gaflari 10. tbl. 2015

12
Nýtt hjúkrunarheimili rís á Sólvangsreitnum 2 4 Skilaboð frá dagforeldrum í Hafnarfirði Heimsóknarvinir rjúfa einsemd og einangrun 6 Kíkt í kaffi: Lífsgangan er besta ferðalagið 10 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is fimmtudagur 25. júní 2015 10. tbl. 2. árg. Fullbúinn og frágenginn kr: 299.900 Fullbúinn og frágenginn kr: 182.900 Fullbúinn og frágenginn kr: 239.900 Helluhrauni 2 - Hafnarfirði Granitsteinar.is - S:544 5100

Upload: gaflariis

Post on 22-Jul-2016

237 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Bæjarblaðið Gaflari sem kom út 25. júní 2015

TRANSCRIPT

Page 1: Gaflari 10. tbl. 2015

Nýtt hjúkrunarheimili rís á Sólvangsreitnum2

4 Skilaboð frá dagforeldrum í HafnarfirðiHeimsóknarvinir rjúfa einsemd og einangrun6Kíkt í kaffi: Lífsgangan er besta ferðalagið10

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is fimmtudagur 25. júní 2015 10. tbl. 2. árg.

Fullbúinn og frágenginnkr: 299.900

Fullbúinn og frágenginnkr: 182.900

Fullbúinn og frágenginnkr: 239.900

Helluhrauni 2 - HafnarfirðiGranitsteinar.is - S:544 5100

Page 2: Gaflari 10. tbl. 2015

2 - gaflari.is

Gamanleikverk í Gaflaraleikhúsinu

FRÉTTIR Gaflaraleikhúsið og Menningarhús Wroclaw-borgar verða með sýningu á pólska gamanleiknum Ljómi liðinna daga með sönglögum Beatu Malczewsku og í flutningi hennar sunnudaginn 28 júní kl 19.00. Beata starfar

hjá Camelot kabarettnum og Gamla þjóðleikhúsinu í Kraká og er ein þekktasta gamanleikkona Pólverja.Verkið er létt og skemmtilegt með tónlist. Sýningin er textuð á skjá og einnig er hægt að hlusta á íslenska þýðngu í heyrnartólum. Aðgangur er ókeypis og hægt er að panta miða í síma 565 5800 og [email protected]

Ljómi liðinna daga er á vegum verkefnisins Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu, sem er styrkt af menningarsjóði EES svæðisins og pólska menningarráðuneytinu og fjallar um að aðlaga listviðburði að þörfum blindra og sjónskerta með lýsingu á því sem gerist á kvikmyndatjaldinu og sviðinu. Sýningin er í samstarfi við Blindrafélagið. Gaflaraleikhúsið hefur verið í þessu samstarfi frá 2013 við Menningarhús Wroclaw borgar í Póllandi og sýnd var sýning frá Póllandi í fyrra í Gaflaraleikhúsinu og fyrir tveimur vikum var Unglingurinn sýndur við góðan orðstýr í Wroclaw.

FRÉTTIR Tillaga um að nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili, samkvæmt fyrirliggjandi samningi við Vel-ferðarráðuneytið frá árinu 2010, rísi á Sólvangsreitnum var samþykkt á fundi fjölskylduráðs sl. föstudag. Jafnframt var bæjarstjóra falið að taka upp formlegar viðræður við Vel-ferðarráðuneytið um fjölgun hjúkru-narrýma í bænum enda fyrirliggjandi brýn þörf á frekari uppbyggingu á næstu árum.

Athugasemdir komu frá minnih-lutanum, fulltrúum Samfylkingar og VG, þar sem um verulega stefnub-reytingu í hjúkrunarheimilismálinu er að ræða, eins og segir í bókun funda-rins og var því samþykkt að vísa tillögunni til bæjarstjórnar, en fundi bæjarstjórnar um málið var ekki lo-kið þegar þetta var ritað.

