grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

20
Hlíðasmára 8 og Spönginni 13 Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi 9. tbl. 26. árg. 2015 - september Allar almennar bílaviðgerðir Allar almennar bílaviðgerðir Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Þjónustuaðili Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 www.bilavidgerdir.is Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 www.bilavidgerdir.is Frábær gjöf fyrir veiðimenn Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Veiðibúðin Krafla - Höfðabakka 3 - Krafla.is (698-2844) Við gerum tilboð í þínar tryggingar Hafðu samband í síma 537 9980 Viðskiptatengsl | Stórhöfða 17 | [email protected] | vidskiptatengsl.is Umboðsaðilar Spöngin 11 Ódýri ísinn Harðsnúið lið Korpúlfa tilbúið í slaginn á hreinsunardaginn. GV-mynd Ingvi Hjörleifsson Hreinsunarafrek Korpúlfa Fegrunarnefnd Korpúlfa ákvað að kveðja sumarið með hreinsunarátaki í Grafarvogi mánudaginn 31. ágúst. Fegrunarnefndin vill senda bestu þakkir til allra þeirra fjöl- mörgu sem tóku þátt í hreinsunardeginum. Einnig þeim sem voru með okkur í anda, skipulögðu verkefnin, lánuðu bíla, kerrur, komu með góðar ábendingar eða lögðu Korpúlfum lið á margvíslegan hátt. Grillaðar voru síðan 110 pylsur við Gufunesbæ og Jóhann Helgason stjórnaði fjöldasöng af sinni alkunnu snilld. Það sannaðist enn einu sinni hjá Korpúlfum að margar hendur vinna létt verk, með gleði í hjarta. Meðfylgjandi er mynd sem Ingvi Hjörleifsson tók áður en harðsnúið lið lagði af stað í fegrunarátakið sem skilaði hrein- um og fallegum Grafarvogi í dagslok. Frábært framtak Korpúlfa

Upload: skrautas-ehf

Post on 23-Jul-2016

248 views

Category:

Documents


11 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

Hlíðasmára 8 og Spönginni 13

Graf­ar­vogs­blað­iðGraf­ar­vogs­blað­iðDreift ókeyp is í öll hús í Graf ar vogi9. tbl. 26. árg. 2015 - september

Allar almennarbílaviðgerðir

Allar almennarbílaviðgerðir

BifreiðaverkstæðiGrafarvogs

BifreiðaverkstæðiGrafarvogs

Þjónustuaðili

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 ReykjavíkSími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 ReykjavíkSími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Frá bær gjöf fyr ir veiði menn

Gröf um nöfn veiði manna á box inVeiðibúðin Krafla - Höfðabakka 3 - Krafla.is (698-2844)

Við gerum tilboðí þínar tryggingarHafðu samband í síma 537 9980

Viðskiptatengsl | Stórhöfða 17 | [email protected] | vidskiptatengsl.is

Umboðsaðilar

Spöngin 11

Ódýri ísinn

Harðsnúið lið Korpúlfa tilbúið í slaginn á hreinsunardaginn. GV-mynd Ingvi Hjörleifsson

Hreinsunarafrek KorpúlfaFegrunarnefnd Korpúlfa ákvað að kveðja sumarið með

hreinsunarátaki í Grafarvogi mánudaginn 31. ágúst.Fegrunarnefndin vill senda bestu þakkir til allra þeirra fjöl-

mörgu sem tóku þátt í hreinsunardeginum. Einnig þeim semvoru með okkur í anda, skipulögðu verkefnin, lánuðu bíla,kerrur, komu með góðar ábendingar eða lögðu Korpúlfum liðá margvíslegan hátt.

Grillaðar voru síðan 110 pylsur við Gufunesbæ og JóhannHelgason stjórnaði fjöldasöng af sinni alkunnu snilld.

Það sannaðist enn einu sinni hjá Korpúlfum að margarhendur vinna létt verk, með gleði í hjarta.

Meðfylgjandi er mynd sem Ingvi Hjörleifsson tók áður enharðsnúið lið lagði af stað í fegrunarátakið sem skilaði hrein-um og fallegum Grafarvogi í dagslok.

Frábært framtak Korpúlfa

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 12/09/15 21:20 Page 1

Page 2: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

Frétt ir GV2

Graf­ar­vogs­blað­iðGraf­ar­vogs­blað­iðÚt gef andi: Skraut ás ehf. Net fang: [email protected] stjóri og ábm.: Stef án Krist jáns son.Net fang Graf ar vogs blaðs ins: [email protected] stjórn og aug lýs ing ar: Höfðabakki 3 - Sími 587-9500 / 698-2844.Út lit og hönn un: Skraut ás ehf.Aug lýs inga stjóri: Sólveig J. Ögmundsdóttir - [email protected] un: Lands prent ehf.Ljós mynd ari: Pjet ur Sig urðs son.Dreif ing: Ís lands póst ur og Landsprent.Graf ar vogs blað inu er dreift ókeyp is í öll hús og fyr ir tæki í Graf ar vogi.Einnig í Bryggj uhverfi og öll fyr ir tæki í póst núm eri 110 og 112.

Mögnuð íþróttaþjóðÍslenskt íþróttafólk hefur lengi gert garðinn frægan en líkast

til aldrei jafn rækilega og síðustu misseri.Hér væri hægt að þylja upp langan lista afreka hinna ýmsu

íþróttamanna og hópa. Við látum duga að rifja upp nokkur mik-il afrek. Fyrst skal nefna stórkostlegan árangur íslenska karla-landsliðsins í körfuknattleik sem komst í fyrsta skipti í loka-keppni Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik.

Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna komst á lokamótEvrópukeppni landsliða og karlaliðið íslenska hefur verið aðgera stórkostlega hluti. Fyrst í undankeppni heimsmeistara-keppninnar er liðið beið lægri hlut í umspilsleikjum gegn Kró-ötum og svo nú síðast í undankeppni Evrópumóts landsliða þarsem íslenska liðið verður í úrslitum í fyrsta skipti í Frakklandiá næsta ári.

Árangur íslenska landsliðsins í knattspyrnu karla er stórkost-legur og eftir honum hefur verið beðið lengi.

Það mætti nefna fleiri góð afrek. Öll þau afrek sem íslenskalandsliðið í handknattleik karla hefur náð í gegnum árin og þarhefur kvennaliðið líka náð stórkostlegum árangri með því aðtryggja sér keppnisrétt í lokamóti stórmóts.

Evrópumeistaratitla í hópfimleikum mætti einnig nefna.Segja má með sanni að Íslendingar séu mikil og mögnuð

íþróttaþjóð. Árangur íslenskra íþróttamanna hefur vakið gríðar-lega athygli víða um heim og fáir botna í því hvernig 330þúsund manna smáþjóð getur eignast svo marga og mikla af-reksmenn í íþróttum.

Núna þegar við gleðjumst yfir góðu gengi okkar íþróttafólkser það sorgleg staðreynd að íþróttirnar njóta lítils stuðnings yf-

irvalda í landinu. Svo hefur verið frá upp-hafi og gildir einu hverjir halda um stjórnar-tauma. Frábær árangur ætti að vera stjórn-völdum hvatning til að styrkja enn betur viðíþróttastarfið í landinu sem er um leið bestaforvarnarstarf sem unnið er.

[email protected]

Stef án Krist jáns son, rit stjóri Graf ar vogs blaðs ins

„ Það var söguleg og hrifnæm stunder fyrsti djákni Grafarvogskirkju varvígður prestur í Niðarósdómkirkju ádögunum og gaman að vera þarnaviðstaddur,” sagði sr. Vigfús Þór Árna-son, sóknarprestur í Grafarvogi, í sam-tali við Grafarvogsblaðið.

Séra Gunnar Einar Steingrímssonfyrrverandi djákni við Grafarvogskirkju

þar sem hann starfaði um tíma, var þarmeð fyrstur Íslendinga til að hljótaprestvígslu í Niðarósdómkirkju síðanJón Arason biskup var vígður íkaþólskri tíð.

Um var að ræða fyrstu íslensku prest-vígsluna í Niðarósdómkirkju síðan Sið-bótin varð að raunveruleika.

sr. Vigfús Þór Árnason var vígslu-vottur er Gunnar vígðist sem djákni í

Grafarvogskirkju á sínum tíma. Aukséra Vigfúsar Þórs voru séra KristjánValur Ingólfsson vígslubiskup í Skál-holti, séra Sigurður Grétar Helgasonprestur í Grafarvogskirkju og fleiriprestar viðstaddir vígsluna í Niðarósi.

Tuttugu og tveir íslenskir prestarstarfa nú í Noregi í norskum söfnuðum.Rúmlega eitt hundrað prestar eru starf-andi á Íslandi í dag.

Séra Gunnar Einar vígður í Niðarósi

,,Söguleg og hrifnæm stund í Niðarósdómkirkju”:

- var fyrsti djákni Grafarvogskirkju

Frá vígslunni í dómkirkjunni í Niðarósi. Talið frá vinstri: sr. Vigfús Þór Árnason, sr Tor Singsaas biskup í Niðarósi, frúErla Jónsdóttir, sr. Gunnar Einar Steingrímsson, sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, sr. Arndís Hauksdóttir, sr.Kristinn Ólason og sr. Sigurður Grétar Helgason.

Ágæti ritstjóri Grafarvogsblaðsins Stefán Kristjánsson.Í síðasta hefti Grafarvogsblaðsins er frétt um væntanlega

ævisögu séra Vigfúsar Þórs Árnasonar. Þar er greint frá því aðundirritaður sé ritstjóri verksins, sem er rétt með farið. Hinsvegar er ég í fréttinni titlaður fyrrverandi prófessor við Kenn-araháskóla Íslands. Þarna hefur eitthvað skolast til því aðþennan titil hef ég aldrei borið. Ég var aðjúnkt við Kenn-

araháskólann (sem nú heitir Menntavísindasvið HÍ) frá 2002til 2014.

Þetta bið ég þig að leiðrétta í næsta blaði. Ég hef aldreiverið fyrir það að skreyta mig með fjöðrum sem ég á ekki.

Bestu kveðjur og þakkir fyrir gott blað.Ragnar Ingi Aðalsteinsson

Leiðrétting frá Ragnari Inga Aðalsteinssyni

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/09/15 11:39 Page 2

Page 3: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

ford.is

NÝR FORD FOCUSFord Focus er Íslendingum kunnur fyrir framúrskarandi gæði, frábæra aksturseiginleika og hagkvæmni í rekstri.

Nú er kominn nýr Ford Focus sem hefur verið endurhannaður bæði að innan og utan. Fjöðrunin er jafnframt ný, staðalbúnaðurinn mikill og hann er fáanlegur með margverðlaunuðu EcoBoost vélinni sem hefur verið valin vél ársins í heiminum 3 ár í röð. Einnig fáanlegur station frá 3.350.000 kr.

Upplifðu frábæra aksturseiginleika Ford Focus – mest selda bíl heims. Komdu og prófaðu.

