gaflari 8. tbl. 2015

16
FÖSTUDAGUR SIGGI THORBERGS & ÁBREIÐUBANDIÐ SÍÐASTI VETRARDAGUR EINAR ÁGÚST LAUGARDAGUR BIGGI Í GILDRUNNI MÆTIR MEÐ GÍTARINN DJ FRAMEFTIR NÓTTU STANSLAUS DAGSKRÁ ALLA BJARTA DAGA FRÍTT INN „Allt sem er hafnfirskt finnst mér vera fallegt.“ Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór er gaflari vikunnar. Hann spilar ásamt Jóni bróður sínum á tónlistarhátíðinni Heima í kvöld Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is miðvikudagur 22. apríl 2015 7. tbl. 2. árg. Heima í annað sinn 2 7 „Á meðan aðrir voru í sleik var ég að handmjólka kýr“ Kíkt í kaffi: Vonar að sumarið verði hlýrra og þurrara en síðustu sumur 14 FISKRÉTTIR TILBÚNIR Í OFNINN OPIÐ SUMARDAGINN FYRSTA 11-16 Helluhraun 16-18 220 Hafnarfirði Opið virka daga 11-18:30 laugardaga 12-15 prentun.is

Upload: gaflariis

Post on 21-Jul-2016

254 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Bæjarblaðið Gaflari sem kom út 22. apríl 2015

TRANSCRIPT

Page 1: Gaflari 8. tbl. 2015

FÖSTUDAGURSIGGI THORBERGS& ÁBREIÐUBANDIÐ

SÍÐASTI VETRARDAGUREINAR ÁGÚST

LAUGARDAGURBIGGI Í GILDRUNNIMÆTIR MEÐ GÍTARINN

DJ FRAMEFTIR NÓTTU

STANSLAUS DAGSKRÁ ALLA BJARTA DAGA

FRÍTT INN

„Allt sem er hafnfirskt finnst mér vera fallegt.“ Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór er gaflari vikunnar. Hann spilar ásamt Jóni bróður sínum á tónlistarhátíðinni Heima í kvöld

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is miðvikudagur 22. apríl 2015 7. tbl. 2. árg.

Heima í annað sinn2

7 „Á meðan aðrir voru í sleik var ég að handmjólka kýr“Kíkt í kaffi: Vonar að sumarið verði hlýrra og þurrara en síðustu sumur14

FISKRÉTTIRTILBÚNIR Í OFNINN

OPIÐ SUMARDAGINN FYRSTA

11-16

Helluhraun 16-18 • 220 HafnarfirðiOpið virka daga 11-18:30

laugardaga 12-15

pren

tun.is

Page 2: Gaflari 8. tbl. 2015

2 - gaflari.is

FRÉTTIR Á dögunum urðu eig-endaskipti á Írska barnum við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. „Staðnum verður lítillega breytt. Hugmyndin er að bjóða upp á miklu fleiri viðburði og skemmtanir og úrval bjórtegunda verður stóraukið, enda hefur orðið mikil breyting á bjórmenningu Íslendinga sl. ár.

„Við gerðum líka samning við „Mafíuna“ (stuðningsmannasveit FH liðsins) sem ég er ákaflega ánægður og stoltur af að tilheyra, þar er öflugt og gott fólk og stórt sumar framundan í fótboltanum hjá FH. Við komum til með að brydda upp á fjölmörgum nýjungum sem ekki hafa verið í boði hér innanbæjar í töluverðan tíma, enda ekkert nema eðlilegt að það sé staður í bænum sem hefur aðstöðu til og getur boðið upp á lifandi tónlist,“ segir Ólafur Guðlaugsson, forsvarsmaður nýja staðarins.

Ólafur hefur um árabil stýrt skemmtanahaldi á veitingahúsinu SPOT í Kópavogi sem hefur verið

fararbroddi þegar kemur að lifandi tónlist og uppákomum.

„Ég og konan mín erum bæði Hafnfirðingar og þegar okkur bauðst þessi staður þurftum við ekki að hugsa okkur um tvisvar enda húsnæði afar vel staðsett og stærð staðarins heppileg og með marga skemmtilega möguleika til að stækka enn frekar,“ segir Ólafur. Staðurinn mun áfram sinna því hlutverki að vera „hverfispöbb“ en einnig verður aðstaða fyrir beinar erlendar útsendingar bætt verulega.

„Við eigum svo mikið af góðum vinum í tónlistarbransanum sem hafa unnið með okkur lengi og það er mikil eftirvænting í þeim líka að koma og skemmta Hafnfirðingum. Við byrjum fyrstu vikuna með pompi og prakt, enda fer hér fram í bænum heljarmikil bæjarhátíð og tónleikadagskrá og það verður opið síðasta vetrardag og alla helgina langt frameftir. Einar Ágúst, jafnan kenndur við Skítamóral, hefur leik á miðvikudagskvöldið og að sjálfsögðu er frítt inn.

Eva Lín Vilhjálmsdóttir, varabæjar-fulltrúi Samfylkingarinnar, tók sæti á síðasta bæjarstjórnarfundi og skráði nafn sitt þar með í hafnfirskar sögubækur. Eva Lín er fædd árið 1995 og er því yngsti bæjarfulltrúi í sögu bæjarins.

Eva Lín segir að áhugi hennar á pólitík hafi vaknað í tengslum við alþingiskosningarnar síðustu þar sem mikil umræða var í skólanum um stjórnmál. „Ég ákvað að kynna mér stefnu flokkanna og hvað þeir standa fyrir og sá að Samfylkingin var sá flokkur sem féll að mínum lífsskoðunum.“

Eva Lín gekk svo til liðs við Unga jafnaðarmenn í Hafnarfirði og ákvað að taka skrefið til fulls í bæjarstjórnarkosningunum. „Við ræddum að eitthvert okkar ætti að bjóða sig fram. Þó að maður sé ungur getur maður tekið þátt og haft áhrif og þar sem ég hafði bullandi áhuga ákvað ég að slá til.“

Eva Lín segir að hún hafi ekki endilega átt von á því að komast í bæjarstjórn svona í fyrstu atrennu. Þegar kallið kom hins vegar skoraðist varabæjarfulltrúinn ungi ekki undan merkjum og ekki nóg með það heldur lagði hún fram sína fyrstu tillögu þar sem lagt var til að hinseginfræðsla og –ráðgjöf yrði efld í grunnskólum Hafnarfjarðar. Bæjarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til fræðsluráðs til frekari umfjöllunar. „Ég var frekar stressuð, fann smá skjálfta í hnjánum og var þurr í munninum þegar ég steig í pontu en þetta var gott stress. Það var líka mjög vel tekið á móti mér þannig að þetta var mjög jákvæð og skemmtileg lífsreynsla.“

- Heldur þú að þú munir helga líf þitt pólitíkinni ? „Ég veit það ekki - allavega frítímanum. Ég er rétt að byrja.“

Heima haldið í annað sinnFRÉTTIR Tónlistarhátíðin HEIMA verður haldin í annað

sinn, síðasta vetrardag, og markar upphaf Bjartra daga í Hafnarfirði. „Markmiðið er að kveðja þennan grimma vetur, fagna komandi sumri, hafa gaman af lífinu, njóta samvista og heimsækja hvert annað,“ segir Kristinn Sæmundsson, einn skipuleggjandanna.

Á HEIMA spila 13 hljómsveitir/listamenn í 13 HEIMA-húsum í miðbæ Hafnarfjarðar.

Hver konsert er u.þ.b. 40 mínútur og hver hljómsveit spilar tvisvar, í sínu húsinu í hvort sinn.

Guðlaug Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi, er einn þeirra Hafnfirðinga sem bjóða heim í stofu til sín. „Ég sá fyrstu hátíðina auglýsta og fannst þetta frábær hugmynd. Ég gladdist mjög þegar ég sá síðan auglýst eftir stofum til að hýsa tónleika, því mér fannst mjög spennandi að fá að taka þátt.“

Í fyrra hýsti Guðlaug Fjallabærður og Mono Town og það má segja að hún sé ríkari fyrir vikið. “Ég þekkti lítið til Fjallabræðra en er mikill aðdáandi núna. Mono Town, þekkti ég ekkert til en hef haft gaman af að fylgjast með síðan, nú síðast þegar þeir fengu tónlistarverðlaun.“

Gestir Guðlaugar í ár eru ekki af verri endanum og margir myndu eflaust vilja vera í hennar sporum síðasta vetrardag en hennar gestir verða Eivör Pálsdóttir og MC Gauti og Agent Fresco. „Þú hittir naglann á höfuðið með að ég verð örugglega mjög „starstruck“ þegar þessir frábæru

listamenn verða komnir hér inn á gólf. Ég held mikið upp á Eivöru en þekki minna til hinna.“

Guðlaug segir að sér finnist lítið mál að opna heimili sitt fyrir ókunnu fólki. „Stemningin í fyrra var mjög glöð og hlýleg, virkilega heimilisleg. Fólk var almennt mjög ánægt. Það skapaðist líka svo mikil nánd milli flytjenda og njótenda sem býr til einhvern alveg einstakan galdur.“

Guðlaug segir að það sé bara einn galli við að opna heimili sitt. “Maður fer þá síður á milli yfir í hin húsin. Ég held að það hljóti að vera einstök upplifun að þræða milli heimila og reyna að komast yfir sem mest af dagskránni. Ég á þá upplifun þá bara eftir.“

Eigendaskipti á Írska barnum:Verður Ölhúsið - Ölstofa Hafnarfjarðar

„ Mér finnst þetta svo flott framtak og sniðug hugmynd.“

„Ég er rétt að byrja“

R E Y K J AV Í K U R V E G I 6 0

Page 3: Gaflari 8. tbl. 2015

gaflari.is - 3Armbönd á HEIMA verða afhent í Bæjarbíói á tónleikadag og opnar húsið kl. 16:00

Kynntu þér dagskrá Bjartra daga og HEIMA á www.hafnarfjordur.is

22. – 26. APRÍLBjartir dagar hefjast á síðasta vetrardag samhliða Heimahátíðinni og þann dag verður mikið um að vera í Hafnarfirði. Dagskrá Bjartra daga hefst á því að fjórðubekkingar allra grunnskólanna syngja inn hátíðina á Thorsplani kl. 10 og eftir það brestur á með margvíslegri dagskrá um allan bæ sem samanstendur af fjölbreyttum tónleikum, sýningum, samsöng og fræðslugöngum auk þess sem leikskólarnir verða búnir að skreyta stofnanir og búðir í miðbænum.

