gaflari 12. tbl. 2014

8
Mér finnst rigningin góð! Vætutíð undanfarna daga sló ekki áhugasama dorgara út af laginu. Hin árlega dorgveiðikeppni Vinnuskólans heppnaðist vel og ungir Hafnfirðingar sýndu kúnstir sínar á Flensborgarbryggju. Save Water, Drink Beer HAFNARFIRÐI BOLTINN Í BEINNI! HAPPY HOUR 16.00 – 19.00 TILVALINN STAÐUR FYRIR EINKASAMKVÆMI FH-ingar í sterkri stöðu F 2 Kíkt í kaffi: Enginn harðari yfirmaður en maður sjálfur K y 4 Jazzinn dunar í Bæjarbíói J í 2 Stendur upp úr: Myndlista- konan sem hlaut Fálkaorðuna S S k 8 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is föstudagur 27. júní 2014 12. tbl. 1. árg. NÚ Í FULLUM GANGI Í FIRÐINUM FRAMLENGT TIL 5. JÚLÍ OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10 TIL 18

Upload: gaflariis

Post on 31-Mar-2016

265 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Vikublaðið Gaflari sem kom út 27. júní 2014

TRANSCRIPT

Page 1: Gaflari 12. tbl. 2014

Mér finnst rigningin góð!Vætutíð undanfarna daga sló ekki áhugasama dorgara út af laginu. Hin árlega

dorgveiðikeppni Vinnuskólans heppnaðist vel og ungir Hafnfirðingar sýndu kúnstir sínar á Flensborgarbryggju.

Save Water, Drink Beer

HAFNARFIRÐI

BOLTINNÍ BEINNI!

HAPPY HOUR16.00 – 19.00

TILVALINN STAÐURFYRIR EINKASAMKVÆMI

FH-ingar í sterkri stöðuF2Kíkt í kaffi: Enginn harðari yfirmaður en maður sjálfurKy4

Jazzinn dunar í BæjarbíóiJí2

Stendur upp úr: Myndlista-konan sem hlaut FálkaorðunaSSk8

Frétt ir Umræðan Tilveran Íþrótt irgafl ari.is föstudagur 27. júní 2014 12. tbl. 1. árg.

NÚ Í FULLUM GANGIÍ FIRÐINUM

FRAMLENGT TIL 5. JÚLÍ OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10 TIL 18

Page 2: Gaflari 12. tbl. 2014

2 - gafl ari.is

FRÉTTIR Ársæll Guðmunds-

son, skólameistari Iðnskólans í

Hafnarfirði, fer í ársleyfi til starfa

hjá Mennta- og menningarmála-

ráðuneytinu. Þór Pálsson, áður

áfangastjóri skólans, hefur verið

ráðinn aðstoðarskólameistari og

leysir þar með Ársæl af. Sveinn

Jóhannsson, fyrrverandi aðstoðar-

skólameistari hafði ætlað að snúa

sér að kennslu en gegnir stöðu að-

stoðarskólameistara næsta ár.

FRÉTTIR Miðvikudaginn 25. júní

var hin árlega dorgveiðikeppni

leikjanámskeiðanna i Hafnarfirði

haldin við Flensborgarbryggju.

Keppendur voru á aldrinum 6-12

ára.

Í rúm 20 ár hefur Hafnarfjarðar-

bær staðið fyrir þessari dorg-

veiðikeppni og tóku rúmlega 300

börn þátt. Sigurvegarinn, Sigurrós

Hauksdóttir, veiddi 567 gr. þorsk.

Keppendur fengu veiðarfæri á

keppnisstað sem og beitu og leið-

beiningar frá starfsmönnum. Veiði-

búðin við Lækinn gaf verðlaunin.

FRÉTTIR „Tónlistin er frekar lagræn

og það mætti segja að það sé svolítill

norænn bragur yfir þar sem að bak-

grunnur okkar allra kemur sterkur

inn. Hún er líka undir áhrifum frá am-

erískum jazzi, jafnvel kántrískotin.

