lausnahefti til kennara Þetta er málið – vinnubók 1 1. stafrÓfiÐ … · skólavefurinn |...

25
Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ Goðin gerðu brú til himins af jörðu og heitir hún Bifröst. 2. STAFRÓFIÐ ás, dagur, Egill, fer, fínt, fjara, fyndinn, gefur, grís, il, meira, nafn, rauð, sjáðu, stærri, vængir, ætla, öxl. 3. SÉRHLJÓÐAR OG SAMHLJÓÐAR - Hv e rn i g k e m u u f í l u pp í tr é? - Þ ú pl a nt a r fr æi o g f æ f í l i nn t i l a ð st a nd a þ a r n o kk u ð l e ng i. - Hv e rn i g k e m u u f í l í g e gn u m t o ll i nn ? - Þ ú he ng i r br au ðsn ei ð á hv o r a s í ð u o g k a ll a r h a nn n e st i. 4. STAFRÓFIÐ - ALFRÆÐIORÐABÆKUR Napóleon: bók 3 England: bók 1 Ýmir: bók 5 Genfarsáttmálinn: bók 2 Surtsey: bók 4 klóþang: bók 2 Ódáðahraun: bók 3 bakari: bók 1 taktmælir: bók 4 Molda-Gnúpur: bók 3 laufskálahátíðin: bók 3 hálsbólga: bók 2 Davíðssálmar: bók 1 urriði: bók 4 falangistar: bók 2 Ísland: bók 2 Lögrétta: bók 3 Jalta: bók 2 sagnaþulur: bók 4 ostra: bók 3

Upload: others

Post on 23-Jan-2021

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1

1. STAFRÓFIÐ Goðin gerðu brú til himins af jörðu og heitir hún Bifröst.

2. STAFRÓFIÐ ás, dagur, Egill, fer, fínt, fjara, fyndinn, gefur, grís, il, meira, nafn, rauð, sjáðu, stærri, vængir, ætla, öxl.

3. SÉRHLJÓÐAR OG SAMHLJÓÐAR

- H v e r n i g k e m u r ð u f í l u p p í t r é ? - Þ ú p l a n t a r f r æ i o g f æ r ð f í l i n n t i l a ð

s t a n d a þ a r n o k k u ð l e n g i .

- H v e r n i g k e m u r ð u f í l í g e g n u m t o l l i n n ?

- Þ ú h e n g i r b r a u ð s n e i ð á h v o r a s í ð u o g k a l l a r

h a n n n e s t i .

4. STAFRÓFIÐ - ALFRÆÐIORÐABÆKUR Napóleon: bók 3 England: bók 1 Ýmir: bók 5 Genfarsáttmálinn: bók 2 Surtsey: bók 4 klóþang: bók 2 Ódáðahraun: bók 3 bakari: bók 1 taktmælir: bók 4 Molda-Gnúpur: bók 3

laufskálahátíðin: bók 3 hálsbólga: bók 2 Davíðssálmar: bók 1 urriði: bók 4 falangistar: bók 2 Ísland: bók 2 Lögrétta: bók 3 Jalta: bók 2 sagnaþulur: bók 4 ostra: bók 3

Page 2: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

5. ORÐALEIKUR Krossaðu yfir það orð sem sker sig úr öðrum orðum í línunni.

hús kofi tjald gömul fjós

Jón Ásta Rún stúlka Páll

laukur kál rúsína epli skór

golf skák hnit fótbolti tennis

stóll hrífur bátar tölvur bækur (‘Gömul’ er lýsingarorð, ’stúlka’ er samnafn, ’skór’ eru ekki matarkyns, ’skák’ er ekki leikin með neins konar bolta eða kúlu, ‘stóll’ er eintöluorð.)

6. SKAPANDI SKRIF (Mismunandi svör.)

7. GOÐAFRÆÐI (Lestexti.)

8. GOÐAFRÆÐI

Af Borssonum (úr Snorra-Eddu)

Svaraðu spurningunum.

1. Hvað rann úr spenum Auðhumlu? Fjórar mjólkár.

2. Hvernig varð Buri til? Auðhumla sleikti salta hrímsteina og við það varð Buri til.

Page 3: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

3. Hverrar ættar var Borr? Hann var sonur Bura.

4. Hvað hét kona Bors? Bestla.

5. Hvað hétu bræður Óðins? Vili og Vé.

6. Hvert er hlutverk Óðins og bræðra hans? Að vera stýrandi himins og jarðar.

7. Hvað varð til þess að ætt hrímþursa dó? Synir Bors drápu Ými og hrímþursar drukknuðu í blóði hans.

8. Hverjir sluppu úr blóð-flóðinu? Bergelmir.

Skrifaðu upp 9 sérnöfn sem er að finna í textanum. Eru einhver þeirra notuð sem mannanöfn núna?

