstykki og skoskur kór í Stykkishólmskirkju Fyrstu tónleikar í Sumartónleikaröð Stykkishólmskirkju eru í kvöld þegar Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju og Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari koma fram á tónleikum með efni eftir Saint-Saëns, Boëllman, Jón Hlöðver Áskelsson, Karl Höller og Rachmaninoff. Organistarnir Helga Hjördís Guðmundsdóttir sem kemur fram á sunnudaginn kl. 17 og Jónas Þórir á þriðjudaginn kl. 20. Skoski kórinn Stonehaven Chorus kemur í Stykkishólmskirkju miðvikudaginn 4. júlí kl. 20 Kórinn heldur þrenna tónleika á Íslandi auk Stykkishólmskirkju koma þau fram í Reykholtskirkju og Háteigskirkju. Stjórnandinn John Hearne starfaði í Borgarnesi á árum áður einn vetur og hefur haldið tengslum við Ísland síðan þá, sérstaklega í samstarfi við Þorgerði Ingólfsdóttur, stjórnanda Hamrahlíðarkórsins. Kórinn syngur án undirleiks og er dagskráin mjög fjölbreytt. Nánari dagskrá sumartónleikanna verður auglýst síðar en einnig verður hægt að fylgjast með viðburðum á heimasíðu kirkjunnar www.stykkisholmskirkja.is og á Facebook síðu sumartónleikaraðarinnar. am Næstu 3 útgáfudagar Stykkishólms-Póstsins: 5. júlí, 12. júlí og 2.ágúst Svipmyndir úr bæjarlífinu á: www.stykkisholmsposturinn.is Við erum líka á Facebook! Æðarsetur Íslands er til húsa í Norska húsinu - byggðasafni Snæfelling og Hnappdæla og opið á opnunartímum hússins.

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 20-Mar-2016

239 views

Category:

Documents


11 download

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 28. júní 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.isNetfang: [email protected]

SÉRRIT - 25. tbl. 19. árg. 28. júní 2012

Morgunlognið yfir Plássinu

Á þessari mynd sem er tekin s.l. þriðjudagsmorgun var logn og blíða í Hólminum, að vanda myndu sumir segja! En í þessari birtu þá koma eyjarnar svo skemmtilega upp úr sjónum að þær virðast nær en þær eru. Það er líka gaman að horfa yfir Plássið en Hótel Egilsen tók til starfa í Egilshúsi s.l. helgi og verðu líflegt í kringum það af gestum í framtíðinni. Búið er að ganga frá lóð í krinum húsið og rammar það húsið vel inn. am

Siglinga-æfingabúðir í Stykkishólmi

Æfingabúðir Siglingasambands Íslands og Siglingadeildar Snæfells verða haldnar í Stykkishólmi dagana 2-8. júlí næstkomandi. Æfingabúðirnar eru fyrir alla sem æfa siglingar innan einhvers af siglingafélögum landsins og hafa ámóta æfingabúðir verið haldnar á landsbyggðinni árlega. Æfingabúðirnar eru í og með haldnar til að hvetja siglara til að taka þátt í keppni. Frá hverju félagi koma siglarar og þjálfarar með ásamt ábyrgðarmönnum fyrir hópinn. Er því óhætt að fullyrða að í og við Stykkishólm og næsta nágrenni verður iðandi líf á sjó og landi þessa viku. Fjölskyldum og vinum siglara er velkomið að koma og fylgjast með. Tom Wilson sem hefur verið með í æfingabúðunum undanfarin tvö ár kemur aftur en Tom vinnur með þjálfurunum í að bæta þekkingu og færni þeirra í þjálfun, þjálfararnir nýta þetta svo til að þjálfa siglarana. Því er óhætt að segja að allir fái frábæra æfingu út úr þessum æfingabúðum. Siglarar og þeirra fylgdarmenn munu gista í Grunnskólanum og sér Siglingadeild Snæfells um undirbúning við mótið hér í Stykkishólmi og aðstoðar við framkvæmd. Á meðan á æfingabúðum stendur verður hlé á siglinganámskeiðum Snæfells en stefnt er að næsta námskeiði, fáist næg þátttaka, mánudaginn 9. júlí. am

