gjallarhornið 1. tbl. 2010

48

Upload: david-jonsson

Post on 27-Mar-2016

236 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Timarit Heimdallar

TRANSCRIPT

Page 1: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

1

Page 2: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

Batik • Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími 557 2200 • [email protected] • www.batik.is

mag

gi@

12og

3.is

Page 3: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

40Hugleiðingar vinstrimanns

30Húmor og pólitík

32Skipulagsmál

10Græðgi og siðleysi

34Viðtal við Brynjar Níelsson

14Menntamál

42Tollar og gjaldeyrishöft

44Aðskilnaður ríkis og kirkju

Gjallarhornið 1. tbl. 2010

Útgefandi: Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í ReykjavíkRitstjóri:  Davíð Örn JónssonRitstjórn: Björn Már Ólafsson, Einar Leif Níelsen, Jakob Gunnarsson, Þórarinn SigurðssonHönnun og umbrot: VísirTeikningar: Snorri Eldjárn

Stjórn Heimdallar 2009-2010:Árni Helgason, formaðurAnna Ásthildur Thorsteinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Einar Leif Nielsen, Guðmundur Egill Árnason, Hafsteinn Gunnar Hauksson, Helga Haarde, Sandra Hlín Guðmundsdóttir, Jan Hermann Erlingsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Jón Benediktsson, Thelma Hrund Kristjánsdóttir

Efn

isyfi

rlit 4Formaður Heimdallar

12Ungir frambjóðendur

Page 4: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

4

Trúum á framtíðina Frjálshyggja og ríkisafskipti

Það kann að þykja nokkuð óvenjulegt í dag að ráðast í útgáfu á pólitísku blaði, í ljósi þess hve lítil tiltrú er á stjórnmálum og stjórnmála-mönnum eftir efnahagshrunið. Uppgjörið sem fylgdi í kjölfar falls bankanna hefur verið óvægið og þungar ásakanir hafa fallið. Aðstandendur þessa blaðs töldu það hins vegar einmitt sérstaklega mikilvægt á tímum sem þessum að ráðast í slíka útgáfu enda gefst þar færi til að kafa djúpt ofan í mál, velta upp stórum spurningum og skila af sér blaði sem lifir áfram.

Rauður þráður í þessu blaði er spurningin hvort frjálshyggja og frjáls markaðsbúskapur hafi brugðist í ljósi þeirra hremminga sem orðið hafa. Innlegg margra stjórnmálamanna af vinstri kant- inum hefur einmitt verið á þá leið að frjálshyggjan sé dauð. Sú ályktun hlýtur þó að þarfnast nánari skoðunar enda felst í þeirri hugsun að atvinnulíf og fjármála-kerfi undir áhrifum stjórnmála- og embættismanna sé hin rétta leið. Að vísu endurspegla verk ríkisstjórnarinnar fyrsta starfsárið ekki beint þessi sjónarmið þar sem hún hefur þegar einkavætt hina nýju banka að mestu leyti. Yfirlýsingar í þessa veru hafa engu að síður ítrekað fallið af vörum oddvita og

talsmanna ríkisstjórnarinnar. Staðreyndin er þó sú að atvinnu-lífi stýrt af stjórnmálamönn-um mun aldrei farnast vel. Þar þurfa hvorki kreppur né bólur að koma til því slíkt atvinnulíf mun aldrei ná sér af stað til að byrja með. Í frjálsu hagkerfi verða kreppur með reglulegu millibili en þess á milli eru tímabil hagvaxtar, uppgangs og lífskjarabata sem vara miklu lengur en kreppurnar. Í ríkjum sem byggja beinlínis á þeirri hugmyndafræði að hið opinbera eigi að stýra atvinnulífinu hafa tímabundnar kreppur ekki verið stærsta vandamálið heldur hitt, að lífskjörin eru til muna lakari og fyrirtækin ósamkeppnishæf miðað við lönd þar sem frjálst atvinnulíf hefur fengið að blómstra. Línan þar er ekki rykjótt upp á við heldur stöðug niður á við.

Árni HelgasonFormaður Heimdallar

Page 5: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

5

Atvinnulíf í höndum stjórnmálamanna?

Skýrar línur í borgar-stjórnarkosningum

Missum ekki trúna á okkur sjálf

Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið eru þeir sennilega fáir sem vilja snúa aftur til þjóðfélags þar sem stjórnmálamenn halda um alla þræði í atvinnulífinu. Flestir telja það eðlilegra fyrirkomulag að einstaklingar fái að spreyta sig á eigin forsendum og eigin ábyrgð. Og þar komum við einmitt að kjarna málsins – ábyrgðin verður að fylgja því frelsi og svigrúmi sem einstaklingum er veitt. Við verðum að hafa burði til að geta sett upp eftirlit sem nær almennilega utan um það sem er að gerast í atvinnulífinu og metur áhættuna í kerfinu með eðlilegum hætti. Og þegar stór fjármálafyrirtæki falla þá er óásættanlegt að allur almenn-ingur sitji eftir með kostnaðinn. Það var ekki síst þar sem stóri vandinn lá í hruni bankanna, þar sem eigendum þeirra hafði verið gefinn laus taumurinn en þess ekki gætt að ábyrgðin af því ef illa færi myndi ekki lenda á hinum sameiginlegu sjóðum landsmanna.

Framundan eru borgarstjórnar-kosningar eins og fjallað er um í þessu blaði. Þrátt fyrir að kosningar á sveitarstjórnastiginu sé oft kosningar smáu málanna, s.s hverfatengdra mála sem eru sjaldnast umdeild, þá er ljóst að tekist verður á um ákveðin grundvallargildi í þessum kosningum. Vinstriflokkarnir hafa lýst því yfir að þeir vilji nálgast vandamál borgarinnar með því að hækka skatta og taka stórt framkvæmda-lán á vegum borgarinnar til að auka enn frekar við skuldirnar. Sjálfstæðisflokkurinn með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fremsta í flokki hefur hins vegar hafnað slíkum leiðum og veitt það loforð að útsvarið muni ekki hækka á næsta kjörtímabili. Sú afstaða er skynsamleg og í anda þeirra gilda sem flokkurinn stendur fyrir um að það sé ekki sjálfgefið lögmál að stjórnmálamenn gangi stöðugt á skattfé borgaranna til að fjármagna hin og þessi verkefni og niðurgreiðslur.

Þótt verulega hafi gefið á bátinn á undanförnum misserum er fyrir öllu að ungt fólki missi ekki trúna á sjálft sig og framtíðina. Kreppan leysist ekki á kontórum embættismannanna eða með ræðuhöldum stjórn-málamannanna heldur hjá okkur sjálfum. Sú kynslóð sem er á skólaaldri í dag eða við það að ljúka námi á að geta litið stolt bara eftir 15-20 ár og sagt að þrátt fyrir erfiða tíma og mótlæti þá hafi þessi kynslóð unnið sig út úr vandnum og staðið sterkari á eftir.Ég vil að lokum færa ritstjóra, ritstjórn blaðsins og öðrum sem unnu að því kærar þakkir fyrir sína vinnu og hamingjuóskir með veglegt blað.

Page 6: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

6

Umbunum góðum kennurumNúverandi kerfi skilur eftir lítið svigrúm fyrir skólastjórnendur til að umbuna góðum kennurum. Þetta þarf að bæta, m.a. með því að brjóta upp kerfi miðstýrðra kjarasamninga. Ef ekki er hægt að umbuna kennurum í formi launabónusa verður að finna leiðir sem raunverulega hvetja kennara til að standa sig betur.Minnka stjórnkerfi borgarinnarÁ vettvangi borgarinnar starfar mikill fjöldi nefnda og ráða og ljóst er að verkefni þeirra eru mismikilvæg. Brýnt er að minnka umsvif kerfisins og lækka útsvar á móti. Heimdallur bendir á eftirtalin verkefni sem velta má fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að eyða peningum borgarbúa til að halda úti Fiskimannasjóð Kjalarnesþings, Kjarvalsstofu í París, Lána-tryggingarsjóði Kvenna, Afrétt-

armálum í landnámi Ingólfs, Búfjáreftirlitsnefnd og Sam-vinnunefnd miðhálendis.Valkostur A í skipulagsmálumSérstaða Reykjavíkur og sóknar- færi felst í þeim einstaka borgarbrag sem hún hefur. Valinn verði svokallaður val-kostur A í skipulagsmálum Reykjavíkurborgar sem felst í því að meginuppbygging á næstu árum verði í Örfirisey, Vatnsmýri og á þéttingarsvæðum í vesturhluta borgarinnar.

Góð þjónusta í strætó - ekki ókeypis!Fáir nefna verð sem ráðandi þátt þess að þeir nýti sér ekki þjónustu Strætó, nánast allir nefna einfaldlega þjónustuna sjálfa. Vagnarnir séu fáir, lengi á leiðinni, skýlin köld, ekki tekið við kortum o.s.frv. Því er borðleggjandi að töluvert svigrúm

er til að hækka fargjöldin. Taka ætti upp tímabilakort fyrir grunnskólanemendur í strætó og bjóða ætti upp á strætómiða í stykkjatali í verslunum og sjoppum. Núverandi greiðslukerfi er afar óskilvirkt, þar sem hvorki er tekið við greiðslukortum né gefið til baka.

Lífgum Lækjartorg viðNúverandi staðsetning Héraðsdóms Reykjavíkur drepur Lækjartorg. Finna ætti hentugra húsnæði undir dómshúsið og nýta núverandi húsnæði undir verslun, til dæmis kaffihús, flottan matvörumarkað eða tísku-vöruverslun á nokkrum hæðum. Með þessu mundi færast meira líf yfir Lækjartorg og með því að girða fyrir umferð að sumri til myndi myndast skemmtilegt samfellt göngusvæði allt frá Lækjartorgi og niður á Austurvöll.

Góðar hugmyndirÁ vettvangi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur verið staðið fyrir miklu og öflugu málefnastarfi varðandi málefni borgarinnar. Mikið af góðum hugmyndum kom fram sem væri gaman að sjá koma til framkvæmda á vettvangi borgarinnar. Hér að neðan eru taldar upp nokkrar af þeim tillögum og hugmyndum sem ungir sjálfstæðismetnn leggja áherslu á en nálgast má hugmyndirnar í heild sinni á vef Heimdallar, www.frelsi.is, undir flokknum „Okkar áherslur“.

Page 7: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

...að Reykjavíkurborg tekur samkvæmt áætlun fyrir árið 2010 um 90 milljarða króna í tekjur frá borgarbúum og aðilum í borginni, þar af koma um 50 milljarðar frá einstaklingum í gegnum útsvar og gjöld en um 40 milljörðum með öðrum tekjum?

...að vinstrimenn í borginni vilji bæta enn frekar í skatttekjur borgarinnar?

...að Reykjavíkurborg veitir fé í ýmis verkefni, m.a. Fiskimannasjóð Kjalarnesþings, Kjarvalsstofu í París, Lánatryggingarsjóði kvenna, afréttarmál í landnámi Ingólfs, búfjáreftirlitsnefnd og samvinnunefnd miðhálendis?

