gaflari 11. tbl. 2014

12
Florence Nightingale okkar Hafnfirðinga Ef ég ynni í Víkingalottói myndi ég stofna fæðingarheimili á St.Jósefsspítala. Það þurfa nefnilega ekki allar konur að fæða á hátækni sjúkrahúsi þó að þær geti ekki fætt heima. Anna Eðvaldsdóttir ljósmóðir er gaflari vikunnar. Save Water, Drink Beer HAFNARFIRÐI BOLTINN Í BEINNI! HAPPY HOUR 16.00 – 19.00 TILVALINN STAÐUR FYRIR EINKASAMKVÆMI 7,5% barna greinast með athyglisbrest og ofvirkni 7 a 4 Kíkt í kaffi: Hlusta á þögnina K 8 Fimm nýir bæjarfulltrúar F 2 Kjúklingaspjót með appelsínum K a 10 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is föstudagur 20. júní 2014 11. tbl. 1. árg.

Upload: gaflariis

Post on 31-Mar-2016

282 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Vikublaðið Gaflari sem kom út 20. júní 2014

TRANSCRIPT

Page 1: Gaflari 11. tbl. 2014

Florence Nightingale okkar Hafnfirðinga

Ef ég ynni í Víkingalottói myndi ég stofna fæðingarheimili á St.Jósefsspítala. Það þurfa nefnilega ekki allar konur að fæða á hátækni sjúkrahúsi þó að þær

geti ekki fætt heima. Anna Eðvaldsdóttir ljósmóðir er gaflari vikunnar.

Save Water, Drink Beer

HAFNARFIRÐI

BOLTINNÍ BEINNI!

HAPPY HOUR16.00 – 19.00

TILVALINN STAÐURFYRIR EINKASAMKVÆMI

7,5% barna greinast með athyglisbrest og ofvirkni7a

4

Kíkt í kaffi: Hlusta á þögninaK8

Fimm nýir bæjarfulltrúarF2

Kjúklingaspjót með appelsínumKa

10

Frétt ir Umræðan Tilveran Íþrótt ir

gafl ari.is föstudagur 20. júní 2014 11. tbl. 1. árg.

Page 2: Gaflari 11. tbl. 2014

2 - gafl ari.is

FRÉTTIR Árlegt golfmót bæjarins fór fram síðastliðinn fimmtudag. Á mótinu er keppa jafnan meiri- og minnihluti í bæjarstjórn hverju sinni. Að þessu sinni fóru fulltrúar fráfarandi minnihluta (verðandi meirihluta) með sigur úr býtum. Á myndinni má sjá lið sjálfstæð-ismanna, þau Helgu Ragnheiði Stefánsdóttur, Inga Tómasson og Sigurð Þorvarðarson.

FRÉTTIR Eitt af fyrstu verkefnum nýrrar bæjarstjórnar samkvæmt ver-kefnalista er að koma starfsemi aft-ur í húsnæði St. Jósefsspítala. Húsið hefur staðið ónotað í á þriðja ár og er nú verulega farið að láta á sjá. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður nýs bæjarráðs, segir að leitað verði allra

leiða til að starfsemi megi aftur hefj-ast í húsinu. „Það verður gert í sam-starfi við hagsmunaaðila, einkum ríkið og nýstofnuð Hollvinasamtök St. Jósefsspítala. Fyrsta skrefið er að fara til viðræðna við þá aðila - fyrirfram er ekkert gefið um hvaða starfssemi yrði um að ræða, en vilji

er allt sem þarf og þannig verður málið nálgast.“Rósa segir að fyrsti kostur sé að einhver heilbrigðistengd starfsemi verði þarna, en á þessari stundu sé ekkert hægt að fullyrða um hvað sé raunhæft í þeim efnum. „Þetta þarf allt að fá á hreint, en aðalverkefnið er að glæða húsið lífi á nýjan leik.“Rósa segir að hún hafi fundað með heilbrigðisráðherra vegna þessa máls. „Fasteignir ríkisins hafa reynd-ar með húsnæðið að gera af hálfu ríkisins. Það þarf að setja þrýsting á ríkið vegna þessa og skoða alla möguleika í stöðunni.“Þegar Rósa er spurð hvort heilbrigð-isráðherra hafi séð fyrir sér að ríkið kæmi aftur að rekstri heilbriðis-stofnunnar á St. Jósefsspítala svarar hún: „Ég get ekki svarað fyrir hann - aldrei að segja aldrei.“

FRÉTTIR Fyrsti fundur nýrrar bæj-arstjórnar var haldinn á miðvikudag. Lögð var fram skýrsla yfirkjör-stjórnar um nýafstaðnar kosningar en einnig var kosið í nefndir og ráð bæjarins. Tillaga um að auglýsa stöðu bæjarstjóra var samþykkt á fundinum og fóru meirihlutaflokk-arnir tveir, Björt framtíð og Sjálf-stæðisflokkurinn, yfir stefnuyfirlýs-ingu meirihlutans. Bæjarfulltrúar Hafnarfjarðar bera allir ábyrgð á að efla bæinn og tryggja að hann sé ævinlega góður dvalarstaður fyrir íbúa og gesti, menn jafnt sem málleysingja segir í stefnuyfirlýsingunni. Kappkostað verður að eiga jákvætt og uppbyggi-legt samstarf við aðra bæjarfulltrúa á jafningjagrunni en umfram allt leita allra leiða til að efla samtal bæj-arstjórnar við bæjarbúa um stjórn bæjarins. Ráðning bæjarstjóra verður eitt af fyrstu verkefnum nýs meirihluta, ásamt því að gerð verður óháð úttekt á fjárhagsstöðu bæjar-ins, hafið verkefni um atvinnuþróun og markaðssetningu með áherslu á miðbæinn, greindir kostir á stað-setningu hjúkrunarheimilis, endur-skoðun frístundastyrkja barna og frístundaaksturs, verkefnið um plastpokalausan bæ þróað áfram ásamt því að hraðað verður tækja-væðingu og endurbótum á aðbúnaði í skólum bæjarins.

Forgangsverkefni að koma lífi í St. Jósefsspítala

Fimm nýir bæjarfulltrúar taka sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar

Fjör á árlegu golfmóti bæjarins

Bæjarfulltrú-ar bera allir ábyrgð

FRÉTTIR Í kjölfar kosninga verða oft mannabreytingar í bæjarstjórn-um. Að þessu sinni taka fimm nýir bæjarfulltrúar sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Ástríða og hugsjónir hljóta í lang-flestum tilfellum að vera ástæða þess að fólk tekur þátt í stjórn-málunum og einhverju vilja eld-hugarnir sennilega fá áorkað - geta litið sáttir yfir farinn veg þegar þegar þar að kemur.Gaflarann langar til að vita hvað helst ætti hug og hjarta nýliðanna og lagði fyrir þá eina spurningu til að komast að því: Ef þú ættir að velja eitt hjartans mál til að berjast fyrir á kjörtímabilinu, hvaða mál yrði það?

