verndarbladid_2010

9
VERNDARBLAðIð UM AFBROT, FANGA OG FANGELSISMÁL Konur í fangelsi og viðhorf þeirra til líkama síns Fangar gefa út blöð Rannsókn á vistun fanga á áfangaheimili Verndar 2. tbl. 40. árg. 2010

Upload: kreativ

Post on 22-Feb-2016

257 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

UM AFBROT, FANGA OG FANGELSISMÁL Fangar gefa út blöð Rannsókn á vistun fanga á áfangaheimili Verndar Konur í fangelsi og viðhorf þeirra til líkama síns 2. tbl. 40. árg. 2010

TRANSCRIPT

Page 1: Verndarbladid_2010

verndarblaðið UM AFBROT, FANGA OG FANGELSISMÁL

Konur í fangelsi og viðhorf þeirra

til líkama síns

Fangar gefa út blöð

Rannsókn á vistun fanga

á áfangaheimili Verndar

2. tbl. 40. árg. 2010

Page 2: Verndarbladid_2010

Síðast liðið vor minnt ust félagasam tök in

Vernd þess að hálf öld var liðin frá því

að þau tóku til starfa. Af því tilefni voru

heið urs félagar útnefndir. Einn í hópi

þeirra var sr. Bragi Friðriks son en hann

var kjörinn for maður bráða birgða-

stjórn ar Verndar á vor dögum 1959 og

gegndi for mennsku fram til hausts ins.

Hann var vara formaður Vernd ar til

ársins 1964.

Þær hugsjónakonur sem stofnuðu

fanga hjálpina Vernd með Þóru Einars-

dóttur í broddi fylkingar vissu að hinn

ungi, vörpu legi maður var traustur liðs-

maður. Hann var ráðhollur og fram-

sýnn og ritaði í tímarit samtakanna

fyrstu árin. Eftir að hann hafði látið af

stjórnarstörfum í félaginu, þá fylgdist

hann samt sem áður ætíð vel með sam-

tökunum úr fjarlægð. Það kom sr. Braga

nokkuð á óvart að hann skyldi vera

kjörinn heiðursfélagi. Honum fannst

hann ekki hafa lagt nógu margt fram

til þess en var engu að síður hrærður og

þakklátur fyrir þann sóma sem honum

var sýndur á efri árum.

Það er ætíð svo að mikilvægt er á

tíma mótum að horfa til upphafsins,

draga lær dóma af því sem vel var gert

og minn ast þeirra sem voru í forystu.

Þau eru mörg sem komið hafa að mál-

efn um Verndar síðast liðin fimm tíu ár.

Úr vöndu var að ráða þegar kjósa skyldi

heiðurs félaga og heiðra þau sem lögðu

drjúgan skerf af mörkum til þess að

festa Vernd í sessi. Það var engan veginn

sjálf sagt að Vernd væri tekið fagn andi

fyrstu árin enda þótt mikil vægt hlut verk

sam tak anna væri mörgum ljóst. Erfið-

leik arnir sem blöstu við á fyrstu árum

þeirra voru miklir og því mikil vægt

að hafa góðum mönnum á að skipa til

að reka erindi sam tak anna gagn vart

almenn ingi, yfir völd um borgar og ríkis.

Fanga hjálpin Vernd var svo lánsöm að

fá menn á borð við sr. Braga í for ystu-

sveit á fyrstu árum sam takanna.

Þegar fangahjálpin Vernd lítur um öxl

yfir hálfrar aldar sögu sína er hún þakklát

þeim fjölmörgu sem treystu hana í sessi

án þess að lúðrar væru þeyttir. Einn

þeirra var sr. Bragi Frið riks son sem nú er

látinn. Stjórn Vernd ar minnist heiðurs-

félaga síns, sr. Braga, með virð ingu og

þökk. Guð blessi minn ingu hans.

f. h. stjórnar Verndar,

Hreinn S. Hákonarson, formaður

FangabæKuRVERNDARBLAÐIÐ vill vekja athygli

á tveimur bókum sem fjalla um menn

sem hafa verið í fangelsi. Báðar komu

þær út í fyrra. Þær eru ólíkar því önnur

þeirra er fræðileg úttekt á lífi Vern-

harðar Eggertssonar, sem tók sér rit-

höfundarnafnið Dagur Austan. Höf-

und ur er Þorlákur Axel Jónsson og

bókin heitir einfaldlega Dagur Austan

– Ævintýramaðurinn Vernharður Eggerts-

son. Útgefandi er Völuspá á Akur eyri,

og bókin er 104 blaðsíður.

Hin bókin ber þann ögrandi titil,

Þjófur, fíkill, falsari. Hér er á ferð sjálfs-

ævisaga fyrrum síbrotamannsins Guð-

bergs Guð mundssonar. Skrudda gaf út

og er bókin 320 blaðsíður.

Sr. Bragi Friðriksson15. mars 1927 – 27. maí 2010

Kveðja frá stjórn verndarIn memoriam

Verndarblaðið 2. tbl. 20103

Verndarblaðið 2010

- Um afbrot, fanga og fangelsismál

2. tbl. 40. árg. 2010

Útgefandi: Félagasamtökin Vernd

Borgartún 6, 105 Reykjavík. Sími: 562 3003; fax 562 3004

Netfang: [email protected]íða Verndar: http://www.vernd.is

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hreinn S. Hákonarson

Stjórn Verndar: Hreinn S. Hákonarson,

fangaprestur þjóðkirkjunnar, formaður Sigríður Heiðberg, forstöðumaður,

varaformaður Elsa Dóra Grétarsdóttir, deildarstjóri, ritari

Jón Páll Hallgrímsson, ráðgjafi Ásgeir Guðmundsson, löndunarstjóri

Danfríður K. Skarphéðinsdóttir, deildarstjóri Ólafur Þröstur Sveinbjörnsson,

kerfisfræðingur

Varastjórn: Áshildur Emilsdóttir, félagsráðgjafi, Erlingur B. Kjartansson, kerfisstjóri

Halla B. Marteinsdóttir, félagsráðgjafi Axel Kvaran, fyrrv. lögreglumaður Helgi Mikael Magnússon, ráðgjafi

Einar Jónsson, verktaki Sigríður Hrönn Sigurðardóttir,

hjúkrunarfræðingur

Húsnefnd áfangaheimilis Verndar: Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri

Erlendur S. Baldursson, deildarstjóri, Sigríður Heiðberg, varaformaður Verndar

Guðjón Sveinsson, forstöðumaður Ragnheiður Elfa Arnardóttir, félagsráðgjafi

María Steinþórsdóttir, matráðskona, Hreinn S. Hákonarson, formaður Verndar

Framkvæmdastjóri: Þráinn Bj. Farestveit, afbrotafræðingur

Endurskoðendur: Hannes Þ. Sigurðsson, endurskoðandi

Dr. Jón M. Ásgeirsson, prófessor

Umbrot og útlit: Prentmet ehf.

Prentun og bókband: Prentmet ehf.

Auglýsingar: Markaðsmenn

Forsíðumynd: Fjörlega skreyttur vinnuskáli á Kvíabryggju. Mynd: HSH.

FangelsisminjasaFn á eyRaRbaKKa

Saga fangelsa er hluti af menn ingarsögu þjóðar innar sem ekki má glat ast. Þau segja

sögu sem kann að vera óþægileg en er engu að síður nauðsyn legt að þekkja til. Það

er saga um hvaða augum samfélagið lítur á afbrota menn og hvernig það býr að

þeim.

Sagan er hvort tveggja í senn fólkið og aðbún aður þess í fang elsum. Þar er fyrst til

að taka fanga húsin sem notuð hafa verið til að hýsa þau sem komast í kast við lögin.

Hvaða hús eru það? Voru þau reist sem fangelsi eða voru þau ætl uð til annarrar

starfsemi sem ekki varð neitt úr en voru síðar álitin heppileg sem vistarverur

brotamanna? Dæmi um slíkt hús er fang elsið að Litla-Hrauni sem reist var sem

sjúkrahús en aldrei varð neitt úr þeirri starfsemi. Eins má nefna Síðumúlafangelsið

sem stóð við Síðumúla 28 og var reist sem þvottastöð og geymsla fyrir lögregluna

í Reykjavík. Það hús var gert að gæsluvarðhaldsfangelsi og var rifið fyrir nokkrum

árum. Kann ski hefur eitthvað varðveist úr því húsi og jafnvel eitthvað frá fyrstu

ára tugum fangelsis að Litla-Hrauni.

Kjörinn staður fyr ir Fangelsisminja safn Íslands væri að sjálfsögðu Eyrar bakki.

Þar hefur verið rekið stærsta fangelsi landsis í rúm átta tíu ár og á ýmsu hefur

gengið í sögu þess. Hún er að hluta til varðveitt skriflega.

Safnafræðingar kæmu að skipulagi fangelsis minjasafns og gætu gert það

áhugavert fyrir ferðamenn og þau sem vilja kynna sér sögu fangelsa. Þar mætti sjá

það sem best hefur verið gert í fang elsismálum og sömuleiðis það sem illa hefur

ver ið gert. Almennt gæti safnið spegl að sögu refsi vistar mála á Íslandi og leiða sem

voru farnar til að refsa mönnum eins og með gapastokki svo dæmi sé nefnt.

Í fangelsis minjasöfnum í út löndum má sjá fangaklefa frá ýmsum tímabilum

sögunnar. Sumir þeirra eru nánast eins og þeir voru þá fangar dvöldu í þeim.

Ýmis tæki og tól má þar sjá sem notuð voru til að hrella fanga á þeim tímum þá

líkamspyntingum var beitt gegn þeim. Sum þeirra eru upprunaleg en önnur gerð

eftir lýsingum og myndum.

Myndir af fanga klefum í fangels um landsins frá ýmsum tímabilum eru til. Þeim

þarf að safna saman og og kemur þar þá margt í ljós. Margir klef anna voru þröngir

og litlir en sumir fangar bjuggu ótrúlega vel um sig. Þegar föngum var heimilt að

hafa eigin innanstokks muni á klefum voru sumir þeirra eins og litlar stás stofur.

En hvaða munir væru á fangelsis minjasafni á Eyrar bakka? Þar mætti nefna

margt. Þó ekki væru nema innanstokksmunir úr ýmsum fangels um sem hefðu

sögulegt gildi. Járnhurð úr sellum Litla-Hrauns frá sjötta ára tugnum væri til dæmis

kjör gripur. Er hún einhvers staðar til? Dælduð eftir högg fanga og rispuð. Hvað

með klefa hurð úr Síðumúlafangelsi? Slík hurð gæti sagt marga sögu. Þá má nefna

ýmis verk færi og vélar sem notaðar hafa verið við fanga vinnu. Hvað með vélar þær

sem notaðar hafa verið við steypuvinnu á Litla-Hrauni og ýmsa muni þeirra

fangelsa sem lögð verða niður – eins og Kópa vogs fangelsis og Hegn ingar hússins?

