4. tbl 2014

40
RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B . ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected] NÝ HEIMASÍÐA - WWW.JONB.IS Þjónustuverkstæði útvegum bílaleigubíla CABAS tjónaskoðun Hjallahlíð - 4ra herbergja EIGN VIKUNNAR www.fastmos.is 586 8080 4. TBL. 13. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 DREIFT FRÍTT INN Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Í MOSFELLSBÆ, Á KJALARNESI OG Í KJÓS Mosfellingurinn Guðni Þorbjörnsson framkvæmdastjóri ARTPRO Rekur eina fullkomnustu prentstofu landsins 24 MOSFELLINGUR 2013 Mynd/AnnaÓlöf Leikskólinn Reykjakot 20 ára þann 25. febrúar Unnið í anda Hjallastefnunnar 20 ára afmæli Reykjakots Í Reykjakoti er unnið mjög metnaðarfullt starf í anda Hjallastefnunnar. Í leikskólanum eru um 100 börn á aldrinum 20 mánaða til 6 ára og er skólanum skipt niður í fimm kjarna. Börn og starfsfólk héldu veglega afmælisveislu í tilefni dagsins. PRÚÐBÚIN BÖRN Á ÖSKUDAGINN

Upload: mosfellingur

Post on 24-Mar-2016

311 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Bæjarblaðið Mosfellingur. 4. tbl. 13. árg. Fimmtudagur 13. mars 2014. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós.

TRANSCRIPT

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]ý heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla cabas

tjónaskoðun

Hjallahlíð - 4ra herbergja

eign vikunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...

4. tbl. 13. árg. fimmtudagur 13. mars 2014 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

Mosfellingurinn Guðni Þorbjörnsson framkvæmdastjóri ARTPRO

Rekur eina fullkomnustu prentstofu landsins 24

MOSFELLINGUR

2013

myn

d/a

nnaó

löf

Leikskólinn Reykjakot 20 ára þann 25. febrúar •Unnið í anda Hjallastefnunnar

20 ára afmæli ReykjakotsÍ Reykjakoti er unnið mjög metnaðarfullt starf í anda Hjallastefnunnar. Í leikskólanum eru um 100 börn á aldrinum 20 mánaða til 6 ára og er skólanum skipt niður í fimm kjarna. Börn og starfsfólk héldu veglega afmælisveislu í tilefni dagsins.

Prúðbúin börn á öskudaginn

R e s t a u R a n t - B a R - s p o R t B a R

Útsala - Útsala - Útsala

Þarftu að kaupa eða selja bíl?

100bilar.is og isband.is • Þverholt 6, Mosfellsbæ

www.isfugl.is

MOSFELLINGURÚtgefandiRitstjóri og ábyrgðarmaður: Ritstjórn:

Prentun: Upplag:Dreifing:Umbrot og hönnunPróförk:

Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.

Flygillinn vígður í kvöld

Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

Umsjón: Birgir D. Sveinsson ([email protected])

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2

SKIP-silfur og gullskip Sigurðar H. Þórólfssonar.

héðan og þaðan

R

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali

586 8080

selja...www.fastmos.is

586 8080 Sími:

Birkiteigur - neðri sérhæð

klapparhlíð Ásholt

Þrastarhöfði

stórikriki

klapparhlíð

Bergholt

nýjar íBúðir í litlakrika

stórikriki

lausstrax

nýttÁ skrÁ

hÁholtlausstrax

nýttÁ skrÁ

lausstrax

nýttÁ skrÁ

nýttÁ skrÁ

lækkaðverð

lækkaðverð

lausstrax

www.lagafellskirkja.is

Sunnudagurinn 16. marsGuðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00Sr. Skírnir Garðarsson

Sunnudagurinn 23. marsFermingarguðsþjónustur í Lágafelsskirkju kl. 10:30 og 13:30Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Skírnir Garðarsson

Sunnudagurinn 30. marsFermingarguðsþjónustur í Lágafellsskirkju kl. 10:30 og 13:30Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Skírnir Garðarsson

Upplýsingar um fermingarathafnir og fermingarbörn þessa árs er að finna á bls. 12 og á heimasíðu kirkjunnar: www.lagafellskirkja.is

kirkjustarfið

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64

HelgiHald næStu vikna

Menningarvor haldið í fimmta sinnMenningarvor í Mosfellsbæ fer nú fram í fimmta sinn. Að þessu sinni verða menningarþræðir raktir úr landshlutum á Íslandi í Mosfellsbæ. Dagskráin verður þrjú þriðju-dagskvöld og fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar. Yfirskrift fyrsta kvöldsins er „Ég bið að heilsa...“ og fer fram þriðjudaginn 25. mars kl. 20:30. Þá verða þræðirnir raktir milli Mosfellssveitar og Austurlands. Þórunn Lárusdóttir, leik- og söng-kona og Hlöðver Smári Haraldsson píanóleikari flytja sönglög eftir Austfirðingana Þórarin Jónsson, Helga Pálsson, Inga T. Lárusson, Svavar Benediktsson og Svavar Lárusson. Félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar lesa úr Veturnótta-kyrrum eftir Jónas Árnason. Óskar Pétursson og Tindatríóið mæta til leiks þriðjudagskvöldið 1. apríl og er yfirskrift þess kvölds „Skín við sólu...“ og þræðirnir raktir að norðan. Loks eru menningarþræðir raktir með Halldóri Laxness úr Flatey í Breiðarfirði í Mosfellssveit undir yfirskriftinni „Hvert örstutt spor...“ Þá koma m.a. fram Atli Heimir Sveinsson og Diddú.

Guðlaug Dröfn sýnir í ListasalnumNú stendur yfir í Listasal Mosfellsbæjar einkasýning Guð-laugar Drafnar Gunnarsdóttur, Vorið, kæri vinur. Guðlaug sýnir ný verk, fugla-teikningar á plexígleri og stór náttúrutengd málverk unnin í olíu á striga. Sýning Guðlaugar er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar kl. 12 – 18 virka daga og 12 – 15 á laugardögum. Sýningin stendur til 29. mars 2014.

Nýtt framboð lítur dagsins ljós fyrir kosningarnar í vor

Valdimar leó mun leiða nýtt framboðNýtt framboð hefur verið stofnað í Mosfells-bæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hópur áhugasamra bæjarbúa um betra samfélag kom saman um síðustu helgi og ákvað að boðið skyldi fram og leitað til Valdimars Leós Friðrikssonar um að leiða framboðið.

Valdimar starfar sem framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutn-ingamanna. Um tíma starfaði hann að mál-efnum fatlaðra. Hann er formaður UMSK og hefur starfað mikið fyrir Aftureldingu. Hann hefur setið í íþrótta- og tómstunda-nefnd Mosfellsbæjar á kjörtímabilinu fyrir Samfylkinguna.

Af hverju nýtt framboð?„Það eru svo margir sem ekki eru sáttir

við þá kosti sem fram eru komnir. Fólk er ekki tilbúið að vera fast í þessum gömlu flokkum. Hópur fólks hefur komið sam-an að undanförnu og leitað að sterkum einstaklingi með reynslu til að leiða nýtt framboð og ég samþykkti að leiða listann þegar til mín var leitað á dögunum.

Nú er verið að leita að fagfólki í Mosfells-bæ varðandi skólamál og þau atriði sem hvíla á barnafjölskyldum til að taka þátt í þessu með okkur. Hópurinn stækkar hratt þessa dagana,“ segir Valdimar Leó.

Þú hefur þá ákveðið að segja skilið við Samfylkinguna?

Nei, ekki beint. Forystufólk Samfylking-arinnar í Mosfellsbæ hefur ákveðið að segja skilið við mig. Þau höfnuðu mér með því að bjóða mér Eurovision-sætið, það sextánda. Ég fékk skýr skilaboð frá uppstillingarnefnd að þau hefðu ekki áhuga á mínum starfs-kröftum, og að 16. sætið væri einungis fyrir kurteisissakir, eins og nefndin orðaði það.“

„Síðan hefur komið í ljós að það er eft-irspurn og það kom mér þægilega á óvart. Áherslumál nýja framboðsins varða m.a. fjölnota íþróttahús, skólamál, umhverfis-mál, aukin atvinnutækifæri í bæjarfélag-inu, umferðarhraði í gegnum Mosfellsbæ og Mosfellsdal, stuðningur við ferðaþjón-ustu auk þess að beita okkur fyrir auknu leiguhúsnæði fyrir ungt fólk. Þá viljum við auka og bæta samráð við bæjarbúa. Hér hefur eintómt sýndarsamráð verið í gangi þar sem íbúafundir hafa verið haldnir en svo ekkert gert með niðurstöðurnar. Að undanförnu hefur sýnt sig að foreldrar vilja eindregið koma að framtíðarskipulagi skólamála,“ segir Valdimar Leó.

„Ég hef mikinn áhuga á stjórnmálum og almennt á hagsmunamálum almenn-

ings, málefnum fatlaðra, aldraða og þá er íþróttahreyfingin mér hugleikin. Valdimar sat á Alþingi í þrjú ár og ætlar nú að láta til sín taka í bæjarmálunum.

Stefnan er tekin á þrjá menn í bæjar-stjórn“, segir Valdimar bjartsýnn á fram-haldið.

Valdimar leóFriðriksson

Lestrarátak Lions •Spjaldtölvur ætlaðar börnum með sérþarfir •Afrakstur vinkvennakvölds

lionsklúbburinn Úa gefur grunnskólunum spjaldtölvurLionsklúbburinn Úa afhenti á dögun-um spjaldtölvur til grunnskólanna í Mosfellsbæ. Þær eru einkum ætlaðar til notkunar í lestri fyrir börn með sérþarfir og sértæka lestrarörðugleika.

Þetta er liður í lestrarátaki klúbbsins og á vinkvennakvöldi sem haldið var í haust var ákveðið að hluti ágóðans færi í þetta verkefni. Lestrarátak Lions er 10 ára alþjóðlegt verkefni sem hófst á síð-asta starfsári. Lionshreyfingin um allan heim mun hvetja til lestrar og vinna gegn ólæsi. Eitt af verkefnunum er að afhenda öllum nemendum í 5. bekk bókamerki sem er með tilvitnunum eftir Þórarin Eldjárn. Síðan stendur til að gefa öllum sex ára börnum á Íslandi bók haustin 2015 og 2016 og er það gert í samvinnu með IBBY á Íslandi sem eru frjáls félagasamtök áhugamanna um barnabókmenntir.

Á meðfylgjandi mynd eru skóla-stjórarnir Þrúður Hjelm, Jóhanna Magnúsdóttir og Þórhildur Elfarsdóttir ásamt Svöfu Harðardóttur formanni Lionsklúbbsins Úu.

skólastjórar grunnskólanna

ásamt Formanni Úu

Flygilsjóður hefur verið stofnaður í FMOS til að safna fyrir flygli í sal skólans.

Miðaverð er kr. 1.500 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn, 12 ára og yngri.

Starfsmenn FMOS sjá um kaffisölu í hléi. Andvirði miðasölunnar og kaffisölunnar rennur óskert í flygilsjóðinn.

Styrktartónleikar í FramhaldSSkólanum í moSFellSbæ Fimmtudaginn 13. marS kl. 20:00

Karlakórinn Stefnir

Kaleo

Safnað fyrir flygliSkólakór Varmárskóla

Jónas Þórir og Matthías

Eldri borgarar

Þjónustumiðstöðin EirhömrumFramundan í marsFimmtudagur 13. mars. Gaman saman kl. 13:30. Í borðsal Eirhamra. Krakkarnir frá leikskól-unum Huldubergi og Lágafelli koma og syngja og skemmta. Eftir skemmtunina er hægt að kaupa kaffi og meðlæti á 400 kr.

Fimmtudagur 20. mars KíKT FYrIr HOrn kl. 13:00. Ferð í Reykjanesbæ í eitt stærsta og glæsilegasta frumkvöðlasetur landsins, ELDEY, sem staðsett er á Ásbrú. Gestgjafi er Unnur Karlsdóttir fyrrum starfsmaður félagsstarfsins. Farið verður í rútu og kostar 1.000 kr. Skráningar krafist. Allir velkomnir. Félagsstarfið er lokað þennan dag.

Föstudagur 21. mars FÉLaGsVIsT kl. 13:00. Í borðsal Eirhamra. Aðgangseyrir 600 kr. innifalið kaffi og meðlæti. Vinningar fyrir tvö efstu sætin. Skráningar krafist.

OPIn KÓrÆFInG í KJarnaVorboðar ætla að vera með opna æfingu í Kjarna mánudaginn 24. mars kl. 13:30 -14:00. Sérstakir gestir eru heimilisfólk á Skálatúni, Eirhömrum og Hömrum. Eins ætlum við að bjóða starfsfólk í Kjarna sér-staklega velkomið og gesti og gangandi.Boðið verður upp á konfekt.

Að sjálfsögðu er allt í fullum gangi sem er auglýst á stundaskrá Þjónustumiðstöðvar-innar. Endilega kynnið ykkur það. Minnum á að handverksstofan er opin alla virka daga milli 13:00-16:00. Allir velkomnir.

sumarferð Famos og félagsstarfs aldraðra í mosfellsbæ 17.-19. júní dagur 1 - þriðjudagur 17. júní.Lagt af stað frá Eirhömrum/Hlaðhömrum kl. 9:00, ekið um Suðurlandið til Víkur í Mýrdal. Áfram verður haldið og komið að Hótel Jökli í Nesjum undir kvöld, þar sem gist verður næstu tvær nætur.

dagur 2 - miðvikudagur 18. júní.Farið frá hótelinu kl. 10:00 áleiðis til Djúpavogs um fallegar sveitir.

dagur 3 - fimmtudagur 19. júní.Farið frá hótelinu kl. 9:00 áleiðis heim. Í Öræfun-um gefst kostur á að komast út í Ingólfshöfða, ef veður leyfir. Þangað er farið á dráttarvélum og heyvagni. Mjög skemmtileg ferð og gaman

að virða fyrir sér Öræfin frá þessu sjónarhorni. Ferð í Ingólfshöfða kostar kr. 3.000 á mann og er ekki innifalin í verði ferðarinnar. Þeir sem ekki fara í Ingólfshöfða verða fluttir að Freysnesi, sem er ágætur áningarstaður fyrir ferðalanga.Áætluð heimkoma um kl. 20:00.Innifalið í verði er akstur, gisting í tvær nætur, tveir morgunverðir og tveir kvöldverðir. Hádeg-is/síðdegishressinguna greiðir hver fyrir sig.

Verð: Í tvíbýli kr. 45.000 á mann.Í einbýli kr. 58.000 á mann.Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina sem allra fyrst og eigi síðar en 1. apríl n.k. hjá einhverjum eftirtalinna:Elva Björg Pálsdóttir, [email protected], s. 698-0090Gréta Aðalsteinsdóttir, [email protected], s. 692-3939Jón Þórður, [email protected], s. 856-3405Karl E. Loftsson, [email protected], s. 863-9707

Greiða þarf ferðina fyrir 1. júní inn á ferða-reikning FaMos hjá Arionbanka í Mosfellsbæ Reikningsnúmer 0315-13-301697 og kennitala 471102-2450.Biðjið bankann um að senda staðfestingu á greiðslu á póstfangið [email protected]íka má greiða beint til Elvu hjá Félagsstarfinu að Eirhömrum.

LEIKFImIMinnum á að frábær leikfimi er alltaf kennd á fimtudögum kl. 10:45 (léttari hópur) og 11:15 (þyngri hópur). Leikfimin hentar bæði byrjendum sem og lengra

komnum. Endilega komið og verið með. Kennari er Karin Mattson sjúkraþjálfari.

Opið hús/menningarkvöld með upplestri og harmonikuballi í Hlégarði.Áður auglýst meninngarkvöld verður 21. mars kl. 20:00 þar sem Arnar Jónsson les sjálfvalið efni og á eftir verður hið rómaða kaffihlaðborð og harmonikuball.

notendaráð þjónustumiðstöðvarinnar Eirhömrum, Enn aÐ LEITa aÐ FÓLKI Leitað er að fólki sem vill vera í notenda-ráði og leggja þannig sitt til félagsstarfs-ins. Alls eru 6-7 manns í notendaráði.

Tilgangurinn með notendaráði er að rödd notenda heyrist og að starfið beri með sér valddreifingu og sé unnið á lýðræðisgrunni.

Starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar vinnur með notendaráði félagsmiðstöðvarinnar. Æskilegt er að kynjahlutfall verði sem jafnast svo raddir beggja kynja heyrist. Áætlað er að funda 1-2 sinnum í mánuði og skipuleggja vetrarstarfið 2014-2015. Fyrsti fundur verður í lok mars.Áhugasamir hafi samband við forstöðu-mann félagsstarfsins í síma 586-8014 eða 698-0090, eða á [email protected].

- Fréttir úr bæjarlífinu6

Skipaður starfshópur um fjölnota húsSkipað hefur verið í starfshóp um byggingu fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ. Samkvæmt tillögu bæjarstjóra sem samþykkt var í bæjarstjórn í lok janúar sl. tilnefndi bæjarráð þrjá fulltrúa í hópinn. Það eru Bryndís Haraldsdóttir for-maður skipulagsnefndar, Theódór Kristjánsson formaður íþrótta- og tómstundanefndar og Jónas Sigurðsson bæjarstjórnarmaður. Afturelding hefur tilnefnt Óla Val Steindórsson. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri mun leiða vinnuna sem snýst í meginatriðum um að skoða hvernig, hvar og með hvaða hætti er farsælast fyrir Mosfellsbæ að byggja slíkt hús.

Listi Sjálfstæðis­flokksins samþykkturFramboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitar-stjórnarkosningar var samþykktur með lófaklappi á aðalfundi fulltrúa-ráðs félagsins þann 27. febrúar. Nú stendur yfir málefnavinna en í síð-ustu viku voru haldnir opnir fundir með bæjarbúum þar sem þeim gafst kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri. Listi flokksins er eftirfar-andi: 1. sæti Haraldur Sverrisson, 2. Bryndís Haraldsdóttir, 3. Hafsteinn Pálsson, 4. Kolbrún G. Þorsteins-dóttir, 5. Theódór Kristjánsson, 6. Eva Magnúsdóttir, 7. Rúnar Bragi Guðlaugsson, 8. Karen Anna Sævarsdóttir, 9. Sigurður Borgar Guðmundsson, 10. Sturla Sær Erlendsson, 11. Hreiðar Örn Zoega Stefánsson, 12. Örn Jónsson, 13. Dóra Lind Pálmarsdóttir, 14. Ólöf A. Þórðardóttir, 15. Fjalar Freyr Einars-son, 16. Greta Salóme Stefánsdóttir, 17. Svala Árnadóttir og í 18. sæti er Herdís Sigurjónsdóttir.

