gaflari 21. tbl. 2014

12
„Ég brenn fyrir þennan málaflokk“ Alda Hrönn Jóhannsdóttir, nýskipaður aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er gaflari vikunnar Skiptar skoðanir um nýjan skóla í Hafnarfirði 2 Hálf milljón fyrir nefndarsetur 2 11 Úr bankanum í listina Kíkt í kaffi: Vil búa til stemningu fyrir augu, nef og eyru 10 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is fimmtudagur 27. nóvember 2014 21. tbl. 1. árg. Motus hefur opnað þjónustuskrifstofu á 5. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði, Hafnarfirði. Jólatónleikar. Nánar auglýst síðar. KK og Ellen. Jólatónleikar. Eiríkur Fjalar tekur á móti Frostgestum. Laddi. Allt það besta Einar Mikael og töfrahetjurnar. Pollapönk. Fjölskyldutónleikar. Páll Rósinkrans og Margrét Eir. Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar. Miðasala: midi.is MLH í síma 860-0631 DAGSKRÁ NÓV-DES 14.DES Kl.16:00 14.DES Kl.16:00 12.DES Kl.21:00 12.DES Kl.21:00 07.DES Kl.16:00 07.DES Kl.16:00 06.DES Kl.16:00 06.DES Kl.16:00 29.NÓV Kl.21:00 29.NÓV Kl.21:00 28.NÓV Kl.22:00 28.NÓV Kl.22:00 20.DES Kl.17 OG 21 Kl.17 OG 21 23.DES 23.DES 20.DES UPPSELT

Upload: gaflariis

Post on 06-Apr-2016

260 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Gaflari 21. tbl. sem kom út 27. nóvember 2014

TRANSCRIPT

„Ég brenn fyrir þennan málaflokk“Alda Hrönn Jóhannsdóttir, nýskipaður aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er gaflari vikunnar

Skiptar skoðanir um nýjan skóla í Hafnarfirði2

Hálf milljón fyrir nefndarsetur2

11 Úr bankanum í listina

Kíkt í kaffi: Vil búa til stemningu fyrir augu, nef og eyru10

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is fimmtudagur 27. nóvember 2014 21. tbl. 1. árg.

Motus hefur opnað þjónustuskrifstofu á 5. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði, Hafnarfirði.

Jólatónleikar.Nánar auglýst síðar.

KK og Ellen.Jólatónleikar.

Eiríkur Fjalar tekur á móti Frostgestum.

Laddi.Allt það besta

Einar Mikael ogtöfrahetjurnar.

Pollapönk.Fjölskyldutónleikar.

Páll Rósinkrans ogMargrét Eir.

Jónas Sigurðsson ogRitvélar Framtíðarinnar.

Miðasala: midi.is

MLH í síma 860-0631

DAGSKRÁ NÓV-DES

14.DES Kl.16:0014.DES Kl.16:00

12.DES Kl.21:0012.DES Kl.21:00

07.DES Kl.16:00 07.DES Kl.16:00

06.DES Kl.16:00 06.DES Kl.16:00

29.NÓV Kl.21:00 29.NÓV Kl.21:00

28.NÓV Kl.22:00 28.NÓV Kl.22:00

20.DES Kl.17OG 21Kl.17OG 21

23.DES23.DES

20.DESUPPSELT

2 - gaflari.is

Verið að undir-búa flutning úr FirðinumFRÉTTIR Bæjarstjórn Hafnar-fjarðar óskaði í október síðast-liðnum eftir nánari upplýsingum um áform Innanríkisráðuneytisins um að fækka sýslumannsemb-ættum á landinu og hvort og þá hvernig það muni snerta emb-ættið í Hafnarfirði. Fátt hefur ver-ið um svör frá ráðuneytinu og svo virðist sem enn sé ekki búið að ákveða hvar hin nýja starfsstöð sameinaðs embættis Sýslumanns á höfuðborgarsvæðisins verður staðsett. Þórólfur Halldórsson, nýskipaður Sýslumaður, staðfest-ir þetta í samtali við Gaflarann.

„Nei, það er ekki ákveðið. Ég hef átt fund hjá SSH með framkvæmdastjórum stjórn-sýslusviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og kynnt þeim að ég gangi út frá því að færa starfsemi hins nýja emb-ættis undir eitt þak miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þar er til viðmiðunar svæðisskipulag höf-uðborgarsvæðisins sem sveitar-félögin eru með á teikniborðinu, hvernig helstu umferðaræðar eru skipulagðar, almenningssam-göngur og fleira.“

Þórólfur ítrekar það að fyr-irhugað sé að öll starfsemi nýs embættis verði í hinni nýju starfs-stöð og að og núverandi starfs-stöðvar í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík verða starfræktar áfram þangað til flutt verður á nýjan stað. Samkvæmt heimild-um Gaflarans er starfsfólk sýslu-mannsembættisins í Hafnarfirði byrjað að undirbúa flutninga en á heimasíðu ráðuneytisins kemur fram að ný umdæmaskipan eigi að taka gildi um næstu áramót. Þórólfur vill ekki segja til um hvenær staðsetning hins nýja embættis liggi fyrir. „Nú er ver-ið að leggja lokahönd á skipulag hins nýja embættis. Ekki verður unnt að hrinda nýju skipulagi að fullu í framkvæmd fyrr en á nýrri starfsstöð. Hvernig starf-seminni verður háttað þangað til verður kynnt fljótlega, en ekki er á þessari stundu hægt að tíma-setja það nákvæmlega.“

Gert er ráð fyrir um eitt hund-rað stöðugildum á nýju starfs-stöðinni.

Rúmlega 40 húsmæður styrktar til utanlandsferðar

Hálf milljón fyrir nefndasetur

FRÉTTIR Rúmlega 40 hafnfirskar húsmæður fóru á vegum Orlofs-nefndar Hafnarfjarðar til Prag í byrjun nóvember. Hver kona fékk styrk að upphæð 50.000 kr til fararinnar. Til að standa straum af kostnaði við orlof húsmæðra greiðir Hafnarfjörður árlega 100 kr fyrir hvern íbúa bæjarins sam-kvæmt lögum eða um 2,5 milljónir.

