gaflari 2. tbl. 2014

8
Markmiðið aldrei að verða frægastur Arnar Dan Kristjánsson leikari ræðir helstu áskoranir, drauma sína og fegurðina í leiklistinni. Arnar Dan er gaflari vikunnar. Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar Öryggi ekki tryggt á Sólvangi Kíkt í kaffi til Katrínar Nicolu Hafnfirska landsliðið 2 2 6 7 Hvernig hefur bíllinn það? Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30 BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi, smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandaða vinnu. 2012 Tímapantanir í síma 565 1090 Save Water, Drink Beer HAFNARFIRÐI BOLTINN Í BEINNI! HAPPY HOUR 16.00 – 19.00 TILVALINN STAÐUR FYRIR EINKASAMKVÆMI Ertu í fasteigna- hugleiðingum? Bjóðum frítt söluverðmat. FJÖRÐUR Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttir gaflari.is fimmtudagur 10. apríl 2014 2. tbl. 1. árg.

Upload: gaflariis

Post on 10-Mar-2016

313 views

Category:

Documents


10 download

DESCRIPTION

Vikublaðið Gaflari sem kom út 10. apríl 2014

TRANSCRIPT

Page 1: Gaflari 2. tbl. 2014

Markmiðið aldrei að verða frægastur

Arnar Dan Kristjánsson leikari ræðir helstu áskoranir, drauma sína og fegurðina í leiklistinni. Arnar Dan er gaflari vikunnar.

Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar

Öryggi ekki tryggt á Sólvangi

Kíkt í kaffi til Katrínar Nicolu

Hafnfirska landsliðið

2

2

6

7

Hvernig hefur bíllinn það?

Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30

BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is

Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi, smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandaða vinnu.

2012

Tímapantanir í síma

565 1090

Save Water, Drink Beer

HAFNARFIRÐI

BOLTINNÍ BEINNI!

HAPPY HOUR16.00 – 19.00

TILVALINN STAÐURFYRIR EINKASAMKVÆMI

Ertu í fasteigna-hugleiðingum?

Bjóðum frítt söluverðmat.

FJÖRÐUR

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is fimmtudagur 10. apríl 2014 2. tbl. 1. árg.

Page 2: Gaflari 2. tbl. 2014

2 - gaflari.is

FRÉTTIR Búið er að skipa tíu efstu sæti lista Bjartrar framtíðar í Hafnar-firði. Guðlaug Kristjáns dóttir, sjúkra-þjálfari og formaður BHM, leiðir listann. Listinn er skipaður fólki úr

ýmsum atvinnugreinum og er jafnt hlutfall karla og kvenna.

1. Guðlaug Kristjándóttir Sjúkraþjálfari, Formaður BHM

2. Einar Birkir Einarsson Kerfisfræðingur, framkvæmdarstjóri

3. Borghildur Sölvey Sturludóttir Arkitekt

4. Pétur Óskarsson Rekstrarhagfræðingur, frumkvöðull og framkvæmdarstjóri

5. Helga Björg Arnardóttir Klarinettuleikari og tónlistarkennari

6. Matthías Freyr Matthíasson Námsmaður og barnarverndarstarfs­maður

7. Hörður Svavarsson Leikskólastjóri og Formaður Íslenska Ættleiðingarfélagsins

8 . Lilja Margrét Olsen Héraðsdómslögfræðingur

9. Karólína Helga Símonardóttir Mannfræðingur, móðir og námsmaður

10. Hlini Melsteð Jóngeirsson Kerfistjóri og sjéní

Framboðslisti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði

Skömm að ekki sé hægt að tryggja öryggi á SólvangiFRÉTTIR „Ég lít á þetta sem algjöra skömm hjá ríkisvaldinu á kjörum eldri borgara,“ segir Jón Kr. Óskars-son, formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði, um þá staðreynd að ekki sé hægt að tryggja öryggi þjón-ustunnar og þar með heimilismanna á Sólvangi samkvæmt úttekt sem Embætti landlæknis gerði að ósk velferðarráðuneytisins á starfsemi Sólvangs.

Á undanförnum árum hafa stjórn-endur Sólvangs staðið frammi fyrir miklum niðurskurðarkröfum. Til að mæta þessum kröfum hefur m.a. starfsfólki verið sagt upp og vakta-fyrirkomulagi breytt. Í úttektinni kemur fram að 14,1% þeirra sem starfa við hjúkrun eða umönnun á Sólvangi séu faglærðir hjúkrunar-fræðingar. Til að tryggja megi öryggi þjónustunnar þarf hins vegar að lág-

marki 20% starfsfólksins að vera hjúkrunarfræðingar. Æskilegt sé hins vegar að 27,67% þeirra sem sinni hjúkrun og umönnun heimilisfólksins séu hjúkrunarfræðingar.