Einnig mætti nefna blöð sem fangar hafa gefið út á liðnum áratugum. Í fangelsis-

minja safni mætti einnig setja upp klefa eins og þeir líta nú út í Hegningarhúsinu

við Skóla vörðustíg og klefa á Litla-Hrauni frá fyrstu tíð en myndir eru til af þeim.

Þá mættu vera sýnishorn af fötum sem gæslu varð halds föng um er skylt að vera í. Af

nógu er að taka og víst er að safnafræðingar og sagn fræðingar ásamt öðrum sem

áhuga hafa á málinu myndu leggja þessu lið.

Undirritaður skor ar á sveitarfélagið Árborg að hefjast sem fyrst handa um að

setja slíkt safn á laggirn ar.

Hreinn S. Hákonarson

Til lesenDa

Verndarblaðið 2. tbl. 2010 2

Page 3: Verndarbladid_2010

rannsóKn á vistun fanga á áfangaheimili verndarvoru sjö 35 ára og yngri og sjö 36 ára og

eldri. Tíu þeirra voru úr Reykjavík, tveir

komu annars staðar frá höfuðborgar-

svæðinu og tveir voru landsbyggðarmenn.

Átta vistmannanna höfðu lokið grunn-

skólaprófi eða minna og fimm höfðu

lokið námi í einhverri iðngrein. Enginn

þeirra lauk framhaldsskóla en einn af

þeim fjórtán sem svöruðu hafði lokið

háskóla prófi. Þó höfðu tveir hafið nám í

iðngrein en hætt og einn byrjaði í fram-

haldsskóla en hætti því einnig.

Mikill meirihluti fanganna sem voru

til afplánunar á áfangaheimili Verndar

neyttu áfengis fyrir afplánun eða 83,3%.

Þá var mikill munur á neyslumynstri

yngri ein staklinganna og þeirra sem eldri

voru en þeir sem voru aldrinum 18-25 ára

neyttu mest áfengis og voru frekar líklegir

til að neyta fíkniefna.

Félagsleg staða vistmannaHvað atvinnuþátttöku svarenda snerti

fyrir afplánun kom í ljós að sex, eða 42,9%

aðspurðra höfðu verið í fastri atvinnu en

fimm voru atvinnulausir, einn var í hluta-

starfi en tveir á örorkubótum eða sjúkra-

dagpeningum.

Helmingur fanganna hafði verið ein-

hleypur fyrir afplánun, fjórir voru í sam-

búð, tveir í föstu sambandi en einn gift ur.

Níu af fjórtán þátttakendum áttu börn en

þar af áttu tveir þeirra fjögur börn eða

fleiri, einn var þriggja barna faðir, tveir

áttu tvö börn og fjórir áttu eitt barn.

Meirihluti þátttakenda taldi reglur

Vernd ar vera sanngjarnar en tveimur

fannst þær vera of strangar. Langflestir

töldu ganga vel að fara eftir þeim.

Atvinnumöguleikar að lokinni afplánunÞá var spurt um hvernig fangar á áfanga-

heimili Verndar mátu atvinnumögu-

leika sína eftir afplánun. Fimm töldu sína

mögu leika vera mjög góða og tveir töldu

sína möguleika frekar góða. Þátttakendur

voru ekki svartsýnir því aðeins tveir töldu

atvinnumöguleika sína mjög slæma í kjöl-

far afplánunar en fimm sögðu þá vera

sæmilega. Þá voru þátttakendur spurðir

að því hvað þeir teldu að einstaklingar

kæmu helst til að þurfa að fá aðstoð með

að lokinni afplánun, en þeir fengu að velja

tvo valkosti af þeim sem í boði voru, sjá

mynd 2. Tveir svöruðu ekki spurning-

unni.

Mynd 2: Flestir töldu þörf á fjárhagslegum stuðningi að lokinni afplánun, næst kom aðstoð

við húsnæðisleit og þar á eftir aðstoð við félagsleg tengsl og þrír töldu að styðja þyrfti við

andleg líðan einstaklinga.

Meirihluti vistmanna taldi frekar litlar líkur eða mjög litlar að þeir færu aftur í afplánun

að lokinni vist á áfangaheimili Verndar. Tveir töldu að líkurnar á því væru í meðallagi.

Hvað telur þú að einstaklingar þurfi helst aðstoð með eftir afplánun?

Fjárha

gsað

st.

Aðst. v

/húsn

.

Aðst. v

/fá at

vinnu

Aðst. v

/hefj

a nám

Aðst. v

/fél.te

ngsl

Andleg

a líða

n

Líkam

l. aðs

t.

Annað

Tíðn

i

8

5

2 2

43

0 00123456789

Hvað finnst þér jákvæðast við dvölina á Vernd?

Betri

teng

sl við

vini

Betri

teng

sl við

fjöls

k.Au

kin á

byrg

ð á

eigin

lífiAð

koma

st í v

innu/

nám

Meir

a fre

lsiG

óður

félag

sskap

urJá

kvæ

tt and

rúms

loft

Ekke

rt af

ofa

ntöldu

Tíðn

i

2

67

34

0 01

012345678

Mynd 3: Áberandi flestum fannst jákvæðast finna til aukinnar ábyrgðar á sjálfum sér og að

ná betri tengslum við fjölskyldu.

Verndarblaðið 2. tbl. 20105

Fyrir nokkrum árum skrifaði Jón Krist-

ján Rögnvaldsson BA-ritgerð um vistun

manna á áfangaheimili Verndar. Þessi rit-

gerð hefur ekki verið kynnt hér í Verndar-

blað inu fyrr en hún ber titilinn: Af plán un

fanga á áfangaheimili Verndar og kom út

árið 2006. Rannsóknin er vel unnin og

gefur ágæta mynd af starf semi áfanga-

heim il isins og viðhorfum vist manna á

þeim tíma er þeir dvöldu þar. Enda þótt

nokk ur ár séu liðin frá því að hún var gerð

má með vís indalegri varúð álykta svo að

niður stöður hennar eigi enn sennilega við

að miklu leyti þótt aðrir fangar dvelji nú

á áfanga heimilinu en þeir sem tóku þátt í

rann sókninni. Engin önnur rannsókn hef-

ur verið gerð á áfangaheimili Verndar frá

því að nefnd rannsókn var gerð og því er

kom inn tími til að kynna hana í stuttu

máli og einkum þann hluta hennar sem

snýr beint að starfsemi Verndar.

Markmið rannsóknarinnar og meginniðurstaðaMarkmið rannsóknarinnar var að kanna

hvernig áfangaheimili Verndar nýttist

þeim einstaklingum sem þar dvöldu og

hvort það væri eitthvað sem mætti bæta

eða breyta.

Meginniðurstaða Jóns Kristjáns var sú

að starfsemi Verndar skilaði tilætluðum

árangri og að föngunum líkað almennt

vel við vistina. Þeim hafi gengið frekar

vel að fara eftir settum reglum heimilis ins

enda þótt nokkurrar óánægju gætti meðal

þeirra um takmarkanir á útivistartíma

um helgar. Rannsóknin fór þannig fram

að spurningarlisti var lagður fyrir fanga

á afplánunarheimilinu og var svarhlutfall

mjög gott.

Vistun fanga á áfangaheimili Verndar

hófst í desember 1994 með því að gerður

var þjónustusamningur milli Fangelsis-

málastofnunar ríkisins og Verndar. Það

kemur fram í rannsókninni að starfsemi

Verndar virðist spara Fangelsismála stofn-

un ríkisins stórfé. En markmiðið með

vistun á Vernd er fyrst og fremst að hjálpa

föngum að aðlagast samfélaginu að nýju

í lok afplánunartímans. Þau sem sækja

um vist verða að hafa lokið afplánun á

þriðj ungi fangavistar sinnar í fangelsi hið

minnsta. Lágmarksdvöl á áfangaheimil-

inu eru þrjár vikur en hámarksdvöl eitt

ár. Þá má fangi ekki hafa gerst sekur um

aga brot síð ustu sex mánuði fangavistar

sinnar og sömu leiðis má hann ekki eiga

nein um mál um ólokið í refsi vörslu kerf-

inu. Þá ber honum að hlíta hús regl um

áfanga heimilis ins í hvívetna. Grund-

vallar skilyrði þess að fangi geti afplánað

síð asta hluta fanga vistar á áfangaheimili

Vernd ar er að hann stundi vinnu eða sæki

nám. Allir vist menn eru skyldaðir til að

sækja AA-fundi einu sinni í viku. Fang-

arnir greiða sjálfir við verugjald fyrir vist

sína.

Meðaltalsfjöldi fanga á Vernd hefur

verið svipaður á ári hverju eins og hann

var árið 2003.

Á árunum 1995-2003 áttu samtals 414

fangar þess kost að taka út afplánun á

Vernd frá árinu 1995, þar af stóðust 356

þeirra skilyrðin eða 86% en 14% þeirra

voru fluttir aftur í fangelsi.

Hvernig rannsóknin fór fram og um hvað var spurtRannsóknin fór þannig fram að spurn-

inga listi var lagður fyrir 17 vistmenn á

áfanga heimilinu en þrír þeirra neituðu að

svara eða gátu það ekki. Sagðist höfundur

vonast til að með því að vinna úr svör-

unum mætti sjá hvort áfangaheimili

Verndar væri eins þýðingarmikið og

af væri látið. Jafnframt gat hann þess

að hugs an lega mætti nýta upplýsingar

úr rann sókn inni til að bæta starf meðal

fanga hvort heldur á áfangaheimilinu eða

að lok inni afplánun. Hvað sem því líður

þá var svarhlutfall mjög gott að mati höf-

undar eða 82%.

Alls voru 44 spurningar lagðar fyrir

vistmenn. Spurt var m.a. um bakgrunn

vistmanna og þætti sem tengdust félags-

legri þjónustu við fanga. Þá var spurt

um vistina á áfangaheimilinu. Eins gafst

föng um kostur á að skrifa eigin hendi um

kosti og ókosti þess að dvelja á áfanga-

heimil inu.

Aldursskipting hópsins var með þeim

hætti ef honum var skipt í tvennt að þá

rannsóKn á vistun fanga á áfangaheimili verndar

Fjöldi fanga á Vernd

31

60

43 4247

3743 43

68

3 5 5 814

4 6 7 8

0

10

20

30

40

50

60

70

80

1995

1996

1997

1998

1999

2000

2001

2002

2003

Tíðn

i

Fjöldi vistaðra Stóðust ekki skilorð

Mynd 1: Á myndinni má sjá fjölda fanga sem vistaðir voru á Vernd á ári hverju, einnig

sýnir myndin hversu margir fanganna stóðust ekki skilyrði. Áberandi er hversu margir

stóðust ekki skilyrði árið 1999 (Fangelsismálastofnun ríkisins, 2004).

Verndarblaðið 2. tbl. 2010 4

Page 4: Verndarbladid_2010

Þann 8. apríl s.l. minntust félagasam tök-

in Vernd þess að fimmtíu ár voru liðin

frá því að þau tóku formlega til starfa

en það var hinn 1. febrúar 1960. Boðið

var til af mælisfagnaðar að Grand Hotel í

Reykja vík sem hófst með léttum morgun-

verði eftir að sr. Hreinn S. Hákonarson,

for maður Verndar bauð gesti velkomna.