Guðlaug Krist-

jánsdóttir: „Öll mál eru mér hjartans mál og ég á mikinn lærdóm fyrir hönd-

um. Líf í St. Jósefsspítala skorar samt hæst á tilfinningaskalanum svona fljótt á litið.“

Unnur Lára Bryde:

Mitt hjartans mál væri helst að Hafnarfjörður yrði eftirsóttur bær

til búsetu, að við nýttum sem best tækifærin til að laða að fyrirtæki og nýja íbúa jafnframt hlúa vel að þeim sem fyrir eru. Ég hef fulla trú á því að okkur takist þetta á kjörtímabilinu

Adda María Jó-

hannsdóttir: Ef ég þyrfti að velja einungis eitt mál af þeim fjölmörgu

sem mér finnast mikilvæg myndi ég vilja fylgja eftir áherslum í skóla-málum sem lagðar voru í lok sein-asta kjörtímabils um uppbyggingu á tæknimálum, þróunarsjóð og aukið sjálfstæði skóla til að móta sína skólastefnu. Skólarnir okkar hafa þurft að bregðast við miklum niðurskurði sem bitnað hefur á öll-um þáttum skólastarfsins og í raun aðdáunarvert hvernig starfsfólki skólanna hefur tekist að halda sjó við þessar aðstæður. Við þurfum að gera skólana okkar samkeppn-isfæra við það sem best gerist á landinu.

Ingi Tómasson: At-vinnumál eru í for-gangi hjá mér. Ég hef litið til atvinnu-þróunarfélaga vítt

og breitt um landið og hef verið tals-maður þess að setja upp atvinnu-þróunarfélag Hafnarfjarðar. Nýleg samþykkt um Hafnarfjarðarstofu er jákvæð þróun í þessum málaflokki. Ég mun vinna að því að fá fyrirtæki í bæinn og efla verslun og þjónustu. Mikilvægt er að Hafnarfjarðarbær sé í góðum tengslum við atvinnulífið sem þarf að hafa góðan aðgang að stjórnsýslunni ekki síður en íbúar. Með fjölgun fyrirtækja aukast tekjur sem leiðir til bættrar grunnþjónustu.

Einar Birkir

Einarsson: Að auka tekjur bæj-arfélagsins er eitt af mínum hjartans

málum. Við í Bjartri framtíð trú-um því að eina leiðin til að minnka skuldir og auka þjónustu sé gegn-um nýjar tekjur, en ekki með frekari niðurskurði. Ég mun beita mér fyrir markaðssetningu á bænum sem frá-bærum kosti fyrir fjölbreytt fyrir-tæki og að þeim fylgi allskonar fólk, sem auðgi bæinn okkar á alla vegu. Ég trúi því að efling miðbæjarins sé lykilatriði og að lifandi miðbær með öfluga þjónustu og verslun laði að fleiri sem vilja starfa hér.

Page 3: Gaflari 11. tbl. 2014

gafl ari.is - 3

Page 4: Gaflari 11. tbl. 2014

4 - gafl ari.is

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir & Kári Freyr Þórðarson ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 • Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintökAuglýsingar: Ólafur Guðlaugsson & Tryggvi Rafnsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Ummerki sköpunarUm sumarsólstöður, laugar-daginn 21. júní, verður opnuð sýn-ing á völdum verkum úr safneign Hafnarborgar. Sýningin kynnir aðföng síðustu tíu ára en verkin eru unnin á árunum frá 1952 – 2014. Yfirskrift sýningarinnar er Ummerki sköpunar og beinir sjón-um að safninu sem stað þar sem afrakstur sköpunar listamanna er varðveittur og honum miðlað. Ólíkir straumar og stefnur koma við sögu en sýningin er einskon-ar ferðalag um list samtímans, allt frá formfestu módernismans í verkum Harðar Ágústssonar og Eiríks Smith frá árinu 1952 til nýrra leikrænna myndbandsverka þeirra Ilmar Stefánsdóttur og Sig-urðar Guðjónssonar.Verkin eru eftir marga af þekkt-ustu listamönnum landsins en einnig nokkra erlenda listamenn sem tengst hafa safninu ýmist með sýningum eða dvöl í gestavinnu-stofu safnsins. Tæplega þrjátíu listamenn eiga verk á sýningunni en þeirra á meðal eru Davíð Örn Halldórsson, Georg Guðni, Guðrún Kristjánsdóttir, Hildur Bjarnadótt-ir, Hreinn Friðfinnsson, Ólafur Elí-asson og Elías Hjörleifsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Stefán Jónsson. Jafnframt eru sýnd verk eftir Rúnu (Sigrún Guðjónsdóttir) en hún færði safninu nýlega rúman tug verka að gjöf.Sýningin veitir innsýn í safneign sem nú telur rúmlega 1400 lista-verk og vaxið hefur hægt og ró-lega á síðari árum en á rætur sínar að rekja til listaverkasafnaranna Sverris Magnússonar og Ingi-bjargar Sigurjónsdóttur. Þau lögðu grunninn að Hafnarborg með því að færa Hafnarfjarðarkaupstað hús sitt og listaverkasafn að gjöf. Í Sverrissal hefur verið sett upp önnur sýning með málverkum frá fyrrihluta 20. aldar sem flest eru hluti af stofngjöf þeirra hjóna.Fimmtudaginn 26. júní kl. 20 ann-ast Ólöf K. Sigurðardóttir safn-stjóri leiðsögn um sýninguna Um-merki sköpunar en í Hafnarborg er opið til kl. 21 alla fimmtudaga.

Það er yfir mörgu að gleðjast þessa dagana. Ekki bara góðri tíð og þeirri dásemd að vera

í einhvers konar fríi í styttri eða lengri tíma heldur líka því að vera til, hér og nú. Í vikunni fögnuðum við 70 ára sjálfstæði okkar sem þjóðar. Ég gerði það stödd í Færeyjum og þær glöddu óneitanlega íslensku veifurn-ar á strætisvögnunum sem óku um miðbæ Þórshafnar og ekki síður íslenski fáninn sem blakti við hún á Thinganesi. Íslendingar í Færeyjum glöddust og það var hollt og gott fyr-ir sálina að rifja upp þjóðareinkennin yfir sykruðum pönnsum með frænd-

um okkar í Færeyjum, sem enn njóta ekki fulls sjálfstæðis. Það er gott að vera Íslendingur. Strax að þjóðhátíðardegi lokn-um tók við formleg skipan nýrrar bæjarstjórnar. Samstarfssáttmáli bæjarstjórnar gefur tilefni til þess að gleðjast, enda lögð áhersla á að gefa íbúum bæjarins tækifæri til að hafa meiri aðkomu að málefnum og stefnumótun bæjarins næstu fjögur árin. Gleðjast verður sérstaklega yfir þeirri ákvörðun nýrrar bæjarstjórn-ar að auglýsa stöðu bæjarstjóra og ráða bæjarstjóra út frá faglegum forsendum. Með þessu útspili má gera ráð fyrir að pólitísk togstreita um hin ýmsu málefni bæjarins verði

minni. Það vakti nefnilega athygli mína í vetur þegar ég mætti í fyrsta sinn á bæjarstjórnarfund hversu föst umræðan var í fari skætings og póli-tísks sandkassaleiks. Kannski var þetta tilfallandi, en vonandi er þessi tími liðinn og vonandi mun fagleg ráðning bæjarstjóra ýta undir mál-efnalega og faglega umræðu. Í mín-um huga sýnir ný bæjarstjórn mikinn kjark með því að feta þessa leið við stjórnun bæjarins. Og í gær voru 99 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu fyrst rétt til að kjósa til Alþingis. Mikið sem það er gott að vera til í dag.

