gaflari 8. tbl. 2014

16
„Ég var reyndar búinn að ákveða þremur árum áður að giftast þessari stelpu“ segir Jón Örn Stefánsson eigandi Kjötkompanís en hann og kona hans Hildur Sigrún Guðmundsdóir eru í opnuviðtali við Gaflarann. Jón Örn og Hildur opnuðu sælkeraverslun í miðju hruni. Hvernig hefur bíllinn það? Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30 BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi, smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandaða vinnu. 2012 Tímapantanir í síma 565 1090 Save Water, Drink Beer HAFNARFIRÐI BOLTINN Í BEINNI! HAPPY HOUR 16.00 – 19.00 TILVALINN STAÐUR FYRIR EINKASAMKVÆMI Umgengni til skammar á Völlunum U á 6 Kíkt í kaffi: Er alltaf í góðum félagsskap K f 12 Fá tækifæri til að sanna sig í Vinnuskólanum F F s s 2 Kristján Gauti spilar með A-landsliðinu K A 15 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is föstudagur 30. maí 2014 8. tbl. 1. árg.

Upload: gaflariis

Post on 31-Mar-2016

312 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Vikublaðið Gaflari sem kom út 30. maí 2014

TRANSCRIPT

Page 1: Gaflari 8. tbl. 2014

„Ég var reyndar búinn að ákveða þremur árum áður að giftast þessari stelpu“

segir Jón Örn Stefánsson eigandi Kjötkompanís en hann og kona hans Hildur Sigrún Guðmundsdótt ir eru í opnuviðtali við Gafl arann. Jón Örn og

Hildur opnuðu sælkeraverslun í miðju hruni.p j

Hvernig hefur bíllinn það?

Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30

BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is

Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi, smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandaða vinnu.

2012

Tímapantanir í síma

565 1090

Save Water, Drink Beer

HAFNARFIRÐI

BOLTINNÍ BEINNI!

HAPPY HOUR16.00 – 19.00

TILVALINN STAÐURFYRIR EINKASAMKVÆMI

Umgengni til skammar á VöllunumUá6

Kíkt í kaffi : Er alltaf í góðum félagsskapKf12Fá tækifæri til að sanna

sig í VinnuskólanumFFss2

Kristján Gauti spilar með A-landsliðinuKA15

Frétt ir Umræðan Tilveran Íþrótt irgafl ari.is föstudagur 30. maí 2014 8. tbl. 1. árg.

Page 2: Gaflari 8. tbl. 2014

2 - gafl ari.is

FRÉTTIR Ólíkar listgreinar mætast í

Lusus naturae, einstökum viðburði

Hafnarborgar og Listahátíðar. Verkið

er afrakstur samstarfs myndlistar-

mannanna Ólafar Nordal og Gunnars

Karlssonar og tónskáldsins Þuríðar

Jónsdóttur. Hér er á ferðinni innsetning

þar sem saman koma tónlist og hreyfi-

mynd en jafnframt er lifandi tónlistar-

gjörningur hluti sköpunarverksins.

Lusus naturae er draumkennt og

fagurt eins og djúpið, og á mörkum hins

hlutbundna og óhlutbundna, þess nátt-

úrulega og yfirnáttúrulega. Það segir

frá hringrás lífsins; fæðingu skáldlegra

lífvera, lífshlaupi þeirra, dauða og endur-

fæðingu. Í verkinu eru gerðar tilraunir

með tíma og er atburðarásin ofur hæg

eins og undir þrýstingi hafdjúpanna.

Sýningin stendur fram til 17. júní.

Draumkennd fegurð í Hafnarborg

AÐSEND GREIN Stytting vinnu-

viku barna er eitt af brýnustu við-

fangsefnum samfélagsins. Einsetn-

ingu grunnskóla er ekki að fullu lokið

því samfella í vinnudegi barna er ekki

nægjanleg. Börn sem stunda frí-

stundanám með skóla þurfa oftast

að gera það eftir skóladvöl og þegar

því er lokið tekur heimanámið við.

Vinnudagur barna er því oft lengri en

fullorðinna.

Málið snýr ekki einungis að skóla-

starfi í leik- og grunnskólum, heldur

einnig að samgöngumálum, skipulagi

og atvinnumálum í bænum. Með því

að laða að fleiri fyrirtæki og fjöl-

breytta starfsemi í bæinn gerum við

fleiri foreldrum kleift að starfa ná-

lægt börnum sínum á daginn. Minni

ferðatími foreldra til viðbótar við

vinnudaginn styttir skóladvöl barn-

anna og fjölgar samverustundum

fjölskyldunnar.

Flest vildum við geta lært og

unnið við það sem okkur þykir

skemmtilegt. Forsendan fyrir því

er meðal annars að uppgötva eig-

in hæfileika. Börn þurfa rými til að

“finna sig”. Skólastarf sem leggur

áherslu á fjölbreytni fremur en að all-

ir séu eins styður það ferli. Jafnvæg-

ið á milli þess að hafa ástríðu fyrir

starfi, hafa hæfileika og fá umbun,

skiptir miklu máli til að ná árangri.

Í leik- og grunnskólum bæjarins

er unnið frábært starf. Þegar mat er

lagt á árangur skólastarfs þarf að

horfa til líðanar barna ekki síður en

færnimats í tilteknum greinum. Gæta þarf skólanna betur, að þar sé að finna öruggan vinnustað og að all-ar þær sérfræðingastéttir (kennarar, sérkennarar, þroskaþjálfar, iðjuþjálf-ar, sálfræðingar, skólastjórnendur og fleiri) sem koma að skólastarfi í dag, nái að mynda þar gott teymi.Þar sem börnum og starfsmönnum líður vel blómstrar færnin.Höfundur skipar 2. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði

Styttum vinnu-viku barna.

FRÉTTIR Framhaldsskólarnir tveir í

Hafnarfirði, Flensborgarskólinn og Iðn-

skólinn brautskráðu nemendur sína um

helgina.

Áttatíu og sex nemendur útskrift-

uðust frá Flensborgarskólanum við

hátíðlega athöfn á sal skólans. Dúx

Flensborgar var Þórdís Bakkmann

Kristinsdóttir með 9,36 í meðal-

einkunn og 164 einingar en hún tók

prófið á þremur árum. Af þessum 86

voru 77 stúdentar, sjö af starfsbraut og

tveir að útskrifast sem fjölmiðlatækn-

ar. Um tugur nemenda var með níu eða

hærra í meðaleinkunn og níu nemend-

ur fengu verðlaun í stærðfræði. Þór-

dís var ein þeirra og var með tíu í alls

ellefu áföngum í stærðfræði. Nokkrir

aðilar veita verðlaun við athöfnina, s.s.

Rótarý klúbburinn í Hafnarfirði, Góa

Linda og Ísal í Straumsvík gefur náms-

styrk sem og Háskólinn í Reykjavík.

Hvítir kollar í Firðinum

FRÉTTIR Vinnuskóli Hafnarfjarðar er

farinn af stað, en meginþorri sumar-

starfs Hafnarfjarðarbæjar er rekinn af

hendi Vinnuskólans. Starfsemin er afar

fjölbreytt, enda vinnustaður um 800

ungmenna á aldrinum 14 – 17 ára yfir

sumartímann. Einnig starfa hjá Vinnu-

skólanum tæplega 300 eldri ungmenni,

18 ára og eldri, við ýmis störf og eru þau

komin á stjá við að fegra bæinn. Einnig

vinna starfsmenn Vinnuskólans á leikja-

námskeiðum, í Tómstund, skólagörðum,

sérhópum, á námskeiðum íþróttafélaga

og á hinum ýmsu stofnunum bæjarins.

Axel Guðmundsson, skólastjóri

Vinnuskólans segir að einnig sé rekið

sumarstarf fyrir börn frá allt að 6 ára

aldri. „Vinnuskólinn er með skólagarða

á fimm stöðum í bænum ásamt Tóm-

Ljósmyndari ©Magnús Gíslason

stund sem er frábært námskeið fyrir 4

– 7. bekk og gæsluvöll í Setbergi þegar

leikskólar fara í sumarfrí svo eitthvað

sé nefnt.“

Axel segir starfsandann góðan. „Við

hugsum Vinnuskólann ekki bara sem

vinnustað heldur líka skóla. Í Vinnuskól-

anum eru unglingar yfirleitt að taka sín

fyrstu skref á vinnumarkaðnum og er

því nauðsynlegt að þau fái hér góða leið-

sögn og tækifæri til að sanna sig sem

gengur oftast nær mjög vel enda fyrir-

myndarunglingar sem við Hafnfirðingar

eigum. Við hjá Vinnuskólanum leggjum

mikla áherslu á að góður starfsandi ríki

í okkar herbúðum. Það teljum við skipta

gríðarlegu máli og höfum við sett okkur

markmið hér innanhúss að gera enn bet-

ur í þeim efnum í sumar.“

Skoðum fuglana í FirðinumFRÉTTIR Hin árlega fuglaskoðun Skóg-

ræktarfélags Hafnarfjarðar fer fram

á morgun laugardaginn 31. maí. Lagt

verður af stað kl. 10.00 frá bækistöðv-

um félagsins og Þallar við Kaldársels-

veg. Fuglaskoðunargangan tekur rúma

klukkustund. Takið með ykkur sjónauka.

Boðið verður upp á kaffi að göngu lok-

inni. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455

eða á heimasíðu félagsins skoghf.is.