Fundarstjóri var Danfríður K. Skarp-

héðins dóttir, stjórnarmaður í Vernd.

Þá ávörpuðu samkomuna þau Ragna

Árnadóttir, dóms- og mannréttinda mála-

ráðherra, og Vilhjálmur Þ. Vil hjálms-

son, forseti borgarstjórnar Reykja vík ur.

Full trúi fanga kom líka í ræðustól og bar

fund in um kveðju þeirra. Síðan voru flutt

erindi sem fjölluðu um mál er snerta fanga

og fangelsi. Ræðumenn voru Margrét

Frí manns dóttir, forstöðumaður Litla-

Hrauns, og ræddi hún um fangelsið að

Litla-Hrauni og starfsemi þess. Svala Ís-

feld Ólafsdóttir, lögfræðingur og af brota-

fræð ingur, við Háskólann í Reykjavík,

flutti erindi sem hún kallaði: Eru fang-

elsi úrelt? Hlutverk fangelsa í nútíma sam-

félagi. Dr. Helgi Gunnlaugsson, prófessor

við Há skóla Íslands, fjallaði um félags-

legan bak grunn afbrotamanna. Þá ræddi

Erlendur S. Baldursson, afbrotafræð ing-

ur hjá Fangelsis málastofnun ríkisins, um

refs ingu utan fangelsa. Í lokin flutti Páll E.

Winkel, for stjóri Fangelsismálastofn unar

ríkisins, ávarp og afhenti gjöf frá stofn un-

inni og lista manninum Tolla.

Tónlistarmaðurinn KK söng fyrir gesti

við góðar undirtektir þeirra.

Heiðursfélagar voru útnefndir. Kven-

rétt indafélag Íslands var gert að heiðurs-

félagi vegna aðkomu þess að undir bún ingi

og stofnun samtakanna árið 1959. Vara-

for maður KRFÍ, Helga Guðrún Jónas-

dótt ir, tók við viðurkenningunni. Aðrir

heiðurs félagar að þessu sinni voru þau

sr. Bragi Friðriksson, sem var for mað ur

bráða birgðastjórnar Verndar 1959, og

Bjarki Elíasson, fyrrum yfirlögreglu-

þjónn en hann var formaður Verndar um

stutt skeið og sat í nokkra áratugi í stjórn

Verndar. Þá var frú Sigríður Heið berg,

for stöðu maður, sem hefur unnið fórn fúst

starf fyrir samtökin svo ára tug um skiptir,

kjörin heiðursfélagi.

Fyrsti heiðursfélagi Verndar var frú

Þóra Einarsdóttir, fyrrum formaður sam-

takanna og aðalhvatakonan að stofnun

sam takanna. Síðar var frú Jóna Gróa Sig-

urðardóttir, kjörin heiðursfélagi þegar

hún lét af störfum formanns 1982. Í til-

efni af fjörutíu ára afmæli Verndar árið

2000 voru þau Hanna Johannessen, sem

starf aði í jólanefnd hátt í fjörutíu ár, og

Axel Kvaran, fyrrum lögregluþjónn og

fram kvæmdastjóri Verndar um skeið og

stjórn armaður til áratuga, kjörin heið urs-

félagar.

Afmæli Verndar tókst vel að mati allra

sem að því stóðu. Í afmælisnefnd sátu

þau sr. Hreinn S. Hákonarson, formaður

Verndar, og stjórnarmennirnir Dan fríður

K. Skarphéðinsdóttir og Ólafur Þ. Svein-

björnsson. Þráinn Bj. Farestveit, fram-

kvæmda stjóri Verndar, var nefnd inni til

trausts og halds.

Í tilefni afmælisins var gefið út veg legt

afmælisblað þar sem sr. Hreinn S. Há-

kon ar son, rakti sögu Verndar frá upp hafi.

Var blaðinu dreift til gesta á afmælis-

fundinum.

hálfrar aldar starfsemi verndar fagnað

Fjölmenni var á afmælishátíðinni og Verndarblaðið vakti athygli.

Nýir og gamlir heiðursfélagar. Frá vinstri: Axel Kvaran, Sigríður Heiðberg, Bjarki Elíasson,

sr. Bragi Friðriksson, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Helga Guðrún Jónasdóttir (f.h. KRFÍ).

Verndarblaðið 2. tbl. 20107

Hvernig líkaði þeim vistin?Þátttakendur voru einnig spurðir að því

hvernig þeim líkaði vistin á Vernd og sjö

svöruðu því til að þeim líkaði vistin mjög

vel og tveir sögðu að þeim líkaði vistin

frekar vel. Fjórir aðspurðra sögðu vistina

á Vernd vera sæmilega og einn sagði að

honum líkaði vistin frekar illa, því voru

það níu eða 64.3% sem líkaði vistin mjög

eða frekar vel. Einungis tveir aðspurðra

af fjórtán höfðu orðið varir við fíkniefna-

neyslu á áfangaheimili Verndar og einn

þeirra sagðist hafa orðið var við einelti á

áfanga heimilinu.

Mynd nr. 3 dregur fram hvað vist mönn-

um þótti jákvæðast við dvölina á Vernd.

Langflestir vistmanna sögðust hafa

haldið sambandi við fjölskyldu og vini á

meðan afplánun stóð og allir nema tveir

sögðu að dvöl þeirra á Vernd hafi styrkt

tengsl þeirra við vini og vandamenn

miðað við fyrri afplánunarstað.

Þá er það mat höfundar að skipulag

Verndar sé með þeim hætti að þó nokkurt

traust sé borið til fanganna þar sem vistin

sé opin og þeir hafi ákveðinn tíma frjálsan

utan heimilisins. Vistmenn kunni vel við

þetta og teldu jákvæðast við dvölina að

þeir öxluðu aukna ábyrgð á lífi sínu. Flest-

ir þátttakenda töldu útivistartíma ekki

vera rúman og var það ókostur í huga

þeirra. Þá var nokkuð algengt að þeir teldu

það sem galla að þurfa að fara á AA-fundi

hvort heldur sem þeir neyttu áfengis eða

ekki. Margir vistmanna nefndu það sem

kost við áfangaheimilið að þeir kæmust

aftur út í þjóðfélagið og hefðu tækifæri til

samskipta við vini og fjölskyldur.

Jón Kristján telur starfsemi Verndar

vera dæmi um það hvernig grasrótarstarf

getur skilað mikilsverðum árangri. Starf-

semin virðist ekki að mati hans hafa skýra

hugmyndafræði að baki fyrir utan áhrif

frá AA samtökunum en þrátt fyrir það

segir hann að ekki verði um það deilt að

starfið virðist skila árangri og samtökin

séu vel rekin

Hreinn S. Hákonarson tók saman.

Jóhann F. Guðmundsson og kona hans

Lára Vigfúsdóttir stunduðu trú boð í

fang els um landsins í rúmlega aldar-

fjórð ung. Þau voru sjálfstæðir trú boðar

og réttu mörgum fanganum hjálpar -

hönd. Margir fangar muna enn eftir

þeim þótt þau hafi hætt störf um fyrir

nokkr um árum enda orðin öldruð.

Jóhann og Lára voru félagar í Prison

Fellowship International. Það eru öflug

alþjóðleg samtök krist inna fanga vina

sem stofnuð voru árið 1976. Þessi sam-

tök boða kristna trú í fang els um vítt og

breitt um heim inn. Nú hefur Íslands-

deild þess ara samtaka verið form lega

stofnuð en það gerðist nú í haust. Í

fyrra fóru nokkr ir fangavinir í fang-

elsin og héldu sam komur sem voru vel

sóttar. Hauststarfið er nú þegar hafið.

Formaður Prison Fellowship Ice land

(Al þjóða samtök kristinna fanga vina,

Ís lands deild) er Sigríður Hrönn Sig-

urð ar dóttir, hjúkrunarfræðingur og

guð fræð ing ur. Með henni í stjórn eru:

Sig urð ur Ingi marsson, Hreinn S. Há-

kon ar son, Hermann Ingi Ragnars son,

Óskar Þór Þórð arson og Saron Rut

Guð steins dóttir.

PRison FellowshiP icelanD sToFnað

Sigurður, Hrönn, Hermann Ingi, Hreinn og Saron Rut.

Verndarblaðið 2. tbl. 2010 6

Nokkur smíðavinna fer fram á Litla-Hrauni. Fangar smíða

bekki og borð til nota á áningarstöðum og í görðum. Efni

bekkjanna er tvenns konar. Annars vegar venjulegt timbur og

svo hins vegar eru trjábolir sagaðir og fjalir notaðar úr þeim.

Þá smíða fangarnir ræðupúlt.

Fangelsið fékk verkefni frá Gámastöðinni sem felst í því að

hirða kopar, sink og ál úr ónýtum raftækjum. Er þetta tölu-

verð vinna en hana ættu allir að geta unnið. Verkefni þetta er

gert í tilraunaskyni og stendur yfir í þrjá mánuði.

smÍðaVinna og FleiRa á liTla-hRauni

Page 5: Verndarbladid_2010

sumum þeirra hafði misnotkun verið

daglegt brauð eða þá að þær urðu vitni að

henni á hverjum degi. Þetta mótaði

viðhorf þeirra til annars fólks sem og

þeirra sjálfra. Ein konan sagði til dæmis

frá því að hún hefði orðið vitni að

nauðgun á unglingsaldri og þegar hún

sjálf komst á kynþroskaaldur var hún

dauðhrædd um að sér yrði nauðgað. Allar

minningar þeirra um misnotkun voru

sárar og rannsóknin leiddi í ljós að þessi

reynsla þeirra var mikilvægur þáttur til að

skilja samband þeirra við líkama sinn.

Engin þessara fjórtán kvenna sem rann-

sóknin náði til hafði stundað vændi. Þó

sögðu nokkrar þeirra að þær hefðu notað

líkama sinn til þess að fá fíkniefni. Það

fólst í því að búa með karlmanni í kær-

leikslausu sambandi vegna þess eins að

hann gat útvegað þeim fíkniefni. Tvær

þeirra töldu að líta mætti á þetta sem

vændi. Afleiðing þessa var að þær litu á

kynlíf sem eitthvað óhreint.

Viðhorf þeirra til líkama síns sneri líka

að líkamsþyngd, neikvæðum tilfinning-

um gagnvart líkamanum og neikvæð um

hugs unum um hann. Fimm þeirra voru

já kvæðar gagnvart líkama sínum, ein var

hlut laus, en átta voru neikvæðar. Tekið er

fram að þessar skoðanir þeirra eiga aðeins

við þann tíma sem viðtölin voru tekin við

þær.

Nokkrar kvennanna töldu það hafa

verið djúpa líkamlega reynslu að fæða

barn. Barnið hefði verið það albesta sem

þær fengu í hendur í lífinu. Þessi reynsla

breytti afstöðu sumra þeirra til líkama

síns til betri vegar svo þær geðjuðust að

honum.