Afmælisveisla í ReykjakotiÞann 25. febrúar átti leikskólinn Reykjakot 20 ára afmæli. Haldin var vegleg afmælisveisla þar sem börn og starfsfólk skeyttu skólann, útbjuggu afmæliskórónu, sungu afmæl-issönginn og fengu afmælisköku. Foreldrar voru sérstaklega boðnir velkomnir svo og sam-starfsfólk á skrifstofum bæjarins.

Leikskólanum barst vegleg bókagjöf ásamt blómum frá fyrrverandi leikskólastjórum. Til stendur svo að halda skemmtilega útihátíð í garði Reykjakots með vorinu. Stjórnendur og starfsfólk Reykjakots senda þakkarkveðjur til allra sem komu og glöddust með þeim í tilefni afmælisins.

Stofnaður hefur verið flygilssjóður í Fram-haldsskólanum í Mosfellsbæ. Safnað er fyrir flygli í sal skólans.

Sérstakir styrktartónleikar fara fram FMOS í kvöld kl. 20, fimmtudagskvöldið 13. mars, þar sem fjöldi listamanna leggur verkefninu lið. Miðaverð er kr. 1.500 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn. Fram koma m.a. Karlakórinn Stefnir, Kaleo, Skólakór Varmárskóla, Jónas Þórir píanóleikari og Matthías Stefánsson fiðluleikar.

Kemur sér vel fyrir menningarlífið„Í nýju húsi Framhaldsskólans er mjög

góður salur, sem hentar vel í hvers konar uppákomur og tónleika og tekur um 300 manns í sæti. Hann nýtist auðvitað vel í skólastarfinu, því að í langflestum viðburð-um á vegum skólans kemur tónlist eitthvað við sögu. Þar fyrir utan eru haldnar útskrift-arhátíðir í skólanum tvisvar á ári. Á döfinni er að stofna skólakór og til þess að hann nái að dafna, er nauðsynlegt að til staðar sé gott hljóðfæri,“ segir Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari.

Auk þess mun salurinn nýtast vel fyrir ýmsar athafnir og uppákomur á vegum Mosfellsbæjar og þá kannski sérstaklega fyrir Listaskóla Mosfellsbæjar. Til þess að

hann nýtist sem best er nauðsynlegt að hafa flygil í salnum. Salurinn og flygillinn eiga því eftir að nýtast menningar- og listalífi í Mosfellsbæ vel.

Flygillinn vígður á tónleikunum„Um er að ræða KAWAI flygil frá Tóna-

stöðinni og það er skemmtilegt að segja frá því að Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleik-ari valdi flygilinn,“ segir Guðbjörg.

Gripurinn sjálfur er kominn í hús og verður vígður á sjálfum styrktartónleikun-um. Flygillinn kostar um 3,5 milljónir og nú

þegar hafa safnast tæpar 2 milljónir í flyg-ilssjóðinn. Þar munar mestu um framlag Mosfellsbæjar sem dekkar þriðjung kostn-aðarins. Þá hafa komið framlög frá Eykt, 250 þúsund og 300 þúsund frá FMOS.

„Okkur vantar því ennþá um 1,5 milljón-ir til að fjármagna flygilinn og munum við vinna í því á árinu, m.a. með styrktartón-leikum, en þeir fyrstu eru á fimmtudaginn. Vonandi munu Mosfellingar fjölmenna á tónleikana og taka þannig þátt í þessu spennandi verkefni Framhaldsskólans í Mosfellsbæ“, segir Guðbjörg að lokum.

Styrktartónleikar í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar í kvöld

Safnað fyrir flygli í framhaldsskólann

börnin sungu fyrirbæjarstjórann

leikskólastýrurnar

guðbjörg skólameistari við vígslu framhaldsskólans

stefnir kemur fram í kvöld

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S I

CE

655

94 0

2/14

Vertu með okkur

SÍMAINNRITUN

MEÐ ICELANDAIR

FLJÚGÐU VELAlltaf innifalið: Frjálst sætaval við bókun I Afþreyingarkerfi 350 klst. I Meira pláss milli sæta

Ein ferðataska allt að 23 kg til Evrópu og tvær töskur til N-Ameríku I Matur fyrir börnin

Óáfengir drykkir og dagblöð I Vildarpunktar I Flug- og flugvallarskattar

+ Nánar á icelandair.is/fljugduvel

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S I

CE

655

94 0

2/14

- Fréttir úr Mosfellsbæ8

Verslunin Level hefur opnað í Krónuhúsinu í Háholti. Fatahönnuðurinn Elísabet Maren selur þar sína eigin hönnun ásamt fleiri gersemum. „Ég nýtti fæðingaror-lofið mitt vel í að hanna og sauma og var ég því uppfull af hugmyndum sem nýttust vel við opnun búðarinnar,“ segir Lísa. „Mikið er lagt í hönnunina og upplifun við-skiptavina. Ég er einnig að selja glæsilegu armböndin frá fegurðardrottningunni Alexöndru Helgu og frægu

dýramyndirnar hennar Siggu Soffíu. Viðtökurnar hafa verið hreint frábærar og æðislegt

að sjá hversu Mosfellingar taka vel í þessa nýju viðbót við verslanir í Mosfellsbæ. Ég vonast innilega til að sjá sem flesta á næstu misserum til þess að kíkja á vörurn-ar sem Level hefur upp á að bjóða.“

Verslunin er opin kl. 12-17 á mán. og þri., kl. 12-18 á mið. og fim og á laugardögum kl. 12-14.

Lítil og sjarmerandi hönnunarbúð og saumastofa hefur opnað í Háholti

Opnunarpartý LEVEL

Björk, Beta, Hildur og Einar Páll létu sjá sig í Háholtinu. Svava Björk Gunnarsdóttir, Hrannar Guðmundsson og Lilja Karen. Hilmar Benedikt, Sara Fanney, og Hilmar Harðarson.

Jónatan Dreki, Elísabet Maren Guðjónsdóttir og Jóhann Jóhannsson.

Fullt út úr dyrum við opnun Level í Háholti.

PIPAR

\TBWA

SÍA 140473

Ég bið að heilsa... Þriðjudagur 25. mars kl. 20.30 -22.00Fyrsta kvöldið verða þræðirnir raktir milli Mosfellssveitar og Austurlands. Yfirskrift kvöldsins er „Ég bið að heilsa...“. Þórunn Lárusdóttir, leik- og söngkona og Hlöðver Smári Haraldssonpíanóleikari flytja sönglög eftir Austfirðingana Þórarin Jónsson, Helga Pálsson, Inga T. Lárus-son, Svavar Benediktsson og Svavar Lárusson. Félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar lesa úr Veturnóttakyrrum eftir Jónas Árnason.

Skín við sólu... Þriðjudagur 1. apríl kl. 20.30-22.00Þá verða menningarþræðir raktir í Mosfellssveit að norðan. Yfirskrift kvöldsins er ,,Skín við sólu...“. Skagfirðingurinn Óskar Pétursson tenórsöngvari og Eyfirðingurinn BirgirSveinbjörnsson sagnaþulur og húmoristi leiða okkur um norðlenskar sveitir og flétta saman tal og tóna á sinn einstaka hátt. Meðreiðarsveinar þeirra verða Tindatríóiðog Skagfirðingurinn Sveinn Arnar Sæmundsson píanóleikari og söngvari.

Hvert örstutt spor... Þriðjudagur 8. apríl kl. 20.30-22.00Á þriðja og síðasta kvöldi menningarvorsins verða menningarþræðir raktir með Halldóri Laxness úr Flatey á Breiðafirði í Mosfellssveit undir yfirskriftinni „Hvert örstutt spor...“.Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, talar um dvöl Halldórs í Flatey þar sem hann hélt tónleika, söng og spilaði. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jónas Ingimundarson, Sigurður Ingvi Snorrasonog Hávarður Tryggvason flytja lög við ljóð Halldórs.

Þræðir menningar liggja um allt land Að þessu sinni verða menningarþræðirnir raktir úr landshlutum á Íslandi í Mosfellsbæ

Þetta er í fimmta sinn sem þessi dagskrá er skipulögð og hefur hún notið vaxandi vinsælda. Dagskráin verður þrjú þriðjudagskvöld í röð, 25. mars, 1. apríl og 8. apríl.

Menningarsvið Mosfellsbæjar

Dagskráin fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar. Boðið verður upp á kaffi. Aðgangur ókeypis.

Menningarvorí Mosfellsbæ 2014

Dagskrá kvöldsins er í höndum Birgis D. Sveinssonar

Dagskrá kvöldsins er í höndum Atla Guðlaugssonar

Dagskrá kvöldsins er í höndum Sigurðar Ingva Snorrasonar

Útsala á nýjum eftirárs ferðavögnum Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430 - [email protected] - www.isband.is

tryggðu þér síðustu ferðavagnana á frábæru verði með 2 ára verksmiðjuábyrgð

Komdu og skoðaðu, við tökum gamla

vagninn uppí.

- Framboðslisti Vinsti grænna10

Listi Vinstri grænna samþykktur á félagsfundi í vikunni •Karl Tómasson í heiðurssæti

Bjarki Bjarnason leiðir lista Vinstri grænna

Efri röð: Halla, Elísabet, Þórhildur, Guðmundur, Hösk-uldur, Ólafur, Karl, Harpa Lilja og Jóhanna. Neðri röð: Íris Hólm, Bryndís, Bjarki, Ólafur Snorri og Bragi Páll.

Framboðslisti VG fyrir væntanlegar sveitar-stjórnarkosningar var samþykktur einróma á fjölmennum félagsfundi í Hlégarði sl. mánudag.

Þetta er í þriðja sinn sem Vinstri græn bjóða fram undir eigin merkj-um hér í Mosfellsbæ; Bjarki Bjarnason skipar fyrsta sæti listans sem er þannig í heild sinni:

Nesti og nýir skór„Ég er þakklátur fyrir það mikla traust sem mér er sýnt við að leiða þennan glæsilega hóp,“ segir Bjarki Bjarnason. „Við höfum fullan hug á að vinna samfélaginu gagn hér á heimavelli og byggjum á góðum grunngildum VG þar sem jöfnuður, félagslegt réttlæti og umhverfismál eru sett á oddinn.“ Bjarki bætir við þegar hann er spurður um væntanleg kosninga-loforð: „Forveri minn í 1. sæti, Karl Tómasson, lofaði því fyrir átta árum að hann myndi láta skera hár sitt ef hann kæmist í bæjarstjórn og stóð við það. Ef ég hlýt brautargengi í komandi kosningum stefni ég hinsvegar að því að kaupa mér nýja blankskó. Veganesti mitt kemur úr ríkulegum reynslubanka svo ég legði af stað í þá ferð með nesti og nýja skó.“

Ólafur Snorri Rafnsson skipar þriðja sæti listans. Hann er rótgróinn Mosfellingur, starfar sem íþróttakennari við Varmár-skóla, er þjálfari í World Class og í frístundum syngur hann með Karlakór Kjalnesinga. „Það eru forréttindi að búa í Mosfellsbæ og hér er gott að alast upp,“ segir Ólafur Snorri. „Hér er mikil nálægð við náttúruna, góðir skólar og öflugt íþrótta- og tómstundastarf.

Það eru spennandi tímar framundan varðandi upp-byggingu og miklir möguleikar fyrir hendi. Ég mun leggja metnað minn í að vinna vel fyrir Mosfellinga á komandi kjörtímabili, ávallt með lýðræðis- og réttlætissjón-armið að leiðarljósi, ásamt

heiðarleika. Ég er spenntur að fá þetta tækifæri að vinna með þessum öflugu einstaklingum sem eru á listanum.“

Spennandi tímar framundan

1. Bjarki Bjarnason2. Bryndís Brynjarsdóttir3. Ólafur Snorri Rafnsson4. Íris Hólm Jónsdóttir5. Bragi Páll Sigurðarson6. Halla Fróðadóttir7. Högni Snær Hauksson8. Harpa Lilja Júníusdóttir9. Magnús Örn Friðjónsson

10. Jóhanna B. Magnúsdóttir, 11. Höskuldur Þráinsson12. Katharina Knoche13. Ólafur Gunnarsson14. Þórhildur Pétursdóttir15. Guðmundur R. Guðbjarnarson16. Marta Hauksdóttir17. Elísabet Kristjánsdóttir18. Karl Tómasson

Framboðslisti Vinstri grænna

Birta upplýsingar um fjárframlög Mosfellsbær birtir ítarlegar upplýs-ingar um fjárframlög til æskulýðs- og íþróttamála á heimasíðu sinni. Birting gagna með þessum hætti er ný af nálinni hjá sveitarfélaginu. Mosfellsbær leitast við að stuðla að virku upplýsingaflæði til íbúa og má einnig benda á að rekstrartölur eru aðgengilegar á þriggja mánaða fresti þar sem hægt er að skoða rekstur einstakra málaflokka.www.mosfellsbaer.is/stjornkerfi/starfsemi/tolfraediwww.mosfellsbaer.is/stjornkerfi/fjarmal/rekstaryfirlit/

Skólakórinn fagnar 35 ára afmæli í vor Skólakór Varmárskóla fagnar 35 ára starfsafmæli í vor en kórinn tók til starfa haustið 1979. Tónleikarnir verða í Guðríðarkirkju sunnudaginn 18. maí kl. 16:00.Ráðgert er að opna síðu á Facebook og fá fyrrverandi kórfélaga til að koma fram á tónleikunum bæði sem einsöngvarar og í hópum, en margir kórfélagar hafa lagt stund á söng eftir þátttöku sína í skólakórnum og nokkrir náð langt á því sviði.

Dauður hundur í Lágafellslaug Mummi Meinhof verður með myndasýningu sem nefnist Dauður hundur, í kaffistofu Lágafellslaugar í apríl. Þar sýnir hann málverk, teikningar og skissur. Málverkin eru nýleg en skissurnar frá ýmsum tímum. Mummi hefur verið nemandi Myndlistaskóla Mosfellsbæjar í mörg ár og notið þar handleiðslu færustu kennara.

3min.

2min.

- Ull er gull12

VeislugarðurVeisluþjónustan Hlégarði

Hlégarður, Háholti 2, 270 Mosfellsbæ, sími 566 6195 / 892 9411

Hlégarður• Pinnamatur• taPas-réttir• Kaffi-snittur• DansKt• smurbrauð

senDum í heimahús og fyrirtæKi

Auk þess að afgreiða veislur í veislusölum Hlégarðs sendum við veislur frá okkur í fyrirtæki og heimahús. Mikið úrval er af matseðlum fyrir margvíslega viðburði.

Við getum útvegað þjónustu og leigjum út borðbúnað sé þess óskað.

www.veislugardur.is

Verð frá

1.530 kr.á mann Nemendur í 6. bekk í Varmárskóla eru þessa dagana að kynna sér Barnasáttmála Sam-

einuðu þjóðanna. Um er að ræða verkefni í áfanganum framsögn og tjáning. Nemendur vinna í hópum, ræða um sáttmálann og hvaða þýðingu hann hefur.

„Markmiðið er að nemendur tjái sig, æfi framsögn og hlustun, séu virkir og sýni frum-kvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum,“ segir Kristrún M. Heiðberg, sem kennir áfangann. „Síðast en ekki síst læra nemendur um réttindi barna og að setja sig í spor annarra. Við veltum fyrir okkur spurningum eins og af hverju öll börn eigi þess ekki kost að fara í skóla og mennta sig, af hverju börn megi ekki vera úti seint á kvöldin, hvaða hættur geti stafað af því að ræða við ókunnuga á netinu og margt fleira. Ég tel svona umræður til þess fallnar að fræða og virkja nemendur, fá þá til að velta fyrir sér ýmsum hlutum, sjá þá með öðrum augum og það er jákvætt og þroskandi.“

Kynna sér Barnasáttmálann

áhugasamirnemendur

Hjónin Guðmundur Arnar Jónsson og Gerða Gunnarsdóttir hafa rekið Álafoss-búðina frá árinu 2005. „Við heilluðumst strax af búðinni og staðsetningunni, það er eitthvað sérstakt við Kvosina sem kallar á mann. Við komum að skoða búðina 17. júní 2005 og það er ótrúlegt hvað hlutirnir geta gerst hratt en við tókum við rekstri búðarinnar 1. júlí, aðeins hálfum mánuði seinna,“ segir Arnar.

„Okkar aðaláhersla er á ullina og ull-arvörur og í Álafossbúðinni er eitt mesta úrval af lopa á landinu. Við erum með allt band sem Ístex (verksmiðjan) framleiðir ásamt innfluttu dönsku bandi sem er líka mjög vinsælt. Ásamt því að vera með vörur sem tengjast prjónaskapnum t.d. uppskrift-ir, prjóna, rennilása, tvinna, tölur og fleira. Mikið úrval er til af tilbúinni prjónavöru sem öll er framleidd á Íslandi. Og erum við stolt af því. Við reynum að vera með gott og sanngjarnt verð á öllum okkar vörum,“ segir Gerða.

Fjölbreytt gjafa og hönnunarvara„Við erum með allskyns gjafavöru frá

hinu ýmsu lista- og handverksfólki og það má eiginlega segja að stærsti hlutinn séu listamenn tengdir Mosfellsbæ. Svo eru náttúrlega mikil saga tengd þessum stað þar sem búðin er staðsett í gömlu ullar-verksmiðjunni, hér erum við með nokkrar gamlar vélar og mikið magn af myndum og öðrum hlutum sem tilheyra þessum tíma.

Við fáum oft hingað fólk sem starfaði hér og þykir gaman að skoða sig um,“ segir

Arnar. En samhliða búðinni er rekin vef-verslun sem er mjög vinsæl meðal útlend-inga og Íslendinga í útlöndum. „Stór hluti viðskiptavina okkar eru útlendingar sem koma hingað bæði í skipulögðum ferðum eða á eigin vegum.

Mér reiknast til að hingað í búðina komi um 80.000 manns á ári. Við höfum það að leiðarljósi að hafa sem þægilegast andrúmsloft í búðinni og að veita góða og persónulega þjónustu,“ segir Arnar að lokum. Þau hjónin hvetja Mosfellinga og aðra landsmenn til að koma við í Kvosinni og leggja bílnum, fá sér göngutúr í fallegu umhverfi, kaffisopa á kaffihúsinu og kíkja í Álafossbúðina.