Fyrirmyndarunglingar sanna sig í vinnu

Einar Birkir Einarsson

Page 3: Gaflari 8. tbl. 2014

gafl ari.is - 3

Hvað vilja bæjarbúar?

Stjórnun og reksturTraustur efnahagur - Lýðræðislegt stjórnkerfi

- Höfum samráð við bæjarbúa frá fyrstu skrefum fjárhagsáætlunargerðar og fram að samþykkt hennar og feta í fótspor þeirra sem lengst eru komin í gerð þátttökufjárhagsáætlana.

- Tryggjum opna og gegnsæja stjórnsýslu með skýrum verkferlum, aðgengi að gögnum og með því að stíga næstu skref í birtingu fjárhagsupplýsinga bæjarins.

- Höldum áfram kynjaðri starfs- og fjárhagsáætlunargerð og tökum upp græna starfs- og fjárhagsáætlunargerð.

- Stofnað verði embætti umboðsmanns Hafnfirðinga sem bæjarbúar geti leitað til um leiðbeiningar, ráðgjöf og álit ef þeir eru ósáttir við málsmeðferð og ákvarðanatöku bæjarins í málum þeirra.

- Aukum fræðslu um lýðræði og mannréttindi og aukum beina þátttöku barna og ungmenna í stefnumótun á öllum sviðum.

SamfélagHúsnæði - Atvinna - Ferðaþjónusta - Menning - Náttúra

- Ljúkum uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð og tryggjum uppbyggingu þjónustumiðstöðvar fyrir eldra fólk á Sólvangstorfunni.

- Útrýmum kynbundnum launamun og ljúkum innleiðingu jafnlaunastaðals.

- Eflum kynjafræði í leik- og grunnskólum og vinna sérstaklega að því að uppræta skaðleg áhrif klámvæðingar og staðalmynda á börn og unglinga, bæði stelpur og stráka.

- Tryggjum fjölbreytta uppbyggingu húsnæðis fyrir alla. Stuðlum að stofnun húsnæðissamvinnufélaga og leigufélaga sem rekin eru á samfélagslegum grunni.

- Höldum áfram með verkefnið Áfram - Ný tækifæri í Hafnarfirði. Verkefni sem opnar öllum atvinnuleitendum á fjárhagsstyrk leið inn á vinnumarkaðinn á ný með tilboði um tímabundið hlutastarf ásamt virkum stuðningi, og gefur óvinnufærum einstaklingum kost á starfsendurhæfingu og meðferð við hæfi.

- Stofnum Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem sinni almennri markaðssetningu atvinnulóða, laði að innlenda og erlenda fjárfestingu í uppbyggingu fyrirtækja og sjái um að tryggja sýnileika Hafnarfjarðar í öllu kynningarefni fyrir ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu.

- Stofnaður verði Myndlistaskóli Hafnarfjarðar.

- Svæði í tímabundið fóstur. Auglýst verði eftir hópum og einstaklingum til að taka að sér svæði sem er í bið til að gera tilraunir og glæða þau lífi.

- Gerð verði metnaðarfull áætlun um enn stærri græn skref með enn frekari sorpflokkun heimila, stofnana bæjarins og fyrirtækja í bænum.

MenntunLeik- og grunnskóli - Eftir skóla og vinnu

- Styðjum fjölbreytta tómstunda-, listnáms- og íþróttaiðkun barna með útgáfu frístundakorts í stað núverandi niðurgreiðslufyrirkomulags.

- Styðjum við faglegt starf allra þeirra sem vinna með börnum með námskeiði í skyndihjálp, fræðslu um meðferð eineltismála og ofbeldis gegn börnum.

- Starfsemi Menntasetursins við Lækinn verði efld til að auka fjölbreytt námsframboð styttri námsbrauta og til fullorðinsfræðslu. Bæjarbúar eigi kost á náms- og starfsráðgjöf.

- Leggjum aukna áherslu á skapandi menntun í öllum grunnskólum með sérstakri áherslu á list- og verkgreinar og samþættingu þeirra við aðrar námsgreinar.

- Gerð verði átak í læsi sem leiði til aukinnar lestraránægju og lesskilnings barna.

- Þróað verði starf félagsmiðstöðva fyrir börn á aldrinum 9 - 12 ára og 16 - 18 ára ungmenni.

Laugardaginn 31. maí opnum við kl. 10:00Kosningasími: 868 3091

Nánar á

www.vinstrid.is

Page 4: Gaflari 8. tbl. 2014

4 - gafl ari.is

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir & Kári Freyr Þórðarson

([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 • Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök

Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson & Tryggvi Rafnsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Gæti hugsast að

það sé bara til einn

guð? Að allir menn

sem á annað borð

trúa á æðri mátt-

arvöld trúi á einn og sama guðinn?

Að fólk noti bara mismunandi að-

ferðir til að tilbiðja hann og sýna

honum trú sína?

Ég er nokkuð viss um að ef til

er einhvers konar guð eða æðra

máttarvald þá taki það til sín alla

tilbeiðslu og allar þær ólíku að-

ferðir sem mennirnir nota til að

láta trú sína í ljós. Ég trúi því að

þetta máttarvald sé umburðar-

lynt og hafi skilning á því að menn

og samfélög hafi þróast í ólíkar

áttir í aldanna rás og noti ólíkar

aðferðir til að láta tilbeiðslu sína

í ljós.

Mannfólkið og samfélög manna

eru næstum jafn ólík eins og þau

eru mörg. Fólk notar mismunandi

aðferðir til að ná sömu niðurstöðu.

Í Hafnarfirði þykir eðlilegt að

skella sér í sturtu til að þrífa af sér

skítinn á meðan þykir Indverjum

jafneðlilegt að gera slíkt hið sama

í Gangesfljóti – tvær ólíkar leiðir

að sama markmiði!

Gildir ekki bara það sama þegar

kemur að trúarbrögðunum? Skipt-

ir nokkru máli hvar eða hvernig

fólk lætur í ljós trú sína og til-

beiðslu svo lengi sem það meiðir

ekki samborgara sína eða neyðir

trú sinni upp á þá?

Væri ekki dásamlegt ef mann-

fólkið gæti virt trúfrelsi og þær

ólíku leiðir sem notaðar eru til að

láta trú í ljós? Samþykkt að við

erum ólík og notum mismunandi

leiðir til að ná sama markmiðinu á

ýmsum sviðum. Það myndi nú leysa

margan vandann og heimurinn

verða friðsælli staður fyrir vikið.

Hvaða máli skiptir hvort fólk fer

í kirkju, mosku eða búddahof til

að stunda trú sína – allt eru þetta

bara hús úr steini þar sem fólk

kemur saman til að sýna guði allra

manna tilbeiðslu sína!

Alda Áskelsdóttir

Einn guð fyrir allaLeiðari ritstjórnar Gaflarans

Aðalfundar-boð Leikfélags HafnarfjarðarFRÉTT Leikfélag Hafnarfjarðar boð-

ar til aðalfundar leikfélagsins laugar-

daginn 31. maí 2014, kl. 15:00.

Aðalfundurinn verður haldinn í

Gaflaraleikhúsinu, Strandgötu 50 í

Hafnarfirði. Dagskrá aðalfundar er

samkvæmt lögum félagsins og má

sjá nánari útlistingu á þeim á heima-

síðu leikfélagsins www.leikhaf.is.

Einungis skuldlausir félagar hafa

atkvæðisrétt á aðalfundi. Fyrir þá

sem vilja ganga í félagið er bent á að

hægt verður að ganga frá skráningu

á staðnum.

Baðst afsökunar við braut-skráningu Iðnskólans

Stöndum saman vörð um Vellina

FRÉTT Fimmtíu og sjö nemendur af

níu námsbrautum frá Iðnskólanum í

Hafnarfirði voru útskrifaðir við há-

tíðlega athöfn í Hafnarfjarðarkirkju

laugardaginn 24. maí síðastliðinn.

Við brautskráninguna voru veittar

viðurkenningar fyrir góðan námsár-

angur en Þórhildur Loftsdóttir hlaut

þrjár viðurkenningar, fyrir bestan

alhliða námsárangur, bestan árangur

í faggreinum tréiðna og fyrir hæstu

einkunn iðngreina. Þórhildur útskrif-

aðist af húsgagnasmíðabraut.

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs-

stjóri Höfuðborgarsvæðisins, ávarp-

AÐSEND GREIN Undanfarið hafa

fjölmargir íbúar á Völlunum undirrit-

að áskorun til Landsnets um að fyr-

irtækið standi við loforð sín um að

ráðast í niðurrif þeirra háspennulína

sem liggja meðfram íbúðabyggðinni,

okkur íbúunum og bæjaryfirvöldum

til mikillar gremju. Í dag voru undir-

skriftirnar orðnar 700 talsins og ef

þeim fjölgar jafn hratt næstu daga og

þær hafa gert undanfarið þá verður

fjöldi þeirra komin í 1000 fyrir viku-

lokin. Það er í sjálfu sé nokkuð hátt

hlutfall kosningabærra manna á Völl-

unum.

Ég sé fyrir mér að við íbúarnir get-

um með sama hætti skorað á önnur

fyrirtæki sem eru í hverfinu okkar

eða í nálægð við það og hvatt þau

m.a. til þess að huga betur að um-

hverfi sínu. Því miður hafa verið of

mörg dæmi þess að þau geri það ekki

og má þar nefna eignir sem eru í eigu

fjárfestingafélaga, sbr. Tjarnarvelli

1 (sem er í eigu Auðar Capital hf) en

það hús hefur staðið autt lengi og er

farið að líta út eins og draugahús í

hverfinu okkar.