Lög um orlof húsmæðra á sér langa sögu eða frá þeim tíma þegar konur sinntu fyrst og fremst

barnauppeldi og heimilisstöfum í stað launaðrar vinnu. Í lögunum segir að sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf eigi rétt á að sækja um orlof. Þegar val-ið eru úr umsóknum á svo að taka tillit til fjölda barna, aldurs þeirra og félagslegara aðstæðna.

Mörgum finnst að niðurgreidd-ar ferðir eingöngu fyrir konur séu tímaskekkja enda öldin önn-ur en þegar lögin tóku fyrst gildi

árið 1960. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp sem felur í sér afnám húsmæðraorlofs verði það sam-þykkt. „Við munum að sjálfsögðu lúta vilja Alþingis í þessu máli enda þarf ríkisstjórnin kannski að gera annað við peningana en að senda gamlar konur til útlanda eins og tíðin er núna. En það verður mikil eftirsjá af ferðunum,“ segir Svan-hildur.

Sjá nánar á gaflari.is

FRÉTTIR Á vegum bæjarins bæjarins eru reknar fjölmargar nefndir og ráð sem í sitja kosnir bæjarfulltrúar ásamt öðrum full-trúum flokkanna. Auk þess sitja fulltrúarnir í stjórnum fyrirtækja sem Hafnarfjörður á aðild að. Þá á bærinn fulltrúa í Fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuð-borgarsvæðinu (FSSH), Almanna-varnarnefnd höfuðborgarsvæðis-ins og NG eignum ehf. Fyrir þessi störf fá nefndarmenn greitt.

Allir sitja oddvitarnir í bæjar-stjórn og fá greitt fyrir það 175.685 kr á mánuði að undanskildum forseta bæjarstjórnar sem fær 263.527 kr á mánuði. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti FB er for-seti. Fyrir setu í bæjarráði er greitt 95.828 krónur á mánuði. Þar eiga sæti Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti VG og

Guðlaug Kristjánsdóttir. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálf-stæðisflokksins er formaður bæj-arráðs og fær fyrir það 143.742 kr á mánuði. Fyrir setu í sviðsráðum á vegum bæjarins er greitt 79.858 kr á mánuði. Formenn fá hins vegar 119.785 kr. Rósa er formaður fræðsluráðs og Guðlaug formað-ur fjölskylduráðs. Guðrún Ágústa situr svo í fjölskylduráði.

Guðlaug situr í flestum ráðum og nefndum eða sex. Samkvæmt útreikningum Gaflarans fær hún tæpar 480.000 krónur á mánuði fyrir að vera forseti bæjarstjórn-ar, sitja í bæjarráði og sinna for-mennsku í fjölskylduráði en þar fyrir utan á hún sæti í Almanna-varnarnefnd höfuðborgarsvæðis-ins, FSSH og Samvinnunefnd um svæðisskiptingu á höfuðborgar-svæðinu. Þessu störfum sinnir hún meðfram því að vera formaður

BHM. Aðrir oddvitar sitja í fjór-um nefndum og ráðum. Rósa fær tæpar 440.000 kr á mánuði fyrir að sitja í bæjarstjórn og gegna for-mennsku í bæjarráði og fræðslu-ráði, auk þess á hún sæti í stjórn Sorpu sem hún fær aukalega greitt fyrir. Rósa er sjálfstætt starfandi meðfram þeim störfum sem hún gegnir fyrir bæinn.

Guðrún Ágústa fær greitt rúmar 350.000 kr fyrir að sitja í bæjar-stjórn, bæjarráði og fjölskylduráði, þar fyrir utan situr hún í FSSH. Guðrún Ágústa ætlar að segja sig úr fjölskylduráði þar sem hún segir þetta ofmikla vinnu með fullu starfi hjá Strætó. Gunnar Axel Axelsson fær rúmar 270.000 krónur á mánuði greiddar fyrir að sitja í bæjarráði og bæjarstjórn, þar fyrir utan er hann í stjórn NG eigna ehf og FSSH. Þess-um störfum sinnir hann meðfram fullu starfi hjá Hagstofunni.

Oddvitar flokkanna sitja í fjórum til sex ráðum og nefndum á vegum bæjarins. Flestir þeirra eru í fullri dagvinnu með þessum störfum. Fulltrúi Bjartrar framtíðar situr í flestum nefndunum.

Rósa Guðbjartsdóttir Guðlaug Kristjánsdóttir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir

Gunnar Axel Axelsson

gaflari.is - 3

4 - gaflari.is

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Í dag halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð. Það er nú dá-lítið skondið að ég sem er alls ekki svo Ameríkusinnuð skuli gera þakkargjörðarhátíð þeirra í Vestur-hreppum að umtalsefni, ég sem hvorki elda kalkún né fer til Ameríku til að kaupa jólagjafir, samt hafa jólin alltaf komið hjá mér og verið mér og mínum

gleðileg. En það er nú svo að á þessum árstíma sem nú gengur í garð gefum við okk-ur oft meiri tíma til að vera með okkar nánustu og við höldum í hefðir, já við erum nú vön að gera þetta svona… og hvernig gerðum við þetta síðast? eru setningar sem hljóma e.t.v. á mörgum heimilum.

Á sunnudaginn er fyrsti í aðventu og það þýðir að það eru sirka fjórar vikur til jóla. Jólin sem megnið af haustinu snýst um að undirbúa. Eftir því sem ég eldist hefur undirbúningurinn minnkað og þetta verður allt einhvern veginn áreynslulausara. Einu sinni hélt ég að jólin kæmu ekki nema það væri búið að fægja silfrið, baka þrettán sortir af smákökum sem nóta bene voru settar í box og lokið límt niður svo heimilisfólkið væri ekki búið að klára þær fyrir jól, jólaklipping, jólaskór og jólaföt voru líka eitthvað sem þurfti að vera búið að græja og svona mætti áfram telja. Það sem árin og reynslan hafa hins vegar kennt mér er að jólin koma alltaf á sama tíma á ári, hvort sem ég hef bakað eða ekki, þrifið hátt og lágt eða ekki.

