heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið...

52
Meðal efnis: Sjálfsmat skóla Nýju menntalögin Náms- og starfsráðgjöf Vöknum af Þyrnirósarsvefni Frumkvæði – sjálfstæði – ábyrgð Netið – risastórt umferðamannvirki Skaðabótaábyrgð barna og foreldra Aðgerðir til að stuðla að betri foreldrahæfni Þeir sem annast börn þurfa að leggja við hlustir September 2008 Heimili og skóli Landssamtök foreldra

Upload: others

Post on 13-Mar-2021

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Meðal efnis:

Sjálfsmat skólaNýju menntalögin

Náms- og starfsráðgjöfVöknum af Þyrnirósarsvefni

Frumkvæði – sjálfstæði – ábyrgðNetið – risastórt umferðamannvirki

Skaðabótaábyrgð barna og foreldraAðgerðir til að stuðla að betri foreldrahæfni

Þeir sem annast börn þurfa að leggja við hlustir

September 2008Heimili og skóliLandssamtök foreldra

Page 2: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

2 Heimili og skóli

Ólöf Dagný Óskarsdóttirverkefnastjóri

Helga Margrét Guðmundsdóttirverkefnastjóri

Guðberg K. Jónssonverkefnastjóri - SAFT

Björk Einisdóttirframkvæmdastjóri

Starfsfólk Heimilis og skóla

Guðrún ElíasdóttirhúsmóðirBýr í Súðavík

Bryndís Haraldsdóttir markaðsfræðingur Býr í Mosfellsbæ

Eva Dís Pálmadóttirhéraðsdómslögmaður Býr á Egilsstöðum

Sjöfn Þórðardóttir, formaður H og Sverkefnastjóri Býr á Seltjarnarnesi

Guttormur B. ÞórarinsonhúsasmíðameistariBýr í Reykjavík

Stjórn Heimilis og skóla 2008

Edda Sigurðardóttirbókhald

Hlíf Böðvarsdóttir verkefnastjóri - SAFT

Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytenda-samtakanna Býr á Akrueyri

Jóhanna Gústavsdóttir húsmóðir Býr í Kópavogi

Ketill MagnússonframkvæmdastjóriBýr í Reykjavík

Kjartan Arnfinnssonlöggiltur endurskoðandiBýr í Hafnarfirði

Svala Sigurgeirsdóttirsérfræðingur hjá LBHIBýr á Selfossi

Barbara BjörnsdóttirlögfræðingurBýr í Reykjavík

María Kristín Gylfadóttir verkefnastjóri - SAFT

EfnisyfirlitStjórn og starfsfólk Heimilis og skóla ...................................................... 2Ávarp formanns ...................................................................................... 3Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2008 ................................................ 4Leikskólinn Tjarnarsel ............................................................................. 6Aðgerðir til að stuðla að bættri foreldrahæfni .......................................... 8Tannverd barna .................................................................................... 10 Líkamsrækt fyrir unga fólkið ...................................................................11Netið - risastórt umferðarmannvirki ...................................................... 12Skoðanir okkar skipta máli! .................................................................. 16Göngum í skólann ................................................................................ 18 Félag fagfólks í frítímaþjónustu ............................................................ 19 Aukin þátttaka foreldra í skólastarfi - Tímamót í menntamálum ............ 20Sjálfsmat skóla ..................................................................................... 26Háskóli unga fólksins ............................................................................ 29Umsjónakennarinn ............................................................................... 30Hollt, gott og heimilislegt ...................................................................... 31Ungir frumkvöðlar .................................................................................. 32 Tómstundastarf og lengd viðvera ......................................................... 33 Náms- og starfsráðgjöf í grunnskóla .................................................... 34 Hlutverk foreldra í umferðafræðslu og ökunámi ................................... 35 Náms- og starfsráðgjöf í framhaldsskóla .............................................. 37Skaðabótaábyrgð barna og foreldra ..................................................... 38 Fjölskyldutrygging .................................................................................. 40Frumkvæði - sjálfstæði - ábyrgð ........................................................... 42 Þeir sem annast börn þurfa að leggja við hlustir .................................. 46Vöknum af Þyrnirósarsvefni .................................................................. 48Samhengi milli litarefna og hegðunarvanda ......................................... 50

Útgefandi: Heimili og skóli, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík Veffang: www.heimiliogskoli.is Netfang: [email protected]óri og ábyrgðamaður: Björk EinisdóttirRitnefnd: Björk Einisdóttir, Eva Dís, Pálmadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Ólöf Dagný Óskarsdóttir.Prentun: Oddi Umbrot og hönnun: Ólöf Dagný Óskarsdóttir Upplag: 7.000

Forsíðumynd:Hugrún Lilja Ragnarsdóttir, 8. bekk Hvassaleitisskóla, í útikennslu í Fossvogsdal Ljósmyndari: Ólöf Dagný Óskarsdóttir

Page 3: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 3

Ávarp formanns

29. maí síðastliðinn urðu tímamót í sögu íslenska menntakerfisins þegar ný lög um þrjú skólastig, leik-, grunn- og framhaldsskóla, voru samþykkt á Alþingi. Í nýjum heildstæðum lögum um leik,- grunn- og framhaldsskóla skapast ný tækifæri til eflingar menntunar á Íslandi. Heimili og skóli – landssamtök foreldra fagna sérstakleg breytingum sem lúta að auknum sveigjanleika milli skólastiga, meira sjálfstæði skóla og virkari aðkomu foreldra að skólastarfi barna sinna. Í nýjum lögum eru nemendur og þarfir þeirra settar í forgrunn og fræðsluskylda til 18 ára aldurs tryggir jafnræði allra barna til náms. Það er því ekki að ástæðulausu að við gerum kynningu á nýju lögunum góð skil hér á næstu síðum.

Í vinnu við endurskoðun leik,- grunn- og framhaldsskóla lögðu Heimili og skóli mikla áherslu á að skapa framtíðarskóla sem væri bæði sveigjanlegur og veitti öllum börnum jöfn tækifæri til náms. Ný heildstæð löggjöf er ótvíræður vísir að slíkum framtíðarskóla og við styðjum hana heilshugar. Við erum stolt af því að vera þátttakendur fyrir hönd foreldra í mótun þessara laga. Foreldrar skipta sköpum fyrir árangur barna sinna í námi. Ný löggjöf skapar þeim ný tækifæri til virkari þátttöku í skólastarfinu en leggur um leið ríkari skyldur á herðar þeirra að styðja við nám barnanna.

Með nýjum lögum er fyrst og fremst verið að horfa til velferðar og hagsmuna þeirra sem þjónustu skólanna njóta, nemenda og fjölskyldna þeirra. Með kjöraðstæðum til náms og þroska eflum við lífsgæði barnanna, ávinning þeirra í samfélaginu og aukum verðmæti skólagöngunnar, bæði fyrir þau sem og alla aðra landsmenn.

Tímarnir hafa breyst ört og með breyttum samfélagsháttum og aukinni atvinnuþátttöku beggja foreldra hefur viðvera barnanna í skólanum aukist til muna. Börn frá tveggja ára aldri dvelja flest meira en átta klukkustundir á dag á leikskólanum og með nýjum lögum er leikskólinn styrktur í því hlutverki að vera fyrsta skólastigið. Aðkoma foreldra að starfi leikskólans er styrkt með stofnun foreldraráða og skýrar kveðið á um sérfræði- og stoðþjónustu, með hag barnsins að leiðarljósi.

Nýju grunnskólalögin skapa svigrúm fyrir sveitarfélög og grunnskóla til að móta skólahald og auka valfrelsi nemenda og foreldra. Þá er lögð sérstök áhersla á að grunnskólabörn fái viðeigandi stuðning í námi og að tengsl foreldra við skólastarfið séu styrkt, m.a. með stofnun skólaráða. Samkvæmt nýju lögunum eiga foreldrar og nemendur áheyrnarfulltrúa í skólanefnd við hvern framhaldsskóla og eru þeir með málfrelsi og tillögurétt, tilnefndir af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði.

Spennandi tímar eru framundan, ný lög hafa tekið gildi og ábyrgð foreldra verið aukin. Foreldrar eru auðlind, auðinn þarf að nýta og ýmsar þátttökuleiðir eru í boði, til dæmis með hvatningu til foreldra um að taka meiri þátt í skólastarfi barnanna, tómstunda- eða íþróttastarfi eða bara spjall um lífið og tilveruna. Þátttaka foreldra eykur vellíðan nemenda í skóla og bætir námsárangur, það sýna niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á líðan og högum íslenskra barna. Hver samverustund er dýrmæt, hún er ekki mæld í mínútum eða klukkustundum, það eru gæði samverunnar sem skipta máli.

Foreldrar, munið að góðir skólar koma aldrei í stað foreldra því þeir eru áhrifamestu fyrirmyndir og kennarar. Eins og máltækið segir – lengi býr að fyrstu gerð. Framundan eru mörg sóknarfæri fyrir okkur foreldra á nýju skólaári og þau skulum við nýta vel í þágu barnanna. Börnin eru framtíð landsins og það er skylda okkar foreldra að bera ábyrgð á velferð þeirra. Það gerum við með því að taka þátt í leik þeirra og starfi.

Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla

Page 4: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

4 Heimili og skóli

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 13. sinn 15. maí síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsi við Hverfisgötu. Geir H. Haarde forsætisráðherra afhenti verðlaunin í forföllum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.

Í ár var fólk sérstaklega hvatt til að líta eftir jákvæðu starfi í leik-, grunn- og framhaldsskólum en hingað til hefur áherslan einungis verið á grunnskólunum. Heimili og skóli eru landssamtök foreldra á öllum þessum skólastigum og mikilvægt að samtökin veki athygli á því öfluga starfi sem þar fer fram. Aðalmarkmið Foreldraverðaunanna er að vekja jákvæða eftirtekt á því gróskumikla starfi sem fer fram í skólunum og stuðlar að auknu og öflugra samstarfi heimila og skóla. Dómnefnd skipuðu:Jón Ólafur Halldórsson, formaður (Heimili og skóli)Brynhildur Pétursdóttir (Heimili og skóli)Sigurveig Sæmundsdóttir (Skólastjórafélag Íslands)Guðbjörg Jónsdóttir (Menntasvið Reykjavíkurborgar)Ásdís Hrefna Haraldsdóttir (Kennaraháskóli Íslands) Elín Rósa Finnbogadóttir (Svæðaráð foreldra – Mosforeldrar) Brynja Baldursdóttir (Fulltrúaráði Heimilis og skóla)

Dómnefnd ber að hafa í huga, þegar verkefni eru metin, hvort þau stuðli að árangursríkum leiðum við að efla samstarf foreldra og kennara, hvort þau stuðli að jákvæðum hefðum í samstarfi heimila og skóla og hvort þau brúi bilið milli foreldra og nemenda. Einnig er litið til þess hvort verkefnin hafi skýran tilgang, hvort þau hafi fest rætur og sýni fram á varanleika og ekki síst hvort foreldrar komi með einhverjum hætti að verkefninu.

Að þessu sinni var dómefnd nokkur vandi á höndum. Alls bárust þrjátíu og fimm tilnefningar um þrjátíu verkefni en fimm verkefni fengu fleiri en eina tilnefningu. Óhætt er að segja að öll verkefnin hafi verið sérlega áhugaverð og góður vitnisburður um það góða starf sem fer fram í skólum landsins.

Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð verkefni í skólastarfi og síðast en ekki síst sjálf Foreldraverðlaunin.

Öll verkefnin þrjátíu hlutu sérstaka viðurkenningu. Enn fremur var að venju gefinn út bæklingur með stuttri lýsingu á öllum verkefnunum sem tilnefnd voru. Bæklinginn er hægt að nálgast á skrifstofu Heimilis og skóla og á heimasíðunni heimiliogskoli.is

Hvatningarverðlaun hlaut Grunnskóli Siglufjarðar fyrir verk­efnið Átak gegn einelti. Þetta verkefni hlaut þrjár tilnefningar og hefur því vakið óskipta athygli í samfélaginu á Siglufirði. Markmiðið með verkefninu er að vinna gegn einelti í Grunnskóla Siglufjarðar með innleiðingu Olweusar-áætlunarinnar. Stöðugt er unnið samkvæmt áætluninni í skólanum enda gera stjórnendur skólans og starfsfólk sér vel grein fyrir því að verkefni sem þessu lýkur aldrei. Bætt líðan, betri samskipti og vinna gegn hvers konar einelti er eitt af fjölmörgum verkefnum grunnskóla á Íslandi. Olweusar-áætlunin er verkefni sem tekur til alls skólasamfélagsins og miðar að því að vinna gegn einelti. Grunnskóli Siglufjarðar hóf innleiðingu Olweusar-áætlunarinnar fyrir tæpum sex árum og vinnur enn samkvæmt henni með starfandi eineltisteymi þótt innleiðingu sé löngu lokið því verkefni af þessu tagi lýkur í raun aldrei. Með aukinni þekkingu og sameiginlegri ábyrgð alls skólasamfélagsins, skóla, nemenda og foreldra á Siglufirði hafa orðið afar jákvæðar breytingar í skólanum. Allur skólabragur hefur breyst til hins betra, skólasamfélagið er yfirvegaðra og óspektir sjaldséðar, boðleiðir innan skólans hafa styst og vinnubrögð orðin skilvirkari, samskipti foreldra og skóla hafa einnig styrkst og foreldrar sáttari við vinnubrögð skólans.

Hin hvatningarverðlaunin komu í hlut Foreldra félags Svalbarðs skóla fyrir starfsemi foreldrafélags Svalbarðsskóla. Foreldrafélagið Svalbarðsskóla hefur náð árangursríkum leiðum við að efla samstarf milli skóla, foreldra og sveitarfélags og sér að stórum hluta um menningarlíf sveitarfélagsins.. Mikil og góð samvinna er meðal, nemenda, foreldra og starfsfólks.

Verðlaunahafar ásamt Geir H. Haarde forsætisráðherra, Sjöfn Þórðardóttur, formanni Heimilis og skóla og Jóni Ólafi Halldórssyni, formanni dómnefndar.

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2008

Björk Einisdóttir

Page 5: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 5

Svalbarðshreppur er fámennt sveitarfélag, íbúar um 100 og eru aðeins níu nemendur í skólanum. Foreldrar þessara barna og annarra sem á undan hafa verið hafa byggt upp sterkt menningarlíf í þessari fámennu sveit. Starfið nær yfir mörg ár og með þessu er verið að vinna mikið og þroskandi starf með nemendum og kynslóðabilið er þar með brúað að stórum hluta. Nemendur er fúsir til að taka þátt, óhræddir við að koma fram, kunna að skemmta sér og öðrum og læra að bera virðingu hvert fyrir öðru og foreldrum hvers annars. Þess má geta að nágrannasveitarfélög líta upp til þessa starfs og hafa notið góðs af. Það er aðdáunarvert hversu vel hefur tekist til í að virkja skólann sem miðpunkt í menningarstarfsemi sveitarfélagsins og sýnir það okkur hversu mikilvægt hlutverk skólarnir hafa í samfélaginu og að drifkrafturinn eru foreldrar sem geta með elju sinni þjappað saman samfélaginu sem þeir búa í.

Dugnaðar forkar voru þær Ingibjörg Baldursdóttir og Svanhvít Guðbjartsdóttir fyrir verkefnið Þjóðardagur – Börnin okkar í Flataskóla. Verkefnið var unnið í mjög góðu samstarfi starfsfólks skólans og foreldra. Það stuðlaði að verulega auknum samskiptum foreldrafélags og skólans. Markmið þess var að gefa nemendum sem eiga annað eða bæði foreldri erlend tækifæri til að kynna menningu þjóðlanda þeirra. Með því eykst þekking allra nemenda og virðing þeirra fyrir menningu allra. Í tengslum við sýninguna voru unnin fjölbreytt verkefni og nemendur og foreldrar gátu þannig miðlað þekkingu sinni. Þeir nemendur sem tengjast öðrum löndum en Íslandi lögðu mikinn metnað í að upplýsa samnemendur sína um bakgrunn sinn og voru mjög stolt af því. Nemendur skólans sýndu verkefninu mikinn áhuga og lögðu allir sem að þessu komu mikinn metnað í verkefnið. Með því að gefa nemendum þetta tækifæri er stuðlað að auknu sjálfsöryggi nemenda og einnig eykur þetta á víðsýni og skilning í því fjölmenningarsamfélagi sem orðinn er veruleiki á Íslandi.

Starfsfólk Tjarnarsels hlaut Foreldraverðlaunin 2008 fyrir verkefnið Lestrar- og skriftarhvetjandi umhverfi í leikskólanum Tjarnarseli. Inga María Ingvarsdóttir leikskólastjóri veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd skólans. Frá árinu 1996 til dagsins í dag hefur leikskólinn Tjarnarsel þróað lestrar- og skriftarhvetjandi umhverfi leikskólabarna. Verkefnið byggir á því að skipuleggja stig af stigi lestrarhvetjandi umhverfi frá því að nemendurnir hefja leikskólagönguna tveggja til þriggja ára, með megináherslu á gott aðgengi að bókum, með bókalestri og hvatningu kennara. Síðastliðin fimm ár hefur elsta árganginum verið boðið, í lok leikskóladvalarinnar, upp á tíu vikna lestrar- og skriftarnámskeið sem enn er að þróast og taka breytingum með reglulegu endurmati og þátttöku leikskóla kennara og leiðbeinenda leik skólans. Langtíma markmið með lestrar- og skriftarhvetjandi umhverfi í leikskólanum Tjarnarseli er að draga úr sérkennslu og stuðningi í grunnskóla vegna lestrarörðugleika. Markmið er að bjóða leikskólanemendum upp á leik- og námsskilyrði sem styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust þeirra og nýtist nemendum í náinni framtíð. Einnig er eitt af meginmarkmiðum verkefnisins að draga úr kvíða foreldra fyrir komandi grunnskólagöngu. Aðkoma foreldra í lestrar- og skriftarnámskeiðinu felst í því að fylgjast með daglegu námi barnsins og sjá til þess að barnið komi með námsgögnin í leikskólann. Áhersla er lögð á að upplýsa foreldra um framvindu námsins svo þeir geti stutt börnin sín og leikskólann sem best. Það var samdóma álit dómnefndar að hér sé gríðarlega metnaðar fullt verkefni á ferðinni sem hefur verið unnið af mikilli kostgæfni og tryggt

sé að verkefnið hafi náð að festa sig í sessi í skólasamfélaginu.

Talað er um að framundan séu tímar tækifæra og að áríðandi sé að æska landsins fari ekki á mis við það besta sem í boði er hvað varðar menntun, félags-, íþrótta- og æskulýðsstarf. Starf heimilanna og skólanna er ærið. Ég vona að við eigum gott og öflugt samstarf fyrir höndum og megum þannig í sameiningu byggja á öllum möguleikum sem við höfum yfir að ráða til að skapa æsku landsins bjarta framtíð.

Handhafar Foreldraverðlaunanna 2008 ásamt Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanes bæjar, og Lukasz Serwatko, sem lék einleik á gítar við athöfnina í Þjóðmenningarhúsi.

Tilnefningar til Foreldraverðlauna 2008

Foreldrar og starfsfólk á Barnaheimilinu Ósi Leikskólinn Tjarnarland, Egilsstöðum - Foreldrasamvinna og hefðir í skólstarfi Borghildur Jósúadóttir og foreldrafélag FVA - Foreldrarölt og fleira í FVA Foreldrafélag Svalbarðsskóla - Starfsemi foreldrafélagsins Valdís Arnardóttir og foreldrafélag MK - Foreldrafélag MK Mentor - Tölvusamskipti milli heimilis og skóla Skólastjórar og kennarar í Leikskólanum Sólvöllum - FerlimöppurGrunnskóli Siglufjarðar - Átak gegn eineltiValgerður Pálsdóttir - AlþjóðadagurNemendur, foreldrar og kennarar 10. bekkjar Grunnskóla Ísafjarðar - Þorrablót Foreldrafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands - ForeldraröltKristín Bragadóttir og Bjarni Bjarnason - Art er Smart Gunnar Einarsson, Garðabæ - Næsta kynslóð Starfsfólk og stjórnendur Hofsstaðaskóla - Þorrablót 6. bekkjaLeikskólinn Ásgarður og Grunnskóli Húnaþings - SamstarfKristrún Sigurjónsdóttir - Móttökudeild fyrir nýbúa Lækjaskóla Þorsteinn Pétursson forvarna- og fræðslufulltrúi AkureyrGunnar Gíslason fræðslustjóri Akureyri Foreldrafélag Áslandsskóla - Foreldrafærninámskeið fyrir foreldra 6 ára barnaIngibjörg Baldursdóttir - Þjóðadagur Starfsfólk Tjarnarsels, Reykjanesbæ - Lestrar- og skriftarhvetjandi um-hverfi Ártúnsskóli, kennarar og stjórnendur - Samskipti við foreldra og aðraElva Björk Ágústsdóttir - Námstæknikennsla í HofsstaðaskólaFlataskóli - Heimasíður árganga í Flataskóla Hofsstaðaskóli - Samfella milli skólastiga Selið, Seltjarnarnesi -Félgasmiðstöð Hólmfríður Petersen og Hrund Rúnarsdóttir - Vellíðan í VindáshlíðTónlistarskóli Seltjarnarness Sigurrós Stefánsdóttir - Myndlist í Grænatúni KópavogiValgerður Halldórsdóttir - Stjúptengsl Samtakahópurinn Reykjanesbæ - Ábyrg netnotkun

Page 6: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

6 Heimili og skóli

Mánudaginn 2. júní sl. fóru fulltrúar frá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra ásamt fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu í heimsókn í leikskólann Tjarnarsel. Leikskólinn fékk Foreldraverðlaun Heimilis og skóla í ár fyrir verkefni sem byggir á því að skipuleggja lestrarhvetjandi umhverfi allt frá því að nemendur hefja leikskólagönguna. Megináhersla er lögð á gott aðgengi að bókum, bókalestur og hvatningu kennara. Verkefnið þróaðist út frá sérstökum vettvangsferðum sem hafa verið í leikskólanum um árabil. Heimsókn af þessu tagi er nýbreytni og kærkomið tækifæri til að kynnast nánar starfsemi þeirra sem verðlaunin hljóta, m.a. með það að markmiði að geta betur kynnt það sem vel er gert.

Verkefnið sem hér um ræðir felst m.a. í því að síðastliðin fimm ár hefur elsta árganginum í Tjarnarseli verið gefinn kostur á tíu vikna lestrar- og skriftarnámskeiði í lok leikskóladvalarinnar. Námskeiðið er enn að þróast og tekur breytingum með reglulegu endurmati og þátttöku leikskólakennara og leiðbeinenda leikskólans. Langtímamarkmið með lestrar- og skriftarhvetjandi umhverfi í leikskólanum er að draga úr sérkennslu og stuðningi í grunnskóla vegna lestrarörðugleika. Markmið er að bjóða leikskólanemendum leik- og námsskilyrði sem styrkir sjálfsmynd og sjálfstraust þeirra og nýtist við upphaf grunnskólagöngunnar. Einnig er eitt af meginmarkmiðum verkefnisins að draga úr kvíða foreldra fyrir komandi grunnskólagöngu. Aðkoma foreldra í lestrar- og skriftarnámskeiðinu felst í því að fylgjast með daglegu námi barnsins og sjá til þess að það komi með námsgögnin í leikskólann. Má því segja að foreldrar fái þarna tækifæri til að aðlaga sig að nýju hlutverki foreldris grunnskólabarns. Áhersla er lögð á að upplýsa foreldra um framvindu námsins svo þeir geti stutt börnin sín og leikskólann sem best. Stjórn foreldrafélags leikskólans Tjarnarsels tilnefndi starfsfólk skólans vegna þessa verkefnis til Foreldraverðlauna.

Telur þú það ávinning fyrir leikskólann að hljóta foreldraverðlaunin og hverju hefur það breytt fyrir ykkur?Að sjálfsögðu hvetja verðlaunin okkur til áframhaldandi góðra verka og styrkir okkur á mikilvægri leið í samskiptum við foreldra og börn þeirra. Svona viðurkenning styrkir alla sem koma að uppeldi og kennslu og er mikil hvatning í þá veru að sýna fram á mikilvægi foreldrasamstarfs. Einnig verðum við sýnilegri í bæjarfélaginu og utan þess, sem skilar sér í fleiri heimsóknum til okkar þar sem aðrir leikskólar og áhugafólk vill kynna sér verkefnin sem við stöndum fyrir og er það vel. Þess má einnig geta að við erum með mörg önnur verkefni sem vekja athygli. Þar má helst nefna vettvangsferðir um nánasta umhverfi leikskólans, inn í þær fléttast umhverfismenntin, og svo erum við Grænfánaskóli. Einnig erum við móðurskóli táknmáls í Reykjanesbæ. Síðastliðin tvö ár hafa nemendur og kennarar einnar deildarinnar verið að læra táknmál en á þeirri deild dvelur nemandi sem talar táknmál. Nýlega hófum við samstarf í rannsóknar- og þróunarverkefninu GETA til sjálfbærni – menntun til aðgerða (sjá nánar lýsingu á verkefninu wp.khi.is/geta) en við erum einn þriggja leikskóla á landinu sem taka þátt í því verkefni.

Í hverju er verðlaunaverkefnið helst fólgið?Verkefnið sem við fengum verðlaun fyrir er

lestrar- og skriftarhvetjandi umhverfi í leikskólanum. Frá því að börnin byrja

í leikskólanum Tjarnarseli er áhersla lögð á að lesa fyrir þau og bjóða þeim að handfjatla, skoða og lesa bækur þegar löngunin segir til. Börnin á þremur elstu deildunum

hafa nokkuð frjálsan aðgang að opnu bókasafni. Bókavagnar eru

staðsettir inni á öllum deildum svo börnin geta hvenær sem er tekið sér bók í

hönd. Bókavalið miðast við aldur og áhuga þeirra og við kennum þeim einnig að umgangast bækur með virðingu. Lokasprettur lestrar- og skriftarnámsins er tíu vikna námskeið fyrir elstu leikskólanemendurna. Þessi námskeið hafa verið haldin á leikskólanum síðastliðin fimm ár. Leiðin sem leikskólinn hefur valið sér við lestrarkennslu er að blanda saman nokkrum kennsluaðferðum, þ.e. þjálfun hljóðkerfisvitundar með markvissri

Helga Margrét Guðmundsdóttir

Leikskólinn TjarnarselViðtal við Ragnhildi Sigurðardóttur aðstoðarleikskólastjóra

Page 7: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 7

málörvun, bókalestri, gagnvirkum lestri og þjálfun hljóðvitundar með því að kenna börnum hljóð stafanna.