Orgelstykki og skoskur kór í StykkishólmskirkjuFyrstu tónleikar í Sumartónleikaröð Stykkishólmskirkju eru í kvöld þegar Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju og Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari koma fram á tónleikum með efni eftir Saint-Saëns, Boëllman, Jón Hlöðver Áskelsson, Karl Höller og Rachmaninoff. Organistarnir Helga Hjördís Guðmundsdóttir sem kemur fram á sunnudaginn kl. 17 og Jónas Þórir á þriðjudaginn kl. 20. Skoski kórinn Stonehaven Chorus kemur í Stykkishólmskirkju miðvikudaginn 4. júlí kl. 20 Kórinn heldur þrenna tónleika á Íslandi auk Stykkishólmskirkju koma þau fram í Reykholtskirkju og Háteigskirkju. Stjórnandinn John Hearne starfaði í Borgarnesi á árum áður einn vetur og hefur haldið tengslum við Ísland síðan þá, sérstaklega í samstarfi við Þorgerði Ingólfsdóttur, stjórnanda Hamrahlíðarkórsins. Kórinn syngur án undirleiks og er dagskráin mjög fjölbreytt.Nánari dagskrá sumartónleikanna verður auglýst síðar en einnig verður hægt að fylgjast með viðburðum á heimasíðu kirkjunnar www.stykkisholmskirkja.is og á Facebook síðu sumartónleikaraðarinnar. am

Næstu 3 útgáfudagar Stykkishólms-Póstsins:

5. júlí, 12. júlí og 2.ágúst

Svipmyndir úr bæjarlífinu á:www.stykkisholmsposturinn.is

Við erum líka á Facebook!

Æðarsetur Íslands er til húsa í Norska húsinu - byggðasafni Snæfelling og Hnappdæla og opið á opnunartímum hússins.

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 28. júní 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 25. tbl. 19. árgangur 28.júní 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

RúnFyrsta þríþrautarkeppnin í HólminumSunnudaginn 1. júlí nk. verður fyrsta þr íþrautarkeppnin haldin hér í Hólminum þegar 3SNÆ heldur svokallaða sprettþraut eins og sagt var frá í síðasta blaði Stykkishólmspóstsins. Keppnin hefst kl. 9:30 í sundlaug Stykkishólms þar sem keppendur synda 400m, hlaupa svo út á skiptisvæðið, sem staðsett verður á svæðinu milli íþróttamiðstöðvar og skóla, og hjóla þaðan upp að Helgafells afleggjara og til baka samtals 10km og að endingu verður hlaupinn hringur í bænum sem mælist 2,7km (frá grunnskóla, Borgarbraut, Skúlagötu, Austurgötu, Hafnargötu, Silfurgötu, Aðalgötu upp að upplýsingaskilti þar sem er snúið og svo Aðalgötu, Borgarbraut og í mark!). Hólmarar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á staðinn og hvetja keppendur, bæði í sundinu og einnig í hjóla- og hlaupalegg. Þar sem þetta er sprettþraut þá ættu langflestir að ljúka keppninni á kannski 40-70mínútum, þannig að það er um að gera að mæta tímanlega og fylgjast með frá upphafi. Kort af hjóla- og hlaupaleið má sjá á www.snaefell.is. Keppnin er öllum opin (líka Hólmurum sem ekki eru í þríþrautadeild J ) og skráning er hafin á www.hlaup.com undir úrslit/forskráning, þátttökugjald kr. 2.000. Nánari upplýsingar gefur undirrituð en einnig má finna upplýsingar á www.snaefelli.is undir Þríþrautadeild og í skráningarflipa á hlaup.com. Verðlaun verða veitt fyrir 1.-3. Sæti í tveimur aldursflokkum karla og kvenna og er fjöldi veglegra vinninga, auk útdráttarverðlauna. Undirrituð vill að endingu nota tækifærið og þakka fyrirtækjum í Stykkishólmi og öðrum styrktaraðilum fyrir jákvæðar móttökur og veittan stuðning.