Gakktu í bæinn hefur markað sér veglegan sess á Björtum dögum en þá bjóða listamenn heim í spjall og léttar veitingar. Það er gaman að kynna sér ólík viðfangsefni listamanna sem taka vel á móti gestum og gangandi. Gakktu í bæinn á síðasta vetrardag og komdu við.

Frábærir tónleikar prýða dagskrá Bjartra daga og má þar nefna Bjartmar Guðlaugsson, jasstónleika

Andrésar Þórs ásamt hljómsveit, tónleika Camerarctia með Hönnu Dóru Sturludóttur söngkonu í fararbroddi, Karlakórinn Þresti ásamt Magga Eiríks, afmælistónleika Kvennakórs Hafnarfjarðar, klassíska stofutónleika á Selvogs-götu, samsöng á Kænunni og síðast en ekki síst spennandi tónleika Ungmennahússins í undirgöngum Setbergs og Kinnahverfis.

Boðið er uppá tvær ólíkar en spennandi fræðslugöngur. Önnur er á vegum Skógræktar-félags Hafnarfjarðar en hin nefnist húsaganga og fjallar um byggingararf Hafnfirðinga og er á vegum Byggðasafnsins.

Margt fleira er í boði og hluti Bjartra daga er hátíðardagskrá á Thorsplani þegar við fögnum langþráðri komu sumars á sumardaginn fyrsta. Við hvetjum alla til að kynna sér dagskrána vel hér í blaðinu. Góða skemmtun á Björtum dögum og HEIMA.

Page 4: Gaflari 8. tbl. 2015

4 - gaflari.is

19:15 Hátíðin sett í portinu bak við gamla Lækjarskóla. 20:00-20:45 Lúðrasveit Þorláksh. & Jónas Sig @ Halla og Drífu 2 Mjósundi 10

Eivör @ Stellu og Óla Palla 4 Lóuhrauni 3

Þórunn Antonía & Bjarni @ Kára og Alice 6 Brekkugötu 2

Dimma @ Ingu og Gylfa 8 Austurgötu 16

Jón Jónsson & Friðrik Dór @ Írisi og Hauki 5 Kjóahrauni 14

20:20-21:05 KK @ Ragnari og Elvu 10 Austurgötu 41

MC Gauti & Agent Fresco @ Guðlaugu 1 Kirkjuvegi 4

Herbert Guðmundsson @ Einari og Lilju 3 Hverfisgötu 42

Jóhanna Guðrún & Davíð @ Ágústu og Geirfinni 13 Gunnarssundi 6

Ragga Gísla & Helgi Svavar @ Axeli og Sonju 7 Austurgötu 9

20:40-21:25 Langi Seli & Skuggarnir @ Daffa og Kristrúnu 11 Austurgötu 43

Margrét Eir & Thin Jim @ Ingvari og Önnu 12 Austurgötu 36

21:00-21:45 Berndsen @ Ingu og Cristian 9 Austurgötu 38 21:20-22:05 Jóhanna Guðrún & Davíð @ Ragnari og Elvu 10 Austurgötu 41

KK @ Ágústu og Geirfinni 13 Gunnarssundi 6

21:40-22:45 Dimma @ Halla og Drífu 2 Mjósundi 10

Jón Jónsson & Friðrik Dór @ Ingu og Gylfa 8 Austurgötu 16

Þórunn Antonía & Bjarni @ Einari og Lilju 3 Hverfisgötu 42

22:00-22:45 Eivör @ Guðlaugu 1 Kirkjuvegi 4

MC Gauti & Agent Fresco @ Stellu og Óla Palla 4 Lóuhrauni 3

Margrét Eir & Thin Jim @ Írisi og Hauki 5 Kjóahrauni 14

Ragga Gísla & Helgi Svavar @ Ingu og Cristian 9 Austurgötu 38

Lúðrasveit Þorláksh. & Jónas Sig @ Daffa og Kristrúnu 11 Austurgötu 43 22:20-23:05 Herbert Guðmundsson @ Kára og Alice 6 Brekkugötu 2

Langi Seli & Skuggarnir @ Axeli og Sonju 7 Austurgötu 9

Berndsen @ Ingvari og Önnu 12 Austurgötu 36

23:00-???? Opinn Míkrafónn og Djamm Bæjarbíó 14 Strandgötu 6

Dagskrá & leiðarlýsing

Tónlistarhátíð miðvikudaginn 22. apríl 2015

Fjallabræður setja hátíðina kl.19:50 Heima á svölunum hjá Guðlaugu og Kristni Kirkjuvegi 41

5

Armbönd á HEIMA verða afhent í Bæjarbíói á tónleikadag og opnar húsið kl. 16:00

Page 5: Gaflari 8. tbl. 2015

gaflari.is - 5

Heimahátíð er nú haldin öðru sinni í Hafnarfirði að kvöldi síðasta vetrardags. Hafnfirðingar opna hús sín og bjóða hljómsveitum og tónleikagestum inn í stofu til sín. Fyrir og eftir tónleikana mun bærinn iða af lífi. Pallet, Silfur, Súfistinn, Café Deluxe og Írski Barinn verða með ótal tilboð og á síðastnefndu 4 stöðunum verður lifandi tónlist fram eftir kvöldi. Í Bæjarbíói verður opinn míkrafónn að tónleikum loknum og hamingjan ein veit hvað þar mun gerast.

Þökkum eftirtöldum aðilum fyrir veittann stuðning því án þeirra hefði þetta ekki orðið að veruleika.

Miðasala á www.midi.is - Miðaverð kr. 4.900

Fjallabræður setja hátíðina kl.19:50 Heima á svölunum hjá Guðlaugu og Kristni Kirkjuvegi 41

1

2

13

4

3

6

78

14

912

1011

Armbönd á HEIMA verða afhent í Bæjarbíói á tónleikadag og opnar húsið kl. 16:00

Page 6: Gaflari 8. tbl. 2015

6 - gaflari.is

DimmaRokkvagninn sem þeyst hefur um Ísland að undanförnu og málað bæi rauða er dreginn áfram af tveimur risavöxnum áttfættum eldfnæsandi klárum, nefnist annar þeirra DIMMA. Lagasmíðar galdrameistarans á gítarnum og tónhæð söngvarans

standa á traustum fótum bassa og trommuleiks sem skipar þessum drengjum í heims og heimaklassa.

Eivör PálsdóttirDrottningin af Færeyjum kom ung að aldri í sína fyrstu konunglegu vísitasjón til okkar Íslendinga. Okkur bar gæfa til þess sem þjóð að nánast ættleiða hana og höfum við fengið að njóta góðs af því að fylgjast með þessu einstaka náttúrubarni þróast og

þroskast í þá töfrandi tónlistarkonu sem hún er orðin fyrir löngu. Þar sem hátíðin er að færeyskri fyrirmynd má segja að hér sé hún á heimavelli. Eivör mætir með hljómsveitina sína með sér og verða fyrri tónleikar hennar (hjá Stellu og Óla Palla á Lóuhrauni 3) sendir út beint á Rás 2.

Þórunn Antonía og Bjarni M SigurðarsonÞórunn gaf út sína fyrstu plötu árið 2002 í samstarfi við föður sinn Magnús Þór Sigmundsson. Þaðan lá leiðin til útlanda og starfaði hún næstu ár í Kaupinhafn, Lundúnaprestakalli og borg englanna í henni Ameríku. Hún er nú flutt heim og mætir

galvösk, studd af Bjarna gítarleikara úr Mínus. Þau vinna að útgáfu plötu saman og við fáum forsmekkinn heim í stofu.

Ragga Gísla og Helgi SvavarFáir listamenn í ár þarfnast jafn lítillar kynningar og Ragnhildur ísladóttir. Ekki er öllum gefið að geta flakkað jafn vel á milli tónlistarstefna og henni. Kvenréttindapönkið í Grýlunum,

gæðapoppið í Stuðmönnum, barnaplöturnar og heimstónlistin með líkamsáslættinum. Ragga er einstök. Með Röggu er einstaklega litríkur og skemmtilegur karakter sem að auki er einn af okkar allra bestu trommuleikurum. Helg,i sem skartar oftar en ekki síðu og miklu alskeggi, lemur inn djassinn í Flís, reggíið í Hjálmum og sigrar þess á milli heiminn með Ásgeiri Trausta. Saman munu þau sigra Hafnarfjörð.