Langtímamarkmið með lestrar- og skriftarhvetjandi umhverfi í leikskólanum er að draga úr sérkennslu og stuðningi í grunnskóla vegna lestrarörðugleika. Markmið er að bjóða leikskólanemendum leik- og námsskilyrði sem styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust þeirra sem nýtist þeim í náinni framtíð. Einnig er eitt af meginmarkmiðum verkefnisins að draga úr kvíða foreldra fyrir komandi grunnskólagöngu. Að því leyti styrkir verkefnið foreldrana.

Hver er þáttur foreldra í þessu verkefni?Aðkoma foreldra í lestrar- og skriftarnámskeiðinu felst í því að fylgjast með daglegu námi barnsins og sjá til þess að það komi með námsgögnin í leikskólann. Áhersla er lögð á að upplýsa foreldra um framvindu námsins svo þeir geti stutt börn sín og leikskólann sem best. Einnig hvetjum við foreldra til að koma í lestrartíma og aðstoða eða fylgjast með og aðstoða börnin heima ef áhugi vaknar hjá barninu til að læra. Með þessu teljum við okkur vera að styrkja foreldrana í uppeldishlutverkinu og undirbúa þá betur til að styðja börn sín í námi. Þetta vekur áhuga foreldra á námi og þroska barnanna og að okkar áliti mun það virkja þá til frekari þátttöku í skólasamfélaginu á allri skólagöngu barnsins. Verkefnið hefur stuðlað að enn frekari og jákvæðu samstarfi milli heimilis og skóla vegna áhuga og daglegrar umræðu foreldra og kennara um námið og námskeiðið.

Hafið þið fylgt verkefninu eftir þegar börnin eru komin í grunnskólann og vitið þið hvernig þeim hefur farnast?Já, við fylgjumst með okkar börnum og erum áfram í sambandi við foreldra því sum barnanna eiga systkini hér. Einnig vann leikskólastjórinn okkar, Inga María Ingvarsdóttir, diplóma-verkefni sitt við Kennaraháskóla Íslands með rannsókn um hvernig okkar börn stæðu sig í grunnskólanum. Foreldrar hafa látið okkur vita af

námsframvindu barnanna og hvernig þeim gengur í grunnskólanum og ég er þess fullviss að verkefnið undirbýr börnin vel fyrir næsta skólastig. Grunnskólakennarar barnanna hafa sagt okkur að í flestum tilfellum sé styrkleiki þeirra í jafningjahópnum afar góður. Við myndum mjög gjarnan vilja hafa tíma og fjármuni til að skoða þetta nánar við tækifæri og erum alltaf að þróa verkefnið áfram.

Hvernig er samstarf við foreldra almennt í leikskólanum?Allt samstarf við foreldra hefur verið mjög gott í gegnum árin. Líðan nemenda er í fyrirrúmi og hér í Tjarnarseli er og hefur verið einstaklega öflugt foreldrafélag sem hefur lagt áherslu á að gleðja kennara leikskólans, t.d. með nuddi, morgunverðarhlaðborði, kertagjöfum o.s.frv. Hér er einnig mikil hvatning til náms-, endur- og símenntunar frá yfirstjórninni. Margir starfsmenn hafa farið í nám og eru nú orðnir leikskólakennarar eftir að hafa unnið hér áður sem ófaglærðir. Einnig hafa sex starfsmenn nýlega hafið nám í leikskólabrú við MSS og Keili. Mikill stöðugleiki í starfsmannahaldi hefur verið okkar styrkur.

Hvernig telur þú að starfsfólk leikskólans hafi lagt grunn að fljótandi skilum á milli skólastiga?Hér í Reykjanesbæ eru sex grunnskólar og níu leikskólar. Við höfum verið með mikið og gott samstarf við heimaskólann okkar, Myllubakkaskóla, og einnig aðra grunnskóla bæjarins. Þetta samstarf einkennist af gagnkvæmum heimsóknum. Nemendur Myllubakkaskóla koma og lesa fyrir okkar nemendur (maður á mann) og elstu nemendur okkar fara í kennslustund í Myllubakkaskóla og Holtaskóla. Einnig fá þeir kynningu á skólunum með því að heimsækja þá grunnskóla sem þeir fara í. Í gegnum árin höfum við einnig átt samstarf við grunnskólana og Fjölbrautaskóla Suðurnesja varðandi verkefnavinnu hjá þeim, t.d. fengið nemendur frá þeim í starfskynningar. Margir þeirra hafa fært okkur eintök af verkefnum sínum og sumir hafa jafnvel verið hér á leikskólanum sem lítil börn.

Við eigum gott samstarf við eldri borgara bæjarins (dagdvöl aldraðra) og höfum boðið þeim á viðburði hjá leikskólanum. Einnig förum við í heimsókn til þeirra og syngjum og lesum fyrir þá.

Page 8: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

8 Heimili og skóli

Undanfarin ár hafa forvarnir beinst að hlutverki foreldra og mikilvægi þess að efla foreldrahæfni til að fyrirbyggja vanda barna. Þá hefur Ráðherranefnd Evrópuráðsins gefið út tilmæli til aðildarríkjanna um stefnu til eflingar foreldrahæfni. Með þessu leitast ráðherranefndin við að gera meginreglur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ásamt bestu fagþekkingu í uppeldismálum aðgengilega fyrir ríkisstjórnir aðildarríkjanna, foreldra og fagfólk sem vinnur með börnum og foreldrum þeirra. Sérstök áhersla er lögð á samþættar og þverfaglegar aðgerðir til að stuðla að bættri foreldrahæfni, styðja foreldra og tryggja að réttindi barna séu virt. Þannig á að leitast við að virkja foreldra, fagfólk og stjórnvöld til samhæfðra aðgerða í uppeldismálum þar sem réttur barnsins til virkrar þátttöku og verndar er virtur.

Um foreldraskyldur og forsjá barns er fjallað í barnalögum nr. 76/2003 og segir í 28. gr. að barn eigi rétt á forsjá foreldra sinna en forsjá felur í sér rétt og skyldu fyrir foreldri til að ráða persónulegum högum barns og ákveða búsetustað þess. Með orðinu „foreldrahlutverk“ er átt við öll þau verkefni sem foreldrar þurfa að sinna við umönnun og uppeldi barna. Foreldrahlutverk á einkum við um samskipti foreldra og barna og felur í sér réttindi og skyldur á þroskaferli barnsins. „Foreldrahæfni“ felur í sér að sinna foreldrahlutverkinu með hag barnsins að leiðarljósi. Það þýðir að veita barninu andlega næringu, efla sjálfsvitund þess, beita það ekki ofbeldi, veita því viðurkenningu og leiðsögn sem felur jafnframt í sér að setja mörk og stuðla með öllu þessu að því að barnið nái mestum hugsanlegum þroska.

Réttur barna og skyldur foreldraFlestir eru sammála um mikilvægi þess að börn alist upp innan fjölskyldunnar og við jákvæðar aðstæður. Með hagsmuni barnsins að leiðarljósi þarf einnig að leggja áherslu á rétt foreldranna, til dæmis á eðlilegum stuðningi hins opinbera svo að þeir geti rækt foreldrahlutverkið á viðhlítandi hátt. Börn eiga rétt á vernd og rétt til þátttöku í samfélaginu. Þá skulu foreldrar veita börnum sínum nærandi stuðning, kjölfestu og meta þau sem einstaklinga sem njóta réttar og efla þau til að haga sér sem einstaklingar. Uppeldi

sem þjónar hagsmunum barnsins sem allra best er fólgið í því að ala það upp með þeim hætti að það njóti sín sem best á heimilinu, í skóla, í vinahópi og í samfélaginu. Við vitum að börnum vegnar best þegar foreldrarnir eru hlýlegir og styðja vel við þau, verja miklum tíma með þeim, skilja líf þeirra og hegðun, ætlast til að þau fylgi settum reglum, hvetja þau til opinna samskipta og bregðast við óhlýðni með því að ræða málin frekar en með hörðum refsingum.

Álagsþættir sem hafa áhrif á foreldrahæfniAllir foreldrar vilja reynast barni sínu vel og er foreldrahlutverkið ánægjulegt og skemmtileg reynsla þótt það geti líka verið erfitt og streituvaldandi. Foreldrar standa frammi fyrir ýmsum álagsþáttum sem hafa áhrif á foreldrahæfni en um er að ræða bæði ytri og

innri álagsþætti. Ytri þættir eru t.d. fjárhagsvandi, mikil ytri pressa og hraði, atvinnumál, einstætt foreldri, álag

frá stórfjölskyldu, flutningur og langvarandi álag. Innri þættir sem hafa áhrif á foreldrahæfni eru

t.d. veikindi, skortur á stuðningsneti, þreyta, hjónabandsvandi, áfengis- og vímuefnavandi, þunglyndi og annar sálrænn/geðrænn vandi. Fjölskyldur standa oft frammi fyrir mörgum af þessum álagsþáttum þar sem þeir kalla oft hver

á annan. Til dæmis geta veikindi foreldra leitt af sér minnkandi tekjur sem verður e.t.v. til þess að

fjölskyldan missir húsnæðið og þarf að flytja. Þetta álag veldur þreytu og auknum hjónabandsvanda. Ef

eitt barnið eða jafnvel fleiri er með þroskafrávik og/eða miklir erfiðleikar eru í skóla bætast við enn fleiri álagsþættir. Hvernig tekst til við uppeldi barna hefur veruleg áhrif á komandi kynslóðir og er grunnöryggi lykilatriði, þ.e. fæði, húsnæði og tilfinningatengsl.

Það krefst mikillar vinnu að ná árangri í foreldrahlutverkinu og dugar eitt foreldri ekki til, í raun þarf heilt þorp. Einstætt foreldri þarfnast því mikils stuðnings til að ná árangri og ef stuðningurinn kemur ekki frá fjölskyldu, t.d. hinu foreldrinu eða ömmu/afa þarf að koma til opinber stuðningur. Sama á við ef foreldrar hafa sjálfir alist upp við félagslega erfiðleika og ekki fengið þann grunn sem þarf til að takast á við foreldrahlutverkið og þá álagsþætti sem hafa áhrif á foreldrahæfni þeirra. Stuðningsnet þeirra er oft takmarkað og margir missa tökin á aðstæðum.

Aðgerðir til að stuðla að bættri foreldrahæfni

Steinunn Bergmann

„Foreldrahæfni“ felur í sér að sinna foreldrahlutverkinu

með hag barnsins að leiðarljósi.

Page 9: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 9

Stuðningur samfélagsins til aukinnar foreldrahæfniFlestir foreldrar þurfa að skipta tíma sínum og orku milli mismunandi skuldbindinga, s.s. vinnu, umönnunar barna og/eða umönnunar aldraðra ættingja. Tími með börnum er mjög dýrmætur, hann líður hratt og kemur ekki aftur. Til að sýna foreldrahæfni þarf tíma þar sem foreldri og barn geta verið saman. Þetta er sérstaklega mikilvægt á fyrstu árum barnsins en unglingar þarfnast þess líka að eiga tíma með foreldrum sínum. Þá er einnig mikilvægt að foreldrar fái tíma fyrir sjálfa sig sem fullorðið fólk. Til þess að geta sinnt foreldrahlutverkinu vel, veitt börnum sínum stuðning og leiðsögn, þurfa foreldrar iðulega stuðning. Foreldrar geta lært margt af að ræða lífsreynslu sína við aðra foreldra, vini og ættingja. Þeir geta líka snúið sér til fagfólks til að fá stuðning í foreldrahlutverkinu. Þróuð hafa verið ýmis námskeið til stuðnings foreldrum í uppeldishlutverkinu, s.s. „SOS“ námskeið fyrir foreldra á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, „Alast upp aftur“ foreldra- og fjölskyldunámskeið á vegum ÓB ráðgjafar, „PMT“ á vegum Hafnarfjarðarbæjar og „Agi og uppeldi“ á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mörg sveitarfélög hafa boðið upp á námskeið fyrir foreldra sem byggja á þessum aðferðum. Þá býður félagsþjónusta sveitarfélaga ýmis stuðningsúrræði fyrir skilgreinda hópa, s.s. námskeið, hópastarf, liðveislu, tilsjón, persónulega ráðgjöf og stuðningsfjölskyldur. Þessi úrræði eru á grundvelli laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra og barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Íhlutun barnaverndaryfirvaldaÞrátt fyrir umræður um forvarnir hefur fjöldi barna í umsjá hins opinbera aukist og hefur verið reynt að bregðast við þessu með ýmsu móti. Þá ríkir stöðug spenna milli þess að hið opinbera aðhafist of lítið eða of mikið. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að hægt er að koma í veg fyrir ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum og gegnir stuðningur við fjölskylduna stóru hlutverki þar um. Það sem er líklegt til að skila árangri er snemmtæk íhlutun þar sem stuðningur er veittur annaðhvort á heimili eða á stuðningsmiðstöð. Íhlutun þarf að standa yfir í a.m.k. sex mánuði og jafnvel í mörg ár. Stuðningur þarf að vera boðinn fljótlega eftir fæðingu barns. Þéttur stuðningur, a.m.k. vikulega eða oftar þar sem veittur er alhliða stuðningur, ekki einungis áhersla á foreldrafærni.

Samstarf er lykilatriði Foreldrar bera hitann og þungann af uppeldi barna og eru sérfræðingar varðandi barn sitt, því er grundvallaratriði að efla foreldrahæfni. Ekki er nóg að byrja þegar börn eru á skólaaldri heldur þarf að meta áhættu og setja inn stuðning strax á fyrsta aldursári barna ef þess er þörf. Þetta kallar á skipulagt samstarf félagsþjónustu og heilsugæslu. Því þarf að koma á mismunandi samstarfsteymum í nærumhverfi barna, annars vegar sem snýr að ungum börnum og hins vegar börnum á skólaaldri.

Stofnanir eins og skólar, heilsugæsla og félagsþjónusta geta unnið betur saman að því að styðja foreldra í uppeldishlutverkinu

Kerfið hefur tilhneigingu til að takast á við vandamál með því að hver stofnun fyrir sig bregst við vanda einstaklinga og skortir talsvert á skipulegt samstarf. Til að ná árangri þarf formlegt

samstarf milli fagfólks í barnavernd, félagsþjónustu, skóla og heilsugæslu, auk annarra fagaðila sem koma að

málefnum fjölskyldu, auk foreldra. Þessir aðilar búa yfir þekkingu, úrræðum og tengslum sem

hinir hafa ekki og er nauðsynlegt að leggja saman til að koma á raunhæfum lausnum. Það er t.d. ekki nægjanlegt að bæta stöðu barna í skóla án þess að til komi bættar aðstæður á heimili þegar það á við. Samstarf

krefst skipulagningar og tíma en þegar til lengri tíma er litið mun það skila sér í bættri stöðu

fjölskyldna á Íslandi. Nú er lag að koma á slíku samstarfi þar sem félagslegt og pólitískt andrúmsloft

er jákvætt, stofnanir sveigjanlegar og fagfólk hefur víðast hvar svigrúm til athafna.

Höfundur er félagsráðgjafi á Barnaverndarstofu.

Tími með börnum

er mjög dýrmætur, hann líður hratt og

kemur ekki aftur. Til að sýna foreldrahæfni þarf

tíma þar sem foreldri og barn geta verið

saman.

Page 10: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

10 Heimili og skóli

Tennur eru mikilvægur hluti af líkamanum, við notum þær til að tyggja með, tala með og svo eru þær auðvitað hluti af útliti okkar. Barnatennur örva vöxt kjálkanna og halda rými fyrir fullorðinstennurnar. Tannheilsa er jafn mikilvæg og almenn heilsa. Hreinar og heilar tennur bæta almenna líðan en skemmdum og skítugum tönnum getur fylgt líkamleg sem andleg vanlíðan.

Tannvernd hefst í síðasta lagi þegar fyrsta tönnin kemur í munn. Þá þarf að bursta tönnina og síðar tennurnar tvisvar á dag. Áður en tennur koma í munn er gott að hreinsa gómana með mjúkri rakri grisju, til að venja kornabörn við það að fá eitthvað upp í sig sem ekki á að borða. Þegar tönn er komin í munn notum við mjúkan bursta og til að byrja með er óþarfi að nota tannkrem. Strax og tönn kemur í munn er hún í hættu á að skemmast og er það á ábyrgð okkar foreldranna að það gerist ekki.

Mikilvægt er að velja burstastærð sem passar aldri barns, það skiptir ekki öllu máli hvernig hann er í laginu. Rannsóknir hafa sýnt að rafmagnstannbursti burstar ekki betur en sá venjulegi. Það sem skiptir máli er að bursta vel hvernig svo sem burstinn er, en hins vegar getur rafmagnstannbursti verið spennandi fyrir barn sem vill ekki bursta. Það þarf að bursta í þrjár til fjórar mínútur til að flúorinn í tannkreminu komist í snertingu við alla fleti á öllum tönnum. Flúorinn verndar tennurnar, er bakteríuhemjandi og getur stöðvað byrjandi skemmd. Ekki er mælt með því að skola munn eftir tannburstun, það nægir að skyrpa. Þannig virkar flúorinn í tannkreminu lengur og tennurnar styrkjast. Við foreldrar eigum að bursta börnin okkar til a.m.k. átta ára aldurs,

sum ná ekki færni til að bursta sjálf fyrr en tíu til tólf ára. Markmiðið er að venja börnin á góða siði og halda tönnum hreinum og heilum alla ævi.

Þegar tennur eru farnar að snertast verðum við að hreinsa milli tannanna með tannþræði, helst á hverjum degi. Við verðum að venja börnin okkar við þráðinn og sýna þeim að við notum hann líka, það er ekki sanngjarnt að bara þau noti þráðinn! Við foreldrar þurfum að þekkja munn barna okkar, verðum að vera óhrædd við að kíkja upp í þau og vita hversu langt við þurfum að fara inn til að ná aftur fyrir öftustu tönnina. Það vill brenna við að fremri jaxlinn sé vel burstaður en eins og sá aftari hafi aldrei séð tannbursta. Þumalputtareglan er að fyrsta tannlæknaheimsóknin sé í kringum þriggja ára aldurinn, þá eru yfirleitt allar barnatennur komnar í munn. Hins vegar er velkomið að koma með börn fyrr, sér í lagi ef foreldri hefur áhyggjur af tönnum eða tannkomu. Gott getur verið að leyfa börnum að koma með þegar eldri systkini koma í skoðun, sjá hvernig þetta virkar og hvað þau eru dugleg.

Fyrsta heimsóknin til tannlæknis á að vera skemmtileg. Það er ekki markmið með fyrstu heimsókn að koma barninu í stólinn, leggja þau út af, skoða og setja flúor. Við sýnum börnunum tækin okkar, töfrastólinn, spegilinn, ryksuguna, vatnsbyssuna o.s.frv. Oft er hægt að sjá töluvert af tönnunum með því einu að tala við börnin og fá þau til að hlæja.

Greinarhöfundur er móðir og tannlæknir Egilsstöðum.

Edda Hrönn Sveinsdóttir

Tannvernd barna

Page 11: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 11

Hreyfing, eða öllu heldur hreyfingarleysi, barna og ungmenna hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri og skal engan undra þar sem margar rannsóknir benda til aukinnar kyrrsetu og lélegs mataræðis þeirra. Alltof fáir krakkar ganga í og úr skóla og tómstundir, tölva og sjónvarp eru oft tekin fram yfir leiki og útiveru. Auðvitað er stór hópur barna sem stundar íþróttir af kappi og sumir myndu jafnvel segja að sumir æfðu of mikið en það er frekar að það þurfi að hafa áhyggjur af þeim hópi sem ekkert gerir. Ánægjulegt er að sjá hversu mörg íþróttafélög og félagasamtök reyna að ýta undir aukna hreyfingu og leiki hjá ungviði landsins. Stofnanir eins og Lýðheilsustöð vekja t.d. athygli á vandanum með reglulegu millibili.

Hjá World Class í Laugum opnaði nýr æfingasalur fyrir 8 til15 ára börn í janúar 2007 og hefur hann notið mikilla vinsælda. Salurinn heitir SHOKK og er að breskri fyrirmynd en nú þegar eru fjölmargir slíkir salir víða um heiminn. Salurinn er búinn flottum og fjölbreyttum æfingatækjum með lóðum sem henta þessum aldurshópi. Alltaf er þjálfari í salnum sem er börnunum innan handar og leiðbeinir og fræðir þau um hreyfingu og heilbrigði. Mikilvægt er að æfingar séu rétt framkvæmdar og til þess að tryggja það þurfa SHOKK meðlimir að panta tíma með þjálfara fyrstu skiptin til þess að læra á tækin, tæknina og fara yfir reglur salarins. Til að auka fjölbreytileikann er stundum útileikfimi, vinadagar, stöðvaþjálfun og fleira sem hressum

krökkum finnst skemmtilegt. Þjálfararnir gæta þess líka að ekki sé alltaf verið að gera sömu æfingarnar og þeir eru duglegir að kenna krökkunum eitthvað nýtt og skemmtilegt, hvort sem er í tækjum, húlla, sippa eða gera æfingar með eigin líkamsþyngd.

Það eru krakkar af öllum stærðum og gerðum sem sækja SHOKK salinn. Íþróttakrökkum þykir gaman að bæta við sig nýjum æfingum til að auka getu í þeirri íþrótt sem þeir stunda. Krakkar sem ekki finna sig í hópíþróttum una sér mjög vel í salnum enda fá allir að æfa í samræmi við það álag sem þeim hentar og flestir fá útrás og líður betur á sál og líkama að púli loknu.

Það er því fjör og fjölbreytileiki í fyrirrúmi í SHOKK salnum í World Class í Laugum. Eitt atriði er vert að nefna, það er að sífellt er verið að minna á mikilvægi nægrar samveru foreldra og barna og fólk talar um að erfitt sé að finna tíma fyrir vinnu, skóla, tómstundir, hreyfingu og allt það sem fylgir því að tilheyra fjölskyldu. Við höfum orðið vör við í SHOKK salnum að börnin æfa á sama tíma og foreldrarnir og svo fara allir saman í sund, fá sér gott að borða í Laugar Café eða notfæra sér þá fjölbreyttu afþreyingu sem í boði er í Laugardalnum. Þá er búið að slá tvær flugur í einu höggi, hreyfa sig OG fá meiri tíma saman og allir eru glaðir og endurnærðir. Ekki má gleyma því að foreldrar og forráðamenn eru helstu fyrirmyndir barnanna. Ert þú góð fyrirmynd?

Líkamsrækt fyrir unga fólkið

Kynning

Page 12: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

12 Heimili og skóli

Gættu að hvað þú gerir á netinuÍ janúar fór SAFT af stað með stóra fjölmiðlaherferð undir heitinu Gættu að hvað þú gerir á netinu! Fjölmiðlaherferðin hafði það að markmiði að bæta siðferði á netinu og benda á mikilvægi þess að ungt fólk setti sér einnig almennar samskiptareglur. Herferðin tókst mjög vel og börn og unglingar hafa tileinkað sér skilaboðin. Það sést vel í SAFT könnuninni 2007 þar sem t.d. 50% nemenda segja að þeir megi ekki segja neitt særandi á netinu en árið 2003 voru það einungis 10% nemenda sem svöruðu á þennan hátt. Í könnun sem fór fram í lok herferðarinnar sögðust 79% aðspurðra hafa tekið eftir herferðinni og fannst hún vera jákvæð.

NetsvarÍ nóvember á síðasta ári opnaði SAFT nýja heimasíðu, netsvar.is í samvinnu við Póst- og fjarskiptastofnun og Barnaheill. Netsvar er hjálparlína þar sem börn, foreldrar, kennarar, ömmur, afar og aðrir áhugasamir geta fengið svör við spurningum sem kunna að vakna í daglegri umgengni um netið og aðra skylda miðla. Niðurstöður

Engu foreldri myndi detta í hug að hleypa barninu sínu einu út í umferðina án þess að kenna því helstu umferðarreglur. Það sama á við um ýmislegt annað sem barn tekur sér fyrir hendur. Foreldrar hafa það hlutverk að vernda börnin sín, vera þeim fyrirmyndir og undirbúa þau fyrir lítil sem stór verkefni í lífinu.

Líkja má netheimum við risastórt umferðarmannvirki þar sem nauðsynlegt er að kunna nokkrar grundvallar umferðarreglur áður en lagst er í ferðalag um heimana, ekki einungis til að forðast hættur heldur miklu frekar til að geta notið alls þess sem netið hefur upp á að bjóða. Rannsóknir SAFT sýna að netnotkun barna fer að langmestu leyti fram á heimilum, sem þýðir að nauðsynlegt er fyrir foreldra að fylgjast með og afla sér lágmarksþekkingar á netinu áður en þeir senda börnin sín í ferðalag um netheima. Foreldrum finnst þeir hins vegar oft vanmáttugir gagnvart allri tækninni sem börnin þeirra virðast hafa fullt vald á. Til að foreldrar geti leiðbeint börnum sínum um öryggi og góða hegðun á nýjum netmiðlum þurfa þeir að þekkja umhverfið sem börnin eru í dagsdaglega. Þar sem netið og aðrir miðlar, eins og farsímar, eru orðnir svo stór hluti sem raun ber vitni í lífi flestra barna er afar brýnt fyrir foreldra að setja þeim reglur og skýr viðmið um umgengni og framkomu við notkun þessara miðla. Þetta hafa starfsmenn SAFT verkefnisins, sem stendur fyrir „Fjölskylda, samfélag og tækni“, haft að leiðarljósi við skipulagningu vinnu sinnar á því að vekja athygli á öruggri notkun nets og annarra miðla. Þeir hafa reynt að benda á mikilvægi þess að foreldrar, kennarar og ungt fólk kynnist netinu á jákvæðan og öruggan hátt.