Líkamsþyngd flestra kvennanna hafði

aukist meðan á fangavist stóð. Í augum

þeirra var það eitt mesta vandamálið. Of-

fita var í huga þeirra það sama og óham-

ingja en að vera grönn vissi á ham ingju.

Enda þótt líkamsþyngd þeirra allra væri

innan eðlilegra marka álitu þær sig þó

vera of feitar. Þær vildu vera grennri.

Margar þeirra greindu frá því að þær

hefðu snemma byrjað að hugsa um útlitið

en sumar þeirra horfðu til fyrirsæta sem

fyrir mynda og jafnvel til klámmynda-

stjarna. Þótt þeim væri ljóst að þær gætu

aldrei náð þessu marki sínu þá geymdu

þær það með sjálfum sér.

Sumar þeirra stunduðu litla líkams rækt

og leituðu í mat og kökur sér til hugg-

unar. Í augum nokkurra var það versta

við fangelsið að fitna. Þó litu aðrar á það

jákvæðum augum því þær yrðu styrkari

þegar haldið yrði aftur inn í heim fíkni-

efna neysl unnar að lokinni fangavist.

Auka kílóin gátu einnig ein og sér verið

óbeinn hvati til að hefja aftur fíkni efna-

neyslu. Sömuleiðis töldu þær mikil vægt

að fá leið beiningu um matarræði eins og í

nær ing ar fræði.

Sumar kvennanna sögðu að þeim liði

ekki vel í líkama sínum og sjálfsvirðing

þeirra væri ekki upp á marga fiska. Þær

bæru ekki mikla virðingu fyrir líkaman-

um og sumar gengu svo langt og sögðust

hata líkama sinn og hefðu því meðvitað

skaðað hann.

Leiðir til að breyta afstöðu þeirra til

líkama síns voru fáar í augum þeirra

meðan á fangavistinni stæði. Fangelsið

setti þeim skorður. Líkamsræktin væri

karl miðuð sem og annað umhverfi fang-

elsisins. Þær töldu erfitt að tjá kvenleika

sinn í þessum aðstæðum. Þeim var ekki

leyfilegt að vera í eigin fötum heldur

nokk urs konar fanga klæðum sem voru

karlaföt að áliti sumra þeirra. Þá töldu

þær mikilvægt að fá tæki færi til að tala um

reynslu sína af mis notkun en þau gáfust

ekki. Töldu þær að því meira sem þær

töluðu um þessa reynslu sína því betur

liði þeim og var þetta mjög mikilvægt í

huga þeirra. Ef kona sneri sér til einhvers

starfs manns til að ræða vandamál tengd

mis notkun vísaði hann á sálfræðing

fangelsisins. Sá var karl og voru sumar

þeirra ekki sáttar við það. Þeim fannst

ekki þægilegt að tala um þessa reynslu

sína við karl þar sem það hefði verið kyn-

bróðir hans sem var of beldis maður inn.

Kvenfangar sem eiga sögu af misnotkun

eru samfélagshópur sem er mjög brot-

hættur. Ofbeldi karla gegn kon um í fíkni-

efnaneyslu er grófara en annað ofbeldi

hvort heldur í heima húsum eða annars

staðar.

Allar lýstu konurnar áhuga sínum á því

að efla sjálfstraust sitt og sjálfsvitund. Þær

töldu líka mögulegt sem og mikilvægt að

breyta afstöðu sinni til líkama síns. Rann-

sóknin leiddi það líka í ljós að það væri

gerlegt. Sumar kvennanna gátu snúið nei-

kvæðri hugsun sinni gagnvart líkama

sínum til jákvæðrar áttar.

Konur sem hafa verið misnotaðar í

æsku hafa mjög neikvæða mynd af sjálf-

um sér og líkama sínum. Í þessu sambandi

tala þær um að líkami sinn hafi verið

eyðilagður og að þær vilji fá annan líkama.

Þessi reynsla ásamt vændi þeirra verður til

þess að mynd þeirra af líkama sínum

verður verri fyrir vikið og þær leiðast þá

frekar í vændi til að afla fjár fyrir fíkni-

efnum. Umhyggja fyrir líkamanum er lítil

sem engin og í huga þeirra hvílir jafnvel

sú hugsun að refsa honum. Sú refsing

getur komið fram í sjálfssköðun og að

deyfa líkamann með lyfjum og fíkniefnum

sem er algengt einkenni meðal kvenna

sem hafa verið misnotaðar.

Rannsakendur geta þess að úrtakið hafi

ekki verið stórt í sniðum og því sé ekki

hægt að alhæfa neitt út frá því. Niður-

stöður rannsóknarinnar sé því ekki hægt

að heimfæra upp á öll fangelsi í Svíþjóð en

hins vegar sé hægt að notfæra sér þær til

að álykta um stöðu kvenna í svip uð um

aðstæðum. Í ljósi þess að ein kvenn anna

neitaði að taka þátt í rannsókn inni spyrja

rannsakendur hvort að hinar hafi kann ski

ekki þorað að neita. Þeir telja þó að þátt-

tak endur hafi lagt sinn fram sinn skerf af

fúsum og frjálsum vilja.

Í lok rannsóknarinnar geta höfundar

þess að gott meðferðarstarf sé fjárfesting

sem skili sér ekki bara til kvennanna í

þessu tilliti heldur og til alls samfélags ins.

Konurnar töldu sig skorta þekkingu og

hæfi leika sem þær vildu bæta úr og efla.

Ef komið yrði til móts við þær yrðu þær

lík lega betur undirbúnar fyrir lífið utan

fang elsis veggja. Sú hugsun gæti vaknað

með þeim að þær hefðu í farteski sínu

eitt hvað sem væri vert umhyggju og sér í

lagi ef þær áttuðu sig á því að líkami þeirra

væri dýrmætur enda þótt hann hefði orð-

ið fyrir margvíslegum árásum og hnjaski

í bernsku sem og í heimi fíkniefna og

glæpa. Höfundar telja að vist í fangelsi eigi

að vera góður tími til þess að hægt sé að

hefja nýtt líf sem og til þess að kven fangar

geti bætt samband sitt við líkama sinn.

Rannsókn þessa má lesa í Journal of Scandinavian Studies in Criminology and Crime Prevention, 10. hefti nr. 2, 2009, bls. 161–177. Heiti greinarinnar er: The Body a „Double-Edged Sword?“ A Qualitative Study on Swedish Femal Prisoners‘ Relation-ship toward Their Bodies.

Höf undar eru þær Katarina Swanberg og Barbara Wijma. – Hreinn S. Hákonarson tók saman.

Verndarblaðið 2. tbl. 20109

Konur í fangelsi

Staða kvenfanga í fangelsum landsins er

lítið rannsökuð.1 Þó er vitað að þær búa

ekki við sömu aðstæður og karlfangar.

Skemmst er að minnast ályktunar Kven-

réttindafélags Íslands og Verndar um

stöðu kvenna í refsivörslukerfinu.

Fjöldi kvenna í fangelsum á Íslandi er

að meðaltali um 5% af heildarfjölda

fanga. Konur eru því minnihlutahópur í

fang elsis kerfinu og sakir þess hefur lítt

verið hugsað um hag þeirra í fangavist.

Þær hafa því goldið þess að vera minni-

hluta hópur og hafa ekki haft neina rödd

til þess að vekja athygli á skertum hlut

sínum í fangavist. Verndarblaðið hefur

iðulega bent á óviðunandi hlut kvenna í

fang elsis kerf inu og þá einkum þeirra sem

þurfa að dvelja svo árum skiptir í fangelsi.

Þær eru reyndar ekki margar en þrátt fyrir

það eiga þær að njóta sömu afplánunar-

kjara og karlar. Öllum þeim er um þessi

mál véla er þessi staða ljós. Ein skýr ingin á

þessu verkleysi undanfarna áratugi er að

kvenfangar eru minnihlutahópur. Með

nýju fangelsi er þess vænst að málum

kvenfanga verði betur borgið en hingað

til. Samfélagið skuldar kvenföngum það

að áliti margra.

Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðir á

högum kvenna í erlendum fangelsum.

Hér verður greint frá einni athyglisverðri

rannsókn sem gerð var í Svíþjóð. Rætt var

við fjórtán kvenfanga á aldrinum 22–53

1 Í Verndarblaðinu, 36. árg., 2004 er fjallað um konur í fangelsi. Þar er viðtal við Guð rúnu Þorgerði Ágústs dóttur en hún gerði félags-fræðirannsókn á konum í fangelsi, líðan þeirra og viðhorfum. Þá er grein í sama blaði eftir Margréti Sæmundsdóttur: Konur í fangelsi – og félagsleg staða þeirra. Einnig skal nefnd ritgerð sem tengd er þessu efni og er eftir Árdísi Kristínu Ingvarsdóttur: Hin hulda mey: Kyngervi, vald og upplifun kvenna í fangels-um. Hún er útgefin í október s.l. og má lesa á http://skemman.is/item/view/1946/6230

ára. Fjórar þeirra höfðu hlotið dóm fyrir

alvarlegar líkamsárásir, sjö fyrir fíkni efna-

brot og þrjár fyrir fleiri afbrot en eitt.

Allar voru þær fíkniefnaneytendur og

algeng asta efnið sem þær notuðu var

amfetamín.

Í Svíþjóð hafa engar rannsóknir verið

gerðar á því hvað verði um sænska kven-

fanga að lokinni refsivist en til eru tölur

um endurkomutíðni þeirra í fangelsin.

Rannsóknir sem gerðar hafa verið í

Bandaríkjunum og Ástralíu sýna að heilsa

fanga er bágborin og dauði blasir við

mörgum þeirra þremur til fimm árum

eftir að afplánun lýkur. Þessar rann sóknir

ná bæði til karla og kvenna. Hætta á að

fyrrum kvenfangar á aldrinum 18–40 ára

deyi fimm árum að lokinni refsivist er

átján sinnum meiri en annarra kvenna á

sama aldri. Þá hafa rannsóknir leitt í ljós

að þessar konur búa við margvísleg

heilsufarsvandamál. Ástæða þessa heilsu-

leysis er af ýmsum toga eins og fjárskortur

til að leita sér lækninga og tilhneig ing til

að leyna heilsuvanda svo auðveldara sé að

fá vinnu. Önnur skýring er sú að fyrrum

kvenfangar leita aftur í sitt fyrra umhverfi

þar sem fíkniefnin fljóta og glæpir eru

stundaðir. Í þessum aðstæðum eru kon-

urnar oft misnotaðar.