Með þríþrautarkveðju,Íris Huld Sigurbjörnsdóttir,

formaður 3SNÆp.s. áfram er óskað eftir sjálfboðaliðum til að starfa á skiptisvæði, við brautargæslu o.s.frv. – áhugasamir hafi samband við Írisi í gsm 847-0229 eða netfang [email protected]

Lófaleiðsögn í StykkishólmiS t y k k i s h ó l m s b æ r býður nú í samstarfi við heimafyrirtækið Anok margmiðlun upp á leiðsögn í lófann, Lófaleiðsögn. Um er að ræða frítt efni sem hægt er að horfa og hlusta á

í símum, spjaldtölvum eða hefðbundnum tölvum og hægt er að sækja á vef Stykkishólmsbæjar. Þrjár af fimm leiðsögnum eru tilbúnar til notkunar en þær geyma gersemar úr Ljósmyndasafni Stykkishólms, samtímamyndir og myndbönd auk frásagnar um það sem fyrir augu ber. Lófaleiðsögn er verkefni sem Stykkishólmsbær og heimafyrirtækið Anok margmiðlun ehf hafa gert samning um og hefur þróun staðið yfir í nokkurn tíma. Hugmynd Anok margmiðlunar var að miðla staðbundnum fróðleik á nýjan máta og á hugmyndin rætur sínar að rekja til ársins 2008. Anok margmiðlun var stofnað árið 2000 í Reykjavík og flutti starfsemi sína til Stykkishólms árið 2005. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun margmiðlunarefnis, vefsíðna, hönnunar ýmiskonar auk þess sem það á náið samstarf við fyrirtæki og stofnanir í Stykkishólmi á sviði hugmyndavinnu og ráðgjafar af ýmsu tagi. Verkefnið var styrkt af Atvinnumálasjóði kvenna 2009 og Nýsköpunarmiðstöð 2010. am

Heiðrún Höskuldsdóttir hefur fest kaup á límfilmuskera og hefur komið sér upp aðstöðu heima hjá sér til að útbúa ýmsa vöru úr límfilmu. Þegar Stykkishólms-Pósturinn leit inn til hennar í vikunni var hún að skera út vörumerki fyrir fyrirtæki í bænum en hún er að prófa sig áfram með búnaðinn og segir nóg vera af hugmyndum fyrir græjurnar. Hún býður upp á hina sínvinsælu sandblástursfilmu auk þess að skera út í allavega litar límfilmur. Heiðrún er með Facebook síðuna RÚN og þar er hægt að sjá myndir af verkum hennar. Netfang Heiðrúnar er [email protected] og sími 849-2105. am

Er með talandi Amazon páfagauk til sölu. honum fylgir stórt turnbúr frá Liba, ferðabúr, dótakassi og standur á hjólum. Frekari uppl. 438-1066

Smáauglýsingar

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 28. júní 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 25. tbl. 19. árgangur 28.júní 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Fylgist með okkur á Facebook!

Opið alla daga frá kl. 11:00www.narfeyrarstofa.is & Facebook

Sími 438-1119 [email protected]

Hlý og rómantísk Fagleg og freistandi

Forsetakosningar

Laugardaginn 30. júní n.k. verða kosningar til embættis forseta Íslands.

Kjörstaður í Stykkishólmi verður í SETRINU við tónlistarskóla Stykkishólms, Skólastíg 11.

Kjörfundur hefst kl. 09:00 og stendur til kl. 22:00

Kjörstjórn Stykkishólms

Kauptilboð óskast í húseignina Aðalgötu 13. Stykkishólmi. Sala. 15060. Einbýlishús á 2 hæðum

ásamt innbyggðum bílskúr. Um er að ræða 2 íbúðir samtals 268,2m², ásamt 34,6m² innbyggðum bílskúr sem tilheyrir íbúð á efri hæð, stærð húsnæðisins er samtals 302,8m². Stærð íbúðar á efri hæð er 159,3m² sem skiptist í forstofu, stórt hol, eldhús,

stofu, fjögur svefnherbergi baðherbergi og gestasnyrtingu. Góðar innréttingar og gólfefni eru í íbúðinni. Svalir eru út af stofu. Stærð íbúðar á neðri hæð er 108,9m² sem skiptist í forstofu, gang baðherbergi, eldhús, stofu, geymslu og tvö svefnherbergi. Gólfefni og innréttingar þarfnast endurnýjunar. Húsið stendur á 400m² leigulóð, samkv. Fasteignaskrá Íslands. Húsið hefur verið klætt að utan með steniklæðningu. Brunabótamat húsnæðisins er kr. 62.050.000,- og fasteignamat er kr. 32.200.000,- Húseignin er til sýnis í samráði við Þorberg Bæringsson í síma 894 1951 og Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík í síma 530 1400. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. (Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa, http://www.rikiskaup.is/ ). Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 10.00 þann 3. júlí 2012 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska.