...að útsvar getur samkvæmt lögum hæst verið 13,28% en lægst 11,24%. Sveitarfélög geta ekki, jafnvel þótt þau vildu, verið með lægra útsvar þannig að sveitarfélag sem innheimti t.d. 10% útsvar myndi fremja lögbrot?

...að alls eru 77 sveitarfélög á Íslandi en að fyrir tólf árum voru þau 123 talsins?

...að aðeins tvö sveitarfélög innheimta lægsta útsvar sem lög leyfa, Skorradalshreppur og Ásahreppur?

...að í þeim sveitarfélögum sem innheimta lægsta útsvarið búa samtals aðeins 251 íbúi alls, þannig að heldur fáir njóta skattahagræðisins?

...að alls 16 sveitarfélög innheimta lægra útsvar en hámarkið samkvæmt lögum leyfir?

...að 79,3%, eða fjögur af hverjum fimm sveitarfélögum, innheimta hámarksútsvar?

Vissir þú...

Page 8: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

Fólk sem aðhyllist forræðishyggju, drottnunargjarnt og stjórnlynt fólk, gerir nú sitt besta til að afnema þetta frelsi - frelsið til að fara villu vegar, taka slæmar ákvarðanir eða lifa lífinu á hátt sem misbýður smekk og samfélagssýn þeirra. Á þessum vígstöðvum er orrustan um frelsi eða kúgun háð. Frelsisunnendur eru því knúnir til að standa vörð um vændi, nektardans, áfengisneyslu, reykingar og annað sem þeim býður ef til vill persónulega við. Hér er ekki

„Frelsi er ekki eftirsóknarvert nema því fylgi frelsi til að fara villu vegar“

Page 9: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

um annað að velja. Vinstrimenn eru nú við völd, og ef forræðishyggjuvaltarinn verður ekki stöðvaður áður en hann kremur undir sér frelsi Íslendinga til slæmrar breytni mun okkur reynast þeim mun erfiðara að stöðva hann síðar meir. Enginn þingmaður treystir sér nú í þessa vanþakklátu en lífsnauðsynlegu baráttu. Þingheimur hefur í skammsýni sinni og

sérhlífni hleypt hverju frelsisskerðingarfrumvarpinu í gegn á fætur öðru. Það er smánarlegt.

„Frelsi er ekki eftirsóknarvert nema því fylgi frelsi til að fara villu vegar“

Page 10: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

10

Gráðugt fólk. Siðlaust fólk. Valdasjúkt fólk. Oft er um að ræða einstaklega hæfileikaríkt, greint og heillandi fólk, og átök þessa fólks (stundum við gott fólk, stundum ekki) hafa mótað mannkynssöguna afar sterklega. Sagan virðist gefa til kynna grundvallarlögmál í mannlegu samfélagi: Alltaf eru talsverðar líkur á að gráðugt, siðlaust eða valdasjúkt fólk komist í æðstu valdastöður í valdakerfum allra samfélaga. Eitt helsta viðfangsefni þeirra sem elska frelsi, frið og mannréttindi hefur því verið að takmarka skaðann af þessu fólki: Að temja skrýmslin.

Enduróm af þessari hugsun má sjá í slagorðinu „Dreifður auður, dreift vald“, sem sést gjarna á mótmælaspjöldum nú til dags. Gott og vel. En þá vaknar spurningin: Hver á að dreifa auðnum og valdinu? Verður sá hinn sami

ekki sjálfkrafa valdamikill og auðugur úr hófi fram? Þeir sem tekið hafa svipuð verk að sér í fortíðinni hafa nær undantekningalaust umbreyst úr frelsishetjum í harðstjóra og kúgara. Í staðinn hafa mörg ríki brugðið til þess ráðs að dreifa auði og valdi gegnum tröllaukin velferðarbákn. Því miður fela þessi velferðarbákn í sér stórfellda millifærslu valds frá almenningi til embættismanna og skriffinna velferðarbáknanna, og þó valdníðslu þeirra séu nokkur takmörk sett með hinu lýðræðislega ferli fylgja þessum báknum afar slæmar hliðar-verkanir: Fleiri og fleiri verða háðir ríkinu um atvinnu og fyrirgreiðslu og missa þannig viljann til að bæta eigin stöðu. Þjóðfélagið almennt þarf að bera þungar skattklyfjar og efnahagslegar framfarir missa þannig þann slagkraft sem þær höfðu áður fyrr, fyrir tilkomu velferðarríkisins. Þetta eykur fátækt og fækkar tækifærum fólks.

Velferðarríkið leysir heldur ekki fyrsta vandamálið: Hvernig á að koma í veg fyrir að siðlaust fólk komist í valdastöður og valdi almenningi skaða með gjörðum sínum? Það samkrull ríkisvalds og atvinnulífs sem er bláköld staðreynd á öllum Vesturlöndum eykur stórkost-lega á þetta vandamál. Öll Vesturlönd eru velferðarríki að einhverju marki, og mörgum kæmi á óvart hversu langt Bandaríkin hafa færst í þá átt á síðustu áratugum. Við slíka þjóðfélagsskipan geta forkólfar í atvinnulífi beitt pólítískum tengslum sínum til að klekkja á samkeppnisaðilum sínum og koma sér í einokunarstöðu á markaði, eða einfaldlega til að tryggja sér óeðlilegar ríkisábyrgðir og fyrirgreiðslur líkt og við sáum í íslenska bankakerfinu í aðdraganda bankahrunsins 2008.

Græðgi og siðleysi

Skrýmslið tamiðEftir Þórarin Sigurðsson

Page 11: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

11

Frjáls markaður með lágmarks-ríki býður okkur upp á eðlilega lausn á þessu vandamáli. Hvernig? Svarið er einfalt. Þar sem ríkisvaldið er valdalítið er ekki sérlega heillandi fyrir gráðuga, siðlausa og valdasjúka fólkið að ná pólítískum frama - upp úr því er lítið að hafa í slíku þjóðfélagi, þar sem hið opinbera takmarkast í meginatriðum við löggæslu, landvarnir og annað slíkt. Til að öðlast alvöru auð, völd og frama neyðast skrýmslin okkar til að taka þátt í atvinnulífinu. Þannig neyðir þjóðskipulagið þetta annars hættulega fólk til að þjóna almenningi á einn eða annan hátt: Til að verða ríkur og valdamikill verðurðu að selja fólki eitthvað sem það vill kaupa af þér. Engar ríkisábyrgðir eru á afglöpum skrýmslanna, ólíkt því sem átti við í bankahruninu, svo afleiðingar illsku fólks takmarkast af eignarrétti annarra. Svigrúmið fyrir illvirki er stórminnkað í slíku þjóðfélagi.

Á Rás 1 var áhugaverður um-ræðuþáttur föstudaginn 16. apríl um fimmleytið, þar sem svipuð efnistök voru til umræðu. Þar voru stödd þau Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrverandi formaður Alþýðuflokksins og jafnaðarmaður, og með þeim í

för var Herdís Þorgeirsdóttir. Umræðuefnið var skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis, íslensk stjórnsýsla, spilling og annað þar fram eftir götunum. Öll virtust þau vera sammála um að stjórnkerfi Íslands sé, og hafi verið, gerspillt. Þegar svo spillt stjórnkerfi tók sér svo að móta umhverfi fyrir íslensku bankana var ef til vill óhjákvæmilegt að illa færi. En hvað getum við gert til að breyta hér málum til hins betra? Ekkert þeirra gat boðið upp á innihaldsríkt svar. Öll töluðu þau um að „bæta stjórnmálamenninguna“, í ein-hverri óskýrri von um að gera siðbót á valdakerfum landsins. Hugmyndafræði Ögmundar og Jóns, félagshyggjan, kann engin svör við þessari stóru spurningu. Því er löngu er orðið tímabært fyrir Ísland, sem og önnur Vesturlönd, að skipta yfir í einu hugmyndafræðina sem býður upp á frjálst, frjótt, kraftmikið og mannúðlegt samfélag: Alvöru frjálslyndi.

Page 12: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

Skipar 9. sætið á lista SjálfstæðisflokksinsHildur Sverrisdóttir

Hver eru helstu hagsmunamál ungs fólk í aðdraganda þessara kosninga?Ungt fólk þarf að vita að í Reykjavík bíður þeirra tilvera sem mun bjóða upp á tækifæri. Það er ekki borgaryfirvalda að ákveða í hverju tækifærin liggja eða á að hvaða grundvelli, heldur verður að bjóða upp á umhverfi þar sem þau þrífast.

Með hvaða hætti getur ungt fólk blandað sér meira í ákvarðanatöku í borginni?Ég held að stjórnmálin séu að breytast á þann veg að ákvarðanir verða í meira mæli færðar til fólksins sjálfs. Það er aukin krafa um að stjórnmálamennirnir taki ekki allar ákvarðanir, enda er það svo að fólkið sjálft veit oft mun betur hverjir hagsmunir þeirra eru. Ég held að þetta verði fyrirkomulagið í sveitarstjórnarmálum framtíðarinnar þar sem mörg verkefni eru prýðilega til þess falinn að setja þau í beina kosningu, t.d. skipulag í hverfum og forgangsröðun fjárhagsáætlana Ég hef einnig velt því upp hvort hægt að taka þetta beina lýðræði lengra en það, og bera til dæmis ýmis önnur „huglægari mál“ undir beina kosningu, eins og til dæmis hvort eigi að leyfa eða banna rekstur spilavíta. Einnig finnst mér að samfélagsleg meðvitund og skoðanir á umhverfinu er stjórnmálaþáttaka. Ef hrunið hefur kennt okkur eitthvað þá er það að það þarf að vera móttækilegur og gagnrýnin á samfélagið. Hvaða áherslumunur er á flokkunum í aðdraganda kosninganna?Fyrst og fremst er að finna áherslumun hjá flokkunum varðandi fjármálastefnu. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki hækka skatta, einfaldlega þar sem það er mat okkar að Reykvíkingar þola ekki að það sé tekið meira af laununum þeirra til hins opinbera. Vinstri græn hafa hins vegar sagt að það eigi að hækka skatta til að verja velferðarkerfið. Það er ágætis pólitík í sjálfu sér en hún er ekki nauðsynleg í dag. Í Reykjavíkurborg hefur ekki verið gefinn neinn afsláttur af velferðarkerfinu og börn, eldri borgarar og þeir sem þurfa aðstoð hafa ekki fundið mikið fyrir breyttum aðstæðum. Hins vegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Hönnu Birnu gert ótrúlega hluti á erfiðum tímum sem hafa skilað sér í því að borgin er rekin án halla og það án þess að hækka skatta heldur með hagræðingu og nýjum vinnubrögðum. Einnig get ég nefnt að öfugt við Samfylkinguna hefur Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki viljað skuldbinda borgina mörg ár fram í tímann með lántökum til að setja í atvinnuuppbyggingu einfaldlega vegna þess að nú þegar er borgin að bregðast við þessum vanda að eins miklu leyti og er hægt, og það er óþarfi að skuldbinda borgina mörg ár fram í tímann þegar enginn hefur hugmynd um hvort að hér vænkist hagur svo að atvinnuuppbygging eigi sér stað án afskipta hins opinbera, sem er auðvitað best þar sem almennt býr hið opinbera ekki til peninga.