En ég vil líka meina að hún sé svolítið

Andrésarleg,“ segir Andrés Þór Gunn-

laugsson, jazzgítarleikari og bæj-

arlistarmaður Hafnarfjarðar.

Útgáfutónleikar gítarleikarans og

bæjarlistamannsins Andrésar Þórs

og hins norræna kvartetts í tilefni

af útgáfu hljómdisksins „Nordic

Quartet“ verða haldnir í Bæjarbíó í

Hafnarfirði sunnudaginn 29. júní kl.

21:00. Tónleikarnir eru haldnir í sam-

starfi við Menningar- og listafélag

Hafnarfjarðar en tónleikarnir eru

einnig opnunartónleikar Jazzklúbbs

Hafnarfjarðar. Aðgangur er ókeypis

og eru allir Hafnfirðingar og gestir

þeirra velkomnir á meðan húsrúm

leyfir.

„Ég setti þennan kvartett saman fyr-

ir nokkrum árum síðan og við spiluðum

fyrst opinberlega á jazzhátíð Reykja-

vikur 2012. Ég hafði verið að spila víða

með hinum danska bassaleikara Andre-

as Dreier, m.a. í Noregi og á Spáni og þar

kynntist ég norska saxófónleikaranum

Anders Lønne Grønseth og langaði að

búa til band með hljóðfæraleikurum frá

fjórum Norðurlöndum. Úr varð þessi

kvartett, Nordic kvartett. Við höfum

verið duglegir að spila saman og tókum

upp plötu í Osló síðastliðið sumar. Plat-

an kom út nú í júní og er því glóðvolg.“

segir Andrés Þór. Sænski trommuleik-

arann Erik Nylander spilaði með þeim

félögum á plötunni en á tónleikunum

hér á Íslandi verður Einar Scheving við

trommusettið. „Við hófum leikinn á

Akureyri í gærkvöld, en ég hlakka mikið

til að spila í Bæjarbíói. Ég kíkti þar við í

vikunni og líst vel á, þar er allt orðið svo

fínt og flott. Ég hlakka til að sjá fullt af

Hafnfirðingum í þessu fína húsi okkar.“

Gítarleikarinn Andrés Þór þykir

einn af fremstu jazzgítaristum hér-

lendis af sinni kynslóð og hefur hann

fengið góðar umfjallanir víðsvegar

að um plötur sínar og tónleika. Einnig

hefur hann reglulega verið tilnefndur

til íslensku tónlistarverðlaunanna

fyrir plötur sínar og tónsmíðar og var

nýlega útnefndur bæjarlistarmaður

Hafnarfjarðar.

FRÉTTIR Fjölskylduskemmtunin

Pottapopp verður haldin í annað sinn

á morgun, laugardaginn 28. júní, og

að þessu sinni fer fjörið fram í gömlu

sundhöllinni við Herjólfsgötu. Tón-

listin hefst klukkan 14:00 og stend-

ur til 18:00. Sex atriði koma fram í

Sundhöllinni; Kjartan Arnald, Adda

& Sunna, Sveinn Guðmundsson, Fox

Train Safari, Vítiskvalir og Vio. Á milli

tónlistaratriða styttir Diskótekið Dísa

gestum stundir.

Ef veður leyfir verða tónleikarnir

haldnir úti á pottasvæðinu en annars

verða þeir á bakkanum inn við sund-

laugina.

NORRÆNN OG LAGRÆNN jazz í Bæjarbíói

Ársæll farinní ráðuneytið

Meistaramótí dorgveiði

Nú má stytta upp! – Potta-popp#2

FH-ingar á leið til Norð-

ur-ÍrlandsÍÞRÓTTIR Dregið var í Evrópukeppn-

inni á dögunum þar sem í ljós kom að

FH-ingar fara til Norður-Írlands og

etja þar kappi við Fc Glenavon. Liðið

kemur frá bænum Lurgan sem er um

29 km suðvestur af Belfast. Þetta er

ekki í fyrsta skiptið sem lið mætast

því árið 1995 mættust þessi liðin í

UEFA-bikarnum en þá bar Glenavon

sigur úr býtum 1-0.

