stykkishólms-pósturinn 16.ágúst 2012

8
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 30. tbl. 19. árg. 16. ágúst 2012 Eins og flestir vita þá er áformað að kvikmynda hér í Stykkishólmi hluta úr mynd bandaríska leikarans og leikstjórans Ben Stiller The Secret life of Walter Mitty. Undirbúningur fyrir tökudagana sem verða seinnipartinn í september er þegar hafinn og hefur leikstjórinn látið sjá sig auk starfsmanna kvikmyndarinnar hér í Hólminum í sumar. Í síðustu viku var auglýst eftir leikurum sem sterkir eru í þríþraut og sjósundi fyrir myndina og í auglýsingu er tekið fram að ekki sé krafist leikreynslu. Tökur hér í Hólminum fara m.a. fram í gamla apótekinu sem verður breytt í karókíbar, eftir því sem heyrst hefur og svo við hafnarsvæðið. Tökudagarnir verða alls þrír hér í Stykkishólmi. Á meðfylgjandi mynd sem tekin var í júlí í sumar er stórleikarinn með Sigrúnu Þorgeirsdóttur og dætrum hennar Kristínu Ölmu og Júlíönu Ósk rétt við lendingarstað þyrlu sem notaður verður m.a. í myndinni. am Undirbúningur hafinn fyrir kvikmyndatökur Stykkishólms-Pósturinn Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994. Í sumar hefur verið metfjöldi smábáta við Stykkishólmshöfn. Sumir eru fiskibátar meðan aðrir eru meira í ætt við skemmtibáta. Bátar sem veiða í strandveiðikerfinu eru margir en veiðum á svæðinu innan þess kerfis lauk í síðustu viku. Svæði A innan þess nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps. Í hlut þess koma 715 tonn í maí, 858 tonn í júní, 858 tonn í júlí og 429 tonn í ágúst, sem nú hefur verið náð. Mikið er af makríl hér í firðinum og eru einhverjir bátar eru komnir á makrílveiðar og er frysting á makríl hafin hér a.m.k. hjá útgerðinni Þórishólma. am Metfjöldi báta við Stykkishólmshöfn ATLANTSOLÍA Í HÓLMINUM 10 KRÓNA AFSLÁTTUR AF ELDSNEYTI MEÐ DÆLULYKLINUM HELGINA 18.-19. ÁGÚST. Góð berjatíð Berjaspretta hefur verið með mesta móti hér á Snæfellsnesi líkt og víðar á landinu. Virðist vera nóg af krækiberjum, bláberjum og aðalbláberjum í ár. Ekki er að sjá að nein óværa sé í lynginu eins sum árin - svo það ætti að vera hægt að ná sér í ber næstu vikurnar. am

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 28-Mar-2016

234 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994

TRANSCRIPT

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 30. tbl. 19. árg. 16. ágúst 2012

Eins og flestir vita þá er áformað að kvikmynda hér í Stykkishólmi hluta úr mynd bandaríska leikarans og leikstjórans Ben Stiller The Secret life of Walter Mitty. Undirbúningur fyrir tökudagana sem verða seinnipartinn í september er þegar hafinn og hefur leikstjórinn látið sjá sig auk starfsmanna kvikmyndarinnar hér í Hólminum í sumar. Í síðustu viku var auglýst eftir leikurum sem sterkir eru í þríþraut og sjósundi fyrir myndina og í auglýsingu er tekið fram að ekki sé krafist leikreynslu. Tökur hér í Hólminum fara m.a. fram í gamla apótekinu sem verður breytt í karókíbar, eftir því sem heyrst hefur og svo við hafnarsvæðið. Tökudagarnir verða alls þrír hér í Stykkishólmi. Á meðfylgjandi mynd sem tekin var í júlí í sumar er stórleikarinn með Sigrúnu Þorgeirsdóttur og dætrum hennar Kristínu Ölmu og Júlíönu Ósk rétt við lendingarstað þyrlu sem notaður verður m.a. í myndinni. am

Undirbúningur hafinn fyrir kvikmyndatökur Stykkishólms-PósturinnBæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994.