Netnotkun barna og unglinga Eitt af stærstu viðfangsefnum SAFT er að kortleggja notkun barna og unglinga á netinu og öðrum skyldum miðlum. Árið 2003 var framkvæmd yfirgripsmikil könnun á netnotkun barna og unglinga á aldrinum 9 til 16 ára. Sambærileg könnun var gerð meðal eitt þúsund foreldra. Könnunin var endurtekin í upphafi árs 2007 og niðurstöðurnar kynntar í nóvember 2007. Þær benda til þess að SAFT verkefnið skili mjög góðum árangri.

SAFT

Netið – risastórt umferðarmannvirki

Hvaðan myndir þú vilja fá þínar upplýsingar um öryggi á netinu?

Hvað þekkja foreldrar þínir mikið til leikjanna sem þú spilar?

Page 13: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 13

Þú ert það sem þú gerir á NetinuÍ tilefni af Alþjóðlega netöryggisdeginum 12. febrúar stóð SAFT fyrir opnu málþingi í Kennaraháskóla Íslands undir yfirskriftinni Þú ert það sem þú gerir á Netinu. Auk málþingsins var haldin nemendasamkeppni en markmið hennar var að fá nemendur til þess að velta fyrir sér málefnum sem snúa að öruggri og jákvæðri notkun Netsins og annarra nýmiðla og framleiða efni sem nýta má til jafningjafræðslu. Síðuskóli og Háteigsskóli urðu hlutskarpastir fyrir framlag sitt. Nemendur úr 8. bekk Háteigsskóla hlutu verðlaun fyrir leikna stuttmynd um einelti á Netinu þar sem unnið er út frá SAFT netorðunum fimm á frumlegan og skemmtilegan hátt svo boðskapurinn kemst vel til skila. Stuttmyndin verður hluti af kennsluefni SAFT sem dreift verður til kennara í haust. Nemendur Síðuskóla fengu verðlaun fyrir gerð jafningjafræðsluefnis sem einnig byggði á SAFT netorðunum fimm. Í verðlaun hlaut hvor skóli vandaða stafræna kvikmyndavél auk bíómiða í Sambíóin.

rannsókna sýna að brýn þörf er á þessum upplýsingum þar sem rúmlega 60% barna vilja líka fá upplýsingar um öryggi á netinu frá foreldrum sínum og 49% barna segjast læra mest um netið hjá foreldrum. Í sömu könnun kom fram að 66% foreldra telja að þeir þurfi frekari upplýsingar um öryggi á netinu til að geta sett viðeigandi reglur um notkun og fylgst með því sem börnin þeirra eru að gera. Á netsvari.is er hægt að nálgast upplýsingar um flest allt sem viðkemur tölvunotkun barna og unglinga, s.s. um tölvuleiki, farsíma, msn, spjallsíður og margt fleira. Þeir sem finna ekki svör við spurningum sínum geta sent fyrirspurn til verkefnisstjóra SAFT.

Verðlaunahafar í nemendasamkeppninni.

Hlíf Böðvarsdóttir á málþinginu Þú ert það sem þú gerir á netinu sem haldið var á Reyðarfirði.

Helstu niðurstöður málþings

Þegar rætt er um helstu kosti, tækifæri, galla og hættur netsins kemur í ljós að foreldrar og börn líta þessi atriði sömu augum en kalla hlutina gjarnan öðrum nöfnum.

Foreldrar hugsa meira um vírusvarnir og aðrar varnir/hömlur þegar spurt er hvernig hægt sé að verjast hættum á netinu á meðan unglingar hugsa frekar um samvinnu og fræðslu.

Foreldrar hafa mun meiri áhyggjur af félagslegri einangrun heldur en unglingarnir þegar kemur að tölvunotkun.

Foreldrar tala meira um persónuuplýsingar og varðveislu þeirra heldur en börn.

Bæði börn og foreldrar eru sammála að foreldrar verði að kynnast netinu betur til að vita hvað krakkarnir þeirra eru að gera.

Börnum finnst að það eigi að kenna örugga og jákvæða netnotkun í skólum og nota þá jafningjafræðslu og myndbönd til viðbótar við almenna fræðslu.

Page 14: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

14 Heimili og skóli

Málþing um allt landStærsta verkefni SAFT á vormánuðum 2008 var að skipuleggja og halda málþingið Þú ert það sem þú gerir á netinu um allt land í samstarfi við Vodafone. Meginmarkmið málþingsins var annars vegar að draga fram sýn barna og unglinga og hins vegar foreldra og kennara á helstu kostum og göllum netsins. Málþingin voru vel sótt og voru þátttakendur ánægðir með kvöldstundina. Margir unglingar víðs vegar um landið skráðu sig í Ungmennaráð SAFT sem sett verður á fót á haustmánuðum. Markmiðið með Ungmennaráðinu er að fá fram sjónarmið ungmenna um örugga notkun nets og annarra miðla og aðstoð við skipulagningu ýmissa verkefna sem beinast að þessum markhópi. Í framhaldi af málþingunum var haldið námskeið um örugga netnotkun fyrir sérfræðinga og kennara sem starfa með börnum í skóla- og tómstundastarfi. Markmiðið með námskeiðinu var að þjálfa fleiri til að skipuleggja málþing um örugga netnotkun og vinna með viðfangsefnið á sínum starfsvettvangi. Sérstakur gestur á námskeiðinu var Justin Berry, sem 13 ára gamall lenti í klóm kynferðisafbrotamanna á netinu. Í kjölfarið bar hann m.a. vitni fyrir FBI og ferðast nú um heiminn og heldur fyrirlestra um mikilvægi öryggis barna á netinu. Stefnt er að því að halda fleiri námskeið í haust.

Örugg og ánægjuleg netnotkun barna og unglingaSAFT tók þátt í ráðstefnu samtakanna Blátt áfram sem var haldin í Háskólanum í Reykjavík 15. og 16. maí. Þar var áhersla lögð á forvarnir og kennslu til að fyrirbyggja kynferðisofbeldi á börnum. Hlíf

PUNKTAR UM NETNOTKUN FYRIR FORELDRA

Ræðið við barnið ykkar um hvað það eigi að gera af það vill hitta netvin. Notið orðið netvinur yfir fólk á netinu sem barnið þitt hefur verið að ræða við. Ekki tala um ókunnuga á netinu – á netinu er enginn ókunnugur.

Hvetjið barnið til að vera gætið þegar það veitir persónulegar upplýsingar á netinu.

Gefið ykkur tíma til að uppgötva netið með barninu og ræðið reglur um netnotkun strax í upphafi. Það þjónar litlum tilgangi að setja reglur þegar vandamál hafa þegar komið upp!

Böðvarsdóttir, verkefnastjóri hjá SAFT, stjórnaði tveimur málstofum á ráðstefnunni í samvinnu við Justin Berry. Meginþema málstofanna

var Þú ert það sem þú gerir á netinu og ræddi Hlíf um hvernig foreldrar og fagaðilar geta með samstilltu átaki tryggt örugga og ánægjulega netnotkun barna og unglinga. Þar var m.a. rætt um kynslóðamuninn og hvernig fullorðið fólk þurfi reglulega að uppfæra sig til að skilja betur það sem börn og unglingar eru að gera á netinu. Að fyrirlestri loknum tóku þátttakendur þátt í spunaleikriti sem gekk út á það að bregðast á viðeigandi hátt við þegar nektar myndir finnast á Myspace-síðu nemanda. Verkefnið reyndi mjög á þátt tak endur og sýnir hversu flókin og vandmeðfarin þessi málefni eru.

Ljóst er að SAFT verkefnið hefur fest sig vel í sessi á Íslandi en núverandi verkefni lýkur í

september 2008. Sótt hefur verið um áframhaldandi styrk frá Evrópusambandinu til næstu tveggja ára.

Jákvætt svar hefur borist við styrkumsókninni sem þýðir að Heimili og skóli mun áfram skipa sér í fremstu röð varðandi forvarnir á neti og öðrum nýmiðlum.

SAFT áhöfnina skipa:Guðberg Jónsson,

Hlíf Böðvarsdóttir og María Kristín Gylfadóttir

Hluti íslenska ungmennaráðsins með félögum sínum frá Svíþjóð.

Page 15: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 15

Page 16: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

16 Heimili og skóli

Í júlí sl. tóku fimm íslensk ungmenni þátt í fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunni um örugga netnotkun sem haldin var í London. Ráðstefnuna sóttu 150 ungmenni á aldrinum 14 til 17 ára frá 20 þjóðlöndum. Aðaltilgangur ungmennaráðstefnunnar var að heyra sjónarmið barna og unglinga um netnotkun. Auk fyrirlestra tóku þátttakendur þátt í umræðum í sex vinnuhópum þar sem rædd voru nokkur mismunandi sjónarmið öruggrar netnotkunar, þ.e. hlutverk stjórnvalda, fjölmiðla, menntakerfis, iðnaðar og löggæslu. Niðurstöður ráðstefnunnar verða notaðar til að hanna nýjan kafla í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um netið, en ný útgáfa verður gefin út árið 2009.

Íslensku þátttakendurnir tóku virkan þátt í ráðstefnunni og hver um sig tók heim með sér nýjan fróðleik um hvernig við getum sem samfélag best stuðlað að öruggri netnotkun. Í greininni er sagt frá þátttöku þeirra í umræðuhópunum.

Hlutverk stjórnvalda og fræðslaHilma Rós Ómarsdóttir er 16 ára nemandi sem er að hefja nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún tók þátt í vinnuhópi um menntun og hlutverk stjórnvalda. Sameiginleg niðurstaða hópsins var að Sameinuðu þjóðirnar þyrftu að setja viðmið um hvernig menntun um örugga netnotkun ætti að fara fram sem hver þjóð gæti síðan aðlagað sig að og unnið í því að mennta þjóð sína um hvernig hægt sé að vera öruggur á netinu. Hópurinn taldi einnig mikilvægt að taka fram að fræðsla fyrir unglinga gæti verið í formi jafningjafræðslu. „Margt ungt fólk veit mikið um netið og hvernig forðast á hættur, af

hverju ekki að nýta sér þá þekkingu,“ segir Hilma. „Síðast en ekki síst fannst okkur mikilvægt að foreldrar og annað fullorðið fólk eins og kennarar fái góða menntun um hvernig tryggja má jákvæða og örugga netnotkun þannig að foreldrar geti kennt börnunum sínum á netið áður en þau byrja að nota það.“ Ábyrgð upplýsingatækniiðnaðarins Steinar Orri Hafþórsson er 18 ára nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann tók þátt í umræðuhópi um aðkomu iðnaðarins að netöryggi. Forsvarsmenn Visa og Microsoft tóku þátt í hópvinnunni og hópurinn lagði fram ýmsar tillögur að breytingum hjá hugbúnaðarfyrirtækjum í þá veru að tryggja betra öryggi. Meðal þeirra var sú að vafrar eins og Internet Explorer og Mozilla Firefox hefðu hnapp á verkefnastikunni sem hægt væri að ýta á til að tilkynna misnotkun eða ólöglegar myndir af börnum. „Hópurinn lagði mikla áherslu á ungmenni og forsvarsmenn iðnaðarins hittust í hverju landi til að ræða þessi mál,“ segir Steinar og bætir við. „Upplýsingatækniiðnaðurinn þarf að vinna saman að betra öryggi en ekki hver í sínu horni.“

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðannaTanja Rún Kristmannsdóttir er 16 ára gömul og var að ljúka við 10. bekk í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Í hennar vinnuhópi var fjallað um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þátttakendur ræddu einstaka greinar sáttmálans og komu fram með hugmyndir að nýrri grein sem að snýr að netöryggi barna og unglinga. Þessar hugmyndir verða

Skoðanir okkar skipta máli! Frásögn fimm íslenskra ungmenna af þátttöku í alþjóðlegri ungmennaráðstefnu um örugga og jákvæða netnotkun

SAFT

150 ungmenni á aldrinum 14 til 17 ára frá 20 þjóðlöndum tóku þátt í ungmennaráðstefnunni í London.

Page 17: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

fluttar á þriðja heimsþingi Sameinuðu þjóðanna í haust af einum fulltrúa ungmenna af ráðstefnunni. Tönju fannst afar áhugavert að ræða um réttindi barna, sérstaklega rétt barna til að vera vernduð. „Ein hugmyndin sem kom upp var að öll börn ættu rétt á því að vera undir verndarhendi sáttmálans jafnvel þó að heimalönd þeirra hefðu ekki samþykkt hann. Einungis Bandaríkin og Sómalía hafa ekki samþykkt sáttmálann enn sem komið er en þetta myndi þýða að þó að Bandaríkin og Sómalía hafi ekki samþykkt hann ættu börnin í þeim löndum samt þann kost að vera vernduð eftir reglum sáttmálans.“ Netið og löggjöfinGunnar Ingi Magnússon, 17 ára nemandi í Verslunarskóla Íslands, var í hópnum sem fjallaði um netið og lög og reglur sem gilda um það. Gunnari fannst áhugaverðast hversu ólíkar skoðanir þátttakendurnir í hópunum höfðu. „Sumir vildu hafa mjög strangar reglur og lög varðandi notkun netsins meðan aðrir töldu að almenn lög sem þegar eru í gildi dugi.“ Það þarf aukna fræðslu varðandi samskipti á netinu og að einhverju leyti þarf að aðlaga lagasetningu að netnotkun,“ nefnir Gunnar. „Íslenski hópurinn er almennt ekki fylgjandi sérstökum lögum og strangari reglum varðandi notkun netsins en e.t.v. má minna á að í samskiptum á netinu gilda almenn lög, t.d. varðandi meinyrði, misnotkun, kaup og sölu svo eitthvað sé nefnt“.

Þáttur fjölmiðlaHörður Freyr Sigurðarson er 17 ára nemandi við Fjölbrautaskóla

Garðabæjar. Hópurinn hans ræddi um hlutverk fjölmiðla þegar kemur að öruggri netnotkun. „Hópurinn var sammála um mikilvægi þess að fréttamiðlar vinni betur að því að uppfræða almenning um örugga netnotkun, t.d. með því að tileinka málefninu dálk einu sinni í viku þar sem almennt er rætt um öryggi barna og þar sem rödd barnanna sjálfra heyrist,“ segir Hörður og finnst að fjölmiðlar eigi að fjalla meira um öryggi á netinu og þá ekki aðeins slæmar fréttir heldur einnig jákvæðar. Íslensku þátttakendurnir eru sammála um að ráðstefnan hafi verið mjög lærdómsrík. Þeir eru sammála um mikilvægi þess að

stjórnmálamenn, foreldrar, formenn stofnana og aðrir áhrifamiklir einstaklingar í hverju landi

hlusti á það sem börn og unglingar hafa að segja um netöryggi og hætturnar sem leynast á netinu því að sú kynslóð sem er að vaxa úr grasi sé sú sem að kann best á netið og notar það mest. „Ráðstefnan var frábær lífsreynsla fyrir okkur öll. Við fengum að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og að hlusta á sjónarmið ungmenna frá öllum heimsálfum og fjöldamörgum löndum og unnum saman að því að reyna að gera netið öruggara.“

Tanja Rún Kristmannsdóttir og Hilma Rós Ómarsdóttir

Page 18: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

18 Heimili og skóli

Við viljum vekja athygli á alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org). Í krafti þess helgum við í ár septembermánuð hvatningunni um að börn nýti virkan samgöngumáta til að ferðast til og frá skóla. Verkefnið hefst 10. september.

Markmið verkefnisins eru meðal annars:• Hvatning til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um

ávinning reglulegrar hreyfingar.• Að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum.• Vitundarvakning um hversu „gönguvænt“ umhverfið er og hvar úrbóta er þörf.• Vitundarvakning um ferðamáta og umhverfismál.

Á síðasta ári tóku milljónir barna frá fjörutíu og tveimur löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti.

Á heimasíðu Göngum í skólann verkefnisins er meðal annars að finna nánari upplýsingar um verkefnið ásamt ýmiss konar hagnýtu efni fyrir skóla, nemendur og foreldra. Slóðin er: gongumiskolann.is

Við viljum benda á að Iðjuþjálfafélag Íslands mun standa fyrir Skólatöskudögum dagana 22.–26. september. Þá daga heimsækja iðjuþjálfar nemendur grunnskóla víða um land. Þeir verða með fræðslu um notkun skólatöskunnar og vigta nemendur og skólatösku til að kanna hvort þyngd hennar sé hæfileg fyrir þá. Hægt er að hafa samband við Helgu Kristínu, [email protected], til að fá frekari upplýsingar.

Þeir skólar sem ætla að taka þátt í Göngum í skólann verkefninu þurfa að:• Skrá sig til þátttöku með því að senda póst á [email protected] fyrir 10. september nk.• Í póstinum þarf að koma fram nafn tengiliðs ásamt stuttri lýsingu á hvað viðkomandi skóli ætlar að gera í tilefni af Göngum í

skólann mánuðinum. Það getur verið allt frá því að halda sérstaklega upp á alþjóðlega Göngum í skólann daginn til þess að leggja áherslu á þetta þema í heila viku eða jafnvel allan septembermánuð.

• Nafn skóla sem taka þátt mun koma fram á heimasíðu verkefnisins ásamt áðurnefndri lýsingu. Einnig er mögulegt að setja inn tengil að heimasíðu viðkomandi skóla á heimasíðu verkefnisins.

Page 19: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 19

Félag fagfólks í frítímaþjónustu, FFF, var stofnað 28. maí 2005. Félagið starfar á vettvangi frítímans á vegum sveitarfélaga í félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum, frístundamiðstöðvum, ungmennahúsum, skrifstofum æskulýðsmála o.fl. Allt að þúsund manns víðs vegar um landið koma að starfseminni. Flestir félagsmenn eru starfsmenn sveitarfélaga og hafa þverfaglega menntun.

Mjög margir nýta sér frítímaþjónustu sveitarfélaganna með einum eða öðrum hætti á lífsleiðinni. Tilgangur með félaginu er að leggja áherslu á mikilvægi frítímaþjónustu og sérþekkingar á málaflokknum. Jafnframt er tilgangurinn að vera leiðandi í faglegri umræðu og stjórnvöldum til ráðgjafar. Félagið mun einnig verða mikilvægur samráðsvettvangur fyrir fagfólk í frítímaþjónustu.

Eitt af þeim verkefnum sem félagið er með á sinni könnu eru námskeið sem ætluð eru öllum þeim sem koma að uppeldi barna og ungmenna hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum og öðrum þeim sem áhuga hafa. Námskeiðin fjalla um hvernig bregðast eigi við vanrækslu og/eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. Þau eru byggð á efni bókarinnar Verndum þau. Menntamálaráðuneytið og Félag fagfólks í frítímaþjónustu standa fyrir þessum námskeiðum. Á síðasta skólaári voru haldin 30 námskeið sem yfir 800 manns

sóttu. Námskeiðin eru haldin víða um land og verður þeim haldið áfram nú á haustdögum. Það eru höfundar bókarinnar Verndum þau, þær Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur, og Þorbjörg Sveinsdóttir, BA í sálfræði, sem stýra námskeiðunum. Þær hafa báðar starfað í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnavernd. Fulltrúar Heimilis og skóla hafa meðal annarra sótt námskeiðið.

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var nú á vordögum tók Eygló Rúnarsdóttir hjá ÍTR við formennsku af Margréti Sigurðardóttur, æskulýðsfulltrúa Seltjarnarness. Ný stjórn hefur skipt með sér verkum: Heiðrún Janusardóttir varformaður, gjaldkeri Andri Ómarsson, ritari Jóhannes Guðlaugsson og meðstjórnandi Helga Margrét Guðmundsdóttir. Í varastjórn eru Nilsína Larsen Einarsdóttir og Steingerður Kristjánsdóttir. Hægt er að hafa samband við stjórn FFF með því að senda tölvupóst á [email protected] . Allar nánari upplýsingar fá finna á síðunni www.fagfelag.is.

Félag fagfólks í frítímaþjónustu

Page 20: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

20 Heimili og skóli

Tímamót í sögu íslenska menntakerfisins urðu 29. maí 2008 þegar ný lög um þrjú skólastig, leik-, grunn- og framhaldsskóla, ásamt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda voru samþykkt á Alþingi. Er þetta í fyrsta sinn hér á landi sem samtímis er sett heildstæð löggjöf fyrir skólakerfið. Öll þessi lög hafa tekið gildi, leik- og grunnskólalögin og lög um menntun og ráðningu kennara 1. júlí 2008 og framhaldsskólalögin 1. ágúst. Menntamálaráðuneytið stendur fyrir menntaþingi 12. september nk. þar sem verða kynnt ný lög og menntastefna. Í kjölfarið verða haldnir ýmsir kynningarfundir, settar reglugerðir við nýju lögin, aðalnámskrár endurskoðaðar fyrir öll skólastigin og ýmislegt gert til að innleiða lögin. Það eru því spennandi tímar framundan fyrir alla sem starfa að menntamálum hér á landi, þar á meðal foreldra en aukin tækifæri skapast fyrir þá til þátttöku í menntun eigin barna og mótun skólastarfs og samstarfs við skólana.

Í nýjum lögum er áhersla á samfellu og sveigjanleika milli skólastiga er horft er á skólakerfið sem eina heild frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla. Leikskólastigið sem fyrsta skólastigið er styrkt í sessi sem mikilvægur hlekkur í samfelldu námi nemenda og undirstrikað er mikilvægi þess að byggt sé á þeim grunni við skipulag náms á næsta skólastigi. Með breyttum samfélagsháttum og aukinni

atvinnuþátttöku beggja foreldra hefur orðið grundvallarbreyting hvað varðar skólasókn barna í leikskóla. Með nýjum grunnskólalögum eru undirstöður grunnskólans treystar með námsárangur, velferð og þarfir nemenda að leiðarljósi. Sérstaða og hlutverk framhaldsskólans er undirstrikað og lögð áhersla á mikilvægi hans fyrir samfélagið. Með lögum um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda sem kemur í stað núverandi lögverndunarlaga eru

gerðar auknar kröfur um menntun kennara með meistaranám sem meginviðmiðun starfsréttinda. Auk þess eru starfsréttindi leikskólakennara lögvernduð og styrkir það enn frekar leikskólastigið.

Almennt um leikskólalöginÍsland er eitt fárra landa sem lagalega hefur skilgreint leikskólann sem fyrsta skólastigið. Með nýjum leikskólalögum eru stoðir leikskólans styrktar og enn frekar viðurkennt að leikskólastigið sé mikilvægur hlekkur í skólagöngu

barna. Íslenskt skólakerfi byggist á því að engum sé mismunað. Öll börn eiga jafnan rétt til leikskólagöngu og eiga að sitja við sama borð óháð stöðu eða þörfum. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar um er að ræða börn með sérþarfir. Leikskólinn er skóli án aðgreiningar þar sem öllum börnum er sinnt eins og best er kostur. Með aukinni áherslu á hagsmuni barnsins, á þátttöku foreldra í mótun leikskólastarfs, á menntun, réttindi og skyldur starfsliðs leikskóla og á sjálfstæði sveitarfélaga og einstakra leikskóla til að móta rekstur sinn og faglegt starf í leikskólum er stefnt að enn betri leikskóla í þágu barna.

Almennt um grunnskólalöginÁrin sem barn stundar nám í grunnskóla eru mikilvægt mótunarskeið þess sem einstaklings og þjóðfélagsþegns. Í grunnskóla er lögð undirstaða að þátttöku einstaklinga í lýðræðisþjóðfélagi og þau manngildi ræktuð sem styðja eiga þroska hans. Skólanum er ætlað að gefa nemendum tækifæri til að virkja sköpunarkraft sinn og tileinka sér þekkingu og færni sem undirbýr þá fyrir nám á efri

Aukin þátttaka foreldra í skólastarfiTímamót í menntamálum

Guðni Olgeirsson

Ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, menntun og ráðningu kennara samþykkt á Alþingi vorið 2008. Guðni Olgeirsson, sérfræðingur hjá Menntamálaráðuneytinu, segir frá helstu breytingum í lögunum er varða foreldra.

GARÐABÆR

Page 21: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 21

skólastigum og ævilangt. Þáttur foreldra í að skapa barninu góðar aðstæður til náms og þroska er afar mikilvægur og lögð er áhersla á að styrkja hann með auknum tengslum foreldra við grunnskóla. Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Í markmiðsgrein nýrra grunnskólalaga er t.d. nýtt ákvæði um að grunnskóli skuli stuðla að samstarfi heimila og skóla með það að markmiði að tryggja farsælt skólastarf, almenna velferð og öryggi nemenda. Í grunnskólalögum er víða vikið að hlutverki grunnskólans gagnvart velferð nemenda og tengslum við foreldra. Með lögunum felast ekki grundvallarbreytingar á skipan grunnskóla en leitast er við að treysta undirstöður skólastarfsins með árangur, velferð og þarfir nemenda að leiðarljósi.

Almennt um framhaldsskólalöginAlmennt markmið nýrra framhaldsskólalaga er að styrkja framhaldsskólastigið í íslensku menntakerfi og tryggja að gott samræmi sé í uppbyggingu þess og tengslum við önnur skólastig. Sérstaða og hlutverk framhaldsskólastigsins eru undirstrikuð, en þau felast m.a. í því að markmið náms á framhaldsskólastigi eru bæði almenn og sértæk. Framhaldsskólanám styður við og gefur tækifæri til frekari menntunar fyrir marga sem hafa verið á vinnumarkaði til lengri eða skemmri tíma og framhaldsskólanám er undirbúningur, og í mörgum tilvikum, forsenda frekara náms. Samtímis er lögð áhersla á samfélagslegt hlutverk framhaldsskóla og rétt og skyldur þeirra einstaklinga sem skólunum er ætlað að þjóna. Lögin miða að því að réttur nemenda til skólavistar og náms verði styrktur, m.a. með fræðsluskyldu stjórnvalda fyrir nemendur til 18 ára aldurs, þ.e. þangað til að nemendur verða sjálfráða. Meginmarkmið með lögunum er að efla og bæta íslenskt menntakerfi. Fjölmargar veigamiklar breytingar eru útlistaðar í framhaldsskólalögum og miða þær m.a. að því að skapa meira svigrúm fyrir einstaka skóla að móta eigin áherslur í námi og námsskipan.