Sú rannsókn sem reifuð verður hér í

stuttu máli sneri að viðhorfi kvenfanga

í kvenna fangelsinu í Färingsö til líkama

síns. Í Svíþjóð eru fjögur kvennafangelsi

sem hýsa um 250 fanga og er það 5–6%

af heild ar fjölda fanga þar í landi. Algeng-

asti glæpur kvenna í Svíþjóð er þjófnaður

og þar á eftir koma fíkniefnabrot og

ýmis svikamál. Fangelsið í Färingsö tók

til starfa 1985 og er annað tveggja með-

ferð ar fang elsa fyrir konur sem glíma við

fíkni efna vanda. Fangelsið er skammt frá

Stokk hólmi og rúmar 43 fanga. Allt með -

ferðar starfið í fangelsinu miðar að því að

kon urnar undirbúi sig fyrir líf án fíkni efna

og glæpa. Þær eru ábyrgar fyrir daglegu

lífi í fangelsinu, kaupa inn mat, elda og

þrífa. Auk þess eru þær skyldaðar til ann-

arra starfa í fangelsinu. Á hverjum morgni

eru tekin þvagsýni og herbergi þeirra og

annað sameiginlegt rými grand skoðað

ef vera skyldi að fíkniefni væru ein hvers

staðar falin. Heimsóknir eru heimilar á

kvöldin og um helgar í sér stökum heim-

sóknar herbergjum.

Rannsóknin náði til fjórtán kvenna í

þessu fangelsi sem áður sagði. Þær voru

fúsar að taka þátt í rannsókninni en að-

eins ein neitaði. Þeim var gert ljóst að þær

mættu hætta þátttöku þegjandi og hljóða-

laust hvenær sem væri. Umræðuefnið

yrði viðkvæmt og spurningarnar sem

lagðar voru fyrir þær voru þessar:

Hvers konar samband hefur þú við líkama

þinn? Hvernig hugsar þú um líkama þinn

– hvernig líður þér í honum?

Segðu frá átakanlegri reynslu sem snerti

líkama þinn.

Hvað hugsar þú um líkama þinn og

framtíð þína? Hvað verður um þig þegar

þú ert laus úr fangelsi?

Ef þú telur mögulegt að breyta afstöðu

þinni til líkama þíns spyrjum við hvaða

breytingar þú vildir sjá. Og hvernig væri

hægt að ná því marki?

Flestar kvennanna höfðu verið mis-

notaðar – aðeins tvær þeirra höfðu ekki

slíka sögu að segja. Misnotkunin átti sér

stað í æsku og önnur líkamleg misnotkun

þegar þær voru komnar af barnsaldri.

Fimm kvennanna voru misnotaðar þegar

þær voru orðnar fullorðnar, fimm í æsku

og tvær þá þær voru orðnar stálpaðri. Hjá

og viðhorf þeirra til líKama síns

Verndarblaðið 2. tbl. 2010 8

Page 6: Verndarbladid_2010

Fangelsisdómar hafa lengst hér á landi

hin síðustu misseri. Um það bil þriðjungi

fleiri fá fangelsisdóma nú en fyrir um tíu

árum. Árið 2000 sátu um tuttugu prósent

fanga inni fyrir ofbeldisbrot en árið 2009

hafði hlutfallið hækkað í tæp 40% allra

fanga. Þessi þróun er þekkt víða erlendis.

Fyrir skömmu var greint frá rannsókn á

því hvort Íslendingar vilja harðari refs ing-

ar en dómstólar. Í forsvari þessarar rann-

sóknar eru þau Ágústa Edda Björns dóttir

og Helgi Gunnlaugsson, prófessor. Rann-

sóknin var hluti af norrænu sam starfs-

verkefni og unnin af Rann sóknar stofu í

af brotafræði í samvinnu við Félags vís-

inda deild Háskóla Íslands Megin spurn-

ingin sem lögð var fram var sú hvort af-

staða borgar anna breytist eftir því sem

nálægð við aðila málsins er meiri og þeir

fá fyllri upplýs ingar um afbrot og refs ing-

ar. Talið var í ljósi fyrri við horfs mæl inga

á afstöðu borgar anna til refs inga mætti

búast við að þátttakendur í rann sókn-

inni kysu harð ari refsingar en dómarar.

Rann sóknin fór þannig fram að gerð

var síma könnun á afstöðu Íslend inga

til afbrota og refs inga. Þá var gerð póst-

könnun þar sem svar end ur tóku af-

stöðu til eins tiltekins brota máls. Einnig

var settur saman hópur þriggja dómara

sem tóku afstöðu til sömu brota mála

og lögð höfðu verið fyrir í póst könnun-

inni. Tekin var afstaða til ferns konar

brota: fíkniefnasmygl, vopnað búðar-

rán, nauðgun og götuofbeldi. Þá horfði

hluti þátttakenda á kvikmynd þar sem

réttar höld í einu máli voru sviðsett. Loka

dóms niður staða þátt takenda í fíkni efna-

málinu var sú hin sama og dómar arnir

höfðu komist að. Í málinu um vopn aða

búðar ránið vildi tæpur helmingur sjá

brota mann inn í fangelsi í tvö ár eða leng-

ur. Dómar arnir vildu 18 mánaða fangelsi.

Eftir að hafa horft á kvik myndina fækk-

aði þeim sem vildu sjá óskilorðs bundna

fang elsis refsingu um þriðjung. Þá dró

úr refsi þyngd inni. Í nauðgunar mál inu

felldu þátt tak endur mjög svipaðan dóm

og dóm ar arnir. Sýning myndar innar og

um ræður fækk aði lítillega þeim sem vildu

fang elsisrefsingu. Hvað mat á máli því

sem snerist um götuofbeldi dró úr refsi-

hörku eftir sýningu myndarinnar og um-

ræðu um málið.

Meginniðurstaða þessarar rann sókn ar

er sú að þátttakendur van meta í heild ina

refsiþyngd dómstóla, telja dómstól ana

væg ari en þeir eru í raun og veru sam-

kvæmt niðurstöðum dómarahópsins í

af brota mál un um fjórum. Mest vanmeta

þeir refs ingar dómstóla í nauðg unar mál-

um. Mik ill meirihluti þátt tak enda taldi að

refs ingar ættu að bæta af brota menn og

gera þá að betri sam félags þegn um. Flestir

voru á því að fangelsis dóm ar þjón uðu

ekki þeim til gangi. Þeir vildu sjá í aukn um

mæli með ferðar úrræði, bætur til þol enda,

sektir, sátta miðl un og jafn vel raf rænt

eftir lit, auk hefð bund innar fangelsis refs-

ingar.

Þessa rannsókn sem aðeins hefur verið

tæpt hér á má lesa á http://skemman.is

vill almenningur harðari refsingar

en dómstólar?

Hraunið í klóm vetrarins.

Verndarblaðið 2. tbl. 201011

KynbunDin mismununÍ október s.l. var eftir far andi ályktun

send fjöl miðl um og þeim er hafa með

fang elsis mál að gera:

„Kvenréttindafélag Íslands og Vernd

– fangahjálp, vilja í sameiningu vekja

athygli á því að aðstæður kvenfanga

eru mun lakari en karlfanga. Fyrir það

fyrsta er einungis eitt fangelsi í boði

fyrir kvenfanga, Kvennafangelsið í

Kópa vogi, þar sem þrengsli eru mikil.

Kven fangar eiga ekki kost á vistun í

opnu fang elsi líkt og karlfangar og

mögu leikar kvenna til framhalds- og

starfs náms á meðan betrunarvist þeirra

stendur, eru mun lakari en karlanna.

Auk þess gefast kvenföngum ekki sömu

tæki færi til að stunda vinnu samhliða

af plán un og karlföngum.

Kvenréttindafélag Íslands og Vernd

– fangahjálp, mótmæla þessari kyn-

bundnu mismunun á aðstæðum og

fangelsisvistun karl- og kvenfanga. Það

er óviðunandi að föngum sé mismunað

á grundvelli kyns síns enda varðar það

við lög. Fangelsun er skv. stefnu stjórn-

valda ætlað að fela í sér betrunarvist í

þágu viðkomandi einstaklinga og sam-

félagsins í heild sinni.

Kvenréttindafélag Ísland og Vernd –

fangahjálp, hvetja yfirvöld til þess að

lagfæra aðstæður kvenfanga hið fyrsta

og tryggja það að nú þegar bygging nýs

fangelsis á Hólmsheiði stendur fyrir

dyrum, verði aðstæður kvenfanga sem

þar munu dvelja til jafns við það sem

karlföngum býðst.“

Allmargar skýrslur og greinargerðir hafa orðið til um fangelsi

og afbrotamál. Verndarblaðinu þykir rétt að nefna þær sem

það þekkir til, lesendum til fróðleiks. Augljóst er að margir

hafa rýnt í fangelsismálin allt frá miðri síðustu öld eins og

yfirlit þetta gefur til kynna.

1. Skipulag og úrræði í fangelsismálum, Ríkisendurskoðun, mars 2010

2. Skýrsla vinnuhóps um afplánun sak hæfra barna, 2010. (Skúli Þór Gunnsteinsson, Erla Kristín Árnadóttir, Heiða Björg Pálmadóttir)

3. Samantekt um rafrænt eftirlit sem fullnustuúrræði, Fangelsismálastofnun ríkisins, apríl 2010

4. Menntun, menntunarbakgrunnur og námsáhugi íslenskra fanga. Könnun gerð að tilhlutan menntamálaráðuneytis og dóms-og kirkjumálaráðuneytis í samvinnu við Fangelsismálastofnun ríkisins. (Bogi Ragnarsson, Helgi Gunnlaugsson.) Maí 2007

5. Stefnumótun í menntunarmálum fanga á Íslandi – tillögur nefndar sem skipuð var af menntamálaráðherra. Menntamálsráðuneytið 2007

6. Skýrsla nefndar um framtíðarrekstur fangelsisins að Litla-Hrauni, október 2007

7. Stækkun réttargeðdeildar að Sogni – frumathugun – álit vinnuhóps – 10. júlí 2006

8. Skýrsla nefndar um menntun fangavarða og athugun á aldursamsetningu þeirra með hliðsjón af endurnýjun stéttarinnar, Reykjavík 15. júní 2005

9. Stjórnsýsluúttekt – Fangelsið Litla-Hrauni, Margrét Sæmundsdóttir, júní 2005

10. Markmið í fangelsismálum og framtíðaruppbygging fangelsanna, Reykjavík, október, 2004

11. Skýrsla dómsmálaráðherra um gerendur í kynferðis brota-málum og meðferðarúrræði þeim til handa, samkvæmt beiðni, (lögð fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi 2003-2004)

12. Skýrsla nefndar um unga afbrotamenn, dóms- og kirkjumálaráðuneytið, maí 1999

13. Sjálfsvíg fanga að Litla-Hrauni, skýrsla óháðrar nefndar um orsakir sjálfsvíga þriggja fanga að Litla-Hrauni og tillögur um úrbætur, Reykjavík 15. janúar 1999

14. Réttargeðdeildin að Sogni, greinargerð eftir 5 ára starf, eftir Ragnheiði Hergeirsdóttur og Magnús Skúlason. Heilbrigðisskýrslur, fylgirit 1998, nr. 4

15. Getur afplánun dóms þar sem fullnustan er í formi eftirlits með rafrænu ökklabandi á dómþola hentað sem refsiúrræði á Ísland? (Greinargerð: Hjalti Zóphóníasson og Haraldur Johannessen, 3. febrúar 1998)

16. Skýrsla fangelsismálanefndar til dómsmálaráðherra um stöðu fangelsismála í dag, tillögur um brýnar úrbætur og stefnumörkun til framtíðar, Reykjavík 1993

17. Skýrsla nauðgunarmálanefndar, dómsmálaráðuneytið 1989

18. Skýrsla nefndar til að endurskoða menntun fangavarða, dómsmálaráðuneytið, mars 1982

19. Skýrsla um fangelsamál, Reykjavík 1961 (Valdimar Stefánsson: Tímarit lögfræðinga, 1. hefti 1960 og 2. hefti 1960 – komu út 1961.)