Fyrri leikur liðanna fer fram í

Kaplakrika 3. júlí en seinni leikurinn

verður spilaður viku seinna og þá í

hinum fallega bæ Lurgan. Sigurvegari

úr þessari viðureign mætir Hvít-rúss-

neska liðinu Neman Grodno.

FH-ingum hefur gengið vel að

undanförnu. Síðastliðinn mánudag

lögðu þeir Framara 4-0 og lönduðu

þar með sjötta sigri sínum í deildinni

og hafa þeir nú haldið marki sínu

hreinu í fimm af níu leikjum. Kristján

Gauti Emilsson skoraði tvö mörk en

Atli Viðar Björnsson eitt. Framarar

skoruðu eitt mark en í eigið mark.

FH-ingar eru sem stendur á toppi

Pepsi-deildarinnar með tveggja stiga

forskot á Stjörnuna en næsta umferð

fer fram í kvöld þegar FH-ingar fá

Valsmenn í heimsókn. Leikurinn hefst

kl 19:15 og fer fram í Kaplakrika.

Page 3: Gaflari 12. tbl. 2014

gafl ari.is - 3

Pakki af HM fótboltamyndum fylgir með! Á meðan birgðir endast.

Ef þú sækir. Gildir 11. júní–14. júlí. *200 kr. aukalega fyrir Premium pizzur.

STÓR PIZZA AF MATSEÐLI, 2 LÍTRAGOS OG SÚKKULAÐI-, KANIL- EÐA

OSTAGOTT Á FRÁBÆRU VERÐI.

*

Page 4: Gaflari 12. tbl. 2014

4 - gafl ari.is

Menntun? BS í sjúkraþjálfun og BS í iðnhönnun.

Starf ? Iðnhönnuður

Hvaða bók er á náttborðinu? Fólk-ið í kjallaranum eftir Auði Jóns-dóttur

Eftirlætis kvikmyndin? Chocolat (ásamt fleirum)

Playlistinn í ræktinni? Það sem er spilað hverju sinni, helst danstón-list.

Hvers vegna Hafnarfjörður? Hann líkist nóg Vestmannaeyjum – er bær með höfn og sál.

FH eða Haukar? Haukar

Eftirlætis maturinn? Humar og steik.

Skemmtilegasta heimilisverkið? Þvotturinn (allt nema að ganga frá honum)

Helstu áhugamál? Hönnun, ferða-lög, útivist með fjölskyldunni, dans og crossfit

Það sem gefur lífinu gildi? Fjöl-skyldan mín og að geta unnið við það sem ég hef ástríðu fyrir

Í sumar ætla ég? Að fara á nokkur stórmót í fótbolta með peyjunum

mínum og ferðast um leið um landið með fjölskyldunni.

Hvers vegna hönnuður? Hef alltaf verið mjög „lausnamiðuð“ og hef

mikla þörf fyrir að hafa fallegt í kringum mig.

Skemmtilegast við starfið? Fjöl-breytnin og sköpunin.

Erfiðast við starfið? Mörkin milli vinnu og frítíma og að vera sinn eig-in herra – enginn harðari yfirmaður en maður sjálfur

Síðasta sms-ið? „Nei alls ekki væri bara frábært að fá ykkur“

Síðasti facebook status? „Það er allt stærra í Ameríku“ – með mynd af amerískri og íslenskri eldhúsrúllu hlið við hlið.

Á föstudagskvöldið var ég? Í úti-legu með fjölskyldunni

Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

TILVERAN

KÍKT Í KAFFI Gaflarinn kíkir að þessu sinni í kaffi til Emilíu Borgþórsdóttur. Segja má að hún sé splunkunýr Hafnfirðingur enda er hún nýflutt í Fjörðinn frá Vest-mannaeyjum en þar á undan bjó hún í Bandaríkjunum þar sem hún nam hönnun. Nú hefur hún komið sér vel fyrir í Hvömmunum ásamt fjórum börnum og eiginmanni sínum, Karli Guðmundssyni, en hann er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur.

