stykkishólms-pósturinn 10.maí 2012

6
SÉRRIT - 18. tbl. 19. árg. 10. maí 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Rannsókn í Landey Sumarið 2010 töldum við að ca. 80-100 æðarkollur og a.m.k. 200 pör sílamáfa yrpu í Landey. Sumarið 2011 var þetta mun minna og má e.t.v. kenna óhagstæðu tíðarfari um. Nú í maí stendur til að rannsaka varp sílamáfa og æðarfugla í Landey, nánar tiltekið á Norðurhluta eyjarinnar. Undanfarin tvö sumur höfum við séð þessar tvær tegundir verpa í talsverðu nábýli. Því mun ítalskur líffræðinemi, Ettore Camerlenghi frá háskólanum í Bologna, rannsaka varp og samskipti æðarkolla og sílamáfa og skrifa um þau BS ritgerð. Hreiðrin sem um ræðir verða merkt með prikum með númerum, og egg viðkomandi hreiðra verða númeruð með tússi. Við áætlum að þetta verði í mesta lagi 10-15 hreiður af hvorri tegund. Landey er í eigu Stykkishólmsbæjar. Bæjarbúar hafa árum saman týnt þar egg og er það ekki okkar vilji að hrófla neitt við því. Við förum þess hins vegar á leit við eggjatínslufólk að merktu hreiðrin í okkar rannsókn fái að vera óhreyfð þetta sumarið, en þau má þekkja á prikunum og svo merkingum á eggjunum sjálfum. Jón Einar Jónsson, Rannsóknasetri Háskóla Íslands Snæfellsnesi Hundavinir í Stykkishólmi Í apríl s.l. var stofnaður hópur hundeigenda sem hittist á sunnudögum hér í Stykkishólmi og í nágrenninu með hunda sína. S.l. sunnudag var fyrsta samvera þar sem hundarnir hittust og fengu að leika sér án þess að vera í taumi. Nokkur fjöldi hunda ásamt eigendum sínum mættu við Selvallavatn, en þar var fyrirhugað að hittast og fór vel á með hundum og mannfólki. am/Ljósmyndir Sigrún Þorgeirsdóttir Af fundargerðum... Í síðustu 2 tölublöðum Stykkishólms-Póstsins var birt efni úr fundargerðum hinna ýmsu nefnda og ráða Stykkishólmsbæjar auk bæjarstjórnar og bæjarráðs. Þetta hefur verið gert eftir efnum og ástæðum s.l. ár. Fundargerðirnar eru óstyttar og öllum opnar á vef Stykkishólmsbæjar www.stykkisholmur.is og ein ástæða þessa að úr þeim er birt efni í Stykkishólms-Póstinum er að vekja athygli bæjarbúa og minna þá á að kynna sér málefni bæjarins á vef hans. Í síðustu viku var sagt frá lið 25 í fundargerð bæjarstjórnar varðandi umsögn um frumvarp til laga um veiðigjöld. Þar sem ályktunin sjálf birtist ekki með í texta í síðata tölublaði birtist hún hér. Gretar D. Pálsson, Guðlaug Ágústsdóttir og Hjörleifur Kr. Hjörleifsson lögðu fram breytingartillögu á ályktuninni sem var samþykkt samhljóða og hljóðar tillagan á þessa leið eftir breytingar: „Bæjarstjórn leggur þunga áherslu á að veiðigjöld verði sanngjörn og ógni ekki rekstri útvegsfyrirtækja.“ am Stykkishólms-Póstuirnn kemur næst út MIÐVIKUDAGINN 16. MAÍ!! Skilafrestur efnis og auglýsinga er mánudaginn 14. maí kl. 14 Þeir lágu makindalegir þessir selir út á skeri um helgina steinsnar frá Stykkishólmi. Forvitnin leyndi sér þó ekki þegar þeir urðu mannaferða varir og þeir fylgdust vel með! am

