gaflari 5. tbl. 2015

8
„Ótækt að börnum sé beitt í innheimtuaðgerðum bæjaryfirvalda“ 2 Húsnæði ódýrast í Hafnarfirði 2 Kíkt í kaffi: Það jafnast ekkert á við bæ sem horfir móti sól 6 Helluhrauni 2, 220 Hafnarfjörður Við hliðina á Lögreglustöðinni BORÐPLÖTUR & LEGSTEINAR www.granitsteinar.is - 544 5100 Þegar hjartað ræður för... Carmen Neve er frá Gent í Belgíu, hún hefur búið í Hafnarfirði í tæpt ár. Það var ekki ætlun Carmen að flytjast hingað, en atvinna eiginmanns hennar réði þar um. Hún er gift knattspyrnumanninum Kassim Doumbia sem leikur með FH. Carmen er Gaflari vikunnar. FISKRÉTTIR TILBÚNIR Í OFNINN GAMALDAGS PLOKKARI Helluhraun 16-18 220 Hafnarfirði Opið virka daga 11-18:30 laugardaga 12-15 prentun.is Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is fimmtudagur 5. mars 2015 5. tbl. 2. árg.

Upload: gaflariis

Post on 08-Apr-2016

262 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Bæjarblaðið Gaflari sem kom út 5. mars 2015

TRANSCRIPT

Page 1: Gaflari 5. tbl. 2015

„Ótækt að börnum sé beitt í innheimtuaðgerðum bæjaryfirvalda“2

Húsnæði ódýrast í Hafnarfirði2Kíkt í kaffi: Það jafnast ekkert á við bæ sem horfir móti sól6

Helluhrauni 2, 220 HafnarfjörðurVið hliðina á Lögreglustöðinni

BORÐPLÖTUR & LEGSTEINAR

www.granitsteinar.is - 544 5100

Þegar hjartað ræður för...Carmen Neve er frá Gent í Belgíu, hún hefur búið í Hafnarfirði í tæpt ár. Það var ekki ætlun Carmen að flytjast hingað, en atvinna eiginmanns hennar réði þar um. Hún er gift knattspyrnumanninum Kassim Doumbia sem leikur með FH. Carmen er Gaflari vikunnar.

FISKRÉTTIRTILBÚNIR Í OFNINN

GAMALDAGSPLOKKARI

Helluhraun 16-18 • 220 HafnarfirðiOpið virka daga 11-18:30

laugardaga 12-15

pren

tun.is

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is fimmtudagur 5. mars 2015 5. tbl. 2. árg.

Page 2: Gaflari 5. tbl. 2015

2 - gaflari.is

Húsnæði ódýrast í HafnarfirðiFRÉTTIR Ódýrast er að kaupa húsnæði í Hafnarfirði en dýrast í 101 í Reykjavík. Þetta kemur fram í tölum sem Þjóðskrá sendi frá sér nýlega. Þar er farið yfir hvernig verð á húsnæði hefur þróast eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu.

Langódýrast er að kaupa íbúð í fjölbýli á Álfaskeiðinu en þar er fermetraverðið tæpar 218.000 krónur, næst ódýrastur er fermetrinn í Seljahverfinu í Breiðholti eða rúmar 232.000 krónur, þá er það Norðurbærinn í Hafnarfirði þar sem fermeterinn er á tæpar 235.000 krónur og svo eru það Hraunin en þar er fermeterinn á rúmar 237.000 krónur.

Þegar fermetraverðið í fjölbýli er hins vegar skoðað í 101 í Reykjavík kemur í ljós að þar kostar hver fermetri rúmar 382.000 krónur. Það munar því 164.000 krónum á hverjum fermetra í íbúð á Álfaskeiðinu og í 101. Fyrir tæpar 22 milljónir króna fær kaupandi því íbúð á Álfaskeiði sem eru rúmir 100 fermetrar að stærð en fyrir sömu upphæð fær hann tæplega helmingi minni íbúð í 101.