Sem betur fer eru þessi mál til mik-

ils sóma hjá öðrum fyrirtækjum og

þeim ber auðvitað að hrósa.

Ég tel mikilvægt að hverfið okkar

hafi málsvara í bæjarstjórn og hef

lýst því yfir að ég sé tilbúinn að sinna

því hlutverki fyrir hönd hverfisins

okkar . Ef ég fæ tækifæri til þess þá

mun ég tala fyrir okkar sameiginlegu

hagsmunamálum og tryggja að Vell-

irnir hafi skýra og öfluga rödd við

bæjarstjórnarborðið.

Það er mjög mikilvægt að við

lokum á þá umræðu minnihlutans í

bæjarstjórn, að tala niður til Vallana

og að við stöndum vörð um okkar

fjárfestingar, og tölum vel um hverfið

okkar

Höfundur er Vallabúi og skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar.

Ófeigur Friðriksson

aði nemendur og hvatti þá til að læra

af mistökunum og undirstrikaði að all-

ir geri mistök. Hann hefði gert mistök

nýlega þegar hann tók ákvörðun um

að láta draga logandi skip inn í Hafnar-

fjarðarhöfn með afleiðingum sem allir

þekkja. Jón Viðar notaði tækifærið til

að biðjast afsökunar á þessum mis-

tökum og uppskar mikið lófaklapp.

Ársæll Guðmundsson, skóla-

meistari kvaddi síðan nemendur

með hvatningarorðum og brýndi fyr-

ir þeim að nota alla þá þekkingu og

leikni sem þeir hefðu öðlast í náminu

sér og þjóð sinni til heilla.

Jón Viðar Matthíasson baðst afsökunar á þeim mistökum sínum að hafa látið

draga brennandi skip til hafnar.

Page 5: Gaflari 8. tbl. 2014

gafl ari.is - 5

BRYGGJUBALLIÐ: Ingó Veðurguð Hvanndalsbræður Jóhanna Guðrún Pálmi Gunnarsson The Backstabbing Beatles

SKEMMTANIR OG TÓNLEIKAR: Skítamórall Jóhann Helgason og Magnús Þór Sigmundsson

Upplyfting Bjartmar Guðlaugsson Audio Nation Lúðrasveit Hafnarfjarðar Daltónar Erpur Bræðurnir frá Grímsey Vinir Dóra Traustir vinir Hafrót Spark of Díana Von Ancken Þorvaldur Halldórsson og Freyr Eyjólfsson

FYRIR ALLAN ALDUR: Sproti Pollapönk Brynjar Dagur, sigurvegari Ísland got talent

Ingó Veðurguð Einar Mikael töframaður Jóhanna Guðrún Brúðubíllinn Íþróttaálfurinn og Solla stirða Vatnaboltar Litabolti Skemmtisigling

Danskompaníið Sjópulsa í höfninni Krakkakeysla á mótorhjólum Dorgveiðikeppni Krakkakeyrsla á mótorhjólum Hoppikastalar Hestateyming Sterkasti maður á Íslandi Íslandsmótið í sjómanni Leiktæki Og margt margt margt fleira

SJÓMANNADAGURINN:Sjómannamessa kl. 13:00 í Grindavíkurkirkju.Hátíðarhöld við Kvikuna. Ávörp, heiðursviðurkenn -ingar og verðlaunaafhendingar fyrir kaupróður laugar -dagsins. Hátíðarverður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur.

Í tilefni 40 ára kaupstaðar afmælis

Grindavíkurbæjar verður dagskrá Sjóarans síkáta

í ár stórglæsileg.

Kynnið ykkur dagskrána á www.sjoarinnsikati.is

www.sjoarinnsikati.is

Page 6: Gaflari 8. tbl. 2014

6 - gafl ari.is

AÐSEND GREIN Þau eru mörg verk-

efnin sem bíða nýrra bæjarfulltrúa

Hafnarfjarðarbæjar næsta kjör-

tímabil. Fyrir utan að stórefla stoð-

þjónustu og tækjakost leik- og grunn-

skólanna, þarf að fara í markvissa

endurskoðun á gjaldskrá leik- og

grunnskóla, hækka systkinaafslátt

og hefja vinnu við að setja þak á út-

gjöld barnafjölskyldna. Hefja þarf

markvissa vinnu við að efla framboð

leiguhúsnæðis, vera sífellt vakandi

fyrir tækifærum í að efla miðbæinn

og þróun í umhverfismálum, laða að

fjölbreytt fyrirtæki til bæjarins, selja

íbúða- og atvinnulóðir og huga að

aukinni þátttöku íbúa í ákvörðunar-

töku. Stórefla þarf þjónustu við eldri

borgara og auka framboð og draga

úr kostnaði foreldra við íþrótta- og

tómstundastarf barna og unglinga

og brúa bilið á milli fæðingarorlofs

og leikskóla með því að samræma

gjaldskrá dagforeldra og leikskóla og

fjölga ungbarnaleikskólum. Og þetta

er einungis brot af öllu því sem þarf

að framkvæma.

Það sem liggur fyrir á fram-

kvæmdalistanum er m.a. að byggja

leikskóla við Bjarkarvelli, klára

Ásvallabrautina, efla hjóla- og göngu-

stígakerfið enn frekar og taka upp

hjólavísa. Efla þarf Strætósamgöng-

ur enn frekar. Hefja þarf undirbúning

að byggingu leik- og grunnskóla í

Skarðshlíð og klára nýja glæsilega

hjúkrunarheimilið sem byggir á Eden

hugmyndafræðinni.

Sjá þarf til þess að Hamranestengi-

virkið verði fært. Huga þarf enn betur

að vatnsbólum okkar og standa vörð

um þau. Huga þarf að uppbyggingu á

húsnæði fyrir fatlaða með hugmynd-

ir um sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin

lífi að leiðarljósi. Klára þarf viðhald

og endurgerð gatna og veitna í eldri

hverfum bæjarins og klára frágang

við Norðurbakkann. Það er alltaf

hægt að fjölga leikvöllum og gera enn

betur í gróðursetningu í yngstu hverf-

um bæjarins. Hugsa þarf um uppland

Hafnarfjarðar, klára göngu- og hjóla-

stíg að Hvaleyrarvatni og bæta að-

stöðuna þar. Eins er mikilvægt byggja

upp bílastæði við Kaldárbotna. Við

þurfum að fjölga biðskýlum og rusla-

tunnum og efla umhverfisvitund íbúa

með hreinan bæ að leiðarljósi. Við

þurfum nauðsynlega að efla tækja-

kost áhaldahússins þegar kemur að

snjómokstri og stórefla götusópun á

göngu- og hjólastígum.

Þetta eru bara nokkur af þeim ver-

kefnum sem eru á verkefnalista okk-

ar. Við óskum eftir stuðningi íbúa til

að geta hafist handa strax að loknum

kosningum við að merkja „búið“ við

hvert verkefni.

Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar.

Verkefnalisti næstu fjögurra ára í Hafnarfirði

Margrét Gauja Magnúsdóttir

Framsókn og Ágúst Bjarna í bæjarstjórnAÐSEND GREIN Á morgun verður

kosið til bæjarstjórnar í Hafnarf-

irði. Vegna stöðu bæjarins er mikil-

vægara en nokkru sinni fyrr að sem

flestar skoðanir fái að heyrast í bæj-

arstjórn á næsta kjörtímabili. Fram-

sóknarflokkurinn hefur sýnt að hann

stendur með heimilunum og stendur

við loforð sín. Þar er nærtækast að

taka dæmi um skuldaleiðréttinguna

og tillögur um framtíðarskipan hús-

næðismála á Íslandi.

Í framboði hjá Framsókn í Hafnar-

firði er ótrúlega duglegt og gott fólk.

Listinn hefur á að skipa hópi fólks

með breiða þekkingu og reynslu. Á

listanum er einnig breitt aldursbil, en

það er að mínu mati mjög mikilvægt

að rödd unga fólksins fái að heyrast.

Rödd unga fjölskyldufólksins, sem

er að hefja sína baráttu og vill fá að

Eygló Harðardóttir

taka þátt í að byggja upp gott og fjöl-

skylduvænt samfélag til framtíðar.

Oddviti listans, Ágúst Bjarni, er

málsvari þessa fólks í Hafnarfirði.

Eftir að hafa unnið með honum,

fylgst með honum að störfum og

séð hvernig hann gefur ekkert eft-

ir við það að koma sínum málum á

framfæri, er ég viss um að hann er

rétti kosturinn fyrir Hafnarfjörð.

Með hann í forystu, yrði bæjarstjórn

Hafnarfjarðar öflugri, betri og ein-

beittari á það sem mikilvægast er.

Framsóknarflokkurinn í Hafnar-

firði berst fyrir góðum málum og

stendur sterkur málefnalega. Stefna

flokksins í bænum tekur á öllum

mikilvægustu þáttum samfélagsins

og er í takt við stefnu Framsóknar

á landsvísu, þar sem segir að mað-

urinn og velferð hans skuli vera í

öndvegi. Þannig mun það svo sannar-

lega vera hér í Hafnarfirði á næsta

kjörtímabili með Framsókn í bæjar-

stjórn. Kæru bæjarbúar, ég styð og

treysti Ágústi Bjarna til góðra verka

á næsta kjörtímabili. Setjum X-B á

laugardaginn og byggjum upp fjöl-

skylduvænt samfélag til framtíðar í

Hafnarfirði.