Í sumar hefur verið metfjöldi smábáta við Stykkishólmshöfn. Sumir eru fiskibátar meðan aðrir eru meira í ætt við skemmtibáta. Bátar sem veiða í strandveiðikerfinu eru margir en veiðum á svæðinu innan þess kerfis lauk í síðustu viku. Svæði A innan þess nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps. Í hlut þess koma 715 tonn í maí, 858 tonn í júní, 858 tonn í júlí og 429 tonn í ágúst, sem nú hefur verið náð. Mikið er af makríl hér í firðinum og eru einhverjir bátar eru komnir á makrílveiðar og er frysting á makríl hafin hér a.m.k. hjá útgerðinni Þórishólma. am

Metfjöldi báta við Stykkishólmshöfn

ATLANTSOLÍA Í HÓLMINUM

10 KRÓNAAFSLÁTTUR

AF ELDSNEYTI MEÐ DÆLULYKLINUM

HELGINA 18.-19. ÁGÚST.

Góð berjatíð

Berjaspretta hefur verið með mesta móti hér á Snæfellsnesi líkt og víðar á landinu. Virðist vera nóg af krækiberjum, bláberjum og aðalbláberjum í ár. Ekki er að sjá að nein óværa sé í lynginu eins sum árin - svo það ætti að vera hægt að ná sér í ber næstu vikurnar. am

Stykkishólms-Pósturinn, 30. tbl. 19. árgangur 16.ágúst 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Norðurljósin 2012 Undirbúningur fyrir Norðurljósahátíðina sem halda á 18.-21. október 2012 er í fullum gangi. Við viljum biðja alla sem vilja koma viðburðum inn á dagskrána að hafa samband við undirritaðar fyrir 20. september. Endilega takið dagana frá og gerum þessa hátíð eins eftirminnilega og síðast og ekki gleyma að bjóða gestum heim.

Norðurljósanefndin 2012Þórunn Sigþórsdóttir í síma 894-1421 eða [email protected]

Berglind Axelsdóttir í síma 895-3828 eða [email protected]ðfinna Arnórsdóttir í síma 897-8513 eða [email protected]

Óska eftir 3-4 herbergja íbúð/einbýlishús til leigu í Stykkishólmi sem fyrst. Upplýsingar í síma 896-1658Mig sárvantar húsnæði á leigu í Hólminum, ef þú lumar á einu slíku endilega hafðu samband við Sigmar í síma 847-6766Bílskúrssala laugardaginn 18. ágúst milli 11-16 að Silfurgötu 25.Fatnaður, barnavörur, leikföng, bækur, heimilsbúnaður og margt fleira ;) Allir velkomnir.

Smáauglýsingar

Fjöldi gesta í sundlauginni

2011 2012maí 2.754 maí 2.422júní 5.089 júní 5.174júlí 9.794 júlí 8.733ágú 5.500 ágúst 5.000*

23.137 21.329

Svipmyndir úr bæjarlífinu á:www.stykkisholmsposturinn.is

Við erum líka á Facebook!

* áætlun

Þór Breiðfjörð söngvari sem hlaut Grímuverðlaun í sumar fyrir söng sinn í Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu og Valgerður Guðnadóttir söngkona sem einnig söng í Vesalingunum, verða með hressa og skemmtilega tónleika í sumartónleikaröð Stykkishólmskirkju fyrir alla fjölskylduna í kvöld, 16. ágúst kl. 20.30 Á efnisskránni verða ýmis vel þekkt stórsöngvaralög en líka mikið af hressum Disney-lögum. Með í för verður Vignir Þór Stefánsson píanóleikari. Aðgangseyrir er kr. 2000 en frítt er inn fyrir börn yngri en 16 ára. am

Hólmarinn Þór Breiðfjörð með tónleika í kvöld

Leikskólinn kominn af stað eftir sumarfrí Starfið í leikskólanum er að komast á fullt skrið þessa dagana og inn streyma nemendur og starfsmenn, endurnærð eftir sumarleyfi. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í leikskólanum. Elín Pálsdóttir er hætt og flutt í Kópavog. Sólbjört Gestsdóttir tekur við sem deildarstjóri á Vík. Á Vík hófu einnig störf Auður Vésteins og Sigurlín Sumarliðadóttir í 100% starfi og Joanna Szereszen verður frá 8 - 10 á morgnanna. Á Ási hætti Stína og Aðalheiður Sigurðardóttir byrjaði í 90% starfi. Á Nesi fór Sara Diljá í fæðingarorlof, þar hófu störf Sigurlína Sigurbjörnsdóttir í 60% vinnu og Kolbrún Ýr Ólafsdóttir í 100% vinnu, Ninna færðist yfir á Nes með elstu börnunum af Vík. Í vetur verða mun fleiri börn í leikskólanum en verið hefur undanfarna vetur og fer nemendafjöldi upp í 70 börn sem er mjög gleðilegt!Starfsfólk leikskólans sér fram á skemmtilegan og krefjandi vetur.