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 16-Mar-2016

241 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

19. árgangur 18. tölublað

TRANSCRIPT

SÉRRIT - 18. tbl. 19. árg. 10. maí 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Rannsókn í LandeySumarið 2010 töldum við að ca. 80-100 æðarkollur og a.m.k. 200 pör sílamáfa yrpu í Landey. Sumarið 2011 var þetta mun minna og má e.t.v. kenna óhagstæðu tíðarfari um. Nú í maí stendur til að rannsaka varp sílamáfa og æðarfugla í Landey, nánar tiltekið á Norðurhluta eyjarinnar. Undanfarin tvö sumur höfum við séð þessar tvær tegundir verpa í talsverðu nábýli. Því mun ítalskur líffræðinemi, Ettore Camerlenghi frá háskólanum í Bologna, rannsaka varp og samskipti æðarkolla og sílamáfa og skrifa um þau BS ritgerð.Hreiðrin sem um ræðir verða merkt með prikum með númerum, og egg viðkomandi hreiðra verða númeruð með tússi. Við áætlum að þetta verði í mesta lagi 10-15 hreiður af hvorri tegund. Landey er í eigu Stykkishólmsbæjar. Bæjarbúar hafa árum saman týnt þar egg og er það ekki okkar vilji að hrófla neitt við því. Við förum þess hins vegar á leit við eggjatínslufólk að merktu hreiðrin í okkar rannsókn fái að vera óhreyfð þetta sumarið, en þau má þekkja á prikunum og svo merkingum á eggjunum sjálfum.

Jón Einar Jónsson, Rannsóknasetri Háskóla Íslands Snæfellsnesi

Hundavinir í Stykkishólmi

Í apríl s.l. var stofnaður hópur hundeigenda sem hittist á sunnudögum hér í Stykkishólmi og í nágrenninu með hunda sína. S.l. sunnudag var fyrsta samvera þar sem hundarnir hittust og fengu að leika sér án þess að vera í taumi. Nokkur fjöldi hunda ásamt eigendum sínum mættu við Selvallavatn, en þar var fyrirhugað að hittast og fór vel á með hundum og mannfólki.

am/Ljósmyndir Sigrún Þorgeirsdóttir

Af fundargerðum...Í síðustu 2 tölublöðum Stykkishólms-Póstsins var birt efni úr fundargerðum hinna ýmsu nefnda og ráða Stykkishólmsbæjar auk bæjarstjórnar og bæjarráðs. Þetta hefur verið gert eftir efnum og ástæðum s.l. ár. Fundargerðirnar eru óstyttar og öllum opnar á vef Stykkishólmsbæjar www.stykkisholmur.is og ein ástæða þessa að úr þeim er birt efni í Stykkishólms-Póstinum er að vekja athygli bæjarbúa og minna þá á að kynna sér málefni bæjarins á vef hans.Í síðustu viku var sagt frá lið 25 í fundargerð bæjarstjórnar varðandi umsögn um frumvarp til laga um veiðigjöld. Þar sem ályktunin sjálf birtist ekki með í texta í síðata tölublaði birtist hún hér. Gretar D. Pálsson, Guðlaug Ágústsdóttir og Hjörleifur Kr. Hjörleifsson lögðu fram breytingartillögu á ályktuninni sem var samþykkt samhljóða og hljóðar tillagan á þessa leið eftir breytingar:„Bæjarstjórn leggur þunga áherslu á að veiðigjöld verði sanngjörn og ógni ekki rekstri útvegsfyrirtækja.“ am

Stykkishólms-Póstuirnn kemur næst út

MIÐVIKUDAGINN 16. MAÍ!!