Guðmundur Arnar og Gerða reka Álafossbúðina

Taka á móti 80.000 manns á ári í Álafosskvosinni

addi og gerða í búðinni

mikið er um mosfellska hönnun á boðstólumgjafavara í úrvali

Myn

dir/

Anna

Ólö

f

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tuupplýs­ingum á netfangið [email protected]

SumarStörf• Yfirflokksstjóri í Vinnuskóla Mosfellsbæjar (lágmarksaldur 23 ára á árinu)

• Flokksstjórar í Vinnuskóla Mosfellsbæjar (lágmarksaldur 20 ára á árinu)

• Flokksstjórar í Þjónustumiðstöð / garðyrkjudeild (lágmarksaldur 20 ára árinu)

• Sundlaugavörður í íþróttamiðstöð (lágmarksaldur 20 ára á árinu)

• Aðstoð við fötluð börn og ungmenni á leikjanámskeiðum (lágmarksaldur 18 ára á árinu)

• Starf í íþrótta- og tómstundaskóla Mosfellsbæjar (lágmarksaldur 18 ára á árinu)

• Starf í þjónustumiðstöð/ garðyrkjudeild (lágmarksaldur 17 ára á árinu)

SumarátakSStörfEingöngu ungmenni búsett í mosfellsbæ og fædd á árunum 1994 – 1997 (17 til 20 ára) geta sótt um þessi störf. markmiðiðer að þau ungmenni sem hafa takmarkaðan aðgang að vinnu-markaði vegna aldurs njóti forgangs að sumarátaksstörfum.

• Aðstoðarflokksstjóri í Vinnuskóla• Baðvarsla og afgreiðsla í íþróttamiðstöð• Golfvöllurinn Bakkakot• Golfklúbburinn Kjölur• Hestamannafélagið Hörður• Knattspyrnuskóli Aftureldingar• MotoMos• Starf í leikskóla• Skátafélagið Mosverjar• Skógræktarfélag Mosfellsbæjar • Sumarstarf fyrir ungmenni með fötlun (í samvinnu við Hitt Húsið)

• Tungubakkar

hjá MosfellsbæmoSfEllSbær auglýSir lauS til umSóknar

SumarStörf og SumarátakSStörf 2014 UMSóKnArFreSTUr er Til 30. MArS

Sótt er um störfin í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar.nánari upplýsingar um störf, starfsheiti, starfssvið, hæfnikröfur, laun og vinnutímabil er að finna á

heimasíðunni www.mos.is. Þeir ganga fyrir um sumarstörf sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ.

Vakin Er athygli á þVí að Ekki VErður tEkið á móti umSóknum Eftir 30. marS.Öllum umsóknum sem berast innan tilskilins umsóknarfrests verður svarað fyrir 30. apríl. Þeir sem sækja um á réttum tíma en fá ekki starf í fyrstu umferð fara sjálfkrafa á biðlista eftir sumarstarfi/sumarátaksstarfi.

nánari upplýsingar er að finna á www.mos.is en einnig er hægt að hringja í Þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525 6700 milli kl. 8 og 16. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafé-lags Mosfellsbæjar og Sam-bands íslenskra sveitarfélaga.

umSóknar-

frEStur Er

til 30. marS

Myn

dir/

Anna

Ólö

f

- Fermingarbörn í Mosfellsbæ14

Fermingar í Mosfellsprestakalli vorið 2014Sunnudagur 23. marSLágafellskirkja kl. 10:30Björgvin Franz BjörgvinssonKolbeinn Tómas JónssonMaría AgnesardóttirMaría Sól KristjánsdóttirRagnar Bjarni Zoëga HreiðarssonStefán Óli ÓlafssonSverrir Haraldsson

Sunnudagur 23. marSLágafellskirkja kl. 13:30Andrea Rún ÞorvaldsdóttirBrynja Rögn RagnarsdóttirDagrún Lóa EinarsdóttirErnir StyrmissonEydís Elfa ÖrnólfsdóttirHalldór JakobssonHilmir Berg HalldórssonHrafn ÞorvaldssonHróar StyrmissonHrönn GunnarsdóttirJón Máni SmithKristín Erla GuðmundsdóttirSigmundur Þór EysteinssonSigrún Hanna GunnarsdóttirStefán Unnar Gunnarsson

Sunnudagur 30. marSLágafellskirkja kl. 10:30Einhildur María TraustadóttirGuðmundur Árni Bang HlynssonHanna Rut FriðbertsdóttirHeiðdís Erla JónsdóttirHilma JakobsdóttirHrannar Valur RagnarssonIngunn Sara BrynjarsdóttirMaría BogadóttirÓskar Freyr JóhannssonSverrir Arnar RagnarssonViktor Marel KjærnestedÞóra María SigurjónsdóttirÞórunn Glódís Gunnarsdóttir

Sunnudagur 30. marSLágafellskirkja kl. 13:30Agla Ragnheiður EinarsdóttirAmanda Lind DavíðsdóttirAníta Agnes HalldórsdóttirAnton Örn Davíðsson

Ásmundur Ingi KonráðssonDagný Dögg HelgadóttirEinar Björn DaníelssonHrafnhildur Ýr JónsdóttirÍvan Alex JóhannssonÓlöf Líf ÁrmannsdóttirSvanhildur Helga Hermannsdóttir

Sunnudagur 6. aprílLágafellskirkja kl. 10:30Adam Birkir JóhannssonAgnes Þóra PétursdóttirAndri Þór ÚlfssonAnton Eric ÁrnasonAtli Tobiasson HelmerBjarki Dagur EinarssonEinar Logi Th. ÞorleifssonEydís Ósk ÁgústsdóttirFreyja GunnarsdóttirHilmar Bjarni KjartanssonIngimundur Viktor HelgasonKjartan Óli GuðbjartssonRegína Lind GuðmundsdóttirRóbert David HoodValdís Ósk Árnadóttir

Viktor Þór ReynissonÝmir Þórleifsson

Sunnudagur 6. aprílMosfellskirkja kl. 13:30Alex Orri DavíðssonBirna KarlsdóttirEmma Íren EgilsdóttirGuðrún Elísabet BjörgvinsdóttirÍsar Daði PálssonKristófer Örn StefánssonLóa Sjöfn SvansdóttirÓlafur Örn ThoroddsenÓsk HauksdóttirThelma Rut Davíðsdóttir

Sunnudagur 13. aprílLágafellskirkja kl. 10:30Adam Elí Inguson ArnaldssonAgnes Emma SigurðardóttirBjarki Steinn BjarkasonEva Karen VideröGunnar Pétur HaraldssonHildimar Daði HalldórssonHilmar Ásgeirsson

Illugi NjálssonRagnar Már RíkarðssonRakel Rún MatthíasdóttirSelma Rós ViðarsdóttirSigurbjörg Sara FinnsdóttirSigurður Axel ÁrnasonSteinn Torfi SteinsenTómas Leó HilmarssonÚlfur Hrafn Eyvindsson

Sunnudagur 13. aprílLágafellskirkja kl. 13:30Aníta Hulda SigurðardóttirAnna Pálína SigurðardóttirAnton Benedikt Kröyer AntonssonAþena KaraolaniBirkir Ómar FriðrikssonEdda EyþórsdóttirEldey Álfrún Arnfj SævarsdóttirElvar Birgir ElvarssonHalldór Snær StefánssonHelgi Þór EgilssonJakob Borgar PálssonMagnús Arnar RúnarssonNína Huld Leifsdóttir

Ólöf Pálína SigurðardóttirSigurást Perla HróarsdóttirSigurvin ArnarssonSteinunn GuðbrandsdóttirTanja Kristín Bjarkadóttir

Skírdagur 17. aprílLágafellskirkja kl. 10:30Alexander Kári Ólason TranAron Daníel ArnaldsAron Laxdal PálmasonArvid Ísleifur Sch. JónssonAuðunn Bjarni ÓlafssonBjartur ÞórhallssonDavíð Smári ÞórðarsonHelgi Birkis HuginssonIngibjörg Sólveig FinnsdóttirJóna María ÓlafsdóttirMikael Breki HeiðusonStefán Mar GuðmundssonÞórey Símonardóttir

Skírdagur 17. aprílLágafellskirkja kl. 13:30Aníta Sif HafliðadóttirAnna Thelma StefánsdóttirAron Kári ÁgústssonEgill Már HjartarsonElín Ása EinarsdóttirElísa Gunnur SamúelsdóttirGuðfinna Anna EinarsdóttirHeiðdís Hlíf HjaltadóttirHilmir Hrafn HansenJóhannes Sigurhólm KristinssonKristín Fríða SigurborgardóttirMaria GuðjónsdóttirMonika Jóhanna KarlsdóttirMóeiður Klara EiríksdóttirPerla Dís Bachmann Guðmundsd.Viktor Elí Tryggvason

Sunnudagur 11. maíLágafellskirkja kl. 11:00Guðrún Ísafold Pálsdóttir

Sunnudagur 22. júníLágafellskirkja kl. 11:00Elva Áslaug Sævarsdóttir

Nánar á www.lagafellskirkja.is

Myn

dir/

Elva

Dís

Starfsmenn Ásgarðs gáfu fallegar gjafir í Kærleiksvikunni

afhentu íbúum Hamra kærleiksgjöfStarfsmenn handverkstæðisins Ásgarðs komu færandi hendi á hjúkrunarheimilið Hamra í Kærleiksvikunni sem haldin var í Mosfellsbæ. Þeir höfðu útbúið útskorna túlípana á hjartalöguðu laufi sem þeir færðu íbúum og starfsmönnum. Kór eldri borgara, Vorboð-

arnir, ásamt Hafmeyjunum sungu nokkur lög og fylltist húsið af kærleik. Ákaflega hugljúf og falleg stund á hjúkrunarheimilinu.

spilað og sungið á hömrum

Mynd/RaggiÓla

Myn

dir/

Elva

Dís

- Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ16

Skjöl Héraðsskjalasafns Mosfells-bæjar eru mikill viskubrunnur um sögu og menningu héraðsins. Héraðsskjalasafnið varðveitir gögn frá stofnunum, félögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Safnið óskar eftir að fá gögn afhent í stað þess að þeim sé eytt.Glötuð gögn er glötuð saga.

Hér til hliðar má sjá auglýs-ingaspjald sem varðveitt er á safninu:Álafosskórinn var stofnaður árið 1980 og hafa meðlimir kórsins alla tíð verð mjög virkir. Mikið af tónleikum hafa verið haldnir bæði innanlands og utan.Miklu efni hefur verið skilað til Héraðsskjalasafnsins og augljóst að mikil vinna hefur farið í að varðveita sögu kórsins.Myndin hér til hliðar sýnir auglýsingu um kvöldskemmtun í Hlégarði frá árinu 1982.

leynist fjársjóður í þínum fórum?

Kvöldskemmtun Álafosskórsins

Leiklistarval 9. og 10. bekkjar í Lágafells-skóla frumsýnir Konung ljónanna í dag, 13. mars.

Æfingar fyrir söngleikinn hófust í haust og hafa staðið yfir þrotlaust síðan þá en undanfarið hafa krakkarnir lagt daga við nætur til að allt smelli saman á frumsýning-unni. Þrjátíu krakkar taka þátt í uppfærsl-unni sem er krefjandi. Mörg sönglög með kór eru í verkinu og hefur Hafdís Pálsdóttir tónlistarkennari við skólann séð um þann veigamikla þátt. Það er gaman að segja frá því að nemandi sem útskrifaðist úr skólan-um síðastliðið vor, Arnþór Víðir, bauð sig fram sem aðstoðartónlistarstjóri.

Fjöldi sýninga framundanMaría Pálsdóttir leikkona er leikstjóri

og naut aðstoðar Árna Péturs Reynissonar þegar hún var að æfa hlutverk Kerlingar í Gullna hliðinu á Akureyri. Konungur ljónanna var sett upp í Hagaskóla í fyrra og listilegir búningarnir voru fengnir að láni þaðan. Leikmyndin er unnin af krökkun-um sjálfum og frábærum Mosfellingi, Halli Árnasyni, sem töfraði fram forláta tveggja hæða pall. Leikskrá, plakat, dansar og förð-un er allt hannað og unnið af krökkunum sjálfum og sjá þeir einnig um tæknistjórn.

Frumsýningin er 13. mars og þá verður unglingadeild skólans boðið en átta opnar sýningar verða í kjölfarið. Eru Mosfellingar hvattir til að fjölmenna. Miðaverð er 1.000 kr. og 500 kr. fyrir 5 ára og yngri.

Næstu sýningar eru: föstudaginn 14. mars kl. 20, sunnudaginn 16. mars kl. 14, sunnudaginn 16. mars kl. 18, þriðjudaginn 18. mars kl. 20, miðvikudaginn 19. mars kl. 20, fimmtudaginn 20. mars kl. 20, laugar-daginn 22. mars kl. 16, þriðjudaginn 25. mars kl. 20. Hægt er að panta miða á skrif-stofu skólans á skólatíma í síma 525-9200.

9. og 10. bekkingar í leiklistarvali frumsýna í dag

Konungur ljónanna í Lágafellsskóla

krakkarnir í sýningunni

þrotlausar æfingar hafa farið fram

Í sumar býður Mosfellsbær upp á störf fyrir ungt fólk líkt og undanfarin ár. Flestir hugsa með hlýju til þess árstíma þegar unga fólkið okkar hefur tekið sér skóflu eða hrífu í hönd og unnið er hörðum höndum að fegrun bæjarins. Sumarið 2014 verður engin undantekning.

„Það fjölgar heldur betur í starfsliði Mosfellsbæjar yfir sumartímann. Samtals eru um það bil 400 manns sem bætast við launaskrána. Fyrst ber að nefna Vinnuskól-ann en hann tekur við um 280 ungmennum á aldrinum 14-16 ára. Síðan ráðum við um 50 manns í það sem við köllum hefðbundin sumarstörf. Það eru stöður sundlaugavarða í íþróttamiðstöðvunum og flokksstjóra í Garðyrkjudeild, Vinnuskóla og Íþrótta- og tómstundaskóla,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. „Þessi störf eru að mestu leyti ætluð fólki sem er 18 ára eða eldra. Þar að auki munum við bjóða upp á sumarátaks-störf fyrir ungt fólk á aldrinum 17 til 20 ára. En það höfum við gert frá árinu 2010. Gert er ráð fyrir að bjóða allt að 75-80 manns til viðbótar úr þeim hópi vinnu en um er að

ræða 140 klst. vinnu á 4 til 6 vikna tímabili. Þarna eru til dæmis störf á leikskólum, í vinnuskóla, afgreiðsla í íþróttamiðstöðv-um auk fjölbreyttra starfa á vegum félaga-samtaka.

Umsóknarfrestur til 30. marsEdda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi

hefur yfirumsjón með ráðningum sumar-starfsfólks og sumarstörfin verða auglýst á heimasíðu Mosfellsbæjar. Einungis verður hægt að sækja um störfin rafrænt gegnum Íbúagáttina. Umsóknarfresturinn er til 30. mars og það er mjög mikilvægt að allir sæki um fyrir þann tíma en stefnt er að því að svara öllum umsóknum þann 23. apríl.

„Ef okkur tekst ekki að verða við öllum umsóknum þá fara umsækjendur sjálfkrafa á biðlista og við látum svo vita um leið og starf losnar. Það er okkar reynsla að unga fólkið ræður sig í sumarstörf fram eftir vori. Það eykur líkurnar á að geta orðið við öllum umsóknum eins og við gerðum einmitt á síðasta ári og getum vonandi gert einnig í ár,“ segir Haraldur að lokum.

Sumarstörf Mosfellsbæjar • 400 bætast á launaskrá

Unga fólkið undirbýr fegrun bæjarins

unga fólkið að störfum

Fimmtudaginn 6. mars kynntu svonefndir Sendiherrar réttindi fatlaðs fólks í Listasal Mosfellsbæjar.

Sendiherrar eru hópur fatlaðs fólks sem fer um og kynnir samning Sameinuðu þjóð-anna um réttindi fatlaðs fólks og freistar þess að breyta viðhorfum til þeirra sem búa við fötlun. Um er að ræða samstarfsverkefni Fjölmenntar og velferðarráðuneytisins og hefur slík kynning farið fram yfir 100 sinn-um víðs vegar um landið á undanförnum misserum.

Velferðarráðuneytið leggur meðal annars áherslu á að Sendiherrarnir kynni samn-inginn fyrir fólki sem skipuleggur og/eða veitir fötluðu fólki þjónustu.

Réttindagæslumaður fatlaðs fólks í Mosfellsbæ, Jarþrúður Þórhallsdóttir, kynnti stuttlega hlutverk sitt og síðan voru umræður.

Sendiherrar kynna réttindi fatlaðs fólks

Þverholti 2 • Mosfellsbæ

Sími: 586 8080www.fastmos.ishafðu samband E

.BA

CK

MA

N

Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali

Viltuselja...

E.B

AC

KM

AN

www.fastmos.is

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is

Herrakvöldsnefnd hvetur alla stuðningsmenn knattspyrnudeildar að fjölmenna og taka með sér gesti. Herrakvöldið hefur verið góð fjáröflun meistaraflokks karla í knattspyrnu

fyrir komandi átök sumarsins og vonandi verður þetta kvöld engin undantekning. Taktu daginn frá og vertu með okkur í glimrandi stemningu. Áfram Afturelding.

Herrakvöld aftureldingar

Föstudaginn 21. mars 2014Harðarbóli

dagskrá:Borðhald – 3ja rétta a’la meistaraflokkur

Happdrætti – Glæsilegir vinningaruppboð – Uppboð á treyjum og fleiruræðumaður kvöldsins og óvænt atriði

Miðaverð einungis 4.500 kr.

Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:15

- Dreift frítt í Mosfellsbæ, á Kjalarnes og í Kjós18

FÍT

ON

/ S

ÍA

Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífu í pakkningu sem hentar þér í næstu verslun.

WWW.PAPCO.IS

FIÐURMJÚK FÍFA

33ja laga

heilsuvin í mosfellsbæ

Skráargatið – Nú er einfalt að velja hollara

heilsu

hornið

Samnorræna opinbera merkið Skráargatið var tekið upp hér á landi 12. nóvember síðast-liðinn sem einn liður í því að stuðla að bættu mataræði og þar með bættri heilsu. Mark-miðið með Skráargatinu er að auðvelda neytendum að velja hollari matvöru á einfaldan og fljótlegan hátt. Með því er neytendum leiðbeint, óháð tungumálakunnáttu, menntun eða þekkingu á næringarfræði. Til lengri tíma litið gæti merkið því stuðlað að meiri jöfnuði til heilsu.