Page 13: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

Pawel BartoszekSkipar 18. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins

Hvað finnst þér brenna helst á ungu fólki núna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar?

Ég hef verið að banka upp á hjá ungu fólki m.a. á stúdentagörðunum og tala borgarmálin og bara pólitík almennt. Ég hef verið að tala mest um

strætó, reiðhjólamál, flugvöllinn og svona græna málaflokka, það er kannski meira það sem brennur á mér, heldur en þeim en ég hef

átt mjög mörg löng og ánægjuleg samtöl við stúdenta um þessi mál og það er gott að heyra hvernig viðhorf til fjölbreyttari samgöngumáta hefur breyst. Svo hefur Besti flokkurinn auðvitað verið nefndur líka. Hvaða valkostir eru í boði í samgöngumálum hér innanbæjar og hvernig stendur á því að ríkið niðurgreiðir ákveðna valkosti en ekki aðra?

Sko, það er náttúrlega bíllinn, strætó, reiðhjól og fætur. Ég nota flesta af þessum valkostum í hverri viku, og það finnst mér að ætti að

vera helsti kostur af því að búa í borg að maður á að valið hverning maður ferðast. Það er eitthvað bogið við samgöngukerfið þegar

menntaskólanemi sér engan annan kost í stöðunni en að bruna niður Ártúnsbrekkuna, einn í bíl, á hverjum morgni, eða að menn keyri á

djammið og láti síðan skutla sér næsta morgun til að sækja bílinn. Við eigum að geta boðið betri valkosti.

Ein ástæðan fyrir því hvernig hefur farið er að vegakerfið er sósíalískt í eðli sínu. Það er innheimt inn í kerfið með sköttum

kerfið er byggt upp í samræmi við “þörf ” en ekki framboð eða eftirspurn. Þannig hafa menn fjárfest gríðarlega í vegakerfinu og tryggt nægt framboð bílastæða með reglugerðum. Það er ekki skrýtið að menn hafi “valið einkabílinn” þegar þetta er staðan. Mér hefur fundist skrýtið hvernig sumir atast endalaust út í strætó. Strætó er þó rekinn að einhverjum hluta á markaðslegum forsendum, annað en vegakerfið sem nánast einungis er rekið með skattheimtu og gríðarlegum opinberum útgjöldum.

En á að vera ókeypis í strætó?Nei. Þar sem almenningssamgöngur eru góðar eru þær ekki ódýrar. Stök ferð í miðbænum í Köben kostar nú 850 krónur. Fólk er tilbúið að borga fyrir að nota góða þjónustu en það þarf að borga fólki til að þaðnenni að nýta sér vonda þjónustu. Og ég vil að strætókerfið verðigott. Það er kannski allt í lagi að fara í kynningarverkefni eins og

nemakortin til að kynna fólk fyrir þjónustunni, reyna að fá fólk inn ívagnanna. En til lengdar á þessi þjónusta ekki að vera ókeypis.

Page 14: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

14

Frelsi er vel til þess fallið að auka gæði og á því er skólahald engin undantekning. Þótt margir fussi og sveii yfir einkareknu skólakerfi hefur verið fundin leið sem færir samkeppnina í skólakerfið án þess þó að neins konar einkavæðing eigi sér stað. Sú leið hefur verið farin í Garðabæ og hefur gefið góða raun. Leiðin sem Garðabær hefur farið felst í því að peningaupphæðin sem hvert barn kostar skólakerfið Garðabæ fylgir barninu í þann skóla sem barnið fer í en ekki eins og annars staðar þar sem fjöldi nemenda í hverjum skóla er fyrirfram ákveðinn af yfirmönnum. Þetta þýðir að skólarnir verða að keppast um að fá til sín nemendur, og fjármagn eftir því. Haldnir eru fundir fyrir hvert skólaár þar sem foreldrar barna sem byrja í 6 ára bekk eru boðaðir. Þar eru haldnar kynningar á skólunum og skólastefnunum sem standa til boða og auðveldar þetta foreldrum valið á skóla fyrir börnin sín. Nokkrar skólastefnur eru í boði í Garðabæ og eykur það líkurnar á að finna skóla við hæfi barna í Garðabæ heldur en annars staðar og ánægja foreldra og nemenda því meiri. Þetta er gott og einfalt dæmi um holla samkeppni sem er til komin á mjög einfaldan hátt. Auðvelt ætti að vera fyrir önnur bæjarfélög að taka þetta upp eftir Garðabæ enda setur þetta meiri kröfur til skólana sjálfra um endurskoðun á oft á tíðum úreltri stefnu. Aukum frelsi skólanna sjálfra, minnkum skriffinnskuna í bæjarstjórnum landsins og leyfum börnum og foreldrum þeirra að njóta ávaxtanna.

MenntamálSkólakerfi Garðabæjar

Page 15: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

15

Gerðu það sjálfur í 6 einföldum skrefum

Bankahrun

#1

#4

Taktu lán í banka til þess að kaupa þann sama banka.

Sástu myndina The Hangover? Hegðaðu þér eins!

#2

#5 Eyddu eins miklu og þú getur á sem skemmstum tíma svo lánadrottnar þínir fái sem minnst til baka. Mundu þó að eiga alltaf nóg eftir fyrir Diet Coke.

#3

#6 Þegar allt er að hruni komið færiru allar eignir bankans á eiginkonuna, skuldirnar á hundinn og ábyrgðina á gjörðum þínum á Seðlabankann.

Til hamingju. Þú ert nú siðferðilega gjaldþrota, rúinn mannorði þínu, en átt þó nóg fyrir Diet

Coke og köfunarnámskeiði á Tortola.

Page 16: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

16

Hefði hugmyndin mín kannski verið besta fjárfestingin?

Lífeyrissjóðirnir tapa 500 milljörðum?

Í mörg ár hef ég barist fyrir þeirri hugmynd að lífeyrissjóðirnir legðu fjármuni

til byggingar íbúðarhúsnæðis fyrir eldri borgara og létu af þeirri glórulausu

fjárfestingarstefnu og því sukki sem viðgengist hefur.

Svörin hafa verið þau að samkvæmt lögum mættu lífeyrissjóðirnir

ekki fjárfesta á þennan hátt heldur ættu eingöngu að hámarka arðsemi.

Nú væri þetta arðsamasta fjárfestingin eftir allt saman.

Helgi Vilhjálmsson, íslenskur ríkisborgari

PIP

AR

\TB

WA

- SÍA

\ 10

1283

Page 17: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

17

Hefði hugmyndin mín kannski verið besta fjárfestingin?

Lífeyrissjóðirnir tapa 500 milljörðum?

Í mörg ár hef ég barist fyrir þeirri hugmynd að lífeyrissjóðirnir legðu fjármuni

til byggingar íbúðarhúsnæðis fyrir eldri borgara og létu af þeirri glórulausu

fjárfestingarstefnu og því sukki sem viðgengist hefur.

Svörin hafa verið þau að samkvæmt lögum mættu lífeyrissjóðirnir

ekki fjárfesta á þennan hátt heldur ættu eingöngu að hámarka arðsemi.

Nú væri þetta arðsamasta fjárfestingin eftir allt saman.

Helgi Vilhjálmsson, íslenskur ríkisborgari

PIP

AR

\TB

WA

- SÍA

\ 10

1283

Page 18: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

Félagshyggja er stjórnmálastefna sem grundvallast á þessari meginhugsun: Almenningur á að eiga rétt á eins mikilli þjónustu frá hinu opinbera og efni standa til. Ríkisvaldið á að gegna lykilhlutverki í að móta samfélagið, og með því að auka smám saman við þau réttindi sem allir njóta til jafns, óháð tekjum, kyni og öðrum slíkum þáttum, verður samfélagið mannúðlegra, skipulegra og réttlátara. Því miður getum við ekki alltaf treyst fólki fyrir að taka skynsamlegar ákvarðanir um líf sitt: Fólki almennt er ekki treystandi fyrir fullu frelsi, og skipulag að ofan mun á endanum stýra samfélaginu til hagsældar og framfara, þó það kosti háa skatta, boð og bönn. Við getum heldur ekki treyst á að fólk hjálpi hvort öðru, því ekki eru allir góðviljaðir að eðlisfari. Þess vegna á ríkið að vera eins og smalinn sem rekur búfénaðinn í átt að bestu vatnsbólunum og grænasta beitilandinu.

Við eigum að elta uppi þá afvega- leiddu sauði sem þrá að feta ótroðnar slóðir, klífa fjallstinda og fara sér jafnvel að voða. Við rekum þá aftur til hjarðarinnar með blíðri festu, og minnum þá á að hagsmunum hjarðarinnar er best þjónað þegar sauðirnir leyfa hinum vel-upplýsutu hjarðmönnum að ráða för. Í stuttu máli: Félagshyggja er stjórnlyndi, stefna sem vegsamar samhljóm, skipulagt samfélag þar sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar taka sem flestar ákvarðanir fyrir hönd almennings.

félags

hyggja

Page 19: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

Frjálslyndi er stjórnmálastefna sem

grundvallast á þessari meginhugsun: Fólk á að vera eins frjálst og mögulegt er, svo lengi

sem frelsi þess skerði ekki frelsi annarra. Enginn fámennur hópur er fær um að skipuleggja

þjóðfélagið jafnvel og frjáls almenningur. Þegar fólk axlar ábyrgð á lífi sínu, hjálpar þeim sem eru hjálpar þurfi af eigin frumkvæði, og fær svigrúm

til að láta drauma sína rætast án valdbeitingar að ofan, þá fyrst nær siðmenning

okkar á hærra

stig. Við teljum

að frjáls samskipti og samvinna manna á milli séu í eðli sínu

af hinu góða, en að valdboð að ofan sé í eðli sínu vandmeðfarið og hættulegt frelsinu.