Ýmir, Ginnungagap, Auðhumla, Buri, Borr, Bestla, Bölþorn, Óðinn, Vili, Vé, Bergelmir. Nöfnin Óðinn og Ýmir eru notuð sem mannanöfn.

9. FRÉTTASKOT Svaraðu spurningunum.

1. Hvað voru ferðamennirnir margir? Þrír.

2. Hvers vegna lentu ferðamennirnir í vatninu? Þeir treystu staðsetningarbúnaði í blindni.

3. Hvar átti þetta atvik sér stað? Í Póllandi.

Page 4: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

10. STAFSETNING

Um stóran staf

Skrifaðu textann upp aftur og settu stóra stafi þar sem þeir eiga að vera.

Það kom í hlut Ólafs digra að setja mót Landssambands hestamanna.

Það var Guðmundur Seyðfjörð sem bað hann um það, en þeir voru

saman við nám í háskólanum í Nýju-Jórvík. Þeir lögðu af stað á

laugardagsmorgni og með í för var Þjóðverji sem hét Dietmar og

franskur maður sem sagðist heita Jean, eða það héldu þeir. Báðir

stunduðu þeir nám við Háskóla Íslands og voru miklir hestaáhugamenn.

Á leiðinni á mótsstaðinn óku þeir fram hjá Gullfossi og Geysi og höfðu stutta viðdvöl á báðum stöðum til að leyfa útlendingunum að virða fyrir

sér þessi náttúruundur. Þeir keyptu Moggann í söluskála sem varð á

vegi þeirra í Haukadal og þá fyrst áttuðu þeir sig á því að það var

Jónsmessa.

11. RITUN OG ORÐAFORÐI Bættu orði inn í setningarnar þannig að þær fái staðist.

Tillögur að svörum: 1. Snjórinn [fellur] til jarðar. 2. Hún [ók] um bæinn á rauðum bíl. 3. Eldurinn [breiddist] hratt um allt húsið. 4. Kennarinn [útskýrði] dæmið fyrir honum. 5. Eggið þarf að [sjóða] í 4 mínútur. 6. Lestin [brunar] eftir teinunum. 7. Leifur heppni [fann] Ameríku árið 1000. 8. Reyndu að [svara] spurningunni. 9. Það rignir jafnt á réttláta sem [rangláta]. 10. Báturinn [klýfur] öldurnar ákveðið.

Page 5: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

12. RÍM Finndu orð sem ríma við orðin hér að neðan.

ljós: dós, fjós, Kjós, rós... kona: sona, svona, vona... bíll: fíll, stíll, díll, skríll... kyn: dyn, gin, hin, lin, styn, tin, vin... gata: fata, hata, jata, Kata, lata, mata, rata, skata...

13. ORÐABÓKIN Tengdu skýringu við orð og hugleiddu svo orð og skýringu.

aðframkominn örmagna, langt leiddur, nær dauða en lífi

aflóga mjög slitinn, ónýtur

aflsmunur munur á afli (að neyta aflsmunar, láta einhvern kenna aflsmunar)

afrennsli vatnsfall er rennur úr stöðuvatni

afstrakt sem ekki leitast við að líkja eftir raunveruleikanum; óhlutstæður

afstæði það að vera afstæður, það hvernig hlutur horfir við öðrum, það að gildi eins hlutar ákvarðist af öðrum hlut sem hann er miðaður við

afstæðishyggja sú skoðun að sannleikur og siðferðileg gildi séu afstæð, ekki algild, persónubundin

afturelding morgunsár; dagrenning

Page 6: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

14. GOÐAFRÆÐI Svaraðu spurningunum.

1. Hvert fóru Borssynir með Ými? Í mitt Ginnungagap.

2. Úr hverju gerðu Borssynir jörðina? Úr Ými; holdi Ýmis.

3. Úr hverju gerðu þeir sjóinn og vötnin? Úr blóði Ýmis.

4. Hvernig var himinninn myndaður? Úr höfði Ýmis.

5. Hverjir eru Austri, Vestri, Suðri og Norðri? Dvergar sem hafa það hlutverk að halda himninum uppi.

6. Hvar er borgin Miðgarður? Í miðju jarðarinnar.

7. Hvernig urðu skýin til? Dvergarnir köstuðu heila Ýmis í loft upp.

Teiknaðu mynd af jörðinni og umhverfi hennar (heimsmynd). (Mismunandi.)