Nýja kynslóð Ford Focus státar af �ölmörgum tækninýjungum. Þar má nefna Torque Vectoring Control sem tryggir akstursánægju þína. Eins má nefna endurbætta Bílastæðaaðstoð (aukabúnaður) sem nú leggur bæði í stæði sem eru samhliða og þvert á akstursstefnu. Að auki er nú fáanlegt GPS leiðsögukerfi með Íslandskorti. Ford Focus er jafnframt eini bíllinn sem hefur hlotið �ögur öryggisverðlaun frá Euro NCAP. Nýi Ford Focus hlaut einnig titilinn „Besti bíllinn“ í flokki meðalstórra �ölskyldubíla e�ir að hafa fengið fullt hús stiga í öryggis- og árekstraprófunum Euro NCAP. Focus er fáanlegur með Ford EcoBoost vélinni sem hefur hlotið titilinn vél ársins (International Engine of the Year) þrjú ár í röð.

Ford Focus, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur/sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,7/5,5 l/100 km. CO2 losun 108/125 g/km.Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

Nú fáanlegur sjálfskiptur með margverðlaunuðu EcoBoost vélinni frá aðeins 3.390.000 kr.

Brimborg ReykjavíkBíldshöfða 6Sími 515 7000

Brimborg AkureyriTryggvabraut 5Sími 515 7050

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16.Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16.

20 ára afmæli Fordhjá Brimborg

FORD FOCUS

FRÁ 3.190.000 KR.

BEINSKIPTUR

FRÁ 3.390.000 KR.

SJÁLFSKIPTUR

Árbæ 9. tbl. Sept._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 15/09/15 21:01 Page 3

Page 4: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

Því miður gerðist það við vinnsluþessa blaðs að keðjan slitnaði og þeiraðilar sem áttu að vera matgoggar okk-ar núna höfðu engin tök á því og ekkivið þá að sakast.

Við vonum að þau Elsa KristínHelgadóttir og Vilhjálmur Þór Vil-hjálmsson, Laufrima 14c, verði mat-goggar okkar í næsta blaði.

Rosalega góð ítölsk pizza

2-3 dl af volgu vatni. Vatnið á að vera í heitara kantinum c.a38° - 39°.2 1/4 tsk. þurrger.1 msk. olía.2 tsk. salt .1 tsk. sykur.Slurkur af bjór - c.a 1/2 dl.Hveiti.

Vatnið er sett í skál og gerið leystupp. Síðan setur maður olíu, salt, sykurog bjór út í. Síðast er hveitið sett útí oghrært með sleif þar til deigið er orðiðþykkt en dáltið blautt samt.

Látið lyfta sér í 30 mínútur. Þá er bætt

meira hveiti útí og hnoðað örlítið þar tilþað hættir að festast við. Þá er deigiðflatt út á plötu. Gott er að láta það lyftasér aðeins lengur, sem sagt á plötunni

Pizzusósa

Spagettisósa í krukku.Tómato paste með garlic og basil.2-3 hvítlauksrif pressuð.

ÁleggRifinn ostur.Hráskinka. Tómat ar.Rauðlaukur.Svartar olífur.Rjómaostur.Fersk basil.

Borið fram með klettasalati, hvít-lauksolíu og fetaosti.

Bomba

500 gr. púðursykur.6 eggjahvítur.

Hrært saman – úr þessu er hægt aðbúa til 3 venjulega botna eða 2 stóra ogafgangur á plötu við hliðina. Þetta erþannig gert að 2 botnar eru notaðir íkökuna og svo er sá þriðji eða afgangur-inn mulinn yfir kökuna.

Á milli 500 ml þeyttur rjómi, 2tobblerone, 2 öskjur jarðaber, 2 öskjurbláber. Blandað saman, 4 kókosbollur.

Fyrsti botninn settur á fat. ½ rjóma-blandan þar ofaná og kókosbollurnarsíðan smurðar þar ofan á. Seinni botn-inn settur þar á og síðan hinn helming-urinn af rjómablöndunni og afgangurinnaf marengsbotninum mulinn yfir, skeyttmeð jarðaberjum og bláberjum inn ámilli.

Verði ykkur að góðu.

- að hætti sælkera GV

Elsa og Vilhjálmur erunæstu mat goggar

Ásta Þórunn Þráinsdóttir og Valdimar Sigurðsson, Laufrima 10a, skoruðuá Elsu Kristínu Helgadóttur og Vilhjálm Þór Vilhjálmsson í Laufrima 14c,að vera næstu matgoggar í síðasta blaði. Þau voru vant við látin þegar viðleituðum eftir uppskriftum þeirra og við vonum að þau verði matgoggar

okkar í næsta blaði og munum við vonandi birta uppskriftir þeirra íblaðinu sem dreift verður 15. október.

Mat gogg ur inn GV

4

Ítalska pizzan sem boðið er upp á er hreint lostæti og við skorum á lesendur að prófa.

TILBOÐSVERÐ:4.999,-

FRÍ SJÓNMÆLING FYLGIR MEÐ!FRÍ SJÓNMÆLING FYL R00 • P00 9SÍMI: 5 7 PTIK.ISOOR

Frábærítölsk pizzaog bomba

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/09/15 11:46 Page 4

Page 5: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

Haustið í Grafarvogskirkju

Guðsþjónustur alla sunnudaga Í Grafarvogskirkju kl. 11.00

Í Kirkjuselinu, guðsþjónustur með Gospel ívafi kl. 13.00 Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur, séra Guðrún Karls Helgudóttir,

séra Arna Ýrr Sigurðardóttir og séra Sigurður Grétar Helgason

Sunnudagaskóli alla sunnudaga Grafarvogskirkju kl. 11.00

Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir. Kirkjuselinu í Borgum kl. 13.00

Umsjón hefur Ásthildur Guðmundsdóttir.

Barna- og Æskulýðsstarf Barnastarfið er skemmtilegt og fræðandi starf fyrir börn á öllum aldri.

6-9 ára starfið er á neðri hæð kirkjunnar á fimmtudögum kl. 15.45-16.45 10-12 ára starfið er á neðri hæð kirkjunnar á mánudögum kl. 18.00-19.00

Listasmiðja (9-11 ára) er í Kirkjuselinu í Borgum á fimmtudögum kl.17.00-18.00 Æskulýðsfélagið er fyrir unglinga í 8.-10.bekk öll mánudagskvöld kl.20-21:30.

Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir.

Fermingarfræðsla Lífsleikni Nú er fermingarfræðslan hafin í kirkjunni og verður tekið fyrir

fermingarefni sem heitir Con Dios Framsetning efnisins og verkefnin eru nútímaleg og

gengið er út hafi skoðanir á trúmálum, þannig að efnið er góð blanda af fræðslu og upplifunarþáttum þar sem tekið er mark á hugmyndum og skoðunum fermingarbarnanna.

Fermingarfræðslan fer fram í Grafarvogskirkju og í Kirkjuselinu.

Kyrrðarstundir alla miðvikudaga kl. 12.00 Helgistund með fyrirbænum í umsjá presta safnaðarins.

Sálmasöngur og orgelleikur. Samvera í lokin með léttum hádegisverði á vægu verði.

Helgistund í Kirkjuseli í samvinnu við Eirborgir alla þriðjudaga kl. 10.30.

Starf eldri borgara í Grafarvogskirkju þriðjudaga kl. 13.30

Hefst með helgistund í umsjá prestanna, síðan er m.a. handavinna, spilað og spjallað. Kaffiveitingar.

Foreldramorgnar í Kirkjuseli á fimmtudögum kl. 10-12 Ánægjuleg samvera með foreldrum ungbarna.

Foreldrar móta dagskrána sjálfir. Allir velkomnir.

Safnaðarfélags Grafarvogskirkju Hefst með 25 ára afmælisveislu Safnaðarfélagsins mánudaginn 26. október kl. 20.00 í Grafarvogskirkju

og jólafundurinn, mánudaginn 7. desember. Við fáum gesti og eigum góða kvöldstund saman. Safnaðarfélagið býður alla velkomna, konur og karla. Stjórnin.

Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju

fyrir 8 13 ára stúlkur, æfingar eru á þriðjudögum kl. 16.15 Stjórnandi er Margrét Pálmadóttir.

Kór Grafarvogskirkju æfir á miðvikudögum kl. 19.30-22.00.

Meðlimir kórsins taka einstaklings söngkennslu í það minnsta 10 tíma á vetri. Kórinn flytur að minnstakosti eitt tónverk með hljómsveit á hverju ári.

Kórinn sinnir reglu bundnu helgihaldi og er kórnum skipt í hópa. Stjórnandi kórsins er Hákon Leifsson, söngkennari er Laufey Geirsdóttir.

Vox populi kór fyrir ungt fólk á öllum aldri

Kórinn syngur tónlist í léttari kantinum og er með í öllum messum í Kirkjuselinu í Borgum. Kórinn æfir á miðvikudögum kl. 20.00. Kórinn getur bætt við nýjum félögum.

Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson.

Hópastarf í Grafarvogskirkju Að ná áttum og sáttum Stuðningshópur fyrir fráskilið fólk. Verður auglýst síðar.

Stuðningshópur fyrir syrgjendur. Verður auglýst síðar.

Nánari upplýsingar um kirkjustarfið er á heimasíðu Grafarvogskirkju: www.grafarvogskirkja.is

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 14/09/15 11:24 Page 5

Page 6: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

Nú er haustið að ganga í garð meðöllum sínum ljóma og allt starfið í Graf-arvogskirkju að hefjast á ný.

Það er alltaf sérstaklega ánægjulegtþegar haustið kemur að fylgjast með

börnum og ungmennum streyma aftur íkirkjuna sína vikulega til að eiga góðastund og skemmta sér.

Starfið hefur verið blómlegt undan-farin ár, en boðið er upp á skemmtilegtog fjölbreytt starf fyrir börn og ung-

menni á grunnskólaaldri. Starfið er vikulega bæði í kirkjunni

og í kirkjuselinu í Borgum, Spönginni.Hægt er að fá nánari upplýsingar áheimasíðu kirkjunnar. Hlökkum til aðsjá ykkur!

Frétt ir GV

6

Berjarimi 6 – ásett verð 34.500.000.-

Rumgóð 4ra herbergja íbúð á 2. hæð með sérstæði í bílakjallara.

Þvottahús innan íbúðar. Virkilega snyrtileg ogmikið endurnýjuð íbúð.

Í húsi sem hefur fengið gott viðhald.

FRÓÐENGI - 5 HERBERGJA - STÆÐI ÍBÍLAGEYMSLUStór fimm herbergja íbúð á efstu hæð meðbílastæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðin erá tveim hæðum og hefur nánast öll veriðendurnýjuð á seinustu árum.

Sameign og húsið sjálft hefur fengið gottviðhald. Tvennar suðursvalir.

Grasarimi 20 – ásett verð 55.500.000.-

Fallegt og mikið endurnýjað raðhús á tveimurhæðum.

Þrjú svefnherbergi, tvær stofur, tvö baðher-bergi. Sólpallur og garður í suður.

Smekklega innréttað.