Velferð barna í fyrirrúmiVelferð barna og ungmenna er skilgreind sem grundvallaratriði í starfi skóla. Grunnskólar eiga t.d. að gæta að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan þeirra barna er hann sækja. Skólinn á að vera griðastaður barna þar sem þau finna til öryggis, fá tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og njóta bernsku sinnar. Þetta þýðir m.a. að skólar verða að hafa markvissar aðgerðir og áætlanir til að vinna gegn einelti og öðru ofbeldi og vinna að víðtækum

forvörnum. Í grunnskólalögum er kveðið á um réttindi nemenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun og fyrirkomulag skólastarfs en jafnframt er kveðið á um skyldur þeirra til að hlíta reglum, fara að fyrirmælum og sýna ábyrgð í eigin námi. Lögð er áhersla á að skólinn komi til móts við einstaklingsbundnar þarfir nemenda með því að þeir eigi val í námi sínu um viðfangsefni, námsaðferðir og námsgreinar. Lögfest er sú meginstefna að grunnskóli sé án aðgreiningar og veiti öllum börnum þjónustu óháð uppruna, tungumáli, heilsu eða fötlun. Er það í samræmi við Salamanca-yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og stefnu sem verið hefur ríkjandi hér á landi undanfarin ár. Aukin krafa er þar með gerð til grunnskóla um að koma til

móts við þarfir þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli eða nota táknmál, eiga við lestrarerfiðleika að etja eða eru veikir eða fatlaðir. Þó svo að meginreglan sé að öll börn eigi að geta stundað nám í grunnskóla með öðrum börnum geta foreldrar eða forráðamenn þó áfram óskað eftir að barnið njóti sérúrræða innan grunnskóla eða í sérskóla. Skýrar er kveðið á um réttindi fósturbarna til skólagöngu en áður og aukna ábyrgð sveitarfélaga í þeim efnum. Velferð barna í grunnskólum byggist ekki síst á því að foreldrar og forráðamenn gæti hagsmuna barna sinna, eigi samstarf við

skóla og styðji börn á skólagöngu þeirra og sinni námi þeirra. Í lögunum er kveðið á um réttindi og skyldur foreldra hvað

þetta varðar og þar segir að foreldrar eigi rétt á að taka þátt í námi barna sinna og geti átt val um

grunnskóla fyrir börn sín innan sveitarfélags. Nýtt ákvæði er að sveitarfélög eiga að stuðla að samstarfi grunnskóla við aðila utan skóla. Markmið með slíku samstarfi er að samhæfa starfsemi grunnskóla og ýmissa annarra aðila sem veita börnum á grunnskólaaldri þjónustu,

svo sem hvað varðar félags- og tómstundastarf, æskulýðsstarf, íþróttastarfsemi og ýmsa

fræðslustarfsemi, t.d. tónlistarskóla og kirkjustarf, en jafnframt vísar greinin til margvíslegs samstarfs við

aðila í grenndarsamfélaginu, svo sem vegna kynningar á starfsemi í grunnskólum. Víða hafa verið unnin þróunarverkefni á þessu sviði þar sem skólinn starfar með aðilum í grenndarsamfélaginu að skipuleggja sem heildstæðastan vinnudag fyrir nemendur og þar með veita þeim betri og markvissari þjónustu. Búast má við mikilli þróun á komandi árum á þessu sviði með það að leiðarljósi að nemendur hafi lokið vinnudegi sínum, þ.e. bæði í skóla og tómstundaverkefnum, á sama tíma og foreldrarnir þannig að fjölskyldur geti átt fleiri samverustundir að loknum vinnudegi. Þessi framtíðarsýn er þegar orðin að veruleika í sumum sveitarfélögum.

Aukin lýðræðisleg aðkoma foreldra að skólumÍ nýjum leik-, grunn- og framhaldsskólalögum eru allmiklar breytingar á formlegri þátttöku foreldra í nefndum og ráðum sem miða að því að auka og styrkja formlega aðkomu foreldra að

Skólinn á að vera

griðastaður barna þar sem þau finna til öryggis,

fá tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og

njóta bernsku sinnar.

Page 22: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

22 Heimili og skóli

skólastarfi og auka þátttöku þeirra í stefnumótun einstakra skóla. Á leikskólastigi felst meginbreytingin í sérstöku foreldraráði við hvern leikskóla sem lögfest er í fyrsta sinn. Á grunnskólastigi er meginbreytingin fólgin í nýju skólaráði sem m.a. kemur í stað núverandi foreldra- og kennararáða og foreldrafélög skulu starfa við hvern grunnskóla en áður var starfsemi þeirra valkvæð. Á framhaldsskólastigi skal skipa foreldraráð við hvern framhaldsskóla og foreldrar fá áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.

Áheyrnarfulltrúar foreldra í skólanefndum leik­, grunn­ og framhaldsskólaForeldrar hafa samkvæmt eldri lögum átt áheyrnarfulltrúa í skólanefndum leikskóla og grunnskóla og svipuð ákvæði eru um setu áheyrnarfulltrúa foreldra í nýjum lögum, enda er góð reynsla af setu foreldra í slíkum nefndum. Mikilvægt er að hafa í huga að skólanefndarfundir teljast ekki löglegir nema áheyrnarfulltrúar séu boðaðir. Samkvæmt nýjum framhaldsskólalögum fá foreldrar áheyrnarfulltrúa í skólanefndir framhaldsskóla en meginbreytingin á hlutverki skólanefnda framhaldsskóla er að hlutverk þeirra við að móta áherslur í skólastarfinu og þjónustu skólanna er eflt. Með virkri og markvissri þátttöku foreldra í skólanefndum leik-, grunn- og framhaldsskóla felast mikilvæg tækifæri fyrir foreldra að hafa áhrif á almenna stefnumótun í skólamálum einstakra sveitarfélaga og framhaldsskóla. Til þess að starf foreldra í skólanefndum verði skilvirkt þarf bakland þeirra í foreldrafélögum og ráðum einstakra skóla að vera traust.

Nýtt foreldraráð í leikskólumFjallað er um aðkomu foreldra að leikskólastarfi í IV. kafla leikskólalaga. Kaflinn endurspeglar ábendingar fjölmargra

hagsmunaaðila um mikilvægi þess að auka aðkomu foreldra að leikskólastarfi. Ábyrgð á uppeldi barna hvílir fyrst og fremst á herðum foreldra en öflugt og náið samstarf þeirra og starfsliðs leikskóla er lykill að vellíðan og þroska barna. Stofnun foreldraráða við leikskóla er ein leið til að styrkja aðkomu foreldra að málefnum leikskóla þar sem þeim er gefinn kostur á að hafa meiri áhrif á faglegt starf leikskóla. Leikskólastjóra ber að stuðla að þessu samstarfi, m.a. með því að hafa frumkvæði að stofnun foreldraráðs. Með því að lögfesta stofnun foreldraráða er ekki verið að koma í veg fyrir að foreldrafélög starfi áfram við leikskóla. Lögin gera þvert á móti ráð fyrir því að það sé í höndum foreldra að taka ákvörðun um hvort starfandi sé foreldrafélag samhliða foreldraráði eða ekki. Í foreldraráði skulu sitja foreldrar barna sem eru í leikskóla á

hverjum tíma, að lágmarki þrír, og skulu þeir kosnir í september ár hvert til eins árs í senn. Leikskólastjóra ber að starfa

með foreldraráði sem mótar sér starfsreglur. Hlutverk foreldraráðs er að fjalla um og gefa

umsögn til leikskólans og leikskólanefndar um skólanámskrá og aðrar þær áætlanir sem varða starfsemi leikskóla, fylgjast með að áætlanir séu kynntar foreldrum og hvernig þær eru framkvæmdar. Þá er einnig gert ráð fyrir að við ákvörðun um allar meiriháttar breytingar á skólastarfi sé haft samráð við

foreldraráð. Með hliðsjón af mismunandi stærð sveitarfélaga er gert ráð fyrir að

leikskólastjóri geti sótt um undanþágu frá ákvæði þessarar greinar til sveitarstjórnar á grundvelli gildra

ástæðna, svo sem vegna fámennis í sveitarfélagi eða fámennis í leikskóla.

Ákvæði um foreldraráð í leikskóla er sniðið eftir sambærilegu ákvæði um foreldraráð í grunnskólum sem voru lögfest um það leyti sem grunnskólinn fluttist til sveitarfélaga 1996 og hafa gefið góða raun.

Gert er ráð fyrir níu

manna skólaráði við hvern skóla með tveimur

fulltrúum kennara, einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum foreldra, tveimur

fulltrúum nemenda og einum fulltrúa grennda r-

samfélags.

- Menntasvið

Snæfellsbær

Page 23: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 23

Nýtt skólaráð í grunnskólumÍ nýjum grunnskólalögum er kveðið á um stofnun skólaráðs við hvern grunnskóla sem verði samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahaldið og skal skólastjóri sitja í ráðinu og stýra því. Gert er ráð fyrir níu manna skólaráði við hvern skóla með tveimur fulltrúum kennara, einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum foreldra, tveimur fulltrúum nemenda og einum fulltrúa grenndarsamfélags sem skólaráðið skal sjálft velja úr hópi íbúa í grenndarsamfélaginu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Þetta ákvæði um fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð undirstrikar þá stefnu að hver skóli skuli móta sérstöðu sína og taka mið af nærsamfélaginu. Skólaráðið skal sjálft koma sér saman um að velja fulltrúa grenndarsamfélagsins en slíkt getur m.a. farið eftir áherslum í stefnumótun skólans. Sá fulltrúi gæti t.d. verið fyrrverandi nemandi skólans, foreldri, afi eða amma nemanda eða einhver annar velunnari skólans. Samhliða stofnun skólaráðs við hvern skóla er ekki lengur kveðið á um foreldraráð og kennararáð en verkefni þessara ráða flytjast að verulegu leyti til skólaráðs og meira til. Skólaráð skal samkvæmt grunnskólalögum hafa víðtækt hlutverk sem samráðsvettvangur um hvaðeina sem lýtur að skólahaldinu og breytingar á því. Einstök sveitarfélög geta einnig ákveðið að fela skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni umfram það, t.d. ákvörðunarvald í sérstökum málum og þátttöku í vali á nýjum skólastjóra. Menntamálaráðherra er heimilt að setja reglugerð að höfðu samráði við hagsmunaaðila um starfsemi skólaráða, í samráði við þá aðila sem málið varðar, til að tryggja ákveðið samræmi í starfsemi og þróun skólaráða. Miklar vonir eru bundnar við þetta nýja ákvæði um skólaráð við grunnskóla en almenn og góð samstaða var um þennan nýja samráðsvettvang meðal hagsmunaaðila við vinnslu frumvarpsins. Mikið verk er fyrir höndum í skólum að koma skólaráðum á fót og mun þar reyna mest á skólastjórnendur grunnskóla sem bera ábyrgð á stofnun og starfi skólaráða og almennri virkni. Foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt í undirbúningi skólaráða og nýta þetta tækifæri til að koma sjónarmiðum foreldra á framfæri á þessum mikilvæga samráðsvettvangi. Ekkert er því til fyrirstöðu að

hefja þegar vinnu við skipan skólaráða. Mikils er um vert að vel takist til og í því skyni er væntanleg reglugerð mikilvægur leiðarvísir. Með skólaráðum er lögð áhersla á virkari aðkomu foreldra að skólastarfinu. Foreldrar eiga að geta byggt starf í skólaráðum að hluta til á starfsemi foreldraráða grunnskóla undanfarinn áratug en afar brýnt er að fulltrúar foreldra í skólaráðum hafi traust bakland í foreldrahópnum og þar getur öflugt foreldrafélag skipt miklu máli, þar með talið kröftugt og samstillt bekkjarfulltrúakerfi foreldra, frá upphafi til loka grunnskóla.

Foreldrafélög lögbundin í grunnskólaÍ grunnskólalögum er stofnun og starfsemi

foreldrafélaga nú lögbundin en í gildandi lögum er heimildarákvæði um stofnun samtaka foreldra við grunnskóla. Meginástæða þess að foreldrafélög eru lögbundin við alla grunnskóla er að þau geta verið traustur bakhjarl fyrir fulltrúa foreldra í skólaráði og einnig til að leggja áherslu á mikilvægi

samstarfs heimilis og skóla og að foreldrar styðji við skólastarfið og skólinn við foreldra.

Gert er ráð fyrir að skólastjóri sé ábyrgur fyrir stofnun foreldrafélags og félagið fái nægan stuðning

til starfsemi sinnar frá skólanum. Foreldrafélög hafa verið starfandi við langflesta grunnskóla árum saman og víða er skipulagið með þeim hætti að fyrir utan hefðbundna stjórn eru sérstakir bekkjarfulltrúar foreldra kosnir á hverju hausti sem hafa það hlutverk að leiða samstarfið í hverjum árgangi, bekkjardeild eða námshópi. Saman mynda bekkjarfulltrúar foreldra víða fulltrúaráð í skólum og slíkt fyrirkomulag er æskilegt m.a. til að samræma starfið og gera það skilvirkara og er einnig kjörið til að tryggja að fulltrúar foreldra í skólaráði hafi traust bakland og þar er kjörinn vettvangur fyrir foreldra að taka upp mál sem brenna á einstökum bekkjum eða hópum foreldra.

Nýtt foreldraráð í framhaldsskólumSamkvæmt nýjum framhaldsskólalögum skal við hvern framhaldsskóla starfa foreldraráð og skal skólameistari boða til stofnfundar þess. Hlutverk foreldraráðs er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann efla

Saman mynda

bekkjarfulltrúar foreldra víða fulltrúaráð

í skólum og slíkt fyrirkomulag er æskilegt

m.a. til að samræma starfið og gera það

skilvirkara.

ME N N TA M Á L A R Á Ð U N E Y T I Ð

Page 24: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

24 Heimili og skóli

samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann, þ.e. yngri en 18 ára. Félagsmenn geta verið foreldrar nemenda við skólann. Þetta er nýmæli í lögum um framhaldsskóla. Foreldraráð eru talin mikilvægur tengill milli skólans og forráðamanna ólögráða nemenda. Hækkun á sjálfræðisaldri upp í 18 ár hefur m.a. augljóslega áhrif. Með því að lögbinda foreldraráð er það ekki lengur einungis lagt í hendur áhugasamra forráðamanna að halda úti foreldrastarfi á framhaldsskólastigi en þó nokkur dæmi eru um vel heppnað foreldrastarf í framhaldsskólum sem í sumum tilvikum eru einnig nokkurs konar hollvinasamtök. Auðvelt ætti að vera að fá reynda foreldra sem starfað hafa í foreldraráðum grunnskóla eða foreldrafélögum til að taka sæti í þessum nýju foreldraráðum framhaldsskóla og mikilvægt er að skólastjórnendur sjái til þess að ráðin séu stofnuð og hvetji til virkni.

Foreldraráð framhaldsskóla eiga m.a. að• vera samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra/forráðamanna.

stuðla að aukinni vitund foreldra/forráðamanna um forsjárskyldur sínar og þekkingu þeirra á réttindum og skyldum sínum og barna sinna.

• vera bakhjarl skólans og auka áhrif foreldra/forráðamanna sem hagsmunahóps um bættan hag og stöðu skólans.

• hvetja til aukins stuðnings, aðhalds og hvatningar foreldra/forráðamanna við börn sín og nám þeirra. Að koma á og tryggja öflugt og gott samstarf foreldra/forráðamanna, nemenda og starfsfólks skólans.

Ákvæði um réttindi og skyldur foreldraÁkveðnar skyldur eru settar á foreldra í grunnskólalögum sem er nýmæli. Í gildandi grunnskólalögum eru ekki settar skyldur á foreldra en nú eru lögbundnar ákveðnar skyldur og réttindi foreldra sem skipta miklu máli vegna skólagöngu og velferðar nemenda. Nýmæli er í grunnskólalögum að skylda foreldra til að veita grunnskóla

upplýsingar um barnið sem kunna að skipta máli fyrir skólastarfið og velferð barnsins. Til þess að skólaganga barns geti gengið sem eðlilegast fyrir sig verða stjórnendur grunnskóla að hafa réttar og sem bestar upplýsingar um barn og líðan þess. Ljóst er í því sambandi að upplýsingar sem teljast nauðsynlegar við ákvörðun um rétt eða skyldu nemenda geta fallið hér undir og enn fremur upplýsingar sem teljast nauðsynlegar fyrir skólastjórnendur til þess að rækja skyldur sínar samkvæmt frumvarpinu. Í leikskólalögum er gert ráð fyrir því að upplýsingar sem skipt geta máli fyrir skólagöngu barns skuli fylgja því í grunnskóla. Jafnframt er í lögunum fjallað um hvernig skuli farið með slíkar upplýsingar. Þykir rétt að meðferð persónuupplýsinga, sem foreldrar láta af hendi samkvæmt greininni eða hafa fylgt barni, fari eftir sömu sjónarmiðum og þar greinir. Einnig eru foreldrar skyldaðir til að styðja við skólagöngu barna sinna og námsframvindu og stuðla að því að börnin fái nægjanlega hvíld og mæti úthvíld í skólann og fylgi skólareglum. Með þessu eru settar þær skyldur á foreldra að börnin sinni t.d. því heimanámi sem skólinn ákveður og að frístundastarf og annað starf utan skóla komi ekki niður á námi barnanna. Bætt er við ákvæði um að foreldrar

eigi rétt á að taka þátt í námi barnsins, þ.e. hvað varðar markmiðssetningu þess og mat á námi og framförum,

svo og skólastarfinu almennt, samkvæmt skipulagi skólans. Þetta er í samræmi við þróun

undanfarinna ára hér á landi og erlendis þar sem gert er ráð fyrir virku samstarfi heimila og skóla um menntun barna.

Til að foreldrar geti gætt hagsmuna barna sinna vegna skólastarfs í leik- og grunnskólum og að upplýsingagjöf

foreldra til skóla og frá skóla til foreldra sé greið er nauðsynlegt að foreldrum sem ekki

tala íslensku eða foreldrum sem nota táknmál sé tryggð túlkun á upplýsingum sem nauðsynlegar

eru vegna samskipta foreldra og skóla. Er þá bæði átt við upplýsingar sem tengjast hagsmunagæslu foreldra fyrir börn sín vegna skólastarfsins sem og túlkun vegna upplýsingaskyldu foreldra og skóla. Í lögunum segir að leitast skuli við að tryggja túlkun á

Bætt

er við ákvæði um að foreldrar eigi

rétt á að taka þátt í námi barnsins, þ.e. hvað varðar markmiðssetningu þess og

mat á námi og framförum, svo og skólastarfinu almennt,

samkvæmt skipulagi skólans.

Page 25: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 25

upplýsingum sem nauðsynlegar eru vegna samskipta foreldra og skóla samkvæmt greininni. Umfang túlkunar er því háð mati hverju sinni. Gera verður ráð fyrir því að sveitarfélög geti einnig gripið til annarra úrræða til að koma á framfæri upplýsingum um skólastarf án beinnar túlkunar, svo sem með skriflegum upplýsingum á viðkomandi tungumálum. Ljóst er á hinn bóginn að í þeim tilfellum þar sem teknar eru ákvarðanir um rétt eða skyldu nemenda verður slíkt tæpast gert án aðstoðar túlks, þar sem það á við. Ábyrgð á túlkun upplýsinga í þessu sambandi hvílir á viðkomandi skóla.

Nýtt ákvæði um heimakennslu á grunnskólastigiÁ undanförnum árum hefur nokkuð vaxið áhugi foreldra á heimakennslu sem er þekkt víða um heim sem valkostur við hefðbundna skólagöngu. Með heimakennslu er átt við það fyrirkomulag að foreldrar kenni börnum sínum heima að hluta eða öllu leyti. Hér á landi hefur undanfarin ár verið rekið tilraunaverkefni um heimakennslu samkvæmt viðmiðunarreglum sem menntamálaráðuneyti hefur sett um slíkar tilraunir. Fram hefur farið úttekt á heimakennslunni og í kjölfar úttektar var tilraunaleyfið framlengt með ákveðnum skilyrðum og eftirliti. Rétt þykir að veita almenna heimild í lögum til heimakennslu að hluta eða öllu leyti í stað þess að tengja það tilraunaverkefni í öllum tilvikum. Menntamálaráðuneyti skal eftir sem áður setja reglugerð um skilyrði til heimakennslu og mun reglugerðin byggjast á gildandi viðmiðunarreglum og taka mið af

reynslu undanfarinna ára. Reglur ráðuneytisins hafa verið mjög ítarlegar og takmarkandi, t.d. er ekki heimilt að veita slíka heimild nema a.m.k. annað foreldrið hafi kennsluréttindi. Erfitt er að spá fyrir um þróun heimakennslu hér á landi en mjög ólíklegt er að slíkt fyrirkomulag nái sömu útbreiðslu og víða erlendis. Hins vegar má búast við að heimilin verði í auknum mæli nýtt sem vettvangur menntunar og líklegt að börn og ungmenni geti verið í auknum mæli heima hjá sér við að leysa verkefni, t.d. með fjarkennslu með einhverju sniði. Aðalatriðið er að lögin veita ákveðið svigrúm sem gaman verður að fylgjast með hvernig þróast.Í þessari samantekt hefur einkum verið fjallað um helstu nýmælin

í leik-, grunn- og framhaldsskólalögum sem lúta að formlegri þátttöku foreldra í nefndum og ráðum á þessum skólastigum en þar eru fjölmörg ný og spennandi tækifæri fyrir foreldra til að hafa áhrif á mótun skólastarfsins almennt, bæði innan sveitarfélaga og einstakra skóla. Í þessu sambandi má heldur ekki gleyma að einnig

er gert ráð fyrir aukinni lýðræðislegri þátttöku nemenda í skólum, ekki síst á grunnskólastigi. Foreldrar þurfa

einnig að hvetja og styðja nemendur til slíkrar þátttöku. Hér hefur einnig verið vikið að ýmsum

réttindum og skyldum foreldra, aðallega á leik- og grunnskólastigi, en þar er fjöldi nýmæla í nýjum lögum sem miða að skýrari útlistun á réttindum, skyldum og ábyrgð foreldra. Í lögunum eru einnig ýmis mikilvæg ákvæði um réttindi, skyldur og ábyrgð nemenda sem

eiga að stuðla að öryggi þeirra ,heilbrigðu og hollu umhverfi og jákvæðum skólabrag

og velferðarmálum. Hér er ekki svigrúm til að gera grein fyrir öllum þeim atriðum en víða eru athyglisverð nýmæli í lögunum hvað það varðar.

Hér hefur heldur ekki verið gerð grein fyrir fjölmörgum nýmælum á uppbyggingu og skipan námsins, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti, samræmdu námsmati, tengslum skólastiga o.fl. en bent er á að öll nýju lögin eru aðgengileg á heimasíðu menntamálaráðuneytis og á slóðinni nymenntastefna.is. Þar er einnig hægt að sjá svör við ýmsum spurningum sem upp hafa komið vegna nýrra laga og senda fyrirspurn til menntamálaráðuneytis ef spurningar vakna um túlkun á einstökum lagaákvæðum.

Almenn hvatning til foreldra um virkni Ég vil að lokum hvetja foreldra til að kynna sér vel nýju skólalöggjöfina fyrir öll skólastigin og taka virkan þátt í menntun barna sinna allt frá leikskóla til framhaldsskóla, sýna menntun barnanna áhuga og aðstoða eftir því sem kostur er. Einnig hvet ég foreldra til að bjóða fram krafta sína til sjálfboðastarfs í foreldrastarfi, ekki hvað síst í tengslum við bekki eða nemendahópa eigin barna. Allir geta lagt eitthvað af mörkum í þeim efnum en það er ómetanlegt fyrir foreldra að kynnast félögum barna sinna og þar er foreldrastarf kjörinn vettvangur til að kynnast betur innbyrðis, bæði nemendur og foreldrar. Einnig vil ég hvetja áhugasama foreldra sem hafa áhuga á stefnumótun í skólastarfi að bjóða fram krafta sína í foreldraráð, skólaráð eða sem áheyrnarfulltrúa í skólanefndum en slíkt starf getur verið mjög fróðlegt, gefandi og árangursríkt. Sýnið skóla barnanna ykkar áhuga og styðjið við skólastarfið eins og þið getið. Sýnið einnig skólanum aðhald og gagnrýnið skólastarfið ef þið teljið þess þurfa, munið að þið eruð mikilvægustu talsmenn barnanna ykkar og eigið að berjast fyrir rétti þeirra til menntunar, öryggis og velferðar.

Höfundur er sérfræðingur í menntamálaráðuneyti

og virkur í foreldrastarfi í 20 ár.

Einnig hvet ég foreldra

til að bjóða fram krafta sína til sjálfboðastarfs

í foreldrastarfi, ekki hvað síst í tengslum við bekki eða

nemendahópa eigin barna.

Page 26: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

26 Heimili og skóli

Mikilvægi sjálfsmats í skólastarfiÍ daglegu lífi erum við sífellt að meta. Ef við erum spurð álits á skóla barnsins okkar svörum við út frá eigin reynslu og annarra í kringum okkur, eða með öðrum orðum út frá óformlegu mati okkar og annarra. Skólar eru mikilvægar stofnanir og hafa verið metnir óformlega af samfélaginu svo lengi sem elstu menn muna. Slíkt mat getur verið tilviljanakennt og ómarkvisst og þar sem menntun skiptir miklu máli er kerfisbundið mat á skólum nauðsynlegt í nútímasamfélagi (MacBeath og McGlynn, 2002).

Mat (evaluation) er fræðigrein í örum vexti. Fræðimenn skilgreina mat á mismunandi vegu. Worthen, Sanders og Fitzpatrick (1997) eru sammála skilgreiningu matsfræðingsins Michael Scriven og telja formlegt mat ákvarða gildi eða virði þess sem metið er. Þau víkka skilgreininguna út og segja að mat felist í því að ákvarða gildi þess sem metið er með því að bera það saman við fyrirfram ákveðin viðmið. Í mati á skólastarfi er þá verið að ákvarða gildi starfsins með því að bera það saman við ákveðin viðmið.