Þegar verðið er skoðað eftir hverfum í Hafnarfirði er dýrast samkvæmt Þjóðskrá að kaupa íbúð í Áslandinu en þar er fermetraverðið rúmar 287.000 krónur, þá er það Setbergið en þar kostar fermetrinn rúmar 267.000 og á Völlunum er hann á rúmar 264.000 krónur.

Hildur Eggertsdóttir, sölufulltrúi hjá Remax Firði, segir að það vanti inn í tölur Þjóðskrár hverfi eins og Norðurbakkann. „Þar er fermetraverðið hátt eða allt að 350.000 krónur. Þannig að það eru til dýrar eignir hér í bænum eins og annars staðar.“

Hildur segir að það sé ekkert flókið við fasteignaverð eða hvernig það myndast. „Verðið endurspeglar lögmálið um framboð og eftirspurn. Það er mikil ásókn í húsnæði í 101 en framboðið lítið. Hér í Hafnarfirði hefur framboðið hins vegar verið meira og við eigum nóg af landi á Völlunum.“

Aðspurð segir Hildur að það fólk sem kjósi að kaupa fasteign í Hafnarfirði eigi það oft sameiginlegt að vilja fá meira fyrir peninginn og nýrri eignir.

„Ótækt að börnum sé beitt í innheimtuaðgerðum bæjaryfirvalda“FRÉTTIR Þau Gunnar Axel Axelsson, oddiviti Samfylkingarinnar, Adda María Jóhannesdóttir, bæjar-fulltrúi Samfylkingarinnar og Guðrún Ágústa Guð-mundsdóttir, oddviti VG, segja í bókun sem þau lögðu fram í bæjarráði að leikskólastigið gegni afar þýðingarmiklu hlutverki og ótækt að börnum sé beitt í innheimtuaðgerðum bæjaryfirvalda.

Í síðasta blaði Gaflarans kom fram að á undanförnum árum hafi einu til tveimur börnum á ári verið gert að víkja tímabundið úr leikskólum bæjarins vegna vangreiddra skólagjalda foreldra. Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá upplýsingafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Þær virðast hins vegar hafa verið rangar þar sem að í svari við fyrirspurn fulltrúa minnihlutans í bæjarráði um þessi mál kemur fram að á síðasta ári hafi fjórum

börnum verið vikið úr leikskóla tímabundið vegna skulda foreldra.

Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri, sagði í sama blaði að hvert og eitt tilvik væri skoðað og gripið inn í með viðeigandi úrræðum. Þremenningarnir segja hins vegar að fullyrðingar bæjarstjóra standist ekki fyllilega skoðun þar sem nýleg dæmi séu um að börn hafi verið utan leikskóla svo mánuðum skiptir. Þau telja einnig að þó tilvikin séu fá á hverju ári sé hvert slíkt tilvik einu of mikið.

Adda María segir að sér finnst ótækt að erfiðleikar foreldra sem oftast eru væntanlega fjárhagslegs eðlis bitni á börnunum. „Við hljótum að þurfa að endurskoða verkferla og ganga úr skugga um að gripið sé inn í slík mál og börnunum tryggð leikskólavist.“

FRÉTTIR „Hvað varðar erindi Helga Vilhjálmssonar í Góu um að byggja íbúðir við Tjarnarvelli þá er skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar sömu skoðunar og fráfarandi ráð var þegar erindi Helga var afgreitt þann 18. sept. 2012. Einnig bendi ég á bókun ráðsins frá 10. febrúar sl. vegna Tjarnarvalla 5-7 þar sem einnig var óskað eftir að byggja litlar ódýrar íbúðir, en vísað frá.“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingaráðs.