am

Stjórnsýslan eftir sumarfrí Á 487. fundi bæjarráðs sem haldinn á skrifstofu bæjarstjóra, fimmtudaginn 9. ágúst 2012 var kosið um formann og varaformann bæjarráðs Stykkishólmsbæjar. Davíð Sveinsson var kosinn formaður en Egill Egilsson varaformaður. Í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, dags. 09.07.2012 fjallar nefndin um skiltareglugerð bæjarins. Nefndin leggur til að hún verði endurskoðuð. Kannski ekki úr vegi þar sem skiltum hefur fjölgað í sumar, í ýmsum stærðum, að draga nýjar línur um skilti í bæjarlandinu. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra og byggingarfulltrúa að koma með tillögu að nýrri reglugerð.Ekkert lát virðist á fjölgun gistirýma í Stykkishólmi. En fjallað er um leyfi tveggja aðila annarsvegar á Þvervegi 12 og hinsvegar á Skólastíg 21.Eins og sagt var frá í Stykkishólms-Póstinum fyrr í sumar þá hefur sala eigna verið talsverð á vormánuðum. Það er því ekki ólíklegt að sú frétt hafi ýtt við einhverju!„Tillaga um lækkun gatnagerðargjalda. Við undirritaðir leggjum til að gatnagerðargjöld á eftirtöldum lóðum verði með 50% afslætti miðað við gjaldskrá viðkomandi lóða. Tilboðið gildir í eitt og hálft ár frá samþykkt.Lóðirnar eru: Laufásvegur 19, Hjallatangi 1,3,9,13,15,17,19,28 Móholt 2,4,14,16 Neskinn 3,5 Sundabakki 2Gjald vegna uppfyllingar á Hjallatanga 28 verði fellt niður.Greinargerð: Þar sem mikil sala hefur verið á íbúðarhúsnæði að undanförnu og mikill húsnæðisskortur er teljum við rétt að reyna að hvetja til húsbygginga. Aðgerðirnar geta einnig stuðlað að eflingu byggingariðnaðarins í Stykkishólmi. Flestar þessar lóðir hafa verið lausar lengi við götur sem eru tilbúnar og er því ekki mikill viðbótarkostnaður við úthlutun þeirra.Davíð SveinssonEgill EgilssonTillaga samþykkt.“Gretar D. Pálsson leggur fram 3 fyrirspurninr og eina bókun á fundinum: „1) Hver er kostnaður vegna fleygunar og fyllingar við plan framan við Nesveg 11 og 13? 2) Hefur Stykkishólmsbær komið að undirbúningi, eða hefur bærinn samþykkt einhverjar framkvæmdir í tengslum við kvikmynd Ben Stillers? 3) Hver er áætlaður heildarkostnaður Stykkishólmbæjar vegna mögulegs flutnings dvalarheimilis Stykkishólms í St. Fransickussjúkrahúsið?Bókun: Undirritaður harmar uppsögn Eydísar Eyþórsdóttur úr starfi íþrótta- og tómstundafulltrúa sem hún hefur gegnt af miklum sóma. Undirritaður skorar á meirihlutann og bæjarstjóra að taka upp viðræður við Eydísi um verkefni íþrótta- og tómstundafulltrúa, launakjör og vinnuaðstöðu með endurráðningu hennar í huga.“ am

Stykkishólms-Pósturinn, 30. tbl. 19. árgangur 16.ágúst 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Danskt hlaðborð

að hætti matreiðslumannsins Guðmundar H. Halldórssonar

- alveg ekta danskt!Laugardaginn 18.ágúst

2 tegundir af síld frá kl 18:00 – 21:00Reyktur laxGrafinn laxSteikt rauðspretta með remúlaðiPurusteikReykt bayonnaise skinkaLindström hakkabuff

Meðlæti:Danskt rúgbrauðRauðrófusalatSalat blandaSteikt grænmetiSteiktar kartöflurSoðin egg með meðlæti

Blandaðar kökur og kaffi í eftirrétt.