Í greinargerð sem fylgdi tillö-gunni kemur fram að staðsetningin sé í samræmi við núverandi stef-numótun í málefnum eldri borgara um að Sólvangur verði miðstöð öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. Þar er nú þegar fyrir hendi ýmis stoðþ-jónusta sem mikilvægt er að sé til staðar í nærumhverfi nýs hjúkru-narheimilis auk þess sem heimild er fyrir 4000fm viðbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi deiliskipula-gi. Capacent gerði samanburð fyrir Hafnarfjarðarbæ á valkostum um staðsetningu haustið 2014. Niður-staða þeirra var sú að Sólvangsrei-turinn væri hagkvæmasti kosturinn fyrir uppbyggingu á nýju hjúkrunar-heimili.

Undirbúningur mun hefjast á næstu vikum og miðað er við að nýtt hjúkrunarheimili taki til starfa í apríl 2018.

Nýtt hjúkrunar-heimili rís við Sólvang

Unglingarnir Arnór og Óli í Póllandi

Fegurð í HafnarborgÍslensk náttúra á mynd

FRÉTTIR Sýningin Enginn staður stendur nú yfir í aðalsal Hafnarborgar. Á sýningunni eru verk átta samtímaljósmyndara sem allir eru búsettir á Íslandi og beina sjónum sínum að íslenskri náttúru. Þau eru Björn Árnason, Claudia Hausfeld, Daniel Reuter, Edda Fransiska Kjarval, Ingvar Högni Ragnarsson, Katrín Elvarsdóttir, Pétur Thomsen og Stuart Richardson.

Verkin endurspegla innra og ytra landslag listamannanna sem horfa á náttúruna hver með sínum augum og kalla þau fram hjá hverjum og einum meðvitund um staði sem

koma kunnuglega fyrir sjónir. Þetta er landslagið sem er okkur öllum svo kunnugt, myndin sem við sjáum þegar við lítum út um bílglugga á ferð okkar um landið, staðirnir sem bera engin

nöfn, umhverfið sem við sjáum á milli merkilegu áfangastaðanna. Um að gera fyrir Hafnfirðinga og gesti að líta við í Hafnarborg í sumar og upplifa íslenska náttúru.

Rusl á tjaldstæðinuFRÉTTIR Svo virðist sem rusl af og í kringum tjaldstæðið á Víðistaðatúni sé ekki nógu oft tæmt þessa dagana. Eins og sjá má mynd sem athugull norðurbæingur tók á dögunum eru ruslatunnur yfirfullar og rusl lagt til hliðar við þær.

Lára Janusdóttir, rekstrarstjóri Lava Hostels og tjaldstæðis, segir að ekki sé hægt að kvarta undan sjálfri umgengninni á tjaldsvæðinu, enda sé leitast við því að hafa tjaldstæðið og svæðið þar í kring sem snyrtilegast. Þarna vanti einfaldlega stærri tunnur og búið sé að panta þær. „ Ég hef verið að vakta umfangið á ruslinu og bætt við tunnu eftir þörfum og brugðist alltaf strax við, eins og með að fá aukalosun

á þær eða að bæta við tunnu. Og við erum búin að panta stóra fjórfalda tunnu, svo þetta á ekki að koma fyrir aftur. Það var alveg extra mikið að gera um helgina, yfir 100 næturgestir og þær tvær tunnur sem eru á staðnum

fylltust fljótt.“ Lára bendir á það vanti ruslatunnur á Víðistaðatúnið sjálft. „Það vantar fleiri ruslatunnur á Víðistaðatúnssvæðinu og það eru því fleiri en tjaldstæðagestir að nýta sér þessar tunnur okkar.“

Drífa Pálín Geirs

Fæst í apótekum, Hagkaup, Nettó, Fríhöfninni og víðar.

ALLT AÐ 6 TÍMA SÓLARVÖRN*ÞRÓUÐ FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ

Ofnæmisprófuð með sérhæfðum sólarfilterum fyrir húð barna. Börn elska mjúka froðuna sem auðveldar að bera á rétt magn.

Vatnsheld vörn í sund, sjó og leik, teppir ekki húðina.Meðmæli húðlækna - Yfir 90% UVA vörn

*Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð.Proderm inniheldur engin paraben, ilmefni, litarefni eða nanóefni.

ÖRUGG VÖRN

www.celsus.is Berið reglulega vel og jafnt á húðina, sti l l ið sólböðum í hóf.

YFIR 90% UVA VÖRN

Page 3: Gaflari 10. tbl. 2015

gaflari.is - 3Fæst í apótekum, Hagkaup, Nettó, Fríhöfninni og víðar.