20. Skýrsla til dómsmálaráðuneytisins, frá nefnd, sem ráðuneytið skipaði hinn 4. september 1956, til þess að rannsaka ástandið í fangelsismálum landsins, sérstaklega á vinnuhælinu á Litla-Hrauni, og gera tillögur til úrbóta, Reykjavík 1956

21. Skýrsla nefndar, er skipuð var af dómsmálaráðherra til þess að athuga og gera tillögur um fangelsismál landsins, R. 1947 (Nefndin sem vann þessa skýrslu var skipuð 23. ágúst 1943 – Gústav A. Jónasson var formaður nefndarinnar.)

sKýRsluR og gReinaRgeRðiR 1947-2010

Verndarblaðið 2. tbl. 2010 10

Page 7: Verndarbladid_2010

þess getið að blaðið muni ekki koma fyrir

„augu heiðraðra lesenda, nema sér stakt

til efni sé fyrir hendi.“ Og tilefni fyrsta

tölu blaðs ins var skákmót sem haldið var

í Hegn ingar húsinu. Einn skák mann anna

stóð sig öðrum betur og segir í blað inu

að hann myndi fyrir skák snilld sína „tví-

mæla laust vekja athygli víðar en hér á

hótelinu, ef hann kærði sig um.“

Í blaðinu kemur fram að afgreiðsla

blaðs ins sé á klefa nr. 2 og komi það út

eftir hengugleikum. En ljóst er að rit-

stjór an um hefur verið nokkur alvara

með blað inu og er það ágætlega ritað

og öll staf setning rétt. Það er heimild

um sjónar horn fanga á lífið í fangelsinu

þennan tíma sem hann dvaldi þar. Það er

og heimild um það sem þar gerðist. Sagt

er frá því að íþróttakeppni hafi farið fram

í fangelsisgarðinum. Kepptu menn í lang-

stökki með og án atrennu. Það var líka

keppt í glímu. Síðar um vorið héldu þeir

íþróttamót í garðinum og tók fangelsis-

stjórinn þátt í því og stóð sig ágætlega. Þá

kom vígslubiskupinn, sr. Bjarni Jónsson,

með fólk úr K.F.U.M og K., í heimsókn.

Eftir samkomuna gekk hann um og ræddi

við fanga og „ungar og fallegar stúlkur

gáfu síðan föngunum kaffi og kökur og

var veitt af mikilli rausn.“ (2. tbl. 2. árg., 7.

maí 1956). Sagt er frá því hverjir koma og

fara austur og vestur. Þá er verið að kenna

bridge. Einnig er að finna ástarvísur í

blað inu og aðra kviðlinga. Ritstjórinn

hvetur fanga til að skrifa í blaðið um

áhugamál sín. Veikindi gera vart við

sig í fangelsinu þegar einn fanginn fær

ofsakrampa. Og lögrelgumaður nokkur,

gam all kunningi okkar dvaldi þar um

stundar sakir. Þegar hann hitti ritstjór ann

á gang in um sagði hann: „Við hljótum að

hafa gert eitthvað alvarlegt af okkur í fyrra

lífi, fyrst við erum hér.“ (2. tbl. 1. árg.

7. maí 1956).

Ritstjórinn hvetur fangana til að mennta

sig með lestri góðra bóka. Segir að menn

hafi nægan tíma í vistinni til að læra

tungu mál ef vilji sé fyrir hendi: „Fang-

elsis vist hefur beinlínis oft orðið þess

vald andi, að menn hafi byrjað að læra

tungu mál með góðum árangri, sem þeir

hefðu kannski annars aldrei haft tíma til

að gera.“ (3. tbl. 1. árg. 21. maí 1956).

Fangablaðið flytur kosningapistil í júní-

mánuði 1956. Höfundur pistilsins tekur

það fram að hann hafi ekki haft kosn inga-

rétt í mörg ár en engu að síður hafi hann

áhuga á stjórnmálum. Hafi hann getað

haft áhrif á ættingja og vini til að kjósa

hinn rétta málstað. Segir hann í hvatn-

ingartóni: „við skulum alls ekki missa

áhugann á stjórnmálum, þó að grimm

Verndarblaðið 2. tbl. 201013

Fangar hafa stundum tekið sig til og hafið

blaðaútgáfu í fangelsum. Nokkur dæmi

eru til um slíka útgáfu og hefur hún

jafnan staðið stutt yfir og oftast lognast

út af þegar hinn pennaglaði fangi losnaði.

Svo virðist að útgáfa fanga blaða væri

bundin við áhuga einstakra fanga sem

voru sæmilega ritfærir. En út gáfa sem er

á hendi eins manns krefst þolin mæði og

vinnusemi. Því var ekki alltaf til að dreifa.

Útgáfa blaða í fangelsi kostar fé. Í sum-

um tilvikum studdu fyrirtæki útgáfuna.

Þá studdi fangelsið að Litla-Hrauni við

bakið á blöðum fanga með því að kosta

ljósritun þeirra.

Upp úr aldamótunum var svo opn aður

vefurinn, timamot.is sem félag fanga, Af-

staða, er skrifuð fyrir. Þar kennir margra

grasa um fangelsismál. Vefurinn kemur

reyndar ekki í stað fangablaða þar sem

fangar eru aðeins nettengdir í fangels un-

um á Akureyri, Kvíabryggju og Bitru.

Blaðaútgáfa fanga er órannsakað efni en

er þess mjög verðug að vera könnuð ræki-

lega. Hér verður stiklað á stóru í blaða-

útgáfu fanga.

KollubaniElsta dæmið um blaðaútgáfu er senni-

lega blaðið Kollubaninn, sem gefið var

út á Litla-Hrauni árið 1935. Það blað var

hand skrifað og lesið upp fyrir fanga. Sá

sem stóð að þessu blaði var Vernharður

Eggertsson fangi á Litla-Hrauni en hann

var ævintýramaður og tók sér síðar rit höf-

undanafnið Dagur Austan. Segja má að

Vernharður þessi hafi orðið þjóð kunn ur

maður þegar hann ásamt tveim ur öðr um

mönnum strauk af Litla-Hrauni í sumar-

byrjun 1935. Strok þeirra stóð yfir í um

vikutíma og var fjallað um það í blöð-

unum. Birtust meðal annars myndir

af Vern harði og öðrum strokufanga. Á

flótt an um skildi hann eftir dagbók sína

á ein um stað en sagt var að hann hefði

verið sískrifandi. Hann var þokkalega rit-

fær og eftir hann komu út nokkrar bækur.

Vernharður fórst með mótorskipinu Ey-

firð ingi frá Akureyri við Hjaltlandseyjar í

febrúar 1952. Skipið var á leið til Belgíu

og var hann var skráður sem mat sveinn

og var fjöru tíu og tveggja ára. Alls fórust

sjö menn með skipinu.

Eina heimilidin um blaðið Kollubana

er litil bók eftir Vernharð sem út kom

1936, Því dæmist rétt vera, og fjallaði hún

um flóttann og lífið á Litla-Hrauni. Segir

Vern harður að forstjórinn í fangelsinu

hafi bannað útgáfu blaðsins. Blaðið var

að sögn Vernharðs málgagn: „ís lenzkra

fram taks manna og ís lenzkrar hirður-

semi.“ (Bls. 17). Segist hann hafa lesið

blaðið upphátt fyrir „þingheimi“ (þ.e.

fangana) á sunnudögum þegar for stjór-

inn var fjarverandi. Eftir lesturinn fóru

svo fram umræður milli fanganna. Þeim

lauk svo á því að fangarnir sungu saman

„sálminn“ Fram til orustu fantar og bófar.

(Bls. 18).

Um efni blaðsins er lítið vitað nema það

sem Vernharður skrifaði í bók sína. Þar

tiltekur hann fáein dæmi eins og fréttir,

aug lýsingar, veðurfregnir og dálkinn

tapað fundið. Tónninn er gamansamur

eins og þessi auglýsing ber með sér: „Hér

um bil heil sígaretta tapaðist, eða, réttara

sagt, hvarf í morgun úr herbergi nr. 16

á fyrstu hæð. Sá hirðusami er vinsam-

lega beðinn um að skila henni á sama

stað gegn þóknun.“ Og: „Rit stjór an um

hefir ekki orðið kunnugt um, að neitt hafi

fund ist, aftur á móti hefir margt tapast.“

(bls. 18).

Nafnið Kolllubani vísar sennilega til

kollu málsins svo kallaða sem kom upp

í Reykjavík 1934. Það var mikið hitamál

og pólitískt. Lögreglustjórinn í Reykja-

vík, Hermann Jónasson, var ásakaður

um að hafa skotið æðarkollu og brotið

þar með gegn lögreglusamþykkt bæjar ins

um fugla frið un. Hann var dæmdur í sekt

í hér aðs dómi en sýknaður fyrir hæsta rétti.

Her mann var í framboði til alþingis og

varð stuttu síðar forsætis- og dóms mála-

ráð herra í stjórn hinna vinnandi stétta

1934.

Fangablaðið Næsta blað fanga er frá árinu 1956. Það er

gefið út í Hegningarhúsinu í Reykjavík og

alls komu út sex tölublöð, frá maí til júlí.

Blaðið heitir einfaldlega Fangablaðið og

er vélritað á venjulegt A-4 blað og er allt

frá einni blaðsíðu til átta að lengd. Nefnir

ritstjórinn að vegna erfiðrar aðstöðu geti

efnið ekki orðið fjölbreytt. Síðar kom fram

að ritstjóri hefði gert ráðstafanir til að

senda fréttaritara austur að Litla-Hrauni

og fengju lesendur bráðlega að heyra úr

þeim herbúðum. Í fyrsta tölu blað inu er

Hreinn S. Hákonarson

fangar gefa út blöð

Verndarblaðið 2. tbl. 2010 12

Page 8: Verndarbladid_2010

ReFsiglaðiR KanaR?Í júlíhefti tímaritsins (2010) The Econo-

mist er aðalumfjöllunarefni þess fang-

elsismál í Bandaríkjunum og ber grein-

in yfirskriftina Why America locks up

too many people. Á forsíðu tíma ritsins

má sjá frelsisstyttuna bak við rimla. Í

greininni kemur fram að milli 2,3-2,4

milljónir manna sitji bak við lás og slá

Banda ríkjunum. Þar í landi eru fimm

sinnum fleiri fangar en í Bret landi, níu

sinnum fleiri en í Þýska landi og tólf

sinnum fleiri en í Japan. Fangelsin eru

troðfull og al ríkis fang elsin hýsa 60%

fleiri fanga en þau eru reist fyrir. Af-

brota fræð ing ar þar vestra segja þrjá

megin galla vera á kerfinu. Í fyrsta lagi

fangelsa þeir of marga í of langan tíma.

