stykkishólms-pósturinn 9. febrúar 2012

4
SÉRRIT - 6. tbl. 19. árg. 9. febrúar 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Dagur leikskólanna Eins og glöggir lesendur Stykkishólmspóstsins vita þá hafa Hebbarnir dundað sér við að hafa gaman af lífinu á ýmsan hátt. Til að fá hugmyndir og fjölbreytni í starfið þá höfum við hugmyndabanka. Í kassann koma allskyns tillögur að verkefnum. Þá hefur oft komið til umræðu að svona kassi þyrfti að vera í bæjarfélaginu sem þjónaði þeim tilgangi að koma með hugmyndir og tillögur sem aukið geti lífsgæði okkar sem hér búum og eins þeirra sem hér fara um. Þetta hefur verið rætt og rætt. Nú er komið að því að framkvæma. Kassinn er kominn og búinn að vera janúarmánuð í íþróttahúsinu. Ætlunin er að prófa þetta í nokkra mánuði og sjá hverju þetta skilar okkur. Á kassann er letrað stórum og skýrum stöfum. Þessi hugmyndabanki hefur það hlutverk að taka við hugmyndum um bætt lífsgæði okkar Hólmara, sem og þeirra sem hingað sækja. Óskað er eftir athugasemdum um hvað betur mætti fara auk nýrra hugmynda um allt milli himins og jarðar. Kassinn verður tæmdur einu sinni í mánuði og hugmyndunum komið til starfsmanna ráðhússins. Með kveðju og von um góð viðbrögð, Hebbarnir. 1. tæming Kassinn var losaður í fyrsta sinn 1. febrúar og upp komu 6 miðar sem innihéldu eftirfarandi atriði: 1. Fá taflborð í sundlaugina sem er notað í heitupottunum eða vaðlauginni. 2. Gera við nuddið í heita pottinum og laga hálkuvörnina. (koma þannig í veg fyrir slys.) 3. Safna notuðum gleraugum og láta þannig gott af okkur leiða. (Gleraugnamiðstöðin Laugarvegi tekur á móti notuðum gleraugum.) 4. Hafa nuddið í lagi í pottinum. 5. Átta ára og eldri mega fara ein í sund. 6. Þrettándagleði Hólmara. Kveikja í þeirri brennu sem venjulega hefur verið á gamlárskvöld. (Flestir þá heima í sparifötum og rólegheitum.) Skemmtun í íþróttahúsinu í framhaldi eða á undan.Dagskrá t.d. Álfakóngur og álfadrottning komu og sungu álfalög ( Ólafur Liljurós o.sfrv.) Fimleikasýning og eða dans. Maður ársins eftir undanfarandi yfirlit. Jólasveinar kveðja. Fleira mætti ef til vill vera ekki þó of langt – u.þ.b. klukkustund. Þessum miðum var komið til starfsmanna ráðhúsins. Hanna Jónsdóttir Hugmyndabanki fyrir alla Ný ferðaþjónusta við Stykkishólmshöfn Fyrirtækið Ocean Safari hefur fengið aðstöðu við Stykkishólmshöfn og er um þessar mundir verið að ganga frá kaupum á Sjávarpakkhúsinu við höfnina undir starfsemina auk þess sem aðstaða verður á höfninni einnig. Fyrirhugað er að vera með tvo tólf farþega 35 feta báta og sigla um Breiðafjörð. Bátarnir verða með tveggja manna áhöfn og þegar farið er í ferðir útvegar fyrirtækið búninga og öryggisbúnað áður en lagt er af stað í ferðirnar. Fyrirhugað er að hafa tvær fastar náttúruskoðunarferðir daglega á dagskránni í sumar en einnig verður hægt að panta í ferðir utan þeirra. Verið er að vinna með hlutaðeigandi stofnunum sem hafa með vernd svæðisins að gera en leitast verður við að starfsemin verði í sátt við náttúruna og umhverfið. Í Sjávarpakkhúsinu er hugmyndin að hafa afgreiðslu fyrir ferðirnar og vísir að kaffihúsi þar sem e.t.v. verður hægt að fá fiskisúpu eða eitthvað létt. sögn Þorgeirs Kristóferssonar talsmanns fyrirtækisins er stefnt á að hefja starfsemi í maí n.k. am S.l mánudag var dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins en 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. Í leikskólanum í Stykkishólmi var dagurinn haldinn hátíðlegur með því að bjóða foreldrum í morgunkaffi. Margir foreldrar höfðu tækifæri til að koma og þótti dagurinn vel lukkaður. am/Ljósmynd Leikskólinn í Stykkishólmi Þinn staður á netinu - www.stykkisholmsposturinn.is

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 15-Mar-2016

224 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær í nítján ár!