Jón Jónsson og Friðrik DórBræður, hjartaknúsarar, Hafnfirðingar, FHingar, fyrirmyndir. Annar hagfræðingur og hinn júróvisjonfari. Hvor um sig eru þeir í fremstu röð popptónlistargeirans og verður því mjög gaman að

sjá og heyra hvað gerist þegar þessir hafnfirsku Everly Brothers stilla saman strengi í heimabænum. Fyrri tónleikarnir þeirra (að Kjóahrauni 14) verða sendir út beint á Rás 2.

KKEins og Aþena spratt fullsköpuð úr enni föður síns forðum, birtist Kristján okkur Íslendingum sem fullmótaður blústónlistarmaður að því er virtist upp úr þurru í byrjun tíunda áratugarins, með plötuna Lucky One undir erminni. En það var aldeilis ekki svo

að hann hefði fengið þetta gefins. Kristján spilaði eins og grár köttur á öðru hverju götuhorni Skandinavíu árum saman með hljómsveit sinni The Grinders, lifði blúsinn, andaði honum að sér og frá þar til hann og þetta hráa tónlistarform runnu saman í eitt. Ætli nokkur sem hér kemur fram í ár hafi meiri reynslu í spilamennsku á óhefðbundnum sviðum en þettaeinstaka ljúfmenni og trillukarl sem Kristján er.

Herbert Guðmundsson og Janis CarolGuð var gjöfull á stuðið þegar hann smíðaði Hebba. Risasmellurinn Can´t Walk Away var að öðrum ólöstuðum fánaberi íslenskra “eitís” hittara. Hebbi hefur ekki setið auðum höndum síðan þá og reglulega dettur inn stöku lag frá Hebba sem ómar

í viðtækjum landans. Hafnarfjörður fóstraði Janis unga, þaðan

átti hún stutt stopp í Töturum hvaðan hún fór út í heim og átti glæsilegan feril sem djass og söngleikjadíva. Meðreiðarsveinar Herberts og Janisar eru þeir Hjörtur Howser á píanó, Jens úr Sálinni á saxafón og hafnfirski harðjaxlinn Egill Rafnsson lemur taktinn

Jóhanna Guðrún og Davíð SigurgeirsEkki auðnast öllum barnastjörnum að skapa sér farsælan feril þegar barnaskónum er slitið. Jóhanna er ein fárra undantekninga. Evrópa stóð á öndinni yfir sönghæfileikum þessarar hafnfirsku þokkagyðju þegar hún spurði á engilsaxneskri tungu hvort þetta

væri nú satt. Barnastjörnustimpillinn hlaut svo æruverðuga útför þegar þessi unga kona hvæsti sig í gegnum kántrýslagarann Mamma þarf að djamma.Með henni í för er gítarsnillingurinn og unnustinn Davíð Sigurgeirs sem gefur gítargoðinu pabba sínum ekkert eftir í meðferð gígjunnar.

Langi Seli og SkuggarnirLangi Seli og Skuggarnir koma æðandi ofan úr Breiðholti á reykspúandi átta gata krómkoppuðum Continental, með biksvört sólgleraugu í blóðrauðu sólarlaginu. Þeir eiga íslandsmetið í tvöhundruð metra töffaraskap, innanhúss án atrennu.

Kontrabassa, rafmagnsgítar, leðurjakka og brilljantín, hvað þarf maður meira í þessu lífi?.......fyrir utan trommara

Margrét Eir og Thin JimHafnfirska söngdívan Margrét Eir hefur komið víða við á farsælum ferli bæði sem söng og leikkona. Hér mætir hún ásamt hljómsveitinni Thin Jim en þau hafa nýlokið við ferð um landið til að fylgja eftir plötu sem þau gáfu nýverið út ásamt Páli

nokkrum Rósinkrans. Hér fá gamlar dægurperlur úr þjóðlagaarfi Ameríkuhrepps að njóta sín, enda gera þeim fáir jafn góð skil og Hafnfirðingar (spyrjið bara Bó).

Lúðrasveit Þorlákshafnar og Jónas SigLúðrasveit Þorlákshafnar hefur undir styrkri stjórn Roberts Darling marserað inn í popp og rokkheiminn og spilað síðustu ár með listamönnum eins og Páli Óskari, Kristjönu Stefáns, 200.000 Naglbítum, Fjallabræðrum og Jónasi Sig. Fyrrum

Sólstrandagæinn Jónas ólst upp í þessari lúðrasveit þar sem hann lamdi húðir ungur að árum. Þegar hann sneri heim frá Danmörku og hóf sólóferil lá beinast við að hóa í gömlu sveitina sína til samstarfs. Sem hliðverðir standa þessi sjávarpláss vaktina sitthvoru megin Reykjaness og bjóðum við vini okkar sunnan ness hjartanlega velkomna, úr einni höfn í aðra.

Hljómsveitin BerndsenHljómsveitin Berndsen er samvinnuverkefni þeirra Davíðs Berndsen, Hermigervils og Hrafnkels Gauta gítarleikara. Árið 2009 kom út þeirra fyrsta plata Lover in the Dark. Þeir eru undir sterkum áhrifum níunda áratugarinns þar sem hljóðgervlar og vocoderar fá að

njóta sín. Davíð Berndsen hefur hlotið lof fyrir samstarf sitt með þekktum tónlistarmönnum á borð við Þórunni Antoníu, Bubba Morthens og Geira Sæm. Berndsen er einn fallegasti rauðhærði og rauðskeggjaði maður Evrópu samkvæmt nýlegri, en óvísindalegri samantekt sem MMRZ gerði fyrir F.Ú.T. Sjón er sögu ríkari.

Emmsjé Gauti & Agent FrescoGauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, er framarlega ef ekki fremst í sinni deild. Hann er þekktur fyrir líflega sviðsframkomu sem enginn má missa af. Hann hefur síðastliðin ár komið fram ásamt Agent Fresco sem

krydda vel settið hans. Vonandi eru heimilin vel tryggð því við vitum aldrei hverju hann tekur uppá.

Armbönd á HEIMA verða afhent í Bæjarbíói á tónleikadag og opnar húsið kl. 16:00

Page 7: Gaflari 8. tbl. 2015

gaflari.is - 7

Hafnfirski rithöfundurinn Bryndís Björgvinsdóttir hefur slegið í gegn með bókum sínum:

„Á meðan aðrir voru í sleik var ég að handmjólka kýr.“Bryndís ólst upp í Hafnarfirði og segir bæinn vera sér afar hugleikinn, svo mikið að sumum finnist nóg um. Bók hennar, Hafnafirðingabrandarinn, kom út fyrir síðustu jól og hlaut Bryndís Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir hana sem og Fjöruverðlaunin. Gaflari settist niður með Bryndísi og ræddi við hana um eitt og annað.

Segðu okkur aðeins frá uppvexti þínum.„Ég ólst upp á Vesturvangi í norðurbæ Hafnarfjarðar, og er yngst sex systkina. Og mamma og pabbi búa þar enn, sem mér finnst alveg frábært. Ég var síðan send í sveit að Næfurholti við Heklu í fimm sumur, frá tíu ára aldri, sem gerði það að verkum að á meðan aðrir voru í unglingavinnunni eða í sleik var ég að handmjólka kýr eða strokka smjör. Ég var í Engidalsskóla og síðan í Víðistaðaskóla. Mér fannst mjög gaman í Víðistaðaskóla þrátt fyrir að ég hafi nú verið talsverður „lúði“, eins og það er oft orðað; en ætli mér hafi ekki bara fundist svona spennandi að fá að hanga með öðrum unglingum eftir sumrin með beljunum í sveitinni – þótt mér þyki nú vænt um þær líka.“Þú varst kornung eða aðeins fimmtán ára gömul þegar fyrsta bókin leit dagsins ljós – Orðabelgur Ormars

ofurmennis – sem þú skrifaðir ásamt Auði Magndísi. Voru skrifin alltaf eitthvað sem þú hafðir í þér og vissir að einhverju leyti að þú myndir leggja fyrir þig?„Ég hugsaði aldrei lengra en svo, að mér þætti gaman að lesa og skrifa texta – sérstaklega ef hann var fyndinn. Mér fannst reyndar líka mjög gaman í sögu, líffræði, myndmennt og var þá einnig í leikfélögum. Ég held að það sé hálfgerð tilviljun að ég hafi ratað inn á þessa braut frekar en ýmsar aðrar.“Tvær af bókunum þínum hafa verið verðlaunaðar - Hafnfirðingabrandarinn og svo bókin Flugan sem stöðvaði stríðið, sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2011. Er það ekki hvetjandi og jákvætt, eða finnurðu fyrir pressu frá lesendum og útgefendum vegna verðlaunanna sem bækur þínar hafa hlotið?

