stykkishólms-pósturinn 29. september 2011

6
SÉRRIT - 33. tbl. 18. árg. 29. september 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Norðurljós verða næst haldin 2012 Menningarhátíðin Norðurljós sem haldin var í fyrra í fyrsta skiptið verður væntanlega haldin annaðhvert ár. Dagbjört Höskuldsdóttir formaður Safna- og menningarmálanefndar staðfesti þetta í samtali við Stykkishólms-Póstinn. Að sögn Dagbjartar kemur ýmislegt til, vanda verður undirbúning að svona hátíð og einnig þarf að vera húsnæði í boði. Kirkjan verður undirlögð næstu vikur fyrir uppsetningu orgels og við athugun kom í ljós að mikið var bókað á hótelinu í haust. Safna- og menningarmálanefndin var því á einu máli að skipa nefnd fljótlega um næstu hátíð sem fram fer haustið 2012. am Nýlega voru 10 ár liðin frá því að þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, opnaði Náttúrustofu Vesturlands með formlegum hætti á fallegum sumardegi, 28. júní. Að því tilefni standa dyr Náttúrustofunnar opnar sunnudaginn 2. október nk. og býður starfsfólkið íbúum Vesturlands og öðrum velunnurum að kynna sér starfsemina og fagna þessum áfanga. Starfsemi Náttúrustofunnar hefur frá upphafi verið fjölbreytt en rannsóknir á náttúru landshlutans hafa skipað stærstan sess í starfseminni, auk ýmiss konar fræðslu- og ráðgjafarverkefna. Á næstu dögum kemur út skýrsla um starfsemi Náttúrustofunnar á árunum 2007-2010 en þar getur að líta gott yfirlit um það sem helst hefur drifið á daga starfsfólksins undanfarin ár. Dagskráin á sunnudaginn stendur frá kl. 13-16. Í upphafi verður flutt erindi þar sem farið verður yfir sögu stofunnar og helstu verkefni hennar á síðasta áratug en kl. 14-15 verður gestum boðið að ganga um húsnæði Náttúrustofunnar og fræðast frekar um starfsemina, t.d. skoða rannsóknarstofur og fylgjast með krufningu minks. Að lokum verður boðið upp á léttar veitingar. Náttúrustofan er til húsa í ráðhúsi Stykkishólms og eru allir velkomnir á sunnudaginn. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna í auglýsingu í blaðinu. Afmælisfagnaður Náttúrustofu Vesturlands Stykkishólmur EDEN áfanstaður Tjaldsvæðið síðustu tvö ár Það er ekki mikill munur á milli áranna 2010 og 2011 á fjölda gesta eða gistinátta, þó má sjá að fjöldi gesta og gistinátta í júní og júlí er heldur minni í ár en í fyrra. Einnig að ágúst er talsvert betri en árið á undan og má draga þá ályktun að þar muni um Danska daga sem haldnir voru í ár en ekki í fyrra. Viðbót á árinu 2011 og ekki er inni í línuritinu eru tölur frá maí, en engir gestir voru í maí 2010. Þeir voru hinsvegar 95 á þessu ári og gistinætur voru 115. Í næstu viku verður vonandi hægt að birta tölur úr söfnunum í sumar og eitthvað lengra aftur í tímann, þar sem Eldfjallasafn lokar n.k. laugardag fyrir sumaropnun en það hefur verið opið frá 1. maí s.l. Gestakomur og gistinætur á Tjaldsvæðið í Stykkishólmi 2010-2011 0 2 4 6 8 10 12 14 16 Júní Júlí Ágúst Samtals 2010 Gestkomur 2010 Gistinætur 2011 Gestkomur 2011 Gistinætur Stykkishólmsbær var á þriðjudagskvöld, við hátíðlega athöfn í Brussel, útnefndur EDEN-gæðaáfangastaður í Evrópu 2011 fyrir varðveislu og endurnýjun menningarminja og metnaðarfulla stefnu í sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Viðurkenninguna fær bæjarfélagið vegna markvissrar uppbyggingar gömlu húsanna í bænum sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga og öðlast nýtt hlutverk í ferðaþjónustu, þar sem sjálfbærni- og umhverfishugsun er í forgrunni. Verðlaunin voru afhent í tengslum við Ferðamáladag Evrópu, sem var á þriðjudaginn. Þær Gyða og Theódóra stóðu í ströngu í kynningarbás Stykkishólmsbæjar á sýningu og ráðstefnu af þessu tilefni þar sem á þriðjudagskvöldið verðlaunaafhending fór fram. Allir EDEN verðlaunahafar fá töluverða umfjöllun og kynningu í fjölmiðlum í Evrópu í tengslum við verðlaunaafhendinguna og á vefsíðum og kynningarritum EDEN verkefnisins eftir það. EDEN verðlaunin eru bæði viður-kenning á gæðum viðkomandi áfangastaðar og hafa mikla þýðingu fyrir markaðssetningu. Við móttöku verðlaunanna: Rósa Björk Halldórsdóttir, frá Markaðsstofu Vesturlands; Theódóra Matthíasdóttir, umhverfisfulltrúi; Gyða Steinsdóttir bæjarstjóri og Halldór Arinbjarnarson, frá Ferðamálastofu. www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 30-Mar-2016

