gaflari 22. tbl. 2014

16
Forgangsröðum, veljum færri verkefni og njótum Hjá mörgum snýst aðventan og jólahaldið upp í martröð þar sem fólk reynir að fylla upp í glansmynd sem fjölmiðlar koma svo skýrt á framfæri. Margrét Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðafræðingur er gaflari vikunnar segir að svona þurfi þetta alls ekki að vera. Dýnamík í Íshúsi Hafnarfjarðar 4 „Sit eftir æru- og atvinnulaus“ 2 6 „Það er ekki alltaf pláss fyrir alla menn á sömu stöðum“ Kíkt í kaffi: Fer alls ekki í jólaköttinn! 14 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is fimmtudagur 11. desember 2014 22. tbl. 1. árg. MARKAÐUR Fjarðar M M M M A A A A R R K KA KA KA KA R R R K K K K Ð Ð Ð Ð U U U U Ð Ð Ð Ð Ð Ð Ð Ð R R R R A A A A Ð Ð Ð Ð M M M M M M M M ALDREI BETRA ÚRVAL - ALDREI BETRA VERÐ RISA LEIKFANGAMARKAÐUR Í FIRÐI 2. HÆÐ LEIKFÖNG - SPIL - PÚSLUSPIL - DVD ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Opið um helgar frá kl. 12-18 og 22. og 23. des. frá kl. 16-21. #Jólaþorpið

Upload: gaflariis

Post on 06-Apr-2016

257 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Gaflari Bæjarblað sem kom út 11. des. 2014

TRANSCRIPT

Page 1: Gaflari 22. tbl. 2014

Forgangsröðum, veljum færri verkefni og njótum

Hjá mörgum snýst aðventan og jólahaldið upp í martröð þar sem fólk reynir að fylla upp í glansmynd sem fjölmiðlar koma svo skýrt á framfæri. Margrét Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðafræðingur er gaflari vikunnar segir að svona þurfi þetta alls ekki að vera.

Dýnamík í Íshúsi Hafnarfjarðar4

„Sit eftir æru- og atvinnulaus“2

6 „Það er ekki alltaf pláss fyrir alla menn á sömu stöðum“

Kíkt í kaffi: Fer alls ekki í jólaköttinn!14

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is fimmtudagur 11. desember 2014 22. tbl. 1. árg.

MARKAÐURFjarðar

MMMMAAAARRKKAKAKAKARRRKKKK ÐÐÐÐUUUUÐÐÐÐÐÐÐÐ RRRRAAAAÐÐÐÐMMMMMMMM

ALDREI BETRA ÚRVAL - ALDREI BETRA VERÐ

RISA LEIKFANGAMARKAÐUR Í FIRÐI 2. HÆÐ

LEIKFÖNG - SPIL - PÚSLUSPIL - DVD

ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR

Opið um helgar frá kl. 12-18 og 22. og 23. des. frá kl. 16-21.

#Jólaþorpið

Page 2: Gaflari 22. tbl. 2014

2 - gaflari.is

Bæjaryfirvöld þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrumFRÉTTIRF o r m a ð u r Félags dag-foreldra í Hafnarfirðið, Að a l h e i ð u r R u n ó l f s -dóttir, segist furða sig á hvernig tekið var á málefn-um dagforeldrisins sem svipt var öllum börnunum sem hún gætti þrátt fyrir að barnaverndaryfirvöld kæmust að því að ekkert athuga-vert væri við störf dagforeldrisins. „Það er nokkuð ljóst að eitthvað fór verulega úrskeiðis við vinnslu og úrlausn málsins. Við verðum eðlilega að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort þetta gæti kom-ið fyrirvaralaust fyrir hvert okkar sem sinnum þessari vinnu. Miðað við framgöngu þeirra sem að þessu máli komu er ljóst að starfsöryggi okkar ekki betur varið og tryggt en svo, að við gætum orðið atvinnu-laus án nokkurra skýringa á örfáum klukkustundum.“

Aðalheiður segir að dagforeldrið hafi hvorki verið beðið afsökunar né á nokkurn hátt verið komið til móts við það. „Öllum börnunum sem var hjá því var fundið leikskólapláss fyrirvaralaust, en eftir situr félags-maður okkar atvinnulaus og búið að setja svartan blett á starfsferil hans sem hefur með öllu verið flekklaus í öll þau ár sem hann starfaði. Það þykir mér grafalvarlegt mál.“

Aðalheiður segir að það sé ekki gott hljóð í starfstétt hennar almennt vegna þessa máls. „Það er alveg ljóst að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli þar sem dagforeldrið var sýknað af sama aðila af öllum ásökunum sem á það voru bornar. Við viljum eiga gott samstarf við Hafnar-fjarðarbæ, það er alveg ljóst en til að svo megi vera verða hlutirnir að virka í báðar áttir og þeir aðil-ar sem að þessu koma verða að vinna saman og að sameiginlegum markmiðum.“

„Sit eftir æru- og atvinnulaus“FRÉTTIR Eftir sjö ára flekklausan feril situr dagforeldri uppi með sárt ennið og án barna eftir að þau voru tekin fyrirvarlaust úr umsjón þess. Mar fannst á einu barnanna og komst Barnaverndarnefnd að þeirri niður-stöðu, eftir að barnið hafði verið fært til læknisskoðunar, að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar í mál-inu og lét það niður falla. Æra dagfor-eldrisins er hins vegar farin út í veður og vind og börnunum var fundið pláss á leikskólum bæjarins.

„Eftir að barnið var sótt á föstudegi fannst mar á því,“ segir dagforeldrið, sem kýs að svo stöddu að koma ekki fram undir nafni, en bætir við: „Barnið var 10 mánaða og farið að standa upp og ganga meðfram en ég varð ekki vör við að neitt óvenjulegt kæmi fyrir það á meðan það var hjá mér.“ For-eldrarnir ákváðu hins vegar að fara með barnið til læknis og í kjölfarið var barnaverndarnefnd tilkynnt um mál-ið. „Á mánudeginum koma börnin til mín eins og venjulega nema umrætt barn. Á þriðjudeginum koma hins vegar engin börn. Ég skildi ekki hvers vegna þau mættu ekki, en um kl. 8:30 hringir fulltrúi barnaverndarnefndar í mig og tilkynnir mér að ég eigi að koma á fund vegna málsins.“ Á fundin-um skýrði dagforeldrið frá sinni hlið málsins, auk þess sem bréf barst frá lækni sem skoðaði barnið. Þar segir: “Samkvæmt lækni á bráðamóttöku barna mun ekki finnast fullkomin sönnun þess hvernig marbelttirnir koma fram [...] til þess séu of margar mögulegar ástæður.“ Fáum dögum síðar barst svo dagforeldrinu bréf frá barnaverndaryfirvöldum í Hafnarf-irði þar sem fram kemur að könnun á atvikinu hafi ekki leitt neitt í ljós sem kalli á frekari afskipti nefndarinnar og málinu sé því lokið af þeirra hálfu. Málinu var hins vegar ekki lokið hjá dagforeldrinu því börnin voru komin á leikskóla og skiluðu sér ekki aftur til þess. „Eftir að börnin voru sótt til mín á mánudaginn hringdi daggæslu-fulltrúi bæjarins í foreldra barnanna og tilkynnti þeim að búið væri að finna þeim pláss á leikskóla. Ég fékk hins vegar enga tilkynningu fyrr en á þriðjudagsmorguninn. Ég skil vel að börnin þurftu að njóta vafans en það sama hefði átt að gilda um mig. Þar sem málinu lauk af hálfu barnar-verndaryfirvalda án athugasemda