Í öðru lagi er sum hátt semi flokkuð að

óþörfu sem glæpur. Og að síðustu eru

alríkislögin sum hver svo óljós að fólki

er ekki alltaf ljóst hvort það er að virða

þau eða brjóta. Það lætur nærri að

einn af hverj um hundrað Bandaríkja-

mönn um sé í fang elsi en um 1970 var

hlut fallið einn á móti 400. En almenn-

ing ur hefur á undanförnum áratugum

kraf ist harð ari refsinga gegn afbrota-

mönn um og stjórn mála menn hafa

orðið við þeim kröfum. Enginn þeirra

vill fá þann stimpil á sig að hann sé

linur gagn vart glæpum. Fjöldi fíkni-

efna brota manna í fangelsum hefur

þrettán faldast síðan 1980. Í greininni

eru raktar nokkrar sögur fólks sem

hefur lent í klónum á fangelsiskerfinu.

Sumir læknar eru svo smeykir við að

hrasa við ávísun ákveð inna lyfja að

þeir láta ógert að skrifa þau út af hættu

við að lenda í múrnum. Kona nokkur

sem fór í fíkni efna með ferð í fangelsi og

komst síðan að því að hún væri ófrísk

fékk aðeins að eyða tveimur sólar-

hringum með barni sínu eftir fæðingu

og fór síðan beint aftur í fangelsið.

Um helm ing ur fylkja í Banda ríkjunum

býr við þau lög að síbrota menn eru

dæmdir til lífs tíðar fanga vist ar. Þá er

getið um hina um deildu reglu „three

strikes and you´re out“ (þriðja brot og

þú ert búin/n að vera). En í Kaliforníu

sitja 3.700 manns í ævi löngu fangelsi

vegna þess arar reglu. Í Florida hefur

þeim fækk að um 28% í fang els um sem

fremja alvarlega glæpi en þeim sem

sitja inni fyrir „önnur afbrot“ hefur

fjölgað upp í 189%. Þá telja margir

Banda ríkjamenn að farið sé mjúku m

höndum um hvít flibbaglæpamenn en

aðrir eru á önd verðri skoðun. Dæmi

er tekið í fjár svika máli þar sem dómari

réði því hvort allir tölvupóstar hins

ákærða væru teknir sem eitt afbrot eða

að hver þeirra væri sjálfstætt brot. Hver

póstur gat kostað tuttugu ára fangelsi.

– Rætt er um kostnaðinn af þessu fang-

elsis kerfi en hann er óheyrilegur. Það

kostar á bilinu 18.000 – 50.000 dollara

að hýsa menn í fangelsi ár hvert. Hærri

talan á við Kaliforníu en til saman-

burðar er þess getið að kostnaður á

hvern nem anda í fylkinu er aðeins sjö-

undi hluti þeirrar upphæðar sem fylkið

ver til fangelsis mála. Þá er vitnað til

fræði manna í afbrotafræðum sem eru

ekki sammála um hvort refsingarnar

hafi fælandi áhrif á brotamenn eða

ekki. Einn þeirra sem starfar við laga-

skóla Yale-háskóla telur að 10% aukn -

ing í fang els un þýði 2% fækkun glæpa.

Annar fræðimaður telur þetta vera

lægra, eða 0.5% fækkun. Þá eru um

200.000 manns í fangelsum í Banda-

ríkj un um sem eru fimmtugir og eldri.

Segir að sam félag inu stæði lítið ógn af

flest um þeirra ef þeir yrðu látnir lausir.

A. Óskarsson Heiðargerði 8, 230 KeflavíkAB Sveipur Auðbrekka 17, 200 KópavogurAlefli ehf. Þarabakka 3, 109 ReykjavíkAlhliða pípulagnir Eldshöfða 7, 112 ReykjavíkAntikmunir sf. Klapparstíg 40, 101 ReykjavíkApótek Vesturlands Smiðjuvegi 33, 300 AkranesArkform Ármúla 38, 105 ReykjavíkAthygli hf. Síðumúla 1, 108 ReykjavíkÁrbæjarapótek Hraunbæ 102b, 110 ReykjavíkÁrvík hf. Garðatorgi 3, 210 GarðabærÁsa Marinósdóttir Lyngholti 3, 621 DalvíkBifreiðastöð ÞÞÞ Dalbraut 6, 300 AkranesBílalökkun Kópsson Smiðjuvegi 68, 200 KópavogurBílasmiðurinn Bíldshöfða 16, 112 ReykjavíkBjarni S. Hákonarsson Haga, 451 PatreksfjörðurBjörn Harðarson Holti 1, 801 SelfossBjörnsbakarí Efstalandi 26, 101 ReykjavíkBorgarbyggð Borgarbraut 11, 310 Borgarnes

Bókasafn Garðabæjar Garðatorgi 7, 210 GarðabærBókasafn Vestmannaeyja Box 20, 900 VestmannaeyjarBókhalds- og tölvuþjónustan Böðvarsgötu 11, 310 BorgarnesBrimrún ehf. Hólmaslóð 4, 101 ReykjavíkBruggsmiðjan Öldugötu 22, 621 DalvíkBúaðföng Stórólfsvelli, 860 HvolsvöllurBúnaðarsamband A-Hún. Húnabraut 13, 530 HvammstangiByggðaþjónustan Box 97, 202 KópavogurDalakofinn Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfj.DMM Lausnir Iðavöllum 9b, 230 KeflavíkDúnhreinsun Digranesvegi 70, 200 KópavogurEldhús sælkerans Sólvallagötu 11, 101 ReykjavíkElliheimilið Grund V/Hringbraut, 101 ReykjavíkENNEMM Brautarholti 10, 105 ReykjavíkFasteignasalan Húsið Suðurlandsbraut 50, 108 ReykjavíkFaxaflóahafnir Tryggvagötu 17, 101 ReykjavíkFerðaþjónustan Lóni, 781 Höfn í HornafirðiFerskfiskur ehf. Bæjarhrauni 8, 220 Hafnarfjörður

Félagsbúið Fagurhlíð Fagurhlíð, 880 KirkjubæjarklausturFiskiðjan Bylgjan Bankastræti, 355 ÓlafsvíkFínpússning Rauðhellu 13, 221 HafnarfjörðurFlokkun ehf. Furuvöllum 1, 600 AkureyriFlóð og fjara Eyrarbraut 3a, 825 StokkseyriFlúðir Box 381, 602 AkureyriFrost Culture Company Furugrund 40, 200 KópavogurGarðabær Garðatorgi 7, 210 GarðabærGistiheimilið Syðra-Langholt Syðra-Langholti, 845 FlúðirGP Arkitektar Austurstræti 6, 101 ReykjavíkGuðnabakarí Austurvegi 31b, 800 SelfossGullsmiðurinn í Mjódd Álfabakka 14, 109 ReykjavíkHafgæði Fiskislóð 47, 101 ReykjavíkHafnarfjarðarhöfn Óseyrarbraut 4, 220 HafnarfjörðurHagall ehf. Laugavegi 170, 101 ReykjavíkHaraldur Jónsson Ásbrandsstöðum, 690 VopnafjörðurHárgreiðslustofan Miðleiti 7, 103 ReykjavíkHáskólabíó v/Hagatorg, 107 Reykjavík

VeRnD þaKKaR sTuðninginn

Verndarblaðið 2. tbl. 201015

örlög hafi hrint okkur inn í tugthúsið um

lengri eða skemmri tíma. Stjórnmálin eru

sjálft mannlífið…“ (4. tbl. 1. árg. 1. júní

1956).

Ritstjórinn nefnir að í fangelsum sé

mjög algengt að „alls konar kjaftasögur

gangi um menn og málefni. Bezt er að

leggja sem minnstan trúnað á kjafta-

sög urnar, og þó alveg sérstaklega ef þær

fjalla um að von sé á einhverri vægð hjá

samborgurunum.“ (4. tbl. 1. árg. 1. júní

1956).

Gamansemin er líka á ferð í Fanga blað-

inu eins og þessi auglýsing sýnir: „Tap-

ast hefur vandaður dýrkari (hjálpar lyk-

ill). Heiðarlegur finnandi skili honum á

afgreiðslu blaðsins. Fundarlaun.“ (4. tbl.

1. árg. 1. júní 1956).

En alvaran var líka á ferð í pistlinum

Glæpir og refsing sem hófst á þessum orð-

um: „Við glæpamennirnir, sem erum

valdir úr geysi-fjölmennum hóp, til að

að njóta þess vafasama heiðurs að lifa á

ríkisins kostnað, hljótum flestir að velta

því fyrir okkur, hvaða orsakir eru til þess,

að við erum orðnir fyrirlitlegir tugt-

húslimir.“ (5. tbl. 1. árg. 15. júní 1956).

Á þessum tíma voru konur einnig

vistaðar í Hegningarhúsinu. Fangablaðið

birtir vísu eftir einn kvenfanga:

Hvar er nú frelsið þitt, óháði lýður?

Frelsinu sviptur, eins er kummi og ég.

Fljúg í austur, að leggja þitt hreiður,

en fjalir í rúmið, þær færðu hjá mér.

(4. tbl. 1. árg. 1. júní 1956).

Fangar urðu við tilmælum ritstjórans

og skrifuðu greinar í blaðið um ýmis efni.

Í þessum stutta pistli er ekki hægt að rekja

það nánar.

Ritstjóraskipti urðu á blaðinu í júlí

1956. Nýi ritstjórinn segir að forveri sinn

hafi þurft að láta af störfum vegna órfyrir-

sjáanlegra en þó góðra orsaka. Hann hafi

þó boðist til að sjá um vélritun blaðsins

áfram um einhvern tíma. Þetta var hins

síðasta tölublað Fangablaðsins.

Fréttabréf og HraunbúinnNæst er vitað um blaðaútgáfu fanga frá

árinu 1986, eða þrjátíu árum eftir að

Fangablaðið í Hegningarhúsinu kom út.

Blaðið var gefið út á vegum trúnaðarráðs

vistmanna á Litla-Hrauni og kom út

2. nóvember undir nafninu Fréttablað.

Komu nokkur tölublöð út. Það var hand-

skrifað og ljósritað. Mynd af Birni bónda

(Birni Einarssyni) prýddi forsíðu blaðsins

og undir henni stóð: Okkar maður sem

fangi. En Björn starfaði síðar að fanga-

málum og vann þar gott verk.

Árið 1990 kom út Fréttabréf trúnaðar-

ráðs í aprílmánuði. Þar var þess minnst að

tíu ár voru liðin frá stofndegi trúnaðar-

ráðs fanga. Sagði frá því að trúnaðar ráðið

hyggðist minnast þessra tímamóta.

