gaflari 7. tbl. 2015

12
FISKRÉTTIR Opið skírdag 12-15 Helluhraun 16-18 220 Hafnarfirði Opið virka daga 11-18:30 laugardaga 12-15 prentun.is VEISLUHUMAR TILBÚNIR Í OFNINN „Þetta eru svo langþráð börn“ „Þegar einar dyr lokuðust opnuðust bara aðrar í staðinn og það var í rauninni mjög auðvelt fyrir okkur að taka ákvörðun um að ættleiða barn,“ segir Helga Valtýsdóttir, Gaflari vikunnar en hún og Sigurður Sveinn Antonsson, eiginmaður hennar, hafa ættleitt tvö börn frá Kína. Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is miðvikudagur 1. apríl 2015 7. tbl. 2. árg. Lítil Hafnarfjarðarmær dansar í Billy Elliot 2 4 Húsnæðisúrræða þörf fyrir fatlað fólk! Kíkt í kaffi: Dansar með syninum til að starta deginum 8 Sunnudag- Páskadag Helgi Björns og SSSÓL. Fimmtudag: Páskabingó með Sigga Hlö Laugardag: Partýstjórinn - Frítt inn! Allar nánari upplýsingar á spot.is

Upload: gaflariis

Post on 21-Jul-2016

278 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Bæjarblaðið Gaflari sem kom út 1. apríl 2015

TRANSCRIPT

Page 1: Gaflari 7. tbl. 2015

FISKRÉTTIR

Opið skírdag 12-15

Helluhraun 16-18 • 220 Hafnarfirði • Opið virka daga 11-18:30 • laugardaga 12-15

pren

tun.is

VEISLUHUMAR

TILBÚNIR Í OFNINN

„Þetta eru svo langþráð börn“„Þegar einar dyr lokuðust opnuðust bara aðrar í staðinn og það var í rauninni mjög auðvelt fyrir okkur að taka ákvörðun um að ættleiða barn,“ segir Helga Valtýsdóttir, Gaflari vikunnar en hún og Sigurður Sveinn Antonsson, eiginmaður hennar, hafa ættleitt tvö börn frá Kína.

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is miðvikudagur 1. apríl 2015 7. tbl. 2. árg.

Lítil Hafnarfjarðarmær dansar í Billy Elliot2

4 Húsnæðisúrræða þörf fyrir fatlað fólk!Kíkt í kaffi: Dansar með syninum til að starta deginum8

Sunnudag- PáskadagHelgi Björns og SSSÓL.

Fimmtudag:Páskabingó með Sigga Hlö

Laugardag: Partýstjórinn - Frítt inn!

Allar nánari upplýsingar á spot.is

Page 2: Gaflari 7. tbl. 2015

2 - gaflari.is

FRÉTTIR „Eygló var farin að mæta á bókasafnið 6 ára með sitt kort og velja bækur. Hún las fyrir litla bróðir sinn og var fljótt farin að vera leikræn

í upplestrinum,“ segir Jóhanna Margrét Fleckenstein, móðir Eyglóar Ylfu Jóhannesdóttur, sigurvegara Stóru upplestrarkeppninnar. „Eygló Ylfa er kappsöm og æfði sig vel fyrir hátíðina og leitaði sjálf t.d. til vinkonu sinnar Maríu Hebu leikkonu til að fá aðstoð með leikræna tilburði. Eygló Ylfa Jóhannesdóttir er nemandi í Víðistaðaskóla og komst hún í úrslit fyrir hönd skólans ásamt Unu Rán Tjörvadóttir. Lokahátíð

keppninnar fór fram í Hásölum í síðustu viku. Hátíðin tókst vel og stóðu allir 10 þátttakendur sig með miklum sóma. Lásu þeir hátt og snjallt upp fyrir fullan sal áhorfenda og virtist lítill skjálfti vera í keppendum þrátt fyrir að fresta þurfti keppninni vegna veðurs frá þriðjudeginum síðasta. Í þriðja sæti varð Gunnar Árnason úr Setbergsskóla og í öðru sæti Katla Sif Snorradóttir úr Áslandsskóla.

FRÉTTIR Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir er átta ára gamall Hafnfirðingur. Þrátt fyrir ungan aldur er henni margt til lista lagt. Auk þess að vera nemandi í Öldutúnsskóla og æfa fimleika með afrekshópi hjá Björk tekur hún þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á söngleiknum Billy Elliot. Aðalbjörg Emma var ein af 4000 börnum sem fóru í áheyrnarprufur í Borgarleikhúsinum síðastliðið sumar og var valin til að leika í sýningunni. Þar leikur hún eina af ballettstúlkunum og er langyngst þeirra en þær elstu eru 16 ára. Að sögn Geirþrúðar Guttorms-dóttur, móður Aðalbjargar Emmu, sáu þau foreldrarnir strax um tveggja ára aldur að stúlkan ætti eftir að verða leikkona og í dag er hún staðráðin í að þar liggi framtíð hennar. „Árið 2013 lék hún í myndinni Sumarbörn sem verður frumsýnd seinna á þessu ári og þegar hún frétti af áheyrnarprufunum fyrir Billy Elliot var hún strax ákveðin í að reyna fyrir sér þar.“Og nú að loknu ströngu æfingtímabili fyrir Billy Elliott sýnir Aðalbjörg Emma í Borgar-leikhúsinu allt að þrisvar í viku. „Hún kvartar ekki undan álagi, eina sem hún hefur áhyggjur af er að missa af fimleikaæfingum“ segir Geirþrúður að lokum.