Þegar fjöldi faglærðra starfsmanna er skoðaður í heild sinni kemur í ljós að á Sólvangi er hlutfall þeirra 44%. Til að hægt sé að tryggja öryggi þjón-ustunnar á þetta hlutfall hins vegar að vera að minnsta kosti 57,13% en æskilegt er að það sé 77,87%.

Jón Kr. segist líta þessi mál á Sól-vangi mjög alvarlegum augum og segir aðstæðurnar óásættanlegar. „Fjölga þarf starfsfólki, og það strax en ekki bíða þar þar til ástandið verði enn verra. Þegar stjórnvöld sýna ekki meiri skilning á mönnun en raun ber vitni, kemur það niður á umönnun heimilisfólks á skammarlegan hátt.“

Hann segir sorglegt að svona sé

komið fyrir starfsemi Sólvangs. „Sólvangur hefur gegnum tíðina verið þekktur fyrir frábært starfsfólk og góða umönnun heimilisfólks. Við verðum að styðja við bakið á stjórn-endum Sólvangs til að svo megi aftur verða.“

Embætti landlæknis tekur í sama streng og Jón Kr. en í úttektinni sem embættið gerði fyrir velferðarráðu-neytið kemur fram að brýnt sé að að gera stjórnendum á Sólvangi kleift að fjölga fagfólki á heimilinu svo tryggja megi fullnægjandi hjúkrun og öryggi íbúanna.

Gaflari hefur ítrekað óskað eftir viðbrögðum heilbrigðisráðherra við úttektinni en þegar blaðið fór í prentun hafði svar enn ekki borist.

Deilan um BæjarbíóSest við samn-ingaborðið

FRÉTTIR Mennta- og menn-ingar mála ráð uneytið og Hafnar-fjarðar bær hafa fundað í þeirri von að hægt sé að ná samn ingum um áfram hald andi sam starf Kvik-mynda safns Ís lands og bæjar ins. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir stað festi þetta í sam tali við gafl-ari.is. Væntir hún þess að Kvik-mynda safnið verði áfram með sýningar hluta safns ins í hús næði Bæjar bíós. Endan leg niður staða ætti að liggja fyrir innan nokkurra vikna. Samn inga við ræð urn ar breyta því ekki að ætlunin er að semja við nýjan rekstrar aðila að Bæjar bíói í þeim til gangi að auðga líf og lit í húsinu. Rætt hefur verið við þá fjóra aðila sem sóttu um rekstur Bæjarbíós og mun menn-ingar- og ferða mála nefnd mun hitta aftur tvo þeirra þann 29. apríl næst komandi.

Áslandsskóli Hafnarfjarðar­meistariFRÉTTIR Úrslitakeppnin í Veistu svarið, spurningakeppni grunnskól-anna í Hafnarfirði, fór fram í Hamar-sal Flensborgarskólans föstudags-kvöldið 4. apríl. Lið Öldutúnsskóla og Áslandsskóla öttu kappi og fjöl-menntu nemendur skólanna í bænum til að styðja sína menn. Keppnin var æsispennandi í ár og réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu spurningu sem var þríþrautarspurning. Mátti heyra saumnál detta þegar Árni Stefán Guðjónsson, dómari og spurninga-höfundur, tilkynnti hversu mörg stig liðin fengu og fóru leikar þannig að lið Áslandsskóla hafði sigur af hólmi gegn sterku liði Öldutúnsskóla, 24-22.

Í liði Áslandsskóla eru Andri Freyr Viðarsson, Valur Elli Valsson, Aðal-steinn Guðmundsson og hefur Garðar Guðmundsson kennari verið þjálfari liðsins í vetur.

Guðni Þór Þórsson, Álfgrímur Gunnar Guðmundsson og Hrafn-hildur Emma Björnsdóttir skipa lið Öldutúnsskóla. Ágúst Bjarni Garðars-son þjálfaði lið Öldutúnsskóla.

Ljósmynd: Hörður Ásbjörnsson

Page 3: Gaflari 2. tbl. 2014

gaflari.is - 3

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

Libero bLeyjur 5 stærðirverð áður 1.698 kr./pk.

pampers bLeyjur 4 stærðirverð áður 1.598 kr./pk.

Libero wet wipesverð áður 398 kr.

HoLLe barnaoLíaverð áður 948 kr.

ávaxtastöng 25gverð áður 204 kr.

Dr. FisHer sjampó/batH&sHowerverð áður 465 kr./stk.

þjáLFunarpeLiverð áður 1.772 kr.

starter cupverð áður 1.542 kr.

víkingapeLi 150mLverð áður 1.774 kr.