Hef mikla þörf fyrir að hafa fallegt í kringum mig Hollráð Steinars

Í SPILARANUM

Þóra Breiðfjörð myndlistarkona notar sumar-tímann til að mála eins mikið

og hún getur á vinnustofunni, sem er opin gestum og gangandi á fimmtudögum í sumar. Núna er hún t.d. að vinna að sýningu fyrir árið 2016 ásamt öðru sem hefur safn-ast upp eftir veturinn.

Þóra hlustar á alls konar tónlist. „Í síðustu viku horfði ég á myndina Amadeus með börnunum mínum og í kjölfarið hef ég ekki komist hjá því að heyra strákinn minn spila Mozart. Annars hef ég upp á síðkastið hlustað á Russian Red og Neil Hannon. Gríðarleg gróska er í íslenskri tónlist og í því sambandi nefni ég systurnar í Pascal Pinion svo heyrði ég um daginn í Lily of the valley sem lofar góðu. Adele og All-ison Morrisette eru í uppáhaldi og á rigningardögum sem þessum er hressandi að setja suðræna sveiflu á fóninn eins og t.d. Harry Belafonte eða Buena Vista Social Club.

Þóra skorar á Silju Úlfarsdóttur íþróttakonu að opna plötuskápinn sinn.

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDSðurh 5, Rv 5 1 00 t n

Sverrir Einarsson

Kristín Ingólfsdóttir

HinrikValsson

Áfram höldum við að huga að garð-rækt. Steinar í skógræktinni veit allt um það hvernig við losum okk-ur við arfa og illgresi úr görðunum okkar. Illgresi: Óæskilegur gróður í beð-um, milli hellna og víðar, reynist mörgum þungbær. Regluleg um-hirða reynist best. Ef allt er komið í óefni tekur tíma og talsverða vinnu að koma hlutum í samt lag. Nokkrir illgresiseyðar eru á markaðnum en umhverfi sáhrif þeirra geta verið talsverð og þeir eru vandmeðfarnir. Notkun þekjandi plantna til að halda niðri illgresi hefur aukist talsvert. Dæmi um þekjandi tegundir eru: Hélurifs, kirtilrifs, eyjarifs, ilmgresi, rott ueyra, dílatvítönn, ilmmaðra.

Page 5: Gaflari 12. tbl. 2014

gafl ari.is - 5

Legsteinar30%afsláttur

Helluhrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími 544-5100

- GEGNHEIL GÆÐI -

Erum á Facebook: Skottsala í Firði

í bílakjallaranum í Firði

laugardaginn 5. júlí Opið frá 12.00 til 16.00

Stuð og stemmning Komdu og grúskaðu Prúttaðu og gerðu góð kaup

í

O til 16666..00

Nýjung í FirðinumFRÉTTIR Í verslunarmiðstöðinni

Firði hefur Ódýri tónlistar og mynd-

bandamarkaðurinn verið starfandi

undanfarnar vikur. Eins og mörgum er

kunnugt þá var upphafsmaður mark-

aðarins íslenska tónlistargoðsögn-

in Pétur W. Kristjánsson sem gerði

garðinn frægan með hljómsveitum á

borð við Pops, Pelican og Start. Son-

ur Péturs, Kristján Pétursson hefur

sl. ár haldið merki föður síns á lofti

enda af miklum kaupmannaættum.

Ákveðið hefur verið að framlengja

markaðinn til 5. júlí. Gaflari tók hús á

Kristjáni.

Ég tók við fjölskyldufyrirtækinu

af pabba mínum árið 2004 þegar

hann féll frá. Mig minnir að pabbi hafi

haldið fyrsta markaðinn í Perlunni

árið 1996 og við höfum reynt að hafa

hann um það bil tvisvar á ári síðan þá,

yfirleitt í kringum páska og svo rétt

fyrir jólin.

Hvað kom til að þið ákváðuð að koma í Hafnarfjörð?