í minn garð hefði verið eðlilegt að lífið félli í eðlilegar skorður á ný. Það er hins vegar ekki þannig. Ég sit uppi ærulaus og án atvinnu. Ég er enn í áfalli eftir þetta og þarf í rauninni að pína mig á fætur á morgnanna. Ég veit að margir styðja mig í þessu, en það eru líka margir sem smjatta á svona málum.“

Málið hjá lögfræðingiGuðríður Guðmundsdóttir, lög-fræðingur hjá Fjölskylduþjónustunni, segir að ef tilkynning komi til barna-verndarnefndar sé tekin afstaða til þess hvort ástæða sé til að gera könnun á málinu. „Ef ákvörðun er tekin um könnun málsins skv. barna-verndarlögum geta starfsmenn barnaverndarnefndar mælst til þess að börn séu ekki á heimili dagfor-eldra á meðan könnun fer fram, en taka ekki ákvörðun um það sjálfir. Að könnun lokinni er tvennt í stöðunni, annað hvort er málinu lokað ef ekki er talin ástæða til aðgerða, eða málið er lagt fyrir barnaverndarnefnd sem setur þá fram tillögur til úrbóta ef henni þykir ástæða til, áminningu eða leyfissviptingu eða hvað sem rétt þykir í hverju tilviki.“

Í tilfelli dagforeldrisins er málinu

lokið en börnin eru horfin á braut þar sem þeim var útvegað pláss á leik-skóla samdægurs en ekki tímabund-ið á meðan á könnuninni stóð. „Ég er mjög ósátt og tel að bærinn hafi brot-ið á mér og málið er hjá lögfræðingi.”

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýs-ingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir að börnin hafi notið vafans á meðan könnuninni stóð. „Þess vegna er þeim komið fyrir á öðrum staða á meðan könnun fer fram.“ Hún segir að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað við vinnslu þessa máls. „Það hefur verið farið vandlega yfir málið hér innanhúss og það var farið eftir öllum ferlum en það láðist að láta dagforeldrið vita form-lega að börnin kæmu ekki aftur og verða þeir ferlar skoðaðir sérstaklega – þar sem það lá fyrir að dagforeldrið væri að hætta á næstu mánuðum.“

Þegar Steinunn er spurð hvort eðlilegt geti talist að dagforeldrið sé æru- og atvinnulaust í kjölfar skoðun-ar hjá barnarverndarnefnd sem gerði svo enga athugasemd við störf þess segir hún: “Málinu er lokið af okkar hálfu. Börnunum var komið fyrir á leikskólum vegna þess að fyrir lá að dagforeldrið væri að hætta á næstu mánuðum, en ekki vegna þess að það var brotlegt í starfi.“

Aðalheiður Runólfsdóttir

Page 3: Gaflari 22. tbl. 2014

gaflari.is - 3

og þú átt möguleika áGLÆSILEGUM VINNINGUM!

55” 3D SMART LED TVKenwood hrærivél Philips heimabíó Senseo kaffivél og töfrasproti frá Heimilistækjum

Gjafakort frá ÓBGjafakort frá Fjarðarkaupum... og margt fleira

Þátttaka er einföld. Þú verslar í Fjarðarkaupum, fyllir út miða og setur hanní sérmerktan kassa í versluninni og ert þar með komin/n í pottinn.

VINNINGAR

TAKTU ÞÁTT Í SKEMMTILEGUM LEIK

7

Page 4: Gaflari 22. tbl. 2014

4 - gaflari.is

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Jólin nálgast óðfluga og er undirbúningur hátíðar ljóss og friðar í hámarki hjá mörgum fjölskyldum. Forgangsröðum, veljum færri verkefni og njótum eru hvatningarorð frá Margréti Grímsdóttur, Gaflara vikunnar til lesenda blaðsins. Svo virðist sem þessi skilaboð ómi víða um þessi jól því æ fleiri er að átta sig að lítið

ávinnst með pirringi og puði. Margir eru því farnir að slaka á kröfunum og velja það úr sem veitir ánægju, allir eru að njóta. Lengi. Ég velti því fyrir mér hvort farið sé að lengja í aðventunni. Auðvitað kallar árstíminn á þetta, hin dulúðlega birta sem mörgum finnst svo aðlaðandi kallar bókstaflega á kertaljós, fallega tónlist og nánd, en strax í nóvember var ég farin að sjá myndir af smákökubakstri og jólaljósum og jóla gullkornið Nú mega jólin koma fyrir mér dúkkaði ansi oft upp í samræðum fólks.

Berlínarbúum virðist svona í fljótu bragði ekki liggja lífið eins mikið á. Þýskukennar-anum mínum brá í það minnsta hressilega í brún þegar hann sá tvær gjafapapp-írsrúllur standa upp úr bakpokanum hjá mér um miðjan síðasta mánuð. Hann hélt ég hefði eitthvað misskilið þetta, fáfróður Íslendingurinn og setti sig í stellingar til að kenna mér allt um það hvernig jólahald færi fram. Ég var auðvitað snögg að leiðrétta hann og benda á nauðsyn þess að vera tímanlega í þessu. Upp úr þessu spruttu fjörugar umræður bekkjarfélaganna um jól og jólahald og næstu fjörtíu mínúturnar eða svo stömuðum við útúr okkur þýskum jólakveðjum og frösum.

Útlegð litlu kjarnafjölskyldunnar í Berlín kallar á óhefðbundið jólahald, enda verður jólum og áramótum eytt hér í Berlín. Það verða því hvorki rjúpur né hreindýrakjöt á borðum, engar smákökur bakaðar enda leyfir litla eldhúsið í leiguíbúðinni hvorki hrærivél né ofnplötur og ekki verður farið á jólaball. Þetta er auðvitað áskorun og

leggst misvel í fjölskyldumeðlimi og þá þarf að minna á jólaboðskapinn, kærleikann og hvað við erum þó heppin að vera saman, vera til.