398kr./stk.

frá 848kr./pk.

248kr.

1.298kr.

1.498kr.

1.498kr.

284kr.

frá 265kr./stk.

HoLLe speLt/Hirsi grauturverð áður 710 kr./stk.

speLtkexverð áður 617 kr.

Hipp pucH ýmis brögðverð áður 272 kr.

mam snuð verð áður frá 998 kr./pk.

nestLé minFrukt 3 gerðirverð áður 238 kr./stk.

710kr./stk.

1.548kr./pk.

298kr.

398kr.

1.498kr./pk.

Libero wet wipesverð áður 428 kr.

198kr./stk.

598kr./pk.

524kr.

798kr.

ávaxtamaukverð áður frá 312 kr./stk.

guLr./kart./nautakjötverð áður 334 kr.

173kr.

tilboð gilda til 12. apríl

Page 4: Gaflari 2. tbl. 2014

4 - gaflari.is

Við Arnar mæltum okkur mót á stútfullu og hávaðasömu kaffihúsi niður í bæ og það leið ekki á löngu þar til við gefumst upp á símalandi Norðmönnunum við hlið okkar og stökkvum yfir í hús Arnars sem er í næstu götu, ég á hælunum og hann á hjólabrettinu. Arnar var að koma úr ræktinni og það er fríkvöld framund-an hjá honum en þessa dagana er hann að leika í sýningu Borgarleikhússins, Furðulegt háttalag hunds um nótt. Arnar segist vera afskaplega lán-samur og fá mörg tækifæri á sviði leikhússins.

„Ég er búinn að vera rosalega hepp-inn. Ég var í sálfræði í HÍ og gekk bara vel, en datt í hug á síðustu stundu að

fara í prufur í Leiklistarskólanum. Ég fór með nokkra mónólóga sem ég rétt kíkti á og ég komst inn. Þetta voru bara einhverjir persónutöfrar sem ég notaði þarna, svipaðir þeim sem ég notaði hjá Guðnýju frönskukennara í Flensborg,“ segir Arnar og hlær. „Ég kunni ekki orð í frönsku. En ég kann að umgangast fólk og ég hef alltaf haft gaman af samskiptum fólks á jafnréttisgrundvelli. Ég er félagslega sterkur og nýt þess að ögra fólki.“

Hef sjaldan farið í prufur og ekki fengið hlutverk

Óhætt er að segja að lífið hafi leikið við Arnar í Leiklistarskólanum og hann

naut sín vel í hópi ungra og kraftmik-illa samnemenda sinna. „ Við vorum flottur bekkur og settum t.d. Íslands-met í nýskráningu í leikhúsin því sjö af tíu í hópnum fengu samning strax að námi loknu. Ég var þarna stútfullur af drífandi orku og naut þess að sýna mig. Það var líka strax tekið eftir mér því tenging skólans við leikhúsin er mjög sterk þannig ég gat valið hvert ég vildi fara strax eftir 2. sýningu í nemendaleikhúsinu. Ég valdi Borgar-leikhúsið af því að þar þekkti ég fólk, vinur minn Sigurður Þór Óskarsson er þar og mér fannst stefna Magnúsar Geirs Þórðarsonar mjög áhugaverð. Ég vildi bara fá að leika nógu andskoti mikið og ég er búinn að vera stöðugt

að síðan. Og ég hef verið heppinn. Ég fór t.d. í prufu fyrir stórmyndina Noah sem tekin var upp hér á landi og fékk hlutverk. Við Jóhannes Haukur leikari erum enn að þrasa um hvort við séum í myndinni eða ekki,“ segir Arnar hlæj-andi. „Það skiptir í raun engu máli, það var bara frábært að fá tækifæri til að vinna með þessu fólki. En ætli við séum ekki þarna einhvers staðar…“

En hvað skyldi hafa kveikt þennan mikla áhuga á leiklistinni? „Í mínum huga hefur leiklistin mikla fegurð, hún er síbreytileg og rannsakandi. Ég hef í raun kynnst sjálfum mér upp á nýtt. En það sem togaði í mig helst var athyglissýkin. Þú finnur það strax hvort þú nýtur þess að það sé tekið

Markmiðið aldrei að verða frægastur

GAFLARI VIKUNNAR

Arnar Dan Kristjánsson er ungur og efnilegur leikari hjá Borgarleikhúsinu. Hann útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ fyrir ári síðan og hefur fyrsta ár hans í leiklistinni verið ævintýri líkast. Framundan eru ótal spennandi verkefni, þ.á.m. að leika í tveimur nýjum íslenskum kvikmyndum sem tökur hefjast á nú um páskana.