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 9. febrúar 2012

SÉRRIT - 6. tbl. 19. árg. 9. febrúar 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Dagur leikskólanna

Eins og glöggir lesendur Stykkishólmspóstsins vita þá hafa Hebbarnir dundað sér við að hafa gaman af lífinu á ýmsan hátt. Til að fá hugmyndir og fjölbreytni í starfið þá höfum við hugmyndabanka. Í kassann koma allskyns tillögur að verkefnum. Þá hefur oft komið til umræðu að svona kassi þyrfti að vera í bæjarfélaginu sem þjónaði þeim tilgangi að koma með hugmyndir og tillögur sem aukið geti lífsgæði okkar sem hér búum og eins þeirra sem hér fara um. Þetta hefur verið rætt og rætt. Nú er komið að því að framkvæma. Kassinn er kominn og búinn að vera janúarmánuð í íþróttahúsinu. Ætlunin er að prófa þetta í nokkra mánuði og sjá hverju þetta skilar okkur. Á kassann er letrað stórum og skýrum stöfum.Þessi hugmyndabanki hefur það hlutverk að taka við hugmyndum um bætt lífsgæði okkar Hólmara, sem og þeirra sem hingað sækja.Óskað er eftir athugasemdum um hvað betur mætti fara auk nýrra hugmynda um allt milli himins og jarðar.Kassinn verður tæmdur einu sinni í mánuði og hugmyndunum komið til starfsmanna ráðhússins.

Með kveðju og von um góð viðbrögð,Hebbarnir.

1. tæmingKassinn var losaður í fyrsta sinn 1. febrúar og upp komu 6 miðar sem innihéldu eftirfarandi atriði:1. Fá taflborð í sundlaugina sem er notað í heitupottunum

eða vaðlauginni.2. Gera við nuddið í heita pottinum og laga hálkuvörnina.

(koma þannig í veg fyrir slys.)3. Safna notuðum gleraugum og láta þannig gott af okkur

leiða. (Gleraugnamiðstöðin Laugarvegi tekur á móti notuðum gleraugum.)

4. Hafa nuddið í lagi í pottinum.5. Átta ára og eldri mega fara ein í sund.6. Þrettándagleði Hólmara.

• Kveikja í þeirri brennu sem venjulega hefur verið á gamlárskvöld. (Flestir þá heima í sparifötum og rólegheitum.)

• Skemmtun í íþróttahúsinu í framhaldi eða á undan.Dagskrá t.d. Álfakóngur og álfadrottning komu og sungu álfalög ( Ólafur Liljurós o.sfrv.) Fimleikasýning og eða dans. Maður ársins eftir undanfarandi yfirlit. Jólasveinar kveðja. Fleira mætti ef til vill vera ekki þó of langt – u.þ.b. klukkustund.

Þessum miðum var komið til starfsmanna ráðhúsins.Hanna Jónsdóttir

Hugmyndabanki fyrir alla Ný ferðaþjónusta við Stykkishólmshöfn

Fyrirtækið Ocean Safari hefur fengið aðstöðu við Stykkishólmshöfn og er um þessar mundir verið að ganga frá kaupum á Sjávarpakkhúsinu við höfnina undir starfsemina auk þess sem aðstaða verður á höfninni einnig. Fyrirhugað er að vera með tvo tólf farþega 35 feta báta og sigla um Breiðafjörð. Bátarnir verða með tveggja manna áhöfn og þegar farið er í ferðir útvegar fyrirtækið búninga og öryggisbúnað áður en lagt er af stað í ferðirnar. Fyrirhugað er að hafa tvær fastar náttúruskoðunarferðir daglega á dagskránni í sumar en einnig verður hægt að panta í ferðir utan þeirra. Verið er að vinna með hlutaðeigandi stofnunum sem hafa með vernd svæðisins að gera en leitast verður við að starfsemin verði í sátt við náttúruna og umhverfið. Í Sjávarpakkhúsinu er hugmyndin að hafa afgreiðslu fyrir ferðirnar og vísir að kaffihúsi þar sem e.t.v. verður hægt að fá fiskisúpu eða eitthvað létt. Að sögn Þorgeirs Kristóferssonar talsmanns fyrirtækisins er stefnt á að hefja starfsemi í maí n.k. am