Skilafrestur efnis og auglýsinga er

mánudaginn 14. maí kl. 14

Þeir lágu makindalegir þessir selir út á skeri um helgina steinsnar frá Stykkishólmi. Forvitnin leyndi sér þó ekki þegar þeir urðu mannaferða varir og þeir fylgdust vel með! am

Stykkishólms-Pósturinn, 18. tbl. 19. árgangur 10.maí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Fjölgun gistimöguleikaFyrir skömmu kom út talnasamantekt Ferðamálastofu Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2011. Mikið og gagnlegt efni má finna í samantektinni sem hægt er að skoða í fullri lengd á vef Ferðamálastofu. Meðal þess sem athygli vekur er að gistimáti Íslendinga er algengastur í tjald/fellihýsum/húsbílum á ferðalögum en þó hefur aukist á milli ára að Íslendingar gisti á gistiheimilum eða hótelum á ferðum sínum. 13,4% þeirra sem spurðir voru í könnun sem liggur að baki þessu talnaefni, komu í Stykkishólm og 42,9% á Vesturland. Þar sem spurt var um fyrirhuguð ferðalög árið 2012 kemur fram að 57% svarenda ætla í sumarhús innanlands á árinu og 50% í heimsókn til vina eða ættingja. Í vikunni komu svo út tölur um aukningu ferðamanna og fjölgaði um 20,4% á fyrsta ársþriðjungi þessa árs. Í framhaldinu er áhugavert að skoða hversu mörg gistiheimili/hótel eru rekin í Stykkishólmi. Skv. skrám lögreglunnar 8.maí hafa þessir aðilar rekstrarleyfi fyrir gistingu í Stykkishólmi og Helgafellssveit.BogB Höfðagötu 11 Höfðagata 11Ból og biti ÞingvellirFélagsheimilið Skjöldur SkildiFriðarstaðir Birkilundur 44Galdrahúsið Reitarvegur 6Gistiver ehf. Laufásvegur 1Hansínuhús Silfurgata 14Heimagisting Lágholti 11 Lágholt 11 11Hólmur-inn Skúlagata 4Hótel Stykkishólmur Borgarbraut 8Hvammur HvammurSjónarhóll Höfðagata 1Skjöldur Sumarhús/HelgafellssveitSnæfell /Skólastígur 8 Skólastígur 8Sundabakki heimagisting Sundabakki 14Á Snæfellsnesi eru um 35 gistiheimili/hótel skráð með rekstrarleyfi og af þeim eru 15 hér í Stykkisólmi. am

Nýr tannlæknir í StykkishólmiÞann 22. maí n.k. hefur nýr tannlæknir störf á Tannlæknastofu Ara Bjarna-sonar í Stykkishólmi. Það er Olga Hrönn Jónsdóttir tannlæknir sem stefnir á við- veru hér í Stykkishólmi 4 daga í viku. Fram til 22. maí verður hægt að panta tíma í Stykkishólmi á tann- læknastofu Ara í Ólafsvík í síma 436-1010. Fram að þessari dagsetningu er einnig opið á tannlæknastofunni í Stykkishólmi á mánudögum og er þá einnig tekið við tíma- pöntunum í síma 432-1224. (Fréttatilkynning)

HugmyndabankinnNú 1. maí var komið að því að losa hugmyndabankann í fjórða sinn. Upp komu 10 miðar sem innihéldu eftirfarandi óskir/ hugmyndir.

- Eitthvað þarf að gera í dóta og kútamálum í sundlauginni er ekki hægt að fá styrktaraðilla t.d. Bankann og fleiri til að láta af hendi rakna.

- Það væri mjög rómantískt ef Ástarhreiðrið í Súgandisey yrði merkt, helst á fjölmörgum tungumálum.

Ástarhreiðrið Love nest Liebe Nest Amour nid- Það væri gaman ef bakaríið myndi auglýsa brauð

dagsins, á t.d. facebook eða á heimasíðu. Þá er öruggt að maður missir ekki af því þegar uppáhalds brauðið manns er bakað t.d. rúsínubrauð eða hvítlauksbrauð.

- Gera útsýnispall upp á vatnstankinum á Höfðagötu. Steipa tröppur upp.

- Væri ekki upplagt að koma upp w.c. herbergi í andyri íþróttahúsins með aðgengi fyrir alla.