FRÉTTIR Hljómsveitin Vök hefur sent frá sér nýtt lag af væntanlegri EP plötu sinni. Lagið nefnist „If I Was“ og er það fyrsta lagið sem fer í spilun af EP plötunni „Circles“ sem kemur út 15. maí.Vök er skipuð Hafnfirðingunum Andra Má Enokssyni, Margréti Rán Magnúsdóttur og Ólafi Alexander Ólafssyni. Hljómsveitin vakti mikla athygli þegar þau komu fyrst fram á sjónarsviðið og sigruðu Músíktilraunir 2013. Vök kom fram á Eurosonic tónlistarhátíðinni nú í janúar þar sem Ísland var fókusþjóð hátíðarinnar. Vök er á lista yfir þau bönd sem fengu flestar bókanir í kjölfarið og er líklegt að þau komi fram á yfir 10 tónlistarhátíðum víðsvegar um heiminn í sumar.

Íþrótta- og tómstundaiðkun barna sex ára og yngri ekki niðurgreiddFRÉTTIR Foreldrar barna sem eru sex ára og yngri furða sig á því að íþrótta- og tómstundaiðkun þeirra sé ekki niðurgreidd eins og þeirra barna sem eldri eru. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir að þegar niðurgreiðslur hófust árið 2002 hafi þær náð til allra barna. Árið 2010 breyttist það hins vegar þegar farð var í niðurskurð og hagræðingu í rekstir bæjarnins. „Þá var ákveðið að niðurgreiðslunar næðu einungis til 6 til 16 ára barna, þessar reglur eru enn í gildi.“Í reglum Hafnarfjarðarbæjar segir að markmið niðurgreiðslna sé að gera börnum með lögheimili í Hafnarfirði kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþrótta- og annað forvarnastarf í Hafnarfirði. Foreldrar segjast ekki skilja hvers vegna þetta eigi ekki líka

við um börn yngri en sex ára. „Foreldrar þessara barna greiða leikskólagjöld, þ. a. l. meiri útgjöld en hjá foreldrum 6 ára og eldri. Það er mjög mikilvægt að börn fái tækifæri til að byrja snemma og prófa og kynnast íþróttum áður en þau fara í grunnskóla,“ segir foreldri sem hafði samband við Gaflarann.Matthías Freyr Matthíasarson, formaður íþrótta- og tómstundarnefndar, segir að þetta atriði megi finna í samstarfssáttmála Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. „Þar kemur fram að meðal fyrstu verkefna nýs meirihluta, verði að endurskoða frístundastyrk barna. Síðastliðið haust var svo starfshópur settur á laggirnar sem skoða á gjaldskrár í tómstunda og íþróttastarfi. Þetta fellur svo sannarlega undir þá skoðun og bíðum við eftir niðurstöðu starfshópsins.“

Eygló Ylfa sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninnar

Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni, Eygló í miðjunni.

Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir.

Aðalbjörg Emma dansar í Billy Elliot

Vök sendir frá sér nýtt lag, „If I Was“

APRÍLTILBOÐ

179 KR179 KR/STK

149 KR2475 KR/KG

149KR298 KR/L

299 KR598 KR/L

99 KR2020 KR/KG

99 KR2675,68 KR/KG

Færðhvítt frítt

með

299 KR598 KR/L

Kaupirrautt

Page 3: Gaflari 7. tbl. 2015

gaflari.is - 3

APRÍLTILBOÐ

179 KR179 KR/STK

149 KR2475 KR/KG

149KR298 KR/L

299 KR598 KR/L

99 KR2020 KR/KG

99 KR2675,68 KR/KG

Færðhvítt frítt

með

299 KR598 KR/L

Kaupirrautt

Page 4: Gaflari 7. tbl. 2015

4 - gaflari.is

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 Ljósmyndari: Gunnar Freyr Steinsson • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Hver fann upp þessa pólitík? Þessa heimskulegu tík sem oft og tíðum forheimskar fólk og fær það til að sýna sínar verstu hliðar. Hliðar sem betur væru geymdar

djúpt í iðrum pólitíkusins. Hann sjálfur er hins vegar svo heltekinn af tíkinni að hann missir tökin og berar sig fyrir alþjóð án þess að blikna. Alveg búinn að missa sjónar af hugsjóninni sem vonandi var kveikjan að því að pólitíkusinn vildi verða pólitíkus. Eftir því sem tíkin herðir tökin á pólitíkusnum því fjarlægari verður hann hugsjóninni – hugsjóninni sem fékk hann

til að feta þennan stíg, hugsjóninni sem snérist um að vilja láta gott af sér leiða og bæta líf og kjör í bænum sínum – nú eða í landinu sínu. Helsjúkur af tíkinni hættir pólitíkusinn að skynja veröldina eins og við hin. Líf hans fer að snúast um hugtökin meirihluti og minnihluti – og þegar pólitíkusinn er komin á þennan stað ætti hann að taka pokann sinn og snúa sér að öðru. Það er nefnilega þannig að sá sem er fastur í meirihluta- og minnihlutahugsunarganginum er ekki alveg sjálfrátt. Þegar þannig er komið fyrir pólitíkusnum getur hann ekki horft á málefnin með opnum huga. Hann byrjar ekki á að spyrja sig að

