stykkishólms-pósturinn 22. nóvember 2012

8
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 44. tbl. 19. árg. 22. nóvember 2012 Stutt í aðventu Eins og kunnugt er þá fer úrslitakeppni Lengjubikars karla fram hér í Stykkishólmi á morgun föstudag og laugardag. Það varð ekki ljóst fyrir en eftir síðustu umferðina hvaða fjögur lið komust alla leið undanúrslitin. Snæfell var ekki öruggt, þurfti sigur gegn KFÍ s.l. sunnudag til vinna B-riðilinn og tókst það. Snæfell mun því mæta sigurvegara A-riðilsins sem var Grindavík í undanúrslitunum kl.20:30 á morgun og í hinum leiknum mætast sigurvegarar úr C- og D-riðli Tindastóll og Þór Þorlákshöfn kl.18:30. Tveir hörkuleikir og kl.16 á laugardag mætast svo sigurvegararnir úr þessum tveimur viðureignum í úrslitaleiknum um Lengjubikarinn. Sem sagt þrír hörkuleikir sem körfuboltaunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara. Að sjálfsögðu viljum við að Snæfell fari alla leið á sínum heimavelli en það hefst ekki baráttulaust og án góðs stuðnings. Fyrst þarf þó að komast upp úr undanúrslitunum og því mikilvægt að fjölmenna í Fjárhúsið á morgun og styðja Snæfell til sigurs gegn Grindavík. ÁFRAM SNÆFELL !! srb/Ljósmynd: Sumarliði Ásgeirsson Úrslitaveisla í Hólminum Fyrsti sunnudagur í aðventu er sunnudagurinn 2. desember n.k. Undirbúningur fyrir aðventuna er fyrir löngu kominn í gang enda nokkrar sérStykkishólmskar hefðir sem ber að halda í þeim efnum. Fara nú í hönd dagar ljósaskreytinganna, jólatónlistarinnar og verslunar og vonandi nýta Hólmarar sér það að versla í heimabyggð þetta árið. Bærinn væri ekki svipur hjá sjón ef ekki væru hér verslanir og þjónusta allan ársins hring, það vita allir. Það er mikið ánægjuefni að verslanir haldist í rekstri hér í bænum og er Sjávarborg besta merki þess. Ansi líklegt að einhverjir hefðu hrokkið við ef bókabúð, gjafaverslun, hannyrðaverslun, símaþjónustan, ritfangaverslun og leikfangaverslun hefði horfið af sjónarsviðinu hér! Það er ekki síður ánægjulegt að uppbygging í þjónustu haldi hér áfram og þróist fram á veginn. Talsvert hefur verið rætt um það og það ratað inn á öldur ljósvakans að á Snæfellsnesi sé allt lokað yfir vetrartímann. Markaðstofa Vesturlands hefur m.a. haldið fundi hér á Snæfellsnesi þar sem þessi mál hafa verið rædd. Ljóst er að þjónusta er eðlilega minni yfir veturinn á svæðinu, en hitt er einnig deginum ljósara að ferðaþjónustuaðilar á höfuðborgarsvæðinu mættu vera betur upplýstir um þá þjónustu sem í boði er á þessum árstíma. Ekki síður á það við um íbúa svæðisins og aðila í ferðaþjónustu að vera vel upplýstir um þá starfsemi sem hér er og standa saman um að upplýsa um þjónustuna. Sjálfsagt má laga eitt og annað hér á svæðinu en það gerist helst með samvinnu. Einn liður í samvinnunni er að nú er búið að taka saman opnunartíma yfir þjónustu í boði á Snæfellsnesi og er hægt að nálgast þær upplýsingar á vefsíðu Markaðstofunnar www.vesturland.is am Markaður í Norska húsinu á aðventu Eins og undanfarin ár verður opið á aðventunni í Norska húsinu en opnunartímarnir eru þó í mótun. Hinn sívinsæli markaður sem verið hefur í húsinu undanfarin ár, þar sem ýmislegt góðgæti er á boðstólum er m.a. á dagskránni. Áhugasamir eru hvattir til að setja sig í samband við safnið í því samhengi. Verið er að leggja drög að dagskrá safnins og opnunartíma þessa dagana. Í stuttu spjalli við ÖlmuDís Kristinsdóttur forstöðukonu Norska hússins Byggðasafns Snæfellinga- og Hnappdæla við Stykkishólms- Póstinn sagði hún að verið væri skoða hugmyndir og fjárhaginn og út frá þeirri vinnu verði dagskráin mótuð fyrir desember. Vilji sé til þess að brydda upp á einhverju skemmtilegu á aðventunni í ár. am Jólafreisting á Narfeyrarstofu! Dagana 24. nóvember og 1. desember bjóðum við upp á kvöldverð með jólalegu ívafi og á matseðlinum verður m.a. rjúpusúpa, lax, fasani og krónhjörtur ásamt ljúfengu meðlæti auk þess fíkjur, heimalagaður ís og sorbet, súkkulaðimús, kaffi og heimalagað konfekt! Borðapantanir: s. 438-1119 & [email protected]