Í mati er byrjað á að setja fram matsspurningar. Til að svara þeim er gagna aflað á kerfisbundinn hátt og svörin borin saman við áðurnefnd viðmið. Mikilvægt er að gagna sé aflað á fjölbreyttan hátt og má þar nefna með viðtölum, rýnihópaviðtölum, spurningalistum og innihaldsgreiningu gagna. Þegar niðurstöður eru fengnar er umbótaáætlun gerð á grundvelli þeirra. Mati á skólastarfi er hægt að skipta, eins og mati almennt, í ytra og innra mat. Í ytra mati er utanaðkomandi aðili fenginn til að meta en í innra mati metur innanbúðarfólk og matið kallast sjálfsmat. Það ferli sem lýst er hér að ofan er það sama hvort sem um innra eða ytra mat er að ræða. Sjálfsmat í skólum er gott tæki til að bæta skólastarfið og þróa og er nauðsynlegur fylgifiskur allrar skólaþróunar.

Frá árinu 1995 hefur sjálfsmat skóla verið lögbundið hér á landi. Í bæklingi sem Menntamálaráðuneytið gaf út árið 2002 um sjálfsmat skóla segir að tilgangurinn með því sé að minnsta kosti tvíþættur, annars vegar að bæta skólastarfið og hins vegar að upplýsa bæði yfirvöld og almenning um starfið í skólanum (Steinunn Helga Lárusdóttir, 2002). Sjálfsmat er því góð leið til að upplýsa foreldra um það sem fram fer innan veggja skólans.

Í sjálfsmati, eins og í öðru mati, er mikilvægt að allir sem hagsmuna eiga að gæta komi að matinu. Í sjálfsmati grunnskóla eru helstu

hagsmunaaðilarnir nemendur, starfsmenn skólans, foreldrar og skólayfirvöld. Foreldrar eru mikilvægur hagsmunahópur og niðurstöður fjölda rannsókna benda til að þátttaka foreldra í námi barna sinna hafi jákvæð áhrif á gengi þeirra í skóla (Epstein, 1995; Fullan, 2001; Henderson og Mapp, 2002). Epstein (1995) telur nauðsynlegt að skólar, heimili og samfélag vinni náið saman að því að aðstoða börn við að ná árangri í skóla og seinna í lífinu. Hún segir að slíkt samstarf bæti skólabrag og sé til hagsbóta fyrir alla aðila. Það er því ljóst að þátttaka foreldra í skólastarfi skiptir máli.

Flestir foreldrar kannast áreiðanlega við að hafa svarað viðhorfskönnunum frá skólum barna sinna en slíkar kannarnir eru gjarnan hluti af sjálfsmati. Þátttaka foreldra í sjálfsmati getur þó verið mun fjölbreyttari og getur sem slík eflt tengslin við skólann. Hér á eftir mun ég fjalla um sjálfsmat Vatnsendaskóla

í Kópavogi en þar var ég deildarstjóri og sá meðal annars um sjálfsmat skólans. Fjallað verður um matið út frá þátttöku foreldra.

Sjálfsmat Vatnsendaskóla – dæmi um aðkomu foreldra að sjálfsmatiVatnsendaskóli var stofnaður árið 2005. Stjórnendur skólans í byrjun voru Guðrún Soffía Jónasdóttir og undirrituð, Sigríður Sigurðardóttir. Ég var að klára meistaranám við Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræðum með sérstaka áherslu á mat og

Sjálfsmat skólaGóð leið til að virkja foreldra í skólastarfi

Sigríður Sigurðardóttir

Page 27: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 27

ákveðið var að sjálfsmat skólans yrði efni meistararitgerðar minnar og að ég myndi leiða matsstarfið.

Vinnan við sjálfsmatið hófst í október 2005. Sjálfsmatsteymi var kosið á kennarafundi og á sama fundi var lagður grundvöllurinn að þeim viðmiðum sem stefnt skyldi að. Sjálfsmatsteyminu var falið að ákveða hvað skyldi metið til að byrja með. Ákveðið var að meta skólabyrjun og skólabrag út frá líðan nemenda og starfsfólks og upplifun foreldra. Í Vatnsendaskóla er stefnt að einstaklingsmiðuðu námi og því var einnig ákveðið að meta hvernig til hefði tekist með það. Að lokum var ákveðið að meta kennsluskipulagið í skólanum sem var þannig að bekkir voru árgangablandaðir þar sem tveir árgangar voru saman í bekk frá 1. bekk og upp í 6. bekk. Grunngreinarnar íslenska og stærðfræði voru þó kenndar í árgöngum. Frá 7. bekk og upp úr var nemendum skipt í bekki eftir árgöngum.

Þátttakendur í þessu fyrsta ferli matsins, sem náði yfir tvö skólaár, voru nemendur, starfsmenn og foreldrar. Matsspurningarnar voru eftirfarandi:

1. Hvernig hefur tekist til með skólabyrjun og skólabrag Vatnsendaskóla?• Hvernig líður nemendum í skólanum?• Hvernig líður starfsmönnum og hvernig upplifa þeir

skólabyrjunina og skólabraginn?• Hvernig upplifa foreldrar skólabyrjunina og skólabraginn?2. Hvernig hefur gengið að einstaklingsmiða nám og kennslu í Vatnsendaskóla?• Hvernig voru kennsluhættir á yngsta stigi veturna 2005–

2007?• Hvernig voru kennsluhættir á miðstigi veturinn 2006–2007?• Hvaða sýn hafa kennarar á einstaklingsmiðað nám og ken-

nslu?• Hver er upplifun kennara á því hvernig gangi að einstak-

lingsmiða námið?• Hvaða skoðun hafa foreldrar á kennslunni og einstak-

lingsmiðuðu námi í Vatnsendaskóla?3. Hvernig kemur kennsluskipulagið út, það er að segja árgangakennsla í íslensku og stærðfræði en samkennsla í öðrum bóklegum greinum?• Hvernig líður nemendum með kennsluskipulagið?• Hvað finnst foreldrum um kennsluskipulagið?• Hvernig upplifir starfsfólkið kennsluskipulagið?

Gagnaöflun var þannig háttað að bæði árin voru kannanir lagðar fyrir nemendur þar sem spurt var um líðan í skóla og hina ýmsu þætti skólastarfsins. Við starfsmenn voru bæði tekin einstaklings- og rýnihópaviðtöl. Einnig voru ýmis gögn innihaldsgreind. Hvað foreldra varðar þá svöruðu þeir viðhorfskönnun fyrra árið en seinna árið tóku þeir þátt í rýnihópi. Könnunin var lögð fyrir foreldra í kjölfar foreldraviðtala að vori og var svörun mjög góð eða 93%. Seinna árið var öllum bekkjarfulltrúum boðið að koma í rýnihópaviðtal en í hverjum bekk eru tveir til þrír fulltrúar sem bjóða sig fram í starfið að hausti. Deildarstjóri sendi öllum bekkjarfulltrúum tölvupóst og voru

viðbrögð mjög jákvæð. Átta foreldrar mættu í viðtalið, sjö mæður og einn faðir.

Þau viðmið sem notuð voru við matið voru ýmsar rannsóknarniðurstöður, bæði innlendar og erlendar, á skólabrag, líðan nemenda og kennara og viðhorfum foreldra, matstæki frá Reykjavíkurborg um einstaklingsmiðað nám og skrif Carol Ann Tomlinson um sama efni. Einnig voru niðurstöður bornar saman við rannsóknir á samkennslu. Í lokin voru niðurstöður bornar saman við þau viðmið sem sett voru fram af starfsmönnum í upphafi matsins en þar var meðal annars stefnt að því að Vatnsendaskóli yrði: * Skóli sem býður upp á fjölbreytta kennsluhætti og skapandi starf þar sem tekið er mið af þörfum hvers og eins.* Skóli þar sem virðing, vinátta og samvinna ráða ríkjum og öllum líður vel.

Helstu niðurstöður matsins og matspurningar sem beint var til foreldra.Í stuttu máli sýndu niðurstöðurnar að vel hafði tekist til með skólabyrjun og skólabrag Vatnsendaskóla. Flestum nemendum leið vel í skólanum og starfsmenn voru ánægðir með skólann sem vinnustað. Foreldrar voru einnig ánægðir með skólann og allir þeir þættir sem spurt var um í könnuninni komu mjög vel út nema skólamaturinn en skiptar skoðanir voru á honum. Foreldrar í rýnihópi komu með nokkrar ábendingar til dæmis hvað varðar Dægradvöl og fylgd í leikfimi og sund.

Þegar niðurstöður varðandi viðhorf foreldra til samskipta heimila og skóla eru teknar saman sést að foreldrar voru mjög ánægðir með þau samskipti. Foreldrar voru einkar ánægðir með samskipti við umsjónarkennara og allt viðmót starfsfólks. Foreldrar í rýnihópi töldu sig mæta góðu viðmóti í skólanum og fannst vel tekið á vandamálum þegar þau komu upp. Foreldrar voru einnig ánægðir með upplýsingaflæði frá skólanum og var tölvupósturinn sem kennarar sendu heim á föstudögum sérstaklega nefndur í því sambandi. Skiptar skoðanir voru á magni heimavinnu þó að flestum foreldrum fyndist hún hæfileg. Fram komu nokkrar ábendingar frá þátttakendum í rýnihópnum meðal annars varðandi heimasíðu skólans.

Page 28: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

28 Heimili og skóli

Niðurstöður matsins sýndu að námið í Vatnsendaskóla væri ekki enn orðið einstaklingsmiðað en ýmislegt hefði þó áunnist. Foreldrar voru ánægðir með kennsluna í skólanum og sammála stefnu skólans varðandi einstaklingsmiðað nám. Langflestir töldu að barnið þeirra fengi nám við hæfi í skólanum. Nokkrar ábendingar komu þó fram í rýnihópi foreldra varðandi þetta efni. Þátttakendum í rýnihópnum var stærðfræðikennslan hugleikin. Þeim fannst skrýtið af hverju börnin lærðu ekki að setja upp dæmi og voru mjög óörugg varðandi það hversu mikið mætti hjálpa barninu heima.

Kennsluskipulag skólans hafði bæði kosti og galla að mati þátttakenda. Foreldrar voru jákvæðir gagnvart skipulaginu. Kostirnir sem minnst var á voru fjölbreyttari kennsluaðferðir, aukin samvinna og samhjálp nemenda og það að nemendur kynntust fleiri börnum. Sumir foreldrar höfðu áhyggjur af því að alltaf væri verið að slíta félagatengsl þegar ákveðinn hópur færi upp í næsta bekk. Í kjölfar þessara niðurstaðna voru settar fram ábendingar. Þær ábendingar er vörðuðu foreldra sérstaklega voru:

* Mikilvægt er að halda því góða viðhorfi sem foreldrar hafa til skólans. Þegar skólinn stækkar er hætta á að tengslin á milli heimila og skóla verði ekki eins náin. Virkja þarf foreldraráð og foreldrafélag áfram sem milliliði í samstarfi heimila og skóla. Kannanir til foreldra og rýnihópar með foreldrum þurfa áfram að vera þættir í sjálfsmati skólans.* Allir í skólasamfélaginu þurfa að sameinast um ákveðna sýn á einstaklingsmiðað nám. Skólinn þarf að marka sér stefnu í þessum málum og setja sér markmið um árangur. Skólastjórnendur þurfa að leiða það starf. * Mikilvægt er að kynna niðurstöður þessa mats fyrir foreldrum og halda þeim inni í umræðunni varðandi kennsluskipulagið og einstaklingsmiðað nám. Einnig er mikilvægt að halda reglulega

kynningarfundi þar sem þessir þættir eru kynntir og skrifa um þá á heimasíðu skólans og í fréttabréfi.Hér hefur verið farið í mjög stuttu máli yfir sjálfsmat Vatnsendaskóla fyrstu tvö starfsár skólans þar sem sjónum hefur aðallega verið beint að einum hagsmunahópi, foreldrum. Matsskýrsluna í heild sinni er hægt að nálgast á heimasíðu skólans.

Í Vatnsendaskóla hefur verið unnið með niðurstöður matsins og þær ábendingar sem fram komu. Kennarar hafa til dæmis verið á námskeiði í einstaklingsmiðuðum kennsluháttum og framhald verður á því næsta vetur. Einnig eru ákveðnar breytingar í farvatninu á kennsluskipulagi skólans næsta skólaár. Sjálfsmatið heldur áfram. Nú er meðal annars áherslan á unglingadeildina sem verið er að byggja upp og fyrirhugaður er rýnihópur með foreldrum þeirra nemenda

þar sem valið verður í hópinn með tilviljunarúrtaki.

LokaorðSjálfsmat Vatnsendaskóla er einungis eitt dæmi um aðkomu foreldra að mati á skólastarfi því sjálfsmat getur verið mjög fjölbreytt. Foreldrar geta til dæmis átt fulltrúa í matsteymi og þannig tekið þátt í að móta matið. Eins og áður segir er sjálfsmat öflugt tæki, bæði til að bæta skólastarfið og til að veita upplýsingar um það og því meiri sem aðkoma helstu hagsmunaaðila er því öflugra verður matið. Skólastarf verður án efa alltaf metið með óformlegum hætti og það er gott að geta spurt einhvern sem þekkir til ef okkur vantar upplýsingar. Það er hins vegar enn mikilvægara að hægt sé að afla sér upplýsinga um skóla með því að fara á heimasíðu skólans og lesa vel unna sjálfsmatsskýrslu.

Höfundur er framkvæmdastjóri matsfyrirtækisins Ísmats.

HeimildirEpstein, J. L. (1995). School/ family /community partnership. Phi Delta Kappan, 76(9), 701-719.Fullan, M. (2001). The new meaning of educational change. RoutledgeFalmer. London.Henderson, A. T. og Mapp, K. L. (2002). A new wave of evidence. The impact of school, family, and community connections on student achievement. Sótt 12. maí 2008, af http://www.sedl.org/connections/resources/evidence.pdfMacBeath, J. og McGlynn, A. (2002). Self-evaluation. What’s in it for schools? RoutledgeFalmer. London.Steinunn Helga Lárusdóttir. (2002). Mat á skólastarfi. Handbók fyrir skóla. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Reykjavík. Worthen, B. R., Sanders, J. R. og Fitzpatric, J. L. (1997). Program evaluation: Alternative approaches and practical guidelines. Longman. New York.

Page 29: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Þegar hefðbundnu grunnskólanámi lauk í júníbyrjun settust u.þ.b. 250 grunnskólanemar á aldrinum 12 til 16 ára á skólabekk í Háskóla unga fólksins. Skólinn hefur öðlast fastan sess í skipulagi Háskóla Íslands og er starfræktur í eina viku í júní ár hvert. Aldrei hafa fleiri nemendur verið innritaðir í skólann en nú í sumar og komust heldur færri að en vildu. Engin inntökuskilyrði eru í Háskóla unga fólksins önnur en að vera á réttum aldri.

Eitt af markmiðum Háskóla unga fólksins er að gefa ungu fólki tækifæri að auka þekkingu sína og jafnframt að kynnast hinu fjölbreytta námsframboði í Háskóla Íslands. Það er gert með því að gefa nemendum kost á því að sækja fjölda stuttra námskeiða úr sem flestum deildum Háskólans. Í ár gátu nemendur valið milli þrjátíu námskeiða, til dæmis má nefna afbrotafræði, eðlisfræði, fornaldarsögu, tungumál, verkfræði, læknisfræði, lögfræði, nýsköpunarmennt, menningarfræði, stjarneðlisfræði, tölvunarfræði, þjóðfræði og þróunarfræði. Kennarar í Háskóla unga fólksins eru sérfræðingar á sínu sviði, margir eru starfandi kennarar við Háskóla Íslands en aðrir eru langt komnir í framhaldsnámi.

Háskóli unga fólksins­ Viltu vita meira?

Á þemadegi gátu nemendur valið eitt af átta viðfangsefnum af ýmsum fræðasviðum Háskóla Íslands. Stór hópur tók þátt í Bráðavaktinni og kynnti sér starf fólksins í hvítu sloppunum, aðrir kynntu sér hvernig umhverfisverkfræðingurinn starfar og tryggir okkur gott loft og vatn, sumir völdu „Milky Way“ eða Innviði tölvuleikja – svo fátt eitt sé nefnt.

Í hádegishléi höfðu nemendur aðstöðu á nýja Háskólatorginu. Þar gátu þeir spjallað eða lesið bækur og tímarit á „UNG-torginu“, tekið þátt í fjöltefli eða farið út í ýmsa leiki undir leiðsögn tveggja íþróttakennara. Lokahátíðin fór einnig fram á Háskólatorginu. Auk nemenda voru þar foreldrar og kennarar. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, flutti ávarp, nemendur fengu afhend viðurkenningarskjöl og boðið var upp á skemmtiatriði og léttar veitingar.

Verkefnisstjóri Háskóla unga fólksins 2008 var Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, doktorsnemi í menntunarfræðum. Á heimasíðunni ung.is má nálgast nánari upplýsingar um skólann og myndir frá skólastarfinu.

Kynning

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

Page 30: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

30 Heimili og skóli

Hlutur umsjónarkennara er mjög mikilvægur í öllu skólastarfi. Umsjónarkennari er mikilvægur tengiliður heimilis og skóla. Hann þarf að mynda trúnaðartengsl við nemendur og fylgjast vel með andlegri og félagslegri líðan þeirra, auk námsframvindu hvers og eins.

Markmið umsjónarkennslu er:

• að styrkja samband nemenda við skólann, m.a. með því að efla tengsl þeirra innbyrðis og stuðla að gagnkvæmu trausti nemenda og umsjónarkennara

• að styrkja sjálfsmynd nemenda, draga úr kvíða og öryggisleysi og bæta þar með líðan þeirra og námsárangur

• að auka metnað nemenda með því að hjálpa þeim við að kynnast sjálfum sér og aðstoða þá við að ná þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér

• að stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með heildarhagsmuni nemenda í huga.

Hlutverk umsjónarkennara:

• Hann er trúnaðarmaður sem nemendur geta leitað til með vandamál sem snúa að náminu, skólanum og öðru. Hann leysir á eigin spýtur smærri vandamál en leitar samráðs um önnur eða kemur þeim í farveg.

• Hann er talsmaður nemenda við yfirstjórn skólans, aðra kennara og nemendaverndarráð.

• Hann er upplýsingaaðili sem á að miðla til nemenda upplýsingum um skólareglur, nám, námstilhögun og annað það sem þörf er á. Hann hefur samband við foreldra umsjónarnemenda sinna eftir því sem þörf er á.

• Hann gegnir eftirlitshlutverki, fylgist sem best með framgangi náms og líðan hjá nemendum í umsjónarbekk og grípur inn í ef stefnir í óefni hjá einhverjum.• Hann annast skýrslugerð, einkunnafærslur og afhendingu einkunna.

Umsjónarkennarinn

Cubus Design ehf.

Page 31: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 31

SaganAxel Jónsson, aðaleigandi Skólamatar ehf., hóf fyrst rekstur veisluþjónustu árið 1978 en hugmyndin um framleiðslu á skólamáltíðum hefur þróast allt frá árinu 1997. Í byrjun var framleiðsla á skólamáltíðum aðeins hluti af öðrum rekstri en um áramótin 2006 og 2007 var fyrirtækið Skólamatur ehf. stofnað. Þetta litla fjölskyldufyrirtæki, sem Axel og dóttir hans Fanný reka í dag, hefur vaxið jafn og þétt og í dag starfa um 50 manns hjá fyrirtækinu.

Hollt, gott og heimilislegtEinkunnarorð Skólamatar eru hollt, gott og heimilislegt. Það er auðvitað að einhverju leyti huglægt hvað er hollt, gott og heimilislegt en starfsfólk Skólamatar styðst við ráðleggingar fagaðila og framkvæmir reglulega kannanir meðal viðskiptavina sinna. Hjá fyrirtækinu starfar Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur, sem yfirfer alla matseðla með tilliti til ráðlegginga Lýðheilsustöðvar. Næringarfræðingur gerir athugasemdir áður en matseðill er birtur. Næringarfræðingur reiknar út næringarinnihald og gefur út upplýsingar um innihald hvers réttar fyrir sig en þær upplýsingar eru birtar á heimasíðunni www.skolamatur.is auk þess sem mynd af hverjum rétti birtist þar. Næringarfræðingur fyrirtækisins framkvæmir vettvangskannanir þar sem maturinn er tekin út, hann myndaður, smakkaður og tekin er óformleg könnun meðal áskrifenda. Gerðar eru formlegar kannanir meðal nemenda sem framkvæmdar eru af utanaðkomandi aðilum en einnig eru gerðar óformlegar kannanir af starfsfólki mötuneytanna sjálfra þar sem skráð er almennt álit áskrifenda á matnum. Sérstakur samráðshópur er til staðar í stærstu bæjarfélögunum þar sem nemendur, foreldrar, skólastjórnendur, kennarar, fulltrúar Skólamatar og fulltrúar bæjaryfirvalda eiga sitt sæti. Þar er allt sem viðkemur skólamáltíðum rætt til hlítar.

GæðiMjög háum gæðastöðlum er fylgt við allan undirbúning matreiðslunnar og notast er við GÁMES-kerfið sem er mikilvægur liður þegar kemur að gæðum matvæla. Kerfið hefur tvíþættan tilgang, þ.e. að fyrirbyggja skemmdir og

mengun matvæla og að fræða starfsfólk í matvælastörfum þannig að það starfi sem virkir eftirlitsaðilar í framkvæmd á innra eftirliti.

MaturinnMáltíðirnar eru forlagaðar í miðlægu eldhúsi fyrirtækisins og síðan snöggkældar. Lokaeldun fer svo fram í skólunum sjálfum, nema

þar sem aðstaða er ekki fyrir hendi en þá er maturinn fulleldaður í miðlægu eldhúsi og sendur í skólana í þar til gerðum hitakössum. Boðið er upp á meðlætisbar þar sem börnin geta valið fjölbreytt úrval grænmetis og ávaxta og hefur þessi nýbreytni aukið neyslu barna á grænmeti og ávöxtum til muna, að mati forsvarsmanna Skólamatar. Í dag nýta tuttugu skólar í sex sveitarfélögum á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu þjónustu Skólamatar. Auk þess þjónustar Skólamatur ýmsa leikskóla á þessu

svæði, bæði til lengri og skemmri tíma. Starfsfólk Skólamatar horfir björtum augum á framtíð skólamáltíða á Íslandi og hefur tröllatrú á íslenskum börnum og framleiðendum skólamáltíða þegar kemur að næringu og hollustu. Stjórnendur Skólamatar hafa verið svo lánsamir að eiga góð samskipti við foreldra og nemendur og hafa fengið góðar ábendingar og athugasemdir um matinn, en það er undirstaðan að góðum skólamat. Það er alveg sama hversu hollur og heimilislegur matur er í boði, ef hann er ekki góður borðar hann enginn. Svo einfalt er það.

Hollt, gott og heimilislegt

Kynning

Page 32: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

32 Heimili og skóli

Það var líf og fjör í Smáralindinni einn vordaginn. Þar var fyrir að finna fjölda ungmenna sem höfðu opnað bása og sýndu gestum og gangandi fyrirtæki sín sem þau höfðu stofnað og rekið í vetur. Verkefnið nefnist Fyrirtækjasmiðjan og er rekið af Ungum frumkvöðlum (e. Junior Achivement) í samstarfi við fjölda framhaldsskóla. Blaðamaður tók nokkur ungmenni tali og spurði þau út í fyrirtæki sín og verkefnið.

Fyrirtækið Þorsti var skipað nemendum úr Verslunarskóla Íslands. Þeir sögðust hafa unnið verkefnið í rekstrartímum. Bekknum var skipt í hópa og hver hópur átti að stofna fyrirtæki. Nemendur áttu sjálfir að ákveða eðli fyrirtækisins og skipta með sér verkum. Þeir ákváðu að selja vatn í flöskum en allur ágóðinn rennur til uppbyggingar vatnsbrunna í Malaví og er verkefnið unnið í samstarfi við Hjálpastofnun Kirkjunnar með stuðningi Ölgerðarinnar.

Hópur frá Menntaskólanum við Sund ákvað að selja fótbolta-legghlífar frá Cobra. Nemendur sögðu þá ákvörðun hafa verið erfiða og að þeir hafi verið lengi að velta fyrir sér hvað þeir ættu að gera. En svo fæddist þessi hugmynd þar sem einn meðlimurinn æfir fótbolta og hafði kynnst þessum frábæru legghlífum. Legghlífarnar fundu þau á Netinu og fluttu inn frá Bandaríkjunum.

Memor, hópur frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla, hannaði og framleiddi hugbúnað fyrir glósugerð. Ætla mætti að það væri mjög flókið og stórt verkefni en þau létu vel af því og sögðu þetta bara hafa verið skemmtilegt. Þau hafi í upphafi þurft að skipta með sér verkum, velja framkvæmdastjóra og ákveða hverjir sinntu hönnun og þróun og hverjir sinntu sölu- og markaðsmálum.

Þarna voru fleiri fyrirtæki og augljóst að hugmyndaauðgin er mikil í hópnum. Öll voru ungmennin afar ánægð með verkefnið, þeim þótti námsefnið skemmtilegt og líflegt. Þau voru þó flest sammála um að það væri mun erfiðara en þau höfðu haldið í upphafi. Flestir höfðu eytt mun meiri tíma í verkefnið en til stóð en öll voru þau sammála um að þau hefðu lært mjög mikið og skemmt sér í leiðinni.

Viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson kom og ávarpaði krakkana. Þeir tóku honum fagnandi og sýndu honum vöruframboðið.

Mér lék forvitni á að vita meira um þetta verkefni og ræddi við Gunnar Jónatansson, stjórnarformann Ungra frumkvöðla. Þar kom eftirfarandi fram:

Ungir frumkvöðlar www.ungirfrumkvodlar.is eru frjáls félagasamtök sem stofnuð voru hér á landi árið 2002 og hafa síðan þá í samstarfi við skóla boðið upp á spennandi námsefni tengt viðskiptum og siðferðisvitund. Um er að ræða félagasamtök að erlendri fyrirmynd og eru þau aðilar að Junior Achivement Worldwide (www.ja.org).