Hvað er Skráargatið?Skráargatið er merki sem setja má á

umbúðir matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næring-arefna. Þessi skilyrði eru:

• Minni og hollari fita• Minna salt• Minni sykur• Meira af trefjum og heilkorniMerkið má einnig nota á

ópakkaðan fisk, ávexti, og grænmeti. Þá er hægt að hafa t.d. skilti, veggspjald eða hillumerkingu við vörurnar. Það eru alls 25 flokkar matvæla sem merkja má með Skráar-gatinu og eru mismunandi skilyrði fyrir mismunandi flokka. Með merkinu er ekki verið að hvetja fólk til að velja einn matvælaflokk umfram annan heldur til að velja hollari valkost innan hvers matvælaflokks. Neytendur geta treyst því að vörur merktar Skráargatinu séu hollari en aðrar vörur í sama flokki sem ekki uppfylla skilyrði til að bera merkið. Skráargatsmerktar vörur henta bæði fyrir börn og fullorðna en mikilvægt er að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi og velja úr öllum fæðuflokkum daglega.

Markmið með SkráargatinuAuk þess að auðvelda neyt-

endum að velja hollari mat-vörur við innkaup á skjótan og einfaldan hátt er markmiðið einnig að hvetja matvæla-framleiðendur til að þróa hollari vörur og stuðla þannig að auknu framboði af hollum matvælum á markaði. Þegar Skráargatið var tekið upp hér á landi voru þegar á milli 40 og 50 íslenskar vörutegundir með merkið hér á markaði auk ým-issar innfluttrar vöru frá hinum Norðurlöndunum. Framboð á Skráargatsmerktum vörum

jókst hratt á hinum Norðurlöndunum eftir upptöku merkisins þar og eru nú á bilinu 1500–1700 vörutegundir merktar Skráargatinu þar á markaði. Það er von-andi að svipuð þróun verði hér á landi þannig að skráargatsmerktum vörum fjölgi. Til að svo megi verða er mikilvægt að neytendur kaupi Skráargatsmerktar

vörur. Einnig er mikilvægt að for-svarsmenn verslana sjái sér hag

í að hafa Skráargatsmerktar vörur á boðstólum og hafi

þær vel sýnilegar fyrir við-skiptavini sína.

Skráargatið var tekið upp á Íslandi sem einn liður í því að stuðla að

bættu mataræði. Fólk er því hvatt til að leita eftir

Skráargatinu þegar það kaupir í matinn því að Skráargatið gerir

það einfalt að velja hollara.Matvælastofnun og Embætti land-

læknis standa sameiginlega að merkinu hér á landi. Allar nánari upplýsingar má fá á www.skraargat.is.

Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Elva Gísladóttir verkefnisstjórar

næringar hjá Embætti landlæknis

Kvenfélag Kjósarhrepps hefur lagt hálfa milljón króna í söfnun vegna fyrirhugaðra kaupa á aðgerðarþjarka til skurðlækninga á Landspítala.

„Við fréttum af þessari söfnun og eftir að hafa fræðst aðeins um þetta tæki og lesið okkur til um hvernig aðgerðir verða mun inngripsminni en núverandi aðgerðir og bataferlið mun hraðara, vorum við sam-mála um að þetta væri verkefni sem við vildum taka þátt í,“ segir Jóhanna Hreins-dóttir, formaður félagsins.

Í kvenfélaginu eru aðeins 13 konur og helstu fjáröflunarleiðir þeirra eru þorrablót sem er alltaf haldið fyrsta laugardag í þorra, kaffisala á sveitahátíðinni „Kátt í Kjós“ í júlí ár hvert og aðventumarkaður í desem-ber. Kvenfélagskonurnar taka líka að sér að sjá um kaffiveitingar við ýmis tækifæri og ýmislegt annað sem til fellur.

Um aðgerðarþjarkann (róbótinn)Á síðustu árum hefur svokallaður að-

gerðarþjarki verið tekinn í notkun á helstu

sjúkrahúsum í nágrannalöndunum. Áhald þetta nýtist til margvíslegra skurðaðgerða, sérstaklega þó við þvagfæraskurðlækningar sem og við aðgerðir í grindarholslíffærum kvenna. Aðgerð með þessari aðgerð er inngripsminni en ella, bati er skjótari og hægt að hlífa betur nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi. Í raun er um að ræða framlengingu á fingrum skurðlækn-isins. Allar hreyfingar verða nákvæmari og sýn skurðlæknisins á aðgerðarsvæðinu framúrskarandi.

Á myndinni má sjá kvenfélagskonur afhenda styrkinn á dögunum: Eiríkur Jónsson, Jóhanna Hreinsdóttir, formað-ur Kvenfélags Kjósarhrepps, Anna Björg Sveinsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Sigríð-ur Klara Árnadóttir, Guðjón Haraldsson og Katrín Cýrusdóttir.

Kvenfélagskonur í Kjós afhentu Landspítala vænan styrk

Gáfu 500 þúsund í aðgerðarþjarka

kvenfélagskonur í kjós afhenDa styrk

Söfnunarsjóður: 515-14-408005 kt. 470313-1370

10. bekkingar á Skólaþingi10. bekkur úr Varmárskóla fór á dögunum í árlega ferð á Skólaþingið á Alþingi. Þar kynnast krakkarnir störfum Alþingis, fara í hlutverkaleik þar sem þau setja sig í spor þingmanna, flytja ávörp, eru sett í nefndir og svo helst að stíga í pontu og tala eins og þingmenn gera gjarnan. Krökkunum finnst þetta yfirleitt mjög skemmtilegt og fróðlegt enda átta þau sig betur á því starfi sem þarna fer fram. Krakkarnir voru undir umsjá Hafdísar Hilmarsdóttur samfélagsfræðikennara.

nemenDur setja sig í hlutverk

Næsta blað kemur út: 3. aprílEfni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánu-daginn 31. mars.

heilsu

hornið

- Börnin í bænum20

Opinn fundurskipulagsnefndarMosfellsbæjarSkipulagsnefnd Mosfellsbæjar boðar tilopins fundar þar sem einkum verður fjallaðum almenningssamgöngur í bænum.

Fundurinn verður haldinn í Listasalnum inn afBókasafninu í Kjarna Þriðjudaginn 18. mars oghefst hann kl. 17.

Fyrst á dagskrá fundarins verður kynning áskipulagsnefnd og verksviði hennar. Síðan munfulltrúi Strætó bs. gera stuttlega grein fyrirstöðu almenningssamgangna í bænum og aðþví loknu verður opnað fyrir almennarumræður og fyrirspurnir.

Fundurinn er opinn öllum en ungir Mosfellingareru boðnir sérstaklega velkomnir.

Öskudagur í Mosó

21

Öskudagur í Mosó

- Ungir og efnilegir Mosfellingar22

Íslandsbankaútibúið á Höfðabakka og Skákdeild Fjölnis bjóða gestum og gang-andi að koma í heimsókn í útibúið, gleðjast með starfsfólkinu og taka skák föstudaginn 14. mars með nokkrum af snjöllustu skák-krökkum landsins. Skákkrakkarnir verða á staðnum milli kl. 14-16 auk þess sem boðið verður upp á kaffi og góðgæti.

Tilefnið er sex mánaða afmæli nýs útibús Íslandsbanka við Höfðabakka og einnig að Íslandsbanki ákvað nýverið að styðja enn og aftur hraustlega við Skákdeild Fjölnis.

Nýtt útibú Íslandsbanka var opnað á Höfðabakka 9 í september 2013 þegar útibú Íslandsbanka við Gullinbrú, í Hraunbæ og Mosfellsbæ sameinuðust í eitt útibú.

Í útibúinu á Höfðabakka starfa reynslu-miklir starfsmenn allra þessara þriggja útibúa og geta viðskiptavinir þeirra gengið að sínum góðu ráðgjöfum og tengiliðum líkt og fyrr.

Vel þykir hafa tekist til við hönnun og

aðgang að þessu útibúi en það er staðsett í húsnæðinu sem áður hýsti gamla Tækni-háskólann. Þar hefur verið lögð áhersla á gott aðgengi fyrir viðskiptavini.

Að síðustu má geta þess að Íslandsbanki var nýverið valinn sá banki sem viðskipta-vinir eru ánægðastir með samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni og því enn frekar ástæða til að gleðjast.

Skákkrakkar í útibúi Íslandsbanka

Mosfellingurinn Helgi Björn Bergmann er einn af fimm Íslendingum sem hófu nám í tölvuleikjahönnun við Háskólann í Norður-Þrændalögum síðastliðið haust, eftir að hafa séð litla fréttatilkynningu í bæjarblaðinu Mosfellingi. Helgi Björn er alinn upp í Mosó, en foreldrar hans fluttu í bæinn rétt áður en hann varð tveggja ára. Hann bjó fyrst í Arnartanga, svo í Miðholti og síðustu 13 árin í Hjallahlíðinni.

Hvernig fréttirðu af náminu? „Kærast-an mín rakst á fréttatilkynningu hérna í Mosfellingi. Hún hvatti mig til að mæta á námskynningu sem átti að halda niðri í miðbæ Reykjavíkur. Þar fékk ég að vita allt sem ég þurfti til þess að fylla út umsókn. Ég var búinn að vera að leita mér að fram-haldi eftir stúdentspróf en ég útskrifaðist af Margmiðlunarbrautinni í Borgarholtsskóla. Mér fannst möguleikarnir heima vera mjög takmarkaðir, bæði í vinnu og námi. Ég féll svolítið fyrir kynningunni, námið hérna úti lá alveg inn á mínu áhugasviði og kennir grunn á svo mörgum sviðum, t.d. forritun, þrívíddar módelun, kvikun (e. Animation), hljóð og myndvinnslu.“

Námið stendur undir væntingumHelga líkar námið mjög vel og segir það

standa fyllilega undir væntingum. „Það besta við námið er fjölbreytnin, það er mikið í boði fyrir fólk sem er óvisst um hvað það vill nýta námið í. Sjálfur var ég ekki al-veg viss við hverju ég átti að búast þegar ég kom út, þetta var allt frekar ógnvekjandi. En starfsfólkið og kennararnir hjálpuðu okkur útlendingunum rosalega mikið svona rétt á meðan við vorum að fóta okkur. Ég hef þegar öðlast ágætis grunn í forritun og smávegis í þrívíddarmódelun og mér hefur tekist að gera nokkra tölvuleiki nú þegar. Mér finnst ég hafa náð mjög langt á þeim stutta tíma sem ég hef verið hér.“

Eins og hinir Íslendingarnir hefur Helgi verið mjög virkur í félagslífi nemenda og segir norskuna vera óðum að koma, þrátt fyrir að námið fari fram á ensku. „Fyrsta vikan byrjaði með trompi og ég náði strax að kynnast fullt af fólki, svo hjálpar til að námið hérna er mikið byggt upp á hópa-vinnu.“

Helgi segist að lokum hiklaust mæla með náminu við hvern sem er og hann á fastlega von á að félagi hans sæki um næsta haust. Fulltrúar Háskólans í Norður-Þrændalögum voru með kynningu í FMOS í gær auk þess verður kynningarfundur í Margmiðlunar-skólanum í Reykjavík kl. 19 þann 13. mars.

Helgi Bergmann í þrændalögum

Helgi Björn Bergmann er í háskóla í Norður-Þrændalögum

Stundar nám í tölvuleikjahönnun

Hestaleigan Laxnes hefur stofnað mennta-sjóð sem ætlað er að styrkja fólk í Hesta-mannafélaginu Herði sem stundar nám í hestafræðum í framhaldsskóla eða háskóla. Hestamannafélagið Hörður sér alfarið um utanumhald og úthlutanir úr sjóðnum. Hjónin Þórarinn Jónsson og Ragnheiður Gísladóttir eru eigendur hestaleigunnar og mun Laxnes gefa 300 þúsund krónur árlega í sjóðinn.

Úthlutað úr sjóðnum í fyrsta sinnÁ árshátíð Harðar þann 22. febrúar var

námsstyrknum úthlutað í fyrsta sinn. Að þessu sinni var það ung stúlka, Hanna Val-dís Guðjónsdóttir, sem hlaut styrkinn en hún stundar nám í hestafræðum við Há-skólann á Hólum. Hanna Valdís er á þriðja og síðasta árinu við skólann og hefur henni gengið vel.

„Hestamennskan er dýr og námið líka og því kemur þessi styrkur sér gríðarlega vel fyrir mig. Námslánin frá LÍN eru mjög tæp, sérstaklega þegar maður býr svona afskekkt,“ segir Hanna Valdís en hún leigir íbúð á Hólum í Hjaltadal.

„Menntasjóðurinn er því frábært framtak og á eflaust eftir að nýtast mörgum náms-mönnum í framtíðinni,“ sagði Hanna Valdís að lokum afar þakklát.

Hestaleigan Laxnes styrkir ungt fólk í hestafræðum

Hanna Valdís hlýtur styrk úr Menntasjóði Laxness

Hanna Valdís stundar nám á Hólum í Hjaltadal

Hanna Valdís er fyrst til að Hljóta styrk úr menntasjóði laxness

Eirhamrar öryggisíbúðir

Sjúkraliða

Eirhamrar öryggisíbúðirSjúkraliða

vantar á næturvaktir í hlutastarf, einnig vant-

ar sjúkraliða til afleysinga á allar

vaktir í sumar.

Nánari upplýsingar veita:Kristjana Gígja, hjúkrunardeildarstjóri í síma 897 7054 og Jóna H. Magnúsdóttir, verkefnastjóri mannauðs í síma 522 5777. Hægt er að senda umsóknir á [email protected] eða nálgast umsóknareyðublað í afgreiðslu Eirar.

Eir hjúkrunarheimili og öryggisíbúðirHlíðarhúsum 7, 112 ReykjavíkSími: 522 5700

Við erum hér

HáHolti 13-15 - sími 578 6699

fyrir ykkur!

opið alla Virka daga kl. 10-18.30

Hýsi - Merkúr hf. / Völuteigi 7 / 270 Mosfellsbær / Sími 534 6050 / [email protected] / www.hysi.is

“ÍSLENSKU” GRÓÐURHÚSINVinnuskóli Mosfellsbæjar­

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Opnað verður fyrir umsóknir á íbúagáttinni fimmtudaginn 13. mars.

Vinsamlegast sækið um fyr­ir­ 30. mar­s 2014.

Vinnuskóli Mosfellsbæjar­ er­ fyr­ir­ alla nemendur­í 8-10. bekk í gr­unnskólum Mosfellsbæjar­.Allar­ nánar­i upplýsingar­ á www.mos.is

www.mosfellingur.is - 23

- Mosfellingurinn Guðni Þorbjörnsson24

Guðni Þorbjörnsson framkvæmdastjóri ARTPRO prentþjónustu nýtur sín vel fljúgandi í háloftunum við að skoða náttúru Íslands.

Hann er einfari í eðli sínu og fer gjarnan óhefðbundnar leiðir í lífinu. Hann er laghentur, kapp-

samur og ósérhlífinn og sinnir af ástríðu öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er mikill dellukarl og líður hvergi betur en á vélknúnu ökutæki eða fljúg-andi um háloftin á vél sinni TF-ULV.

„Ég var mjög rólegt barn, margir muna eftir mér sem Guðna góða því ég gerði aldrei neitt af mér,“ segir Guðni brosandi þegar ég spyr hann hvernig barn hann hafi verið. „Ég veiktist af hvítblæði þegar ég var fimm ára og fór í langa lyfjameðferð á Barnaspítala Hringsins. Þetta var erfiður tími og ég átti í þessum veikindum til árs-ins 1985. Veikindin settu vissulega mark á æsku mína, ég mátti til dæmis ekki fara í skólann þegar það var flensa að ganga því ónæmiskerfið mitt var svo veikt.“

Guðni er fæddur í Reykjavík 18. ágúst 1977. Foreldrar hans eru þau Sigríður Hall-dórsdóttir skrifstofustjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Þorbjörn Gíslason múrari og bílapartasali. Guðni á tvær systur, þær Sigrúnu og Berglindi.

Talnaglöggur með eindæmum„Ég gekk í Varmárskóla og Gagnfræða-

skóla Mosfellsbæjar. Mér gekk vel í námi, var til að mynda alla tíð mjög talnaglöggur og þar af leiðandi gekk mér alltaf vel í stærðfræði. Líklega hefði ég átt að verða endurskoðandi,“ segir Guðni og brosir til mín. „Á sumrin starfaði ég á Bílaleigu Arnarflugs við hin ýmsu störf.“

Eignaðist vélknúið ökutæki„Ég eignaðist mitt fyrsta vélknúna öku-

tæki 1991 en það var skellinaðra. Ári seinna eignaðist ég minn eigin vélsleða og þá breyttist margt því áður hafði ég deilt sleða með pabba.

Á þessum tíma var maður á bólakafi í torfæruakstri, á fjórhjólum og mótorhjól-um með vinunum. Mamma talar enn þann dag í dag um að hún gleymi aldrei árinu 1992 því að það hafi verið ár háu bensín-reikninganna,“ segir Guðni og skellihlær. „Haustið 1993 byrja ég svo í Iðnskólanum í Reykjavík í bifvélavirkjun.“

Ók í endalausa hringi um sandhólana„Sigrún systir tók að sér að kenna mér

á bíl en kennslan fór fram við hesthúsa-hverfið. Ég man eftir mér sitjandi í fanginu á henni á beinskiptum bláum Saab. Þetta eru sannarlega skemmtilegar minningar.

Ég lærði nú samt að aka bíl einn míns

liðs í árlegri ferð á Skeiðarár-sand sem ég fór í á hverju ári frá unga aldri með pabba og félögum hans. Þar ók ég um á

Suburban jeppa. Á meðan karlarnir máluðu skýli þá ók ég í endalausa hringi um sand-hólana með tilheyrandi gleði og ánægju.

Ég hef ferðast mikið um hálendi Íslands að vetrarlagi með pabba. Hann hefur haft á leigu veiðiskála í Veiðivötnum og þangað var farið sem og á aðra staði á hálendinu. Ég var ungur mjög ötull og glæfralegur á vélsleða því mér leiddist þetta nú ekki,“ segir Guðni og glottir.

