gaflari 20. tbl. 2014

12
Tossinn sem lærði að búa til bíó Anton Sigurðsson er ungur og upprennandi leikstjóri sem á dögunum frumsýndi sína fyrstu mynd í fullri lengd, hrollvekjuna Grafir og bein. Sá ekki fyrir að kostnaður yrði 116 milljónir 2 Pólitísk ráðning? 2 11 Áhugavert fólk sem hugsar út fyrir rammann Kíkt í kaffi: 30 mínútna ganga á dag og Hafnarfjarðarbrandari um helgar 10 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is fimmtudagur 13. nóvember 2014 20. tbl. 1. árg. Motus hefur opnað þjónustuskrifstofu á 5. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði, Hafnarfirði.

Upload: gaflariis

Post on 06-Apr-2016

263 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Gaflari 20. tbl. sem kom út 13. nóvember 2014

TRANSCRIPT

Tossinn sem lærði að búa til bíóAnton Sigurðsson er ungur og upprennandi leikstjóri sem á dögunum frumsýndi sína fyrstu mynd í fullri lengd, hrollvekjuna Grafir og bein.

Sá ekki fyrir að kostnaður yrði 116 milljónir2

Pólitísk ráðning?2

11 Áhugavert fólk sem hugsar út fyrir rammann

Kíkt í kaffi: 30 mínútna ganga á dag og Hafnarfjarðarbrandari um helgar10

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is fimmtudagur 13. nóvember 2014 20. tbl. 1. árg.

Motus hefur opnað þjónustuskrifstofu á 5. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði, Hafnarfirði.

2 - gaflari.is

Enn barist í skotgröfum í bæjarpólitík-inni?FRÉTTIR Í aðdraganda bæjar-stjórnarkosninganna var mikið rætt um samvinnupólitík, að flokkar ættu að vinna meira saman en tíðkaðist og var Björt framtíð þar fremst í flokki. Forsenda fyrir samvinnu hlýt-ur að vera sú að allir séu með í öllu ef svo má að orði komast. Í nefndum og ráðum bæjarins sitja þrír fulltrúar sem bæjar-stjórn kýs. Á síðasta kjörtímabili voru þrír flokkar í bæjarstjórn-inni en eru nú fjórir og þar með er einn flokkur útilokaður frá borðinu. VG óskaði því eftir að fá áheyrnafulltrúa m.a. í menn-ingar- og ferðamálanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd. Þessari beiðni hafnaði meirihlut-inn á fundi forsetanefndar. Guð-rún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður VG í Hafnarfirði segir eðlilegt að allir flokkar eigi full-trúa í nefndum og ráðum bæj-arins. „Þannig er öllum tryggður aðgangur að ákvarðanaferli mála sem tekin eru til umfjöllun-ar í viðkomandi nefndum.“Guðlaug Kristjánsdóttir, odd-viti Bjartrar framtíðar, bendir á að tveir flokkar séu í meirihluta bæjarstjórnar og Björt framtíð eðli máls samkvæmt ekki ein-ráð. „Fyrir forsetanefnd lágu alls þrjár beiðnir um áheyrnarfull-trúa og um tvær þeirra náðist samstaða en því miður ekki þá þriðju.“ Guðlaug segir að Björt framtíð beiti sér fyrir víðtæku samstarfi og málefnalegu samtali innan bæjarstjórnar. „Það er trú okkar að betra sé að ræða saman en togast á. Samvinnupólitík verður ekki unnin nema allir taki þátt, svo mikið er víst. Enginn einn get-ur haldið henni gangandi, en það þarf bara einn til að hindra að hún takist. Okkur er vel ljóst að innan hafnfirskrar pólitíkur er víða að finna skotgrafir en við forðumst þær af fremsta megni héðan eft-ir sem hingað til. Það dugar ekki annað en vera bjartsýnn.“Sjá nánari umfjöllun á gaflari.is

Sá ekki fyrir að kostnaður yrði 116 milljónir

Frambjóðandi Bjartrar fram-tíðar ráðinn verkefnastjóri

FRÉTTIR Guðrún Ágústa Guðmunds-dóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, segir að ástandið í umræðunni um fjármál Hafnarfjarðar hafi verið með þeim hætti á sínum tíma að ekki hafi verið hægt að vinna að endurfjármögnun lána bæjarins fyrir opnum tjöldum. 116 millj-óna króna reikningur frá HF verðbréfum sem vann að endurfjármögnuninni með bæjarstjóra og fjármálastjóra bæjarins kom Rósu Guðbjartsdóttur, núverandi formanni bæjarráðs, mjög á óvart. Hún segir að samningurinn hafi ekki verið lagður fyrir fyrrverandi bæjarstjórn og hyggst láta kanna lögmæti hans.Guðrún Ágústa segir hins vegar að fyr-irspurn oddvita Sjálfstæðisflokksins hafi verið svarað í pontu í bæjarstjórn við umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2014. Þegar Guðrún Ágústa er spurð hvort 116 milljónir geti talist eðlileg upphæð fyrir þetta verkefni segir hún að HF Verð-bréf hafi verið þeirra helstu ráðgjafar. Fyrirtækið hafi áður unnið að sam-skornar verkefni fyrir Kópavogsbæ og Orkuveitu Reykjavíkur og vel hafi verið látið af störfum þeirra. Samningurinn

við HF Verðbréf hafi verið sambæri-legur samningum sem gerðir voru við þessa aðila. Annars vegar hafi verið um að ræða ráðgjafarvinnu og hins vegar samning um þóknun sem tengist end-anlegri útkomu vinnunnar þ.e. endurfjár-mögnuninni sjálfri .Rósa Guðbjartsdóttir, ásamt Haraldi L. Haraldssyni, bæjarstjóra og Guðlaugu Kristjánsdóttur, forseta bæjarstjórnar, sendu frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að öll upphæðin sé greidd af fjárlið sem kallast rekstrar- og ráðgjaf-arþjónusta, hvergi komi fram að um tvíþættan samning hafi verið að ræða. Heimilt hafi verið samkvæmt fjárhags-áætlun að greiða 7 milljónir í ráðgjafa-þjónustu árið 2014 og kostnaður því farið umfram heimild um tæpar 107 milljónir vegna þessa máls.Guðrún Ágústa segir að erfitt hafi verið