Erla Ragnarsdóttir

Það er gott að vera til!Leiðari ritstjórnar Gaflarans

Frumleg og fjölbreytt – Óheft og allskonar. Vertu þú sjálfur – Gerðu það sem þú vilt eru einkunnarorð vit-undarvakingar sem ADHD samtökin efna til nú í júní. Vitundarvakningin felst í sölu armbanda til styrktar starfseminni og um leið er vakin athygli á starfi samtakanna og stöðu einstaklinga með ADHD.Efnt var til samskonar vitundarvakn-ingar síðastliðið vor undir yfirskrift-inni, “Ég er gimsteinn – Hvað með þig?”Nú verða boðin til sölu fjölbreytt armbönd úr leðri, skreytt perlum og táknum en þau eiga að minna okkur á fjölbreytileika mannlífsins. Jafn-framt eiga þau að vísa til þess að öll eigum við okkar góðu hliðar, erum hlaðin kostum hvert á sinn hátt og því ber að fagna fjölbreytileikanum.Salan hófst á mánudaginn sl. en Helgi Björnsson, stórsöngvari með meiru, tók við fyrsta armbandinu. Það átti vel við en Helgi hélt stórtónleika í Hörpunni sama kvöld. Í kjölfarið munu íþróttafélög, einstaklingar og fleiri selja armböndin um land allt. Þá verður hægt að kaupa armböndin á vef ADHD samtakanna, www.adhd.isSala armbandanna er einn margra

viðburða sem ADHD samtökin efna til á árinu.Meðal annarra viðburða má nefna málþing í haust, vitundarmánuð í október, fjölbreytt námskeiðahald og útgáfustarfsemi, svo eitthvað sé nefnt en verið er að þýða bók eftir Ara Tuckman sem kemur út í byrjun vitundarmánaðar.ADHD er alþjóðleg skammstöfun sem stendur fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder eða athyglis-brestur og ofvirkni.

• Samkvæmt erlendum faralds-fræðilegum rannsóknum má gera ráð fyrir að um 6.000 börn og 10.000 fullorðnir séu með ADHD á Íslandi.

• Markmið ADHD samtakanna er að börn og fullorðnir með athyglis-

brest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfé-laginu og fái þjónustu sem stuðl-ar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og almennt bættum lífsgæðum.

• Niðurstöður rannsókna hérlendis og erlendis sýna að um 7,5% barna greinast með athyglisbrest og of-virkni.

• Orsakir athyglisbrests eru líf-fræðilegar og stafa af truflun boð-efna í miðtaugakerfi og heila.

• Rannsóknir benda ennfremur til þess að þessi röskun gangi í erfð-ir. Rannsóknir benda til þess að erfðir skýri um 75 - 95% einkenna ADHD.

• Börn og unglingar með ADHD eiga erfitt uppdráttar bæði námslega og félagslega. Um 50-70% þeirra eru áfram með einkenni athyglis-brests og ofvirkni sem fullorðin og um 30% þeirra þróa með sér alvarleg sálfélagsleg vandamál og ánetjast vímuefnum.

• Rannsóknir sýna enn fremur fram á að um helmingur fanga á Íslandi uppfyllir eða hefur á lífsleiðinni uppfyllt greiningarviðmið um ADHD.

7,5% barna greinast með athyglisbrest og ofvirkni

Page 5: Gaflari 11. tbl. 2014

gafl ari.is - 5

Legsteinar30%afslátturí júní

Helluhrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími 544-5100

- GEGNHEIL GÆÐI -

Page 6: Gaflari 11. tbl. 2014

6 - gafl ari.is

Ef ég ynni í Víkingalottói myndi ég stofna fæðingarheimili á St.Jósefsspítala. Það þurfa nefnilega ekki allar konur að fæða á hátækni sjúkrahúsi þó að þær geti ekki fætt heima.

Orkumikil strákamamog amma sem hleypueins og vindurinn

Anna Eðvaldsdótt ir er mörgum Hafn-fi rðingum kunn enda hefur hún í árar-aðir tekið tekið á móti nýjum bæjar-búum í starfi sínu sem ljósmóðir. Anna lærði nudd hjá föður sínum, lauk námi í hjúkrunarfræði og hélt í ljósmóður-nám í framhaldi af því sem hún lauk árið 1994, þá sjálf orðin móðir fj ögurra drengja. Síðan þá hefur Anna tekið á móti tæplega 1500 börnum. Helga Kristín Gilsdótt ir hitt i þessa hressu og orkumiklu konu sem hleypur eins og vindurinn og er hafsjór af góðum ráðum til nýbakaðra foreldra sem og þeirra sem eru lengra komnir í upp-eldinu. Anna er gafl ari vikunnar.

Afdrifaríkt loforð á dánarbeði móð-

ur sinnar

Anna er fædd og uppalin í Reykja-vík en fyrir tilviljum fl utt i hún ásamt eiginmanni sínum, Gísla Ágústi Guð-mundssyni, til Hafnarfj arðar árið 1988. „Við höfðum verið búsett á Hellu tímabundið og vorum að leita okkur að húsnæði í Reykjavík. Fyrir tilviljun var okkur boðin íbúð til leigu á Hjallabrautinni og hér höfum við verið síðan enda kunnum við ofsalega vel við okkur í Hafnarfi rði.“ Um það leiti sem Anna og Gísli voru að koma sér fyrir í Firðinum var móðir Önnu orðin veik og fannst henni gott að geta verið nærri henni og sinnt henni í veikindum hennar enda var Anna á þessum tíma eina af systkinum sínum sem bjó hér á landi. Anna er yngst þriggja systk-ina, tveir eldri bræður hennar léku um árabil sem atvinnumenn erlendis og það var Önnu bæði ljúft og skylt að annast móður þeirra í veikindunum sem urðu til þess að hún gerði hlé á

ljósmóðurnáminu. Hún tók nú samt loforð af móður sinni um að hún myndi klára námið sem hún gerði eins og fyrr segir. „Ég held, eft ir á að hyggja, að það hafi haft mikil áhrif á mig að mamma hafi beðið mig um þett a. Hún lést 25. júní 1990 eft ir erfi ð veikindi. Þegar hún lést var ég ófrísk að þriðja barninu og var komin með fj óra drengi tveimur árum síðar þannig að staðan hafði breyst töluvert frá því hún tók þett a loforð af mér. Ég lét nú samt slag standa og hélt náminu áfram og mætt i með alla mína drengi í útskrift ina mína sumarið 1994. Þar sátu þeir allir prúð-búnir og til fyrirmyndar í einn og hálf-an tíma án þess að segja orð. Ég man að samnemendur mínir supu hveljur þegar þeir sáu mig mæta með þá alla en ég hafði gert samning við þá áður en við fórum af stað að þeir myndu gera þett a fyrir mig.“