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 28. júní 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 25. tbl. 19. árgangur 28.júní 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Frá Daglega. Stykkishólmi 9:00 15:45 Brjánslæk 12:15 19:00

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

Ferjan Baldur Sumaráætlun frá 10. júní - 26. ágúst 2012

www.saeferdir.is

SumartónleikarStykkishólmskirkju

ORGELSTYKKI28.júní kl.20Hörður Áskelsson orgel og Inga Rós Ingólfsdóttir selló

1. júlí kl.17Helga Þórdís Guðmundsdóttir

5.júlí kl.20Jónas Þórir

Sumartónleikar4.júlí kl.20 Stonehaven Chorus - Skotland

Lista- og menningarsjóður Stykkishólms

Listvinafélag Stykkishólmskirkju

www.stykkisholmskirkja.isFacebook: Sumartónleikar Stykkishólmskirkju

Skódagar -Skódagar15% afsláttur af skóm

fimmtudag föstudag og laugardag.Velkomin í Heimahornið - verslunina ykkar

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar (FÁBB), sem undanfarin 4 ár hefur gengist fyrir siglingu súðbyrtra trébáta um Breiðafjörð, gengst nú fyrir slíkri bátahátíð í fimmta sinn þann 7 júlí nk.Að þessu sinni verður siglt frá Stykkishólmi um Suðureyjar og áætlunin gerir ráð fyrir farið verði frá Stykkishólmi um kl. 09:30 og siglt inn Breiðasund og á milli Öxneyjar og Brokeyjarum Bænhúsastraum og Þröskulda. Fyrsti viðkomustaður er Brokey og eyjan skoðuð í fylgd heimamanna síðan verður siglt inn Gagneying og austur fyrir Galtarey og út Írskuleið og norðan við Rifgirðingar að Öxney sem er næsti viðkomustaður og eyjan skoðuð í fylgdheimamanna. Frá Öxney verður siglt suður að Brattastraumi og hann skoðaður og síðan norður fyrir Gvendareyjar og um Stapastraum og sunnan við Skákarey og um Helgafellseyjaog með Þingvallalöndum og sunnan Skoreyjar til Stykkishólms.Að sjálfsögðu ráða aðstæður, sjávarföll og veður mestu um hvernig siglingin verður og ekki verður farið um harða strauma nema aðstæður leyfi. Áætlunin getur því breyst ef aðstæður krefjast. Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð og eyjarnar verða skoðaðar í fylgd manna sem þekkja þær vel. Fyllsta öryggis verður gætt og björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi verður með í för. Formaður hvers báts er ábyrgur fyrir því að nauðsynlegur öryggisbúnaður sé fyrir hendi um borð. Gera má ráð fyrir að ferðin taki 6-8 klst.Allir súðbyrðingar er velkomnir og við viljum hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi.Á meðfylgjandi yfirlitsmynd má sjá fyrirhugaða siglingaleið:

Frekari upplýsingar veita:Sigurður Bergsveinsson, [email protected], s: 893 9787Hafliði Aðalsteinsson, [email protected], s: 898 3839

Bátadagar á Breiðafirði 7. júlí 2012

Þjóðbúningadagur í Norska húsinuHinn sívinsæli og árvissi Þjóðbúningadagur verður haldinn í Norska húsinu laugardaginn 7. júlí. Dagskrá verður með hefðbundnu sniði og hefst kl. 14 Dóra Jónsdóttir gullsmiður verður á staðnum til aðstoðar við greiningu á búningaskarti, Eyjólfur Eyjólfsson tenór syngur og Örn Magnússon meðlimur í hljómsveitinni Spilmenn Ríkínis leikur á langspil. Heimasíða Þjóðbúningaráðs www.buningurinn.is verður einnig kynnt. Allir eru velkomnir, en gestir uppáklæddir í þjóðbúninga fá frítt í safnið þennan dag. Kvenfélagið Hringurinn hefur umsjón með veitinginum á þjóðbúningadeginum. am