ALLT AÐ 6 TÍMA SÓLARVÖRN*ÞRÓUÐ FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ

Ofnæmisprófuð með sérhæfðum sólarfilterum fyrir húð barna. Börn elska mjúka froðuna sem auðveldar að bera á rétt magn.

Vatnsheld vörn í sund, sjó og leik, teppir ekki húðina.Meðmæli húðlækna - Yfir 90% UVA vörn

*Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð.Proderm inniheldur engin paraben, ilmefni, litarefni eða nanóefni.

ÖRUGG VÖRN

www.celsus.is Berið reglulega vel og jafnt á húðina, sti l l ið sólböðum í hóf.

YFIR 90% UVA VÖRN

Page 4: Gaflari 10. tbl. 2015

4 - gaflari.is

Skilaboð frá dagforeldrum í HafnarfirðiAllir þurfa á okkur að halda en færri virðast líta á okkur sem mikilvægan hlekk í uppeldi barnsins.

AÐSEND GREIN Þegar foreldrar fara á stúfana að leita sér að dagforeldri fara flestir að með gát. Margir velja sér dagforeldri nálægt heimili og aðrir hafa fengið afspurn af ákveðnu dagforeldri hjá vinum og vandamönnum. Við gerum okkur grein fyrir hversu erfið þessi tímamót hjá foreldrum og barni geta verið. Aðlögun er því oftast bæði fyrir foreldra og barn. Þar sem við störfum langflest heima hjá okkur og höfum eingöngu leyfi fyrir 5 börn þá getum við boðið upp á rólegt, heimilislegt og náið umhverfi. Við upplýsum foreldra um uppeldisstefnu, mataræði, dagsskipulag svo fátt eitt sé nefnt. Við reynum eftir fremsta megni að koma á móts við þarfir barnsins.

Við getum upplýst foreldra í lok dags um líðan barnsins frá a-ö þar sem engin nema við höfum komið að umönnun barnsins á gæslutíma. Við getum boðið uppá sveigjanleika ef foreldrum seinkar í umferð, ef foreldrar þurfa að fá greiðslufrest og margt margt fleira. Náin samskipti og vinskapur myndast oft sem helst langt fram yfir dvöl barnsins. Samtök dagforeldra í Hafnarfirði hafa haldið fyrirlestra um mikilvægi góðra samskipta.

Dagforeldrastarfið hefur sætt mikilli gagnrýni í nokkurn tíma. Margir virðast standa í þeirri trú að daggæsla í heimahúsi sé geymsla þangað til barnið fer á leikskóla. Það er auðvitað mikill misskilningur

því dagforeldrar eru að vinna ótrúlega gott starf með börnunum sem er góður undirbúningur fyrir leikskólann. Foreldrum finnst gjaldið alltof mikið og treysta oft ekki fólki í heimahúsi fyrir börnum sínum. Í allri þessari umræðu hefur ekki verið rætt um hvaða skilyrði fólk þarf að uppfylla til að fá dagforeldraleyfi. Mikið eftirlit er með dagforeldrum og þurfum við að aðlaga heimili okkar að þeim skilyrðum sem heilbrigðiseftirlitið og leyfisveitendur setja okkur. Sex sinnum á ári er komið í bæði boðaðar og óboðaðar eftirlitsferðir til okkar og skýrslur gerðar um heimsóknina. Dagforeldrar fagna þessu eftirliti því það gefur okkur aukið gagnsæi. Dagforeldrar spyrja sig oft af hverju er ekki niðurgreitt jafn mikið með barni hjá dagforeldri og á leikskóla. Er það sanngjarnt gagnvart foreldrum og er það sanngjarnt gagnvart okkar starfi. Væri ekki verið að bjóða uppá raunverulegt val ef foreldrum biðist að borga svipað gjald og hjá leikskólum? Þar þurfa sveitarfélögin að taka sína ábyrgð.