Keyrði út brauð að næturlagi„Eftir ökunám hjá Gylfa Guðjónssyni

ökukennara fékk ég æfingaleyfi og var einn af þeim fyrstu til að hljóta slíkt leyfi eftir lagabreytingu. Ég keypti mér 170 hestafla sportbíl með númerinu GÞ-686 og beið svo spenntur eftir bílprófinu.

Ég leigði mér iðnaðarhúsnæði að Bílds-höfða þar sem ég eyddi mínum frítíma í smíði rallýbíla og annarra keppnistækja auk þess að taka að mér viðgerðir á bílum. Um helgar vann ég við að keyra út brauð að næturlagi fyrir Samsölubakarí.“

Norðdekkmeistari í rallakstri„Ég keppti í Íslandsmótinu í Rallýkrossi

sautján ára gamall. Næstu ár snerist líf mitt meira og minna um rallakstur og annað mótorsport. Ég keppti í mörgum keppn-isgreinum og vann til verðlauna. Ég varð Norðdekkmeistari í rallakstri árið 1997. Árið 2000 var ég kosinn í stjórn Landssam-bands íslenskra akstursfélaga.

Ég hóf störf hjá Toyota á Íslandi sama ár og varð þar yfirmaður ábyrgðarmála. Þegar ég hætti að keppa þá endurreisti ég við fjórða mann 23 ára gamlan aksturs-íþróttaklúbb frá hruni, Bifreiðaíþróttaklúbb Reykjavíkur og komum við félagsstarfinu og keppnishaldi þar í gang. Ég var eftir það leiðandi í keppnishaldi í rallakstri í nokkur ár.“

Á Sverri mikið að þakka„Þegar ég var tíu ára gamall þá hjólaði

ég einn daginn upp á Tungubakkaflugvöll í Mosfellsbæ. Þar var mér boðið í flugtúr af Jóni Sverri Jónssyni í Varmadal. Ég varð gjörsamlega heillaður eftir túrinn og Sverr-ir varð sprautan að því að ég fór í flugnám og ég á honum mjög mikið að þakka.

Flugvélin mín, TF-ULV er einn af mínum heilögustu gripum. Sverrir er meðeigandi minn í vélinni og hefur oft haft orð á því að hann hafi óstjórnlegar áhyggjur af við-brögðum mínum ef hann lendir í því að skemma litla úlfinn.

Ég er heppinn að geta sameinað áhuga-mál mín, ég hef mikinn áhuga á ljósmynd-un og tek mikið af myndum úr háloftunum á meðan ég flýg. Ég hélt ljósmyndasýningu í Gimli í Kanada árið 2011 með loftmyndum af Vestfjörðum. Vestfirðir hafa lengi verið mitt uppáhalds landsvæði til að mynda.“

Slasaðist illa í bílslysi„Árið 2001 keypti ég mér mína fyrstu

íbúð í Mosfellsbæ. Ári seinna lenti ég í bílslysi og slasaðist töluvert á baki. Þessi meiðsli áttu eftir að setja mikið mark á líf mitt og lífsstíl.

Ég hætti störfum hjá Toyota og fór að starfa sjálfstætt við grafíska hönnun.“

Stofnaði prentþjónustuna ARTPRO„Minn nánasti samstarfsmaður til margra

ára í lífi og starfi er Guðbergur Bergsson rit-höfundur fæddur 1932. Með Guðbergi hef ég unnið fjöldann allan af verkefnum ásamt því að starfa sem umboðsmaður hans og reka fyrirtæki okkar ARTPRO ehf. sem var stofnað 2011.

Fyrirtæki og einstaklingar í Mosfellsbæ hafa nýtt sér þjónustu okkar í auknum mæli en stærsti hluti viðskiptavina okkar er þó utanbæjar. Fastir starfsmenn eru þrír auk fólks sem starfar með okkur á anna-tímum.

Við Guðbergur höfum einnig unnið að skemmtilegum verkefnum bæði hér heima

og erlendis meðal annars við framleiðslu á kvikmynda-og sjónvarpsefni.”

Framtíðin bíður björt„Fyrirtækið er í góðu 250 fm. húsnæði í

Háholti og eigum við orðið mjög fullkom-inn tækjakost sem skipar okkur í sess með fullkomnustu prentstofum landsins. Við nýtum okkur nútíma tækni og seljum mik-ið af okkur vörum og þjónustu í gegnum vefverslun okkar.

Ég spyr Guðna hvað þeir prenti helst? „Við prentum flest allt sem fyrirtæki, ein-staklingar og stofnanir nota svo sem nafn-spjöld, bæklinga, boðskort, bækur, myndir og margt fleira.

Í dag er ég í fjármála-og rekstrarnámi í Háskólanum í Reykjavík sem á vonandi eft-ir að nýtast mér vel við reksturinn, eigum við ekki bara að segja að framtíðin bíði okk-ar björt,” segir Guðni brosandi að lokum.

Ástríðufullurdellukarl

Við erum í góðu húsnæði í Háholti og eigum orðið

mjög fullkominn tækjakost sem skipar okkur í sess með full-komnustu prentstofum landsins.

MOSFELLINGURINNEftir Ruth Örnólfsdóttur

[email protected]

HIN HLIÐINHver myndi leika þig í bíómynd?Anthony Hopkins.

Fallegasti staður í Mosfellsbæ?Þegar ég sé bæinn minn í heild sinni í sínu dásamlega umhverfi úr 1000 feta hæð úr flugvélinni minni yfir Leirvoginum.

Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Coca Cola, lauk og tómatsósu.

Stjörnumerki? Ljón.

Eitt atriði um þig sem fólk veit ekki um? Að ég hef kennt ketti að heilsa með hægri loppunni.

Uppáhaldsmatur?Lambalæri og brúnaðar kartöflur.

Hvern faðmaðir þú síðast?Mömmu mína.

Tvö orð sem lýsa þér best?Kappsemi, góðsemi.

Félagarnir Guðni og Guðbergur á góðri stundu.

Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni.

Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni.

Íslenskur kalkúnngæði í yfir 60 ár

ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Hollusta með hækkandi sól

Reykjabúinu, Mosfellsbækalkunn.is

Heimasala Reykjabúsins er opin alla fimmtudagaog föstudaga kl. 16.00-18.30

- Herrakvöld Lionsklúbbs Mosfellsbæjar26

Páll Sturluson og Ármann Gunnarsson.

Finnur Bjarni Kristjánsson og Karl Emilsson.Pétur Haukur, Karl Loftsson og Halldór Kristinsson.

Bræðurnir Gunnar og Helgi Guðjónssynir.Pétur Haukur Ólafsson og Valdemar Jónsson.

Þorsteinn Kröyer og Magnús Þór Magnússon.Einar Guðbjörnsson og Þröstur Lýðsson.Vertinn í Hlégarði í góðum félagsskap.Svafa, Sigríður og Sína seldu miða í andyrinu.

Feðgarnir Stefán Arnalds og Andrés Arnalds.Valur Oddsson, Haraldur Sigurðsson , Björgvin Njáll Ingólfsson og Sævar Kristinsson.

Magnús Sigsteinsson, Jón Magnús Jónsson og Pétur Pétursson.

Guðmundur Guðlaugsson, Valur Oddsson, Ívar Benediktsson og Ólafur Óskarsson.

Lionsklúbbur Mosfellsbæjar hélt sitt árlega sjávarréttahlaðborð •Aðalfjáröflun klúbbsins •Gleðin við völd

Herrakvöld Lions haldið í Hlégarði

Nýr mat

seðill

Kíktu

í heim

sókn

Restaurant - Bar - Sportbarsími: 5666 222 el

dhúsið o

pið ti

l

kl. 2

2 all

a daga

www.mosfellingur.is - 27

kl. 2

2 all

a daga

- Íþróttir28

Stjórn knattspyrnudeildar Aftureldingar og John Andrews þjálfari meistaraflokks kvenna, hafa komist að samkomulagi um starfslok Johns hjá félaginu.

John hafði frumkvæði að þessu sam-komulagi af persónulegum ástæðum. Mun hann í kjölfarið flytjast búferlum til heima-haga sinna á Írlandi og taka við nýjum verk-efnum þar. John tók við starfi aðalþjálfara meistaraflokks Aftureldingar í júlí 2010.

Góð sátt um starfslokStjórn Aftureldingar er mjög þakklát fyrir

þau störf sem John hefur unnið fyrir félagið þessi ár. Hann hefur verið vakinn og sofinn yfir velferð félagsins og staðið sig frábær-lega. Nú eru aftur á móti tímamót hjá fé-laginu og mun stjórn félagsins gefa sér góð-an tíma í að finna arftaka hans. Þar verður vandað til verka.

Góð sátt er um þessi starfslok og mun John áfram liðsinna félaginu sem ráðgjafi

í þjálfara- og leikmannamálum. John lék sem kunnugt er með meistaraflokki karla í nokkur ár áður en hann sneri sér alfarið að þjálfun og þá hefur hann einnig þjálfað yngri flokka hjá félaginu ásamt því að sinna markmannsþjálfun til skamms tíma.

Írinn fer aftur heim eftir mörg góð ár hjá Aftureldingu

John Andrews lætur af störfum

Kæri stuðningsmaður

Vissir þú að ef þú átt n1 kort eða lykil þá er hægt að tengja það við deildir aftureldingar.

Stuðningsmenn Aftureldingar fá þannig 4 krónur í afslátt á hvern lítra eldsneytis og safna líka tveimur N1 punktum. Þeir fá auk þess 12% afslátt af t.d. dekkja- og smurþjónustu o.fl. Afturelding fær síðan greidda 1 krónu á hvern lítra sem greitt er fyrir með þessum kortum frá N1.

Á næstu vikum munu deildir Aftureldingar ganga í hús og bjóða N1 kort og tengja þá sem þegar eru með þannig kort við félagið.

Við biðjum stuðningsmenn aftureldingar að taka vel á móti íþróttafólki okkar þegar að það býður ykkur n1 kort sem styður þannig beint við starfið í hvert skipti sem þú tekur eldsneyti á bílinn þinn.

Áfram Afturelding!Deildir Aftureldingar

Um næstu helgi ráðast úrslitin í bik-arkeppni Blaksambands Íslands og fara leikirnir fram í Laugardalshöll.

Meistaraflokkur kvenna hjá Aftur-eldingu leikur í undanúrslitum við Þrótt frá Neskaupsstað á laugardeg-inum15. mars kl. 14:00 og reikna má með æsispennandi leik. Úrslitaleik-urinn fer síðan fram á sunnudaginn 16. mars og hefst kvennaleikurinn kl. 13:00.

Mosfellingar eru hvattir til að mæta í Höllina og hvetja stelpurnar til sigurs.

Tvær umferðir eftir í deildinniUm síðustu helgi léku þær við HK

og sigruðu eftir mikla dramatík í oddahrinu. Stigahæst í leiknum var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 16 stig.

Þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni er Afturelding efst með 34 stig, Þróttur Neskaupsstað með 30 stig og HK er í þriðja sæti með 29 stig. Afturelding á eftir að leika við Þrótt Neskaupsstað og KA og dugar þeim að vinna annan hvorn leikin til að tryggja sér deildarbikarinn.

Kvennalið Aftureldingar leikur í Höllinni um helgina

Bikarhelgi fram­undan í blakinu

stelpurnar eru klárar í slaginn

Myn

dir/

Ragg

iÓla

Skellur í undanúrslitum gegn ÍR •2. flokkur grátlega nálægt bikarnum

Svekkelsi í handboltanumSíðustu leikir í handboltanum hjá Aftureldingu hafa verið erfiðir fyrir Mosfellinga. Meistaraflokkur karla tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca cola bikarsins í Höllinni. Mikil stemning skapaðist í kringum leikinn en innistæðan var ekki til staðar þegar á hólminn var komið. 13 marka tap gegn ÍR.

Sömu helgi lék 2. flokkur til úrslita í bikarnum gegn Val og stóðu strákarnir sig með stakri prýði. Margir þessara ungu leikmanna spila einnig með meistara-flokki. Leikurinn fór í framlengingu þar sem Aftureld-

ing var grátlega nálægt því að landa sigri. Um síðustu helgi tók meistaraflokkur á móti Stjörn-

unni í 1. deildinni. Skemmst er frá því að segja að Garðbæingar stöðvuðu sigurgöngu Aftureldingar eft-ir 14 sigra í röð í deildinni. Þessi tvö lið berjast um efsta sæti deildarinnar sem gefur þátttökurétt í efstu deild að ári. Stjarnan er nú í forystu þegar 5 leikir eru eftir. Það er því bara að bíða og sjá hvort Stjörnumenn misstígi sig á lokasprettinum. Annars fer Afturelding í umspil um laust sæti í efstu deild.

svekktir silfurdrengir en bráðefnilegir

Mosfellingar fjölMenntu í höllina

davíð svansson leynir ekki vonbrigðuM sínuM

www.mosfellingur.is - 29

InnritunnemendaListaskóli Mosfellsbæjar - tónlistardeildInnritun nemenda skólaárið 2014 – 2015

Nemendur, sem eru í námi við Listaskóla Mosfellsbæjar – tónlistardeild, þurfa að staðfesta áframhaldandi nám fyrir 15. apríl 2014.Umsóknarfrestur fyrir nýja nemendur er til 15. apríl. Nýir nemendur þurfa að sækja um skólavist í gegnum íbúagáttina á vef Mosfellsbæjar, mos.is.

Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans, listmos.is.

Nemendur í 2. bekk í Varmárskóla fóru í skemmtilega heimsókn á lög-reglustöðina fyrir skömmu. Farið var með strætó niður á Hlemm og arkað á lögreglustöðina þar sem lögreglan tók vel á móti hópnum, umsjónarkennara barnanna og nokkrum foreldrum sem fóru einnig með.

Nemendur fengu að prófa ýmislegt svo sem að setjast á löggumótorhjól, fara í löggubíl, setja á sig lögguhúfu og fara í fangaklefa. Krakkarnir komust að því að þegar löggur fara á lögg-umótorhjól þurfa þær að setja upp „löggusvip.“ Nemendur komust einnig að því að löggur drekka kaffi og borða kleinuhringi í kaffitímum.

Heimsókn á lögreglustöðina

Orðsending til fyrrverandi félaga Eldri félagar í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar allt frá stofnun hennar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband strax með tölvupósti á netfangið [email protected] vegna 50 ára afmælitónleika hljómsveitarinnar 5. apríl n.k.Erum einnig á facebook: Skólahljómsveit Mosfellsbæjar

Skátafélagið Mosverjar hefur innleitt gæðamat í starfi sínu og í gær fékk félagið afhenta viðurkenningu sem félag „á réttri leið“, eins og það er kallað hjá Bandalagi íslenskra skáta.

Kolbrún Reinholdsdóttir í stjórn Mos-verja leiddi vinnu félagsins. Hún segir að margt af því sem gerðar eru kröfur um að sé til staðar hjá félagi „á réttri leið“ hafi lengi verið til í Mosverjum. „Helsta vinna mín fólst í því að taka þetta saman og bæta úr því sem betur mátti fara, gefa út handbók og reka smiðshöggið á þetta,“ segir Kol-brún.

Mikilvægt að virkja félagaBeðin um að rifja upp minnisstæðan

áfanga í ferlinu nefnir Kolbrún starfsdag en þá voru sveitarforingjar og aðstoðarforing-ar fengnir til að marka framtíðarstefnu og markmið Mosverja. Einnig voru foreldrar fengnir í heimsókn á starfsdeginum til að koma með hugmyndir. „Ég tel að með því að virkja fleiri í félaginu séu meiri líkur á að allir séu á sömu leið“, segir hún.

„Ég tel að sú vinna sem fór fram og það að fá viðurkenninguna skipti miklu fyrir fé-lagið. Það er gott fyrir alla að skoða félagið sitt með gagnrýnum augum og finna metn-að hjá sér til að gera gott starf betra,“ segir Kolbrún um gildi vinnunar.

„Það er gott fyrir skátafélag að hafa slíkt gæðakerfi þegar semja á við sveitarfélagið um aðstöðu eða styrki. Einnig er þetta gott gagnvart foreldrunum og skátunum sjálf-um, foreldrar sjá að um ábyrgt uppeld-isstarf er að ræða, einnig er það gott fyrir félagsstjórnina og sveitirnar að setja innri ramma um starfið.“

Skemmtileg vinna„Vinnan var skemmtileg og hvet ég önn-

ur félög til að skoða þessa hluti hjá sér. En

vinnunni er auðvitað ekki lokið því reglu-lega þarf að endurskoða og bæta handbók-ina og aðlaga hana að því starfi sem er í fé-laginu á hverjum tíma, þó að handbókin sé komin út, þá er hún engan veginn meitluð í stein“.

Gæðamatið hefur tvíþættan tilgang, ann-an sem snýr að innra starfi félagsins og hinn sem snýr að því umhverfi sem skátafélagið starfar í. Gæðamatinu er skipt í fimm hluta: Skipulag félags, starf félags, fjármálastjórn, fræðslumál/menntun og samstarf.

Skátafélagið Mosverjar hefur innleitt gæðamat í starfi sínu og gefið út sérstaka handbók

Skátafélag á réttri leiðKaren vann þrjú silfur í SvíþjóðMosfellingurinn Karen Axelsdótt-ir vann þrjú silfur á íþróttamóti fatlaðra í Malmö í Svíþjóð 7.-10. febrúar, nánar tiltekið í 50 metra baksundi, 50 metra skriðsundi og 100 metra baksundi.Á myndinni má sjá Karen ásamt félögum sínum úr íþróttafélaginu Ösp, Ínu Valsdóttur, Jóni Þorra og Rakel Aradóttur. Myndin er tekin í vel heppnaðri keppnisferð þeirra.

Fjórir strákar í U20 ára landslið ÍslandsValinn hefur verið landsliðshópur hjá U-20 ára landsliði karla sem mun taka þátt í forkeppni EM sem fram fer í Skopje í Makedóníu dag-ana 4.-6. apríl. Þetta eru þeir Böðvar Páll Ásgeirsson, Elvar Ásgeirsson, Birkir Benediktsson og Árni Bragi Eyjólfsson. Hópurinn mun koma saman til æfinga í lok mars, þjálfar-ar hópsins eru Gunnar Magnússon og Reynir Þór Reynisson.

Myn

dir/

Ragg

iÓla

Róaðu þigBjarni Ben hafði rétt fyrir sér. Við

þurfum að róa okkur. Líka í æf-ingum. Hér er uppskrift að rólegri og yfirvegaðri æfingaáætlun sem gerir þig sterkari og hraustari, dag fyrir dag, viku fyrir viku.