Ég er ekki búin að skreyta húsið, ekki búin að ákveða litinn á aðventukertunum og ekki búin að fara á neitt námskeið til læra að búa til eitthvert jólagóðgæti. Ég gerði samt tilraun til að kaupa kerti með jólailmi í Ikea um daginn. Sú tilraun var árangurslaus þar sem kertin virtust uppseld. Sonur minn á þrettánda ári var með í för og lýsti ég undrun minni yfir kertaleysinu við hann. Hann var svo sem með svarið á reiðum höndum „mamma, þú misstir af þessu, jólin byrjuðu í Ikea í október.“

En það er eitt sem er víst að verður gert á mínu heimili og það er að baka þriggja laga lagköku með súkkulaðikremi á milli eftir gamalli fjölskylduuppskrift. Einstök kaka sem kannski verður búin fyrir jól eða ekki. Þessa köku bökum við mæðgurnar saman ásamt börnum og öðrum fylgihlutum og allir hafa sitt hlutverk, ekki síst amma sem er á tíræðisaldri, hún segir sögurnar. Ég ætla bara að vona að hún fái ekki glóðurauga núna eins og í fyrra þegar hún datt um leikföng barnanna.

En hvernig sem þið farið að, njótið aðventunnar – hver með sínu lagi, það ætla ég svo sannarlega að gera með þakklæti í huga.

Helga Kristín Gilsdottir

Skyldi amma fá glóðurauga?Leiðari ritstjórnar Gaflarans

Í SPILARANUM

Hvað er í spilaranum hjá Hirti Hinrikssyni?Magnús Sigmundsson hand-

boltaþjálfari með meiru skoraði í síðasta blaði á Hjört Hinriksson, félaga sinn úr boltanum. Hjörtur er starfsmaður Arion Banka, á upplýsinga- og

tæknisviði, en hann þjálfar einnig yngri flokka í handbolta hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarð-ar. Hinrik er alæta á tónlist. „Það sem myndi kallast klassík hjá mér og heyrist mjög reglulega í eru til að mynda Led Zeppelin,

gusgus, Incubus og Suede. Ég skora svo á StYkkið, aka. Gussi Klussi, aka.

Gaui Kálfi, Guðjón Óskar Guð-mundsson fyrir næsta blað.“

Auglýsingasími 691 7030

[email protected]

gaflari.is

Skiptar skoðanir um nýjan skóla í HafnarfirðiFRÉTTIR Kynningu á hugmynd um nýj-an einkarekinn grunnskóla fyrir nem-endur á unglingastigi í Hafnarfirði er nú lokið í Fræðsluráði. Það er skólafélagið Framsýn ehf sem hyggst stofna nýjan grunnskóla á Völlunum, en séreinkenni skólans verða íþróttir og hreyfing, heil-brigður lífsstíll og mataræði og nýting tölvutækninnar til náms. Fræðslusvið bæjarins stefnir að því að kanna áhuga meðal nemenda og foreldra í bæjarfé-laginu áður en lengra er haldið. Stefnt er að því að skólinn, ef leyfi fást til þ.á.m hjá Mennta- og menningarmálaráðu-neytinu, hefji störf í ágúst á næsta ári.

Skiptar skoðanir eru um nýjan skóla í fræðsluráði Hafnarfjarðar. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir er fulltrúi VG í fræðsluráði og segir hún að í grunninn lítist henni ekki vel á hugmyndina um nýjan einkaskóla í bænum og að alltof mörgum spurningum sé ósvarað. „Mér líst ekki vel á þessa hugmynd,“ segir Elva Dögg. „Að mínu mati eiga sveitarfélög að reka skóla fyrir alla og best væri að það yrði gert þannig að fjölbreytni rúmist innan grunskólanna. Mér skilst að stefnt sé að því að skólinn verði með áherslu á upplýsingatækni, heilsu

og hreyfingu og að öllum nemendum verði gert að stunda hreyfingu hvern dag. Er hér verið að stefna að sérstök-um íþróttaskóla? Ef svo er, þá velti ég því fyrir mér hvort ekki sé gert ráð fyrir að allir nemendur á unglingastigi eigi þess kost á að sækja skólann? Verða þá mögulega sett skilyrði fyrir inntöku í skólann, að unglingarnir stundi íþróttir og þá kannski að þeir séu afreksmenn á því sviði?“ Elva Dögg bendir einnig á að undirbúningur sé skammt á veg kominn því erfitt sé að átta sig á hvernig Fram-sýn ehf sjái þetta fyrir sér. „Of mörgum spurningum er einfaldlega ósvarað.“

Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokkisins og formaður

fræðsluráðs er á öðru máli. „Ég styð fjölbreytni í skólastarfi og að nem-endur og forráðamenn þeirra hafi sem mest val í þeim efnum. Þetta gæti líka verið áhugaverður kostur fyrir kennara. Við eigum eftir að taka erindið til nánari umræðu og óska eftir frekari gögnum og upplýsingum um fyrirhug-aða starfsemi. Nýr skóli af þessu tagi þarf einnig að fara í gegnum nálarauga menntamálaráðuneytisins áður en til starfsleyfis kæmi.“

Skólafélagið Framsýn stendur fyrir ráðstefnu í Flensborgarskólanum í kvöld kl. 20:00 um skólamál og kynnir í leiðinni áform sín um stofnun nýs skóla í Hafnarfirði.

Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir Rósa Guðbjartsdóttir

gaflari.is - 5Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is

Við sjáum um örugga dreifingu á ölpósti

Við náum til öldans

Brande

nbu

rg Póstdreifing dreifir �ölpósti sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.

Mælingar sýna að 60% landsmanna skoða �ölpóst og er hann því áhrifarík leið til að koma

skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Örugglega til þín.

Nánari upplýsingar veitir söludeild í síma 585 8300.

6 - gaflari.is

Þá varð ekki aftur snúið og enn í dag brenn ég fyrir þennan málaflokkÞann 1. október síðastliðinn tók Alda Hrönn Jóhannsdóttir við embætti aðstoðarlögreglustjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Alda sem er borinn og barnfæddur gaflari settist niður með Helgu Kristínu Gilsdóttur og sagði henni upp og ofan af þessu nýja starfi sínu.