því hvort þetta mál sé gott fyrir fólkið sem hann er að vinna fyrir heldur spyr hann er þetta gott fyrir meirihlutann eða minnihlutann? Og tíkin fer ekki í manngreinarálit því hún eirir engum, hvorki þeim sem er í meirihluta né minnihluta, allir geta lent í krumlum hennar og villst af leið. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Tíkin sú arna er nefnilega ekki ósigrandi allt sem þarf er kjarkur til að stíga út úr vananum og taka upp nýja starfshætti og gamla lífsspeki sem gengur út á að öll dýrin í skóginum séu vinir – óskhyggja eða raunhæf krafa kjósenda?

Alda Áskelsdóttir

Pólitík – versta tík í heimiLeiðari ritstjórnar Gaflarans

Húsnæðisúrræða þörf fyrir fatlað fólk!AÐSEND GREIN Það er lögboðin skylda sveitafélaga að veita fötluðu fólki aðgang að húsnæði svo það geti búið á eigin heimili (Lög um málefni fatlaðs fólks 1992 nr. 59) Það er mikil þörf fyrir húsnæðisúrræði fyrir fatlaða í Hafnarfirði. Fyrri meirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna lagði grunn að uppbyggingu fjögurra íbúðakjarna fyrir fatlaða. Í febrúar 2015 voru 69 einstaklingar sem biðu eftir húsnæði í bænum, þar af eru 31 í brýnni þörf strax í dag. Af heildarhópnum eru 25 sem þarfnast búsetu á næstu árum og 13 sem hafa búsetu hjá bænum en vilja gera á henni breytingar.

Hafnarfjarðarbær er með áætlun

um að reisa fjóra íbúðakjarna fyrir fatlaða, aðallega rými fyrir þroskahamlaða. Ás styrktarfélag byggir þrjá þeirra, þeir verða allir með sex einstaklingsíbúðum. Sá fyrsti opnar á Klukkuvöllum í apríl. Næsti kjarni verður neðst á Arnarhrauni en ferli skipulagsbreytinga er að ljúka. Fyrirhugað er að Ás byggi þriðja heimiliskjarnann en ekki er enn ákveðið hvar það verður. Þroskahjálp mun byggja sex íbúða kjarna á Öldugötu en það kemur í staðinn fyrir eldra húsnæði sem nú er talið úrelt. Grenndarkynningu þar er lokið.

Hópur fatlaðra einstaklinga og aðstandenda þeirra vinnur einnig að

undirbúningi að byggingu sex íbúða kjarna oghyggjast stofna hlutafélag um verkefnið. Þau eru í samvinnu við sambærileg félög á Norðurlöndunum og leita hugmynda og fordæma þaðan. Það verkefni er á vinnslustigi og er alfarið að frumkvæði þeirra einstaklinga sem málið brennur á. Það getur skýrst af löngun þeirra til að hafa öðruvísi heimili en sveitafélagið byggir, líklegra er þó að langvinn bið eftir úrræði og áhyggjur af framtíðinnireki fólk af stað.

Í 24 íbúðum í fjórum kjörnum sem bærinn er með í ferli, eru sex sem taka við hlutverki eldra húsnæðis. Samkvæmt upplýsingum frá Fjöl-skylduþjónustu bæjarins eru tveir íbúðakjarnar Áss á áætlun en ekki fást upplýsingar um hvenær byggingu þeirra lýkur. Það er fagnaðarefni að brátt opnar nýr íbúðakjarni fyrir fatlað fólk á Völlunum. Það er fagnaðarefni en að sama skapi er það brýnt að fylgja eftir samþykktum áætlunum og byggja upp þau heimili sem eftir á að reisa. Ef biðlistinn breyttist ekkert sem er ólíklegt, og þegar allar íbúðirnar 30 eru byggðar þá verða 13 í brýnni þörf og um leið í óviðunandi húsnæði, 19 komin í brýna þörf og 7 sem þyrftu að skipta um íbúð innan félagslega kerfisins. Það eru 38 einstaklingar sem standa út af með líf sitt og ástvina í uppnámi.

Það er eðli velferðarkerfisins að koma til móts við ólíkar þarfir okkar allra. Þó að nokkur verkefni séu í ferli mætir það aðeins þörfum innan við

helmings fatlaðs fólks í bænum í dag. Betur má ef duga skal því skv. 10. gr. laga 1992/59 segir: „Fatlað fólk skal eiga kost á félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og húsnæðisúrræðum í samræmi við þarfir þess og óskir eftir því sem kostur er.“

Það má vera að ríkið hafi ekki fært nægilegt fjármagn með mála-flokknum til sveitafélaga 2011 en þá er það allra flokka að kalla eftir leiðréttingu. Keflið er hjá okkur öllum, ekki síst nýjum meirihluta að fylgja eftir áætlunum fyrri meirihluta umfrekari uppbyggingu svo að fatlað fólk í bænum geti búið með reisn.