Umkringd strákum

Drengirnir hennar Önnu eru vel úr garði gerðir og ég sé hún fyllist stolti þegar hún talar um þá. „Auðvitað var fólk að spá í hvort við værum að reyna að eignast stelpu en svo var ekki, okkur langaði til að eiga mörg börn, alveg sama hvort kynið væri. Og við grínuðumst með það að ef fj órða barnið yrði stelpa þá myndum við eiga fi mm. En fj órir urðu drengirnir og þá vorum við spurð hvort við værum að safna í fótboltalið en ég svaraði því að svo væri ekki en nú værum við komin með boðhlaupssveit sem mér fannst dálítið smart.“ Og Anna bætir við „ …svo skipti það mig líka máli að vera ung þegar ég ætt i börnin mín, foreldr-ar mínir voru 40 og 50 ára þegar þau

átt u mig og ég missti þau bæði þegar ég var rúmlega þrítug, mér fannst ég hafa þau alltof stutt hjá mér.“ Strákarnir hafa allir æft frjálsar íþrótt -ir og skíði og tveir þeirra voru valdir í Skíðalandsliðið. Sá yngsti leggur nú lokahönd á háskólanám en þeir hafa allir fetað í spor föður síns og farið í raungreinanám en Gísli er verk-fræðingur. „Ég var nú að vona að ég fengi a.m.k. einn lækni en það er eitt -hvað við raungreinarnar sem heillar bræðurna.“Og svo er Anna orðin amma og auðvit-að halda strákarnir áfram að laðast að henni, „ömmustrákarnir eru orðnir tve-ir og sá þriðji er á leiðinni í haust“ segir Anna brosandi.

Með líf fólks í höndunum

Nú eru tutt ugu ár síðan Anna fór að sinna fæðandi konum. Hún hefur unnið á fæðingardeild Landspítalans meira og minna frá því hún lauk námi og síðastliðin fi mmtán ár tekið á móti börnum í Hreiðrinu ásamt því að sinna sængurkonum í heimaþjónustu. Eft ir að Hreiðrið var lagt niður á síðasta ári hefur Anna unnið á meðgöngu og sængulegudeildinni. En hvað er það við starfi ð sem heillar Önnu? „Það er bara allt sem heillar mig, mér fi nnst þett a yndislegt. Að fólk leyfi mér að vera með á þeirra heilögustu stundum lífs síns eru forrétt indi. Og ég geri svo miklu meira en að taka á móti barninu og geri mér fyllilega grein fyrir að ég er með líf fólks í höndunum. Ég veiti ráð bæði á meðgöngu, í fæðingu og sæng-urlegu og það er mikið ábyrgðarhlut-verk því mæður og foreldrar hlusta á ljósmæður og fara eft ir ráðum þeirra.

Ég segi því oft að ég sé í ákafl ega ár-angursríku starfi því ég virkilega sé að fólk og sérstaklega mæður breyta mörgu í sínum hátt um og venjum á meðgöngu og í sængurlegu enda er það svo að við gerum allt til að velferð barnanna okkar verði sem mest.“

Mænudeyfi ng er mesta breytingin

Hvað með breytingar á starfi nu, eru þær margar frá því Anna byrjaði að taka á móti börnum fyrir rúmum tutt -ugu árum, hefur mikið breyst? „Auð-vitað hefur ótrúlega margt breyst þrátt fyrir í grunninn breytist það ekki að konur fæða börn með sama hætt i nú og gert hefur verið frá örófi alda. Mesta breytingin held ég þó að hafi átt sér stað með tilkomu mænudeyfi ngar. Ég hef t.d. tekið á móti konu sem kom á fæðingardeildina með sjö í útvíkkun og vildi fá mænudeyfi ngu, að mínu mati var hún óþörf þar sem konan var komin svo langt í fæðingu og hefði auðveld-lega getað klárað fæðinguna án deyf-ingar en að sama skapi þurft að upplifa töluverðan sársauka. Mænudeyfi ng getur verið áhætt usöm og henni geta fylgt eft irköst og svo eru líka dæmi um að hún virki ekki eða misheppnist. Tækifæri til inngripa í fæðingu eru fl eiri en áður sem er gott en við verð-um að passa að grípa ekki inn í þegar þess er ekki þörf.“

Fæðingardeild á St. Jósefsspítala

Í dag er það svo komið að fæðingar-stöðum á landinu er alltaf að fækka og sængurlega kvenna er nánast engin. Nú er fl est öllum konum vís-að til Reykjavíkur til að fæða og fæðingarstöðum úti á landi fer hratt

Page 7: Gaflari 11. tbl. 2014

gafl ari.is - 7

GAFLARi VIKUNNAR

mma ur

fækkandi en enn eru fæðingarstofn-anir á Akureyri, Ísafi rði og Akranesi. Þrátt fyrir þett a hefur fæðingarstof-um á fæðingardeildinni ekki verið fj ölgað. „Þett a er mjög skrýtin stefna og ég á erfi tt með að setja mig í spor þeirra kvenna sem e.t.v. þurfa að bíða í Reykjavík fj arri heimili sínu til að fæða. Fæðingakostir á Íslandi eru fáir og annað hvort fæðir þú á hátækni sjúkra-húsi eða heima. Heimafæðingar eru mjög öruggar hér á landi en þær eru ekki margar. Ef ég ynni í Víkingalott ói myndi ég stofna fæðingarheimili á St.Jósefsspítala. Það þurfa nefnilega ekki allar konur að fæða á hátækni sjúkrahúsi þó að þær geti ekki fætt heima. Það væri svo huggulegt að hafa fæðingar- og kvennadeild í Hafnarfi rði og ég vil endilega að við notum St. Jós-efsspítala fyrir þess konar starfsemi, það er draumurinn minn.“