Hraunbúinn var nafn á blaði sem gefið

var út á Litla-Hrauni á níunda áratug síð-

ustu aldar. Nokkur tölublöð komu út.

Hraunbúinn var unninn í tölvu og ljós-

ritaður.

Því miður hefur ritari þessarar greinar

ekki öll þessi eintök undir höndum og

þau munu reynar fá vera til. Þau sem

eiga eintök eru hvött til að halda þeim

vel til haga og hafa í huga leiðara þessa

blaðs sem fjallar um fangelsisminja safn á

Eyrarbakka. Öll eintök af blöðum fanga

ættu heima á slíku safni.

En í þeim blöðum sem gefin voru út

á Litla-Hrauni á níunda og tíunda ára-

tug síðusta aldar kennir ýmissa grasa.

Ritað var um AA-starfið, þar mátti lesa

smá sögur, hug leiðingar um fangelsis mál,

greinar um að breyta líferni sínu, pistla

um mannréttindamál, um fjöllun um

reynslu lausnir, og efnt var til smá sögu-

sam keppni. Þá mátti lesa gaman sam-

ar aug lýs ing ar eins og þessa: „Burðar dýr

ósk ast. Miklir peningar fyrir þann rétta.

Þetta er skemmtiferð til Amster dam.

Hafið sam band við strákana á Fyrir-

mynda gangi 3-A.“

Fyrir nokkrum árum var félag að stand-

enda fanga stofnað og fékk það nafnið

Aðgát. Um tíma var starf félagsins

blóm legt en hefur nú hin seinni ár

dofnað og lá alveg niðri í fyrra.

Nú hefur verið boðað til fundar í

félagi aðstandenda fanga í Grensás-

kirkju mánudaginn 13. desember.

Fundur hefst kl. 20.00. Á nýju ári

verður fund um svo framhaldið fyrsta

mánu dags kvöld hvers mánaðar í

Grensás kirkju.

Aðstandendur fanga eru hvattir til

að koma og eru fangar beðnir um að

vekja athygli þeirra á fundum félagsins.

Ljóst er að ef aðstandendur mæta ekki

þá er ekki þörf á félaginu að sinni. Því

verður vart trúað vegna þess að á sínum

tíma var fólk mjög ánægt með félagið

og fundi þess – og taldi þá gagnlega.

Skorað er á aðstandendur fanga að

sinna félaginu og mæta. Upplýsingar

um Aðgát er einnig að finna á http://

adgat.net/

eR þöRF á Félagi aðsTanDenDa Fanga?

Verndarblaðið 2. tbl. 2010 14

Page 9: Verndarbladid_2010

Henson Brautarholti 8, 105 ReykjavíkHerrafataverslun Birgis Fákafeni 11, 108 ReykjavíkHéraðsbókasafn Box 20, 860 HvolsvöllurHGK ehf. Laugavegi 13, 101 ReykjavíkHitaveita Egilsstaða & Fella Einhleypingi 1, 700 EgilsstaðirHjálpræðisherinn Garðastræti 38, 101 ReykjavíkHlaðbær Colas Gullhellu 1, 221 HafnarfjörðurHornabrauð ehf. Dalbraut 10, 780 Höfn í HornafirðiHótel Djúpavík Árneshreppi, 524 ÁrneshreppurHótel Framnes Nesvegi 6, 350 GrundarfjörðurHótel Stykkishólmur Borgarbraut 8, 340 StykkishólmurHöfðakaffi Vagnhöfða 11, 112 ReykjavíkHörður V. Sigmarsson Reykjavíkurvegi 6, 220 HafnarfjörðurÍsafjarðarbær Box 56, 400 ÍsafjörðurÍsfélag Vestmannaeyja Strandvegi 28, 900 VestmannaeyjarÍsfugl ehf. Reykjavegi 36, 270 MosfellsbærÍsgát Austurtanga 2, 600 AkureyriÍslandsstofa Hallveigarstíg 1, 101 ReykjavíkÍslenska félagið Iðavöllum 7, 230 KeflavíkÍslenska gámafélagið Gufunesi, 112 ReykjavíkÍspan Smiðjuvegi 7, 200 KópavogurÍsver Bolafót 15, 260 NjarðvíkÍþróttamiðstöð Glerárskóla Höfðahlíð, 603 AkureyriJakob og Valgeir Grundarstíg 5, 415 BolungarvíkKaplavæðing Hólmgarði 2c, 230 KeflavíkKaþólska kirkjan Box 489, 121 ReykjavíkKeiluhöllin ehf. Box 8500, 128 ReykjavíkKemis ehf. Box 9351, 129 ReykjavíkKOM – almannatengsl Borgartúni 20, 105 ReykjavíkKor ehf. Eyrartröð, 220 HafnarfjörðurKópavogsbær Fannborg 2, 200 KópavogurKumbaravogur Kumbaravogi, 825 StokkseyriKvótabankinn Heiðarlundi 1, 210 GarðabærLitla Kaffistofan Suðurlandsvegi, 810 HveragerðiMargmiðlun Frostafold 20, 112 ReykjavíkMassi þrif Suðurtanga 2, 400 ÍsafjörðurMálarameistarinn Logafold 188, 112 ReykjavíkMiðnesheiði ehf. Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvöllur

Mjólkursamlagið Ártorgi 1, 550 SauðárkrókurMS Ármann Skipamiðlun Hafnarhúsinu, 101 ReykjavíkNeskirkja Hagatorgi, 107 ReykjavíkNeytendasamtökin Síðumúla 13, 108 ReykjavíkNonnabiti Hafnarstræti 18, 101 ReykjavíkNorðri sf. Jóratúni 8, 800 SelfossNorðurpóll Lagnabrekku, 650 LaugarNýi tónlistarskólinn Grensásvegi 3, 108 ReykjavíkNýi Ökuskólinn Klettagötu 11, 104 ReykjavíkO. Johnsson og Kaaber Tunguhálsi 1, 110 ReykjavíkOpin kerfi Höfðabakka 9, 112 ReykjavíkÓlafur Þorsteinsson Vatnagörðum 4, 104 ReykjavíkPassamyndir Sundaborg 79, 140 ReykjavíkPétur O. Nikulásson Melabraut 23, 220 HafnarfjörðurPétursey Flötum 31, 900 VestmannaeyjarRafeindastofan Faxafeni 12, 108 ReykjavíkRafgeymslan hf. Dalshrauni 17, 220 HafnarfjörðurRafn ehf. Sóltúni 11, 105 ReykjavíkRafsvið Haukshólum 9, 111 ReykjavíkRaftákn hf. Glerárgötu 34, 600 AkureyriRaftækjaþjónustan Síðumúla 9, 108 ReykjavíkRaförninn Suðurhlíð 35, 105 ReykjavíkRarik Rauðarárstíg 10, 105 ReykjavíkRB Rúm Dalshrauni 8, 220 HafnarfjörðurReykjakot leikskóli Krókabyggð 2, 270 MosfellsbærReykjaprent Síðumúla 14, 108 ReykjavíkReykjavíkurhöfn Tryggvagötu 17, 101 ReykjavíkRótor Helluhrauni 4, 220 HafnarfjörðurSetberg Freyjugötu 14, 101 ReykjavíkSeyðisfjarðarbær Hafnargötu 44, 710 SeyðisfjörðurSÍBS Síðumúla 6, 108 ReykjavíkSíldarvinnslan Hafnarbraut 6, 740 NeskaupstaðurSjóvélar Skútuvogi 6, 104 ReykjavíkSjúkraþjálfun Georgs Kirkjubraut 28, 300 AkranesSmárinn – söluturn Dalvegi 16c, 200 KópavogurSnyrtistofan Dröfn Ásavegi 16, 900 VestmannaeyjarSólheimar Grímeshreppi, 801 SelfossSólrún hf. Sjávargötu 2, 621 Dalvík

SP Tannréttingar Álfabakka 14, 109 ReykjavíkSprinkler pípulagnir Bíldshöfða 18, 110 ReykjavíkStaðastaðarprestakall Staðarstað, 355 ÓlafsvíkStarfsgreinasamand Íslands Sætúni 1, 105 ReykjavíkStilling ehf. Skeifunni 11, 108 ReykjavíkSuzuki bílar Skeifunni 17, 108 ReykjavíkSveitarfélagið Garður Melbraut 3, 250 GarðurSýslumaðurinn á Akranesi Stillholti 16-18, 300 AkranesSæfell ehf. Hafnargötu 9, 340 StykkishólmurTannlæknastofa Einars Skólavegi 10, 230 KeflavíkTannlæknastofa Guðrúnar Snorrabraut 29, 105 ReykjavíkTannlæknastofan heilsugæslustöðinni Hólavegi 5, 620 DalvíkTark Teiknistofa Brautarholti 6, 105 ReykjavíkTrésmiðja Stefáns Brekkustíg 38, 260 NjarðvíkUmslag Lágmúla 5, 105 ReykjavíkÚtgerð Agnars Ægisgötu 8, 340 StykkishólmurVagnar og þjónusta Tunguhálsi 10, 110 ReykjavíkVaka Ármúla 44, 108 ReykjavíkValhúsgögn Ármúla 27, 108 ReykjavíkVDO ehf. Borgartúni 36, 105 ReykjavíkVeitingaskálinn Víðigerði, 531 HvammstangiVerðlistinn Laugarnesvegi 74, 105 ReykjavíkVerkfræðistofa Austurlands Kaupvangi 5, 700 EgilsstaðirVerkfræðitækni Mörkinni 5, 108 ReykjavíkVerkalýðsfélagið Hlíf Reykjavíkurvegi 66, 220 HafnarfjörðurVerslunarmannafélag Suðurnesja Vatnsnesvegi 14, 230 KeflavíkVélsmiðjan Ásverk Grímseyjargötu, 600 AkureyriVélvirki Hafnarbraut 7, 620 DalvíkVið og Við Gylfaflöt 3, 112 ReykjavíkVignir G. Jónsson Smiðjuvöllum 4, 300 AkranesVistor hf. 210 GarðabærVísindagarðurinn Tjarnarbraut 39a, 700 EgilsstaðirVísir hf. Hafnargötu 16, 240 GrindavíkÞingeyjarsveit Kjarná, 650 LaugarÞorbjörn hf. Hafnargötu 12, 240 GrindavíkÞrastarhóll ehf. Kirkjubraut 10, 780 Höfn í HornafirðiÖgurvík Týsgötu 1, 101 Reykjavík

VeRnD þaKKaR sTuðninginn

CMYKPantone 287

Murari.is

jón egilsson hdl.Knarrarvogi 4

Svo lengi lærir sem lifir

Námsflokkar Reykjavíkur bjóða fullorðnum

Reykvíkingum, 16 ára og eldri, ný tækifæri

til náms og náms- og starfsráðgjöf.

Áhersla er á einstaklingsmiðað nám, við

hæfi hvers og eins. Stefnt er að því að

með aukinni menntun öðlist nemendur

aukinn sjálfsstyrk og lífsgæði.

Þönglabakka 4 · Sími: 411 7040 www.namsflokkar.is