S.l mánudag var dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins en 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.Í leikskólanum í Stykkishólmi var dagurinn haldinn hátíðlegur með því að bjóða foreldrum í morgunkaffi. Margir foreldrar höfðu tækifæri til að koma og þótti dagurinn vel lukkaður.

am/Ljósmynd Leikskólinn í Stykkishólmi

Þinn staður á netinu -www.stykkisholmsposturinn.is

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 9. febrúar 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 6. tbl. 19. árgangur 9. febrúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Kvenfélagið Hringurinn hélt sinn fyrsta fund í janúar s.l. og var það jafnframt aðalfundur og stjórnarskipti og samkvæmt lögum félagsins var kosið í varastjórn.Í núverandi stjórn er Alma Diego formaður, Ingibjörg Ágústsdóttir gjaldkeri og Sigrún Ársælsdóttir ritari. Þórhildur Pálsdóttir gegnir störfum Sigrúnar til haustsins.Í varastjórn hlutu kosningu Guðfinna Diego, Edda Baldursdóttir og Unnur Sigmarsdóttir. Föstudaginn 17. febrúar verður afmælisfundur og gera konur sér glaðan dag og mæta til veislu. Góður hugur er í kvenfélagskonum og þær tilbúnar að leggja sitt til góðra mála og framfara í bænum okkar eins og verið hefur öll þau ár sem félagið hefur starfað. Ánægjulegt er, eins og nú, þegar ungar konur ganga í félagið og sjá þar vettvang til þess að koma að góðum verkefnum og ná fram málum sem þær hafa hug á og vilja koma í framkvæmd.

Áfram kvenfélagskonur ☺ Þórhildur Pálsdóttir

Fyrsti fundur ársins hjá Kvenfélaginu Hringnum

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 12. febrúar kl. 14

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann kl. 11.00 á sunnudag.

,,OA (Overeaters Anonymous) er félagsskapur karla og kvenna sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo að þau megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og séu fær um að hjálpa öðrum til að losna frá matarfíkn.“ Svona hljóma upphafsorð funda OA samtakanna. Þessi samtök urðu til í Bandaríkjunum árið 1960 þegar kona nokkur, Rozanne S. tók ákvörðun um að reyna það kerfi sem AA byggir á fyrir þá sem eiga við hömlulaust ofát að stríða. Hún hafði erindi sem erfiði og nú eru OA samtökin virk um allan heim með mikinn fjölda félagsmanna, bæði karla og kvenna. Fyrsta OA deildin á Íslandi var stofnuð árið 1982. Ákveðið hefur verið að halda fundi á fimmtudagskvöldum kl.20.00 í Freyjulundi. Næstkomandi fimmtudag, 9.febrúar kl.20.00 verður haldinn kynningarfundur á OA samtökunum, fyrirkomulagi funda og grundvallarhugtökum þess kerfis sem kennt er við 12 spor og 12 erfðavenjur. Vonast er til að sem flestir láti sjá sig sem vilja kynna sér málið og minnt er á 3.erfðavenju samtakanna: „Til þess að gerast OA félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta hömlulausu ofáti.“

(Fréttatilkynning)

OA í Stykkishólmi

Ég er að gera verkefni í meistaranámi mínu í hagnýtri menningarmiðlun um sagnir og draugasögur af Kerlingarskarði. Ætlunin er að safna þessu saman í einhverskonar sarp. Gaman væri ef einhverjir laumuðu á skemmtilegum og áhugaverðum sögum (þetta má vera nafnlaust).Með bestu kveðjum, Hjördís Páls. [email protected] s. 847-5640