Mennirnir eru ófullkomnir, og frjálst þjóðfélag verður eftir því ófullkomið, og við sættum

okkur við það: Við trúum ekki að tilgangurinn helgi meðalið. Við höfnum þeirri freistingu að beita ríkisvaldinu til að þvinga sýn okkar

upp á almenning. Í staðinn treystum við fólki fyrir að skapa eigin örlög, leita hamingjunnar á

eigin forsendum og skapa betra þjóðfélag. Þó við hrösum og villumst á leiðinni kemur ekki annað til greina en að halda í frelsið. Í stuttu

máli: Frjálslyndi er umburðarlyndi, stefna sem vegsamar fjölbreytni, frjálst og óþvingað

samfélag manna.

frjálslyndi

Page 20: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

20

Mordor byggði á öðru þjóðfélagsskipulagi en önnur ríki í Miðgarði. Í öðrum ríkjum Miðgarðs bjuggu þegnarnir almennt við talsvert frelsi og mannréttindi, en Mordor byggði á miðstýrðum ríkisbúskap. Stofnandi Sovétlýðveldisins Mordor, Sauron, hóf feril sinn sem hugsjónamaður með drauma um betri heim. Þrátt fyrir vafasaman bakgrunn sem stríðsglæpamaður á öldum áður ákvað hann að koma á fót fyrirmyndarríki, þar sem hann myndi

gera óskaþjóðfélag sitt að raunveruleika, sama hvað það kynni að kosta. Fljótlega varð íbúum Miðgarðs ljóst að þessi nýi nágranni var, þegar til kastanna kom, fullkomlega tilbúinn að fórna frelsi, hamingju og og mannslífum fyrir markmið hins nýja þjóðfélags, “Jöfnuð, Einingu, Samkennd”, eins og hann kallaði það. Allir atvinnuvegir voru þjóðnýttir og allur einkarekstur bannaður. Þegnarnir voru svo látnir þræla nær launalaust á samyrkjubúum

Page 21: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

21

í eyðilegum suðurhluta landsins, og reisa stórbrotin hernaðarmannvirki til dýrðar alþýðunni við afar slæman aðbúnað í eldvirkum norðurhluta landsins. Algerri hlýðni var framfylgt af mikilli grimmd, og þeir sem dirfðust að gagnrýna stjórnvöld voru umsvifalaust sendir í þar til gert Eldfjallagúlag, þar sem þeir voru látnir hreinsa nýrunnið hraun af þjóðvegum Mordor nálægt eldfjallinu mikla, Dómsdyngju. Leynilögregla Augans Mikla bældi niður alla andspyrnu og braut

markvisst niður baráttuvilja almennings. Hvort Sauron hafi nokkurn tíma þótt hann hafa náð markmiðum sínum, eða hvort hann hafi einfaldlega látið spillast af því ægivaldi sem hann tók sér yfir alþýðu manna, mun líklega aldrei koma í ljós. En eitt er víst: Íbúum Miðgarðs datt aldrei í hug að endurvekja Mordor-Kommúnismann að loknum hetjudáðum Fróða og félaga, og þeirra mannfórna sem þeim átökum fylgdu - ekki einu sinni að hluta til.

Page 22: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

Dagur B. Eggertsson getur oft verið skondinn og vakti það mikla kátínu þegar hann sagði að aðferðir félagshyggjumanna hefðu reynst vel í gegnum tíðina við að leysa kreppur.

Eins og sönnum jafnamarmanni sæmir hefur Dagur kolrangt fyrir sér. Staðreyndin er sú að yfirleitt er það stefna jafnaðarmanna sem veldur kreppum. Lausnir jafnaðarmanna fela alltaf í sér hærri skatta, aukin ríkisútgjöld og aukna miðstýringu, en allt veldur þetta sársaukafyllri og lengri kreppum en þörf er á til að framkvæma eðlilegar leiðréttingar á hagkerfum í kjölfar bólutíma.

Eðlileg niðursveifla í kjölfar bólu í hagkerfi Bandaríkjanna varð að stórhamförum vegna ótrúlegra af-glapa seðlabanka Bandaríkjanna og stórtækra, vanhugsaðra og afar skaðlegra ráðstafana alríkisins. Þessi velviljuðu hermdarverk gerðu úlfalda úr mýflugu, úlfalda sem við köllum nú Kreppuna miklu.

Við getum þakkað auknum ríkis-útgjöldum, meiri skattheimtu og nýjum viðskiptahöfum í kjölfar ósköp

Page 23: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

venjulegrar kreppu, sem hófst árið 1929, fyrir allar þær óhugnanlegu myndir af sveltandi, atvinnulausu fólki sem fylgja gjarnan sögu-skýringum við þennan tíma. Þó bar hið opinbera meiri sök, bæði á Kreppunni miklu og á kreppu dagsins í dag, en felst í að klúðra málunum eftir á. Málunum var svo sannarlega líka klúðrað fyrir kreppu, og þar er átt við ýmislegt djúpstæðara en það sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

Hið opinbera stórjók nefnilega ójafnvægi í hagkerfum heimsins með ríkisábyrgðum á gjörðum fjármálafyrirtækja og fleiri skað-legum inngripum í efnahagslífið, til að mynda með því að reka seðlabanka, sem búa við einokun á útgáfu gjaldmiðla. Reynslan sýnir að miðstýring ræður almennt ekki við flókin mannleg kerfi, þar þarf ekki að líta lengra en til Sovétríkjanna sálugu. Það sama gildir að sjálfsögðu um seðlabanka: Ríkinu mistókst að stjórna verðlagningu á peningum (sem er það helsta sem seðlabankar gera). Ríkinu mistókst það í aðdraganda Kreppunnar miklu. Ríkinu mistókst það í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Og ríkinu mun mistakast það aftur með skelfilegum afleiðingum nema eitthvað sé gert í málinu: Nema verðmyndun á peningum eigi sér stað á frjálsum markaði, og nema ríkið hætti að ábyrgjast glæfralegar gjörðir fjármálafyrirtækja og annarra stórfyrirtækja í samfélaginu.

Page 24: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

Nú, þegar Íslendingar upplifa sína fyrstu hreinu Vinstristjórn, er eðlilegt að spyrja hvaða framtíðarsýn leiðtogar okkar, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir hafa í huga fyrir komandi kynslóðir. Staðreynd málsins er sú, að Vinstristjórnin hefur þegar hafist handa við að móta samfélagið í sína mynd. Skötuhjúin í Stjórnarráðinu draga sér sífellt stærri hluta af tekjum fjölskyldna og fyrirtækja. Sífellt minnkar ráðstöfunarfé fjölskyldnanna, sem gerir þeim erfiðara um vik að standa skil á afborgunum og daglegum útgjöldum, hvað þá að koma efnahagslífinu í gang með kaupum á vörum og þjónustu.

Ekki þarf doktorsgráðu í hagfræði til að sjá hversu skaðlegar þessar ráðstafanir ríkisvaldsins eru efnahagslífinu. Þá kunnu lesendur að spyrja sig: "Af hverju gera þau þetta þá?" Ekki er það til að reisa við efnahag þjóðarinnar. Ekki er það heldur til að auðvelda fólki að takast á við erfitt árferði. Það er einfaldlega vegna þess, að í herbúðum Vinstristjórnarinnar er það sérstakt markmið að auka umfang ríkisins og jafna tekjur, þó aðgerðir þeirra skili sér í aukinni fátækt og skertum tækifærum fólks til að bæta stöðu sína. Vinstriflokkarnir fylgja nefnilega hugmyndafræði félagshyggjunnar. Hún gengur, í stuttu máli, út á að ríkið eigi með öllum tiltækum aðferðum að koma í veg fyrir að sumt fólk geti haft það betra en annað fólk, þó þær aðferðir geri alla í þjóðfélaginu - líka þá fátæku - fátækari til langs tíma litið. Til að ná þessum markmiðum sínum heimtar ríkið háa skatta af

Þjóðfélagí fjötrum

Page 25: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

fyrirtækjum og einstaklingum, til að nota í ýmis verkefni sem eiga að gagnast þeim fátæku. Þessu má líkja við að bera vatn í lekri fötu: Reynslan hefur sýnt að ríkið fer jafnan mjög illa með þá fjármuni sem það tekur sér, sólundar þeim í óskilvirkar stofnanir sem skila að lokum mun verri og minni þjónustu en fólk hefði annars geta keypt hvert af öðru með þeim peningum sem það þénar. Þetta á jafnt við um fátæka sem ríka.Í hugsun félagshyggjumanna er líka fólgin lífsstjórnunarstefna: Þeir vilja að hið opinbera þröngvi lífsskoðunum sínum upp á almenning. Þetta er meðal annars gert með boðum og bönnum, skattlagningu og höftum, niðurgreiðslum og ívilnunum: Hegðun sem er óæskileg að mati stjórnvalda, eins og reykingar eða neysla gosdrykkja, er skattlögð eða bönnuð, og ákveðnir atvinnuvegir sem njóta blessunar yfirvalda, svo sem landbúnaður og ýmis stóriðja, njóta sérstakrar niðurgreiðslna og

ívilnana á kostnað annarra atvinnugreina, sem fjármagna þessa forgangsmeðferð með háum sköttum. Við okkur Íslendingum blasir val. Viljum við skapa hér þjóðfélag þar sem ráðherrar, embættismenn og pólítískir starfshópar, fólk sem er ekkert betur gefið en við, ráðstafar fyrir okkar hönd meirihluta þeirra verðmæta sem við sköpum með vinnu okkar? Viljum við til frambúðar búa við þjóðfélag þar sem stjórnvöld refsa fólki fyrir að skara fram úr, skapa verðmæti eða lifa lífinu eins og við viljum? Vilt þú búa í þjóðfélagi þar sem ríkið ákveður hverjir mega vera í stjórn fyrirtækis þíns, hvort þú megir dansa nakinn uppi á sviði, spila póker, kaupa gjaldeyri eða fara á rúntinn með vinum þínum í framhaldsskóla? Ef svarið er nei, þá berum við skyldu til að veita félagshyggjuöflunum andspyrnu.

Page 26: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

Hægrimenn eiga það allir sameiginlegt að aðhyllast frjálst markaðshagkerfi sem grund-vallast á samkeppni. Það er ekki af því þeir halda að slíkt kerfi sé með öllu gallalaust, heldur af því þeir trúa því að það skapi meiri hvata til hagsældar öllum til handa en nokkuð annað þjóðfélagsskipulag. En hvað eiga þeir við þegar þeir tala um frjálst markaðshagkerfi? Frelsi í viðskiptum er ekkert frábrugðið frelsi til orða og athafna – þ.e. frelsi hvers einstaklings má aldrei ganga á frelsi og réttindi annarra í samfélaginu. Þess vegna trúa hægrimenn því að ákveðnar forsendur verði að vera fyrir hendi til þess að markaðshagkerfið geti sinnt hlutverki sínu og geti með réttu kallast frjálst.Þeir telja til dæmis mikilvægt að eignarréttur sé skýrt skilgreindur, að samninga skuli halda og að fólk sem á í viðskiptum hafi sambærilegar upplýsingar um vöruna sem verslað er með, svo enginn geti gengið á rétt annars með blekkingum. Það er líka ein forsenda markaðshagkerfisins að fyrirtæki mismuni ekki einstaklingum öðruvísi en á grundvelli hagnaðarvonar. Einnig rétt að nefna að meðgjöf hins opinbera með stökum atvinnu-

vegum er ekki til þess fallin að efla heilbrigða samkeppni.

Það er vandséð hvernig bankakerfi sem grundvallaðist á flóknum krosseignatengslum, ríkisábyrgð, földu eignarhaldi, yfirþyrmandi vildarlánum til eigenda í skjóli bankaleyndar og bókhaldsbrellum sem gáfu fegraða mynd af fyrirtækjum gat uppfyllt neitt þessara skilyrða frjáls markaðar.