að sjá fyrir kostnaðinn. „Við vinnu fjár-hagsáætlunar hvers árs er gert ráð fyrir svigrúmi til að fá aðstoð vegna þessara samskipta og vinnu þ.e. þann tíma sem tilheyrir ráðgjafarvinnunni sjálfri. Þóknunina vegna þess að samningar náðust um fyrirkomulag endurfjár-mögnunarinnar var erfitt að áætla fyrir því að þar er um að ræða uppgjör á láni sem fylgdi mikil gjaldeyrisáhætta.“Guðrún Ágústa segist ekki hafa áhyggj-ur af því að oddviti Sjálfstæðisflokksins ætli að láta kanna lögmæti samningsins við HF Verðbréf. „Ég velti því hins vegar fyrir mér hvað vakir fyrir núverandi meirihluta og bæjastjóra í þessu máli? Ætla þau sér líka að efast um lögmæti endurfjármögnunarinnar sjálfrar? Hver hagnast af því sem nú er í gangi? Ekki bæjarbúar, starfsfólk eða fyrirtæki í Hafnarfirði.“

Rósa Guðbjartsdóttir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir

Skipulags- og byggingaráð Hafnar-fjarðarbæjar samþykkti í síðustu viku að hefja ætti vinnu við að þróa svæðið frá Suðurbakka Hafnarfjarðarhafnar að sjóvarnargarði norðan Slippsins, í daglegu tali kallað Flensborgarhöfn. Búið var að leggja fram lýsingu á verk-inu en á fundi ráðsins nú í vikunni var einnig gengið frá ráðningu verkefn-isstjóra. Svo virðist sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi ekki leitað langt yfir skammt því verkefnastjórinn, Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt, kemur úr röðum Bjartrar framtíðar. Magnea skipaði 6. sæti lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík í síðastliðnum sveitarstjórn-arkosningum og situr nú fyrir hönd Bjartrar í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Magnea situr einnig í Innkauparáði Reykjavíkur-borgar og í stjórn Bjartrar Framtíðar.

Það verður að teljast nokkuð sér-kennilegt að ráðinn sé verkefnastjóri í Hafnarfjörð sem með svo afgerandi hætti starfar fyrir Reykjavíkurborg á sama sviði. Því verður vart hjá því kom-ist að spyrja hvort ráðningin sé pólitísk þar sem staðan eða verkið var hvorki auglýst né leitað tilboða annarstaðar frá.

Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingaráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn segir að við ráðningu á verkefnastjóra vegna þróunarverkefnis á svæðinu hafi verið horft til reynslu og hæfi viðkom-andi en ekki hvaða pólitísku skoðanir viðkomandi hefur. Ólafur bendir á að samstaða hafi verið í skipulags- og byggingarráði um ráðninguna eins og kemur fram í bókun ráðsins þann 14.10. sl. sem segir m.a. „Skipulags- og

byggingaráð samþykkir framlagða verkefnalýsingu og að ráðinn verði ver-kefnastjóri á forsendum hennar.“ Í verk-efnalýsingu er lagt til að Magnea Guð-mundsdóttir verði ráðin í verkefnið. „Í fjölmörg verkefni á vegum skipulags- og byggingarráðs á liðnum árum að svipaðri stærðargráðu og þetta hafa verið ráðnir sérfræðingar án auglýs-ingar. Horft hefur verið til sérsviðs hvers og eins hverju sinni. Benda má á að Magnea Guðmundsdóttir var ráðin í vinnu án umræðu eða samþykkis frá-farandi skipulags- og byggingarráðs við gerð nýsamþykkts aðalskipulags.“

Áætlaður kostnaður við verkið skv. heimildum Gaflara er um fjórar milljónir króna og í samningi sem gerður var op-inber á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar kemur fram að þar utan fellur kostnað-ur við vinnslu og kynningargögn.

Pólitísk ráðning?

gaflari.is - 3

LÆGSTALÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR Afsláttur gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“ eða tilboðsvörum.

Afsláttur gildir eingöngu í verslun okkar í Hafnarfirði fimmtudaginn 13. nóvember kl. 18-21.

25%afslátturaf jólaljósum og jólaseríum

hluti af Bygma

25%afslátturAf öllum

BÚSÁHölDum

25%afslátturAf öllum

ÚTIVISTARfATNAðI

25%afslátturAf öllum

RuSSell HoBBSSmÁRAfTækjum

25%afslátturAf öllum

BlAck&DeckeR& STANley

VeRkfæRum

NÁGRANNAkVölDÍ HÚSASmIðjuNNI oG BlÓmAVAlI

Í HAfNARfIRðI fImmTuDAGINN

13. NÓVemBeR kl. 18-21

NÁGRANNAkVölDÍ HÚSASmIðjuNNI oG BlÓmAVAlI, HAfNARfIRðI kl. 18-21, fimmtudaginn 13. nóvember

Hið árlega Nágrannakvöld verður haldið í verslun okkar Hafnarfirði, þar sem við bjóðum þér að versla á sérkjörum fyrir jólin!

kynningar:Góa kynnir Lindukonfekt • Nói Siríus kynnir konfekt • Kötluvöfflur með rjóma og Aviken

vöfflujárnið • Caffitaly kaffivélar og kaffikynning • Remington hársnyrtitæki

Avon snyrtivörur • Beka pönnukynning • Blómaskreytar sýna leiðisskreytingar

Sjáumst í jólaskapi.

25%afsláttur

Af öllum VöRum í Blómavali

4 - gaflari.is

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Er ekki löngu orðið ljóst að það skipulag sem hefur tíðkast í stjórnmálum hér á landi og víðar er algjörlega úr sér gengið og virkar bara alls ekki? Hvað er með þetta meirihluti og minnihluti? Í bæjarstjórn sitja 11 fulltrúar sem bæjarbúar hafa kosið til að gæta hagsmuna sinna og stjórna bænum eins og best verður

á kosið. Stundum held ég að bæjarfulltrúarnir gleymi þessi hlutverki sínu og að meiri- og minnihluti séu fastir í viðjum vanans. Það virðist vera einskonar lögmál að meirihlutinn sé á móti tillögum minnihlutans hversu góðar sem þær eru og minni-hlutinn sé að sama skapi á móti tillögum meirihlutans hversu góðar sem þær eru.