Í gegnum tíðina hefur fyrirtækið

oft verið með markaði á hinum ýmsu

stöðum, bæði á höfuðborgarsvæð-

inu og líka út á landi og því var tilvalið

að koma í Hafnarfjörðinn þegar það

tækifærið bauðst.

Hefur markaðurinn einhverja sér-stöðu?

Sérstaða markaðarins felst í því

mikla úrvali sem við bjóðum upp

á. Markmið okkar er að flóran af

geisladiskum og dvd sé þannig að þú

getir fundið allt sem þig vantar á ein-

um stað, á hagstæðu verði. Við erum

með vörur frá flestum útgefendum á

Íslandi og höfum einnig flutt inn sjálf

það sem er ekki til annars staðar.

Á hvernig tónlist hlustarðu sjálfur og hvað er mest í uppáhaldi?

John Mayer er í miklu uppáhaldi

og svo hlusta ég mikið á popptón-

list í rólegri kantinum og country

tónlist.

Page 6: Gaflari 12. tbl. 2014

6 - gafl ari.is

Frísklegt útlit í fríinuNú þegar sumarið er gengið í garð

reynum við að nýta tímann til að

njóta náttúrunnar og félagsskapar

vina utandyra. Ferðir í sumarbú-

staðinn eða útilegur geta verið

einstaklega afslappandi og endur-

nærandi. Það helsta sem veldur

okkur kannski áhyggjum er hvernig

við eigum að viðhalda frísklegu

útliti þegar langar sturtuferðir og

hárblásarar eru ekki skammt undan.

Besta lausnin til að frelsast undan

þessum áhyggjum er að hugsa ein-

falt. Allt umstang í kringum hár og

förðun ætti að vera ótrúlega ein-

falt.

Þurrsjampó eru vara sem ég próf-

aði nýlega og kann mjög vel við. Þetta

er algjör snilld fyrir útilegur og svo er

hægt að hálfþurrka hárið og skella í

sig krullukremi eða næringu sem er

ætluð til að setja í hárið eftir þvott.

Eins og allir vita er húðin undirstöðu

atriði í frískleika og því mikilvægt að

eiga gott dagkrem sem frískar upp á

húðina, ekki er verra ef kremið hefur

sólarvörn/SPF því geislar sólarinnar

geta náð til okkar jafnvel þótt sú gula

sé ekki að blinda okkur.

BB kremin hljóta einnig að vera

besti vinur okkar allra í útiverunni.

Þau eru létt og jafna húðlitinn án þess

að þekja hana gjörsamlega eins og

þykkari farðar og meik. Þegar við

leitum eftir frísklegu útiliti er best

að nota sem minnsta augnförðun en

góður vatnsheldur maskari og jafnvel

brúnn augnblýantur geta gefið mjög

áreynslulaust útlit.

Til að viðhalda

frísklegu útliti

dag eftir dag er

undirstöðu atriði

að hreinsa af sér

farðann á kvöldin

og til þess eru

margir handhægir snyrtiklútar frá

flestum snyrtivörumerkjum og einnig

fást þeir í næstu matvöruverslun.

Munum svo öll eftir sólarvörninni á

varirnar okkar, hárið okkar og auðvit-

að á stærsta líffærið okkar – húðina!

Ferskur aspas er frábær til-

breyting með kjötinu eða

fisknum í staðinn fyrir salatið.

Hann er svo góð viðbót með

aðalréttinum nú eða sem for-

réttur í matarboðið. Ef ég ber hann fram sem

forrétt er gott að hafa annað hvort gott balsa-

mik síróp með eða skella í góða kalda sósu til að

bera fram með. Ef þið hafið ekki prófað ferskan

aspas hvet ég ykkur til að taka eina tilraun með

þessa uppskrift, þetta klikkar alls ekki.