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 28-Mar-2016

230 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 22. nóvember 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 44. tbl. 19. árg. 22. nóvember 2012

Stutt í aðventu

Eins og kunnugt er þá fer úrslitakeppni Lengjubikars karla fram hér í Stykkishólmi á morgun föstudag og laugardag. Það varð ekki ljóst fyrir en eftir síðustu umferðina hvaða fjögur lið komust alla leið undanúrslitin. Snæfell var ekki öruggt, þurfti sigur gegn KFÍ s.l. sunnudag til vinna B-riðilinn og tókst það. Snæfell mun því mæta sigurvegara A-riðilsins sem var Grindavík í undanúrslitunum kl.20:30 á morgun og í hinum leiknum mætast sigurvegarar úr C- og D-riðli Tindastóll og Þór Þorlákshöfn kl.18:30. Tveir hörkuleikir og kl.16 á laugardag mætast svo sigurvegararnir úr þessum tveimur viðureignum í úrslitaleiknum um Lengjubikarinn. Sem sagt þrír hörkuleikir sem körfuboltaunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara. Að sjálfsögðu viljum við að Snæfell fari alla leið á sínum heimavelli en það hefst ekki baráttulaust og án góðs stuðnings. Fyrst þarf þó að komast upp úr undanúrslitunum og því mikilvægt að fjölmenna í Fjárhúsið á morgun og styðja Snæfell til sigurs gegn Grindavík. ÁFRAM SNÆFELL !!

srb/Ljósmynd: Sumarliði Ásgeirsson

Úrslitaveisla í HólminumFyrsti sunnudagur í aðventu er sunnudagurinn 2. desember n.k. Undirbúningur fyrir aðventuna er fyrir löngu kominn í gang enda nokkrar sérStykkishólmskar hefðir sem ber að halda í þeim efnum. Fara nú í hönd dagar ljósaskreytinganna, jólatónlistarinnar og verslunar og vonandi nýta Hólmarar sér það að versla í heimabyggð þetta árið. Bærinn væri ekki svipur hjá sjón ef ekki væru hér verslanir og þjónusta allan ársins hring, það vita allir. Það er mikið ánægjuefni að verslanir haldist í rekstri hér í bænum og er Sjávarborg besta merki þess. Ansi líklegt að einhverjir hefðu hrokkið við ef bókabúð, gjafaverslun, hannyrðaverslun, símaþjónustan, ritfangaverslun og leikfangaverslun hefði horfið af sjónarsviðinu hér! Það er ekki síður ánægjulegt að uppbygging í þjónustu haldi hér áfram og þróist fram á veginn. Talsvert hefur verið rætt um það og það ratað inn á öldur ljósvakans að á Snæfellsnesi sé allt lokað yfir vetrartímann. Markaðstofa Vesturlands hefur m.a. haldið fundi hér á Snæfellsnesi þar sem þessi mál hafa verið rædd. Ljóst er að þjónusta er eðlilega minni yfir veturinn á svæðinu, en hitt er einnig deginum ljósara að ferðaþjónustuaðilar á höfuðborgarsvæðinu mættu vera betur upplýstir um þá þjónustu sem í boði er á þessum árstíma. Ekki síður á það við um íbúa svæðisins og aðila í ferðaþjónustu að vera vel upplýstir um þá starfsemi sem hér er og standa saman um að upplýsa um þjónustuna. Sjálfsagt má laga eitt og annað hér á svæðinu en það gerist helst með samvinnu. Einn liður í samvinnunni er að nú er búið að taka saman opnunartíma yfir þjónustu í boði á Snæfellsnesi og er hægt að nálgast þær upplýsingar á vefsíðu Markaðstofunnar www.vesturland.is am

Markaður í Norska húsinu á aðventuEins og undanfarin ár verður opið á aðventunni í Norska húsinu en opnunartímarnir eru þó í mótun. Hinn sívinsæli markaður sem verið hefur í húsinu undanfarin ár, þar sem ýmislegt góðgæti er á

boðstólum er m.a. á dagskránni. Áhugasamir eru hvattir til að setja sig í samband við safnið í því samhengi. Verið er að leggja drög að dagskrá safnins og opnunartíma þessa dagana. Í stuttu spjalli við ÖlmuDís Kristinsdóttur forstöðukonu Norska hússins Byggðasafns Snæfellinga- og Hnappdæla við Stykkishólms-Póstinn sagði hún að verið væri að skoða hugmyndir og fjárhaginn og út frá þeirri vinnu verði dagskráin mótuð fyrir desember. Vilji sé til þess að brydda upp á einhverju skemmtilegu á aðventunni í ár.

am

Jólafreisting á Narfeyrarstofu!