Höfundur er ráðherra og skipar heiðurssæti lista Framsóknar í Hafnarfirði

#Halló Hafnarfjörður

2001 - 2014

13ára

# Hjá okkur færðu allar helstu prentlausnir sem völ er á...

Bæjarhraun 22 // 220 Hafnarfjörður // 544 2100 // [email protected]

Page 7: Gaflari 8. tbl. 2014

gafl ari.is - 7

BREYTUM SAMANBYGGJUM UPP

Kynntu þér öll stefnumál Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á › hafnarfjordur.xd.is

Við ætlum að:

Laða að ný fyrirtæki og auka tekjur bæjarfélagsins.

Taka á fjármálum af festu og ábyrgð.

Lækka gjaldskrár á leikskólum, til samræmis við nágrannasveitarfélög.

Stuðla að fjölbreytni í skólastarfi og net- og tölvuvæða skólana.

Gæða bæinn lífi með metnaðarfyllra skipulagi og öflugu menningarlífi.

Byggja upp miðstöð öldrunarþjónustu á Sólvangi.

Tryggja framboð á hagkvæmu húsnæði jafnt til sölu og leigu.

Bæta þjónustu við Hafnfirðinga og stuðla að opnara stjórnkerfi.

Page 8: Gaflari 8. tbl. 2014

8 - gafl ari.is

Viljum hafa konfekt í hverju horni í okkar búðÞau eru samheldin og geislandi hjónin

sem ég hitti eldsnemma einn morgun-

inn í blíðskaparveðri á Súfistanum.

Þetta eru þau Jón Örn Stefánsson og

Hildur Sigrún Guðmundsdóttir sem

eiga og reka Kjötkompaní. Jón Örn

er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði

en Hildur er Seltirningur sem hefur

búið í Hafnarfirði frá því þau Jón Örn

hófu búskap fyrir tæpum tuttugu og

fimm árum. Helgu Kristínu Gilsdóttur

lék forvitni á að vita hvað lægi að baki

þessari vinsælu sælkeraverslun sem

í haust fagnar fimm ára starfsafmæli

sínu.

Sameiginlegur mataráhugi, trúa á „conceptið“Hugmyndin kviknaði fyrir u.þ.b.

fimmtán árum þegar Jón Örn var

sölustjóri Kjötbankans. „Ég hafði

gengið með þetta í lengi í kollinum

og við hjónin fórum og förum enn

margar ferðir erlendis sem snerust

meira og minna um að skoða litlar

sælkeraverslanir þá helst í Frakk-

landi og Danmörku og svo er London

náttúrulega í sérflokki þegar kemur

að svona búðum. Þar sem við deil-

um sameiginlegum áhuga á mat og

matargerð lá þetta beint við og við

ákváðum að láta drauminn rætast“

segir Jón Örn.

Það varð því úr að Kjötkompaní

var stofnað ásamt tveimur öðrum

fjölskyldum í miðju hruni, eða haustið

2009. Ári síðar voru þau orðin ein

með búðina. „Við duttum inn á hús-

næði á besta stað, við vildum vera í

Hafnarfirði og staðsetningin er góð,

í alfaraleið og auðvelt að þjóna öllu

höfuðborgarsvæðinu. Við trúðum á

þetta „concept“ sem er að reka litla

sérverslun og bjóða upp á gæðavöru

sem ekki fæst annarsstaðar. Við

erum í góðu samstarfi við Kjötbank-

ann og höfum verið frá upphafi, fáum

að velja bestu bitana af skepnunni

sem við handerum svo sjálf í búðinni

hjá okkur“ segir Jón Örn.

Og í vor bættist enn við vöruúrval-

ið því nú er hægt að kaupa grænmeti

beint frá býli og því langar mig að

vita hvort til standi að stækka við

sig? „Nei alls ekki,“ segir Hildur, „okk-

ur finnst sjarmerandi að hafa gott

vöruúrval og miðað við það sem við

höfum séð erlendis þá er alveg ótrú-

legt hvað má finna í litlum búðum, og

við viljum hafa konfekt í hverju horni í

okkar búð.“

Línumaðurinn í Haukunum og feg-urðardísinUppvöxtur hjónanna var nokkuð ólík-

ur, því á unglingsárunum hélt Jón Örn

vestur á Ísafjörð á sumrin og starfaði

þar við uppskipun, „það var hörkupúl

en kenndi mér að vinna, og vinna þar

til verkinu var lokið, ég bý að þessu

enn í dag og set það ekki fyrir mig að

vinna langa vinnudaga.“

Á meðan Jón Örn stritaði fyrir vest-

an ferðaðist Hildur áhyggjulaus um

heiminn með fjölskyldu sinni vegna

starfa föður síns og bjó m.a. um tíma

á Indlandi. Hildur tók þátt í ungfrú Ís-

land 1987 og í Elite-fyrirsætukeppn-

inni hér heima sem gaf henni kost á að

reyna fyrir sér í fyrirsætubransanum

bæði hér heima og erlendis.

Það var svo árið 1987 að leiðir

þeirra lágu saman á Costa del Sol. „Ég

var reyndar búinn að ákveða þremur

árum áður að giftast þessari stelpu“

segir Jón Örn ákveðinn á svip. Ég

hafði séð hana eftir ball í Hollywood

og leist strax vel á hana. Ég var svo

staddur með félögunum á Costa del

Sol 1987 og fyrir tilviljun vorum ég

og vinur minn beðnir um að vera viku

lengur þar sem ferðaskrifstofunni

vantaði sætin okkar í flugvélinni.

Okkur fannst það nú lítið mál og svo

vel vildi til að Hildur kom einmitt til

Costa del Sol þessa „aukaviku“ sem

ég var þarna. Síðan höfum við verið

saman, ég dró Hildi til Hafnarfjarðar,

við eigum tvö börn, Írisi Telmu 23 ára

og Daníel Gauta sem er átta ára. „Og

fyrir nokkrum vikum urðum við amma

og afi sem er ólýsanleg tilfinning“

bætir Hildur við og ljómar þegar hún

segir það.

Á þessu árum lék Jón Örn hand-

knattleik með Haukum, var firna-

sterkur og fastur fyrir á línunni og

fyrirliðið liðsins um tíma. Hann hætti í

boltanum árið 1995 þegar uppgangur

Hauka í handboltanum var að hefjast.

„Þegar ég hætti var ég búinn að spila

undir stjórn Viggós Sigurðssonar og

Jóhanns Inga Gunnarssonar, þetta

eru tveir ólíkir þjálfarar, en frábærir

hvor á sinn hátt og eiga stóran þátt í

því að Haukar hafa náð jafn langt og

raun ber vitni. Svo var líka ómetan-

legt að kynnast Petr Bamruk, sem var

íþróttamaður á heimsmælikvarða á

þessum tíma. Hann færði æfingarnar

upp á hærra plan og veitti okkur hin-

um sem spiluðum með honum mikinn

innblástur.“

Býr að íþróttaiðkuninni ævilangtÍþróttaiðkun Jóns Arnar hefur heldur

betur komið sér vel því hann hefur

hrifið konu sína með sér í lið enda

má líkja atvinnurekstri við keppni

og það þarf að vera liðsheild í fyrir-

tækjum líkt og í handboltaliði. Saman

hafa þau búið til lið sem heitir Kjöt-

kompaní og þar starfa auk Jóns Arnar

og Hildar sextán starfsmenn. „Það

hefur skapast ótrúlega góð liðsheild

meðal starfmannanna hjá okkur og

við höfum verið heppin með starfs-

fólk. Þegar nýr starfmaður byrjar er

frábært að sjá þá sem fyrir eru taka

vel á móti honum og að sama skapi

erum við fljót að sjá hverjir passa

í okkar lið“ segir Hildur og Jón Örn

bætir við „það er líka gaman að sjá

að starfsfólkið virðir hvert annað og

vinnur saman og það hefur myndast

góð grúppa hjá okkur rétt eins og í

góðu handboltaliði. Við leggjum mik-

ið upp úr góðum starfsanda og að

stafsfólkið okkar viti hvernig á að

meðhöndla vöruna og miðli því til við-

skiptavina okkar.“

Haukafólk sem heldur með FH Þrátt fyrir að Jón Örn sé uppalinn

Haukamaður og Hildur hafi staðið

þétt við hlið hans þau ár sem hann

bæði lék og þjálfaði handbolta þá

veit enginn sína ævi fyrr en öll er. Nú

standa þau hjónin í nýjum sporum og

það í Kaplakrika. Einkasonurinn Dan-

íel Gauti er forfallinn fótboltaunnandi

og vill hvergi vera nema í FH. Og auð-

vitað eins og flestir foreldrar, gera

Jón Örn og Hildur allt fyrir börnin sín.