Tvisvar í viku tekur þú réttstöðu-lyftu. Hitar upp með léttum

þyngdum og vinnur þig svo upp í þyngd sem þú getur lyft fimm sinnum með góðu móti, tæknin á alltaf að vera 100%. Hvílir þig aðeins, finnur léttari þyngd og tekur aðrar fimm endurtekningar. Réttstöðulyftan er búin í dag. Þetta er ekki flókin æfing, en þú þarft að passa gera hana rétt og eins og í öðru sem skiptir máli í lífinu er vænlegt til árangurs að fá góð ráð hjá þeim sem kunna vel til verka, til dæmis hjá þeim Hjalta og Höllu Heimis í Eldingu. Þau gætu í leiðinni kennt þér axlapressur, hina æfingu dagsins. Hún er einfaldari í eðli sínu, maður pressar þyngd frá öxlum og eins hátt yfir höfuð og hendur leyfa og lætur svo þyngdina síga hægt niður aftur. Sama fyrirkomulag, þú fikrar þig upp þyngdirnar, tekur 2-3 endurtekningar af léttari þyngdun-um áður en þú tekur 5 góðar pressur með nokkuð krefjandi þyngd. Hvílir aðeins, léttir og tekur aðrar fimm endurtekningar. Styrktaræfing dags-ins þar með búin. Róleg æfing, þér líður vel á eftir. Þessa æfingu tekur þú tvisvar í viku (t.d. mán og mið) og bætir örlítið við þyngdirnar í hvert skipti. En bara örlitlu, þú hefur nógan tíma. Þú vilt verða sterkur allt lífið, ekki bara á morgun og svo ekki meir.

Tvo aðra daga í viku tekur þú hné-beygjur. Ég mæli með hnébeygj-

um þar sem þyngdin er að framan-verðu, ketilbjöllur henta vel í þessa æfingu. Með beygjun-um tekur þú upphíf-ingar. Sama fyrir-komulag og með réttstöðulyfturnar og axlapressurnar. Fjórir styrktardagar í viku. Hver æfing tekur 15-20 mínút-ur. Einfalt, rólegt og virkar.

HeilsumolaR gaua

Guðjó[email protected]

- Íþróttir30

Það er mikill kraftur í æskulýðsstarfinu hjá Herði og fjöldi krakka á námskeiðum. Nú er hinsvegar búið að opna fyrir skráningar á seinni hluta námskeiða, en þar má meðal annars nefna almennt reiðnámskeið og pollanámskeið.

Frítt er fyrir krakka 7 ára og yngri á pollanámskeiðin. Í öðrum hópnum þarf að teyma undir börnunum en í hinum ríða þau sjálf. Öll verða þau að mæta með eigin hest. Nánari upplýsingar um námskeiðin eru inni á heimasíðu Harðar www.hordur.is og á Facebook síðunni Æskulýðsstarf í Herði.

Í mars verður hestamennska kynnt fyrir grunnskólakrökkum í Mosfellsbæ og verður farið í skólana mánudaginn 17. mars. Föstudaginn 21. mars verður svo boðið upp á sýninguna HESTAFJÖR sem eru tvær sýningar sama kvöld fyrir krakka í Mosfellsbæ: kl. 19:00-20:00 fyrir 1.-4. bekk og kl. 20:30-21:30 fyrir 5.-10. bekk.

Karatedeild Aftureldingar tók þátt í tveimur stórum mótum nýverið. Keppni fór fram í kata og kumite á Reykjavík International Games þann 25. janúar s.l. Kári Haralds-son hlaut fyrstu verðlaun í kata í sínum ald-ursflokki, Telma Rut Frímannsdóttir varð í öðru sæti í kumite senior flokki kvenna og Valdís Ósk Árnadóttir fékk þriðju verðlaun í kumite í sínum þyngdarflokki. Góð þátt-taka var á mótinu bæði í flokki fullorðinna og barna, og nokkrir keppendur komu er-lendis frá.

Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata fór fram í íþróttahúsinu Dalhúsum þann 9. febrúar. Afturelding lenti í fjórða sæti í stigakeppni félaga sem verður að teljast framúrskarandi árangur hjá litlu fé-lagi. Metþátttaka var á mótinu. Kári Har-aldsson varð Íslandsmeistari drengja 15

ára, Matthías Eyfjörð varð í 2. sæti drengja 12 ára og Anton Pétur Sveinsson og Máni Hákonarson urðu í 3. sæti í sama flokki. Auk þess tóku Anton og Máni ásamt Þórði Jökli Henryssyni 3. sæti í hópkata drengja 12 – 13 ára. Agla Þórarinsdóttir varð í 2. sæti stúlkna 12 ára og Dagbjört Arnarsdóttir varð í 3. sæti í sama aldursflokki. Óhætt er að segja að unglingaflokkur Aftureldingar hafi rakað inn stigum á mótinu. Tíu iðkend-ur á aldrinum 6–11 ára tóku þátt í barna-mótinu en þar voru margir hverjir að stíga sín fyrstu skref á móti. Þrátt fyrir að enginn þeirra lenti í verðlaunasæti að þessu sinni er deildin afar stolt af frammistöðu þeirra á mótinu.

Mikil stemning og samstaða var hjá krökkunum á mótunum og þau eldri að-stoðuðu þau yngri.

Bocciamót UMSK í tvímenningi 50+ var haldið í Mosfellsbæ og tókst einstaklega vel. Um þrjátíu lið kepptu víðsvegar að af landinu, flestir frá FaMos. Keppnin var jöfn og spennandi en sigurvegarar urðu Mosfellingarnir Pétur Guðmundsson og Úlfhildur Geirsdóttir.

sigurvegarar ásamt formanni umsk

famos keppendurniránægðir að loknu móti

Pétur og Úlla sigruðu á tvímenningsmóti

Kraftur í æskulýðsstarfi hestamannafélagsins

AðAlfundur umf. AftureldingArAðalfundur Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 27. mars. n.k. í Bókasafni mosfellsbæjar. fundurinn hefst kl. 18:00.Venjuleg aðalfundarstörf: Tillögur um lagabreytingar og framboð til stjórnar þurfa að berast á skrifstofu félagsins fyrir 17. mars n.k. Allir velkomnir.

Stjórn Aftureldingar

Frábær árangur hjá karatekrökkum

kári Haraldsson

agla og dagbjört

Þórður máni og anton

keppendur aftureldingar ásamt lið-stjórnum jóni magnúsi og branddísi

Nýr verkefnastjóri til AftureldingarEster Sveinbjarnardóttir er nýráðinn starfsmaður skrifstofu Afturelding-ar. Ester er með verslunarpróf frá MÍ, Iðnrekstrar-fræðingur frá TÍ, BS í viðskipta-fræði frá HR og alþjóðamarkaðs-fræðum frá THÍ. Ester hefur einnig verið í meistara-námi í skattarétti frá lögfræðideild Háskólanum á Bifröst. Ester hefur mikla reynslu í bókfærslu, launakeyrslum, uppgjöri og fjárhagsáætlanagerð. Ester er ráðin í stað Konráðs Olavssonar sem verið hefur verkefnastjóri hjá Aftureldingu síðustu mánuði. Um leið og Afturelding þakkar Kon-ráði fyrir störf hans fyrir félagið er honum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Þá býður félagið Ester velkomna til starfa og væntir mikils af hennar störfum fyrir félagið.

Bikarmeistarar í samkvæmisdönsum Bikarmót í K flokkum í samkvæmis-dansi var haldið helgina 1.-2. mars og í flokki Börn IK (9 ára og yngri) sigraði Mosfellingurinn Sunna Lind Bjarkadóttir ásamt dansfélaga sínum Aldas Zgirskyte bæði í latin (chacha, samba og jive) og standard (vals, tangó og quickstep) dönsum. Sunna Lind er 9 ára og er í 3. bekk í Lágafellsskóla. Sunna og Aldas æfa samkvæmisdans í Dansskóla Reykjavíkur.

UNDANÚRSLIT KVENNA15. MARS

KL. 12:00 HK-ÞRÓTTUR R

KL. 14:00 AFTURELDING- ÞRÓTTUR NES

UNDANÚRSLIT KARLA15. MARS

KL. 16:00 HK-KA

KL. 18:00 STJARNAN-ÞRÓTTUR R

ÚRSLITALEIKIR 16. MARS

KL. 13.00 BIKARÚRSLITALEIKUR KVENNA

KL. 15:00 BIKARÚRSLITALEIKUR KARLA

MIÐASALA FER FRAM Á MIDI.IS EÐA HJÁ FÉLÖGUNUM

Íþróttir - 31

Naumt tap gegn ÍslandsmeisturunumAfturelding mætti KR í þriðju um-ferð Lengjubikarsins á laugardag í Egilshöllinni og beið naumlega ósigur, 1-2. KR-ingar skoruðu úr vítaspyrnu undir lok leiks. Strák-arnir okkar tóku sem kunnugt er sæti Tindastóls í A-deild Lengju-bikarsins og hafa verið að leika gegn býsna sterkum andstæðingum hingað til.Afturelding á heimaleik í næstu um-ferð gegn BÍ/Bolungarvík og verður sá leikur leikinn í Akraneshöllinni á laugardaginn.

Meistaraflokkur kvenna í handbolta og Reykjabúið hafa gert með sér eins árs samning, þar sem Reykjabúið styrkir mfl. kvenna um 600.000 kr. fyrir næsta keppnis-tímabil. Þetta er gríðalega stórt og mik-ilvægt skref í uppbyggingu kvennahand-boltans í Mosfellsbæ, að fá eins stóran og sterkan styrktaraðila sem Reykjabúið er.

„Síðustu ár hefur Reykjabúið verið sérlega vinveitt kvennaboltanum og með þessum samningi stígur það enn stærra skref í uppbyggingunni,“ segir Svava Ýr for-maður meistaraflokksráðs kvenna.

Meistaraflokkur kvenna, sem er að spila sitt annað tímabil í efstu deild, hefur átt á brattann að sækja í vetur. Flokkurinn sam-anstendur af mjög ungum leikmönnum 3. flokks í bland við eldri reynslubolta. Yngri flokkastarf er gott og má segja að framtíðin sé björt. Nauðsynlegt er að hlúa að meist-araflokki sem tekur við þessum ungu og efnilegu stelpum.

Sara Kristjánsdóttir fyrirliði meistaraflokks, Svava Ýr Baldvinsdóttir, formaður meistaraflokksráðs kvenna, Kristín Sverrisdóttir frá Reykjabúinu og Ragnhildur Hjartardóttir, fyrirliði 3. flokks kvenna.

Mikilvægt skref í uppbyggingu kvennahandboltans

Samningur við Reykjabúið

Heilsubærinn hækkarNú eru fyrirtæki sett á svartan lista sem hækka vörur. Baráttan gegn verð-bólgu. Samkvæmt gjaldskrá Mosfellsbæjar hefur leiga á íþróttasal hækkað úr kr. 7.900 í kr. 8.200 frá 1. janúar 2014.Búum við ekki í einhverjum heilsubæ? Mosfellsbær á heima þessum lista yfir þá sem hækka verð.

� Íþróttaiðkandi í Mosfellsbæ

ORÐIÐ ER LAUST...

- Aðsendar greinar32

Babb í bátinnÍ Álmholti stendur bátur í einni inn-keyrslunni, okkur nágrönnunum til mikils ama. Þarna hefur báturinn stað-ið í mörg ár og er ekki mikil götuprýði. Fjöldi kvartana hefur verið sendur til umhverfis- og skipulagsnefndar. Síð-ustu svör voru þau að eigandinn væri að fá dagsektir. En síðan eru liðin tvö ár og engin greiðsla komin af sektun-um. Svo var okkur sagt á bæjarskrif-stofunni að málið hefði verið sent til lögfræðings og vonandi væri svars að vænta fljótlega. Íbúar í götunni væru afskaplega þakk-látir ef eigandi bátsins eða bæjaryfir-völd myndu nú gera eitthvað í málun-um og fegra þessa fallegu götu.

Íbúi í hverfinu

Bærinn HamrahlíðGaman þótti mér að sjá myndina af Guðrúnu Jónsdóttur frá Hamrahlíð í síðast tbl. Mosfellings.En - bærinn Hamrahlíð var engan veg-inn neðan við Blikastaði. Heldur ofan og sunnan.Það sem eftir er af tóftum Hamra-hlíðarbæjarins má mjög glöggt sjá núna áður en grös fara aftur að vaxa. Ef litið er til hægri þegar komið er gegnum hringtorgið sem af klaufaskap hefur verið merkt Hamratorg en ekki Hamrahlíðartorg. Á leiðinni í bæinn.Á myndinni má sjá stjörnu sem stend-ur tveim fótum ofan í tóftunum af gömlu Hamrahlíð. Góð kveðja.

Sigurður Hreiðar

Eldur í ruslagámiEldur kviknaði í ruslagámi í Urðar-holti á dögunum. Gámurinn stend-ur fyrir utan pizzastaðinn Rizzo. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Yfirlýsingar og framkvæmdagleði vilja oft verða áberandi hjá þeim sem segja vilja frá afrekum sínum. Þetta gerðum við, þessu lofuðum við, nei við gleymdum þessu, æ, sögðum við þetta!! Það sem fór úr-skeiðis minnast menn ekki á, því sannir stjórnmálamenn kannast oft ekki við loforð eða yfirlýsing-ar, eins og alþjóð veit. Mosfellsbær er þar ekki undanskilinn því í aðdraganda síðustu kosninga var mikið um loforð og yfirlýsing-ar, viljayfirlýsingar og þess háttar. Stjórn-mál eiga ekki að snúast um völd heldur um samvinnu milli ólíkra skoðana. Samfélag er ávallt breytilegt og ef stjórnmálamenn reyna ekki að fylgja þeirri breytingu þá eiga þeir ekki erindi í stjórnmál.

Viljum fleiri fyrirtæki í bæinnMosfellsbæ hefur undanfarin ár verið

stjórnað af ágætu fólki sem hefur væntan-lega reynt að gera sitt besta fyrir íbúana. Ef til vill er sófinn orðinn dálítið kósý og menn búnir að vera lengi í þægindastóln-um. Margt gott hefur gerst undanfarin ár sem er bænum til sóma, en því miður hefur líka margt verið ógert. Mosfellsbær býður upp á fjölmarga möguleika sem ekki eru nýttir. Hvar eru til dæmis þessi 1000 störf sem lofað var? Ef rýnt er í stefnuskrá ýmissa flokka þá koma í ljós fögur fyrirheit sem oft er erfitt að standa við þrátt fyrir góðan vilja. Núverandi bæjaryfirvöldum hefur ekki tekist að skapa hér nein störf að ráði nema þá opinber störf sem voru hvort sem er á áætlun allra flokka hér í bæ, samanber framhaldsskólann sem vel hef-ur tekist til með, hjúkrunarheimili og nýju bygginguna sem hýsa á slökkvilið og fleira. Þetta er samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hjúkrunarheimilið er eins og framhaldsskólinn, þ.e. að mestu fjármagnað af ríkinu.

Atvinnulífið er og verður lífæð okkar til betri lífsgæða. Á þessu sviði þarf að hefja stórátak og gera róttækar breytingar á lóðamálum fyrir fyrirtæki sem vilja vera í Mos-fellsbæ, hafa alla gjaldtöku á fyr-irtæki í lágmarki og skapa þannig hvata til frekari uppbyggingar. Við verðum að hafa umhverfi sem ger-

ir fyrirtækjum og frumkvöðlum kleift að skapa hér ný fyrirtæki.

Nýjungar í fræðslumálumÍ nýrri aðalnámskrá er talað um að

styrkja og gera verklegar greinar jafnar öðrum námsgreinum. Mosfellsbær hefur enga stefnu markað sér í þessum málum. Fátækleg aðstaða verkgreina er okkur til skammar. Nemendur eiga að hafa meira val um hvert þeir vilja stefna þegar kemur að vali á skóla. Stórkostlegt brottfall nem-enda í framhaldsskólum almennt er mik-ið áhyggjuefni sem krefst þess að duglegir nemendur sem vilja kjósa sér verklega leið til náms ættu að hafa það val strax í ungl-ingadeild. Sum sveitafélög viðurkenna þennan vanda og vilja gera betur og ég er viss um að það yrði Mosfellsbæ til sóma ef í boði væri nám í verklegum greinum inn-an grunnskólans og í góðri samvinnu við atvinnulífið. Þetta er eitthvað sem verður að taka til gagngerrar endurskoðunar ef við ætlum að vera samkeppnishæf við önnur sveitarfélög og helst verða í forystu um slík mál.

Við höfum sett fram hugmyndir um að nýta Brúarland sem háskólabrú, þar sem fólk gæti komið saman og farið yfir sín mál, gegnum fjarkennslu og fyrirlestra. Þetta gæti komið nýjum fyrirtækjum af stað þar sem auðvelt væri að fylgjast með fyrirlestr-um af netinu. Flestir vita hvað það getur verið leiðinlegt að horfa á tölvuna sína einn heima og fylgjast með einhverjum

fyrirlestri. Oftast er þetta skemmtilegra þegar fleiri eru saman. Þessi hugmynd um háskólabrú gæti leitt af sér ýmislegt spenn-andi fyrir íbúa Mosfellsbæjar. Hugsum út fyrir boxið.

Skólamál hafa verið í brennidepli und-anfarið þar sem bæjarstjórn vildi eina leið en foreldrar aðra. Eftir mikinn flótta og fimlega vörn var hlustað á bæjarbúa og reynt að koma til móts við ólík sjónarmið og stefnan tekin á áframhaldandi og við-varandi lausar kennslustofur.

Eitt af því sem við þurfum líka að skoða er hvort hægt er að setja á stofn einhvers konar tómstundahús fyrir ákveðna aldurs-hópa. Þetta er þekkt fyrirbæri sem virkar sem forvörn og hugmyndasmiðja fyrir unga frumkvöðla. Til eru rannsóknir sem styðja við slík tómstundahús.

Margar hugmyndir koma fram fyrir kosn-ingar, það sama mun gerast hjá okkar fram-boði, en það sem mun aðskilja okkur frá núverandi valdhöfum er að við þorum að vera öðruvísi og munum hefja framkvæmd-ir á okkar stefnumálum strax að loknum kosningum i vor.

Ég hvet alla til að senda okkur hugmynd-ir um hvernig þú, kæri Mosfellingur, vilt sjá þennan bæ dafna í sátt og samlyndi við sem flesta.