Dagana 24. nóvember og 1. desember bjóðum

við upp á kvöldverð með jólalegu ívafi og á

matseðlinum verður m.a. rjúpusúpa, lax,

fasani og krónhjörtur ásamt ljúfengu meðlæti

auk þess fíkjur, heimalagaður ís og sorbet,

súkkulaðimús, kaffi og heimalagað konfekt!

Borðapantanir: s. 438-1119 & [email protected]

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 22. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 44. tbl. 19. árgangur 22.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Aðalfundur Stykkishólmssafnaðar

Fræðslufyrirlestur frá GarðyrkjufélaginuFræðslufyrirlestur verður haldinn ef veður og færð leyfir, um garðrækt frá Garðyrkjufélagi Íslands hér í Stykkishólmi annað kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.30 á Fimm fiskum. Fyrirlesarinn er þegar þetta er skrifað veðurtepptur á Ísafirði og er áhugasömum bent á að fylgjast með á www.gardurinn.is en fræðslustjóri félagsins Kristinn H. Þorsteinsson mun fjalla um grunnræktun margskonar í erindi sem hann nefndir Rót vandans. Þar veður m.a. fjallað um gróðursetingar, tilfærslu plantna, jarðveg, næringu og fleira. am

Gjöf til Háls-og bakdeildar

Nú í vikunni fékk Háls-og bakdeildin góða gjöf frá einum velunnara sínum, í tilefni af 20 ára afmæli deildarinnar. Dórótea Sigvaldadóttir, færði Háls-og bakdeildinni að gjöf tölvu með flatskjá til notkunar fyrir skjólstæðinga deildarinnar. Tölvan verður staðsett í dagstofu á 3. hæð spítalans. Á myndinni má sjá Jósep Blöndal, sjúkrahússlækni, veita gjöfinni viðtöku úr hendi gefandans. Kunnum við Dóróteu bestu þakkir fyrir.

Háls-og bakdeild St.FranciskusspítalaHeilbrigðisstofnun Vesturlands

Aðalfundur Stykkishólmssafnaðar var haldinn s.l. fimmtudagskvöld í safnaðarheimili Stykkishólmskirkju. Fámennt var á fundinum þar sem skýrsla sóknarnefndar og reikningar sóknarinnar voru lagðir fram. Fram kom að kirkjusókn hefur verið ágæt á árinu, vel er mætt í súpu eldri borgara sem er einu sinni í mánuði og sérlega vel er mætt í kirkjuskóla barnanna á sunnudögum. Fram kom hjá gjaldkera sóknarnefndar að staðan er þröng en eins og kunnugt er hafa sóknargjöld verið skorið niður s.l. 3 ár og því farið að kreppa skóinn víða, ekki bara hjá Stykkishólmssöfnuði. Óvissa er enn um stöðu orgelssjóðs vegna gengistrygginga en skýrist vonandi innan tíðar, þegar fleiri dómar vegna gengistrygginganna liggja fyrir. Fram komu áhyggjur í máli sóknarnefndar vegna kirkjugarðsins, en verulega er farið að þrengja að í garðinum og stækkun sem unnið hefur verið að undanfarin ár ekki enn tilbúin. am

Jólabasar

Atvinnumál í Stykkishólmi

Núna er að byrja fimmta árið sem að síld sýnir sig í einhverjum mæli á grunnslóð við Stykkishólm. Fyrst í stað voru það eingöngu stóru síldarskipin sem höfðu leyfi til að veiða þessa síld og öðrum var það bannað þótt Kiddó og Baldur Ragnars stælust með eitt lagnet sem þeir veiddu nokkrar síldar í sem þeir gáfu svo á bryggjunni. Þessar stórtæku kolólöglegu veiðar þeirra voru stöðvaðar af yfirvöldum enda höfðu þeir félagar ekki síldarkvóta til veiðanna. Það var svo í ráðherratíð Jóns Bjarnasonar að tekin voru til hliðar 500 tonn til veiða í lagnet og voru veidd 200 tonn af þeim heimildum í fyrra.Á þessari vertíð er mikill áhugi á þessum veiðum og hafa yfir 40 smábátar fengið síldarkvóta. Í Stykkishólmi hefur Agustsson fjárfest í tækjabúnaði til að vinna þessa síld og hafa 25 bátar landað um 380 tonnum í Stykkishólmshöfn. Það hafa um 40 manns í Stykkishólmi haft atvinnu við silfur hafsins og var vonast til að svo yrði áfram fram í mars þegar síldin fer aftur.Núna eru þær síldarheimildir sem atvinnu og nýsköpunarráðherran ákvað að úthluta búnar og virðist hann ófáanlegur til að bæta við pottinn. Ljóst er því að þeir sem hafa haft atvinnu af þessu þurfa að finna sér aðra vinnu eða fara á bætur. Einu rökin sem ég hef heyrt gegn því að meiri síldarheimildum verði úthlutað til netaveiða eru að LÍÚ séu á móti því, þeir eiga kvótann og svo hafa smábátarnir kannski verið fyrir þeim við veiðarnar. Það er svoldið sérstakt að útgerðir hinum megin á landinu eigi síldina sem syndir hér á milli skerja, svona keimlíkt því að evrópusambandið eigi makrílinn sem syndir hér við land.Ég held að það hljóti að vera sjálfsögð krafa okkar Hólmara að fá að nýta þennan flökkustofn á meðan síldin ákveður að dvelja hér við bæjardyrnar okkar og brýni ég því bæjaryfirvöld að fylgja fast eftir ályktun um þetta mál sem samþykkt var í bæjarstjórn, oft hefur farið sendinefnd suður af minna tilefni.