Arnar Dan Kristjánsson leikari er gaflari vikunnar

Page 5: Gaflari 2. tbl. 2014

gaflari.is - 5

eftir þér. Og ég nýt þess, mér líður vel þannig og ég reyni að hugsa sem minnst um hvað öðrum finnst. Þetta er hættuleg orka, það er ekkert eðli­legt við hana. Manneskjan vill vera í hóp, í öryggi og nánum samskiptum. Fyrir mér er þetta er þetta eitthvað óskilgreint, eitthvað töfrandi, svona nokkurs konar áhættufíkn,“ og nú tekst Arnar á flug í lýsingum á þessum sterku tilfinningum sem hann upplifir í leikhúsinu. Hann ber þetta saman við skíðastökk, þessa tilfinningu að svífa og lenda vel. „ Þetta er ákveðið frelsi og jákvæð styrking. Og leiklistin gefur manni svo sannarlega tækifæri til að fá útrás fyrir ofvirknina,“ segir Arnar Dan og dæsir. „Ég fékk hvort tveggja í Flensborg, bæði jákvæða styrkingu og útrás. Ég og félagar mínir endurvöktum leikfélag skólans, skrifuðum leikrit og settum upp og fyrirmyndirnar voru Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson. Þetta var góður tími.“

Ætlaði að verða töffari

Var þetta draumurinn, að verða leik­ari? „Nei. Ég ætlaði aldrei að verða leikari. Ég ætlaði að verða töffari,“ segir Arnar grafalvarlegur og ég get ekki annað en hlegið. „ Ég held ég hafi ekki verið mikið eldri en 16 ára þegar ég ákvað að ég ætlaði að gera eins mikið úr þessum ca 80 árum sem eftir voru. Afi minn var alltaf að segja sögur af öðrum, hvað aðrir höfðu afrekað, aldrei hann sjálfur. Ég vil verða gam­all og geta litið til baka og hugsað, vá Arnar, rosalega nýttir þú þessi andartök vel.“

Arnar Dan er svo sannarlega að nýta andartök lífsins vel. Fyrsta leikárið í Borgarleikhúsinu er að baki og verk­efnin voru ekki af verri endanum. Arnar horfir til baka þakklátur og reynslunni ríkari, enda búinn að fá tækifæri til að spreyta sig á ögr­andi verkum með ólíkum leikstjór­um. „Ég lék í Jeppa á fjalli í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Það var

rosaleg reynsla að fá senu á móti Ingvar Sigurðssyni. Ég bókstaflega elska þennan mann. Hann er svo góður maður. Þetta var lærdómsríkt en ég var leitandi og villtur, gríðar­lega óöruggur enda stal Arnmundur vinur minn senunni. Þarna kynntist ég samkeppni og það tók mig tvo tíma að kyngja þessu. Ég var aldrei gramur, ég kann að samgleðjast. Svo kom Refurinn, á litla sviðinu en þar fann ég mig betur. Þegar kom svo að því að sýna Furðulegt háttalag hunds þá kem ég í vinnuna fullur sjálfstraust og er í raun skammaður fyrir að vera of duglegur. Maður verður víst að vera mátulega kærulaus í þessu starfi. En mikið hafði ég gaman af þessu leik­verki, falleg saga, flott leikgerð og það var mikil reynsla að vinna með Hilmari Jónssyni. Ég get haldið áfram að telja upp áhugaverð verkefni, því ég fór með Vesturport til Svíþjóðar og svo var það Noah. Burtséð frá gæðum myndarinnar þá var þetta mikil lífs­

reynsla. Umstangið í kringum þetta var stjarnfræðilegt. Þarna náði ég mér í eitt X í kladdann fyrir þessi 80 ár sem ég hef, ég meina hversu kúl er það að hafa talað við Anthony Hop­kins,“ spyr Arnar og nú leikur hann fyrir mig orðaskipti þeirra og ég get ekki annað en smitast af gleðinni.

Leiklistin er landamæra-laus

Arnar segir ýmislegt í deiglunni og tækifærin víða að finna. Hann gæti vel hugsað sér að fara til Eistlands og læra agaðan rússneskan leik eða til Ítalíu með kærustunni, Sigríði Soffíu Hafliðadóttur, hún til að læra óperu­söng, hann að læra trúðsleik. Í hans huga er leiklistin landamæralaus. „Við höfum mörg dæmi sem sanna að ís­lensk leiklist er ekki einangruð. Gísli Örn er orðinn listrænn ráðgjafi hér og þar um heiminn, Ólafur Darri, Ingvar Sig, Þorvaldur Davíð eru allir með um­boðsmenn og sinna verkefnum bæði

í Evrópu og í Bandaríkjunum. Ég er t.d. alveg heillaður af danskri kvik­myndagerð, það er svo mikið hjarta í dönskum bíómyndum og þeim tekst að búa til listaverk úr góðum sögum. En hvort það er draumurinn að leika í einhverri stórmynd, sprengjuhasar og látum, það stórefa ég. Markmið­ið er ekki að verða frægastur, þá er maður að byrja á öfugum enda. Það er svo villandi og innantómt að ætla sér að afreka eitthvað fyrir hina. Þá ertu aldrei hamingjusamur í núinu.“

Langar að skrifa bók, gera bíómynd, búa til plötu og setja upp leiksýningu!