Enda heyrist ekki í neinum hægrimanni verja þessa galla, heldur aðeins gagnrýna þá. Þeir vilja skýrar og sanngjarnar leik-reglur sem tryggja að frelsi banka og annarra fyrirtækja gangi ekki á frelsi og réttindi viðskiptavina þeirra og án þess að þær íþyngi rekstri þeirra. Það eru því algjör öfugmæli að klína bankakerfi sem grundvallaðist á því þveröfuga á frjálslyndi og hugmyndafræði um frelsi fyrir alla.

Frjáls

markaður

Page 27: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

markaður

Page 28: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

28

Page 29: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

Stærsta einstaka meinsemdin á Íslandi í kjölfar hrunsins eru gjaldeyrishöftin. Yfirvöld þurfa að róa að því öllum árum að losa þjóðina undan þeim, svo hér skapist aftur eðlilegt umhverfi fyrir fjárfestingar, og svo fólk öðlist aftur eðlilegt frelsi til að ráðstafa eignum sínum. Samhliða afnámi haftanna er ekki nema eðlilegt að athuga hvort íslenska krónan sé endilega heppilegasti gjaldmiðillinn fyrir íslendinga til lengri tíma litið, en ókostir þess að vera með agnarsmáan gjaldmiðil í öldusjó alþjóðaviðskipta hafa sýnt sig vel undanfarna mánuði.Yfirvöld hafa staðið sig vel út frá sjónarmiðum markaðsbúskapar og mikilvægi þess að festa ekki ríkisrekið bankakerfi í sessi með því að hafa þegar

farið langleiðina með að einkavæða tvo af þremur stærstu bönkum landsins, Íslandsbanka og Arion banka, eftir að þeir lentu í ríkiseigu. Betur má hins vegar ef duga skal, en það á að vera forgangsatriði að koma Landsbankanum einnig úr ríkiseigu og í dreifða eignaraðild, helst áður en árið er liðið.Þá þarf einnig að gaumgæfa rækilega hvort gera þurfi breytingar á rekstrarumhverfi banka. Ljóst er að kerfið getur ekki rekið sig á inni-stæðutryggingu upp í rjáfur til langframa, og því þarf að skoða aðrar leiðir til að skapa traust um bankakerfið, og jafnframt fyrirbyggja að hrunið endurtaki sig. Leiðir í þá átt gætu t.d. verið aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, eða

svokölluð þröngbankastarfsemi. Þröngbankastarfsemi stunda bankar sem taka við innlánum, en lána ekkert út, heldur ávaxta innlánin með öruggum skuldabréfakaupum. Útlánin eru svo í umsjá banka með hlutafélagaformi.Skattahækkanir og niðurskurð-ur ríkisútgjalda eru banvænn kokteill þegar kreppir að, þó reyndar sé yfirvöldum sniðinn þröngur stakkur hvað það varðar vegna mikillar skuld-setningar hins opinbera. Það væri þó skynsamlegra að reyna að skera niður af ráðdeild í rekstri hins opinbera þannig að sem fæst störf glatist, og forðast eins og heitan eldinn að hækka skatta. Æskilegast væri þvert á móti að lækka skatta, einkum þá sem letja fjárfestingu og neyslu.

Hvert skal Stefna?

Page 30: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

30

Klofningur skekur Pólska bjórflokkinn!

Þótt húmor sé ekki það fyrsta sem kemur í hugann hjá fólki þegar það hugsar um stjórnmál hafa ýmsir spaugarar og grín-istar spreytt sig á vettvangi stjórnmálanna. Besti flokkur Jóns Gnarr býður nú fram í Reykjavík og nýtur nokkurrar hylli í könnunum en það er ekki fyrsta dæmið um að framboð, sem gangi út á að gera grín að stjórnmálum og stjórnmálamönnum, komi fram á sjónarsviðið.

Party! Party! Party!

Framboð með þessu glaðlega nafni bauð fram í Ástralíu árið 1989 og Hinn Stuttligi Flokkurinn bauð fram í Færeyjum árið 2004 en nafn þess flokks myndi útleggjast sem Skemmtilegi flokkurinn. Hér á landi hafa grín- eða ádeiluframboð ekki verið mjög algeng fram til þessa en Fram-boðsflokkurinn árið 1971 var bland af gríni og alvöru þótt ýmsir frambjóðendur þaðan hafi svo farið út í stjórnmálin á vettvangi annarra flokka.

Pólskir bjórbelgir verða þingmenn

Árangur grínframboða hefur allajafna ekki verið mikill.Yfirleitt hafa slík framboð ekki náð inn kjörnum fulltrúum. Á því eru þó ýmsar undan-tekningar. Í þingkosningunum í Póllandi árið 1991 náði Pólski bjóraðdáendaflokkurinn (Polska Partia Przyjaciół Piwa á pólsku, skammstafað PPPP) þeim merka árangri að vinna 16 sæti á pólska þinginu, eða um 3% atkvæða. Flokkurinn klofnaði síðar í fylkingar sem kenndu sig við annars vegar stóra bjóra og hins vegar litla

Húmor og pólitík

Bara að djókaEftir Árna Helgason

Page 31: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

31

• Suprise Party í Ástralíu,• Absoluletly Absurd Party og Canadian Extreme Wrestling

Party í Kanada,• Bandalag vinnufeiminna í Danmörku,• Andrés Önd flokkurinn í Svíþjóð og • The Church of the Militant Elvis Party • Death, Dungeons and Taxes Party• Fancy Dress Party• I Want to Drop a Blancmange Down Terry Wogan’s

Y-Fronts Party • Mongolian Barbecue Great Place to Party• Miss Great Britain Party • Teddy Bear Alliance• The hardcore you know the score party í Bretlandi.

bjóra og lognaðist svo út af en einhverjir þingmanna flokksins gengu inn í aðra flokka. Monster Raving Loony Party hefur boðið fram í Bretlandi nokkrum sinnum og náð inn fulltrúum í sveitarstjórnir en framboðið kom upphaflega fram til þess að mótmæla lágum kosningaaldri í Bretlandi. Grínframboð hafa kynnt sig undir ýmsum nöfnum og oft segir nafngiftin meira en mörg orð. Hér til hliðar eru nokkur dæmi:

Úr gríni í alvöruFramboð sem þessi eiga það sameiginlegt að þegar þau koma fram þá höfða þau til þeirra sem hafa litla trú á flokkakerfinu hverju sinni og sjá atkvæði greidd þessum flokkum ýmist sem ágætis áminningu fyrir hina hefðbundnu flokka eða þá

einfaldlega sem góðan húmor. Reynslan af grínframboðum sem komast til áhrifa hefur þó verið blandin og það sannast fljótlega að oft er auðveldara að sitja og gera grín að öllu saman en að vera beinlínis kominn í þá stöðu að þurfa að taka erfiðar

ákvarðanir og miðla málum. Þá er ábyrgðin og eftirfylgnin oft ekki mikil enda getur frambjóðandi grínframboðsins jafnan bent reiðum kjósendum á að framboð hans hafi jú allan tímann verið í gríni...

Page 32: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

32

Kjörtímabilið sem er að líða hefur verið ansi skrautlegt og þess verður ekki síst minnst fyrir furðulegar ákvarðanir í skipulagsmálum miðborgarinnar. Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg varið tals-verðum fjármunum til þess að viðhalda svonefndri „19. aldar götumynd miðborgarinnar“. Margir kunna að vera sammála borgaryfirvöldum um að nú-verandi götumynd sé fallegri en aðrar. Það er þó ekki þar með sagt að hún sé hin fegursta og geti þar að auki talist ómetanleg.Við Laugaveg 4 og 6 stóð til að reisa hótel, en borgaryfirvöld gripu inn í það með frægum hætti. Framkvæmdin var stöðvuð með kaupum borgarinnar á byggingarreitnum. Tilfelli Lauga- vegar 4 og 6 var vissulega sérstakt vegna þeirra pólitísku aðstæðna sem voru á þeim tíma. Gjörninginn er þó ekki hægt að fyrirgefa svo auðveldlega. Sérstaklega þegar við blasir að kostnaðurinn slagar

í tæpan milljarð króna. Fasteignin kostaði borgina 580 milljónir og að kaupum loknum ákvað borgarstjórn að verja 100 milljónum til viðbótar til fram-kvæmda á reitnum. Slíkar tölur væri mögulega hægt að fyrirgefa ef húsin hefðu verið byggð úr gulli eða viði úr Örkinni hans Nóa. Sú var alls ekki raunin.

Laugavegur 4 og 6 hafði helst unnið sér það til frægðar að hafa hýst Nike-búðina sálugu.Sjaldan er ein báran stök. Sem dæmi um aðrar gloríur borgarstjórnar má nefna Lækjargötu 8. Þar var eitt sinn til húsa hinn stórgóði veitingastaður Kínahúsið. Það hafði lengi staðið til að reisa nýtt hús á lóðinni, en borgarstjórn kom í veg fyrir það nú fyrir skömmu. Borgin samdi við eiganda fasteignarinnar því að ljóst var fyrir fram að borgin yrði skaðabótaskyld ef hún meinaði eigandanum um að byggja nýtt hús á lóðinni. Niðurstaðan varð sú, að eigandinn fékk greiddar 45 milljónir gegn því að ekki yrði hróflað við húsinu. Ég þekki ágætlega til Lækjargötu 8 og get fullyrt það með hreinni samvisku að sá kofi á hvorki sess í mínu hjarta né borgarinnar. Það eina sem verður saknað af Lækjargötu 8 er Kínahúsið.Borgarstjórn hefur gengið allt of langt í krossferð sinni í nafni fagurfræðinnar. Hvers

er erfitt að meta til fjárBlómlega miðborg

- www.gislimarteinn.is

Er sólargeislinn, sem skín á skartgripa-verslun Jóns Sigmundssonar nokkra

daga á ári, 580 milljóna virði?

Eftir Gísla Baldur Gíslason

Page 33: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

33

virði er sólargeislinn, sem skín á skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar við Laugarveginn nokkra daga á ári? Ef niðurstaðan er tæpur milljarður króna, þá er ekki allt með felldu! Afturhaldssöm byggingarstefna

borgarinnar skilar okkur ekki betri miðborg. Hún stöðvar upp- gang og dregur um leið úr hlut-verki miðborgarinnar. Ég á bágt með að trúa því að íslenskur arkítektúr hafi risið hæst fyrir tvö hundruð árum og það kemur

mér verulega á óvart að fagfólk trúi því sjálft. Við þurfum ekki að líta lengra en til Lundúna eða Berlínar, til að sjá að nýbyggingar geta blandast gömlum, sögu-frægum og fallegum húsum, með myndarbrag. En málið snýst ekki um það hvernig hús fólki finnst falleg. Fegurðin er jú afstæð. Markmið miðborgarinnar ætti alltaf að vera það, að skapa vettvang mannlífs og menningar. Því markmiði verður ekki náð með höftum á ráðstöfunarrétti fasteignareigenda. Gerræði yfir- valda í skipulagsmálum mið-borgarinnar undir merkjum svonefndrar húsfriðunar verður að stöðva. Fegurð borgar er mæld í mannlífi og menningu, ekki krúttlegum kofum.