15. SAMHEITI OG ORÐAFORÐI Tengdu saman orð sem hafa sömu merkingu.

angan ilmur ásjóna andlit bifreið bíll brók buxur fákur hestur fley skip fljóð kona gumi maður máni tungl

skjár gluggi skondinn sniðugur skrudda bók snar fljótur snotur fallegur sunna sól vaskur duglegur vís vitur

Page 7: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

16. ORÐALEIKUR Raðaðu stöfunum rétt til að sjá við hvað fólkið vinnur.

María er Eysteinn er Kolbrún er Þorvaldur er Gerður er Björn er Arna er Villi er

læknir smiður þjónn bakari ritari blaðamaður kokkur rafvirki

Inga erLogi er Hugrún er Tryggvi er Sigríður er Pétur er Dísa er Hákon er

kennari listamaður þjálfari flugmaður bílstjóri sjómaður dýralæknir sölumaður

17. LJÓÐ OG LESSKILNINGUR Lestu ljóðið og svaraðu spurningunum. Nú andar suðrið sæla vindum þýðum; á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði. Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði. Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín, heilsaðu einkum ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf, í peysu. Þröstur minn góður, það er stúlkan mín. Hvar virðist höfundur ljóðsins vera staddur? Einhvers staðar í útlöndum.

Á hvaða árstíma er ljóðið ort? Það er að vora.

Page 8: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

Hvað merkir hér sögnin að heilsa? Hann biður fuglinn um að skila kveðju.

Hver er engillinn með húfuna? Stúlka sem skáldið ber hlýjan hug til.

Hver er „vorboðinn ljúfi“ og hvað vill höfundur að hann geri? Þröstur. Hann á að bera öllum heima kveðju, einkum þó stúlkunni.

Hvort er skúfurinn í húfunni eða peysunni? Húfunni.

Strikaðu undir rímorðin. Sjá ljóð.

18. MYNDMÁL OG LÍKINGAR Skýrðu myndmálið eða líkingarnar eins og þú skilur þær.

Við sáum þig springa út eins og blóm á vordegi… Hér er verið að visa til einhverrar persónu sem nær fullum þroska á jákvæðan hátt.

Ég heyrði nið borgarinnar eins og foss í brjósti þér… Borgarniðurinn (umferðarhljóð o.fl.) er stöðugur og minnir á endalaust hljóðið í fossi. En það er enginn venjulegur foss: hann er í brjósti stúlkunnar!

Þú heyrðir ekki þegar nóttin kom hljóðum skrefum með daginn á þreyttum herðum og bar hann inn í draum þinn… Nóttin er gerð að persónu, þ.e. þreyttum manni sem ber daginn á herðum sér inn í draum þess sem er ávarpaður/ ávörpuð. Viðkomandi sofnar lúinn eftir erfiðan dag. Að hvaða leyti er síðasta tilvitnunin frábrugðin hinum tveimur? Síðasta tilvitnunin er svokölluð persónugerving (nóttin kom hljóðum skrefum). Höfundur sleppir viðlíkingarorðunum (eins og). Skrifaðu tvær málsgreinar. Beittu myndmáli með því að a) líkja einhverju við eitthvað annað (málsgrein 1). b) láta eitthvert fyrirbæri í náttúrunni fá persónuleg (mannleg) einkenni (málsgrein 2). (Mismunandi svör.)

Page 9: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

19. ORÐALEIKUR Krossaðu yfir það orð sem sker sig úr öðrum orðum í línunni.

garður maður sykur gulur úlfur

þynnri dekkri stærstur súrari hlýrri

jarðarber auga inniskór úlpa eplatré

penni taska kassi fáni jakki

vakna hoppaði svaf keypti flaug

1. gulur er lo. 2. stærstur er efstastig. 3. jarðarber hefst á samhljóða. 4. taska er í kvenkyni. 5. vakna er í nafnhætti.

20. FALLORÐ

Einkenni fallorða

Nefndu fimm orðflokka fallorða. Nafnorð, fornöfn, lýsingarorð, greinir og töluorð.

Hver eru föllin fjögur? Nefnifall, þolfall, þágufall, eignarfall

Hvaða orð notum við til að hjálpa okkur að finna föllin? hér er, um, frá, til

Hvað eiga fallorðin sameiginlegt fyrir utan það að fallbeygjast? Þau eru flest til í et. og ft. – Þau taka kyn.

Hvað þurfum við að hafa í huga þegar við flettum upp fallorðum í orðabók? Uppflettimyndir fallorða (þau eru gefin upp í nefnifalli et.; lýsingarorð eru gefin upp í karlkyni, sama er yfirleitt að segja um fornöfn). Á eftir nefnifallsmyndinni eru gjarnan meiri upplýsingar, t.d. um eignarfall et. og nefnifall ft. hjá nafnorðum.

