stykkishólms-pósturinn 37. tölublað

4
SÉRRIT - 37. tbl. 18. árg. 27. október 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Héraðsnefnd Fréttamolar frá meistaraflokkum Snæfells Þá er körfuboltinn farinn að rúlla af stað og því styttist til jóla. Mikil spenna og um leið eftirvænting í báðum hópum meistaraflokka sem og okkur öllum hinum. Stelpurnar byrjuðu með góðum sigrum og eru að standa sig vel. Kieraah Marlow virðist falla vel inní hópinn og er góð stemning hjá þeim þrátt fyrir að þær séu að ganga í gegn um ákveðið meiðsltímabil, en það styttist nú óðum í að þær Björg Guðrún og Berglind verði klárar. Það eru mjög spennandi verkefni framundan hjá þeim og skorum við á stuðningsfólk að fylgjast vel með þeirra leikjum. Strákarnir hafa einnig byrjað vel og hefur verið góður stígandi í þeirra leik. Við urðum hinsvegar að fara í leiðindar breytingu á liðinu en Brandon Cotton, stigahæsta leikmanni deildarinnar var sagt upp störfum um helgina. Körfuboltinn er hópíþrótt og þar skipta allar hliðar leikmannsins máli. Hver leikmaður er eitt lítið púsl í stóra púslinu og það er einmitt þannig sem við vinnum í Hólminum, við skiptum öll máli og höfum öll ákveðnu hlutverki á að skipa. Því miður féll ekki Brandon að heildarmynd okkar en sannarlega er hann einn besti sóknarmaður sem við höfum haft, en það eitt og sér dugir okkur ekki. Brandon Cotton hefur samið við 1.deildarlið Hamars frá Hveragerði og um leið og við þökkum honum góð kynni óskum við honum góðs gengis með nýju liði. Við vonum að nýr leikstjórnandi verði mættur til okkar sem fyrst. Stjórnin hefur unnið hörðum höndum ásamt þjálfara undanfarið að því að finna leikmann í þá stöðu sem þá vonandi passar betur inn í heildarmynd okkar Snæfellinga. Ágæta stuðningsfólk Snæfells Við skulum áfram sem hingað til standa saman að heilbrigðu félagsstarfi okkar ungmennafélags. Það gerum við best með að fylgjast með störfum liða okkar í öllum aldurshópum. Körfuboltaveisla Lengjubikars verður sunnudaginn 30. október n.k. og hefst með leik Snæfells – Hamars hjá stelpunum kl. 17:00 og síðan Snæfell – Tindastóll hjá strákunum kl. 19:15, Athugið að við bjóðum upp á eitt gjald þ.e. 1.500 kr. á báða leikina eða 8oo kr. fyrir 12 – 16 ára, frítt fyrir börn – Munið árs og fjölskyldukortin eru til sölu hjá okkur. ÁFRAM SNÆFELL Stjórn Kkd. Snæfells Gestir í Norska húsinu 2007-2011 0 2000 4000 6000 8000 10000 12000 14000 16000 2007 2008 2009 2010 2011 Sími 438 1587 Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00 Ferjan Baldur Áætlun frá og með 4. október 2011 www.saeferdir.is Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför. Eftir greinastubb sem birtist í síðasta tölublaði Stykkishólms- Póstsins vildi Berglind Axelsdóttir sem situr í Héraðsnefnd koma því á framfæri að verið væri að vinna að því hjá Stykkishólmsbæ að koma gögnum Héraðsnefndar, þ.m.t. fundargerðum nefndarinnar á vef Stykkishólms. S.l. þriðjudag mátti sjá á slóðinni: http://www. stykkisholmur.is/stjornsyslan/heradsnefnd-snaefellinga/ upplýsingar um nefndina og verið er að vinna að innsetningu fundargerðanna. am Tónlistin og folöldin Tónlistarlíf var með fjörugasta móti s.l. helgi hér í Stykkishólmi og tókust allir tóneleikar ljómandi vel. Myndir frá tónleikunum eru á vefnum www.stykkisholmsposturinn.is Folaldasýning var hjá hestamannafélaginu Snæfellingi í Grundarfirði s.l. sunnudag og er hægt að skoða myndir frá því á vef Stykkishólms-Póstsins. am

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 10-Mar-2016

234 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 37. tölublað

SÉRRIT - 37. tbl. 18. árg. 27. október 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Héraðsnefnd