Símon Sturluson

Kvenfélagið Hringurinn hefur hafið vetrarstarfið og að venju eru kvenfélagskonur á fullu við að undirbúa hinn árlega Basar sem nú verður haldinn 2 desember - fyrsta sunnudag í aðventu.Á fundi okkar síðasta mánudag var verið að ganga frá fallegri handavinnu og búa til flotta pakka í hina vinsælu „pakkaveiði“ en það er nokkuð sem við tókum upp frá „Spítalaskólanum“ og öll börn sem þar voru muna eftir og kunna vel að meta.. Allir verða að veiða. Einnig er handverksfólk og söluaðilar í Hólminum að venju velkomið að leigja sér söluborð á Basarnum. Þeir sem vilja leggja okkur lið og gefa muni vinsamlegast hafið samband við formanninn Ölmu Diegó eða aðrar kvenfélagskonur.Allur ágóði af fjáröflunum félagsins rennur til góðra verka í okkar bæ.Basarinn verður auglýstur nánar í næsta blaði.

Þórhildur Pálsdóttir ritari

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 22. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 44. tbl. 19. árgangur 22.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Narfeyrarstofa

Tilboð helgarinnar á Fimm fiskum:Föstudagskvöld:

Kjúklingur & franskar aðeins kr. 1.500Pizzur að þínum óskum!

Sunnudagskvöld:Hamborgaratilboð, 4 hamborgarar, franskar og gos aðeins kr. 2.990

Boltinn í beinni alla helgina!

www.narfeyrarstofa.is Fylgstu með á Facebook!

VISSIR ÞÚ AÐ VIÐ ......•rekum veisluþjónustu•sendum þér kokkinn heim• framleiðum ís•seljum gæða hráefni• leigjum út fundaraðstöðu•sjáum um afmæli

Jólakíló, NEI TAKK! JÓLAÁMSKEIÐ

hefjast í næstu viku26. og 27. nóvember og standa í 4 vikur,

eða fram að jólum

TABATA PUMP, FIT PILATES, SPINNING, KARLAPÚL Fit Pilates (1) verður kennt á morgnanna klukkan 06:00 - 07:00 á mánudögum og miðvikudögumFit Pilates (2) verður kennt klukkan 18:10 – 19:10 á mánudögum og miðvikudögumTabata PUMP (unnið með lóð og palla) verður kennt klukkan 17:10 - 18:10 á mánudögum og miðvikudögumKarlapúl verður kennt klukkan 20:00 - 21:00 á mánudögum og miðvikudögumSpinning verður kennt klukkan 18:00 - 19:00 á þriðjudögum og fimmtudögum

Námskeiðin standa yfir í 4 vikur og innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að líkamsræktinni.Námskeiðin kosta 9.900 krónur og 7000 krónur fyrir árskortshafa.

Skráning er í afgreiðslu Átaks s: 438-1111, hjá Gísla s: 861-8389 eða hjá Siggu s: 694-3914

Föstudaginn 23. nóvember • Þór Þorlákshöfn – Tindastóll kl. 18:30• Snæfell – Grindavík kl. 20:30

Eitt verð á báða leikina kr. 1.500Grillaðir Snæfellshamborgarar með öllu í kvöldmatinn á aðeins kr. 1000Snæfellssjoppan opin báða dagana

Laugardaginn 24. nóvember• Úrslitaleikurinn kl. 16

ÁFRAM SNÆFELL

Snæfellskortin gilda því miður ekki á Lengjubikarinn

Hótel Stykkishólmur óskar eftir íbúð til leigu fyrir starfsfólk.

Reglusemi og góðri umgengni heitið.

Upplýsingar í síma 430 2100

ÁTAK - líkamsrækt -

Körfuboltaveisla í Stykkishólmi

Viltu læra að flétta hár? Kvenfélagið býður upp á fléttunámskeið

þriðjudaginn 27. nóvember kl 17:30 í Freyjulundi.

Aðalmarkmið námskeiðsins er hefðbundin föst

flétta. Einnig verður sýnt hvernig fiskiflétta, úthverfflétta og fjórföldflétta eru gerðar.

Námskeiðsgjald er 3.000 kr. og innifalið er pinnagreiða

og teygjur ásamt smá glaðningi. Það þarf einungis að mæta með módel með sér til að æfa sig á

t.d. dóttir, systir, frænka eða vinkona. Ath: takmarkaður fjöldi kemst að.