- Gaman væri að hafa aðstöðu fyrir markað á laugardögum í sumar. Þar sem fólk gæti fengið aðstöðu fyrir lítinn eða engann pening t.d. eins og Hebbarnir hafa verið að gera. Þar gæti verið eins konar kolaports stemming. Það færir líf í bæinn.

- Veitingastaðir hafi opið á matmálstímum og vísi ekki fólki frá og sýni sveigjanleika þegar viðskiptavinir mæta á staðinn rétt fyrir lokun eldhúss og gefi þeim að borða. Það er neyðarlegt sem bæjarbúi að svara fyrir að ekki sé hægt að fara út að borða í ferðamannabænum Stykkishólmi.

- Hvernig verður með daggærslu í sumar þegar leikskólinn lokar ? Er ekki hægt að hafa opið frá kl 13 – 17 og nota elstu krakkana í bæjarvinnunni, er það ekki bara skárra heldur en að hanga fram á hrífuna eða sópinn allan daginn.

- Hvernig verður opnunartími sundlaugarinnar í sumar. Persónulega fannst mér opnunartíminn um helgar fáránlegur hann er skárri frá kl 10 – 19. Væri ekki nær að sneiða klukkutíma af kvöldopnun á virkum dögum og þá jafnvel yfir vetrartímann.

- Til hagræðingar væri sniðugt að þar sem einn býr í húsi að þeir pari sig saman og þá losnar um húsnæði til leigu og leigutekjur myndast. Og rosa stuð.

Þessum miðum var komið til starfsmanna ráðhúsins. Hanna

Bocciamót í Grundarfirði

5. maí s.l. var haldið Bocciamót í Grundarfirði. Félagar í Aftanskini, félagi eldri borgara í Stykkishólmi tók þátt í mótinu og stigu tvær sveitir frá Aftanskini á verðlaunapall á mótinu. Sveitin Stykkishólmur 2 sem skipuð var Guðrúnu Ákadóttur, Unni Láru Jónasdóttur og Karólínu Ingólfsdóttur urð í öðru sæti og sveitin Stykkishólmur 1 með Steinar Ragnarsson, Eveline Haraldsson og Gunnlaugi Kristjánssyni lenti í þriðja sæti. am

Stykkishólms-Pósturinn, 18. tbl. 19. árgangur 10.maí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Opið:Hádegi virka daga frá kl. 11:30Kvöldin virka daga frá kl. 18

Laugard. og sunnud. frá kl. 12

www.narfeyarstofa.is & FacebookSími 438-1119 [email protected]

Hlý og rómantísk alla helgina

Minnum á hinn sívinsæla

Sunnudagsdögurð

í hádeginu sunnudag

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Tilboð óskast í SUBARU FORRESTER árgerð 2003Upplýsingar gefur Sverrir í síma 896-4489

Vortónleikar og skólaslit

í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 17. maí (Uppstigningardag) kl. 14:00

Afhent verða vitnisburðarblöð og prófskírteini.Fjölbreytt tónlistaratriði.

Allir nemendur og foreldrar skólanshvattir til að mæta.

- Að skólaslitum loknum er kaffisala lúðrasveitarinnar í safnaðarheimilinu. -

Umsóknir fyrir næsta skólaár

Innritun fyrir næsta skólaár er hafin. - Innritun lýkur 5. júní.Best er að sækja um á heimasíðu skólans:

www.stykkisholmur.is/tonlistarskolinn

Skólastjóri

OPNUNARTÍMI

Frá og með 14. maí til 31. ágúst verður skrifstofan opin alla virka daga frá 10:00 - 14:00,símatími er á sama tíma.