1 búnt ferskur grænn aspas

1 dl ólífuolía eða hvítlauksolía

salt og pipar eftir smekk

1 bréf parmaskinka

Parmesan ostur til að rífa yfir

Balsamik síróp(ef vill)

Byrjið á því að skera neðan af aspasnum, svona

eins og 2 cm því sá hluti er yfirleitt trénaður. Tak-

ið þrjá aspas og rúllið einni sneið af parmaskin-

ku utan um, leggið á bakka og dreifið olíunni og

kryddinu yfir.

Grillið þá á útigrillinu í 10 mínútur og passið vel að

snúa reglulega, en þið getið líka sett hann í ofninn

eða á pönnuna.

Um leið og þið takið aspasinn af hitanum er gott að

rífa parmesan ostinn strax yfir svo að hann bráðni

aðeins ofan á. Svo er bara að bera fram og njóta!

Ferskur aspas með parmaskinku

UNDIR GAFLINUM Skemmtilegir pennar leggja Gafl ara lið.Þeir fj alla um ólík málefni og áhugamál, s.s. heilsu, dýramál, tísku og lífstíl, mat, sögu og Hafnfi rðinga í útlöndum skrifa heim. Á gafl ari.is birtist svo í hverri viku nýr og skemmtilegur pistill eft ir hvern þeirra.

Lólý

Rósa Árnadóttir

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir & Kári Freyr Þórðarson ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is

Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 • Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson & Tryggvi Rafnsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Hindranir eru sennilega eitt af þeim fyrirbærum sem halda hvað mest aftur af fólki – og þá ekki síst andlegar hindranir og viðhorf. Hindranirnar sjá oftar en ekki til þess að fólk festist í viðjum vanans og koma í veg fyrir að fólk taki stór skref, breyti um stefnu í lífinu eða láti

drauma sína rætast. Það þarf oft mikinn kjark og áræðni til að fram-kvæma draumana - þeir rætast nefnilega sjaldnast af sjálfu sér. Þegar draumar vakna finnst sumum því miklu þægilegra og öruggara að sitja áfram sem fastast í skjóli hindrananna. Þá þarf ekki að taka neina óþarfa áhættu eða leggja á sig krefjandi vinnu, auk þess sem það er næsta víst að draumarnir verða hvort eð er aldrei að veruleika enda óteljandi og ósigrandi ljón á veginum. Þetta þarf hins vegar alls ekki að vera svona og þá komum við að klisjunni: “Hugsum í lausnum” en það sem er svo frábært við þessa klisju er að hún er svo ótrúlega máttug og veitir svo mikið frelsi

um leið og fólk nær að tileinka sér hana. Það hefði t.d. verið svo 1000 sinn-um auðveldara fyrir mig t.d. að kæfa drauminn um að opna verslun rétt sí svona í Vestmannaeyjum í fæðingu. Kúra bara áfram í öruggum faðmi hindrana. En almáttugur en það ævintýri, reynsla og lífsfylling sem ég hefði farið á mis við hefði ég látið það eftir mér. Á undanförnum mánuð-um hef ég staðið frami fyrir ótal mörgum ljónum tekist á við vandamál og fundið lausnir – stundum með tárin í augunum og stundum með bros á vör en þegar ég spyr mig hvort þessi rassaköst í mér hafi verið þess virði er ekki nokkur vafi í mínum huga. Mér finnst ég sjaldan hafa verið meira lifandi með öllum þeim tilfinningum sem lífinu fylgir. Og það sem best er við þetta allt saman er að ég hef lært að draumar mínir geta ræst svo lengi sem ég gef hindrandi hugsunum langt nef og svo lengi sem ég hugsa í lausnum. Þvílíkt frelsi... Alda Áskelsdóttir

Líf án hindranaLeiðari ritstjórnar Gaflarans

Page 7: Gaflari 12. tbl. 2014

gafl ari.is - 7

TÆKI.IS

TÆKI.IS

Erum flutt í nýtthúsnæði að Norðurhellu 5

gegnt þjónustumiðstöðHafnarfjarðar

Norðurhella 5

TÆKI.IS • Alhliða tækjaleigaS: 565 3344 • www.taeki.is

Page 8: Gaflari 12. tbl. 2014

8 - gafl ari.is

Sigrún GuðjónsdóttirlistakonaRúna eins og við Hafnfi rðingar þekkjum hana, fékk riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlist-ar á þjóðhátíðardaginn. Rúna hefur sinnt listinni í meira en fi mmtíu ár og er enn að, nú 88 ára að aldri. Rúna stendur upp úr.