Það er nokkuð ljóst að 6 mánaða börn eru ekki öll að fara að fá leikskólapláss á næstunni. Hvernig væri að hugsa þetta á þann hátt að öll börn 18-24 mánaða komist á leikskóla og yngri börnin eru í höndum

þeirra sem henta vel til starfsins, þ.e dagforeldrum. Af hverju á þessi stétt stöðugt að búa við þá hugmynd að verið sé að útrýma henni, það yrðu mikil mistök því það er nokkuð ljóst að dagforeldrar eru mjög mikilvægir og án okkar kæmust fáir af. Af hverju er ekki hægt að raunverulega byggja upp dagforeldrakerfið þannig að allir séu sáttir. Þegar stöðugt er verið að leggja fram tillögur um að lækka inntökualdur á leikskóla skapar það ekki bara starfsóöryggi hjá okkur heldur hætta einnig margir dagforeldrar. Mikið hefur borið á því undanfarið að ekki hafa verið nógu mörg laus pláss hjá dagforeldrum og foreldrar jafnvel þurft að fara í annað bæjarfélag. Við viljum fá viðurkenningu á okkar starfi og að allir átti sig á því hversu nauðsynlegir dagforeldrar eru.

Árlega er gerð skoðanakönnum meðal foreldra sem eiga börn hjá dagforeldrum og hefur hún ávalt komið mjög vel út. Það segir okkur að fólk er ánægt með starf dagforeldra. Ef foreldrar ættu möguleika að borga jafnmikið hjá dagforeldri og á leikskóla þá væri verið að bjóða uppá raunverulegt val. Eða eru allir búnir að gleyma að það er svo gott að hafa val?

Virðingarfyllst Samtök dagforeldra í Hafnarfirði

Sársauki minnkar strax• Kaldur gelsvampur & gel• Lækkar hita í brunasárum um 6-7 °C • Gelsvampur helst vel á, dettur ekki af • Tea Tree & Lavender - sótthreinsar, róar & deyfir• Sterílar umbúðir

Virkar á sviða og sársauka af: sólbruna - skordýrabitibrenninettlum - húðflúrumlaser og núningsbruna

Fæst í apótekum.Celsus ehf. www.celsus.is

AbsorBurn® Kælir brunasár, hratt og lengi

dettur ekki af

yfir

VIÐGERÐIR FYRIR ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG

SUÐURHRAUNI 2 GARÐABÆ SÍMI 554 4060 [email protected]

�nndu okkur á facebook

Page 5: Gaflari 10. tbl. 2015

gaflari.is - 5

gaflari.isAuglýsingasími 544 2100

[email protected]ðu þitt auglýsingapláss í tíma!

FÖSTUDAGUR 12. júní:Ísland - Tékkland í beinni Seinna um kvöldid Bjössi í Greifunum

Laugardaginn 13. júní:Fullt af tilbodumFrítt inn - Mætid snemma

FRÍTTINN

Ölstofustríð í Hafnarfirði!ÖÖÖ2

4 Tilraun gerð með gjaldfrjálsan leikskólaBrautskráning í FlensborgBB6

Kíkt í kaffi: Siglir syngjandi um Atlantshafið í sumar

KKKuu10

Frétt ir Umræðan Tilveran Íþrótt irgaflari.is fimmtudagur 11. júní 2015 9. tbl. 2. árg.

Sumarvertíðin er hafin með miklum hvelli eftir að blásið og rignt hefur hressilega á gróður og menn í langan tíma. En þá birtist sú gula á himninum hér sunnan heiða og víðar, öllum til mikillar gleði og nú er allt orðið iðagrænt, gras, blóm og trjágróður víðast hvar á fleygiferð.

Þá dafnar illgresið og arfinn best. Það er auðvitað leitt að þurfa að farga því sem lifir en eins og lesa má verður víða ekki hjá því komist að eyða illgresinu. Böðvar í Gólfslípun- og helluhreinsun fór sem unglingur að vinna með föður sínum, Sigurði Hannessyni múrarameistara. Þar tókst hann á við fjölbreytt verkefni á uppgangstímum við að steypa plötur og vélslípa.

Seinna lá leið Böðvars í verktaka-umhverfið, jarðvinnu, byggingavinnu og fleira. Mikið var að gera á þessum tíma og tækifærin mörg. Án efa hefur Böðvar lært margt af föður sínum Sigurði sem fæddur er árið 1936 og er enn starfandi.

Gólfslípun og helluhreinsunar- fyrirtæki Böðvars steypir og vélslípar plötur og bílaplön við heimili, blokkir

og heilu bílakjallarana. Eftir hrunið þá varð minna um framkvæmdir eins og allir vita, byggingakrönum snarfækkaði og hálfgerð ládeyða varð á mörgum sviðum.