Í stuttu máli má segja að markmiðið sé að tengja atvinnulíf og skóla til að efla siðferðisvitund, frumkvöðla- og ábyrgðartilfinningu nemenda á öllum aldri. Skólarnir sem hafa verið í samstarfi við okkur hafa tekið okkur ákaflega vel og höfum við átt fullt í fangi með að anna eftirspurn. Námsefni Ungra frumkvöðla er sérhannað

fyrir alla bekki grunn- og framhaldsskóla. Þau námskeið sem þýdd hafa verið og staðfærð fyrir Ísland eru: Framtíðarsmiðjan sem er átta vikna námskeið

fyrir 9. bekk grunnskóla og Fyrirtækjasmiðjan sem er þrettán vikna námskeið fyrir nemendur í framhaldsskólum. Auk þess eru námskeið fyrir 1. og 2. bekk grunnskóla.

Námskeiðin eru unnin í samvinnu við skólana og viðkomandi kennara en leiðbeinendurnir,

þeir sem leiða námskeiðið inni í skólanum, eru ávallt fulltrúar atvinnulífsins, fólk sem hefur mismunandi menntun, þekkingu og reynslu af því

að miðla. Þetta fólk kemur í skólana með leyfi atvinnurekenda sinna og öðlast við það ákaflega sérstaka og mikilvæga reynslu af því að miðla eigin þekkingu, segja frá starfi sínu og starfsemi fyrirtækis síns. Starfsfólkið öðlast sjálfsöryggi í framsetningu og jafnvel nýja þekkingu og sýn á viðfangsefni námskeiðanna. Fulltrúar atvinnulífsins eru sérstaklega velkomnir í skólana og er ráðgjafahlutverkið ákaflega þakklátt og gefandi starf. Þarna er líka um að ræða spennandi og skemmtilega leið fyrir foreldra til að komast í návígi við skólann og starfið innan hans.

Ungir frumkvöðlar

Bryndís Haraldsdóttir

Markmiðið er að tengja

atvinnulíf og skóla til að efla siðferðisvitund,

frumkvöðla- og ábyrgðartilfinningu nemenda á öllum

aldri.

Page 33: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 33

Tómstundastarf og lengd viðvera

Á síðastliðnum vetri og í haust hafa Heimili og skóla - landssamtökum foreldra borist ábendingar um að starfsemi frístundaheimila sé víða óviðunandi. Stjórn Heimilis og skóla fór þess á leit við samgönguráðuneytið í mars síðastliðnum að endurskoða og taka út þá starfsemi sem hér um ræðir; fjölda starfsmanna, hlutfall faglærðra starfsmanna, leik- og mataraðstöðu barnanna og það húsnæði sem starfsemin fer fram í – og að ráðuneytið gerði samtökunum grein fyrir niðurstöðunum þegar þær lægju fyrir. Stjórnin tók þessa ákvörðun þegar Samband íslenskra sveitarfélaga, menntamálaráðuneytið og síðast félagsmálaráðuneytið höfðu vísað erindinu frá sér á þeim forsendum að málefnið heyrði undir samgöngumála ráðu neytið. Samtökunum hefur enn ekki borist svar frá ráðuneytinu en mun áfram leggja áherslu á að öll umgjörð þessarar nýju þjónustu fyrir börnin okkar sé viðunandi og hvetja foreldra til þess að benda okkur á það sem betur mætti fara.

Mörg sveitafélög bjóða upp á dægradvöl eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Þetta er liður í því að koma til móts við þarfir fjölskyldunnar i breyttu samfélagi. Í 33. grein frumvarps til laga um grunnskóla kemur fram að sveitarstjórn geti boðið grunnskólanemendum lengda viðveru utan daglegs skólatíma. Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra gerði athugasemd við þessa grein í frumvarpinu. Þróun undanfarinna ára hefur verið með þeim hætti að víðast hvar er boðið upp á þessa þjónustu en ekki kveðið nánar um starfsemi hennar í lögum. Stjórn Heimilis og skóla telur mikilvægt að lögbinda rétt nemenda til slíkrar þjónustu og sömuleiðis lögbinda viðmiðanir um umgjörð þjónustunnar, s.s. mönnun, aðbúnað og starfshætti með hliðsjón af grunnskólalögunum til að tryggja farsælt starf, almenna velferð og öryggi allra barna hvar sem þau búa á landinu. Lagt var til að 33. grein, 1. mgr., hljóði svo:

Það er ekki síður brýnt að tryggja ábyrgðarskyldu sveitarfélaga með þjónustunni og mat og eftirlit með gæðum hennar. Þannig ætti 35. grein um markmið mats og eftirlits með gæðum skólastarf einnig að ná yfir þessa þjónustu.

Netfang okkar er [email protected].

Útgáfa Heimilis og skóla ­ Foreldrasáttmálinn

Foreldrasáttmálinn hefur verið lagður fyrir í skólum um allt land. Hann er góður samræðugrundvöllur foreldra og auðveldar þeim að koma sér saman um meginviðmið um uppeldi barna sinna. Í þessu forvarnarverkefni er m.a. bent á að foreldrar sem senda barn útsofið í skólann eru að leggja sitt af mörkum til að barnið nái æskilegum námsárangri. Einnig tekur samningurinn til eineltis, samábyrgðar og reglna um notkun á tækni eins og tölvuleikjum og aðgengi að netinu og farsímum en í þeim málum hafa foreldrar ekki fyrirmynd og því mikilvægt að geta haft samráð um slíkt. Sáttmálinn er fáanlegur á skrifstofu Heimilis og skóla.

Page 34: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

34 Heimili og skóli

Náms­ og starfsráðgjöfí grunnskóla

Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda. Námsráðgjafi vinnur með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra. Aðstoð námsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi. Þegar nemendur eru komnir á unglingsaldur beinist ráðgjöf í meira mæli að framtíðaráformum. Í 10. bekk aðstoðar námsráðgjafi nemendur við val á framhaldsskóla og gerir það í samvinnu við foreldra.

Allir nemendur og forráðamenn þeirra eiga kost á að snúa sér til námsráðgjafa. Þeir geta komið að eigin frumkvæði og milliliðalaust eða komið boðum með starfsfólki skólans. Námsráðgjafi kynnir starf sitt að hausti fyrir nemendum og þeim er frjálst að koma til hans í samvinnu við umsjónarkennara og panta tíma hjá námsráðgjafa. Ef nemanda líður illa og þarf á aðstoð að halda er reynt að hliðra til svo námsráðgjafi geti hitt viðkomandi strax. Nemendur leita mikið til námsráðgjafa vegna persónulegra mála. Dæmi um atriði sem nemendur koma með til námsráðgjafa:

- Nemanda finnst hann ekki eiga vini.- Nemanda finnst mamma og pabbi vinna svo mikið.- Nemandi segist verða fyrir stríðni.- Nemandi á í erfiðleikum með námið.- Nemanda vantar aðstoð við að skipuleggja gögn sín.- Nemanda skortir hæfni í samskiptum.- Nemandi á í samskiptaerfiðleikum við kennara og/eða

annað starfsfólk.

Námsráðgjafi hefur oftast samband við foreldra og lætur þá vita af því að barn þeirra hafi leitað til námsráðgjafa. Stundum eru mál þess eðlis að námsráðgjafi lætur ekki vita en reynt er að sannfæra nemendur um að best sé að vinna málin í samvinnu við foreldra og tekst það oftast vel.

Höfundur er náms- og starfsráðgjafi í Ingunnarskóla.

Námsráðgjöf í Ingunnarskóla

Námsráðgjöf í Ingunnarskóla skiptist í:• náms- og starfsráðgjöf• persónulega ráðgjöf og stuðning• ráðgjöf um vinnubrögð og námstækni• hópráðgjöf og fræðslu

Misjafnt er hvar námsráðgjafi er staðsettur en í Ingunnarskóla er hann með aðsetur við hlið hjúkrunarfræðings og aðstoðarskólastjóra. Hægt er að hringja í skólann og panta tíma hjá námsráðgjafa frá kl. 8 – 16 alla virka daga.

Svandís Sturludóttir

Page 35: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 35

Á vordögum hófst vinna í starfshópi um skipan ökukennslu og ökukennaranáms en meginverkefni starfshópsins er að semja reglugerð um skipan ökukennslu og ökukennaranáms á Íslandi. Í hópnum sitja fulltrúar frá Félagi ökukennara, samgönguráðuneyti, Umferðarstofu, Ríkislögreglustjóra, Heimili og skóla, og Háskóla Íslands. Mikilvægt er að foreldrar taki þátt í þessari vinnu því umferðafræðsla og ökunám eru hvoru tveggja málefni sem sannarlega varða öryggi og velferð barna.

Margir telja að umræða um umferðarmál sé of lítil, hvort heldur sem er á heimilum, í skólum eða almennt í samfélaginu. Við förum ekki varhluta af auglýsingum Umferðarstofu sem stundum vekja hneykslan en hljóta þó langoftast góðan hljómgrunn meðal almennings. Fréttir af hraðakstri eru líka daglegt brauð. Margir þeirra sem um ræðir eru ungir ökumenn með nýtt ökuskírteini. Of hraður akstur og gáleysi í umferðinni er samfélagslegt mein og brýnt að höfða til ábyrgðar ungmenna í tíma áður en þau hefja ökunám. Foreldrar vita að umferðarfræðsla og ökukennsla, hvort heldur sem er verkleg eða bókleg, stendur og fellur með vel menntuðum ökukennurum, góðu kennsluefni, öflugri fræðslu, styðjandi foreldrum, og ekki síst upplýstum og ábyrgum nemendum.

Mörgum foreldrum finnst lítið fara fyrir aðkomu stjórnvalda að ökunámi og umferðarfræðslu. Það er dýrt að læra á bíl og þann kostnað þurfa foreldrar oft að standa straum af. Stjórnvöld leggja ríka áherslu á að umferðarfræðsla, s.s. grunnkennsla í umferðarreglum og umferðarhegðun, verði aukin í skólum. Nú eru fimm grunnskólar á landinu móðurskólar í umferðarfræðslu en spyrja má hvers konar umferðarfræðsla fari fram í hinum 169 grunnskólum landsins? Þótt umferðarfræðsla verði seint skilgreind sem sérstök námsgrein er markvisst umferðaruppeldi, frá leikskólaaldri og í gegnum grunnskólann, mikilvægt og myndi án efa skila ábyrgari ökumönnum út í umferðina. Flestir foreldrar eru því fylgjandi að auka umferðarfræðslu í skólum en færri hugsa um mikilvægi eigin þáttar í þeirri fræðslu, nema þá helst á meðan börn þeirra eru í ökunámi. Þessu þurfa foreldrar sjálfir að breyta. Foreldrar hafa mikilvægu hlutverki að gegna strax frá því að börnin fara fyrst af stað út í umferðina og bera höfðábyrgð á að þau læri umferðarreglurnar og sýni ábyrgð í umferðinni.

Skoða mætti hvort innan grunnskólans rúmi grunnkennsla í umferðareglum og hvort kennsla í umferðarhegðun ætti að fara fram í 10. bekk svo hver nemandi fái góðan tíma til að átta sig á að bíll er ekki leiktæki heldur tæki sem þarf að umgangast með gát. Sömuleiðis er brýnt að komið verði á sameiginlegum námskeiðum fyrir unglinga og foreldra um umferðaröryggi og æfingaakstur. Mörgum foreldrum þykir æfingaakstursformið gott en við hugsum minna um hvort „allir“ foreldrar séu undir það búnir að leiðbeina unglingunum sínum að aka bíl. Með sameiginlegum námskeiðum væri lagður grunnur að samræðum milli foreldra og unglinga og

foreldrar fengju fræðslu um hlutverk sitt sem leiðbeinendur í æfingaakstri.

Einnig er mikilvægt að auka fjölbreytni kennsluaðferða í ökunámi til að virkja nemendur meira í náminu. Huga þarf að sérstakri nálgun fyrir nemendur sem hefur gengið illa að fóta sig í skólakerfinu, sérstaklega í bóklegu námi. Í þessu sambandi þarf að endurskoða menntun

ökukennara. Að sama skapi er mikilvægt að endurskoða framkvæmd og fyrirkomulag ökuprófa

og gera þarf meiri kröfur um menntun prófdómara. Þá hafa margir foreldrar miklar áhyggjur af því að

það vanti aðstöðu til að æfa akstur við erfiðar aðstæður, s.s. í hálku, snjó og skafrenningi.

Bílprófið felur í sér mikla ábyrgð og er langt frá því að vera sjálfgefin þekking. Foreldrar hafa bent á að hækka eigi ökuprófsaldurinn í 18 ár eins og tíðkast í sumum nágrannalöndum okkar. Þessar ábendingar þarf að skoða alvarlega með hliðsjón af rannsóknum um umferðalagabrot, slysatíðni og öðrum áreiðanlegum upplýsingar hérlendis og erlendis og miða stefnumótun og ákvarðanatöku um fyrirkomulag ökunáms og umferðarfræðslu við þær niðurstöður.

María Kristín Gylfadóttir er fulltrúi Heimilis og skóla í starfshópi samgönguráðuneytis um endurskoðun ökukennslu og ökukennaranáms.

María Kristín Gylfadóttir

Hlutverk foreldra í umferðarfræðslu og ökunámi

eru fimm grunn skólar á landinu

móðurskólar í umferðar-fræðslu en spyrja má hvers

konar umferðarfræðsla fari fram í hinum 169 grunn skólum

landsins.

Page 36: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð
Page 37: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 37

Fjölmargar rannsóknir sýna að stuðningur og hvatning foreldra skiptir miklu máli varðandi námsárangur nemenda. Þetta viðhorf er fyrir löngu viðurkennt í grunnskólum en á ekki síður við þegar komið er í framhaldsskóla. Í þeim miklu breytingum sem orðið hafa á samfélagi okkar og við hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár hefur sú jákvæða þróun orðið að samvinna heimilis og framhaldsskóla hefur aukist jafnt og þétt. Þetta á sérstaklega við um nemendur frá 16 til 18 ára.

Framhaldsskólaárin eru tímabil mikils þroska. Flestir eru þar að stíga sín fyrstu skref til sjálfstæðis og leggja grunninn að því hvernig framtíð þeir vilja skapa sér. Sjálfsmyndin er í örri þróun. Hver er ég? Hvað vil ég? Hvert stefni ég? Félagahópurinn er flestum mjög mikilvægur og finnst mörgum forráðamönnum oft nóg um hve miklum tíma unglingarnir vilja verja með vinum sínum. En þrátt fyrir að félagarnir gegni svo veigamiklu hlutverki á þessum árum er ekki síður mikilvægt að eiga vísan stuðning og hvatningu frá þeim sem næstir manni standa. Þessi ár eru því tími mikilla breytinga bæði fyrir unglingana sjálfa og forráðamenn þeirra. Forráðamenn fá það vandasama hlutverk að vera til staðar en þó að slaka aðeins á taumnum þannig að einstaklingurinn fái smátt og smátt svigrúm til að auka sjálfstæði sitt. Það að foreldrar og forráðamenn sýni náminu og lífinu í skólanum áhuga skiptir miklu máli. Hvað er unglingurinn að fást við í náminu? Hvaða ritgerð er hann að skrifa? Vantar aðstoð við yfirlestur eða vangaveltur um umræður og efni? Unglingurinn þarf að taka ábyrgð á námi sínu og fá þann stuðning sem hann þarf án þess að hann upplifi að hann sé undir smásjá. Full ástæða er til að hvetja foreldra til að fylgjast með því hvernig unglingum reiðir af í framhaldsskólanum. Þannig er hægt að grípa fljótt inn í ef eitthvað bjátar á og áður en í óefni er komið. Gott samstarf heimilis og framhaldsskóla getur skipt miklu máli bæði þegar vel gengur og ekki síður ef á móti blæs. Fjölmargir námsráðgjafar framhaldsskólanna leggja áherslu á að efla samstarf heimilis og skóla enda hefur reynslan sýnt að öflugt samstarf er ein besta leiðin til að vinna saman að velferð nemenda.

Verkefni námsráðgjafa í framhaldsskólum landsins eru mörg og fjölbreytt. Þau geta m.a. falist í að veita ráðgjöf um val á námsleiðum innan skóla sem utan, styðja nemendur í sjálfsskoðun varðandi náms- og starfsval, leiðbeina um bættar námsvenjur, veita persónulega ráðgjöf, standa fyrir námsskeiðum, vinna að þróunarstarfi, vera í samstarfi við foreldra/forráðamenn og hafa

milligöngu um ýmis stuðningsúrræði. Eitt veigamikið hlutverk námsráðgjafans er að greina hvað það er sem hamlar og beina viðkomandi til réttra sérfræðinga. Það er ekki námsráðgjafans að veita meðferð við persónulegum vanda en hann hefur það mikilvæga hlutverk að vera stuðningsaðili innan skólans.

Hver skóli velur sínar áherslur en fullyrða má að eitt meginhlutverk námsráðgjafans sé að standa vörð um velferð nemenda og vera málsvari þeirra innan skólans. Námsráðgjafar eru til staðar fyrir nemendur og tilbúnir til að leiðbeina þeim í málum sem geta haft áhrif á námsframvindu þeirra. Megináhersla er lögð á að aðstoða nemendur við að finna sínar eigin lausnir og styðja þá í að fylgja þeim eftir. Nemendur geta leitað til námsráðgjafa í trúnaði svo framarlega sem þeir eru ekki líklegir til að valda sjálfum sér eða öðrum skaða eða að málefnið varði við landslög. Mjög mikilvægt er fyrir ungmenni að geta leitað í trúnaði til óháðs aðila með ýmis mál er upp koma í lífinu og hamla þeim í námi.

Þó að nemandi leiti til námsráðgjafans í trúnaði eða sé orðinn 18 ára verður ávallt að meta það hvort ekki sé besti kosturinn að fá nánustu aðstandendur til að koma að málinu og fá viðkomandi til að samþykkja að haft sé samband heim. Í flestum tilfellum sem upp hafa komið í starfi mínu hefur það samþykki fengist enda gera unglingar sér grein fyrir að foreldrar eru mikilvægir stuðningsaðilarnir.

Hækkaður sjálfræðisaldur gefur foreldrum tækifæri til að fylgjast með mætingum og ástundum unglinga sinna fram að átján ára aldri. Foreldrar hafa aðgang að upplýsingum um mætingu rafrænt í gegnum upplýsingakerfi skólanna.

Sú jákvæða þróun hefur orðið að foreldrar hafa í auknu mæli haft frumkvæði að því að koma á samskiptum. Hvort sem um er að ræða upplýsingar um sérfræðigreiningar eða hluti sem upp kunna að koma hverju sinni er mikilvægt að hafa samband við skólann. Öðruvísi er ekki hægt að greiða götu nemenda varðandi stuðning og úrræði.

Námsráðgjafar og foreldrar eiga það sameiginlega markmið að vilja stuðla að velferð nemenda. Ekki hika við að hafa samband við framhaldsskólann – aukið samstarf er alltaf til bóta fyrir unglinginn þinn.

Höfundur er náms- og starfsráðgjafi í Flensborgarskóla.

Náms­ og starfsráðgjöfí framhaldsskóla

Bryndís Jóna Jónsdóttir

Page 38: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

38 Heimili og skóli

Um skaðabótaábyrgð barnaEin af grundvallarreglum skaðabótaréttar kallast í daglegu tali almenna skaðabótareglan eða sakarreglan. Í örstuttu máli og með talsverðri einföldun má segja að reglan byggi á því að sá sem veldur öðrum tjóni af ásetningi eða gáleysi skuli bera skaðabótaábyrgð á því tjóni. Önnur skilyrði þurfa einnig að vera uppfyllt, s.s. að háttsemin sé ekki lögmæt, tengsl séu milli háttseminnar og tjónsins og tjónið sé sennileg afleiðing af háttseminni.

Þessi regla sem hér hefur verið nefnd gildir líka um börn sem valda tjóni, hvort heldur sem er á líkama eða dauðum hlutum. Þannig geta börn verið skaðabótaskyld vegna háttsemi sinnar, jafnvel þótt tjónið hafi aðeins verið valdið af gáleysi, rétt eins og fullorðnir. Matið á því hvort barn hafi sýnt af sér ásetning eða gáleysi getur engu að síður verið erfitt. Þá þarf að skoða hvað „venjulegt“ barn á sama aldri og það sem tjóni olli mátti vita og skilja um þá háttsemi sem það viðhafði og þær afleiðingar sem hún hefði getað haft. Eðli háttseminnar, auk skilnings barnsins, getur þannig skipt máli. Var háttsemin t.d. leikur eða óvitaháttur eða var hún á einhvern hátt sérstaklega ámælisverð?

Í skaðabótarétti er ekki miðað við neinn ákveðinn lágmarksaldur við mat á því hvenær börn geti orðið skaðabótaskyld eins og hins vegar gildir um það hvort börn verði látin sæta refsingu. Í refsirétti er lögbundið viðmið að barni verði ekki refsað fyrir háttsemi sem það framdi áður en það varð fimmtán ára. Fyrir dönskum dómstólum hafa börn verið dæmd skaðabótaskyld allt niður í fjögurra ára aldur. Engin fordæmi eru þó um slíkt hérlendis en það er engu að síður ljóst að bótahæfisaldur er mun lægri en sakhæfisaldur. Þannig var tíu ára drengur dæmdur bótaskyldur vegna skots úr leikfangaboga sem

hæfði annan dreng í augað árið 1974. Eins má nefna héraðsdóm í fyrrnefndu Mýrarhúsaskólamáli þar sem ellefu ára stúlka var dæmd skaðabótaskyld vegna tjóns er hún olli kennara sínum með því að

skella hurð á höfuð hans. Árið 1986 voru tveir fimm ára drengir aftur á móti sýknaðir vegna tjóns sem varð af fikti

þeirra með eldspýtur í nýbyggingu þar sem þeir voru ekki taldir hafa getað gert sér grein fyrir

því hversu alvarlegar afleiðingar háttsemi þeirra gæti haft.

Um skaðabótaábyrgð foreldraMikill misskilningur var um það í umfjöllun almennings og íslenskra fjölmiðla að móðir stúlkunnar, sem fjallað var um í

áðurnefndu Mýrarhúsaskólamáli, hefði verið dæmd skaðabótaskyld vegna háttsemi dóttur

sinnar en ljóst er að hún var ekki einu sinni á staðnum þegar hið bótaskylda atvik átti sér stað.

Virðist þessi misskilningur m.a. byggja á því að í dómsorði kom fram að móðirin var fyrir hönd stúlkunnar dæmd til að greiða ákveðna fjárhæð í skaðabætur. Það orðalag má rekja til þess að barn yngra en 18 ára getur ekki átt sjálfstæða aðild að dómsmáli heldur koma forsjáraðilar fram fyrir hönd þess fyrir dómi. Það breytir því þó ekki að verið er að fjalla um réttindi og skyldur barnsins en ekki foreldrisins.

Foreldrar eða forráðamenn barna bera ekki hlutlæga skaðabótaábyrgð á verkum barna sinna. Þannig verða foreldrar t.d. ekki dæmdir skaðabótaskyldir út af háttsemi barns síns ef um er að ræða háttsemi sem foreldrarnir höfðu enga stjórn á og höfðu engin tök á að koma í veg fyrir. Með þessu er ekki verið að halda því fram að foreldrar geti ekki orðið skaðabótaábyrgir heldur að þeir yrðu það aðeins á grundvelli almennu skaðabótareglunnar sem fjallað var um fyrr. Foreldrarnir verða, rétt eins og börnin, að hafa átt sinn

Skaðabótaábyrgð barna og foreldra

Eva Dís Pálmadóttir

Mikil umfjöllun hefur verið í þjóðfélaginu síðasta misseri um skaðabótaskyldu barna og foreldra þeirra, einkum í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu Mýrarhúsaskólamáli frá mars síðastliðnum. Heimili og skóli töldu rétt að kynna ákveðnar meginreglur sem gilda um ábyrgð barna og foreldra til að vekja félagsmenn sína og aðra lesendur tímaritsins til umhugsunar um þá staðreynd að háttsemi barna getur haft í för með sér skyldu til greiðslu hárra skaðabóta. Eva Dís Pálmadóttir, lögmaður og stjórnarmaður í Heimili og skóla, tók því saman þennan pistil. Einnig var rætt við lögmann hjá Vátryggingafélagi Íslands um það hvaða leiðir væru færar í að tryggja börn gegn áföllum, svo sem greiðslu hárra skaðabóta. Vert er að taka fram að hér er ekki ætlunin að líta gagnrýnum augum niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Mýrarhúsaskólamálinu eða það hvernig málið var lagt fyrir dómstólinn heldur einblína á almennar reglur sem um viðfangsefnið fjalla.

Börn

geta verið skaðabótaskyld vegna

háttsemi sinnar, jafnvel þótt tjónið hafi aðeins verið valdið

af gáleysi, rétt eins og fullorðnir. Matið á því hvort barn hafi sýnt

af sér ásetning eða gáleysi getur engu að síður verið

erfitt.

Page 39: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

í skólastarfi á kostnað opinberra aðila, eins og þess sveitarfélags sem rekur skólann, vegna líkamstjóns sem þau kunna að valda samnemendum eða kennurum sínum. Slíkt gæti hvoru tveggja verið til hagsbóta fyrir tjónþola, sem ætti þá auðveldara með að fá bætur greiddar, sem og börnin sjálf. Þarna er þó ekki um altækar ábyrgðartryggingar barna eða foreldra þeirra að ræða. Hvort þetta sé rétta leiðin skal ekki staðhæft á þessari stundu en telja verður að öll umræða sé nauðsynleg og af hinu góða.

Höfundur er lögmaður og stjórnarmaður í Heimili og skóla.

þátt í því að tjónið varð, með ásetningi sínum eða gáleysi. Helst er hægt að ímynda sér að ábyrgð foreldra komi til ef þeir hafa vanrækt verulega eftirlitsskyldur með börnum sínum. Í slíkum tilvikum getur ábyrgð foreldris verið staðreynd, jafnvel þótt barnið sjálft væri talið of ungt til að bera skaðabótaábyrgð, enda aðgæsluskylda foreldra síst minni eftir því sem barnið er yngra. Vert er að hafa í huga að ábyrgð á þessum grunni gæti einnig átt við um aðra aðila sem annast börn, t.d.. leikskólakennara, grunnskólakennara eða aðra sem börn eru í umsjá hjá á hverjum tíma. Hvert tilvik yrði alltaf að meta sérstaklega.