Bára Friðriksdóttir, varafulltrúi S í Fjölskylduráði

Page 5: Gaflari 7. tbl. 2015

gaflari.is - 5

Ræðst gegn verkjum

Notkunarsvið: Paratabs inniheldur virka efnið parasetamól 500 mg. Paratabs er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Lyfið er m.a. notað við höfuðverk, tannverk, tíðaverk, vöðvaverk og hita. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar sem eru 50 kg eða þyngri: 1 til 2 töflur á 4 til 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 6 töflur/3 g á dag. Börn og unglingar sem eru 43-50 kg að þyngd: 1 tafla á 4 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 5 töflur/2,5 g á dag. Börn sem eru 34-43 kg að þyngd: 1 tafla á 6 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 4 töflur/2 g á dag. Börn sem eru 26-34 kg að þyngd: ½ tafla á 4 klst. fresti eða 1 tafla á 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 3 töflur/1,5 g á dag. Paratabs 500 mg er ekki ætlað börnum sem eru innan við 26 kg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota lyfið. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi, samhliða meðferð með ly�um sem hafa áhrif á á lifrarstarfsemi, skort á glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasa, rauðalosblóðleysi, ofnotkun áfengis, ofþornun og langvarandi vannæringu. Forðast skal samhliða notkun Paratabs og áfengis. Paratabs á ekki að nota samtímis öðrum ly�um sem innihalda parasetamól. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarksskammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Langvarandi notkun getur valdið alvarlegum og tíðum höfuðverkjum. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með astma, sem eru næmir fyrir acetýlsalicýlsýru. Ef hár hiti eða einkenni sýkingar eru enn til staðar eftir meðferð í meira en 3 daga, eða ef verkur er enn til staðar eftir meðferð í meira en 5 daga, skal leita til læknis. Meðganga og brjóstagjöf: Nota má Paratabs í ráðlögðum skömmtum á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt. Ekki taka meira en ráðlagðan skammt. Athugið að hærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið mjög alvarlegum lifrarskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja ly�nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Actavis Group PTC ehf. Mars 2015.

Skoðið ávallt

leiðbeiningar um

notkun lyfsins

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA /

Act

avis

51

30

02

Paratabs®– Öflugur verkjabani!

Page 6: Gaflari 7. tbl. 2015

6 - gaflari.isOPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

- Tilvalið gjafakortSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslur

Þegar mikið stendur til

FJARDARKAUP-

1. - 4. apríl

498kr./pk.

2.998kr./kg

1.498kr./kg

1.698kr./kg

1.298kr./kg

Svínahnakkiverð áður 1.660 kr./kg

1.598kr./kg

Svínalundirverð áður 2.398 kr./kg

kF íSlenSkt heiðarlambverð áður 1.598 kr./kg

kF lambalæriSneiðar villikr.verð áður 1.862 kr./kg

hamborgarar 115g 2 í pk.verð áður 562 kr./pk.

nauta innralæriverð áður 3.742 kr./kg

1.198kr./kg

ali bayonne Skinkaverð áður 1.398 kr./kg

Fl Skyndigrillverð áður 2.784 kr./kg

Fl SirloinSneiðarverð áður 2.638 kr./kg

Fl Fjallalæri kryddaðverð áður 1.598 kr./kg

Fk hamborgarhryggurverð áður 1.634 kr./kg

1.498kr./kg

1.398kr./kg

3.298kr./kg

nauta entrecoteverð áður 4.158 kr./kg

1. apríl. Miðvikudagur 9:00 - 19:002. apríl. Fimmtudagur 10:00 - 16:003. apríl. Föstudagurinn langi LOkaÐ

4. apríl. Laugardagur 10:00 - 17:005. apríl. Páskadagur LOkaÐ6. apríl. annar í páskum LOkaÐ

kF lambahamborgarhryggurverð áður 2.128 kr./kg

2.329kr./kg

Fl læriSneiðar kryddaðarverð áður 2.930 kr./kg

2.538kr./kg

2.413kr./kg

1.898kr./kg

kF london lambverð áður 2.098 kr./kg

1.998kr./kg

Page 7: Gaflari 7. tbl. 2015

gaflari.is - 7OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

- Tilvalið gjafakortSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslur

Þegar mikið stendur til

FJARDARKAUP-

1. - 4. apríl

498kr./pk.

2.998kr./kg

1.498kr./kg

1.698kr./kg

1.298kr./kg

Svínahnakkiverð áður 1.660 kr./kg

1.598kr./kg

Svínalundirverð áður 2.398 kr./kg

kF íSlenSkt heiðarlambverð áður 1.598 kr./kg

kF lambalæriSneiðar villikr.verð áður 1.862 kr./kg

hamborgarar 115g 2 í pk.verð áður 562 kr./pk.

nauta innralæriverð áður 3.742 kr./kg

1.198kr./kg

ali bayonne Skinkaverð áður 1.398 kr./kg

Fl Skyndigrillverð áður 2.784 kr./kg

Fl SirloinSneiðarverð áður 2.638 kr./kg

Fl Fjallalæri kryddaðverð áður 1.598 kr./kg

Fk hamborgarhryggurverð áður 1.634 kr./kg

1.498kr./kg

1.398kr./kg

3.298kr./kg

nauta entrecoteverð áður 4.158 kr./kg

1. apríl. Miðvikudagur 9:00 - 19:002. apríl. Fimmtudagur 10:00 - 16:003. apríl. Föstudagurinn langi LOkaÐ