„Það er mjög skemmtilegt og gleðilegt að hafa fengið þessi verðlaun. Ég finn samt lítið fyrir pressu. Það eru svo margir sem hafa fengið verðlaun fyrir allskonar og síðan hefur ekkert til þeirra spurst. Til dæmis fékk ég einu sinni verðlaun fyrir hestaíþróttir en í dag fer ég helst ekki nálægt hestum – ekki einu sinni í Húsdýragarðinum. Mér finnst skemmtilegast að fólk hafi gaman af þessum bókum og hlakka til að takast á við önnur verkefni sem sum verða kannski sambærileg en önnur ólík.“Hvað með viðtökur almennt gagnvart Hafnfirðingabrandaranum - eru þær öðruvísi hjá Hafnfirðingum en öllum hinum?„Gunnar Helgason leikari, sem býr einmitt í Hafnarfirði, sagði á barnabókaráðstefnu um daginn að Hafnfirðingabrandarinn ætti að vera skyldulesning í Hafnarfirði. Ég verð að viðurkenna að Hafnfirðingarnir í kringum mig taka kannski dýpst í árinni – aðrir hafa verið aðeins rólegri. Síðan eru margir sem muna aðeins eftir afa mínum eða frænda mínum sem sagan er innblásin af og finnst þess vegna bókin vera áhugaverð. Eins og Ingvar Viktorsson. Hann vill að ég komi og segi frá bókinni á Lionsfundi. Ég held að enginn annar Lionsklúbbur en einmitt þessi í Hafnarfirði myndi vilja hitta mig. Á móti kemur var ég að reyna að selja bókina í Jólaþorpinu í Hafnarfirði síðustu jól og mér fannst svolítið margir verða fyrir vonbrigðum þegar ég útskýrði fyrir þeim að hér væri ekki brandarablað með Hafnarfjarðarbröndurum á ferðinni heldur skáldsaga – en titillinn er auðvitað svolítið villandi. Ég fékk aðeins á tilfinninguna að fólk væri spenntari fyrir fjögurhundruð blaðsíðna brandarablaði en skáldsögu sem gerist í Hafnarfirði. En svo voru

auðvitað nokkrir þarna inn á milli sem voru áhugasamari og keyptu bókina.“Ertu byrjuð að vinna að næstu bók eða bókum?„Ég er svona að leggja línurnar þessa dagana, en veit ekki hvað verður úr.“Bryndís nam sagn- og þjóðfræði við Háskóla Íslands og the University of California, Berkeley, og lauk BA-prófi í sagnfræði árið 2006 og MA-námi í þjóðfræði þremur árum síðar. Hvernig skyldi henni ganga að samræma ritstörf og aðra vinnu?„Það gengur alveg þokkalega. Ég er í vinnu við Listaháskóla Íslands og þar ríkir sem betur fer mikill skilningur á að starfsmenn séu einnig að sinna eigin listsköpun meðfram vinnu.“Að lokum - er Hafnarfjörður þér hugleikinn? Hvað er gott við Hafnarfjörð og við það að vera Hafnfirðingur?„Hafnarfjörður er mér það hugleikinn að fólk í kringum mig er nánast búið að fá nóg. Ég má ekki stíga upp í bíl og þá er ég óvart farin að keyra til Hafnarfjarðar – en ég er búsett núna í Reykjavík. Ef einhver í vinnunni spyr á hvaða veitingastað hann á að fara á, eða gera um helgina, er eins og ég verði andsetin og mæli ég þá bara með stöðum í Hafnarfirði – með Tilverunni eða heimsókn í Hellisgerði, Súfistann eða Pallett kaffikompaní. Um daginn sagði ítalskur arkitekt sem vinnur með mér að Hafnarfjörður væri fallegasti bærinn á landinu. En það þarf auðvitað ekkert að segja mér neitt um það. Það var mjög gott að alast upp í Hafnarfirði og mér fannst vel stutt við bæði íþróttir og listir þegar ég var unglingur – en á tíunda áratugnum komu mörg bílskúrsbönd frá bænum og félagsmiðstöðvar og leikfélög voru virk. Ég veit ekki hvernig það er í dag, en þegar rétt er haldið á spöðunum þykir mér ljóst að Hafnarfjörður hefur svo margt til brunns að bera.“

Page 8: Gaflari 8. tbl. 2015

8 - gaflari.is

Ítarleg dagskrá á hafnarfjordur.isog á fÉsBÓkarsÍÐu Bjartra daga

Miðvikudagur 22. apríl – Síðasti vetrardagur

10 Fjórðubekkingar syngja inn sumarið og Bjarta daga á Thorsplani. Allir velkomnir.

13-16:30 Handverkssýning hjá Félagi eldri borgara Flatahrauni 3. Einnig opið 23. og 24. apríl.

13.30-17. Opnun á sýningunni „Frístunda-heimilin okkar“ á Kaupfélagsreitnum milli Strandgötu og Fjarðar.

14–17.30. Opið hús hjá Fjölgreinadeild Lækjarskóla, Menntasetrinu við Lækinn. Kaffi og heimabakað á vægu verði.

19:45-23 HEIMA, tónlistarhátíð Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar í heimahúsum. 13 hljómsveitir koma fram í 13 HEIMA-húsum:

Eivör, KK, Lúðrasveit Þorlákshafnar, Berndsen, Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson, Dimma, Herbert Guðmundsson og Hjörtur Howser, Jens Hansson, Janis Carol, Langi Seli og Skuggarnir, Jón Jónsson og Friðrik Dór, Margrét Eir og Thin Jim, Emmsjé Gauti & Agent Fresco, Ragga Gísla & Helgi Svavar, Kiriyama Family. Miðasala á midi.is.

18-22: GAkktu í bæInnkíktu á söfn og vinnustofur listamanna.

Dvergshúsið (gengið inn frá Brekkugötu) Jórunn, Helgi, Lovísa og María Aldís.

Opið hús hjá Sól Sýningargarði Óseyrabraut 27.

Fimm í Firðinum Hulda Hreindal Sig., Kristbergur Pétursson, Zhiling Li, Dagbjört Jóhannesdóttir og Oddrún Pétursdóttir sýna verk sín í Gallerý Firði. Opnun kl. 16.

Íshús Hafnarfjarðar, Strandgata 90. 23 vinnustofur með fjölbreytta starfsemi. Pop-up verzlun og ungir listamenn frá leikskólanum Álfasteini.

Soffía Sæmundsdóttir, opnar sýninguna Sögusvið á vinnustofu sinni Fornubúðum 8. Ný málverk, léttar veitingar og sagnaandi.

Gára handverk. Fornubúðum 8, við smábátahöfnina. Fallegir handmótaðir leirmunir.

Gallerý Múkki, Fornubúðum 8. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir verk sín.

Opin vinnustofa hjá Ólöfu Björg að Fornubúðum 12. Hægt verður að panta andlitsmynd á tilboði. Allir velkomnir.

Gamla Prentsmiðjan, Suðurgötu 18. Í húsinu eru 8 listamenn, hver með sína sérstöðu.

Opið hús á vinnustofu Elínar Guðmundsdóttir, að Suðurgötu 49. Allir velkomnir.

Opið í Byggðasafni Hafnarfjarðar, aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

20 Vor í lofti - Tónleikar í Hafnarborg. Camerarctica ásamt Hönnu Dóru Sturludóttur söngkonu. Flutt verða sönglög fyrir söngrödd, klarinettu og píanó. Miðaverð kr. 2500 og 1250 fyrir nemendur, eldri borgara og öryrkja.

Fimmtudagur 23. apríl – Sumardagurinn fyrsti

8-17 Ókeypis í sund í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug. Opið frá kl. 8-17.

11 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Keppt er í 7 aldursflokkum.

11-17 Opið í Byggðasafninu. Ókeypis aðgangur.

12-21 Opið í Hafnarborg. Ókeypis aðgangur.

12-17. Íshús Hafnarfjarðar, Strandgata 90. Pop-up verzlun Íshússins. Verið velkomin.

13 Skátamessa í Víðstaðakirkju.

13:45 Skrúðganga frá Víðistaðakirkju sem endar í miðbæ Hafnarfjarðar.

14-16 Fjölskyldudagskrá á Thorsplani í umsjá Hraunbúa. Lúðrasveit, Kór Flensborgarskólans, söngleikur Víðistaðaskóla, Laddi og Zumba. Fögnum sumri saman.

15 Bjartmar á Björtum dögum. Opnun á málverkasýningu Bjartmars Guðlaugssonar „Hljóm-sveit hússins“ í anddyri Bæjarbíós. Opið frá 13-17 og aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 26. apríl.

17 Opnun í Hafnarborg - Bæjarmynd á Björtum dögum. Á sumardaginn fyrsta sýnum við Hafnarfjörð í fallegum búningi í samstarfi við Spark hönnunargallerí. Opið í Hafnarborg frá kl 12 – 21. Ókeypis aðgangur. Tvær sýningar standa yfir:

Vörður er einkasýning Jónínu Guðnadóttur í Sverrissal. Á sýningunni leitar Jónína Guðnadóttir aftur til bernsku sinnar og mótunarára um miðja síðustu öld.

MENN er sýning sem beinir sjónum að stöðu karla við upphaf 21. aldar og þeim breytingum sem orðið hafa á högum þeirra í ljósi breyttrar stöðu kvenna.

19:30-21:30 Stofutónleikar að Selvogsgötu 20. Guido Bäumer saxófónleikari og Aladár Rácz píanóleikari leika klassíska tónlist frá ýmsum löndum. Aðgangur ókeypis.

20-22 Undirleikar, tónleikar Ungmennahússins í undirgöngum Setbergs- og Kinnahverfis. Einnig myndlistarsýning í Húsinu, Staðarbergi 6.