Sýslumaður Snæfellinga

Stykkishólms-Pósturinn, 18. tbl. 19. árgangur 10.maí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Trúðleikur

Frystiklefinn, atvinnuleikhús í Rifi á Snæfellsnesi, frumsýnir 1. Júní Trúðleik eftir Hallgrím H. Helgason. Trúðleikur er fjölskyldugamanleikur um trúðana Skúla og Spæla. Húllumhæ-ið hefst þegar Spæli ákveður að hann vilji hætta að trúðast og gerast í stað þess virðulegur viðskiptamaður. Leikarar í Trúðleik eru Benedikt Karl Gröndal og Kári Viðarsson sem jafnframt er leikhússtjóri Frystiklefans. Leikstjóri sýningarinnar er Halldór Gylfason sem hér þreytir frumraun sína við leikstjórn í atvinnuleikhúsi. Þess má geta að Halldór er föðurbróðir Kára og vinna þeir nú saman í fyrsta sinn. Er þetta í annað sinn sem Trúðleikur fer á fjalirnar en síðast lék títtnefndur Halldór Gylfason í því ásamt Friðriki Friðrikssyni. Sýningar eru planaðar fram í miðjann júlí. Þetta er þriðja leiksýning Frystiklefans. Hinar tvær voru einleikurinn HETJA og Góðir Hálsar sem báðar fengu afbragðsviðbrögð frá gagnrýnendum og áhorfendum.

(Fréttatilkynning)

Svæðisgarður á SnæfellsnesiSnæfellingar ríða nú á vaðið með stofnun fyrsta svæðisgarðsins á Íslandi. Svæðisgarðar (á ensku regional parks) eru þekktir í mörgum löndum Evrópu og eru víða mikilvæg stoð í atvinnu¬uppbyggingu. Aðferðafræði þeirra byggir á hugmyndum um byggðaþróun og styrkingu “innan frá”, að frumkvæði heimamanna sjálfra. Hvað er svæðisgarður?Þegar hugtakið „garður“ er nefnt, dettur mörgum í hug afmarkað landsvæði, með hliði eða skiltum sem sýna að nú séum við komin í garðinn. Sumum dettur jafnvel í hug þjóðgarður. Svæðisgarður er vissulega bundinn við afmarkað landsvæði, en umfram allt þá er hann samstarfsvettvangur fólksins á svæðinu. Markmið hans er að samfélagið þekki betur þau gæði eða auðlindir sem svæðið býður og hvernig megi „gera sér mat úr þeim“. Verðmætasköpun, fjölbreyttari atvinna og efling samfélagsins er tilgangurinn.Hvernig verður svæðisgarður til?Talsverð undirbúningsvinna hefur farið fram og í verkefnisáætlun segir hvað verði gert og hvernig, næstu tvö árin. Aðgerðir miða að því að búa ekki til enn eina skýrsluna, heldur nytsamleg „verkfæri“ sem einstaklingar og fyrirtæki geta nýtt sér. Helstu áfangar vinnunnar eru þessir:

• Greina sérstöðu og auðlegð svæðisins og tækifærin sem í því felast, t.d. í matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu, vöruhönnun, listsköpun, rannsóknum og fræðslu.

• Skýra leikreglur svæðisgarðs og útfæra stefnu fyrir hann í svæðisskipulagi sem sveitarfélögin hafa ákveðið að vinna.

• Setja afraksturinn fram á vef, m.a. sem aðgengilega „verkfærakistu“, þ.e. leiðbeiningar og hugmyndir um hvernig nýta má sérstöðuna.

• Gera áætlun og samning um samstarf í svæðisgarðinum og kynningu.