Page 10: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

21. KROSSGÁTA Lárétt

2. pakki 3. ábóti 5. baktería 6. Ágústus 8. ball 10. ár 11. logi 13. banani. 15. álfur 16. áberandi 17. hræddur

Lóðrétt

1. baktal 3. álft 4. baun 6. álegg 7. skána 8. bassi 9. alda 12. janúar 14. mánudagur 16. áll

22. RITUN (Mismunandi svör.)

23. MÁLSHÆTTIR Skrifaðu orðin sem vantar í málshættina hér fyrir neðan og útskýrðu málshættina.

Sannleikurinn er sagna bestur. Útskýring: Það er alltaf best að segja satt. Oft má satt kyrrt liggja. Útskýring: Við eigum að vera nærgætin. Þó svo að maður viti eitthvað þarf ekki að segja það ef það gæti sært einhvern. Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Útskýring: Fólk vill oft ekki heyra neitt misjafnt um sig sjálft. Fólk vill ekki horfast í augu við eigin galla. Hugurinn ber hálfa leið. Útskýring: Ef það er hugur í okkur, þ.e. ef við erum hugrökk og ákveðin,

Page 11: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

verður auðvelt að byrja á nýju verki. Flettu upp í bók með málsháttum (til dæmis: Íslenskir málshættir eftir Sölva Sveinsson), veldu þér fimm málshætti og útskýrðu þá.

(Mismunandi svör.)

24. ORÐABÓKIN Skrifaðu viðeigandi orð við hverja skýringu. Notfærðu þér orðin sem standa neðst á síðunni.

árbítur = morgunverður.

átthagaást = ást til æskustöðva.

ánauð = þrælkun, ófrelsi, þrældómur.

áróður = umtal eða skrif til að fá menn til að taka afstöðu með eða móti einhverju; fortölur.

áþekkur = líkur, svipaður.

árdegi = dagurinn fram að hádegi.

ákvæðisverk = verk sem á að vinna á ákveðnum tíma fyrir ákveðna greiðslu.

ávalur = bungulaga, kúptur.

ás = 1. bjálki langsum í húsi. 2. (í landslagi) löng og lág hæð. 3. guð í fornnorrænum trúarbrögðum.

árvakur = 1. heiti annars hestanna sem draga sólina. 2. sem vaknar snemma.

25. RITUN OG ORÐAFORÐI Bættu orði inn í málsgreinarnar úr kassanum fyrir neðan þannig að þær fái staðist.

1. Gakktu upp á ásinn þarna, þá sérðu yfir í hinn dalinn.

2. Við vöknuðum snemma og fengum okkur árbít.

3. Systurnar eru nokkuð áþekkar.

Page 12: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

4. Hann er mjög árrisull enda þarf hann að mæta í vinnuna kl. 6 á hverjum morgni.

5. Enda þótt Vífill og Karli hafi fengið frelsi að lokum voru þeir lengi ánauðugir menn.

6. Ég tók þetta að mér í ákvæðisvinnu.

7. Mér líkar ekki þegar einhver reynir að fá mig til að skipta um skoðun með slíkum áróðri.

26. GOÐAFRÆÐI

Sól og Máni (úr Snorra-Eddu)

Svaraðu spurningunum.

1. Hvað hétu börn Mundilfara? Sonurinn hét Máni og dótturin Sól.

2. Hvers vegna reiddust goðin? Þeim þótti hann sýna of mikið dramb (hroka) að líkja börnum sínum við sól og mána.

3. Hvað heita hestarnir sem draga vagn sólarinnar? Árvakur og Alsvinnur.

4. Hverja fékk Máni til að fylgja sér? Börnin Bil og Hjúka.

5. Hvers vegna fer sólin hratt yfir? Hún er að reyna að forða sér frá úlfinum Skolli.

6. Hvaða úlfur vill taka tunglið? Úlfurinn Hati.

7. Hvað verður um sól og mána? Þau munu verða úlfunum að bráð á endanum.

8. Skrifið upp sex mannanöfn úr textanum. Hver þeirra eru notuð sem mannanöfn á okkar dögum? Sól, Máni, Glenur, Mundilfari, Bil, Hjúki. Einungis Sól og Máni eru notuð sem nöfn í dag.

Page 13: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

27. STAFSETNING

Um lítinn staf

Skrifaðu textann upp aftur og settu stóra stafi þar sem þeir eiga að vera.

Margs konar fisktegundir eru við Íslandsstrendur og eru margar þeirra veiddar til mikilla nota fyrir landsbúa, t.d. þorskur, ýsa, heilagfiski og síld. Að Íslandi liggja tveir stórstraumar, annar suðvestan úr Mexíkóflóa. Hann kallast golfstraumur. Hinn kemur norðan úr Íshafi og heitir pólstraumur. Íslendingar eru flestir lúterstrúar og hin evangelísk-lúterska kirkja er þjóðkirkja á Íslandi. Eins og kunnugt er var kristni lögtekin á Alþingi árið 1000. Trúfrelsi komst fyrst í lög með stjórnarskránni árið 1874.