Að lokumÚr framangreindri upptalningu má lesa tvær meginniðurstöður. Annars vegar að börn geta verið dæmd skaðabótaskyld og hins vegar að foreldrar verða ekki dæmdir skaðabótaskyldir nema eitthvað sé sérstaklega við þá að sakast, en þá getur ábyrgð þeirra verið staðreynd, rétt eins og barnanna. Lögmaður í tjónadeild Vátryggingafélags Íslands hefur farið yfir það að foreldrar geta keypt ábyrgðartryggingar til að tryggja fjölskylduna fyrir áföllum á borð við það að annaðhvort börn eða foreldrar verði dæmd til greiðslu hárra skaðabóta. Heimili og skóli hafa engu að síður velt upp þeirri spurningu hvort ástæða sé til að ganga skrefinu lengra í ábyrgðartryggingarmálum. Þannig hafa samtökin varpað fram þeirri spurningu hvort e.t.v. sé eðlilegt að börn séu ábyrgðartryggð

Page 40: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

40 Heimili og skóli

Vátryggingafélag Íslands hf. býður upp á fjórar tegundir F+ fjölskyldutrygginga undir heitunum F plús 1, F plús 2, F plús 3 og F plús 4. Tryggingarnar fela í sér mismunandi vernd og mismunandi bótafjárhæðir. Þó eiga allar F+ fjölskyldutryggingarnar það sameiginlegt að í þeim er svokölluð ábyrgðartrygging einstaklings en undir hana falla tjónsatvik sem m.a. börn vátryggingataka valda með saknæmum og ólögmætum hætti. Til að tryggingin taki til slíkra tjóna þarf barnið að hafa sama lögheimili og búa á sama stað og vátryggingataki.

F+ fjölskyldutryggingarnar bæta líkams- eða munatjón þriðja manns. Með munum er átt við fasteignir og lausafé. Algengustu tjónin sem börn valda og koma inn á borð VÍS eru munatjón. Úr öllum F+ fjölskyldutryggingunum greiðast skaðabætur vegna tjóna sem börn vátryggingataka valda með saknæmum hætti en einnig greiða tryggingarnar kostnað sem vátryggður verður fyrir ef skaðabótakrafa er gerð á hendur honum vegna tjóns sem barn hans hefur valdið. Bótafjárhæðin takmarkast við þá vátryggingafjárhæð sem tilgreind er í vátryggingaskírteini eða endurnýjunarkvittun og ber vátryggingataki eigin áhættu sem einnig er tilgreind á vátryggingaskírteini eða endurnýjunarkvittun.

Lendi foreldri í því að barn þess sé sakað um að hafa valdið tjóni með skaðabótaskyldum hætti getur það vísað kröfunni til tryggingafélags síns ef heimilistrygging er til staðar. Tryggingafélagið tekur við tjónstilkynningu og afgreiðir málið fyrir hönd vátryggingataka. Það sem er skoðað í málum sem þessum er aldur barnsins og tjónsatburðurinn. Því yngra sem barnið er því minni kröfur eru gerðar til saknæmis- og ólögmætisskilyrða skaðabótaréttarins. Eru þessi atriði metin í hverju máli fyrir sig en þó má segja að því yngra sem barnið er því líklegra er að VÍS bæti það tjón sem barnið veldur án tillits til skaðabótaskyldu að lögum.

Mikilvægt er í málum sem þessum að málsatvik séu sem best upplýst. Það er tjónþola að sanna að barnið hafi valdið tjóninu með skaðabótaskyldum hætti. Í þessum málum er horft til þess hvað barnið hafi mátt gera sér grein fyrir miðað við aldur þess og þroska þegar það viðhafði háttsemi þá er olli tjóninu. Mátti barninu vera ljóst að háttsemi þess skapaði hættu og gat valdið tjóni o.s.frv.

Þegar þessi mál eru komin inn á borð til tryggingafélagsins eru það starfsmenn þess sem sjá um öll samskipti við þann sem orðið hefur fyrir tjóni. Foreldrar barnsins og/eða barnið sjálft eiga ekki að þurfa að vera í neinum samskiptum við tjónþola heldur sér tryggingafélagið alfarið um samskiptin og meðhöndlar málið fyrir hönd vátryggingataka. Þegar málið telst nægilega vel upplýst er tekin ákvörðun um bótaskyldu. Sé hún viðurkennd greiðir félagið bætur til tjónþola. Hafni tryggingafélagið bótaskyldu er það gert skriflega og hefur þá tjónþoli möguleika á að skjóta þeirri ákvörðun til tjónanefndar vátryggingafélaganna og/eða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Niðurstöður þessara tveggja nefnda eru ekki bindandi fyrir tryggingafélögin. Endrum og sinnum eru mál þar sem börn valda tjóni rekin fyrir dómstólum, sbr. t.d Mýrahúsaskóladómurinn margumtalaði. Lögmenn VÍS sjá alfarið um varnir f.h. barnsins fyrir dómi og kostnaður vegna slíks málareksturs greiðist úr tryggingunni.

Af þessu má ljóst vera að það eru augljósir hagsmunir fjölskyldna í landinu að njóta vátryggingaverndar í formi F+ fjölskyldutrygginga, bæði vegna fjárhagslegra hagsmuna og eins til þess að komast hjá tímafrekum og flóknum samskiptum sem oft fylgja málum sem þessum.

Höfundur er lögfræðingur hjá VÍS.

Anna Dögg Hermannsdóttir

Fjölskyldutrygging

Útgáfa Heimilis og skóla ­ Ég og bekkurinn minn

Verkefnið Ég og bekkurinn minn er ætlað nemendum á yngsta stigi grunnskólans. Einnig má nota efnið með elstu börnum leikskóla. Markmiðið með verkefninu er m.a. að veita foreldrum og börnum upplýsingar um hvert og eitt barn í bekknum sem og bakgrunn þess til að stuðla að gagnkvæmum skilningi og virðingu og að skapa góðan grundvöll fyrir öflugt samstarf fjölskyldna og skólans. Í grunnskólanum mætast ólíkir menningarheimar og það er mikilvægt fyrir nemendur og skólastarfið að skólinn skilji og vinni markvisst að því að færa ólíka menningarheima nær hver öðrum. Á skrifstofu Heimilis og skóla má nálgast veggspjaldið og kennsluleiðbeiningarnar en þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu samtakanna.

Page 41: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð
Page 42: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

42 Heimili og skóli

Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð eru báðir starfandi skólasálfræðingar og reka báðir eigin sálfræðistofu. Þeir hafa mikla reynslu af námskeiðahaldi fyrir foreldra og starfsfólk skóla um samskipti og leiðir þeirra hafa legið lengi saman.

Hvað leiddi ykkur saman til að halda þessi námskeið?Hugo og Wilhelm: Við kynntumst í Árósum í Danmörku þar sem við stunduðum báðir nám. Síðan vorum við að kenna við Kennaraháskólann þar sem við studdumst við kenningar Gordon´s. Thomas Gordon er „gúrúinn“ okkar í þessu. Hann hefur gefið út fjölda bóka um samskipti, t.d. Samskipti foreldra og barna og Samskipti kennara og nemenda. Svo fórum við saman til Bandaríkjanna 1985 á vikunámskeið til þess að vera betur í stakk búnir til að miðla fræðunum á svona námskeiðum.

Hverjar eru áherslurnar á námskeiðinu hjá Endurmenntun HÍ?Hugo: Námskeiðin eru átta vikur – við skiptum þessu gróflega í þrennt; að vera góður hlustandi, nota virka hlustun og kunna að hjálpa barninu til að fást við erfiðleika sína. Hlustunaraðferðin getur verið svolítið snúin en mikil áhersla er lögð á hana. Það er gull í samskiptum við börnin að kunna að hlusta og að vita að maður sé að efla þætti eins og við köllum frumkvæði, sjálfstæði og ábyrgð hjá barninu. Þetta hefur mér fundist foreldrar eiga svolítið erfitt með og svo er það sem við köllum ákveðni en foreldrar eru fljótari að grípa það. Þriðja meginatriðið á námskeiðinu er það hvernig maður leysir úr ágreiningi þannig að báðir verði sáttir. Í því sambandi leggjum við áherslu á hlustunina og að barninu sé kennt að taka tillit og að sættir náist með samtali.

Wilhelm: Já, fólk er fljótara að ná tökum á ákveðninni en það er lögð áhersla á að þú getir verið ákveðinn án þess að það kosti þriðju heimsstyrjöldina. Þetta fer svo mikið eftir því hvernig jarðvegurinn er undirbúinn. Sum börn eru kannski allt í einu að fá nei þegar þau biðja um leyfi til að fara á útilhátíð um verslunarmannahelgina en fá annars aldrei nei. En þarna fá þau allt í einu nei-ið og þá er það kannski miklu erfiðara ef þau kunna ekki að taka nei-inu. Þá fá foreldrar oft mikið samviskubit og upp úr því verða stundum miklar sprengingar. En ég myndi nú ekki hafa samviskubit yfir nei-inu.

Hugo: Það þarf ekki að kosta átök að segja nei. Við getum orðað það þannig að agi hjá okkur er kannski að kenna börnum sjálfsaga og tillitssemi og að lesa aðstæður af því við megum svo margt. Það fer eftir kringumstæðum og aðstæðum hvernig við megum hegða okkur. Sex ára börn mega ólmast og hoppa, hlæja og öskra, kalla og ýta, kasta bolta og sparka úti í frímínútunum en um leið og bjallan hringir og þau nálgast skólann mega þau minna af því sem þau máttu úti á leikvelli. Í anddyrinu mega þau miklu minna en úti á leikvelli og þegar þau eru komin inn á gang mega þau minna en í anddyrinu og þegar þau eru komin inn í stofu mega þau minna en frammi á gangi og þegar þau eru sest niður þá mega þau ekki neitt. Hvernig á sex ára barn að læra að lesa aðstæðurnar? Um

leið og þú gengur inn einhverja dyragátt máttu eitthvað hér en ekki í næsta herbergi. Krakkar þurfa að læra

að lesa svona aðstæður og það þarf að hjálpa þeim til þess.

Teljið þið meiri þörf fyrir svona námskeið fyrir foreldra í dag en fyrir tíu til fimmtán árum? Wilhelm: Ég veit það nú ekki en það eru

kannski öðruvísi áherslur. Það sem er mikilvægt núna var kannski minna mikilvægt

fyrir fimmtán árum og öfugt. Skólinn er t.d. talsvert harðari við sex ár börn núna en fyrir tíu til

fimmtán árum hvað varðar nám og annað. Það eru meiri námskröfur á sex ár börn í dag en t.d. upp úr 1980, þá voru ekki eins miklar kröfur um það að þú værir orðinn læs á fyrsta ári eða ættir endilega að vera að læra að lesa, börn fengu meiri aðlögun hér áður fyrr.

Hugo: Hægt og rólega sér maður svo margt breytast, ekki bara virðingu fyrr börnum og tilfinningum þeirra. Nú er áhersla lögð á að uppeldi sé verkefni foreldra og að þeir hjálpi börnunum að vera sjálfstæðir og ábyrgir einstaklingar. Ég hef stundum tekið sem dæmi um sorgina. Fyrir tíu til fimmtán árum var lítill skilningur á tilfinningum barna. Þegar t.d. einhver dó í fjölskyldu eða fjölskyldan tókst á við sorg, áfall eða kreppu vildu börnin oft gleymast, þá var jafnvel sagt farðu út og leiktu þér á meðan fullorðna fólkið talaði saman. Svo komu börnin inn og fengu upplýsingar en það var ekkert unnið með þær, ef maður getur orðað það þannig, eða skilningur borinn fyrir sorg barna. Sex til átta ára gömul börn voru ekki hluti af ferlinu, voru ekki við jarðarfarir en nú eru þau við kistulagningu og við jarðarfarir. Presturinn hjálpar þeim, útskýrir fyrir þeim, þau eru með í öllu ferlinu

Björk Einisdóttir

Það

er gull í samskiptum við

börnin að kunna að hlusta og að vita að maður

sé að efla þætti eins og frumkvæði, sjálfstæði

og ábyrgð hjá barninu.

Frumkvæði – sjálfstæði – ábyrgð

Viðtal við Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð

Page 43: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 43

af því að það er borin virðing fyrir tilfinningum þeirra. Það hefur alveg feikilega mikið gerst á fimmtán árum.

Hvað með áfallaáætlanir í skólum?Wilhelm: Já, skólarnir eru með áfallaáætlanir en það þarf kannski að samræma þessar áætlanir meira. Hver skóli er með sína áætlun, sumar eru mjög vel útfærðar en aðrar ekki eins nákvæmar og svo eru sumar æfðar en aðrar ekki. Þær eru oft aðgengilegar á Netinu en margir fara ekki á netið og þekkja því ekki áætlunina. Hugo: Það er mjög mikilvægt, varðandi áfallaáætlanir, að kalla ráðið saman reglulega bæði í sambandi við upplýsingagjöf og til að minna menn á að þeir hafi þetta ábyrgðarstarf. Það er kominn nýr prestur í hverfið, nýr sálfræðingur eða námsráðgjafi eða búið að skipta um símanúmer, svo eitthvað sé nefnt.

Hverjir sækja námskeiðin?Hugo: Þetta eru alls konar foreldrar, oft foreldrar sem vilja gera góða hluti betri. Þetta eru sjaldnast foreldrar sem eru í verulega miklum erfiðleikum með börnin sín. En yfirleitt eru þetta bara fínir og flottir foreldrar sem langar til að verða enn betri

Hver er aldursskiptingin? Hugo: Ég held að það séu frekar foreldrar sem eiga yngri börn, mér finnst það nú vera meirihlutinn en við höfum ekki gert neina athugun á því. Við höfum verið með afa og ömmur vegna barnabarnanna og eitt sinn sótti námskeið ungur maður sem hafði ekki fundið sér konu eða eignast barn. Þá koma til okkar foreldrar sem eiga unglinga og þá líka ungmenni sem eru sjálfstæðir notendur á hótel mömmu og eru orðin þetta sextán, átján, tuttugu ára og eru í framhaldsskóla. Það er oft sem foreldrar eiga í erfiðleikum þá, börn eru jú börn til átján ára aldurs.

Er einhver möguleiki á styrkjum?Hugo: Það er afsláttur fyrir hjón og langflest stéttarfélög veita styrki. Við hvetjum fólk til að kynna sér réttindi sín í þeim efnum.

Wilhelm: Vandinn er að í okkar menningu er barnið ekki endilega í fyrsta sæti og þar af leiðandi ekki fræðslunámskeið um uppeldi.Hugo: Það er einhvern veginn eins og allir eigi að kunna að ala upp barn. Við vorum börn sjálf og við vitum að það var margt gott og líka margt slæmt og maður ætlar ekki að gera það slæma en bara það

góða. Það er voðalega einfalt þegar maður leggur af stað, þegar maður eignast barn, en svo áttar maður sig á því eins og ein móðir sagði við mig, ég gleymi því aldrei: „Þegar dóttir mín átta ára reynist mér eitthvað erfið þá opna ég munninn og mamma talar.“

Mæta báðir foreldrarnir? Wilhelm: Það hefur gjörbreyst. Fyrst komu bara mæður, síðan hefur þátttaka karlmanna aukist jafnt og þétt, er að nálgast 50%. Stundum koma einstæðir feður og svo kemur stundum fyrir að annað foreldrið kemur og á næsta námskeið á eftir komi hitt.

Hugo: Ég man að eitt foreldrið orðaði þetta svona: „Það er betra að bæði komi en annað og betra að annað komi en hvorugt.“ Oftast er það móðirin sem kemur en æ oftar sjáum við feðurna. Það má segja að menningin sé að breytast. Á mörgum vinnustöðum er mikil áhersla á samskiptaþáttinn. Fyrirtækin eru orðin fjölskylduvænni og það þykir orðið sjálfsagt að pabbarnir komi líka.

En hvað með stjúpforeldra?Hugo: Einhvern tímann ætluðum við nú að halda sérstakt námskeið fyrir stjúpforeldra en okkur finnst, nú veit ég ekki alveg hvort við erum sammála því, að aðferðirnar sem við notum, þessi virðing, að kunna að hlusta, kenna barninu að taka tillit, lesa aðstæður, leysa úr ágreiningi, sé ekki bundin við kjarnafjölskyldur eða stjúpfjölskyldur – þetta verkefni, hitt verkefnið, svona aðstæður eða hinsegin – það er bundið við samskiptaþáttinn. Wilhelm tekur undir það.

Hvað eru þetta fjölmennir hópar? Wilhelm: Svona hámark tuttugu til tuttugu og fimm manns og svo niður í tólf. Fólk er að hittast viku eftir viku og þetta verða oft mjög samheldnir hópar. Fólk áttar sig á því að það er ekki eina foreldrið á Íslandi sem er að takast á við erfitt uppeldi.

Teljið þið ástæðu til að auka samstarf foreldra í framhaldsskólum?Hugo: Það eru ekki mörg ár síðan fyrsta foreldrafélagið var stofnað við Menntaskólann í Reykjavík. En foreldrasamstarfið stoppar oft eftir fyrstu tvö árin í framhaldsskólum, því miður. Börnin verða sjálfstæð og foreldrar fá engar upplýsingar nema með samþykki þeirra. Sem sálfræðingur með stofu hitti ég mikið af unglingum á þessum framhaldsskólaárum. Mér hefur fundist feikilega gott

Page 44: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

44 Heimili og skóli

að eiga gott samstarf við foreldra og skóla. Þá er mikilvægt að upplýsingastreymið milli heimilis og skóla sé gott. Það er slæmt að hafa þessi skil á milli. Framhaldsskólinn tekur við börnunum frá 16 ára aldri og þá er eins og að skólaganga þeirra komi manni ekki við. Ég tala nú ekki um þar sem er áfangakerfi, þá þarf að fylgja og styðja ofboðslega vel við krakkana.

Wilhelm: Ef við tölum um brottfallsnemendur þá er það mikill fyrirbyggjandi þáttur varðandi sjálfsvígsatferli, t.d. að þessum nemendum sé fylgt eftir. Stundum vita foreldrar ekki að börnin þeirra séu hætt í skóla, svo bara líða einhverjar vikur og þá kemur allt í einu í ljós að þau hafi ekkert verið að mæta í skólann.

Hugo: Krakkarnir reyna að gera allt sem þeir geta til þess að segja við foreldrana nú sé þeirra afskiptum lokið. Það byrjar þegar þau koma í 9. og 10. bekk og neita að hafa foreldra með á bekkjaskemmtunum eða skólaskemmtunum og hvað þá þegar þeir koma í framhaldsskólann. En mér finnst það feikilega mikilvægt og ég hef enga trú á öðru en að það komi til með að aukast. Feðurnir eru orðnir ábyrgari og báðir foreldrar virkari í samstarfinu í grunnskólanum. Það á vafalaust eftir að þróast upp í framhaldsskólann að foreldrar fylgist með börnunum og finnist það bara eðlilegt að vita hvað þau eru að gera.

Nokkur sveitarfélög bjóða nýbökuðum foreldrum að sækja námskeið og sums staðar eru dagvistargjöld niðurgreidd ef foreldrar sækja námskeiðin. Þekkið þið það eitthvað? Wilhelm: Jú, það er mjög jákvætt að sveitarfélögin bjóði þennan valmöguleika en svo getur maður líka spurt sig hvernig uppeldi vill sveitarfélagið hafa í sveitarfélaginu? Eigum við að stefna að lýðræðislegu uppeldi eða eigum við að stefna að því að það sé bara ég sem ræð í uppeldinu? Þetta eru spurningar sem sveitarfélög þurfa að velta fyrir sér ef þau ætla að bjóða svona fræðslu. En það er auðvitað mjög jákvætt af sveitarfélögunum að gera það, ég er alls ekkert að draga úr því.

Hugo: Ég tek undir það sem Wilhelm sagði áðan að það eru auðvitað margs konar námskeið í boði og mikilvægt að þeir sem velja námskeið fyrir sig sem foreldrar, hvað þá sveitarfélögin fyrir íbúana, að vera mjög vel vakandi fyrir þeirri hugmyndafræði sem liggur til grunna þeim aðferðum sem verið er að kenna foreldrum.

Hugo: Við höfum svolítið rætt það og haft samband við tvö sveitarfélög um að þau myndu styrkja skóla, leikskóla og foreldra í sömu hugmyndafræði. Sú hugmyndafræði sem okkar námskeið byggir á er það sem kallast leiðandi foreldri. Eina manneskjan sem hefur gert rannsóknir á uppeldisaðferðum íslenskra foreldra og skrifað um þær er Sigrún Aðalbjarnardóttir. Hún hefur margsýnt fram á, eins og sýnt hefur verið fram á erlendis líka, að leiðandi foreldrum gengur betur að kenna börnunum að taka ábyrgð. Börn þeirra standa sig betur í námi, þau eru ólíklegri til að byrja að reykja og drekka og leiðast síður út í vímuefnaneyslu. Það er það sem við leggjum áherslu á; lýðræðislega, leiðandi foreldra sem hlusta á börnin sín og kenna þeim þetta samtal og ábyrgð. Það eru hugmyndir um að niðurgreiða þetta og hafa þetta aðgengilegt fyrir alla. Við höfum einnig lagt til að á móti mætti gefa þeim foreldrum sem hafa farið á námskeið afslátt af dagvistargjöldum. Hundaeigendur sem sækja námskeið fá 50% afslátt af hundaleyfisgjöldum svo lengi sem hundurinn lifir. Vel uppalinn hundur er minni fyrirferðar og minna til ama en illa uppalinn hundur.

Hvernig sjáið þið foreldra fyrir ykkur sem auðlind í skólastarfi?Wilhelm: Ég hef verið að velta þessu mikið fyrir mér undanfarið. Mér finnst þetta einhvern veginn vera svo tengt íslenskri menningu. Ég vil eiginlega horfa lengra en bara til skólanna og foreldranna. Íslenskir foreldrar hafa ekki mætt vel á almenna kynningarfundi í skólunum. Við erum að sjá svona 20% mætingu. Erlendis sjáum við allt aðrar tölur og víða er það talin siðferðileg skylda foreldra að mæta á allt sem tengist skóla barnsins og foreldrarnir mæta og yfirleitt báðir. Börnin eru oft ein hérna, sem er ólöglegt hjá sumum öðrum þjóðum. Hér eru börnin ein heima allt upp í fjóra til fimm tíma á dag þannig að barnið er ekki í fyrsta sæti. Síðan er talað um að íslensk börn

séu svo frjálslynd og sjálfstæð miðað við börn annars staðar en svona frelsi og sjálfstæði fylgir ábyrgð og stundum

eru þau bara sjálfstæð en ábyrgðarlaus. Þetta finnst mér meira tengjast einhverju, ég veit ekki

alveg hvað það er, í okkar menningu frekar en að þetta sé einhverjum að kenna. Það er oft tilhneigingin að kenna foreldrum um eða að kenna skólanum um. Þetta er verkefni sem fólk þarf einhvern veginn að höndla sameiginlega.

Hugo: Ég er svo innilega sammála Wilhelm þarna en hvernig breytir maður

þessu viðhorfi? Ég held að vísu að við séum einhvers staðar á leiðinni, að börn séu að

þokast upp virðingarstigann. Við erum báðir með stofu sem sálfræðingar. Ég sé æ oftar núna en ég sá fyrir t.d. tíu árum að foreldrar koma til mín áður en allt er komið í óefni. Foreldrar sem eru að skilja og hafa áhyggjur af barninu. Þeir eru jafnvel að velta

Feðurnir eru orðnir ábyrgari og

báðir foreldrar virkari í samstarfinu í grunnskólanum.

Það á vafalaust eftir að þróast upp í

framhaldsskólann.

Page 45: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

fyrir sér hvernig best sé að ræða það við barnið, hvernig best sé að skýra það út, hvernig best sé að haga umgengni við barnið eftir skilnaðinn. Þetta þekkti ég varla fyrir tíu árum. Þá kom fólk ekki fyrr en allt var komið í óefni. Mér sýnist að börnin séu að færast framar í forgangsröðuninni, vonandi skilar það sér í virkari þátttöku foreldra í skólagöngu barna þeirra. Þeim öflugri sem foreldrar koma inn í líf barnanna sinna þeim mun betra. Því miður er menning okkar engan veginn nógu barnvæn eins og staðan er núna þótt margt hafi þokast í jákvæða átt.

HeimildirGordon, Thomas (1999). Samskipti foreldra og barna: að ala upp ábyrga æsku. (þýð.) Ingi Karl Jóhannesson. Reykjavík: Æskan.

Gordon, Thomas (2001). Samskipti kennara og nemenda. (þýð.) Ólafur H. Jóhannsson. Reykjavík: Æskan.

Námskeiðið Samskipti foreldra og barna verður haldið hjá Endumenntun HÍ þriðjudagana

16. sept. - 4. nóv. kl. 20.10-22.00.

Frekari upplýsingar um námskeiðin og skráningu má fá á endurmenntun.is og í síma 525-4444.

Kópavogur Seltjarnarnes

Page 46: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

46 Heimili og skóli

Segðu mér í örstuttu máli frá sjálfum þérÉg var upphaflega barnakennari eins og það var þá kallað og gegndi síðan ýmsum störfum innan menntakerfisins áður en ég varð sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Þar lauk ég mínum starfsferli fyrir bráðum þremur árum. Síðustu tuttugu og fimm árin hef ég auk þess verið stundakennari við Kennaraháskóla Íslands í trúaruppeldis- og kennslufræðum og sömuleiðis við guðfræðideild Háskóla Íslands. Í vor lauk ég svo doktorsprófi í menntunarfræðum við KHÍ.

Fyrir hverja er námskeiðið?Í mínum huga er markhópurinn fyrst og fremst foreldrar og kennarar. Foreldrar bera ábyrgð á því að ýta barninu þannig úr vör að það gangi út í lífið með sæmilega heildstæða sjálfsmynd og lífsviðhorf til að geta tekist á við það sem mætir þeim af sæmilegu öryggi. Börn spyrja um tilgang lífsins um dauðann og Guð. Þau spyrja líka um illskuna í veröldinni, spyrja margra slíkra spurninga vegna þess að þau eru forvitin um lífið, en þau eru einnig að leita sér að staðfestingu á því að tilveran sé örugg. Hverju ég get ég treyst á þessari lífsgöngu minni, hvar á ég mér athvarf? Kennarar eru samverkamenn foreldra í uppeldinu og eiga því einnig erindi á þetta námskeið.