221 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

33. tölublað 18. árgangur Bæjarblað Hólmara og nærsveitunga

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 29. september 2011

SÉRRIT - 33. tbl. 18. árg. 29. september 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Norðurljós verða næst haldin 2012Menningarhátíðin Norðurljós sem haldin var í fyrra í fyrsta skiptið verður væntanlega haldin annaðhvert ár. Dagbjört Höskuldsdóttir formaður Safna- og menningarmálanefndar staðfesti þetta í samtali við Stykkishólms-Póstinn. Að sögn Dagbjartar kemur ýmislegt til, vanda verður undirbúning að svona hátíð og einnig þarf að vera húsnæði í boði. Kirkjan verður undirlögð næstu vikur fyrir uppsetningu orgels og við athugun kom í ljós að mikið var bókað á hótelinu í haust. Safna- og menningarmálanefndin var því á einu máli að skipa nefnd fljótlega um næstu hátíð sem fram fer haustið 2012. am

Nýlega voru 10 ár liðin frá því að þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, opnaði Náttúrustofu Vesturlands með formlegum hætti á fallegum sumardegi, 28. júní. Að því tilefni standa dyr Náttúrustofunnar opnar sunnudaginn 2. október nk. og býður starfsfólkið íbúum Vesturlands og öðrum velunnurum að kynna sér starfsemina og fagna þessum áfanga.Starfsemi Náttúrustofunnar hefur frá upphafi verið fjölbreytt en rannsóknir á náttúru landshlutans hafa skipað stærstan sess í starfseminni, auk ýmiss konar fræðslu- og ráðgjafarverkefna. Á næstu dögum kemur út skýrsla um starfsemi Náttúrustofunnar á árunum 2007-2010 en þar getur að líta gott yfirlit um það sem helst hefur drifið á daga starfsfólksins undanfarin ár. Dagskráin á sunnudaginn stendur frá kl. 13-16. Í upphafi verður flutt erindi þar sem farið verður yfir sögu stofunnar og helstu verkefni hennar á síðasta áratug en kl. 14-15 verður gestum boðið að ganga um húsnæði Náttúrustofunnar og fræðast frekar um starfsemina, t.d. skoða rannsóknarstofur og fylgjast með krufningu minks. Að lokum verður boðið upp á léttar veitingar. Náttúrustofan er til húsa í ráðhúsi Stykkishólms og eru allir velkomnir á sunnudaginn. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna í auglýsingu í blaðinu.

Afmælisfagnaður Náttúrustofu VesturlandsStykkishólmur EDEN áfanstaður

Tjaldsvæðið síðustu tvö árÞað er ekki mikill munur á milli áranna 2010 og 2011 á fjölda gesta eða gistinátta, þó má sjá að fjöldi gesta og gistinátta í júní og júlí er heldur minni í ár en í fyrra. Einnig að ágúst er talsvert betri en árið á undan og má draga þá ályktun að þar muni um Danska daga sem haldnir voru í ár en ekki í fyrra. Viðbót á árinu 2011 og ekki er inni í línuritinu eru tölur frá maí, en engir gestir voru í maí 2010. Þeir voru hinsvegar 95 á þessu ári og gistinætur voru 115.

Í næstu viku verður vonandi hægt að birta tölur úr söfnunum í sumar og eitthvað lengra aftur í tímann, þar sem Eldfjallasafn lokar n.k. laugardag fyrir sumaropnun en það hefur verið opið frá 1. maí s.l.