„Ég held svei mér þá að ég hafi séð

alla leiki FH í fótboltanum í fyrra-

sumar, bæði heimaleiki og útileiki“

segir Jón Örn og Hildur bætir við að

nú fylgist þau líka með liði Keflavík-

ur þar sem tengdasonurinn leikur

knattspyrnu. Jón Örn þjálfaði Írisi

Telmu í handboltanum á sínum tíma

en nú hefur fótboltinn og FH tekið

yfir um stund og þau eru sammála

um að það skemmtilegasta sem þau

geri sé að fylgja börnunum sínum

eftir. „Í FH er unnið gott og metnað-

arfullt starf, og á meðan strákurinn

er ánægður erum við ánægð, það

eina sem við sjáum athugavert við

FH er aðstöðuleysi“ segir Jón Örn „en

vonandi verður bætt úr því á næstu

misserum.“

Er alltaf gott í matinn?Jón Örn lærði til kokks í Hótel- og

veitingaskólanum á sínum tíma og

starfaði sem matreiðslumaður fram

til ársins 2000 þegar hann hóf störf

hjá Kjötbankanum. Þá fór hann að

huga meira að kjötvinnslunni sjálfri

sem svo færði hann á þann stað sem

hann stendur á í dag. Þau hjónin sjá

alfarið sjálf um rekstur fyrirtæk-

isins, Jón Örn á gólfinu í búðinni og

Hildur í bókhaldi og annarri umsýslu

og fer í afgreiðslu í búðinni ef á þarf

að halda. Skrifstofan er heima og

oftar en ekki er síðasti fundur dags-

ins tekinn á koddanum. Vinnudagur

Jóns Arnar er langur og því er heim-

ilishald og eldamennska á herðum

Hildar. Þegar ég spyr hvort það sé

alltaf gott að borða heima hjá þeim

eru þau sammála um að þau borði

bara venjulegan mat eins og flestir

aðrir. „Í gær var t.d. á óskalistanum

hjá þeim feðgum kjötbollur með káli,

sem þeir auðvitað fengu, en þegar

eitthvað stendur til og við erum

með matarboð eða annað er Jón Örn

alltaf liðtækur, en annars elda ég

bara venjulegan heimilismat,“ segir

Hildur og Jón Örn tekur undir þetta

og segir Hildi vera prýðiskokk enda

ávallt ljúft að koma heim eftir langan

Page 9: Gaflari 8. tbl. 2014

gafl ari.is - 9

GAFLARAR VIKUNNAR

Það var svo árið 1987 að leiðir

þeirra lágu saman á Costa del

Sol. „Ég var reyndar búinn að

ákveða þremur árum áður að

giftast þessari stelpu“ segir Jón

Örn ákveðinn á svip. Ég hafði

séð hana eftir ball í Hollywood

og leist strax vel á hana.

vinnudag, fá eitthvað gott að borða

og slaka á.

Vilja láta gott af sér leiðaViðtökur Kjötkompanís hafa verið

góðar og vaxandi og nú er svo kom-

ið að flesta daga vikunnar er brjálað

að gera. Árstíðir renna saman, jól og

páskar með tilheyrandi umstangi og

sumarið þegar allir vilja grilla góm-

sætar steikur – þetta rennur saman í

eitt. Frítíminn er því ekki mikill en Jóni

Erni finnst gaman að renna sér á skíð-

um og þeir feðgar hafa í vetur reynt

að draga Hildi með sér. „Annars finnst

okkur rosa gott að vera bara heima í

rólegheitum og ef síminn hringir ekki

er það ennþá meir næs“ segir Jón Örn.

En þau hjónin vilja líka láta gott af sér

leiða til samfélagsins og fyrir ári síðan

tóku þau þátt í fjáröflunarkvöldverði

ásamt fleirum til styrktar Barnaspít-

ala Hringsins í samvinnu við fótbolta-

kappann Guðlaug Victor Pálsson.

Kjötkompaní sá um matinn og söfnuð-

ust um 4.5 milljónir, en þegar lagt var

af stað í verkefnið var markmiðið að

safna tveimur milljónum. „Þetta gekk

vonum framar og var mjög skemmti-

legt“ segir Hildur og Jón Örn tekur und-

ir. „Við stefnum á að endurtaka leikinn

næsta vor og styrkja þá eitthvað ann-

að gott málefni.“

„En annars verjum við frítíma

okkar í að ferðast þegar það er

hentugt vegna búðarinnar, sinnum

börnum og búi og ætlum næst að

njóta þess að vera amma og afi“

segir Hildur.

Og þar með kveð ég þau hjónin

með þá trú í hjarta mínu að ástin geti

lifað lengi, lengi í blíðu og stríðu og

dagsins amstri – því Jón Örn og Hildur

eru góður vitnisburður þess.

Page 10: Gaflari 8. tbl. 2014

10 - gafl ari.is

Menningargöngur í Hafnarfirði

Í sumar verður boðið upp á vikulegar kvöldgöngur með leiðsögn alla fimmtudaga kl. 20. Hver ganga tekur um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.Göngurnar njóta stuðnings frá Hafnarfjarðarhöfn.

17. júlí Á milli vita – Sögusvið bóka Guðrúnar HelgadótturGengið frá Hafnarborg24. júlí Spor Guðjóns Samúelssonar í HafnarfirðiGengið frá Hafnarborg31. júlí Skrúðgarðurinn Hellisgerði Gengið frá innangi Hellisgerðis við Reykjavíkurveg7. ágúst Verslunarsaga HafnarfjarðarGengið frá Hafnarborg14. ágúst Söguganga um gamla bæinnGengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins

21. ágúst Nýjar kirkjur í nýjum kaupstað Gengið frá Hafnarborg28. ágúst Bíóin í HafnarfirðiGengið frá Hafnarborg

Byggðasafn HafnarfjarðarVesturgata 8220 Hafnarfjörðurwww.hafnarfjordur.is/byggdasafn

HafnarborgStrandgata 34220 Hafnarfjörðurwww.hafnarborg.is

5. júní Lífæð atvinnulífs – HafnarfjarðarhöfnGengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins12. júní Eilífur straumur – saga rafmagns og virkjana í HamarskotslækGengið frá Hafnarborg 19. júní Konur sem setja svip á söguna Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins

26. júní Á milli þilja – ljósmyndasýning við strandstíginnGengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins3. júlí Hjátrú og hindurvitniGengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins10. júlí Friðuð og falleg hús Gengið frá Hafnarborg

Menningargöngur í Hafnarfirði

Sumargöngur 2014

Umgengni á Völlum til skammar

FRÉTT Mikil umræða hefur verið um umgengni og útlit bæjarins að undan-

förnu. Skemmst er að minnast umræðunnar um svokölluð kratatyppi í mið-

bænum, en margir vilja sjá þau burt eða í það minnsta skreytt.

Einnig hefur mörgum blöskrað umgengnin á iðnaðarsvæðinu á Völlunum, en svo

virðist sem fyrirtækjunum sé engin takmörk sett í umgengni og umhirðu á lóðun-

um í kringum húsin. Eins og myndirnar bera með sér er alvarlegra úrbóta þörf enda

er það á stefnuskrá allra flokka að fegra Vellina og ljóst er að bæjaryfirvöld og

eigendur iðnaðarhúsnæða í bænum þurfa að fara í stórátak til að svo megi vera.

Ljóst að úrbóta er þörf

Page 11: Gaflari 8. tbl. 2014

gafl ari.is - 11

YFIKJÖRSTJÓRN Í HAFNARFIRÐI

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninganna í Hafnarfirði 31. maí 2014 hefst klukkan 09:00 og lýkur kl. 22:00

Lækjarskóli

Víðistaðaskóli

1. kjördeildÍsl. bús. á Norðurl.Óstaðsettir í húsArnarhraunAusturgataÁlfabergÁlfaskeiðÁlfholtÁsbúðartröðBerjahlíðBirkibergBirkihlíðBirkihvammur

2. kjördeildBjarmahlíðBlikaásBrattakinnBrattholtBrekkuásBrekkugataBrekkuhlíðBrekkuhvammurBurknabergBæjarholtBæjarhraunDalsásDalshraunDofrabergDvergholtEfstahlíðEiniberg

EinihlíðEngjahlíðErluásErluhraunEyrarholt

3. kjördeildFagrabergFagrahlíðFagrakinnFagrihvammurFálkahraunFjarðargataFjóluásFjóluhlíðFjóluhvammurFlatahraunFornubúðirFuruásFurubergFuruhlíðGarðstígurGauksásGlitbergGrenibergGrænakinnGunnarssundHamarsbrautHamrabyggðHáabarðHáabergHáakinn

HáholtHáihvammurHellubraut

4. kjördeildHlíðarásHlíðarbrautHnotubergHoltabyggðHoltsgataHólabrautHólsbergHraunstígurHringbrautHvaleyrarbrautHvammabrautHvassabergHverfisgataHörgsholtJófríðarstaðavegurKaldakinnKelduhvammurKjarrbergKjóahraunKlapparholtKlausturhvammurKléberg

5. kjördeildKlettabergKlettabyggðKlettahraun

KlukkubergKríuásKrókahraunKvistabergKvíholtLindarbergLindarhvammurLinnetsstígurLjósabergLjósatröðLóuásLóuhraunLyngbarðLyngbergLynghvammurLækjarbergLækjargata

6. kjördeildLækjarhvammurLækjarkinnMánastígurMávahraunMelholtMiðholtMjósundMosabarðMóabarðMóbergMýrargataNæfurholtReyniberg

ReynihvammurSelvogsgataSkálabergSkipalónSkógarásSkógarhlíðSkólabrautSkútahraunSléttahraunSmárabarðSmárahvammurSmyrlahraunSólbergSóleyjarhlíð