Og það er margt sem þessum unga listamanni langar til að gera og honum er í lófa leikið að kljást við hin ólíku listform. Framundan er talsetning teiknimynda og nú um páskana hefj­ast tökur á tveimur nýjum íslenskum kvikmyndum. Í sumar langar Arnari að setja upp frumsaminn einleik. Arnar er hins vegar ánægður í Borgarleik­húsinu og markmiðið er að leika og þroskast sem leikari. Draumurinn er svo að setja upp sýningu í Hafnarfirði. „Hafnarfjörður hefur alla burði til að verða leikhúsbær líkt og Akureyri er til dæmis. Hér er rík leikhúshefð og þá væri gaman að segja hafnfirskar sögur sem draga bæjarbúa í leikhús. Unglingurinn er gott dæmi um slíkt verk, um unga stráka í Hafnarfirði. Frábær sýning í alla staði. Einhvern tímann langar mig að taka við Gaflara­leik hús inu.“

Arnari dreymir um margt og sköp­unargleðin virðist ekki eiga sér nein takmörk. Það er því margt á to­do­listanum hjá Arnari, því hann langar að skrifa bók, gera bíómynd, setja upp leiksýningu og taka upp plötu. Og þegar hér er komið við sögu grípur Arnar gítarinn og spilar fyrir mig frumsamin lög um kærustuna og ástina og lífið og það er alveg ljóst að tónlistarmaðurinn Arnar Dan er við það að springa út. Ég féll í það minnsta í stafi við einlægan flutning, falleg lög og kraftmikla rödd.

Maður má aldrei fara á þann stað að maður mæti bara með inniskóna sína

Arnar og Sigga Soffía eru búin að koma sér vel fyrir í miðbæ Reykjavík­ur, mitt í hringiðu menningar og lista. Þau sækja líka fast í menningarlífið, fara í leikhús, bíó og tónleika. Lífið og listin er þeirra og um leið og þau heita því að fara vel með hæfileikana og

hvort annað þá vita þau líka að það má ekki staðna. Það er eitt af því fáa sem Arnar hræðist í lífinu. Að hætta að finna þessa jákvæðu orku og löngun til að segja sögu. „Maður má aldrei fara á þann stað að maður mæti með inniskóna sína, fái sér kaffi og koma sér bara þægilega fyrir á sviðinu. Í mínum huga er ekkert fallegra en að sjá Kristbjörgu Kjeld mæta í leikhús­ið eins og hún sé að koma þangað í fyrsta sinn. Hún hefur enn þennan neista og er svo lifandi og tilbúin til að búa til eitthvað fallegt.“

Arnar óttast það einnig að missa ástvin. „Ég er auðvitað hræddur við að mæta lífinu í sinni grimmustu mynd, eins og þegar Ríkharður Karlsson, góður kunningi minn, lést á vofeif­legan hátt fyrr í vetur. Það var kaldur raunveruleikinn sem blasti við manni þá og mikið var það sárt. Margir áttu um sárt að binda, en þá var gott að finna kærleikann og samstöðuna í Hafnarfirði.“

En hvernig skyldi hann sjálfur kom­ast í gegnum lífið? Leiklistin er jú harður heimur og þær eru margar freistingarnar sem ber að varast. Og verður endalaust hægt að ganga að þessum orkubrunni vísum? Arnar viðurkennir að svo sé ekki og að hann hafi t.a.m. gengið í gegnum ákveðna erfiðleika þegar hann glímdi við þrálát meiðsl á hné og þurfti að forgangs­raða upp á nýtt. „Maður gerir þetta ekki fyrir klappið, en það er geðveikt gaman að fá klappið,“ segir Arnar. „Maður gefur sig allan í hverja sýn­ingu og þetta sogar til sín mikla orku. Ég reyni að fara vel með mig. Ég sæki mér orku upp í fjall, fer í Bláfjöll eða Skálafell og renni mér á snjóbretti. Þar leik ég mér endalaust og þar líður mér vel.“

Page 6: Gaflari 2. tbl. 2014

6 - gaflari.is

Tækifæri í heilsutengdri ferðaþjónustuLau. 12. apr. kl 10-12 í Sjálfstæðishúsinu að Norðurbakka 1. Steinunn Guðnadóttir kynnir tækifærin fyrir Hafnar�örð.Boðið upp á ka� og hollt og gott meðlæti. Allir velkomnir!