Smáauglýsingar

Flóttamaðurinn Paul Ramses og fjölskylda eru væntanleg til Stykkishólms dagana 10-12. febrúar að selja allskyns fallega muni frá Kenía. Tilefnið er söfnun fyrir verkefni sem hann og Rosmary kona hans vinna að fyrir munaðarlaus börn og fátækar einstæðar konur í Kenía. Paul kom til landsins árið 2008 frá Kenía með fjölskyldu sinni og vakti mál hans mikla athygli. Hann var ofsóttur, pyntaður og fangelsaður í heimalandi sínu vegna pólitískra skoðanna sinna og beið þess lengi að fá dvalarleyfi á Íslandi. Núna hefur hann komið sér fyrir ásamt konu sinni og tveimur börnum í Hafnarfirði og safnar fyrir hjálparstarfi sínu Tears Children sem er þessa dagnna að byggja athvarf fyrir konur, leikskóla og skóla í Kenía. Nemendur úr Verslunarskóla Íslands eru að fara nú um miðjan febrúar til að aðstoða við uppbyggingarstarfið í Kenía. Paul og kona hans verða með sölubás í Bónus og vonast er til að bæjarbúar taki vel í að styðja þau í uppbyggingarstarfinu. Munu þau selja hálsmen, eyrnalokka, armbönd, skálar sem og fleiri fallega muni sem eru handgerðir í Kenía. Allur ágóði rennur til Tears Children. (Fréttatilkynning)

Vörur frá Kenía í Stykkishólmi

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 9. febrúar 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 6. tbl. 19. árgangur 9. febrúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti D.E.T. verður í Lyfju Stykkishólmi að hjálpa viðskiptavinum að rata í gegnum bætiefna hillurnar okkar og velja réttu vítamínin og bætiefnin sem henta.

• Tekur þú omega fitusýrur, vítamín, steinefni, andoxunarefni, acidophilus og jurtir ?

• Hvaða bætiefni átt þú að velja og hvað virkar fyrir þig ?

Frí ráðgjöf

Stykkishólmi

Komdu í Lyfju Stykkishólmi föstudaginn 10.febrúar frá 13-17

Inga svarar þessum spurningum og fleirum.

• Geta bætiefni hjálpað við flestum kvillum ?

• Tekur þú of mikið eða of lítið ?

Sumarafleysingafólk óskast - Vaktavinna

Upplýsingar gefur Vignir í síma 898-1260

[email protected]

Íþróttamiðstöð Stykkishólms

Óskum eftir jákvæðu og hressu starfsfólki í fast starf og til sumarafleysinga til að

taka þátt í metnaðarfullri uppbyggingu veitingahússins

Narfeyrarstofu.

Góð laun í boði fyrir rétta aðila.

Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar í síma 867-7411 eða í netfanginu [email protected]

FÉLAGS OG SKÓLAÞJÓNUSTA SNÆFELLINGAKlettsbúð 4, 360 Hellissandi, Sími:430-7800, Opið virka daga kl.10-15:30

Skemmtilegt starf í boði.

Óskað er eftir liðveislu fyrir 7 ára strák.

Aðstoðin felst í að njóta íþróttastarfs.

Um er að ræða ca 4 klst á viku, mánudaga og

fimmtudaga seinni part dags.

Upplýsingar gefur:

Hanna í síma 8918297 eða [email protected]

Aðalfundur Rauða krossdeildar Stykkishólms

verður haldinn í Björgunarsveitarhúsinu

fimmtudaginn 16. febrúar 2012 kl. 20

Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 9. febrúar 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 6. tbl. 19. árgangur 9. febrúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

112 DAGURINN Í STYKKISHÓLMIOPIÐ HÚS FRÁ KL. 14 - 16

Slökkvilið Stykkishólms, Björgunarsveitin

Berserkir, Sjúkraflutningamenn, Rauði krossinn

og Lögreglan sýna búnað sinn og aðstöðu í

björgunarsveitarhúsinu.

Gestum gefst kostur á að slökkva eld undir

leiðsögn og hægt verður að fylgjast með því

þegar bíll er klipptur.

Kaffi og safi í boði Stykkishólmsbæjar.

Allir velkomnir

Þorrablót á Skildiverður haldið laugardaginn

18. febrúar 2012 kl.20:30

Húsið opnar kl. 20:00

Hljómsveitin Feik sér um fjörið.

MiðapantanirKristín Rós s. 8931558

Hildur Kristín s. 6960448Sólbjört Sigríður s. 8678315

Miðar óskast sóttir á Skjöld fimmtudaginn 16. febrúar milli kl. 19:00 og 21:00

Miðaverð 5500kr.Aldurstakmark 18 ár

Nefndin