Skráning er hjá Eddu í síma 8470170

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 22. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 44. tbl. 19. árgangur 22.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Nú er 8. bekkurinn í Grunnskólanum byrjaður að rita í Póstinn. Ástæðan fyrir því er einmitt sú að verið er að reyna að gera námið fjölbreyttara og skemmtilegra svo nemendur hafi meiri áhuga fyrir því sem þeir eru að gera og vanda verk sín enn betur. Steinunn María, íslenskukennari grunnskólans, hafði samband við Önnu Melsteð, eiganda Stykkishólms-Póstsins, og spurði hvort hún mætti bæta við efni í Póstinn frá nemendum og tók Anna því vel. Mæja ákvað að 8. bekkur skyldi sjá um það verkefni. Fyrir u.þ.b. þremur vikum fór bekkurinn í göngutúr upp í Anok og átti gott spjall við Önnu um hvað við ættum að skrifa í Póstinn. Kom bekkurinn sjálfur með nokkrar hugmyndir en Önnu hafði líka dottið margt í hug og úr því varð skemmtileg blanda. Við vonum bara að þetta muni ganga vel í vetur og að ykkur líki við það sem við sendum inn.Eitt af verkefnum okkar er að sjá um Facebook síðu, endilega líkið við hana: Fréttir og fróðleikur frá 8.bekk GSS í samsstarfi við Stykkishólms-Póstinn 8.bekkur GSS

Af hverju er 8. bekkurinn að skrifa?

Þann 15. nóvember 2012 komu ungir listamenn og spiluðu fyrir krakkana í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Þessir ungu tónlistarmenn heita Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson. Jónas Sigurðsson er þekktur fyrir lagið Rangur maður. Þessir tónleikar voru „alveg æðislegir“ að sögn Gunnars skólastjóra. Við þökkum þeim strákunum fyrir frábæru tónleika. 8.bekkur GSS/Mynd:EK

Óvæntir tónleikar í skólanum

Árið 1995 ákvað Menntamálaráðherra að halda upp á 16.nóvember, fæðingardag Jónasar Hallgrímssonar, sem Dag íslenskrar tungu. Dagur íslenskrar tungu er til þess að minna okkur á mikilvægi tungumálsins okkar og varðveita það. 16. nóvember 2012 var Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Hver bekkur var með eitt skemmtiatriði fyrir aðra nemendur og kennara. Það var sungið, leikið, talað, hlegið og haft gaman. 8.bekkur GSS/Mynd: EB

Dagur íslenskrar tungu

Stykkishólms-PósturinnBæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994.

www.stykkisholmsposturinn.is

Í síðustu viku stóðu Umhverfishópur Stykkishólms, Framkvæmdaráð Snæfellsness (umhverfisvottunarverkefni sveitarfélaganna) og Náttúrustofa Vesturlands fyrir málþingi undir heitinu „Umhverfisvænni samgöngur á Snæfellsnesi“. Umhverfishópur Stykkishólms fékk 350.000 kr. styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til að standa straum af kostaði við málþingið. Nokkrir helstu sérfræðingar landsins á sviði orkugjafa í samgöngum voru fengnir til Stykkishólms, þar sem þeir héldu mjög fræðandi erindi um orkuskipti, metanbíla, rafbíla, vistakstur o.fl. Gott rúm var fyrir umræður sem voru bæði fjörlegar og áhugaverðar. Málþingið var opið öllum og aðgangur ókeypis.Fram kom á málþinginu að bæði vegna þess að jarðefnaeldsneyti er takmörkuð auðlind sem mun klárast og vegna umhverfisáhrifa af brennslu þess er mjög brýnt að leitað verði annarra leiða til að knýja samgöngur. Nú þegar eru ýmsir möguleikar í boði og þeim fjölgar ört. Hér á landi virðast bæði metan- og rafbílar geta átt vel við. Miklar tækniframfarir hafa orðið undanfarin ár sem gera þessa bíla mjög vænlega kosti. Breyta má hefðbundnum bensín- og díselbílum í metanbíla og framboð nýrra metanbíla hefur aukist. Framboð af metani fer vaxandi og er talið geta knúið 15-25% af öllum bílaflota landsmanna. Rafbílum er að fjölga víða um heim og er Noregur þar í fararbroddi. Íslenskt loftslag hentar vel fyrir rafbíla auk þess sem hér er framleitt mikið af rafmagni. Rætt var um kosti og galla við mismunandi gerðir þeirra bíla sem ekki notast við jarðefnaeldsneyti og kom fram að mismunandi gerðir henta misvel eftir aðstæðum á hverjum stað og eftir akstursmynstri hvers og eins. Því er líklegt að í framtíðinni sjáum við einhverja blöndu af farartækjum sem nota mismunandi orkugjafa frekar en að ein ákveðin gerð yfirtaki markaðinn. Á næstunni er brýnt að stjórnvöld, þar með talið sveitarfélög, marki sér og hrindi í framkvæmd metnaðarfullri stefnu um orkuskipti í samgöngum og að innviðir, s.s. orkustöðvar og dreifing, verði byggð upp. Á málþinginu kom einnig fram að hægt er að spara umtalsverðar fjárhæðir með því að endurskoða bílanotkun sína, án þess að draga úr notkuninni sjálfri, þ.e. án þess að aka minna en nú er gert. Hér skiptir val á bíltegund og ökulag bílstjóra höfuðmáli.Á málþinginu kom glöggt fram að verði rétt á spilum haldið mun Ísland auðveldlega geta staðið undir framleiðslu orku fyrir allar innanlandssamgöngur. Það mun spara þjóðarbúinu tugi milljarða, sem annars færu í kaup og innflutning á jarðefnaeldsneyti, og bætir öryggi landsmanna ef upp kemur alþjóðlegt neyðarástand í olíumálum. Fæðuöryggi landsmanna og flestar framleiðslugreinar eru algjörlega háð greiðum innflutningi jarðefnaeldsneytis en með orkuskiptum samgöngutækja myndi mengun minnka og fæðu- og atvinnuöryggi stóraukast. Á málþinginu var rætt um möguleikann á að fá til Snæfellsness sérfræðing til að halda námskeið í vistakstri/sparakstri, sem dregur stórlega úr eldsneytiseyðslu og sliti bifreiða. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í slíku námskeiði eru beðnir um að setja sig í samband við umhverfisfulltrúa Snæfellsness á Náttúrustofu Vesturlands (Theó, s. 433-8123 eða [email protected]). Hefti með útdráttum erindanna og öðrum fróðlegum upplýsingum má finna bæði á heimasíðu (www.nsv.is) og skrifstofu Náttúrustofu Vesturlands (í ráðhúsinu).