TILVERAN

Menntun: Leikskólakennari.

Starf: Aðstoðarleikskólastjóri á ung-barna leik skólan um Bjarma í Hafnar-firði.

Hvaða bók er á náttborðinu? Hope­less eftir Colleen Hoover.

Eftirlætis kvikmyndin? Shaw shank Redemption.

Playlistinn í ræktinni: Ég skal láta þig vita þegar ég byrja að fara mark visst í ræktina!

Fallegasti staðurinn í Hafnarfirði? Hellisgerði er náttúrulega einn flott-asti lysti garður á Íslandi!

Eftirlætis maturinn? Alvöru ham-borg ari, ekki spurning.

Eftirlætis húsverkið? Að mat reiða, klár lega.

Ertu í einhverskonar félagi eða fé-lagsskap? Ég er í Höfðingja sultun um og ís klúbbnum Kidda.

Helstu áhugamál? Mér finnst ó trú-lega gaman að veiða og ætla að gera stóra hluti á því sviði í sumar.

Hvað gefur lífinu gildi? Að vera með allri fjöl skyld unni í fríi, það er lífið.

Hvað var það sem heillaði þig við Gunnar Axel? Mér fannst hann bara svo klár og það heillaði mig.

Hvernig kynntust þið? Við kynnt-umst í Kaup manna höfn árið 2006 en hann var þar í ferð með vinn unni sinni

og ég sömu leiðis. Það má því eigin lega segja að það hafi verið vinnan sem leiddi okkur saman, alla vega svona á ská.

Helstu kostir Gunnars Axels? Mál-efna legur, heiðar legur og kær leiks-ríkur töffari.

Helsti galli Gunnars Axels? Hann er vinnu þjarkur og eins og það getur verið mikill kostur þá ætlar hann stund um að gera allt í einu.

Deilið þið sömu stjórnmálaskoðun-um? Já yfirleitt.

Hvernig hljómar síðasta sms-ið sem þú fékkst frá Gunnari Axel? Er eitthvað sérstakt sem ég á að kaupa í frí höfninni?

KÍKT Í KAFFI Að þessu sinni kíkir Gaflarinn í kaffi til Katrínar Nicolu Sverris dóttur, eigin konu Gunnars Axels Axelssonar sem er odd viti Sam-fylkingar innar í komandi bæjar stjórnar kosningum.

Er eitthvað sérstakt sem ég að að kaupa í Frí höfninni?

Hollráð SteinarsGARÐURINN Enn heldur áfram að vora og margir Hafn firðing ar eru komnir í garð verkin. Mikil-vægt er að byrja á því að týna allt rusl úr garðinum, dusta rykið af garð verk fær unum og klippa og snyrta tré og runna. Steinar Björg vins son, fram kvæmda-stjóri Skóg ræktar félags Hafnar-fjarð ar, gefur les end um Gaflar-ans góð ráð fyrir garð verkin.

Lofta grasflöt: Núna þegar snjór og klaki er horf inn úr garð inum er upp lagt að raka yfir gras flötina. Þannig losum við upp mos ann. Einnig er gott að stinga niður með gaffli hér og þar til að fá súr efni niður í jarð veg inn og dreifa sandi yfir gras flötina. Sandur dregur úr vexti mosa og honum fylgja nauð syn leg stein-efni. Við dreif um auð vit að bara þunnu lagi yfir þannig að það sjáist í sinu topp ana.

Sáning: Nú er rétti tíminn til að sá ýms um teg und um græn-metis og krydd jurta sem þurfa for rækt un eins og ert ur, kál, blað lauk, rós marín og basil. Við sáum í hólf aða bakka eða potta. Fræ inu er sáð í raka sáð mold og við hyljum fræið vel. Moldin má aldrei þorna meðan á spírun stendur.

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Framkvæmdastjóri: Jökull Másson • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir & Kári Freyr Þórðarson ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Vilhjálmur Valgeirsson & Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 • Ljósmyndarar: Júlíus Andri Þórðarson & Vilhjálmur Valgeirsson • Upplag: 10.500 eintök • Auglýsingar: Júlíus Andri Þórðarson, Tryggvi Rafnsson & Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Page 7: Gaflari 2. tbl. 2014

gaflari.is - 7

HANDBOLTI Handboltalandslið karla kom saman um síðustu helgi og keppti tvo æfingaleiki gegn Aust-urríkismönnum. Þjálfari Austurríkis-manna er Patrekur Jóhannesson sem einnig er þjálfari Hauka og því var vel við hæfi að fyrri leikurinn færi fram í Schenkerhöllinni, heimavelli Hauka.