En þá var það sem Eyjafjallajökull tók völdin og spúði hinni heimsfrægu ösku yfir okkur landsmenn. Þess sér enn merki og mun eflaust verða um ókomin ár. Askan óhreinkar allt sem fyrir henni verður en þarna var það sem Böðvar sá sér leik á borði og hóf að bjóða nýja þjónustu við varanlega gróðureyðingu á illgresi. Allt sem er grænt og farið að skjóta rótum er drepið ef svo má að orði komast. Allt að tommu bil getur myndast á milli hellna við heimili og fyrirtæki og ef að grasið fær að spretta og illgresið að grassera of lengi þá þrýstir það á hellurnar með þeim afleiðinum að hellulögnin getur skemmst og hellurnar bæði sprungið og aflagast að lokum. Í sumum tilvikum skapast slysahætta, t.d. ef mjór hæll á skóm fer á milli þeirra og stundum þarf þá að leggja hellurnar aftur nema gróðureyðing sé gerð í tíma.

Böðvar og hans fólk mætir á

staðinn með réttu græjurnar, þrífur og vélhreinsar hellurnar, sandar þær og sílanhúðar, svo þær verða sem nýjar og fá upprunalegan lit á ný. Í flestum tilvikum verða þær aftur sem nýjar, hús-og garðeigendum til ómældrar ánægju. Það er því mjög mikilvægt fyrir alla þá sem hafa lagt vinnu og kostnað í fegrun umhverfis síns að hugsa vel um viðhaldið áður

en í óefni er komið. Því fyrr sem farið er af stað með gróðureyðingu, því minni verður áhættan og kostnaður inn sem fylgir í kjölfarið.

- Þ. L

Kynning/Viðtal [email protected]

Gamlar hellur verða sem nýjar

Þessar myndir sýna glöggt að gólfslípun og helluhreinsun, sandur og sílanhúð færir hellunum sinn upprunalega lit að nýju.

Nánari upplýsingarSími: 775 6080

[email protected]

Opnunartími: Júní-ágúst 9:30-19:00 alla dagaSeptember-maí 9:00-18:30 alla daga

Breiðumörk 12 - Sími 483 4225 - [email protected]

Verið velkomin í Blómaborg

Pottablóm, sumarblóm & skreytingar við öll tækifæri

Page 6: Gaflari 10. tbl. 2015

6 - gaflari.is

Heimsóknavinir rjúfa einsemd og einangrunFRÉTTIR „Hlutverk heimsóknavina hefur þýðingu fyrir þiggjendur jafnt sem sjálfboðaliða,“ segir Julie Ingham, verkefnastjóri Rauði krossinn í Garðabæ og Hafnarfirði.

„Sumir hafa þörf fyrir að spjalla, láta lesa fyrir sig, fara í gönguferðir, fá aðstoð við innkaup eða tefla svo fátt eitt sé nefnt. Aðrir kjósa að fara í ökuferðir saman, skoða eitt og annað og skreppa svo kannski á kaffihús,“ segir Julie, sem skipuleggir svokallaða heimsóknaþjónustu. Fólk óskar eftir heimsóknavinum af ýmsum ástæðum og geta ábendingar um þörf þeirra fyrir heimsóknir sömuleiðis komið frá aðstandendum, vinum, félagsþjónustu eða heilsugæslu. „Heimsóknavinirnir eru fólk í sjálfboðavinnu sem hefur bæði tíma og vilja til að gefa af sér í mannlegum samskiptum, en þau eru

auðvitað öllum mönnum mikilvæg,“ segir Julie.

Um tuttugu og fimm sjálfboðaliðar frá Garðabæ og Hafnarfirði taka nú virkan þátt í þessari þjónustu með heimsóknum á einkaheimili, í hjúkrunarheimilið Hrafnistan í Hafnarfirði og Ísafold í Garðabæ. Rauði krossinn leitar nú nýrra heimsóknavina til að taka þátt í verkefninu. Heimsóknavinirnir eru á öllum aldri og af báðum kynjum, þeir yngstu á táningsaldri og þeir elstu á níræðisaldri. Konur eru þó í miklum meirihluta og karlar mættu gjarna gefa starfinu meiri gaum, að sögn Julie.