Gestakomur og gistinætur á Tjaldsvæðið í Stykkishólmi 2010-2011

0

2

4

6

8

10

12

14

16

Júní Júlí Ágúst Samtals

2010 Gestkomur2010 Gistinætur2011 Gestkomur2011 Gistinætur

Stykkishólmsbær var á þriðjudagskvöld, við hátíðlega athöfn í Brussel, útnefndur EDEN-gæðaáfangastaður í Evrópu 2011 fyrir varðveislu og endurnýjun menningarminja og metnaðarfulla stefnu í sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Viðurkenninguna fær bæjarfélagið vegna markvissrar uppbyggingar gömlu húsanna í bænum sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga og öðlast nýtt hlutverk í ferðaþjónustu, þar sem sjálfbærni- og umhverfishugsun er í forgrunni. Verðlaunin voru afhent í tengslum við Ferðamáladag Evrópu, sem var á þriðjudaginn.Þær Gyða og Theódóra stóðu í ströngu í kynningarbás Stykkishólmsbæjar á sýningu og ráðstefnu af þessu tilefni þar sem á þriðjudagskvöldið verðlaunaafhending fór fram. Allir EDEN verðlaunahafar fá töluverða umfjöllun og kynningu í fjölmiðlum í Evrópu í tengslum við verðlaunaafhendinguna og á vefsíðum og kynningarritum EDEN verkefnisins eftir það. EDEN verðlaunin eru bæði viður-kenning á gæðum viðkomandi áfangastaðar og hafa mikla þýðingu fyrir markaðssetningu.Við móttöku verðlaunanna: Rósa Björk Halldórsdóttir, frá Markaðsstofu Vesturlands; Theódóra Matthíasdóttir, umhverfisfulltrúi; Gyða Steinsdóttir bæjarstjóri og Halldór Arinbjarnarson, frá Ferðamálastofu.

www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 29. september 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 33. tbl. 18. árgangur 29. september 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Söngvaseiður 12. nóvember 2011Dagsetning fyrir Söngvaseið 2011 hefur verið ákveðin 12. nóvember. Miðað við fengna reynslu er ástæða til að fólk geti farið að láta sig hlakka til og taka daginn frá. Opnað verður fyrir skráningu mánudaginn 3. október.Söngvaseiður er söngvakeppni Hólmara þar sem keppt er um titilinn Seiðmaður eða Seiðkona Stykkishólms. Hún verður nú haldin í 4. sinn. Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu fulltrúar ákveðinna hópa og eru starfsmannafélög, saumaklúbbar og aðrir hópar hvattir til að tilnefna fulltrúa sinn og skapa þannig skemmtilega stemningu.Umgjörðin verður létt og skemmtileg frá upphafi til enda. Í ár verður hátíðarmáltíð ekki hluti af Söngvaseið. Nánar um það síðar.Frá upphafi hefur fyrsta og eina markmið Söngvaseiðs verið að búa til frábæra skemmtun fyrir þátttakendur og gesti. Allir hafa lagst á eitt til að svo geti orðið og á sem hagkvæmasta hátt. Í ár verður engin undantekning gerð þar á og alltaf er reynt að gera enn betur en áður.Fyrirspurnir má senda á netfangið [email protected] og skráningar sendast í sama netfang frá og með 3. október. Vert er að hafa í huga að hámarksfjöldi þátttakenda verður 12 svo betra er að skrá sig fyrr en síðar. Þátttökugjald er 5.000 kr.Við hlökkum til að eiga þetta kvöld með ykkur!