Í landsliðshópi Íslands að þessu sinni voru sjö Hafnfirðingar. Fjórir þeirra uppaldir hjá Haukunum þeir Aron Rafn Eðvaldsson, Ágeir Örn Hallgrímsson, Stefán Rafn Sigur-mannson og Vignir Savarsson og þrír hjá FH þeir Aron Pálmarsson, Ólaf-ur Andrés Guðmundsson og Ólafur Gústafsson. Þrátt fyrir að hafa oft eldað grátt silfur saman í „baráttunni um Hafnarfjörð“ þá eru þeir samherj-ar fyrir Íslands hönd.

Fyrri leikurinn var nokkuð merkileg-ur fyrir þær sakir að bæði Vignir og Ásgeir Örn fengu viðurkenningu fyrir að hafa leikið 200 leiki með íslenska landsliðinu. Leikurinn verður hins vegar seint talinn með betri leikjum íslenska landsliðsins en sigur hafðist og Aron Kristjánsson náði að láta liðið rúlla ágætlega.

Í seinni leiknum sem fór fram í Ólafs-vík bauð liðið upp á sinn slakasta leik lengi og töpuðu gegn vel peppuðum Austurríkismönnum. Það jákvæða er þó að flestir í hópnum fengu að spila talsvert.

Hafnfirðingarnir sjö snúa nú til sinna félagsliða eftir að hafa hlaðið geym-inn í mekka handboltans á Íslandi.

Gaflari tók hús á þremur þessara óskabarna Hafnarfjarðar.

Nafn: Ásgeir Örn HallgrímssonAldur: 30 áraFélagslið: PSG á leið til Nimmes í Frakklandi

Landsleikir: 200Mörk með landsliði: 323Uppáhalds staður í Hafnarfirði? Mér hefur alltaf liðið best í Norðurbænum.Furðulegasti leikmaður lands-liðsins? Kári Kristján á þetta skuld-laust.Hvers saknar þú mest úr Hafnar-firði? HaukannaBesta félagslið í heimi? BarcelonaBesti hafnfirski handboltamaður allra tíma? Kristján Ara

Nánar má lesa á gaflari.is

ÍÞRÓTTIR

Fimmtudagur ÍH Skínandi 19:00 Lengjubikar karla í knattspyrnu á Samsung-vellinum. Haukar Akureyri 19:30 Olísdeild karla í handbolta í Schenkerhöllin FH HK 19:30 Olísdeild karla í handbolta í KaplakrikaFöstudagur FH Þór 18:00 Lengjubikar karla í knattspyrnu í Boganum Akureyri ÍH KR 19:30 1. deild karla í handbolta í Strandgata Haukar Valur 19:30 Úrslitakeppni Olísdeildar kvk. í handbolta í VodafonehöllinniLaugardagur FH Afturelding 13:00 Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á N1-vellinum Varmá Haukar Grindavík 13:30 Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á Schenker vellinum Haukar ÍBV 15:30 Lengjubikar karla í knattspyrnu á Schenkervellinum FH ÍBV 15:00 Úrslitakeppni Olísdeildar kvk. í handbolta í Vestmannaeyjum

Íþróttaviðburðir helgarinnar 11.–13. apríl

Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

Nafn: Ólafur Andrés Guð-mundssonAldur: 23 áraFélagslið: IFK Kristianstad í

Svíþjóð.Landsleikir: 53Mörk með landsliði: 48Uppáhalds staður í Hafnarfirði? Kaplakriki, mér líður alltaf vel þar.Besti samherji í íslenska lands-liðinu? Augljóslega Ólafur Stefáns-son en í núverandi hóp verð ég að segja Alexander Petterson. Ótrúlega fjölhæfur leikmaður sem er góður á báðum helmingum vallarsins.Furðulegasti leikmaður lands-liðsins? Kári Kristján, vegna þess að hann er Eyjamaður og þeir eru alltaf einkennilegir.Besta félagslið í heimi? Lið eins og Kiel, Barcelona og PSG eru öll mjög sterk en ég segi Kiel.Hvers saknar þú helstu úr Hafnar-firði? Fyrir utan fjölskyldunnar þá sakna ég þess að geta ekki farið í jafn góðar sundlaugar og við eigum í Hafnarfirðinum.Besti hafnfirski leikmaður allra tíma? Kristján Arason og Bergsveinn Bergsveinsson.