Auðvitað verður ekki öllu kastað fyrir róða. Kræsingarnar frá ættingjum og vinum streyma til okkar, skrautlegir jólapakkar eru löngu komnir í hús og ég er búin að smella mér í rauða aðventukjólinn, sem ég pakkaði sérstaklega niður í sumar-blíðunni í júlí og spóka mig í jólaþorpinu sem er hér á næsta horni. Og við pökkuðum okkar gjöfum inn og gerðum í leiðinni heiðarlega tilraun til að skrifa jólakveðjur og leita að jólatónlist í útvarpinu. Hvorugt tókst vel en gerði þó það að verkum að leitin að merkingu hins eina sanna jólaanda hófst. Minningarnar rifjuðust upp og jólahald síðastliðnu áratugi var sett á repeat takkann. Yfir sumu var hlegið en líka felld tár. Uppáhalds jólaminningarnar tengjast nefnilega gjarnan þeim jólum þegar maður sjálfur var barn, áhyggjulaust og ómeðvitað um umstangið í kringum hátíðina. Sterkastar eru minningarnar sem tengjast fólkinu okkar, öfum og ömmum sem lögðu oft á sig langt strangt ferðalag austur á Fljótsdalshérað í alls konar veðrum, allt til þess að geta verið saman. Það má segja að jólaundirbúningurinn hér á Lychenerstrasse hafi tekið U-beygju því nú hófust menn handa við að útbúa dagatal hvenær við getum verið saman, tengja skjávarpann, hlaða niður forritum og kenna þeim sem eru eldri en 60 ára að bíða eftir svari hinum megin Atlantshafs-ins. Og þökk sé Skype, Fasbókinni frægu, Örmasinu og fleiri samskiptamiðlum þá er þetta hægt. Búið er t.d. að tímasetja pakkaopnun stórfjölskyldunnar, hún verður on-line í ár.

Kæru lesendur – gleðileg jól.

Erla Ragnarsdóttir

Kertaljós og klæðin rauðLeiðari ritstjórnar Gaflarans

Dýnamík í Íshúsi Hafnarfjarðar

FRÉTTIR Í Íshúsi Hafnarfjarðar hafa heldur betur gerst undur og stórmerki undanfarna mánuði. Þar hefur hreiðrað um sig stór hópur hönnuða, iðnaðar- og listamanna og í forsvari er Ólafur Gunnar Sverr-isson bátasmiður, auk þess sem mannfræðingurinn Anna María Karlsdóttir, eiginkona Ólafs, kemur einnig að rekstri fyrirtækisins. „Þetta er alfarið hugmynd Óla,“ segir Anna aðspurð um tilurð Ís-húss Hafnarfjarðar og Óli bætir við: „Við hugs-um þetta sem eina heild og samfélag. Hér starfa hönnuðir, iðnaðar-, handverks- og listamenn allir saman í opnum rýmum, áhersla á samvinnu er mik-il og dýnamíkin er eftir því“. Ólafur segir að Íshús

Hafnarfjarðar sé ekki síður fyrir fólk eða hönnuði sem starfa utan Íshússins. „Í hönnunarnámi í dag er lítil áhersla lögð á verklegt nám. Hönnuðir hafa því þurft að hlaupa um allan bæ til að fá aðstoð við smíði frumgerða. Hér getum við leyst flest verk-efni og veitt ráðgjöf og tökum öllum fagnandi hvort sem fólk er útlært eða áhugamenn.“

Í Íshúsi Hafnarfjarðar eru fjórtán verkstæði og vinnustofur og strax á nýju ári bætast fjórir nýir félagar í hópinn. „Við hófum starfsemina formlega laugardaginn 22. nóvember og þann dag lagði leið sína til okkar mikill fjöldi fólks og meðbyrinn og já-kvæðnin í okkar garð hefur komið okkur þægileg á

óvart,“ segir Anna og bætir við að þau séu því afar þakklát. Hún segir að framtakið hafi vakið mikla athygli á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að Íshús Hafnarfjarðar tók til starfa og hefur til að mynda iðnaðarráðherra komið í heimsókn sem og fulltrúar Nýsköpunarmiðstöðvar Færeyja. Óli segir að það sé aðeins upphafið að því sem koma skal. „Við ætlum að taka á móti hópum og stefnum á að opna hér einskonar gallerí þar sem t.d. ferðamenn, skólahópar og aðrir geta keypt það sem við fram-leiðum og fengið leiðsögn um húsið.“ Íshús Hafnar-fjarðar verður opið gestum og gangandi laugar-daginn 13. desember frá kl. 11-17.

www.Samkaupurval.is Verð eru birt með fyrirvara um villur og eða myndavíxl.

ungrjúpubringur

skoskar-4stk

2.298kr/pk

50

ALLT TiLjóLAnnA

mATurinngjAfirnArföndriðheimiLiðbörningoTTið& mArgTfLeirA

hAngiLæriúrbeinað-Kjötsel

4.198/30%/

2.939kr/kg

30

gleðileg

11. - 17. des.

jóLAbæKLing-

urinn Kominn

úT

jóLAbæKLing-

urinn Kominn

úT

jóLAbæKLing-

urinn Kominn

úT

jóLAbæKLing-

urinn Kominn

úT

jóLAbæKLing-

urinn Kominn

úT

jóLAbæKLing-

urinn Kominn

úT

Page 5: Gaflari 22. tbl. 2014

gaflari.is - 5

www.Samkaupurval.is Verð eru birt með fyrirvara um villur og eða myndavíxl.

ungrjúpubringur

skoskar-4stk

2.298kr/pk

50

ALLT TiLjóLAnnA

mATurinngjAfirnArföndriðheimiLiðbörningoTTið& mArgTfLeirA

hAngiLæriúrbeinað-Kjötsel

4.198/30%/

2.939kr/kg

30

gleðileg

11. - 17. des.

jóLAbæKLing-

urinn Kominn

úT

jóLAbæKLing-

urinn Kominn

úT

jóLAbæKLing-

urinn Kominn

úT

jóLAbæKLing-

urinn Kominn

úT

jóLAbæKLing-

urinn Kominn

úT

jóLAbæKLing-

urinn Kominn

úT

Page 6: Gaflari 22. tbl. 2014

6 - gaflari.is

VIÐGERÐIR FYRIR ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG

SUÐURHRAUNI 2 GARÐABÆ SÍMI 554 4060 [email protected]

�nndu okkur á facebook

PIPA

R\T

BWA

· S

ÍA

Ómissandi

umjólin

Gleðileg Lindujól

„Það er ekki alltaf pláss fyrir alla menn á sömu stöðum“Stjórn Barna- og Unglingaráðs FH í knattspyrnu sagði af sér á dögun-um. Svo virðist sem ágreiningur um áherslur og aðferðarfræði BUR og stjórnar knattspyrnudeildar FH hafi ráðið úrslitum en upp úr sauð á fundi fyrir skemmstu.