Sæludagar þekkjast ekki lengur

Þegar Anna var að hefj a störf tíðk-aðist það að konur lágu á spítalanum

í u.þ.b. viku eft ir fæðingu. Nú er fyrir-komulagið þannig að ef þú fæðir barn fyrir hádegi þá átt u þess kost að fara heim eft ir hádegi. Hvað fi nnst Önnu um þessa breytingu. „Konur fá frá-bæra þjónustu heima frá ljósmæðrum sem koma e.t.v. tvisvar á dag í vitjun fyrstu vikuna eft ir fæðingu. Þær eru líka fl jótar að greina hvað er að ef eitt hvað er og svo er það líka kostur að það er alltaf sama ljósmóðirin sem kemur í húsvitjunina. Hins vegar held ég að nútímafeður viti alls ekki hvað sæludagar eru“ segir Anna hlæjandi.En hvernig hefur gengið að samræma ljósmóðurstarfi ð fj ölskyldulífi nu?Það er alveg ljóst að ljósmóðir þarf að vera vel gift og það er ég svo sannar-lega. Ég á ofsalega erfi tt með að segja nei, svara í símann allan sólarhringinn og get gleymt mér í vinnu enda elska ég að leysa úr vandamálum og gefa ráð. Ef ég væri ekki ljósmóðir væri ég örugglega sálfræðingur eða félagsráðgjafi . Ég er seinþreytt á þessu áreiti en ég hef smá áhyggjur

af fólkinu mínu að þeim fi nnist þett a þreytandi.“

Hleypur eins og vindurinn

Fyrir fj órum árum veitt u Anna og Gísli því athygli að þau höfðu meiri frítíma en áður þar sem drengirnir voru hver af öðrum að gera sig líklegan til að fl júga úr hreiðrinu. Þau fóru að velta fyrir sér hvort þau gætu fundið eitt -hvað sameiginlegt áhugamál og úr varð að þau fóru á æfi ngu hjá hlaupa-hópi FH. „Við höfum alltaf verið sam-hent hjón og vegið hvort annað upp og þegar við höfum þurft að ræða málin förum við út að ganga. Útiver-an hefur nefnilega svo góð áhrif á mann. Þegar við byrjuðum að hlaupa komst ég varla á milli ljósastaura og þett a var mér mjög erfi tt á meðan þett a virtist ekki vera neitt mál fyrir Gísla og hann varð bara strax mjög góður. Ég ákvað samt að gefast ekki upp og hann hvatt i mig áfram. Í haust fórum við til Amsterdam þar sem við hlupum maraþon í fyrsta skipti.

Að hlaupa maraþon er eins og barns-fæðing, þett a var erfi ð og löng leið og ég spurði mig margra spurninga á leiðinni, hvernig mér hefði dott ið þett a í hug og hvernig ég kom mér í þessar aðstæður? Ég hvatt i sjálfa mig alla leið líkt og ég hvet konurnar mínar sem eru að fæða og ég komst í mark á betri tíma en ég hafði þorað að vona. Og þá kom upp sama gleði og við barnsfæðingu og ég get ekki beðið eft ir að gera þett a aft ur.“ Þann 12. júlí nk. ætlar Anna að fara enn lengra og hlaupa Laugaveginn sem er 55 km fj allahlaup. Gísli sem er hennar helsti hlaupafélagi og stuðningsmaður þarf að þessu sinni að láta sér að góðu verða að taka á móti sinni konu við marklínuna þar sem hann er að jafna sig á meiðslum en Önnu fi nnst við hæfi að hlaupa 55 km þar sem hún er orðin 55 ára. „Á næsta ári verður Gísli 55 ára og þá tek ég á móti honum við marklínuna“ segir Anna brosandi. Þar með kveð ég Önnu ljósu og hún hleyp-ur út í sumarið.

Page 8: Gaflari 11. tbl. 2014

8 - gafl ari.is

Menntun? Húsasmiður

Starf? Ég á lítið smíðafyrirtæki sem heitir Ingvar Arason ehf

Bókin á náttborðinu? Heimspeki-bókin

Eftirlætis kvikmyndin? The Good Bad and the ugly

Playlistinn í ræktinni? Hlusta á þögnina (besta hugleiðslan)

Hvers vegna Hafnarfjörður? Hann er bara fallegastur og bestur

Eftirlætismaturinn? Hryggur eins og mamma gerir hann

Eftirlætis heimilisverkið? Skúra

Helstu áhugamál? Spila á gítar, skjóta (leirdúfur og rjúpur), hjóla og akstursíþróttir

Það sem gefur lífinu gildi? Að vera í algjöru jafnvægi

Í sumar ætla ég: Að ferðast með fjölskyldunni og njóta íslensku nátt-úrunnar

Hvers vegna smiður? Hvers vegna ekki?

Skemmtilegast við starfið? Þegar gengur vel

Erfiðast við starfið? Ósanngjarnt nöldur

Skondin saga úr vinnunni? Þegar Hilmar bróðir fór að tala ensku við heyrnalausa manninn

Síðasta smsið? “Æ það er frábært heyrumst á morgun,,

Síðasti facebook status? Þessi var kaldur (og mynd af mér í Stakkholts-gjá undi fossi)

Á föstudagskvöldið var ég: Í meiraprófinu til 22 svo fór ég í Grasagarðinn að soundcheck-a (Var að spila í 70 ára afmælinu hjá tengdó)

Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

TILVERAN

KÍKT Í KAFFI Gaflarinn hefur verið iðinn við að kíkja í kaffi til kvenna upp á síðkastið. Það er því kominn tími til að bjróta út af vananum og heilsa upp á karl-mann. Fyrir valinu varð Ingvar Ari Arason, smiður. Hann er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur og eins nálægt því að vera Gaflari og hægt er fyrir fólk á hans aldri – en hann er fæddur í Reykjavík enda var búið að loka fæðingardeildinni á Sólvangi þegar hann leit dagsins ljós.

Af hverju ekki smiður?Hollráð Steinars

GAFLARI MÆLIR MEÐ...

...heitum tím-

um. Í líkams-ræktarstöðinni Hress er er dag-lega boðið um á

heita tíma sem eru svo góðir fyrir kroppinn. Það er fátt sem er betra eftir göngutúr eða útihlaup en að fara í 35°heitan sal, gera léttar æf-ingar, teygja og rúlla. Gerir alla daga betri…

M e n n i n g a r -

og listafélagi

Hafnarfjarðar.

Nú er um að gera að njóta þeirra

frábæru viðburða sem þetta ný-stofnaða félag okkar Hafnfirðinga býður upp á. Hafnfirðingar á besta aldri ættu að upplifa nostalgíuna við það að skella sér í þrjú-bíó á sunndögum.

#Halló Hafnarfjörður

2001 - 2014

13ára

# Hjá okkur færðu allar helstu prentlausnir sem völ er á...

Bæjarhraun 22 // 220 Hafnarfjörður // 544 2100 // [email protected]

Nú er gróður vel á veg kominn og sumarblómin að springa út. Að þessu sinni gefur Steinar í skóg-ræktinni okkur ráð um hvernig hægt er að viðhalda fallegum görð-um út sumarið.Sumarblóm: Nú eru sumarblómin komin út og sum hver byrjuð að blómstra. Til að viðhalda sem best blómgun þeirra út sumarið borgar sig að fj arlægja visin blóm. Með því móti komum við í veg fyrir fræ-myndun og beinum orku sumar-blómanna í áframhaldandi blómg-un. Hægt er að klípa af visin blóm eða klippa í burt með skærum eða garðklippum. Sumarklipping: Þó að aðalklipping limgerða sé framkvæmd á veturna er sjálfsagt að snyrta limgerði yfi r sumartímann enda getur vöxtur verið mikill sérstaklega á víði en einnig öðrum tegundum eins og birki, gljámispli og blátopp. Við klippum þó ekki meira en svo að að gerðið sé grænt af laufi að mestu frá jörðu og upp eft ir klippingu.