Til að sjá um þetta starfa stýrihópur, skipaður 3 fulltrúum sveitarfélaga og 3 fulltrúum annarra samstarfsaðila, og einnig svæðisskipulagsnefnd, skipuð fulltrúum allra sveitarfélaganna. Samvinna og framlag íbúa, fyrirtækja og félagasamtaka á svæðinu er lykilatriði; að sem flestir taki þátt í að byggja upp svæðisgarð, sem getur sem fyrst gagnast íbúum og orðið sýnilegur. Nú er lagt á ráðin um hvernig hægt sé að leiða saman ólíka hópa og atvinnugreinar, nánari fréttir af því síðar. Geta fleiri verið með?Svæðisgarðurinn er eign allra Snæfellinga, en þeir sem hafa tekið að sér að leiða verkefnið eru sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi og félög innan atvinnugreina á svæðinu, þ.e. Ferðamálasamtök Snæfellsness, Snæfell - félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi, Búnaðarfélög Staðarsveitar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Eyrarsveitar og Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu. Samningur þeirra á milli gerir ráð fyrir að fleiri aðilar geti átt aðild að verkefninu, ekki síst fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Framlag þeirra getur verið með ýmsum hætti, t.d. fjárframlag, vinnuframlag, upplýsingagjöf eða annar stuðningur. Á vef verkefnisins http://svaedisgardur.is/ má finna leiðbeiningar um hvernig hægt sé að bætast í hópinn, auk upplýsinga um svæðisgarða. Auk þess er fréttasíða á Facebook http://www.facebook.com/Svaedisgardur

Stýrihópur svæðisgarðsverkefnisins

Nýstofnuð stórsveit Snæfellsness hélt þrenna tónleika á jafnmörgum dögum í síðustu viku. Fyrstu tónleikarnir voru í Stykkishólmi að kveldi 1. maí. Kvöldið eftir var spilað í Klifi í Ólafsvík og á fimmtudaginn 3. maí voru tónleikar í sal FSN í Grundarfirði auk þess sem spilað var fyrir nemendur fjölbrautarskólans í hádeginu á föstudag. Tónleikarnir voru haldnir í samvinnu við Menningarráð Vesturlands sem styrkti sveitina myndarlega.

Stofnun sveitarinnar er samstarfsverkefni milli sveitarfélaganna á nesinu og tónlistarskólanna auk áhugasamra. Fjölbrautarskóli Snæfellsness er lykillinn að sveitinni en boðið var uppá áfanga á haustönnn sem kallast „bigg band“ áfangi og eru nemendur í þeim áfanga meðlimir í stórsveitinni. Kennari áfangans og stjórnandi sveitarinnar er Baldur Rafnsson tónlistarkennari í Grundarfirði.Af tónleikunum að dæma hefur verið unnið gott starf í vetur í áfanganum og fengu tónleikagestir mikið fyrir sinn snúð. Stjórnandi, nemendur og aðstandendur sveitarinnar geta verið mjög stolt af tónleikunum og hvernig Stórsveitin fer af stað. Það verður gaman að fylgjast með þessum upprennandi tónlistarmönnum á næsta skólaári.

Lárus Ástmar Hannesson, StykkishólmiLjósmynd: Hörður Karlsson

Stórsveit Snæfellsnes túraði

Árgangur 2011Það hefur tíðkast um alllangt skeið að birta myndir af börnum hvers árs í Stykkishólms-Póstinum. Nú hefur verið auglýst eftir heppilegri tímasetningu í þetta verkefni á Facebook síðu Stykkishólms-Póstsins og eru foreldrar barna sem fædd eru á þessu ári hvattir til að kynna sér málið þar. am

Stykkishólms-Pósturinn, 18. tbl. 19. árgangur 10.maí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Umhverfisdagar Stykkishólmsbæjar verða 18.-23. maí

Dagskráin verður auglýst nánar í næsta Stykkishólms-Pósti.

Starfsmenn áhaldahúss hirða garðaúrgang sem skilinn er eftir við lóðamörk.

Garðsláttur sumarið 2012

Stykkishólmsbær býður upp á garðslátt, rakstur og hirðingu lóða fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Þeir sem óska eftir garðslætti í sumar eru beðnir um að hafa samband við starfsfólk Ráðhússins í síma 433- 8100.

Stykkishólmsbær mun ekki sjá um garðslátt, rakstur og hirðingu lóða fyrir fyrirtæki og einstaklinga aðra en elli – og örorkulífeyrisþega.