Í kosningunum í vor var talað um að nú skyldi verða breyting á og að öll dýrin í skóginum myndu vinna saman. Þrátt fyrir góðan ásetning virðist lítið þokast í rétta átt, minnihlutinn kvartar allavega sáran undan því að lítið samráð sé haft við hann um málefni bæjarbúa og nýverið var VG neitað um áheyrnarfulltrúa í tveimur nefndum á vegum bæjarins. Og svo les maður í blöðunum að minnihlutinn sem var

í meirihluta á síðasta kjörtímabili hafði þáverandi minnihluta ekki með í ráðum þegar samið var við HF verðbréf um verkefni sem kostaði bæjarbúa tæpar 120 milljónir króna. Hvaða rugl er það?

Allir bæjarfulltrúarnir eru kosnir til að vinna fyrir bæjarbúa hvort sem þeir eru í meiri- eða minnihluta – og þiggja þeir laun fyrir það. Við bæjarbúar eigum heimtingu á að þeir átti sig á þessu hlutverki sínu – slíðri sverðin og vinni saman. Ef við snúum þessu stjórnunarháttalagi upp á fyrirtæki sér maður hversu hjákátlegt það er. Hversu fáránlegt væri það ef hluti stjórnar fyrirtækis væri alltaf á móti öllum tillögum og einu rökin væru: „Af því bara að svoleiðis hefur það alltaf verið.“ Elskulegu bæjarfulltrúar Hafnarfjarðar er ekki kominn tími til að brjóta blað í sögu stjórnmálanna, koma upp úr skotgröfunum, taka höndum saman og vinna öll sem eitt af heilum hug í þágu okkar bæjarbúa?

Alda Áskelsdóttir

Að vera á móti – af því bara!Leiðari ritstjórnar Gaflarans

Traust og samstaða í Bæjar-stjórn HafnarfjarðarAÐSEND GREIN Það eru mikil gæði að eiga samstarfsfólk sem maður getur treyst. Í mínum huga skiptir það ekki mestu máli hvort maður er í meiri- eða minnihluta. Það sem skiptir mestu máli er að maður komi heiðar-lega fram og leggi sig allan fram við að vinna fyrir sveitarfélagið sitt af alúð.

Ég hef setið í bæjarstjórn Hafnar-fjarðar í rúm átta ár. Fyrstu fjögur árin sat ég í minnihluta með þrem fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og sjö fulltrúar Samfylkingarinnar sátu þá í meirihluta. Á þessu fyrsta kjörtímabili náðist smám saman ákveðið jafnvægi og traust bæði inni í ráðum og í bæj-arstjórn sjálfri. Í flestum málum náð-um við að stíga vel í takt en stundum tókumst við líka vel á, en þau átök voru alltaf út frá pólitík og hugmyndafræði.

Náið samstarfNæstu fjögur ár sat ég í meirihluta ásamt fimm fulltrúum Samfylkingar-innar. Við upphaf þess kjörtímabils var mikið samstarf á milli okkar oddvita stjórnamálaflokkanna í bæjarstjórn. Við unnum saman að undirbúningi að fjárhagsáætlun, héldum sameigin-legan íbúafund um fjárhagsáætlunina, unnum náið og saman að endurskoðun á samskiptum Hafnarfjarðarkaup-staðar og Rio Tinto Alcan sem endaði með sameiginlegri yfirlýsingu beggja aðila og svo mætti halda áfram að

telja. Því miður þóaðist þessi sam-vinna á verri veg þegar líða tók á kjör-tímabilið. Það var ljóst að ekki voru allir jafn sáttir með þá nánu samvinnu sem skapaðist hafði með okkur odd-vitunum. Taktur þessarar samvinnu breyttist því þegar líða tók á kjör-tímabilið. Ég hef átt náið samstarf við einstaka fulltrúa Sjálfstæðisflokksins en hið nána samstarf sem var á milli okkar oddvitanna var ekki hægt að endurnýja, því miður.

Vantraust og sundrungNú á nýju kjörtímabili er ég aftur komin í mitt gamla hlutverk í bæjar-stjórn Hafnarfjarðar. Sit í minnihluta en að þessu sinni með þremur full-trúum Samfylkingar og sjö fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar fram-tíðar í meirihluta. Ég hins vegar er ég reynslunni ríkari og bý yfir mikilli þekkingu eftir að hafa tekið þátt í

bæði minni- og meirihluta síðustu átta árin. Ég hef líka þroskast sjálf, enda átta árum eldri en þegar ég tók sæti í bæjarstjórn. Ég mun ekki láta bjóða mér það að vera krafin um samstöðu í einu orðinu en síðan verða fyrir póli-tískum árásum í hinu orðinu. Nú þegar eru því miður komin nokkur dæmi um slík vinnubrögð núverandi meirihluta bæjarstjórnar. Þar er mikið rætt um mikilvægi samstöðu en á sama tíma gert í því að reyna að draga fram alls kyns atriði frá fráfarandi meirihluta sem gerð eru tortryggileg (eins og kostnaður við ráðgjöf og vinnu við endurfjármögnun), lausnir í húsnæði Áslandsskóla og svo mætti lengi telja.

Ég verð því miður að segja að vinna núverandi meirihluta Sjálfstæðis-flokks og Bjartrar framtíðar kallar ekki á traust, samstöðu eða mikla sam-vinnu. Það er því ekki hægt að segja að það sé mikið traust eða mikil samvinna í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Rétta lýsingin er því miður mikið vantraust, samstöðuleysi og sundrung.

Ég ætla samt að leyfa mér að lifa í þeirri von að þetta muni breytast því það eru mikil gæði að eiga samstarfs-fólk sem maður getur treyst og unnið með.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir,bæjarfulltrúi Vinstri grænna í

Hafnarfirði

Í SPILARANUM

Hvað er í spilaranum hjá Magnúsi Sig-mundssyni?

Guðmundur Pedersen skoraði síðast á félaga sinn, Magnús Sigmundsson. Magnús vinnur hjá HS-Veitum hér á Hafnarfjarðar-svæðinu ásamt því að þjálfa handbolta hjá FH með Guðmundi. Hann þjálfar einnig markmennina í flestum flokkum í félaginu. Það kennir ýmissa grasa á spilaran-um hjá Magnúsi. „Það sem ég hef verið að hlusta á í gegnum tíðina er Queen, U2, Phil Collins, Cran-berries.Og af þessu hér heima er Sálin vinsæl á mínu heimili, eins Bubbi og þá sérstaklega í bílskúrnum hjá mér.“ Magnús segist fá sinn skerf af öllu því nýjasta því það sé

vinsælt að hlusta á FM 957 heima og í bílnum þannig að hann er vel með á nótunum. Magnús

skorar á Hjört Hinriksson, „betur þekktur sem örvhenta undrið“, segir Magnús og hlær.

gaflari.isAuglýsingasími

691 [email protected]

gaflari.is - 5

Við erum komin til Hafnarfjarðar!Macland opnar í dag nýja og glæsilega verslun kl. 14.00 að Helluhrauni 18.