Page 9: Gaflari 11. tbl. 2014

gafl ari.is - 9

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDSðurh 5, Rv 5 1 00 t n

Sverrir Einarsson

Kristín Ingólfsdóttir

HinrikValsson

Ingimundur Benjamín Óskarsson, bassaleikari, er þessa dagana að taka upp plötu með splunkunýrri hljómsveit sinni sem ber hið frum-lega nafn 220 – en ekki hvað, spyr Ingimundur sem er greinilega Hafn-firðingur í húð og hár. Ingimundur stofnaði hljómsveitina ásamt öðr-um gaflara, Eysteini Eysteinssyni, trommuleikara Papanna og er hug-myndin að út komi 10 laga plata í ár, ef allt gengur upp. „Það er lítið á fóninum þegar vinnutarnir eru í gangi, en síðast var ég að hlusta á og syngja með dóttur minni með tón-listinni í Frozen. Stundum dett ég í smá seventís nostalgíu og hlusta þá Yes og Jethro Tull. Peter Gabriel er í miklu uppáhaldi líka.“

Ingimundur skorar hér með á Þóru Breiðfjörð, myndlistarkonu, til að opna plötuskápinn sinn.

Í spilaranumHvað er í spilaranum hjá Ingimundi Benjamíni Óskarssyni?

„Vilja vera á hótelinu sem Walter Mitty var á“

Sumarið er tími til ferðalaga. Margir nota sumarfríið til að ferðast er-lendis, til að endurnærast á sólar-strönd eða flakka á milli heimsborga á meðan að enn fleiri bruna beint út úr bænum til að njóta íslenskrar náttúru og menningar. Gaflari mælir með ferðalagi austur á Seyðisfjörð. Þar er nýbúið að stofna fyrsta lýðhá-skóla landsins, þar blómstrar hand-verks- og listalífið sem aldrei fyrr og

gönguleiðirnar um fjörðinn og inn í nærliggjandi víkur eru mýmargar. Og á Seyðisfirði er hótelið sem vakið hefur athygli á heimsvísu, enda lék það stórt hlutverk í kvikmyndinni um Walter Mitty og ævintýri hans.„Hann kom og var í þrjá daga hér hjá okkur,“ segir Davíð Kristinsson, hótel-stjóri á hótel Aldan, eða Öldunni eins og hótelið er gjarnan kallað af heimamönnum á Seyðisfirði, um

komu Bens Stillers í tenglsum við tökur á myndinni um Walter Mitty. „Hann borðaði hjá okkur og var rosalega ánægður með matinn, hann borðaði sama réttinn alla þrjá dagana í röð. Stiller var rosalega kurteis og áhugasamur um húsin hér á Seyðisfirði og hvernig okkur hefur tekist að varðveita þau svona vel.“ Davíð segir myndina hafa aukið eftirspurn eftir hótelgistigu. „Hing-að hefur fólk, allsstaðar að úr heim-inum samband og vill fá að vera á hótelinu sem Walter Mitty var á!“Hótel Aldan er í einu af eldri húsum Seyðisfjarðar og setur svo sannar-lega svip á bæjarmyndina. Þar hefur m.a. verið rekinn banki og hótel og hefur verið lögð mikil áhersla á að viðhalda sögulegum anda hússins

en um leið tekið tillit til nútíma þæginda. Davíð rekur hótelið ásamt mági sínum, Dýra Jónssyni. „Ég kom hingað til að vinna á LungA á sínum tíma og að sjálsögðu heillaðist ég af Seyðisfirði eins og allir. Þá rak Dýri hótelið ásamt Klas Hæra Poulsen, félaga sínum og þegar Klas vildi út úr rekstrinum þá skelltum ég og eig-inkonan, Diljá Jónsdóttir, okkur út í þetta ævintýri.“ Reksturinn geng-ur ljómandi vel hjá þeim félögum og hefur hótel Snæfell bæst við. „Þetta er svo skemmtilegur rekstur og það er alveg einstakt að fá að taka á móti gestum í þessum fallega húsum svo ekki sé talað um þetta fallega bæjarstæði. Svo er fólk svo jákvætt þegar það er í fríi að upplifa dásamlega Ísland.“

Page 10: Gaflari 11. tbl. 2014

10 - gafl ari.is

Fyrir 10.000 árum þegar maður-inn fór að stunda akuryrkju kom kötturinn til mannsins og gerðist hús- og gæludýr. Maðurinn bauð

köttinn velkominn því hann veitti því athygli hvernig kötturinn sá um að halda músa- og rottugangi niðri og verndaði þar með korn-

byrgðir. Nú er kötturinn með bjöllu og fær jafnvel ekki að ganga laus og þá sækja rottur og mýs að okk-ur aftur og sá ófögnuður á vænt-anlega eftir að skaða mikið ef að t.d. villikettirnir hverfa úr vist-kerfinu. Rottur eru skaðræðisdýr en vel gefnar og margt hægt að kenna þeim. Þær vita nákvæm-lega hvernig þær eiga að koma sér þangað sem þær ætla sér. T.d inn í mannabústaði og þá er nú gott að eiga einn eða tvo ketti sem halda rottugangnum niðri fyrir fullt og allt. Margt fólk agnúast út í kettina vegna þess að þeir veiða líka fugla en þar er í raun hringrás náttúrunn-ar að verki og sjá kettirnir um að halda fuglastofnunum hreinum og heilbrigðum. Ef mikið verður um ketti á einum stað flytja fuglarnir

sig og hefja hreiðurgerð og verpa annars staðar. Nýlega hefur borið á því að full-orðnir heimiliskettir í vesturbæ Reykjavíkur komi heim með hár-lausa rottunga til að gefa eigend-um sínum. Getur verið að búið sé að eitra svo hressilega að rottun-um hafi tekist að mynda þol gegn rottueitrinu og séu að flytja sig upp á yfirborðið og ætli sér að búa við hlið mannnsins í framtíðinni?Ef ég væri ekki svona rík af tveim-ur dásamlegum villikattalæðum, færi ég hiklaust í Kattholt eða Kisukot og ættleiddi einn eða tvo ketti eða fengi mér villikettlinga sem hjálpuðu til við að halda rottu-gangnum í skefjum framtíðinni.

Kær kveðja, María.

Þegar sumarið er komið þá myndi ég helst vilja grilla allan mat, sama í hvaða formi hann er. En mér finnst

alltaf svolítið skemmtilegt að gera grillspjót og setja á þau allt sem hugurinn girnist – gefur okkur svo mikla möguleika á því að grilla allar tegundir af hollu og góðu grænmeti. Þessi spjót eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni en það sem gerir það að verkum að kjúklingurinn verður sérstaklega mjúkur er að hann er lát-inn marinerast vel í bæði ólífuolíu og sýrunni af appelsínunni.