28. KORTABÓKIN

Lestu leiðbeiningarnar og skrifaðu nöfnin á rétta staði á kortið.

Svör í réttri röð ofan frá: Bilbaó, Barcelóna, Madrid, Valencia, Sevilla, Malaga, Gíbraltar.

29. NAFNORÐ Skrifaðu upp sex samnöfn.

(Mismunandi svör.) Skrifaðu upp sex sérnöfn (mannanafn, fjall, foss, land, kaupstað, heiði).

(Mismunandi svör.) Finndu a.m.k. þrjú kvennanöfn sem hafa að geyma fuglaheiti.

T.a.m. Erla, Svala, Lóa, Arna... Finndu a.m.k. sex nöfn karla sem fela í sér fuglaheiti.

T.d. Hrafn, Örn, Þröstur, Haukur, Valur, Már, Svanur...

Page 14: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

30. GREINIR Strikaðu undir nafnorðin í textanum. Settu kassa utan um þau nafnorð sem eru með greini. (Ath. Hér eru nafnorðin þrjú með greini skáletruð.)

Líbería, fyrsta lýðveldi Afríku, er á vesturströnd Afríku og á landamæri að Sierra Leone, Gíneu og Fílabeinsströndinni. Fremur lítið er vitað um forsögu landsins, en þangað og til grannríkja, sóttu vestrænir menn þræla og fluttu og seldu vestur um haf til Norður-, Mið- og Suður-Ameríku þegar þrælaverslunin var í hámarki á 17. og 18. öld. Finndu nokkur sérnöfn sem gætu bætt við sig greini. (Dæmi: Esjan.)

(Mismunandi svör.)

31. GREINIR Bættu greini við þessi nafnorð. (Ath. Hér er í sumum tilvikum einungis sýndur einn möguleiki af nokkrum.)

hesturinn pakkarnir vagninn ávextirnir bakarinn morgunninn

vélinstúlkurnar sneiðin mýsnar þyrlan alinin

fríiðaugun eyrað börnin loftið anganin

Gerðu hring utan um nafnorð með greini.

kartafla systurnar hlið kexið

gleraugu skórnir baráttan arinninn

tréð brauð staurinn vottorð

snúran fötin tunglið bílsins

vatnið klukkan himinn

Hvernig er orðið banani í þf. ft. með greini? bananana.

Hvernig er orðið könnun í ef. ft. með greini? kannananna.

Page 15: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

32. SÉRNAFNALEIKUR Raðaðu stöfunum rétt til að sjá hvar fólkið býr.

Georg býr á Salvör býr á Sveinn býr í Anna býr í Mikael býr í Embla býr í Egill býr á Sigrún býr í

AKUREYRI SELFOSSI HAFNARFIRÐI REYKJAVÍK BORGARNESI SANDGERÐI EGILSSTÖÐUM ÞORLÁKSHÖFN

Anton býr áTína býr á Frans býr á Rut býr í Torfi býr í Elín býr á Páll býr á Nína býr á

DALVÍK ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI KEFLAVÍK GARÐABÆ ÓLAFSFIRÐI HÖFN HÚSAVÍK

33. NAFNORÐ

Bundin eyðufylling

Bættu nafnorðum úr kassanum í eyðurnar.

Seint á 9. öld kom sænskur maður að nafni Garðar Svavarsson til landsins. Hann sigldi kringum það og fann þá að það var eyja. Hann dvaldi vetrarlangt á landinu við vík eina, er hann nefndi Húsavík, í Suður-Þingeyjarsýslu, en hélt síðan til Noregs. Landið var þá kallað Garðarshólmi. Segir sagan að maður einn, Náttfari að nafni, hafi orðið eftir á landinu ásamt þræli einum og ambátt og sest að í Náttfaravík.

34. MYNDAGÁTA Örn hjól a rút i. (Örn hjólar úti.)

Page 16: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

35. ANDHEITI Tengdu saman orð sem hafa andstæða merkingu.

dagur sumar ljós kuldi gleði rok morgunn norður kona stafn hvítur bakborði líf

nótt vetur myrkur hiti sorg logn kvöld suður maður skutur svartur stjórnborði dauði

36. STAFSETNING

Um n og nn (1)

Skrifaðu annaðhvort eitt eða tvö n í stað eyðanna.