LOGAFOLD - GLÆSILEGT EIN-BÝLISHÚS304,3 fm einbýlishús. Glæsileg lóð meðstórum sólpöllum. Fimm svefnherbergi. 51 fmbílskúr. Glæsilegar innréttingar og gólfefni.Eignin stendur innst í botnlanga.

EIGN FYRIR VANDLÁTA.

FLÉTTURIMI - 4. HERB.STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU Björt og rúmgóð 4ra herb. íbúð á 2. hæð meðstæði í lokaðri bílageymslu. Þvottaherbergi inn-an íbúðar. Stórar svalir í suð-vestur með mikluútsýni. Húsið var tekið í gegn að utan og málaðfyrir nokkrum árum síðan og lítur afar vel út.Stigagangur var einnig tekinn í gegn um svipaðleyti.

Mikil eftirspurn eftir eignum i Grafarvogi. Okkur vantar allar gerðir eigna á skrá

Daníel

Fogle

sölumaður

663-6694

Sigurður

Nathan

Jóhannesson

sölumaður

868-4687

Frá bær

gjöf fyr ir

veiði menn og kon ur

Gröf um nöfn veiði manna á box in

Uppl. á www.Krafla.is (698-2844)

Spönginni 41, sími 411 [email protected]

BókasmiðjaENDURBÓKUN

Smiðja fyrir alla �ölskylduna.Listakonurnar Anna Snædís og Inga Óðins sýna hvernig gera má heillandi bóklistaverk úr gömlum bókum. Útbúin verða einföld bókarbrot og smábækur sem byggja meðal annars á japönskubré�roti (origami). Pappír og áhöld á staðnum.

Laugardaginn 19. september kl. 13-16

ÓKEYPIS ÞÁTTTAKA

Spöngin 11 - 112 ReykjavíkSími 575 8585. Fax 575 8586

Það er líflegt og mikið fjör í barna- og unglingastarfinu í Grafarvogskirkju.

Líf og fjör í barna- og unglingastarfinu

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 12/09/15 23:38 Page 6

Page 7: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

Landslið Íslands í körfubolta á Evrópumeistaramótinu 2015

Körfuknattleiksdeild Fjölnis

Þetta byrjar allt hjá Fjölni !

Komdu í KÖRFU !

Æfingatöflur Körfuknattleiksdeildar Fjölnis eru á heimasíðu Fjölnis undir Körfubolti > Æfingatöflur

Fylgstu með okkur á http://www.fjolnir.is og smelltu á „líka við“ á Fjölnir Karfa á Facebook

Allir velkomnir að prófa æfingar endurgjaldslaust

Birt með fyrirvara um breytingar

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 12/09/15 22:20 Page 7

Page 8: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

Viðskiptavinum Hringdu, Vodafone ogHringiðunnar stendur nú til boða 500 Mb/stenging á Ljósleiðara Gagnaveitu Reykja-víkur. Það er hraðasta nettenging sem er íboði til heimila á Íslandi. Gagnaveitan hófljósleiðaravæðingu í Grafarvogi árið 2007og lauk framkvæmdum á síðasta ári.

Íbúar í Grafarvogi hafa því vanist því aðhafa gott netsamband. Ljósleiðarinn er lyk-

ill að skjótum og greiðum viðskiptum ogsamskiptum í atvinnulífinu, ásamt því aðvera tækni sem eykur lífsgæði almenningsog upplifun af fjarskiptahraða án hindrana.

Enginn „allt-að“ hraði„Eiginleikar Ljósleiðarans fela ekki í sér

neinn „allt-að“ hraða heldur er hægt að lofaviðskiptavinum áreiðanlegri flutningsgetubæði í upphali og niðurhali. Ljósleiðari

Gagnaveitunnar er lagður alla leið heim íhús og eru engir flöskuhálsar á leiðinni.Viðtökurnar hafa verið gríðarlega góðar envið stefnum að því að tengja 1.000 nýjaviðskiptavini við Ljósleiðarann á hverjummánuði fram að áramótum,“ segir ErlingFreyr Guðmundsson, framkvæmdastjóriGagnaveitu Reykjavíkur. Fjarskiptafélöginsem bjóða upp á 500 Megabita hraða látaviðskiptavinum sínum jafnframt í té nýjannetbeini (router) sem ræður við þennanhraða.

Leiðandi snjallsamfélag,,Gagnaveitan er tvímælalaust leiðandi á

Íslandi í grunnstoðum fjarskipta til heimilaog fyrirtækja og er í fararbroddi í stuðningivið snjallsamfélög. Þannig fylgjum við eft-ir þeirri þróun sem á sér stað hjá fram-sæknustu fjarskiptafyrirtækjum heims einsog t.d. Google í Bandaríkjunum. Þjónustasjónvarpsveitna og miðlun myndefnis aföllu tagi kalli á öflugra og hraðara netsam-band og svarar Gagnaveitan því kalli. Þaðskiptir máli fyrir upplifun fjölskyldunnarað hraðinn sé það mikill að Internetið verðiskemmtilegur staður,” segir Erling.

Úr 1 Megabiti í 1 Gígabit,,Neytendablaðið gerði árið 1997 sam-

anburð á framboði fjarskiptafyrirtækjannaá Internetþjónustu. Það er fróðlegt fyrir þærsakir að mesti hraðinn var þá 1 Megabit/sen algengasti hraðinn var þá 64 Kb/s ogjafnvel 128 Kb/s. Svona breytast þarfirnará 18 árum. Það er engin spurning að það erþörf á þessum hraða við finnum alltaf fleiritæki og tól sem mögulegt er að snjallvæða.Á hverju heimili eru á milli fimm til tíu net-tengd tæki; snjallsími á hvern fjölskyld-umeðlim, sjónvörp, tölvur og iPadar. Ígegnum þessi tæki er gríðarlegu efnistreymt á degi hverjum og fækkun þeirrasem horfa á línulega dagskrá er staðreynd.Samfélögin í heild eru að breytast ogsnjallvæðast. Kvikmyndin Back To TheFuture er alls ekki svo langt frá veruleikan-um. “ segir Erling.

Gagnaveitan mun ljúka ljós-leiðaravæðingu höfuðborgarinnar fyrir lokþessa árs. Þá verða liðlega 70 þúsund heim-ili á öllu athafnasvæði Gagnaveitunnar

komin með möguleika á að nýta sér kostiLjósleiðarans.

Fjögur sveitarfélög eru nú þegar ljós-leiðaravædd að fullu: Seltjarnarnes, Akra-nes, Hella og Hvolsvöllur. Síðar á árinubætist Reykjavík við og einnig Hveragerðiog Ölfus.

Frétt ir GV8

!"#"$%"&'()"(*(+++,&#-"%"%.#/-",0.(*(123"%4()5)()678(9(675(68:8ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS;&<=%>??&(@A(BCD"E/F0

Sverrir Einarsson

Kristín Ingólfsdóttir

Útfararþjónusta síðan 1996

ALÚÐ * VIRÐING *(GH;I1GJ%"#&F"(%>K'.!"

L"?#.2304

)6@(MMNN(9(675(68:8(+++,&#-/%0',0.

;!!"'(.C!"%$%0'F0''(

Viðurkenndurþjónustuaðili Toyota í nágrenni við þig

Almennar bílaviðgerðirÞjónustuskoðanirÁbyrgðarviðgerðirÁstandsskoðanirSmurþjónustaHjólastillingarHjólbarðaverkstæði

Hjá Arctic Trucks starfa reyndir bifvélavirkjar sem veita þér fyrsta flokks þjónustu.

ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | SÍMI 540 4900 | WWW.ARCTICTRUCKS.IS

SKUTLÞJÓNUSTA

- heildarþjónusta við Toyota eigendur

Hraðasta nettenging á Íslandi

Nú geta íbúar í Grafarvogi fengið 500 Mb/s sambönd hjá sínum þjónustu-aðilum, Hringdu, Vodafone og Hringiðunni.

Erling Freyr Guðmundsson, framkvæm-dastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/15 01:53 Page 8

Page 9: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

Frétt irGV

9

Korpúlfar, samtök eldri borgara í Grafar-vogi hefja vetrarstarfsemi sína í byrjun sept-ember og ný dagskrá fyrir starfsárið 2015 til2016 hefur verið send út til allra félags-manna. Borgir nýja félags- og menning-armiðstöðin, Spönginni 43 hefur gjörbreytttil batnaðar öllum möguleikum Korpúlfa tilað dafna og vaxa á næstu árum, þar afleiðandi hefur félagsstarfið aukist til muna.

Lögð hefur verið áhersla á hreyfinu meðQigong leikfimi, gönguhópum við allra hæfiúti og inni, styrktarleikfimi, danskennslu,sundleikfimi, keilu og pútti. Skapandi starfer einnig fjölbreytt má þar nefna málaralist,glerlistanámskeið, skartgripagerð, hann-yrðahóp, námsskeiði í þurrburstun á kera-miki og tréútskurður á Korpúlfsstöðum erávallt afar vinsæll. Í útskurðinum á Korp-úlfsstöðum verður bæði byrjenda og fram-haldsnámskeið, ásamt opnum trésk-urðahópi. Þá mun menninganefnd Korpúlfakynna áhugaverða starfsskrá haustannar 10.september. Frjáls spilamennska er alla dagaí Borgum en félagsvist verður alla mánu-daga í vetur og Bridge alla föstudaga.Miðvikudagar verða eins og áður mjögöflugir með mismunandi viðburðum s.s.Bingó, Gaman saman, Félagsfundum oghópsöng félagsmanna sem fór afar vel afstað s.l. vetur. Þá eru ferðir stór þáttur í starf-inu og reynt hefur verið að skipuleggjaferðirnar við sem flestra hæfi. Ferðanefndinstóð fyrir afar vel heppnaðri 3 daga ferð áVestfirði í vor, dagsferð í Búrfellsvirkjun ísumar, tæplega 100 Korpúlfar fara síðan íhaustlitaferð í september. Í lok þess mánaðarfer síðan hópur Korpúlfa í ferð til Þýska-lands í Svartaskóg. Gleðilegar samkomur ávegum skemmtinefndar eru einnig vel sóttareins og Þorrablót, jólahlaðborð og margvís-leg Korpúlfagleði. Þessa dagana eru þau aðskipuleggja fataprúttmarkað í september oghandverksýningu Korpúlfa í nóvember íBorgum. Þá stendur fræðslunefnd Korpúlfafyrir fjölbreyttum námskeiðum eins ogtölvufærninámskeiði sem fljótlega fer afstað í samvinnu við Rimaskóla. Í

félagsmiðstöðinni fer samhliða framánægjulegt samstarf við Grafarvogskirkju,Eirborgir og Borgarsel sem er dagdeild áefri hæð hússins. En það er ómetanlegt fyr-ir Korpúlfar að finna þann velvilja sem þeimer sýndur í Grafarvogi hjá hinum ýmsusamstarfsaðilum sem lána aðstöðu eðastyrkja samtökin á margan hátt.