Erindið sem Ólafur Ingi vísar í frá 2012 var um að deiliskipulagi yrði breytt þannig að heimilað væri að byggja fjölhæðahús með atvinnustarfsemi á jarðhæð og litlum íbúðum á efri hæðum eða að byggt yrði hús með hótelíbúðum á efri hæðum og þjónustumiðaðri starfssemi á neðstu hæð sem ráðið tók vel í. Nú snúist umræðan um byggja þar fjölbýlishús með 20 litlum íbúðum sem seldar verði á almennum markaði. Samkvæmt bókun skipulags og byggingarráðs þann 27. janúar síðastliðinn fékk erindi Helga ekki góðan hljómgrunn, enda er vaxandi uppbygging atvinnustarfsemi á umræddu svæði. Ólafur Ingi segir því breytingar á deiliskipulagi þessa svæðis ekki raunhæfar. „Hvað varðar skipulag almennt á Tjarnarvöllum þá

er þar um þjónustusvæði að ræða. Uppbygging þarna hefur ekki gengið eins og vonir stóðu til en nú er loksins hafin vinna við Tjarnarvelli 3 (græna húsið), lóðirnar Tjarnavellir 5-7 voru seldar í desember og Icelandair mun hefja starfssemi á Flugvöllum innan skamms. Vonandi sjáum við einnig bætta tengingu Krísuvíkurvegar við Reykjanesbraut fljótlega sem mun opna á betra aðgengi á Tjarnarvelli,“ segir Ólafur Ingi. Hann bendir einnig á nú séu í byggingu fjöldi lítilla íbúða við Bjarkavelli, eitthvað um 80 íbúðir í það heila.“

Ólafur Ingi segir þó ekki loku

fyrir það skotið að komið verði til móts við hugmyndir Helga í Góu um íbúðarhúsnæði fyrir ungt fólk í Hafnarfirði. „Þann 10. nóvember sl. var skipaður starfshópur, Þétting byggðar/nýir byggðarkjarnar og er sú vinna í gangi. Sá hópur skilar af sér tillögum væntanlega í vor og gerum við okkur vonir um að þar komi fram tillögur sem m.a. gætu fallið að hugmyndum Helga. Ég hef auk þess rætt við Helga um þessi mál og ýmsar leiðir sem gætu fallið að hugmyndum hans. Það eru til lausar lóðir og vinna starfshópsins ætti að skila lóðum víða um bæinn.“

Nóg af lóðum handa Helga í GóuEkki raunhæft að breyta deiliskipulagi á Tjarnarvöllum

Page 3: Gaflari 5. tbl. 2015

gaflari.is - 3

Page 4: Gaflari 5. tbl. 2015

4 - gaflari.is

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar- og lista í Hafnarfirði.

Umsóknareyðublöð eru á www.hafnarfjordur.is, undir Mínar síður/umsóknir. Athugið að til þess að sækja um þarf að skrá sig á íbúagátt bæjarins. Aðstoð við skráningu er hægt að fá hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðar í síma 585-5500.

Skilafrestur er til 9. mars 2015

MENNINGARSTYRKIR TIL VERKEFNA OG VIÐBURÐA

Þegar hjartað ræður för…Carmen Neve er frá Gent í Belgíu sem hefur búið í Hafnarfirði í tæpt ár. Það var ekki ætlun Carmen að flytjast hingað en atvinna eiginmanns hennar réði þar um en hún er gift knattspyrnumanninum Kassim Doumbia sem leikur með FH. Carmen er gaflari vikunnar.

Carmen Neve er 25 ára stelpa frá Gent í Belgíu sem hefur búið í Hafnarfirði í tæpt ár. Það var þó ekki endilega ætlun Carmen að flytjast hingað en atvinna eiginmanns hennar réði þar um. Carmen er gift knatt-spyrnumanninum Kassim Doumbia sem leikur með FH. Carmen og Kassim kynntust árið 2010 þegar hann var nýkominn frá heimalandi sínu, Malí, til Belgíu til að leika knattspyrnu. Carmen starfaði í matvöruverslun með skóla og þar vandi Kassim komur sínar. Hann bauð henni á stefnumót sem hún var fljót að segja nei við. „Ég sá eftir því að hafa sagt nei um leið og hann labbaði út úr búðinni og hafði ekki hugmynd um að hann væri fótboltamaður en yfirmaður minn sagði mér það þegar við vorum byrjuð að hittast. Ég reyndi að milda hann með því að senda honum vinabeiðni á facebook. Hann tók sér langan tíma í að samþykkja

mig sem vin en að lokum gerði hann það og við fórum að spjalla saman. Það endaði svo með því að við fórum á stefnumót og þremur vikum seinna var ég flutt inn til hans“ segir Carmen brosandi. Carmen og Kassim gengu í hjónaband í Belgíu 30. júní 2012 en þá var hún ófrísk að syni þeirra Mamady. Carmen er einkabarn foreldra sinna en móðir hennar lést úr krabbameini skömmu eftir brúðkaupið og áður en Mamady fæddist.