Við systur erum svo heppnar að eiga mömmu sem er okkar helsta fyrirmynd og besta vinkona. Það er engin lognmolla í kring um hana þótt árin séu farin að færast yfi r,

það er gott að leita til hennar og oft mannmargt í eldhúsinu á Austurgöt-unni. Vinátt uböndin ganga þvert á kynslóðir, enda einkennast samskipti hennar við aðra af alúð, nærgætni og virðingu og hún umgengst alla sem jafningja. Mamma vinnur að listsköpun sinni á hverjum degi og er ótrúlega afk astamikil, en hefur samt alltaf tíma fyrir þá sem þurfa á henni að halda. Í listinni leitar hún sífellt að nýjum tilbrigðum við þau leiðarstef sem hafa fylgt henni á löngum ferli og form, línur og litir gleðja okkur í hvert sinn sem við komum til hennar. Það er efl aust vinnan við myndlistina, lifandi áhugi hennar á bókmenntum ásamt gefandi samskiptum við fólk á öllum aldri sem gerir hana svo ótrúlega unga í anda - og ekki ekki bara í anda, því hún er líka svo ungleg í klæðaburði og fasi!Ingibjörg Þóra og Ragnheiður Gestsdætur

Gottskálk Daði Reyn-isson, fjölmiðlatæknir og viðskiptastjóri.Netflix, Netflix, Netflix!

Það er fátt þægilegra en að sitja á rassinum um helgar. Nú eða þá að liggja kylliflöt/flatur. Ein uppáhalds iðja landsmanna er jú sjónvarpsskjárinn.

Þrátt fyrir það virðist sjónvarpið lúta í mun lægra haldi fyrir vefþjónust-um á borð við Netflix, Hulu og samb-

ærilegum þjónustum. Þetta á senni-lega mest við yngra fólk. Talandi um yngra fólk, þá verður að öllum líkindum heill hellingur af ungliðum á Íslenska Rokkbarnum um helgina. Frábær bönd eins og Wistaria, Blood Feud, Dramatic Dogs og Ottoman troða upp - ég verð allavega þar!

Helgin er best þegar hún er sam-blanda af afslöppun og brjálæði - Lengi lifi brjálæðið!

Snædís Baldursdóttir, íslenskukennari í Flensborg. Ég fer vestur á Tálkna-

fjörð á föstudag með Baldri að Brjánslæk og verð í íbúð á Tálknafirði ásamt systrum mínum ,,kellingaferð“ sem sagt. Ætla að fara á Rauðasand á laugardag sem er einn fallegasti staður á Íslandi og geng út að Sjö-undá. Stefnan er tekin á sjósund á

sunnudag í Tálknafirði og slökun í Pollinum þeirra Tálknfirðinga eftir á og að sjálfsögðu ber maður á sig náttúrukrem frá Villimey eftir sjó-sundið. Í svona ferðalögum gerum við ,,stelpurnar“ vel við okkur í mat og drykk og nestum okkur með ,,pikk nikk“ körfu og köflóttan dúk. Eftir þetta ævintýri ætlum við að kíkja á ættingja á Patreksfirði og slappa ærlega af.

STENDUR UPP ÚR

HELGIN MÍN

Sumarútsalaner hafin í Firði 20 – 50% afsláttur

– í miðbæ Hafnarfjarðar

Kleinuhringir

Gildir til 28. júní 2014

Útsalan er hafin

Sjón er sögu ríkari

Vertu litrík í sumar Sumarútsalan er

hafin í Dalakofanum

KOMIÐ OG GERIÐ FRÁBÆR KAUP!

SUMARÚTSALAN ER HAFIN HJÁ OKKUR

Á aðeins 99 kr. stk.