„Heimsóknavinir heimsækja eldra fólk og fólk sem á við sjúkdóma að stríða, auk annarra einstaklinga sem að öllu jöfnu fá fáar heimsóknir og búa við einsemd og einangrun. Yfirleitt er um að ræða klukkustund í senn, gjarnan einu sinni í viku, og getur heimsóknin verið á virkum degi eða um helgi,“ segir Julie.

Gleði og lífsfyllingÁður en heimsóknavinur getur hafið störf fer hann á heimsókna-vinanámskeið, en hann skuldbindur sig til að starfa samkvæmt starfsreglum

um heimsóknaþjónustu og er bundinn þagnarskyldu um persónuleg málefni skjólstæðings. Að loknu námskeiði fer fulltrúi deildarinnar með sjálfboðaliðanum til viðkomandi einstaklings og síðan tekur vinurinn við. Auk undirbúningsnámskeiðsins eru sjálfboðaliðum boðin námskeið í almennri skyndihjálp og sálrænni skyndihjálp, án endurgjalds, auk annarrar þjálfunar og fræðslu.

„Reynslan sýnir að heimsóknirnar geta veitt sjálfboðaliðanum gleði og lífsfyllingu rétt eins og þeim sem fær heimsóknina. Okkar gestgjafar búa oft yfir reynslu sem er verðmæt fyrir sjálfboðaliðana þannig að báðir hafa þess vegna eitthvað að gefa og þiggja. Við hvetjum fólk til að láta okkur vita ef þeir vilja eignast heimsóknavin eða benda okkur á fólk sem gæti komið til greina að bjóða vini í heimsókn“, segir Julie.

Þegar hún er að lokum spurð hvert fólk eigi að snúa sér vilji það óska eftir heimsóknavini sér eða öðrum til handa eða vilja gerast heimsóknavinir sjálfir, svarar hún að áhugasamir geti snúið sér til Rauða krossins í Hafnarfirði, Strandgata 24, S. 565 1222, þar sem opið sé virka daga frá 10.00-15.00, eða senda tölvupóst á [email protected]

Það er alltaf gott að fá góða heimsókn

NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ LEITA TILBOÐA

Page 7: Gaflari 10. tbl. 2015

NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ LEITA TILBOÐA

Page 8: Gaflari 10. tbl. 2015

8 - gaflari.is

GAFLARI MÆLIR MEÐ...

Hollar vörur úr náttúrunni

í hæsta gæðaflokki

H-Berg efh | S. 565-6500 | [email protected] | hberg.is

BURT MEÐ MÚSARÚLNLIÐEi� algengasta vandamálið meðal tölvunotenda – bæði barna og fullorðinna

Lé�ir álagi af viðkvæmum sinaskeiðum úlnliðsins

Minnkar og fyrirbyggir spennu í hendi, handlegg, öxlum og hálsi

duopad.is

Ná�úruleg staða með DuoPadSlæm staða handleggs

Meðmæli sjúkraþjálfara

lé�ur og þægilegurÚLNLIÐSPÚÐI

aðeins 4 gr.

Fæst á www.duopad.is – �árfesting gegn músararmi

DuoPad fylgir hreyfingum handleggsins í staðinn fyrir að allur líkaminn þurfi að aðlagast stuðningi sem liggur á borðinu.

1

2

3

4

EINKENNI MÚSARÚLNLIÐSAukinn stirðleiki í hálsi og axlasvæði,síðar seiðingur út í handlegg.Verkur upp handlegg að olnboga með vanlíðan og sársauka.Verkurinn verður ólíðandi og stöðugurí olnboga, úlnliðum og öxlum. Stífleiki í hálsi getur verið viðvarandi. Fólk getur orðið ófært um að nota tölvumús og jafnvel óvinnufært.

FH-ingar með mörg járn í eldinumÓhætt er að segja að knattspyrnulið FH-inga berjist á mörgum vígstöðum þessa dagana því auk þess að sitja á toppi Pepsí-deildarinnar leikur liðið í næstu viku á móti finnska liðinu Seinäjoen Jalkapallokerho í Evrópudeildinni. Fyrri leikurinn fer

fram í Finnlandi 2. júlí og sá seinni í Kaplakrika 9. júlí. Í millitíðinni, sunnudaginn 5. Júlí, leikur liðið í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins og heimsækir KR-inga í Frostaskjólið. Það er því nokkuð ljóst að mikið mun mæða á liðinu næstu vikurnar og nú reynir á.