Alda er yfirveguð í fasi þegar við hittu-mst og með henni í för er elsta dóttir hennar sem hún sótti á dansæfingu um leið og hún hitti mig í kvöldkaffi. Dóttirin lætur masið í okkur ekki trufla sig og heldur sig við samfélagsmiðl-ana í símanum sínum eins og sönnum íslenskum unglingi sæmir, á meðan við sem eldri erum ræðum landsins gagn og nauðsynjar.

Þegar við Alda hittumst er leka-málið svokallaða í hámæli og án þess að vera nokkuð pólitísk þá hefur Alda skoðun á þessu máli, kannski eins og flestir Íslendingar. „Mér finnst þetta mál bara löngu komið út í vitleysu og jafnvel svo mikla vitleysu að fólk er búið að gleyma um hvað það snerist í upphafi. En það er ljóst að yfirmað-ur getur ekki borið ábyrgð á annarri manneskju og lögbroti hennar.“

Hefðbundin lögfræðistörfáttu ekki við migAlda er fædd og uppalin í Hafnarfirði,

í norðurbænum nánar tiltekið. Hún er næstyngst fjögurra systkina en bara sjö mínútum eldri en tvíburasystir hennar. Alda gekk í Víðistaðaskóla, Flensborg og svo lá leiðin í lögfræði í Háskóla Íslands. Tvö sumur vann Alda í lögreglunni í Hafnarfirði en á þriðja ári í lögfræðinni varð vendipunktur þegar Alda sat í námskeiði sem kallast Refsi-réttur „já, þá má segja að ekki hafi ver-ið aftur snúið og enn í dag brenn ég fyrir þennan málaflokk.“

Eftir útskrift úr lagadeildinni 2001 hóf Alda störf hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði og starfaði þar sleitu-laust til ársins 2007 þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var sameinuð. Starfaði hún hjá sameinuðu embætti til september sama ár en þá lá leiðin á Suðurnesin þar sem hún varð árið 2009 yfirlögfræðingur hjá lögreglu-stjóranum þar. Hún tók sér ársleyfi frá störfum þar árið 2010 „mér bauðst starf í Seðlabankanum við hefðbundin lögfræðistörf og langaði að prófa. Ég

var nokkuð fljót að finna að það átti ekki sérstaklega vel við mig og var því gott þegar mér var stuttu seinna boð-in staða saksóknara efnahagsbrota sem ég þáði.“ Alda sneri þó að loknu ársleyfinu aftur til starfa á Suðurnesj-unum þar sem störf hennar og sam-starfsfólks hennar undanfarin misseri hafa vakið verðskuldaða athygli. Alda hefur allt frá árinu 2009 starfað við hlið Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæð-inu, en hún var áður lögreglustjóri í Suðurnesjum. „Sigríður Björk er besti yfirmaður sem ég hef haft og við náum mjög vel saman. Hún veitir starfsmönnum sínum mikið rými og traust og vinnur í anda þjónandi for-ystu, fyrst og fremst fyrir skattborg-ana og þjóðina og það er í forgrunni í öllum hennar störfum.“

Aukið samstarf lögregluog félagsþjónustu nauðsynlegtEn forsaga þess að markvissri vinnu í

garð heimilisofbeldis var hrint í fram-kvæmd á Suðurnesjum er sú að árið 2011 tóku gildi ný lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili. „Í framhaldi af því var sett á laggirnar svokölluð „Suðurnesjavakt“ af Velferðarráðu-neytinu. Þá var lögreglan með til skoðunar hvers vegna svo fá mál tengd heimilisofbeldi kæmust til dómstóla á Suðurnesjum. Öll þessi vinna hófst í kjölfar tveggja sýknudóma á málum sem okkur í lögreglunni þótti sann-að að hefðu gerst en við náðum ekki milliliðalausri sönnun, þ.e. við fengum ætlaða þolendur í málunum ekki til að bera vitni fyrir dómstólum.“

Og það verður einmitt eitt af ver-kefnum Öldu hjá Lögreglunni á höf-uðborgarsvæðinu að innleiða nýjar verklagsreglur varðandi heimilisof-beldi ásamt stefnubreytingum um mansal og vændi og í útlendingamál-um. En um hvað snýst þessi verklags-breyting sem nú þegar hefur verið innleidd á Suðurnesjum? „Í meginat-

Lindu suðusúkkulaði fullkomnar baksturinn

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

4380

1

gaflari.is - 7

Lindu suðusúkkulaði fullkomnar baksturinn

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

4380

1

Börn eiga oft erfitt með að koma orðum að hlutum eins og heimilisofbeldi. Þetta nýja verklag léttir

ábyrgðinni af þolendum og börnum en það á ekki að þvinga fólk til að leggja fram kæru.

riðum snýst þetta um aukið sam-starf við félagsþjónustuna, t.d. þegar lögreglan er kölluð á vettvang vegna heimilsofbeldis þá kemur starfs-maður félagsþjónustunnar á vett-vang. Þetta verklag auðveldar alla rannsókn á vettvangi og t.d. eru nú teknar myndir á vettvangi af áverk-um þolandans. Fórnarlambið hefur að sjálfsögðu alltaf ákvörðunarvald um það hvort það vill leggja fram kæru en það er alveg ljóst að það er auðveldara fyrir fórnarlambið að fara í fylgd starfsmanns félagsþjón-ustunnar á bráðamóttöku heldur en í lögreglufylgd.“

Þetta verklag var tilraunastarfsemi á Suðurnesjum frá 1. febrúar 2013 til 1. febrúar 2014. Að þeim tíma liðnum var ákveðið að gera þetta að varanlegu verklaglagi og sömu reglur munu taka gildi á höfuðborgarsvæðinu 1. janúar 2015.