Félagsmenn Korpúlfa eru nálægt 800 ogánægjulegt að metþátttaka var í nær öllumviðburðum félagsstarfsins s.l. vetur. Meðfjölgun reynir meira á samtakamátt ogáhuga félagsmanna, en lykillinn að árangriKorpúlfa byggir að mestu leyti á óeigin-gjörnu sjálfboðaliðastarfi þeirra sjálfra. Þan-nig skapa félagsmenn gleðilegt samfélagmeð sínu mikla góða starfi og áhugaverðuverkefnum. Störfin eru jafn ólík og þau erumörg en eiga það sameiginlegt að veraómetanleg fyrir samtökin, og samhliða eráhersla lögð á að þau séu bæði gefandi oglærdómsrík fyrir þann sem á í hlut. Það ermikill fjársjóður sem leynist í jafn fjöl-breyttum góðum hópi félagsmanna ogreynsla sem má ekki glatast. Með starfinuupplifa félagsmenn gjarnan leynda hæfi-leika sem þau síðan fá tækifæri til að komaá framfæri á uppbyggjandi hátt. Þannig erum leið leitast við að virkja frumkvæði og

hæfileika hvers og eins, það hefur tekist af-ar vel og byggist á þeim góða félagsandasem ríkir í Korpúlfum. Þá er markmiðfélagsstarfsins ennfremur að fyrirbyggja ogdraga úr félagslegri einangrun með því aðbjóða upp á fjölbreytta starfssemi í góðumfélagsskap.

Félagsstarf Korpúlfa er stjórnað ogmótað af stjórn og nefndum Korpúlfa ogþeim félagsmönnum sem mæta og taka þátt.Í stjórn Korpúlfa eru Sesselja Eiríksdóttirformaður, Jóhann Helgason varaformaður,Esther Ólafsdóttir ritari Ólafur Kristjánssongjaldkeri, Jóhannes Óli Garðarssonmeðstjórnandi og Ragnar Benediktssonmeðstjórnandi. Þá eru starfandi fjórar nefnd-ir ferðanefnd, fræðslunefnd, menningar-nefnd og skemmtinefnd, skipaðar þremurfélagsmönnum hver. Hvetjum alla til aðkynna sér heimasíðu félagsins, korpulfar.isog senda inn hugmyndir eða ábendingar íhugmyndabanka Korpúlfa sem liggurframmi í Borgum. Félagsmiðstöðin er opinalla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00 oghelgaropnun 10:00 til 14:00. Nýjir félags-menn hjartanlega velkomnir og skráning ferfram hjá Birnu í Borgum í síma 411-1439.Meðfylgjandi eru myndir frá félagsstarfinusíðasta vetur. Birna Róbertsdóttir.

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Náman er vildarþjónusta fyrir ungt fólk sem er

sniðin að því að gera �ármálin þægilegri með góð-

um kjörum, persónulegri ráðgjöf og �ölbreyttum

fríðindum. Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is,

í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

Náman léttirþér lífið

L.is og snjallgreiðslur Aukakrónur 2 fyrir 1 í bíó

Magnaðir Korpúlfar

Stjórn Korpúlfa 2015 til 2016.

Þessir taka glaðir á móti öllum í tréútskurðinn á Korpúlfsstöðum, Sverrir,Davíð, Guðmundur og Jónas.

Vöfflur bakaðar af mikilli list af Korpúlfunum, Grímkell, Reynir, Ólafur ogKolbrúnu á Grafarvogsdegi.Mynd frá hattadegi í Borgum, fremstur Jakob, Ásta, Guðrún og Guðmundur.

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15/09/15 21:11 Page 9

Page 10: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

Jóga er svo miklu meira en að gerajógastöður og sveigja líkamann í flottarjógastellingar. Í jóga ræktum við meðokkur huga, líkama og sál. Öndunaræf-ingar, hugleiðsla og slökun spila stórannþátt í því að gefa okkkur tækifæri til aðstíga út úr huganum og hverfa aðeinsinn á við í hjarta okkar.

Árið 2012 útskrifaðist ég sem jóga-kennari frá Jóga- og blómadropaskólaKristbjargar og það er besta og stærstagjöf sem ég hef gefið sjálfri mér. Ég hefalla tíð stundað íþróttir af einhverjumarki en þegar það fór að halla undanhjá mér með meiðsli í hnjám fór éghægt og rólega að snúa mér að jóga. Égheillaðist algerlega af því enda er þörf-inni fyrir andlegri og líkamlegri útrásfullnægt. Flestir í kringum mig tóku eft-ir breytingu á mér og það virðist hafasmitast útfrá sér á jákvæðan hátt. Ég erenn að læra og verð alla ævi að því efþannig má að orði komast. Eins ogstendur er ég í framhaldsnámi, 580 tímajógakennaranámi hjá Kristbjörgu ogAshutosh Muni. Ég hef mjög mikináhuga á öllu sem viðkemur heilsu ogheilsusamlegu líferni og lífsstíl.

Ég er ótrúlega þakklát fyrir þessaskemmtilegu vegferð sem einhvernvegin var valin fyrir mig. Hvað semþað er sem leiðir mann áfram veginn þáer ég fyllilega sátt við það og er mjöghamingjusöm um hvar ég er stödd núna.Það er stundinn hér og nú sem skiptir

öllu máli og að vera sáttur við sjálfa sig— getað horft á sig í spegli á morgn-anna og sagt: „Góðan dag elsku fallegaþú, mikið hlakka ég til að eyða deginummeð þér!“

Jóga leiðir heim í hjarta okkar.Borðaðu vel, hugaðu vel að líkama ogsál og finndu út hvað það er sem þúþarft á að halda til að geta tekist á viðallt daglegt amstur og það sem fellur áveg þinn í lífsferðalaginu. Fyrir mig erþað jóga og mín jóga ástundun sem hef-ur fleytt mér áfram í gegnum ýmsarhindranir. Haustið 2014 hóf éghandstöðuáskorun á Instagram síðuminni, @gydayogadis með hastaggið#handstada365. Þann 19. Septembernæstkomandi mun ég ljúka þessu fyrsta

ári í áskorunni. Það að standa á hönd-um og lyfta sjálfum sér, nota sína eiginþyngd, gefur ótrúlega mikla gleði ogorku. Ég tek eina handstöðu mynd ádag og hefur það vakið gríðarlega at-hygli og fólk býður spennt eftir því aðvita hvar og hvernig handstöðumynddagsins er tekin. Það fyllir mig af gleðiog kærleika þegar að þeir hlutir semsem ég tek mér fyrir hendur verða tilþess að aðrir líti inn á við og reyni viðsínar eigin áskoranir, hvort sem erhandstöður, matarræði eða eitthvað alltannað.

Allir geta stundað jóga, hvort sem umbörn, unglinga eða fullorðna er að ræða,heilbrigða eða veika. Ég hef kennt víðaen í dag kenni ég í mínu eigin aðsetri í

Speglasal Gerplu, Hreyfingu ogLjósinu á Langholtsvegi. Allir eruvelkomnir í tíma og hægt er að nálg-ast tímatöflu á blogginu mínuwww.gydadis.is. Þar er ég einnigmeð ýmsa fræðslu tengda jóga, mat-arræði og öðru sem fangar hug minnog í hvert sinn. Ég er með fjölbreyti-lega tíma sem henta fjölbreytilegumhópi fólks. Til að mynda eru PranaPower Jóga tímar þrisvar í viku ogsvo hefst nýtt byrjenda námskeiðnæstkomandi þriðjudag, 15 septem-ber. Viskan býr hið innra og viðverðum meira meðvituð um sjálfokkur við ástundun jóga.

Gyða Dís, Jógakennari

Gufunessvæðið er einn fegurstistaðurinn í borginni, bæði varðandistaðsetningu, sögu og útsýni, ef tekin erfrá ákveðin sjónmengun sem stungiðhefur í augu þeirra sem horfa til vesturs.Það var einmitt, á þessum stað sem hinnvíðförli sautjándu aldar ferðalangur,ritaði í bók sína, ,, ... á fáum stöðum ájörðinni hef ég litið sömu fegurð, ogþegar ég leit yfir Gufunesið til vestursút á hafið, við sólsetur á síðsumar-kveldi, þar logaði jökullinn í vestri oglýsti sundin og torfkofa íbúanna‘‘.

Saga Gufuness, nær allt aftur til land-náms þegar Ketill Gufa nam þar land.Korn var ræktað í Gufunesi, því aðskjólið er gott og þarna var reist kirkja áfyrstu árum eftir kristintöku og síðanspítali.

Í dag er enn nokkuð mikil starfsemi í

Gufunesi, svæðið er nýtt fyrir börn ogungmenni, þar hefur útivistarsvæðiverið í uppbyggingu fyrir gesti og gang-andi, Skemmtigarðurinn er sífellt aðauka framboð til skemmtunnar ogleikja. Aðstaða er þarna líka fyrir litlahraðskreiða tómstundabíla, jarðefna-vinnsla og svo hýsum við tvær sorp-vinnslustöðvar sem sinna ölluhöfuðborgarsvæðinu, bæði Sorpa og Ís-lenska gámafélagið.

Þrátt fyrir það, þurfa grafarvogsbúarað keyra út úr hverfinu til að finna mót-tökustöðvar fyrir garðaúrgang og annaðsem ekki má henda í sportunnur. Marg-ir hafa spurt hvort að ekki væri eðlileg-ast fyrir næstum 20 þúsund mannahverfi að hafa móttökustöð fyrir sorp íhverfinu, þar sem tvær sorpvinnslu-sötðvar eru til staðar innan hverfisins?Það væri bæði umhverfisvænna og hag-

kvæmara? Hugmyndir eru nú uppi um að flytja

móttökustöð Sorpu frá Sævarhöfða, uppá Korputorg. Það þýðir að við íbúarGrafarvogs verðum að keyra rulsið okk-ar uppá Vesturlandsveg til að komast ímóttökustöðina. Hverfaráð Grafarvogsmóttmælti þessari tillöguá síðasta fundi ráðsins ogvonumst við til þess aðSorpa taki tillögu hverf-aráðsins til greina, og opnimóttöku í Gufunesi ásvæði sorpvinnslustöðvar-innar.

Hvernig viljum við íbúar Grafar-vogs sjá framtíðarskipulag Gufuness?

Á Grafarvogsdaginn fyrir rúmu árivar kynnt hugmyndavinna fyrir íbúumsem þá var að fara í gang um framtíð

Gufuness. Margir komu með góðarábendingar og hugmyndir. Ekki sýstvar bent á að það yrði að vera búið aðákveða legu Sundabrautar áður ennokkuð væri hægt að ákveða um fram-haldið. Tækifærin erufjölmörg en spurning

er hvernig við íbúarviljum nýta svæðið?

Gufunesið er enn einn fegursti staðurjarðar þar sem þetta fagra útsýni er enntil jökulsins, sagan og fjallahringurinn

eru einnig þarna enn. En það þarf skýraframtíðarsýn til að skipuleggja næstuskref. Verið er að vinna að nýju skipu-lagi með hugmyndum sem komið hafaupp. Enn er hægt að koma með góðar

hugmyndir um framtíðar-sýn um það hvernig við

viljum að einn fegurstistaður jarðar fái að njótasýn til framtíðar fyrirokkur en ekki síst kom-andi kynnslóðir.