4. apríl. Laugardagur 10:00 - 17:005. apríl. Páskadagur LOkaÐ6. apríl. annar í páskum LOkaÐ

kF lambahamborgarhryggurverð áður 2.128 kr./kg

2.329kr./kg

Fl læriSneiðar kryddaðarverð áður 2.930 kr./kg

2.538kr./kg

2.413kr./kg

1.898kr./kg

kF london lambverð áður 2.098 kr./kg

1.998kr./kg

Page 8: Gaflari 7. tbl. 2015

8 - gaflari.is

„Þetta eru svo langþráð börn“Flest pör sem hafa tekið ákvörðun um að feta lífsveginn saman gera ráð fyrir því að með tíð og tíma komi börnin eitt af öðru. Hjá flestum gengur það eftir án mikillar fyrirhafnar en hjá öðrum er málið alls ekki svona einfalt. Helga Valtýsdóttir, námsráðgjafi, og Sigurður Sveinn Antonsson, smiður, voru staðráðin í því að stofna fjölskyldu. Fljótlega eftir að þau gengu í hjónaband fóru þau að huga að barneignum. „Allt virtist ætla að ganga upp hjá okkur,“ segir Helga og hugsar sig um. Það er eins og hún sé á báðum áttum hvort hún eigi að halda áfram en svo segir hún: „Þegar ég var komin sex mánuði á leið þá missti ég fóstur. Í kjölfar þess var ljóst að ég myndi ekki geta gengið með fleiri börn.“ Helga og Sigurður voru þó staðráðin í að eignast börn þó að það yrði ekki með hefðbundnum hætti. „Við áttum í rauninni mjög auðvelt með að taka ákvörðun um að ættleiða barn. Það var búið að loka einni dyr en önnur opnaðist í staðin,“ segir Helga og brosir. Þetta hugarfar kemur ekki á óvart því Helga er einstaklega jákvæð og hefur góða nærveru. Þar sem hún er, er oftast stutt í hlátur og glaðværð en um leið sýnir hún samferðafólki sínu mikla umhyggju og alúð. Það er því alveg ljóst að Helga átti nóg til að gefa litlu barni.

Vorum tekin útHjólin snérust hratt og stuttu eftir að ákvörðun var tekin voru þau Helga og Sigurður komin á biðlista eftir að fá að ættleiða barn frá Kína. Helga segir að undirbúningsferlið hafi tekið dálítið á. „Þeir sem vilja ættleiða börn þurfa að fara í einskonar úttekt. Allt er þetta gert með hagsmuni barnsins í huga sem er mjög jákvætt. Barnaverndarnefnd gengur úr skugga um að fólk sé hæft til að axla þá ábyrgð að vera foreldrar. Við þurftum einnig að sýna fram á að við værum heilsuhraust og fjárhagslega í stakk búin að sjá barni farborða.“

Tvöfalt lengri meðgangaEftir tvöfalt lengri meðgöngu en gengur og gerist ef svo má að

orði komast var komið að stóru stundinni. „Átján mánuðum eftir að við hófum umsóknarferlið fengum við Auði Láru í fangið,“ segir Helga og andlit hennar ljómar þegar hugurinn ferðast aftur til þeirrar stundar. „Við fengum að vita að barnið okkar væri átta mánaða gömul stúlka, tveimur mánuðum áður en við fórum að sækja hana.“ Aðspurð segir Helga að auðvitað hafi hana langað til að rjúka strax af stað til að sækja barnið. „Þannig gengur það bara ekki fyrir sig. Maður þarf bara að bíða og sýna mikla þolinmæði eins og aðrir verðandi foreldrar. Við notuðum tímann t.d. til að undirbúa heimilið okkar en ég neita því ekki að þetta voru erfiðir mánuðir en þá var gott að vita af öðrum í sömu stöðu og deila þessum tíma með þeim.“ Um leið og Helga og Sigurður fengu að vita að þeirra biði barn i Kína fengu átján aðrir foreldrar sömu gleðifréttir. „Við fórum svo öll saman að sækja tíu stúlkur. Kínverjar gera kröfu um að kjörforeldrar kynnist landi og þjóð. Við byrjuðum því á að stoppa í nokkra daga í Peking þar sem við fórum í skoðunarferðir. Það er mikil upplifun að heimsækja Kína þar sem siðir og menning er mjög ólík því sem við eigum að venjast.

Auðvitað tengjumst við svo ósjálfrátt Kína sterkum böndum enda liggja rætur barna okkar til þessa lands.“

Við vorum heilluð af litlu mannverunni sem viðfengum í fangiðFrá Peking lá leiðin svo til Jiangxi héraðs þar sem stúlkurnar voru á barnaheimilum. „Það var mjög skrýtið að sjá rimlarúmið í hótelherberginu okkar og litla balann sem við áttum að nota til að baða dóttur okkar í,“ segir Helga og það leynir sér ekki að minningarnar eru ljóslifandi í huga hennar. „Líðan okkar þessar fáu stundir sem við biðum eftir stúlkunum tíu á hótelinu er ólýsanleg. Við upplifðum tilfinningar sem spanna allan tilfinningaskalann.“ Þegar stóra stundin rann svo upp deildu Helga og Sigurður henni með átta öðrum foreldrum. „Við biðum saman eftir fimm stúlkum. Forstöðumaður barnaheimilisins kom með þær ásamt fimm fóstrum og þá er ekki hægt að segja annað

en að við hafi tekið súrrealískur tími. Við fengum barn í hendurnar sem hafði aldrei séð fólk af öðrum kynstofni,“ segir Helga og bætir við: „En allt gekk þetta mjög vel fyrir sig og þarna fengum við í fyrsta skipti tækifæri til að spyrjast fyrir um hagi og venjur dóttur okkar.“