Af því tilefni bjóðum við rausnarleg opnunartilboð á völdum vörum og vinir okkar í Pollapönk ásamt stórmeistara Friðriki Dór ætla að keyra gleðina í gang frá kl. 18.00.Hlökkum til að sjá þig!

Helluhraun 18 | 580 7500 | [email protected] | macland.is

það er ekkert sem heldur okkur hérna

lengur mamma. Flytjum til

hafnarfjarðar.

6 - gaflari.is

Yngstur til að frumsýna myndí fullri lengdAnton Sigurðsson er ungur og upprennandi leikstjóri sem á dögunum frumsýndi sína fyrstu mynd í fullri lengd, hrollvekjuna Grafir og bein. Anton er fæddur í Keflavík en flutti ungur til Hafnarfjarðar og ólst upp í Setbergshverfinu. Helga Kristín Gilsdóttir skellti sér í bíó og hitti svo leikstjórann og handritshöfundinn unga og fór yfir málin með honum.

Meðan ég bíð eftir að Anton klári símtal úti í bíl hitti ég fyrrverandi bæjarstjóra okkar Hafnfirðinga og fyrrum kennara Antons. Sá fyrrver-andi hefur brennandi áhuga á öllu sem gerist í hafnfirsku bæjarlífi og spyr mig frétta, ég segi honum að ég sé að fara að taka viðtal við Anton Sigurðsson, leikstjóra og hann spyr um hæl, „Anton okkar?“. Já svara ég og skýri út hvers vegna, „já ég vissi alltaf að það yrði eitthvað úr honum.“ Og svo kemur Anton og þeir heilsast eins og gamlir vinir gera og sá fyrrver-andi finnur út að hann þurfi að skella sér í bíó hið fyrsta og sjá hrollvekjuna Grafir & bein, sem fyrrum nemandi hans leikstýrir. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem maður fer í bíó, fær sér popp og kók og þekkir þann sem skrifaði handritið og leikstýrði myndinni, hvað þá að lesa allan kreditlistann í lok myndarinnar og þekkja meirahluta þess fólks sem á honum er.

Þrátt fyrir að Grafir & bein hafi verið frumsýnd fyrir tveimur vikum er langur tími liðinn síðan gerð henn-ar lauk eða tvö ár og segir Anton að ef hann ætti að gera myndina í dag myndi hann gera hana allt öðruvísi enda er hann stöðugt að læra. „Upp-haflega átti Grafir & bein ekkert endilega að vera sú hrollvekja sem hún er en málin þróuðust svona og miðað við kostnað við gerð myndar-innar er ég ánægður með hana. Að búa til bíómynd kostar um 200 millj-ónir en ég gerði Grafir & bein fyrir 19 milljónir. Ég lít fyrst og fremst á Grafir & bein sem miða fyrir mig inn í heim íslenskrar kvikmyndagerðar og ég held að myndin sé góð sem slík. Myndin hefur fengið misjafna gagnrýni í fjölmiðlum en þegar upp er staðið þá held ég að það séu ekki margir sem hefðu getað gert þessa mynd fyrir þennan pening.“

Gerði samning um að þegja í vikuAnton segir að hann hafi snemma verið farinn að segja sögur og á heim-ili hans var mikið lesið og móðir hans hefur alltaf hvatt hann til lestrar. „Ég sá t.d. um að segja draugasögur í skíðaferðum og á fótboltamótum og ég man að á tímabili gerði kennarinn minn í Setbergsskóla, Hrönn Berg-þórsdóttir, samning við mig að ef ég myndi þegja í viku mætti ég fá einn dag til að segja bekknum sögur. Og svona gekk þetta ég reyndi að tala sem allra minnst fram á föstudag og fékk svo minn dag.“

Og eitthvað hafa þeir sem starfa við gerð íslenskrar kvikmyndagerð-ar séð við handritið því Anton fékk til liðs við sig nokkra af frambæri-legstu leikurum landsins sem fara með aðalhlutverkin í myndinni ,m.a. þau Nínu Dögg Filippusdóttir og Björn Hlyn Haraldsson sem leika hjón sem hafa þurft að þola tímana tvenna. Það sama má segja um Anton sjálfan sem sannarlega hefur mátt reyna ýmislegt í lífinu. „Eflaust eru einhverjir sem kannast við senurnar í Grafir & bein enda óhjákvæmilegt annað en að sækja sögur úr sínum eigin reynsluheimi og því má segja að myndin sé nokkurs konar uppgjör við ákveðið tímabil í lífi mínu“ segir Anton.

Þarf þorp til að ala upp barnÞegar Anton var að nálgast unglings-aldur ákváðu foreldrar hans að skilja eftir að móðir hans hafði greinst með illviðráðanlegan sjúkdóm. Í framhaldi skilnaðarins rataði faðir hans í óreglu sem leiddi síðar til handöku hans og fangelsisvistar. „Mamma og pabbi skildu og pabbi flutti út af heimilinu, hann fór en var samt ekki farinn. Hann fylgdist náttúrulega vel með okkur systkinunum og var að mörgu leyti góður pabbi. En vandræði hans vofðu

yfir okkur og á tímabili var mikil fjöl-miðlaumfjöllun um hans misferli og það var erfitt.“ Á þessum tíma kom í ljós hversu mikilvægt það er að eiga góða vini og að vinirnir áttu foreldra sem reyndust Antoni svo sannar-lega betri en enginn. „Við erum stór og þéttur vinahópur sem kynntist í Setbergsskóla og í fótboltanum og höfum í dag samband nánast dag-lega. Ég var svo heppinn að tveir af þessum vinum mínum eiga foreldra sem hreinlega tóku mig upp á sína arma og enn í dag get ég leitað til þeirra eftir ráðum og dáðum.“ Og þar með sannast að það þurfi þorp til að ala upp barn. „Já þorpið ól mig upp, en ég á samt mömmu sem stóð sig vel en það hefur eflaust ekki verið auðvelt að vera einstæð móðir og glíma við erfið veikindi.“