Við hvetum alla semvilja leggja þessuverðuga spennandi verk-

efni lið að senda okkurhugmyndir á póst Íbúa-

samtakanna á [email protected] eða skrifa inn á facebokarsíðuokkar.

Frétt ir GV10

El­ísa­bet­Gísla­dótt­ir, for mað ur Íbú a sam taka Graf ar vogs, skrif­ar:

Syngdu með Stúlknkakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju

Ekki missa af frábæru tónlistaruppeldi í kórstarfi Grafarvogskirkju

Innritun í barnakórstarf Grafarvogskirkju hefst þriðjudaginn 15.september næstkomanid kl. 16:15

Starfið er tvískipt, þótt það hefjist á sama tíma:

Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju , fyrir stúlkur frá fjórða bekk og eldri. Þetta er fjórða starfsár stúlknakórsins

í kirkjunni og hefur kórinn meðal annars komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og þekktum tónlistarmönnum.

Barnakór Grafarvogskirkju verður endurreistur í haust af mik-lum krafti, hann er ætlaður börnum, strákum

og stelpum í 1. - 3. bekk

Stjórnendur kórarnna auk organista kirkjunnar eru Kennarar úrSöngskólanum Domus vox. Aðalstjórnendur eru Guðrún Árný

Guðmundsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir.Hlökkum til að sjá ykkur

Líflegt kórstarf fyri börn og unglinga í Grafarvogskirkju:

,,Það mikilvægasta sem ég upplifði í æsku var að vera í barnakór”

Fjórða starfsár Stúlknakórs Reykjavíkur í Grafarvogskirkjuer að hefjast og fara æfingar fram á þriðjudögum kl 16:15.Tveir barna- og unglingakórar verða að störfum í vetur. Nýdeild verður stofnuð í vetur fyrir 7-9 ára börn fyrir börn afbáðum kynjum sem hafa áhuga á söng. Kórinn ber nafnið,,Barnakór Grafarvogskirkju”.

Stjórnendur kóranna eru fjölmargir, þar á meðal stofnand-inn, Margrét Pálmadóttir, en hún og Hákon Leifsson tónlist-arstjóri kirkjunnar stýra starfinu. Guðrún Árný Guðmunds-dóttir og Hildgunnur Einarsdóttir bera hitann og þungann afkennslunni, en báðar hófu þær ungar söngstarf sitt í kórumMargrétar. Þær eru í dag með háskólamenntun í söng ogkennslu. Kennslan er myndarlega niðurgreidd af kirkjunni, ogsvo geta foreldrar einnig nýtt sér frístundakortið, en árgjaldkórsins er 15.000 kr.

,,Jú, það mikilvægasta sem ég upplifði í æsku var að vera íbarnakór, og mig langar til að skila því verki til baka til kom-andi kynslóða. Mig langar til að fólk fái að upplifa frá ungaaldri nautn samhljómsins sem maður kynnist í góðu kórstarfi.Ég hef aldrei átt neitt svipað samband við neitt hér á jörðinni,eins og röddina mína! En mest hef ég notið hennar í sam-hljómi með öðrum,” segir Margrét í samtali við Grafar-vogsblaðið og bætir við: ,, Fyrst kynntist ég söng í Öldutúns-skóla hjá Agli Friðleifs þar sem ég fékk frábær tækifæri tilsöngiðkunnar, ferðalaga og æfilangrar vináttu. Tónlistar-menntun í barnakór krefst mikillar samhæfni í félagslegumskilningi, maður lærir að ferðast, koma fram á ólíkustustöðum og taka á móti allskonar fólki frá ýmsum kimumjarðarinnar.”

Í fjölbreyttu kórstarfi er lögð áhersla á nótnalestur, söng og

samveru. Eins læra börnin að koma fram í messum og tón-leikum og fara í skemmtileg ferðalög. Sjáðu! Kórinn okkarhefur komið fram undanfarið á tvennum árlegum jólatónleik-um Sinfó sem Stúlknakór Reykjavíkur. Hópurinn hefur líkatekið þátt í söngbúðum á Ítalíu þar sem þau fengu að upplifastórkostlegan hljóm í ítölskum kirkjum og svo er kórinn ein-nig eftirsóttur jólakór og oft fenginn til að syngja með þekkt-um poppstjörnum á tónleikum. Kórastarfið við Grafarvogs-kirkju er hugsað sem nám í söng og tónlist við frábæraraðstæður.

Margrét segir ennfremur: ,,Grunnurinn í starfinu hjá mér erklassísk tónlistarkennsla, þar sem áhersla er lögð á tónlistar-arf aldanna. Því hvar ætlar þú að læra um sögu tónlistarinnar,tónlistar kirkjunnar, fegurstu tónlistar veraldarinnar? Jú, íbarnakórnum okkar er boðið upp á innsýn í mennigararf okk-ar, frá örófi alda til vorra daga. Það leggur grunninn að því aðgeta sungið tónlist af öllu tagi.

Kirkjutónlist aldanna hefur að geyma kjarna vestrænnartónmenningar og þess vegna leggjum við áherslu á að syngjaþennan arf í leik og starfi. Allir kórar kirkjunnar standa fyrirárlegum tónleikum og er skemmst að minnast tónleikasíðastliðins vors við almennan fögnuð, þar sem kórarnirkynntust íslenskum tónlistararfi tveggja þekktra tónskálda,þeirra Jóns Ásgeirssonar og Gunnars Þórðarsonar .

Grafarvogskirkja býr yfir sterkum fjölmennum hópi kór-fólks á öllum aldri, í ýmsum sönghópum úr öllum hverfumGrafarvogs. Þarna myndast vinátta og tengsl sem geta variðæfina á enda. Á hverju hausti er mér tillhlökkunar efni að ta-kast á við vetrarstarfið og við bjóðum nýju fólki að koma ognjóta,” segir Margrét Pálmadóttir.

Jóga leiðir heim í hjarta okkar

Hvernig vilt þú sjá framtíð Gufunessvæðisins?

Margrét Pálmadóttir og Hákon Leifsson tónlistarstjóri Grafarvogskirkju.

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/09/15 01:21 Page 10

Page 11: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

Umbúðir sem tryggja bragðgæði

Umbúðir og prentun

ÐUTTOVSFIREVHMUAJÐISMTENRP

m tunger gufei hddO

úbmr uiyri f fyrgnintufl

m fuksnelsð ía séniðím t

arð f fri. Vigau tllf öm auðú

ðialævtam í mujkkjætriyr f fyr

r pr úiðúbmm uuðielma

-nng ii oðanð

i tsalg pr oíppar p

g

llm an uatá um nse

n eía þlsðielmarF

vsfirevhmi – uddO0 R1, 1a 7kkabaðffðöH

g

let hrov, hanuníluröa vl

m hudnöm huggurr í ö

.ajððjimstnerð puttov, w0005 51i 5mí, skívajkkjye0 R

nulsrea vði eðanðr í iud

. addá Oj h hj

si.iddo.ww, w

g p

.

entunUmbúðir og pr

entun

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/09/15 01:22 Page 11

Page 12: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

4 vikna byrjenda jóga námskeiðÖndun - pranayamaJógastöður - asanaHugleiðsla & slökun - dharana

Hefst í speglasal Gerplu, Versölum 3, 15. september næstkomandi, þriðju- & fimmtudaga frá kl. 12:00 til 13:00.

Gyða Dí[email protected]

Tímarnir byrja rólega en geta orðið mjög kröftugir. Reynum á alla þætti líkamans. Aukum liðleika, styrk og úthald.

Viskan býr hið innra og við verðum meira og meir meðvituð um sjálfan okkur við ástundun jóga. 

Frétt ir GV

12

Útfararþjónustan ehf.Stofnað 1990

Símar: 567 9110 & 893 8638www.utfarir.is • [email protected]

Alhliða útfararþjónusta

RRúúnnaarrGGeeiirrmmuunnddssssoonn

SSiigguurrððuurr RRúúnnaarrssssoonn

EEllííss RRúúnnaarrssssoonn

ÞÞoorrbbeerrgguurrÞÞóórrððaarrssoonn

Nú í ágústmánuði hafa tveir öflugirskákmenn gengið til liðs við SkákdeildFjölnis. Þetta eru FIDE meistararnirDavíð Kjartansson og Sigurbjörn Björns-son.

Að sögn Helga Árnasonar, formannsSkákdeildar Fjölnis, er með komu þess-ara heiðursmanna mótað sterkt lið ís-lenskra skákmanna í kringum hina unguog efnilegu skákmenn sem deildin hefuralið upp og tryggt fast sæti í deild hinnabestu. Davíð tefldi með Skákdeild Fjöln-is í 1. deild á árunum 2007 - 2012 ogtefldi m.a. á 1. borði sveitarinnar semnokkuð óvænt sigraði á sterku LandsmótiUMFÍ árið 2007. Davíð sem tefldisíðustu árin með Víkingasveitinni þekkirvel til skákdeildar Fjölnis og þeirra efni-legu skákkrakka sem fyrir deildina tefla.

Hann liðstýrði skáksveitum Rimaskóla2008 og 2012 sem báðar unnu til gull-verðlauna á NM grunnskóla. SigurbjörnBjörnsson sem gengur í raðir Fjölnis-manna frá Taflfélagi Vestmannaeyja ervel kynntur innan skákhreyfingarinnarsem öflugur skákmaður og framtakssam-ur skákbókasali. Hann átti einstaklegagott ár með TV á síðasta keppnistímabiliog engin vafi leikur á að hann muni fallavel inn í hina áhugaverðu skáksveitFjölnis í 1. deild á komandi keppnistíma-bili. Þar mun Íslandsmeistarinn 2015,stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson,leiða sveitina með því að tefla þar á 1.borði. Skákdeild Fjölnis var stofnuð árið2004 og hefur með hverju ári eflst jafntog þétt í það að verða ein sú öflugasta álandinu.

Tveir FIDE skákmeistarartil liðs við Fjölnismenn

Davíð Kjartansson tefldi með Skákdeild Fjölnis í 1. deild á árunum 2007 - 2012 og tefldi m.a. á 1. borði sveitarinnarsem nokkuð óvænt sigraði á sterku Landsmóti UMFÍ árið 2007.

Hundaamma!Tek að mér hunda í pössun

sem ekki fara úr hárum.

Er til í jól og áramót.

Uppl. í síma 774-6316 (Geymið auglýsinguna)

Sigurbjörn Björnsson.