-En var nokkuð hægt að einbeita sér að praktískum atriðumá þessari stundu?„Nei, nei alls ekki,“ svarar Helga og hlær. „Það fór allt inn um annað og út um hitt. Við vorum svo heilluð af þessari litlu mannveru sem við fengum í fangið.“

Sömu sterku tilfinningarnarHeimferðin gekk vel og Helga segir að þau hafi tekið einn dag í einu og á forsendum Auðar Láru. „Við þurftum öll að aðlagast breyttum aðstæðum og tókum okkur góðan tíma í það. Vorum mikið þrjú heima og nutum bara þessa tíma. Tilfinningatengslin á milli okkar urðu strax mjög sterk. Foreldrar sem eiga bæði kjörbörn

Í fyrsta sinn fjögur saman: Það var stórkostleg stund þegar Helga, Sigurður og Auður Lára fengu í fyrsta sinn Atla Fannar í fangið.

Page 9: Gaflari 7. tbl. 2015

gaflari.is - 9

og líffræðileg börn hafa sagt mér að þetta sé svipað ferli í hvoru tilfelli fyrir sig og tilfinningarnar þær sömu. Kjörbörn eru í flestum tilfellum mjög langþráð börn. Þannig að það er stórkostleg stund þegar maður fær þau í hendurnar.“

Stóra systir fór meðað sækja litla bróðurAuður Lára er orðin 12 ára. Hún er

augasteinn foreldra sinni ásamt Atla Fannari bróður sínum en hann bættist í hópinn fyrir rúmum þremur árum. „Okkur langaði til að eignast annað barn og ákváðum að sækja aftur um ættleiðingu. Í það skiptið þurftum við hins vegar að bíða heldur lengur eftir barninu okkar eða í sex ár. Það var alveg jafn stórkostleg stund að fá hann í fangið eins og hana

Auði Láru okkar. Ég fæ bara tár í augun við að rifja þessar stundir upp,“ segir Helga og skellir upp úr. „Við vorum ekki bara tvö sem fórum til Kína til að sækja Atla Fannar heldur þrjú því Auður Lára fór með okkur. Ég er sannfærð um að það var rétt ákvörðun að taka hana með. Hún var algjörlega tilbúin. Hún hafði mjög gaman að því að skoða upprunalandið sitt

og auðvitað var hún líka spennt yfir því að eignast lítinn bróður. Hún fékk að taka þátt í þessu með okkur frá fyrsta degi og ég held að það skipti mjög miklu máli upp á tengslamyndunina. Það er mikill kærleikur á milli þeirra systkina og ég er viss um að þennan kærleik megi rekja að miklu leyti til þess að hún fór með okkur að sækja hann.“

Page 10: Gaflari 7. tbl. 2015

10 - gaflari.is

Fjölskylduhagir? Ég og Biggi minn eigum soninn Brynjar Val og dótturin Elísabetu sem er stór/lítil hvolpastelpa. Svo reyni ég að stela litla frænda mínum honum Róberti Árna sem oftast svo að ég myndi vilja hafa hann með.Hvað kemur þér af stað á morgnana? Elísabet hvolpurinn minn spangólar daginn í gang, bókstaflega. Ég hef aldrei á ævi minni vaknað fyrir sjö áður en ég fékk hana, nema jú þegar ég þurfti að fara í flug.Það síðasta sem þú gerir áður en þú leggst á koddann? Fyrir svona ári síðan rakst ég á hugleiðsluappið Headspace – ég kveiki á því og leggst á koddann og munkurinn sem les núvitundaræfinguna svæfir mig. Ég mæli rosalega mikið með þessu appi fyrir þá sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin.Uppáhaldskvikmyndin Garden State – atriðið þar sem Natalie Portman setur headphone-in á Zach Braff og spilar fyrir hann New Slang með The Shins er það fallegasta sem ég veit og ég tárast alltaf yfir því. Gamli skólinn minn? Setbergsskóli. Þar kynntist ég kærastanum mínum og bestu vinkonu minni sem voru reyndar par á einum tímapunkti en eru það sem betur fer ekki í dag. Þau eru það besta sem Setbergsskóli gaf mér.Hver er fyrsta endurminningin? Við fjölskyldan bjuggum um tíma á Túngötu 5 í RVK, mitt á milli rússneska, þýska og franska sendiráðsins. Það voru engin börn í þessu hverfi og eyddi ég því flestum mínum stundum í að hjóla ein í portinu og glápa á túbusjónvarpið okkar til skiptis. Þetta er líklega fyrsta minningin mín og hún er voða ljúf og góð.Uppáhaldsflíkin? Ég er ekkert rosalega fashionable dama, mér finnst