Vona að íþróttafélögin passi enn upp á svona krakka eins og migOg Anton reynir ekkert að fela það að hann var erfiður sem barn og ungling-ur. „Ég var tossi, með athyglisbrest og lesblindur og gerði allt sem ég gat í skóla til að breiða yfir það með hegðun minni. Svo enginn tæki eftir því sem raunverulega var að mér. En ég var vinamargur og vinsæll og var snemma búinn að marka mér sess í skólanum. En ég var örugglega alveg óþolandi nemandi sem fór aldrei eftir fyrirmælum. Ég hef samt alltaf verið fróðleiksfús og las Morgunblaðið og Fréttablaðið af mikilli áfergju og fylgdist vel með fréttum. Ég gat t.d. rætt bandarísku forsetakosingarnar við hvern sem vildi og margt fleira sem unglingar eru kannski ekki endilega að spá í.“ Og Anton var líka ágætis íþróttamaður og hélt sér á grænni grein með fótboltanum. „ Í FH eignaðist ég aðra fjölskyldu og for-eldrar liðsfélaga minna og þjálfarar pössuðu vel upp á mig. Ég held t.d. að

mamma hafi aldrei verið rukkuð fyr-ir æfingagjöldin mín og ég var alltaf jafningi hinna strákanna. Ég veit ekki hvernig þetta er í dag en ég ætla að vona að það sé ennþá passað jafn vel upp á svona krakka innan íþróttafé-laganna eins og gert var við mig.“

Ekki mín sterka hlið að faraeftir settum reglumÞegar Anton var kominn á mennta-skólaaldur byrjaði hann í Flensborg en það kom fljótt í ljós að þar átti hann ekki heima enda hefði hann þurft að mæta í skólann og fara eft-ir settum reglum sem var ekki hans sterka hlið á þessum árum. „Þessi ár liðu í einhverskonar móðu, ég var í og úr vinnu, oftast hjá pabba vinar míns. Vinur minn og hans fjölskylda hafa verið ótrúlega þolinmóð við mig. Ég átti það til að sofa yfir mig en þá var ég sóttur og þannig gekk þetta þar til ég byrjaði í Kvikmyndaskólanum.“

Það var einmitt einn vinurinn úr þessum þétta vinahópi sem sendi umsókn í Kvikmyndaskóla Íslands í nafni Antons. Anton fór í viðtal og komst inn. „Fólk hafði nú ekki mikla trú á að ég myndi klára skólann og ég skil það vel. En að heyra það fyllti mig miklum eldmóði og ég var staðráðinn í að klára skólann, sem ég gerði. Ég hafði alltaf ætlað að verða leikari þar til ég fattaði að það var einhver annar sem stjórnaði öllu á bak við mynda-vélina þá langaði mig til að verða sá gaur.“

Yngstur til að frumsýnamynd í fullri lengdOg eldmóðurinn sem Anton fylltist hefur gert það að verkum að hann er yngsti leikstjóri á Íslandi sem frum-sýnir mynd í fullri lengd. „Ég er e.t.v. ágætis dæmi um krakka sem litaði alltaf út fyrir í skóla en varð samt að manni sem afrekar eitthvað þrátt fyr-

PIPA

R\T

BWA

· S

ÍA

Ómissandi

umjólin

Gleðileg Lindujól

gaflari.is - 7

„Ég er e.t.v. ágætis dæmi um krakka sem litaði alltaf út fyrir í skóla en varð samt að manni“

ir að skólasamfélagið hafi haldið annað. Ég hafði skilningsríka kennara, en samt sem áður er alltaf verið að reyna að setja alla ofan í sama kassann. Ég passaði alls ekki í þennan kassa en held að ég komi samt alveg til með að spjara mig. Og ég hef á tilfinningunni að þrátt fyrir að kennara séu tilbúnir til að koma til móts við nemendur eins og mig þá fái þeir ekki tækifæri til þess. Til þess skortir úrræði.“

Og það eru næg verkefni framundan hjá leikstjóranum unga,

í bígerð er m.a. bíómynd, sjón-varpsþáttaröð og eitthvað fleira sem ekki má tala um á þessu stigi. „Það er margt spennandi í pípunum og hver dagur er ævintýri. Ég er í draumastarfinu og bíð spenntur eftir að mæta í vinnuna í hverjum degi til að segja sögur og stjórna því hvernig þær verða fram reidd-ar.“ Og einmitt á meðan við sitjum hér og lepjum latte eru framleið-endur myndarinnar að fljúga með Grafir & bein í á kvikmyndahátíð í Los Angeles – geri aðrir betur…

PIPA

R\T

BWA

· S

ÍA

Ómissandi

umjólin

Gleðileg Lindujól

8 - gaflari.is

Frá 59.900

Helluhrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími 544 5100

HÁTÍÐARVERÐ

Minningarsteinar

Aðeins 2ja vikna afgreiðslufrestur

Fullbúinn

VIÐGERÐIR FYRIR ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG

SUÐURHRAUNI 2 GARÐABÆ SÍMI 554 4060 [email protected]

�nndu okkur á facebook

Skemmtilegur tími er að ganga

í garð og ég mæli með því að leyfa sköpunargáfunni

að njóta sín með því að gera heimilin kósý og skemmtileg .

Mjúk teppi í bæði sófann og á gólf-in og kaktusar og plöntur eru

ómissandi og kertaljós á kvöldin með yndislegum ilmi.

Drekka kaffið okkar eða teið úr skemmtileg-um bollum og

skreyta heimilið með myndum frá vinum, og fjöl-skyldumeðlimum, það er einstakt og

enginn annar á alveg eins, ætíð ljúf-fengur.

SIGGA MAGGA MÆLIR MEÐ...