Tónlistarfélagið Meðlæti

Fyrr í þessum mánuði fengu 57 starfsmenn Arion banka afhent uppsagnarbréf. Þetta eru 38 starfsmenn í höfuðstöðvum og 19 á öðrum starfsstöðvum. Vinnumálastofnun hefur þegar verið tilkynnt um uppsagnirnar. Í þessum hópi voru tveir starfsmenn bankans í Stykkishólmi.„Uppsagnirnar nú eru liður í hagræðingarferli sem staðið hefur yfir frá stofnun bankans. Það er erfitt skref að þurfa að grípa til uppsagna en nauðsynlegt til að bregðast við aðstæðum. Ekki eru fyrirhugaðar frekari aðgerðir af þessu tagi segir í tilkynningu á vef bankans.“ Ennfremur segir: „Arion banki stendur frammi fyrir ákveðnum kaflaskilum í starfsemi sinni. Annars vegar líður að því að vinnu við úrlausnarmál ljúki. Hins vegar hefur dregið hratt úr vinnu tengdri endurskipulagningu í ytra umhverfi sem og við rannsókn og uppgjör af ýmsu tagi er tengjast fortíðinni.Almennt má ljóst vera að rekstur íslenska fjármálakerfisins er of kostnaðarsamur. Fjöldi starfsfólks hjá fjármálafyrirtækjum hér á landi er of mikill miðað við umfang kerfisins. Sú staðreynd á einnig við um Arion banka.Að auki eru ný verkefni, s.s. eftirspurn eftir nýjum lánum og fjárfestingar í lægð sem stendur. Þrátt fyrir að afkoma bankans hafi verið viðunandi síðastliðin misseri er stór hluti þess hagnaðar tilkominn vegna endurmats á lánabók á fyrirtækjasviði bankans. Arðsemi af reglulegri starfssemi er ekki ásættanleg til lengri tíma litið. Arion banki hefur styrkt stöðu sína á markaði frá stofnun bankans en engu að síður eru aðgerðirnar nú nauðsynlegar til að treysta stöðu bankans og samkeppnishæfni til framtíðar.Stjórnendum Arion banka þykir þungbært að hafa þurft að grípa til þessara óhjákvæmilegu aðgerða.“

Uppsagnir í Arion banka í Stykkishólmi

Skákmót Árnamessu í þriðja skiptiKeppt verður í flokki Snæfellinga. Glæsileg verðlaun og fríar veitingarSkákmót Árnamessu verður haldið í þriðja sinn í grunnskólanum Stykkishólmi næstkomandi laugardag þann 1. október og hefst keppnin kl. 13:00. Líkt og árin 2009 og 2010 er stefnt að þátttöku allra efnilegustu skákkrakka landsins á grunnskólaaldri auk þess sem grunnskólakrakkar á Snæfellsnesi eru sérstaklega hvattir til að vera með á skemmtilegu og sterku skákmóti. Skráning verður á skrifstofum grunnskólanna og í tölvupósti á netfanginu [email protected]. Tefldar verða sex umferðir og umhugsunartíminn er 10 mínútur. Fjöldi verðlauna verður í boði og efsti Snæfellingurinn fær verðlaunabikar til eignar.Nú þegar tveir dagar eru til mótsins er ljóst að nær allir bestu skákkrakkar landsins eru á leið í Hólminn til að taka þátt í þessu glæsilega skákmóti. Ber þar fyrst að nefna yngri skáksveit Rimaskóla sem fyrr í mánuðinum tryggði sér sigur á Norðurlandamóti barnaskólasveita í Danmörku. Einnig mun eldri skáksveit Rimaskóla og stúlknasveit skólans taka þátt í mótinu en allar Rimaskólasveitirnar unnu Íslandsmeistaramótin í sínum flokkum á þessu ári. Vignir Vatnar Stefánsson 8 ára gamall Hafnfirðingur mun taka þátt í mótinu en hann er nýkominn af Evrópuskákmóti barna eftir frábæra frammistöðu.Yngsti skráði keppandinn er Joshua Davíðsson nemandi í 1. bekk Rimaskóla sem kemur ábyggilega til með að hala inn nokkrum vinningum. Um 20 - 30 verðlaun verða veitt í lok mótsins auk þess sem öllum þátttakendum verður boðið upp á veitingar í upphafi mótsins og skákhléi. Stykkishólmsbær er meðal styrktaraðila Skákmóts Árnamessu. Skipuleggjandi og aðalhvatamaður skákmótsins er Helgi Árnason “Hólmari” og formaður skákdeildar Fjölnis sem mun stýra mótinu ásamt Páli Sigurðssyni reyndasta skákstjórnanda Skáksambandsins. Öll úrslit og pörun umferða eru unnin í tölvuforriti. Skipuleggjendur Skákmóts Árnamessu vilja bjóða öllum Hólmurum og örðum Snæfellingum að leggja leið sína í grunnskólann Stykkishólmi á laugardaginn og fylgjast með stórefnilegum skákkrökkum, stelpum og strákum, á aldrinum 6 - 16 ára sýna ótrúlega færni við taflborðið.