best að vera bara í einhverju þægilegu og svörtu, svo nýti ég hvert tækifæri til þess að fara í ullarsokkana mína fallegu sem amma Lóa prjónaði. Handbolti eða fótbolti? Handbolti, ekki spurning. Eg elska hraðann og dramað sem fylgir handboltaleikjum þó ég hafi ekki farið á slíkan í mörg ár. Hins vegar er ég rosalega mikið inni í öllu sem viðkemur knattspyrnunni hjá FH þar sem kærastinn minn er framkvæmdastjóri þar en leikurinn sjálfur er bara aðeins of hægur og langur fyrir minn smekk. Égg get samt ekki neitað því að áhuginn kviknaði örlítið meira eftir FH-Stjarnan síðasta sumar, ég var faðmandi ókunnugt fólk sem stóð við hliðina á mér í hita leiksins, það er algjörlega hellað fyrir mér en kom skemmtilega á óvart.Snjóhvítar skíðabrekkur eða gullin sólarströnd? Gullin sólarströnd undir sólhlíf með kokteil og góða bók. Það væri eiginlega fáránlegt að segja eitthvað annað þegar maður er búinn að upplifa þetta veður hérna undanfarið. Bjór eða hvítvín? BJÓR, alltaf.Hvers vegna Hafnarfjörður? Vegna þess að Hafnarfjörður er ekki dreif-býli og ekki miðbær, hann er bara dásamlegur nákvæmlega eins og hann er og í hæfilega góðri fjarlægð frá öllu. Plús það að allt fyndna fólkið kemur héðan, Laddi, Edda Björgvins, Siggi Sigurjóns, Radíusbræður plús allir Hafnarfjarðarbrandararnir, það er bara eitthvað geggjað grín í loftinu hérna sem er erfitt að toppa.Helstu áhugamál? Gott grín kemur fyrst, svo fjölskyldan mín og vinir, lesa góða bók sem kennir mér eitthvað, Elísabet Englandsdrottning, te, teikna, drekka bjór, horfa á Neighbours, fara á uppistönd, horfa á ógeðslega gott grín í sjónvarpinu, djóka með vinum mínum

og pissa á mig úr hlátri. Svo finnst mér mjög gaman að sitja með góðu fólki og skiptast á skoðunum og læra af því sem það hefur að segja og horfa á Ted-talks með hvetjandi, skapandi og drífandi fólki sem hefur farið einhverja skemmtilega eða öðruvísi leið i lífinu og draga lærdóm af því.Uppáhalds hreyfingin? Að dansa með syni mínum eins og enginn sé að horfa. Við eigum morgunplaylista á Youtube sem við kveikjum stundum á morgnana til þess að starta deginum. Það er klárlega uppáhalds hreyfingin. Svo fer ég stundum í rope yoga hjá Elínu sem mér finnst bara vera eitt það besta sem ég veit.Helstu verkefnin framundan? Myndirnar mínar eru að fara í smá ferðalag til Bretlands sem er pínu spennandi, svo er ég að fara í smá leyniverkefni á næstunni sem er stórt og spennandi. Svo langar mig að breyta helmingnum af vinnustofunni minni í bakarí svo að ég geti alltaf haft góða brauðlykt og skemmtilegt fólk að tjilla hjá mér á meðan ég teikna, það er hugmynd sem ég er með í hausnum akkurat þessa stundina, hún gæti verið búin að breytast þegar blaðið kemur út.

Skemmtilegasta húsverkið? Ég get með engu móti skilið þessa spurningu, þetta er það allra leiðinlegasta sem ég geri í alheiminum og það mun aldrei vera neitt skemmtilegt við húsverk í mínum huga. Nema þegar ég er með Frikka Dór í headphones rosa hátt, það gerir það örlítið bærilegra.Leiðinlegasta? Það væri eiginlega best ef ég gæti uploadað mynd hérna inn af draslinu heima hjá mér, það myndi svara þessum tveimur spurningum best.Hvað gefur lífinu gildi? Börnin og einlægi fallegi kærleikurinn sem kemur úr hjarta þeirra og fullorðna fólkið sem heldur sem fastast í barnið í sér. Ekkert drama og stress heldur bara leikur og gleði.Síðasta sms-ið og frá hverjum? Frá Helgu vinkonu minni sem varð þrítug í gær (við glöddumst vel saman í tilfeni dagsins): OMG takk sömuleiðis elsku besta vinkona mín! (fimm hjörtu og einn svona töff gaur með gleraugu)Á laugardagskvöldið var ég: að horfa á Jimmy Fallon og The Office með strákunum mínum, svo fórum við snemma að sofa svo við gætum verið fersk þegar hvolpagemlingurinn byrjar spangólið.

TILVERAN

KÍKT Í KAFFI Gaflarinn kíkir í kaffi til Heiðdísar Helgadóttur, hönnuðar og eiganda Gallerí Snilldar í Strandgötu. Heiðdís er lærður arkitekt en teikning og hönnun hefur lengi heillað hana. Eftir teikninámskeið í London varð ekki aftur snúið og uglurnar hennar Heiðdísar urðu landsþekktar á örstundu.

Það er eitthvað geggjað grín í loftinu hérna sem erfitt er að toppa

gaflari.isAuglýsingasími

691 [email protected]

Page 11: Gaflari 7. tbl. 2015

gaflari.is - 11Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvöllum 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is

PÖKKUNARLAUSNIRALLT Á EINUM STAÐ FYRIR ATVINNUMENN OG HEIMILI

• Kassar og öskjur• Arkir og pokar• Bakkar og filmur• Límmiðar • Plastkort

• Aðgöngumiðar• Pökkunarvélar• Hnífar og brýni• Einnota vörur o.fl.