Skemmtilegur SólvangsdagurSólvangsdagurinn var haldinn með pompi og prakt og þangað lögðu margir leið sína. Rannveig Þöll Þórsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, segir að dagurinn hafi heppnast í alla staði mjög vel. „Þetta var frábær dagur, mjög góð mæting eins og alltaf og allir í hátíðarskapi. Hafnfirðingar hafa í gegnum árin haldið tryggð við Sólvang og fjölmennt á þessum degi. Fengið sér vöfflur og kakó og skoðað það sem við erum að gera frá degi til dags.“ Gestum og gangandi gafst kostur á að kaupa ýmsa muni til styrktar vinnustofunni. „Munir sem heimil-isfólk og dagdvalargestir vinna eru sífellt vinsælli og við önnum ekki eftirspurn. Sú nýjung var núna að heimilismenn og gestir í dagdvöl voru með myndlistarsýningu sem mæltist vel fyrir og talsvert seld-ist af verkum. Verkin voru unnin undir leiðsögn Rósar Sveinbjörns-dóttur, myndlistarkonu, sem starfar á vinnustofu Sólvangs.“

gaflari.is - 9

Frábær golfnámskeið fyrir krakka á aldrinum 4-10 áraNú ætlum við í Keili að bjóða upp á SNAG-golfæfingar (golfþrautabraut) fyrir krakka 4-10 ára á laugardögum í Hraunkoti, æfingasvæði Keilis í vetur.Æfingar verða á laugardögum, 18 vikur frá 22. nóvember.Þátttökugjald fyrir 4-5 ára er 7.000 kr. (ekki niðurgreitt af Hafnarfjarðarbæ). Fyrir 6-10 ára kostar 12.000 kr. (full niðurgreiðsla frá Hafnarfjarðarbæ). Kylfur á staðnum fyrir alla. Þátttakandi þarf að vera í fylgd með fullorðnum.

Aldurskipting og mæting:4-7 ára kl. 09:15 – 10:008-10 ára kl. 10:00 – 10:45

Skráning fer fram á heimasíðu Hafnarfjarðar www.hafnarfjordur.is/minar-sidur/ Upplýsingar í Hraunkoti síma 565 3361 eða [email protected]

Endilega komið og prófið

prufutíma fyrir skráningu!

MEST LESIÐ Á gaflari.is

Þegar á móti blæs…

Skrefin inn í heim

þroskaskertra og fatlaðra...

„Bikar, svaka gleði, frábært

að sjá bræðurna spila saman“

Anas verður KONA

Tilgerðin

Bjössi bolla – Órabelgur og prakkari

Magnús Ólafsson, leikari og skemmti-kraftur hefur sent frá sér skemmtilega bók um barnastjörnuna Bjössa bollu, sem hann skapaði fyrir um margt löngu. Bókin um Bjössa bollu, Órabelgur og prakkari segir frá Bjössa bollu í sveitinni hjá afa og ömmu. Mamma hans Bjarn-fríður og systir hennar Inga eru vinnu-konur á bænum Brekku. Þær sjá um að mjólka kýrnar og hjálpa afa og ömmu við bústörfin. Bjössi bolla er þarna líka að reyna að hjálpa til, en lendir alltaf í einhverjum skakkaföllum vegna þess að hann er svo mikill prakkari og órabelgur. Magnús er útgefandi bókarinnar

Macland opnarí HafnarfirðiMacland opnar nýja verslun að Hellu-hrauni 14 til 16 í Hafnarfirði í dag, 13. nóvember. Þetta er önnur verslun Macland en fyrirtækið er einnig með verslun að Laugavegi 23.

„Við erum að svara kalli frá við-skiptavinum sem eiga ekki leið um miðbæinn og vilja versla nær sinni heimabyggð. Þetta er því tækifæri fyrir okkur að verða „tölvubúð-in“ fyrir Hafnar-fjörð, Garðabæ, Álftanes, Kópavog og Reykjanes-bæ“ segir Hörður Ágústsson, eig-andi Mac-land. „Ástæða þess að Hafnarfjörður varð fyrir valinu er ekki síst vegna Hemma, Hermanns Fannars Valgarðssonar, sem stofn-aði Macland með mér og ég held að flestir Hafnfirðingar hafi þekkt. Ég veit að hann væri stoltur af þessari þróun” segir Hörður.

Macland er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjón-ustu við allar vörur tengdar Apple. Rekstur verslunarinnar að Lauga-vegi 23 helst óbreyttur. Fyrirtæk-ið var stofnað árið 2009 af Herði Ágústssyni og árið 2010 kom Her-mann Fannar Valgarðsson inn í reksturinn.

10 - gaflari.is

TILVERAN

Hvaða bók er á náttborðinu? Kjarval er önnur þeirra. Í bókinni er að finna helstu verk Kjarvals og umfjöllun um meistarann. Hún er þung og ekki gott að sofna með bókina. Við hliðina er bók af öðrum toga, Hávamál Indíalands eða á frummálinu Bhagavad-Gíta. Eftirlætis kvikmyndin? One Flew Over the Cuckoo’s Nest með Jack Nicholson, Louise Fletcher, and Will Sampson.Playlistinn í ræktinni/hreyfingu? Verdamp lang her með þýsku rokk-hljómsveitinni BAP. og Yesterday með Bítlunum í lok æfingar.Hvers vegna Hafnarfjörður? Svar í bundnu máli:Hamarinn, Flensborg, heillandi er,húsin og týpur við sæ. Slippurinn leikvöllur, Strandgatan sér,stundum vestur í bæ.

KÍKT Í KAFFI Gaflarinn kíkir í kaffi til Janusar Guðlaugssonar, lektors á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og nýbakaðan doktor í íþrótta- og heilsufræðum. Doktorsverkefni Janusar fjallar um hreyfingu aldraðra og hversu mikið fjölþætt heilsurækt getur bætt afkastagetu og lífsgæði hinna eldri. Janus er gaflari í húð og hár, lék lengi vel knattspyrnu og handknattleik með FH en einnig knattspyrnu í Þýskalandi og Sviss. Hann hefur þjálfað knattspyrnu og handknattleik í Hafnarfirði auk þess að hafa kennt bæði við Lækjarskóla og Iðnskól-ann í Hafnarfirði. Í dag kennir Janus við íþrótta- og heilsubraut Háskóla Íslands.

Vill að til verði umboðsmaður aldraðra

Bítill var Bjöggi, Lilli var Finn,magester Baldur við sæ,Hallsteinsson séní, handbolti inn,í húsum vestur í bæ

Vitinn sá góði er vegvísir inn,um voga og sundin ég næ. Úfið er hraunið en aflið ég finn,úr hrauni vestur í bæ.