Nafn: Ólafur GústafssonAldur: 24 áraFélagslið: Ála-borg í DanmörkuLandsleikir: 21

Mörk með landsliði: 43Uppáhalds staður í Hafnarfirði? Það myndi vera Smyrlahraunið, líður hvergi betur.Besti samherji í landsliðinu? Það er Lexvélin, hann er einfaldlega engum líkur.Einkennilegasti leikmaður lands-liðsins? Björgvin Gústavsson. Hver heitir eiginlega Gústav með v-i?Hvernig er hægt að bæta Hafnar-fjörð? Ég sakna körfuboltavallarins sem var hjá gamla Lækjarskóla. Ég væri til í hann aftur enda mikill street-baller.Besti hafnfirski handboltamaður allra tíma? King Kristján Arason

Hafnfirska landsliðið

Page 8: Gaflari 2. tbl. 2014

Pétur Sigur­gunnars sonPétur Sigurgunnarsson er mörgum Hafnfirðingum vel kunnugur. Pétur sem oftast er kenndur við fyrirtæki sitt Marko-Merki stóð um síðustu helgi fyrir merkjasölu í bænum til styrktar Klettaskóla í Reykjavík og rennur ágóði sölunnar til tölvukaupa fyrir skólann. Pétur hefur í gegnum tíðina oft látið málefni þeirra sem minna mega sín sig varða og margir hafa fengið að njóta góðvildar hans.

„Pétur er duglegur, drífandi og þolir ekk-ert hangs. Ef eitthvað vantar er bara brunað

af stað og náð í það, það verður allt að vera tipp topp. Hann er hreinskilinn og liggur ekki á skoðunum sínum, og kem-ur til dyranna eins og hann er klæddur. Pétur má ekkert aumt sjá, er hjálpsamur og hugsar vel um náungann. Og svo er hann duglegur að segja mér, börnum og barnabörnum hversu hreykinn hann er af okkur.“

Hjördís Guðjónsdóttir, eiginkona

„Pétur vinur minn er með stórt hjarta. Hann er alltaf reiðubúinn að leggja sitt af mörkum

við að aðstoða og ýta af stað fjáröflun þar sem þörfin er mikil. Ég hef þekkt Pétur og fjölskyldu hans í mörg ár og þau eru gott fólk heim að sækja. Hann er hugmyndaríkur og kappsamur. Hann er ekki allra en við sem eigum hann að erum glöð með okkar mann.“

Örn Geirsson, vinur Péturs

STENDUR UPP ÚR

Axel Guðmundsson, skóla stjóri Vinnu skólans„Ég bara get ekki beðið eftir helginni. Á laugar-

daginn er árgangamót FH þar sem ‘89 árgangurinn mun að sjálfsögðu bera sigur úr býtum. Á laugardags-kvöldið er Herrakvöld FH í Krikanum

sem vonandi verður jafn glæsilegt og skemmtilegt og alltaf. Sunnudagur-inn mun líklega einkennast af enska boltanum, lærdómi og svo ætla ég að vona að amma bjóði mér í kjúkling um kvöldið. Þannig að helgin mín verður bara nokkuð góð og vonandi verður þín það líka. Góða helgi.“

Hulda Helgadóttir, ritari„Á föstudag eftir vinnu er ég komin í páskafrí

sem er dásamlegt. Ég ætla að byrja helgina í fertugsafmæli hjá litla bróð-ur, honum Rögga. Á laugardaginn er þriðja Landsbanka-

mót Sörla og þarf ég að fylgjast með því þar sem elsti minn er að fara að keppa og e.t.v. bóndinn líka. Á laugar-dagskvöldið á ég von á að það verði bara slakað á.Á sunnudaginn brunum við svo austur fyrir fjall í fermingarveislu á Selfossi.“

HELGIN MÍN

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956

hluti af Bygma

VOr íhafnarfirði

hÚsAsmiðJAn Og

BlómAVAl hAfnArfirði

10.995 kr.

háþrýstidæla C105

14.995 kr

Háþrýstidæla C105.6-5105bar,5m slanga.5254249

32.900 kr.

Author Vectra

reiðhjól 26” 18 gírar Shimano Revoshift.3899998

frábærhjól fyrir alla fjölskylduna

6 gírar Shimano Revoshift.3899947

gasgrill Weber

Q120 svart ferðagrill

39.890 kr.

Weber Q120Brennari: 2,64 kW. Grillflötur: 42x32 cm3000244

33.900 kr.

Author energy

reiðhjól 20”

399 kr

Páskaliljurtet a tet

479 kr

799 kr.

Páskagreinar

899 kr

9.995 kr.

hleðsluborvél

13.995 kr

Rafhlöðuborvél Black&Decker EPC12CAB2 rafhlöður 5245999

Hekkklippur5084715

1.499 kr

hekkklippur

Frábært verð