Lækjargata 8, sannur gimsteinn Reykjavíkur sem ber að verja með kjafti og klóm

Laugavegur 4-6 hefur undanfarna mánuði gætt miðborgina lífi með þessum fallega, gráa vegg.

Page 34: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

34

Hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands

Brynjar Níelsson

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, er líklega flestum Íslendingum kunnugur enda hefur hann um árabil verið áberandi í umræðunni bæði vinnu sinnar vegna og fyrir greinarskrif sín á opinberum vettvangi. Í dag er Brynjar fastur penni á vefsvæðinu Pressan.is þar sem birtast reglulega pistlar eftir hann.

Einn slíkur pistill sem birtist þann 29. mars s.l. vakti mikla athygli og komst í dreifingu manna á milli. Fyrirsögnin var Frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil! og fjallar um aukna forræðishyggju í lagasetningum Alþingis sem fáir hafa opinberlega þorað að mótmæla. Í lok greinarinnar segir Brynjar; „Sá sem ekki treystir sér til þess að berjast fyrir frelsinu, þegar að því er sótt, á kannski ekki skilið að búa við það, eða hvað?“

Með það í huga ákvað Gjallarhornið að setjast niður með Brynjari og ræða frekar um frelsi og réttarríkið og hlutverk hins opinbera í frjálsu samfélagi.

Page 35: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

35

Gjallarhornið: Í grein þinni á Pressunni, "Frelsið er yndislegt", talaðir þú mikið um grundvallaratriði frjálsra þjóðfélaga, eins og atvinnufrelsi og athafnafrelsi. En þurfa venjulegir Íslendingar nokkuð að hafa áhyggjur af atvinnufrelsi og athafnafrelsi? Er ekki bara verið að banna það sem er sjúkt, öfgakennt og óheilbrigt?

Brynjar: Jájá, menn munu hafa áhyggjur af því, vegna þess að þetta hættir ekki þar. Það er eitt af stóru áhyggjuefnunum mínum. Við erum alltaf að glíma við einhverja óæskilega hegðun borgaranna eins og okkur finnst hún vera á hverjum tíma. Borgararnir eru of feitir. Þá þurfa stjórnvöld að fara að grípa í. Þetta byrjar með því að menn finna sökudólginn. Vandamálið sé skyndibiti. Í stað þess að vandamálið sé bara viðkomandi maður, sem borðar of mikið, þá verður vandamálið skyndibiti. Þið sjáið þetta líka kringum áfengi. Allar reglur varðandi áfengi eru hugsaðar út frá þeim sem misnota það. Ekki almennum neytanda vörunnar. Þetta er hugsað til þess að við förum ekki í út í vitleysu. Ég finn ekkert að því að menn hafi einhvern áróður um þetta.

En að glæpavæða alla þessa háttsemi, ég hef áhyggjur af því, því ég veit að það mun ekki leiða til góðs.

Gjallarhornið: Nú setja yfirvöld almenningi sífellt fleiri boð og bönn. Telur þú að þessar aðgerðir endurspegli breytta hugsun meðal almennings í kjölfar bankahrunsins, eða er ríkisstjórnin einfaldlega að nýta tækifærið til að koma þessum áhugamálum sínum í verk?

Brynjar: Ég hugsa að það sé blanda af hvoru tveggja. Menn eru að nýta sér hrunið til að koma sinni hugmyndafræði áfram, að búa til sitt fullkomna samfélag, og þess vegna þurfi að stjórna fólkinu. Eftir stríð var hugmyndafræðin þannig að þegar stjórnvöld hefðu yfirgnæfandi áhrif yfir lífi þegnanna, þá muni það kalla á kúgun, það muni kalla á stöðnun, það muni kalla á ófrelsi, og allt þetta. Og svo segja menn „Nú er komið hrun. Sjáið vitleysuna í kringum þetta, að hafa þetta frelsi!“ Menn tala um rústabjörgun. En það sem maður hefur áhyggjur af er að í þessari rústabjörgun - við getum kallað það vinstriflokkanna -

sé verið að breyta rústunum í eyðimörk með því að taka upp þessa gömlu hugmyndafræði. Í frjálsu, opnu samfélagi eru alltaf einhverjir sem gera eitthvað sem við viljum ekki, eitthvað sem þeir ættu ekki að gera. Þetta truflar okkur hin. En þrátt fyrir annmarkana á því að háttsemi manna sé ekki „góð“, þá er það samt betra. Þegar ég er að skrifa þessar greinar sem tengjast þessum vændiskaupum og nektardans, þá snýst það ekkert í mínum huga um það, eða þá háttsemi, heldur þá hugsun að ætla að fara að stjórna háttsemi frjáls og fullráða fólks að ofan. Við hættum þá að taka ábyrgð á eigin gjörðum.

Gjallarhornið: Þarf ríkið ekki að halda uppi ákveðnu lágmarkssiðferði í samfélaginu? Sumir hafa nú talað um það.

Brynjar: Af hverju á ríkið að gera það? Gerum við það ekki sjálf ? Auðvitað höfum við leikreglur. Ég er ekkert að finna að því. En það að hafa leikreglur um einhverja háttsemi manna er allt annað en að banna það per se. Það er mikill munur þar á.

Page 36: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

36

Gjallarhornið: Sú skoðun virðist njóta sífellt meira fylgis, að ríkið eigi að taka virkari þátt í móta samfélagið og þróun þess með boðum og bönnum. Þú heldur að slíkt geri meira slæmt en gott?

Brynjar: Jájá, miklu meira. Það mun bara valda kúgun, vegna þess að fólk hættir þessu ekki. Þá er farið að glæpavæða þessa hegðun, sem verður vont fyrir alla.

Gjallarhornið: Sem dæmi, þær og þeir sem stunda vændi og nektardans og annað slíkt, hvaða áhrif heldur þú að bann við vændi og nektardansi muni hafa á stöðu þessa fólks?

Brynjar: Hún mun verða verri, því þá mun starfsemin verða ólögmæt, og þá þarf að fela hana, og þá má ekki koma upp um hana, og þá mun þetta verða eins og fíkniefnaheimurinn. Allar uppljóstranir kalla á hótun. Þetta verður hótunarheimur, ofbeldisheimur í staðinn. Eins og allt sem er verið að glæpavæða með þessum hætti.

Gjallarhornið: Nú er farið að tala um bann á notkun ljósabekkja fyrir yngri en 18 ára?

Brynjar: Vandamálið með þetta, eins og allt annað af þessum meiði, er að það er verið að banna eitthvað vegna þess að einhver misnotar það. Þá get ég allt í einu ekki farið í ljós. Þegar ég var ungur maður lagði hjúkrunarfræðingurinn í skólanum mikla áherslu á að við færum í ljós: Það væri svo heilsusamlegt því við fengjum svo lítið sólarljós. Því er kannski fjöldi unglinga sem þyrfti á þessum ljósum að halda, en fá ekki að nota þau því einhverjir liggja í þeim daginn út og daginn inn.

Gjallarhornið: Það sem er gott fyrir suma er ekki endilega gott fyrir alla...

Brynjar: Ljósalampi sem slíkur er ekki hættulegur. Sykur er ekki hættulegur. Áfengi er ekki einu sinni hættulegt. En ef þú neytir of mikils af þessari vöru, þá getur það orðið þér til tjóns. Þetta er ekki flóknara en svo. Við verðum bara að bera ábyrgð á börnunum okkar. Ég myndi ekki leyfa sonum mínum að vera eins og leðurtuskur í framan - þá vissi ég að þeir hefðu verið of mikið í ljósum. Ég þarf að stjórna þessu. Og ef samfélagið ætlar alltaf að

fara að stjórna því, af því það kynni hugsanlega að valda meiri kostnaði en ella, þá geta menn spurt sig hvaða áhrif það hefði ef við værum öll föl og sólarþurfi. Menn geta velt þessu endalaust fyrir sér. En þarna eru menn að réttlæta boð og bönn með því að einhver misnotar réttindi sín. Ég tel þetta bara vera ávísun á enn meiri vandamál, þó það eigi kannski ekki endilega við um ljósabekkina. Ríkisvaldið ætti kannski frekar að hvetja fólk til að ala börnin sín upp í festu og aga, og stjórnvöld vera með einhvern áróður um slíkt, frekar en boð og bönn. Stundum dugar það bara ekki til. Stundum erum við með einstaklinga sem kunna ekki fótum sínum forráð, hvort sem það er í ljósabekkjum, drykkjuskap eða einhverju öðru. Við getum ekkert eytt því fólki. Böggull fylgir skammrifi hér eins og í öllu öðru.

Gjallarhornið: Þú vilt sem sagt meina að áhrif þess að þvinga þetta fólk til að hegða sér á ákveðin hátt séu slæm á heildina litið?

Brynjar: Já, almennt er það þannig. Við vitum um breyskleika mannsins, um galla hans og ófullkomleika.

Page 37: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

37

Því verður ekki breytt með því að banna hluti, banna klám, banna framhjáhald og svo framvegis. Auðvitað hafa svona bönn enga þýðingu. Ekki hvað varðar hvatir mannskepnunnar.

Gjallarhornið: Nú bönnum við til dæmis ýmsa hegðun sem eykur áhættu á valdbeitingu í garð annarra. Til dæmis bönnum við fólki að keyra undir áhrifum áfengis, þó í sjálfu sér sé það ekkert slæmt. Ástæðan fyrir banninu er að slík háttsemi eykur áhættuna á að skaða aðra. Þetta er kannski ekki svona klippt og skorið, hvar telur þú að við eigum að draga línuna?

Brynjar: Auðvitað er þetta klippt og skorið. Réttur minn bak við luktar dyr heimilisins, tveir fullfrjálsir einstaklingar að gera eitthvað - þar geta ekki verið almannahagsmunir. En það geta verið almannahagsmunir af því að ég geti gengið út á götu án þess að einhver fullur sé að keyra um, því þú átt ekkert endilega rétt á að keyra á þessari götu. Hver segir það? Þú bjóst ekki til þessa götu. Þannig að þetta er ekki sambærilegt dæmi. En þegar við erum að tala um fullráða einstaklinga

sem gera eitthvað heima hjá sér, eða hvar sem þeir eru, þá eru engir almannahagsmunir í því. Auðvitað eiga menn bara að viðurkenna að þetta er siðferðilegt atriði, og maður skilur það alveg út af fyrir sig. En þá þýðir heldur ekkert að hafa einhverjar fínar mannréttinda-reglur í stjórnarskránni, þar sem tíðarandi og smekkur hverju sinni ræður því hverju sinni hverjir eru almannahagsmunir. Þá erum við komin á sama stað og Íran og Írak og hvað þetta heitir, þar sem menn kenna fáklæddum konum um jarðskjálfta.

Gjallarhornið: Það er ein-mitt tilgangurinn með þessum ákvæðum í stjórnarskránni, ekki satt?