Óðinn Pétur Vigfússon ([email protected])Oddviti framsóknarmanna í Mosfellsbæ.

Verðum að nýta tækifærin betur

Þann 31. maí næstkomandi ganga Mosfellingar að kjörborðinu og kjósa sér sveitarstjórn til næstu fjögurra ára.

Samfylkingin býður fram sterk-an, fjölbreyttan og samhentan hóp fólks sem tilbúinn er að leggja sitt af mörkum til að gera bæinn okk-ar betri. Þeir eru margir málaflokk-arnir sem fengist er við í bæjarstjórninni en allir eiga þeir það sameiginlegt að snerta líf bæjarbúa á beinan hátt. Að vísu mismikið og á mismunandi hátt t.d. eftir aldri bæj-arbúa og búsetu. Bæjarstjórnarkosning-arnar í vor snúast um það hvort við viljum óbreytt ástand og sama fólkið við stjórnvöl-inn eða hvort við viljum breyta áherslum með nýju fólki. Viljum við alvöru samráð við bæjarbúa þegar leitað er til þeirra vegna úrlausnarefna bæjarstjórnar? Viljum við

aukinn aðgang bæjarbúa að und-irbúningi ákvarðana og upplýs-ingum? Viljum við aðrar áherslur í umhverfismálum? Hvernig skóla viljum við, viljum við ekki marka raunhæfa stefnu um uppbyggingu skólamannvirkja? Hvað með at-vinnuuppbyggingu?

Í þessum málaflokkum og fleirum hef-ur Samfylkingin aðra sýn en þeir flokkar sem hér hafa ráðið ríkjum undanfarin 8 ár. Þessa dagana erum við frambjóðendur og annað flokksfólk að skerpa á stefnu okkar og sýn til framtíðar og vinnum nú að mót-un kosningastefnu okkar jafnaðarmanna í málefnahópum sem ná yfir viðfangsefni bæjarstjórnar. Málefnahóparnir eru opn-ir öllum áhugasömum bæjarbúum sem aðhyllast hugmyndafræði jöfnuðar, sam-

ábyrgðar og kvenfrelsis. Laugardaginn 22. mars höldum við síð-

an stefnuþing þar sem tækifæri gefst til að koma á framfæri t.d. glænýjum hugmynd-um eða þroskuðum, öðrum sjónarhorn-um og ábendingum um forgangsröðun. Stefnuþingið er opið öllum áhugasömum bæjarbúum líkt og málefnahóparnir og vil ég hvetja fólk til að mæta og hafa þannig áhrif á sitt nærumhvefi. Stefnuþingið höld-um við í húsnæði okkar í Þverholtinu þann 22. mars eins og áður segir og hefst það kl. 11 og stendur til kl. 15.

Fylgist með fundartímum málefnahópa og auglýsingum um stefnuþingið á Face-booksíðunum „Samfylkingin í Mosfellsbæ” og „Betri Mosfellsbær”

Anna Sigríður Guðnadóttiroddviti framboðslista Samfylkingarinnar

Viltu ekki hafa áhrif?

Stefnuþing og aðalfundur

Mosfellsbæ

AðalfundurAðalfundur Samfylkingarinnar í

Mosfellsbæ verður haldin mánudag-inn 31.mars kl. 20 í Þverholti 3.

Dagskrá1. Venjuleg aðalfundarstörf

2. Lagabreytingar 3. Önnur mál

Stjórnin.

StefnuþingLaugardaginn 22. mars heldur

Samfylkingin stefnuþing til undirbúnings kosningunum. Þingið stendur frá kl. 11-15 og verður boðið

upp á súpu og brauð í hádeginu. Notið tækifærið og komið ykkar

hugmyndum um betri Mosfellsbæ á framfæri! Þingið verður haldið í

Þverholti 3. Allir velkomnir!

Fylgist með umræðunni á Facebooksíðunum „Betri Mosfellsbær“ og „Samfylkingin í Mosfellsbæ“

MOSFELLINGURkemur næst

3. aprílSkilafreStur fyrir efni og

auglýSingar er til hádegiS 31. marS.

ORÐIÐ ER LAUST... ÞjónUSTA vIÐ mOSfELLIngA

Íslenska ullin er einstök

Sjá sölustaði á istex.is

www.mosfellingur.is - 33

Opið: miðvikudaga: 10-14fimmtudaga: 10-14

föstudaga: 9-14sími: 586 1717

Allir velkomnirÆvintýrakeppnin Hrollur er útivistarkeppni sem reynir á ferðamennsku, rötun, ráðsnilld og þol. Hún hefur verið haldin á vegum Skátafélagsins Mosverja í fjölmörg ár. Keppnin er sniðin fyr-ir dróttskáta sem eru skátar á aldrinum 13 - 14 ára. Rekkaskátar sem eru á aldrinum 15 – 18 ára eru starfsmenn keppninnar og foringjarnir eru stjórnendur og ábyrgðamenn.

Keppnin fer jafnan fram í byrjun mars þegar allra veðra er von enda reynir á unglingana hvað varðar útivistarreynslu, útsjónarsemi, samvinnu jafnt sem einstaklingsframtak. Ef eitthvað er að veðri þá reynir mikið á búnaðinn sem þau eru með svo sem bakpoka, fatnað og skó.

Umhverfis HafravatnKeppnin hefur verið haldin umhverfis Hafra-

vatn í Mosfellsbæ. Í fjölbreyttu umhverfi vatnsins og í nágrenni þess eru miklir möguleikar til að þreyta allskonar þrautir og leysa fjölbreytt verk-efni. Keppnin fer þannig fram að á föstudags-kvöldi kl. 18.00 eru keppendur ræstir af stað í 2 – 3 manna liðum. Oft hafa verið 5 – 6 lið frá Mos-verjum auk liða frá öðrum skátafélögum á höf-uðborgarsvæðinu. Fyrsta verkefnið er að ganga fyrirfram ákveðna leið úr Mosfellsbæ í skáta-skálann við Hafravatn, um 5 km leið, með allan búnað á bakinu. Eftir að komið er í skála á föstu-dagskvöldi hefst undirbúningur, skipulagning og áætlanagerð fyrir sjálfan keppnisdaginn, sem er laugardagurinn. Vaknað er eldsnemma, etinn morgunverður og lagt síðan af stað fyrirhugaða leið. Öll liðin eiga að fylgja ferðaáætlun sinni frá kvöldinu áður og fá stig fyrir viðkomustaði og leyst verkefni. Hætta er á refsistigum ef áætlun-inni er ekki fylgt eða liðið villist af leið. Þessum hluta keppninnar lýkur svo fyrir myrkur og þá koma allir keppendur, starfsmenn og stjórnend-ur aftur í skálann. Velviljaðir foreldrar hafa þá oft komið í skálann og slegið upp hamborgaraveislu fyrir skátana. Um kvöldið er haldin heljar kvöld-vaka og í hinni víðfrægu sleikjukeppni er hægt að ná sér í fleiri stig.

Aukastig fyrir að sofa í tjaldiUm nóttina er líka hægt að næla sér í aukastig

með því að sofa í tjaldi eða snjóhúsi. Útreikningar og verðlaunaafhending fer síðan fram á sunnu-degi og lýkur keppninni um hádegi. Þá er búið að ganga frá skálanum, taka niður tjöldin og allir keyrðir heim í heitt bað.

Og nýlega birtist auglýsing á heimasíðu Mos-verja sem er á þessa leið:

Dróttskátar! Hrollur 2014 verður haldinn helg-ina 14.-16. mars. Takið helgina frá, og byrjið að undirbúa græjurnar og læra skátafræðin! Ekki seinna vænna en að byrja að undirbúa liðin og gera sig kláran fyrir skemmtilegustu helgi vetr-arins!

Það er því ljóst að Ævintýrakeppnin Hrollur verður á sínum stað hjá unglingunum í Mosverj-um. Ef að líkum lætur verður keppt til þrautar og hætta er á að þar muni mætast stálin stinn.

Ævar Aðalsteinsson skrifar um ævintýrakeppnina Hroll

Reynir á ráðsnilld og þor

Hrollur 2014 fer fram um Helgina

- Aðsendar greinar34

Á fundi bæjarstjórnar þann 26. febrúar var afgreidd tillaga meiri-hluta fræðslunefndar um uppbygg-ingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ. Tillagan var samþykkt í bæjarstjórn með atkvæðum sjálfstæðismanna og VG.

Hver er niðurstaðan?Það er ljóst að ráðaleysi meirihlutans

í húsnæðismálum grunn- og leikskóla bæjarins er algjört og er samþykkt meiri-hluta bæjarstjórnar enn eitt merkið um það. Samþykktin er það opin og það í báða enda, að í raun felur hún ekki í sér neina stefnumörkun til framtíðar. Hún felur fyrst og fremst í sér áframhaldandi færslur á fær-anlegum kennslustofum fram og til baka á næstu árum með því rótleysi sem það hef-ur í för með sér fyrir börnin og óþægindi fyrir foreldra ásamt því að nýjum verður bætt við.

Samráð?Sú kynning sem fram hefur farið til skóla-

samfélagsins og kölluð hefur verið samráð er ágæt svo langt sem hún nær. Að tekið hafi verið tillit til athugasemda, ábendinga og tillagna skólasamfélagsins hefur hins vegar verið af skornum skammti sem og samræður þessara aðila við þá sem síðan taka ákvarðanirnar þ.e. kjörna fulltrúa. Þó má sjá að fallið er frá að sinni að nota Brú-arland undir skólastarf Varmárskóla í kjöl-far mikillar andstöðu við þá ráðstöfun hvað svo sem seinna verður.

Af þeim gögnum sem fram hafa komið frá skólasamfélaginu má sjá, að kallað er eftir raunverulegu samráði og samstarfi þessara aðila við bæjaryfirvöld og að tek-ið sé tillit til sjónarmiða þeirra og tillögur þeirra skoðaðar. Sumir aðilar kvarta einnig yfir því að við þá hafi ekki verið talað.

Tillögur foreldrafélagannaÞeirri kröfu, sem fram hefur

komið í sameiginlegri ályktun fulltrúafundar foreldrafélaga leik- og grunnskólabarna, að af alvöru sé skoðaður sá kostur að byggja nýjan skóla miðsvæðis í bænum sem fyrsta skref í að leysa hús-næðisvanda skólanna með var-

anlegum hætti, og þar með að fresta bygg-ingu skóla í Helgafellshverfi þar til slík framkvæmd er tímabær, hefur ekki verið svarað af neinni alvöru. Bara að það skuli skoða málið.

Fyrirætlanir um byggingu á nýjum skóla við Æðarhöfða og fyrirkomulag starfsem-innar þar er heldur ekki lausn til fram-búðar hvað varðar staðsetningu m.a. út frá skipulagslegum forsendum íbúðabyggðar. Þar er um enn eina skammtímaráðstöfun-ina að ræða.

Aðkoma kjörinna fulltrúaÞað er ámælisvert hvernig kjörnum full-

trúum hefur verið haldið utan við þá fundi sem haldnir hafa verið af skólaskrifstofu með fulltrúum skólasamfélagsins sem, að því sem heyrst hefur, hafa haft þann til-gang, af hálfu meirihlutans, að freista þess að sannfæra viðkomandi aðila um ágæti þeirra ráðstafana sem meirihlutinn lagði upp með í byrjun árs 2013.

Við hvetjum því til þess að meirihluti sjálfstæðismanna og VG í bæjarstjórn endurskoði þessa ákvörðum í samstarfi við minnihlutann og hafið verði alvöru samstarf og samráð við skólasamfélagið um framtíðarlausnir og varanlegar lausn-ir í uppbyggingu skólamannvirkja leik- og grunnskóla.

Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfyllkingar

Uppbygging skólamannvirkja - Hver er niðurstaðan?

Þróun og horfur í skólamálum MosfellsbæjarMikið er fjallað um skólamál í sam-félaginu og í ljósi launamála kenn-ara hefur verið litið til þess hvern-ig bæta megi gæði menntunar á Íslandi, þróa hana og gera börn okkar samkeppnisfær. Niðurstöð-ur svokallaðra PISA kannana hafa leitt í ljós að íslensk ungmenni eru að dragast aftur úr börnum í námi á meðal OECD ríkjanna. Hverju sætir og hvað með börnin í Mosfellsbæ?

Við eigum að geta búið vel að skóla-samfélaginu hvað varðar húsnæði, stærð skóla, gæði námsefnis, bekkjarstærðir og lágmarkað álag á börn, kennara og annað starfsfólk skólanna.

Flutningur skóla til sveitarfélaga og forvarnarstarf fyrir yngstu börnin

Fjölmörg sveitarfélög leggja sífellt minni áherslu á skólamál allt frá því árið 1996 þeg-ar þau tóku við málaflokknum en t.d. íþrótt-ir og tómstundir fullorðinna. Það hafa þau gert þrátt fyrir lögbundið hlutverk þeirra varðandi skólamál. Ekki má misskilja að ekki sé litið á mikilvægi íþróttamála barna en íþróttir hafa mikið forvarnargildi fyrir börn og hefur Þórólfur Þórlindsson próf-essor oft bent á slíkt samhengi góðu heilli. Þarna þarf að gæta að þeim sem minna mega sín og hafa ekki efni á að láta börn sín stunda íþróttir. Þessu hefur farið aftur í Mosfellsbæ, því miður og leitt að flokkur eins og VG hafi stutt við slíka þróun, flokkur sem ætti að standa vörð um þennan mála-flokk umfram aðra.

Námsmat úr samræmdum prófum á Íslandi, stærð skóla og bekkja

Sé litið til árangurs í námi hefur greinar-höfundur aflað gagna m.a. hjá Námsmats-stofnun er tengist framförum nemenda í Mosfellsbæ og á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2009. Litið er sérstaklega á árangur í íslensku og í stærðfræði. Rétt er að benda á að þegar greinarhöfundur kynnti sér ný-lega breska rannsókn varðandi stærð skóla og bekkjarstærðir kom í ljós í þeirri rann-sókn að stærð skóla og bekkja hefur áhrif á námsárangur barna.

Þróun í MosfellsbæSé litið á árangur skóla í Mosfellsbæ, sem

eru að stækka of mikið og ört, má sjá að ár-angur á milli Varmárskóla og Lágafellsskóla er æði misjafn í samræmdum prófum sé lit-ið til framfarastuðla sem mæla framför eða afturför barna í samræmdum prófum.

Hvað íslenskukennslu varðar hafa skól-arnir staðið sig nokkuð vel og eru svipaðir þó sjá megi að Lágafellsskóli hefur staðið sig nokkuð betur en ekki er um afburðar-

framför að ræða heldur það sem kallast „venjuleg framför“. Varmár-skóli hefur verið að bæta sig í ís-lensku en sé litið til þess hvernig 7. bekkingar, sem tóku íslenskupróf 2009, stóðu sig á síðasta ári í 10. bekk eru skólarnir mjög svipaðir. Hins vegar sýnir hvorugur skólinn mjög mikla framför sé miðað við

höfuðborgarsvæðið. Þess ber að geta að túlka ber varlega þessar upplýsingar en þær gefa þó fjölmargt til kynna.

Stærðfræði og raungreinar þarf að eflaSé litið til stærðfræðinnar hjá árgangi

2009 í Varmárskóla sem fékk framfarastuð-ulinn 1,04 í 7. bekk sem var afburða árangur frá því í 4. bekk hrapar hann og sýnir mikla afturför árið 2012. Þarna er augljóslega um alvarleg skilaboð að ræða til skólans og sér-staklega til bæjaryfirvalda sem dregið hafa úr fjárframlögum til skólanna.

Það virðast vera að skólar sem eru með árganga að stærð 20 til 60 sem eru mun lík-legri til að sýna mikla framför framför en stærsti hluti þýðisins gefur slíkt til kynna og eru fremur yfir en undir 1,0 í framfarastuðl-inum.

Ábending um forgangsröðunMeð þessu innleggi í umræðuna á með-

al foreldra í Mosfellsbæ og sem alvarlegri ábendingu til bæjaryfirvalda er vinsamleg-ast bent á hve gríðarlega mikilvægt er að á næstu árum verði skólamál sett í forgrunn. Aðeins þannig getum við skilað börnum okkar samkeppnishæfum út í samfélagið á næstu árum.

Fullyrða má að starfsmenn skóla reyna að gera allt sem í þeirra valdi stendur með það sífellt minna fjármagn sem þeim er skammtað ár, eftir ár, eftir ár. Það að sveit-arfélag eyðir í eitthvað annað en skólamál bitnar á börnunum vegna óeðlilegs sam-dráttar á þeim vettvangi.

Hér þarf vakningu allra foreldra í Mos-fellsbæ og aðstandenda þeirra án þess að att sé saman hinni öflugu og mikilvægu íþróttahreyfingu hér í bænum sem Aftur-elding er og skólum barna okkar. Þetta er þverpólitískt mál og leitt þegar stjórnmála-samtök hafa beitt sér í foreldrafélögum til þess eins að þæfa og þvæla þessa mikil-vægu umræðu. Þar hafa sporgöngumenn núverandi meirihluta í Mosfellsbæ farið mikinn, því miður enda málefnið brýnt og aðkallandi.

Sveinn Óskar Sigurðsson MSc í fjármálum, fyrr-verandi formaður Sjálfstæðisfélags Mosfellinga,

fyrrum stjórnarmaður í foreldrafélagi Varmár-skóla og meðlimur í gæðahóp Varmárskóla.