Atli Guðnason og Steven Lennon verða í eldlínunni með FH-ingum

Að þrífa bílinn sinn - einn og sér og sjálfur, með heitu vatni í fötu, mildri sápu og hreinni tusku. Eða splæsa í allsherjar hreingerningu á einni af þvottastöðvum bæjarins

....að fólk leyfi sér smá sukk af og til - bíti í djúsí subbuborgara. Það veitir gleði og er stundum allra meina bót.

Road trip - setjast upp í bíl og keyra eitthvað út í buskann. Með eina kalda kók á kantinum og Kóngasúkkulaði - og íslenska tónlist spilaranum...getur ekki klikkað!

BURGER OG KÓKDÓS KR. 500

KYNNINGARVERÐ

DrekinnDalshrauni

Page 9: Gaflari 10. tbl. 2015

gaflari.is - 9

Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is

Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunar­

stöðina næst þér …

… við sjáum um framhaldið!

… garðinum

… geymslunni

Ertu að taka til í …

… í bílskúrnum

… á vinnustaðnum

Page 10: Gaflari 10. tbl. 2015

10 - gaflari.is

Hvað kemur þér af stað á morgnana? Lagið „Í núinu“ með Mannakornum en það er hringingin í vekjaranum mínum. Þessa dagana dugir morgunbirtan!Það síðasta sem þú gerir áður en þú leggst á koddann?Ég hugsa að það sé að kyssa hana Siggu mína góða nótt. Uppáhalds tónlistin?Ég er alæta á tónlist. Uppáhaldið er þá það sem ég hlusta á hverju sinni. Ég hef sérstakt dálæti á „Rauða riddaranum“ í flutningi kórs skólans. Ég hef líka dálæti á Hugh Laurie, Bruce Springsteen, Paul McCartney, Eric Clapton, Jethro Tull, Genesis o.s.frv. Gamli skólinn minn?Ég er úr Reykjavík en fyrsti „gamli skólinn minn“ var samt Háskólinn í Nottingham í Englandi. Þar var ég í þrjú ár og er alltaf svolítið þjakaður af heimþrá.Hver er fyrsta endurminningin?

Ekki viss en líklega að sitja í fangi mömmu eða afa og hlusta á sögur eða skríkja í fanginu á pabba.Uppáhaldsflíkin?Smoking fötin mín sem ég nota á úskrift.Uppáhaldsmaturinn?Það sést nú á vaxtarlagi mínu að ég er ekki matvandur. Hreindýr, naut, lítið steikt. Ég held að ég njóti þess mest af öllu að borða indverskan mat. Annars er mér sama ef maturinn er fallega borinn fram og ég er með góðu fólki.Hvers vegna Hafnarfjörður?Sigga mín dró mig suðureftir. Mér finnst ólýsanlega fagurt útsýnið yfir Fjörðinn úr Flensborg eða þegar ég kem akandi niður Reykjavíkurveginn og höfnin er spegilslétt. Þess vegna Hafnarfjörður. Skemmtilegasta ferðalagið?Uppáhaldsferðalög mín eru þegar ég fer til Eskilstuna að hitta sonardætur mínar sem þar búa. Þá hleypur karlinn

hraðar en nokkru sinni milli lesta. Ekki það að líklega er lífsgangan besta ferðalagið. Fegursti staður landsins?Mér detta í hug Þrastaskógur og Laugarbólsdalur með Eyrarrósar-breiðurnar og svo koma Sogin sterkt inn. Satt að segja er útsýnið út um gluggann minn á Völlunum líka gjörsamlega heillandi. Draumafríið mitt?Símalaus og tölvulaus að slæpast með Siggu í Toskaníu eða París eða Landmannalaugum eða sem sé þar sem við erum.Helstu áhugamál? Valkvíði!!! Vinnan og rannsóknir á skólastarfi er kannski réttasta svarið. Ég er áhugamaður um tónlist (hlusta, glamra og syngja), ljósmyndun, yoga, núvitund, útivist, ferðalög, bækur og lestur, náttúruna og lifríkið, kannski að lifa lífinu. Stærsta ástríðan er þó fjölskyldan. Ég á ekkert sem toppar hana.