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/09/15 11:51 Page 12

Page 13: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

Frábær boltatilboð í september og október

Lifandi tónlist alla föstudaga í október

Öl á krana.................................................................700 krPizza með 3 áleggjum og gos..................................1690 krPizza með 3 áleggjum og öl....................................1990 krCurrywürst í tilefni af októberfest..........................1490 krSteikarloka..............................................................1990 krSteikarloka og gos...................................................2190 krSSteikarloka og öl.....................................................2490 kr

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/09/15 11:54 Page 13

Page 14: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

Nú er þátttöku Íslands í Evrópu-keppninni í körfubolta nýlokið og þaðer óhætt að segja að strákarnir unnu hugog hjörtu þjóðarinnar með frábærriliðsheild og baráttu. Ástríða og gleðileyndi sér ekki hjá neinum liðs- néstuðningsmanni. Það er gaman að segjafrá því að þrír landsliðsmannanna eruuppaldir í Fjölni. Þetta eru HaukurHelgi, Ægir Þór og Hörður Axel.Hörður Axel og Haukur Helgi eru byrj-unarliðsmenn og spiluðu gríðarlega velá móti þeim bestu í Evrópu. Í yngriflokkum Fjölnis eru fjölmargir krakkarsem ætla sér að feta í fótsporlandsliðsmannanna enda glæsilegar fyr-

irmyndir þarna á ferð. Stór hópur afiðkendum í yngri flokkum Fjölnis voruvalin í landsliðsúrval Körfuknattleiks-sambands Íslands og nokkur þeirraspiluðu landsleiki fyrir Ísland á árinu.Þessir unglingar voru Kristín MaríaMatthíasdóttir, Adriana Sandra Sæþórs-dóttir, Daníel Bjarki Stefánsson, GuðjónAri Logason, Smári Sigurz, Arnar GeirLíndal, Hlynur Logi Ingólfsson, ÞórðurKristófer Ingibjargarson, Sigmar Jó-hann Bjarnason, Davíð AlexanderMagnússon, Árni Elmar Hrafnsson ogBergþór Ægir Ríkharðsson. Megum viðöll vera stolt af árangri og þrautseigjuokkar unga íþróttafólks.

Körfuknattleiksdeild Fjölnis býðurupp á æfingar fyrir stráka og stelpur áöllum aldri. Í fyrsta skiptið núna í haustbjóðum við upp á krílahóp fyrir börnfædd 2010 og síðar og erum við virki-lega spennt að sjá hvort ekki sé áhugihjá foreldrum að mæta í Rimaskóla meðlitlu börnin sín.

Síðan taka við yngri flokkar þar semvið státum af stórum og flottum flokk-um í nánast öllum aldursflokkum bæðihjá stelpum og strákum, þó því miðurvanti alltaf upp á að fá fleiri stelpur inná æfingar til að prófa. Til að koma tilmóts við stelpurnar þá höfum við reyntað leggja upp úr því að vera meðkvenþjálfara og það hefur gefið góðaraun. Þegar komið er í elstu flokkana þátaka við meistaraflokkarnir og þar erumvið í Fjölni bæði með karla- ogkvennalið í 1. deild.

Að lokum bjóðum við foreldrum ogöðrum áhugsömum körfuboltamönnum,sem eru komnir upp úr meistaraflokki,að mæta á æfingar í svokölluðum Oldboys en hugmyndin með þeim flokki erekki bara ánægjan að spila körfuboltaheldur líka hugsuð til þess fallin aðvirkja fleiri „gamla“ körfuboltaáhuga-menn og því verða þeir einnigstuðningsmenn Fjölnis við skráningu ogbindum við vonir við að fá meiristemmingu á leiki meistaraflokkannaokkar.

Körfuknattleiksdeild Fjölnis leitastvið að halda úti metnaðarfullu starfi enað starfinu koma eingöngusjálfboðaliðar sem eru gjarnan bara for-eldrar og körfuboltaáhugamenn semvilja sjá deildina vaxa og dafna. Við er-um stolt að segja frá því að við höfumráðið til okkar hæfa þjálfara sem margirhverjir hafa verið hjá okkur um árabilog erum við þakklát fyrir þeirra vinnumeð ungmennin okkar. Æfingagjöldumer stillt í hóf sem gerir það að verkum aðþað er ódýrt að æfa körfu miðað viðmargar aðrar greinar. Einkunnarorðinokkar eru gleði, framfarir og þroski. Við

teljum að innan deildarinnar sé hægt aðsinna bæði þeim sem stefna langt íkörfu og þeim sem æfa sér til ánægju ogvegna félagsskapsins. Með reyndum oghæfum þjálfurum teljum við okkur getanáð til allra iðkenda sama á hvaða stigiþeir eru í íþróttinni. Við teljum að meðþeirri gleði sem íþróttin og umgjörðhennar gefur iðkendum okkar nái þeirframförum á sinn hátt og með framför-um þroskumst við og döfnum í íþrótt-inni og sem manneskjur. Í dag er Kör-

fuknattleiksdeild Fjölnis ein af þremurfjölmennustu deildum landsins ogáfram er bjart framundan í starfinu okk-ar.

Við hvetjum alla krakka og unglingatil að prófa að æfa körfu hjá okkur. Þaðer aldrei of seint að byrja! Eins viljumvið hvetja foreldra og annað áhugasamtkörfuboltafólk að leggja okkur lið meðað gera starfið og körfuboltadeildinaokkar enn betri. Nú mæta allir í körfu ívetur! Áfram Fjölnir!

Fréttir GV

14

Frá bærgjöf fyr irveiði menn og kon ur

Gröf um nöfn veiði manna á box in

Uppl. á www.Krafla.is (698-2844)

Komdu í körfu!

Þetta byrjar

allt hjá Fjölni!

Hressar stelpur í Fjölni fagna góðum árngri í körfuboltanum.

Körfuboltahetjur framtíðarinnar hjá Fjölni í hörðum leik.

Kattaskítur íHúsahverfi

Óhress lesandi Grafarvogsblaðs-ins sem býr í Húsahverfi hafði sam-band við blaðið og sagði farir sínarekki sléttar.

Kvartaði lesandinn undan miklumkattaskít í Húsahverfi og einnig mik-illi kattahlandslykt víða í hverfinu.Vildi þessi lesandi hvetja kattaeigend-ur til að hugsa betur um dýr sín ogfurðaði sig á því hve kattaeigendurværu alltaf stikk frí samanborið viðhundaeigendur sem væru skildaðir tilað þrífa jafnharðan úrganginn eftirhunda sína. Við vonum og erumreyndar viss um að kattaeigendur íHúsahverfi taka sig á í þessum efnum.

WWW.THREK.IS

Strákarnir í Fjölni ræða málin ásamt þjálfara sínum.

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15/09/15 23:38 Page 14

Page 15: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

Veiðibúðin Krafla - Höfðabakka 3 - Sími: 587-9500

Glæsileg íslensk flugubox - Gröfum nöfn veiðimanna á

boxin sem eru frábær persónuleg gjöf

Langmesta úrval landsins af íslenskum flugum í 10 metra löngu fluguborði

Vandaðar vörurog 45 ára reynslaÍslenskar flugur í hæsta gæðaflokki

Flugustengur frá Echo, Vision og Scott

Fluguhjól frá Nautilus, Echo og Vision

Flugulínur frá Vision, Echo og Aquas

Fatnaður frá Vision, ZO-ON og Aquaz

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/09/15 01:20 Page 15

Page 16: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

120. fundur hverfisráðs Grafarvogs.Fundurinn var haldinn í Borgum í Grafar-vogi og hófst kl. 16:45.

Viðstaddir voru Bergvin Oddsson,formaður, Guðbrandur Guðmundsson,Elísabet Gísladóttir, Gísli RafnGuðmundsson og Herdís Anna Þorvalds-dóttir. Auk þeirra sátu fundinn TraustiHarðarson áheyrnarfulltrúi Framsóknarog flugvallarvina og Jóhannes ÓliGarðarsson áheyrnarfulltrúi Korpúlfa,samtaka eldri borgara í Grafarvogi ogIngibjörg Sigurþórsdóttir framkvæmdar-stjóri Miðgarðs sem jafnframt ritaði fund-argerð.

Oddrún Helga Oddsdóttir, skrifstofueigna og atvinnuþróunar, Guðmundur B.Friðriksson og Eygerður Margrétardóttir,umhverfis- og skipulagssviði mættu áfundinn undir lið 1.

Þetta gerðist:Oddrún Helga Oddsdóttir mætti á

fundinn kl. 16:45.Guðmundur B. Friðriksson og Ey-

gerður Margrétardóttir mættu á fundinnkl. 17:15.

1. Bréf vegna úthlutunar lóðar fyrir

endurvinnslustöð lagt fyrir að nýju.Hverfiráð Grafarvogs bókar:„Hverfisráð Grafarvogs hafnar alfarið

þeim hugmyndum sem fyrir liggja umstaðsetningu endurvinnslustöðvar fyrirGrafarvog. Móttökustöð við Lambhaga-veg 14 þjónar Grafarvogi síst betur enmóttökustöð við Sævarhöfða. Í samræmivið stefnu borgarinnar um nærþjónustu erekki ásættanlegt að Grafarvogsbúar þurfiað fara langt úr fyrir hverfið með úrgangfrá heimilum sínum. Það veldur óþarfamengun og umferð. Hverisráð fer fram áað móttökustöð fyrir 20.000 manna Graf-arvogshverfi verði sett upp í nágrennisorpvinnslustöðvar Sorpu í Gufunesi.Hverfisráð Grafarvogs tekur ekki afstöðutil endurvinnslustöðva fyrir önnur hverfiborgarinnar“

Fulltrúi Framsóknar og flugvallavinabókar:

„Best er fyrir Grafarvogsbúa að mót-tökustöð fyrir sorp sé staðsett við Sorpu,vinnslustöðinni í Gufunesi. Hugmyndirað staðsetningu við Korpu og mögulegritenginu við Hallsveg stóreykur umferð ígegnum hverfið og mótmælir áheyrnar-fulltrúi algjörlega þeirri hugmynd að

staðsetningu“Oddrún Helga Oddsdóttir fór af fundi

kl. 16:50.Guðmundur B. Friðriksson og Ey-

gerður Margrétardóttir fóru af fundi kl.17:35.

2. Lögð fram útskrift úr gerðarbókskipulagsfulltrúa varðandi athugasemdirvið deiliskipulagshugmyndir við Gylfa-flöt 2-4, 6-8, 10-12 og 14.

3. Lögð fram skýrsla starfshóps umþjónustuveitingu Reykjavíkurborgar.Frestað.

4. Lagðar fram tillögur Stjórnkerfis-og lýðræðisráðs um breytt fyrirkomulaghverfisráða. Frestað

5. Framsókn og flugvallavinir leggjafram tillögu:

„Hverfisráð Grafarvogs hvetur Skóla-og frístundasvið sem ber ábyrgð á mála-flokkinum „frístundastrætó“ að styðja viðog tryggja að settar verði upp ferðir „Frí-stundastrætó“ milli allra skóla og íþrótta-mannvirkja hverfisins. Hverfisráð hvetur

skóla og frístundasvið að verða við þeirribeiðni strax þannig að á fyrstu vikum núí september verði orðin virkur „Frí-stundastrætó“ í Grafarvogi. Minnirhverfisráð Skóla- og frístundasvið á að íGrafarvogi eru 20% barna og unglingaReykjavíkurborgar og er hverfið einahverfið sem ekki er með virkan „Frí-stundastrætó.“

Frestað.