„Þetta er orðin ansi löng saga og

flýgur augljóslega áfram manna á milli, en stutta útgáfan er ágrein-ingur um áherslur og aðferðafræði við stjórn FH,“ segir Atli Hergeirs-son, fráfarandi formaður BUR. „Ég ætla ekkert að fara ítarlega ofan í þetta mál, en þeir sem mig þekkja vita fyrir hvað ég stend í þess-

um efnum og vildi ég láta gott af mér leiða í því ágæta starfi sem þarna fer fram og vera heill í því. Ég tók við formennskunni á 85 ára afmælisdegi félagsins þann 15. október sl. fullur tilhlökkunar. Ég var ásamt öðrum í þessu nýja BUR með fullt af hugmyndum sem við vildum framkvæma en það var kannski barnaleg hugsun af mér að halda að ég gæti haft einhver áhrif

þarna,“ segir Atli. Atli og hans menn höfðu t.d. hug á að auka faglegt starf hjá yngri flokkunum en það gekk ekki eftir. „Þegar slík vinna fer af stað þarf oft að taka erfiðar ákvarðanir sem reyna á tilfinningar og jafnvel persónulegar tengingar á milli manna og það var eitthvað sem menn voru augljóslega ekki til-búnir í. Það er bara ekki alltaf pláss fyrir alla menn á sömu stöðunum og þá er best að einhver víki og það kom á minn hlut auk þriggja annara innan BUR“.

Ekki er búið að skipa nýja stjórn BUR en gera má ráð fyrir að það verði gert á næstu dögum. Það ber að nefna að þrír aðilar úr þessari fráfarandi stjórn BUR sitja enn og veit Atli ekki betur en að þau ætli sé að sitja þar áfram. „Það vona ég svo sannarlega, þau eru öll frábært fólk í alla staði“ Segir Atli að lok-um.

Page 7: Gaflari 22. tbl. 2014

gaflari.is - 7

Page 8: Gaflari 22. tbl. 2014

8 - gaflari.is

Styður á erfiðum stundumSumir finna köllun sína í því að veita öðrum líkn og vera til staðar á erfiðum stundum í lífi fólks, hjálpa því í gegnum dauðsföll náinna ættingja eða að veita ráðgjöf þegar á móti blæs í hjóna-bandinu. Margrét Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðar-fræðingur er ein þeirra. Hún er gaflari vikunnar.

Margrét fluttist ásamt börnum sínum og eiginmanni í Hafnarfjörðinn fyrir nokkrum árum eftir að hafa búið í Bandaríkjunum í rúman áratug. „Það kom mörgum á óvart að við skyldum velja Hafnarfjörð. Við erum bæði úr Reykjavík og þar eru fjölskyldur okkar og flestir vinir. En ég heillaðist af bæjarbragnum og sé ekki eftir að hafa sest hér að. Okkur líður vel hér og við höfum fest rætur í Setberginu,“ segir Margrét og brosir þar sem við sitjum saman á kaffihúsi.

Margrét er kærleiksrík og gefandi. Hefur góða nærveru og lætur sér annt um náungann og er reiðubúin að rétta hjálparhönd þegar á bjátar. Það kemur því kannski fáum á óvart sem þekkja hana að hún hafi valið þá braut sem hún fetar í lífinu.

Hjúkrunarfræðingur fyrir tilviljun

„Ég ætlaði alls ekki í hjúkrunar-fræði að loknu stúdentsprófi. Ég ætlaði að sækja um í myndlistar-

námi, í grafískri hönnun, en þar sem ég lá á sólarströnd í útskriftarferð tók ég skyndiákvörðun og bað mömmu um að sækja um fyrir mig í hjúkrunarfræði.“ Margrét fann sig í náminu sem hún segir hafa verið fjöl-breytt og skemmtilegt. „Mér fannst strax mjög gaman að vinna með fólk og taka þátt í gleði þess og sorgum. Finna að ég gat gert gagn og hjálpað því til að líða betur fannst mér alveg frábært,“ segir hún og ákafinn leynir sér ekki. „Ég dróst alltaf að stærstu áskorununum. Þegar sjúklingur lá banaleguna varð hann oft minn sjúklingur. Mér fannst gefandi að hjálpa fjölskyldum í gegnum þessa lífsreynslu, hjálpa hverjum og einum að takast á við þessa stund.“ Og þar sem ég sit á móti henni get ég alls ekki skilið hvað fær fólk til að velja sér slíkt starf en er á sama tíma afskaplega þakklát því á erfiðum stundum í lífi mínu eins og við ást-vinamissi hafa „Margrétarnar“ svo

sannarlega skipt miklu máli. Þegar ég orða þetta við hana hlær hún og yppir öxlum og segir: „Það hljómar kannski undarlega en ég fékk mikið út úr þessu starfi. Stundum frétti ég af því að nærvera mín hafði skipt máli og þá vissi ég að ég hafði gert það gagn sem ég vildi gera.“

Ofurhúsmóðir í Bandaríkjunum

Nokkru eftir útskrift ákváðu Margrét og Hörður G. Kristins-son, eiginmaður hennar, að fara til Bandaríkjanna í nám. Hann í mat-vælafræði en hún í klíníska félags-ráðgjöf. Til að byrja með var Margrét þó heimavinnandi enda hafði þeim hjónum fæðst dóttir og fljótlega bættist sonur í hópinn þegar út var komið. „Ég tók hlutverki mínu sem heimavinnandi húsmóðir mjög alvar-lega,“ segir Margrét og skellir upp úr. „Fötunum var raðað eftir lit í skápun-um. Þetta var góður tími en eftir þrjú ár var ég algjörlega tilbúin til að fara í

nám á nýjan leik enda börnin búin að aðlagast nýjum aðstæðum og fær í flestan sjó.“

Að sinna mannlegaþættinum sparar tíma

Það var ekki fyrir tilviljun að fé-lagsráðgjöfin varð fyrir valinu hjá Margréti eins og hjúkrunarfræðin á sínum tíma. „Þegar fólk kom inn á Bráðamóttökuna, þar sem ég vann eftir útskrift, alvarlega veikt, t.d. í hjartastoppi fannst mér ekkert spennandi við það sem var að ger-ast í „akút“-herberginu í kringum sjúklinginn heldur vakti meiri áhuga hjá mér að taka á móti fjölskyldunni sem fylgdi honum og styðja hana í gegnum atburðinn. Mig langaði því til að læra meira um hvernig á að vinna með fjölskyldur, sorg og áföll og valdi mér nám sem myndi nýtast mér inni á sjúkrahúsum.“

Margir tala um að það vanti stund-um að sinna mannlega þættinum

Page 9: Gaflari 22. tbl. 2014

gaflari.is - 9

Börn eiga oft erfitt með að koma orðum að hlutum eins og heimilisofbeldi. Þetta nýja verklag léttir

ábyrgðinni af þolendum og börnum en það á ekki að þvinga fólk til að leggja fram kæru.