Danskir dagará Hótel Stykkishólmi

Verð AÐEINS 3.900 kr

½ gjald fyrir 6-12 ára

FRÍTT fyrir 0-6 áraBorðapantanir: Sími: 430 2100

Stykkishólms-Pósturinn, 30. tbl. 19. árgangur 16.ágúst 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Kvennalið í fótbolta?

S.l. mánudag var stór hópur kvenna samankominn á íþróttavellinum og mátti sjá þar konur á öllum aldri. Þegar nánar var að gáð, reyndist ekki um að ræða nýtt kvennaknattspyrnulið Snæfells heldur var kynningartími um Metabolic í gangi. Tekið skal þó fram að daginn eftir, var hópurinn enn stærri og stór hópur karla í honum, en kerfið hentar ekki síður körlum en konum. En hvað er Metabolic? Metabolic þýðir í raun efnaskipti en en eitt aðal markmið Metabolic tímanna er að auka hraðann á efnaskiptum í líkamanum og þar með að auka fitubrennslu. Það var Helgi Jónas Guðfinnsson kennari við ÍAK sem hannaði námskeiðið og að leiðarljósi hafði hann að námskeið í Metabolic ætti að vera árangursríkt, skemmtilegt, markvisst og öruggt. Steinunn Helgadóttir ÍAK einkaþjálfari hefur nú slegist í lið með Helga Jónasi og býður upp á námskeið hér í Stykkishólmi þar sem í boði verða 5 tímar í viku. Þetta eru hópþrektímar og eftir kerfinu er æft víða um land. Hér verður kennt í íþróttahúsinu. Allir taka vel á í tímunum í stuttan tíma í einu með hléum á milli, svokölluð skorpuþjálfun en slík þjálfun skilar fitubrennslu í marga klukkutíma eftir æfinguna og mun meiri brennslu heldur en æfingar með jöfnu álagi. Rauði þráðurinn í gegnum alla tímana er að allar æfingarnar eru það sem kallast starfrænar sem þýðir að þær líkjast daglegum hreyfingum okkar sem mest. Kosturinn við æfingarnar er að það stjórnar hver og einn sínu álagi með því að notast við léttari þyngdir og fara hægar. Áhöldin sem notuð eru m.a. TRX bönd, medicine boltar, teygjur, ketilbjöllur og kaðlar. Í næstu viku verður opin vika prufutímar í íþróttahúsinu verða þriðjudaginn, fimmtudaginn og föstudaginn klukkan 06.15-07.00 og á mánudaginn og miðvikudaginn klukkan 17.15 – 18.00 Hægt er að kynna sér málið nánar á vefsíðunni www.metabolic.is am

Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar

mömmu okkar, tengdamömmu, ömmu og langömmu

Ingibjargar Hallberu ÁrnadótturSkólastíg 14, Stykkishólmi

sem lést 14. júlí s.l.

Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunaar Vesturlands, á Akranesi og í Stykkishólmi.

Sigrún ÁrsælsdóttirÁrdís Sigurðardóttir Dilling Arne H. DillingSesselja Guðrún Sigurðardóttir Guðjón ÞorkelssonSigurborg Inga Sigurðardóttir Pétur Jakob JóhannssonUnnur Sigurðardóttir Páll H. SigvaldasonAðalsteinn Sigurðsson Jónína Shipp

ömmubörn og langömmubörn.

Aflabrögð í sumar hafa verið ágæt og frá því í maíbyrjun hefur verið landað 1376 sinnum í Stykkishólmshöfn samtals 945.840 kg. af afla.Kaupendur afla skv. tölum frá hafnarvoginni eru helstir Agustson sem keypti 303.199 kg. af grásleppu, Fiskmarkaður Íslands 254.591 kg. með blandaðan afla, Sægarpur er með 101.288 kg. af beitukóng, Þórsnes með 66.290 af þorski, ýsu og grásleppu en Þórishólmi keypti 49.938 kg. af grásleppu. Gísli Gunnarsson 25.089 kg. grásleppa, Fiskkaup 20.502 kg. grásleppa, Birkir R. Jóhannsson 17.430 kg. grásleppa, Bátasmiðjan 13.964 kg. grásleppa nokkrir aðrir kaupendur eru skráðir á afla sem landað er í Stykkishólmshöfn og er það í minna magni. am