6. Framsókn og flugvallarvinir leggjafram fyrirspurn.

„Óskað er eftir ítarlegum upplýsingumum hvaða upphæðir Skóla- og frístun-dasvið og Reykjavíkurborg í heild veittiárið 2014 og 2015 til þess að reka „Frí-stundastrætó“ í hverfum borgarinnar þ.e.sundurliðað á vert hverfi fyrir sig. Einniger óskað eftir upplýsingum um hversumikinn kostnað Skóla- og frístundasviðáætlað það kosti að reka „Frístunda-strætó“ í Grafarvogi og hvaða upphæðirSkóla- og frístundasvið hefur áður boðiðað setja í málaflokkinn þennan fyrir Graf-arvogshverfið“

7. Framsókn og flugvallarvinir leggja

fram fyrirspurn.

„Óskað er eftir að Umhverfis- ogskipulagssvið geri sem fyrst úttekt á hvarnauðsynlegt sé að verða strax við og end-urmála leiktæki við leikskóla í Grafar-vogi og gefi hverfisráði Grafarvogsskýrslu um hjá hvað mörgum þeirra þurfiað mála leiktæki þ.e. klifurkastala, rólur,vegasöltum og örðum leiktækjum. Villfulltrúi strax benda á að mikil þörf er á aðmála t.d. leiktæki við leikskólann Laufs-kála og að einhverju leiti við leikskólannFífuborg“

8. Hverfisráð Grafarvogs leggur frameftirfarandi fyrirspurn.

„Óskað er eftir stöðu á ástandi leik- oggrunnskólalóða í Grafarvogi. Hvaðaframkvæmdir hafa verið síðustu ár oghvaða framkvæmdir eru mest aðkallandinæstu misseri“.

Fundi slitið kl. 18:10Bergvin Oddsson

Guðbrandur GuðmundssonElísabet Gísladóttir

Gísli Rafn GuðmundssonHerdís Anna Þorvaldsdóttir

Fundargerðir Hverfisráðs Grafarvogs:

Frétt ir GV

16

Skipt­um­um­bremsu-

klossa­og­diska

Vottað réttinga- og málningarverkstæði

GB Tjónaviðgerðir er réttinga- og málningarverkstæði vottað af Bílgreinasambandinu. Við tryggjum hámarksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað og efni.Styðjumst við tækniupplýsingar framleiðanda um hvernig skuli staðið að viðgerð.

ottað réttinga- oVVottað réttinga- o

kstæðiervg málningarottað réttinga- o

kstæði

niupplýsingar fryðjumst við tæktSksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað oggjum hámaryið trV

viðgerðir er réttinga- oTjónaGB

ggingafélaga.ytrtið sem sentjónama

oðum bílinn oið skVoðunTjónasko

t gler ásam,araðrt límdar rúður sem orúðutjón jafn

onar rúðuskannars kamrúður oiptum um frkS

iptiamrúðuskrF

uli staðið að viðgerð.nig skervamleiðanda um hniupplýsingar frksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað o

ottað af Bílgrkstæði vervg málningarviðgerðir er réttinga- o

tækjabúnað sem stg notum aðeins viðuroið vinnum efV

Rétting o

Innréttingar / ák

öllum viðgerðum.einsun,djúphr

Bjóðum við upp á almennan bílaþvottur / djúphrBílaþv

ggingafélaga.t er til tið sem seng undirbúum oðum bílinn o

einsun á bíl.hrt glerg t límdar rúður sem o

jáum um öll S Sjáum um öll ipti.onar rúðuskg önnumst amrúður o

ipti

uli staðið að viðgerð.g efni.ksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað o

.einasambandinuottað af Bílgr

.röfurustu kenst ítrtækjabúnað sem stg ennd efni okg notum aðeins viður

amleiðenda tir stöðlum fr m ef ftir stöðlum frg málning

læðiInnréttingar / ák

öllum viðgerðum.ottur fylgir rír þv F bón ofl. . Feinsun,

,ottBjóðum við upp á almennan bílaþveinsunottur / djúphr

oð í lakkum tilbgerið bjóðum upp á ráðleggingar oV

ting á lakkyrMössun / sn

á bílnum á meðan hann er í viðgerð.Vaðu tíma.parS

ekkjaþjónustaD

emsur br.. br.ss

ástand helstu slitflaamhliða viðgerðum getum við skSmáviðgerðirS

innréttingum ofl.um að okkTök

Innréttingar / ák

.g blettanirmössun ooð í lakkg ið bjóðum upp á ráðleggingar o

iting á lakk

á bílnum á meðan hann er í viðgerð.ipt um dekk ið getum sk

ekkjaþjónusta

.emsur

ggisþátta,yg örta oástand helstu slitflaoðað amhliða viðgerðum getum við sk

máviðgerðir

innréttingum ofl.ur viðgerðir á sætum,um að okk

læðiInnréttingar / ák

Æfingar í skákinni

alla miðvikudaga í vetur

Staðsetningu endurvinnslustöðvar alfarið hafnað

Vikulegar skákæfingar Skákdeild-ar Fjölnis fyrir börn og unglinga hóf-ust miðvikudaginn 16. september ogverða þær framvegis alla miðviku-daga í vetur frá kl. 17:00 – 18:30.

Æfingarnar eru í Rimaskóla og ergengið inn um íþróttahús skólans.Árangur þeirra barna sem sótt hafareglulega skákæfingar Fjölnis hefurverið mjög góður á undanförnum ár-um og skákdeildin hlotið mörgverðlaun og viðurkenningar fyrir ár-angursríkt starf.

Foreldrar áhugasamra barna íGrafarvogi og á höfuðborgarsvæðinuöllu eru hvattir til að nýta sérskemmtilegar og áhugaverðar ská-kæfingar Fjölnis sem bjóðast ókeyp-is.

Í fyrra mættu að jafnaði 30 krakk-ar á hverja æfingu. Æfingarnarmiðast við að þátttakendur kunni góðskil á öllum grunnatriðum skáklistar-innar og tefli sér til ánægju. Foreldr-ar eru hvattir til að mæta með börn-unum sínum og aðstoða sem alltaf erþörf fyrir. Reynt er að hafa æfingarn-

ar fjölbreyttar og skemmtilegar,kennsla og skákmót til skiptis. Boðiðer upp á veitingar á hverri æfingu svosem ávexti, kexmeti og vatn. Öllumskákæfingum lýkur með verðlauna-afhendingu. Meðal leiðbeinenda ívetur verða m.a. afreksunglingar ískáklistinni úr úrvalsflokki Skák-skóla Íslands.

Umsjón með skákæfingum Fjölnisí vetur hefur líkt og undanfarin árHelgi Árnason formaður skákdeild-arinnar.

Skákæfingar verða hjá Fjölni alla miðvikudaga á vetri komanda.

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/15 01:56 Page 16

Page 17: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

Frétt irGV

17

Kastalinn í Gufunesi var hannaður af Pétri Jónssyni arkitekt hjá Landark.

Kastalinn í Gufunesi er viðamesta leiktækið sem Krumma ehf hefur tekið að sér.

Beðið var um ákveðinn efnivið (viðardrumba) og KRUMMA ehf fór í samstarfvið fyrirtækið Norleg í Danmörku.

Allt var gert til þess að starfsfólki Krumma liði sem best.

Kastali reistur í GufunesiStærsti kastali sem starfsfólk

KRUMMA ehf hefur gert til þessa, varreistur fyrir Reykjavíkurborg sl. veturog það kom til vegna verkefnisins BetriReykjavík.

Kastalinn var hannaður af Pétri Jóns-syni arkitekt hjá Landark.

Hrafn Ingimundarson eigandiKRUMMA kom síðan að útfærslu kas-talans þannig að hann uppfyllti örygg-isstaðalinn EN1176.

Þar sem beðið var um ákveðinn ef-nivið (viðardrumba), fór KRUMMAehf í samstarf við fyrirtækið Norleg íDanmörku en þeir seldu KRUMMA

þennan efnivið.Norleg vann kastalann að hluta til

fyrir okkur en starfsmenn Krummasmíðuðu hann annars hér á Gylfaflöt-inni í Grafarvoginum og var leiktækiðflutt yfir í Gufunesið í all mörgum ein-ingum.

Það er gaman að segja frá því að þóttKRUMMA ehf sé orðið 29 ára gamalthefur fyrirtækið aldrei tekið að sérsmíði á jafn viðamiklu leiktæki að vetritil.

Krumma ehf. þurfti til dæmis aðkaupa vetrarvinnufatnað og bjóða upp áheitan mat (morgunmat og hádegismat)svo allt gengi sem best fyrir sig ogstarfsfólkinu liðið vel við vinnu í allskonar veðrum.

Þetta verkefni var smá ævintýri fyrirstarfsfólk KRUMMA ehf.

Eftir að verkið var tilbúð fékkst vott-unaraðili frá Danmörku til að taka tækiðút og votta, þar sem sams konar tækihefur aldrei verið gert áður.

Öll samvinna við gerð leiktækisinsvar eins og best verður á kosið en þarkomu að verkefninu eftirtaldir aðilar:

Ólafur Ólafsson, byggingaverkfræð-ingur/umsjónarmaður hjá Reykjavíkur-borg, Pétur Jónsson, arkitekt og hönn-uður leiktækisins, Atli Steinn Árnason,forstöðumaður Gufunesbæjar, Haf-steinn Hrafn Grétarsson umsjónar-maður útivistar á Gufunesi og HrafnIngimundarsson.

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/09/15 12:02 Page 17

Page 18: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

BARÐASTAÐIR GLÆSILEGT EINBÝLISHÚSGlæsilegt einbýli sem byggt var árið 2000 og er úr forsteyptum

einingum á einni hæð með innbyggðum bílskúr og sólskála. Stórsólpallur sem snýr til suðurs og vesturs. Á pallinum er heitur pott-ur. Í garði sem snýr í suður er búið að byggja skúr sem er ein-angraður og upphitaður. Fallegt útsýni er til austur í átt að Esjunni.Húsið er skráð 172,4 fermetrar og þar af er bílskúr 38,3 fermetrar.

Komið er inn í flísalagða forstofu með gólfhita. Góðir forstofu-skápar úr kirsuberjavið.

Eldhús er með veglegri kirsuberjainnréttingu með granítborðplötu, tengi fyrir uppþvottavél og gert er ráð fyrir tvöföldum ís-skáp í innréttingu. Bakarofn er upplyftur. Flísar á gólfi.

Stofa og borðstofa eru eitt opið rými með veglegu eikarparketisem lagt er í 45 gráður. Frá stofu er eru dyr út í sólskála sem er upp-hitaður auk þess sem gólfhiti er í honum. Baðherbergið er glæsilegt,þar er hornbaðkar, sturtuklefi, handklæðaofn og falleg innrétting úrkirsuberjavið. Gólfhiti er á baði og er baðherbergið flísalagt.

Hjónaherbergi er stórt með veglegum skápum úr kirsuberjaviðog eikarparket er á gólfi.

Barnaherbergi er inn af forstofu og nokkuð rúmgott með eikarp-arketi.