Hvert er meginþemað?Við nefnum námskeiðið: Börnin og stóru spurningarnar. Við ætlum að ræða hverjar þær eru og hvernig bregðast má við. Nemendur mínir hafa gjarnan lesið ritgerð eftir Friedrich Schweitzer, þýskan trúaruppeldisfræðing og guðfræðing, sem heitir Childrens right to religion. Hann ræðir um réttindi barna í víðustu merkingu í þessari ritgerð sinni en jafnframt um það sem mannréttindayfirlýsingar um réttindi barnsins segja að barnið hafi rétt til andlegs þroska. Hann spyr hvort sá þáttur hafi verið vanræktur, hverjar séu þarfir barnsins – hvað eru börnin að pæla um lífið og tilveruna, um sjálf sig. Þar koma inn þessar stóru spurningar [um hugsanir] barnsins um lífið og tilveruna, sem við ætlum að ræða á námskeiðinu. Það sem okkur langaði til var að fá foreldra og kennara til tals um það hvernig við mætum spurningum barna og hvernig við hlustum á börn. Hvernig þau vekja máls á þessum stóru spurningum. Flestar þessara stóru spurninga tengjast með einum eða öðrum hætti lífsviðhorfi fólks og jafnvel trúarafstöðu þess. Erum

við tilbúin til þess að tala við börnin um þetta eða erum við sjálf stödd einhvers staðar með þessar spurningar sem gerir það að verkum að við veigrum okkur við því að ræða þær við börnin og grípum til svara sem Ari í Aravísum fékk, „þú veist það er verðurðu stór“ og þar með sé málið afgreitt í bili? Schweitzer þessi telur að þessum stóru spurningum barna sé ekki nægilega sinnt í uppeldinu, annars vegar af tregðu okkar fullorðna fólksins vegna þess að við erum óörugg sjálf og hins vegar vegna þess að við megum ekkert vera að því að hlusta á börn, setjast niður með þeim og ræða við þau um hugsanir þeirra. Hann veltir líka upp þeirri spurningu hvert þau leita þá með þessar spurningar sínar og þessar pælingar sínar? Fara þau með þær á vit þess sem þau sjá í tölvunum sínum? Eru þau þar að fást við afstöðu sína til góðs og ills, rétta breytni, lífið og dauðann og svo framvegis? Viljum við að þau fái hugmyndir sínar

og lífsviðhorf þaðan?

Það er oft mjög erfitt fyrir foreldra og starfsfólk skólanna að takast á við það þegar upp koma áföll hjá fjölskyldum, það verður hrætt. Hvernig blasir þetta við þér? Hvernig erum við að taka á þessum málum í dag?Ég held að það hafi alveg tvímælalaust orðið breyting í rétta átt. Víða í skólum hafa verið sett upp svokölluð áfallaráð sem hafa það hlutverk að bregðast við áföllum sem upp koma. Kennarar hafa sagt mér að þetta hafi skipt sköpum

þegar áföll hafa orðið. Sem sóknarprestur í Hallgrímssókn fékk ég tækifæri til að vera í áfallaráði Austurbæjarskólans. Þar kom ég inn með erindi um börn og dauðann og börn og sorgina. Erindi sem eru byggð á námskeiðum mínum þar sem ég hef rætt um börnin og sorgina. Ég skrifaði reyndar bók um þetta á sínum tíma, Börn og sorg. Hins vegar skiptir [svo] miklu máli að foreldrar og kennarar vinni með sjálfa sig og geri sér grein fyrir eigin viðhorfum. Þá skiptir ekki öllu máli hver viðhorfin eru. Aðalatriðið er að þeir viti hvar þeir standa því þá eru þeir öruggari gagnvart viðfangsefninu og eiga auðveldara með að takast á við álitamálin. Dr. Gunnar Finnbogason dósent mun verða með fyrirlestur um áföll í nemendahópnum á námskeiðinu.

Þegar upp koma áföll, skilnaður foreldra, alvarleg veikindi eða dauðsfall vinar eða náins ættingja er

Þeir sem annast börn þurfa að leggja við hlustirViðtal við Sigurð Pálsson

Björk Einisdóttir

Page 47: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 47

ungum börnum oft haldið utan við samræðurnar, heyra ekki, skilja ekki og fá ekki að vera með í sorgarferlinu. Hvernig eigum við að bregðast við?Þetta er mjög alvarlegur hlutur að mínu mati. Þegar áföll verða og þegar áföll eru fyrirsjáanleg skiptir miklu máli að börnin séu með í öllu ferlinu. Við erum að telja okkur trú um að við séum að hlífa börnunum en trúlega erum við fyrst og fremst að hlífa okkur sjálfum. Það er ánægjulegt að segja frá því að Krabbameinsfélagið gaf út bækling fyrir nokkrum árum sem heitir Pabbi, mamma, hvað er að? Hann tekur einmitt á þessu að það eigi að leyfa börnunum að fylgjast með alvarlegu veikindaferli náinna ættingja vegna þess að þau skynja að það er eitthvað á seiði. Þess vegna á að upplýsa þau. Það vekur þeim minni ótta að fá að fylgjast með en að vera haldið utan við aðstæðurnar og ef að illa fer hafa þau fengið tækifæri til að aðlagast, hafa fengið tækifæri til að kveðja. En ef vel fer geta þau tekið þátt í gleði fjölskyldunnar yfir því.

Foreldrar og starfsfólk skólanna velta því oft fyrir sér hvenær börn séu nógu gömul til þess að skilja? Ég myndi vilja snúa spurningunni við. Hvað eru þau gömul þegar þau fara að pæla? Þeir sem annast börn þurfa að leggja við hlustir. Það skiptir öllu máli, finnst mér, að hlusta á þau og pæla með þeim. Við skiljum sjálf ekki margt af því sem við erum að glíma við en glíman er þroskandi og hluti af því að vera maður.

Hvert er hlutverk umsjónarkennara í þessum efnum?Það er mjög stórt og mjög ábyrgðarmikið. Vilborg Dagbjartsdóttir kennari verður gestur okkar á námskeiðinu. Hún ætlar að ræða um það hvernig hún hefur notað ljóð og texta úr bókmenntum til þess að ræða við börn um dauðann og sorgina. Það er mjög athyglisverð reynsla sem hún hefur. Ég fékk leyfi hennar til þess að birta reynslusögu frá henni í bókinni minni Börn og sorg. Hún hafði nemanda sem bjó einn með móður sinni og kom eitt sinn til hennar og sagði: „Veistu það Vilborg, hún mamma mín er mikið veik.“ Þannig fór hann að tala við kennarann sinn um veikindi móður sinnar, sem var með krabbamein. Vilborg fylgdist með sjúkdómsferlinu frá upphafi til enda því drengurinn kom reglulega og sagði kennaranum sínum frá framvindunni. Hún greip til þess ráðs að undirbúa drenginn og bekkinn sinn með því að vinna með ljóð og sögur sem fjalla um missi, sorg og dauða. Mér finnst þetta svo athyglisvert og dæmi um góðan kennara, sem er með fingurinn á púlsi nemenda sinna. Þarna er nemandi sem er að glíma við erfiðar aðstæður. Hún tekur á það ráð að glíma við þær með honum og notar tækifærið til að undirbúa hina nemendur sína líka og velur að fara þessa leið í gegnum bókmenntirnar. Þannig er mikilvægt að kennarar séu reiðubúnir og undir það búnir að vera nemendum sínum samferða þegar þeir eiga erfitt og eins þegar þeir eru að glíma við stóru spurningarnar.

Getur ekki verið að bókmenntakennslan líði fyrir það að við óttumst að eiga ekki svör við spurningunum og að við foreldrar lokum gjarnan á heimspekilegar

samræður með þessum orðum sem þú nefndir áðan – Þú veist þetta er verðurðu stór?Þetta tengist því sem barnasálfræðingurinn og rithöfundurinn Bruno Bettelheim hefur skrifað um mikilvægi ævintýra í lífi barna. Í ævintýrunum fá börnin tækifæri til þess að öðlast það sem kallað er „vicarious experience“, að prófa tilfinningar sínar, óttann, sorgina og gleðina yfir sigrum í gegnum reynslu sögupersónanna. Við leggjum ekki nógu mikla áherslu á þessa upplifun [þeirra] þegar við erum að kenna bókmenntir, ljóð eða ævintýri, og að nemendur fái að tjái sig. Við erum endalaust að spyrja um einhverjar staðreyndir og gleymum hinu. Það þarf ekkert endilega að leggja megináherslu á að útskýra fyrir börnunum. Gefum þeim frekar tækifæri til að lifa sig inn í efnið

og tjá sig um það og pæla á eigin forsendum. Margar þessara spurninga sem þau eru að velta upp eru þess eðlis að það eru ekki til nein endanleg svör

við þeim. Við vitum það og eigum ekki að segja að það sé hægt að svara þeim, en þær eru þess virði að glíma við þær. Sú glíma er hluti af því að vera manneskja og flestar eru þær alvarlegar, háðar tilfinningum okkar, gildismati og trú. Hver er t.d. skilgreiningin á hugtakinu

hamingja? Markmiðið er ekki endilega að gefa börnum svör heldur að hjálpa þeim að koma sér

upp svörum.

Eitthvað að lokum?Við eigum ekki að vera hrædd við að búa börnunum okkar stað að standa á hvað varðar lífsviðhorf vegna þess að ef við gerum það ekki eru þau líklegri til að hrekjast fyrir hverjum straumi sem þau mæta. Að hafa ákveðið lífssviðhorf jafngildir ekki því að hafa verið frystur. En ef börnin vita hvar þau standa geta þau kannski, að mínu mati, átt betra með að ákveða hvert þau vilja fara – nú ætla ég að fara héðan og ég ætla að stefna eitthvað annað, endurmeta viðhorf mín. Það skiptir máli að þeim sé ljóst mikilvægi þess að hafa stað að standa á svo þau hrekist ekki fyrir hvaða vindi sem blæs. Þetta tel ég mjög mikilvægt að foreldrar átti sig á. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er okkur falin þessi ábyrgð, að nesta börnin okkar til lífsins og hluti af því er að búa þeim stað að standa á hvað varðar lífsviðhorf og siðgæði, ekki með ofbeldi heldur með leiðsögn. En til þess þurfum við sjálfstraustið og staðfestuna sem við viljum að börnin okkar öðlist.

HeimildirFriedrich Schweitzer (2005). Childrens right to religion and spiritualiaty: legal, educational and practical perspectives; British Journal of Religious Education Vol 27, No.2, march 2005.

Sigurður Pálsson (1998). Börn og sorg. Reykjavík: Skálholtsútgáfan.

Við

eigum ekkert að vera hrædd við

að búa börnunum okkar stað að standa á hvað varðar lífsviðhorf vegna þess að ef við gerum það ekki eru þau líklegri til að hrekjast fyrir

hverjum straumi sem þau mæta.

Námskeiðið Stóru spurningarnar - um tilvistarspurningar barna verður haldið hjá

Endumenntun HÍ fimmtudagana 2. - 23. október kl. 20.10-22.00.

Page 48: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

48 Heimili og skóli

Í ljósi þess hve mikill áróður er viðhafður í þjóðfélaginu um nauðsyn heilsuverndar er það vægast sagt undarlegt hve almennt andvaraleysi ríkir gagnvart hávaða sem skaðvaldi heilsufars. Getur verið að fáfræðin sé svo mikil að hávaði sé álitinn saklaus, sjálfsagður og ófrávíkjanlegur fylgifiskur nútímaþjóðfélags? Eða er skýringin á andvaraleysinu ef til vill sú að hávaði hefur í för með sér heilsufarsskaða sem oftast kemur hægt og bítandi, er ósýnilegur og veldur ekki sársauka heldur heyrnartapi, streitu, þreytu og/eða raddskaða?

Hvað varðar fullorðna sýna margar rannsóknir tengslin milli hávaða og ofantalinna einkenna. Þannig eru algengar raddveilur kennara raktar að miklu leyti til þess að þurfa að beita röddinni í hávaða. Hvað snertir börnin sýndi viðamikil bandarísk rannsókn fram á hvernig 70% þarlendra unglinga voru komin með mælanleg einkenni varanlegrar heyrnardeyfð. Ekki er ósennilegt að orsaka sé að leita í hátt stilla tónlist sem beint er inn í hlustina. Annað sem farið er að gefa gaum að er hvernig hávaði gæti valdið langvarandi hæsi barna. Þannig telja Svíar að um 6% 10 ára barna þjáist af langvarandi hæsi. Að beita rödd í hávaða reynir um of á kok- og barkakýlisvöðva sem veldur á endanum hæsi og talþreytu hjá viðkomandi.

Hávaði oft yfir hættumörkÁbyrgð á heilsufari barna hlýtur alltaf að skrifast á reikning fullorðinna. Þeim ber því að sjá til þess að hvorki heyrn né rödd barna bíði skaða af umhverfishávaða. Í ljósi þess er það grafalvarlegt mál þegar börnum er beinlínis gert að dvelja langdvölum í hávaða sem lög og reglugerðir kveða á um að sé yfir hættumörkum fyrir heyrn fullorðinna. Hávaðamælingar á leikskólum og í íþróttasölum a.m.k. vestrænna ríkja sýna að meðaltalshávaði og hávaðatoppar (hávaði frá skyndilegum skellum) fara oft yfir þau hættumörk. Sé litið til reglugerða og laga kemur í ljós að skýr ákvæði vantar um

hljóðvist fyrir börn. Þau ákvæði eru til fyrir fullorðna vegna þess að Vinnueftirlitinu ber að standa vörð um heilsuvernd fullorðinna á vinnustað. Þess vegna taka vinnuverndarlög og reglugerðir mið af því hvað fullorðnir þola sem sjaldnast er sambærilegt við þol barna, sem eiga eftir að taka út þroska á öllum sviðum. Þannig þola börn og einstaklingar með sérþarfir mun minni endurómun (hvað tekur 60 dB hljóð langan tíma að deyja út) en fullorðnir eða 0,4 sek. Reglugerð gerir hins vegar ráð fyrir því að endurómunartíminn í skólastofu sé 0,8 sek og 0,6 sek í leikskólum.

Þegar hávaði á vinnustað er mældur er hávaðaáreitið mælt út frá fullorðnum í eyrnahæð þeirra. Nú vill svo til að börn eru mun lægri vexti en fullorðnir. Þar sem þau eru jafnframt aðalhávaðauppsprettan má að líkum leiða að mun meiri hávaði berst í eyru þeirra en fullorðinna t.d. frá öðrum börnum sem öskra, kalla eða gráta. Hávaði sem myndast á gólfi er einnig mun nær eyra barns en fullorðins sem hlýtur því óhjákvæmilega að verða fyrir meira hávaðaáreiti en sá fullorðni. Það er þekkt að þegar börn koma heim til sín úr leikskóla tala þau allt of hátt án þess að nein þörf sé fyrir það. Slökun næst einfaldlega ekki á raddmyndunarvöðva. Heyrnin er greinilega líka í hættu eftir leikskóladvöl því altalað er hve börn stilla sjónvarp hátt eftir að þau koma heim úr leikskólanum.

Erlendar sem innlendar kannanir hafa sýnt að um fjórðungur yngstu barna í skóla sýnir skerta heyrn á mælingadegi. Það er athyglisvert að í könnun sem gerð var í fimm leikskólum á Akureyri hafði þriðjungur af 278 börnum fengið rör í eyru (yfirleitt er rör sett í bæði eyru hér á landi) flest innan við 1½ árs aldur. Til viðbótar áttu 10% sér eyrnasögu án inngrips. Börn með eyrnavandamál hljóta að eiga sérstaklega erfitt með að dvelja langtímum í hávaða. Ekki síst ef um er að ræða allan daginn sem virðist vera algengasti dvalartími barna á leikskólum hér á landi. Börn láta yfirleitt ekki í ljós vanlíðan sína með því að kvarta eða biðja um verkjalyf. Þau sýna einfaldlega vanlíðunina með hegðun. Á þessum árum eru börn að taka út málþroska. Hvernig skyldi þeim ganga að meðtaka fræðslu og fara eftir munnlegum fyrirmælum kennara eða leikskólakennara sem sumir hverjir eru í þokkabót hásir? Raddvandamál eru mjög algeng í kennarastétt. Rödd kennara er því eitt af því sem þarf að gefa verulega gaum að því það er ekki sjálfgefið að hún beri talhljóð að eyrum hlustenda, ekki síst ef hún er skemmd. Raddveilur eins og langvarandi hæsi og raddbrestir draga úr raddstyrk og skýrleika að ekki sé talað um hástemmda rödd sem óneitanlega fer í taugarnar á hlustanda og eykur ekki löngun til hlustunar. Niðurstaðan verður minni hlustun, minni áhugi og minni skilningur hjá nemendunum.

Vöknum af Þyrnirósarsvefni

Tökum okkur tak og hættum að brjóta lög á börnum og starfsfólki skóla og leikskóla

Valdís Ingibjörg Jónsdóttir

Page 49: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

Heimili og skóli 49

Leikskólar eru menntastofnanir þar sem fræðsla og uppeldi er í fyrirrúmi. Í ljósi þess er athyglisvert að horfa til niðurstaðna um hvernig talhljóð berast. Bandarísk rannsókn sýndi fram á að 60 prósent af málskilningi byggist á því að geta heyrt raddlausu samhljóðana sem eru hátíðnishljóð – a.m.k. sex þeirra eru auk þess veik hljóð (d, f, s, b, k, þ). Þessi hljóð kafna í erilshávaðanum. Orð hljóta því að berast brengluð til hlustanda og verða merkingarlaus. Þar með er löngun til hlustunar farin. Einbeitingar- og athyglisskort má því án efa rekja til hávaða og þess umhverfis sem nemendur og börn vistast í.

Ef litið er á heildina má segja að þetta sé að: Mörg börn eru með tímabundna heyrnardeyfð, hátt hlutfall kennara er með raddveilur, hljóðvist er víða slæm sé horft til barna, fjöldi barna í rými er of mikill, leikföng/leiktæki skapa óþarfa hávaða, húsgögn/húsbúnaður skapa óþarfa hávaða. Útkoman verður óhjákvæmilega hávaði sem getur mælst svo hár að hann brýtur lög. Er þetta ásættanlegt og er þetta það sem við viljum?

Heilsuspillandi bölvaldurHvað er gert og hvað skal gera? Við erum ábyrg hvernig sem á málið er litið. Það sem fyrst og fremst þarf er hugarfarsbreyting. Að við hættum að líta á hávaða sem sjálfsagðan fylgifisk í nútímaþjóðfélagi en byrjum að líta á hann sem heilsuspillandi bölvald. Leikskólar og skólar eru vinnustaðir bæði barna og fullorðinna. Hávaðinn í skólum er fyrst og fremst erilshávaði, þ.e. sá hávaði sem einstaklingarnir sjálfir mynda. Í vinnuverndarlögum er hvergi minnst á erilshávaða einungis bakgrunnshávaða eða utanaðkomandi hávaða, sem strangt til tekið er alls ekki það sama. Í raun er engin vinnulöggjöf sem tryggir að nemendur geti heyrt það sem þeim er ætlað að heyra. Hvergi er minnst á skóla þar sem lögð er áhersla á að hið talaða orð heyrist sbr. eftirfarandi:

• Í stjórnklefum, verkstjórnarherbergjum og öðrum stöðum þar sem mikilvægt er að samræður geti átt sér stað skal að því stefnt að hávaði fari ekki yfir 65 dB(A) að jafnaði á vinnutíma. Í mat- og kaffistofum er æskilegt að hávaði fari ekki yfir 60 dB(A) að jafnaði þann tíma sem notkun stendur yfir. Á skrifstofum og öðrum stöðum þar sem gerðar eru miklar kröfur til einbeitingar og samræður eiga að geta átt sér stað óhindrað skal leitast við að hávaði fari ekki yfir 50 dB(A) að jafnaði á vinnutíma. (Reglugerð um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum, nr. 921/2006; 9. 11. 2006; 1. kafli, 5. grein.)

Hér er átt við vinnustað fullorðinna sem vinnuverndarlög ná yfir með tilliti til hljóðvistar. Þau vantar hins vegar fyrir vinnustað barna. Í kennsluhúsnæði hefur hávaði að meðaltali mælst um og yfir 80 dB (miðað við 8 klst. vinnudag) sem er orðið skaðlegt heyrn fullorðinna – hvað þá barna! Munnleg samskipti geta ekki átt sér stað á eðlilegan hátt í slíkum hávaða.

Leikskólar og skólar sem vinnustaður fullorðinna og barna heyra undir fjögur ráðuneyti: Umhverfisráðuneyti sem sér um hönnun húsnæðis, Félagsmálaráðuneyti með Vinnueftirlitið sem hefur eftirlit með heilsuvernd fullorðinna, Heilbrigðisráðuneyti með heilbrigðisnefndir sem eiga að sjá um eftirlit með heilsufari barna og að lokum Menntamálaráðuneyti sem er ábyrgt fyrir skólastarfsemi. Þessi fjögur ráðuneyti verða að koma að þessu máli og tryggja raddvernd kennara og að börn geti heyrt það sem kennarinn hefur fram að færa. Slíkt má t.d. gera með innleiðingu á notkun magnarakerfis sem hefur margsýnt sig í að koma töluðu orði til eyrna nemenda og gert kennara auðveldara að halda uppi aga og þar með draga úr hávaða.

Að lokum: Hættum að tala um lélega kennara, lélega nemendur, léleg námsgögn, lélega menntastefnu. Setjum heldur upp spurninguna: „Getur verið að nemandinn heyri ekki það sem til hans er talað?“ Sé svo, er þá komið svar við athyglis- og einbeitingaskorti sem virðist hrjá ansi marga nemendur?

Höfundur er heyrnar- og talmeinafræðingur.

Leikskólasvið

Page 50: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð

50 Heimili og skóli

Í september sl. birtust niðurstöður breskrar könnunar sem sýndu samhengi milli nokkurra algengra litarefna í mat og hegðunarvandamála hjá börnum. Niðurstöðurnar vöktu mikla athygli enda um að ræða algeng efni sem hingað til hafa verið notuð í fjölmargar tegundir matvæla. Niðurstöðurnar komu þó ekki öllum á óvart.

Ekki nýjar fréttir Fyrir sjö árum var birt niðurstaða rannsóknar (The Isle of Wight Study) sem sýndi samhengi milli neyslu nokkurra algengra litarefna og ofvirkni og annarra hegðunarvandamála hjá börnum (reiðikasta, skorts á einbeitingu, ofvirkni og ofnæmisviðbragða). Í niðurstöðum þessarar rannsóknar var m.a. ályktað að hægt væri að framkalla markverðar breytingar á hegðun barna með því að útiloka auka- og litarefnin úr mataræði þeirra, öll börn nutu góðs af því en ekki einungis þau sem höfðu þegar sýnt einkenni ofvirkni eða ofnæmis.

Ný rannsókn – sama niðurstaðaSérstök nefnd (Committee on Toxicity of Chemicals in Food) á vegum bresku matvælastofnunarinnar taldi niðurstöður rannsóknarinnar ófullnægjandi og ákvað að hefja nýja og umfangsmikla rannsókn. Niðurstöðurnar voru birtar í breska læknaritinu Lancet og gefa þær ákveðnar vísbendingar um að blanda ákveðinna litarefna og benzoate rotvarnarefna geti haft neikvæð áhrif á hegðun barna.

Brynhildur Pétursdóttir

Samhengi milli litarefna og hegðunarvanda

Markmið samtakanna er að stuðla að bættum

uppeldis­ og menntunarskilyrðum barna og unglinga

Heimili og skóli - landssamtök foreldra eru frjáls félagasamtök sem starfa óháð stjórnmálaflokkum eða trúfélögum. Foreldrar og forráðamenn barna geta gerst félagar í Heimili og skóla og aðrir geta gerst

styrktarfélagar. Samtökin veita ráðgjöf til foreldra og foreldrasamtaka og gefa út tímarit og ýmiss konar efni um foreldrastarf.

Ef þú hefur áhyggjur af einhverju varðandi skólagöngu barnsins þíns getur þú leitað til skrifstofu Heimilis

og skóla. Við reynum að hjálpa þér við að finna heppilega leið til að leysa málið með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Þú þarft ekki að segja til nafns frekar en þú vilt.

Símanúmer okkar er 562 74 75, við erum við símann kl. 9–12.

Netfang: [email protected]

Efnin umdeilduEfnin sem rannsökuð voru á 2–3 ára og 8–9 ára gömlum börnum eru: tartrazine (E101), Ponceau 4R (E124), Sunset Yellow (E110), Carmoisine (E122), Quinoiline Yellow (E104), Allura Red AC (E129) og rotvarnarefnið Sodium Benzoate (E211). Litarefnin eru öll í flokki

svokallaðra asó-litarefna en þau voru m.a. bönnuð hér á landi til ársins 1997. Þá voru þau hins vegar leyfð í samræmi við tilskipun frá Evrópusambandinu. Efnin hafa nú verið leyfð í Evrópu í um áratug. Efnin er helst að finna í sælgæti, frostpinnum og gosi.

Efnin ekki bönnuðMatvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) fór yfir nýju rannsóknina en taldi ekki nægilega sannað að efnin væru skaðleg börnum og vildi því ekki banna þau. Það breytir þó ekki því að í sumum löndum hafa bæði stjórnvöld og neytendasamtök hvatt framleiðendur til að hætta að nota þessi efni enda eru þau ekki nauðsynleg. Bresk stjórnvöld gengu meira að segja svo langt að ráðleggja foreldrum barna sem eiga við

hegðunarvanda að stríða að forðast umrædd efni. Þær ráðleggingar eiga einnig vel við á Íslandi og um að gera að leyfa börnunum að njóta vafans.

Höfundur er starfsmaður Neytendasamtakannaog stjórnarmaður í Heimlili og skóla.

Page 51: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð
Page 52: Heimili og skóli · 2016. 9. 13. · Í ár voru veitt dugnaðarforksverðlaun fyrir dugmikið framtak einstaklinga í skólastarfi, hvatningarverðlaun fyrir vel unnin og skipulögð