Skoðaðu vörulistann okkar á www.samhentir.is

LÍMMIÐAPRENTUN

AALLLLT Á EINNUUMM STTAÐAÐ FYYRIIR ENN OG HEIMILIEUMMENNNUVINTVTVAATV

PR

EN

TU

N.IS

Velkomin til okkar og skoðið úrvalið...

Page 12: Gaflari 7. tbl. 2015

Hildur Loftsdóttir, kennari.Helgin mín mun sennilega byrja

á kaffi hjá Blóma-Dísu, en stórfjölskyldan hittist hjá henni á hverjum föstudegi, þar er mikið spjallað um allt og ekkert. Ætli ég hendi ekki í nokkrar pizzur um kvöldið og reyni svo að sofna

ekki þegar ég svæfi litlu drengina mína. Á laugardagsmorguninn förum við í ungbarnasund hjá henni Erlu og nýtum svo daginn í fermingarundirbúning en dóttir mín fermist um næstu helgi. Eftir það mun ég svo draga allt liðið með mér upp í bústaðinn okkar þar sem slakað verður á með stórfjölskyldunni minni.

HOT YOGA

WARM-FIT

FOAM-FLEX

SPINNING

YOGA

WARM-YOGA

ZUMBA

BODY PUMP

BODY ATTACK

SB 30/10

TABATA

VAXTARMÓTUN

FOAM-FIT

STÖÐVAR

U-FIT

SPINSPIRIT

HÓPTÍMAR:

Dalshrauni 11Ásvöllum 2220 Hafnarfirð[email protected]

Skráning og nánari upplýsingar í síma 565 2212 og 565 2712 [email protected] • www.hress.is

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

151

519

ÁTAKHress býður nú upp á sex vikna námskeið fyrir þá sem vilja koma sér í gott form í góðum félagsskap.

Námskeiðin hefjast 13. apríl.

Þrír árangursríkir og fjölbreyttir tímar á viku.Vigtun og ummálsmælingar.Fylgst með mataræði, vikulegur fræðandi netpóstur.Frjáls mæting í alla opna tíma, tækjasali Hress og Ásvallarlaug.Verð: 24.990 kr. Verð fyrir korthafa: 16.990 kr.

ÁTAK – KONURMÁN. / MIÐ. / FÖS. kl. 6.05MÁN. / MIÐ. / FÖS. kl. 9.15MÁN. / MIÐ. / FIM. kl. 17.15(DALSHRAUNI)

ÁTAK – KARLARMÁN. / MIÐ. / FIM. kl. 18.30(ÁSVELLIR)

6

13. APRÍL

HRESST

NÁMSKEIÐ FYRIR 12–15 ÁRA STRÁKA • NÁMSKEIÐ FYRIR 12–15 ÁRA STELPUR • ÁTAK KONUR • ÁTAK KARLAR

NÁMSKEIÐ:

SUND • VATNSGUFA • SAUNA • NUDD • TÆKJASALIR EINKAÞJÁLFUN • HÓPÞJÁLFUN • AÐGANGUR AÐ BJARGI AKUREYRI AÐGANGUR AÐ HRESSÓ VESTMANNAEYJUM

ÞJÓNUSTA:

GAFLARI MÆLIR MEÐ...

Gaflari mælir meðað punta fyrir páska. Margir mála eða mála egg og

klippa greinar úr garðinum, aðrir kaupa kerti og servíettur í stíl og guli litur sólarinnar er allsráðandi. Svo má ekki gleyma að að stilla páskaeggjaungunum upp

Afskornum blómum í alla vasa. Allan ársins hring en margir gera sér

ferð í blómabúðina og kaupa sínar páskaliljur, túlípana og önnur afskorin blóm sem þykja ómissandi á páskasunnudaginn sjálfan

Boltanum. Nóg er af leikjum á næstu dögum. Deildarkeppnin

er að klárast í handboltanum og við tekur úrslitakeppni 8 efsta liða sem hefst annan í páskum. Úrslitaleikirnir í körfuboltanum eru hin besta skemmtun og erlendis slá menn ekki slöku við í fótboltanum yfir páskana

Desertum. Einfaldlega það besta við góða máltíð. Og svo

gaman að búa til; bræða súkkulaði, sykra ber, hræra krem, sleikja putta, píska rjóma og bíða eftir að frómasinn stífni. Þá tekur við biðin eftir að borða…mmmm

gaflari.isAuglýsingasími

691 [email protected]

Tryggðu þinni auglýsingu pláss í öflugum miðli

Árni Freyr Guðnason,kennari og knattspyrnuþjálfariÞar sem þetta er nú

aðeins lengri helgi en vanalega og fótboltinn í fríi, þá ætlar fjölskyldan að fara í bústað í Stykkishólmi. Þar eru foreldrar mínir búnir að leigja bústað og verður eflaust mikið fjör hjá

okkur. Við bræður verðum þar ásamt betri helmingum okkar og börnum. Amman og afinn verða svo sannarlega í essinu sínu með barnabörnunum. Svo er mikilvægt að eyða nokkrum dögum í bænum í slökun og ætli maður „þurfi“ ekki að pína sig í að horfa á 1-2 leiki í enska boltanum?

HELGIN MÍN