á sjúkrahúsunum hér á landi og því velti ég fyrir mér hvort það sé nokk-ur tími hjá yfirkeyrðu starfsfólki að sinna honum þrátt fyrir góðan vilja og menntun. „Jú, jú það er alltaf tími fyrir mannlega þáttinn,“ svarar Margrét og bætir við: „Ég var í hópi sem inn-leiddi fjölskylduhjúkrun á Landspít-alanum og við komumst fljótt að því að þegar fólk fer að temja sér þessi vinnubrögð þá áttar það sig á að það getur sparað ómældan tíma. Það þarf ekki annað en að hlusta og spyrja réttu spurninganna, auk þess sem aðstandendur og sjúklingurinn verð-ur ánægðari þar sem fólk fær svör og finnst því vera sinnt. Í stað þess að fólk upplifi sig afskipt, verði reitt og óþolinmótt þar sem það fær engin svör sem leiðir svo til þess að það fer að hnippa í hina og þessa, í von um svör hjá fólki sem kannski getur ekki sagt neitt um málið.“

Fékkst við mörg erfið mál í Flórída

Margrét vann sem félagsráðgjafi á sjúkrahúsi í Flórída í nokkur ár. Þar fékk hún að reyna ýmislegt og kom að erfiðum málum nær daglega. „Hér heima erum við svo fá þannig að það sem er daglegt brauð úti gerist sem betur fer sjaldnar hér,“ segir Margrét og er þar t.d. að vísa í að í hverri viku hafi fyrirburar og börn fædd með ýmsa fæðingagalla látið lífið á vöku-deildinni þar sem hún starfaði. Hún segir að sér hafi oftast gengið vel að halda faglega starfi sínu aðskildu frá sínu eigin lífi en auðvitað hafi komið upp mörg atvik sem hafi haft áhrif á hana. „Mér er mjög minnisstætt at-vik þar sem hjón misstu nýfætt barn sitt. Þetta barn var þriðja barn þeirra hjóna og þar sem konan heldur á ný-látnu barni sínu í fanginu, grátandi og segir: „Þetta er barnið sem átti að fullkomna fjölskylduna,“ var mér nær allri lokið. Sjálf var ég tiltöluleg nýbú-in að eignast mitt þriðja barn og átti því mjög auðvelt með að samsama mig þessu fólki.“ Hún kom einnig að mörgum barnaverndarmálum og í eitt skiptið þar sem hún var að taka bens-ín á bílinn sinn sér hún hvar kona sem var langt leiddur eiturlyfjasjúkling-

ur stendur og öskrar á hana að hún hafi tekið barnið hennar af henni. „Á þessari stundu varð ég mjög hrædd. Ég hafði haft afskipti af þessari konu í vinnunni og mér fannst hún til alls lík-leg þar sem hún stóð þarna öskureið og æpandi. Ég var með dóttur mína í bílnum og flýtti mér að setjast inn og læsa öllum hurðum og bruna af stað,“ segir Margrét alvarleg.

Þrífst á stórum áskorunum

Margrét segir að hún þrífist best þar sem stórar áskoranir sé að finna. Frá því að hún kom heim úr námi hef-ur hún starfað á Barnaspítalanum, verið hjúkrunardeildarstjóri á Kleppi en starfar nú sem framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun í Hvera-gerði. „Ég var mjög ánægð í vinnunni á Kleppi, en fann að þegar hlutirnir voru farnir að ganga vel og rútínan komin í fastar skorður fór ég ósjálfrátt að líta í kringum mig og því sótti ég um stöð-una á Heilsustofnuninni. Þar fæst ég við ögrandi og skemmtileg verk-efni í stjórnun og meðferðarvinnu.“ Meðfram vinnunni á Kleppi og svo á Heilsustofnuninni var Margrét í námi í fjölskyldumeðferð sem nýtist henni í vel í starfi sínu á Heilsustofnuninni, auk þess sem hún rekur eigin með-ferðarstofu.

Jólin martröðeða tími ljóss og friðar?

Aðventan og jólin eiga að vera tími ljóss og friðar, gleði og sam-veru en hjá sumum breytist hann í hreinustu martröð. Fólk hleypur eins og hamstrar í hjóli við að fylla inn í glansmyndina sem veifað er fyrir framan það í fjölmiðlum. Mar-grét segist verða mjög vör við þetta á stofunni sinni þar sem hún veitir hjónaráðgjöf. „Jólin eru mjög erfiður tími fyrir marga. Fólk er að takast á við margskonar tilfinningar, sorg og söknuð um leið og gleðin á að vera allsráðandi og svo getur verið erfitt fyrir hjón sem eiga í erfiðleikum sín á milli að ætla að fara í gegnum jóla-mánuðinn með bros á vör. Það getur orðið ótrúverðugt og falskt þannig að engum líður vel,“ segir Margrét

alvarleg og bætir við: „Jólaundir-búningnum fylgir oft aukin streita og í þannig ástandi verður oft stutt í pirringinn og að fólk missi sig fyrir framan börnin. Hjá mér er fólk sem kemur í hverri viku fram til jóla svo að það geti dempað erfiðleikana svo að jólin verði sem best.“ En jafnvel fyrir hinn títtnefnda meðal Jón sem á ekki í neinum sérstökum erfiðleikum í fjöl-skyldulífinu geta jólin tekið á. „Þetta þarf alls ekki að vera svona. Fólk þarf bara að forgangsraða, það þarf ekki að gera allt á þessum stutta tíma. Það er mikið talað um að fólk eigi að njóta aðventunnar og jólanna sem ég vona svo sannarlega að flestir geri. En fyrir suma verður það að njóta, hreinlega kvöð og breytist í einskon-ar kapphlaup með tilheyrandi álagi og streitu. Fjölmiðlar bregða upp mjög fallegri mynd af því hvernig þetta á allt að fara fram. Allir eiga að fara á jólatónleika, föndra með börnunum, baka, kaupa jólagjafir, fara á jólahlað-borð, skemmta sér með vinnufélög-um, hitta vini og kunningja, skreyta heimilið, pakka inn gjöfum eftir

kúnstarinnar reglum og svo mætti lengi telja. Allt á að vera fullkomið en þegar fólk finnur að það getur ekki fyllt upp í þessa mynd, hvort sem það er vegna fjárhagslegra aðstæðna, vegna vinnu eða annarra ástæðna þá fara sumir að upplifa sem þeir séu ekki að standa sig og allir aðrir að gera hlutina miklu betur.“ Margrét ráðleggur eitt mikilvægt atriði fyr-ir fólk í þessari stöðu. „Það þarf að slaka á kröfunum og taka meðvitaða ákvörðun um að velja það úr sem veit-ir ánægju. Standa við ákvörðunina og sleppa samviskubitinu. Við þurfum til dæmis ekki að fara í öll fjölskyldu-boðin og vera örmagna af þeytingn-um á eftir. Við erum allt of dugleg við að berja okkur niður og telja okkur trú um að við séum verri en hinn og þessi. Við höfum t.d. heilt ár til að fara á tónleika, hitta vini, fara út að borða o.s.frv. Það þarf ekki allt að gerast í desember. Mestu máli skiptir að við náum að njóta með þeim sem eru okkur kærastir og að við getum hugs-að til baka með bros á vör um góðan og notalegan tíma.