4 kjúklingabringur1-2 rauðlaukar2 appelsínur(ein á spjótin og safi úr hálfri í marineringuna)2 dl ólífuolía2 tsk cumin1 tsk cayenne pipar

2 tsk engifer (ferskt rifið niður)salt og pipar eftir smekkLeggið tíu grillpinna í bleyti í 10-15 mínútur.

Skerið kjúklingabringurnar í bita, blandið saman í skál ólífuolíunni, app-elsínusafanum og kryddinu og leggið kjúklingabitana í kryddlöginn. Skerið appelsínuna í 16 bita og rauðlauk-inn í 20 bita. Takið svo grillpinnana og raðið á þá, fyrst rauðlauk, síðan kjúklingur og þar á eftir appelsínu. Ég setti rauðlauk tvisvar sinnum, appel-sínuna tvisvar sinnum og þrjá bita af kjúkling á hvert spjót.Hitið útigrillið vel og raðið grillspjót-unum á grillið. Það þarf að grilla spjótin í 15-20 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er vel grillaður í gegn og passið upp á að snúa spjótunum reglulega.Sósa:

1 dós sýrður rjómi2 msk grísk jógúrt

2 hvítlauksrif (pressuð)1 tsk engifer1 tsk cuminsalt og pipar eftir smekk

safi úr hálfri sítrónu

Blandið öllu hráefninu vel saman og smakkið til. Það er best að gera sósuna fyrst og láta hana standa

inn í ísskáp á meðan verið er að grilla spjótin.Svo er auðvitað bara spurning um hvaða meðlæti maður er með – fer eftir því hvað er í uppáhaldi hjá manni hverju sinni. Mér finnst t.d alltaf gott að hafa sætar kartöfl-ur með í hvaða formi sem er, hvort sem ég grilla þær eða set í ofninn.

Kjúklingaspjót með appelsínum

UNDIR GAFLINUM Skemmtilegir pennar leggja Gafl ara lið.

Þeir fj alla um ólík málefni og áhugamál, s.s. heilsu, dýramál, tísku og lífstíl, mat, sögu og Hafnfi rðinga í útlöndum skrifa

heim. Á gafl ari.is birtist svo í hverri viku nýr og skemmtilegur pistill eft ir hvern þeirra.

Lólý

Hvers vegna eru rottur í Reykjavík?„Nú er kötturinn með bjöllu og fær jafnvel ekki að ganga laus og þá sækja rottur og mýs að okkur aftur og sá ófögnuður á væntanlega eftir að skaða mikið ef að t.d. villikettirnir hverfa úr vistkerfinu. „

Page 11: Gaflari 11. tbl. 2014

gafl ari.is - 11

SUND Íþróttafélagið Fjörður keppti fyrr í mánuðinum í bikarkeppni ÍF í

sundi. Íþróttafélagið Fjörður vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil í

sundi fyrir sjö árum og hafa einok-að bikarinn eftir það. Það var engin breyting á þetta árið því lið Fjarðar vann enn eitt árið og það með rúm-lega 6000 stiga mun sem verður að teljast frábær árangur. Það voru fyrirliðar Fjarðar þau Vaka Rún og Ásmundur Þór sem lyftu Blue Lagoon bikarnum í leikslok við mik-inn fögnuð liðsfélaga sinna. Við hjá gaflari.is óskum að sjálfsögðu öllu íþróttafólkinu til hamingju með þennan frábæra sigur.

ÍÞRÓTTIR Auglýsing 93x25 mmAuAuAuAuAuAuAAuAuAuAAuAuAAuAuuuuuAAuAuAAAAAuAuuuuAuAAAAAuuuuuAuAuAAAAuuuAuAAAAuAAuAuAuuAuuAuAAAAAAuAuuAuAAAAAAAAAAAuAuAuAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAuAuAuAAAAAAAAAAAAAAAAAAuAAAAAAAAAAAAAAAAAuuAuAAAAAAAAAAuAuuAuAAAuAuAuAuAuAuAuAuuuAuAuuuuAuuuuuuuuAuuAuAuAuuuuuAuAuuAuAuAuuAAAAuAAAuAuAAAAuAuuuuAAuAuAuAAAuuuuuuuuuAuAAuAuuuuuuuuuuAAAAuuuuuuuuAuAuuAuuuuAuAuuuuAAAAuAuAAuAAuuuuuAAAuAAAuuAAAuAuuAAAAuAAuuuuuuuuggggggggglggglglgllglggggglglglgggggggllglllgggglglgllggggggggglglglgggggggglglggggggglggggggglgglglglglgllggggggglglgllggglglgggggglgllglgggglgglgllgggglgllgggggggglggggggggggggggggggglglglgggggglglgggggggggglgggggggggggggggglgggggggggggggglggggggglgggglglgggglglggglggggglgglglglglggggglglggggglggggllggggllgglgglgllgllgggggllggglllgggggllgggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg ýýýýýýýýýýýýýsýsýýýýýýýýýýýýýsýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýý iiininnnnnnnnnnniiiiiinnnniiinnnniiinnnniiininnnnnnnnnnniiniinnnnnniinnnniinnnnnininniinnnniinnnnnnninnnnnnnnnnniinnnnnnnnnnnnnnnnnnniinnniinnniiinnnniiiiiiinnnniiiiiinnniiiiiiiinnnnnniiiiiiiiinnniiiiiiiinnnggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg

3333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333x2x2xxx2xx2x2x2x2x2x2xxx2x2xx2xx2x2xxx2x2x2x2x2xx2x2x2x2x 5555555555555555AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA9999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999

Frétta- ogmannlífsvefurinn

ýýsýsýýsýýsýsýsýýssýsssýýssýssýssýssýsssssýssssýsýsýsssýsýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýý iinnnnnnnnnnnnnniiiiiiinnnnnnnnnnnninnnnniniiiiiiiinnnnnnnnninniiniiiniinnnnnnnnniiiiiinnnnniiiiiiiinnninnnnniiiiinnnnnnniniiiiiiininnnnnnnnniiiiiiinnnnnnnnniiiiiiinnnnnnnnniiiiii gggggggggggggggggggggggggggggggg gggggggggggggg gggggggggggg gg gggggggggggg g gggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg5 5 555 5 5555 55 555 55 5555555555555555 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

HANDBOLTI Handknattleiks-deild FH hefur samið við ungan og efnilegan línumann sem kem-ur frá Akureyri. Daníel Matth-íasson hefur verið leikmaður yngri landsliða Íslands og lagði Halldór Jóhann Sigfússon, nýr þjálfari FH, mikla áherslu á að fá Daníel í Fjörðinn. „Ég er mjög glaður að Daníel valdi FH frekar en önnur úrvalsdeildarlið sem vildu fá hann. Hann mun falla vel inn í okkar unga og hungraða leikmannahóp, hann er mjög efnilegur línumaður sem við bindum miklar vonir við að blóm-stri hjá FH á næstu árum.“ Sagði Halldór Jóhann í samtali við vef-síðu Fimleikafélagsins.