7. kjördeildSólvangsvegurSpóaásStaðarbergStaðarhvammurStapahraunSteinahlíðStekkjarbergStekkjarhvammurStekkjarkinnStrandgataStuðlabergSuðurbrautSuðurgataSuðurholtSuðurhvammurSunnuvegur

SvalbarðSvöluásSvöluhraun

8. kjördeildTeigabyggðTinnubergTjarnarbrautTraðarbergTrönuhraunTúnhvammurUrðarstígurÚthlíðVallarbarðVallarbrautVallarbyggðVesturholtVitastígurVíðibergVíðihvammurVörðubergÞórsbergÞrastahraunÞrastarásÞúfubarðÖldugataÖlduslóðÖldutún

9. kjördeildAkurvellir BerjavellirBjarkavellirBlómvangurBlómvellirBreiðvangurBrunnstígurBurknavellir

10. kjördeildDaggarvellirDrangagataDrekavellirEinivellirEngjavellirEskivellirFífuvellirFjóluvellirFléttuvellir

11. kjördeildFlókagataFuruvellirGarðavegurGlitvangurGlitvellirHafravellirHeiðvangurHellisgataHerjólfsgataHjallabrautHnoðravellirHraunbrúnHraunhvammur

12. kjördeildHraunkamburHrauntungaHraunvangurKirkjuvegurKirkjuvellirKlettagataKlukkuvellirKrosseyrarvegurKvistavellirLangeyrarvegurLaufvangurMerkurgataMiðvangur

13. kjördeildNorðurbakkiNorðurbrautNorðurvangurNönnustígurReykjavíkurvegurSkerseyrarvegurSkjólvangurSkúlaskeiðSmiðjustígurSuðurvangurSævangurTunguvegurUnnarstígur

VesturbrautVesturgataVesturvangurVíðivangurVörðustígurÞrúðvangur

Ath. Kjósendum ber að framvísa skilríkjum.Yfirkjörstjórn er með aðsetur í Lækjarskóla.Talning atkvæða fer fram í Lækjarskóla.

Page 12: Gaflari 8. tbl. 2014

12 - gafl ari.is

Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

TILVERAN

Starf? Er sérnámssjúkraliði (Sér-

námssjúkraliðar gegna sama starfi

og hjúkrunarfræðingar á öldrunar-

stofnunum)

Bókin á náttborðinu? Bókmennta-

og kartöfluböku félagið eftir Mary

Ann Shaffer & Annie Barrows lofar

góðu. The Freedom Writers Diary,

sönn saga um hvernig kennari og

150 unglingar notuðu ritað mál til

að breyta sjálfum sér og heiminum í

kringum þá.

Play-listinn í ræktinni? Það er ekkert

sérstakt sem ég hlusta þegar ég er á

göngu sem er mín aðal líkamsrækt, er

nánast alæta á tónlist þannig það er

bæði gamalt og nýtt hverju sinni.

Fallegasti staðurinn í Hafnarfirði?Það er víða fallegt í Hafnarfirði,

margar fallegar gönguleiðir, en Hellis-

gerði er án efa einn af fallegustu

stöðum í Hafnarfirði.

Uppáhaldsmatur? Grillaður eða soð-

inn lax með nýjum kartöflum, græn-

meti og smjöri er eftirlætið mitt.

Uppáhaldshúsverkið? Já húsverk-

in, þá held ég að eftirlætið mitt sé

þvottahúsið.

Ertu í eihverju félagi eða félags-skap? Nei ég er ekki í neinum sér-

stökum félagasamtökum en alltaf í

góðum félagskap.

Áhugamálin? Helstu áhugamál mín

eru handavinna og bústaðurinn minn,

þangað fer ég þegar ég er í fríi, eins

vil ég vera með barnabörnunum

mínum eins mikið og ég get, það eru

gæðastundir, þau eru svo fljót að

stækka.

Það sem gefur lífinu gildi? Er dag-

lega amstrið, núið og einfaldleikinn.

KÍKT Í KAFFI Sjúkraliðar gegna mikilvægu starfi inn á sjúkrastofnun-um. Þeir hafa, eins og svo margar aðrar starfséttir undanfarið, staðið í kjarabaráttu. Nýverið skrifaði samninganefnd þeirra undir nýjan samn-ing en enn á eftir að greiða atkvæði um hann. Annar Ruth Antonsdóttir er sjúkraliði á Hrafnistu í Hafnarfirði. Gaflari kíkir í kaffi til hennar að þessu sinni.

Daglegt amstur, einfaldleik-inn og núið gefa lífinu gildi

Hvaða fram-boð eru með dýravernd á stefnuskrá í Hafnarfirði?

Dýravinum er mikið

niðri fyrir að fá að

vita hvaða framboð

eru með dýravernd

á stefnuskrá sinni,

eða hefur hún alfarið gleymst ?

Dýraverndin er ein af göfugu

gildunum og því tel ég að hún eigi að

vera allstaðar í hávegum höfð. Hún

er líka uppeldislegt viðfangsefni

sem að foreldrar eiga að miðla til

barnanna sinna.

Fáir flokkar hafa sýnt dýra-

verndinni áhuga, hvað þá haft hana

á stefnuskrá fyrir kosningar. Ég

spyr, hvað veldur ? Sumir hafa þá

skoðun að dýravernd sé gædd hinni

kvenlegu orku og því hafi hún orðið

útundan. Mannkynssagan greinir

frá því að kona þurfti ekki annað en

að láta í ljós velvild til dýra, ganga

ein út um akra eða skóga eða að

safna lækingajurtum til að fá á sig

galdraorð og var hún brennd á báli

fyrir vikið. Eru fortíðardraugar

mannkynssögunnar að hrella okkur

ennþá með að réttlætið varðandi

dýrin nær ekki til fólksins ?

Ég óska komandi kynslóð að

dýravernd og umhverfisvernd verði

kennd í skólum í framtíðinni. Ekki

veitir af að vera meðvituð hvernig

hægt er að leiðrétta og bæta fyrir

mannlegt atferli sem skaðar um-

hverfi, náttúru og dýrin. Því miður

eigum við langt í land og heimurinn

allur. En aldrei of seint að byrja með

hugrekkið að leiðarljósi og breyta

slæmu í kærleika. Verum sjálf

breytingin til hins betra til að öðlast

heilbrigða dómgreind um leið.

Ég skora á öll framboðin sem

bjóða fram í sveitastjórnarkosning-

um í Hafnarfirði 2014 að bæta dýra-

vernd inná stefnuskrá sína.Kær kveðjaMaría Þorvarðardóttir.

Hvers vegna sjúkraliði? Átti náinn

aðstandenda sem veiktist alvarlega

og lést, á þeim tíma kynntist ég heil-

brigðisgeiranum og ákvað í kjölfarið

að læra sjúkraliðann.

Erfiðast við starfið er? Að geta

ekki alltaf uppfyllt þarfir sinna skjól-

stæðinga.

Besta við starfið er? Þakklætið og

hlýja frá skjólstæðingum yljar manni.

Hver ættu laun sjúkraliða að vera?Já góð spurning sjúkraliðar vilja geta

lifað af laununum sínum, 350.000kr.

lágmarkslaun.

Skemmtileg saga úr starfinu? Það

eru margar skemmtilegar sögur úr

starfinu sem kannski er ekki viðeig-

andi að tala um opinberlega. Það

sem mér finnst skemmtilegast er að

hlusta á heimilismenn tala um líf sitt,

meðalaldur minna skjólstæðinga er

ca. 90 ár þannig að lífsreynsla þessa

fólks er margvísleg.

Síðasta sms-ið? Kynningarfundir

um nýgerðann kjarasamning SLFI og

SFR.

Síðasti statusinn á Feisbókinni?Var umræðan um sykurmagn í alls

konar drykkjum, ótrúlegt hvað það er

mikill sykur í þessum drykkjum.

UNDIR GAFLINUM

Page 13: Gaflari 8. tbl. 2014

gafl ari.is - 13

Í spilaranumHvað er í spilaranum hjá Agnari Má Magnússyni?

Agnar Már Magn-ússon, píanóleikari,

er önnum kafin við

spilamennsku þessa

dagana. Hann var að

klára litla tónleikarispu með ba-

ssaleikaranum Richard Anderson og

vinum hans Simon Krebs gítarleikara

og Rasmus Schmidt trommara. Agn-

ar Már einnig á fullu við að undirbúa

vinnu við næsta söngleik í Borgar-

leikhúsinu sem verður Billy Elliot.

En hvað skyldi vera á fóninum hjá

Agnari Má?

„Ég hlusta mest í bíln-

um. Núna er búið að

rúlla diskasett með

Duke Ellington. Aðal-

lega diskarnir Piano in

the foreground og Together again þar

sem hann er með Louis Armstrong.

Svo hef ég verið að hlusta á Prokofi-

ev píanókonserta, og

plötu Richard Ander-

son, Intuitoin.“

Agnar Már skorar hér

með á gamla læriföður

sinn Magnús Kjartansson.

Kæri ungi kjósandi.AÐSEND GREIN Mig langar til þess

að skrifa þér lítið bréf.

Aðallega vegna þess að alltaf heyr-

ast áhyggjuraddir fyrir kosningar þar

sem áhyggjum er lýst af því að unga

fólkið okkar á Íslandi nýti ekki rétt

sinn til þess að kjósa. Einnig vegna

þess að mér þykir svo mikilvægt að

allir, líka þú, nýti þennan rétt.