Landanir í Stykkishólmshöfn í sumar

Málþing um ferðaþjónustu í Breiðafirði Dagana 24.-25. ágúst 2012 verður haldið opið málþing um Sögu Breiðafjarðar í Hótel Stykkishólmi. Að málþinginu stendur hópur fræðimanna sem eiga aðild að verkefninu Sögu Breiðafjarðar, sem hlotið hefur styrk úr Rannsóknarsjóði. Markmið verkefnisins er að efla rannsóknir á sögu Breiðafjarðar, en jafnframt stuðla að miðlun þekkingar um þessa sögu, bæði til almennings en einnig til ferðamanna.

Dagskrá:Föstudagur 24. ágúst13.00 Málþingið sett13.15 Sverrir Jakobsson, Saga Breiðafjarðar – grunnhugmyndin14.00 Helgi Þorláksson, Verslun útlendinga við Breiðafjörðinn14.30 Oddný Sverrisdóttir, Sinn er siður í landi hverju. Um þýskumælandi ferðamenn sem markhóp í menningarferðaþjónustu15.00 Kaffihlé15.15 Svava Lóa Stefánsdóttir, Áfangastaður: Breiðafjörður. Menningartengd ferðaþjónusta og mögulegar miðlunarleiðir16.00 Heiðrún Eva Konráðsdóttir, Sögutengd ferðaþjónusta. Minjasafn Egils Ólafssonar16.30 Pallborð17.30 Ráðstefnuhlé

Laugardagur 25. ágúst9.00 Sverrir Jakobsson, Verkefnið Saga Breiðafjarðar. Staða og horfur9.30 Benedikt Eyþórsson, Breiðfirskir búnaðar- og búskaparhættir. Höfuðdrættir 1700-1900 og langtímaþróun10 Pétur Eiríksson, Verslun og verstöðvar á Snæfellsnesi og Barðaströnd10.30 Kaffihlé11 Helgi Þorláksson, Sjórán og siglingar við Breiðafjörð11.30 Sverrir Jakobsson, Umhverfissaga Breiðafjarðar12-13 Almennar umræður um stefnu verkefnisins13 Ráðstefnu slitið, matarhlé.

(fréttatilkynning)

Stykkishólms-Pósturinn, 30. tbl. 19. árgangur 16.ágúst 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Danskir dagar á Narfeyrarstofu 17. - 19. ágúst 2012Drögum fram dönsku réttina í tilefni Danskra daga og bjóðum upp

á danskan matseðil í húsinu og léttari veitingar í tjaldi.

Danskir tónar hljóma alla helgina. Lifandi tónlist.

Ekta dönsk stemning!Okkar hefðbundni matseðill verður á boðstólum á Dönskum dögum en ekki verður hægt að taka við borðapöntunum.

Verslunin Sjávarborg - á hafnarbakkanum

Dejlige danske dager – velkommen i butikken

„ Sjávarborg“ som står på kajen.

Eins og venjulega eigum við allt mögulegt og mikið af flestu.

Rautt og hvítt í úrvali, pappír, borðar, blöðrur og auðvitað dönsku smáflöggin.

Opið fimmtudagskvöldið 16. ágúst kl 20 -22 - eru ekki allir að skreyta?

Föstudag og laugardag frá kl.10 á morgnana og fram á nótt.

Við eigum margt til að lýsa upp nóttina, komið og skoðið. Falleg og vönduð vara.

Búðin er full af leikföngum og gjafavöru, kiljur til að lesa og garn til að prjóna.

Minnum á lopa-graffitið okkar, reglurnar eru í Sjávarborg.

Svo verður lítill Legó-leikur í gangi.

Emmess-ís, gos og úrval af skrítnu og skemmtilegu sælgæti.

Vi træffes i Sjávarborg i festhumor.

Sumartónleikar Concert16.ágúst 2012 Kl. 20:30

Þór Breiðfjörð & Valgerður Guðnadóttir

Listvinafélag Stykkishólmskirkju

www.stykkisholmskirkja.isFacebook: Sumartónleikar Stykkishólmskirkju

StykkishólmskirkjaChurch of Stykkishólmur

Lista- og menningarsjóður Stykkishólms

ÍSLENSKU SVIÐSLISTAVERÐLAUNIN

ÍSLENSKU SVIÐSLISTAVERÐLAUNINSöngvari ársins

Söngleikjadagskrá fyrir unga sem aldna!Famous Musical pieces for all ages!