Eftirlætismaturinn? Grillaður humar að hætti hússins.Leiðinlegasta heimilisverkið? Þrífa flísar á baðherbergi fyrir jólinHelstu áhugamál? Útivist, veiði, íþróttir, málaralist og fjölskyldanEftirlætis íþróttamaðurinn? Geir Hallsteinsson og Guðjón Valur Sig-urðsson. Að auki: Íslenska landsliðið í knattspyrnu í dag og þjálfarateymi þess.Það sem gefur lífinu gildi? Góðir vinir og félagar.

Í vetur ætla ég? …… ekki. Hef nýlega lokið vetrarverki til 7 ára með form-legri útskrift úr íslensku skólakerfi. Markmiði náð!Hvers vegna þurfa aldraðir að hreyfa sig? Til að geta sinnt ADL (Athöfnum Daglegs Lífs) eins lengi og kostur er.Er nógu vel hugað að hreyfingu aldraðra í Hafnarfirði? Þeir sem eru að sinna því gera það vel en betur má ef duga skal, bæði í Hafnarfirði og á landsvísu. Ég er fylgjandi að til verði umboðsmaður aldraða. Það þarf að greiða betur götu hinna eldri hvað varðar aðgengi og leiðsögn um hreyf-ingu á lokaspretti lífsins eins og í upp-hafi þess.Skondin saga úr vinnunni/af ferl-inum? Þegar ég ásamt félaga mínum í íslenska landsliðinu sátum fastir í umferðarteppu í Ismir í Tyrklandi. Misstum af morgunflugi 25. des-ember 1980 og af æfingu sem átti

að vera síðdegis sama dag í Köln. Þurfti í kjölfarið að greiða 300 þýsk mörk fyrir atvikið. Hef ekki misst af æfingu síðan. Minningin lifir samt um 3-1 sigur í Tyrklandi, eftirminni-legt mark og fyrsti sigur Íslands í undankeppni HM á útivelli var stað-reynd. Allt 300 marka virði og gott betur. Sjá aðra góða sögu frá Janusi á gaflari.isSíðasta sms-ið og frá hverjum? Get-ur þú aðstoðað mig í ræktinni kl. 6:45 í fyrramálið? Persónuvernd leyfir ekki að svara frá hverjum en svarið var: Sjá-umst 06:44.Á föstudagskvöldið var ég? Að undir-búa kennslu helgarinnar sem var KSÍ-II námskeið fyrir verðandi knattspyrnu-þjálfara landsins.Ég mæli með? Daglegri 30 mínútna göngu, tveimur styrktaræfingum í viku og einum Hafnarfjarðarbrandara á laugardögum.

SólvangurAðalfundur Hollvinasamtaka Sólvangs verður haldinn mánudaginn 24. nóvember nk. kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn á 1. hæð á Sólvangi.Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar: 11. gr. hljóði svo: Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Sólvangs eða sambærilegrar stofnunar í Hafnarfirði.Stjórn Hollvinasamtaka Sólvangs

gaflari.is - 11

Áhugavert fólk sem hugsar út fyrir rammannÞað vakti athygli mína þegar ég skrif-aði um Hafnarfjarðarbrandara að þeir eiga að lýsa Hafnfirðingum sem vit-lausum, en séu brandararnir skoðaðir betur kemur í ljós að Hafnfirðingarnir í þessum bröndurum eru öllu heldur opnir fyrir nýjungum, þeir hugsa út fyr-ir rammann, og eru tilbúnir til að gera eitthvað nýtt og framkvæma hlutina – prófa það að minnsta kosti,“ segir höfundur Hafnfirðingabrandarans.

Bryndís Björg-vinsdóttir, rithöf-undur var að senda frá sér sína þriðju bók, Hafnfirðinga-brandarinn. Sagan gerist í Hafnarfirði árið 1999 og og

segir sögu Klöru sem er í 10. bekk í Víði-staðaskóla og ævintýrum hennar. „Mig langaði að skrifa sögu sem sögð er út frá sjónarhorni unglings, sem er kannski svolítið æstur, dramatískur og fullur af tilfinningum og væntingum til lífsins, segir Bryndís. „Klara á það til að ofhugsa hlutina en um leið kemst hún líka að

ýmsum skondnum eða áhugaverðum niðurstöðum um lífið og tilveruna – um sjálfa sig og annað fólk. Sagan fjallar ekki bara um Klöru því margar aðrar persónur koma við sögu, stelpur og strákar á öllum mögulegum aldri, alveg upp í áttrætt. Klara segir þó söguna og lýsir hún öðru fólki út frá sínu sjón-arhorni sem er oft æði ýkt og fyndið því Klara á það til að misskilja hlutina eða vera með sleggjudóma. Klara er óþreyju-fullur unglingur. Henni er umhugsað um að „lifa lífinu“, komast til dæmis í partý eða í saumaklúbb, en því miður gengur það ekki eins vel og hún vildi, og stund-um neyðist hún þess vegna til þess að

hanga með ömmu sinni eða foreldrum á laugardagskvöldum, að horfa á ríkis-sjónvarpið og borða ísblóm.“

Langaði að skrifa bók um furðufuglaBryndís, sem er Hafnfirðingur í húð og hár, var aðeins fimmtán ára göm-ul þegar hún sendi frá sér sína fyrstu bók með Auði Magndísi, vinkonu sinni, Orðabelg Ormars ofurmennis, en Flug-an sem stöðvaði stríðið var önnur bók Bryndísar og fékk hún Íslensku barna-bókaverðlaunin árið 2011. Bryndís er þjóðfræðingur að mennt og starfar m.a. við kennslu. „Ég hef alltaf haft gaman af ýkjusögum og gamansögum. Ég lærði sagnfræði og fór síðan í mastersnám í þjóðfræði þar sem ég stúderaði með-al annars þjóðsögurnar, flökkusagnir, brandara og fleiri tegundir af sögum. Samfara þessu byrjaði ég að skrifa um sögur og oft greip mig sterk löngun til að bæta við þær, ýkja og breyta – en það er nú yfirleitt ekki gert þegar um er að ræða fræðileg skrif.“ Undanfarin ár hefur Bryndís verið að kenna þjóð-fræði og menningarfræði við Háskóla