Page 10: Gaflari 22. tbl. 2014

10 - gaflari.is

að setja bókina-H a f n f i r ð i n g a -brandarinn í jólapakkann fyrir unglingana sem

allt eiga og kannski bjarga heilli kyn-slóð frá ólæsi. Bókin er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka og er eftir Hafnfirðinginn Bryndísi Björg-vinsdóttur.

h e i m s ó k n í Þjóðminjasafn Íslands og hitta íslensku jólasvein-

ana. Á hverjum degi frá og með 12. des-ember kemur einn jólsveinn á dag í heimsókn í þeirri röð sem þeir koma til byggða. Frábær skemmtun og huggu-leg stund fyrir yngri kynslóðina þar sem söngur og fróðleikur um jólin fer saman. Aðgangur er ókeypis.

að njóta að-ventunnar – hver með sínu lagi, eftir sínu höfði. Það er ótrúlega margt í

boði og ekki vinnandi vegur að fylgast með öllum þeim dagskrárliðum sem fram fara í desember. Fátt er huggu-legra en vera heima þegar vindurinn lemur á gluggana og svo eru víst líka tónleikar í janúar, febrúar, mars...

GAFLARIMÆLIR MEÐ...FRÉTTIR Elsa Hrönn Reynisdóttir

var nýverið ráðin framkvæmdastjóri FH. Hún segir að starfið leggist mjög vel í sig. „Ég er mjög spennt, hver væri það ekki að byrja að starfa hjá jafn öflugu og stóru félgi og FH?“ Hún seg-ir einhverra breytinga megi vænta hjá félaginu á næstunni. „Með nýju fólki verða breytingar og þær breytingar gera félagið vonandi enn öflugra.“

Elsa Hrönn er enginn nýgræðing-ur þegar kemur að íþróttum. Hún hefur verið framkvæmdastjóri HK, auk þess sem hún er mikil áhuga-manneskja um íþróttir. „Ég var sjálf í handbolta og fótbolta en gerði svo sem engin stór afrek þar, þó þau verði kannski stærri eftir því sem tíminn líður,“ segir Elsa og hlær og bætir við: „Það er svo urmull af íþrótta-fólki í kringum mig. Sonur minn spil-ar handbolta úti í Þýskalandi, þrjár dætur æfa handbolta og ein fótbolta, þannig að mikill tími hjá mér og mann-

Víkings hjartað slær í FH takti núna

inum fer í að fylgjast með og höfum við mjög gaman af.“

Elsa Hrönn er gamalgróinn Víking-

ur en lætur það ekkert á sig fá í störf-um sínum fyrir FH. „Nú kemur ekkert annað til greina en að slá í FH-takti.“

FH og Haukar deildarmeistararÍÞRÓTTIR Yngri flokkarnir í hand-boltanum eru að gera það gott þessa dagana. Annar hluti Íslandsmótsins í handknattleik í 5. flokki, eldra ár, fór fram á dögunum í Kaplakrika og urðu bæði lið FH og Hauka deildarmeist-arar. Íslandsmótið er spilað í fimm hlutum og fer næsti hluti fram eftir áramót. Bæði FH og Haukar eru með tvö lið í þessum flokki.

Strákarnir í FH1 spiluðu fjóra leiki í fyrstu deild og unnu þeir alla sína leiki, gegn Selfossi, Fram, ÍR og Haukum, með þó nokkrum mun. FH1 hefur unnið bæði mót vetrar-ins. Haukar2 gerðu sér svo lítið fyr-

ir og unnu aðra deildina. Haukarnir unnu þrjá af fjórum leikjum, gegn Selfossi3, KR og Þrótti, en töpuðu naumt fyrir FH2. Jafnt var þá á með

FH og Haukum en þegar KR vann FH með einu marki í síðasta leik móts-ins stóðu Haukastrákarnir uppi sem sigurvegarar.

gaflari.isAuglýsingasími

691 [email protected]

Page 11: Gaflari 22. tbl. 2014

gaflari.is - 11

Grýla, Leppalúði og Leiðindaskjóða

Ljúfari en þig grunar

GrýlaTvöfaldur latte með hesli-hnetu- og súkkulaðisírópi, rjóma, karamellusósu og muldum heslihnetum.

LeppalúðiTvöfaldur latte með irish cream sírópi, rjóma, súkkulaðisósu og muldum pipar-brjóstsykri.

LeiðindaskjóðaKryddaður chai tedrykkur með heitu súkkulaði, rjóma og karamellusósu.

| teogkaffi.is | Laugavegi | Borgartúni | Smáralind | Kringlunni | HR Aðalstræti | Austurstræti | Skólavörðustíg | Lækjartorgi | Akureyri |

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

441

93

Page 12: Gaflari 22. tbl. 2014

12 - gaflari.is

Súpur eru alltaf ljúfar og gott að gera svolítið magn af þeim til að eiga afgang daginn eftir. Súpur bragðst nefnilega oftast svo vel daginn eftir. Ég geri oft súpu að kvöldi til sem ég hef svo í matinn

daginn eftir sem er svo yndislegt því þá þarf ég ekki að gera annað en að hita súpuna og kaupa eða baka gott brauð með. Matartíminn verður ekki einfaldari. Þessi súpa er bragðmikil og fersk í senn og ég get borðað endalaust af henni. Það eru örugglega að verða 10 ár síðan ég gerði hana fyrst og hún er reglu-lega á mínum borðum.