Bókin liggur á borðinu en stóllinn stendur á stéttinni. Konan heldur á töskunni en karlinn fór í bæinn. María skaut í slána. Markmaðurinn stóð hjá stönginni. Frúin fór í skóna. Lóðin er milli brúnna. Þú gengur yfir eystri brúna. Athugið: Sumir segja „Hann fór í skónna og skaut í slánna.“ Hvers vegna er þetta ekki réttur framburður? Skrifaðu setninguna rétt upp.

Hann fór í hina svörtu skó/Hann fór í skóna mína (eitt n). Hann skaut í hina hvítu slá/ Hann skaut í slána mína (eitt n) Hann fór í skóna og skaut í slána.

Page 17: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

37. GOÐAFRÆÐI

Nótt og Dagur (úr Snorra-Eddu)

Svaraðu spurningunum.

1. Hverrar ættar var Nótt? Hún var jötnaættar, dóttir Nörva.

2. Að hvaða leyti var Dagur ólíkur móður sinni? Hún var svört og dökk en hann ljós og fagur.

3. Hvað gerir Hrímfaxi á hverjum morgni? Hann döggvar jörðina af méldropum sínum.

4. Hvað hét hestur Dags? Skinfaxi.

5. Hvaðan fengu Dagur og Nótt hesta sína? Frá Alföður, þ.e. frá Óðni.

6. Þessi saga lýsir því hvernig döggin verður til. Lýstu því með þínum orðum. (Mismunandi svör.) Finndu fimm nöfn á merum (kvk) og fimm nöfn á hestum (kk) og skrifaðu þau upp. (Dæmi: Skjóna, Sörli.)

(Mismunandi svör.)

38. STAFSETNING

Um n og nn (2)

Settu eitt n eða tvö í eyðurnar.

Kjartan kvaddi Skarphéðin. Þórarinn Jónsson hitti vin sinn, Þórarin Guðmundsson. Himinninn var fallegur um morguninn. Jötunninn var ógnvekjandi þegar hann horfði á Þráin. Guðrún sá tunglið líða um himininn.

Page 18: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

39. NAFNORÐ – EYÐUFYLLING

Um fóstbræðurna Ingólf og Hjörleif

Bættu nafnorðum að eigin vali í eyðurnar.

Tillögur að svörum: Þeir fóstbræður voru mjög ólíkir í sér, að því leyti að Ingólfur var blótmaður mikill, en Hjörleifur hafði enga trú á goðunum sem ýmsir fleiri Norðmenn í þá daga, en trúði á mátt sinn og megin. Þeir voru hvor á sínu skipi, og voru þeir fyrst samferða, en síðan skildi með þeim. Þegar Ingólfur sá til lands, kastaði hann útbyrðis súlum þeim, er staðið höfðu báðum megin við öndvegi (vísbending: tignarsæti) hans heima fyrir, og hét að byggja, þar sem súlurnar ræki á land. Á slíkar öndvegissúlur voru skornar goðamyndir, og voru þær skoðaðar sem helgir dómar, og fól Ingólfur goðunum þannig að velja sér bústað. 40. STAFSETNING

Um n og nn (3)

Settu eitt eða tvö n í eyðurnar.

Könnunin fór fram í stofnuninni. Skoðun mín er sú að athugunin sé gölluð. Ég hef mikla löngun til að taka þátt í skemmtuninni. Hvernig er orðið könnun í ef.et. með greini?

könnunarinnar

41. STAFSETNING

Um n og nn (4) Settu eitt eða tvö n í eyðurnar.

Sæunn fékk einkunnirnar í gær. Henni er vorkunn. Þór sýndi Jórunni miskunn. Gunnþórunn og Unnur eru einkunnasjúkar. Stúlkan er forkunnarfögur.

Page 19: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

42. SÉRNÖFN OG SAMNÖFN Strikaðu undir sérnöfnin í textanum fyrir neðan.

Þrælar Hjörleifs sögðu honum að þeir hefðu séð björn í skóginum í Hjörleifshöfða. Þegar hann leitaði bjarnarins drápu þeir hann. Síðan flýðu þeir til eyja sem síðan voru kenndar við þrælana og nefndar Vestmannaeyjar, því að Norðmenn nefndu Íra Vestmenn. Nokkru síðar kom Ingólfur út í eyjarnar að leita þrælanna, og drap hann þá alla og hefndi þannig fóstbróður síns. Næsta vetur dvaldi Ingólfur við Hjörleifshöfða, hinn þriðja vetur undir fjalli því, er síðan heitir Ingólfsfjall, fyrir vestan Ölfusá, en þá um vorið fundust öndvegissúlur hans reknar á land í Reykjavík. Þá flutti hann þangað og settist þar að (árið 877).