Eftir að mamma dóþá hætti ég að trúaCarmen og Kassim vekja athygli hvar sem þau koma, enda eru þau eins og svart og hvítt, ekki bara í útliti heldur er uppruni þeirra ólíkur. Carmen segir að í Belgíu séu sambönd einstaklinga af ólíkum uppruna algeng en það hafi nú ekki endilega verið ásetningur hennar að hefja samband með manni sem bæði er ólíkur henni í útliti og uppruna. „Það bara gerðist en nú vekjum við aðallega athygli vegna Mamady – fólk horfir á hann og svo á okkur“. En það er ekki bara útlitið og uppruninn sem er ólíkur, Kassim er múslimi en Carmen ekki. Í fáfræði minni spyr ég hvort maður þurfi ekki að gerast múslimi til að giftast múslima? „ Nei, það er ekki þannig

og eftir að mamma dó þá hætti ég eiginlega bara að trúa,“ segir Carmen. En hvernig gengur þá heimilislífið fyrir sig þegar annar aðilinn biðst fyrir allt að fimm sinnum á dag og hinn sem hefur misst trúna? „Við mætumst á miðri leið, Kassim hefur gert ótrúlega margt sem múslimar gera alla jafna ekki og það sást t.d. í kringum jarðaför mömmu. Hann hjálpaði til við allan undirbúning og kom bæði í kistulagninguna og jarðaförina sem samræmist ekki endilega hans trúarsiðum. Ég steiki mér heldur ekki egg og beikon og svo hætti ég að drekka áfengi þegar við kynntumst. Hvorutveggja finnst mér bara minnsta mál. Þegar við förum í heimsókn til Malí virði ég algerlega þær reglur sem þar gilda, ég klæði mig öðruvísi og ber mikla virðingu fyrir fjölskyldu hans og hennar trúarsiðum. En ég viðurkenni það alveg að áður en ég kynntist Kassim hafði ég skrýtnar hugmyndir bæði um múslima og svart fólk.“ Og það átti svo eftir að renna upp fyrir Carmen að Kassim er alin upp í stórborg, Bamakó höfuðborg Malí, en hún í smábæ. „ Í Bamakó er hins vegar mikil fátækt og alls ekki þau veraldlegu gæði sem ég átti að

venjast og ég kann enn betur að meta þau eftir að ég fór til Malí.“

Gott að vera þar sem allir þekkja allaCarmen segir að þeim líki lífið á Íslandi vel, „ Ísland er fallegasta land sem ég hef komið til og ég var spennt að koma í snjóinn og myrkrið, en ég átti kannski ekki von á svo miklum snjó svona lengi“ segir hún brosandi. Henni finnst Íslendingar upp til hópa rólegir, lífsglaðir og afslappaðir. „Það er eins og allir hafi nægan tíma. Fólk hefur líka tekið okkur vel og FH er gott félag sem á einstaka stuðningsmenn. Stuðningsmennirnir hér eru miklu þolinmóðari og skilningsríkari en ég á að venjast frá Belgíu. Mér finnst þeir virkilega standa með sínu liði og fara ekki af vellinum þrátt fyrir að liði spili ekki vel.“ „Hafnarfjörður minnir um margt á bæinn sem ég ólst upp í, þar þekkja allir alla og t.d. komu u.þ.b. þúsund manns í jarðaförina hennar mömmu, en afi er þekktur hárgreiðslumaður í bænum og margir sem vildu votta virðingu sína“.

Sjá meira á gaflari.is

Page 5: Gaflari 5. tbl. 2015

gaflari.is - 5

í Hafnarborg þriðjudaginn 10. mars kl. 17:00.

Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Hafnarfjarðar, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar og áætlað er að athöfnin standi í tvær klukkustundir. Skáld keppninnar að þessu sinni eru Guðrún Helgadóttir og Anton Helgi Jónsson. Við athöfnina verða einnig tilkynnt úrslit í smásagnasamkeppni 8.-10. bekkja og veittar viðurkenningar. Efnt var til samkeppni um boðskort meðal nemenda í 6. bekk í grunnskólunum. Verðlaunamyndin prýðir boðskortið og verður veitt viðurkenning fyrir það á hátíðinni.

Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn.

MARS 2015 lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

í Hafnarborg þriðjudaginn 10. mars kl. 17:00.

Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Hafnarfjarðar, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar og áætlað er að athöfnin standi í tvær klukkustundir. Skáld keppninnar að þessu sinni eru Guðrún Helgadóttir og Anton Helgi Jónsson. Við athöfnina verða einnig tilkynnt úrslit í smásagnasamkeppni 8.-10. bekkja og veittar viðurkenningar. Efnt var til samkeppni um boðskort meðal nemenda í 6. bekk í grunnskólunum. Verðlaunamyndin prýðir boðskortið og verður veitt viðurkenning fyrir það á hátíðinni.

Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn.

MARS 2015 lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Tómstundir fyrir allaAÐSEND GREIN Mikilvægi þess að börn og ungmenni taki þátt í skipulögðu tómstunda- og æsku-lýðsstarfi hefur fyrir margra hluta sakir sjaldan verið meiri en nú. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hversu mikilvæg tómstundaiðkun er fyrir börn og ungmenni. Tómstundir hafa forvarnargildi og efla félagslega og vitsmunalega hæfni barna og ungmenna. Forvarnargildi tómstunda felst m.a. í því að börn og ungmenni, sem stunda þær reglulega, eru virkari í daglegum störfum og þeim líður almennt betur. Það skiptir miklu máli að börn og unglingar nýti frímtíma sinn vel enda eru unglingsárin mjög viðkvæmt skeið og þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi er til þess fallin að koma í veg fyrir áhættuhegðun. Einnig sýna rannsóknir fram á að glæpatíðni er minni hjá þeim unglingum sem stunda skipulagt tómstundastarf.

Ástæða er til að huga sérstaklega að einum hópi í þessu sambandi.

Það eru innflytjendur, en þeim hefur fjölgað mikið á síðustu árum hér á landi. Það virðist því miður vera þannig að ungir innflytjendur á Íslandi taka ekki mikinn þátt í skipulögðu tómstunda- og æskulýðsstarfi. Margt spilar þar inn í. Það sem helst hindrar þátttöku þeirra er menningarlegur munur og sú staðreynd að foreldrar þeirra eða forráðamenn þekkja lítið sem ekkert til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem hér er í boði á þessu sviði. Einnig hefur fjárhagsleg staða, einkum

með tilliti til þátttöku í íþróttastarfi, og félagslegt tengslanet áhrif á þátttöku. Vegna þessa er nauðsynlegt að bæta upplýsingaflæði til þessara barna og aðstandenda þeirra með einum eða öðrum hætti. Vegna tungumálaörðugleika getur verið erfitt að miðla upplýsingum til þeirra. Best væri að þarna kæmi til samvinna á milli skóla og félagsmiðstöðva og annara aðila sem sinna tómstundastarfi. Skólarnir hefðu þar ákveðið frumkvæði í því skyni að ná til sem flestra, en nytu til þess dyggrar aðstoðar frá starfsmönnum félagsmiðstöðva og öðrum sem hafa æskulýðsstarf með höndum. Í þessu sambandi er æskilegt að fyrir liggi bæklingar á erlendum tungumálum þar sem helstu upplýsingum er komið á framfæri. Að mínu mati er í öllu falli ljóst að það er forgangsatriði að kynna þessum tiltekna hópi landsmanna þá þýðingamiklu starfsemi í þágu barna og ungmenna sem við bjóðum upp á og að það sé gert með markvissum

hætti. Það segir sig sjálft að fjölmargt annað þarf til að koma til að þátttaka þessara barna í tómstunda- og æskulýðsstarfi aukist. Þetta er þó þýðingamikið byrjunarskref og forsenda þess að við náum því æskilega markmiði.