3 kjúklingabringur1 rauð paprika1 gul paprika1 cm engifer2 hvítlauksrif2 msk karrý1 msk kóríander duft2 dósir kókosmjólk3 msk tómatpúreé1 hnefi ferskt kóríander2 vorlaukar1/2 rauður chilli1/2 pakki eggjanúðlur

2 kjúklingateningarsalt og pipar(eftir smekk)1-2 msk hnetusmjör(ef vill)

Skerið kjúklinginn í bita. Skerið paprikuna, vor-laukana og chilli í bita. Pressið hvítlaukinn og rífið engiferið, saxið niður ferska kóríanderið. Steikið kjúklinginn, paprikuna,chilli, hvítlaukinn, karrýið, kóríander og engiferið saman í potti.. bætið tómat-pureé saman við og steikið þar til kjúklingurinn er tilbúinn eða hvítur og steiktur í gegn. Hellið kókos-mjólkinni yfir og látið suðuna koma upp. Látið sjóða í

10 mínútur, smakkið til og kryddið með salti og pipar og jafnvel smá chillidufti ef maður vill hafa súpuna bragðmeiri. Það er líka gott að nota hálfan pakka af eggjanúðlum og sjóða þær í vatni áður en þær eru settar út í súpuna. Að lokum set ég tvo teninga af kjúklingakrafti út í. Það er best að gera þessa súpu deginum áður því þá nær hún fullkomna bragðinu eins og er með flestar súpur. Svo er gott að bæta fersku kóríander út á rétt áður en hún er borin fram.

Verði ykkur að góðu, Lólý – loly.is

Austurlensk kókóskjúklingasúpa

Lólý

Hvor haldið þið að vinni, 6 tonna fíllinn eða 70 kílóa knapinn? Við eyðum mik-illi orku í að breyta hegðun og ef fíllinn og knapinn eru ósammála verðum við fljótt úrvinda og gefumst upp. Þangað til að þessi nýja hegðun okkar verður

Ef við vitum hvað við viljum og viljum það NÓGU mikið finnumvið leið til að ná því

Afhverju eigum við oft erfitt með að breyta óæskilegri hegðun?

Sumum breytingum í lífi okkar fögnum við og eigum auðvelt með að framkvæma, eins og t.d. að byrja að búa, flytja í nýtt húsnæði og eignast barn. Aðrar breytingar eins og að hætta að reykja, hreyfa sig meira eða muna eftir að setja klósettsetuna niður er oft erfiðara að eiga við. Ef breyta á hegðun þarf þrennt að fylgj-

-neiiii

ast að. Það þarf að breyta aðstæðum og hugarfari og hjartað þarf að fylgja fast á eftir. Ímyndum okkur að hjartað sé tilfinningaríkur fíll og hugarfar-ið sé skynsamur knapi. Skynsemin segir vaknaðu snemma og farðu út að skokka, því hún veit að hreyfing gerir okkur gott og er að vinna fram í tímann. En tilfinningalegi hlutinn þráir ekkert meira en að kúra undir sæng og hafa það náðugt, hann er meira fyrir að stytta sér leið og fá verðlaunin strax.

það þarf aðeins eina manneskju til að breyta lífi þínu,

þig

að vana, og við hættum að eyða auka orku, verða fíllinn og knapinn að vinna saman því knapinn einn og sér hefur ekki næga orku. Einföldum líf okkar og fáum þá til að ganga í takt, þá eru okk-ur allir vegir færir.

RUTH CASEY

Markhorn ÞyriarÞyri Ásta Hafsteinsdóttir er markþjálfi frá HR með BSc í

sálfræði. Hún heldur úti ásamt samstarfskonu sinni face-

booksíðunni Markþjálfun fyrir börn og unglinga.

Page 13: Gaflari 22. tbl. 2014

gaflari.is - 13

Jólatilboð FedEx Jólapakki á 7.000 kr til útlanda!

Upplýsingar um hvaða vöru má senda og hvert eru veittar af starfsmönnum IceTransport í síma 412 0120.

Mikilvæg atriði varðandi jólatilboðið!• Jólakassinn kostar 7.000 krónur.• Stærð (40cm12cm30cm).• Jólatilboðið gildir í desember mánuð 2014.• Síðasti dagurinn til að senda jólapakka er 19. desember ef pakkinn á að ná ákvörðunarstað fyrir jól.• Upplýsingar um matvæli veittar í síma 412 0120

Kemst Hafnarfjörður áfram?Hafnarfjörður mætir Hornafirði

Á morgun hefst fyrsta viðureign 16 liða úrslita Útsvars og mætast þar lið Hafnfirðinga og Hornafjarðar.

Viðureignin verður fyrir margra hluta sakir forvitnileg. Lið Hafnarfjarðar afrekaði að vinna lið Grindavíkur í fyrstu umferð spurningakeppninnar en lið Grindavíkur hefur lengi verið sigursælt. Lið okkar Hafnfirðinga er skipað þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur, formanni bæjarráðs, Kristbirni Gunnars-

syni og Karli Guðmundssyni. Og lið Hornafjarðar er skipað systkinum, þeim Friðbirni, Friðriki og Völu Garðarsbörnum, en Vala bjó lengi vel í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Lið Hornafjarðar vann lið Kópavogs í fyrstu umferð í hörkurimmu. Hafnfirðingar sem og landsmenn allir eiga því von á líflegri keppni á sjónvarpsskjánum annað kvöld. Gaflarinn óskar báðum liðum góðs gengis – áfram Hafnarfjörður!

Page 14: Gaflari 22. tbl. 2014

14 - gaflari.is

TILVERAN Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

Fjölskylduhagir? Gift Jónasi Árna-syni og eigum við saman tvo syni sem heita Halldór Ingi og Kristófer Máni.Bókin á náttborðinu? Aðallega lestrarefni um nýjar vörur sem við vorum að taka inn á stofuna.Gamli skólinn minn? LækjarskóliHvers vegna Hafnarfjörður? Flutti til Hafnarfjarðar þegar ég var 11 ára og fannst það hræðilegt, en var fljót að finna mig hér og gæti ekki hugs-að mér annan stað í dag.Playlistinn í ræktinni? Ég fer mest í gönguferðir og vil þá njóta náttúr-unnar og alls sem hún hefur upp á að bjóða og er því ekki með neina músík.

KÍKT Í KAFFI Gaflarinn kíkti í kaffi til Berglindar Öddu Halldórsdóttur, snyrtifræðings. Berglind og Þorgerður Hafsteinsdóttir eiga snyrtistofuna Gallerí Útlit ásamt Örnu Eyjólfsdóttur. Gallerí Útlit er rúmlega fimm ára gömul alhliða hárgreiðslu- og snyrtistofa þar sem viðskiptavinurinn getur komið inn og fengið dekur frá toppi til táar. Desember er gjarnan annasamur mánuður hjá Berglindi Öddu því nútímakonan hefur lært af reynsl-unni og nýtur, þrátt fyrir amstrið á aðventunni, að láta dekra við sig. Berglind er engu að síður jólabarn í sér og finnst nauðsynlegt að njóta aðventunnar vel, eiga gæðastundir með fjölskyldunni, t.d. fara á tónleika, kíkja í jólaþorpið og hafa það huggulegt heima.