Gengið er í gegnum þvottahús til að komast inn í bílskúr. Þvotta-hús er flísalagt. Í innréttingu er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkaraauk þess sem vaskur er í innréttingu.

Bílskúrinn er mjög stór og er búið að útbúa stórt herbergi innst íhonum, þar eru fataskápar úr kirsuberjavið.

Lóðin er 750 fermetrar. Stórt hellulagt plan er fyrir framan húsið.Gríðarlega stór sólpallur er á suður gafli húss, þar er heitur pottur.Grasflöt er fyrir aftan hús og einnig er búið að gera þar góðangeymsluskúr sem er upphitaður og einangraður.

Húsið er í mjög góðu ástandi og búið að yfirfara alla glugga.Lýsing er í þakkanti hússins. Granít er í öllum sólbekkjum. Heilt yf-ir er þetta mjög fallegt hús.

Frétt ir GV

18

Glæsilegt einbýlishúsvið Barðastaði

- til sölu hjá Fast eigna miðl un Graf ar vogs í Spöng inni 11

Eldhús er með veglegri kirsuberjainnréttingu. Bakarofn í eldhúsi er upplyftur. Flísar á gólfi. Gólfhiti er á baði og er baðherbergið flísalagt.

Endurbókun- bókverkasýning í Borgarbókasafn-

inu í Spöng er til 3. októberÁ sýningunni ENDURBÓKUN má sjá brot af verkum úr smiðju

ARKA, hópi tíu listakvenna sem stunda bókverkagerð. Öll verk á sýning-unni eiga það sameiginlegt að vera unnin úr gömlum bókum. Flestarþeirra voru fengnar hjá Borgarbókasafninu, en bókasöfn afskrifa árleganokkurn fjölda bóka til frekari útlána. Þessar gömlu bækur, sem lokiðhafa hlutverki sínu, hafa öðlast nýtt líf í einstæðum listaverkum.

ARKIR, sem koma m.a. úr Grafarvogi, hittast reglulega til að berasaman bækur sínar en meðlimir hópsins hafa um margra ára skeiðstundað bókverkagerð af ýmsum toga. Listakonurnar sinna öllu jafnafjölbreyttri listsköpun á sviði málara- og grafíklistar, textíllistar, ritlistar,myndlýsinga og hönnunar en eiga það sameiginlegt að hrífast af bók-verkum.

Bókverk er samheiti yfir listaverk sem tengjast á einhvern hátt bókinnisem formi og hugtaki. Fjölbreytni bókverka er óendanleg enda hug-myndaflug listamannsins eina takmörkunin. Bókverk geta verið fjöl-földuð eða einstæð, aðeins til í einu eintaki, með augljósu yfirbragðihandverksins eins og mörg verkanna á sýningunni Endurbókun.Aðferðirnar sem notaðar eru við sköpunina eru margvíslegar; pappírs-brot, klippitækni og skurður, textílaðferðir, málun og teikning ogþrykkaðferðir svo nokkuð sé nefnt.

Eftirtaldar listakonur eiga verk á sýningunni: Anna Snædís SigmarsdóttirArnþrúður Ösp KarlsdóttirÁslaug JónsdóttirHelga Pálína BrynjólfsdóttirIngiríður ÓðinsdóttirKristín Þóra GuðbjartsdóttirSigurborg StefánsdóttirSvanborg Matthíasdóttir

Sýningarstjóri er Kristín Þóra Guðbjartsdóttir. Nánari upplýsingar umARKIR á vefnum: www.arkir.wordpress.com

Hér til hliðar eru myndir af þremur verkanna sem eru á sýningunni.

����������������������������������������!�������� �"����#�� ���������������� ���������������������������#��

� � � � � � � � � � � � � � � �� � � � ��� �� ���� ������������������������������������������������������������ �

� �

� � � � � � � �� �� �� �

70%íbúa í Graf ar vogi lesa

Graf ar vogs blað ið

Mest les ni fjöl mið ill inn í

Graf ar vogi

Besta aug lýs inga verð iðog frá bær ár ang ur

587-9500

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 16/09/15 12:05 Page 18

Page 19: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

Helga, Hugi og Ingvar með verðlaunin í Powerade mótaröðinni. GV-mynd Auður Stefánsdóttir

Hluti af keppendum á grunnskólamótinu í frjálsum. GV-mynd Hjörtur Stefánsson

19

Frétt irGV

Grillið í Graf ar vogi - Gylfa flöt 1 - Sími: 567-7974

GULLN ESTIFjölskyldutilboð4 hamborgarar - franskar

- sósa og 2 l Kók

aðeins

3.790,-

Gengur vel hjá frjálsíþróttafólkinu í FjölniÍ sumar hefur gengið mjög vel hjá frjálsíþróttafólkinu hjá

Fjölni. Mikið af stórefnilegu fólki æfir með félaginu. IngvarHjartarson varð Íslandsmeistari bæði í 5 og 10 km götuhlaup-um. Hugi Harðarson hefur verið að bæta sig í hlaupunum ísumar og sigraði Powerade sumarhlauparöðina. Fleira Fjöln-isfólk fékk verðlaun í hlaupaseríunni en Helga Guðný Elías-dóttir varð í öðru sæti í kvennaflokki og Ingvar Hjartarson íþriðja sæti í karlaflokki. Daði Arnarson er mjög efnilegurhlaupari og varð Íslandsmeistari í 3000m hlaupi pilta 16-17ára og Matthías Már Heiðarsson varð Íslandsmeistari í 400 mgrind pilta 20-22 ára.

Nokkrir iðkendur fengu gullverðlaun á Unglingalands-mótinu sem var haldið á Akureyri um verslunarmannahelgina.Nefna má mjög góðan árangur hjá Helgu Þóru Sigurjónsdótt-ur sem fékk gullverðlaun með stökki yfir 1,63m í hástökki enhún er aðeins 15 ára gömul. Einnig vann hún gull í langstökki.Fleiri krakkar fengu gullverðlaun á mótinu: Karen Birta Jóns-dóttir í spjótkasti og hástökki, Dagmar Nuka Ósk Einarsdótt-ir í kúluvarpi og Hermann Orri Svavarsson í hástökki.

Bjarki Rúnar Steinarsson vann til tvennra gullverðlauna áSpecial Olympics í 800m hlaupi og 4*100 m boðhlaupi. Fleiriiðkendur fóru á mót erlendis og náðu góðum árangri t.d. kom-ust bæði Helga Þóra og Karen Birta á verðlaunapall í Gauta-

borg. Karen Birta var valin til að keppa á Alþjóðaleikunum íHollandi í júní og Daði fór á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnarog bæði stóðu sig vel. Mætti telja upp miklu fleiri afrek þessaunga íþróttafólks og hafa krakkarnir verið að bæta sinn per-sónulega árangur mjög mikið. En það er einmitt það sem ersvo skemmtilegt við frjálsar íþróttir að það er hægt að gleðjastyfir persónulegum sigrum þó svo að medalíurnar fari í aðrarhendur. Í frjálsum íþróttum er enginn á bekknum og allirkeppa á eigin forsendum hvort sem stefnt er á verðlaunapall-inn eða að setja persónulegt met í einhverri grein.

Grunnskólamót í frjálsum var haldið í Laugardalshöll dag-ana 1. og 2. sept. Þar kepptu krakkar úr 6. – 8. bekk fyrir sinnskóla. Krakkar úr Grafarvoginum stóðu sig mjög vel. Vætta-skóli varð í þriðja sæti í heildarstigagjöf, Rimaskóli sigraði íflokki 13 ára pilta, Húsaskóli sigraði í flokki 12 ára stúlkna ogVættaskóli sigraði í flokki 11 ára stúlkna.

Skokkhópurinn er með mjög öflugt starf og hafa hlaupararí honum staðið sig vel í fjölmörgum götuhlaupum í sumar. Núer vetrarstarfið komið á fullt skrið og æfingarnar fara framýmist í Rimaskóla, Kelduskóla Vík, Egilshöll, Laugardalshölleða úti undir beru lofti. Æfingarnar eru fyrir 6 ára aldur ogupp úr. Það er aldrei of seint að byrja að æfa frjálsar.

Tilboðið

gildir til

24. september

2015

GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 13/09/15 01:57 Page 19

Page 20: Grafarvogsblaðið 9.tbl 2015

20. september

698

1.579 2.098

NÝTT ÍSLENSKT KJÖT Á GÓÐU VERÐI Í BÓNUS

1.698

Afnýslátruðu

2015

Afnýslátruðu2015

Haust-slátrun2014

298

ÓDÝR PIZZUVEISLA

659

259398 198

1.898

698

1.698

1.698

NÝTT ÍSLENSKT KJÖT Á GÓÐU

BÓNUS

NÝTT ÍSLENSKT KJÖT Á GÓÐU Grísahakk, ferskt

698. kgkrr. kg

NÝTT ÍSLENSKT KJÖT Á GÓÐU

VERÐI Í BÓNUSNÝTT ÍSLENSKT KJÖT Á GÓÐU BÓNUS ungnautahakk

VERÐI Í BÓNUSBÓNUS ungnautahakk

1.698kr

VERÐI Í BÓNUS

1.698. kgkr.

NÝTT ÍSLENSKT KJÖT Á GÓÐU

298. kgkr

NÝTT ÍSLENSKT KJÖT Á GÓÐU

298

1.579

NÝTT ÍSLENSKT KJÖT Á GÓÐU

n

VERÐI Í BÓNUSNÝTT ÍSLENSKT KJÖT Á GÓÐU AfAf

nýslátruðu

2.098

VERÐI Í BÓNUS

2.098. kgkr.

VERÐI Í BÓNUS

Lambahjörtu og lambalifur

nafæKjar

Lambahjörtu og lambalifur

æði

Íslandslamb Lambalæriaf nýslátruðu, ferskt, sérskorið

1.579. kgkr.

Lambalæriaf nýslátruðu, ferskt, sérskorið

Íslandslamb Lambahryggurhálfur lundapartur

, ahryggur r,, ferskur

. kg

Afnýslátruðu

Lambahjörtu og lambalifur

af nýslátruðu, ferskt

Lambahjörtu og lambalifur

af nýslátruðu, ferskt

1.898

af nýslátruðu, ferskt, sérskorið

1.898. kgkr.

af nýslátruðu, ferskt, sérskorið

659. kgkrr. kg

, hálfur lundapartur r, ferskur

, ferskur

Hau t

ÓDÝR

PIZZUVEI

A ISL

Kjörfugl

398

júklingabringur

nafæði Súpukjöt Kjarhaustslátrun 2014, osiðfr

398

ö s

198

ust-sláHaust-slátrun

259. 400 gkr

g g

398. pk.kr

oni,ÓNUS Pepper 153 g

398. pk.

BÓNUS Samlokuskinka,

198. pk.kr

kuskinka, 237 g

V

erð í þessari auglýsingu gilda til og með V

erð í þessari auglýsingu gilda til og með 20. september a.m.k.

a.m.k.

Árbæ 9. tbl. Sept._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 15/09/15 21:08 Page 20