Baugar&Bein/Skulls&Halos kynnir nýja línu og glæný verk eftir Zisku. Opið til kl. 20.

Föstudagur 24. apríl 15-17 Frístundaheimilin bjóða foreldrum og

aðstandendum upp á kaffi og listsýningu.

17:30 Afhending styrkja í Hafnarborg. Menningar – og ferðamálanefnd veitir styrki til viðburða og menningarstarfsemi. Allir velkomnir.

20 Karlakórinn Þrestir ásamt Magnúsi Eiríkssyni og hljómsveit. Tónleikar í Víðistaðakirkju. Flutt verða vinsæl lög Magnúsar. Miðaverð kr. 3500.

20-22 Hafnarfjörður hefur hæfileika. Hæfileikakeppni félagsmiðstöðva haldin í Íþróttahúsi Lækjarskóla. Aðgangur ókeypis.

20 Konubörn í Gaflaraleikhúsinu. Miðaverð kr. 2.500.

21 Bjartmar á Björtum. Tónleikar með Bjartmari Guðlaugssyni í Bæjarbíói. Miðaverð kr. 2500.

Laugardagur 25. apríl 11 Vorganga Skógræktarfélagsins um skóginn

í Gráhelluhrauni. Mæting á bílastæðið á móts við hesthúsin í Hlíðarþúfum.

12-16 Mótorhúsið, opið hús.

13:30 Komdu að syngja. Samsöngur og einsöngur á Kænunni. Ólafur B. Ólafsson mætir með nikkuna og slær á létta strengi ásamt dóttur sinni Ingibjörgu Aldísi sópransöngkonu. Ókeypis aðgangur.

14 Húsaganga Byggðasafnsins með arkitektinum Páli V. Bjarnasyni sem var formaður Byggðaverndar í Hafnarfirði. Lagt af stað frá Byggðasafninu, Vesturgötu 6.

16 Karlakórinn Þrestir ásamt Magnúsi Eiríkssyni og hljómsveit. Tónleikar í Víðistaðakirkju. Flutt verða vinsæl lög Magnúsar. Miðaverð kr. 3500.

17 Jazztónleikar í Fríkirkjunni. Gítarleikarinn og bæjarlistamaður síðasta árs Andrés Þór leikur ásamt kvartett lög úr eigin smiðju. Miðverð kr. 2000.

20 Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir ubba kóng, skrípaleik í mörgum atriðum í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Miðaverð kr. 2.500 kr. Sýnt í Gaflaraleikhúsinu.

Sunnudagur 26. apríl 13 Gaflaraleikhúsið sýnir Bakaraofninn.

Miðaverð kr. 3900.

16 Afmælisónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar í Flensborgarskóla ásamt Margréti Eir og Páli Rósinkranz. Miðaverð 2500/3000.

21 Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir ubba kóng, skrípaleik í mörgum atriðum í leikstjórn Ágústu Skúla dóttur. Miðaverð kr. 2.500 kr. Sýnt í Gaflaraleikhúsinu.

GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA!

18-23, miðvikudaginn 22. apríl, síðasta vetrardagEr einhver HEIMA í Hafnarfirði?Menningar- og listafjelag Hafnar fjarðar stendur fyrir tónleikum fjölmargra þekktra listamanna í 13 heimahúsum miðsvæðis í Hafnarfirði. Gestir rölta milli húsa og njóta lifandi tónlistar í heimilislegu andrúmslofti.

Fram koma: Eivör kk Lúðrasveit Þorlákshafnar berndsen Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson Dimma Herbert Guðmundsson og Hjörtur Howser Jens HanssonJanis CarolLangi Seli og Skuggarnir Jón Jónsson og Friðrik DórMargrét Eir og thin JimEmmsjé Gauti & Agent FrescoRagga Gísla & Helgi Svavarkiriyama Family

Miðasala á midi.is

GAKKTU Í BÆINNSÍÐASTA VETRARDAG

18-22, miðvikudaginn 22. apríl, síðasta vetrardagHeimsæktu söfn og vinnustofur listamanna

FÖGNUM SUMRISUMARDAGINN FYRSTA 23. apríl – Sumardagurinn fyrstiGLÆSILEG DAGSKRÁ FRÁ MORGNI TIL KVÖLDS

MENNINGARHÁTÍÐ Í HAFNARFIRÐI 22.-26. ApRÍL

Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna

Leikskólalist Leikskólabörn hafa ávallt tekið virkan þátt í

Björtum dögum og skreyta fyrirtæki, verslanir og stofnanir í Hafnarfirði með list sinni.

Nánari upplýsingar umw skóla og staðsetningar á www.hafnarfjordur.is og á

fésbókarsíðu Bjartra daga.

Page 9: Gaflari 8. tbl. 2015

gaflari.is - 9

Ítarleg dagskrá á hafnarfjordur.isog á fÉsBÓkarsÍÐu Bjartra daga

Miðvikudagur 22. apríl – Síðasti vetrardagur

10 Fjórðubekkingar syngja inn sumarið og Bjarta daga á Thorsplani. Allir velkomnir.

13-16:30 Handverkssýning hjá Félagi eldri borgara Flatahrauni 3. Einnig opið 23. og 24. apríl.

13.30-17. Opnun á sýningunni „Frístunda-heimilin okkar“ á Kaupfélagsreitnum milli Strandgötu og Fjarðar.

14–17.30. Opið hús hjá Fjölgreinadeild Lækjarskóla, Menntasetrinu við Lækinn. Kaffi og heimabakað á vægu verði.

19:45-23 HEIMA, tónlistarhátíð Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar í heimahúsum. 13 hljómsveitir koma fram í 13 HEIMA-húsum:

Eivör, KK, Lúðrasveit Þorlákshafnar, Berndsen, Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson, Dimma, Herbert Guðmundsson og Hjörtur Howser, Jens Hansson, Janis Carol, Langi Seli og Skuggarnir, Jón Jónsson og Friðrik Dór, Margrét Eir og Thin Jim, Emmsjé Gauti & Agent Fresco, Ragga Gísla & Helgi Svavar, Kiriyama Family. Miðasala á midi.is.

18-22: GAkktu í bæInnkíktu á söfn og vinnustofur listamanna.

Dvergshúsið (gengið inn frá Brekkugötu) Jórunn, Helgi, Lovísa og María Aldís.

Opið hús hjá Sól Sýningargarði Óseyrabraut 27.

Fimm í Firðinum Hulda Hreindal Sig., Kristbergur Pétursson, Zhiling Li, Dagbjört Jóhannesdóttir og Oddrún Pétursdóttir sýna verk sín í Gallerý Firði. Opnun kl. 16.

Íshús Hafnarfjarðar, Strandgata 90. 23 vinnustofur með fjölbreytta starfsemi. Pop-up verzlun og ungir listamenn frá leikskólanum Álfasteini.

Soffía Sæmundsdóttir, opnar sýninguna Sögusvið á vinnustofu sinni Fornubúðum 8. Ný málverk, léttar veitingar og sagnaandi.

Gára handverk. Fornubúðum 8, við smábátahöfnina. Fallegir handmótaðir leirmunir.

Gallerý Múkki, Fornubúðum 8. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir verk sín.

Opin vinnustofa hjá Ólöfu Björg að Fornubúðum 12. Hægt verður að panta andlitsmynd á tilboði. Allir velkomnir.

Gamla Prentsmiðjan, Suðurgötu 18. Í húsinu eru 8 listamenn, hver með sína sérstöðu.

Opið hús á vinnustofu Elínar Guðmundsdóttir, að Suðurgötu 49. Allir velkomnir.

Opið í Byggðasafni Hafnarfjarðar, aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

20 Vor í lofti - Tónleikar í Hafnarborg. Camerarctica ásamt Hönnu Dóru Sturludóttur söngkonu. Flutt verða sönglög fyrir söngrödd, klarinettu og píanó. Miðaverð kr. 2500 og 1250 fyrir nemendur, eldri borgara og öryrkja.

Fimmtudagur 23. apríl – Sumardagurinn fyrsti

8-17 Ókeypis í sund í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug. Opið frá kl. 8-17.

11 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Keppt er í 7 aldursflokkum.

11-17 Opið í Byggðasafninu. Ókeypis aðgangur.

12-21 Opið í Hafnarborg. Ókeypis aðgangur.

12-17. Íshús Hafnarfjarðar, Strandgata 90. Pop-up verzlun Íshússins. Verið velkomin.

13 Skátamessa í Víðstaðakirkju.

13:45 Skrúðganga frá Víðistaðakirkju sem endar í miðbæ Hafnarfjarðar.

14-16 Fjölskyldudagskrá á Thorsplani í umsjá Hraunbúa. Lúðrasveit, Kór Flensborgarskólans, söngleikur Víðistaðaskóla, Laddi og Zumba. Fögnum sumri saman.

15 Bjartmar á Björtum dögum. Opnun á málverkasýningu Bjartmars Guðlaugssonar „Hljóm-sveit hússins“ í anddyri Bæjarbíós. Opið frá 13-17 og aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 26. apríl.