Brynjar: Jú, sá er tilgangurinn með þeim. Menn verða bara að sætta sig við háttsemi fólks sem er ekki þóknanleg meirihluta almennings hverju sinni. Við getum alltaf fundið einhver svona almannahagsmunarök fyrir hvaða banni sem er. Við hefðum getað fundið almannahagsmuna- rök fyrir að banna samræði fólks af sama kyni þegar HIV-veiran var sem verst hérna, því hún lagðist fyrst og fremst á

Page 38: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

38

homma. Hvað haldið þið að yrði sagt við því? Þessi háttsemi veldur álagi á heilbrigðiskerfið. Auðvitað datt engum það í hug, og ekki dettur mér það í hug heldur. Menn mega bara ekki gleyma þessum grunnatriðum: Að búa í frjálsu samfélagi hefur ýmsa ókosti, en þó fleiri kosti en að búa í samfélagi sem stjórnlyndi er alls ráðandi.

Gjallarhornið: Hvaða skoð-un hefur þú þá á sköttum og öðrum óbeinum höftum til að stýra hegðun fólks, eins og til dæmis óhóflegir skattar á sykur og áfengi?

Brynjar: Það er alveg sama vitleysan. Þetta tel ég algerlega galið. Mér þykir líka galið að nota skatta sem tekjujöfnunartæki, því þá er verið að mismuna mönnum. Skattur er lagður á sykur því einhver verður feitur af því að nota sykur óhóflega. En ég misnota ekki sykur og er ekki feitur, en vegna þess að einhver annar gerir það og er feitur þá hækkar ríkið útgjöld mín! Auðvitað berð þú ábyrgð á neyslu þinni. Það gerir hinn frjálsi maður í hinu frjálsa samfélagi. En ókei, ef við viljum ekki hafa frjálst og opið samfélag, og ekkert vera frjáls, þá geta menn alveg

haft þetta svona mín vegna. En þá dugir heldur ekkert að vera með þessi fínu mannréttinda- ákvæði í stjórnarskránni því þau eru þýðingarlaus.

Gjallarhornið: Í kjölfar bankahrunsins hafa margir misst trúna á frjálslyndi í efnahagsmálum og margir virðast líka hafa misst trúna á frjálslyndi í réttarfarinu líka. Hvað viltu segja við fólk sem hefur verið frjálslynt áður en er nú farið að hneigjast í stjórnlyndisátt?

Brynjar: Ég skil þetta fólk vel. Við erum nýbúin að upplifa hrun, og nú er slæmt ástand í þjóðfélaginu. Viðbrögð fólks eru skiljanleg. Þetta eru allt eðlileg viðbrögð. Þess vegna er ég að reyna að sýna fram á að þessar aðgerðir geri vont ástand enn verra. Þetta er ekki rústabjörgun, heldur er verið að gera rústirnar að eyðimörk. Ég hef áhyggjur af því. Þessi hugsun sprettur gjarna upp í svona ástandi, og ég vil biðja fólk að íhuga hvort rétt sé að fara þessa leið. Þessar leiðir, eins og sósíalismi og kommúnismi, hafa þegar verið reyndar annarsstaðar. Þar var ekkert tímabundið hrun, bara langvarandi eyðimörk, og slíkt mun aldrei ganga. Þess vegna er

ég að benda á þetta, ekki vegna þess að ég sé einhver sérstakur frjálshyggjumaður í sjálfu sér. Ég er borgaralega sinnaður maður, tel einstaklingsfrelsi og hið frjálsa, opna samfélag mjög mikilvægt, þrátt fyrir að margir geri alls konar vitleysu í slíku samfélagi. Auðvitað verður samt vitleysan ekkert minni þó hegðun fólks sé stýrt að ofan. Það fer bara meira undir, verður erfiðara við það að eiga, eins og með nektardans og vændi. Ég hefði svo sem engar sérstakar áhyggjur af þessu banni ef ég vissi ekki að þessi hegðun mun ekki hverfa. Hún verður ennþá meira ógnvekjandi, hún færist yfir í undirheimana. Það er alveg sama hvað þú reynir að banna fólki að sofa hjá, það mun alltaf sofa hjá. Þetta er auðvitað af sama meiði og þegar samkynhneigð var refsiverð - hér er um siðferðileg viðmið og tíðaranda að ræða. Nú eru menn að setja þessi siðferðilegu viðmið fram, allt í einu sem einhver mannréttindi! Þau hafa auðvitað ekkert með mannréttindi að gera. Ekki neitt! Fólk er bara á móti þessu. Þið sjáið hvaða hópar eru á móti þessu. Hópar sem kenna sig við feminisma, þ.e.a.s. þeir eru að bjarga konunni frá

Page 39: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

39

þeirri hegðun sem er þeim ekki þóknanleg. Auðvitað munu þeir ekkert bjarga henni úr því. Þetta er hluti af stærri hugmyndafræði þessa fólks, að konan sé þolandi í samskiptum við karlmanninn almennt. Karlmaðurinn sé vondur. Frá okkar sjónarhóli ríkir ógnarstjórn í íslömskum bókstafstrúarríkjum, þar sem konur eru þvingaðar til að vera kyrfilega klæddar frá hvirfli til ilja. Við teljum það meira að segja vera kvenfyrirlitningu. Þeir telja þetta hins vegar vera hið eðlilegasta mál.

Gjallarhornið: Þér finnst þetta ekki vera ósanngjarn samanburður?

Brynjar: Nei. Hann er nefni-lega ekki ósanngjarn. Þetta er í eðli sínu sami hluturinn. Við erum bara ekki komin svona langt. En þetta finnst þeim alveg sjálfsagt þar, og þeir vísa líka í almannahagsmuni. Eins og öll kúgun hefur alltaf verið. Þið munið kannski ekki eftir gömlu Sovétríkjunum, þið voruð kannski ekki fæddir þegar þau hrundu, en þeir höfðu stjórnarskrá með öllum sömu mannréttindaákvæðum og við erum með: Tjáningarfrelsi,

atvinnufrelsi og svo framvegis. En þeir mátu það þannig, að í hinu sósíalíska ríki sínu krefðust almannahagsmunir þess að menn væru ekki að boða einhverja frjálshyggju eða kapítalisma. Þá myndi ríkið hrynja - alveg rétt hjá þeim, í sjálfu sér. Þeir voru með öll þessi fínu ákvæði í stjórnarskrá en heftu tjáningarfrelsið með lögum því almannahagsmunir kröfðust þess. Við erum að gera það sama.

Gjallarhornið: Heldurðu að réttarríkið eigi undir högg að sækja um þessar mundir?

Brynjar: Já, mjög svo. Nú er uppi óvenjulegt óstand, og réttarríki eiga alltaf undir högg að sækja í óvenjulegu ástandi. Það gerist í Þýskalandi á 4. áratug síðustu aldar, það gerist alltaf þegar upplausn er í samfélaginu. Þá reynir á réttarríkið, og það er hættulegt ástand núna. Í svona ástandi fara menn einmitt að stjórna einstaklingunum að ofan, stjórnvöld fara að stjórna, og jafnvel það sem verra er: Telja sig vera að gera það í nafni einhverra mannréttinda. Mannréttindi eru einstaklings-bundin, þau varða ekki hópa, heldur eru þau einstaklingsréttur

gagnvart stjórnvöldum. Þegar stjórnvöld eru farin að banna einhverja háttsemi og bera fyrir sig mannréttindi, þá er auðvitað verið að snúa þessu öllu saman á haus.

Gjallarhornið: Að lokum, er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri við ungt fólk um þessi málefni?

Brynjar: Ég vil brýna fyrir fólki að hugsa sig vel um. Ég mæli með að fólk lesi mannkynssöguna, ég held að fólk læri mjög mikið af því að lesa mannkynssöguna og læra af reynslu kynslóðanna. Og að fólk geri sér grein fyrir að maðurinn er ófullkominn. Það er kannski mesti sjarminn við hann, í raun og veru, að hann skuli ekki vera fullkominn. Þið gætuð rétt ímyndað ykkur hvað lífið væri ömurlegt ef allir væru fullkomnir, við værum í fullkomnu samfélagi og enginn gerði neitt sem okkur þykir orka tvímælis. Að leyfa manninum að vera frjálsum eins og mögulegt er, þrátt fyrir að það kalli á ýmis vandamál. Að reyna að stjórna þessu að ofan með refsiviðurlögum muni í raun kalla á enn meiri vandamál, enn meiri hörmungar. Þetta er einföld speki þannig séð.

Ljósmyndir: Snorri Örn

Page 40: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

40

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þessi sundlaug alveg frábær. Hér áður fyrr þurfti maður að leita alla leið til Mallorca á Spáni til að finna laug sem jafnast á við þessa en nú má segja að hún sé í bakgarðinum hjá manni. Sigurður Magnússon fyrrverandi bæjarstjóri og bæjarstjórn hans má lof eiga fyrir þessa góðu hugmynd. Laugin bæði hressir, kætir og bætir.

Eitt hefur þó farið í taugarnar á mér síðan laugin var opnuð. Það eru allar þessar gagnrýnisraddir sem halda því fram að laugin hafi verið of dýr, að hún standi ekki undir sér, að hún setji sveitarfélagið á hausinn. Af hverju eru allir svona neikvæðir?

Í fyrsta lagi er hún ekki of dýr. Samkvæmt mínum heimildum kostaði laugin 2,9 milljarða að núvirði sem skal greiðast á næstu 28 árum. Það eru ekki nema rúmlega 100 milljónir á ári. Og þar sem við erum nú tæplega 2500 hér á Álftanesi þá kostar þetta ekki nema 40.000 krónur á ári fyrir hvern íbúa. Það er nú eiginlega ekki neitt. Ég er sko alveg tilbúinn að borga 40 stóra fyrir þessa frábæru sundlaug næstu 28 árin.

Í öðru lagi getur laugin verið hrein tekjulind. Það er staðreynd að sundlaugin er sú allra besta á Íslandi. Hún mun draga fólk hvaðanæva af landinu til sveitarfélagsins okkar og mun mala gull. Einnig á ég nokkra kunningja í Sosialistisk Venstreparti í Noregi og get ég komið lauginni á framfæri við þá. Ég er viss um að Kristin Halvorsen myndi heiðra okkur með nærveru sinni ef hún fengið boð um að heimsækja laugina.

Í þriðja lagi gæti laugin verið nýtt tákn sveitarfélagsins. Allt of lengi höfum við verið þekkt sem sveitarfélag forsetans. Mér finnst hins vegar að eftir embættisafglöp hans í Icesave-málinu ættum við að losa okkur við hann og vera frekar þekkt sem sveitarfélagið sem á bestu sundlaug norðan Alpafjalla. Við getum þess vegna breytt skjaldarmerki bæjarins; fjarlægt fuglinn og skellt sundlauginni í staðinn.