Alla bíla landsins er hægt að knýja með innlendri orku

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 22. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 44. tbl. 19. árgangur 22.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

AUKAFERÐ laugardaginn 1. desember

„Stykkishólmur - Flatey - Brjánslækur“

Siglt á Særúnu, eingöngu með farþega og farangur. Ekki með bíla og farm.Frá Stykkishólmi kl. 09:00 Frá Brjánslæk kl. 11:00.Þeir sem óska eftir viðkomu í Flatey verða að láta vita í síðasta þegar farmiði er keyptur.Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að panta miða.

Ferjan Baldur Frá Stykkishólmi sun-fös 15:00Frá Brjánslæk sun-fös kl. 18:00Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

www.saeferdir.is

BLEK

TÓNERAR

TÖLVU-

VÖRUR

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann kl. 11.00

Aðsetursskipti

Er lögheimili þitt rétt skráð?

Með tilvísun til laga nr. 73/1952 um aðsetursskipti, er hér með vakin athygli á þeirri skyldu íbúa að tilkynna um aðsetursskipti. Tilkynna þarf aðsetursskipti í allra síðasta lagi 30. nóvember 2012. Flutningstilkynningu innanlands er hægt að senda rafrænt með netskilum af vef Þjóðskrár, http://www.skra.is eða koma tilkynningunni á skrifstofu Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3 sem sendir tilkynninguna til Þjóðskrár.

Athygli er vakin á því að tilkynna þarf jafnt um flutning milli sveitarfélaga sem innanbæjar.

Vinnuveitendur eru hvattir til að fylgjast með því að starfsfólk þeirra sé rétt skráð.

Stykkishólmsbær

Aðventudagatalið í StykkishólmiSkilafrestur efnis í Aðventudagatalið 2012 er

í dag fimmtudaginn 22. nóvember! Dagatalinu verður dreift með Stykkishólms-Póstinum

29. nóvember 2012

Lionsdagatalið 2013Góð kveðja til ættingja og vina

sem endist allt árið.Fallegar myndir úr Hólminum.

Minnum einnig á jólakortin.

Pantanir í síma 894-4664 Gunnlaugur

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 22. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 44. tbl. 19. árgangur 22.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Laugardaginn 17. nóvember hélt Vistfræðifélag Íslands svokallaða Haustráðstefnu í Odda í Háskóla Íslands. Ráðstefnan var mjög vel sótt en á dagskrá var fjölbreytt blanda erinda og veggspjalda um ýmsar af nýlegum vistfræðirannsóknum hér á landi, svo sem á fuglum, gróðri og spendýrum. Náttúrustofa Vesturlands kynnti hluta af rannsóknum sínum á íslenska minkastofninum. Annars vegar var í fyrirlestri fjallað um stofnbreytingar í minkastofninum síðustu ár, en sterkar vísbendingar eru um að stofninn hafi náð hámarki árið 2003 en fallið hratt eftir það. Þá benda rannsóknir á innri þáttum í stofninum, s.s. líkamsástandi, frjósemi og dánartíðni, til að hann hafi átt í talsverðum erfiðleikum síðustu ár. Hins vegar voru á veggspjaldi kynntar helstu niðurstöður úr minkaveiðiátaksverkefni sem fram fór á Snæfellsnesi og í Eyjafjörð á árunum 2007-2009. Dagskrá ráðstefnunnar og útdrætti erinda og veggspjalda má finna á heimasíðu Vistfræðifélagsins. Framlög Náttúrustofunnar eru á bls. 12 og 29. NSV