Fréttamolar frá meistaraflokkum SnæfellsÞá er körfuboltinn farinn að rúlla af stað og því styttist til jóla. Mikil spenna og um leið eftirvænting í báðum hópum meistaraflokka sem og okkur öllum hinum.Stelpurnar byrjuðu með góðum sigrum og eru að standa sig vel. Kieraah Marlow virðist falla vel inní hópinn og er góð stemning hjá þeim þrátt fyrir að þær séu að ganga í gegn um ákveðið meiðsltímabil, en það styttist nú óðum í að þær Björg Guðrún og Berglind verði klárar. Það eru mjög spennandi verkefni framundan hjá þeim og skorum við á stuðningsfólk að fylgjast vel með þeirra leikjum.Strákarnir hafa einnig byrjað vel og hefur verið góður stígandi í þeirra leik. Við urðum hinsvegar að fara í leiðindar breytingu á liðinu en Brandon Cotton, stigahæsta leikmanni deildarinnar var sagt upp störfum um helgina.Körfuboltinn er hópíþrótt og þar skipta allar hliðar leikmannsins máli. Hver leikmaður er eitt lítið púsl í stóra púslinu og það er einmitt þannig sem við vinnum í Hólminum, við skiptum öll máli og höfum öll ákveðnu hlutverki á að skipa. Því miður féll ekki Brandon að heildarmynd okkar en sannarlega er hann einn besti sóknarmaður sem við höfum haft, en það eitt og sér dugir okkur ekki. Brandon Cotton hefur samið við 1.deildarlið Hamars frá Hveragerði og um leið og við þökkum honum góð kynni óskum við honum góðs gengis með nýju liði.Við vonum að nýr leikstjórnandi verði mættur til okkar sem fyrst. Stjórnin hefur unnið hörðum höndum ásamt þjálfara undanfarið að því að finna leikmann í þá stöðu sem þá vonandi passar betur inn í heildarmynd okkar Snæfellinga.Ágæta stuðningsfólk SnæfellsVið skulum áfram sem hingað til standa saman að heilbrigðu félagsstarfi okkar ungmennafélags. Það gerum við best með að fylgjast með störfum liða okkar í öllum aldurshópum.Körfuboltaveisla Lengjubikars verður sunnudaginn 30. október n.k. og hefst með leik Snæfells – Hamars hjá stelpunum kl. 17:00 og síðan Snæfell – Tindastóll hjá strákunum kl. 19:15, Athugið að við bjóðum upp á eitt gjald þ.e. 1.500 kr. á báða leikina eða 8oo kr. fyrir 12 – 16 ára, frítt fyrir börn – Munið árs og fjölskyldukortin eru til sölu hjá okkur. ÁFRAM SNÆFELL Stjórn Kkd. Snæfells

Gestir í Norska húsinu 2007-2011

0

2000

4000

6000

8000

10000

12000

14000

16000

2007 2008 2009 2010 2011

Sími 438 1587

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Ferjan Baldur Áætlun frá og með 4. október 2011

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Eftir greinastubb sem birtist í síðasta tölublaði Stykkishólms-Póstsins vildi Berglind Axelsdóttir sem situr í Héraðsnefnd koma því á framfæri að verið væri að vinna að því hjá Stykkishólmsbæ að koma gögnum Héraðsnefndar, þ.m.t. fundargerðum nefndarinnar á vef Stykkishólms. S.l. þriðjudag mátti sjá á slóðinni: http://www.stykkisholmur.is/stjornsyslan/heradsnefnd-snaefellinga/ upplýsingar um nefndina og verið er að vinna að innsetningu fundargerðanna. am

Tónlistin og folöldinTónlistarlíf var með fjörugasta móti s.l. helgi hér í Stykkishólmi og tókust allir tóneleikar ljómandi vel. Myndir frá tónleikunum eru á vefnum www.stykkisholmsposturinn.isFolaldasýning var hjá hestamannafélaginu Snæfellingi í Grundarfirði s.l. sunnudag og er hægt að skoða myndir frá því á vef Stykkishólms-Póstsins. am