17 Opnun í Hafnarborg - Bæjarmynd á Björtum dögum. Á sumardaginn fyrsta sýnum við Hafnarfjörð í fallegum búningi í samstarfi við Spark hönnunargallerí. Opið í Hafnarborg frá kl 12 – 21. Ókeypis aðgangur. Tvær sýningar standa yfir:

Vörður er einkasýning Jónínu Guðnadóttur í Sverrissal. Á sýningunni leitar Jónína Guðnadóttir aftur til bernsku sinnar og mótunarára um miðja síðustu öld.

MENN er sýning sem beinir sjónum að stöðu karla við upphaf 21. aldar og þeim breytingum sem orðið hafa á högum þeirra í ljósi breyttrar stöðu kvenna.

19:30-21:30 Stofutónleikar að Selvogsgötu 20. Guido Bäumer saxófónleikari og Aladár Rácz píanóleikari leika klassíska tónlist frá ýmsum löndum. Aðgangur ókeypis.

20-22 Undirleikar, tónleikar Ungmennahússins í undirgöngum Setbergs- og Kinnahverfis. Einnig myndlistarsýning í Húsinu, Staðarbergi 6.

Baugar&Bein/Skulls&Halos kynnir nýja línu og glæný verk eftir Zisku. Opið til kl. 20.

Föstudagur 24. apríl 15-17 Frístundaheimilin bjóða foreldrum og

aðstandendum upp á kaffi og listsýningu.

17:30 Afhending styrkja í Hafnarborg. Menningar – og ferðamálanefnd veitir styrki til viðburða og menningarstarfsemi. Allir velkomnir.

20 Karlakórinn Þrestir ásamt Magnúsi Eiríkssyni og hljómsveit. Tónleikar í Víðistaðakirkju. Flutt verða vinsæl lög Magnúsar. Miðaverð kr. 3500.

20-22 Hafnarfjörður hefur hæfileika. Hæfileikakeppni félagsmiðstöðva haldin í Íþróttahúsi Lækjarskóla. Aðgangur ókeypis.

20 Konubörn í Gaflaraleikhúsinu. Miðaverð kr. 2.500.

21 Bjartmar á Björtum. Tónleikar með Bjartmari Guðlaugssyni í Bæjarbíói. Miðaverð kr. 2500.

Laugardagur 25. apríl 11 Vorganga Skógræktarfélagsins um skóginn

í Gráhelluhrauni. Mæting á bílastæðið á móts við hesthúsin í Hlíðarþúfum.

12-16 Mótorhúsið, opið hús.

13:30 Komdu að syngja. Samsöngur og einsöngur á Kænunni. Ólafur B. Ólafsson mætir með nikkuna og slær á létta strengi ásamt dóttur sinni Ingibjörgu Aldísi sópransöngkonu. Ókeypis aðgangur.

14 Húsaganga Byggðasafnsins með arkitektinum Páli V. Bjarnasyni sem var formaður Byggðaverndar í Hafnarfirði. Lagt af stað frá Byggðasafninu, Vesturgötu 6.

16 Karlakórinn Þrestir ásamt Magnúsi Eiríkssyni og hljómsveit. Tónleikar í Víðistaðakirkju. Flutt verða vinsæl lög Magnúsar. Miðaverð kr. 3500.

17 Jazztónleikar í Fríkirkjunni. Gítarleikarinn og bæjarlistamaður síðasta árs Andrés Þór leikur ásamt kvartett lög úr eigin smiðju. Miðverð kr. 2000.

20 Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir ubba kóng, skrípaleik í mörgum atriðum í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Miðaverð kr. 2.500 kr. Sýnt í Gaflaraleikhúsinu.

Sunnudagur 26. apríl 13 Gaflaraleikhúsið sýnir Bakaraofninn.

Miðaverð kr. 3900.

16 Afmælisónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar í Flensborgarskóla ásamt Margréti Eir og Páli Rósinkranz. Miðaverð 2500/3000.

21 Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir ubba kóng, skrípaleik í mörgum atriðum í leikstjórn Ágústu Skúla dóttur. Miðaverð kr. 2.500 kr. Sýnt í Gaflaraleikhúsinu.

GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA!

18-23, miðvikudaginn 22. apríl, síðasta vetrardagEr einhver HEIMA í Hafnarfirði?Menningar- og listafjelag Hafnar fjarðar stendur fyrir tónleikum fjölmargra þekktra listamanna í 13 heimahúsum miðsvæðis í Hafnarfirði. Gestir rölta milli húsa og njóta lifandi tónlistar í heimilislegu andrúmslofti.

Fram koma: Eivör kk Lúðrasveit Þorlákshafnar berndsen Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson Dimma Herbert Guðmundsson og Hjörtur Howser Jens HanssonJanis CarolLangi Seli og Skuggarnir Jón Jónsson og Friðrik DórMargrét Eir og thin JimEmmsjé Gauti & Agent FrescoRagga Gísla & Helgi Svavarkiriyama Family

Miðasala á midi.is

GAKKTU Í BÆINNSÍÐASTA VETRARDAG

18-22, miðvikudaginn 22. apríl, síðasta vetrardagHeimsæktu söfn og vinnustofur listamanna

FÖGNUM SUMRISUMARDAGINN FYRSTA 23. apríl – Sumardagurinn fyrstiGLÆSILEG DAGSKRÁ FRÁ MORGNI TIL KVÖLDS

MENNINGARHÁTÍÐ Í HAFNARFIRÐI 22.-26. ApRÍL

Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna

Leikskólalist Leikskólabörn hafa ávallt tekið virkan þátt í

Björtum dögum og skreyta fyrirtæki, verslanir og stofnanir í Hafnarfirði með list sinni.

Nánari upplýsingar umw skóla og staðsetningar á www.hafnarfjordur.is og á

fésbókarsíðu Bjartra daga.

Page 10: Gaflari 8. tbl. 2015

10 - gaflari.is

„Sé mest eftir af því sem liðið er að hafa ekki reynt betur“Friðrik Dór Jónsson sem brátt getur kallað sig Eurovision-fara settist niður með Helgu Kristínu Gilsdóttur og fór yfir málin – lífið og tilveruna.Það er á einum af þessu dögum sem við höldum að vorið sé komið sem ég mæli mér mót við einn heitasta gæjann í bænum, sjálfan Friðrik Dór. Við hittumst að sjálfsögðu á staðnum sem allir Hafnfirðingar hittast á, Súfistanum. Vinsældir Friðriks fara ekki fram hjá mér því um leið og við erum sest niður með kaffið koma nokkrar ungar dömur sem stilla sér upp fyrir framan okkur og stara á Friðrik með mikilli aðdáun og ef ég væri ekki bráðlega að fara að halda upp á 29 ára afmælið mitt í fjórtánda skiptið hefði ég farið í hópinn með þeim.

En fyrir þá sem ef til vill ekki vita hver Friðrik Dór Jónsson er þá er hann fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og getur stoltur kallaði sig gaflara því hann á ættir sínar að rekja til Hafnarfjarðar bæði í föður- og móðurætt. Friðrik er með eindæmum fjölhæfur því hann hefur sent frá sér tvær plötur, Allt sem þú átt 2010 og Vélrænn 2012. Þá hefur hann starfað í sjónvarpi og ásamt því að sinna tónlistinni leggur hann stund á viðskiptafræði í Háskóla Íslands.

Æskuárunum eyddi Friðrik áhyggjulaus í Setberginu á heimili foreldra sinna þeirra Ásthildar Ragnarsdóttur og Jóns Rúnars Halldórssonar, yngstur fjögurra systkina. Hann gekk í Setbergsskóla, æfði fótbolta með FH og lærði á píanó og trommur í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Að grunnskóla loknum fór hann í Verslunarskóla Íslands þar sem hann tók virkan þátt í félagslífinu með þátttöku sinni í söngleikjum skólans sem og í ræðuliðinu.

Árið 2011 flutti Friðrik í Þingholtin en býr nú í Hlíðunum í Reykjavík „Ég er á leiðinni í Hafnarfjörð, það er á langtímaplaninu, og þokast í rétta átt en ég ræð þessu náttúrlega ekki einn“ segir Friðrik brosandi

en hann er í sambúð með Lísu Hafliðadóttur og saman eiga þau dótturina Ásthildi sem er á öðru ári. „Þrátt fyrir að biðlistar eftir leikskóla séu langir hér er ég bara alveg blindur þegar kemur að Hafnarfirði, hér vil ég vera og hingað sæki ég alla þjónustu.“

Þegar Friðrik var lítill var hann staðráðinn í að verða fótboltamaður þegar hann yrði stór og svo ætlaði hann líka að verða bankastjóri. „Í dag er ekkert sem gæti verið meira fjarri mér en að starfa í banka, hvað þá að vera bankastjóri, en ég er nú samt í námi í viðskiptafræði svo ég er kannski á leiðinni þangað“ segir Friðrik hlæjandi og bætir svo við „ég er reyndar í viðskiptafræði með áherslu á alþjóðaviðskipti og markaðsfræði og ég hef mikinn áhuga á markaðsmálum, grafískri hönnun og jafnvel innanhússhönnun. Ég var meira að segja í smátíma í tækniteiknun í Iðnskólanum í Hafnarfirði

en hætti á miðri önn þar sem tónlistarferillinn var farinn að rúlla.“

„Ég sé mest eftir af því sem er liðið er að hafa ekki reynt betur“Og svo er það draumurinn um fótboltamanninn sem Friðrik sér svo eftir. „Ég eiginlega hætti bara í fótbolta svona án þess að vera almennilega meðvitaður um það, ég hafði æft með FH og svo var bara erfiðara að komast í æfingahópinn hjá þeim og þá fór ég að hugsa um að fara eitthvert annað og prófaði að æfa með öðru liði, þá fann ég að mig langaði bara að spila fótbolta með FH. Þannig að ég hætti eiginlega bara svo óafvitandi eða óvart og sé ennþá eftir því – eiginlega það sem ég sé mest eftir af því sem er liðið er að hafa ekki reynt betur, en það þarf ekki að skilja það sem svo að ég stefni á eitthvert „comeback“ segir Friðrik brosandi. Þá liggur beinast við að ræða við FH-inginn