SAMANTEKT FRAMFARASTUÐLA

FRAMFARASTUÐLAR ÍSLENSKA Í 7. BEKK FRAMFARASTUÐLAR STÆRÐFRÆÐI Í 7. BEKK2009 2010 2011 2012 2013 Öll árin 2009 2010 2011 2012 2013 Öll árin

Lágafellsskóli 1,04 1,03 0,97 1,01 0,99 1,01 1,03 1,01 1,01 0,99 0,99 1,00Varmárskóli 1,01 1,01 1,00 0,99 0,96 0,99 1,04 0,99 0,99 0,95 0,97 0,99Minnsta framför höfuðbsv. 0,94 0,97 0,95 0,94 0,92 0,91 0,93 0,92 0,93 0,93 0,92 0,93Mesta framför höfuðbsv. 1,07 1,07 1,05 1,07 1,07 1,07 1,08 1,12 1,06 1,10 1,08 1,06

FRAMFARASTUÐLAR ÍSLENSKU Í 10. BEKK FRAMFARASTUÐLAR STÆRÐFRÆÐI Í 10. BEKK2009 2010 2011 2012 2013 Öll árin 2009 2010 2011 2012 2013 Öll árin

Lágafellsskóli 1,02 0,99 1,01 1,02 1,02 1,01 1,06 1,01 1,01 1,00 1,00 1,02Varmárskóli 0,98 1,00 0,98 0,97 1,00 0,98 1,01 0,99 0,99 0,94 0,96 0,98Minnsta framför höfuðbsv. 0,94 0,95 0,95 0,96 0,97 0,96 0,93 0,95 0,95 0,88 0,87 0,91Mesta framför höfuðbsv. 1,08 1,08 1,08 1,11 1,09 1,07 1,09 1,08 1,12 1,08 1,10 1,09

FRAMFARASTUÐLAR: 0,94 litlar framfarir (dregst afturúr), 0,99 1,01 venjulegar framfarir, 1,06 eða hærri sýnir miklar framfarirHeimild: Samræmd próf Námsmatsstofnun, 2014

Framfarastuðlar og fjöldi árganga í stærðfræði 10. bekkja á höfuðborgarsvæðinu

Samantekt framfarastuðla

Kyndill að störfumÞað var nóg að gera hjá Björgunarsveitinni Kyndli um síðustu helgi þegar óveður gekk yfir landið. Þessar myndir sýna ástandið á Mosfellsheiði þar sem tugir bíla sátu fastir.

Myn

dir/

Dav

íð Þ

ór

Gylfi Þór Þorsteins-son4:35 SMS

Ég hrökk á fætur, viss um að einhver væri í nauðum staddur/stödd og þyrfti á mér að halda.Leit á síman í hendings-kasti og sá.Ertu á lausu?Þekkti ekki númerið, hugsaði mig aðeins um hvernig best væri að svara. Valið stóð á milli, Já en hver ert þú með leyfi, Jebb whats up, eða veistu hvað klukkan er????. Valdi Jebb whats up, en sá svo strax eftir því, ég tala ekki svona.4:37 SMSHvar ertu? Nálægt Breið-holti?Ég leit í kring um mig, jú ég heima og það sem meira er upp í rúmi ný vaknaður.Mosó sendi ég til baka, vongóðurBlóðþrýstingurinn aðeins farinn að hækka, í hvaða æfintýri var ég nú að fara lenda.Biðin var óbærileg, ég var glaðvaknaður.4:46 SMSVantar bíl fyrir 4 faþega í LóuhólaNEEEEEEEIIIIIIIIIIIIIIIIII(shit vakti ég nokkuð nágrannana)Slökti á símanum.

2. mars

Haukur Bernhards-son LinnHverjum þarf

ég að sænga hjá til að koma status í mosfelling ?Gæti samt verið að ég komist ekki í gegnum ritskoðun þar :)� 20. feb

Ingibjörg Alexía Guð-jónsdóttirað vakna í

nýju húsi við þögnina í sveitinni er dásamlegt.. enginn umferðaniður og hreint loft... Mosó..... BEST Í HEIMI..� 3. mars

Guðmundur Bjarkasonætla í herra ísland, fæ frítt

í bláa lónið og flíspeysu. allt á uppleið!� 7. mars

Kristjón DaðasonSetja snjó á vitlaust barn í

sundi er eitthvað sem allir ættu að prófa.

9. mars

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

Góðir Menn ehf

RafverktakarGSM: 820-5900

• nýlagnir • viðgerðir• endurnýjun á raflögnum• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir

Löggiltur rafverktaki

hundaeftirlitið í mosfellsbæ

Þegar snjóa leysir, kemur ýmislegt í ljós.Eigendum hunda er skylt að þrífa upp saur eftir þá, samkvæmt sam-þykkt um hundahald í mosfellsbæ

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

Þjónusta við Mosfellinga - 35

Þverholti 3 - Sími: 566-6612

FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

Subaru XV 4WD - árg. 2012Þægileg og háþróuð kennslubifreiðAkstursmat og endurtökupróf

ÖkukennslaGylfa Guðjónssonar

Sími: 696 0042

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á mos­fellingur@mos­fellingur.is­

[email protected]álningarþjónustaAlhliða

Tek að mér alla krana- og krabbavinnu

Útvega allt jarðefni

VÖrubíll Þ.b. Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

Nýbýlavegi 10 - Kópavogi - Sími 554 2510 - 554 2590 - www.bilasprautun.is

Réttum og málum allar tegundir bíla Gæðavottað veRKStæði

Skeljatanga 20, 270 Mosfellsbæ • sími: 566 8520

Sonja Riedmann og Sigurður Hilmarsson

SjúkraþjálfunMosfellsbæjar

Myn

dir/

Dav

íð Þ

ór

www.malbika.is - sími 864-1220

Sendið okkur myndir af nýjum Mos-fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið [email protected]

Egill Orri Úlfarsson fæddist 25. nóv-ember 2013, 15 merkur og 51 cm.Foreldrar hans eru Ásdís Valsdóttir og Úlfar Þorgeirsson.

Saltfiskur í sparifötumÆgir Már Þórisson mann-auðsstjóri Advania deilir hér með okkur uppskrift að saltfiskrétti. „Þetta er stórfín uppskrift að rétti í anda Katal-óníubúa sem sló í gegn á heimilinu fyrir skömmu.“

• 800 gr. góður og vel út-vatnaður saltfiskur• 250 gr. kartöflur• 1 laukur• 3 geirar hvítlaukur• 1 fræhreinsað rautt chilli• ½ krukka svartar ólífur• 1 krukka (190 gr.) grilluð paprika (char-grilled caps-icum)• 1 dós hakkaðir tómatar• 120 gr. tómat púrre• 1 dl. hvtívín• Ólífuolía• Ferskt kóríander

AðferðSkerið kartöflurnar í teninga og forsjóðið í ca. 5 mínútur. Kælið. Saxið lauk, hvítlauk og chilli og mýkið í ólífuolíu. Bætið papriku, ólífum og kartöflum út í og hellið hvítvíni yfir, sjóðið aðeins niður. Bætið þá tómötum og purré við og eldið í smástund til viðbótar. Skerið saltfiskinn í netta bita og setjið í eldfast mót sem búið er að smyrja vel með ólífuolíu. Hellið öllu gumsinu yfir og bakið við 180 gráður í ca. 20 mínútur eða þar til fiskurinn er tilbúinn. Stráið söxuðu kóríander yfir

og berið fram með brúnum hrísgrjónum og hvítlauksbrauði. Alveg tilvalið að drekka góð-an IPA bjór með.

Ég skora á hinn margrómaða kokk úr Króka-byggðinni, Sævar Pálsson.

Ægir Már skorar á Sævar Pálsson að deila með okkur uppskrift í næsta blaði.

EngafordómaNú á dögunum lauk undankeppni í

Evróvision og ég var ansi ánægður

með sigurvegara kvöldsins. Það vill

svo til að að ég er og hef alltaf verið

mikill Botnleðjumaður og þar af

leiðandi Pollapönkari í leiðinni.

Þeir voru með fínt lag og góðan

texta að mínu mati og með mjög

mikilvægan boðskap. Enga fordóma.

Ég var sekur um fordóma. Á mínum

yngri árum var ég með sterkar skoð-

anir í garð útlendinga á Íslandi, sem

sagt með fordóma gagnvart erlendu

fólki sem settist að í landinu

Ég er þeirrar skoðunar að við ætt-

um að vernda okkar land, menningu,

siði og tungumál og ég var barnaleg-

ur í hugsun og hélt að of margir út-

lendingar í fámennu landi væri ekki

gott fyrir menninguna.

En sem betur fer, maður eldist

og vonandi þroskast og skiptir um

skoðun. Maður á ekki að vera hrædd-

ur við að skipta um skoðun og játa

hvenær maður hefur rangt fyrir sér,

hvort sem það eru skoðanir, smekk-

ur á hlutum eða eitthvað annað. Ef

við gætum ekki skipt um skoðun og

hugsað málið frá öðru sjónarhorni

þyrftum við alltaf að vera föst á ein-

hverju sem við tókum ákvörðun um

sem við höfðum hvorki nægilegan

þroska nú eða aldur til að mynda

okkur skoðanir á. Maður breytir um smekk á hlutum,

kýs öðruvísi, málar veggina öðrum

litum, sumir finna sér annan maka,

velja sér nýtt íþróttafélag til að halda

með (ekki ég, ég verð alltaf Púlari

og Aftureldingarmaður) flytja á milli

bæjarfélaga eða fá annan tónlistar-

smekk.

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki

fordómalaus í dag, ég er með for-

dóma gagnvart ákveðinni tegund af

tónlist og kvikmyndum. Ég ætla ekki

að skipta um skoðun á því í bili, já ég

er fordómafullur á þann hátt. Ég ætla

ekki að gefa Justin Biber eða Kanye

West séns og leggja á mig að hlusta í

nokkra klukkutíma á þær vinkonur

gaula. Ákveðnum kvikmyndum og þáttum

er ég fordómafullur fyrir og er ekki

tilbúinn að sitja fyrir framan skjáinn

sárkvalinn á líkama og sál fyrir vikið.

En hver veit kannski þroskast það af

mér líka? Vonandi ekki þó.

Högni Snær kliddi.blog.iS

- Heyrst hefur...36

John kvaddurJohn Andrew þjálfari meistaraflokks kvenna til margra ára var komið á óvart af stelpunum.

Útgáfudagarfram á vor

Fimmtudagur 3. aprílMiðvikudagur 16. apríl

Fimmtudagur 8. maíFimmtudagur 22. maí

Mosfellingur er borinn út í hvert hús og fyrirtæki í Mosfellsbæ,

Kjalarnesi og Kjós.

Skilafrestur efnis/auglýsinga er til hádegis á mánudegi fyrir útgáfu.

[email protected]

smáauglýsingar

Íbúð óskast til leiguÓska eftir 3 herbergja íbúð í Mosó til langtímaleigu. Lilja sími: 6977051

Leiguíbúð óskast5 manna fjölskylda með öruggar tekjur leitar að húsnæði í Mosfellsbæ frá sumrinu. Erum reglusöm, reyklaus og með engin húsdýr. Erum með með-mæli frá fyrri leigusölum. Endilega hafið samband við Helgu í síma 611 1883 eða sendið e-mail á [email protected]

Geitahóp vantar gott heimiliFjórar geitur vantar gott heimili. Yndisleg dýr sem eru því miður í útrým-ingarhættu. Mjallhvít (gengur með kið), Freyja og kiðlingarnir tveir, Embla og Baldur eins vetra, leita að nýju og góðu heimili. Áhugasamir hafi samband í síma 898 4373, sann-gjarnt verð fyrir þennan fallega hóp.

Íbúð óskast til leiguVantar 4-5 herbergja íbúð hér í Mosfellsbæ. Reyk-laus fjölskylda. Öruggar greiðslur. S. 772-9406 (Svava Ýr) og 772-5077 (Guðmundur)

Óska eftir íbúðÓska eftir lítilli einstaks-lingsíbúð í Mosó sem fyrst fyrir reglusaman einstakling. Upplýsingar í síma 8480024.

Íbúð til leiguTil leigu snyrtileg 3ja herbergja íbúð í Blikahöfða Mosfellsbæ. Laus strax. Leiga 155 þús á mán. Uppl. í síma 772-5450.

Íbúðagámur til sölu18 fm íbúðagámur til sölu, selst með innréttingum, eldhúsinnrétting, rúm, fataskápar, ísskápur, örbylgjuofn og flatskjár. Upplýsingar í síma 8978897.

Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga [email protected]

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

WWW.ALAFOSS.IS

Á L A F O S SVerslun, Álafossvegi 23

Engafordóma

mikilvægan boðskap. Enga fordóma.

-

anir í garð útlendinga á Íslandi, sem

sagt með fordóma gagnvart erlendu

um að vernda okkar land, menningu, -

lendingar í fámennu landi væri ekki

skoðun. Maður á ekki að vera hrædd-

hvenær maður hefur rangt fyrir sér,

hverju sem við tókum ákvörðun um

Maður breytir um smekk á hlutum,

velja sér nýtt íþróttafélag til að halda

og Aftureldingarmaður) flytja á milli

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki

tónlist og kvikmyndum. Ég ætla ekki

að skipta um skoðun á því í bili, já ég

er fordómafullur á þann hátt. Ég ætla

West séns og leggja á mig að hlusta í

Ákveðnum kvikmyndum og þáttum

tilbúinn að sitja fyrir framan skjáinn

sárkvalinn á líkama og sál fyrir vikið.

En hver veit kannski þroskast það af

aMÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

f

FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI

Opnunartímisundlauga

lágafellslaugVirkir dagar: 06.30 - 21.30

Helgar: 08.00 - 19.00

VarmárlaugVirkir dagar: kl. 06.30-08.00 og 15:00-21:00

Laugard. kl. 09.00-17.00 og sunnud. kl. 09:00-16:00

Kenni á bíl, bifhjól eða skellinöðru!

Fáið tilboð, kenni allan daginn Annast einnig ökumat og upprifjun fyrir eldri borgara

Lárus Wöhler löggiltur ökukennari

Er með mótor-hjólahermi, frábært fyrir byrjendur

ÖKuKennsla lárusar gsm 777-5200 - [email protected]

Snyrti-, nudd & fótaaðgerðastofan

Líkami og sálÞverholti 11 - s. 566 6307www.likamiogsal.is

Verið hjartanlega velkomin!

Notaðir TOYOTA varahlutirBílapartar ehf

Sími: 587 7659Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ

www.bilapartar.is

Kiwanishúsið í Mosfellsbæ geysir.kiwanis.is

Salur til útleigu fyrir fundi og mannfagnaði

20% afslátturfyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja

milli kl. 10-14 alla virka dagaHárgreiðslustofa Helenu – Stubbalubbar

Barðastaðir 1-3 • 112 rvk • sími: 586 1717 • stubbalubbar.isPantaðu tíma á netinu • Stubbalubbar er eina barnastofan á landinu

hundaeftirlitið í mosfellsbæ

hefur 8 Ára barn„fullt Vald” Yfir meðal-stÓrum hundi ?

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

3725

Pantanir hjá Berglindi í síma 697-5328 eða á [email protected]

Þjónusta við Mosfellinga - 37

MOSFELLINGURkemur næst

3. aprílSkilafreStur fyrir efni

og auglýSingar er til hádegiS 10. marS.

Hlín Blómahús • Kjarnanum • Mosfellsbæ • Þverholt 2 • Sími: 566 8700Finndu okkur á facebook.com Blómabúðin Hlín

veriðvelkomin

katrínunnur Svavalinda fanný

- Hverjir voru hvar?38

100

héldu sameiginlegt 100 ára afmæliKristín Ýr(40), Jónas BJarni(40) og afltaK(20)

Hárstofan SpreyHáholt 14 - s. 517 6677

27www.mosfellingur.is - 372539www.mosfellingur.is -

50% afslátturaf nammibar

föstudaga og laugadaga

Komdu við í daniels bitaog pantaðu pizzu og taktu hana með þér heita heim!

Erum líka með SS pylsur og frábærar samlokur,

heitar og kaldar!

Minnum á að nammidagurinn byrjar á föstudögum hjá okkur!

MOSFELLINGURwww.mosfellingur.is - [email protected] 8080

selja... 586 8080fastmos.is

Sími:

Gaman á öskudaGinnÖskudagurinn var að sjálfsögðu haldinn hátíðlegur í skólum bæjarins. Hér má sjá nokkrar furðuverur í Lágafellsskóla. mynd/ruth

Nýrmatseðill

Kíktu í heimsókn :)

588 55 30Háholt 14, 2. hæðPétur Pétursson

löggiltur fasteignasali897-0047

Daniel G. Björnssonlöggiltur leigumiðlari

Mikil sala - Vantar eignir - VerðMetuM

Þjónusta við

Mosfellinga í 24 ár

OPið virka DaGa frá kl. 9-18 • NetfaNG: [email protected] • www.BerG.is • BerG fasteiGNasala stOfNuð 1989

Gott einbýli auk bílskúrs, samt. 275 fm. á glæsilegum stað á Kjalarnesi. Húsin standa á 1500 fm. eignarlóð og svo fylgja 8,5 hektara leiguland til 99 ára.

skriða á kjalarnesi

Flott 64 fm. íbúð á jarðhæð í nýlegu fjölbýli í góðu hverfi. Flísar og parket á gólfum. Góðar innréttingar. Sér afgirtur garður með skjólveggjum. Rúmgottt svefnherbergi, björt stofa með opið í eld-hús. Flísalagt baðherbergi. V. 20,5 m.

klapparhlíð

62 fm. íbúð með sérinngangi. Þarfnast lagfæringa og viðhalds. Parket á gólfum. Flísalagt baðhernergi. Lítill sér garður. Góð sér geymsla. Rúmgott herbergi. Lyklar á skrifstofu. Sölumenn sýna. V. 15.9 m.

HáholtVel staðsett 167,5 fm. parhús auk 31 fm. bílskúrs, samt. 198,5 fm. Stór lóð. Bílskúr með gryfju. 4 svefnherbergi. Góð eign í fögru umhverfi. V. 43,9 m.

Hlíðartún

Snyrtilegur 40 fm. sumarbústaður á fögrum stað í Eilífsdal í Kjós. Næsta nágrenni við Meðalfellsvatn. 0,8 hektara lóð. Tré og runnar. Snýr í suður. 25 mín frá Reykjavíkursvæðinu. V. 8,9 m.

Hlíð í eilífsdal

Mjög flott innréttað 228 fm. raðhús á tveimur hæðum auk bílskúrs sem er 26 fm. Samtals 254 fm. Sér íbúð í kjallara. Flísar á gólfum. Flott eldhús með nýlegri innréttingu. Garður í góðri rækt með sólpöllum. Snýr í suður. V. 48,7 m.

Brekkutangi

96,5 fm. neðri sérhæð við Birkiteig í Mosfellsbæ. Sér inngangur. Tvö rúmgóð svefnherbergi, björt og rúmgóð stofa. Eldhús með góðri innréttingu. Sér garður. Gott baðherbergi. Flísalagt baðherbergi.Sölumenn sýna eignina. V. 24,9 m.

BirkiteigurGullfalleg og mikið endurnýjuð 84,9 fm. endaíbúð á jarðhæð með 37 fm. sólpalli með skjólveggjum. Sér inngangur. Vandaðar innréttingar, gólfefni og inn-réttingar. Eikarparket og eikarhurðir. V. 25,9 m.

skeljatangi