Íslands og Listaháskólann og finnst hvoru tveggja mjög skemmtilegt, en hana hefur lengi langað til nýta þennan þennan efnivið á annan hátt, t.d. í skáld-skap. „Mig langaði því að skrifa bók um Hafnfirðinga sem eru einskonar furðu-fuglar, hver á sinn hátt, en á sama tíma eru þeir áhugaverðar persónur sem hugsa út fyrir rammann. Og hafa jafnvel ýmislegt gott til málanna að leggja.“

Upplestur í staðinn fyrir nýja greiðsluBryndís hefur verið dugleg við að heimsækja grunnskóla Hafnarfjarðar og lesa upp úr bókinni og á dögunum fór hún og hitti nemendur Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðustu ár hefur sú hefð skapast þar að höfundar koma og lesa úr bókum sínum fyrir nemendur og starfsfólk. Fyrir lesturinn fá höf-undarnir meðferð hjá nemum í háriðn. Bryndís skellti sér því í stólinn hjá Stefáni Hannessyni, Íslandsmeistara iðnnema í hárgreiðslu og var alsæl með nýju klippinguna og ráðin sem hún fékk frá Stefáni. Sjá nánar á gaflari.is

Ný bók um hafnfirska æsku

Slétt skipti

12 - gaflari.is

Gísli Sveinbergsson kylfingur úr Keili er einn efnilegasti kylfingur landsins. Hann er í 105. sæti á heimslista áhugamanna í golfi og hef-ur enginn Íslendingur komist svo hátt á þeim lista. Á einu ári hefur Gísli hækk-að um 2500 sæti á listanum. Nú í haust sigraði hann á Duke of York meistara-mótinu og varð í sumar Íslandsmeist-ari í höggleik í flokki 17-18 ára.

Gísli er frábær strákur, skemmtilegur og mikill húmoristi. Við pabbi hans og systir erum

mjög stolt af honum. Hann veit hvað hann ætlar að vinna við í framtíðinni og hefur metnaðinn og þrjóskuna til að halda því til streitu. Hann er jákvæður, metnaðarfullur og hefur mikla ástríðu fyrir golfi sem sést á árangrinum. Gísli er mikið matargat, elskar indverskan- og ítalskan mat og finnst gaman að stússa í eldhúsinu. Þar sem hann er góður kokkur þá fær hann oft að sjá um matseldina á heimlinu og slær þá alltaf í gegn.Guðríður Indriðadóttir,mamma Gísla.

Gísli er mikill keppnis-maður og hefur maður oftar en ekki endað með væg meiðsli

þegar vinirnir fara saman i körfubolta eða fótbolta. Hann er mjög metnað-arfullur og á sumrin þegar hann er sem mest i golfi er varla hægt að ná í hann því hann er alltaf uppá golfvelli. Ég er handviss um að Gísli nái þeim markmiðum sem hann setur sér. Gísli er afar ófeiminn og stundum í hóp af ókunnugu fólki finnst mer hann tala vandræðilega hátt og mikið. Gísli er mjög jákvæður og er góður vinur sem er alltaf til i að gera manni greiða.Þórarinn Leví Traustason,vinur Gísla.

STENDUR UPP ÚR

Gísli Arnarson, graf-ískur hönnuður hjá Brandenburg: Helgin byrjar snemma þar

sem verður farið í „föstudagsflipp-er“ með vinnufélögunum á Brand-enburg auglýsingastofu. Stuttu eftir hádegi eða uppúr 3 verður svo lagt af stað í bústað upp í Húsafell með Úlfagenginu. Þar verð ég frá föstudegi til sunnudags að marinera

lifrina og hita meltingarkerfið upp fyrir átökin í desember. Á sunnudeg-inum ætla ég eyða tíma með fjöld-skyldunni og svo verður litið við um kvöldið á Strandgötunni í Hafnarf-irði hjá Heiðdísi í Stúdíó Snilld sem er snilld. Þar ræðum við saman um rosalegt verkefni sem við erum að gera saman. Svo ætlar Bella systir mín að verpa litla frænda mínum viku fyrir tímann.

Guðbjörg Pálsdóttir, kennari í Hraun-vallaskóla: Helgin fer væntanlega rólega af

stað hjá mér því föstudagskvöldið verður kósýkvöld með pizzubakstri og sjónvarpsglápi með börnunum mínum. Laugardagurinn er frá-tekinn fyrir kórinn minn, Hinsegin kórinn. Þá verður aukaæfing frá klukkan 10-16 fyrir jólatónleikana

okkar 13. desember næstkomandi í Iðnó og svo árshátíð kórsins um kvöldið. Þar ætla kórmeðlimir og makar þeirra að borða góðan mat, troða upp með skemmtiatriði, sem verða fjölmörg ef ég þekki okkur rétt og svo verður alveg örugglega dansað fram á nótt. Sunnudagurinn verður með rólegra móti en mjög líklega verður skroppið í sund og jafnvel kíkt í bíó.

HELGIN MÍN

Dalshrauni 11Ásvöllum 2220 Hafnarfirð[email protected]

Skráning og nánari upplýsingar í síma 565 2212 og 565 2712 [email protected] • www.hress.is

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

14

4076

Hress býður upp á fjögurra vikna námskeið fyrir þá sem vilja koma sér í gott form fyrir jólin. Námskeiðin hefjast 17. nóvember.

Þrír árangursríkir og fjölbreyttir tímar á viku.

Vigtun og um-málsmælingar.

Fylgst með mataræði, vikulegur fræðandi netpóstur.

Frjáls mæting í alla opna tíma, tækjasali Hress og Ásvallalaug.

Verð aðeins: 15.990 kr. Verð fyrir korthafa: 7.990 kr.

ÁTAK – KONURMÁN. / MIÐ. / FÖS. kl. 6.05MÁN. / MIÐ. / FÖS. kl. 9.15MÁN. / MIÐ. / FIM. kl. 17.15(DALSHRAUNI)

ÁTAK – KARLARMÁN. / MIÐ. / FIM. kl. 18.30(ÁSVÖLLUM)

4

17. NÓV.

ÁTAK KONUR • ÁTAK KARLAR

NÁMSKEIÐ:

SUND • VATNSGUFA • SAUNA • NUDD • TÆKJASALIR • EINKAÞJÁLFUN • HÓPÞJÁLFUN

HÓPTÍMAR • AÐGANGUR AÐ BJARGI AKUREYRI • AÐGANGUR AÐ HRESSÓ VESTMANNAEYJUM

ÞJÓNUSTA:

STUTT OG STRANGT Í FJÓRAR VIKUR!