Sími 438 1587

Dansinn hefst í næstu viku!Fyrr í ágúst var sagt frá fyrirhuguðum danskvöldum undir stjórn Jóns Péturs danskennara. Nú hefur það fengist staðfest að úr þessu verður því fyrsta kvöldið verður í næstu viku í tónlistarskólanum kl. 20 - nánar í næsta blaði. Þetta munu vera skemmtikvöld fyrir fjörkálfa að sögn Jóns Péturs.

am

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 29. september 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 33. tbl. 18. árgangur 29. september 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

StarfsmannafélagDala og Snæfellsnessýslu

Aðalfundur SDS 2011

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Leifsbúð, Búðardal laugardaginn 8.október kl.17:00

Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörfÖnnur mál

Veglegur kvöldverður verður borinn fram að fundi loknum.Skemmtiatriði

Við viljum skora á alla félagsmenn okkar að mæta og njóta góðra samveru í gleði og starfi.

Rútuferðir verða til og frá:Hellissandi, Ólafsvík, Grundarfirði og StykkishólmiBrottfaratími frá hverjum stað auglýstur síðar.

Mikilvægt er að þið tilkynnið þátttöku hjá trúnaðarmanni eða hafið samband við skrifstofu með a.m.k. viku fyrirvara.Sími: 436-1077 Netfang: [email protected]

Með von um að sjá sem flesta!Stjórn SDS

HÚS TIL SÖLU

Silfurgata 26114,5 fm. steinsteypt einbýlishús byggt árið 1967 ásamt 32 fm. bílskúr úr timbri byggðum árið 1976. Húsið skiptist í forstofu, hol, samliggjandi stofu og

eldhús, þvottahús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Ágætar innréttingar eru í húsinu sem lítur vel út bæði að innan og utan. Bílskúr er með geymslu í enda og sjálfvirkri hurð. Góð lóð er við húsi. Baklóð er mjög skjólsæl og þar eru góðir sólpallar. Verð 24.000.000,-. Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]

Heimasíða: fasteignsnae.is

Sjálfboðaliðar óskast!

Þjónustuhópur aldraðra í Stykkishólmi hefur ákveðið að

auglýsa eftir heimsóknarvinum hér í Stykkishólmi sem tilbúnir væru að heimsækja eldri borgara sem búa

einir heima eða á Dvalarheimilinu. Engrar skuldbindingar er krafist.

Upplýsingar veita:Sigurborg Leifsdóttir,

formaður í síma 898 1569 og

Eydís Eyþórsdóttir, íþrótta – og tómstundafulltrúi í síma 433 8100

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 29. september 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 33. tbl. 18. árgangur 29. september 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Endursmíði trébátsins Sumarliða Vélbáturinn Sumarliði SH110 var upphaflega smíðaður sem áraskip, sennilega sexæringur. Báturinn var þó örugglega smíðaður fyrir 1875 að því er fram kemur í óprentuðum æviminningum Skúla Skúlasonar (1875-1950)

skipstjóra í Stykkishólmi, hugsanlega 1860-1870. Talið er að Bergsveinn Ólafsson (1839-1899) frá Bjarneyjum hafi smíðað Sumarliða. Sumarliði er 7,62 m. að lengd, 2,26 m. að breidd, 0,91 m. að dýpt og 2,8 brl. Faðir Skúla, Skúli Skúlason bóndi í Fagurey á Breiðafirði, réri á Sumarliða frá Hellissandi fyrir 1875, en þá var hann í eigu Jóns bónda Finnssonar í Fagurey. Seinna eignaðist Skúli yngri bátinn og eftir honum bróðursonur hans, Bergsveinn Jónsson hafnsögumaður í Stykkishólmi og notaði sem eins konar lóðsbát fram um 1970.Eigendur bátsins í dag eru Bergsveinn Jónsson og Jón Ragnar Daðasson er Sumarliði því aftur kominn í eigu afkomanda Fagureyinga. Ástand bátsins er mjög bágborið en þeir Bergsveinn og Jón Ragnar hafa ákveðið koma bátnum í upprunalegt horf. Jón Ragnar stundar nú skipa/bátasmíði við Iðnskólann í Hafnarfirði og er meistari hans Hafliði Már Aðalsteinsson, bátasmiður úr Hvalláturm, einnig afkomandi Bergsveins Ólafssonar. Endurgerð Sumarliða er m.a. lokaverkefni Jóns Ragnars. Ekki hefur útskrifast bátasmiður á Íslandi um lagnt skeið en mjög ánægjulegt að komið sé að því og ekki glatist gamalt handbragð.Að gera upp gamlan, lúinn bát, er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt verk. Því er nú leitað til aðila sem hugsanlega vilja sjá þetta verk verða að veruleika með því að styrkja það. Öll framlög vel þegin, margt smátt gérir eitt stórt. Áhugasömum er bent á vefsíðu um bátinn: http://web.me.com/beggijonsson/Sumarliði/Fors%C3%ADða.html am