Kosningaréttur Fyrr á öldum réðu á vesturlöndum

einræðisherrar, konungar og keisarar

en ekki lýðurinn/fólkið, þá var ekki

kosið. Nú ræður lýðurinn/við, fólkið

og þar með þú.

Kosningarréttur er réttur fólks til

þess að fá að taka þátt í lýðræðis-

legum kosningum. Þetta er stjórn-

arskrárvarinn réttur sem hefur ekki

alltaf verið sjálfsagður og í raun

þurfti fólk fyrr á tímum að berjast

blóðugri baráttu til þess að fá kosn-

ingarrétt. En Það að fá að kjósa er

að fá að velja. Velja þá sem þú vilt að

stjórni. Allir fá eitt atkvæði til þess

og er hvert atkvæði dýrmætt og mik-

ilvægt.

SveitastjórnarkosningarÍ sveitarstjórnarkosningum er það

þannig að þeir sem vilja bjóða sig

fram og leggja sitt af mörkum og

gera samfélag okkar betra skipa sér

saman í flokka. Oftast eftir málefn-

um. Hér í Hafnarfirði eru sex flokkar

sem bjóða sig fram.

ÁskorunÉg skora á þig ungi kjósandi, ef þú hefur

ekki nú þegar gert það, að kynna þér

málefnaskrár flokkanna og athuga

hvort flokkarnir hafa á sinni stefnuskrá

það sem þér finnst mikilvægast að

verði gert í málefnum sem skipta þig

máli. Þú getur lesið þér til um málefni á

vefsíðum flokkanna eða komið í heim-

sókn til framboðanna, en öll framboðin

í Hafnarfirði eru með opnar kosninga-

skrifstofur niðri í miðbæ Hafnarfjarð-

ar. Mættu svo á kjörstað og nýttu þitt

mikilvæga og dýrmæta atkvæði og

veldu þann flokk sem þér lýst best á.

Ef enginn af þeim flokkum sem bjóða

fram í Hafnarfirði er að þínu skapi er

mikilvægt að mæta samt á kjörstað og

skila auðu. Það að skila auðu er í raun að

segja. Mér lýst ekki á neitt af því sem er

í boði og vil ég láta vita af því.

Ég hlakka til að sjá þig á kosn-

ingaskrifstofu Vinstri grænna sem

er opin 16-18 alla virka daga fram að

kosningum og allan laugardaginn,

kosningardaginn á Strandgötu 11.

Ég mun taka vel á móti þér.

Bestu kveðjur

Elva Dögg.

Höfundur er lögmaður og myndlist-arkona og skipar annað sæti Vinstri

grænna í Hafnarfirði

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDSðurh 5, Rv 5 1 00 t n

Sverrir Einarsson

Kristín Ingólfsdóttir

HinrikValsson

Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir

Mundu að kjósa!Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá

sýslumanninum í Hafnarfirði að Bæjarhrauni

18, 3. hæð sem hér segir:

Virka daga frá kl. 9-19.

Uppstigningardag frá kl. 13-16.

Kjördag 31. maí frá kl. 10-12.

Hægt er að kjósa í Laugardagshöll frá og með

19. maí frá kl. 10-22.

Kynntu þér stefnumál

Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á › hafnarfjordur.xd.is

Ertu að fara út úr bænum um helgina?

Óskum hafnfirskum sjómönnum til hamingju í tilefni sjómannadagsins

Page 14: Gaflari 8. tbl. 2014

14 - gafl ari.is

Er þetta ekki bara komið gott - Er ekki kominn tími á breytingar ?AÐSEND GREIN Eftir 12 ára valdatíð

vinstri stjórnar hér í Hafnarfirði er

kominn tími á breytingar. Hafnarfjörð-

ur hefur setið í fjötrum skuldasetn-

ingar í alltof mörg ár sem kemur best í

ljós þegar horft er á skuldarstöðu bæj-

arins og afleiðingar hennar. Eða hvað ?

Sætta bæjarbúar sig við að lifa í sam-

félagi stöðnunnar þar sem skuldar-

staðan er við efstu mörk og stöðnun

hefur verið í uppbyggingu atvinnulífs-

ins undanfarin ár?

Aðbúnaður og aðstaða með ólík-indum Grunn –og leikskólar hafa í auknu mæli

færst fjær nútímanum og átt í fullu

fangi við að bregðast við vænting-

um samfélagsins, menntakerfisins

og þeirra sem grunnskólana sækja.

Aðbúnaður og aðstaða starfsfólks

grunn- og leikskóla er víða orðin með

ólíkindum, sem hlýtur að bitna á gæð-

um kennslunnar og ef ekki væri fyrir

þrautseiglu starfsfólks stæðum við

mun verr í dag. Úrbætur þarf að gera

í tölvu og tæknimálum og færa nær

kröfum nútímans. Sem dæmi má

benda á að grunnskólar hafa ekki allir

aðgang að þráðlausu neti, skjávarpa

vantar víða og tölvubúnaður oftar

en ekki gamall og úr sér genginn. Eru

bæjarbúar tilbúnir að setja X við þessa

staðreynd í komandi kosningum og

samþykkja að þetta sé í lagi ?

Eigum við að sætta okkur við þetta?Er í lagi að í sumum hverfum eigi eftir

að ganga frá gangstéttum og því sé

erfitt og í raun hættulegt fyrir íbúa að

komast heim og að heiman. Erum við

sátt við frágang nýrra hverfa eins og

Vallahverfis og Áslands? Er boðlegt að

bjóða þessum hverfum upp á grjót og

möl í stað grass og gróðurs? Getum við

sætt okkur við háspennulínu nánast

fyrir ofan húsþökin okkar? Er ásættan-

legt að vegtengingar séu ófrágengnar

og að göngu- og hjólastígar séu hálf-

kláraðir? Eigum við að sætta okkur við

ástandið eins og það var síðastliðinn

vetur, þar sem snjór var aðeins í litlum

mæli skafinn af götum og gangstétt-

um, með vel þekktum afleiðingum?

Viljum við sætta okkur við þetta, setja

X við þetta ástand og halda áfram á

sömu braut næstu 4 árin til viðbótar?

Við viljum breytingarVið viljum breytingar, ekki satt?

Ábyrgð okkar Hafnfirðinga er mikil

og ákvörðunin um hvar við setjum X í

komandi kosningum er mikilvæg. Það

þarf kjark og þor til að takast á við það

mikla verkefni að vinna upp undan-

farin ár, með þarfir og væntingar íbúa

að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn í

Hafnarfirði hefur á stefnuskrá sinni

áherslur sem marka upphaf að betri

framtíð Hafnarfjarðar, fái hann um-

boð til þess.

Ég er þess fullviss að núverandi

ástand kalli á breytingar og að nú sé

komið nóg af vinstri stjórn í þessu bæj-

arfélagi. Nýtum kosningarétt okkar,

göngum að kjörborðinu næstkomandi

laugardag og lýsum því þar yfir að við

viljum breytingar.

Setjum X við Sjálfstæðisflokkinn

og tökum þannig saman þátt í upp-

byggingu Hafnarfjarðar til framtíðar.

Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálf-

stæðisflokksins í Hafnarfirði

Kristín Thoroddsen

Page 15: Gaflari 8. tbl. 2014

gafl ari.is - 15

ÍÞRÓTTIRAuglýsing 93x25 mmAuAuAuAuAuAuAAuAuAuAAuAuAAuAuuuuAuAAuAuAAAAAuAuuuuAuAAAAAuuuuuAuAuAAAAuuuAuAAAAuAAuAuAuuAuAuAuAAAAAAuAuuAuAAAAAAAAAAAuAuAuAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAuAuAuAAAAAAAAAAAAAAAAAAuAAAAAAAAAAAAAAAAAuuAuAAAAAAAAAAuAuuAuAAAuAuAuAuAuAuAuAuuuuuuuuuuuuuAuAuuuuAuuuuuuuuAuuAuAuAuuuuuAuAuuAuAuAuuAAAAuAAAuAuAAAAuAuuuuAAuAuAuAAAuuuuuuuuuAuAAuAuAuAuuuuuuuuAAAAuuuuuuuuAuAuuAuuuuAuAuuuuAAAAuAuAAuAAuuuuuAAAuAAAuuAAAuAuuAAAuAAAuuuuuuuuggggggggglggglglgllglggggglglglgggggggllglllgggglglgllggggggggglglglgggggggglglggggggglggggggglgglglglglgllggggggglglgllggglglgggggglgllglgggglgglgllgggglgllgggggggglggggggggggggggggggglglglgggggglglgggggggggglgggggggggggggggglgggggggggggggglggggggglgggglglgggglglggglggggglgglglglglggggglglggggglggggllggggllgglgglgllgllgggggllggglllgggggllgggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg ýýýýýýýýýýýýýsýsýýýýýýýýýýýýýsýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýý iiiiiiininnnnnnnnnnniiiiiinnnniiinnnniiinnnniiininnnnnnnnnnniiniinnnnnniinnnniinnnnnininniinnnniinnnnnnninnnnnnnnnnniinnnnnnnnnnnnnnnnnnniinnniinnniiinnnniiiiiiinnnniiiiiinnniiiiiiiinnnnnniiiiiiiiinnniiiiiiiinnnggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg

33333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333333x2x2xxx2xx2x2x2x2x2x2xxx2x2xx2xx2x2xx2x2x2x2x2x2xx2x2x2x2x 555555555555555555AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA99999999999993939939399999939999999933999999999999999999999993999399399399939993999999999393999999999339999999999999399999999999999939999999999999999999999999993999999999999999993393999999999999993999999993399999999339999999999999993999999339999999999999999999999999999999999999999999

Frétta- ogmannlífsvefurinn

ýsýýsýsýsýýýsssýsssssýsssssssssýssýssýsýsýsýssýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýý iiiiiiiiinnnnnnnnnnnnnnnnniiiiinnnnnnnnnnnnnnnininiiniiiinnnnnnnnnnniiiiinnninnnniiiiiinnnnnnnnnniiiinnnnnnnniiiiinnnnnnniiiiiiinnnnnnnniiiiiininnnnnnniiiiiii ggggggggggggggggggggggggg ggggggggggggggggggggggggg g g g g ggggggggg gg ggggggggggg ggggggg gggggg ggggg gg ggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg5 5 55 555555 555555555555555555555 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

HANDBOLTI MÞað er varla

búið að þurrka svitann af park-

etinu eftir handboltavertíðina

en forráðamenn deildina er

strax farnir að undirbúa næsta

tímabil. FH-ingar, sem duttu út

í 4-liða úrslitum gegn Haukum,

hafa gert samning við Ragnar

Jóhannsson. Ragnar , oft

nefndur mjólkurbílinn, hefur

spilað með FH síðstliðna tvo

vetur var gríðarlega öflug-

ur á síðustu leiktíð. Mörg

félög settu sig í sambandi við

Ragnar en hann hefur ákveðið

að vera áfram hjá FH næsta

ár en stefnan er svo tekin út í

atvinnumennsku.

Haukarnir hafa svo fengið

til sín tvítugan hornamann frá

Seltjarnarnesi, Vilhjálmur Geir

Hauksson að nafni. Vilhjálmur er

vinstri hornmaður og varð marka-

hæstur í liði Gróttu á síðustu leik-

tíð þegar hann skoraði 106 mörk

í 19 leikjum. Fyrir tölfræðiáhuga-

menn þá eru það rúmlega 5 mörk í

hverjum leik.

Leikmannamálin hjá félögun-

um þremur úr Firðinum eiga mjög

líklega eftir að taka einhverjum

breytingum og það verður gam-

an að sjá hvaða nýju trjákvoðu-

klístruðu hendur eiga eftir að

henda boltanum í Hafnarfirði á

næsta ári.

Ragnar áfram í FH og nýr hornamaður í Hauka

FÓTBOLTI Landsliðsþjálfararnir

Lars Lagerback og Heimir Hall-

grímsson tilkynntu nú á dögunum

hvaða leikmenn munu taka þátt

í æfingaleikjum landsliðsins við

Austrríki og Eistland. Leikurinn

gegn Austurríki mun fara fram 30.

Maí í Innsbruck en Eistarnir koma

hinsvegar í heimsókn 4.júní og mun

leikurinn fara fram á Laugardals-

vellinum.

FH-ingar í hópnumÍ hópnum eru nokkur andlit sem

Hafnfirðingar ættu að kannast við.

FH-ingurinn Kristján Gauti Emils-

son fær sitt fyrsta tækifæri með

A-landsliðinu en hann mun einung-

is spila gegn Eistlandi hér heima en

ekki Austríki. Einnig eru í hópnum

uppöldu FH-ingarnir þeir Gylfi Þór

Sigurðsson og Emil Hallfreðsson.

Sala á leikinn hér heima er hafin og

hvetjum við alla til að fjölmenna og

styðja strákana.

Kristján Gauti Emilsson inn í landsliðshópinn

80 ökumenn kærðir fyrir of hraðan aksturFRÉTT Lögregla hvetur ökumenn til

að virða hraðaakstur

Brot 80 ökumanna voru mynduð á Álftanesvegi í vikunni. Meðalhraði hinna brotlegu var 71 km/klst en á þess-um hluta vegarins hefur hámarkshraði verið lækkaður í 50 vegna framkvæmda sem nú standa yfir. Þeir sem hraðast óku mældust á 101 og 104. Búið er að grafa skurði meðfram veginum og á honum er nokkur umferð hægfara vinnutækja og því er mikilvægt að sýna aðgát.Lækkaður hámarkshraði er auglýstur skilmerkilega með umferðarmerkjum, en ökumenn virða þau að vettugi og aka um vinnusvæðið eins og að framan greinir. Lögreglan hvetur ökumenn til að virða hámarkshraða, jafnt á Álftanes-vegi sem annars staðar.

Kynntu þér öll stefnumál Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á › hafnarfjordur.xd.is

TRAUST FORYSTA FYRIR HAFNARFJÖRÐ

BREYTUM SAMANBYGGJUM UPP

Page 16: Gaflari 8. tbl. 2014

16 - gafl ari.is

Þórdís Bakkmann Kristinsdóttir

Dúx FlensborgarskólansÞórdís útskrifaðist með 9,36 í meðaleinkunn og 164 einingar en hún lauk prófi á þremur árum. Hún fékk verðlaun fyrir góðan árangur í eðlis-, efna- og stærðfræði, en hún var með einkunnina 10 í alls ellefu áföngum í stærðfræði.

Þórdís er hörkudugleg

til allra verka, hug-

myndarík hjálpsöm,

samviskusöm og undir-

býr sig vel fyrir allt sem hún gerir. Hún

er sérlega barngóð og er mikið fyrir

fj ölskyldu sína. Þórdís prjónar og heklar

húfur og vett linga á yngri systur sínar.

Svo hefur hún heklað skemmtilegar

dúkkur og fígúrur, sumt hannar hún

sjálf eða fi nnur frumlegar uppskrift ir.

Þórdís er lítillætið uppmálað sem hefur

alveg efni á að láta meira að sér kveða,

ég held að við öll myndum njóta góðs

af því.

Kristinn Samsonarson, faðir Þórdísar

Helsti kostur Þórdísar

er hvað hún er hjálp-

fús. Hún er alltaf til í að

hjálpa manni með hvað

sem er, hvort sem það er stærðfræði-

heimanámið eða heklverkefni. Svo er

hún einstaklega skilvirk í öllu sem hún

tekur sér fyrir hendur. Það er ekki auð-

velt að fi nna einhverja galla á Þórdísi.

Ef einhver er þá er það líkamsstaða

hennar þegar hún stendur. Hún er alltaf

svo bogin eitt hvað og myndi hækka um

nokkra sentímetra ef hún bara rétt i úr

sér.

Ingibjörg Ýr Jóhannsdótt ir, frænka og

vinkona Þórdísar

Hermann Óli DavíðssonÉg klára vinnuvikuna mína

í vinnuskólanum og á von

á því að skólastjóri Vinnu-

skólans verði með eitthvað skemmtileg

í boði. Á laugardaginn fer ég á Víkingsvöll

og sé mína menn í ÍH spila við Berserki.

Um kvöldið er bæði vorgleði ÍTH og 10

ára reunion hjá okkur 88 árganginum í

Setbergsskóla. Ég er virkilega spenntur

að hitta alla í árganginum en mest þó

söngvarann Friðrik Dór, hef heyrt að það

sé búið að rætast ágætlega úr honum.

Það er alltaf stemmning í Skógarhlíð-

inni á sunnudögum þar sem pabbi er

alltaf með eitthvað gott á boðstólnum,

mér finnst ekkert leiðinlegt að borða.

Aldrei að vita nema að maður kíki svo á

Godzilla um kvöldið, hef heyrt góða hluti

um hana frá Nonna vini mínum.

Þórunn ÞórarinsdóttirEftir vinnu á föstudegin-

um fer ég heim til mín og

geri mig fína því kvöldinu

verður eytt í matarboði hjá æskuvinun-

um, þeim Diddu og Sævari. Það verða

klárlega fagnaðarfundir eins og ávallt.

Laugardagurinn hefst á hlaupaæfingu

með hlaupahópi FH, er á þriðja nýliða-

námskeiðinu mínu, en að henni lokinni er

sumarhátíð hjá hinum frábæra leikskóla,

Norðurbergi. Einnig er fótboltaæfing

hjá eldri guttanum og kósýheit fram

eftir degi. Ég þarf líka auðvitað að muna

að kjósa eitthvað rosalega rétt. Kvöldinu

verður svo eytt í faðmi fjölskyldunnar.

Sunnudagurinn verður vonandi

pollrólegur með strákunum mínum og

mögulegt að helginni ljúki í Kaplakrika

á leik FH og Víkings.

STENDUR UPP ÚR

HELGIN MÍN

SKULDALEIÐRÉTTINGAR GEFA TÓNINNFRAMSÓKN FYRIR HEIMILIN

Áralöng barátta Framsóknar fyrir hag íslenskra heimila hefur nú skilað

sér í því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um skuldaleiðréttingu.

Við ætlum ekki að hætta þar.

Framsókn í Hafnarfirði setur heimilin

og fjölskyldurnar áfram í forgang.

Gerum Hafnarfjörð

að fjölskylduvænu

samfélagi til framtíðar.

• Betri húsnæðislausnir

• Betri skólar

• Betri frístundabíll

• Betri lífsgæði

• Betra ævikvöld

Viltu fjölskylduvænt samfélag?

Settu X við B

Kosningaskriftofa okkar er á Linnetsstíg 2 við Thorsplan - Verið velkomin