Stykkishólms-Pósturinn, 30. tbl. 19. árgangur 16.ágúst 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

ÁTTU HÚS Í HÓLMINUM?Vöktum hús fyrir einstaklinga

og fyrirtæki í lengri eða skemmri tíma.

Endilega hafið samband

í síma 893-7050

Bréfbera vantar í StykkishólmÍslandspóstur hf. óskar eftir að ráða bréfbera í 65% starf í Stykkishólmi.Þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Stykkishólmur tímabundin afleysingÍslandspóstur óskar eftir að ráða bréfberatil afleysinga frá 3. september til 5. október 2012.

Umsóknum má skila inn á [email protected]ánari upplýsingar í síma 517 2046.

Hefur þú kynnt þér hvað fæst í heimabyggð?

• Hönnun vefsíðna, auglýsinga, bæklinga, margmiðlunarefnis og vörumerkja í 12 ár!

• Hjá okkur færðu prentað ýmislegt á okkar prentvélar eða við leitum hagstæðustu tilboða í stærri verk.

• Við plöstum upp í stærð A3• Bindum inn í gorma,

harðspjöld eða heftum í ýmsar stærðir.

• Myndasafnið okkar úr Stykkishólmi og nágrenni teluryfir50.000myndir!

• Ljósritun og Skönnun

Við erum með lausnir fyrir þig!

Vantar þig eitthvað til/frá Reykjavík?Ertu að breyta garðinum?Þarftu að láta hífa eitthvað?Vantar þig grunn undir nýja húsið?Þarf að saga malbik, steypu eða stein?Þarftu að losna við klöpp af lóðinni?Vantar þig túnþökur?

BB & Synir ehf Norðurási 340 Stykkishólmur Afgreiðsla: Reitarvegi 16 Sími: 438-1481 Netfang: [email protected]

Afgreiðsla í Reykjavík er hjá Nesfrakt Héðinsgötu 1-3.

Ferðir frá Reykjavík alla virka daga kl. 17:00 föstudaga kl. 16:00Frá Stykkishólmi alla virka daga kl. 10:00Afgreiðsla Stykkishólmi 438-1481Afgreiðsla Reykjavík 533-2211

Fylgist með á Facebook!

Stykkishólms-Pósturinn, 30. tbl. 19. árgangur 16.ágúst 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Velkomin - Velkommen

Kæru bæjarbúar og gestirKære beboere og besøgende

Verið hjartanlega velkomin í Heimahornið á dönskum dögum

jafnt sem aðra daga

Hjertelig velkommen i byens hjemmelige butik,

Hjemmehjørnet

Hjá okkur fáið þið góðar vörur á góðu verði

Sértilboð föstudag og laugardag!!

Hos os får I supergode varer til supergode priser!

Sjáumst! - Vi ses!

Afleysinga- og aukafólk í þjónustu óskast sem fyrst

á Hótel Stykkishólmi.

Upplýsingar veitir María í síma 4302100

Upphaf skólastarfs í FSN haustönn 2012

Stundatöfluafhending/birting verður 17. ágúst kl. 11:00 – 12:30.

Skólasetning og fyrsti kennsludagur á haustönn 2012 er miðvikudagurinn 22. ágúst kl. 8:30. Að lokinni skólasetningu hefst kennsla sam-kvæmt stundatöflu.

Töflubreytingar verða 23. - 29. ágúst.

Enn eru nokkur pláss laus fyrir nemendur sem vilja stunda dreifnám, nám við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Skólameistari

Hvítasunnukirkjan FíladelfíaSkúlagötu 6

Laugardagur 18. ágúst KARNIVAL bak við bankann- sjá nánar í dagskrá danskra daga.

Sunnudagur 19. ágústFjölskyldusamkoma kl. 13 í Hvítasunnukirkjunni, Skúlagötu 6Halldór Lárusson talar

Allir hjartanlega velkomnir

Frá Daglega. Stykkishólmi 9:00 15:45 Brjánslæk 12:15 19:00

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

Ferjan Baldur Sumaráætlun frá 10. júní - 26. ágúst 2012

www.saeferdir.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Stykkishólms-Pósturinn, 30. tbl. 19. árgangur 16.ágúst 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]