Helstu verkefnin framundan?Að finna ró í sumar og njóta þess að slaka á eftir fjörmikinn vetur. Mesta tilhlökkunin er þó að fá afastelpurnar mínar heim frá Svíþjóð. Þá verður karlinn glaður. Skemmtilegasta húsverkið?Að elda. Ég nýt þess að koma heim og fá að stússast í eldhúsinu eftir lýjandi dag. Ég nýt þess reyndar alla daga að stússast í eldhúsinu. Hvað gefur lífinu gildi?Að leita eftir góðum fyrirmyndum. Ég á t.d. foreldra sem hafa verið gift í 58 ár og tengdó í 62 ár. Still going strong!Á laugardagskvöldið var ég: Að njóta þess að vera með þeim sem mér þykir vænst um. Ég mæli með:Því að vakna til nýs dags vitandi að maður getur látið gott af sér leiða. Að sofna að kveldi hafandi lært eitthvað nýtt. Og leggja frá sér símann til að hlusta t.d. eftir lóunni! Það er ekkert app sem hjálpar til við þetta.

TILVERAN

KÍKT Í KAFFI Gaflarinn kíkir í kaffi til Magnúsar Þorkelssonar skólameistara Flensborgarskólans. Magnús hóf kennsluferil sinn við Flensborg, kenndi við MS um tíma en kom aftur í Flensborg 1998. Hann tók við skólameistarastarfinu sumarið 2013. Magnús er mikill fjölskyldumaður og kann alla jafna best við sig innan um ættingja og vini. Hann er eilífðarstúdent í HÍ.

Nýt þess alla daga að stússast í eldhúsinu

gaflari.isAuglýsingasími

544 [email protected]

NONNI GULLSími 565-4040 • www.nonnigull.is

Happy Hour alla daga frá 16.00-19.00

Lifandi tónlist allar helgarBeinar útsendingar

Page 11: Gaflari 10. tbl. 2015

gaflari.is - 11

Happy Hour alla daga frá 16.00-19.00

Lifandi tónlist allar helgarBeinar útsendingar

Page 12: Gaflari 10. tbl. 2015

Sunnudagurinn fer í rólegheit og þá er tilvalið að skella sér Grafarvoginn og sjá mína menn í boltanum FH spila á móti Fjölni.

Bryndís Sighvatsdóttir, hársnyrtir.Á föstudaginn er ég

í fríi í vinnunni og ætla að gera mér glaðan dag með sjálfri mér. Verð í andlegri íhugun, gufubaði og engiferbaði, því á laugardag fer ég í brúðkaup. Þar mun ég syngja í kirkjunni,sem ég hef aldrei gert áður… er meira að syngja svona á miðnætti uppi á borðum. Á sunnudaginn verð ég á KFC.

Árni Guðmundsson, Félagsuppeldis-fræðingur MVS.Freyr sonur minn á

afmæli að föstudaginn. Hann er besti pizzugerðarmaður sem ég þekki og hefur oft glatt okkur í fjölskyldunni með góðum pizzum. Í tilefni af afmælinu á ég von á því

að hann sýni enn einu sinni í verki hæfileika sína að þessu sviði. Á laugardaginn fer ég í Landsveitina en þar er gott að vera, víðsýnt og fallegt. Ég nýti tímann þar oft til skrifta því þrátt fyrir virðulegan aldur er ég enn þá í námi. Ef veður er gott þá verður grillið nýtt um kvöldið í hópi samsveitunga.

HELGIN MÍN

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Erla Ragnarsdóttir ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 Ljósmyndari: Gunnar Freyr Steinsson • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: 544 2100, netfang: [email protected]

Trönuhraun 10 Sími 555 8880Opnunartími

þri - mið: 10:00 - 16:00fim: 10:00 - 20:00fös: 10:00 - 16:00

Óseyrarbraut 2, 220 Hafnarfjörður

OpnunartímiMán. - fös.: 07:00 - 17:00

Lau.: 09:00 - 14:00

Gott Fyrir Hópa - Góður fyrir börnTaka með sér - VeitingarSérréttir - Morgunmat,

Hádegismatur - Kaffi

Sími:565 1550