Hlutverk okkar fullorðnuað vernda börnAlda sem hefur lifað og hrærst í þess-um málaflokki í hart nær fjórtán ár, komið að mörgum málum og heyrt margar sögur segir að rannsóknir sýni að um 70% ofbeldismanna komi frá ofbeldisheimilum og að börn sem hafi þurft að horfa upp á eða þola ofbeldi megi líkja við börn sem alist hafa upp á stríðshrjáðum svæðum. „Það er því gríðarlega mikilvægt að þessi mál séu tekin föstum tökum og að þessi mál séu uppi á borðum. Það er hlutverk okkar sem erum fullorðin að vernda börnin, börn eiga oft erfitt með að koma orðum að hlutum eins og heim-ilisofbeldi. Þetta nýja verklag léttir ábyrgðinni af þolendum og börnum um að taka ábyrgð á málunum en það á ekki að þvinga fólk til að leggja fram kæru.“

Á þessu eina ári sem verið var að

þróa þetta nýja verklag voru 56 útköll vegna heimilisofbeldis á Suðurnesj-um, í þessum málum komu 84 börn við sögu. „Enn í dag er mikill ótti við það að tilkynna um heimilisofbeldi og rjúfa þögnina, en í þessum 56 málum vakti það einnig athygli mína að í 39 mál-um af 56 voru þolendur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Það sýnir okkur ef til vill að fólk er að deyfa tilfinningar og sársauka og það bindur ekki enda á þessa vanlíðan nema að talað sé um þetta. Að 84 börn komi við sögu er afskaplega sorglegt og fólk glímir við afleiðingar ofbeldis og van-rækslu alla ævi.“

Sækir frið og ró á VestfirðinaÞrátt fyrir að sinna ábyrgðarmiklu starfi á Alda stóra og samheldna fjöl-skyldu og líður hvergi betur en í faðmi hennar. Alda á þrjú börn á aldrinum þriggja til þrettán ára og eins og geng-ur er mikið umstang sem fylgir því, það þarf að skutla hingað og þangað. „Ég er svo heppin að foreldrar mínir eru hættir að vinna og hreinlega krefj-ast þess að fá að taka þátt í uppeldi barnanna, það léttir því heilmikið á okkur foreldrunum og mér finnst það forréttindi fyrir börnin mín að fá að

umgangast ömmu sína og afa svona mikið.“

Alda kynntist manni sínum í lög-reglunni og honum fylgdi ofurhress tengdafjölskylda eins og Alda orðar það sjálf. Eiginmaðurinn á ættir að rekja til Bolungarvíkur og þangað þykir fjölskyldunni gott að koma. „Við förum oftast vestur á sumrin og þá eru Vestfirðirnir paradís líkastir. Fjölskyldan á hús á Hesteyri og þegar þangað er komið ferðast maður aftur í tímann sem er dásamlegt, ekkert símasamband eða neitt sem truflar. Okkur hefur líka þótt gaman að fara á „Aldrei fór ég suður“ og einu sinni þurftum við að fara vestur til að vera við jarðarför milli jóla og nýárs. Sú ferð var eftirminnileg, svo mikill snjór, kyrrð og einangrun sem var alveg sér-stök upplifun fyrir mig borgarbarnið.“

Og þar sem síminn hjá dótturinni er að verða batteríislaus er mál að halda út í myrkrið sem lúrir yfir á ný. Það verður án efa athyglisvert að fylgjast með störfum Öldu og samstarfsfólks hennar á komandi misserum enda hafa margar af þeim breytingum sem í vændum eru forvarnargildi og allar eru þær hugsaðar með hag almenn-ings í fyrirrúmi.

8 - gaflari.is

Erum á Facebook: Sko sala í Firði

í bílakjallaranum í Firðilaugardaginn 6. des.

Opið frá 12.00 til 16.00

Stuð og stemmningKomdu og grúskaðu Prúttaðu og gerðu góð kaup

í bl

O

og

i

0

að koma við í Heilsubúðinni á Reykjarvíkurvegi ef þú þarft andlega eða líkamlega upp-

örvun. Þar er að finna aragrúa af alls-konar góðgæti sem hressir, bætir og kætir. Jólailm og háralit án parabena – svo heilsusamlegur að það mætti næstum borð‘ann.

Sorpu, já Sorpu – vissuð þið af nýju talningavélinni? Nú þarf ekki lengur að flokka

og telja heima heldur bara að skella pokunum í bílinn og muna eftir debet-kortinu. Ótrúlega einfalt og skemmti-legt ferli.

GAFLARIMÆLIR MEÐ...

Úr bankanum í listina

Í fallegu húsi sem kúrir í hraunjaðr-inum nærri Víðistaðaskóla býr Bjarni Sigurðsson, keramiker. Bjarni hefur þó ekki alltaf verið keramiker því fram yfir þrítugt vann hann starf sem flestir myndu telja að ætti fátt sameiginlegt með listsköpun, Bjarni vann í banka. „Ég var á viðskiptabraut í FB og fékk svo vinnu í Hagkaup við að sjá um kassauppgjör og slíkt. Á þeim tíma þótti mikil upphefð í því að vinna hjá Hagkaupum og því auðvelt að fá vinnu í bankakerfinu með þá starfsreynslu,“ segir Bjarni þegar hann er spurður út í það hvernig það hafi atvikast að hann, lista-maðurinn, hafi unnið í bankakerf-inu árum saman.

Vissi ekki af listamanninum í sérÓlíkt mörgum öðrum listamönnum

hafði Bjarni ekki hugmynd um að í honum byggi listamaður sem beið eftir því að fá að springa út. „Þegar ég fór að nálgast þrítugt fann ég að mig langaði til að fara að gera eitthvað með höndunum. Ég vissi hins vegar ekkert hvað ég vildi gera. Ég var eitthvað ragur við þetta og gerði því ekkert í málinu en það end-aði svo með því að maðurinn minn, Guðbrandur Árni Ísberg, skráði mig á námskeið hjá Tómstundaskóla Reykjavíkur. Þar fór ég í gluggaút-stillingar,“ segir Bjarni og hlær. „Ég hafði mjög gaman af námskeiðinu og kláraði það með glæsibrag þar sem glugginn minn var valinn sá besti í lok námskeiðsins.“

„Það gerðist bara eitthvaðinnra með mér“Eftir þetta var ekki aftur snúið.