Bæjarstjóri

Hefðbundnir vortónleikar eru nú í gangi í tónlistarskólanum. Hljóðfæranemendur léku á blönduðum tónleikum mánudag, þriðjudag og miðvikudag, en fimmtudaginn 10. maí verða tónleikar söngdeildar í kirkjunni kl. 20:00. Markmiðið nú er að allir nemendur fái tækifæri til að koma fram og að tónleikarnir fari ekki mikið yfir 30 mínútur. Eins er leitast við að láta systkini spila á sömu tónleikunum. Yfirlit yfir tónleikahaldið má sjá á heimasíðunni.Píanótónleikar framhaldsnemenda 13. maí kl. 17:00Í fyrsta sinn í 48 ára sögu skólans ljúka nú tveir píanónemendur, Berglind Gunnarsdóttir og Páll Gretarsson, framhaldsprófi og eru þar með komin á háskólastig í hljóðfæraleik. Áður hafa tveir nemendur lokið hljóðfærahlutanum, en eiga eftir að ljúka bóklega hlutanum, sem inniheldur tónfræðagreinarnar.Liður í framhaldsprófinu eru tónleikar sem þau Berglind og Páll halda sunnudaginn 13. maí kl. 17:00 í Stykkishólmskirkju. Á tónleikunum leika þau m.a. lögin sem þau léku á sjálfu píanóprófinu fyrr í vor með frábærum árangri. Á efnisskránni er fjölbreytt tónlist úr píanótónbókmenntunum. Öllum er heimill ókeypis aðgangur að þessum próftónleikum eins og öðrum viðburðum skólans.

Vortónleikum lúðrasveitar aflýstEftir að hafa rekist á nokkur ljón í veginum þá var ákveðið að aflýsa hefðbundnum vortónleikum Lúðrasveitar Stykkishólms. Bæjarbúar fá þó nokkur tækifæri til að hlusta á krakkana við ýmis tækifæri. Litla Lúðró, trommusveitin og Víkingasveitin munu allar spila á skólaslitum 17. maí, allar taka þær á móti norskri lúðrsveit sem kemur í heimsókn í byrjun júní og Stóra Lúðró mun svo leika á 17. júní.Skólaslit – lokatónleikarSkólaslit verða í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 17. maí (á uppstigningardag) kl. 14:00. Þá fá allir nemendur afhent skírteini með vitnisburði um árangur vetrarstarfsins, sem og prófskírteini fyrir stigspróf og áfangapróf. Á skólaslitum verða flutt valin tónlistaratriði úr öllum hljóðfæradeildum, auk þess sem Víkingasveitin, Trommusveitin og Litla Lúðró spila.Eftir skólaslit verður foreldrafélag lúðrasveitarinnar með kaffisölu til ágóða fyrir lúðrasveitarstarfið.Umsóknir um skólavist 2012-2013Innritun er hafin fyrir næsta skólaár og er unnt að sækja um á internetinu á heimasíðu skólans: www.stykkisholmur.is/tonlistarskolinn. Umsækjendur eru beðnir að sækja um tímanlega til að tryggja sér námsvist. Innritun lýkur 5. júní.