43. SÉRNÖFN OG SAMNÖFN Strikaðu undir samnöfnin.

Þegar leið á veturinn settu þeir Egill og Ásmundur skip sitt á sjó með tuttugu og fjóra menn, en létu mann sem hét Víglogi hafa umsjón með þeim sem eftir voru. Þeir sögðust ætla að leita kóngsdætranna og koma ekki aftur fyrr en þær væru fundnar. Þeir sigldu nú af stað út í óvissuna. Þeir leituðu allt sumarið, en að vetri komu þeir að Jötunheimum. Þeir komu að landi við skóg nokkurn og ætluðu að dvelja þar um veturinn. Finndu sérnöfnin í textanum og skrifaðu þau hér fyrir neðan.

Egill, Ásmundur, Víglogi, Jötunheimar. Skrifaðu nokkur sérnöfn að eigin vali hér fyrir neðan (örnefni, kindanafn, hestanafn, nafn á kú, nafn á fyrirtæki, nafn á kaupstað).

(Mismunandi svör.)

Page 20: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

44. FRÉTTASKOT Svaraðu spurningunum.

1. Á hvaða forsendum vísaði dómarinn málinu frá? Guð var víst ekki með neitt skráð heimilisfang og því ekki hægt að ganga frá nauðsynlegum pappírum.

2. Hverjar voru ásakanir Chambers gegn guði? Chambers hélt því fram að Guð hefði valdið svo mörgum og miklum hörmungum að það ætti að setja lögbann á hann.

Skrifaðu stutta frétt um guð og afskipti hans af nýlegum viðburðum á Íslandi.

(Mismunandi svör.)

45. KROSSGÁTA Lárétt 3. biblía 5. stóll 6. lemja 9. berangur 10. berjast 13. berast 14. kind 15. hús 16. horn

Lóðrétt 1. Elvis 2. nakinn 3. bíll 4. bergmál 5. sár 7. mótorhjól 8. fangelsi 9. beiskur 10. belti 11. febrúar 12. kýr

Page 21: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

46. GOÐAFRÆÐI

Vindar (úr Snorra-Eddu)

Árstíðir (úr Snorra-Eddu)

Svaraðu spurningunum.

1. Hverju veldur Hræsvelgur? Hann veldur vindum.

2. Hvernig tengist Svásuður sumrinu? Hann mun vera faðir þess.

3. Hvað kallast faðir Vetrar? Vindljóni eða Vindsvalur.

47. LJÓÐSTAFIR OG RÍM Lestu þetta erindi upphátt og hafðu örlitla aukaáherslu á ljóðstöfunum.

Strikaðu síðan undir rímorð og tengdu þau sem ríma saman.

Fyrr var oft í koti kátt, (a) krakkar léku saman, (b) þar var löngum hlegið hátt, (a) hent að mörgu gaman; (b) úti um stéttar urðu þar (c) einatt skrítnar sögur, (d) þegar saman safnast var (c) sumarkvöldin fögur. (d) Hvað merkir „að henda gaman að einhverju“? Að skemmta sér við eitthvað. Að gera gamanmál úr einhverju. Hvað merkir orðið „einatt“? (Flettu upp í orðabók til að vera viss.) Alltaf eða oft. Syngið þetta fallega erindi við hið alþekkta lag Friðriks Bjarnasonar.

Page 22: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

48. MÁLSHÆTTIR Skrifaðu orðin sem vantar í málshættina hér fyrir neðan og útskýrðu þá síðan.

Nýir vendir sópa best. Útskýring: Tillaga: Þeir sem sem eru nýir í einhverju vilja gjarnan leggja sig fram í því og eru ekki fastir í gömlum gildum.

Lengi getur vont versnað. Útskýring: Tillaga: Hér eru á ferðinni varnaðarorð um það að skoða allar kringumstæður vel, því þó eitthvað virðist slæmt getur það allt eins versnað ef reynt er að breyta því.

Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Útskýring: Tillaga: Góð speki eða falleg orð hafa alltaf jákvæð áhrif.

Enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Útskýring: Tillaga: Oft er það svo að menn sem skara fram úr á einhvern hátt fá ekki hljómgrunn í því umhverfi sem þeir eru sprottnir úr.

Finndu fimm málshætti í handbók (t.d. í bók Sölva Sveinssonar) og sýndu hvernig má nota þá.

(Mismunandi svör.)