„Geri allt til að hafa það eins huggulegt og hægt er“

Best með morgunkaffinu? Fæ mér oftast boost en ef ég dekra við mig þá finnst mér ristað brauð með Camembert osti best.Hvers vegna snyrtifræðingur? Ég hef alltaf haft gaman af öllu í kring-um snyrtingu og förðun svo þetta var það sem mig langaði alltaf mest að læra.Ómissandi í snyrtibudduna? Label M hárvörurnar, í kremlínu eru það Neostrata og Comfort Zone og í förðun eru það NYX vörurnar. Allt þetta fæst í Gallerí Útlit.Leiðinlegasta heimilisverkið? Ég held að það sé að strauja.Helstu áhugamál? Við fjölskyldan ferðumst mikið. Við eigum hjólhýsi

og viljum helst eyða sumrinu á flakki um landið. Og svo er voða gaman að fara til útlanda yfir vetrartímann.Það besta við jólin? Þetta er tími þar sem fjölskyldan og vinir eru mikið saman og við gerum allt til að hafa það eins huggulegt og hægt er.Uppáhalds jólalagið? Ef ég nenni með Helga Björns.Uppáhalds jólaminning? Man ekki eftir neinni ákveðinni jólaminningu. Foreldrar mínir sáu til þess að ég á mikið af góðum jólaminningum og hefðum í kringum þau sem ég reyni svo að koma áfram til minna barna. Mamma var ekta húsmóðir, skreytti húsið með skrauti sem hún föndraði mikið sjálf og bakaði heilmikið og fengum við systurnar

að aðstoða, sem okkur fannst mjög gaman.Ferðu í jólaköttinn í ár? Nei, alls ekki! Ég var að kaupa mér æðislega glimmerskyrtu í Andreu fyrir helgi sem ég mun nota um jólin.Hvað stendur upp úr á árinu?? Að vera orðin einn af eigendum snyrtistofunnar.Síðasta sms-ið og frá hverjum? „Takk fyrir þessar frábæru myndir, þið eruð æði. Bið að heilsa.“ Frá Dóru vinkonu minni.Á laugardagskvöldið var ég? Á Hótel Flúðum í jólahlaðborði með vinnunni hjá manninum mínum.Ég mæli með? Dekri hjá frábæru fag-fólki í Gallerí útlit.

Page 15: Gaflari 22. tbl. 2014

gaflari.is - 15

Page 16: Gaflari 22. tbl. 2014

16 - gaflari.is

Kári JónssonKári Jónsson er efnilegur körfuknattleiksmaður sem leikur með Haukum. Kári er fæddur árið 1997 en hefur alla tíð leikið með ́ 96 árgangi Hauka. Þessir drengir hafa fjórum sinnum orðið Íslandsmeist-arar og tvisvar bikarmeistarar. Kári leikur með meistaraflokki Hauka og hefur verið valinn í yngri landslið Ís-lands og lék með U 18 ára liðinu sem stóð sig vel síðastliðið sumar.

Kári er mjög lífsglaður drengur með mikinn metnað. Samviskusamur og

ljúfur. Hann er góður námsmaður og gerir miklar kröfur til sjálfs síns. Við höfum aldrei þurft að hafa neinar áhyggjur af honum enda mjög heilsteyptur og ákveðinn í að ná langt bæði í körfubolta og námi. Hann er til fyrirmyndar í því sem hann tekur sér fyrir hendur og er okkur foreldrunum til mikils sóma. Kári getur það sem hann vill og ætlar sér.Dadda Sigríður Árnadóttir, mamma Kára

Við Kári kynntumst í 1. bekk í Öldutúns-skóla og erum búnir að vera bestu vinir

síðan. Kári er tapsár og gerir allt til að vinna og oftar en einu sinni hefur hann verið grunaður um svindl í spil-um en umfram allt er Kári heiðar-legur, góður og skemmtilegur. Allir sem þekkja hann vita hvað hann er flottur strákur og ég hef fulla trú á að hann fari alla leið í NBA.Hákon Gunnarsson, æskuvinur Kára

STENDUR UPP ÚR

Hallur Guðmundsson, nemi og tónlist-armaður: Ég reyni að fara eins oft til

Hornafjarðar og ég mögulega get því ég á ömmu og afa þar sem eru 95 og 97 ára. Þessa helgina ætla ég því að skella mér austur með móður minni og yngri dóttur til að hitta þau gömlu. Það er aldrei að vita nema ég kippi gítarnum með og

við feðginin tökum nokkur jólalög fyrir þau. Ég þekki nokkra á Höfn og kem til með að kanna kaffistöðuna hjá þeim og gæti farið svo að ég banki uppá hjá fríbæjarfulltrúanum Margréti Gauju. Veðrið getur sett strik í reikninginn en það er á við bestu líkamsrækt að takast á við erfiða færð og vont veður á svona keyrslu.

Sigríður Einarsdóttir, heilsufrömuður: Á föstu-dag skutla ég tveimur skvísum út á Völl kl 05.

Síðan hefðbundinn dagur í HRESS. Smelli mér svo beint í yoga hjá Amara-yoga þar sem ég er að læra að vera jógakennari. Planið er svo að baka 2 sortir sem hefur mátt bíða vegna prófa hjá heimalingunum eftir uppskrift sem maðurinn minn, Gunnlaugur Þráinsson, kom með heiman frá sér á sínum tíma.

Um kvöldið skellum við hjónin okkur á notalega jólatónleika með Stefáni Hilmarssyni í Salnum. Mér finnst einstaklega gaman að fara á tónleika og er dugleg að drífa mig. Laugardagur-inn og sunnudagurinn verða helgaðir jógakennaranáminu sem ég er í, nema einn spinningtíma sem ég kenni á laugardagsmorguninn. Reikna með rólegu laugardags- og sunnudagskvöldi við að jólast, klára að skrifa jólakort og bæta við jólaskrauti innanhúss.

HELGIN MÍN

AFGREIÐSLUTÍMI

YFIR JÓL & ÁRAMÓT

Fjörður24. des

25. des

26. des

31. des

1. jan

Opið til kl. 17:00

Lokað

Opið 08:00-24:00

Opið til kl. 18:00

Opnar kl. 11:00

Melabraut24. des

25. des

26. des

31. des

1. jan

Opið til kl. 17:00

Opnar á miðnætti

Opið allan sólarhringinn

Opið til kl. 18:00

Opnar kl. 11:00

Staðarberg24. des

25. des

26. des

31. des

1. jan

Opið til kl. 17:00

Opnar á miðnætti

Opið allan sólarhringinn

Opið allan sólarhringinn

Opið allan sólarhringinn

Reykjavíkurvegur24. des

25. des

26. des

31. des

1. jan

Opið til kl. 17:00

Opnar á miðnætti

Opið allan sólarhringinn

Opið allan sólarhringinn

Opið allan sólarhringinn

10-11 óskar hafnfirðingumgleðilegra jóla og farsældar á komandi ári