Ari Magnús Þorgeirsson, nemi í tómstunda og félagsmálafræðum

Erum á Facebook: Sko sala í Firði

í bílakjallaranum í Firðilaugardaginn 7. mars.Opið frá 12.00 til 16.00

Stuð og stemmningKomdu og grúskaðuPrúttaðu og gerðu góð kaup

pið fr

temmning

Page 6: Gaflari 5. tbl. 2015

6 - gaflari.is

TILVERAN

Hvað kemur þér af stað á morgnana?Fyrir utan glas af Berocca er það tilhugsunin um að eiga frábæran dag fyrir höndumUppáhalds tónlistin?Hlusta mest á tónlist í ræktinni eða

KÍKT Í KAFFI Gaflarinn kíkir í kaffi til Leifs S. Garðarssonar, skólastjóra Áslandsskóla. Leifur hefur frá barnæsku tekið mikinn þátt í íþróttaiðkun og starfi og unnið til ýmissa afreka með liðum sínum bæði í fótbolta, handbolta og körfubolta Í seinni tíð eru eftirminnilegastir sigrarnir með FH í knattspyrnu, þegar Leifur var aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar. Þá er ógleymanlegur bikarmeistaratitillinn með Haukum í körfunni 1985. Leifur sinnti knattspyrnuþjálfun til margra ára en líklega er hann þekktastur fyrir störf sín sem farsæll körfuknattleiksdómari. Sem slíkur hefur Leifur fengið margar viðurkenningar og dæmt fjölda leikja hérlendis og erlendis. Skólastjórinn greip aftur í flautuna í fyrrahaust eftir nær tíu ára hlé og dæmdi á dögunum stærsta leik ársins, bikarúrslitaleik Stjörnunnar og KR í Laugardalshöll.

Vill íþróttasal við hvern einasta grunnskóla

gaflari.isAuglýsingasími

691 [email protected]

Uppáhalds hreyfingin?Að dæma körfuboltaAf hverju skólastjóri?Gott tækifæri til að starfa með fróðleiksfúsum og skemmtilegum nemendum og metnaðarfullu og gefandi samstarfsfólkiHelstu verkefnin framundan í Áslandsskóla?Innleiðing á breyttum og bættum kennsluháttum sem efla sjálfstæði, sköpun, gagnrýna hugsun og bæta árangurEf þú gætir breytt einhverju einu í skólamálum hvað yrði það?Það ætti að vera íþróttasalur við hvern einasta grunnskóla. Salur sem myndi síðan nýtast íþróttafélögum eftir að skóla- og frístundastarfi lýkur. Með því yrði auðveldara að skipuleggja samfellu í “vinnudegi” skólabarna.Skemmtilegasta húsverkið?Klárlega matseldin – hleypi ekki öðrum í eldhúsið „mitt“Leiðinlegasta?Alveg spurning um að semja við eitthvert þvottahúsið með skyrturnarHvað gefur lífinu gildi?Samvinna, ábyrgð, tillitssemi og traustSíðasta sms-ið og frá hverjum?Síðasta sms-ið og frá hverjum? Vorum bara að labba út, svo við erum bara að labba ☺ ☺3(Frá Elsu Rut dóttur minni)Á laugardagskvöldið var ég:Á Nýdönskum dögum í Bæjarbíó með frúnni fyrir fullu húsi.Ég mæli með: Að fólk komi fram við aðra eins og það vill að aðrir komi fram við sig