49. KYN NAFNORÐA Greindu kyn orðanna.

sól kvk hanar kk vetur kk börn hk jörð kvk lifrar kvk blóm hk glas hk mýs kvk hreiður hk nemandi kk dæmi hk hendur kvk kýr kvk dekkin hk máni kk agnir kvk holt hk örn kk rætur kvk kyn hk hetja kvk skáld hk hjúkrunarfræðingur kk

Page 23: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

50. KYN NAFNORÐA Gerðu ferhyrning um karlkynsorð, hring um kvenkynsorð og þríhyrning um hvorugkynsorð. Notaðu orðabókina ef þú ert ekki alveg viss. vasaklútur kk tvíburar kk alpahúfa kvk hné hk hjón hk hreindýr hk sveppur kk prjónar kk æð kvk geit kvk frímerki hk dagblöð hk múrari kk kanarífugl kk vaskafat hk hönnun kvk fólk hk laufskógur kk færð kvk axlabönd hk ullarpeysa kvk skegg hk handklæði hk flugferð kvk gormar kk bæn kvk rendur kvk ánamaðkur kk buxur kvk skáld hk hafnir kvk æður kvk brúður (et.) kvk brúða kvk skæri hk

51. STAFSETNING

Um ng og nk

Skoðaðu orðalistann fyrir neðan í stutta stund og skrifaðu svo orðin í æfingabókina þína.

(Skrifað upp.)

Page 24: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

52. STAFSETNING

Um ng og nk Skrifaðu stafina sem vantar í eyðurnar.

Ingólfur fór í bankann til að taka út peninga. Hann langaði til að kaupa sér nýja töng í verkfæratöskuna sína. Á leiðinni fann hann angan af þangi. Hann fann fyrir kulda á vanganum er hann var að ganga út á tangann þar sem bankinn var til húsa. Inga var fengin til að hengja þvottinn út á snúru. Það tók Ingvar lungann úr deginum að tengjast netinu. Hankinn er brotinn. Fyrir utan bankann héngu nokkrir unglingar. Þeir voru í þungum þönkum og voru að ergja sig yfir þyngd prófsins sem þeir þreyttu fyrr um daginn. Enginn verður óbarinn biskup, sagði Mangi þegar hann sá að veiðistöngin var brotin.

53. UPPRIFJUN

Beyging nafnorða Beygðu þessi nafnorð í eintölu og fleirtölu.

steinn drottning barn stein drottningu barn steini drottningu barni steins drottningar barns

steinar drottningar börn steina drottningar börn steinum drottningum börnum steina drottninga barna

maður kona mann konu manni konu manns konu

menn konur menn konur mönnum konum manna kvenna

Page 25: Lausnahefti til kennara Þetta er málið – Vinnubók 1 1. STAFRÓFIÐ … · Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara 10. STAFSETNING

Skólavefurinn | Vanda málið | Þetta er málið – vinnubók 1 | Lausnahefti til kennara

Beygðu þessi sérnöfn í öllum föllum eintölu.

Katrín Baldur Haukur Sif Katrínu Baldur Hauk Sif Katrínu Baldri Hauki Sif Katrínar Baldurs Hauks Sifjar

Stafsetning

a) Stór og lítill stafur

Settu stóran eða lítinn staf í eyðurnar.

Sá Auður (D/d)djúpúðga (J/j)jakobsfífil í brekkunni? Hann kemur á (H/h)hvítasunnu en ekki á (Þ/þ)Þorláksmessu. Pabbi hitti (K/k; Ú/ú) Kveld-Úlf í (K/k)Kringlunni. Systir (Þ/þ)Þjóðverjans er í (K/k)Kvennó. Ég á (D/d)danska og (S/s)sænska vinkonu, en þær tala ekki (Í/í)íslensku. Mamma er (F/f)Færeyingur og hún á margar (F/f)færeyskar vinkonur. Hvað búa margir (K/k)kaþólikkar á (Í/í)Íslandi? Það var kalt á (N/n)Norðurlandi um (P/p)páskana. Mamma vinnur hjá (H/h)Happó, þ.e. (H/h)Happdrætti (H/h)Háskóla (Í/í)Íslands. Býr (Þ/þ)Þórarinn við (G/g)Guðrúnargötu? Það búa margir (A/a)arabar í (B/b)Bandaríkjunum. Á (M/m)mánudögum fáum við (S/s)steinselju í salatið okkar. Eru margir (F/f)framsóknarmenn á (V/v)Vestfjörðum? Í (J/j)janúar er (E/e)Esjan stundum hvít. Veist þú að (S/s; Í/í) Suður-Íshaf umlykur (S/s)Suðurheimskautslandið? Þau giftust á (J/j)Jónsmessu.

b) Um ng og nk

Settu grannan eða breiðan sérhljóða í eyðurnar.

Mangi er svangur. Drengurinn er frá Kóngsnesi. Á Langanesi býr enginn sem ég þekki. Steinka er í stuði. Litli fingur er lengri á þér en mér. Söngvarinn þandi lungun og tunguna. Töngin er bitlaus. Hann er hrifinn af glingri. Hún var lengi úti á engi að raka. Unglingarnir syngja um sól og vor. Sprengjan sprakk við löngu brúna. Þjónninn skenkir í glös ungu gestanna.