Skólastjóri

Vortónleikar og skólalok í tónlistarskólanum

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Stykkishólms-Pósturinn, 18. tbl. 19. árgangur 10.maí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Göngum saman – fimm áraStyrktarfélagið Göngum saman var stofnað í september 2007. Félagið leggur áherslu á hreyfingu, bæði til heilsueflingar og sem tæki til að afla fjár til styrktar grunnrannsóknum á krabbameini í brjóstum. Hugmyndafræði Göngum saman byggir á þremur hugtökum: grasrótinni, hreyfingu og grunnrannsóknum. Það hefur verið bent á mikilvægi hreyfingar sem forvörn gegn brjóstakrabbameini og almennt eykur hreyfing lífsgæði fólks. Í gegnum félagið Göngum saman gefst almenningi og fyrirtækjum tækifæri til að stuðla að aukinni þekkingu á uppruna og eðli brjóstakrabbameins með því að styðja íslenskt vísindafólk sem rannsakar brjóstakrabbamein. Árlega eru veittir styrkir til vísindamanna og þegar hafa verið úthlutaðir á annan tug styrkja alls að fjárhæð 22 miljónir króna.Ein helsta fjáröflunarleið félagsins hefur verið árleg styrktarganga og þar hefur verið óskað eftir ákveðnu framlagi frá fullorðnum þátttakendum. Sú fjárhæð eins og öll framlög einstaklinga, hefur runnið beint í styrktarsjóðinn. Í tilefni afmælisársins hefur verið ákveðið að sleppa föstu framlagi en leggja í staðinn áherslu á að kynna félagið og það sem það stendur fyrir, með því að bjóða til vorgöngu á mæðradaginn, þann 13 maí.Við hér í Stykkishólmi tókum þátt í Göngum saman í fyrsta sinn á síðasta ári. Þá mættu rúmlega 40 manns í gönguna og lögðu góðu málefni lið.Nú á laugardaginn verðum við með sölubás í Bónus frá kl 15 – 18. Ýmis varningur verður til sölu til styrktar Göngum saman.Á sunnudaginn 13 maí er mæðradagurinn þá ætlum við að taka þátt í Göngum saman farið verður frá íþróttahúsi kl 11 og gengið inn hjá Vík, upp Grensás inn í Nýrækt og heim Aðalgötu sem gerir samtals 5 km. Þátttakendur fá frítt í sund eftir göngu í boði Stykkishólmsbæjar. Fyrir göngu verðum við með sölubás í eða við íþróttahús og seljum það sem eftir verður af varningnum. Þetta er málefni sem snertir okkur öll – leggjum góðu málefni lið um leið og við leggjum rækt við eigin heilsu.

Karlar sem konur fjölmennum. Fyrir hönd undirbúningsnefndar

Hanna Jónsdóttir.

Sumarstörf í ÞjóðgarðinumNíu landverðir hafa verið ráðnir til starfa í þjóðgarðinum Snæfellsjökli fyrir sumarið, sex karlar og þrjár konur. Föstu starfsmennirnir tveir eru konur þannig að kynjahlutfall starfsmanna er nokkuð jafnt. Allir hafa landverðirnir tilskilin réttindi utan einn sem verður í sérverkefnum. Fimm landvarðanna hafa áður unnið í þjóðgarðinum, sumir í mörg sumur. Alls hefur Þjóðgarðurinn úr 91 viku að moða og er þeim skipt niður á landverðina en misjafnt er hve lengi hver og einn er við vinnu, allt frá tveimur vikum upp í sautján. Vegna ferða í Vatnshelli var bætt við 41 viku síðasta sumar og skiptust þær á milli þriggja landvarða. Hellaferðirnar sköpuðu þannig þrjú sumarstörf. Líkt og síðustu tvö sumur tekur Þjóðgarðurinn þátt í átaki stjórnvalda um sumarstörf sem eru opin námsmönnum og þeim sem eru á atvinnuleysisskrá. Um er að ræða starf í tvo mánuði og felst það í almennum inni og úti verkefnum. Sótt er um á vefnum vinnumalastofnun.is og er umsóknarfrestur til 14. maí. Heimamenn eru hvattir til að sækja um starfið.

(Fréttatilkynning)

Messa verður í Stykkishólmskirkju sunnudaginn

13. maí kl. 11.00 (Ath. breyttan messutíma!)

Fermt verður í messunni.Fermd verður:

Særós Lilja Tordenskjöld Bergsveinsdóttir, Skúlagötu 9

Þinn staður á netinuwww.stykkisholmsposturinn.is

Erum líka á Facebook

Hjón óska eftir íbúð/húsi sem fyrst, síðasta lagi frá 1. september.Símon B. Hjaltalín

RB rúm til sölu. Fjögurra ára gamalt RB rúm 140cm breitt, með bólstruðum gafli og pífu. 120.000 kr. Upplýsingar í síma 438-1370 Auður

Smáauglýsingar