Bjarni ákvað að fara í Myndlista-skóla Reykjavíkur og það var þar sem undrið gerðist. „Þar tók ég ýmis námskeið t.d. í teikningu og skúlptúr. Það var svo í eitt skipt-ið að kennarinn lét hvert okkar fá fimm kíló af leir og fyrirmælin voru einföld: „Vinnið eitthvað úr þessu og gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn.“ Þegar Bjarni rifjar þetta augnablik upp fær hann ljóma í augun og bros breiðist yfir andlit hans. „Ég hafði aldrei áður snert svona leir og byrjaði að hnoða og þá gerðist bara eitthvað innra með mér. Eitthvað sem ég get ekki út-skýrt með orðum. Það varð bara sprenging innra með mér. Þegar ég var svo sóttur um kvöldið náði ég mér ekki niður, mér fannst ég geta flogið,“ segir Bjarni og hlær.

Lærði í DanmörkuEftir þessa mögnuðu lífsreynslu varð ekki aftur snúið. Bjarni fór á námskeið hjá tveimur keramiker-um til að læra meira. „Ég ákvað svo bara að söðla um og hætta þessu bankarugli. Maðurinn minn var á þessum tíma að fara í framhalds-nám í sálfræði til Danmerkur og ég ákvaðað sækja um nám í listaskóla og komst inn mér til mikillar furðu. Það sóttu 300 um skólavist og 32 komust inn,“ segir Bjarni og stoltið leynir sér ekki í röddinni.

Bjarni og Guðbrandur dvöldu næstu 10 árin í Danmörku. „Eftir að ég útskrifaðist stofnaði ég gallerí ásamt vinkonu minni og þar seldu fimm ker-amikerar og fimm listmálarar verkin sín. Þetta gallerí er enn starfandi og gengur bara vel.“

Þekktari úti en heimaÞað má eiginlega segja að allt fram til þessa hafi Bjarni verið þekktari í Danmörku en á Íslandi. “Ég er enn að selja mikið af ker-amiki í Danmörku. Ég framleiði hér heima og sendi út. Undanfarið hefur nafn mitt verið mjög rísandi þar í landi og allt sem ég kem með selst upp svo að segja á stundinni.“ Íslendingar hafa þó einnig kveikt á perunni undanfarið og margir vilja eignast verk eftir Bjarna. „Ég rek, ásamt fleiri listamönnum, tvö gall-erí, Fabúlu og Stíg. Þar eru verkin mín til sölu og ég finn að áhugi

fyrir verkunum mínum er alltaf að aukast hér á landi.“

Hafnarfjörðureinstaklega fallegur bærBæði Bjarni og Guðbrandur eru uppaldir í Vesturbæ Reykjavíkur og því alls ekki sjálfgefið að þeir settust að í Hafnarfirði. „Hvor-ugan okkar langaði til að flytja aftur í Vesturbæinn, okkur langaði að prófa eitthvað nýtt og vorum ákveðnir í að setjast að í úthverfi þegar við flyttum heim á ný eftir Danmerkurdvölina,“ segir Bjarni og bætir við: „Valið stóð eiginlega á milli Mosó og Hafnarfjarðar. Í einni Íslandsferðinni sá ég svo þetta hús auglýst til sölu. Það var nú kannski ekki alveg á því verðbili sem við vorum að leita eftir en engu að síð-ur ákváðum við að fara til að skoða það að utan. Stella í Stellubakstri sem átti húsið sá okkur sniglast fyrir utan og bauð okkur inn til að skoða. Hún tók eiginlega strax ástfóstri við okkur og vildi endi-lega að við fengjum húsið. Þegar við komum svo inn í bílskúrinn þá sagði hún. „Hér er svo þriggjafasa rafmagn þannig að þú þarft ekki að gera neitt annað en að stinga í samband til að hefjast handa.“ Og frá og með þeirri stundu var ekki aftur snúið.“

gaflari.is - 9

FRÉTTIR „Það eru að sjálfsögðu allir glaðir yfir að verkfallinu sé lokið og að kennsla geti hafist að nýju. Ljóst er samt að kennarar eru ekki mjög sáttir yfir því að hafa þurft að vera í 5 vikur í verkfalli til að ná fram sanngjörnum kjarabótum, þ.e. að vera á svipuðum launum og grunn- og leikskólakennarar,“ segir skólastjóri Tónlistarskólans í Hafnarfirði.

„Þetta verkfall hefur haft töluverð áhrif á allt skólastarfið á haustönn. Það er t.a.m. ljóst að hinn annasami desembermánuður í skólanum, þar sem jólatónleikar hafa verið á hverjum degi, verð-ur ekkert í líkingu við það sem áður hefur þekkst í skólanum,“ segir Gunnar Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskólans.

Tónlistarkennarar samþykktu nýjan kjarasamning aðfararnótt þriðjudags og mættu því aftur til starfa

í gær. Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti á dögun-um að felld verði niður skólagjöld sem nemur þeim tímafjölda féllu niður vegna verkfallsins. Tónlistar-skólinn er í eigu Hafnarfjarðar og er rekinn eins og grunnskólar bæjarins. Skólagjöld hans renna í bæj-arsjóð, en ekki beint til skólans og því verður endur-greiðsla skólagjalda greidd úr bæjarsjóði.

„Það á eftir að koma í ljós hvort verkfallið hafi haft einhver áhrif á fjölda nemenda við skólann.“

segir Gunnar. „Brottfall nemenda er mjög vont mál. Í fyrsta lagi fyrir nemandann sjálfan. Verkfallið getur orðið til þess að einhverjir nemendur missa taktinn og hætt í námi, sem þeir hefðu aldrei gert ef verkfallið hefði ekki komið til. Fækki nemendum umtalsvert hjá okkur í skólanum fer það að koma niður á tímafjölda kennara og launum þeirra. Von-andi kemst öflugt skólastarf í Tónlistarskólanum í eðlilegt horf sem allra fyrst.“

Vonandi kemst öflugt skólastarf af stað sem fyrst

Ragnheiður Harpa

Stundum þegar maður á að vera gera eitthvað alveg ótrúlega mikilvægt reikar hugurinn eitthvert allt annað.