Friðrik enda litar liðið líf hans alla daga. Faðir hans er formaður Knattspyrnudeildarinnar, bróðir hans Jón Ragnar spilar með meistaraflokki félagsins í fótbolta og undanfarin ár hefur Friðrik verið í hlutverki vallarþular í Kaplakrika þannig að óneitanlega eru málefni félagsins oft til umræðu þegar þeir feðgar koma saman. „Já það er rétt við ræðum FH dálítið þegar við hittumst og tökumst stundum á, enda finnst mér alltaf gaman að rökræða við pabba, en í grunninn erum við sammála og höfum sömu viðhorf til verkefnisins sem rekstur Knattspyrnudeildar FH er.“

Vildi gera allt öðruvísi en JónÞegar ég spyr Friðrik hvernig það sé að vera yngri bróðir Jóns Jónssonar og koma alltaf á eftir honum er Friðrik fljótur að leiðrétta mig „Ég var reyndar á undan í tónlistinni en svo kom lag frá honum og þá tók hann bara fram úr mér, allavegana tímabundið. En að fylgja í fótspor

Page 11: Gaflari 8. tbl. 2015

gaflari.is - 11

Jóns hefur eiginlega bara verið óskaplega ljúft enda skilur hann alls staðar vel við og ég naut þess sérstaklega í Versló að vera bróðir hans. Ég tók reyndar tímabil þar sem ég vildi gera allt öðruvísi en hann hafði gert og á umsókninni minni um framhaldsskóla var Flensborg í fyrsta sæti og Versló í öðru þar til Jón breytti því, því hann vissi að innst inni langaði mig í Versló. En ég var ræðuliði skólans, Jón var það ekki. Hins vegar hefur okkur alltaf komið vel saman en við slógumst alveg þegar við vorum yngri, líklegast eins og flestir bræður og þetta er meira samstarf en samkeppni okkar á milli“

Tryllt að gera, það er gamanFriðrik segist ekki vera með nein skýr markmið varðandi tónlistarferil sinn. „Þetta er eiginlega bara þannig að þú tekur því sem höndum ber og reynir að gera sem mest úr því sem þú hefur hverju sinni. Ég er ekki með nein markmið um það að koma ákveðið mörgum

lögum á vinsældarlista á x löngum tíma. En í augnablikinu er tryllt að gera hjá mér og það er gaman. Ég sé mig hins vegar ekki fyrir mér að spila á skemmtistöðum þegar ég verð orðinn gamall karl.“ Og þá er ekki úr vegi að spyrja hvernig gangi að samræma fjölskyldulífið við svona óreglulegan vinnutíma sem tónlistarbransinn vissulega felur í sér? „Það gengur bara vel, oftast, ég hef mikinn tíma með dóttur minni en stundum hitti ég Lísu kærustuna mína lítið þar sem við erum bara á sitthvorum tímanum, ég að fara þegar hún er að koma og öfugt. En hún er dugleg að koma mér á óvart með allskonar skemmtilegheitum og ég mætti sannarlega bæta mig í þeim efnum. En þetta er bara eins og hver önnur vinna sem borgar reikningana okkar.“

Heillar það ekkert að ílengjast á böllum sem þú spilar á? „Nei, það heillar alls ekki. Þegar ég fer að skemmta mér er það oftast með vinum mínum. Ég á marga góða vini

bæði síðan úr Setbergsskóla, við erum nokkrir sem höfum haldið hópinn þaðan, og svo er enn stærri vinahópur úr Versló. Þannig að þegar ég ætla að skemmta mér þá er það ekki endilega á skemmtistað niður í bæ heldur frekar í heimahúsi í góðra vina hópi.“

„Allt sem er hafnfirskt finnst mér vera fallegt.“Það er margt og mikið framundan hjá Friðriki og fyrst ber að nefna hafnfirsku tónlistarhátíðina Heima sem er í kvöld. „Mér finnst þetta mjög spennandi, við spilum í tveimur heimahúsum og með okkur verður táknmálstúlkur sem túlkar textana. Það er nýtt, en ég hitti þessa stelpu sem ætlar að túlka fyrir okkur þegar ég var að spila í skóla um daginn. Það er líka margt gott að gerast í hafnfirsku tónlistarlífi og allt sem er hafnfirskt finnst mér vera fallegt.“

Og að því loknu er svo komið að hápunkti í íslensku tónlistarlífi

að margra mati, þátttöku Íslands í Eurovision. Þar verður Friðrik á meðal keppenda, í bakröddum. „Ég er mjög tapsár að eðlisfari en ég upplifði þetta ekki sem tap að lenda í öðru sæti hér heima enda var ég búinn að vinna ákveðna persónulega sigra áður en til úrslitakvöldsins kom. Og svo kemur náttúrulega alltaf upp sú spurning hvort hægt sé að keppa í tónlist? En ég er allavegana hæstánægður að vera að fara til Vínar enda hafa margir sagt mér að þar sé fallegt“ segir Friðrik brosandi og heldur áfram „ég held að það sé mikið ævintýri í uppsiglingu og ég efast ekkert um að þetta á eftir að verða lærdómsríkt, ekki síst að vinna í svona stórum hóp en ég hef ekki verið í hljómsveit síðan ég var þrettán. Ekki skemmir fyrir að þarna kemst ég í kynni við Eurovision-reynsluboltann Heru Björk, sem verður í bakröddum með mér, og hún verður væntanlega fyrirliði og vítaskytta í þessari ferð enda hokin af reynslu þegar kemur að Eurovision.“

Page 12: Gaflari 8. tbl. 2015

12 - gaflari.isOPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

- Fylgstu með okkur á Facebook

Husk trefjarverð áður 1.248 kr.

Husk trefjar Hylkiverð áður 3.081 kr.

Metasys lífstílsprógraMverð áður 5.298 kr.

enaxin orkuMixtúraverð áður 3.515 kr.

enaxin töflurverð áður 3.390 kr.

FACEBOOK LOGO ICON for Adobe Illustrator

Apríl

Snertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslur

2.458kr.

2.373kr.

998kr.

2.465kr.

2.649kr.

urte Hafraflögurverð áður 658 kr.

urte Múslíverð áður 785 kr.

ginger, turMeric & BroMelainverð áður 2.117 kr.

natures aid 3 in 1verð áður 4.737 kr.

ecuador cHili súkkulaðiverð áður 649 kr.

sonett Handsápa 1lverð áður 2.266 kr.

sonett BaðHreinsilögurverð áður 988 kr.

sonett uppþvottalögurverð áður 898 kr.

iso MöndluMjólk ósætverð áður 579 kr.

yogi ginger leMon te 30gverð áður 575 kr.

nutrilenk goldverð 6.916 kr.

yuM sleikjó poki 5 gerðirverð áður 698 kr.

zuccarinverð áður 2.798 kr.

rude HealtH granola 2 gerðirverð áður 1.086 kr./pk.

Hafraflögur fínarverð áður 413 kr.

urte tröllaHafrarverð áður 618 kr.

Bio-kult originalverð áður 2.273 kr.

aMé drykkur 3 gerðirverð áður 589 kr.

kókosolía í glerkrukkuverð áður 819 kr.

rap. kókosflögurverð áður 458 kr.

rauðrófusafi sýrðurverð áður 288 kr.

rauðrófusafi sýrðurverð áður 598 kr.

eplaedik M/Móðuredverð áður 628 kr.

jungle deodorantverð áður 1.477 kr.

anna rósa HandáBurðurverð áður 2.958 kr.

anna rósa dagkreMverð áður 2.958 kr.

494kr.

330kr. 366

kr.

230kr.

478kr.

502kr.

2.366kr. 2.366

kr.

1.255kr.

655kr.

471kr.

463kr.

460kr.

6.916kr.

2.238kr.

558kr.

869kr./pk.

3.316kr.

519kr.

718kr.

790kr.

1.813kr.

1.694kr.

1.818kr.

628kr.

526kr.

KaupauKatilbodactive fylgir med

--

50

50% afsláttur 30% afsláttur

15% afsláttur

Opið til 19:00 síðasta vetrardag - 22. apríllOkað sumardaginn Fyrsta - 23. apríltilbOð gilda út apríl eða meðan birgðir endast

Page 13: Gaflari 8. tbl. 2015

gaflari.is - 13OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

- Fylgstu með okkur á Facebook

Husk trefjarverð áður 1.248 kr.

Husk trefjar Hylkiverð áður 3.081 kr.

Metasys lífstílsprógraMverð áður 5.298 kr.

enaxin orkuMixtúraverð áður 3.515 kr.

enaxin töflurverð áður 3.390 kr.

FACEBOOK LOGO ICON for Adobe Illustrator

Apríl

Snertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslur

2.458kr.

2.373kr.

998kr.

2.465kr.