Minkarannsóknir Náttúrustofunnar kynntar á ráðstefnu Vistfræðifélags Íslands Nú fer senn að leggja af

stað tónleikaröð sem heitir „Jólin alls staðar“. Þetta eru einstaklega ljúfir og fallegir tónleikar þar sem mestmegnis eru flutt gömlu góðu jólalögin sem við ólumst öll upp við.Þetta er líklega ein viðamesta tónleikaferð ársins þar sem 19 kirkjur verða heimsóttar í öllum landshlutum. Þar verða Regína Ósk, Guðrún Árný, Guðrún Gunnars og Jógvan í farabroddi ásamt fjórum hljóðfæraleikurum og svo barnakór frá hverjum stað.Að sögn Regínu Óskar sem fer fyrir hópnum, ferðast hópurinn saman allan hringinn á sannkallaðri jólarútu og vonast til að koma með jólin - alls staðar.Lagt verður af stað miðvikudaginn 28. nóvember og hefst tónleikaröðin í Ólafsvíkurkirkju.Hópurinn verður í Stykkishólmskirkju þann 30. nóvember með miðnæturtónleika kl 23 og vonast til að sjá sem flesta.Miðasala er í fullum gangi á midi.is en uppselt er að verða víða. Þar sem verða lausir miðar verður svo hægt að kaupa miða við innganginn allt að 2 klukkustundum fyrir tónleika.nánari upplýsingar um tónleikaröðina er hægt að sjá á www.jolinallstadar.is en uppselt er á nokkrum stöðum og ljóst að ekki verður bætt við fleiri tónleikum. Markmiðið er að þetta verði einkar fallegir jólatónleikar þar sem gleði, glens og hátíðleiki fara saman.Í tilefni af tónleikaröðinni verður gefin út geislaplata sem inniheldur flest laganna á tónleikunum. Útgáfudagur hennar er 28. nóvember. am

Jólin allsstaðar í Stykkishólmskirkju

Jólakortin frá Bergmál og KFUM og K eru komin. Anna Birna Vallarflöt 3 s.691-8144

2 herb. íbúð til leigu vinsamlegast hafið samband í síma 8460858 Guðríður

Smáauglýsingar

Stykkishólms-Póstinum barst eftirfarandi tölvupóstur:Mig langaði til þess að koma á framfæri myndasíðunni minni „Stykkishólmur og Hólmarar“ sem ég er með á facebook.Þetta er sannarlega mikil skemmtun og fróðleikur sem fylgir þessum gömlu myndum sem fólk er að setja inn.Nú þegar eru 1.596 hólmarar eða aðrir aðstandendur sem nota síðun og skoða myndirnar reglulega.Þetta er jú bara enn ein fjöðrin í Hólmarahattinn.

KveðjaElías H. Melsted

Myndagrúsk

Út er komið dagatal Lionsmanna í Stykkishólmi fyrir árið 2013. Dagatalið prýða myndir úr Stykkishólmi teknar af Þorsteini Eyþórssyni, Eyþóri Benediktssyni, Birni Antoni Einarssyni og Sumarliða Ásgeirssyni. Lionsmenn munu ganga í hús á næstunni og selja dagatalið. Útgáfa dagatalsins er til fjáröflunar fyrir Líknar- og menningarsjóð klúbbsins og er stærsta einstaka fjáröflun klúbbsins ár hvert og rennur allur ágóði óskiptur í sjóðinn. am

Dagatal Lionsmanna 2013

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 22. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 44. tbl. 19. árgangur 22.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Sími 438 1587

Erum byrjuð að bóka jólaklippingunaPantið tímanlega

Finnið okkur á Facebook

Stofnfundur meistaraflokks kvenna á Snæfellsnesi var haldinn í íþróttahúsi Snæfellsbæjar í gær mánudaginn 19. nóvember. Alls mættu rúmlega 20 manns á fundinn, leikmenn, stjórn og áhugafólk um kvennaknattspyrnu á Snæfellsnesi. Stjórnina skipa Sveinn Þór Elinbergsson formaður, Kristinn Jónasson, Jónas Gestur Jónasson og Elínrós Jónsdóttir gjaldkeri. Gunnar Örn Arnarson, framkvæmdarstjóri meistaraflokks karla VíkingsÓ, gegnir einnig því hlutverki í hinum nýstofnaða meistaraflokki kvenna.Á fundinum var farið yfir grundvöll og markmið með stofnun meistaraflokks kvenna og þjálfari kynntur til sögunnar. Björn Sólmar Valgeirsson mun gegna stöðu þjálfara en hann þjálfar nú þegar lungað úr hópnum sem kemur til með að spila með liðinu. Stuttlega var farið yfir samningsmál auk þess sem málefnalegar umræður voru um hvað nafn liðið muni bera. Var það einróma álit fundarmeðlima að notast skyldi við nafn Víkings.Um næstkomandi helgi taka stelpurnar þátt í futsal-móti sem haldið verður í Ólafsvík þar sem liðið etur kappi við Breiðablik, Val og Þrótt R. Í kjölfarið verður gengið frá samningum við leikmenn auk þess sem æfingum verður fjölgað.