Akkúrat á því augnabliki sem þú ætt-ir að vera að leysa verkefni lífs þíns leitar þankinn á önnur mið. Stundum algjörlega ómerkileg en á öðrum tím-um eru hugarefnin dýpri en maður kannski óskar sér.

Ég átti eitt svoleiðis augnablik um daginn.

Ég sat í tíma þar sem kennd var þjóðsagnafræði og kennarinn var að ræða góðan endi ævintýra. Sagan byrjar á einfaldri lýsingu og jafnvel þó það gerist eitthvað alveg hræðilegt endar hún alltaf vel. Þeir hryllilegu at-burðir sem geta átt sér stað í sögunni eru oft algjörlega tilfinningalausir og maður kippir sér ekkert upp við það að tærnar og hælarnir hafi verið skornir af stjúpsystrum Öskubusku því maður veit að á endanum mun þetta allt koma saman í fallegan endi.

Hafa ævintýrin sem við höfum hlustað á og lesið í æsku skapað hjá okkur eitthvað tilfinningaleysi gagn-vart slæmum atburðum? Við vitum jú að lokum mun allt fara vel. Þegar við heyrum fréttir um stríð og fjöldamorð í fjarlægum löndum þá sitjum við að-

gerðarlaus og sýnum litlar sem engar tilfinningar stundum ekki einu sinni svipbrigði. Við erum orðin ónæm fyr-ir harmi og sorg annarra, sársauka og kvöl sem hinir fjarlægu þurf að þola. Gæti það verið vegna þess að við trúum því að, að lokum fari þetta bara allt vel og til þess þurfi ekki aðgerðir né sé okkar þörf? Stríðið í Sýrlandi mun enda fallega, við þurfum bara að bíða aðeins og sjá, það gerðist alla-vega þannig þegar ég horfði á Mulan.

Kvöldfréttir eru gott dæmi. Þær gefa okkur þessa hugmynd, þetta módel um fallegan endi. Í byrjun er skemmtilegt lag, hresst stef og alveg sama hvaða hörmungar fréttatíminn hefur að geyma þá er oftast endað á einhverri þægilegri frétt. Jafnvel um pandabjörn sem fæddist í dýragarði í Kína. Eitthvað alveg passlegt svo við hin förum nú örugglega öll glöð að sofa. Ekki með neinar myndir eða hugsanir um ljóta hluti í draumaheim-inn.

Hefur lífið, það sem við teljum vera raunveruleikann verið matreitt fyrir okkur á þægilegan máta? Er lífið eitt ævintýri sem getur ekki annað en endað vel? Þolinmæði þrautir vinnur allar?

Engar áhyggjur, slakaðu bara á. Þetta reddast...

FINNDU ÞÍNA FRAMTÍÐÍ SKEMMTILEGUM OGPERSÓNULEGUM SKÓLA

Opið er fyrir innritun frá 1. nóv. til 20. des. í gegnum menntagatt.is

Flatahrauni 12 220 Hafnarfirði sími 585 3600 www.idnskolinn.is

Eftirfarandi námsleiðir í boði:Almennt námGrunnnám bíliðnaGrunnnám rafiðnaGrunnnám bygg. og mannvirkjaHársnyrtibraut 2. 3. 4. og 5. önnHúsasmíðiHúsgagnasmíðiListnám hönnun og handverkMálmiðngreinar fyrri hlutiPípulagnirRafvirkjunRennismíðiStálsmíðiTækniteiknunVélvirkjun

ALLIR ALDURSHÓPARERU VELKOMNIR

VILT ÞÚ ÖÐLASTSTARFSRÉTTINDI ?

Í fréttum er þetta helst…

10 - gaflari.is

TILVERAN Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

Fjölskylduhagir? Maðurinn minn heitir Guðmundur Óli Gunnarsson og samtals eigum við fimm börn, þrjá tengdasyni og þrjú barnabörn. Hvaða bók er á náttborðinu? Náðarkraftur eftir Hönnu Kent.Eftirlætismaturinn? Úff það fer bara eftir hvaða dagur er!Best með morgunkaffinu?Rúllur og hárblásari. Leiðinlegasta heimilisverkið? Hreinsa niðurfallið í sturtunni, enda er ég með mann í því! Helstu áhugamál? Lífið og tilveran held ég. Það sem gefur lífinu gildi? Fólkið

KÍKT Í KAFFI Gaflarinn kíkti í kaffi til Margrétar Blöndal, fjölmiðlakonu. Margrét hefur starfað sem dagskrár-gerðamaður á Rás 2 síðustu ár en einnig komið að viðburðastjórnun og bókaskrifum. Um jólin 2012 kom út bók hennar um söngkonuna Ellý Vilhjálms. Margrét er nýráðinn verkefnastjóri hins eina sanna Jólaþorps sem opnar með pomp og prakt nú um helgina. Jólaþorpið rís nú í 12. sinn, en það hefur markað sér fastan sess í hugum bæjarbúa frá árinu 2003. Í ár verður bryddað upp á nokkrum nýjungum. Hafnfirska jólatréð verður t.d. sett niður við Strandgötuna og heimamenn geta komið og hengt á það heimatilbúið jólskraut og sett um leið mynd af skrautinu inn á Facebooksíðu Jólaþorpsins. Ævintýraferð verður farin í Hellisgerði og er hún ætluð þeim sem vita að jólasveinar eru til. Margrét segir þó að fyrst og fremst langi hana að búa til stemningu sem gleður augu, eyru og nef þeirra sem heimsækja jólaþorpið.