FÓTBOLTI Karlalið Hauka í knattspyrnu er að komast á skrið í deildinni en þeir unnu sinn annan sigur gegn KV nú á dögunum 1-4. Það voru þeir Brynjar Benedikts-son og Andri Steinn Birgisson sem skoruðu eitt mark hvor en Hilmar Rafn Emilsson skoraði tvö mörk. Eftir að hafa byrjað ansi rólega í deildinni eru Hauk-arnir komnir upp í sjöunda sætið í deildinni aðeins fjórum stigum frá öðru sætinu sem gefur sæti í Pepsi-deildinni. Deildin er samt sem áður langt frá því að vera búin og í raun er hún rétt að hefj-ast. Haukarnir sem og önnur lið hafa því nægan tíma til að safna stigum í pottinn sinn áður en talið verður í lok september.

FH-ingar fá liðsstyrk að norðan

Haukarnir að komast á skrið

Hvítasunnuhlaup Hauka & Sportís

Hvítasunnuhlaup Hauka & Sportís fór fram annan í hvítasunnu í blíð-skaparveðri. Hlaupið byrjaði og endaði á Ásvöllum en að mestu var hlaupið um náttúruperlur í upplandi Hafnarfjarðar. Tókst hlaupið með eindæmum vel og gríðarlegur fjöldi mætti, bæði af áhorfendum og hlaupurum.216 hlauparar luku keppni og þar á meðal voru allir bestu hlauparar Ís-lands bæði í karla og kvennaflokki. Brautarmet féllu í báðum flokkum í lengri vegalengdinni, Kári Steinn Karlsson bætti metið um tíu mín-útur og Elísabet Margeirsdóttir um fimm mínútur. Vert er að geta þess að Andrea Kolbeinsdóttir, sem sigr-aði kvennaflokkinn í 14 km hlaupinu, er einungis 15 ára gömul og því ljóst

að þar er gríðarlegt hlaupaefni á ferðinni.

Úrslitin eru sem hér segir:

14 km konurAndrea Kolbeinsdóttir, ÍR 01:09:00 Ásdís Kristjánsdóttir, ÍR-skokk /3SH 01:11:58

Borghildur Valgeirsdóttir, Laugaskokk 01:16:35

14 km karlar Sigurjón Ernir Sturluson, Adidas Oakley / Boot Camp 00:59:13Ívar Jónsson, Fjölnir 01:08:56Zdzislaw F Nakoneczny, RM Team 01:11:11

17.5 km konurElísabet Margeirsdóttir 01:25:38 Eva Skarpaas Einarsdóttir, 01:25:57 Sigrún Sigurðardóttir, Frískir Flóamenn 01:28:39

17.5 km karlarKári Steinn Karlsson, ÍR 01:04:07Þorbergur Ingi Jónsson, Brooks/UFA 01:07:04Birgir Sævarsson 01:15:57

Fjörður bikarmeistari sjöunda skiptið í röð í sundi fatlaðra

Page 12: Gaflari 11. tbl. 2014

12 - gafl ari.is

Geir BjarnasonForvarnarfulltrúi HafnarfjarðarbæjarGeir Bjarnason er forvarnarfulltrúi Hafnarfj arðarbæjar. Síðan 1988 he-fur Geir starfað á sviði æskulýðs- og tómstundamála í bænum okkar og haft veg og vanda við skipulagningu hátíðarhalda á 17.júní í mörg ár. Geir stendur upp úr þessa vikuna.

Geir er Hafnfi rðin-gur af guðs náð og fer ekki úr Firðinum ótilneyddur. Hann er

duglegur, rétt sýnn og heiðarlegur maður. Það er gott að leita til hans enda er hann vel greindur, laus-narmiðaður og skipulagshæfi leikar hans eru ótrúlegir. Geir er þægilegur í sambúð með mikið jafnaðargeð og frábær kokkur. Hann er ósérhlífi nn sem getur verið ókostur því hann he-fur allt of mikið að gera og stundum getur hann verið ótt alegur þverhaus.Sylvía Gústafsdótt ir, eiginkona Geirs.

Geir er akkúrat mað-ur, hann er vel gefi nn, klár kall og mikill vinnuþjarkur. Hann er

gestrisinn og það er gaman að fara til hans í matarboð þar sem hann er á heimavelli. Hann er mikill kokkur og eldar yndislegan mat og þá helst eitt hvað sem hann hefur sjálfur veitt . Ef hann er ekki að vinna þá er hann heima að vinna í húsinu eða garðinum. Hann er hjálpsamur og er alltaf til í að aðstoða mann. Hann er sannur vinur og mér þykir endalaust vænt um hann. Erla Björk Hjartardótt ir, vinkona Geirs.

Kolbrún Benedikts-

dótt ir, saksóknari.

Það er mikið framund-an um helgina. Eft ir

vinnu á föstudag kíki ég með krakk-ana mína til ömmu Sigrúnar. Frá því að ég man eft ir mér hefur það verið hefð í móðurfj ölskyldunni að hitt -ast í kaffi á Miðvanginum eft ir vinnu á föstudögum. Á föstudögum eru kósý-kvöld hjá fj ölskyldunni þar sem

við horfum á skemmtilega mynd og fáum okkur nammi. Á laugardaginn kíki ég á snilldar æfi ngu í CrossFit XY og stjana eitt hvað við manninn minn sem á afmæli. Við hjónin erum að fara í brúðkaup hjá vinnufélaga mannsins míns á laugardaginn. Það er fátt skemmtilegra en að fara í brúðkaup svo ég hlakka mikið til. Ætli sunnudagurinn verði svo ekki nýtt ur í afslöppun og fótboltagláp.

Jón Hjörtur Emilsson,

Verkefnastjóri Tóm-

stundamiðstöðvar í

Hvaleyrarskóla

Eft ir vinnu á föstudaginn ætla ég að kíkja með fótboltakappanum Háka Hall og rapparanum Hemma Ó í golf. Á laugar-daginn er leikur hjá næstbesta liðinu í Hafnarfi rði en Haukarnir taka á móti kvótastrákunum í Grindavík. Ég er liðs-stjóri og sé um að búningarnir séu á rétt -

um stað og vatnið sé kalt. Eft ir leik ætla ég með verðandi pabbanum Helga Frey í bílskúrinn, við erum að smíða barnarúm. Um kvöldið er matarboð hjá mér og þema kvöldsins er þrumustuð. Á sunnudögum vekur Emmi bróðir mig og við tökum 10 km og bónum bílana okkar. Axel, skóla-stjóri, er að reyna plata okkur í Football-manager-lan og ég fer því það er svo erfi tt að segja nei við hann, alltaf svo brosmildur og skemmtilegur þessi strákur.

STENDUR UPP ÚR

HELGIN MÍN

Góu TÍMI! SUMARIÐ ER