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 37. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 37. tbl. 18. árgangur 27. október 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Hinn gullni meðalvegurJæja nú er tími til að setjast niður og koma einhverjum vangaveltum á blað. Við komumst í fjóra róðra í röð og fiskuðum bara vel, þó virðist vera mikill munur á landbeittri línu eða vélabeittri, þeir með beitningavélar um borð fiska mjög vel, sérstaklega þegar þeir fá ferska síld í beitu eða nýfrysta síld og hafa verið að fá æfintýralega róðra, við á bala bátunum verðum að sætta okkur við afla sem þætti mjög góður á heima slóðum á þessum tíma, svo að ég kvarta ekki, en nóg um slorið í bili. Ég var áðan að hlusta á viðtal við Guðmund Steingrímsson í einhverjum fjölmiðlinum, en hann er jú einn af „Bullunum“ og þá ber manni að leggja við hlustir. Nýr stjónmálaflokkur virðist vera í smíðum undir hans stjórn og Besta flokksins enda ekki ráð nema í tíma sé tekið, kosningar eru eftir rúmt ár og Guðmundur flokkslaus í augnablikinu. Eftir þetta viðtal spurði ég mig, er þarna stjórnmálamaðurinn sem leggur sjálfan sig undir eða er þetta einn enn maðurinn sem vill vera aðal því ekki fékk hann að vera aðal í samfylkingu og eða framsókn. Hann talaði um opið lýðræði og vöntun á miðjuflokk sem hlustaði á fólkið, evrópusambandssinni væri hann í vaxandi mæli og heimurinn væri búinn að breytast hratt en gömlu stjórnmála flokkarnir ekki í takti við þá staðreynd. Það verður spennandi að fylgjast með Guðmundi og hans fólki á næstunni og óska ég þeim alls hins besta. Sá andlegi framsóknar herðarkistill sem mér var gefinn í vöggugjöf veldur töluverðri gigt núna eftir þetta viðtal og finnst mér ég vera með annan fótinn í köldu en hinn í heitu vatni, kannski maður taki bara íbúfen það lagar vonandi gigtina. Svo stofna ég stjórnmálaflokk þar sem allir eiga að vera vinir, allir koma með tillögur um hvernig allt á að vera, en ég fæ að ráða öllu, lýðræðislegt einræði, alveg skothelt. Æi þá er betra að vera trillukarl á Breiðdalsvík og tala um vonlausa stjórnmálamenn sem halda að Ísland endi í Ártúnsbrekkunni.

Sigurður Breiðdal. Stjórnmálanörd.

Nú er komið að því. Leikið verður í íslandsmeistaramóti 3ju og 4ju deilda í blaki helgina 29. - 30. okt í íþróttamiðstöð Stykkishólms. Hingað eru að koma 24 lið af blakkonum á besta aldri til að keppa á laugardag og sunnudag. Mótið hefst kl 08:00 á lau og er spilað til 20:00 um kvöldið og aftur frá 08:00 á sunnudag. Hér gefst Hólmurum færi á að kíkja á deildarmeistara sjöundu deildar síðasta öldungamóts sýna hvers vegna þær unnu titilinn. Bankastarfsmaðurinn er komin heim frá Færeyjum, Mæja búin að detta af stól á æfingu og slasa sig, formaðurinn búin að snúa sig, stöku kennari slæmur í hælnum og almennt fáar mátt vera að því að mæta á æfingar sökum anna. Þannig að allt er nokkurn veginn eins og það á að vera hjá okkur blakkonum og við erum klárar í helgina! Við vonum að Hólmarar gefi sér tíma til að kíkja á mótið (aðgangur ókeypis) og fá sér kaffi og meððí í litlu sjoppunni okkar og styrkja þannig deildina okkar. Blakdeild Snæfells mun sömu helgi hefja sölu á happadrættismiðum sem er fjáröflun deildarinnar fyrir veturinn. Vinningaskráin er enn glæsilegri en í fyrra og má þar nefna kr. 20.000,- inneign í Bónus, kr. 10.000,- bensínúttekt hjá Orkunni, olíutékk hjá Dekk og smur, útað borða hér og þar, gistingar á hótelum og fullt, fullt af öðrum vinningum, inneignum og gjafabréfum á ólíklegustu stöðum. Miðaverð er það sama og í fyrra eða kr. 1.000,- Við munum svo gleðja hjörtu bæjarbúa með því að ganga í hús og bjóða miðana til sölu í nóvembermánuði. Dregið verður þann 1. des. Miði er tækifæri, munið það!!! Stjórnin.

Íþróttaviðburður ársins í Stykkishólmi!

Aðventudagatalið í StykkishólmiSkilafrestur efnis í Aðventudagatalið 2011 er

föstudaginn 18. nóvember n.k. Dagatalinu verður dreift með Stykkishólms-Póstinum

1. desember 2011

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma

Kristbjörg HermannsdóttirHöfðagötu 17,Stykkishólmi

lést laugardaginn 22. október á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi. Hún verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 29. október kl. 14

Hermann Guðmundsson Sigurlína SigurbjörnsdóttirBæring Jón Guðmundsson Jóna Gréta Magnúsdóttir

Sigurþór Guðmundsson Sigrún Hrönn ÞorvarðardóttirKristinn Breiðfjörð Guðmundsson Elísabet Kristjánsdóttir

Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir Jón H. GunnarssonÁgústína I. Guðmundsdóttir Gunnar Gunnarsson

barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn

Einbýlishús (137 fm) til leigu. Upplýsingar í síma 863-8268.Smáauglýsingar

Tilkynning frá St.FranciskussystrumEftir starfasamt og árangursríkt líf, í þjónustu við Guð og menn er nú fallin frá okkar kæra meðsystirSystir Johanna Maria TerpstraFranciscanes Missionaris van MariaInntekin í Guðs eilífa kærleika, aðfararnótt 18. oktober 2011Systir Jóhanna var fædd í Amsterdam í Hollandi þann 16. maí 1928 og gekk til liðs við St. Franciskussystraregluna þar í borg þann 8. september 1947. Systir Jóhanna vann loka klaustur heitið í klaustri St.Franciskussystra í Gooreind í Belgíu, þann 19. mars 1954. Næsta áratuginn þar á eftir hafði systir Jóhanna aðsetur í systrahúsunum í Maastricht og Mechelen, en hélt síðan í febrúarmánuði 1964 til Ísland í klaustrið í Stykkishólmi og þar var hún það sem eftir lifði starfsæfinnar. Í Stykkishólmi var systir Jóhanna lengst af yfirmaður yfir sjúkrahúseldhúsinu á St. Franciskusspítalanum, auk þess sem hún var organisti og forsöngvari í klausturkapellunni. Systir Jóhanna var einstakur mannvinur og sálusorgari og var með eindæmum vinmörg og vinsæl meðal bæjarbúa. Systir Jóhanna var einstaklega iðin við að heimsækja „sitt fólk“ í Hólminum og var jafnan fyrst til ef einhver átti um sárt að binda, til að hugga og hvetja og veita allan þann andlega stuðning sem í hennar valdi stóð. Árið 2003 þurfti systir Jóhanna að yfirgefa Stykkishólm af heilsufarsástæðum og dvaldi efti rþað í klaustri systranna í Tilburg í Hollandi. Þó Sjúkdómur hennar háði henni meir og meir tók hún því af stöku æðruleysi, eða eins og hún sagði jafnan sjálf ef að hún var spurð „ég eg tilbúin“ . Það var í fullri sátt sem hún hélt aftur á fund skapara síns , þar sem hún mun áfram biðja fyrir og vaka yfir sínu fólki.Útför systir Jóhönnu Maríu Terpstra fór fram frá kapellu Johannes Zwijsen hjúkrunarheimilisins í Tilburg, laugardaginn 22. október, og var hún jarðsett í ´t Heike kirkjugarðinum þar í borg.Guð blessi minningu hennar. Familie Terpstra

Munið danstíMann fiMMtudagskvöld í tónó kl. 20

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 37. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 37. tbl. 18. árgangur 27. október 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Spennandi fjögurra rétta seðill á laugardagskvöld!Opið: Í hádeginu alla virka daga frá kl. 11:30 - 14Fimmtud.: 18-21:30 Föstudagar: 18 - 01 Laugardagar: 17 - 01 Sunnudagar: 17 - 21 Eldhúsið opið á kvöldin fimmtud. - sunnud. 18 - 21

Lokað vegna endurbóta á húsnæði 7. - 21. nóvember 2011

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann á sunnudaögum kl. 11.00.

RjúpnaveiðiÖll rjúpnaveiði í landi Berserkjahrauns er stranglega bönnuð. Það skal tekið fram að Hafrafell tilheyrir landi Berserkjahrauns.

Landeigandi

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 37. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 37. tbl. 18. árgangur 27. október 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Við ætlum að bjóða uppá jólavörur frá fyrri árum, skraut, föndur og fleira.

Mikill afsláttur í tvær vikur eða svo, 40 – 90%

Fimmtudagskvöldið 27. október: Aukaopnun, opið kl. 20 -22 um kvöldið.

Notið tækifærið til að versla ódýrt.Velkomin á Plássið.

Verslunin Sjávarborg kíkir í jólapakkann!

AtvinnaMarz Sjávarafurðir ehf. auglýsa eftir starfsmanni til starfa á skrifstofu fyrir tækisins í Stykkishólmi.

Hæfniskröfur:

• Þekking og reynsla á færslu bókhalds, afstemmingum og reikningagerð

(unnið er með tölvukerfið Navision)

• Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og drifkraftur

• Haldbær þekking á skrifstofustörfum, tölvukunnátta og þekking á helstu

tölvuforritum (s.s. excel og word) skilyrði

• Góðir samskiptahæfileikar, mál- og ritfærni í ensku. Önnur tungumálakunnátta er

kostur.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Erla Björg

Guðrúnardóttir og Íris Huld Sigurbjörnsdóttir í síma 438-1313 og í gegnum netföngin

[email protected] og [email protected]

Marz Sjávarafurðir ehf.

Náttfatatilboð - Náttfatatilboð!

Tíminn líður hratt og það styttist til jólanna,

Við bjóðum 20% afslátt af öllum náttfötum næstu daga,

það er kjörin búbót að kíkja til okkar!

Heimahornið