Gunnar Örn Arnarson

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199Netfang: [email protected] Heimasíða: fasteignsnae.is

Erum komin með nýsteypta kertastjaka í allskyns stærðum og gerðum.

Ásbyrgi

Stofnfundur meistaraflokks kvenna undir merki Víkings

Við erum með lausnir fyrir þig!

Vantar þig eitthvað til/frá Reykjavík?Ertu að breyta garðinum?Þarftu að láta hífa eitthvað?Vantar þig grunn undir nýja húsið?Þarf að saga malbik, steypu eða stein?Þarftu að losna við klöpp af lóðinni?Vantar þig túnþökur?

BB & Synir ehf Norðurási 340 Stykkishólmur Afgreiðsla: Reitarvegi 16 Sími: 438-1481 Netfang: [email protected]

Afgreiðsla í Reykjavík er hjá Nesfrakt Héðinsgötu 1-3.

Ferðir frá Reykjavík alla virka daga kl. 17:00 föstudaga kl. 16:00Frá Stykkishólmi alla virka daga kl. 10:00Afgreiðsla Stykkishólmi 438-1481Afgreiðsla Reykjavík 533-2211

Fylgist með á Facebook!

Körfuboltaunnendur hér í Hólminum ættu að fá nóg fyrir sinn snúð þessa vikuna því fjórir toppleikir eru í boði. Sá fyrsti var reyndar í gær þegar Snæfell mætti liðið Hauka í úrvalsdeild kvenna. Sem fyrr þá var sá leikur eftir að þetta er skrifað og því úrslitin ekki ljós en Snæfellsstelpurnar hafa unnið alla fjóra heimaleiki sína til þessa í deildinni með tuttugu stiga mun eða meira, þannig að líkurnar á sigri eru þeirra megin þrátt fyrir að Haukaliðið hafi verið að leika mjög vel undanfarið. Á morgun eru það svo undanúrslitin í Lengjubikar karla sem minnst er á á forsíðu blaðsins. Snæfell á þar hörkuleik fyrir höndum gegn sjálfum Íslandsmeisturum Grindavíkur. Það er alveg ljóst að Snæfell þarf að leika mun betur en liðið hefur gert í síðustu leikjum sínum ætli liðið sér sigur gegn Grindavík. Þar hefur ráðið mestu að Snæfellsliðið hefur ekki mætt nægilega einbeitt til leiks í byrjun og varnarleikur því losararlegur og sóknir stuttar. En um leið og það nær upp einbeitingunni og samheldni í sinn varnar- og sóknarleik þá er ekki að sökum að spyrja, þá er liðið fljótt að taka leikina í sínar hendur. Þegar Snæfellsliðið nær að fá flot í sinn sóknarleik þar sem boltinn gengur hratt á milli manna, þá stenst ekkert lið þeim snúning í dag. Styrkur Snæfells liggur í liðsheildinni þar sem allir menn eru virkir í sókn og vörn, fari leikur liðsins í hnoð og einstaklingsframtak þá lendir það í vandræðum. En Snæfellsliðið hefur, þrátt fyrir að hafa ekki tekist þetta fyllilega í undanförnum leikjum, tekist að landa góðum sigrum þar sem leikmenn hafa skipst á að draga vagninn og Sveinn Arnar nú síðast. En á morgun, gegn Grindavík, þurfa allir leikmenn Snæfells að mæta tilbúnir til leiks og draga vagninn frá fyrstu mínútu. Geri þeir það þá sigra þeir og fara í úrslitaleikinn, mæti þeir hinsvegar til leiks eins og í undanförnum leikjum þá gætu Grindvíkingar náð upp mun sem erfitt yrði að vinna upp gegn jafn sterku liði. Snæfellsliðið hefur leikið liða best það sem af er tímabilinu og á því að mæta til leiks með sjálfstraustið í botni og sækja Lengjubikarinn af grimmd. srb

Körfuboltinn

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 22. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 44. tbl. 19. árgangur 22.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]

Glæsilegt jólahlaðborð með dönsku ívafi

á Hótel Stykkishólmi.Laugardagana 17. nóvember, 24. nóvember

og 1. desember 2012.

Hljómsveitin Meðlæti - laðar fram danska stemningu

við borðhaldið og á dansleik á eftir.

Verð kr. 6900 pr. mannTilboð á gistingu kr. 5000 pr. mann

Jólahlaðborð

Bókanir

í síma

430-2100