Meistaraflokkur Víkings Ólafsvík hóf tímabilið með því að leika í Futsal og var mikið leikið í nóvember og desember 2010 og endaði Víkingur í 2. sæti á Íslandsmótinu í Futsal eftir tap á móti Fjölni í úrslitaleik 3-2. Þess ber einnig að geta að 2. flokkur Snæfellsnes var Íslandsmeistari í Futsal. Þetta Futsal ævintýri Víkings þýddi að félagið eignuðist sýna fyrstu A landsliðsmenn en það voru þeir Þorsteinn Már Ragnarsson, Einar Hjörleifsson, Heimir Þór Ásgeirsson, Brynjar Gauti Guðjónsson og einnig æfðu með liðinu Brynjar Kristmundsson og Dominik Baijda. Ejub Purisevic var einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari. Íslenska landsliðið spilaði í undankeppni EM og stóð sig mjög vel. Víkingur spilaði í

A deildarbikar þar sem sigur vannst í þremur leikjum, eitt jafntefli en þrír leikir töpuðust. Í Valitorbikarnum vann Víkingur Leikni en tapaði fyrir Val í framlengingu. Víkingur endaði í 4. sæti í 1. deildinni með 34 stig en þetta er besti árangur í sögu félagsins. Víkingur spilaði 22 leiki, unnu 10, gerði 4 jafntefli en töpuðu 8. Víkingur skoraði 35 mörk í deildinni en fékk á sig 26 mörk. Víkingur og Grundarfjörður gerðu samstarfssamning vegna meistaraflokks og tókst það samstarf mjög vel, Grundarfjarðarliðinu gekk frábærlega og margir ungir strákar öðluðust dýrmæta leikreynslu.Stúka er risin við Ólafsvíkurvöll sem tekur um 330 manns í sæti og er hún glæsileg í alla staði. Undirbúningur fyrir næsta ár er hafinn og hefur félagið gert nýjan tveggja ára samning við Ejub Purisevic sem hefur náð frábærum árangri með lið Víkings undanfarin ár.Tveir ungir drengir úr Stykkishólmi spiluðu með Víking í sumar en það voru þeir Alfreð Már Hjaltalín sem spilaði 13 leiki og var valinn efnilegasti leikmaður Víkings 2011 og Kristinn Magnús Pétursson sem spilaði 1 leik en Kristinn er aðeins 15 ára gamall. Þessir drengir lögðu mikið á sig til að æfa með Víking og hafa keyrt til Ólafsvíkur síðan í nóvember 2010 á allar æfingar liðsins.Að lokum vill stjórn knd. Víkings Ó þakka öllum styrktaraðilum, sjálfboðaliðum og öðrum stuðningsmönnum fyrir góðan stuðning í ár. Sjáumst á vellinum næsta sumar.

F.h. stjórnar knd. Víkings Ó Ljósmynd: Stefán Ingvar Guðmundsson Jónas Gestur Jónasson formaður