Rúllur og hárblásari með morgunkaffinu

mitt er sannarlega í fyrsta sæti. Hversu mikið jólabarn ertu í þér (á skalanum 1-10)? Ég er mikið jólabarn, svona upp á níu! En sem betur fer hefur íhaldssemin minnkað með árunum. Ég er búin að sannreyna að jólin koma og eru alveg dásamleg þó þau séu ekki alveg eins jólin mín voru þegar ég var lítil. Uppáhaldsjólasveinninn? Stúfur kom í mörg ár í heimsókn til okkar á aðfangadag (Þorgeir Ástvaldsson) og var ómissandi í jólahaldi okkar mæðgna. Heillar Hafnarfjörður? Já svo sannarlega. Ég kolféll fyrir Hafnarf-

irði árið 1995 og sú ást hefur ekkert minnkað. Ég féll fyrst fyrir fólkinu. Mér fannst ég svo velkomin þegar égflutti hingað, bæjarbragurinn heill-andi, sagan og stemningin og svo er bærinn yndislega fallegur.Mesta áskorun vetrarins? Tja, ætli það sé ekki Jólaþorpið. Eftir ára-mótin bíður svo nýtt ævintýri sem er aðeins of snemmt að segja frá. En

það verður heilmikil áskorun líka. Síðasta sms-ið og frá hverjum? „Frábært viðtal- knús og kossar úr Víðihlíð“ Hildur Blöndal frænka mín að hlusta á Bergsson og Blöndal á laugardagsmorguninn. Á laugardagskvöldið var ég? Að taka upp úr kössum, enda nýflutt. Ég mæli með? Jólaþorpinu.

gaflari.is - 11

12 - gaflari.is

Þórey Anna Ásgeirsdóttir

Þórey Anna er 17 ára gömul hand-boltastelpa úr Hafnarfirði sem æfir og stundar nám við bestu íþrótta-akademíu Norðmanna í Kongsvinger. Þ Í síðustu viku var Þórey Anna valin í A- landslið kvenna sem undirbýr sig fyrir leiki í forkeppni HM 2015.

Þórey Anna er frábær stelpa og yndisleg vinkona. Hún er sjálfstæð, metnað-

arfull og allt sem hún tekur sér fyrir hendur gerir hún vel. Það er löngu vitað að hún ætlaði sér að ná langt í handboltanum og komast í lands-liðið. Hún er mikil keppnismanneskja og ef maður er að spila við hagræðir hún frekar úrslitunum en að tapa. Hún stendur virkilega fyrir sínu. Þórey er algjör snillingur og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.Vigdís Ólöf Theodórsdóttir, vin-kona Þóreyjar Önnu

Þórey Anna er samviskusöm og gerir miklar kröfur til sjálfrar sín. Ég

þarf stundum að segja henni að taka því rólega og slappa af. Stundum grínumst við með það að hún sé eins og mamma mín og segi mér til. Hún er mikill húmoristi og stutt í stríðnina hjá henni. Hún hefur reyndar alltaf verið óþolandi stressuð með tíma, hún veit ekkert verra en að mæta of seint eða vera í tímaþröng. Ég hef aldrei þurft að hafa stórar áhyggjur af henni enda er hún heilsteypt og dugleg stelpa sem er með markmiðin sín á hreinu.Gunnur Sveinsdóttir, mamma Þóeyjar Önnu.

STENDUR UPP ÚR

Elías Þór Rafnsson, sjúkraþjálfari og kennari í íþróttafræð-um við HR:

Fyrstu helgina í aðventu höfum við fjölskyldan skapað okkur þá hefð að fara sumarbústaðarferð og halda þar Litlu jólin. Að þessu sinni verður förinni heitið, líkt og síðastliðin tvö ár, í bústað í nágrenni Flúða. Við

höfum það fyrir vana að spila, baka piparkökur, njóta lífsins í göngu-ferðum úti í náttúrunni og ekki síst að elda góðan mat. Að þessu sinni verðum við með hreindýr sem ég veiddi í sumar í „austfirsku ölpunum.“ Svo er upplagt að enda daginn með kósýheitum í heita pottinum. Sunnudagskvöldið fer svo í að fara yfir próf.

Brimrún Björgólfsdóttir, blakþjálfari Hafnar-fjarðar: Helgarnar byrja alltaf á morgunkaffi

á föstudögum í vinnunni sem lúkkar meira eins og fermingarveisla frekar en morgunkaffi. Eftir vinnu er kósýkvöld með strákunum mínum fyrir framan TV-ið. Laugardagurinn verður síðan tekinn með trompi, fer með Haukaskvísum að keppa á sínu fyrsta blakmóti, loksins

er komin blakdeild í Hafnarfirði og vonandi gengur vel. Við byrjum svo að skreyta, eldri strákurinn minn er búinn að bíða spenntur enda á hann afmæli í desember. Á sunnudaginn förum við í fjölskyldubadminton hjá BH, sem við elskum. Um kvöldið náum við vonandi að fara í laufabrauðsgerð, það er hefð frá elskulegri ömmu minni sem er ný-fallin frá og náði 93 ára aldri. Svo er það bara að njóta aðventunarkransins .

HELGIN MÍN

Við minnum á nýjan möguleika í mat og gistingu sem vert er að kynna sér.

Hlið á Álftanesi

Jólahlaðborð FjörukráarinnarHefst 21. nóvember og stendur til 21. desember

uleika

Bjóðum einnig uppá Jólapakka fyrir einstaklinga sem og hópa, Sælkerapakka, Þorrapakka og Árshátíðarpakka.farðu inn á www.fjorukrain.is og skoðaðu hvað við getum gert fyrir þig.

w w w . f j o r u k r a i n . i s P ö n t u n a r s . 5 6 5 1 2 1 3

Sem endranær verðum við með það sem við erum þekktust fyrir, að hafa þetta þjóðlegt með stórkostlegum söngvurum sem eru eitt af því sem hafa gert okkur svo sérstök. Öll hafa þau skemmt hér í áraraðir og því

heimavön og nú labba þau á milli borða og syngja lög sem tengjast jólunum.Eftir borðhald tekur svo Hörður G. Ólafsson við og spilar frameftir kvöldi

Minnum á skötuveisluna á Þorláksmessu frá kl. 11:30 og frameftir kvöldi.

Söngsveitina okkar skipa þau Kjartan Ólafsson, Elín Ósk, Svava Kristín Ingólfsdóttir og Ólafur Árni Bjarnason.Þau munu ásamt öðrum sem skipa Víkingasveitina okkar sjá um að halda uppi jólaskapinu meðan á borðhaldi stendur.

Verð á jólahlaðborði er 7.900 krónur á mannGerum einnig tilboð fyrir hópa í gistingu og mat.