Staðreyndin er nefnilega sú við Álftnesingar kunnum að nýta peningana okkar. Í stað þess að eyða í vitleysu eins og flatskjái, bíla og húsnæði – bruðl – þá nýtum við peningana í hluti sem eru samfélaginu bráðnauðsynlegir. Við byggjum þjónustukjarna fyrir aldraða, íþróttavelli fyrir börnin okkar og sundlaug á heimsmælikvarða. Það er nefnilega í lagi að eyða mikið af peningum svo fremi sem peningum er eytt í eitthvað mikilvægt.

hugleiðingar vinstrimannsÁlftanes

Page 41: Gjallarhornið 1. tbl. 2010
Page 42: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

42

Page 43: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

43

Frjáls viðskipti milli landa leiða af sér að íbúar hvers ríkis framleiða það sem þeir eru góðir í og skiptast svo á vörum. Þetta er sambærilegt við það sem gerist á frjálsum markaði innanlands, þar sem hver einstaklingur starfar við það sem hann gerir best; skósmiðurinn smíðar skó, bóndinn ræktar matvörur og þeir skiptast svo á vörunum. Þeir eru báðir betur settir þannig en ef þeir myndu hvor í sínu horni reyna að rækta bæði mat og smíða skó á sjálfa sig. Tollar koma í veg fyrir slík frjáls

viðskipti, sem annars myndu leiða af sér meiri velsæld fyrir íbúa allra landa. Tollar eru gjöld sem hið opinbera leggur á innfluttar vörur. Hlutverk tolla er tvíþætt; annarsvegar aflar það ríkinu tekna og hins vegar er tollum ætlað að vernda innlendan iðnað, sem ekki stenst samkeppni við erlenda framleiðendur. Þar er jafnframt kominn stærsti gallinn við tolla; þeir valda því að neytendur á Íslandi niðurgreiða í rauninni óhagkvæman innlendan iðnað

- þeir valda því að neytendur fá minna fyrir peningana sína en ella. Þá hafa tollar jafnframt þau áhrif að fyrirtæki og ein-staklingar þurfa að eyða tíma og peningum í að leysa út vörur, sem myndu nýtast betur til að skapa raunveruleg verðmæti.Ísland á að gera íbúum sínum og heiminum öllum þann greiða að fella niður tolla einhliða. Það myndi leiða til betri lífskjara fyrir alla og að Íslendingar starfi í þeim atvinnugreinum þar sem verðmætasköpun þeirra er mest.

Gjaldeyrishöft voru sett á í nóvember 2008 til að verja gengi krónunnar, því fjárfestar höfðu í kjölfar bankahrunsins misst trúnna á íslenskum eignum og vildu losa sig við þær. Hvort sem það var rétt ákvörðun eða ekki að bregðast við með höftum, þá er allavega ljóst að gjaldeyrishöftin eru farin að valda íslensku samfélagi verulegum skaða nú.Hagfræðingar hafa sett nokk-uð góðar vinnureglur um gjald-eyrishöft við aðstæður á borð við þær sem Ísland glímir nú við. Í stuttu máli eiga þau að valda algjörri lágmarkstruflun á

rekstri fyrirtækja, seðlabanki má ekki nota þau til að halda gengi gjaldmiðilsins of háu, þau eiga að vera stranglega tímabundin og eiga aðeins að styðja við aðrar efnahagslegar umbætur, en ekki koma í þeirra stað. Stjórnvöldum hefur tekist að brjóta allar þessar reglurÍslenska hagkerfið þarf erlenda fjárfestingu, og það sem meira er, gengi íslensku krónunnar veltur á því að erlend fjárfesting komi inn í landið. Gjaldeyrishöftin eru einn stærsti þrándurinn í götu þeirra sem vilja koma með fjármagn inn í landið.Gjaldeyrishöftin virka eins og

viðvörunarskilti á íslenskum eignum – þau senda skilaboð um að hér sé ekki gott að fjárfesta. Fyrir það fyrsta er nokkuð víst að íslenska krónan muni veikjast eitthvað þegar þau verða loks afnumin. En það sem meira er, þá leyfa höftin innstreymi fjármagns í landið, en ekki útstreymi. Erlendir fjárfestar geta komið með peningana sína hingað, en þeir geta ekki tekið þá út aftur. Kemur einhverjum á óvart að fjárfestar skuli vera hikandi, þrátt fyrir að fjárfestingartækifæri hér á landi séu með þeim allra bestu á heimsvísu um þessar mundir?

Gjaldeyrishöft

Tollar

Page 44: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

44

Í nútímasamfélagi er umræða um trú oft álitin forboðin . Yfirleitt er talið að ekki sé til neitt eitt rétt svar og trú og trúrækni er oftast talin vera af hinu góða en þeir sem andmæla eru oft úthrópaðir öfgamenn. Miðað við mína reynslu er það að vera yfirleitt trúleysingi talið vera nokkuð slæmt.

Öfugt við það sem flestir telja er trú hins vegar ekki kjarni umræðunnar um aðskilnað ríkis og kirkju. Meira að segja eru helstu stuðningsmenn aðskilnaðar kirk- junnar frá ríkinu Sjöunda dags aðventistar. Trú og trúrækni skiptir engu í umræðunni því ástæðan fyrir því að barist er gegn Þjóðkirkju er sú að ríkið á ekki að skipta sér af jafn óáþreifanlegum hlut og trúnni. Þar að auki er rekstur Þjóðkirkju hrein og klár mismunun.

Hugtakið Þjóðkirkja felur í sér að ríkið styrki kirkjuna fjárhagslega, með öðrum orðum, Þjóðkirkjan er í raun ríkisrekið fyrirtæki. En

hvað er það annað en mismunun gagnvart öðrum trúfélögum? Hvers vegna á íslenska ríkið að styrkja hina Lúthersku kirkju en ekki Votta Jehóva, Múslimafélagið eða Sjöunda dags aðventista? Hvað er það sem gerir hina Lúthersku kirkju svona miklu betri en öll hin trúfélögin?

Þar að auki er mikilvægt að ríkið fari ekki að hafa áhrif á trúarskoðanir þegna sinna. En með Þjóðkirkju koma bersýnilega þessi áhrif í ljós; það þykir nánast óeðlilegt að vera ekki meðlimur Þjóðkirkjunnar. Börn sem ekki halda upp á jól og taka ekki þátt í kristinfræðikennslu í skólaum eru álitin skrýtin. Í landi þar sem trúfrelsi er í hávegum haft er óásættanlegt að einu trúfélagi sé hyglt með fjárframlögum, heimsóknum í skóla og kristinfræðikennslu.

Einnig er þörf á viðhorfs-breytingu almennings til trú-félagsskipta. Við fæðingu eru börn skráð í trúfélag móður,

án þess að þau hafi myndað sér sérstaka skoðun á því trúarbragði. Þar að auki er fermingaraldurinn á Íslandi 13 ára, sem er að mínu mati allt of lágur aldur. Allt of margir fermast bara vegna þess eins að allir aðrir gera það, eða til þess að fá gjafir. Þess vegna tel ég skynsamlegast að leyfa fólki sjálfu að ráða hvaða trú höfðar til þess og að menn geti skráð sig í trúfélög, finnist fólki þau heillandi. En eins og staðan er í dag þarf maður að skrá sig úr trúfélagi, höfði það ekki til manns. Þar að auki eru til dæmi um að fólki hafi verið bannað að vera með svokölluð ,,trúfrelsisátök” þar sem trú-félagsskráningarblöðum hefur verið dreift, til að auðvelda fólki að skipta um trúfélög. Þetta er að sjálfsögðu forkastanlegt; með trúfrelsisátökum er ein-ungis verið að leiðrétta fólk sem skráð er í trúfélag sem samræmist ekki trúarskoðun-um þess og að sjálfsögðu er enginn neyddur til eins eða

Aðskilnaður ríkis og kirkjuGuð blessi...?Eftir Jakob Gunnarsson

Page 45: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

neins í þessum leiðréttingum. Allar trúfélagsleiðréttingar eru gerðar með vitund og vilja þess sem leiðréttir hvaða trúfélagi hann tilheyrir.

Þjóðkirkjan er rándýr í rekstri. Hún kostar um 5 milljarða á ári sem er sambærilegt við fjárframlög ríkisins til Háskóla Íslands. Í árferði sem þessu er forgangs-

röðun algert lykilatriði og því finnst mér rekstur Þjóðkirkju fáránlegur. Aðeins um 6% þjóðarinnar sækja kirkju einu sinn í viku eða oftar en 64% þjóðarinnar fara einu sinni eða sjaldnar í kirkju árlega. Því finnst mér við vera að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með rekstur Þjóðkirkju; kostnaðurinn við reksturinn er 5 milljarðar á ári

en aðsóknin í kirkju er afar dræm. Þess má geta að þessir styrkir eru viðbót við sérstakt safnaðar-gjald sem allir sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna þurfa að greiða. Það allra versta er hins vegar það að þrátt fyrir alla þessa styrki þurfum við samt að borga sérstaklega fyrir brúðkaup, fermingar og jarðarfarir.

Page 46: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

46

Síðastliðið haust gáfu Ungir jafnaðarmenn út málgagn sitt sem þeir nefndu Jöfn og fráls(sic). Þessi nafngift ungu jafnaðarmannanna minnir óneitanlega á söguna um Djáknann á Myrká þar sem djákninn gat ekki sagt orðið guð og þar með ekki nafnið Guðrún. Hið sama gildir greinilega einnig um unga jafnaðarmenn þegar talið berst að frelsi, enda

er stefna jafnaðarmanna, eins og flestir vita, andstæð hugmyndinni um frelsi.

Garún

Page 47: Gjallarhornið 1. tbl. 2010

SMUR, BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SFSætúni 4, 105 Rvk

GS VARAHLUTIRBíldshöfða 14, 110 Rvk

OTTÓ B ARNARSkipholti 17, 105 Rvk

PÍPULAGNAVERKTAKAR HFLangholtsvegi 109, 104 Rvk

TANNLÆKNASTOFA ÞÓRARINS SIGÞÓRSSONARHafnarstræti 20, 101 Rvk

TANNLÆKNASTOFAN VALHÖLLHáaleitisbraut 1, 105 Rvk

MATUR OG MENNING EHF.Hverfisgötu 15, 101 Rvk

TEIKNISTOFA INGIMUNDAR SVEINSSONARIngólfsstræti 3, 101 Rvk

VÉLAR OG VERKFÆRI HFSkútuvogi 1c, 104 Rvk

VEITINGAHÚSIð PERLANÖskjuhlíð, 105 Rvk

PRENTSMIðJAN NESHrólfsskálvör 14, 170 Seltj.

BALTIK EHFSmiðjuvegi 14, 200 Kóp.

ROLF JOHANSEN OG CO HF.Skútuvogi 10a, 104 Rvk.

1912 EHFKlettagörðum 19, 104 Rvk

HVALUR HF.Reykjavíkurvegi 48, 220 Hfj.

FÉLAG HREFNUVEIðIMANNABakkabraut 6, 200 Kóp

JÁS LÖGMENNKlapparstíg 16, 101 Rvk

JOHN LINDSAYSkipholti 33, 105 Rvk

GLÓFAxIÁrmúla 42, 108 Rvk

SALTVER EHFReykjanesbæ

SIGRÍðUR ÞORSTEINSDÓTTIRSóltún 16, 105 Rvk.

HEGAS EHFSmiðjuvegi 1, 200 Kóp

THULE INVESTMENTSKringlunni 7, 103 Rvk

Smáauglýsingar

Page 48: Gjallarhornið 1. tbl. 2010