á hlaupum og þá virkar betur að hafa góðan kraft í tónlistinniGamli skólinn minn?Víðistaðaskóli með ótal minningum og skemmtilegum skólafélögum og kennurum. Síðar Flensborgarskólinn

sem var ekki síður skemmtilegurHaukar eða FH?FH hefur átt meirihluta í mínu lífi bæði í knattspyrnu og handbolta á yngri árum. Það sem færri vita kannski er að ég dæmi fyrir Hauka í körfuboltanum og hef gert síðan 1986. Þess vegna dæmi ég t.d. aldrei leiki hjá HaukumSnjóhvítar skíðabrekkur eða gullin sólarströnd?Sólarströndin heillar meira, held samt að Fúsi skíðafantur gæti vel hugsað sér að láta sjá sig í brekkunum næstu árinBjór eða hvítvín?Fer eftir stað, stund og hvort eitthvað matarkyns sé á boðstólnum líkaHvers vegna Hafnarfjörður?Það jafnast ekkert á við bæ sem horfir móti sól. Svo er hvergi betra skjólHelstu áhugamál?Starfa við helstu áhugamálin. Skólinn og íþróttirnar. En þar fyrir utan hef ég ótakmarkaðan áhuga á bláa stórveldinu í Bítlaborginni, Everton

Page 7: Gaflari 5. tbl. 2015

gaflari.is - 7

Page 8: Gaflari 5. tbl. 2015

MARSTILBOÐ

99 KR.

229 KR.

179 KR.

199 KR.

279 KR.

99 KR.

399 KR.

99 KR.

99 KR.

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

1347-10-11 marsTilbPrentFixed.pdf 3 3/2/15 1:07 PM

GAFLARI MÆLIR MEÐ...

...að Hafnfirðingar verði fyrstir til að flytja fyrir fullt og allt út

úr torfkofunum og leyfi fyrst bæjarfélaga hunda í verslunum og á veitingahúsum.

...að allar skvísur fái sér gúmmíbomsur – sakar ekki að þær skarti rétta merkinu

– í slíku skótaui verða snjó- og slyddudagar dásemdin ein.

...að fara í yoga – fetta líkamann og bretta – og anda í sig hita og hugarró.

...að fólk slökkvi á farsímunum þegar það fer á kaffihús með vinum og

vandamönnum. Þarf nokkuð að útskýra það nánar? Þú veist – njóta augnabliksins og sýna virðingu....

gaflari.isAuglýsingasími

691 [email protected]

Tryggðu þinni auglýsingu pláss í öflugum miðli

Ómar Snævar Friðriksson - verkefnastjóri: Á föstudaginn höldum

við félagarnir Kótilettuna hátíðlega með öllu tilheyrandi. Tengdapabbi var fenginn til að elda fyrir okkur og eru allir nokkuð spenntir því miðað við síðustu Kótilettu þá rúllum við út. Laugardagur byrjar snemma á

Íþróttaskóla FH með yngri dótturina og svo fótboltaæfing um hádegið fyrir þá eldri og auðvitað líka hjá FH. Við ætlum svo að kíkja í Spilavini og prufa nokkur spil en það er ótrúlega skemmtileg búð í Skeifunni. Kíkjum svo í ísbúðina og höfum kósýkvöld eins og dæturnar vilja. Sunnudagurinn er óráðinn en kemur skemmtilega á óvart eins og gerist og gengur þeagr börnin ráða för.

Hildur Pálsdóttir - viðskiptafræðingur: Föstudagskvöldið verður rólegt, eftir heimagerðu

pizzuna sofna flestir snemma, enda þreyttir eftir vikuna. Laugardagar byrja snemma, ég æfi með hlaupahópi FH þegar veður leyfir, svo taka við fótboltaæfingar hjá krökkunum. Næst er það góður hádegismatur áður en allir

fara í hesthúsið. Um kvöldið eldum við góðan mat og höfum kósý og horfum á mynd fyrir alla fjölskylduna. Við reynum að fara á skíði um helgar og vonandi verður veður til þess á sunnudaginn. Annars verður þetta rólegur dagur heima fyrir. Við endum allar helgar á kvöldmat hjá mömmu þar sem við systkinin hittumst með fjölskyldur og eigum saman góða stund.

HELGIN MÍN

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir ([email protected]) • Blaðamaður: Dröfn Sæmundsdóttir

Umbrot & hönnun: Prentunis • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 Ljósmyndari: Gunnar Freyr Steinsson • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]