Knattspyrna

Bátur Heildarafli Veiðarfæri Uppist.afla Landanir

Bjarni Einars SH 545 620 Lína Lúða 2

Íris Ósk SH 280 73 Lína Lúða 1

Íris SH 180 124 Lína Lúða 2

Karl Þór SH 110 790 Landbeitt lína Þorskur ofl. 1

Veiga SH 107 508 Handfæri Þorskur 1

Garpur SH 95 9570 Gildra Beitukóngur 3

Blíða SH 277 7050 Gildra Beitukóngur 2

Fjóla SH 7 3282 Plógur Ígulker 1

Samtals 22.017 16

AFLAHORNIÐ Stykkishólmshöfn 18.09.2011 - 25.09.2011

SmáauglýsingarGefins Yamaha skemmtari fæst gefins gegn því að verða sóttur. Upplýsingar í síma 893-7051Til leigu 95fm 3 svefnh , góður pallur með heitum potti í Arnarborg ,möguleiki að leigja með húsgögnum leigutími og leiguverð samkomulag Upplýsingar í [email protected] og [email protected] sölu er hundabúr. Stærðin er 64 x 60 x 78 sm. Verð 2000 kr. Upplýsingar í síma 438-1195.Til sölu svart Premier Olympic trommusett með nýjun 18” Zildjian disk á 50.000.-Einnig til sölu sneriltromma með standi og bakpoka á 18.000.-Upplýsingar hjá Gunna í síma 894-63692 fuglabúr til sölu. Svunta af Emmaljunga kerruvagni fanst í Árnatúni svörtSteina Dóra 866-0252

Baldur væntanlegur heim um helginaÁætlun Baldurs hefst skv. vetraráætlun þriðjudaginn 4. október n.k.

Málflutningsstofan flyturMálflutningsstofa og Fasteignasala Snæfellsness sem verið hefur til húsa í Egilshúsi um ára skeið mun flytja í Skipavíkurhúsið á Aðalgötu 24 og munu Snyrtistofan Anka og Fasteignasalan deila húsnæði, eftir breytingar á því. Skv. fundargerð Skipulags og byggingarnenfndar mun hafa verið samþykkt þar að setja milliloft og bæta við glugga vegna þessara tilfæringa. Við þessar breytingar verður rekstri verslunar og gallerís í tengslum við starfsemi snyrtistofunnar hætt. am

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 29. september 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 33. tbl. 18. árgangur 29. september 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Opið:

Opið í hádeginu alla virka daga! Frá kl. 11:30 - 14

Fimmtud.: 18-21:30 Eldhús opið 18 - 21Föstudagar: 18 - 01 Eldhús opið 18 - 21Laugardagar: 17 - 01 Eldhús opið 18 - 21Sunnudagar: 17 - 21 Eldhús opið 18 - 21

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Nautnalegt

Það ríkti mikil kátína meðal þeirra tæplega 30 norðmanna sem heimsóttu Stykkishólm s.l. sunnudag til að gæða sér á gersemum hafsins. Þau voru á árvissu ferðalagi þar sem uppistaðan í hópnum voru matreiðslumenn, eigendur veitingahúsa/hótela og birgjar fyrir sjávarréttakúlturinn í Noregi til að útvíkka reynsluheiminn varðandi nýtingu á hráefni úr og við hafið. Öll tengjast þau með einhverjum hætti samtökunum „Smak fra kysten“ (Bragð frá standlengjunni!) sem starfa í Noregi og í þeim eru 43 veitingastaðir félagar. Hver veitingastaðanna í samtökunum leggur metnað sinn í að bjóða upp á, í takt við árstíðina, besta staðbundna hráefni í nágrenninu og helst frá ströndinni. Tilgangur samtakanna er einnig að auka þekkingu á sjávarfangi, eða sjømat, ýta undir strandmenningu með ýmsum upplifnum. Í tengslum við þessi samtök mega félagar í þeim reikna með að aukning innan sjávarrétta verði amk um 5%. Norðmennirnir fengu að smakka á ýmsu s.l. sunnudag m.a. bláskel, ígulkerjum, þara, beitukóng ogreyktum svartfugli í ýmsum útfærslum sem skólabræðurnir Gunnar vert á Narfeyrarstofu og Sæþór fyrrverandi vert, töfruðu fram í leirtaui frá Leir 7. Símon frá Íslenskri bláskel, Ólafur frá Þórishólma og Sigríður frá Leir 7 tóku þátt í samsætinu og sátu fyrir svörum um framleiðsluna sem gestunum þótti mjög áhugaverð. Fleiri komu að verkefninu og var niðurstaðan eftir þennan hádegisverð að áhugavert gæti verið að þróa hugmyndina lengra og bjóða fleirum upp á upplifun af þessu tagi. am

Nýir vökustaurar

Nú um mánaðamótin taka nýjir aðilar við rekstri Vaktþjónustunnar Vökustaurs sem rekin hefur verið í Stykkishólmi um árabil. Nýjir eigendur eru Agnar og Svala í Helluskeifum. Umboð Morgunblaðsins flyst með Vökustaurs til Agnars og Svölu.

am Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Ferjan Baldur Áætlun byrjar frá og með 4. október 2011

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 29. september 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 33. tbl. 18. árgangur 29. september 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]