2.649kr.

urte Hafraflögurverð áður 658 kr.

urte Múslíverð áður 785 kr.

ginger, turMeric & BroMelainverð áður 2.117 kr.

natures aid 3 in 1verð áður 4.737 kr.

ecuador cHili súkkulaðiverð áður 649 kr.

sonett Handsápa 1lverð áður 2.266 kr.

sonett BaðHreinsilögurverð áður 988 kr.

sonett uppþvottalögurverð áður 898 kr.

iso MöndluMjólk ósætverð áður 579 kr.

yogi ginger leMon te 30gverð áður 575 kr.

nutrilenk goldverð 6.916 kr.

yuM sleikjó poki 5 gerðirverð áður 698 kr.

zuccarinverð áður 2.798 kr.

rude HealtH granola 2 gerðirverð áður 1.086 kr./pk.

Hafraflögur fínarverð áður 413 kr.

urte tröllaHafrarverð áður 618 kr.

Bio-kult originalverð áður 2.273 kr.

aMé drykkur 3 gerðirverð áður 589 kr.

kókosolía í glerkrukkuverð áður 819 kr.

rap. kókosflögurverð áður 458 kr.

rauðrófusafi sýrðurverð áður 288 kr.

rauðrófusafi sýrðurverð áður 598 kr.

eplaedik M/Móðuredverð áður 628 kr.

jungle deodorantverð áður 1.477 kr.

anna rósa HandáBurðurverð áður 2.958 kr.

anna rósa dagkreMverð áður 2.958 kr.

494kr.

330kr. 366

kr.

230kr.

478kr.

502kr.

2.366kr. 2.366

kr.

1.255kr.

655kr.

471kr.

463kr.

460kr.

6.916kr.

2.238kr.

558kr.

869kr./pk.

3.316kr.

519kr.

718kr.

790kr.

1.813kr.

1.694kr.

1.818kr.

628kr.

526kr.

KaupauKatilbodactive fylgir med

--

50

50% afsláttur 30% afsláttur

15% afsláttur

Opið til 19:00 síðasta vetrardag - 22. apríllOkað sumardaginn Fyrsta - 23. apríltilbOð gilda út apríl eða meðan birgðir endast

Page 14: Gaflari 8. tbl. 2015

14 - gaflari.is

Fjölskylduhagir?Gift Páli Ingólfssyni og eigum við eina dóttur, Sigurbjörgu 6 ára.Hvað kemur þér af stað á morgnana? Tilhlökkun að takast á við verkefni dagsins og góður kaffibolli.Það síðasta sem þú geriráður en þú leggst á koddann?Nýt kvöldsins… þarf ekki að lesa bók til að sofna ☺Uppáhalds tónlistin?Öll íslensk tónlist. Við eigum svo flotta tónlistamenn, bæði þessa gömlu og góðu og svo eru þessir ungu æði, eins og Of Monsters and Men og Ásgeir Trausti.Gamli skólinn minn?Grunn- og framhaldsskólinn á Egils-stöðumHver er fyrsta endurminningin?Ca 4 ára gömul, hjólandi um göturnar á Egilsstöðum.

Uppáhaldsflíkin?Góður hlýr mokkajakki, sem er orðinn 15 ára gamall. Var keyptur í Köben og er bestur en annars er eg fatafrík, finnst gaman að pæla í fötum.Snjóhvítar skíðabrekkureða gullin sólarströnd?Snóhvítar skíðabrekku og ekki skemmir fyrir að það sé líka sól ☺Bjór eða hvítvín?HvítvínHvers vegna Hafnarfjörður?Minnsti stórborgarabragurinn á höfuðborgarsvæðinu, Minnir mig á landsbyggðina. Í Hafnarfirði heilsar fólk hvert öðru á förnum vegi og tekur jafnvel stutt spjall um daginn og veginn. Fegursti staður landsins?Hallormsstaðaskógur

Skemmtilegasta ferðalagið?Golfferð til Kína 2008, þar spiluðum við á flottum völlum og ferðuðumst um.Helstu áhugamál? Fjölskyldan, ef það má kalla það áhuga-mál og finnst öll útivera æðisleg.Uppáhalds hreyfingin?Hot-Jóga og skíði. Finnst einnig gaman að fara í göngu- eða hjólatúr með fjölskyldunniHelstu verkefnin framundan?Nokkrar veislur sem ég hef tekið að mér að skipuleggja og síðan opnun á Golfskálanum. Ætlum að opna á morgun, sumardaginn fyrsta, nú hlýtur vorið að fara að koma. Ég vona að sumarið verði bæði hlýrra og þurrara en síðustu sumur.Skemmtilegasta húsverkið?Elda góðan matLeiðinlegasta?

Það eru öll húsverk sem og önnur verk skemmtileg ef maður er bara jákvæður.Hvað gefur lífinu gildi?Að eiga góða og heilbrigða fjölskyldu. Vera jákvæður og takast á við hvert verkefni af æðruleysi. Að rækta vinskap og frændsemi og getað lagt öðrum lið.Síðasta sms-ið og frá hverjum? Frá ”stjúpdóttur” Hafrúnu: er Brynjan að elda eitthvað? ☺Á laugardagskvöldið var ég: Heima, eldaði góðan mat og litlar frænkur mínar voru í heimsókn, Þyrí Ljósbjörg og Ágústa. Ég mæli með:Að allir prufi að koma uppí Keili og fái sér að borða, eða kíki við í kaffi og njóti umhverfisins. Veitingasala í Golfskálanum er opin fyrir fleiri en þá sem spila golf.

TILVERAN

KÍKT Í KAFFI Gaflarinn kíkir í kaffi til Brynju Þórhallsdóttur. Brynja hefur séð um veitingareksturinn í golfskála Keilis á Hvaleyrinni, er að hefja sitt 15. sumar og nú þegar golftímabilið hefst fyrir alvöru er í mörg horn að líta. Klúbbmeðlimir Keilis eru margir og flestar helgar sumarsins bókaðar í mót. Brynja er ættuð austan af héraði en flutti til Hafnarfjarðar 1990 þegar hún hóf störf í Fjörukránni. Henni finnst skemmtilegast að slaka á og njóta líðandi stundar og vera í góðum félagsskap með skemmtilegu fólki.

Mikilvægt að vera jákvæður og takastá við verkefni af æðruleysi

gaflari.isAuglýsingasími

691 [email protected]

Page 15: Gaflari 8. tbl. 2015

gaflari.is - 15

Kjóll5.910 kr.

Kringlunni, Garðabæ, Akureyri og Spönginni

GLEÐILEGT SUMAR

Page 16: Gaflari 8. tbl. 2015

ég alla til að gera sér ferð í Listasafn Reykjavíkur, ókeypis aðgangur og frábær útskriftarverkefni til sýnis!

Linda Rún Skarphéðinsdóttir, Order Manager hjá Marel.

Á föstudögum förum við mægður alltaf á bókasafnið og tökum 1-2 dvd myndir og bækur fyrir helgina. Nú

þegar veðrið er á næsta leyti þá hjólar litla dóttirin niður í bæ á bókasafnið. Nánast undantekningarlaust bökum við heimagerða pizzu og svo er kósýkvöld. Á laugardaginn er stefnan sett á barnaafmæli og matarboð. Á sunnudaginn ætla ég að aðstoða góða vinkonu við fermingu sonar hennar, baka stóra marengstertu og hjálpa til við veisluna.

GAFLARI MÆLIR MEÐ...

Lökkuðum tásum. Í öllum mögulegum litum, jafnvel einum á hverja

tá. Og eftir stífar sokkabuxur og lopasokka vetrarins er nú ekki verra að skrúbba tásurnar með heimatilbúnu sítrónuskrúbbi, nudda þær með kókosolíu og gera þær mjúkar og glansandi.

Fermingarveislu. Merkilegur áfangi í lífi æskunnar, boðberum

framtíðarinnar. Kær vinahittingur og tilvalið tækifæri til að rækta ættgarðinn. Fátt betra en að kjamsa á þjóðmálunum yfir vænri rjómatertusneið, kransakökubita eða brauðtertunni.

Umhverfisvernd. Notum innkaupatöskur og endurnýtum allt

sem við getum, föt, umbúðir, skó og húsgögn. Fiskbúð Hafnarfjarðar býður t.d. viðskiptavinum að koma með sín eigin ílát. Alveg til fyrirmyndar.

Brynjar Darri Baldursson, nemi í arkitektúr.Eftir svefnlausar

nætur og mikið strit undanfarnar vikur er loksins komið að því að skila lokaverkefni mínu úr Listaháskóla Íslands. Haldin verður sýning með verkum nemenda í Hafnarhúsinu 25.apríl-10.maí. Á

föstudaginn fer ég á sérstaka fjölmiðlaopnun sýningarinnar og fer kvöldið sennilega í kærkomna afslöppun heima hjá mömmu. Á laugardagsmorgunn kíki ég á æfingu í Krikann áður en ég fer á formlega opnun sýningarinnar með tilheyrandi húllumhæ-i. Sunnudagurinn verður rólegur með kærustunni. Helgin verður vafalaust skemmtileg og hvet

HELGIN MÍN

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 Ljósmyndari: Gunnar Freyr Steinsson • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

gaflari.isAuglýsingasími

691 [email protected]

Tryggðu þinni auglýsingu pláss í öflugum miðli